Tag Archive for: Búrfell

Búrfell

Búrfell eru 39 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. En hvers vegna heita öll þessi fjöll á landinu „Búrfell“?
Búrfell landsins eru mörg og finnast um allt land. Að auki eru fjölmörg örnefni dregin af því, nefna má ár, dali, flóa, drög, heiðar, hraun, hyrnur, hálsa og margt fleira. Einnig bera níu bæir nafnið.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Þrjátíu og níu fell eða fjöll bera nafnið Búrfell [fjögur fellanna eru á Reykjanesskaga; í fyrrum landnámi Ingólfs, þ.e.]:
-Búrfell við Hafravatn í Mosfellsbæ, 81 m
-Búrfell í Heiðmörk, Garðabæ, 179 m
-Búrfell, norðvestan Þingvalla, 782 m
-Búrfell norðvestan við Þorlákshöfn, 200 m

Af þessum fjórum Búrfellum á Reykjanesskaga eru tvær eldborgir (í Garðabæ og í Ölfusi (Þorlákshöfn)) og tvö eru móbergs og basaltfjöll (við Þingvelli og í Mosfellsbæ).

Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson birti fróðlega umfjöllun og vangaveltur um „Búrfell“ á bloggsíðu sinni sigsig.blog.is árið 2013:
„Að einhverju leiti getur verið að útlit fjalla með nafninu „Búrfell“ ráði því að þau fengu nafnið. Ekki veit ég orðið „búr“ merkir upphaflega, ef til vill er það hið sama og nú til dags sem er matargeymsla.

Mér finnst frekar óljóst er af hverju nafn fjallanna er dregið og þess vegna fór ég í dálitla heimildavinnu. Hún dróst dálítið á langinn, endaði í vikuvinnu. Leiddi þar hvað af öðru. Sem betur fer glataði ég tvisvar sinnum því sem ég hafði skrifað. Þá þurfti ég að byrja aftur og þó ég hafi bölvað missinum er ég nú þeirri skoðunar að ritgerðin hafi batnað eftir því sem ég skrifaði hana oftar. Ég vara þó lesandann við, ég er enginn sérfræðingur.

Hvaða búr er um að ræða?

Bær

Bær og útibúr.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir:
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau.

Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús.

Þetta skýrir ekki málið neitt sérstaklega og er heldur einföld skýring.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Á hinum ágæta vef ferlir.is er fjallað um gíginn Búrfell í Heiðmörk og vitnað í vef Örnefnastofnunar um nafnið. Örnefnastofnun er nú ekki lengur til sem slík heldur var gerð að deild innan Árnastofnunar og vefurinn ekki lengur finnanlegur. En á Ferli segir eftirfarandi:
En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar.

Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla.

Búrfell

Hjallur.

Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“

Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn.

Hyggjum nú aðeins að þessu. Á Vísindavefnum er getið um „hin fornu útibúr“. Líklega hafa þau verið geymslur, byggðar til að geyma matvöru og hugsanlega byggð þannig að vindur blási um þau eins og hjallar þar sem fiskur er þurrkaður.

Búr og kjölur

Búrfell

Búr.

Voru „búr“ kölluð svo eftir fjöllunum eða fengu fjöllin nafnið af útibúrunum? Þetta er ansi góð spurning, þó ég segi sjálfur frá og eftir svarinu fór ég að leita.

Gæti verið að orðið „búr“ hafi haft aðra merkingu en í dag, jafnvel að það hafi verið einskonar útlitslegt orð, ef ég má orða það þannig. Um leið kemur orðið „kjölur“ upp í hugann. Það var áður haft um ásinn, tréstykkið, sem er frá stefni og í skut. Síðar hefur orðið færst yfir á allan þann hluta bátsins eða skips sem er í sjó enda víst að kjölur, slíkur þeim sem hér hefur verið lýst, er ekki til á stálskipum.

Hugsanlega eru „kjölur“ og „búr“ andheiti. Hið fyrrnefnda gæti átt við kjalarásinn en hið síðara um það sem snéri inn í bátinn … Jafnvel gæti „búr“ verið einhvers konar mænir á húsi, það sem hæst ber.

Orðsifjafræðin

Búrfell

Búrhvalur.

Hvers vegna er hvalur kenndur við „búr“? Er það vegna þess að hvalurinn var notaður í fæðu eða var það vegna útlitsins? Líklega er ágætt að verja dálitlum tíma í að kanna þetta.

Í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar segir:

Búrhvalur
Búrhvalur k., búrhveli h., búri k. ´sérstök tannhvalategund (physeter macrocephalus)´; sbr. nno. [miðnorska] burkval um óvissa hvalatengund. Uppruni óljós. Oftast talið leitt af búr og sé þá átt við lýsisforðann í höfði hvalsins.

Þó tilvitnanir í Orðsifjabókina sé eflaust dálítið flóknar finnst mér engin goðgá að álykta af þessu að orðið „búr“ merki eitthvað stórt.

Í sömu bók segir:

Búrfell

Langreyður.

1 Buri eða Búri k. goðsögul. Nafn á föður Bors eða Burs, föður Óðins. Uppruni óviss. Oftast lesið Buri og þá talið merkja þann sem eignast afkvæmi eða son, sbr. bur. Aðrir ætla að orðið sé sk. fi. [fornindverska] bhuri- ´stór´eða mno. [miðnorska] bura ´öskra´, sbr. að Buri eða Búri var risaættar, af Ými kominn. Ath. búrhvalur.

Þarna fannst mér ég vera kominn í feitt þangað til ég rakst á eftirfarandi:
2. Buri eða Búri k. dvergsheiti. E.t.v. sk. búri.

Komum síðar að nöfnum sem tengjast Búra. Af þessu má draga þá ályktun að „búri“ geti þýtt hvort tveggja, stórt og lítið, sbr. risa eða dverg. Það kann þó að vera misskilningur.

Búrfell

Sandreyður.

Loks er ástæða til að tiltaka þriðju tilvitnunina í Orðsifjabókina. Hún er svona:
1. búri k. ´ruddi, dóni, durgur; aðsjáll maður, nirfill; íbúi (verslunar)borgar´. To. [tökuorð] úr mlþ. [nýlágþýsku] bure ´bóndi´, sk. [skylt] búr og búa.

Er eitthvað hér sem hönd á festir? Hugsanlega má telja að „búr“ sé eitthvað stórt eða það merki hús eða matargeymslu. Engin af ofangreindum tilvitnunum tekur til útlits, ekkert skýrir almennilega „búrfellslagið“.

Ég leyfi mér þó að draga þá ályktun aftur að „búr“ merki eitthvað sem er stórt. Hins vegar verður að hafa það í huga að Búrfell landsins eru afar mismunandi í útliti og stærð og jarðfræðilega eru þau ekki eins.

Fornritin

Sæl væri eg
ef sjá mættag
Búrfell og Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
og Öndvertnes,
Heiðarkollu
og Hreggnasa,
Dritvík og möl
fyrir dyrum fóstra.

Búrfell

Steypireyður.

Þetta fallega kvæði er úr Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga Bárðardóttir orti það er hún kom til Grænlands eftir að hafa hrakist þangað frá Íslandi. Hún var komin með heimþrá og saknaði heimahaganna. Í sögunni segir: „Þessi örnefni öll eru á Snjófellsnesi“.

Af þessu má draga þá álykta að snemma eftir landnám hafi örnefni myndast og þar með að fjall á Snæfellsnesi fékk nafnið „Búrfell“. Í þessu sambandi má geta þess að Grímur Rögnvaldsson sá sem nam Grímsnes bjó að Búrfelli. Líklega var bærinn samnefndur fjallinu fyrir ofan.

Búrfell

Búrfell í Rogan.

Þetta var mér hvatning til að fletta í gegnum önnur fornrit þó svo að ég minnist þess ekki að hafa séð orðið „búr“ í þeim. Enda varla von, flestir leikmenn lesa vegna söguþráðarins og smáatriðin hverfa.

Ég fór því í gegnum Fornaldarsögur Norðurlanda, Gylfaginningu, Heimskringlu, Íslendingasögur, Landnámubók og Jómsvíkingasögu. Leitaði að öllu því sem tengst gæti búri, Búrfelli eða fólki sem ber nafnið Búri. Margt merkilegt fannst í þessum ritum.

Líklega er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að málið hefur breyst talsvert frá því að fornsögurnar voru ritaðar. Ekki er víst að ég átti mig á öllum blæbrigðum sem málfræðingar og fornritaspekingar koma glöggt auga á.
Við skulum líka hafa hugfast að matur er viðkvæmur og það hafa fornmenn án efa vitað. Þar af leiðir að þeir leituðu ýmissa ráða til að gera hann sem lengst neysluhæfan. Án efa vissu þeir að kæling hjálpar til. Því gátu búr verið stök hús, staðsett annað hvort þar sem um gustaði um eða að þau voru grafin í jörð.

Að öðru leyti er gott ráð að nota hugarflugið þegar eftirfarandi tilvitnanir í fornritin eru skoðaðar. Í þeim er oftlega getið um „búr“ og „útibúr“.

Burfjell í Noregi

Búrfell

Búrfell í Fusa.

Ég er langt frá því sérfræðingur í orðsifjafræði þarlendra. Hitt veit ég í gegnum hann Gúgöl vin minn, að það eru að minnsta kosti tvö Búrfjöll eru þarna fyrir austan og bæði með þessu líka laglega búrfellslagi. Hið fyrra er Burfjell í Fusa og hið seinna er Burfjell í Rogan. Merkilegt er að skoða myndir af þessum tveimur fjöllum. Eru þau með „Búrfellslagi“? Mér finnst nokkur líkindi með því.

Stapi

Fjallið eina

Fjallið eina – dæmigerður stapi.

Mörg Búrfellin eru keimlík í laginu og ekki síst þau sem jarðfræðilega bera heitið stapi eins og Búrfell við Þjórsárdal, Búrfell austan Mývatns og ábyggilega fleiri.
Hvað er þá stapi, svona jarðfræðilega séð. Hann myndast í upphafi þegar eldgos verður undir jökli. Þá hlaðast upp gosefni í plássið sem eldgosið bræðir í jöklinum. Um leið og glóandi kvika snertir vatnið springur hún og myndar smágerð gosefni, en vegna þess að jökullinn virkar sem mót dreifast þau ekki heldur hlaðast smám saman upp. Þegar svo mikil gosefni hafa hlaðist upp að eldvirknin nær upp fyrir vatnsborðið rennur loksins hraun. Eftir að gosi lýkur heldur jökullinn að fjallinu, rétt eins og mót og með tímanum, og vegna hita og þrýstings, verður til móberg úr lausu gosefnunum.
Þetta gerðist margoft hér á landi á ísöld og þegar jökullinn hvarf urðu eftir svokallaðir stapar. Þeir er oftast hringlaga eða jafnvel ílangir. Efst er oft hraunskjöldur, dyngja, en undir er móberg.

Niðurstaða

Búrfell

Búrfell í Ölfusi – loftmynd.

Ég held að nú megi slá því föstu að búr sé ekki aðeins matargeymsla heldur hafi líka ýmislegt annað verið geymt í þeim. Mörg dæmi eru til í fornritum um að búr hafi verið notuð sem íverustaðir. Búr sem matargeymslur hafa líklega staðið þar sem gustar um enda hafi tilgangur verið að halda matvöru kaldri svo hún geymdist sem lengst. Einnig er til að búr hafi verið grafin í jörðu í sama tilgangi.

Óljóst er hins vegar hvernig búr hafa litið út. Draga má þá ályktun af helstu fjöllum sem heita Búrfell að þau hafi verið með frekar flötu þaki, að minnsta kosti ekki bröttu. Þakið kann einnig að hafa verið ílangt.

Orðið „búr“ merkti líklega til forna eitthvað sem var stórt og mikið um sig og þá hefur hugsanlega ekki verið miðað við hús sem var matargeymsla. Orðið hafi einfaldlega verið heiti á stóru húsi eða nafn á stórum manni. Þess vegna er stórt fjall nefnt Búrfell í vegna þess að það er einfaldlega stórt fjall, jafnvel stórt stakt fjall.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – loftmynd.

Hvalurinn hefur þar af leiðandi verið nefndur Búrhvalur vegna þess að hann er stærri og meiri um sig en flestir aðrir hvalir en ekki vegna lýsis eða kjöts.

Hitt er svo til umræðu hvers vegna stórt fjall er nefnt fell. Í Noregi eru eins og áður sagði að minnsta kosti tvö fjöll sem heita Burfjell. Á íslensku örnefnunum kann að vera málfræðileg skýring sem er sennilegri en aðrar, til dæmis náttúruleg.“

Brynjólfur Þorvarðsson fjallar um framangreint og skrifar m.a.:

Búrfell

Búrfell við Þingvelli.

„Sæll Sigurður og takk fyrir skemmtilega ritgerð.
Það er afskaplega erfitt að rekja orðsifjafræði stuttra orða með fjölbreytta merkingu. En mér sýnist þú ekki taka eina algeng merkingu orðsins „búr“ í daglegu máli, þ.e. aflæst hirsla með rimlum. Nú veit ég ekki hversu gömul sú málnotkun er, en rimlar heita „bars“ á ensku og „barer“ á dönsku. Samkvæmt enskum orðsifjum er þetta tekið úr síð-latnesku „barra“.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – kort 1903.

Ennfremur finn ég fornnorræna orðið „burr“, enn notað í ensku, sem merkir fræhylki með litlum þyrnum sem festast í fatnaði. Önnur heimild talar um „borr“ eða „borre“ í fornnorrænu.

Loks finn ég „búrr“ notað sem kenningu um son í Eddukvæðum: „Óðins búrr“. Einhverjir tengja orðin búrr, búri, bör í Eddukvæðum við „að framfæra“ sem aftur er augljóslega skylt sögninni að bera, öll orðin ur Sanskrít „bâras“.

FERLIR spyr: Hvers vegna eru engin fjöll nefnd eftir Langreyð, Sandreyð eða Steypireyð. Allir þeir hvalirnir eru ekki ólíkir Búrhvalnum. Og hvernig er örnefnið „Kistufell“ tilkomið? Gæti það verið hliðstæða við örnefnið „Búrfell“ líkt og örnefnið „Húsfell“?!? Búr var jafnan einungis hluti bæja eða selja. „Bæjarfellin“ eru allnokkur. Undir þeim flestum kúra bæir eða bæjatóftir, sbr. Bæjarfell í Krýsuvík og við Vigdísarvelli. Þar liggja fyrir augljósar skýringar á örnefninu. Bæirnir Búrfell og Búrfellskot voru undir Búrfelli í Mosfellsbæ. Hvers vegna var fellið ekki nefnt Bæjarfell til samræmis?…

Heimild:
-https://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1328331/

Búrfell

Búrfellin – kort.

Búrfell

Gengið var um hluta Búrfellshrauns með viðkomu í Maríuhellum (í Heiðmörk). Hraunið rann fyrir u.þ.b. 8000 árum síðan.

Árni Hjartarson

Árni Hjartarson.

Árni Hjartarson skrifaði grein um Búrfellshraun í Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2009. Greinin er ágætt yfirlit yfir efnið, en þó alls ekki tæmandi, enda hefur það kannski ekki verið markmiðið. Hér verður drepið niður í greinina á nokkrum stöðum þar sem m.a. er lýst stærð hraunsins, aldri, hrauntröðum og hraunhellum. Á köflum hafa misvísanir slæðst inn í umfjölluna, auk þess sem inn í hana vantar á köflum nánari lýsingar til uppfyllingar heildarmyndinni.
„Búrfell upp af Hafnarfirði er gígur af þeirri gerð sem kallast eldborg. Eldborgir einkennast af því að gos hefur orðið á stuttri sprungu eða pípulaga gosrás og myndar því stakan Búrfellaðalgíg og stundum smærri gíga þar hjá. Engir slíkur hliðargígar eru hjá Búrfelli. Hrauninu svipar til dyngjuhrauna. Hraunstraumurinn sem rann frá Búrfelli í sjó fram á nokkrum stöðum nefnist einu nafni Búrfellshraun en hefur fjölmörg sérnöfn eftir einstökum hlutum hraunsins, s.s. Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. [Hér má bæta við nöfnum s.s. Stekkjarhraun, Balahraun, Svínahraun, Flatahraun og Klettahraun.]
Mikil msigengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu frá norðaustri til suðvesturs og teygir sig raunar allar götur frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell. Búrfell hlóðst upp í gosi við austurbrún sigdalsins.“

Búrfellshraun

Á meðfylgjandi korti af útbreiðslu hraunsins má sjá að nútímahraun, s.s. Bruninn (Nýjahraun/-Kapelluhraun) hafa runnið yfir það að hluta að vestanverðu, þ.e. í átt að Straumsvík. Þar má þó enn sjá Selhraunin vestan hans sem leifar Búrfellshraunsins. Í Búrfellsgosinu rann elsta hrauntungan til Straumsvíkur (nú að mestu hulin nútímahraunum). Næstelst er hrauntunga sem rann að Kaldá og síðan niður með Ásfjalli til Hafnarfjarðar. Þriðja hrauntungan rann niður með Vífilsstaðahlið og til sjávar í Hafnarfirði og Arnarnesvogi. Hraun frá lokahrinu gossins er síðan sunnan við Búrfellsgíg. Gígurinn er sýndur í rauðum lit. .
„Gígurinn og misgengin tilheyra eldstöðvakerfi Trölladyngju. Gossögunni má skipta í fjóra þætti eða lotur og í hverri hrinu runnu ólíkar hrauntungur frá gígnum.

I. Straumsvíkurlota.
MaríuhellarSelhraun[in] er áþreifanlegur hluti þessa. [Selhraunin eru þrjú á þessu svæði og eru þau sennilega öll hluti Búrfellshraunsins (jarðfræðikort ÍSOR).] Sjá meira um Selhraunin ofan Straumsvíkur (sjá HÉR).

II. Lambagjárlota.
Fyrsti hraunstraumurinn hafði hlaðið undir sig og komst yfir misgengisþröskuld við Kaldá. Þá gat það farið að renna niður með Ásfjalli og hefur hugsanlega náð til sjávar utan við Hamarinn í Hafnarfirði. Ystu tungur hraunsins þar eru nú huldar yngri hrauntungum sem runnu í þriðja kafla gossins. Á þessum tíma myndaðist Lambagjá. (Sjá meira um Lambagjá HÉR.)

III. Urriðavatnslota. Gosið fyllti sigdalinn neðan við Búrfell og komst yfir misgengisstalla við Smyrlabúð. Þá rann hraunið niður með Vífilsstaðahlíð og náði til sjávar bæði við Hafnarfjörð og í Arnarnesvogi. Þess laieð hefur hraunið runnið alllengi og þá hefur Búrfellsgjáin og hellarnir í tengslum við hana myndast og verið meginfarvegur hraunstraumsins frá gígnum.

IV. Goslok.
HraunstraumurVið goslok virðist hraunið hafa hætt að flæða um Búrfellsgjána og tekið að streyma um undirgöng til suðurs frá gígnum. Þar urðu til sérkennilegar hrauntjarnir sem tæmdust í goslok og mynduðu Kringlóttugjá. Líklegt er að gosið hafi staðið alllengi, jafnvel í eitt til tvö ár.
Land hefur sigið nokkuð á höfuðborgarsvæðinu síðan þett var og að auki stóð sjór nokkrum metrum lægra í heimshöfunum þá en hann gerir nú, svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina. Líklega hefur sjávarstaðan verið um 8-10 metrum lægri er hraunið rann.
Búrfellshraun er miðlungshraun að stæð á íslenskan mælikvarða. Flatarmál þess á yfirborði er rúmlega 16 km2.
Búrfellshraun er með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkusvæðinu. Skv. aldursgreiningu á fjörumó undir hrauninu er hann um 8100 ára. Hraunið sjálft er lítið eitt yngra, eða að líkindum rétt um 8000 ára og hefur runnið um 6000 f. Kr. Á þessum tíma er talið að hið almenna yfirborð heimshafanna hafi staðið um 10 m lægra en nú.
Miklar hrauntraðir mynduðust í Búrfellshrauni meðan á gosinu stóð. Elsta tröðin sem enn sést liggur niður hjá Kaldárseli og hefur myndast meðan aðalhraunið rann niður hjá Ásfjalli til Hafnarfjarðar. Hún nefnist Lambagjá. Búrfellsgjá og Selgjá eru yngri hrauntraðir, en þær eru í hraunstraumi sem rann niður með Vífilsstaðahlíð. Yngst er svonefnt Kringlóttagjá.
Búrfellsgjá á fáa sína líka á landinu. Næst gígnum, þar sem halli er mikill, er hún þröng Draugahellir(20-30 m) og með bröttum veggjum (hin eiginlega Búrfellsgjá) en er niðurá jafnsléttu kemur verður hrauntröðin lægri og víðari. Þar sem Hjallamisgengið liggur yfir hraunið eru gapandi sprungur og stallar. Þar er Hrafnagjá, en við hana skiptir hrauntröðin um nafn og heitir Selgjá þar utan við. Búrfellsgjá og Selgjá eru yfir 200 m breiðar þar sem þær eru breiðastar. Vegna síðari tíma höggunar og landsigs í grennd við Búrfell liggur Selgjá nú ofar í landi en Búrfellsgjá. Veggir traðanna eru oft 5-10 m háir og sum staðar þverhníptir og sítandi þannig að víða eru skjól og skútar sem þóttu fyrrum ágætt afdrep fyrir sauðfé í vondum veðrum. Við utanverða Selgjá eru veggirnir þó lægri, Undir þeim eru einnig fjöldi gamalla seljarústa og minja um forna búskaparhætti.
JónshellarNeðan við Selgjá hefur hrauná runnið áfram á yfirborði, en einnig í rásum undir storknuðu yfirborði hraunsins. Þar eru fjölmargir skútar og hraunhellar.“
Margir hraunhellar eru þekktir í Búrfellshrauni, s.s. Hundraðmetrahellir (Fosshellir)  (102 m), Níutíumetrahellir (93 m), Rauðshellir (65 m), Ketshellir (22 m), Kershellir (34 m), Hvatshellir (50 m), Sauðahellir syðri (Þorsteinshellir) (43 m), Sauðhellir nyrðri (32 m), Skátahellir syðri (237 m), Skátahellir nyrðri (127 m), Vífilsstaðahellir (19 m), Urriðakotshellir (24 m ), Draugahellir (78 m), Jónshellar (68 m), Hraunholtshellir (23 m), Vatnshellir (23 m), Sauðaskjólið (12 m), Selgjárhellir syðri (8 m), Selgjáhellir eystri (11 m) og fleiri mætti nefna.
Maríuhellar er samheiti á hellum í hrauninu á landamerkjum Urriðavatns og Vífilsstaða. Björn UrriðakotshelliHróarsson lýsir þessum hellum; Vífilsstaðahelli, Urriðakotshelli og Draugahelli; auk þess minnist hann á fjórða hellinn, Jósepshelli. Samheitin Vífilsstaðahellar, Fjárhellrar, Vífilsstaðafjárhellrar og Urriðakotsfjárhellrar hafa einnig sést á prenti um þessa hella.
Nafnið Maríuhellar virðist gamalt eins og fram kemur í landamerkjalýsingu Urriðakots sem dagsett er 20. sept. 1834 [1890?]. Þar kemur fram að ósamkomulag hafi ríkt um eignarhald á hellunum.
Maríuhellarnir þrír eru rétt við bílveginn og í sömu hraunrás, alls um 150-160 m langri. Meginniðurfallið virðist vera gamall viðmiðunarpunktur á landamerkjum Urriðakots og Vífilsstaða [landamerkjahóllinn er þar beint sunnan við].“
Þegar hér er komið í greininni verður veruleg misvísun m.t.t. örnefna. Þannig er Vífilsstaðahellir tilgreindur sem Urriðakotshellir Maríuhellarog Jósepshellir sagður stakur þar sem fyrir var Vífilsstaðahellir. Ekki verða eltar ólar við þá umfjöllun hér.
„Draugahellir er vestastur Maríuhella, 18 m norðvestur af munna Vífilsstaðahellir [Urriðakotshellis]. Inngangurinn í hann er um þrönga gjótu sem liggur niður með vegg hraunrásarinnar og stórgrýtis úr fönnu þakinu. Fyrst er farið 3.f m niður en síðan má smeygja sérmilli stórgrýtis og veggjar eftir hallandi göngum uns komið er í víðara rými innan við hraunið. Þar verður fyrir gild hraunsúla á vinstri hönd, 20 m að ummáli. Hellirinn er í heild 65-70 m langur inn í botn en mjög lágur innst.
Í hellabókinni nefnir Björn Jósepshellinn Vífilsstaðahelli [og er það rétt til getið].“
Í lokin fjallar höfundur um „örnefnaflækju“ tengja Maríuhellum, sem reyndar er óþarfi ef grannt er skoðað. „Flækjan“ virðist fyrst og fremst vera af eðlilegum misvísunum og því eru ekki eltar ólar við hana hér.
HraunmyndanirEftir stutta göngu var komið að Jónshellum. Þeir eru undir klettavegg er snýr að Vífilsstöðum. Mikið kjarr og hár trjágróður er allt um kring. Jónshellar eru þrír skútar. Einn er sýnum stærstur og einn hefur greinilega verið notaður sem fjárskjól. Hleðsla er fremst í þeim skútanum, en fyrir innan er slétt moldargólf. Spýtnabrak er í gólfi. Þessi skúti gæti auðveldlega hýst 40-50 rollur. Í kverkinni þar sem hellarnir eru, er gamall timburpallur. Sennilega hefur fólk af Vífilstaðahælinu gengið þangað á góðum dögum til að njóta veðurblíðunnar á þessum fallega stað. Örnefnið Jónsflöt eða Jónshellraflöt er þarna skammt norðvestar.
Nyrsti hellirinn er stærstur, um 50 m langur. Þegar komið er inn fyrir opið liggur leiðin spölkorn niður á við til norðvesturs. Þá hækkar til lofts og sjá má grjóthrauka á tveimur stöðum. Svo virðist sem tekið hafi verið til á gólfinu og grjótið sett á tvo staði. Innar er rúmgott, en óraskað. Hér, líkt og í örðum hraunhellum, er rakakennt í bleytutíð. Þessi hluti Jónshella svipar mjög til Hraunsholtshellis (Arnesarhellir) í vesturjaðri Flatahrauns.
Gengið var eftir Jónshellustíg austur yfir hraunið. Á köflum hefur stígurinn verið lagaður til og hlaðið í lægðir. (Sjá meira
HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Árni Hjartarson, Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 77 (-34), bls. 93-100, 2009.

Maríhellar

Í Maríuhellum.

Urriðavatn

Á skilti við austanvert Kaupstaðahverfið í Garðabæ er skilti um „Urriðavatn og nágrenni„. Á því má bæði lesa eftirfarandi texta og sjá meðfylgjandi kort.

Urriðavatn
Urriðavatn
„Urriðavatn myndaðist þegar hrauntota frá Búrfellshrauni lokaði þessum dal. Írennsli er að mestu úr lindum í dalbotninum sunnan vatnsins og með regnvatni sem fellur innan vatnasviðs þess. Afrennsli er um Stórakrókslæk og um hraunið norðan vatnsins. Vatnið liggur í 29-30 m.y.s. og falatmaál þess eer um 13 ha.
Lífríki vatnsins er fjölbreytt og nær m.a. til gróðurs og dýralíf varps. Síkjamari er algengasta plöntutegundin í vatninu og þar lifir fjöldi smádýra, ásamt hornsílum og urriða sem eru einu fisktegundirnar. Vatnið og nærliggjandi votlendi eru auk þess búsvæði fjölda fuglategunda, m.a. votlendisfugla og anda.“

Vernd

Urriðakot

Álfhóll við Urriðakotsvatn h.m.

„Urriðavatn ásamt aðliggjandi hraunjarðri og votlendi eru á náttúruminjaskrá auk þess sem svæðið nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016.
Markmiðið er að vernda Urriðavatn, lífríki þess og aðliggjandi umhverfi og stuðla að góðu aðgengi aðs væðinu til útivistar. Unnið er að friðlýsingu Urriðavatns sem fólksvangs ásamt Búrfellshrauni frá eldstöðinni Búrfelli alla leið til strandar í Gálgahrauni.“

Fræðsla
Urriðavatn og nágrenni þess býður upp á fjölmarga möguleika til náttúrfræðslu. Á skiltum sem staðsett eru umhverfis vatnið er að finna margvíslegar upplýsingar um náttúru svæðisins og sögu.“

Búrfellshraun
Urriðavatn
„Búrfellshraun varð til við eldgos í Búrfelli fyrir um 8000 árum. Þá rann hraunið í tveimur meginstraumum frá Búrfellsgjánni til norðvesturs og endaði í sjó í Hafnarfirði og Skerjafirði í Gálgahrauni. Sjór stóð mun lægra við ströndina þá en hann gerir nú svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina. Hraunið er um 18 km2 að faltarmáli sem telst miðlungsstórt og meðalþykkt hraunsins hefur verið áætluð 16 m.“

Mótun Urriðavatns

Urriðavatn

Urriðavatn.

„Búrfellshraun varð til þess að vatnafar á svæðinu gerbreyttist. Hraunið kaffærði og fyllti farvegi lækja á svæðinu. Hrauntota sem tók sig út úr aðalhraunstraumnum og rann inn í dalinn milli Urriðaholts og Setbergs varð þess valdandi að farvegur lækjar sem þar rann stíflaðist og Urriðavatn myndaðist. Flótlega eftir gosið hefur Stórakrókslækur orðið til þar sem vatn hefur aftur farið að renna frá hinu nýmyndaða Urriðavatni meðfram hraunjaðrinum.
Síðan Búrfellshraun rann hefur vatnafarið verið með svipuðu móti og í dag.
Urriðavatn er frekar grunnt. Í Vatnsbotninum er hins vegar allþykkt lag af vatnaseti og þar undir mór sem hefur myndast í mýrlendi áður en Búrfellhraun rann. Vatnasetið er að 6,3 m á þykkt sem sýnir að dýpstu hluta vatnsins hafa grynnkað sem því nemur síðan það myndaðist.“

Vatnsbúskapur Urriðavatns

Urriðavatn

Urriðavatn – flórgoði á Urriðavatni.

„Vatn er á stöðugri hreyfingu; það gufa upp úr sjó, vötnum, gróðri eða lífverum, myndar ský sem berast millis væða, vatnsgufan þéttist og fellur sem regn eða snjór á yfirborð jarðar. Þaðan rennur vatnið á yfirborðinu eða í gegnum jarðlög áður en það berst aftur til sjávar eða gufar upp á leiðinni. Þetta ferli er svokölluð hringrás vatns.
Urriðavatn fær vatn sitt af vatnasviði sem er rúmir 2 km2. vatn sem berst í Urriðavatn á að langmestum hluta uppruna sinn sem yfirborðsvatn sem fallið hefur á vatnasviðinu og borist þaðan um jarðlög eða á yfirborði. Aðaiens lítill hluti kemur lengar að með grunnvatnsstraumum. Tveir lækir falla í vatnið, Oddsmýrarlækur sem kemur upp í Oddsmýri sunnan vatnsins og Dýjakrókalækur sem kemur upp í nokkrum lindaaugum í Dýjamýri sunnan [austan] vatnsins.
Afrennsli úr vatninu er að mestu um Stórakrókslæk norðan vatnsins [vestan] vatnsins en auk þess sígur grunnvatnsstraumur frá vatninu í gegnum hraunið norðan þess.“

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.