Færslur

Valahnúkar

Á Reykjanesskaganum eru nokkrir alræmdir draugar, s.s. Stapadraugurinn, Arnarfells-Labbi og Tanga-Tómas á Selatöngum. Einnig hefur borið á annars konar draugum á svæðinu, jafnvel mennskum:

Draugshellir

Draugshellir í Valahnúk.

1. Mógrafa-Móri. Hefur sést við mógrafir. Segir sagan að hann hann hafi ætlað að ná sér í mó hjá öðrum, fallið í gröfina og ekki komist upp aftur fyrr en að sér gengnum. Nú situr hann fyrir þeim, sem leið eiga um mógrafasvæðið.
2. Landamerkja-Labbi. Sagt er að sá, sem færir til landamerkjavörðu, dæmi þar með sjálfan sig til að rogast með grjót í vörður allar nætur til eilífðarnóns. Dæmi eru um nokkra slíka á Reykjanesi. Ekki er þó vitað til þess að þeir hafi gert öðrum en sjálfum sér mein.
3. Hella-Hedda. Einn af fáum kvendraugunum. Á það til, líkt og Tanga-Tómas á Selatöngum, að grípa í hæla fólks er á leið um dimma hella, einkum þar sem fallegar hraunmyndanir er að finna, slökkva á ljósum þess eða gera því aðra grikki. Nokkur dæmi er um að fólk hafi lent í verulegum erfiðleikum með að rata út aftur eftir aðfarir hennar.
4. Írafells-Móri. Írafells-Móri var alþekktur hér í Reykjavík á seinna hluta 19. aldar. Var talið að hann fylgdi Mörtu Þórðardóttur skóara í Vigfúsarkoti. Annars fylgdi hann líka Engeyingum og var því oft nefndur Engeyjarmóri. Þeir feðgar Kristinn Magnússon og Pétur kölluðu hann frænda sinn, en gættu þess að hann kæmist ekki út í eyna.

Tröll.

Valahnúkar

Tröll á Valahnúkum.

Tröll eru á mörkum þess vitsmunalega. Þau standa fjær manninum en t.d. álfar og huldufólk.
Sagnir eru um tröll á Reykjanesi. Nokkrar klettamyndanir og örnefni staðfesta sagnir um að sum þeirra hafi orðið þar að steinum, s.s. á Valahnjúk ofan við Valaból. Sögn er og til um að dautt tröll hafi fundist fyrir alllöngu síðan, en ekki er vitað hvað varð um “jarðneskar” leifar þess. Ekki er útilokað með öllu að enn kunni að finnast dauð tröll á svæðinu. Sum svæðin eru það lítið könnuð.
Örnefni á Reykjanesi benda til trölla, s.s. Trölladyngja og skessukatlar. Sumsstaðar má sjá steinrunnin tröll á varðbergi, s.s. á Sveifluhálsi og í Hlíðarskarði. Grýla og Leppalúði gista milli jólalangt í hellum á nesinu, Skessa bjó í Festarfjalli og til tröllabarna sást lengi vel í Krýsuvík.

HÉR má sjá meira um drauga á Reykjanesskaganum.

Tröll

Tröllin vaka yfir hraununum.

Reykjanesviti

Árið 1804 rak á land á svo nefndri Valahnjúksmöl á Reykjanesi geysistóran timburflota. Var hann alveg ein samfelld heild og gyrtur afardigrum járnböndum. Allt voru það ferstrend tré. Það var til marks um stærð flotans, að 10 metra löng tré stóðu upp á endann í honum. Töluvert hafði verið af fötum og fataræflum upp á flotanum, og var haldið, að skip það, sem hafði hann aftan í, hefði farist, en skipshöfnin komist á flotann, en skolast svo aftur af honum í ofviðrinu.

Valahnúkshellir

Valahnúskhellir.

Þegar mannfjöldi mikill hafði bjargað öllu timbrinu undan sjó, fór opinbert uppboð fram; voru þar mættir bændur úr allri Gullbringusýslu. Seldust trén á 4-8 dali hvert, sum þó nokkuð meira, allt upp að 12 dölum einstök tré. Allt voru þetta rauðviðartré, sem kallað var, og valinn viður. Til marks um gæði viðarins, þá var rifið hús eitt í Höfnum sumarið 1929, sem byggt var að mestu leyti úr Reykjanesstrandinu, og var mikið af viðnum alveg óskemmt eftir meira en heila öld. Mestan hluta trjánna keyptu Hafnahrepps- og Vatnsleysustrandarmenn á uppboðinu, dálítið lenti úti á Rosmhvalanesi, en minna í Grindavík og innhreppum sýslunnar. Ár eftir ár voru menn svo úr þessum sveitum að fletta trén í borðvið. Voru borðin svo flutt á hestum í dráttarklyfjum til eigendanna, og sjást vegslóðarnir inn Hafnaheiðina enn í dag, þar sem Strandarmenn og aðrir innan Stapa fóru með lestir sínar.

Reykjanes

Reykjanes – kort frá 1903.

Hafnamenn einir söguðu lítið af trjánum suður frá, en reru þau aftan í skipum sínum, þegar logn og ládeyða var. Höfðu þeir oft 4-5 tré aftan í einu; var þá lagt af stað um háfjöru að sunnan og norðurfallið látið létta róðurinn með trén, og ef vel gekk, var lent í Kirkjuvogsvörinni um háflæði eftir 6 tíma þembingsróður. Engin byggð var þá á Reykjanesi og urðu sögunarmennirnir því að liggja í tjöldum eða grjótbyrgjum, er þeir hrófuðu upp og skýldu sér í yfir nóttina. En brátt urðu menn þess varir, að uppi á Valahnjúkshamrinum að sunnanverðu, beint upp af þeim stað, þar sem þeir voru að saga, var hellir; skoðuðu þeir hann, og leist þeim hann mjög girnilegur til hvíldar, því að þar var þurr, bjartur og hlýr bústaður fyrir hretviðrum haustsins. Hugðu nú margir gott til þessa staðar fyrir sjálfa sig og seppa sína.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Valahnúkur.

Næsta dag var svo hafinn krossmessuflutningur úr tjöldum og grjóthreysum upp í hellinn. Bjuggu menn um sig eftir föngum og gjörðust glaðir mjög; var svo etið og drukkið af kappi miklu, sungin kvæði og sögur sagðar og hlegið dátt, svo að hellirinn glumdi við. Loks voru þó lesnar bænir og lagst til hvíldar. Hvíldi nú grafarkyrrð og helgur friður yfir hellisbúum hálfrar eyktar stund. Allt í einu tóku hundarnir að urra og gelta, og í sama vetfangi var kallað:
“Rífið hann Jón upp; hann er að hengjast. Heyrði þið ekki korrið í honum? Og nú er það komið ofan á hann Brand og hann Gvend og ætlar þá alveg að drepa.”
“Komið með kerti fljótt og kveikið ljós.”

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Nú kom öll hundaþvagan þjótandi og skrækjandi upp í fangið á hellisbúum, og skriðu hundarnir titrandi upp fyrir húsbændur sína og þorðu sig ekki þaðan að hreyfa. Kertið fannst ekki í fátinu og myrkrinu, en úti var aftakaveður af landsuðri með úrfelli, en inni voru reimleikar þeir, sem sóttu að andfærum manna og dýra, og mátti því segja, að menn væru þarna milli steins og sleggju, því að hvorugur kosturinn var góður, að flýja út í veðrið eða reyna að haldast við í hellinum, þar til dagur ljómaði á lofti. Loks urðu hellisbúar ásáttir um að hreyfa sig ekki, en hafa við bænir og sálmasöng, það er eftir var nætur.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk.

Var nú allt með kyrrum kjörum, á meðan allir voru vakandi, og hellirinn bergmálaði af bænahaldi og sálmasöng. En er lifa myndi þriðjungur nætur, gerðust sumir af hellisbúum svefnhöfgir mjög og hugðu á hvíld um stund; áttu þeir, er vöktu, að vera trúir í hinu andlega starfi og vera til taks, ef friður yrði rofinn eða korr heyrðist í hálsum hinna sofandi manna. En ekki var mönnum þessum fyrr siginn blundur á brá en sömu ósköpin byrjuðu aftur, hundarnir vitlausir með ýlfri og emji, en mennirnir með kyrkingshljóði og korri miklu þar til félagar þeirra voru búnir að fá þá til fullrar meðvitundar. En nú gekk vindur til vesturs og veðrið batnaði, og skammt var til morguns, fóru því mennirnir allir hið bráðasta út úr hellinum og kvöddu hinn ógestrisna hellisráðanda með ófögrum kveðjum.
Liðu svo full 50 ár, að enginn maður varð til þess að leita skjóls í helli þessum, en árið 1862 leigði presturinn að Stað í Grindavík bændum í Hafnahreppi nokkuð af rekalandi prestssetursins. Bóndinn í Kalmannstjörn leigði svonefndar Krossvíkur sem eru stuttan spöl fyrir austan Valahnjúkinn og nálægt landamerkjum Staðar og Kalmannstjarnar. Valahnjúkurinn fylgir Kalmannstjörn.

Reykjanes

Reykjanes – brim.

Veturinn 1865 rak stórt, ferkantað tré á Krossvíkum. Sendi bóndinn vinnumenn sína og sjómenn marga til þess að koma trénu undan sjó og undir sögun, því að hann ætlaði að láta saga tréð þar suður frá. Lá svo tréð allt vorið og sumarið fram yfir höfuðdag á sögunarpallinum, en seint í september voru tveir vinnumenn, Þorleifur og Eyjólfur, sendir suður eftir að saga tréð. Voru þeir útbúnir með nesti og nýja skó, sængurföt og fleira. Loks var tjaldið og tjaldsúlurnar tekið niður af háalofti.
“Hvað eigum við að gera við þetta?” spurði Leifi gamli.
“Auðvitað liggið þið ekki undir beru lofti,” var honum svarað.

Reykjanes

Brim við Reykjanes.

“Það ætla eg ekki heldur að gera,” segir Leifi. “Eg ætla að lofa Valahnjúkshellinum að hýsa okkur”. Þá var Leifi minntur á ósköpin, sem á gengu, þegar Reykjanesstrandið var, en Leifi svaraði með því einu, að lygaþvættingur, heimska og hjátrú vitlausra manna hefði engin áhrif á sig.
Og svo lögðu þeir Þorleifur og Eyjólfur af stað með hund og hest og tjaldlausir. Eyjólfur var með afbrigðum blótsamur, og mátti segja, að hann tæki ærið oft upp í sig.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Næsta morgun um fótaferðartíma er Eyfi kominn á Blágrána gamla að sækja tjaldið. Nú átti auðvitað að spyrja Eyfa spjörunum úr; en það hafðist ekkert annað upp úr honum en hinar óttalegustu formælingar og helv… hann Kolur, og þóttust sumir hafa heyrt tóninn frá Eyfa suður um allt tún, er hann lagði af stað með tjaldið. En víst er, að Þorleifur þjappaði að Eyjólfi með að láta aldrei uppi við neinn, hvernig þeim reiddi af þessa einu nótt í Valahnjúkshellinum og aldrei hafðist neitt frekara upp úr þeim félögum um dvöl þeirra í hellinum.
Sjá meira um strandið við Valahnúkamöl HÉR.

Heimild:
-Rauðskinna I 161.

Valahnúkur

Valahnúkur.

Þrengsli

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1974 má lesa eftirfarandi um Þrengsladrauginn undir fyrirsögninni “Aðsókn í Þrengslum:
„Ég sá hann greinilega, en kann gufaði upp”.

Þrengsli

Í Þrengslum.

Rætt var við einn þeirra, sem hafa „séð” í Þrengslunum:
“Ég sá hann greinilega, svo greinilega að ég myndi þekkja hann aftur á ljósmynd, en hann bara gufaði upp,” sagði Jón Karlsson bifreiðarstjóri, þegar ég spurði hann um Þrengsladrauginn sem margir hafa séð veifa við veginn, en hefur svo horfið, sporlaust að sjálfsögðu, þegar þeir hafa stöðvað bíla sína.
Jón rifjaði upp fyrir mig atburð, sem henti rétt fyrir jól í fyrravetur. Þá var hann að fara austur í Þorlákshöfn síðdegis í ljósaskiptunum á vörubíl þeim, sem hann ekur þarna oft. „Þegar ég gerði mér grein fyrir, að þessi sýn var ekki af þessum heimi, þá varð ég feikilega hræddur, ég er nú ekki meiri kall en það.”
„Þetta gerðist þannig,” sagði Jón, „að þegar ég var að aka veginn rétt hjá Raufarhólshelli við svokallaðar Draugahlíðar, sá ég allt í einu mann hægra mégin við veginn. Hann veifaði og ég stöðvaði bílinn, en horfði alltaf á hann. Þegar ég drap á bílvélinni þurfti ég að beygja mig vinstra megin við stýrið og leit því af manninum, en þegar ég leit upp aftur var hann horfinn. Ég fór þá út úr bílnum vegna þess að ég hélt, að hann hefði farið aftur fyrir hann. Þar var þá ekki sálu að sjá og svo vítt sást allt um kring, að vonlaust var, að nokkur meður hefði komizt í hvarf frá bílnum á þessum stutta tíma. Þegar ég áttaði mig á þessu greip mig mikil hræðsla og ég ók eins og druslan komst til Þorlákshafnar. Ég sá þennan mann mjög greinilega. Hann var með gráleita enska húfu og í viktoriupeysu, brúnum buxum og stígvélum, en hvítir sokkar vour brettir niður á stígvélin. Maðurinn var með pokaskjatta og líklega hefur hann verið 40—50 ára. Ekki þorði ég aftur þessa leið til Reykjavíkur um kvöldið heldur ók til Hveragerðis frá Þorlákshöfn og síðan Hellisheiðina til Reykjavíkur. Ég héf aldrei orðið var við neitt nema þetta og ekkert var ég að hugsa um slík mál þarna á Þrengslaveginum. Ég var einmitt að raula lagið um Gölla Valdason. Síðan hef ég farið þarna margar ferðir og aldrei orðið var við neitt, en þessa sýn man ég vel, hann stóð þarna fremur beinn, karlmannlegur og með veðurbarið andlit. Ég hef aldrei haft beyg af draugum, en svo hefur maður „séð” með eigin augum og hvað getur maður þá sagt.”

threngslin-223Í sama blaði var rætt við Bergþóru Árnadóttur frá Þorlákshöfn um sama efni undir fyrirsögninni “Getur ekki ekið Þrengslin vegna aðsóknar”:
„Þetta byrjaði í haust, þegar ég fór að aka á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur að næturlagi, en þá fór ég að sjálfsögðu um Þrengslin. Nú fer ég ekki Þrengslin lengur heldur Hellisheiðina og frá Hveragerði til Þorlákshafnar þótt sú leið sé miklu lengri. Ég get ekki farið um Þrengslin ein að næturlagi vegna þessarar ásóknar.”
Sú, sem þetta mælir, heitir Bergþóra Árnadóttir, ung kona frá Þorlákshöfn; hún á við haustið 1973. Hún þarf oft að aka þessa leið að næturlagi vegna þess að hún er í Kórskólanum.
„Þetta lýsir sér þannig, að á ákveðnum stað i Þrengslunum, í lægðinni skammt fyrir ofan Raufarhólshelli, syfjar mig alveg óheyrilega. Ég fór þarna í nokkur skipti og það var alveg sama, þótt ég væri alls ekkert þreytt eða syfjuð, þegar ég kom þarna í Þrengslin varð ég hreinlega máttlaus af syfju og oft lá við, að ég æki út af, þótt ég færi mjög hægt.
Eina stjörnubjarta nótt í fallegu veðri nú i vetur varð ég að stöðva bílinn vegna þess, hve mig syfjaði og ákvað því að leggja mig stundarkorn og vita hvort ég yrði ekki hressari. Eftir nokkra stund vakna ég við það, að barið er nokkrum sinnum i bílinn hjá mér. Ég rís upp og gái út hélt að kind væri ef til vill af rjála við bílinn, en það sást ekkert kvikt, hvorki við bílinn né í grenndinni. Ég vildi þá helzt trúa því, að mig hefði verið að dreyma og þar sem syfjan var jafn áleitin, ákvað ég að leggja mig aftur og hreiðraði því um mig í sætinu eftir að hafa lokað bílglugganum. Þegar ég var búin að koma mér fyrir þarna í sætinu heyrði ég, að barin voru bylmingshögg í bílinn, miklu fastar en fyrr, og þá var ég ekki í neinum vafa lengur. Engin sála var við bílinn, ég ræsti vélina í skyndi og ók eins og bíllinn dró, alveg heim til Þorlákshafnar. Ég var mjög hrædd. Eftir þetta fór ég alltaf Hellisheiðina og svo frá Hveragerði til Þorlákshafnar, þar til fyrir stuttu að ég reyndi aftur að fara um Þrengslin. En það var sama sagan, ég varð svo syfjuð, að ég rétt komst heim, en drauginn hef ég aldrei séð. Þegar ég hef stigið út úr bílnum í Þorlákshöf, hefur öll syfja jafnan verið úr mér. Ég hef lfka reynt að aka í samfloti með öðrum bílum um Þrengslin og þá hefur allt verið í lagi, ef ég gæti þess að vera alltaf rétt á undan þeim. Oftast fer ég þó Heilisheiðina, þegar ég þarf að fara þarna um að næturlagi.
Fólk í Þorlákshöfn hefur oft séð mann við veginn á þessum stað, sem veifar til bíla, en þegar þeir stöva er enginn sjáanlegur. Ég held ekki, að þarna sé neitt illt á ferðinni en það er eitthvað.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 30. júní 1974, bls. 10.

Draugaský

Reykjanesskaginn, líkt og aðrir landshlutar, er þéttsetinn draugum frá fyrri tíð – löngu látnu fólki. Hér er getið nokkurra þeirra er hafa verið hvað mest áberandi. Vissulega eru til fjölmargir aðrir, sem ástæða hefði verið að geta, en þeir hafa verið hlédrægari – hingað til að minnsta kosti.

ArnarfellArnarfellslabbi var strákhvelpingur með svartkollótta húfu sem gerði ferðamönnum glettingar og lamaði fé. Í Arnarfelli skammt frá Krýsuvík var draugur sá er Arnarfellslabbi var nefndur. Sagan segir: “Var hann svo kallaður af því að þeir er skyggnir voru gátu að líta strákhvelping með svartkollótta húfu staglaða með hvítu lopbandi koma ofan úr fellinu og á labbi þar umhverfis til og frá um Krýsivíkurmýrar, en þar var almennur áfangastaður og lágu menn þar með lestir, flestir nálægt Arnarfelli.” Svæðisblað Hraunbúa á skátamótum í Krýsuvík heitir Labbi eftir nefndum Arnarfellslabba.
Þjóðsagan segir að “Labbi gjörði ferðamönnum þar ýmsar glettingar. Svipti hann stundum tjaldi ofan af mönnum eða hann þeytti farangri þeirra út í allar áttir eða fældi burt hestana úr haganum og helti suma. Fór enginn maður þann veg eða lagðist þar í áfanga svo að hann hefði ekki heyrt Labba getið. Hann hafði og helt og lamað fé og færleika fyrir Krýsivíkingum og þótti þeim hann sér ærið amasamur í nágrenni, en gátu þó ekki að gjört. Smalamaður Krýsuvíkurbóndans hafði og orðið bráðdauður og var það eignað Labba.

Arnarfell

Samkvæmt konunglegri tilskipun 1772 skar Björn sem aðrir bændur allt sitt sauðfé. Ætlaði hann nú að róa vetrarvertíðina og réði hann sér far suður í Garði. Býst hann nú í ákveðinn tíma með öðrum vermönnum; voru þeir nótt í Krýsuvík. Bóndi kenndi Björn þegar því þeir voru kunningjar. “Mörg ár held ég nú liðin síðan þú hefur róið út Björn minn,” segir bóndi; “get ég að sauðleysið valdi því að þú ferð nú að róa.”
“Rétt getur þú til,” segir Björn, “sveltur sauðlaust bú. Ég hef ekki róið síðan ég fór að búa, enda hef ég nú orðið litla lyst til sjóróðra.”
“Kaup vilda ég eiga við þig,” segir bóndi; “vilda ég biðja þig að fyrirkoma Arnarfellslabba, en ég býst til að taka við færunum þínum og róa þér svo hlut.” Þeir sömdu nú þetta með sér; reri bóndi honum hlut um vetrinn og fiskaði vel, en Björn varð eftir í Krýsuvík. Fer hann nú að hitta Labba og er ekki sagt frá viðskiptum þeirra; hitt er ljóst að Björn kom Labba fyrir og varð aldrei framar vart við hann.”

