Færslur

Festisfjall

Langflestar hæðir og ásar ofan Grindavíkur hafa fellsnefnur, en þó eru þar til einstök fjöll. Festarfjall (Festisfjall) er brimsorfin eldstöð þar sem um helmingur móbergsfjallsins er burt. Mikið er um hnyðlinga í hrauninu og einnig má sjá merki kvikublöndunar í berginu.

Festarfjall-27

Áður hafi FERLIR farið um Skálasand frá Lambastapa yfir á Hraunssand við Hraunsvík að Hrólfsvík, en nú var leiðin tilbakagengin með það að markmiði að skoða nánar hinar fjölbreytilegu og margvíslegu jarðmyndanir í þessum þverskornu merkilegheitum, sem Festarfjallið og Lyngfellið eru. Einungis er hægt að ganga fjörunar undir fellunum á lágfjöru, en gæta þarf vel að brimlagi og flóðahættu því auðvelt er að lokast inni á Skálasandi ef og þegar aðstæður eru óhagstæðar. Þá þarf að varast að ganga og nálægt berginu vegna stöðugs grjóthruns.
Á jarðfræðikorti ÍSOR er Festarfjallið talið einn af athyglisverðari stöðum á Reykjanesskaganum: “Óvenjulegt er að sjá þverskurði af móbergsfjöllum eins lýsandi um innri gerð þeirra og í Festarfjalli. Þar hefur sjávarrof verið að verki. Undirlag fjallsins er móberg og á því grágrýti.
Festarfjall-28Fjallið sjálft er úr móbergsbreksíu en grágrýti í toppnum. Á skilunum er rauðagjall. Berggangur, Festi, gengur upp í gegnum undirstöðuna og móbergshluta fjallsins upp að grágrýtishettunni, greinilegur úr fjarlægð. Festarfjall er stapi að gerð, myndaður á stuttri gossprungu í jökli og Festin er aðfærsluæðin. Norðan megin hvílir móbergsbreksían í Festarfjalli á eldri og lægri stapa. Gígurinn í honum er norðan undir Festarfjalli, að hálfu grafinn undir því. Ekki verður greint úr fjarlægð hvort eldri stapinn komi fram í brimklifinu.
Festarfjall kemur við sögu í riti sem tékkneskur jarðfræðingur skrifaði um jarðfræði Reykjanesskaga og út kom árið 1943. Hann benti á að undirlagið gengi óbrotið undir fjallið sem sönnun þess að móbergsfjöll Skagans væru ekki ris-spildur.
Festarfjall-29Í staðinn hélt hann fram jafngalinni kenningu um að þau væru leifar af víðáttumikilli myndun sem rofist hefði burt að mestu. Bergganginn nefnir hann ekki. Þar missti hann af réttum skilningi. Kannski hefði það rétta runnið upp fyrir honum hefði hann velt honum fyrir sér.”
Í verndunartillögum frá 2002 segir m.a.: “Skammt austan við Hraunsvík er Festarfjall þar sem sjávarrof hefur sorfið helminginn af móbergsfjalli. Í Festarfjalli og bergstálinu vestan þess eru merkilegar opnur. Í Hraunsvík er hraunlag með mesta magni hnyðlinga sem þekkist hérlendis. Jökulberg á milli móbergs (með hnyðlingum) og hrauns. Greinilegar jökulrákir á móberginu. Hnullungabergslag í móbergi, hraunstraumur (gangur) hefur troðið sér þar inn á litlu dýpi. Festin í Festarfjalli er berggangur sem gengur upp í gegnum móbergið og tengist hraunlagi ofar. Litlu vestar eru áberandi gaspípur í berginu. Skjólgóð sandströnd er neðan Festarfjalls og er talsvert varp í björgunum og í grastorfum (lundi, rita, fýll). Ógnir: Vegagerð og námavinnsla.
Landnotkun: Einhver efnistaka er ofan vegar við Hraunsvík og við Festarfjall. Tillaga er um verndarsvæði í Hraunsvík.”

Í þjóðsögu er fjallsins getið. “Austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin. Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag. 

Í þessari ferð FERLIRs var ætlunin m.a. að hlusta eftir rödd úr fjallinu. Þegar staldrað var við í sjávarhelli rétt austan við syðsta bergganginn, sem skagar út úr fjallinu, mátti heyra eftirfarandi, endurtekið nokkrum sinnum með lágum og dimmum rómi:

Í Festarfjalli oss býr
á Hraunsbónda hug snýr
heitir ey[eið] björg.
Verði orð fleiri
bara einu of mörg
þætti vér miður
ef nefnds dóttir heyri
fellur þá festin niður.

Festarfjall-30Jón Trausti skrifaði eftirfarandi um Festarfjall á leið hans frá Grindavík til Krýsuvíkur: “Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur. Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af því, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feiknamikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum. Frá þeim tíma hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjallið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar. Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjallinu, og hefur verið að því síðan löngu fyrir landnámstíð. En af því að bergtegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar bergraðir upp og ofan fjallið. Það eru festarnar.”
Frábært veður. “Þegar veðrið er gott í Grindavík er það hvergi betra” [Guðbergur Bergsson].
Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Rauðskinna I 45.
-isor.is
-Verndun jarðminja á Íslandi – Tillögur vegna náttúruverndaráætlunar 2002, Helgi Torfason og Ingvar Atli Sigurðsson. Unnið af Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúruvernd ríkisins, Reykjavík, nóvember 2002.
-Lesbók Morgunblaðsins, Jón Trausti, 6. nóv. 1949, bls. 508.

Grindavík

Festarfjall og Hraunssandur.

Festisfjall

Óvenjulegt er að sjá þverskurði af móbergsfjöllum eins lýsandi um innri gerð þeirra og í Festarfjalli. Þar hefur sjávarrof verið að verki. Undirlag fjallsins er móberg og á því grágrýti.
festarfjall-909Fjallið sjálft er úr móbergsbreksíu en grágrýti í toppnum. Á skilunum er rauðagjall. Berggangur, Festi, gengur upp í gegnum undirstöðuna og móbergshluta fjallsins upp að grágrýtishettunni, greinilegur úr fjarlægð. Festarfjall er stapi að gerð, myndaður á stuttri gossprungu í jökli og Festin er aðfærsluæðin. Norðan megin hvílir móbergsbreksían í Festarfjalli á eldri og lægri stapa. Gígurinn í honum er norðan undir Festarfjalli, að hálfu grafinn undir því. Ekki verður greint úr fjarlægð hvort eldri stapinn komi fram í brimklifinu.

Festarfjall kemur við sögu í riti sem tékkneskur jarðfræðingur skrifaði um jarðfræði Reykjanesskaga og út kom árið 1943. Hann benti á að undirlagið gengi óbrotið undir fjallið sem sönnun þess að móbergsfjöll Skagans væru ekki ris-spildur. Í staðinn hélt hann fram jafngalinni kenningu um að þau væru leifar af víðáttumikilli myndun sem rofist hefði burt að mestu. Bergganginn nefnir hann ekki. Þar missti hann af réttum skilningi. Kannski hefði það rétta runnið upp fyrir honum hefði hann velt honum fyrir sér.

Kristján Sæmundsson, 2010.

Festisfjall

Festarfjall.

Festisfjall

Festirfjall (Festarfjall/Festisfjall) er skammt austan við Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála.

Festisfjall

Berggangur undir Festisfjalli.

Um er að ræða einstaklega “myndrænt” fjall, eða fell öllu heldur ef taka á mið af öðrum nærliggjandi fellum. Það er þverhnípt að sunnanverðu, fram við Hrólfsvíkina, en aflíðandiað norðanverðu, inn til landsins. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin. Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag. Önnur saga segir að tröllkonan í Festisfjalli sé systir tröllkonunnar í Katlahrauni og hafi þær tíðum heimsótt hvora aðra. Heimilisaðstæðum sé þó ólíkt saman að jafna þar sem fyrirfast fjallið er annars vegar og Ketillinn hins vegar, með bergstöndum sínum og hellum.
GöngusvæðiðÓfáir eru sagðir hafa séð tröllsystur þessar, en þó hefur lifað sú saga á Ísólfsskála, sem þær hafa þurft að klofa yfir í heimsóknum sínum, að þaðan hafi útsýnið loftleiðis á stundum þótt kynlegt.
Festarfjall er í raun brimsorfin eldstöð þar sem um helmingur móbergsfjallsins er sorfin burt. Ef vel er að gáð á lágsævi má sjá hinglaga bergstanda utar í Hrólfsvíkinni. Þar mun gígur eldstöðvarinnar hafa verið fyrrum. Hafa ber í huga að þarna er um 11.000 ára gamla jarðmyndun að ræða, sem Ægir hefur herjað á jafn lengi með öllum látum. Mikið er um hnyðlinga í hrauninu ofanvert við bergið og einnig má sjá merki kvikublöndunar í berginu, bæði ofan við Ægissand og í fellinu sjálfu. Bæði í sunnanverðu Festisfjalli og í Lyngfelli má sjá bergganga kvikurásarinnar forðum daga steypta í hlíðar þeirra. Í berginu við Hraunsvík er nokkurt fuglalíf, t.d. lundi, rita og fýll, og á Hraunssandi mikið kríuvarp. Skjólgóð strönd er neðan Festarfjalls.
Festarfjall og nágrannafjöllin eru brimsorfin eldstöð. Í lágfjöru má sjá hringlaga gígstöplana í Hraunsvíkinni. Mikið er um hnyðlinga í hrauninu undir berginu og einnig má sjá merki kvikublöndunar í því. Í berginu við Hraunsvík er nokkurt fuglalíf, t.d. lundi, rita og fýll og á Hraunssandi er mikið kríuvarp.

Heimild m.a.:
-grindavik.is

Hraunsvík

Hraunsvík

Gengið var frá Hrauni til norðurs með austurhlíðum Húsafell, upp í sandnámur er áður hýstu eina af útstöðvum varnarliðsins, áfram upp Berjageira og norður með vesturhlíðum Fiskidalsfjalls. Haldið var um Stórusteina milli fjallsins og Vatnsheiðar, inn í Svartakrók og áfram upp með Hrafnshlíð.

Festarfjall

Festarfjall og Hraunsvík.

Gengið var áfram um Tryppalágar og inn á gömlu götuna frá Ísólfsskála um Siglubergsháls milli Fiskidalsfjalls og Festisfjalls, niðurmeð Skögugili og beygt til suðurs niður á Hraunssand þar sem Dúnknahellir var m.a. barinn augu. Ofan Hraunssands að vestanverðu er Skora, Skarfaklettur sunnar, en síðan taka við Hvalvík og Hrólfsvík. Hraunsvíkin er utar.
Húsafell, Fiskidalsfjall, Hrafnshlíð og Siglubergsháls eru móbergsstapar, bólstraberg, móbergsþurs og túff, þakið grágrýti. Síðastnefndu fellsmyndirnar eru komnar úr Bleikhól, áberandi gíg nyrst í fjallinu. Grágrýti þetta er öfugt segulmagnað og runnið á segulmund sem kennd er við Laschamp í Frakklandi. Fleiri slíkar basalthettur er á þessum slóðum, t.d. á Skálamælifelli, Hraunsels-Vatnsfellum og Bratthálsi. Aldur bergsins er um 42.000 ár. Fyrir rúmum 40.000 árum lá þunnur jökull yfir Grindavíkurfjöllunum sem teygði sig um 4 km vestur og norður frá norðurhorni Fagradalsfjalls.

Hraunsvík

Hraunsvík – Dúknahellir.

Festafjall og Lyngfell eru stapar sem rof sjávar hafa klofið í herðar niður og myndað hæstu sjávarhamra á Rekjanesi. Einnig sjást innviðir þess, m.a. berggangur.
Þjóðsagan segir að austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin. Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag.

Siglubergsháls

Gamla Krýsuvíkurgatan um Siglubergsháls.

Þegar gengið var áleiðis niður Siglubergsháls eftir gömlu þjóðleiðinni ofan núverandi þjóðvegar varð ekki hjá því komist að sjá hið mikla malar og sandnám, sem átt hefur sér stað utan í Fiskidalsfjalli og Húsafelli. Rifjuð var upp umsögn

Skipulagsstofnunar um svonefndan Suðurstrandarveg, þ.e. mat á umhverfisáhrifum, frá því 10. desember 2003. Þar segir m.a. að fulltrúar stjórnar Landverndar hafi kynnt sér skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Suðurstrandarvegar. “Svæðið sem fyrirhugaður vegur fer um er á margan hátt sérstakt og veðmætt vegna landslags, jarð- og menningarminja. Skýrslan ber með sér að framkvæmdaaðili gerir sér þetta ljóst og hann hefur lagt ríka áherslu á að finna vegstæði sem hefur sem minnst neikvæð áhrif á þessi verðmæti. Svo virðist sem ekki sé mögulegt að nota núverandi vegstæði miðað við þær tæknilegu kröfur sem gerðar eru og nýr vegur mun því óhjákvæmilega hafa nokkur sjónræn áhrif og skera samfellda hraunfláka í tvo.

Hraunsvík

Svæðið.

Námustæði við Húsafell og við Fiskidalsfjall eru í dag afar mikil lýti í landinu og efnistaka virðist óskipulögð. Suðurstrandarvegur kemur til með að fara um þessar námur og það væri til bóta ef hægt væri að nýta framkvæmdir til að gera umbætur á námunum.”
Fram kemur einnig að “vakin er athygli á því að framkvæmdum loknum verði hugað að lokun vegaslóða sem liggja að efnistökustöðum til að draga úr líkum á utanvegaakstri og eftir atvikum gera þar bílastæða sem nýta má sem upphafsstað fyrir gönguferðir og útvist.”

Gengið var niður á Hraunssand um einstigi, sandströndinni fylgt til vesturs að Dúnknahelli, sem sjórinn hefur smám saman verið að skila aftur eftir að hafa fyllt hann af sandi um tíma.

Hraunsvík

Bjargfuglar.

Fíllinn verpir á syllum í berginu, en rauðnefjuð svört teistan í hellum undir Festisfjalli. Dúnknahellis er getið í frásögn af strandi spænskrar skútu við ströndina og björgun áhafnarinnar, sem leitaði skjóls í hellinum uns hjálp barst. Erfitt getur reynst að komast upp úr fjörunni því þverhnípt bjargið er ofan hennar. Merkilegar hraunmyndanir eru í bjarginu; annars vegar hart grágrýtið í lögum og hins vegar meir rauðamölin þeirra á millum. Hennar vegna gengur Ægi svo vel sem raun ber vitni að brjóta bergið smám saman undir sig.
Frábært veður. Gangan tók 2 kls. og 2 mín.

Hraunsvík

Hraunsvík.

Festarfjall

Í Faxa 1985 fjallar Ingvar Agnarsson um Festarfjall:

I
Útlit og myndun
Festarfjall
Lóðrétt rís Festarfjall upp frá flæðarmáli, þar sem öldur úthafsins brotna á ströndinni og skella á klettum fjallsins í fjöruborði og mynda sumstaðar hella og skúta.
Þetta sífellda gnauð hafsins við rætur fjallsins veldur því, að stöðugt hrynur úr því, og allt það efni sem niður hrynur, hreinsar hafið burt úr fjörunni og ber með sér út í djúpið, þar sem lygnara er. Skemmtilegt er að virða fyrir sér þetta stórbrotna fjall, skoða lögun þess og línur og reyna að gera sér nokkra grein fyrir myndunarsögu þess. Við sjáum í raun inn í miðju þessa fjalls, því eitt sinn var það miklu meira um sig. En sjórinn hefur mulið niður allan suðurhelming þess svo nú sjáum við þversnið af fjallinu allt frá tindi þess, sem er 193 m hár og niður að sjó. Og hér gefur á að líta: Fjallið er að mestu leyti móbergsfjall, og þá sennilega myndað við eldgos undir jökli. En ekki er hér um eindregna móbergsmyndun að ræða. Sýnist mér, að skipta megi myndun fjallsins í nokkra hluta eða þætti.
Festarfjall
Fyrst er þykkur móbergsstabbi frá sjó og upp undir þriðjung af hæð fjallsins, en þar gengur blágrýtislag lárétt frá austri og næstum þvert í gegnum fjallið, en endar þar snögglega við breiða gjá er gengur upp fjallið. Vantar aðeins spölkorn á, að það nái út úr því að vestanverðu. Undir þessu blágrýtislagi er lag af rauðri eldfjallaösku eða gjalli. Þetta hraunlag hlýtur að hafa runnið á hlýskeiði, og sennilega eftir að jökull hefur sorfið ofan af upphaflegri móbergsmyndun fjallsins, svo að það hefur verið orðið allt að því lárétt, a.m.k. á þessum kafla sem hraunlagið hefur runnið yfir. En þessi hluti móbergsins undir blágrýtislaginu er hluti af miklu víðáttumeira móbergssvæði, bæði austan og vestan við Festarfjall. Á einum stað gengur berggangur sem kallast Festi lóðrétt upp í gegnum móbergsstabbann frá fjöru og endar uppi við blágrýtislagið. Þessi gangur er um 1—1,5 m þykkur og er myndaður úr þunnum lóðréttum flögum, en ystu flögurnar, þær er snerta móbergsveggina beggja vegna eru þó dálítið stuðlaðar lárétt.

Kristján Sæmundsson

Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur Íslands, í FERLIRsferð undir Festisfjalli/Lyngfelli. Uppgötvaði m.a. berggang Lyngfells í ferðinni.

Eftir myndun þessa hraunlags í neðri hluta fjallsins hafa jöklar aftur fært hér allt í kaf og á því ísaldarskeiði, líklega því síðasta, hefur svo aftur farið að gjósa á svipuðum slóðum og fyrra skiptið, og nú undir þessum nýja jökulskildi. Og hér hefur hlaðist upp móbergsfjall ofan á blágrýtislaginu og eldra móberginu, sem undir því liggur. Nú verður þessi nýi móbergsstabbi svo hár að hann nær alla leið upp úr jöklinum. Og eftir það getur hraunið, sem vellur upp úr gígnum, runnið óhindrað án þess að breytast í móberg í köldu jökulvatninu. Hin hraða kólnun gosefnanna á sér ekki lengur stað. Og blágrýtishetta myndast efst á þessu fjalli, sem nú hefur skotið kryppunni upp úr hinum mikla frera, tindur Festarfjalls ber þessu vitni enn í dag. Því efsti hluti fjallsins, sem reyndar er lítill um sig, er þakinn blágrýtishellu í nokkrum goslögum þó og undir henni er allþykkt lag af rauðu gjalli eða eldfjallaösku. Hér mun vera um svokallaða stapamyndun að ræða, en skv. kenningum Guðmundar Kjartanssonar, jarðfræðings, eru slík fjöll mynduð undir jökli (eða í vatni), nema efsti hlutinn, sem upp úr hefur komið.

Festarfjall

Festarfjall og nágrenni – loftmynd.

Nefna mætti ýmis stapafjöll, eins og t.d. Hrútfell, Herðubreið, Hrafnbjörg, Eiríksjökul og m.fl. sem talin eru mynduð undir jökli og Surtsey sem nýlega myndaðist í sjó.
Ef þessi tilgáta mín er rétt, um myndun Festarfjalls, þá er hér um að ræða eitt af þessum merkilegu fjöllum, sem myndast hafa á þennan sérstaka hátt, og sem svo mjög einkenna landslag á Íslandi.
Og ef Festarfjall hefur hlaðist upp í tveim aðaláföngum á tveim ísaldarskeiðum eins og hér var gert ráð fyrir þá mun hér vera um nokkra sérstöðu að ræða meðal íslenskra stapafjalla.

II.
Fjara og brim undir Festarfjalli

Festarfjall

Festarfjall – sjávarhellir.

Skemmtilegt er að koma í fjöruna undir Festarfjalli, þegar sól skín í heiði, enda eru margir farnir að leggja þangað leið sína á góðviðrisdögum á sumrum. Hjón koma þarna með börn sín, sem hlaupa glöð um sandinn. Og séð hef ég fólk steikja kjöt á grilltækjum sínum og nokkrar fjölskyldur safnast saman og halda einskonar útihátíð þarna undir gnæfandi björgunum, sem enduróma af undirleik öldunnar, þar sem hún freyðir við sandinn og leikur sér við að væta litla fætur, sem fara í eltingarleik við hana. En sá leikur er auðvitað ekki hættulaus og betra að gæta varúðar; í norðanátt er þarna ávallt logn, en nær aldrei mun vera bárulaust með öllu, og stundum duna öldurnar við ströndina með miklum gný, þótt logn sé um allan sjó. Þarna mætist hrikalegt landslag og stórbrotnar haföldur, og hefur landið orðið að láta undan síga í þeim átökum. Staðhættir allir bera þess ljós merki.

Festarfjall

Festarfjall – brim.

Ekki er hættulaust að ganga undir þessum hrikabjörgum. Varð ég vitni að því eitt sinn, er ég var þarna staddur, ásamt mörgu öðru fólki, að stórgrýtisskriða hrundi úr björgunum nálægt Festi, ganginum sem áður var lýst, og dreifðist um allstórt svæði í fjörunni með miklum gný. Rétt áður var þarna fólk á ferli, hjón frá Keflavík. Þau heyrðu drunur rétt fyrir aftan sig og varð heldur en ekki hverft við. Þarna munaði litlu að stórslys yrði.
Ekki veit ég hvort svona skriðuföll gerast oft. Helst mundi það vera í rigningu, því bergið er nokkuð laust í sér. En einnig er hér talsvert af sjófugli í klettunum og kunna þeir að koma grjóthruni af stað.

III.
Nauðsyn undirstöðuþekkingar í jarðfræði

Festarfjall

Festarfjall – sjávarhellir.

Þegar ferðast er um byggðir og óbyggðir landsins, er nauðsynlegt að þekkja helstu örnefni og setja á sig helstu útlitseinkenni og legu hins fjölbreytta landslags á hverjum stað. Þar er um að ræða aðalatriði landafræðinnar. Ekki er síður áhugavert, að kynna sér þá þætti landsins, sem tilheyra jarðfræðinni, myndun og þróunarsögu landslagsins á hverjum stað.
Í barnaskólum er snemma byrjað á að kenna landafræði, og er það vel. En ekki er síður mikilvægt að kunna nokkur skil á jarðfræðilegum atriðum. Þegar ferðast er um landið, mundi það mjög auka á ánægju hvers og eins að geta skoðað og hugleitt það sem fyrir augu ber, út frá jarðfræðilegum skilningi, og þeirri þekkingu sem þegar er fyrir hendi í þeirri grein, en þar hefur orðið um miklar framfarir að ræða, allt frá síðustu aldamótum. Kennslu um helstu atriði jarðfræðinnar þyrfti að taka upp í öllum skólum, miklu fyrr en nú er gert.” – IA

Í Lesbók Morgunblaðsins 06.11.1949 er í “Fjaðrafoki” vitnað í lýsingu Jóns Trausta á Fagradalsfjalli:

Festarfjall – nafnið

Festarfjall

Festarfjall – málverk.

“Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur.
Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af því, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feiknamikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum.
Frá þeim tíma hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjallið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar. Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjallinu, og hefur verið að því síðan löngu fyrir landnámstíð. En af því að bergtegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar bergraðir upp og ofan fjallið. Það eru festarnar.” – (Jón Trausti).

Í Rauðskinnu er sagan af festinni í Festarfjalli:

Festarfjall – þjóðsagan

Festarfjall

Festarfjall – berggangur.

“Austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin.
Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag.” – Rauðskinna I 45

Heimildir:
-Faxi, 6. tbl. 01.08.1985, Festarfjall – Ingvar Agnarsson, bls. 260 og 276.
-Lesbók Morgunblaðsins, 41. tbl. 06.11.1949, Fjarðrafok, bls. 508.
-Rauðskinna I 45.

Festarfjall

Festarfjall – sjávarhellar.

Portfolio Items