Færslur

Eyktir

“Sól er fastur punktur sem jörðin sýnst um á einum sólarhring eða 24 tímum. Eykt er eining. „Jafndægri, sól, eykt, dagmál, skammdegi.” Dægur eða jafndægur tákna dag og nótt og þannig verður dagur 12 tímar og nótt jafn löng ef nota á hugtökin í siglingafræði. Dægur verður þannig 24 tímar eða 360 gráður en dagur verður 12 tímar eða 180 gráður. Sól í þessu máli er ferð jarðar, dag og nótt, umhverfis sól á 24 tímum, sem í siglingafræði eru 360 gráður.

Eyktarmark

Eyktarmark í Brynjudal.

Dagmál er til forna notað yfir ákveðinn tíma dags og þá oft með fieiri orðum sem eru þessi frá suðri: Hádegi, nón, miðaftann, náttmál, miðnætti, ótta, miðmorgunn og dagmál. Út úr má taka orð yfir hálfan sólarhring eða 12 tíma að degi: Miðmorgunn, dagmál, hádegi og nón. Að ofanrituðu sést að einingar sólarhrings til forna eru átta á 24 tímum eða 360 gráður. Einingar hálfs sólarhrings eru fjórar eða 12 tímar sem jafngilda 180 gráðum.
Nú vafðist það fyrir mér hvernig eykt gat á einhvern hátt samræmst kenningum um ferð jarðar umhverfis sól á 24 tímum og hvaða erindi jafndægur átti inn í skammdegi. Ég átti eftir að sjá, að ég misskildi orðið jafndægur, því fyrir mér var dægur dagur og nótt. Ég leitaði uppi orðið „eykt” í fornu máli og úr Grágás, gamalli lögbók, fékk ég þessa lýsingu: „Þá er eykt, er útsuðurátt er deild í þriðjunga og hefur sól gengna tvo hluti en einn ógenginn.”
Þetta skil ég á þann hátt að eykt væri skipt í þrjár einingar sem á einhvern hátt tengdust sól og þá um leið gátunni um sólarhæð. Einnig komu í ljós tengsl eyktar við átt, í þessu tilfelli milliátt á milli suðurs og vesturs. Þessar eru milliáttir frá höfuðáttum til forna: Útnorður, landnorður, landsuður, útsuður – fjórar í allt, höfuðáttir eru fjórar og höfuð- og milliáttir í allt átta.
Næsta verkefni var að fá þrjár einingar í eykt til að ganga upp í sólarhring eða 360 gráður. Ég deildi þremur í 360 og fékk út 12 eða 180 gráður. Þetta get ég ekki notað í siglingafræði því þá verður jörðin flöt. Næst tók ég þrjár einingar í eykt og bætti í sól og hélt áfram þannig að ég fékk 12 sólir í fjögur eyktarbil eða 180 gráður, enn er jörðin flöt, svo að ég bætti við 12 í önnur fjögur eyktarbil og fékk út 24 sólir í einum sólarhring, í átta hlutum eða 360 gráður. Nú var ég búin að finna stað fyrir fjórar milliáttir og fjórar höfuðáttir í átta hluta eyktarbila. Siglingafræði er mjög gömul fræðigrein sem flokka má undir vísindi. Því er haldið fram að fræðigreinin sé um 6000 ára gömul og hafi kerfisbundið þróast fram á þennan dag.
Strandsiglingar voru algengasti ferðamátinn og voru mið tekin frá landi en áttir metnar út frá stöðu sólar í hádegi. Frá upphafi voru siglingatæki fá og frumstæð. Eitt elsta siglingakortið er frá árinu 150 og elsta tækið til að mæla sólarhæð kom frá Arabíu 700 f. Kr. og er sama tækið komið í notkun í Evrópu í lok 13. aldar. Fyrsta skráða úthafssiglingin er ferð Pytheas frá Massah í Grikklandi til Englands, Skotlands og Thule, lands miðnætursólarinnar, sem mjög líklega er Ísland.

Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga hljóta að teljast góðar heimildir um úthafssiglingar Íslendinga auk annarra sagna. Eins og nú verður greint frá tel ég nánast sannað að forfeður okkar notuðu eyktarskífu/hring eða sóleyktarmæli í úthafssiglingum á Atlantshafi og fyrir þeim var jörðin hnöttur. Með sóleyktarmælingu var fundin breidd, en með því að telja dægur á milli sólstöðu í hádegi mátti meta lengd, tímalengd, í vestur eða austur. Eiríks stefna til Grænlands er þriggja dægra sigling í vestur, það er sól í hádegisstað þrisvar sinnum áður en Grænland sést við sjóndeildarhring. Með sól í hádegi er fundið réttsuður og út frá því allar aðrar höfuðáttir og milliáttir. Það voru síðan vísindi útaf fyrir sig að halda kúrs.

Eyktarbil

Eyktir

Eyktir.

Mín tilgáta er að eyktarbil hafi verið átta til forna en þau eru: Þrjár eyktir norðurs, þrjár eyktir landnorðurs, þrjár eyktir austurs, þrjár eyktir landsuðurs, þrjár eyktir suðurs, þrjár eyktir útsuðurs, þrjár eyktir vesturs, þrjár eyktir útnorðurs. Utkoman verður sólahringur með eina sól í hverri eykt eða 24 sólir sem jafnframt eru 360 gráður. 12 sólir fyrir fjögur jafndægri dags og 12 fyrir jafndægri nætur. Þannig verður jafndægri tákn fyrir ákveðinn tíma dags eða nætur, sumar eða vetur, vor eða haust.

Eyktir eru 24 í dægri

Eyktir

Eyktir.

Ég dreg hring upp á 360 gráður og ef þrjár einingar eru í einu eyktarbili eru eyktarbil í 360 gráðum átta. Frá möndli hrings og út dreg ég átta bil þar sem í hverju bili eru þrjár sólir og í bilunum átta 24 sólir. í 360 gráðum eru 24 tímar þar sem hver tími er 15 gráður. Ég hef 15 gráður í hverri eykt af þremur, eða 45 gráður, og geri það sama við allar átta einingarnar. Nú er ég búinn að fylla út með 45 gráðum í átta bil, með þremur eyktareiningum í hverju bili, alls 24 eyktir upp á 360 gráður. Eyktarkerfið er nú tilbúið til að snúast með gráðukerfinu. Ég hef eyktarhring með gráðuboga yfir. Ég þarf að stilla af eyktarkerfi og gráðuboga af því að 24 ganga ekki upp í 360 gráður á gefnum forsendum. Ég breyti einni eykt (15 gráður) í 60 mínútur og þá gengur eyktarkerfið upp í 360 gráður í gráðukerfinu. Ég er nú kominn með 360 eyktareiningar sem geta snúist sjálfstætt frá gráðukerfinu.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 20. maí 2000, Guðbrandur Jónsson, bls. 14-15.

Miðmundarvarða

“Öld er l00 ár. Ár er 365 dagar, en hlaupár 366. Árið er 13 tunglmánuðir á 4 vikur eða 52 vikur. (Hlaupár er þegar 4 ganga upp í ártalinu nema aldamótaárin þegr 4oo ganga upp.) Við rentureikning er árið oft reiknað 12 mánuðir á 30 daga = 36o daga.
eyktir1 vika er 7 dagar (sólarhríngar) á 24 stundir á 60 mínútur (‘) á 60 sekúndur (“).
Einnig er sólarhring, eða degi og nóttu saman, skift í 8 eyktir eða dagsmörk á 3 stundir. Eykt irnar heita: Ótta (fyrr talið frá kl.l 1/2 — 4 1/2 nú 3—6 árd.), miður morgun (fyrr kl. 4 1/2 — 7 1/2 nú 6 — 9 árd.), dagmál (fyrr kl. 7 1/2—l0 1/2 árd. nú 9—12 á hád.), hádegi (fyrr kl. 10 1/2 árd.—l 1/2 s.d. nú 12 á hádegi — 3 síðd.), nón (fyrr kl.l 1/2-4 1/2 nú 3 — 6 s. d.) miðaftan (fyrr kl 4 1/2—7 1/2 nú 6 – 9 s. d.), náttmál (fyrr kl. 7 1/2 —l0 1/2 s. d. nú 9—12 á miðn.) og miðnætti (fyrr l0 1/2 s. d. — l 1/2 árd. nú 12 á miðn. — 3 árd.).”

Heimild:
-Handbók fyrir hvern mann, 2. árg. 1904, bls. 21-22.
-mynd: Lesbók Morgunblaðsins í maí árið 2000.

Eyktir

Sólarhringnum er skipt í fjóra hluta:
•morgun

•dag
•aftann
•nótt

Eyktir-231Samkvæmt fornri reglu var hverjum hluta síðan skipt í tvær eyktir. Í einum sólarhring eru þess vegna átta eyktir, hver um sig þrjár klukkustundir á lengd.
 
Rót orðsins hefur sennilega merkt ‘dráttardýr’ og upphafleg merking orðsins var ‘tíminn sem dráttardýr er spennt fyrir plóg, vagn’.
 
Eyktirnar eru þessar:
•ótta kl. 3

•miður morgunn, rismál kl. 6
•dagmál kl. 9
•miðdegi, hádegi kl. 12
•nón kl. 15
•miður aftann, miðaftann kl. 18
•náttmál kl. 21
•miðnætti, lágnætti kl. 24

Talið er að orðið morgunn sé skylt sögn úr litháísku sem þýðir að ‘depla augum’ og rússneska orðinu mórok sem merkir ‘myrkur, þoka’. Ásgeir Blöndal Magnússon segir í Íslenskri orðsifjabók að orðstofninn hafi í öndverðu verið hafður ‘um mismunandi birtu, blik eða skímu.’
 
Orðið dagur er talið vera skylt orðum sem merkja ‘hiti, eldur, brenna’. Aftann er líklega skylt ‘af’ og ‘aftur’ en einnig getur verið að það sé samsett úr orðum sem merkja ‘eftir’ og ‘dagsverk’ og merki því ‘tímann að loknu dagsverki’. Um ættartengsl orðsins nótt segir Ásgeir Blöndal að lítið sé vitað.

Heimildir:
-Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
-Almanaksskýringar Þorsteins Sæmundssonar.

Heimild:
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4343