Eyktir

Sólarhringnum er skipt í fjóra hluta:
•morgun

•dag
•aftann
•nótt

Eyktir-231Samkvæmt fornri reglu var hverjum hluta síðan skipt í tvær eyktir. Í einum sólarhring eru þess vegna átta eyktir, hver um sig þrjár klukkustundir á lengd.
 
Rót orðsins hefur sennilega merkt ‘dráttardýr’ og upphafleg merking orðsins var ‘tíminn sem dráttardýr er spennt fyrir plóg, vagn’.
 
Eyktirnar eru þessar:
•ótta kl. 3

•miður morgunn, rismál kl. 6
•dagmál kl. 9
•miðdegi, hádegi kl. 12
•nón kl. 15
•miður aftann, miðaftann kl. 18
•náttmál kl. 21
•miðnætti, lágnætti kl. 24

Talið er að orðið morgunn sé skylt sögn úr litháísku sem þýðir að ‘depla augum’ og rússneska orðinu mórok sem merkir ‘myrkur, þoka’. Ásgeir Blöndal Magnússon segir í Íslenskri orðsifjabók að orðstofninn hafi í öndverðu verið hafður ‘um mismunandi birtu, blik eða skímu.’
 
Orðið dagur er talið vera skylt orðum sem merkja ‘hiti, eldur, brenna’. Aftann er líklega skylt ‘af’ og ‘aftur’ en einnig getur verið að það sé samsett úr orðum sem merkja ‘eftir’ og ‘dagsverk’ og merki því ‘tímann að loknu dagsverki’. Um ættartengsl orðsins nótt segir Ásgeir Blöndal að lítið sé vitað.

Heimildir:
-Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
-Almanaksskýringar Þorsteins Sæmundssonar.

Heimild:
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4343

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Miðdegisvarðan; Hádegisvarðan frá Straumi.