ÁrmannsfellÁrmann í Ármannsfelli var vitur risablendingur á landnámsöld sem vitrast hefur síðari alda fólki í sögu Ármanns í Ármannsfelli segir að fyrrum hafi bærinn Eiríksstaðir staðið við fjallið og hét bóndinn Eiríkur. “Hann var auðugur maður og kvongaður og átti mörg börn, bæði syni og dætur”. Þar var “byggð mikil, þó nú sé af fallin fyrir óveðráttu og sandfjúki, samt sjást þar tæfur margar”. Sé eitthvert  sannleikskorn í þessum sögum, sjást nú engin ummerki um byggð á þessum slóðum svo mér sé kunnugt. En frá nágrenni Skjaldbreiðs kemur enn “sandfjúk” í “óveðráttu”, sem allir þekkja sem heima  eiga í þingvallasveit og nálægum byggðum.
Sagnir herma að í Ármannsfelli hafi búið þurs nokkur er Ármann hét sem hafi haft það m.a. að starfa að skipuleggja kappglímur milli kynbræðra sinna og blendinga (hálftöll?) á Hofmannaflöt undir Meyjarsæti. Þessar uppákomur hafa nú verið aflagðar fyrir allnokkru.

BessastaðirBessastaðamóri var afturganga Péturs Sunnlendings. Var á Bessastöðum fram á daga Gríms Thomsens skálds.

Engeyjarmóri – ein af mörgum birtingarmyndum Írafellsmóra (sjá hér aftar). Hann fylgdi Kristni Magnússyni og öðrum Engeyingum á 19. öld.

Geithálsdraugur var afturganga Jóns sem dó á Geithálsi í Mosfellssveit 1834. Lotlegur með enska húfu. Tók sér oft far með bílum.

Guðmundur í Kópavogi var þekktur draugur á 19. öld sem tekur ofan höfuðið þegar hann kveður og hneigir sig með haus undir hendi, líkt og Stapadraugurinn.

Hafnarláki var draugur við Hafnir á Reykjanesi.

HeiðarhúsHeiðarhúsadraugur við Garð var maurapúki sem lagði bæinn Heiðarhús í auðn.
Í Þjóðsögum Jón Árnasonar segir: “Það er í munnmælum haft að Heiðarhús sem eru spölkorn fyrir ofan Inngarðinn hafi í fornöld verið mesti stórbær svo að þar væru þrjátíu hurðir á hjörum, en hafi aflagt fyrir reimleika sakir. Var sá draugur nefndur Heiðarhúsadraugur. Skyldi einn þar búandi maurapúki peningaauðugur hafa gengið aftur til skildinganna. Þókti þar ekki viðvært lengi fram eftir jafnvel þó þar séu tún hin beztu. Sigurður og Svanhildur kona hans bjuggu í Heiðarhúsum um 1805. Svanhildur var talin forneskjukerling. Sigurður reri þar í Garðinum sem fleiri og kom oft seint heim á kvöldin frá sjónum. Einu sinni seint um kvöld er Svanhildur sat inni, en Sigurður var ekki kominn frá sjónum, var kallað á gluggann hjá henni: “Ég vil mitt.” Þá svaraði hún: “Taktu þitt og farð’ í burtu.”  Svo fóru leikar að þeim þókti þar svo óskemmtilegt að þau fóru þaðan.”

HöfðiHverfisdraugar eru einnig nefndir Stíflishóladraugar og voru á Álftanesi.
“Styflisholadraugar (eptir Dr. Grimi Thomsen.). Þeir voru margir saman í einu fèlagi, skiptu ser niður à bœi à Àlptanesi og gengu Ijósum logum svo enginu hafði frið. Þeir voru kallaðir Hverfisdraugar.  Þetta var seint à 18. öd og þá var sera Guölaugr prestur i Görðum, og hann kunni margt fyrir sèr. Nú fegar bændur voru orðnir ráðalausir meö þessa ásókn, þá fóru þeir til sera Guðlaugs, og beiddu bann aö hjálpa. „Mikið er àð vita,” segir prestur,,.að þið skuliö ekki bafa komið fyrr; það er nú oröið of seint, þeir eru nú orðnir of magnaöir, eg get ekki sett þá niður.” Þó fór hann af staö og fékkst lengi við draugana, og gat komið þeim að Stýflishólum, en lengra kom hann þeim ekki,því hvar sem bann leitaði ofar var eitthvað fyrir. Hann markaði því reit umhverfis hólana, sem þeir aldrei komust út yfir og skildi svo við. Síðan eru þeir kallaðir Stýflishóladraugar, og hefir lengi veri þar reimt, og einhver vandræði fyrir flesta sem fara þar framhjá, en nú eru þeir farnir àð dofna; því þeir eru orðnir svo gamlir.”

StafnesHvítingur var háseti sem rak nakinn við Vogastapa og var grafinn á Kálfatjörn en gekk þegar aftur og sést víða um Vatnsleysuströnd.

Höfðadraugur var heimsfrægur húsdraugur í Höfða í Reykjavík.

Jáson hét fáráður piltur á Stafneshverfi sem dó hálfþrítugur. Hann var síðar vakinn upp og réðist þá að eljara sínum.
“Jáson hét unglingspiltur einn, heldur fáráðlingur með stóru skarði í efri vörinni og öðru minna í neðri vörinni; var samtíðis Snorra Jónssyni meðhjálpara og hreppstjóra á Lónshúsum. Jáson var bróðir Þorbergs bónda á Stafnesi. Þessi Jáson andaðist og var grafinn að Hvalsnesskirkju.
Þá bjó sá maður í Glaumbæ í Stafneshverfinu er Þórarinn hét. Síra Gestur var þá prestur á Hvalsnesi. Hann kom út úr bænum um vökuna og sér hvar tveir menn eru að glíma í kirkjugarðinum.
VatnsendiPrestur gengur þangað og sér hvað um er að vera; er þar Þórarinn og Jáson nærri því búinn að drepa hann. Gestur prestur bjargaði Þórarni og kom Jásyni frá honum.
Þórarinn hafði vakið Jáson upp og sent hann eftir peningum; var hann þá aftur kominn. Sagt er að síra Gestur muni hafa tekið til sín meginið af peningunum.
Þórarinn bjó í Glaumbæ eftir þetta og hét Ingibjörg kona hans. Oft féll hann niður með froðufalli þegar hann var inni, vakandi sem sofandi, en áður en hann fekk köstin sá Ingibjörg altíð skyggja fyri gluggann, en aldrei fekk hann þau er hann var á gangi.
Ingibjörg var ættuð úr Norðurlandi. Ólafur gamli Gestsson í Landeyjum var sonur síra Gests.”

ElliðavatnMangi er sami og Mýrardraugurinn við Vatnsenda í Kópavogi, kom upp í tíð Benedikts Sveinssonar á Elliðavatni.
“Við efri mörk Elliðaársdal er bærinn Elliðavatn. Á seinni hluta 19. aldar bjó þar Benedikt Sveinsson, alþingismaður og faðir Einars skálds. Dag einn snemma á góu (þ.e. í febrúar) tylltu tveir vinnumenn hans sér niður í beitarhúsum með brennivínskút. Hétu þeir Guðmundur og Erlendur. Hafði sá fynefndi komið með kútinn fyrr um daginn en ætlaði að staldra stutt við því hann var á leið til vers. Í hópinn slóst maður er nefndist Magnús Jónsson og var frá Lækjarbotnum. Magnús hafði á yngri árum fengist nokkuð við nám, meðal annars í frakkneskri tungu. Var hann allmikið fyrir sopann, enda talaði hann um að hollvættir hefðu stefnt sér á staðinn þegar honum var boðið að taka þá í drykkjunni.
Kúturinn gekk nú á milli mannanna í mesta bróðerni, en eftir um tveggja stunda Stapadraugurinnútisetu ákváðu þeir að halda á brott. Allmikið var þá eftir af víni í kútnum og gaf Guðmundur það Erlendi. Síðan skildu leiðir. Erlendur gett frá kútnum í beitarhúsunum og brá sér sóðan að bænum Vatnsenda sem var þar skammt frá. Síðar um daginn ætlaði hann að vitja kútsins enn fann hann ekki. Þegar farið var að svipast nánar eftir kútnum fannst hann spölkorn frá beitarhúsunum og hafði þá verið tæmdur. Ekki var fengist frekar um það, enda rökkvað og veðurútlit tekið mjög að ljókka. Nokkrum dögum seinna fannst Magnús frá Lækjarbotnum helfrosinn í mýri um hundrað faðma frá beitarhúsunum og voru hrafnar lagstir á náinn. Líkið var flutt til Reykjavíkur og krufið. En lögreglurannsókn fór ekki fram því að víst þótti að Magnús hefði orðið úti vegna drykkjunnar. Hefði kúturinn freistað hans svo mjög eftir að leiðir þremenninganna skildu að hann hefði snúið aftur og tæmt úr honum.
Magnús var nú jarðsettur í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti. En þá þegar var hann byrjaður að ganga aftur bæði á Elliðavatnsbænum og við Tanga Tómasbeitarhúsin. Hélst draugagangurinn veturinn út og færðist heldur í aukana. Hafði fólk stundum ekki svefnfrið eina einustu nótt vikum saman fyrir söng og drykkjurausi á frönsku, höggum og hurðaskellum. Einnig gerði hann ýmsan annan óskunda og sligaði meðal annars tvö hross sem haldið höfðu til við beitarhúsin. Margir urðu varir við hann en af heimilismönnum sótti hann mest að Erlendi, öðrum vinnumannanna sem drukkið hafði með honum. Erlendur var fjármaður og hafði ekki þótt kjarklítill en draugurinn stríddi honum svo mjög að hann neitaði nú að gefa á fjárhúsin nema meðan sól var hæst á lofti. Um vorið hrökklaðist hann endanlega burt.
Draugurinn var fyrst nefndur Mangi. Eftir að Erlendur fór sást hann mest við beitarhúsin og í mýrinni þar sem hann varð úti. Var þá farið að nefna hann Mýrardraug.”

Sefrínar hétu tveir danskir draugar sem gengu aftur eftir aftökur íslenskra á dönum á Suðurnesjum í lok siðaskipta.

Tanga TómasSelsmóri var einnig nefndur Þorgarður, var sakamaður sem gekk aftur og fylgdi fólki frá Seli á Seltjarnarnesi.

Stapadraugurinn er einn magnaðasti draugur Suðurnesja. Heldur sig jafnan á Vogastapa og sést þar á Reykjanesbrautinni.
Lífseig er sögnin um Stapadraugurinn svonefnda. Birtist hann snöggklæddur. Telja menn að þar fari Jón Úlfhildarson sem kenndur er við Grjótá í Reykjavík. Aðrir aðhyllast þá skoðun að Stapadraugurinn sé Kristján Sveinsson frá Keflavík, Stjáni blái.
Margir telja sig hafa séð mann á ferðinni á Stapanum með höfuðið undir hendinni. Jón Dan rithöfundur frá Brunnastöðum hefur greint frá reimleikum á þessum slóðum í bókinni Atburðirnir á Stapa. Nokkrar útgáfur eru til af frásögnum af Stapadraugnum.

SelatangarStýflishóladraugar voru á Álftanesi seint á 18. öld, seinna nefndir Stíflishóladraugar enda komið fyrir þar.

Sviðholtsdraugur, en svo var Selsmóri eða Þorgarður nefndur þegar hann fylgdi Bjarna skólaráðsmanni í Sviðholti.

Tanga Tómas varð úti á Selatöngum eftir að hafa verið úthýst í Krýsuvík. Sótti einkum að Beinteini í Arnarfelli.
“Tómas hét maður, er eitt sinn kom að Krýsuvík og baðst þar gistingar en honum var úthýst. Fór Tómas þá þaðan, en varð úti á Selatanga. Tómas gekk aftur og var draugurinn jafnan nefndur Tanga-Tómas. Margir urðu fyrir aðsókn hans en einkum Beinteinn úr Hraunum suður, enda var hann oft við selaskot á tanganum. Stundum skaut Beinteinn silfurhnöppum á drauginn en það hreif ekkert. Aftur fældist hann í svipinn, þá er skotið var á hann lambaspörðum. Oft fylgdi draugurinn Beinteini heim og varð honum helzt til friðar að láta konu sína sofa fyrir framan sig, því að þá komst draugurinn ekki að honum. 

Sjóbúðin

Einhverju sinni var draugurinn kominn inn í bæinn á undan Beinteini. Hann krossaði fyrir dyrnar, eins og þá var siður til, til þess að varna draugnum að komast inn, en þetta varð til þess í þetta skipti að draugurinn komst ekki út. Hann var með gustmesta móti um nóttina og var stundum bjart í baðstofunni af eldglæringum.”
“Á Selatöngum var fyrrum verstöð og útræði mikið. Gengu þaðan m.a. biskupsskip frá Skálholti. Þar sér enn allmikið af gömlum búðartóftum og görðum, er fiskur og þorskhausar voru fyrrum hengdir á til herzlu. Hjá Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum höfðu þeir kvörn sína og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv. Reki var mikill á Selatöngum og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum.
Á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur. Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans:
“Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini”.
VerkhúsEinu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið.
Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini að hann hélzt loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hröklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður. Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann: “Og hann fylgir staurunum, lagsi”.
FiskbyrgiNokkru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu búð sem eftir var þar þá og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttinni, en fara á fætur með birtu og ganga þá á fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig að Einar svaf við gaflhlaðið en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagzt niður, töluðu þeir saman dálitla stund og segir þá Guðmundur meðal annars:
“Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar?”
ÍrafellKvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætlað að sofna en er þeir hafa legið litla stund heyra þeir að ofan af ytra bálkinum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað. Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna:
“Þarna er hann þá núna”, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til sín heyra. Eftir 1880 lagðist útræði niður frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafzt þar við síðan.”

Tindastaðaflyksa var hundtík flegin aftur fyrir miðju, sem send var Halldóri bónda á Tindstöðum í Kjós seint á 18. öld.

Írafell

Írafellsmóri var jafnan kenndur við bæinn Írafell í Kjós.
“Kort hét maður og var Þorvarðarson, bróðir síra Odds á Reynivöllum (1786-1804). Hann var nefndarmaður og gildur bóndi. Hann bjó lengst á Möðruvöllum í Kjós, en fluttist síðast að Flekkudal og dó þar 1821. Kort var tvíkvæntur. Hét fyrri kona hans Ingibjörg, en hin síðari Þórdís Jónsdóttir. Ingibjörg var ættuð að norðan. Margir höfðu orðið til að biðja hennar áður en Kort, en hún synjaði öllum. Fyrri biðlarnir þóttust því sárt leiknir, er Kort fékk hennar, þótt hann væri þeim flestum fremri um marga hluti. Þeim svall svo þetta um hjarta, að þeir keyptu af galdramanni nyrðra að senda Kort og konu hans sendingu. Galdramaður valdi til þess drenghnokka einn, er sagan segir, að hafi orðið úti milli bæja. En galdramaðurinn vakti hann upp volgan eða ekki með öllu dauðan og sendi hann þeim Kort á Möðruvöllum og mælti svo um, að draugurinn skyldi fylgja þeim hjónum og niðjum þeirra í níunda lið og vinna þeim margt til meins.

Útskálar

Þeir menn, sem hafa séð Móra, og þeir eru ekki fáir, hafa lýst honum svo, að hann sé í grárri brók að neðan og mórauðri úlpu fyrir bolfat, með svartan hatt, barðastóran, á hausnum, og er skarð eða geil stór inn í barðið upp undan vinstra auga. Af úlpunni dregur hann nafn, og því er hann Móri kallaður. Ummæli galdramannsins þykja hafa ræst helst of vel, því þegar Móri kom suður, lagðist hann að á Möðruvöllum, sem ætlað var, og gjörði þeim hjónum margar skráveifur með ýmsu móti, bæði í fénaðardrápi og matskemmdum. En engin eru dæmi til þess, að Móri hafi beinlínis drepið menn, hvorki fyrr né síðar. – Það var einu sinni, að þau Kort ólu kálfa tvo einn vetur. Þá báða elti Móri fram af hömrum sumarið eftir, og fundust þeir þar dauðir fyrir neðan. Annað var það, að Kort átti meri eina. Hún gekk eitt sumarið með folaldi í heimahögum á Möðruvöllum. Seint um sumarið sáu menn, að folaldið hljóp, sem það vari ært orðið, allt í kringum stein og datt síðan niður. En er til var komið, lá folaldið dautt, hafði það fest endaþarminn á steininnum og rakið svo úr sér garnirnar og dotiið síðan niður dautt. Þetta var kennt Móra.
Með því Móri ekki átti að hafa verið með öllu dauður, er hann var vakinn upp, þurfti hann eins og allir slíkir draugar mat sinn fullan. Varð því að skammta honum ekki síður en hverjum heimilismanni, bæði á Möðruvöllum og eins eftir það hann fór að leggjast að á Írafelli og fylgja Magnúsi Kortssyni, og var maturinn, sem honum var ætlaður, ávallt settur á afvikinn stað.

Útskálakirkja 901

Þessu hafði Móri áorkað með því, að hann húðskemmdi allt í búrinu á Möðruvöllum fyrir Ingibjörgu. Sat hann þar stundum uppi á búrbitunum og gutlaði í mjólkurtrogunum með löppunum eða steypti þeim niður, sletti skyri, bæði á hana sjálfa og upp um alla rafta, eða fleygði torfi og grjóti ofan í matinn, hvar sem stóð, og spillti honum með því. Af þessu tók Ingibjörg það til ráðs, að hún fór að skammta honum fullnaðarmat í bæði mál. Við það lét hann mikið af matskemmdum. Einhverju sinni bar þó svo við, að gleymzt hafði að skammta Móra að kvöldi dags. En um morguninn, er komið var í búrið, sáu menn, hvar hann sat, og hafði sína löppina niðri í hvorri skyrtunnu, en húkti á báðum tunnubörmunum. Gjörði hann þá bæði að gutla í skyrinu með löppunum og sletta því með krumlunum. Eftir það var varazt að gleyma að skammta honum.
En það var ekki maturinn einn, sem Móri þurfti. Hann þóttist líka þurfa að hvílast eins og hver annar, og því er sagt, að eftir að hann fór að fylgja Magnúsi Kortssyni á Írafelli, hafi hann jafnan orðið að láta rúmflet standa autt handa honum gegnt rúmi sínu, og dugði engum öðrum en Móra að liggja í því.

Seltjarnarnes

Það var eitt sinn um réttaleytið, að margt fólk var komið að Írafelli og hafði fengið þar næturgisting. Seinna um kvöldið kom þangað drengur einn og beiddist húsa. Magnús kvað honum húsin heimil, en hvergi gæti hann lofað honum að liggja nema á gólfinu eða ef hann vildi annars kostar liggja í fletinu á móti rúminu sínu, og það þáði drengur með þökkum. Þegar hann leggst fyrir um kvöldið, sofnar hann brátt. En þegar hann er nýsofnaður, fer óttalega upp á hann, svo að korrar í honum. Hrekkur hann svo upp, og getur ekki sofnað væran blund alla nóttina fyrir einhverri ásókn. Daginn eftir var vont veður, svo gestirnir komust ekki í burtu, og voru svo á Írafelli nóttina eftir. En um kvöldið tóku drengir nokkrir sig til, sem áttu heima á Írafelli og þekktu Móra og höfðu oft verið í skítkasti við hann, og festu hnífa allt í kring um rúmfletið, svo oddarnir stóðu alls staðar upp af stokknum. Þá nótt svaf drengurinn vært, og þökkuðu menn það því, að Móri hefði ekki vogað að honum fyrir hnífsoddunum.

Viðey

Eftir fráfall Korts heitins (1821) fylgdi Móri fyrst elzta syni hans, Magnúsi, er þar bjó lengi á Írafelli, sem áður er sagt, og af því Móri var þar lengst viðloða, var hann kallaður Írafellsmóri, og það nafn hefur síðan við hann haldizt.”

Útskáladraugurinn var afturganga efnaðs próventukarls á Útskálum. Draugurinn sást seinast glenna sig í sáluhliði Útskála.

Viðeyjarmóri er hollenskur uppvakningur sem Ólafur Stephensen ætlaði að nota til þjófnaðar hjá kóngi. Gengur á tréklossum.

-Vogadraugur er afturganga manns sem úthýst var að Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd. Var kveðinn niður í sjóbúðinni Tuðru í Vogum.

Þorgarður, einnig nefndur Þorgarður, var sakamaður sem gekk aftur og fylgdi fólki frá Seli á Seltjarnarnesi.
Viðey“Að Bústöðum bjuggu hjón nokkur og var hjá þeim vinnumaður er Þorgarður hét. Var haft í flimti að konan héldi við Þorgarð framhjá manni sínum. Einnig þótti örla á því að bóndi þyrfti að sinna óvaldari verkum á bænum og var úti yfir fé í illviðrum er Þorgarður sat heima. En eitt vetrarkvöld í byl kom bóndi ekki heim, og heldur ekki um nóttina eftir. Næsta morgun var farið að leita hans og fannst hann í Elliðaánum með áverka af manns völdum er menn ætluðu að hefði dregið hann til dauða. Nú var réttað í málinu og bárust böndin að Þorgarði. Var hann fundinn sekur um morð á bóndanum þrátt fyrir að hann neitaði þverlega. Átti hann, samkvæmt sögunni, þess kost að greiða ærnar fébætur eða vera tekinn af lífi ella. Hann fór til manns er Jón hét og bjó að Seli á Seltjarnarnesi og bað hann að leysa út líf sitt. Jón var talinn vel í efnum og eftir allmiklar fortölur tók hann málaleitinni vel. En húsfreyja hans var henni hins vegar mjög andsnúin. Fékk Þorgarður enga aðstoð og var tekin af lífi. Gekk hann aftur og sótti einkum að Selshjónunum. Var hann fyrir það kallaður Sels-Móri. Síðar var hann ættarfylgja. Var hann talinn vera valdur að margvíslegri ógæfu afkomenda þeirra hjóna, veikindum, brjálun og mannslátum.”

Stafnesdraugur var alræmdur. Landeyingurinn Jón í brókinni dó úr kvefpest suður á Stafnesi og gekk aftur bæði þar og heima í Landeyjum.

Heimildir m.a.:
-draugasetur.is
-Rauðskinna.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.

Draugur

Háaleiti

“Að undanförnu hefur Háaleiti á Miðnesi oft borið á góma og varðan Kalka, sem þar stóð.
Hafa komið fram ýmsar sagnir í sambandi haaleiti-231við það, en hjer kemur ein, sem ekki hefur verið minst á og mun fáum kunn. Er hún tekin eftir frásögn Stefáns Filippussonar, en hann hefur hana eftir ömmu sinni, Þórunni Sigurðardóttur frá Steig.
Þegar Gísli Jónsson frá Hlíð í Skaftártungu og Þórunn Sigurðardóttir frá Steig bjuggu á Býarskerjum á Suðurnesjum, tóku sig til tveir menn að grafa í Háaleitisþúfu, því að almannarómur var, að þar væri fjársjóður fólginn. — Gengu og þær sögur, að þangað sæi stundum eld, og ekki þótti fýsilegt að vera þar einn á ferð í myrkri vegna reimleika. — Annar þessara manna var úr Höfnum, en hinn úr Keflavík. Sagt er að þeir hafi fundið í þúfunni kút með peningum. En áður en þeir kæmist á brott með kútinn kom að þeim draugur og rjeðist á þá. Varð þar harður aðgangur, en Keflvíkingurinn komst þó undan með kútinn meðan Hafnamaður var að glíma við draugsa. Leikar fóru svo að Hafnamaður komst úr klóm afturgöngunnar, en þá á hún að hafa sagt: „Jeg skal hitta þig þótt seinna verði.”
Leið nú og beið. En eitt sinn var þessi maður staddur í Keflavík, og ætlaði heim til sín suður í Hafnir undir kvöld. Var orðið dimmt af nótt áður en hann komst á stað, en nokkurt tunglsljós. Kunningi hans bauðst þá til að fvlgja honum suður á heiðina. Lögðu þeir svo á stað, en ekki höfðu þeir langt gengið er Hafnamaður sagði:
bolafotur-234„Nú þarftu ekki að fylgja mjer lengra. Jeg sje að maður er hjer á undan okkur. Mun jeg ná honum og fæ þá samfylgd.” Við þetta skildu þeir og fór Keflvíkingurinn heim til sín. En nokkuru seinna þetta sama kvöld voru drengir tveir frá Bolafæti í Ytri-Njarðvíkum sendir til að reka fje upp úr fjöru. Heyra þeir þá neyðaróp og að einhver biður guð ákaft að hjálpa sjer. Þetta heyrðu þeir hvað eftir annað. Urðu þeir þá hræddir og flýttu sjer heim, en þorðu ekki að segja frá þessu, því að þeir óttuðust að þeir yrðu þá sendir til að grenslast um þetta.
Þessa sömu nótt var Erlingur Benediktsson, hálfbróðir mömmu og stjúpsonur Gísla á Býjaskerjum, sendur til Reykjavíkur eltir meðulum. Var hann kominn inn fyrir Keflavik áður en dagur rann. Gekk hann þar með sjónum, því að þar var betri færð. Á leið hans varð síki eða grafningur, sem hann stökk yfir. En um leið og hann stekkur sjer hann að maður liggur þar í niðri. Erlingur dró hann þá upp úr og var maðurinn steindauður og allur rifinn og kraminn. — Lagði Erlingur líkið til og breiddi klút sinn yfir andlitið. Fór hann svo til næsta bæjar og sagði hvað hann hefði fundið.

baejarsker-231

Helt hann svo áfram för sinni til Reykjavíkur. En líkið, sem hann fann þarna, var af Hafnamanninum. Var það mál manna að Háaleitis-draugurinn hefði vilt um fyrir honum og elt hann þarna niður að sjó og drepið hann þar til að launa fyrir peningaránið.
Nú er að segja frá Erlingi að næstu nótt í sama mund kemur hann á heimleið að þessum stað. Var þá draugsi þar fyrir. En vegna þess að Erlingur var ramskygn gat draugurinn ekki vilt um fyrir honum, en elti hann fram á bjartan dag. Og upp frá þessu sótti draugurinn jafnan að Erlingi þegar skyggja tók. Sagði hann þá móður sinni frá þessu, þótt ekki væri vandi hans að segja mönnum frá því, sem fyrir hann bar. Þórunn amma mín sagði þá:
„Jeg skal láta þig fá tvo silfurhnappa, sem jeg á. Með þeim skaltu hlaða byssu þína. Og þegar dimmt er orðið skaltu fara út, og þar sem draugurinn getur ekki dulist fyrir þjer, skaltu skjóta á hann silfurhnöppunum og sjá hvernig fer.”
Erlingur var góð skytta og hafði margan sel skotið á Býaskerjum. Fór hann nú að ráðum móður sinnar og hlóð byssuna með silfurhnöppunum.
Var þess þá skammt að bíða að hann hitti draugsa og skaut á hann. En við það brá svo að kalka-243draugurinn hvarf og varð Erlingur hans aldrei var framar.”

Í örnefnaskrá frá Keflavík segir um vörðuna á Háaleiti: „Það voru til ýms örnefni hérna í heiðinni, nálægt þar sem Flugturninn er, þar var kallað Háaleiti og Ameríkanarnir þýddu þetta á sitt tungumál og kölluðu það High Lady, en þar var varða í gamla daga, sem kölluð var Kalka, hún var hvít á litinn. Hennar er getið í þjóðsögum, því þar voru peningar grafnir, m.a., og þar sáu menn loga og loga, þar sem peningarnir voru. Þegar að var komið, þá var allt slokknað“.

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 12. júní 1949, bls. 290.
-Örnefnaskrá Keflavík. Viðtal við Þorgrím Eyjólfsson um örnefni og fleira í Keflavík og nágrenni. Flutt 4. ágúst 1978.

Háaleiti

Háaleiti – Áki Granz.

Camp Turner

“Nálægt þrem kílómetrum í suðvestur frá Ytri-Njarðvíkum er melhrygur einn langur og lágur, sem kallaður er Háaleiti. Austan til á mel þessum er grasi gróin þúfa, og í kringum þúfuna er dálítil grasflöt.

haaleiti-233Eitt sinn bjó í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvíkum maður, sem Erlendur hét. Þetta ár var hjá Erlendi haustmaður og vetrarmaður Guðmundur nokkur Guðmundsson. Var hann sagður ógurlegt heljarmenni að burðum, að minnsta kosti þriggja til fjögra manna maki. Hann var kallaður Guðmundur klárt, en viðurnefni sitt fékk hann af því, sem nú skal greina. Þá er Guðmundur var ungur, gerðist hann eitthvað lítilsháttar brotlegur við friðhelgi eignarréttarins, en þó að brotið væri lítið, þá varð Guðmundur að hlíta dómi réttvísinnar og í orðsins fyllsta skilningi að kenna á vendi laganna. Var honum á manntalsþingi klappað 27 sinnum, en er því var lokið, sagði Guðmundur þessi minnilegu orð: “Þá er það nú klárt á þessari jörð, piltar”.

Upp frá því var hann alltaf kallaður Guðmundur klárt. En þá er Guðmundur minntist þessa atburðar síðar, fórust honum svo orð, að þetta hefðu verið mjúk meyjarklöpp, og mun það hafa verið sannleikur, því að sá, er verkið innti af hendi, sagði síðar svo frá, að hann hefði ekki þorað annað en haga því að vilja Guðmundar. Haust þetta gætti Guðmundur sauðfjár fyrir Erlend, húsbónda sinn; varð hann daglega að sækja féð seinni hluta dags suður í Hafnaheiði og Miðnesheiði, og varð hann því oft seinn fyrir um heimreksturinn.

haaleiti-234

Eitt kvöld snemma á jólaföstu var Guðmundur ekki kominn heim, þá er komið var langt fram á vöku. Fór Erlendur þá út að vita, hvort hann yrði ekki hans var, en er hann kom út fyrir túngarðinn, sér hann að allt féð er komið heim að görðum, en Guðmund sér hann hvergi. Hrópar Erlendur þá og kallar á hann en fær ekkert svar. Þykir Erlendi þetta kynlegt mjög, og telur víst, að eitthvað hafi orðið að honum. Bregður hann sér heim örskamma stund og leggur því næsta af stað að leita Guðmundar.
Tungl óð í skýjum, en jörð var alauð, svo að dimmt var úti og draugalegt. En er Erlendur kemur suður undir Háaleiti, sér hann í myrkrinu hilla undir mann, sem er að glíma við eitthvað. Erlendur gengur nú nær og sér, að þetta er Guðmundur, en ekki getur hann greint þann, sem hann var að glíma við; stóð hann þó á grasflötinni örskammt frá þeim. Verður Erlendi nú ósjálfrátt litið niður fyrir fætur sér og sér hann þá, að öll grasflötin er ein silfurpeningabreiða. Verður honum það nú, sem mörgum myndi verða, að honum þótti féð fýsilegt. Gleymir hann því alveg að hnýsast frekara í hagi Guðmundar og sópar saman peningunum í mesta ofboði, fyllir alla vasa og flýtir sér að því búnu sem mest hann má heim til bæjar aftur.

Bolafotur-2231

En nú er að segja frá Guðmundi klárt. Þá er hann kemur sunnan úr Stafnesshrauni, sér hann í myrkrinu einhverja hrúgu á Háaleitisþúfunni; dettur honum fyrst í hug, að þetta sé örn, en er hann er rétt kominn að þessu, hverfur það sjónum hans, en er í sama vetfangi komið upp á herðar honum. Nær Guðmundur samt handfestu á fjanda þessum, og kastar honum fram fyrir sig, en samstundis er hann kominn upp á herðar Guðmundi aftur. Á þessu gengur þannig alla nóttina, að jafnharðan sem Guðmundur kastar draugnum af sér, er hann kominn upp á herðar honum aftur. Loks er komið var að dögun, getur Guðmundur kastað óvætti þessari á klett einn, er áflogin höfðu borist að. Þar hvarf hún honum niður í jörðina, en sagði um leið með dimmri og draugslegri rödd: “Þig skal aldrei bresta peninga fyrir vín, fyrir brennivín”.
Þetta var það eina, sem Guðmundur heyrði til draugsins allan þann tíma, er þeir áttust við. Þá er Guðmundur var búinn að jafna sig eftir öll áflogin, var orðið bjart; tíndi hann þá saman nokkuð af peningunum, aðallega smápeningum, er Erlendur hafði skilið eftir í flýtinum. En seinna mun Erlendur þó hafa orðið að skila Guðmundi aftur nokkuru af peningunum.

haaleitisþufa-231

Guðmundur klárt var eftir þetta mörg ár í Kotvogi í Hafnahreppi. Sagðist honum svo frá viðureign sinni við drauginn að hann hefði verið háll eins og áll, – “en út yfir tók þó ólyktin; hún ætlaði mig alveg að drepa”, sagði Guðmundur.
Aldrei virtist Guðmundur eiga neina peninga til og jafnan var hann fátækur, en samt gat hann alltaf keypt vín. Meðan hann var í Kotvogi fór hann á hverjum laugardegi til Keflavíkur og koma þaðan alltaf klyfjaður af víni.
“Ketill, má eg skreppa inn fyrir móann, að sækja í einn ask?” sagði Guðmundur á hverjum laugardegi. Guðmundur drakk aldrei annað en 16 gráða romm, og blandaði það í púns í grautaraski sínum. Því talaði Guðmundur um að sækja í einn ask.
Guðmundur dó 1869, og sögðu menn, að vínnautn hefði flýtt fyrir dauða hans.”

Heimild:
-Rauðskinna I 23, Jón Thorarensen, bls. 42-46.

Háaleiti

Tröllin á Háaleiti.

Álfhóll

Draugaklettar eru í Breiðholsthvarfi á móts við Árbæinn, ekki háir en dökkir að lit. Þar fer ekki sögum af draugum; hins vegar átti huldufólk að búa í þeim.
Einnig er talað um DraugasteinarDraugasteina skammt frá suðurenda Árbæjarstíflu.
Uppi á Breiðholtshvarfinu, eða við fjölbýlishúsið Vesturberg 2-6, er önnur álfabyggð í hól einum, skv. Fornleifaskrá Reykjavíkur. Trúin á hana lifir svo sterkt að þegar byggja átti fjölbýlishús þar sem hóllinn var, í samræmi við skipulag annarra húsa við götuna, þótti það óráðlegt. Var ákveðið að hrófla ekki við hólnum heldur víkja frá skipulagi og byggja húsið fyrir framan hann.

Sæskrímsli í Elliðavogi.
Árið 1883 var maður að nafni Guðmundur Guðbrandsson staddur við Elliðarvog. Ekki er getið um erindi hans þar, en líklegt er að það hafi verið að tína krækling á leirunni til beitu eins og algengt var. Komst hann þarna í kast við ókennilega skepnu á stærð við veturgamlan kálf sem þakinn var skeljum að utan. Stóð hann í stimpingum við skepnuna í um tvær klukkustundir en komst á endanum að Bústöðum, blóðrisa og svo illa til reika að hann lá þar í tvo daga rúmfastur. Var hann þó annálað hraustmenni.

Með hausinn í hendinni.
ElliðaárdalurÖnnur saga tengist einnig ofanverðum Elliðaárdalnum og er sömuleiðins frá síðari hluta 19. aldar. Maður hét Guðmundur og bjó í Kópavogi. Var hann forn í skapi og hafði jafnvel í heitingum við menn um að leggja á þá eins og það var kallað. Eftir að hann dó urðu menn óþyrmilega varir við það. Reyndist hann mjög skæður, meðal annars Stefáni bónda í Hvammskoti sem var mesti sómamaður.
Það var á góðviðrisdegi haustið eftir að Guðmundur í Kópavogi andaðist að Stefán gekk upp að Vatnsenda og dvaldist hann þar fram undir sólsetur. Var honum síðan fylgt áleiðis til baka vestur að svonefndu Vatnsendahvarfi. Þá er fylgdarmaðurinn var nýskilin við Stefán sá hann man við hlið sér og þekkti hann strax, að þar var Guðmundur úr Kópavogi. Stefáni varð ekki um sel, en hann hélt þó áfram og alltaf var draugurinn á hlið við hann uns hann kom niður á móts við Breiðholt. Þá nam draugurinn allt í einu staðar, tók ofan hausinn og marghneigði sig fyrir Stefáni með hausinn í hendinni, og hvarf draugurinn eftir það. Skömmu síðar tók Stefán sótt og andaðist.
Guðmundur í Kópavogi sótti einnig að bóndanum í Breiðholti en hann stóð af sér allar skráveifur hans.

Heimildir m.a.:
-www.heimskringla.noÁlfhóll

Írafell

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1954 má lesa eftirfarandi um “Írafellsmóra”:
“Írafellsmóri var alþekktur hér í Reykjavík á seinna hluta 19. aldar. Var talið að hann fylgdi Mörtu irafell-221Þórðardóttur skóara í Vigfúsarkoti. Annars fylgdi hann líka Engeyingum og var því oft nefndur Engeyjarmóri. Þeir feðgar Kristinn Magnússon og Pétur kölluðu hann frænda sinn, en gættu þess að hann kæmist ekki út í eyna. Ýtti Kristinn jafnan sjálfur og sá um að Móri kæmist ekki með. En einu sinni komst Móri á báti með Kjalnesingum til Engeyjar og varð hroðalega sjóveikur á leiðinni. Var hann svo illur út af þessu er hann kom á land, að hann rauk heim í fjós og drap beztu kú Kristins. Þegar farið var að birkja kúna, kom í ljós stór blár blettur á mölunum vinstra megin og var marið inn í bein, en hinum megin voru fjórir bláir blettir og líktust fingraförum, enda varð Kristni að orði, er hann sá blettina: „Stór eru fingraför Móra frænda!” – (Þjóðs. Ól. Dav.)”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 7. mars 1954, bls. 156.

Írafell

Írafell í Kjós.

Gunnuhver

Þegar afspurnir voru hafðar af miklum og skyndilegum breytingum á hverasvæðinu á Reykjanesi þótti FERLIR ástæða til að fara á vettvang og skoða málið nánar.
Hverasvæðið við GunnuhverNýr hver, stór og mikill, ca. 8×8, spúandi drullu upp í ca. 4m hæð, er kominn upp skammt austan við gamla Gunnuhver. Leirsletturnar ganga einnig öðru hvoru hærra í loft upp og nokkuð út frá hvernum.
Trúlega er Gunna gamla ekki dauð eftir allt saman. Nýir hverir hafa myndast á veginum og er hann nú lokaður þess vegna. Hveragufur sjást upp hálfar hlíðar Skálafells. Spurningar, sem eftir standa, eru a.m.k. tvær; er þetta eitthvað óvenjulegt m.v. forsögu svæðisins og ef svo er, hvaða fyrirboða er hér um að ræða? Og hvaða prestur er nú á takteinum, sambærilegur við séra Eirík sem réð við málið fyrrum?
Hér er um að ræða hverasvæði skammt austan Reykjanessvita. Malarvegur að því frá vitaveginum og áfram upp á þjóðveginn til Grindavíkur. Af mörgum hverum á svæðinu hefur einn verið áberandi stærstur. Sá nefnist Gunna eða Gunnuhver og er í kísilhóli sunnarlega á svæðinu. Þjóðsaga er um nafn hversins: Guðrún hét grimm fordæða sem gekk aftur og “lék menn grátt, reið húsum og fældi fénað”. Þar kom að leitað var til kunnáttusams prests til að koma draugnum fyrir. Hann fékk draugnum bandhnykil og lét hann halda í endann á bandinu. Þegar hnykillinn rann neyddist draugsi til að elta því hann gat ekki sleppt. Hnykillinn rann í hverinn og draugurinn Gunna á eftir.

Hverasvæðið við Gunnuhver

Síðan hefur ekki orðið vart við Gunnu. Þjóðsagan segir að presturinn hafi verið fyrrnefndur sr. Eiríkur Magnússon í Vogsósum (1638-1716), uppnefndur Vogsósagráni og sagður fjölkunnugur.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagan svona: “Fyrrum bjó maður einn á Kirkjubóli á Suðurnesjum, er Vilhjálmur hét. Á dögum hans skyldi hafa verið þar í koti hjá kona sú er Guðrún hét og var Önundardóttir. Hún átti að gjalda Vilhjálmi skuld að Kirkjubóli, en hafði það ekki, er gjalda skyldi. Er þá sagt, að Vilhjálmur hafi tekið pottinn hennar í skuldina.
Litlu síðar kom Gunna heim að Kirkjubóli og bað um að drekka. Fólk sá, að henni var brugðið, og var henni fært helgað messuvín. Hún spyr, hvern þremilinn hún eigi að gjöra við þetta. Dembdi hún því niður, en greip vatnsfötu og slokaði svo mikið, að fólk undraðist stórum. Gekk hún síðan heim. Maður sá, er hjá henni var, hafði róið þennan dag.
En er hann kom heim, var Gunna dauð í bæli sínu. Var Hverasvæðiðþá smíðað utan um hana og líkið fært til Útskálakirkju. En er þeir, sem báru líkið, komu miðja leið, þótti þeim kistan furðulétt. Þó var ekki athugað um það meira.
En þegar verið var að taka gröfina, er sagt, að Gunna hafi sést á milli þangkastanna á Útskálum og sagt: “Ekki þarf djúpt að grafa, ekki á lengi að liggja.”
Eftir þetta lagðist sá orðrómur á, að mjög reimt væri á Skaganum.
Nokkru síðar var Vilhjálmur við samkvæmi á Útskálum. Var hann þar fram eftir kvöldinu og vildi þá heim. En þar eð þessi orðrómur lá á, var honum boðin fylgd. En hann var hugmaður og þá kenndur nokkuð og þá því ekki fylgdina, en kom ekki heim um kvöldið. Daginn eftir fannst hann í Hrossalág, illa útleikinn.

Nýir hverir

Var hann fluttur í bænahús á Kirkjubóli og fengnir tveir menn til að vaka yfir honum. Nær miðri nóttu komu þeir inn og fengust ekki til að fara út aftur. Aðra nótt voru aðrir tveir fengnir. Þeir vöktu að vísu þá nótt út, en fengust ekki til þess lengur. Var þá fenginn til þess presturinn frá Útskálum, og hafi hann sagt það þá örðugustu nótt, sem hann hefði lifað. Síðan var líkið Vilhjálms jarðað, og bar þá ekki á neinu.
En reimleikinn ágerðist eftir það, og sáu allir Gunnu bersýnilega. Reið hún húsum og fældi fénað. Síðan voru fengnir tveir menn hinir ötulustu og sendir til síra Eiríks í Vogsósum og hann beðinn hjálpar. Hann tók þeim stutt og veitti afsvör, unz þeir fengu honum átta potta kút af brennivíni, er þeir höfðu með sér. Hýrnaði hann þá í svari og fékk þeim síðan hnýti og seðil með tveimur hnútum og bað fá Gunnu. Þeir gerðu sem fyrir þá var lagt, og tók Gunna við og leysti af hnútana og leit á.
Er sagt, að henni hafi orðið þetta að orði: “Á andskotanum átti ég von, en ekki á Vogsósakarlinum. En ekki tjáir við að standa.”
Hafi hún látið hnýtið renna fyrir, en elt það, þar til hún kom að hver, sem er á Reykjanesi. Hafi hún hlaupið þar sífellt í kring, uns hnýtið var endað, og þá stungist ofan í hverinn, og heitir þar síðan Gunnuhver.”
Gunnuhver hefur legið í dvala um nokkurt skeið. Hverasvæðið skoðaðHverasvæðið sjálft er þó um einn ferkílómetri að flatarmáli og nær aðeins yfir hluta af háhitasvæðinu. Á hverasvæðinu eru margir leir- og gufuhverir og gufu leggur um allt svæðið. Fallegar útfellingar eftir brennistein er að finna á svæðinu og er litadýrð svæðisins mikil. Hverasvæðið sjálft er síbreytilegt og leirhverir og gufuhverir koma og fara. Vitað er að svæðið allt var mun virkara einungis fyrir áratug síðan. Þar, skammt uppi í hlíðum Skálafells, fæddist m.a. Litli Geysir (eða 1918) skömmu eftir aldamótin 1900 og lifði þar um tíma – en dó síðan. Á unglingsárum sínum gaus hann allt að 20 metra háum vatnsstrókum með ennþá hærri gufutaumum.
Tóftir við Gunnuhver eru eftir búsetu Høyers og veru hans á Reykjanesi. Høyer var danskur garðyrkjumaður. Fæddur var hann einhvers staðar í hinum fyrrum rússnesku Eystrasalts-héruðum Prússlands, og sá þess stað í óvenjulegri málakunnáttu. Hann fluttist til Íslands á 3. áratugnum og kom sér upp garðyrkjubýli í Hveradölum við hverina þar hjá sem nú er Skíðaskálinn. Kona hans var lettnesk. Þau fengu ekki frið í Hveradölum og fluttu sig þá Leirhverút á Reykjanes.
Þar komu þau sér fyrir á spildu úr landi Staðar, reistu hús og dvöldu með litlum syni sínum 3 eða 4 síðustu árin fyrir stríð, en hurfu þá til Kaupmannahafnar. Nýbýli þeirra hét Hveravellir. Grunnur íbúðarhússins sést enn sunnan í Kísilhólnum, rétt við veginn út að vita. (Kísilhóll er hóllinn suðvestan við Gunnuhver). Vegna volgrar jarðarinnar þurfti ekki aðra hitun.
Reglulega hefur gosið á Stampasprungureinunum, sem þarna eru, síðast á 18. öld. Það gos náði þó ekki landi. Væntanlega er hér ekki um fyrirboða goss að ræða, heldur breytinga á undirliggjandi þrýstingi við tilkomu nýrrar Reykjanesvirkjunnar. Hitauppstreymið færist til þegar aðstæður breytast – eða er breytt. Þekkt náttúrulegt fyrirbæri þessa varð t.a.m. eftir jarðskjálfana árið 2000. Þá lækkaði vatnsyfirborð Kleifarvatns með þeim afleiðingum að hverir í Hverahlíð kólnuðu, en aðrir næst lækkandi vatnsyfirborðinu komu í ljós. Nú, með hækkandi vatnsyfirborði, hefur þetta breyst á nýjan leik. Í rauninni þarf ekki meira til.
Hver við KleifarvatnÁ síðasta ári (2007) úthlutaði Ferðamálastofa FSS og Grindavíkurbæ eina milljón króna til að laga aðgengi að Gunnuhver. Miðað við undanfarin hverahlaup á svæðinu er ólíklegt að varanleg mannvirki er aukið geta aðgengi og öryggi ferðamanna á svæðinu verði að veruleika á næstu árum, að minnsta kosti.

Sjá meira um breytingarnar á Gunnuhver á mbl.is daginn eftir, eða þann 3. mars 2008.

Heimildir m.a.:
-Hjónin að Sólbergi í Vogum.
-Jón Árnason I 563.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Kolviðarhóll

“Elzta draugasagan, sem nú mun þekkjast frá sæluhúsinu við Húsmúlann, er meira en tvö hundruð ára gömul.
Hún kolvidarholl-321segir frá viðskiptum Eiríks í Haga í Eystrihrepp við draugana í sæluhúsinu, en Eiríkur var bóndi í Haga um og eftir aldamótin 1700, en andaðist gamall nálægt miðju átjándu aldar. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi ritaði sagnir um Eirík og birtust þær í þjóðsagnaritinu Huld, sem út var gefið á árunum 1890—98. En þar segir svo um Eirík:

„Eiríkur var ekki myrkfælinn, tenda þó hann væri ekki laus við draugtrú, heldur en aðrir í þá daga. Eitt haust fór hann einn síns liðs suður með sjó til skreiðarkaupa, og var um nótt í sæluhúsinu á Bolavöllum, það var þá ekki á Kolviðarhóli, heldur norður undir Húsmúlanum, þar sem enn sér tóftina. Þar þótti mjög reimt.’ Þegar Eiríkur hafði búizt um ,tók hann til matar. Myrkur var inni. En allt í einu sá hann eldglæringum bregða fyrir í hinum enda kofans. Þá segir Eiríkur: „Kveikið þið kindur sælar, svo Hagakarlinn sjái til að rífa roðbitann sinn”. Þá hættu eldglæringarnar; hann varð einskis var framar og svaf þar nótt til morguns.”
Eftirfarandi draugasögur eru skráðar í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar II. bindi, bls. 44—438:
kolvidarholl-233Það hefur verið draugagangur á Kolviðarhóli um langan aldur. Fyrst stóð þar sæluhúskofi úr torfi, og þótti alreimt í honum; sótti kvendraugur á ferðamenn, er lágu þar. Svo stóð á draug þessum, að stúlka ein lagðist út í Svínahraun og rændi ferðamenn. Hún lagðist vist út um sumar, og rak hún iðn sína svo duglega um veturinn, að þeir voru margir, er ekki þorðu að fara um veginn, enda urðu flestir, er það gjörðu, fyrir skaða og skömm. Á útmánuðum fór maður einn um veginn sem oftar. Stúlkan réðst á hann, en hann vann hana og skar af henni hausinn. Stúlkan gekk aftur og sótti á ferðamenn ,sem lágu á Hólnum.
Snemma var reist sæluhús á Kolviðarhóli úr timbri. Þar dó maður einn, og er ekki alllangt síðan. Hann gekk aftur. Úr því voru draugarnir tveir, karldraugur og kvendraugur. Einu sinni lá maður þar um hávetur. Hann var skikkanlegur og sannsögull. Ekki veit ég um nafn hans. Hann fór þaðan um hánótt í grenjandi hríð, og sagði hann seinna, að hann hefði ekki haft neina von um líf, er hann hélt af stað, en kvaðst heldur hafa viljað verða úti en þola draugagang þann, er hefði verið á Kolviðarhóli þessa nótt.
Einu sinni voru gangnamenn að borða þar haustkvöld eitt. Þeir sátu flötum beinukolvidarholl - heimagrafreiturm á gólfinu, því lítið var um stóla í kotinu, þeir eru að éta í bezta gæti. Allt í einu er stóreflis högg rekið í hlerann, og spratt hann upp eins og stálfjöður. Einn gangnamanna kvað fjanda þann furðu djarfan, sem settist á hlerann, og bað þann, er rekið haefði höggið á hlerann, að koma nú aftur, ef hann andskotans þyrði. Þá er hann hafði nýsleppt orðinu, var rekið högg í hlerann miklu meira en áður, og maðurinn hentist upp í háa loft. Hann settist á hlerann aftur eins og ekkert hefði í skorizt, og urðu þeir félagar ekki varir við neitt eftir það. Sumir segja samt, að maðurinn hafi verið keyrður þrisvar upp á hleranum. og hann hafði boðið draugnum inn.
Kolviður sá, sem hóllinn er kenndur við, er heygður skammt frá sæluhúsinu. Dag einn fór Ebenezer og kona hans að skoða hauginn; þeim þótti gaman að því og gátu þess, að gaman væri að sjá Kolvið gamla og félaga hans eiga vopnaskipti í öllum hertygjum. Um kvöldið sátu þau hjón í baðstofu sinni, en stúlka var í gestastofu; hún var skyggn. Þau hjónin heyrðu hávaða frammi í stofu, litu þangað inn, en sáu ekkert. Aftur sá stúlkan 4 hertygjaða menn, og börðust þeir í ákafa. Þessu fór fram nokkra stund. Loksins fóru þeir út, og varð engum meint við komu þeirra. Ebenezer var tvö sumur og loft upp um miðja nótt og aftur öfugur, svo að vinnumaðurinn hafði orðið undir honum. Skömmu seinna gekk vinnumaðurinn í burtu, því að hann vildi ekki oftar hafa rúmrusk af draugnum.
Reykjafell-231Á fyrstu árum Jóns Jónssonar sem gestgjafa á Kolviðarhóli var það vor eitt, að danskan ferðalang bar þar að garði. Þetta var ungur maður, skólalærður, og hafði lagt stund á náttúrufræði og var því nefndur „náttúruskoðari”. Erindi hans upp á Kolviðarhól var, að hann hugði að dveljast þar á fjöllunum fram eftir sumri að rannsaka grös og jurtir, Hafði hann meðferðis topptjald lítið og eitthvað af vistum.
Steinhús var reist á Kolviðarhóli fyrir örfáum árum. Sá hét Ebenezer, er fyrstur annaðist þar veitingar. Einu sinn kom karl og kona austan yfir heiði, seint um kvöld. Þau börðu að dyrum. Ebenezer kom út. Honum sýndist þrír menn standa úti, karl og kona og stálpaður strákur. Karlinn og konan gengu inn, en strákurinn gjörði sig ekkert líklegan til þess. Ebenezer yrti á hann, og spurði, hvort hann ætlaði ekki að koma inn líka. Þá brá strákur við og fór inn í ræfil af viðsæluhúsinu, er stendur skammt frá hinu.
Daudidalur-231Ebenezer spurði gestinn, hvernig stæði á strák þessum. „Strák”, þau vissu ekki af neinum strák, þá sá Ebenezer, hvernig í öllu lá. Strákurinn hafði verið draugur, Eins og kunnugt er, er Kolviðarhóll í þjóðbraut á Hellisheiði og hefur margur haft þar viðdvöl um dagana. Sæluhúsin á Hellisheiði eiga sér viðburðaríka sögu. Kolviðarhóll hefur að undanförnu verið mjög á dagskrá og í fyrra kom út skemmtileg bók eftir Skúla Helgason: Saga Kolviðarhóls. Eins og að líkum lætur telja ýmsir sig hafa orðið vara viS reimleika á Kolviðarhóli — þó að þeirra sé nú hætt að gæta nú í allri birtunni. TÍMINN birtir í dag nokkra kafla úr bókinni Saga Kolviðarhóls um reimleika á Hellisheiði. einn vetur á Kolviðarhóli. Þá fór hann þaðan. Skömmu síðar kom þangað bókbindari einn, er Ólafur hét. Hann hefur nú (31. des. 1881) verið þar tæp 2 ár. í fyrravetur var mikill draugagangur á Kolviðarhóli; gengu ýmsar sögur um það manna á milli. Ein var sú, að beddi, er vinnumaður Ólafs hafði sofið í, hefði verið keyrður í um. Eigi vildi hann reisa tjald sitt heima á Kolviðarhóli, heldur kaus hann sér verustað í dalverpi einu á bak við Hádegishnúkinn. Nefnist það Dauðidalur. Þessi ungi Dani var glæsilegur maður og mesta prúðmenni í framkomu; skildi hann eitthvað íslenzku og kynntist fólki vel. Hann samdi við Jón gestgjafa að hann seldi honum þær nauðsynjar, er hann þarfnaðist á meðan hann dveldist við rannsóknir sínar þar á fjöllunum. Var það föst venja hans að koma úr tjaldi sínu á kvöldin heim á Kolviðarhól og fá þar soðið vatn, er hann hellti á telauf, sem hann sjálfur hafði meðferðis.

Um sömu mundir og náttúruskoðarinn danski kom að Kolviðarhóli, réðst þangað til sumardvalar ung stúlka úr Reykjavík. Hafði hún veturinn áður verið „húsþerna” hjá danskri fjöl skyldu. Það varð hlutskipti hennar að ganga náttúruskoðaranum um beina. Brátt fór það að kvisast milli heimafólksins, að vingott væri orðið milli þeirra. Fór það eins og jafnan fyrst með leynd, en þeir, sem bezt tóku eftir, vissu, að þau felldu hugi saman. Og er fram liðu stundir, varð það á vitorði vinnukonunnar þar á staðnum, að þá er fólk var til sængur gengið, laumaðist stúlkan út úr húsinu. Lagði hún þá leið sína austur í Dauðadal til ástarfunda við náttúruskoðarann.
Reykjafell-234Þegar halla tók sumri, hugði náttúruskoðarinn til heimferðar. Kvaddi hann heimamenn á Kolviðarhóli og kvaðst mundu þangað aftur koma á næsta sumri, ef örlögin breyttu ekki ákvörðun sinni. Var hans saknað af heimamönnum, svo vel hafði hann kynnzt þeim öllum. En síðustu nóttina, sem hann gisti í tjaldi sínu í Dauðadal, hafði vinkona hans dvalizt hjá honum lengi nætur. Sagði hún svo frá síðar, að þá hefði hann heitið sér eiginorði og mundi hann sækja hana á næsta sumri. Næsta dag reið náttúruskoðarinn til Reykjavíkur og lét í haf með dönsku kaupfari til Kaupmannahafnar.
Sumarið kvaddi og veturinn gekk í garð, og þjónustustúlkan var farin frá Kolviðarhóli til Reykjavíkur.
En á milli jóla og nýárs skrapp hún í orlofsferð upp á Kolviðarhól að finna vinstúlku sína, sem hún hafði þar verið með um sumarið.
kolvidarholl - saeluhusid 1844Ekki ætlaði hún að dvelja þar nema eina nótt, en þá atvikaðist það þannig, að húsbændurnir buðu henni að vera þar um áramótin, og þá hún það.
Á gamlárskvöld sat heimilisfólkið saman og spilaði á spil, og lék þá aðkomustúlkan á alls oddi. Allt í einu sá fóik, að hún hrökk við og fölnaði upp, og í sama mund gaf hún frá sér hljóð og féll í öngvit. Var stumrað yfir henni um stund, unz hún raknaði við. Var hún þá mjög þjökuð og óttaslegin og vildi lítið mæla við menn. Lá hún rúmföst næsta dag, en hresst ist smám saman, og er hún var ferðafær, var henni fylgt til Reykjavíkur. Eigi vissi almenningur, hvað olli hinu hastarlega veikindakasti stúlkunna. Síðar vinkonu sinni sagði hún í trúnaði, hvað fyrir hefði kom ið. Þegar hún ásamt heimilisfólkinu sat að spilunum, vissi hún ekki fyrri til en henni þótti danski náttúrufræöingurinn standa á gólfinu andspænis henni. Horfði hann á hana nokkur augnablik með angurblíðum svip. Síðan rétti hann fram aðra hendina og kippti hjartatíunni úr lófa hennar. Með það hvarf hann, og þá veinaði stúlkan upp.
Veturinn leið, og það vor aði aftur. Stúlkan taldi dag ana og vikurnar í þögulli þrá að frétta af unnusta sínum, og voru það henni langar stundir. Loks barst henni sú harmsaga, með sumarskipum frá Kaupmannahöfn, að náttúruskoðarinn danski væri dáinn. Með sviplegum hætti hefði hann kvatt þennan heim. Á milli jóla og nýárs hafði hann verið á skemmtigöngu ásamt félögum sínum á brú einni, er lá yfir síki eða skurð. Varð honum fótaskortur, hrökk út af gangstígnum niður í vatnið og drukknaði. Var það trú manna, að hann hefði andaður verið kominn upp að Kolviðarhóli á gamlárskvöld með svo miklum krafti, að hann birtist unnustu sinni og kippti hjartatíunni úr hendi hennar, þar sem hún sat að spilunum.
(Sagan er skráð eftir frásögn Kristbjargar, dóttur Jóns á Kolviðarhóli. Hún var bæði greind kona og fróð á fyrritíðar sagnir.)”

Heimild:
-Tíminn 30. október 1960, bls. 9 og 12.
Kolviðarhóll