Kolviðarhóll

“Elzta draugasagan, sem nú mun þekkjast frá sæluhúsinu við Húsmúlann, er meira en tvö hundruð ára gömul.
Hún kolvidarholl-321segir frá viðskiptum Eiríks í Haga í Eystrihrepp við draugana í sæluhúsinu, en Eiríkur var bóndi í Haga um og eftir aldamótin 1700, en andaðist gamall nálægt miðju átjándu aldar. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi ritaði sagnir um Eirík og birtust þær í þjóðsagnaritinu Huld, sem út var gefið á árunum 1890—98. En þar segir svo um Eirík:

„Eiríkur var ekki myrkfælinn, tenda þó hann væri ekki laus við draugtrú, heldur en aðrir í þá daga. Eitt haust fór hann einn síns liðs suður með sjó til skreiðarkaupa, og var um nótt í sæluhúsinu á Bolavöllum, það var þá ekki á Kolviðarhóli, heldur norður undir Húsmúlanum, þar sem enn sér tóftina. Þar þótti mjög reimt. Þegar Eiríkur hafði búizt um, tók hann til matar. Myrkur var inni. En allt í einu sá hann eldglæringum bregða fyrir í hinum enda kofans. Þá segir Eiríkur: „Kveikið þið kindur sælar, svo Hagakarlinn sjái til að rífa roðbitann sinn”. Þá hættu eldglæringarnar; hann varð einskis var framar og svaf þar nótt til morguns.”
Eftirfarandi draugasögur eru skráðar í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar II. bindi, bls. 44—438:
kolvidarholl-233Það hefur verið draugagangur á Kolviðarhóli um langan aldur. Fyrst stóð þar sæluhúskofi úr torfi, og þótti alreimt í honum; sótti kvendraugur á ferðamenn, er lágu þar. Svo stóð á draug þessum, að stúlka ein lagðist út í Svínahraun og rændi ferðamenn. Hún lagðist vist út um sumar, og rak hún iðn sína svo duglega um veturinn, að þeir voru margir, er ekki þorðu að fara um veginn, enda urðu flestir, er það gjörðu, fyrir skaða og skömm. Á útmánuðum fór maður einn um veginn sem oftar. Stúlkan réðst á hann, en hann vann hana og skar af henni hausinn. Stúlkan gekk aftur og sótti á ferðamenn ,sem lágu á Hólnum.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – fyrsta sæluhúsið.

Snemma var reist sæluhús á Kolviðarhóli úr timbri. Þar dó maður einn, og er ekki alllangt síðan. Hann gekk aftur. Úr því voru draugarnir tveir, karldraugur og kvendraugur. Einu sinni lá maður þar um hávetur. Hann var skikkanlegur og sannsögull. Ekki veit ég um nafn hans. Hann fór þaðan um hánótt í grenjandi hríð, og sagði hann seinna, að hann hefði ekki haft neina von um líf, er hann hélt af stað, en kvaðst heldur hafa viljað verða úti en þola draugagang þann, er hefði verið á Kolviðarhóli þessa nótt.
kolvidarholl - heimagrafreiturEinu sinni voru gangnamenn að borða þar haustkvöld eitt. Þeir sátu flötum beinum á gólfinu, því lítið var um stóla í kotinu, þeir eru að éta í bezta gæti. Allt í einu er stóreflis högg rekið í hlerann, og spratt hann upp eins og stálfjöður. Einn gangnamanna kvað fjanda þann furðu djarfan, sem settist á hlerann, og bað þann, er rekið haefði höggið á hlerann, að koma nú aftur, ef hann andskotans þyrði. Þá er hann hafði nýsleppt orðinu, var rekið högg í hlerann miklu meira en áður, og maðurinn hentist upp í háa loft. Hann settist á hlerann aftur eins og ekkert hefði í skorizt, og urðu þeir félagar ekki varir við neitt eftir það. Sumir segja samt, að maðurinn hafi verið keyrður þrisvar upp á hleranum. og hann hafði boðið draugnum inn.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhústóft.

Kolviður sá, sem hóllinn er kenndur við, er heygður skammt frá sæluhúsinu. Dag einn fór Ebenezer og kona hans að skoða hauginn; þeim þótti gaman að því og gátu þess, að gaman væri að sjá Kolvið gamla og félaga hans eiga vopnaskipti í öllum hertygjum. Um kvöldið sátu þau hjón í baðstofu sinni, en stúlka var í gestastofu; hún var skyggn. Þau hjónin heyrðu hávaða frammi í stofu, litu þangað inn, en sáu ekkert. Aftur sá stúlkan 4 hertygjaða menn, og börðust þeir í ákafa. Þessu fór fram nokkra stund. Loksins fóru þeir út, og varð engum meint við komu þeirra. Ebenezer var tvö sumur og loft upp um miðja nótt og aftur öfugur, svo að vinnumaðurinn hafði orðið undir honum. Skömmu seinna gekk vinnumaðurinn í burtu, því að hann vildi ekki oftar hafa rúmrusk af draugnum.
Reykjafell-231Á fyrstu árum Jóns Jónssonar sem gestgjafa á Kolviðarhóli var það vor eitt, að danskan ferðalang bar þar að garði. Þetta var ungur maður, skólalærður, og hafði lagt stund á náttúrufræði og var því nefndur „náttúruskoðari”. Erindi hans upp á Kolviðarhól var, að hann hugði að dveljast þar á fjöllunum fram eftir sumri að rannsaka grös og jurtir, Hafði hann meðferðis topptjald lítið og eitthvað af vistum.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Steinhús var reist á Kolviðarhóli fyrir örfáum árum. Sá hét Ebenezer, er fyrstur annaðist þar veitingar. Einu sinn kom karl og kona austan yfir heiði, seint um kvöld. Þau börðu að dyrum. Ebenezer kom út. Honum sýndist þrír menn standa úti, karl og kona og stálpaður strákur. Karlinn og konan gengu inn, en strákurinn gjörði sig ekkert líklegan til þess. Ebenezer yrti á hann, og spurði, hvort hann ætlaði ekki að koma inn líka. Þá brá strákur við og fór inn í ræfil af viðsæluhúsinu, er stendur skammt frá hinu.
Ebenezer spurði gestinn, hvernig stæði á strák þessum. „Strák”, þau vissu ekki af neinum strák, þá sá Ebenezer, hvernig í öllu lá. Strákurinn hafði verið draugur.
Daudidalur-231Eins og kunnugt er, er Kolviðarhóll í þjóðbraut á Hellisheiði og hefur margur haft þar viðdvöl um dagana. Sæluhúsin á Hellisheiði eiga sér viðburðaríka sögu. Kolviðarhóll hefur að undanförnu verið mjög á dagskrá og í fyrra kom út skemmtileg bók eftir Skúla Helgason: Saga Kolviðarhóls. Eins og að líkum lætur telja ýmsir sig hafa orðið vara viS reimleika á Kolviðarhóli — þó að þeirra sé nú hætt að gæta nú í allri birtunni. TÍMINN birtir í dag nokkra kafla úr bókinni Saga Kolviðarhóls um reimleika á Hellisheiði. einn vetur á Kolviðarhóli. Þá fór hann þaðan. Skömmu síðar kom þangað bókbindari einn, er Ólafur hét. Hann hefur nú (31. des. 1881) verið þar tæp 2 ár. í fyrravetur var mikill draugagangur á Kolviðarhóli; gengu ýmsar sögur um það manna á milli. Ein var sú, að beddi, er vinnumaður Ólafs hafði sofið í, hefði verið keyrður í um. Eigi vildi hann reisa tjald sitt heima á Kolviðarhóli, heldur kaus hann sér verustað í dalverpi einu á bak við Hádegishnúkinn.

Reykjafellsrétt

Reykjafellsrétt í Dauðadal.

Nefnist það Dauðidalur. Þessi ungi Dani var glæsilegur maður og mesta prúðmenni í framkomu; skildi hann eitthvað íslenzku og kynntist fólki vel. Hann samdi við Jón gestgjafa að hann seldi honum þær nauðsynjar, er hann þarfnaðist á meðan hann dveldist við rannsóknir sínar þar á fjöllunum. Var það föst venja hans að koma úr tjaldi sínu á kvöldin heim á Kolviðarhól og fá þar soðið vatn, er hann hellti á telauf, sem hann sjálfur hafði meðferðis.
Um sömu mundir og náttúruskoðarinn danski kom að Kolviðarhóli, réðst þangað til sumardvalar ung stúlka úr Reykjavík. Hafði hún veturinn áður verið „húsþerna” hjá danskri fjöl skyldu. Það varð hlutskipti hennar að ganga náttúruskoðaranum um beina. Brátt fór það að kvisast milli heimafólksins, að vingott væri orðið milli þeirra. Fór það eins og jafnan fyrst með leynd, en þeir, sem bezt tóku eftir, vissu, að þau felldu hugi saman. Og er fram liðu stundir, varð það á vitorði vinnukonunnar þar á staðnum, að þá er fólk var til sængur gengið, laumaðist stúlkan út úr húsinu. Lagði hún þá leið sína austur í Dauðadal til ástarfunda við náttúruskoðarann.
Reykjafell-234Þegar halla tók sumri, hugði náttúruskoðarinn til heimferðar. Kvaddi hann heimamenn á Kolviðarhóli og kvaðst mundu þangað aftur koma á næsta sumri, ef örlögin breyttu ekki ákvörðun sinni. Var hans saknað af heimamönnum, svo vel hafði hann kynnzt þeim öllum. En síðustu nóttina, sem hann gisti í tjaldi sínu í Dauðadal, hafði vinkona hans dvalizt hjá honum lengi nætur. Sagði hún svo frá síðar, að þá hefði hann heitið sér eiginorði og mundi hann sækja hana á næsta sumri. Næsta dag reið náttúruskoðarinn til Reykjavíkur og lét í haf með dönsku kaupfari til Kaupmannahafnar.
Sumarið kvaddi og veturinn gekk í garð, og þjónustustúlkan var farin frá Kolviðarhóli til Reykjavíkur.
En á milli jóla og nýárs skrapp hún í orlofsferð upp á Kolviðarhól að finna vinstúlku sína, sem hún hafði þar verið með um sumarið.
kolvidarholl - saeluhusid 1844Ekki ætlaði hún að dvelja þar nema eina nótt, en þá atvikaðist það þannig, að húsbændurnir buðu henni að vera þar um áramótin, og þá hún það.
Á gamlárskvöld sat heimilisfólkið saman og spilaði á spil, og lék þá aðkomustúlkan á alls oddi. Allt í einu sá fóik, að hún hrökk við og fölnaði upp, og í sama mund gaf hún frá sér hljóð og féll í öngvit. Var stumrað yfir henni um stund, unz hún raknaði við. Var hún þá mjög þjökuð og óttaslegin og vildi lítið mæla við menn. Lá hún rúmföst næsta dag, en hresstist smám saman, og er hún var ferðafær, var henni fylgt til Reykjavíkur. Eigi vissi almenningur, hvað olli hinu hastarlega veikindakasti stúlkunna. Síðar vinkonu sinni sagði hún í trúnaði, hvað fyrir hefði komið. Þegar hún ásamt heimilisfólkinu sat að spilunum, vissi hún ekki fyrri til en henni þótti danski náttúrufræöingurinn standa á gólfinu andspænis henni. Horfði hann á hana nokkur augnablik með angurblíðum svip. Síðan rétti hann fram aðra hendina og kippti hjartatíunni úr lófa hennar. Með það hvarf hann, og þá veinaði stúlkan upp.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Veturinn leið, og það voraði aftur. Stúlkan taldi dagana og vikurnar í þögulli þrá að frétta af unnusta sínum, og voru það henni langar stundir. Loks barst henni sú harmsaga, með sumarskipum frá Kaupmannahöfn, að náttúruskoðarinn danski væri dáinn. Með sviplegum hætti hefði hann kvatt þennan heim. Á milli jóla og nýárs hafði hann verið á skemmtigöngu ásamt félögum sínum á brú einni, er lá yfir síki eða skurð. Varð honum fótaskortur, hrökk út af gangstígnum niður í vatnið og drukknaði. Var það trú manna, að hann hefði andaður verið kominn upp að Kolviðarhóli á gamlárskvöld með svo miklum krafti, að hann birtist unnustu sinni og kippti hjartatíunni úr hendi hennar, þar sem hún sat að spilunum.
(Sagan er skráð eftir frásögn Kristbjargar, dóttur Jóns á Kolviðarhóli. Hún var bæði greind kona og fróð á fyrritíðar sagnir.)”

Heimild:
-Tíminn 30. október 1960, bls. 9 og 12.
Kolviðarhóll