Tag Archive for: Garðabær

Stjörnugerði

Í Heiðmörk hefur verið komið fyrir hringalaga „Stjörnugerði“ gert úr „afskurði“ trjáræktar í skógrækt svæðisins.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið – skilti.

Stjörnugerðið var opnað í Heiðmörk 21. okt. 2025. Stjörnugerðið á að vera griðarstaður myrkurs og þar á að vera gott að staldra við og glápa á stjörnurnar. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom að opnun gerðisins.

„Þetta er sett upp eins og skeifa og þetta er skjólveggur vegna þess að hér getur oft verið hvöss og nöpur norðanátt,“ segir Sævar og að þá verði auðveldara og betra að horfa til himins.

Hann segir að í gerðinu sé fólk komið frá mestu ljósmengun höfuðborgarsvæðisins og því sé þarna hægt að sjá vetrarbrautina, dauf stjörnuhröp og norðurljós.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið.

„Þetta er eins gott og það verður fyrir stað sem er tiltölulega nálægt höfuðborginni,“ segir hann og að gerðið sé frábær staður til að sjá náttúruna sem birtist bara á næturnar.

„Þarna er skjólgott fyrir norðanáttinni sem stundum er nöpur og útsýni gott til suðurs þar sem reikistjörnur, tungl og ýmis önnur fyrirbæri eru jafnan hæst á lofti. Á svæðinu eru upplýsingaskilti um næturhiminninn, norðurljósin, tunglið og sólkerfið okkar. Svo er gerðið líka fínasti áningastaður eftir rölt upp á Búrfell.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Á sama tíma staðfesti Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, að bærinn myndi gefa öllum leik- og grunnskólum bæjarins sólmyrkvagleraugu fyrir almyrkvann 12. ágúst 2026. Þau koma að sjálfsögðu frá solmyrkvagleraugu punktur is. Þar leggur Garðabær sín lóð á vogarskálarnar til fræðslu til almennings um almyrkvann enda er ágóði gleraugnasölunnar nýttur til þess.
Almar segir stjörnubjartar nætur fram undan og mælir með því að fólk fari í gerðið til að njóta þess. Nauðsynlegt sé að klæða sig vel.

Stjörnugerðið er við Heiðmerkuveginn að bílastæðinu í aðdraganda Búrfellsgjár í Garðabæ. Það er staðsett við bílastæði við Heiðmerkurveg sem tengist útivistarstíg að Búrfelli og Búrfellsgjá. Framan við gerðið er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

„Velkomin á griðarstað myrkurs við Búrfell í Garðabæ. Hér utan ljósmengunar þéttbýlisins eru góðar aðstæður til að skoða stjörnuhimininn og norðurljósin.
Frá Jörðinni er útsýnið út í alheiminn stórkostlegt. Á heiðskíru, tunglskinslausu kvöldi, fjarri rafslýsingu, sérðu tæplega 3000 stjörnur með berum augum. Allar tilheyra þær Vetrarbrautinni okkar sem liggur eins og ljósleit slæða þvert yfir himininn. Vetrarbrautin sést best á kvöldhimninum á haustin.

Hvað eru stjörnur og reikistjörnur?

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Stjörnurnar eru sólir í órafjarlægð. Þær eru svo langt í burtu að ljós er mörg ár að ferðast frá þeim til okkar. Skærasta stjarna himinsins, Sirius í Stórahundi, er 8,4 ljósár í burtu en Pálstajarnan í Litlabirni, sem er mun daufari, er 448 ljósár fjá jörðinni. Fjarlægustu stjörnurnar sem sjást með berum augum eru í ríflega 1000 ljósára fjarlægð. Með sjónauka séru miklu fjarlægari fyrirbæri.
Fyrr á tímum var samband okkar við stjörnurnar mun persónulegra en nú. Nótt eftir nótt horfðum við til himins og áttuðum okkur smám saman á gangi himintunglanna. Við spunnum sögur úr mynstrum sem við ímynduðum okkur og kölluðum stjörnumerki. Við sáum að sumar stjörnur birtust þegar náttúran var að breytast eftir árstíðum. Himininn var sem klukka, dagatal og kort.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Við tókum líka eftir fimm hnöttum sem reikuðu um himininn. Þeir höfðu meiri þýðingu en aðrir svo við gáfum þeim nöfn guðanna okkar. Þessir hnettir eru reikistjörnurnar sem flakka um himininn og eru því aldrei á sama stað nema með löngu millibili. Þess vegan eru þær ekki sýndar á kortunum hér.

Njóttu myrkursins
Vonandi nýtur þú þess að horfa til heimins hér í myrkrinu. Gefðu þér tíma. Þú gætir nefnilega líka komið auga á loftsteinahrap, dansandi norðurljós og stöku gervitung á fleygiferð umhvergis plánetuna okkar. Á næturhimninum er ótalmargt að sjá. – Horfðu til himins.

Hvernig er best að skoða stjörnur og norðurljós?
Að skoða stjörnuhimininn er leikur einn!
Klæddu þig vel og gefðu þér tíma. Augun þurfa nefnilega að aðlagast myrkrinu. Þegar augun hafa vanist því sérðu himininn í allri sinni dýrð. Notaður rautt ljós ef þú getur því það truflar myrkrunaraðlögun augnanna minnst.
Prófaðu að beina handsjónauka eða stjörnusjónauka til himins. Hvað sérðu? