Færslur

Ingólfsfjall

Gengið var til suðurs með austanverðu Stórahálsfjalli frá bænum Stórahálsi norðan Ingólfsfjalls. Leifar bæjarins Litlahálsar er skammt sunnar, undir Miðmundargili í Ingólfsfjalli. Svonefnt Ferðamannagil eru gróningar millum Bjarnafells (sunnan Stórahálsfells) og Ingólfsfells. Á landakortum er það staðsett norðaustan við SognselIngólfsfell, sem verður að teljast rangstaða. Ofan gilsins er Grafningsháls. Augljóslega hefur þessi leið verið mikið farin á hestum fyrrum.
Áður en haldið var á hálsinn var stefnan tekin upp Kagagil neðan við Kaga. Stapinn sá mun vera á landamerkjum. Þegar upp úr gilinu var komið var ætlunin að halda spölkorn áfram til suðurs og taka síðan stefnuna á Inghól. Slóða var fylgt áleiðis upp hlíðina. Sennilega er þetta bæði stysta og greiðfærasta leiðin á Ingólfsfell er halda skal á Inghól. Norðvestar er Leirdalshnúkar og Leirdalir neðar (ofan við Miðmundargil) líkt og síðar átti eftir að koma í ljós.
Í stað þess að halda þá og þarna áfram upp Kagagil var stefnan af einstökum áhuga tekin til vesturs inn á örnefnavænt svæði þar sem aðalleikendur voru Selfjall, Selás, Selá og Seldalur. Eftir að hafa tengt þessa leið við þá fyrri var stefnan tekin að nýju á Inghól.
IngólfsfjallIngólfsfjall er kennt við landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Gengið var á Ingólfsfell þar sem ætlunin var að berja Inghól, grágrýtishæð, ætlaðan haug Ingólfs Arnarsonar, hins fyrsta landnámsmanns á Íslandi, augum. Sagan segir, að hóllinn opnist eina nótt sumar hvert og þá sé hægt að komast að dýrgripunum, sem voru grafnir með honum. Í bakaleiðinni var ætlunin að koma við í Fjallstúni, þar sem Ingólfur átti að hafa haft sína fyrstu vetursetu hér á landi, á vesturleið hans í leit að framtíðarsamastað.
Ingólfsfjall er 551 m. hátt y.s. Fjallið er hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt. Haldið var upp fjallið við það suðvestanvert. Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur fjallið verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar. Það er tengt Grafningsfjöllum með Grafningshálsi. Ingólfsfjall er einkum gert úr móbergi með hraunlögum inn á milli, einkum að neðan og í kolli. Það hefur orðið til um miðja ísöld. Suður úr vesturhorni fjallsins skagar grár klettamúli, Silfurberg, er það úr móbergi með ljósum holufyllingum sem aðallega eru geislasteinaútfellingar. Þar suður af er Kögunarhóll og liggur þjóðvegurinn á milli. Þjóðsaga hermir að Kögunarhóll sé haugur sem Ingólfur Arnarson hafi orpið yfir skip það er hann sigldi á hingað til lands. Nafnið Kögunarhóll mun merkja útsýnishóll.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Gengið var upp á Ingólfsfjall á því sunnanverðu, austan við Þórustaðanámurnar. Þar er stígur upp gil, tiltölulega auðveldur uppgöngu. Hálfa klukkustund tekur að ganga upp á brún. Þar eru tvær vörður með stuttu millibili. En áður en komið er að neðri vörðunni sést gróinn bali. Neðst í honum er skeifulaga hleðsla. Þegar upp var komið blasti við víðátta fjallsins. Gengið var norður með vestanverðum ás. Þegar upp á öxlina framundan var komið blasti Inghóll við. Frá brúninni og upp á hólinn er tæplega klukkustunda auðveldur gangur. Alls tekur gangan fram og til baka um 3 klst. Í bakaleiðinni þarf að gæta þess að elta ekki hlíðina alveg niður að námuskarðinu, en fara til vinstrri skömmu áður en þangað er komið. Þar vantar tilfinnanlega vörðu fyrir ókunnuga, svona til að spara svolítinn tíma á bakaleiðinni.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Þegar komið var áleiðis að Inghól birtist þar sviplaus “maðr” skyndilega í þokunni. Kvaðst hann aðspurður hvorki vita af minjum á fjallinu né áttir. Hvarf hann sjónum jafn skyndilega og hann birtist. Ekki markaði fyrir sporum hans í moldinni. Í þokunni var sem einhver öfl legðu sig fram um að sveipa hólinn skyndlegri skýjarhulu og þannig viðhalda þeirri dulúð, sem um hann hefur skapast um aldir. Ekki var myndatöku viðkomið í þokunni (en þó reynt, sbr. meðfylgjandi mynd), en áfram var haldið og hóllinn þreifaður, án þess að hann sæist allur. Á honum er varða, tiltölulega nýhlaðin.

Í þessari lýsingu verða m.a. raktar að nokkru þær heimildir um þennan meinta haug, en þær sýna hversu mikill gaumur honum hefur verið gefinn í gegnum tíðina. Í Fornleifaskráningu fyrir Alviðru segir m.a. um Inghól á Ingólfsfjalli:

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – gerði.

“Í mörkum á milli Hvamms og Alviðru er hóll sem Inghóll heitir, hár hóll, sérkennilegur, jafn vaxinn. Er af sumum talinn 200 faðmar að ummáli við rætur. Hann er í laginu sem uppmokaður haugur, ólíkur öllum hólum og hæðum sem eru á Ingólfsfjalli. Það er hlaðin grjótvarða á kolli hanns. Hann er gerður að mestu úr klöppum og urðargrjóti og ekki líklegt, að menn hafi hlaðið hjann upp nema að litlu leyti.
1641-42: Kveðið ex tempore yfir haug Ingólfs landnámsmanns, að skipun biskups Brynjólfs, meðan hinir aðrir þénarar hlóðu vörðu yfir haugnum: Stóð af steindu smíði/staður fornmanns hlaðinn/hlóðu af herrans boði/heiðiteikn yfir leiði;/haugur var hár og fagur/hrundin saman á grundu,/en draugur simmur og magur/drundi björgum undir. Texinn er úr kvæði eftir Stefán Ólafsson (1885).

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – varða ofarlega í Brennigili.

1703: Þar fjallið er hæst, þó nokkuð norðar en á því miðju, er haugur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmanns, mældur við jarðveginn tvö hundruð faðmar í kring, nú graslaus með stórum hellum og mel, sums staðar mosa vaxinn. Haugurinn sést á allar síður á fjallinu nema að norðan. Magister Brynjólfur Sveinsson reið þangað eitt sinn norðan á fjallið að skoða hauginn, hvern hann lét mæla.
1821: Ingholl eda Ingolfs Arnarsonar Haugur; kallast mikid stór griothóll sem stendur nockud vestar enn uppa midiu sokólludu Ingolfsfialli; og er þess hærsti toppur.
1840: Uppi á norðanverðu fjalli þessu er hóll, er kallast Inghóll, og er það almæli, að þar sé heygður Ingólfur landnámsmaður, er fjallið dregur nafn af. Hóllinn er ei mjög stór u

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – varða efst í Brennigili.

mmáls og ei merkilegur, ei heldur auðsén á honum mannaverk.
1873: Á miðri langri bungu háfjallsins er hóll, – sjáanlegur frá öllum hliðum fjallsins nema að norðan – alveg eins og fornmannshaugur að lögun og einnig stærð að því er virðist; tilsýndar er útlitslíking furðulega mikil; hóllinn nefnist Inghóll. Segir almenn sögn að þar sé heygður Ingólfur fyrsti landnámsmaður Íslands. Sögnin er allgömul, Þórðarbók – og eitthvað svipað virðist gefið í skyn í Hauksbók – bætir viðtexta Landnámu um Ingólf: “Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá”, orðunum “þar sem sumir menn segja að hann sé heygður”; … Auðvelt er að komast á fjallið að norðan og að hólnum, og er talið að þá megi sjá, að hann er aðeins gerður af klöpp, grjóti og möl, og öll gerð hans sýnir að hann er náttúrusmíð.”
1898: Í lýsingu Kolbeins bónda Guðmundssonar í
Hlíð í Grafningi, kemur fram eftirfarandi lýsing á 

InghóllInghól: “Hóllinn er sporöskjumyndaður, flatur að ofan og liggur í norður og suður. hann er um 55 fet á lengd og 35 fet á breidd að ofan. Á hæð er hann um 40 fet. Alstaðar hallar því nær jafnt út af honum.  Mannaverk verða engin séð á hólnum nema varða á suðurenda hans, og virðist mér undirstaðan mjög forn. Efnið í hólnum er mest smágrjót, mosavaxið, þó er norðan í honum stórgrýti nokkuð. Að eins á litlum bletti uppá honum gengur járn nokkuð til muna í hann (um 1 ½ al. þar sem ég komst dýpst). Það var norðan til á honum miðjum, og þar var mosalaust. Hvergi gat ég séð merki þess, að grafið hefði verið í hann. – Inghóll liggur hér um bil á miðju Ingólfsfjalli, og enginn hóll honum líkur að lögun er þar nálægt. Í hólum umhverfis hann er tómt blásið stórgrýti og klappir. Alt fyrir það er Inghóll auðsjáanlega verk náttúrunnar.”
FjallFram kemur að varða væri á hólnum og væri hún mannaverk, sem ef til vill hefir í fyrstu átt að vera minnisvarði Ingólfs – öllu fremur en leiði hans? – Hún er ferskeitt, nál. 1 fðm. á hvern veg, en nú er hún ekki hærri en manni undir hönd. Auðséð er, að hún hefir hrunið ofan til og hrapað til norðurs, en lausagrjót er þó ekkert utan með henni. Er því líkast að hún hafi fallið ofan í sjálfa sig, og hefir hún þá verið hol innan. Grjótið í henni er fremur stórt.
Einar Arnórsson prófessor heldur því fram, að lærðir menn hafi, allt fram á 17. öld, trúað því, að Ingólfur hafi verið heygður í Inghól. Aldrei hefur annar staður verið nefndur legstaður hans. Er því allt, sem bendir til þess að þar hafi hann verið heygður. Því hafi verið um annan stað að ræða, hefðu þær sagnir að sjálfsögðu getað geymzt, þar sem var um frægasta landnámsmann Íslands að ræða. Bendir því allt til þess, að Ingólfur hafi verið heygður í hólnum.” Fram kemur að þjóðsaga sé um Inghól.

Hellir

Stóri-Hellir.

Í þjóðsögunni af Ingólfi Arnarssyni og Inghól segir að “hann reisti fyrstur manna byggð hér á landi að staðaldri; sagt er að Ingólfsfjall í Ölfusi dragi nafn af honum. Á því fjalli er sagt að hann sé heygður; eru þar til að sjá af öðrum fjöllum hólar tveir og heitir annar Ingólfshaugur, en í hinum er sagt að hundur hans liggi; sá hóllinn er allur lægri og minni fyrirferðar. Þenna legstað er sagt að Ingólfur hafi kosið sér svo að hann gæti því betur séð þaðan yfir hið fyrsta landnám sitt.” Þjóðsöguna í heild er hægt að lesa undir Fróðleikur í Skrár (Inghóll – Ingólfur Arnarsson – þjóðsaga).
Undir Ingólfsfjalli sunnanverðu er Fjallstún. Tóftirnar eru rétt ofan við þjóðveginn áleiðis upp í Grímsnes. Í þeim er lítið máð skilti þar sem fram kemur að um friðlýstar fornminjar sé að ræða. Í Landnámabók segir að þar hafi Ingólfur Arnarson haft vetursetu hinn þriðja vetur sinn hér á landi, á leið sinni til Reykjav
íkur. Síðar reis þar stórbýli sem hét Fjall og fór í eyði á 18. öld. Enn sjást leifar fornra mannvirkja á staðnum, sem nú eru friðlýstar.

Í fornleifaskráningu fyrir jörðina Fjall í Ölfusi segir m.a.:

Stóri-Hellir

Stóri-Hellir / Einholtshellir.

“Þuríður Grímkelsdóttir “fæddist upp með þeim manni, er Sigurður múli hét; hann bjó undir Felli. Árið 1524 selur Ögmundur biskup Snæbirni Gíslasyni hálft Fjall. Bærinn hefir staðið fram á átjándu öld. Eftir að hann lagðist í eyði, lagðist landið til Hellis og Laugarbakka, svo að nú eru landamerki þeirra jarða um Fjallstún.
Af JÁM (jarðabókinni) sést að þá hefir heimajörðin Fjall verið komin í niðurlægingu, er jarðabókin var samin. Munu því mest hafa valdið skriðurennsli á túnið. Túnstæðið hefir upphaflega verið uppgróin skriðubunga, mynduð af gili, sem þar er uppundan í fjallinu. Það heitir Branddalsgil, en Branddalur undir. Branddalur er enn grasi vaxinn; annars er gilið, og hlíðin öll, nú eintóm skriða. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún. Á henni eru rústir bæjarins. … Hefir hjer verið gott til heyafla og tún eigi alllítið meðan bungan var í friði fyrir skriðum. Líklegra er, að þær hafi valdið eyðileggingunni smátt og smátt heldur en allt í einu; en auðvitað er, að loksins hefir eitt skriðuhlaup riðið baggamuninn.”
HellirFjallstóftir eru gömul tóftarbrot austanvert í Fjallstúni, grasflöt skammt fyrir ofan veginn. Ein tóft sést enn þá greinilega fyrir neðan veginn, en áður sá glöggt fyrir fimm húsatóftum hverjum við aðra, en nú eru þær allar komnar undir skriðu fyrir þó nokkru. Bærinn hefir snúið framhlíðinni mót suðri.
Fjall var friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927. Í heimild frá 1706 “segja menn að kirkja muni að fornu verið hafa, en enginn minnist að tíðir hafi hjer verið fluttar.” Eina ritheimildin sem gæti bent til kirkju á Fjalli er máldagi Strandarkirkju í Selvogi frá 1397 en þar segir: “Kirkiann j Fjalli a tuær kluckur ad kirkiunni a Strond.” Árið 1897 er “sögn um, að bænahús hafi verið í Fjalli.”

Sængurkonuhellir

Sængurkonuhellir.

Þjóðsaga er um Sængurkonuhelli ofan við Fell. Í henni segir að “Saumakonuhellir sé hellir í Fjallsklettum, ofan við þar sem Fjallslækur kemur upp. Sagt er, að kona sú, sem barnið ól hjá Sængurkonusteini, sem er þarna skammt frá, hafi hitt þar tvær stúlkur í hellinum, sem voru að sauma. Þær leyfðu henni ekki að koma inn, en allt annað Fjallsfólk var við kirkju í Arnarbæli.”
Loks var haldið að jörðinni Helli (Einholti), þriðju jörðinni þarna er byggðist úr landi Fjalls, suðaustan við Fjall (handan Grímsnesvegar). Þar við bæinn er Stóri-Hellir, eða Einholtshellir eins og hann er jafnan nefndur. Þetta er fjárhellir austan í Túnhólum, skammt frá bæjarstæðinu. Hann tekur nær 100 fjár, og mætti stækka hann. Þar var mikið af leggjum í holu. Eini íbúi Stóra-Hellis er svipur manns með bláan trefil. Matthías Þórðarson friðlýsti þennan helli 5.5.1927: “Hellir fremst í túninu, skamt austur frá bænum, austan í grasivöxnum blágrýtishól,” segir í lýsingu hans.

Stóri-Hellir

Stóri-Hellir – skilti.

Barnahellisskúti er lítill hellisskúti næstur bænum; seinna var gert fénaðarhús fyrir framan skútann. Þar er lítil hola langt inn í bergið, og hafði verið raðað í hana mörgum stórgripsvölum.
Gjósta er bil á milli tveggja hamra rétt fyrir austan Barnahellisskútann. Þar var fjárrétt.
Litli hellir er lítið norðar en sá stóri. Hann tók 14 lömb, en er nú (1931) mörgum týndur.
Rétt er að geta þess til upprifjunar að Selfoss er landnámsjörð Þóris hersis Ásasonar. Sjá meira um Inghól og Ingólfsfjall
HÉR.
Frábært veður. Gangan tók a.m.k. 6 klst og 6 mín.

Heimild m.a.:
-Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar
-http://www.snerpa.is/net/thjod/ingo.htm
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra/fornleifaskra_fjall.htm
.Ingólfshaugur

 

Ingólfsfjall

“Hann reisti fyrstur manna byggð hér á landi að staðaldri; sagt er að Ingólfsfjall í Ölfusi dragi nafn af honum.

Ölfus

Inghóll.

Á því fjalli er sagt að hann sé heygður; eru þar til að sjá af öðrum fjöllum hólar tveir og heitir annar Ingólfshaugur, en í hinum er sagt að hundur hans liggi; sá hóllinn er allur lægri og minni fyrirferðar. Þenna legstað er sagt að Ingólfur hafi kosið sér svo að hann gæti því betur séð þaðan yfir hið fyrsta landnám sitt.
Einu sinni er sagt að Ölfusmenn og Grafningsmenn hafi tekið sig saman um að grafa í Ingólfshaug; komu þeir þá ofan á kistu eina mikla; þeir grófu niður með henni á alla vegu og komu böndum undir hana. Síðan hófu þeir hana á loft og þegar hún var komin á hálfa leið sagði einn þeirra:
“Nú tekst ef guð vill.”

Hóllinn

Inghóll.

Eftir það hófu þeir kistuna enn hærra upp þangað til hún var komin hálf upp á grafarbakkann og þeir voru farnir að hafa hendur á henni, þá sagði annar:
“Nú tekst hvort guð vill eða ekki.”
En í því hann sleppti orðinu slapp kistan úr höndum þeim niður í hauginn og þyrlaðist allt það sem þeir höfðu mokað upp úr gryfjunni ofan í hana aftur á augabragði. Við það hættu þeir að grafa í Ingólfshaug; ekki hafa heldur verið gjörðar fleiri tilraunir til þess síðan.
Önnur sögn er það sem og gengur í Árnessýslu að konu eina þungaða í Ölfusi dreymdi eina nótt að maður kæmi til hennar í svefni og bæði hana að lofa sér að vera. Hún spurði hann að nafni; hann sagðist heita Ingólfur og vera fyrsti landnámsmaður á Íslandi. Ekki er þess getið að þeim færi fleira á milli í það sinn.

Inghóll

Inghóll.

Eftir þetta kom sami maður oft til konunnar meðan hún gekk með þunga sinn og beiddi hana að lofa sér að vera og þess með að hún skyldi láta heita eftir sér son þann sem hún gengi með.
“Skaltu,” segir hann, “ala hann þangað til hann er tólf vetra á sauðaketi einu og nýmjólk, bæði kinda, kúa og einkum kapla; ef þú bregður ekki út af þessu mun ég gefa syni þínum með nafni fé það allt sem er í kistu minni. Skal hann leita hennar uppi hjá haug mínum þegar hann er tólf vetra og mun hann geta lokið henni upp ef ekki er brugðið út af í neinu með uppeldi hans þangað til.”
Konan hét þessu og kom þá Ingólfur ekki til hennar framar.

Hundur

Dys hundsins.

Eftir það ól hún sveinbarn Og lét kalla Ingólf eftir landnámsmanninum sem vitjað hafði nafns til hennar. Ól hún svo upp svein þenna sem næst hún gat komist fyrirsögn draummannsins þangað til hann var 12 vetra; var hann þá bæði mikill og efnilegur eftir aldri.
Hann gekk síðan upp á Ingólfsfjall að leita fjárins. Þegar hann kom að Ingólfshaugi sá hann stóra kistu standa þar og lykil í skránni. Hann fór til og ætlaði að ljúka henni upp, en gat ekki snúið lyklinum nema til hálfs; sneri hann þá heim aftur í það sinn.
HóllinnÞegar hann hafði náð meiri þroska fór hann aftur upp á Ingólfsfjall og að hauginum. En þá var kistan horfin og hefur aldrei orðið vart við hana síðan. En þótt Ingólfur yngri bæri ekki gæfu til að fá féð með nafni er sagt að hann hafi verið í mörgu lánsmaður.”

Stefnan var tekin á þennan hæsta punkt, þar sem sagan segir að landnámsmaðurinn sé heygður sem fjallið heitir eftir. Þar í nánd voru alls kyns ummerki eftir viðkomu mannfólks. Eftir stutta hvíld utan í Inghóli (sem mun raunar vera grágrýtisgígtappi en ekki haugur Ingólfs) var haldið áfram í vesturátt.

Fell

Fjall undir Ingólfsfjalli.

Líklegast er að hundurinn liggi í lítilli dys sem ég fann rétt austan og norðan við Inghól og hefur þá ekki verið meiri um sig en venjulegur hundur.

Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið, er hann var á vesturleið í leit að öndvegissúlunum. Þar stóð síðar stórbýlið Fjall, sem fór í eyði á 18. öld. Minjar fyrri byggðar þar eru friðlýstar (sjá meira HÉR).
Hinn 29. mai 2008 voru upptök Suðurlandsskjálfa að stærðinni 6,3 á richter kvarða undir Ingólfsfjalli.

-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Helgafell

Fólk hefur löngum deilt um tilefni örnefna á fjöllum, fellum, hæðum og hólum. Á Reykjanesskaganum má t.d. finna Fagradalsfjall, Húsafjall, Fiskidalsfjall, Borgarfjall, Festarfjall, Latsfjall, Fjallið eina og Bláfjöll.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall.

Fellin eru fleiri, s.s. Bæjarfell, Helgafell, Sandfell, Þórðarfell, Mælifell, Arnarfell, Vörðufell, Driffell, Oddafell, Húsafell, Sílingafell, Sýrfell, Geitafell, Vífilsfell, Snókafell, Lambafell, Kóngsfell, Skálafell, Grímannsfell, Reykjafell, Lágafell, Úlfarsfell, Mosfell og Ármannfell.

Esjan er t.d. fjall, sem á sér nokkur fell, s.s. Kistufell og Þverfell.

Á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa eftirfarandi: “Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefnakort.

Örnefnafræðingar benda á að fell vísi oftast til stakrar myndunar (Búrfell, Vörðufell, Snæfell) en fjall geti hvort sem er verið stakt eða hluti af stærri heild (Akrafjall, Ingólfsfjall/fell, Hverfjall/fell, Selsundsfjall).
Almennt finnst mér að hóll vísi til mishæðar í heimalöndum, til dæmis bæjarhólsins, en fjall hins vegar utan bæjarhólsins.” – Sigurður Steindórsson

Framangreindur fróðleikur er langt í frá að geta talist tæmandi…

Heimild m.a.:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=797

Helgafell

Búrfell.

Fjall

Í Huld I, bls. 52, er frásögn um Sængurkonustein “eptir handr. Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi, tekin upp eptir húsfrú Katrínu Hannesdóttur á Eyrarbakka”. Í henni segir: “Fyrir utan og ofan Helli í Ölfusi er fjöldi af stórum steinum, sem hrunið hafa úr Ingólfsfjalli. Undir einum þeirra er skúti; það er eitthvert stærsta bjargið, og heitir hann Sængurkonusteinn. Sagt er, að nafnið sé svo tilkomið: Til forna stóð bær austarlega undir suðurhlíð Ingólfsfjalls, er Blákollur - Sængurkonuseinn fjærhét “í Fjalli” og var hið mesta höfðuból: 30 hurðir á járnum. Þar hafði Ingólfur fyrst byggt. Þegar sagan gerðist, bjuggu þar auðug hjón, en hörð og nísk. Eitt kveld kom þangað förukona og bað gistingar. Það var auðséð á henni, að hún mundi innan skamms ala barn; vildu hjónin því vera laus við hana og úthýstu henni; var þó hellirigning um kveldið. Hún ráfaði þá austur með fjallinu, en komst ekki nema að steininum og lét fyrirberast í skútanum. Þar ól hún barn sitt um nóttina. Bæði hún og barnið fundust þar lifandi um morguninn. Var þeim hjúkrað og hresstust við. En þess sömu nótt féll skriða á bæinn í Fjalli, og hefur síðan eigi sézt eptir af honum, nema lítið eitt af túnjaðrinum, en enn í dag heitir Fjallstún, og litlar leifar af einhverri byggingu, sem þar vottar fyrir.”
Og þá var bara að fara á staðinn, skoða aðstæður og reyna að rata á Sængurkonusteininn, sem skv. frásögninni átti að vera “austan við bæjarrústir bæjarins Fjalls”. Með það að leiðarljósi og vísan til þess í steininum ætti að vera skúti, komu nokkrir til greina, en einn þó fyrst og fremst er veitt gæti skjól fyrir rigningunni. Sá virtist í fjarlægð vera einn stærðarinnar steinn með opnum skúta í miðju, en þegar nær var komið, kom í ljós að steinbjörgin voru tvö er mynduðu skútann. Staðurinn virtist þjóðsagnakenndur á að líta, hvaðan sem á var horft. Hann féll vl við lýsinguna framangreindu; “Undir einum þeirra er skúti; það er eitthvert stærsta bjargið”. Ein efasemd kom þó fram; björgin gætu hafa fallið úr fjallinu eftir að munnmælasagan var skráð, sem þó var ennþá mun eldri. Svo gæti einnig hafa verið um allmörg björg, sem þarna voru nálæg.
SængurkonusteinnGengið var að tóftum Fjalls. Þar virðist kargaþýfi, en þegar betur er að gáð má sjá í tóftunum tvær merkingar um friðlýstar fornleifar, skráðar með einhverju ósýnilegu letri, sem jafnvel fólk með ágæta sjón getur ekki merkt. Augljóslega er um fornar tóftir bæjar að ræða. Þær hafa varðveist með ágætum, en vegagerð hefur gengið óþarflega nærri þeim. Minjarnar voru friðlýstar af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927 (sem kvöð á landi Hellis). Í örnefnalýsingu segir: “Fjallstún; skriðurunnin hæð; leifar af túni bæjarins Fjalls. Fjallstóftir; gömul tóftarbrot austanvert í Fjallstúni, skammt fyrir ofan veginn. Þar hefur verið mikill bær í fornum stíl og búið málmsmiður. Fjallstún, þar sem aðal túnið í Fjalli var, er nú í Hellislandi, en landamörkin eru um bæjartóftirnar. Ein tóft sést enn þá greinilega fyrir neðan veginn, en upp á hátindinum sá eg glöggt fyrir fimm húsatóftum hverjum við aðra, þegar eg var unglingur, en nú eru þær allar komnar undir skriðu fyrir þó nokkru. Líka tók eg þá eftir niðursignu túngarðsbroti vestur við mýrarvikið, sem nær lengst upp að fjallinu,” segir í örnefnalýsingu.
Niðursagna túngarðsbrotið - Hellisbrú frá 1843Brynjúlfur Jónsson skoðaði rústir Fjalls 1896: “[Skriðubungan undan Branddalsgili er] nú að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún. Á henni eru rústir bæjarins. Er of lítið gjört úr þeim í munnmælasögunni: “Sængurkonusteinn” í “Huld” (1. hefti bls. 52), því allvel sjer fyrir bæjarrústinni, og einnig fyrir fjóss og heygarðsrúst, sem er á austurjaðri bungunnar, efst á grasflötinni nær upp við fjallið.  Bæjarrústin er dálítið sunnar og neðar. Bærinn hefir snúið framhlíðinni mót suðaustri; en í fljótu áliti virðist þó, þegar á rústina er litið alla í einu, að hún snúi mót suðri. En það kemur af því, að byggingar hafi verið fram á hlaðinu, sem austantil ganga lengst fram; myndast þar næstum eins og lítil hólbrekka af gamalli hleðslu. …Bæjartóftin snýr hliðinni fram, og er framhúsið nálægt 10 faðma langt frá norðaustri til suðvesturs.  Dyr eru á framhliðinni vestan til miðri.  Beint inn af þeim er inngangur í bakhús, er liggur samhliða hinu, og eru dyrnar á miðri framhlið þess; það er rúml. 3 faðma langt.  Er sennilegt að það hafi upp á síðkastið verið baðstofan, en hitt framhýsi.

Hluti af tóftum Fjalls

Við báða enda bakhússins virðast vera auð svæði, sem svara mundi rúmi fyrir dálítil hús; en þessi svæði eru þó innilokuð af garði, sem staðið hefir fyrir allri bakhlið bæjarins, og myndað þannig “húsagarð”, – sem nú er kallað og tíðkast hefir á seinni öldum.  Sín tóft er við hvorn enda frambæjartóftarinnar, og snúa þær dyrum fram á hlaðið; getur verið að þar hafi verið skemma og smiðja.  Vestan í húsagarðinum sjer einnig fyrir lítilli tóft.”
Í Fornleifaskrá segir: “Vegurinn hefir legið um hlaðið, milli bæjarins og bænhússins. Hefir það haldist eptir að bærinn lagðist í eyði, því þar eru uppgrónar götur; en nú liggur vegurinn á bak við rústina. Fjósið hefir snúið nokkuð meir til austurs en bærinn. Stærð þess er ekki hægt að ákveða, því svo er að sjá, sem það hafi verið hlaðið sundur að innanverðu, – eða það hefir verið stytt, er kýr hafa fækkað. Við vestri hlið þess er ein tóft, en við eystri hliðina tvær, líklega geldneyta- og reiðhestahús. Þar á bak við er heygarðurinn. Heystæðin eru þrjú: eru tvö þeirra næstum 10 faðm. löng en hið þriðja nær hálfu styttra, því þar gengur fjóstóftin inn í garðinn.”

Álitlegur Sængurkonusteinn utan við Fjall

Þá segir: “1706: “Hjer segja menn kirkja muni að fornu verið hafa, en enginn minnist að tíðir hafi hjer verið fluttar.” Eina ritheimildin sem gæti bent til kirkju á Fjalli er máldagi Strandarkirkju í Selvogi frá 1397 en þar segir: “Kirkiann j Fjalli a tuær kluckur ad kirkiunni a Strond.”
1897: “Sögn er, að bænahús hafi verið í Fjalli; svo sagði mjer Jón bóndi Árnason í Alviðru, fróður maður og vel að sjer.  Hefir þá bænahúsið án efa verið fram á hlaðinu, en hafi það verið austast og fremst, – sem mjer þykir liggja næst að ætla, – þá hefir annað hús verið vestar á hlaðinu.”
“Bærinn hefir staðið fram á átjándu öld.  Eftir að hann lagðist í eyði, lagðist landið til Hellis og Laugarbakka, svo að nú eru landamerki þeirra jarða um Fjallstún” skrifar Brynjúlfur Jónsson 1897.

Af JÁM 1703 sést að þá hefir heimajörðin Fjall verið komin í niðurlægingu. Munu því mest hafa valdið skriðurennsli á túnið. Túnstæðið hefir upphaflega verið uppgróin skriðubunga, mynduð af gili, sem þar er uppundan í fjallinu. Það heitir Branddalsgil, og hefir nafn af lítilli dalkvos er Branddalur heitir, sem þar er uppi í gilinu, en sjest ekki fyrr en að er komið.
Álitlegur Sængurkonuhellir (-skjól) ofan og austan FjallsBranddalur er enn grasi vaxinn; annars er gilið, og hlíðin öll, nú eintóm skriða. Er líklegt að nafnið sé dregið af kolabröndum og að þar hafi verið kol brennd meðan fjallshlíðin var skógi vaxin …enn heldur [gilið] áfram að hækka bunguna smátt og smátt; enda er hún nú að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún.”
Einhver meinloka virðist vera hér að framan. Í fyrsta lagi var bæjarstæðið ekki undir Branddalsgili, nema örnefnið hafi færst af gilinu ofan við rústirnar litlu vestar með fjallinu. Í öðru lagi er Fjallstún vestan við bæjarrústirnar – nema þessar rústir séu mun nýrri og gamla “j Fjalli” hafi verið mun vestar og horfið undir skriðu, líkt og segir í gömlum heimildum.
Í fornleifaskráningunni er getið um Saumakonuhelli: “Saumakonuhellir – Hellir í Fjallsklettum, ofan við þar sem Fjallslækur kemur upp. Sagt er, að kona sú, sem barnið ól hjá Sængurkonusteini, hafi hitt þar tvær stúlkur í hellinum, sem voru að sauma. Þær leyfðu henni ekki að koma í bæinn, en allt annað Fjallsfólk var við kirkju í Arnarbæli.”
Fjallslækur er áberandi uppspretta. Þar hefur verið steypt vatnsþró ofan við þjóðveginn, beint ofan við klakhúsið, sem þar er neðan vegarins. Hins vegar var fjandanum erfiðara að staðsetja örnefnið af nákvæmni. Við þær aðstæður var ekki annað að gera en að “fá að hringja”. Fyrir valinu var Árni Erlingsson, kennari á Selfossi. Hann hefur bæði safnað miklum upplýsingum, talað við staðkunnuga og er nú fjölfróðastur manna um þetta svæði.
Möguleiki SaumastofuhellisÁrni tók umleituninni vel. Hann sagði Sængurkonustein hafa verið við þjóðleiðina vestan við Fjall og staðið hátt á efsta leitinu, sem þar er. Steinninn hafi síðan fallið í skurð sem Vegagerðin gróf ofan við veginn til að hindra árennsli vatns að honum. Sjást ummerkin enn. Eftir aðkomu margra áhugamanna, m.a. dr. Kristjáns Eldjárns og Sigurðar frá Tannastöðum, sem þá var fróðastur manna um örnefni og staðsetningar sögulega viðburða undir sunnan- og austanverðu Ingólfsfjalli, hafi steinninn verið færður upp úr skurðinum 1960 og staðsettur á litlum grasbala um 90 m austar og u.þ.b. 20 metrum norðvestan við Blákoll, stóran og áberandi grágrýtisstein ofan við þjóðveginn (6357647-2100855). Gamli reiðvegurinn hafi verið svolítið ofar í hlíðinni, eins og glöggt má sjá af umleitan. Margir seinni tíma menn hafa gjarnan viljað tekið Blákoll sem Sængurkonustein, líklega vegna þess hversu áberandi kennileiti hann er á svæðinu. Sá steinn kom hins vegar niður eftir hlíðum fjallsins í jarðskálftanum 1896 – líkt og svo margir aðrir.
Árni sagði engan skúta vera í Sængurkonuhelli, sem kom og í ljós þegar að var gáð. Hann hafi séð í bæjarblaði getið um ýmis örnefni undir Ingólfsfjalli og reyndi hann að leiðrétta sumt það í Bæjarblaðinu á Selfossi, 1.tbl. 2. árg. 1983. Þar hafi hann fjallað sérstaklega um Sængurkonustein og endurheimt hans. En vegna þess að Bæjarblaðið var pólitískt málgagn vinstri manna, sem kom honum reyndar lítið við, skrifuðu hægri menn grein í sitt blað þar sem þeir töldu þetta allt hina mestu fyrru. Eitt virtust þeir hafa misskilið málið því það snéri bara alls ekki um pólitík heldur staðsetningu áþreifanlegs örnefnis. Hann hefði hins vegar byggt á bestu og áreiðanlegstu heimildum, m.a. Sigurðar á Tannastöðum, sem þekkti landið eins og lófann á sér. Sængukonusteinn hefði verið til löngu áður en munnmælasagan var skráð af BJ og þar hafi eitthvað skolast til, bæði áttir og ástæða frávísunar aðkomukonunnar. Sigurður hafi jafnan lagt áherslu á að heimilisfólkið á Fjalli hefði verið í kirkju þegar konan kom þar að og vinnukonurnar í Saumakonuhelli hefðu einfaldlega ekki haft heimild til að hýsa hana eins og málum var fyrir komið í þá daga.
Framangreind sögufullyrðing hefur gjarnan loðað við bæi í þjóðleið og meðfylgjandi skýring hefur gjarnan fylgt í kjölfar hennar.
Skammt austan við Blákoll liggur gata upp á þjóðveginn frá Helli. Þar sem örnefnalýsingin greinir frá “niðursignu túngarðsbroti vestur við mýrarvikið, sem nær lengst upp að fjallinu” er svonefnd Hellisbrú, vegur yfir endilanga mýrina framhjá og uppfrá Helli. Þessi gata var lögð 1843 og er því eitt elsta unna vegagerðin á landinu. Um var að ræða hreppsvinnu, sem bændur voru reyndar mjög latir við að vinna.
Hleðsla undir steini við elstu þjóðleiðina undir IngólfsfjalliUm Saumakonuhelli sagði Árni að hvorki væri um eiginlegan helli né skúta að ræða. Hann væri vik milli steina, skjól með veggi á tvo vegu og vel gróna dæld á milli. Staðurinn væri ekki auðfundinn, en Sigurður (heitinn) á Tannastöðum hefði vísað honum á hann. Saumakonuhellirinn væri svo til beint upp af og nokkuð fyrir ofan steinþróna við Fjallslækjarlindina (6357878-2100059).
Þegar vettvangurinn í heild var skoðaður komu fleiri en einn staður til greina; tveir þó fremur öðrum. Lýsingin þótti þó helst passa við stórsteinabil ofarlega í neðanverðri hlíðinni (sjá mynd).
Þá var komið að því að setjast niður og gaumgæfa. Í munnmælasögunni er Sængurkonusteinn sagður austan við Fjall. Þar er á og að vera Saumakonuhellir. Stutt er þar á millum, reyndar í öfugri röð. Aðkomukonan er sögð hafa hitt fyrir vinnukonur í Saumakonuhelli, haldið för sinni áfram og lagst fyrir í Sængurkonuhelli. Skv. þjóðsögunni ætti Sængurkonuhellir að vera þar sem nú er sumarbústaður undir klettadröngum eða jafnvel svolítið austar, þó ekki of langt frá Fjalli.
Ætlunin er að gaumgæfa svæðið nánar fljótlega og þá reyna að fá Árna Erlingsson með í för. Skv. þjóðsögunum, sem jafnan hafa haft sannfærandi skírskotun, mætti ætla að “sögusviðið” væri austan við Fjallsrústirnar, þ.e.a.s. ef þær eru sögusvið hins forna “í Fjalli”.
Þótt fyrir liggi greinargóðar lýsingar og rándýrar fornleifaskráningar er staðsetning hinna ýmsu sögulegu örnefna eða minja engu nærri hinum venjulega áhugamanni um slík efni – því miður – og það þrátt fyrir möguleika á nákvæmum staðsetningum, t.d. í SARPi. Ljóst má vera að aðkoma áhugafólks um söfnun og staðsetningu slíkra upplýsinga myndi auka áreiðanleika og verðgildi slíks gagnabanka margfalt. Þá myndu líkur á varðveislu aukast til muna sem og minnka líkur á eyðileggingu, t.d. verktaka, vegna ókunnugleika.
Hér var um frumgönguferð FERLIRs um svæðið að ræða. Endanlegt markmið er jú að reyna að varpa ljósi á mögulegar “staðsetningastaðreyndir” þess sem getir hefur verið.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Huld I, 1890-1898, bls. 52.
-Örnefnalýsing fyrir Laugarbakka.
-Fornleifaskráning í Ölfusi.
-Árni Erlingsson, Selfossi.

Álitlegur Sængurkonuhellir austan við Fjall

Ölfus

Í “Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla III” má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Alviðru, Tannastaði, Laugarbakka, Fjall, Árbæ, Þórustaði, Hvoll, Kirkjuferju, Kotströnd, Gljúfur og Sogn, og nokkra merka staði í ofanverðu Ölfusi:

Alviðra (býli)

Ölfus

Alviðra.

“Jarðdýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum.” JÁM II, 389.
1847: 12 hdr, bændaeign.
1487: Árið 1487 selur Hálfdan Nikulásarson Guðmundi Einarssyni jörðina Alviðru í Ölfusi fyrir jörðina Egilsstaði í Flóa. DI VI, 589.
“Alviðra er austasti bær í Ölfusi, nær land að hreppamörkum, við land Torfastaða í Grafningi […] Landamerki: Norðan, úr Prestatanga við Sogið, bein lína í Hádegisholt, þaðan í Hádegisholtseggjar,
þaðan lína í Inghól. Sunnan: úr Miðmarkasteini á Hrútasteinatanga við Sogið, bein lína til fjalls, yfir Tannastaðadali í Inghólshæðir uppi á Ingólfsfjalli. Austan: Sogið.” Jörðin er sameiginleg eign Landverndar og Héraðsnefndar Árnesinga frá 1. febrúar 1973. Íbúðarhúsið er í útleigu en jörðin er ekki nýtt að öðru leyti.
1912: Tún 6.6 ha, þar af c.9/10 slétt. Garðar 1545 m2.

Ölfus

Alviðra.

“Bærinn stendur á sama stað og hefir staðið í manna minnum,” segir í örnefnaskrá. Bærinn í Alviðru er sýndur á túnakorti frá 1920, nánast í miðju túninu. Öll mannvirki sem eru sýnd á túnakortinu eru horfin.
Bæjarhóllinn er mikið raskaður vegna bygginga, samt er enn hægt að greina hluta hans á yfirborði til suðurs. Stafnar bæjarins snéru til suðausturs, heygarður var þar í brekku niður af holtinu sem bærinn er á. Allt umhverfis bæjarhólinn eru gróin tún. Þau eru komin í órækt og ekki slegin síðustu ár. Fyrir sunnan núverandi útihús er kálgarður, þar er enn rabarbari að hluta. Fyrir austan hólinn er bakgarður núverandi íbúðarhúss. Þar er mikið af trjám. Bæjarhóllinn er um 40×30 m að stærð og snýr suðaustur-norðvestur. Núverandi íbúðarhús er í austurhluta bæjarhólsins. Fyrir sunnan bæinn var kál- og heygarður samkvæmt túnakorti. Vesturhluti bæjarhólsins er undir úthúsum sem byggð voru um miðja 20. öld. Fyrir sunnan útihúsin sést móta fyrir kanti en mikill gróður var á svæðinu þegar skrásetjari var á ferðinni og hann illgreinilegur. Kanturinn og fjarar svo út til norðurs. Þar er malarplan og núverandi heimreið að bænum. Kálgarðurinn er sunnan við kantinn og ekki sýndur á túnakortinu. Hann er 29×9 m að stærð, L-laga og veggirnir eru 2 m á breidd. Þeir mjókka upp og eru algrónir. Aðrar hliðar kálgarðsins eru horfnar. Veggirnir eru 0,5-1,2 m á hæð. Það glittir í 1-2 umför af grjóti í botninum. Ekki er langt síðan ræktun var hætt í kálgarðinum.

Inghóll (legstaður)

Ölfus

Inghóll.

Í mörkum á milli Hvamms og Alviðru er hóll sem Inghóll heitir, hár hóll, sérkennilegur, jafn vaxinn. Er af sumum talinn 200 faðmar að ummáli við rætur. Hann er í laginu sem uppmokaður haugur, ólíkur öllum hólum og hæðum sem eru á Ingólfsfjalli. Það er hlaðin grjótvarða á kolli hans. Hann er gerður að mestu úr klöppum og urðargrjóti og ekki líklegt, að menn hafi hlaðið hann upp nema að litlu leyti,» segir í örnefnalýsingu.
1641-42: “Kveðið ex tempore yfi r haug Ingólfs landnámsmanns, að skipun biskups Brynjólfs, meðan hinir aðrir þénarar hlóðu vörðu yfi r haugnum: Stóð af steindu smíði/staður fornmanns hlaðinn/hlóðu af herrans boði/heiðiteikn yfi r leiði;/haugur var hár og fagur/hrundin saman á grundu,/en draugur simmur og magur/drundi björgum undir.” Stefán Ólafsson: Kvæði I, Kaupmannahöfn 1885, s. 73.
1703: “Þar fjallið er hæst, þó nokkuð norðar en á því miðju, er haugur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmanns, mældur við jarðveginn tvö hundruð faðmar í kring, nú graslaus með stórum hellum og mel, sums staðar mosa vaxinn. Haugurinn sést á allar síður á fjallinu nema að norðan. Magister Brynjólfur Sveinsson reið þangað eitt sinn norðan á fjallið að skoða hauginn, hvern hann lét mæla.” Halfdan Jónsson, Lýsing Ölfushrepps, SSÁ, 245.
Um 1750: “Udi Arness-Syssel imod Sydost paa Ingolfsfjeld ligger Ingolf den forste Landnamsmand begraven. Hans Hoj og Gravsted er hojt og stort, som klarligen kan sees af omrejsende Folk, so færdes om Olveset, eller og osterlig i Flooen.” Jón Ólafsson frá Grunnavík, Antiqvariske Annaler II, 185-86.
1821: “Ingholl eda Ingolfs Arnarsonar Haugur; kallast mikid stór griothóll sem stendur nockud vestar enn uppa midiu sokólludu Ingolfsfi alli; og er þess hærsti toppur. Vic: lógmadur E. Olafsson, hefr i hans R[ejse]besk[rivelse] sídara parti p:849 skrifad umm þessa Holls stærd. Líkur eru a því; eptir þvi sem su annars mistriggilega Ármans Saga ummgietur; ad Jngolfur Arnarson, sem bio a Reikium i Ólvesi; gamall og blindur þegar Armann kom ut hingad – hafi utvalid sér Legstad i þessum efsta toppi Jngolfsfi alls sem Sionar holi; hvadann hann gat yferlitid allt Olvesid og miklu fl eiri Hieród; umm Jngolf Singur Egiert i Mánamali – “nemur hatt vid Ský haugnuandi – … Sógusógn almuga umm Jngolf er su ad hann hafi latid þræla sina tvo sem nefndust Kagi og Kallbakur og þionustu Stulku sem nefndist Ýma bera giersemar sínar og fi armuni skómmu fyrir sitt andlat uppi Jnghól og grafa þær þar inni. – hafi sidann drepid óll þessi hiu so þau ecki giætu fra sagt ecki er ad óllu olíkleg sagann; þvi Órnefni ber Jngolfsfi all eptir þessumm Hiuumm, þarsem Jngolfur Hefdi att ad fyrirkoma þeim t d Jmu Skard, Kaga Gil og Kallbakur.“ FF I, 223-24.
1840: “Uppi á norðanverðu fjalli þessu er hóll, er kallast Inghóll, og er það almæli, að þar sé heygður Ingólfur landnámsmaður, er fjallið dregur nafn af. Hóllinn er ei mjög stór ummáls og ei merkilegur, ei heldur auðsén á honum mannaverk.” SSÁ, 195.

Ölfus

Inghóll.

1873: “Á miðri langri bungu háfjallsins er hóll, – sjáanlegur frá öllum hliðum fjallsins nema að norðan – alveg eins og fornmannshaugur að lögun og einnig stærð að því er virðist; tilsýndar er útlitslíking furðulega mikil; hóllinn nefnist Inghóll. Segir almenn sögn að þar sé heygður Ingólfur fyrsti landnámsmaður Íslands. Sögnin er allgömul, Þórðarbók – og eitthvað svipað virðist gefið í skyn í Hauksbók – bætir viðtexta Landnámu (45) um Ingólf: “Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá”, orðunum “þar sem sumir menn segja að hann sé heygður”; … Auðvelt er að komast á fjallið að norðan og að hólnum, og er talið að þá megi sjá, að hann er aðeins gerður af klöpp, grjóti og möl, og öll gerð hans sýnir að hann er náttúrusmíð.”
1898: “Inghóll, eða eiginlega Ingólfshóll, heitir hóll sá á Ingólfsfjalli, sem almennt hefir verið álitinn haugur Ingólfs. Á hann að hafa sagt fyrir að jarða sig þar … bað eg Kolbein bónda Guðmundsson í Hlíð í Grafningi, sem eg vissi að hafði skoðað hólinn, að láta mig fá lýsingu á honum, og gjörði hann það góðfúlsega. Svo segir í bréfi hans: “Hóllinn er sporöskjumyndaður, flatur að ofan og liggur í norður og suður. Hann er um 55 fet á lengd og 35 fet á breidd að ofan. Á hæð er hann um 40 fet. Alstaðar hallar því nær jafnt út af honum. Mannaverk verða engin séð á hólnum nema varða á suðurenda hans, og virðist mér undirstaðan mjög forn. Efnið í hólnum er mest smágrjót, mosavaxið, þó er norðan í honum stórgrýti nokkuð. Aðeins á litlum bletti uppá honum gengur járn nokkuð til muna í hann (um 1 ½ al. þar sem ég komst dýpst). Það var norðan til á honum miðjum, og þar var mosalaust. Hvergi gat ég séð merki þess, að grafið hefði verið í hann. – Inghóll liggur hér um bil á miðju Ingólfsfjalli, og enginn hóll honum líkur að lögun er þar nálægt. Í hólum umhverfi s hann er tómt blásið stórgrýti og klappir. Alt fyrir það er Inghóll auðsjáanlega verk náttúrunnar.” Nú hefir mér sjálfum auðnast að koma upp á fjallið og sjá hólinn. Heg eg mjög litlu við lýsingu Kolbeins að bæta. Það er víst að hóllinn er verk náttúrunnar. … En varðan á hólnum er mannaverk, sem ef til vill hefir í fyrstu átt að vera minnisvarði Ingólfs – öllu fremur en leiði hans? – Hún er ferskeitt, nál. 1 fðm. á hvern veg, en nú er hún ekki hærri en manni undir hönd. Auðséð er, að hún hefir hrunið ofan til og hrapað til norðurs, en lausagrjót er þó ekkert utan með henni.
Er því líkast að hún hafi fallið ofan í sjálfa sig, og hefir hún þá verið hol innan. Grjótið í henni er fremur stórt. Um vörðu þessa mun séra Stefán Ólafsson hafa kveðið vísuna: “Stóð af steindu smíði”, og hefir hann þá álitið hana leiði Ingólfs. Nú er hún landamerkjavarða.” Brynjúlfur Jónsson 1899, 14-15. Varða er rúmum 5,8 km norðaustan við bæ, á Ingólfsfjalli og 3,5 km norðan við Þórustaðanámu, nálægt norður enda fjallsins. Varðan er upp á Inghól og rafmagnsgirðing liggur meðfram hólnum austanverðum.
Útsýni er til allra átta. “Styrmir fróði, sem var uppi á 12. öld, segir, að sumir menn segi, að Ingólfur hafi verið heygður í Inghól. Brynjólfur biskup í Skálholti fór upp á Inghól með menn með sér. Þar með Stefán Ólafsson skáld í Vallanesi. Hann orti vísu uppi á hólnum, sem er svona:
Stóðu að steindu smíði,
staður fornmanns hlaðinn,
hlóðu að herrans boði
heiða teikn yfir leiði.
Haugur var hár og fagur
hrundin saman á grundu.
Draugur dimmur og magur
drundi í björgum undir.
Einar Arnórsson prófessor heldur því fram, að lærðir menn hafi , allt fram á 17. öld, trúað því, að Ingólfur hafi verið heygður í Inghól. Aldrei hefur annar staður verið nefndur legstaður hans. Er því allt, sem bendir til þess að þar hafi hann verið heygður. Því hafi veirðum annan stað að ræða, hefðu þær sagnir að sjálfsögðu getað geymzt, þar sem var um frægasta landnámsmann Íslands að ræða. Bendir því allt til þess, að Ingólfur hafi verið heygður í hólnum.” Einnig skráður í landi Hvamms. Hóllinn er líklega hæsti punkturinn á Ingólfsfjalli. Hann er að miklu leiti ógróinn og steinarnir í honum eru mjög stórir. Inn á milli steinanna vex gráleitur mosi. Varðan er 1,5×1,5 m að stærð og fremur hringlaga. Hún er 0,7 m á hæð og sjást 4-5 umför af grjóti. Varðan er ekki vandlega hlaðin og virðist grjótið vera að lagt þar að handahófi í hrúgu en ekki hlaðið upp. Steinarnir í vörðunni eru ekki mosagrónir og greinilegt er að eintthvað hefur verið bætt í hana á seinni tímum. Það þarf því ekki að vera að hún sé gömul.

Tannastaðir (býli)

Ölfus

Tannastaðir.

“Jarðardýrleiki x og so tíundast á fjórum tíundum.” JÁM II, 390. 1847: 10 hdr, bændaeign. JJ, 74.
1520: „Andrés Andrésson selr Sæmundi Eiríkssyni jörðina Tannastaði í Ölvesi fyrir tiu hundruð i lausafé.“ DI VIII, 548.
“Landamerki: Úr Hrútasteinstanga við Sogið, til vesturs í Miðmarkastein, þaðan bein lína til fjalls yfir Tannastaðadali í Ingólfshæðir. Sogið og Ölfusá að austan. Vestan (sunnan): Úr Einbúa við Ölfusá bein lína um Grákollu upp í Sandhæð, uppi á Ingólfsfjalli. Þaðan í Alviðruland í Ingólfshæðum.” Ö-Tannastaðir, 1. Ekki er föst ábúð á Tannastöðum lengur og jörðin í eigu nokkurra aðila, íbúðarhúsið er leigt út og landið er nýtt til beitar að hluta.
1917: Tún 4.6 ha, allt slétt. Garðar 905 m2. “Kaldakinn. Snögglend brún, sunnan við Dimmutó og náði túnið ekki lengra 1836.” Ö-Tannastaðir, 2.

Ölfus

Tannastaðir 1930.

“Bærinn hefur staðið á sama stað og nú er,” segir í örnefnaskrá Tannastaða. Samkvæmt túnakorti frá 1920 var bærinn í miðju túninu og auk bæjarhúsanna var þar martjurtagarður og heyhlaða. Hluti af gamla bænum er enn varðveittur og enn er búið í íbúðarhúsinu. Enn eru uppistandandi sex hús. Syðsta húsið er skemma sem byggð var árið 1924. Við hliðina á skemmunni er íbúðarhús með tveimur burstum og var það byggt árið 1939. Norðan við íbúðarhúsið og sambyggt því er stór hlaða sem byggð var árið 1927. Nyrst eru svo fjós og annað geymsluhús. Fast sunnan við bæjarhúsin eru tóftir af eldri útihúsum og kálgarði sem eru 80 m frá þjóðveginum. Þétt austan við bæjartóftirnar og kálgarðana er braggi og geymsluhús, þar liggur heimreið til vesturs frá Biskupstungnabraut og beygir svo til norðurs í átt að bænum. Lítill olíutankur liggur nyrst í útihúsatóftunum, nálægt geymslunni.

Ártalssteinn (áletrun)

Ölfus

Letursteinn – 1893.

Í örnefnalýsingu segir: «Ártalssteinn. Stór steinn í túngarðinum ofan (vestan) Gerðisins. Á hann er letrað 3/10 1893. Mun vera með stærstu hleðslusteinum, sem sjást.” Steinninn er tæpum 130 m suðvestan við bæ og rúmlega 15 m austan við háspennulínu, sem liggur vestan við heimatúnið. Steininn er hluti af suðvesturhluta túngarðs.
Ártalssteinninn er í óræktuðu túni, sem hallar aflíðandi til austurs. Ártalssteinninn er 1 m á hæð og 2 m á lengd. Sjálfur steinninn er áberandi stærri en aðrir hleðslusteinar túngarðs á svæðinu. Áletrunin 3/10 1898 er meitluð fyrir miðju steinsins og er hún 0,3 m á hæð og 0,4 m á lengd. Hún ristir djúpt og sést vel úr fjarska. Að sögn Jóns H. Gíslasonar, heimildamanns, meitlaði bróðir Þórðar Sigurðssonar áletrunina á síðari hluta 19. aldar.

Réttarbjarg (rétt)

Ölfus

Réttarbjarg.

Í örnefnaskrá Tannastaða segir: «Réttarbjarg. Stór steinn í túngarðinum vestur af bænum, þar er fjárrétt. «Þar var áður hrútakofi Jóns Guðmundssonar.”” Rúmum 100 metrum vestan við bæ og upp við túngarð er fjárrétt. Skammt austan við réttina í túninu liggja rafmangslínur frá suðri til norðurs yfir túnið. Stór steinn er innan réttarinnar.
Á þessum slóðum er grasivaxið og óslegið tún sem liggur við rætur fjallsins. Réttin er 14×9,5 m að stærð og snýr norður-suður. Opið er til suðurs, í suðausturhorni. Hún er einföld og 12×7,5 m að innanmáli. Hleðsluhæð veggja er 1-1,2 m. Réttin er grjóthlaðin og það sjást 4-5 umför af steinum í veggjum hennar. Steinn með áletruninni 1888 er í suðvesturhorni réttarinnar, í henni innanverðri. Réttin er nokkuð vel varðveitt og stendur enn að mestu leyti. Smávegis hrun hefur fallið inn í réttina úr austurvegg, alveg við opið. Innan í réttinni er nú geymd gömul rakstrarvél. Vesturveggurinn, sá sem liggur upp í fjallshlíðina, gengur lengur til suðurs en hinir veggir og virðist vera hlaðinn upp í grjótskriðu. Túngarðurinn stendur svo 2 metrum vestar, hærra uppi en réttin og virðist því sem túngarðurinn sé tvöfaldur á þessu svæði.

Gvendarbrunnur (þjóðsaga/vatnsból)

Ölfus

Gvendarbrunnur.

“Gvendarbrunnur: Er lítil lækjarsytra, sem kemur upp við gamla veginn fyrir norðan Ytri-Hákon.
Munnmæli herma, að Guðmundur Arason góði hafi vígt þennan læk, þegar hann var á ferðum sínum,” segir í örnefnaskrá. Gvendarbrunnur er 400 m sunnan við Grænutóftir og tæpum 820 m sunnan við bæ. Lækurinn rennur undan brekkurótum Ingólfsfjalls, skammt vestan við Biskupstungnabraut. Lækurinn er kominn í vélgrafinn skurð vestan þjóðvegarins.
Skriða er í fjallinu, Gvendarbrunnur kemur upp undan henni. Lækurinn rennur til austurs, á milli stórra, stakstæðra bjarga í mýrlendi. Hann er 1 m á breidd og vatnslítill.

Laugarbakkar (býli)

Ölfus

Laugarbakkar.

“Annað býli af sömu jörðu [og Fjall]. Dýrleiki þess er kallað vi lxxx álnior og sotíundast.” JÁM II, 392.
1847: 10 hdr, bændaeign. JJ, 74. “Landamerki I: Gagnvart Tannastöðum úr þúfuá Einbúa, er stendur niður við Ölfusá, sem hann er hæstur, beina línu í stein sem nefnist Grákollur neðri, og beina línu á Ingólfsfjallsbrún; úr vörðunni beina línu í vörðu, sem er á melhrygg á miðju Ingólfsfjalli, sem er hornmark. II: Gagnvart Helli úr áðurnefndri vörðu á melhrygg, beina línu í vörðu, sem stendur á vesturgilklofningsbrún á Brennu[dals]gili; þaðan niður Brennidalsgil í vörðu á Fjallstóttum beina línu í Mígandaþúfu; úr Mígandaþúfu til Ölfusár.”
“Bærinn var færður norður á syðri bakka Laugalækjar um og eftir 1930. […] Bæjarhóll. Hóll í túninu fyrir sunnan bæinn. Þar stóðu lambhúsin, mjólkurkofinn og smiðjan,” segir í örnefnaskrá. Bæjarhóllinn er rúmum 350 m sunnan við núverandi bæjarstæði og 50-60 m vestan við Ölfusá. Lítill tangi eða nes skagar út í ánna fyrir austan bæjarhólinn og ekki hætta á að áin fl æði hér yfi r. Sandhóll er fast vestan við bæjarhólinn, á milli bæjarins og árinnar. Smá lægð er á milli hólanna. Ekki er ljóst hvernig stafnar bæjarins snéru en traðir/leið 025 lá fast vestan við heimatúnið sem bendir til þess að stafnar hafi mögulega snúið til suðurs. Við plægingu hafa komið upp hellur, hleðslugrjót og fleiri mannvistarleifar. Slétt, ræktað tún er allt umhverfi s hólinn. Það er slegið og nýtt til beitar.
Bæjarhóllinn er 75×30 m að stærð og snýr norður-suður. Hann er grasivaxinn, sléttur og þar eru ekki mannvirki að sjá á yfirborði. Bærinn sjálfur var á suðurhluta hólsins þegar túnakortið var gert árið 1920 og útihús á nyrðri hlutanum. Traðir 025 lágu að bænum að suðvestan en þær sjást ekki. Bæjarhóllinn er ekki reglulegur í laginu og helst líkist hann tölustafnum átta, tveir hólar með lágu hafti í miðjunni.
Uppi á hólunum eru lautir án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir nákvæmu lagi mannvirkja. Hóllinn er 0,3-1 m á hæð, hæstur til vesturs og norðurs. Sléttun hefur raskað hólnum mikið og erfi tt að greina uppsöfnuð mannvistarlög frá náttúrulegum hólum.

Fjall (býli)

Ölfus

Fjall.

„Hjer segja menn kirkja muni að fornu verið hafa, en enginn minnst að tíðir hafi hjer verið fluttar. Jarðardýrleiki XXX hdr og svo tíundast fjórum tíunudm. (…) NB. Þessi jörð er afdeild í fjögur býli, sem eru sundurgreindir fjórir bæir. Þeir heita so: Fjall. Þetta býli stendur í aðalstæði jarðarinnar og heldur því forna nafninu. Dýrleiki þessa partsins er talinn og tíundaður 6 hdr.“ JÁM II, 391.
Landnáma: “Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá.” ÍF, 45.
Þuríður Grímkelsdóttir “fæddist upp með þeim manni, er Sigurður múli hét; hann bjó undir Felli” Harðar saga, ÍF XIII, 4 sbr. 5 (Fjalli) og 35.
1397: “Kirkiann j Fjalli a tuær kluckur ad kirkiunni a Strond.“ DI IV,101. 1524: „selur Ögmundur biskup Snæbirni Gíslasyni hálft Fjall“. DI IX, 258.
Erlingur Gíslason átti Fjall í Ölfusi, Þorsteinn yngri son hans bjó þar og átti Halldóru Pálsdóttur, Eyjólfssonar frá Hjalla og Ásdísar Pálsdóttur, systur Ögmundar biskups – Bsk II, 298.

Ölfus

Fjall – minjar.

1604: Eydís Helgadóttir, móðursystir Odds biskups, var í Fjalli 1604 og átti Jón Ásgrímsson er þar bjó fyrst en varð eftir það bryti í Skálholti – Bsk II, 661. Á öðrum stað er þó sagt að Jón Ásgrímsson hafi fyrst verið bryti í Skálholti en síðar verið ráðsmaður fyrir Fjalls búi – Bsk II, 675.
“Bærinn hefi r staðið fram á átjándu öld. Eftir að hann lagðist í eyði, lagðist landið til Hellis og Laugarbakka, svo að nú eru landamerki þeirra jarða um Fjallstún. Af JÁM sést að þá hefir heimajörðin Fjall verið komin í niðurlægingu, er jarðabókin var samin. Munu því mest hafa valdið skriðurennsli á túnið. Túnstæðið hefir upphafl ega verið uppgróin skriðubunga, mynduð af gili, sem þar er uppundan í fjallinu. Það heitir Branddalsgil, og hefir nafn af lítilli dalkvos er Branddalur heitir, sem þar er uppi í gilinu, en sjest ekki fyrr en að er komið. Branddalur er enn grasi vaxinn; annars er gilið, og hlíðin öll, nú eintóm skriða. Er líklegt að nafnið sé dregið af kolabröndum og að þar hafi verið kol brennd meðan fjallshlíðin var skógi vaxin … enn heldur [gilið] áfram að hækka bunguna smátt og smátt; enda er hún nú að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún. Á henni eru rústir bæjarins. … Hefir hjer verið gott til heyafla og tún eigi alllítið meðan bungan var í friði fyrir skriðum.

Ölfus

Fjall – tóftir.

Líklegra er, að þær hafi valdið eyðileggingunni smátt og smátt heldur en allt í einu; en auðvitað er, að loksins hefir eitt skriðuhlaup riðið baggamuninn.” Brynjúlfur Jónsson. 1897, bls. 18-19.
„Fjallstún. Skriðurunnin hæð; leifar af túni bæjarins Fjalls. Fjallstóftir. Gömul tóftarbrot austanvert í Fjallstúni, skammt fyrir ofan veginn. Þar hefur verið mikill bær í fornum stíl og búið málmsmiður,” segir í örnefnaskrá Laugarbakka. Í örnefnalýsingu Hellis og Fossness segir: „Austur merki Hellis eru við Fjall og segir í örnefnaskrá: “Landamerki: Að austanverðu er varða á Fjallstóftum.”
Varðan er horfin.
Brynjúlfur Jónsson, fræðimaður frá Minna-Núpi, kannaði rústirnar og ritaði um niðurstöður sínar í Árbók fornleifafélagsins 1897. Þar segir hann að á grasflöt þeirri, sem heitir Fjallstún, séu rústir bæjarins, og sjái allvel fyrir bæjarrústinni. Bærinn hafi snúið framhliðinni móti suðaustri. Þó virðist hún í fljótu áliti, þegar litið sé á rústina alla, að hún snúi á móti suðri. Það komi til að því, að byggingar hafi verið fram á hlaðinu, sem að austan til gangi lengst fram og myndist þar eins og lítil hólbrekka af gamalli hleðslu. Jafnframt segir Brynjúlfur: “Bæjartóftin snýr hliðinni fram, og er framhúsið nálægt 10 faðma langt frá norðaustri til suðvesturs. Dyr eru á framhliðinni vestan til miðri. Beint inn af þeim er inngangur í bakhús, er liggur samhliða hinu, og eru dyrnar á miðri framhlið þess. Það er rúmlega 3 faðma langt. Er sýnilegt að það hafi upp á síðkastið verið baðstofan en hitt framhýsi.” Við hvorn enda bæjartóftarinnar var sín hvor tóftin og snéru dyrum fram á hlaðið, og taldi hann það geta hafa verið skemma og smiðja.
Vegurinn hefur legið um hlaðið og hefur svo haldizt eftir að bærinn lagðist í eyði, og voru þar uppgrónar götur. En nú sagði hann veginn liggja bak við rústirnar. Brynjúlfur hafði sagnir af því, að bænhús hafi verið í Fjalli og hafði eftir Jóni bónda Árnasyni í Alviðru, sem var “fróður maður og vel að sér”. Taldi hann það hafa staðið frammi á hlaðinu fyrir framan veginn, en “hafi það verið austast og fremst, sem mér þykir liggja næst að ætla, þá hefir annað hús verið vestar á hlaðinu.” Við báða enda bakhússins virðist Brynjúlfi vera autt svæði, sem svara myndi rými fyrir dálítið hús. Var þetta svæði innlokað að garði fyrir allri bakhlið bæjarins og myndaði þar “húsagarð”. Þar sem Fjall stóð forðum, eru nú vallgrónar rústir fast við þjóðveginn ofanverðan, og voru þær friðlýstar 1927. Hefur þeim þó verið raskað, þegar nýi vegurinn var lagður með fjallinu.” Brynjúlfur teiknaði minjarnar sem hann sá og birti aftast í Árbókinni.

Ölfus

Fjall – minjar.

Í bókinni Saga Selfoss er fjallað um Fjall. Þar segir: „Austurmörk Hellis eru um Fjallstóftir, sem síðar voru nefnd Fjallstún. Þar eru rústir eyðibýlisins Fjalls, alveg við þjóðveginn. […] Meðan stórbýli var í Fjalli fyrrum hefur þar verið gott undir bú og tún eigi alllítil. En skriðurennsli úr Brennudalsgili spillti túnum smám saman og síðast er líklegt, að eitt skriðuhlaup hafi riðið baggamuninn og gert túnið að grjóturð og brotið bæinn. Hann stóð þó fram á 18. öld. Þórður hinn fróði Sigurðsson, sem er fæddur á næsta bæ, Tannastöðum, árið 1864 , og bjó þar langa æfi, lýsti rústum bæjarins 1931: “Ein tóft sést ennþá greinilega fyrir neðan veginn, en uppi á hátúninu sá ég glöggt fyrir fimm húsatóftum, hverjum við aðra, þegar ég var unglingur, en nú eru þær allar komnar undir skriðu fyrir nokkru. Líka tók ég þá eftir niðursignu túngarðsbroti vestur við mýrarvikið, sem nær lengst upp að fjallinu.”” Minjarnar eru friðlýstar. Í skránni segir: “1. Leifar eyðibýlisins Fjalls, sunnan undir suðausturhorni Ingólfsfjalls.
Sbr. Árb. 1897: 18-19. […] . Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.” Friðlýsingarskilti er á bæjarhólnum en er mjög máð. Bæjarhóllinn sést ennþá en honum var raskað ennfrekar við vegagerð á 20. öld. Ekið er um hlað bæjarins eftir Biskupstungabraut og tóftin sem var „neðan“ vegarins þar undir að öllum líkindum. Vegurinn liggur þvert yfi r bæjarhólinn og vírgirðing þvert vestan hans.
Hægt er að greina hólinn sem allháa þúst í landinu en erfitt er að greina mismunandi byggingarþætti.
Skriður úr Brennudalsgili fara austan og vestan við gamla heimatúnið og nærri bænum. Bæjarhóllinn er greinilegur en tóftir hlaupnar í þúfur svo ekki hægt að greina nákvæmt lag þeirra.
Bæjarhóllinn er 63×28 m að stærð, 0,3-0,8 m á hæð og snýr norðaustur-suðvestur. Hann er grasivaxinn og vegstæðið hefur raskað austastahluta hólsins. Eins og fyrr segir þá liggur núverandi þjóðvegur um bæjarhlaðið og minjum sem Brynjúlfur lýsir „fyrir neðan veginn“ eru horfnar.

Fjallskirkja (kirkja)
“Fjallstóftir. Gömul tóftarbrot austanvert í Fjallstúni, skammt fyrir ofan veginn. Þar hefur verið mikill bær í fornum stíl og búið málmsmiður. Þar var kirkja, og liggur vegurinn um kirkjugarðinn,” segir í örnefnalýsingu Laugarbakka. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1706 segir: “Hjer segja menn kirkja muni að fornu verið hafa, en enginn minnist að tíðir hafi hjer verið fluttar.” Eina ritheimildin sem gæti bent til kirkju á Fjalli er máldagi Strandarkirkju í Selvogi frá 1397 en þar segir: “Kirkiann j Fjalli a tuær kluckur ad kirkiunni a Strond.” Í grein sinni um Fjall í Ölfusi í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1897 segir Brynjúlfur Jónsson: “Sögn er, að bænahús hafi verið í Fjalli; svo sagði mjer Jón bóndi Árnason í Alviðru, fróður maður og vel að sjer. Hefi r þá bænahúsið án efa verið fram á hlaðinu, en hafi það verið austast og fremst, – sem mjer þykir liggja næst að ætla, – þá hefir annað hús verið vestar á hlaðinu.” Friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927 (sem kvöð á landi Hellis) samkvæmt friðlýsingarskrá. Þar segir: “1. Leifar eyðibýlisins Fjalls, sunnan undir suðausturhorni Ingólfsfjalls. Sbr. Árb. 1897: 18-19.
”Ekki er vitað með vissu hvar kirkjan var staðsett, en líklega var hún á bæjarhólnum, austan við bæ. Brynjólfur gerði uppdrátt af minjum í Fjalli og birti í grein sinni árið 1897. Allt eins er líklegt að kirkjan hafi farið undir Biskupstungnabraut 35, skammt suðaustar en hnit var tekið. Þar voru minjar samkvæmt teikningunni. Kirkjan er rúmlega 50 m austan við bæ og um 75 m suðvestan við útihús.
Minjastaðurinn er í aflíðandi brekku. Sé horft til austurs er mýrlendi allsráðandi en til norðvesturs, við rætur Ingólfsfjalls, er yfirgefin malarnáma.
Ekki er vitað hvar kirkjan var staðsett. Af lýsingum ritheimilda að dæma þá hefur kirkjan að öllum líkindum staðið þar sem nú (2016) er Biskupstungnabraut. Ummerki kirkjunnar hafa líklega farið undir veginn við vegagerð á 20. öld. Þó er ekki loku fyrir það skotið að mannvistaleifar séu undir jörðu.

Saumakonuhellir (þjóðsaga)

Ölfus

Saumakonuhellir.

“Saumakonuhellir. Hellir í Fjallsklettum, ofan við þar sem Fjallslækur kemur upp. Sagt er, að kona sú, sem barnið ól hjá Sængurkonusteini, hafi hitt þar tvær stúlkur í hellinum, sem voru að sauma. Þær leyfðu henni ekki að koma í bæinn, en allt annað Fjallsfólk var við kirkju í Arnarbæli,” segir í örnefnalýsingu Laugarbakka. Saumakonuhellir var rúma 270 m norðaustan við bæ 001 og 100 m VNV við sumarbústað sem er við Biskupstungnabraut. Hellirinn er staðsettur í skriðunni, ofan við Fjallslæk. Í skýrslunni Fornleifaskráning í Áborg I segir; “Þetta er ekki hellir í þeim skilningi heldur meira skjól myndað úr þremur vel grónum klettu. Sá sem er í miðjunni er stærstu og hvílir á hinum. Nokkup stórt bjarg hjálpar til við skjólmyndunina og er beint á móti hinum. Vel gróin dæld er á milli.”
Fjallsklettar eru skriða, aðallega stór björg og steinar, sem féllu hér niður Ingólfsfjall. Sumir steinarnir eru 3-4 m á hæð. Skriðan er nokkuð gróin og þetta svæði er nýtt til beitar.
Eini staðurinn sem kemur til greina sem Saumakonuhellir er smá gjóta sem þrír, stórir steinar mynda. Gjótan er opin í báða enda og ekki hægt að fara þar inn með góðu. Þessi steinar eru nánast í miðju Fjallskletta, ofarlega. Skútinn er mest 2 m á hæð og 4×2 m að stærð.

Árbær (býli)
“Jarðdýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum.” JÁM II, 393. „34 hdr, bændaeign.“ JJ, 74.
1397: LXXX. Arbær. Kirkia ad Arbæ a .iiij. kyr. Jnnan sig kluckur .iiij. Mariuskriptter tuær. krossar .ij. kiertistika med kopar. paxspialld. Sacrarium. mvnnlaug. portio Ecclesiæ vmm næstu .x. är .xvij. aurar oc iij. Alnar.” DI IV, 92
1502: Stefán Skálholtsbiskup selur Þorvarði Erlendssyni lögmanni Árbæ. DI VII, 622-23.
1546: Erlendur lögmaður Þorvarðarson seldi Gizuri biskupi jarðir og þar á meðal Árbæ. DI XI, 479-480. “Landamerki. Ölfusá að sunnan. Vestan: úr Svörtubökkum við Ölfusá og til Ingólfsfjalls. Austan: úr Markakletti við Ölfusána og til Ingólfsfjalls. (Meiri upplýsingar gáfu heimildarmenn ekki).” Ö-Árbær, 1.
1917: ´Tun 8.3 ha, þar af c. 3/4 slétt. Garðar 2176 m2.

Þórustaðir (býli)

Ölfus

Þórustaðir – kort.

“Jarðardýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum.” JÁM II, 394. „30 hdr, bændaeign.“ JJ, 74.
1546: „Erlendr lögmadr Þorvarðsson gefr í vald Gizurar biskups jarðirnar Árbæ, Þórisstaði og Fossnes í Ölvisi, svo og rekann á Skeiði fyrir Hraunslandi. Af bréfi Gissurar til Erlends 6. desember 1547 kemur fram að um er að ræða Þórisstaði í Hjallasókn“ DI XI, 472. Það bendir til þess að þessi bær hafi þegar verið til þá.
“Landamerki: Úr Graflækjum (Giljum, Flugugili og Engjagili) við Ölfusá stutt fyrir austan ferjustaðinn á Kotferju. […] Úr þessum giljum bein lína í stórann múla austan við Þunnubrekkur. Þessi eru mörk á milli Hvols og Þórustaða, fleiri upplýsingar voru ekki fyrir hendi.” Ö-Þórustaðir, 1.
Þórustaðir skiptast a.m.k. tvö lögbýli í dag. Eitt er Garðyrkjustöðin Kjarr ásamt hrossarækt en á hinum hlutanum er rekið svínabú. Einnig er starfrækt kjúklingabú á syðsta hluta jarðarinnar.
1917: Tún 3 ha, þar af c. 5/6 slétt. Garðar 1456 m2.
“Bærinn stóð í miðju túni og sneri þiljum til suðurs,” segir í örnefnalýsingu. Ekki er vitað með vissu hvar bærinn sem sýndur er á túnakorti frá 1920 var, ekki fannst heimildamaður fyrir jörðina nema að hluta.
Sé tekið mið af fyrirliggjandi gögnum var bærinn líklega vestan og norðvestur af núverandi íbúðarhúsi eða nánast á sama stað. Íbúðarhúsið er því á bæjarhólnum enn í dag. Bæjarhóllinn er mikið raskaður, á honum eru hús til suðurs, núverandi íbúðarhús til suðausturs og byggingar tilheyrandi svínabúi til suðvesturs og vesturs. Á milli mannvirkja á bæjarhólnum eru malbikuð plön, steyptir grunnar frá húsum sem hafa verið rifin og bakgarðar.
Engin ummerki um uppsöfnuð mannvistarlög sjást á yfirborði. Algjört þekkingarrof hefur orðið á Þórustöðum enda langt um liðið síðan föst ábúð var hér. Áður en jörðin var nýtt undir svínarækt og skipt upp í minni einingar voru ábúendaskipti tíð og fólk stoppaði stutt við. Síðustu áratugi hafa ábúendur
verið bústjórar svínabúsins.

Hvoll (býli)

Ölfus

Hvoll.

“Jarðardýrleiki er xx og tíundast þó jörðin öngvum.” JÁM II, 396. 1847, 20 hdr. JJ, 74. „Gömul jörð, 20 hundruð að fornu mati. […] Hvolshjáleiga er nefnd í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1706.“ Sunnlenskar byggðir III, 393.
Ekki er til túnakort af heimatúninu.
“Bæjarhóll. Lítill, gróinn hóll. Þar stóð bærinn áður,” segir í örnefnalýsingu Hvols a. “[…]. Bæjarhóll var þar sem Hvoll I er núna. Honum var rutt þegar nýja íbúðarhúsið var byggt, fyrir um það bil 35 árum,” segir í örnefnalýsingu. Bærinn var líklega fast vestan við íbúðarhús sem var reist árið 1963 á Hvoli þar sem bílastæði er nú (2016) og heimreið kemur að bænum. Ekki er til túnakort af jörðinni og þekkingarrof mikið. Það er því ekki hægt að staðsetja bæinn nánar en hér er gert. Einungis er hægt að geta þess að skv. herforingjaráðskorti frá 1908 lágu þjóðleiðir að bænum úr vestri og líklegt er að stafnar hafi snúið í þá átt. Á ljósmynd af bænum sem tekin er um 1980 og birt í Sunnlenskum byggðum III sést upphækkun fyrir norðan 20. aldar útihús. Þetta er suðvestan við íbúðarhúsið, ekki er ólíklegt að þetta sé uppmokstur vegna framkvæmda eða hluti af bæjarhólnum. Þessi hóll sést ekki lengur.
Á þessum slóðum er bílaplan, fjós og hestagerði núverandi íbúðarhúss jarðarinnar. Þessu til viðbótar er bakgarður umhverfi s húsið og greina má hávaxinn og ósamfelldan trjágróður á því svæði.
Samkvæmt Ólafi H. Einarssyni, heimildamanni, komu mannvistarleifar í ljós þegar bygging áföst íbúðarhúsinu var reist á fyrsta áratugi 21. aldar. Ekki er ólíklegt að það hafi verið hluti af bæjarhólnum.
Ekki er hægt að áætla stærð bæjarhólsins né hæð vegna jarðrasks.

Ámundarétt (rétt)

Ölfus

Ámundarétt.

“Ámundarétt. Stór klettur og hleðsla hjá skammt fyrir ofan veginn,” segir í örnefnaskrá. Ámundarétt er rúmum 1,6 km fyrir norðaustan bæ og rúmum 700 m suðaustan við stekk. Réttin er byggð upp við stakstætt bjarg, milli tveggja þjóðvega. Þjóðvegur sem gerður var 1908 er fast norðan við tóftina en vegur frá 20. öld er 20-30 m sunnar. Réttin sést lítið fyrr en að henni er komið. Í skýrslunni Skráning menningarminja í Ölfusi sem var gerð um 1980 segir: “Ámundarétt. Gömul hleðsla við stóran klett. Sagnir herma, að Ámundi þessi hafi verið veinn þar. Erlendur á Strönd í Selvogi hafi verið þar að verki.”
Réttin er í suðaustarlega, inn á milli kletta sem hafa fallið niður hlíðar Ingólfsfjalls. Ámundamúli er fast austan við réttina, á merkjum milli Hvols og Þórustaða. Brekkan er gróin.
Þjóðvegur er fast við réttina og raskar henni nokkuð. Kletturinn myndar suðurvegg réttarinnar, en að öðru leyti eru þeir grjóthlaðnir. Réttin er 21×14 m að stærð, einföld og snýr austur-vestur. Ekkert op sést inn í hana á yfirborði. Norðausturhluti hennar er raskaður, líklega vegna þjóðvegarins. Veggirnir eru gerðir úr stórum steinum og sést enn eitt umfar. Grjótið er tekið úr Klettabrekku. Veggirnir eru 0,2-0,3 m á hæð. Kletturinn er 3 m á hár og snarbrattur inni í réttinni, hann lækkar til suðurs.

Kögunarhóll/Knarrarhól (þjóðsaga/legstaður)

Ölfus

Kögunarhóll – Collingvood 1896.

Í bókinni Frásögur um fornaldarleifar frá 1821 segir: «… hier nærst ma teliast Knarar eda Kogunarholl, ad mestu allt umm kring grasivaxinn mikid stór holl sem stendur framann undir landsudurs horni a firrnefndu Jngolfs fi alli, inn i þennan hól er sagt ad Ingolfur hafi att ad lata Skip sitt.» Í Sýslu- og sóknarlýsingum Árnessýslu frá 1840 segir: «Í útsuður fyrir neðan fjallið stendur upphár, ávalur, graslaus hóll, aðeins laus við það, en nú nefnist Kögunarhóll, en að fornu var kallaður Knörhóll, og lætur alþýða sér um munn fara, að Ingólfur hafi þar í sett skip sitt.» Í bókinni Íslenskir sögustaðir frá 1873 segir: «keilu- eða toppmynduð hæð, Kögunarhóll, sem áður fyrr á að hafa heitið Knörrhóll, þar sem munnmæli segja, að Ingólfur hafi sett skip sitt.“
«Kögunarhóll. Strýtumyndaður hóll, sunnan vegar, lítið gróinn nema að vestan. Af hólnum er mjög gott útsýni til flestra átta. Sérstaklega hefur vel sézt til mannaferða um Ölfusið, eins og leiðir lágu, áður en gerðir vegir komu […] Þjóðsögur herma, að Ingólfs landnámsmanns sé heygður í hólnum og heiti hann Knarrarhóll. Engan hef ég heyrt bera sér það í munn sem lifandi örnefni.»
Kögunarhóll stendur suðvestan við Þjóðveg 1, ekki langt frá rótum Ingólfsfjalls og rúmum 940 m frá bæ. Hóllinn er áberandi og Þjóðvegur 1 liggur fast norðan hans. Hóllinn er stór og ekki mjög gróðursæll. Þar vex þó nokkurt gras en mikið er af berum malarsvæðum á honum, þá sérstaklega á toppi hólsins, þar sem gróðurþekja er mjög slitin.
Hóllinn er frekar hringlaga og mjög stór. Á toppi hans sést mjög vel til allra átta.

Hvolshjáleiga (býli)
“Hjáleiga hefur verið með jörðinni, en nú í auðn yfir 20 ár en bygðist þó fyrri ei lengur en um 10 ára tíma og var kölluð Hvolshiáleiga.” segir í örnefnalýsingu. Óvíst er hvar hjáleigan stóð og frekari þarf upplýsingar svo að hægt sé að staðsetja hana með innan við 50 m nákvæmni.

Kirkjuferja (býli)

Ölfus

Kirkjuferja.

“Jarðdýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum og hefur ei tíundast so lángt menn minnast” JÁM II 395. „42 hdr, bændaeign.“ JJ, 74.
1397: „LXXXI. Kirkiuferia. Ad Kirkiuferiu fylger fylger kyr oc ein ær. Hun a jnnan sig krossa .ij. crucifi xum j hvsi med vnderstodumm. paxspialld. kluckur .ij. alltarizklædi oc dvkur. nportio Ecclesiæ vmm .x. är næstu .ijc. fellur nidr .ij. merkur af portione firir vppgiord a kirkiunni“. DI IV, 92.
1544: „skylldi [sr. Jón Bjarnason] suara halfkyrkiunni a Kyrkiuferiu þeim iiij kugilldum sem eg atti ad suara.“ DI XI, 295.
1545: segir Gissur biskup í minnisgrein að ráð sé fyrir gert að Arnór Eyjólfsson skuli taka 4 kúgildi “sem nu uoru radstafalaus og fylgt hafa kirkiuferiu enn ec skal sialfur j suari uid kirkiuna vm þau kugilldi.” DI XI, 450.
1569: „16.9.1569 selur Vigfús Jónsson með samþykki Ólafs bróður síns Skálholtsdómkirkju Kirkjuferju, og var kaupahlutinn 30 hdr að dýrleika en kirkjuhlutinn 10 hdr og fylgdu jörðinni 8 málnytukúgildi.“ DI XV, 313.
“Landamerki: Úr Mókeldukjafti við Ölfusá lína til norðurs í Árnadys (sjá Auðsholt). Þaðan í hol norðan við Hvolsskyggni (Hvolsborg/[Ferjuborg?]). Þaðan lína til austurs í hornmark Hvols og Þórustaða. Þaðan lína til suðurs í Ölfusá, milli Kirkjuferju og Þórustaða. Þessi mörk eru ekki gildandi nú. Bræðrabýli hefur fengið drjúga landspildu af Hvolslandi.” Ö-Kirkjuferja, 1.
1917: Tún 5.5 ha, þar af c. 1/4 slétt. Garðar 960 m2.
“Tvíbýli var lengi á Kirkjuferju […] Bærinn á Kirkjuferju hefur staðið á sama stað og hann er nú,” segir í örnefnalýsingu. Bærinn er einnig sýndur á túnakorti frá 1920, nyrst í túninu. Komið er að bænum úr austurátt, ekið er framhjá Kirkjuhól, þá hesthúsum og svo að gamla íbúðarhúsinu. Yngra íbúðarhús er um 80 m vestar. Samkvæmt Guðmundi Baldurssyni, heimildamanni, hefur bærinn og útihúsin alltaf verið á þessu svæði, og þá um leið á bæjarhólnum.
Gamla íbúðarhúsið er á miðjum bæjarhólnum, í smá halla. Það ber meira á kjallara þess sunnan til, þar er bakgarður hússins. Norðan við húsið er bílastæði.
Bæjarhóllinn er um 60×30 m að stærð og snýr austur – vestur. Íbúðarhúsið er byggt 1956, er með niðurgröfnum kjallara og er í beinni línu við Kirkjuhól 002. Hesthúsin eru á austurhluta
bæjarhólsins en ekki er ljóst hvernig afmörkunin er til norðurs og vesturs. Þar eru bílaplön og gróin tún. Mikið af hríslum er við hesthúsið og upphækkun á landi eins og á bæjarhólnum. Eldri bærinn var nærri
íbúðarhúsinu og snéri stöfnum til suðurs. Ekki er hægt að áætla hæð bæjarhólsins vegna jarðrasks en hann er 1-2 m á hæð að sunnan.

Kirkjuferjukirkja (kirkja)

Ölfus

Kirkjuferjukirkja.

1397: LXXXI. Kirkiuferia. Ad Kirkiuferiu fylger fylger kyr oc ein ær. Hun a jnnan sig krossa .ij. crucifi xum j hvsi med vnderstodumm. paxspialld. kluckur .ij. alltarizklædi oc dvkur.nportio Ecclesiæ vmm .x. är næstu .ijc. fellur nidr .ij. merkur af portione fi rir vppgiord a kirkiunni; DI IV, 92. 1544 skylldi [sr. Jón Bjarnason] suara halfkyrkiunni a Kyrkiuferiu þeim iiij kugilldum sem eg atti ad suara – DI XI, 295. [1545] segir Gissur biskup í minnisgrein að ráð sé fyrir gert að Arnór Eyjólfsson skuli taka 4 kúgildi “sem nu uoru radstafalaus og fylgt hafa kirkiuferiu enn ec skal sialfur j suari uid kirkiuna vm þau kugilldi.” DI XI, 450. 16.9.1569 selur Vigfús Jónsson með samþykki Ólafs bróður síns Skálholtsdómkirkju Kirkjuferju, og var kaupahlutinn 30 hdr að dýrleika en kirkjuhlutinn 10 hdr og fylgdu jörðinni 8 málnytukúgildi – DI XV, 313. “So segja menn hjer jafi að fornu kirkja verið; sjást enn nú merki kirkjugarðs, og er þar nú tóftarstæði eftir, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn minnist hjer hafi tíðir verið fl uttar,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Í örnefnaskrá segir: “Kirkjuhóll. Hóll austur á túninu, sunnan vegar. Álagablettu: Blettur við hólinn, sem ekki mátti slá (sennilega tún huldufólksins, sem í hólnum bjó).” Kirkjuhóll er um 75 m norðaustan við bæ, austan við hesthús og gamla íbúðarhúsið. Hóllinn er sunnan megin við núverandi heimtröð sem liggur meðfram honum.
Svæðið er í mikilli notkun og áberandi ummerki eftir yfi rferð stórra vinnuvéla. Svæðið er afgirt og notað sem bithagi fyrir hesta. Fyrst var komið að Kirkjuferju árið 2004 í tengslum við skráningu á bænhúsum á Íslandi. Miklar breytingar hafa átt sér stað síðan, nú er Kirkjuhóll innan svæðis sem ekki er nýtt og þar er mikill gróður. Nýtt hús var byggt norðvestan við hesthúsið en raskaði ekki Kirkjuhól.
Það litla sem ennþá sést er líklega skemmt af umferð og gæti orsakað skrítið lag tóftarinnar. Það má sjá að eitthvað mannvirki var þarna er það er tiltölulega mikill ágangur svo erfitt reyndist að áætla skörp skil. Tóftin er 8×7 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Veggirnir eru 0,15 m á hæð og algrónir.

Álagablettur (álagablettur)

Ölfus

Kirkjuhóll.

“Álagablettur. Blettur við hólinn [Kirkjuhól], sem ekki mátti slá (sennilega tún huldufólksins, sem í hólnum bjó,” segir í örnefnalýsingu. Álagablettur er ekki við Kirkjuhóll að sögn Guðmundar Baldurssonar, heimildamanns, og það er villa í örnefnalýsingunni. Álagabletturinn er rúmum 90 m norðvestan við bæ og 50 m vestan við útihús. Þar er strýtumyndaður hóll og stuðlaberg syðst í honum. Ekki eru frekari sagnir tengdar þessum hól eða huldufólkinu sem í honum bjó. Hóllinn er 2-3 m á hæð og klettar syðst í honum. Þeir eru 2,5 m á hæð en aðrar hliðar eru grónar. Umhverfis hólinn er gróin brekka og hér og þar smá hólar og mishæðir. Vegslóði er fast norðaustan við hólinn.

Hjáleigutóft (býli)
“Hjáleigutóft. Tóftarbrot austan Kinnar,” segir í örnefnalýsingu. Hjáleigutóft var líklega nýtt frá Kirkjuferjuhjáleigu smbr. örnefnið. Tóftin var uppi á hæð, rúmum 260 m norðan við bæ. Þar er lítill hryggur og þar var Hjáleigutóft. Hólinn er nú beittur hestum og þar er tún. Þar er grasivaxið, óræktað svæði. Það er í aflíðandi halla til suðvesturs, niður holtið sem bæirnir eru á.
Engin ummerki um minjar sjást á yfi rborði.

Völukirkja/Kirkjuhóll (þjóðsaga/huldufólkssaga)

Ölfus

Völukirkja.

“Völukirkja. Strýtumyndaður hóll, að hluta úr stuðlabergi, með fuglaþúfu á. Kunn úr þjóðsögum sem álfakirkja. Guðjón hafði þá sögn eftir Birni bóndi, samkvæmt heimildum móður hans, Ingigerðar, að kona frá Kirkjuferju var á leið til kirkju að Arnarbæli. Átti hún leið fram hjá Völukirkju. Settist hún þar niður til að fara í sokkana. Hún hafði gengið berfætt yfi r mýrina og Rauðukeldu. Heyrði hún þá sungið inni í Völukirkjunni. Sálmaversið nam hún, og var það ekki í sálmabók hinnar íslenzku þjóðkirkju. „Hjá Völukirkju gengu menn ávallt með mestu virðingu við huldufólkið.” (Halldóra Jónsdóttir),” segir í örnefnaskrá. Völukirkja er tæpum 1,5 km vestan við bæ, rétt austan við landamerki við Auðsholts. Þetta land tilheyrir í dag Kirkjuferjuhjáleigu.
Völukirkja er syðst í holtaröð sem er á merkjum Kirkjuferju og Auðsholts. Þarna raðast nokkur stuðlabergsholt frá norðri til suðurs, Völukirkja er syðst og minnst. Hóllinn er um 30×15 m að stærð, brattur og áberandi. Austurhlið holtsins er með stuðlabergi en til vesturs er hún lægri og grónari. Hóllinn er 3-5 m á hæð.

Móra (þjóðsaga/draugur)

Ölfus

Móruhóll.

“Móra (Móruhóll). Hóll austur í Móru. Þar var draugur, og sumir veiktust, sem voru þar á ferð í myrkri,” segir í örnefnalýsingu. Móra er um 980 m norðvestan við bæ og tæpum 400 m norðan við rétt. Hóllinn er í norðvesturhorni jarðarinnar, milli Ferjukots (nýbýli) og Kirkjuferjuhjáleigu. Umhverfis Móru er mýrlendi og óræktuð tún. Hóllinn er á víðfeðmu svæði og sést víða að.
Móra er 4×2 m að stærð og 1,5 m á hæð. Hólinn snýr svo að segja austur-vestur og er strýtulaga, svo og heildargróðurþekja mikil. Gróður er fremur lágvaxinn og á vissum stöðum glittir í mosagróið bjarg og klappir. Einnig eru smáir moldarflagsblettir sjáanlegir á víð og dreif á hólnum.

Gilsbakki (býli)

Ölfus

Gilsbakki.

“Þurrabúð, sem stóð austan við Rásina, suðaustur af núverandi Hjáleigu. Í byggð í skamman tíma eftir síðustu aldamót,” segir í örnefnalýsingu. Býlið stóð um 440 m norðan við bæ, austan við núverandi heimreið. Þar er nokkur dæld í landslaginu þar sem girðingin liggur samsíða þjóðveginum og mætir honum. Þarna er nú óræktað grasivaxið svæði sem hallar til austurs. Það er nokkuð blautt og deiglent undir.
Minjarnar eru mjög grónar og vex þar hátt og mikið gras. Þar sést óljós veggur sem liggur austur-vestur.
Hann er um 4 m langur og beygir til suðurs þar sem örlítill og óljós veggur er varðveittur. Veggurinn er um 0,4 m á hæð. Dæld er í landslaginu þar sem býlið hefur staðið.

Kirkjuferjuhjáleiga (býli)

Ölfus

Kirkjuferjuhjáleiga.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir, líklega um Kirkjuferjuhjáleigu sé tekið mið af lýsingum af staðsetningu: „Önnur hjáleiga efst menn að hjer hafi verið til forna: líkindi eru þar til fornar tóftaleifar og garða, og er ómögulegt að hjer eftir að byggjast kunni nema til meins heimajörðinni. Liggur þetta byggingarlag utangarðs og má ei byggjast ábúendanum án skaða.“ JÁM II; 396.
Hjáleiga frá Kirkjuferju. “Þessi jörð hefur yfirleitt verið jafnstór aðaljörðinni, Kirkjuferju, og eru landkostir jarðanna svipaðir.” SB III, 391.
1917: Tún 2.9 ha, þar af c. 1/2 slétt. Garðar 352 m2.
Bærinn er merktur í norðvesturhluta heimatúnsins á túnakorti frá 1920. Þar er einnig sýndur kálgarður fast sunnan við bæinn. Í Sunnlenskum byggðum III segir: “[b]ærinn stóð áður sunnan í holtinu, en var færður upp á holtið 1940.” Í örnefnaskrá segir: “Gamla-Hjáleiga. Sýnilegar leifar af gamla bænum, áður en byggðin var færð norður fyrir túnið.” Bær 001 er tæpum 120 m sunnan við yngra bæjarstæðið og tæpum 20 m vestan við akveg að Kirkjuferju. Bæjarhóllinn sést vel þegar ekið að Kirkjuferju, uppi í holtinu. Bærinn er á sama holti og Kirkjuferja, um 270 m eru á milli bæjanna.
Bæjarhóllinn er ofarlega á náttúrulegum hól sem er hluti af ósléttuðu túni. Landið er algróið og smáþýft.
Til norðurs og vesturs er sléttað tún og það nýtt til hrossabeitar. Bæjarhóllinn er 32×20 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hann er nær óraskaður ef frá er talinn norðvesturhlutinn, hann er sléttaður vegna túnagerðar.

Kotströnd (býli)

Ölfus

Kotströnd.

“Jarðdýrleiki er óviss, því engin geldst hjer tíund af.” JÁM II, 404. „22 hdr, 1847.“ JJ, 75.
1917: Tún 3.8 ha, þar af c. 4/5 slétt. Garðar 1221 m2.
Bærinn stóð í miðju heimatúninu, uppi á lágu holti sem þar er. Það er víðsýnt til allra átta. Stafnar bæjarins snéru til suðurs en ekki virðist hafa verið sambyggður kálgarður þar. Það er mikið rask á þessu svæði og erfi tt að greina bæjarhólinn á holtinu. Miklar breytingar hafa einnig átt sér stað í túninu og allt landlagið breytt frá því áður var.
Þar sem bærinn stóð eru steinsteypt útihús frá 20. öld til norðurs, malarplan til suðurs frá þeim og vegslóði.
Núverandi íbúðarhús er fast vestan við bæjarhólinn. Hluti 20. aldar útihúsanna eyðilagðist í jarðskjálfta 2008 og voru rifin.
Ekki er hægt að áætla stærð bæjarhólsins vegna allra þeirra framkvæmda sem þarna hafa verið á síðustu öld. Núverandi íbúðarhús er grafið inn í suðvesturhorn holtsins, líklega rétt utan við bæjarhólinn. Sagnir eru þó um að þar hafi komið upp mannvist. Ekki er vitað hvort að mannvistarlög komu upp þegar útihúsin norðan við bæinn voru byggð á 20. öld og um leið líklega á bæjarhólnum. Uppmokstur úr þeim framkvæmdum var settur í tjörn sem var austarlega í heimatúninu, fast sunnan við kirkjugarðinn. Það er að öllum líkindum búið að grafa stóran hluta bæjarhólsins í burtu og þá um leið mannvistarlög þrátt fyrir að þekkingin um þau hafi ekki varðveist. Fyrir sunnan bæjarhólinn er gróið svæði sem nýtt er til beitar. Heimildamaðurinn var ekki viss hvar nákvæmlega á bæjarhólnum bærinn stóð, hann gæti hafa verið skammt austar en þar er mun minna jarðrask.

Kotstrandarkirkja (kirkja)

Ölfus

Kotstrandarkirkja.

“Kirkjutún, sléttur túnblettur sunnan undir kirkjugarðinum, sem nú er orðinn grafreitur,” segir í örefnalýsingu.
Í Sunnlenskum byggðum III segir: “Kirkjan var byggð sumarið 1909 og vígð 14. nóv. Um haustið. […] Yfi rsmiður var Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu (faðir Guðjóns húsameistara). Kirkjuhúsið úr timbri, járnklætt, 85 m2 að fl atarmáli. […] Gtafreiturinn var tekinn í notkun um sama leyti og kirkjan. Nokkru síðar var hann afgirtur með grjótgarði. Efnis í þá girðingu var hægt að afla með vinnu sem kostaði þá ekki beina peninga. Grjótið var flutt á vögnum um 3 kmm leið og prýðilega byggt úr því. Sá garður stóð óhaggaður þar til kirkjugarðurinn var stækkaður. Efnis dugði þá aðeins á tvo vegu um kirkjugarðinn.” Kirkjan er um 120 m NNA við bæ, líklega rétt utan heimatúnsins. Hún er ekki sýnd á túnakorti frá 1920 sem bendir einna helst til þess að hún hafi verið utan þess. Kirkjan er reist 1909, þegar kirkjur á Arnarbæli og Reykjum voru lagðar niður, fyrir þann tíma var ekki kirkja á Kotströnd. Kirkjan er ennþá í notkun og tilheyrir Hveragerðisprestakalli.

Steinvararhús (býli)
“Bær var í túninu, kallað Steinvararhús. Kona að nafni Steinvör hafði búið þar,” segir í örnefnalýsingu.
“Steinvararhús er ekki lengur til. Búið er að slétta allt út. Sigmar man eftir húsinu; það var síðast haft fyrir fé,” segir í athugasemdum við örnefnalýsingu. Ekki er vitað hvar Steinvararhús var staðsett, ekki fannst heimildamaður fyrir jörðina nema að hluta. Þekkingin um staðsetninguna hvarf að öllum líkindum með Sigmari. Frekari heimildir þarf til þess að staðsetja býlið en það var innan heimatúnsins líkt og segir í örnefnaská.

Bali (býli)
“Upp með ánni var kallaður Bali. Þar var gamalt býli, og var þar tekinn mór,” segir í örnefnalýsingu. Í örnefnalýsingu Sigmars Sigurðssonar segir: „Bali: Þurrlendur, kúptur mýrarfláki; er norður við Gljúfursmörk.“ Í skýrslunni Fornleifaskráning vegna skipulags í Ölfusi segir að engin ummerki um býlið sjáist á yfi rborði. Hnitið í skýrslunni lendir hins vegar skammt sunnan við beitarhús 012 og það er nokkuð langt frá staðsetningu þess í örnefnaskrám. Bali var líklega vestan við mógrafir, þar er holt en engin mannvist sést þar. Frekari heimildir þarf til þess að staðsetja staðinn með betri nákvæmni en hann var rúmum 1,7 km norðan við bæ.
Þetta svæði er mýrlent, framræst og mjög gróið. Það er nýtt til hrossabeitar.

Klettar (þjóðsaga/huldufólksbústaður)
“Í klettunum (?) var sögð vera kirkja; þar mátti ekki hreyfa stein,” segir í örnefnalýsingu. Ekki er vitað í hvaða klettum þessi kirkja var. Líklega eru það þó klettarnir norðan við heimatúnið sem átt er við, innan nýbýlisins Mæri. Frekari heimildir þarf til þess að staðfesta það.
Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, heimildamanns, var álagablettur í hlaðinu á Kotströnd. Hann er um 20 m sunnan við bæ og 30 m norðan við Kotstrandarbrunn. Álagabletturinn er fast við núverandi heimreið að bænum. Heimreiðin er malbikuð og skjólbelti er fast austan blettsins. Hóllinn er 7×5 m að stærð og snýr norðvestursuðaustur. Beinn bakki er til suðvesturs í hólnum, mögulega vegna vegagerðar þegar heimreiðin var malbikuð. Í hólnum glittir víða í grjót án þess að um greinileg umför sé að ræða. Hóllinn er 0,3-0,5 m á hæð og algróinn.

Gljúfur (býli)

Ölfus

Gljúfur.

“Jarðardýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum.” JÁM II, 397. 30 hdr. 1847. JJ, 75.
“Landamerki: Úr Sauðaklöpp, til austurs í Langanef. Þaðan til norðurs í Orustuhól, þaðan lína í Sandfell. Þaðan, til norðvesturs stefna í Efjumýrarvörðu (sjá Sogn), í miðgilið í Klyftartungum, síðan Gljúfurá og Gljúfursá móts við Sauðaklöpp.” Ö-Gljúfur, 1.
1917: Tún 5.9 ha, þar af c. 7/8 slétt. Garðar 1584 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1920 og Stefáni Jónssyni, heimildamanni, var bær vestan við núverandi íbúðarhús, nánast í miðju heimatúninu. Nú er þar skemma, önnur útihús frá 20. öld og heimahagi.
Nýtt íbúðarhús var byggt árið 1964, um 40 m austan við bæjarhólinn, en eldra íbúðarhús sem byggt á fyrrihluta 20. aldar sést á ljósmynd í Sunnlenskum byggðum III. Það hús eyðilagðist í jarðskjálfta árið 2000 en það var á vesturhluta bæjarhólsins. Bærinn á túnakortinu var undir útihúsunum, fast austan við staðsetningu eldra íbúðarhússins. Bærinn snéri stöfnum til suðurs og kálgarður var þar framan við, niður holtið sem bærinn er á.
Tún í órækt er sunnan við hólinn, í vesturhluta hans eru tré sem áður voru í bakgarði íbúðarhússins sem var rifið. Til annarra átta eru grasivaxin ræktuð tún.
Bæjarhóllinn er 50×35 metrar að stærð og snýr í austur-vestur. Hann er 0,2-0,4 m á hæð og fjarar út til suðurs. Bæjarhóllinn er horfi n til norðurs, þar eru 20. aldar útihús og malarplan. Ekki mótar fyrir upphækkun þar í landslaginu. Til vesturs sést bakki, um 0,2 metra hár. Þar var eldra íbúðarhúsið og sunnan megin við það hefur verið kálgarður til suðurs og austurs. Engin merki um tóftir sjást á honum og skemman hefur efl aust raskað honum þar sem hún
stendur. Það er greinilegt að mannvist er enn hér undir sverði, þrátt fyrir mikið jarðrask.

Gljúfurshellir (hellir/fjárhús)

Ölfus

Gljúfurhellir.

“Gljúfurshellir: (Hellirinn) Sandsteinshellir ofanvert (norðaustur) í Neðragilinu vestanverðu. Notaður lengi sem fjárhús,” segir í örnefnaskrá. “Gljúfurshellir er í lækjargili austan bæjar um 100 m neðan þjóðvegar. Nýleg fjárhús standa við læk nokkru ofan við hellinn.” segir í bókinni Manngerðir hellar á Íslandi. Hellirinn er tæplega 550 m suðaustan við bæ og rúmlega 170 m vestan við nýleg fjárhús sem nefnd eru í Manngerðum hellum. Hellirinn sést ekki frá fjárhúsunum og ekki fyrr en komið er nær honum, hann er í gilinu norðanmegin.
Uppspretta er í gólfi nú innan við hellismunnann, en hún sést ekki lengur þar sem byggt hefur verið yfir hana. Hún rennur í lækinn sem er 3 metrum frá hellismunnanum. Litlir kindastígar liggja að hellinum beggja vegna við hann að norðan. Gilbotninn er grasigróinn, smáþýfður með villiblómum. Hellismunninn er tveim metrum ofan við lækinn.
Í bókinni Manngerðir hellar á Íslandi er hellinum lýst. Þar segir: «Hann er grafi nn í sandsteinsvöluberg, lárétt lagskipt með víxillaga linsum. Hellirinn er allur á breiddina sem er 10-11 m en dýpt hans inn í bergið er 6 m fyrir miðju en 5 m til endanna. Lofthæðin er 2,0-2,5 m. Muninn er jafnvíður hellinum sjálfum 10 x 2,5 m en honum hefur verið lokað með hlöðnum vegg sem á eru dyr fyrir miðju. Lítið uppsprettuauga er í gólfi nu innan við munnann og smáspræna rennur út um hann í aðallækinn. Leifar af jötum sjást með veggjum […] Hellirinn var hafður undir fé, en aflagður fyrir 20 árum. 70 ær voru við hellinn segir Gljúfursbóndi.» Litlu er við þessa lýsingu að bæta. Steypt hefur verið utan með hleðslunum og sést aðeins í þær fyrir ofan steypuna. «Örfáar unglegar áletranir eru á veggjum. Þar er m.a. hakakross.» segir einnig í Manngerðir Hellar á Íslandi. Áletranirnar eru mjög ógreinilegar en tveir hakakrossar eru enn sjáanlegir. Steypustyrktarjárn og bárujárn eru í hellismunnanum, ekki sést lengur móta fyrir jötum. Veggirnir eru mosavaxnir og gólfið er moldargólf með smásteinum. Hæð veggjar er fyrir dyrunum er 1,2 metrar en veggir hellisins eru aflíðandi.

Gljúfurseldalur (sel)

Ölfus

Gljúfursel.

“Suður frá [Stórkonugilsbotnum] er Sognseldalur og Gljúfurseldalur,” segir í örnefnalýsingu Hengils. Á heimasíðu Ferlis segir: „Í Seldalnum eiga skv. framangreindu að vera tvær selstöður í tvískiptum Seldal, annarsvegar í Gljúfurseldal og hins vegar í Sognsseldal, ofan Sogns. Sognasel er í gróinni tungu norðan áa er koma úr Sognabotnalæk og gili norðanvert í dalnum. Vel sést móta fyrir tóftum.
Gljúfursel er austan við ána í Seldal, þar í gróinni kvos. Vatnsstæði er í kvosinni og í henni rétt sést móta fyrir tóftum. Um er að ræða mjög gamalt sel frá Gljúfrum. […] Skv. lýsingu Björns átti selstaðan að hafa verið austanvert í dalnum. Einungis tók skamman tíma að fi nna tóftina. Hún hefur verið felld inn í gróinn bakka og sjá má móta fyrir rýmum vestan við hana. Kaldavermsl eru sunnan við tóftina, sem án efa hefur verið hin ágætasta uppspretta.“ Ekki er hægt að sjá tóftir í Gljúfurseldal, dalurinn er lítill og vel afmarkaður. Sé tekið mið af lýsingum Ómars Smára Ármannssonar á heimasíðu Ferlis er einungis einn staður sem passar við lýsingar hans á staðnum. Selið var rúma 200 m norðaustan við Sognsel og rúmum 1,8 km norðan við bæ.
Austurhluti Gljúfurselsdals er gróinn og brattar brekkur afmarka þann hluta til austurs. Landið fer lækkandi til vesturs, að ánni, og rakt undirlendi er þar á kafla. Lækur rennur til vesturs, syðst í dalnum, og sameinast ánni. Selið var að öllum líkindum þar, á bakkanum sé tekið mið af lýsingum Ómars Smára. Ekki er hægt að greina mannvist á þessu svæði. Þegar skrásetjari var á ferðinni var mikill gróður þarna, allt að mittishár. Þarna eru þýfðir bakkar en ekki hæft að greina neina lögun eða tóftir í þeim.

Sogn (býli)

Ölfus

Sogn.

“Jarðdýrleiki xx og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 398. 20 hdr. 1847. JJ, 75“.
1542: Þann 11.janúar 1542 var kveðinn upp dómur þriggja klerka og þriggja leikmanna um kæru Gissurar biskups Einarssonar í Skálholti á hendur Eyjólfi Jónssyni á Hjalla. Sakaði biskup Eyjólf m.a. um að hafa tekið sér fjögur kúgildi úr Sogni. DI X, 698 – 699.
Landamerki: Skráð eftir minni úr landamerkjabréfi , afriti úr embættisbókum sýslumanns, sem var í eigu foreldra minna, en látið af hendi þegar þau fóru frá Sogni (1935)… Gljúfurá… er markaá milli Sogns og Gljúfurs, austan Sognslands, allt þar til Gljúfurholtslands tekur við. Mörkin eru úr steini (merktum) efst við Haukamýragljúfur, þvert vestur í Stórumýri í “stefnu á Varghól” (svo í bréfi nu) í hlaðna vörðu (Markavörðu) vestur undir Múla (sjá Reykjatorfu). Nú er girðing á þessum mörkum… Frá áðurnefndri vörðu bein lína um Fögrubrekku (miðja) til norðurs í vörðu, sem er austan á Álút (hana hef ég ekki séð), þaðan í Efjumýrarvörðu. Þaðan á sveitarmörkum Grafnings og Ölfus stefna til suðausturs í Sandfell (Gljúfur), skammt ofan við Klyftartungur. Þar eru 3 gil og mörkin talin um miðgilið, sem rennur í Gljúfurá, svo er það hún og Gljúfursáin.” Ö-Sogn, 1.

Ölfus

Sogn – túnakort 1918.

Árið 1970 keypti Náttúrulækningafélag Íslands Sogn og stundaði þar garðyrkju. Í ágúst 1978 hófu Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann rekstur eftirmeðferðarheimilis í Sogni. Nú er rekin þar réttargeðdeild fyrir afbrotamenn. Nú er rekið fangelsi á jörðinni og hún nýtt til beitar.
1917: Heimatún 4.9. Fjárhústún 1.0 ha, alls 5.9 ha, allt slétt. Garðar 1250 m2.
“Bæjarnafninu Sogn hafa ýmsir velt fyrir sér og sett það í samband við norsku merkinguna Sogn (fjörður). Afi minn Ögmundur Ögmundsson bar það ævinlega fram Sodn eða Sotn. Í tilvitnun í handrit í Þjóðsögum Jóns Árnasonar III, bls. 48 er sagt að í handriti standi Soðn. Kannske er þarna á ferðinni eldri mynd af nafninu,” segir í örnefnalýsingu. Í skýrslunni Hengill og umhverfi eftir Kristinn Magnússon segir: “Bæjarhóllinn er um 50 m vestsuðvestan við hús Réttargeðdeildarinnar á Sogni. Þar sjást engar rústir en aðeins vottar fyrir hól í sléttuðu, grasi grónu túni. Hóllinn er um 45m í þvermál. […] Gamla bæjarstæðið á Sogni hefur verið sléttað. Enn stendur þó eftir áberandi hóll sem eflaust geymir leifar bygginga og mannvistarlaga frá þeim tíma er bærinn stóð á þessum stað..” Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920, suðvestarlega í heimatúninu. Hann er um 130 m vestan við núverandi byggingar á Sogni.
Bærinn brann en ekki er vitað hvenær, í kjölfarið var hann fl uttur. Stafnar eldri bæjarins snéru til suðurs og þaðan víðsýnt yfir Ölfusforir.
Sléttað var yfir bæjarhólinn en þar eru ekki byggingar á yfirborði. Hóllinn er sléttur, grasivaxinn og sést sem hæð í túninu. Hann er 50×30 m að stærð, 0,2-1 m
á hæð og snýr austur-vestur. Vírgirðing liggur yfir vesturhluta hans, meðfram Bæjargilinu.

Stóri-Hellir (fjárskýli)

Ölfus

Stóri-Hellir.

“Stóri-Hellir: Hellisgjögur í bergið ofan Hellisbrekku, sunnarlega í fjallinu, var notaður sem fjárhús áður. Notaður sem rétt þegar ég þekki til. Tók 100 kindur í innrekstri,” segir í örnefnalýsingu. Í skýrslu Kristins Magnússonar, Hengill og umhverfi segir: “Stóri-Hellir er svo 98m suðsuðvestar. Fyrir framan þann helli er einnig hleðsla eða veggur sem er allt í allt um 6,7m á lengd og um 0,5m á hæð.

Ölfus

Stóri-Hellir.

Veggurinn hefur myndað einskonar aðhald og beint fénu inn í hellirinn sem bæði var nýttur sem fjárhús og rétt.” Hellirinn er um 300 m suðvestan við bæ og 100 m sunnan við Litla-helli 010. Hann er enn uppistandandi en ekki nýttur.
Hellirinn er í Hellisbrekku, þar á mörkum kletta og gróinnar brekku. Efst í brekkunni eru háir hamrar en gróin brekka neðan þeirra, niður að Hellismýri. Hellirinn er náttúrulegur og mesta lofthæð er 1,5 m. Hann er opin til austurs og þaðan er víðsýnt. Innst í hellinum eru tvö lítil gjögur, mögulega var hægt að skipta honum í fleiri hólf. Það eru þó ekki berghöld eða aðrar ristur í veggjum hellisins sem styðja þá tilgátu. Hleðslan fyrir framan hellinn sést enn, hún
er afar sigin. Hún er líkust öngli í laginu, og snýr norðaustur-suðvestur. Það er gróið yfir alla steina í veggnum. Réttin var opin til suðurs.

Litli-Hellir (fjárskýli)

Ölfus

Litli-Hellir.

“Litli-Hellir: Lítið gjögur undir stóru bjargi, sem fallið hefur úr fjallinu. Þar voru í mínu minni, hlaðnir kampar og einhvern tíman notað sem fjárhús,” segir í örnefnalýsingu. Í skýrslu Kristin Magnússonar, Hengill og umhverfi segir: “Fyrir framan hellisskútann eru grasi grónar hleðslur, um 0,4m á hæð. Þessi veggjastubbar eða hleðslur hafa myndað inngang inn í hellinn sem var nýttur sem fjárskýli.” Litli-hellir er tæpum 230 m vestan við bæ og um 80 m sunnan við Trippakofa.
Litli-hellir er í gróinni brekku, neðarlega. Allt umhverfis er gróið svæði sem nýtt er til beitar. Litli-hellir er lítill og þegar skásetjari var á ferðinni var mikið gras á svæðinu sem gerði minjarnar óskýrar. Hellirinn er um 0,8-1 m á hæð, skrásetjari komst ekki inn í hellinn. Tóftin er fyrir austan hellinn. Hún er 4×2 m að stærð og snýr austur-vestur. Tóftin er opin til austurs en hvergi sést glitta í grjót í veggjum.

Kot (býli)
“Kot: (upp í Kot, uppi í Kot) Þar var bær ( í byggð 1896). Mun hafa verið stutt í byggð og bjó þar Eyjólfur Símonarson. Þar stóð heyhlaða, sér enn fyrir,” segir í örnefnaskrá. Bæjarstæði Kots sést enn, á túnakorti frá 1920 er útihús á sama stað. Tóftir bæjarins voru því notaðar áfram eftir að hann féll úr ábúð. Kot var rúmum 210 m vestan við bæ og 50 m sunnan við Ærhús.
Gróið tún, fast austan við Hellisfjall. Svæðið er í halla til suðausturs, niður að Hellismýri. Kristinn Magnússon lýsir minjunum svohljóðandi: “Um 10m NA er grasi gróin dæld, líklega leifar byggingar, mikið sokkin. Hún er 9,7m x 9m að stærð með hvilft eða dýpri dæld í miðju. Mjög illgreinanlegt.” Bæjarstæðið er 14×14 m að stærð og 0,2 m á hæð. Tóftin er sigin og sést illa. Hún er skeifulaga og þúst er til suðvesturs, mögulega veggur. Tóftin er opin til suðausturs. Það er líklega tóft hlöðunnar sem enn sést hér. Þeir eru 0,2 m á hæð og algrónir. Til suðausturs sést kantur, mögulega hluti af bæjahúsunum.

Stóri-Einbúi (þjóðsaga/huldufólksbústaður)

Ölfus

Stóri-Einbúi.

“Stóri-Einbúi: (Einbúinn, afbæjamenn kölluðu Sognseinbúa). Klettahóll í Einbúamýri, klofinn í kollinn. Í honum var gott skjól fyrir búfé. Þar bjó huldufólk samkvæmt þjóðsögum. Jafnvel álfakirkja,” segir í örnefnaskrá. Í skýrslu Kristin Magnússonar, Hengill og umhverfi segir: “Stóri-Einbúi er stór klettahóll sem stendur upp úr blautri mýri, Einbúamýri. Klettahóllinn er um 266m sunnan við stekkinn.” Stóri-Einbúi er um 720 SSV við bæ og rúmlega 160 m ASA við áfangastað. Hóllinn sker sig úr út úr landinu og er auðgreinanlegur úr mikilli fjarlægð úr öllum áttum.
Umhverfis Stóra-Einbúa er mýrlendi og þekur mýrastör og annar votlendisgróður stóran hluta af gróðurþekjunni.
Stóri-Einbúi er 60×40 m að stærð og snýr svo að segja austur-vestur. Hann er rúmlega 60 m hár. Einbúinn er grösugur til norðurs og suðurs, en gróðursnauður og erfi ður yfirfærðar til austurs og vesturs. Í skýrslu Kristin Magnússonar er Stóra-Einbúa lýst svo: “Hann er um 70m x 50m að stærð. Engar sýnilegar tóftir eru á hólnum en sögusagnir eru um að þar hafi huldufólk búið […]. Hann er stór og áberandi klettur sem rís upp úr flatlendinu í kring. Það er því ekki skrítið að frásagnir um Álfakirkju hafi tengst klettinum.»

Bakkárholtssel (sel)
“Sel: Þýft móbarð og melar norðvestan Sogna. Vatn frá því fellur í litlu gili í Selá í Seldalnum.
Þarna var selstaða frá Bakkárholti í Skiptum fyrir engjaland. Notkunarréttur fallinn niður vegna vannota Bakkárholts, 1703 (Jarðab. A.M.). Sér enn fyrir tóftum,” segir í örnefnalýsingu. Selið er rúman 1,7 km NNV við bæ og rúma 880 m vestan við Seldal. Í skýrslu Kristins Magnússonar, Hengill og umhverfi segir: “Milli fjallsins Sogna og Reykjafjalls er dalur. Selrústir eru í þessum dal. Þær eru á grasivöxnum velli sem liggur undir Reykjafjalli og hallar til suðurs. Milli vallarins og Reykjafjalls er lítið gil sem liggur meðfram fjallinu en sveigir svo til austurs norðan Sogna í átt að Selgili og Gljúfurá. Í gilinu er lækur. Selrústirnar eru við gilbrúnina.”
Selið er á grónu svæði, skammt norðan við vírgirðingu sem afmarkar land Sogns. Mosi, gras og elfting er áberandi. Tvær tóftir eru á svæði sem er 18×16 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Í skýrslu Kristins segir: Tóftirnar eru tvær, vaxnar grasi og mosa.

Seldalur/ Sognsel (sel)
“Seldalur. Gróið dalverpi suðaustur af Selásnum, suður að ármótum Gljúfurár og Selár. Sognseldalur vestan Gljúfurár, Gljúfursseldalur austan. Þar var sel frá Sogni, sér enn tóftarbrot.
Stundum var heyjað þar, aldrei í mínu minni,” segir í örnefnalýsingu. Í skýrslu Kristins Magnússonar, Hengill og umhverfi segir: “Sel var í Gljúfursseldal sem er austan Gljúfurár. Rústir þessa sels eru á smá fl öt á tanga er liggur á milli Selár og Gljúfurár. Hugsanlegt er að flötin hafi verið heyjuð. Þrjár tóftir eru fyrir ofan flötina. Þær eru fornlegar að sjá, engar hleðslur eru sýnilegar en þó sést í stöku stein. Eru vaxnar grasi og mosa. Syðsta tóftin (nr. 786) er 8,5m x 4,1m að stærð, liggur NA-SV, með inngang á SV-hlið. Rúmum 2m í NV er önnur tóft á litlum grasivöxnum hól. Hún er 9,2mx7,3m að stærð og liggur NV-SA. Tvö hólf virðast vera á tóftinni og greina má inngang í annað hólfið, á SA-hlið. Tæpa 8m vestar er þriðja tóftin. Um er að ræða fremur ógreinilega þúst, 6mx6m að stærð. Hvilft er í miðju en ekki er hægt að greina inngang.” Selið er rúmum 880 m austan við sel og tæpum 1,7 km norðan við bæ. Selið er líkt og segir í örnefnalýsingu, vestan við Gljúfurá, þarna eru tær tóftir auk tveggja óljósari mannvirkja.
Rafmagnsgirðing á merkjum Sogns og Gljúfurs er 50 m austan við selið. Selið er á gróinni tungu, þarna er mosi, lyng og elfting áberandi. Landið lækkar til suðvesturs, að ánum. Mýrarvik, að Selá, er sunnan við tóftirnar. Svæðið er 50×25 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur.

Gljúfurholt (býli)

“Jarðdýrleiki óviss, því engin geldst hjer tíund af.” JÁM II, 404. 30 hdr. 1847. JJ, 75.
1522: Jörðin er nefnd í fjárskiptabréfi milli Hólmfríðar Erlendsdóttur og Eyjólfs Einarssonar, sonar hennar og systkina hans. DI IX, 87. “Mörk fyrir engjum Gljúfurholts voru mjög sérkennileg. Gömul árför í mörgum krókum á báða vegu. Austan gamall farvegur Gljúfurholtsár. Vestan gamall farvegur Varmár.” Ö-Gljúfurholt, 3.
1920: Tún 3.8 ha, þar af c. 1/2 slétt. Garðar 1025 m2.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Ölfusi: Áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2020.

Ölfus

Gljúfursel.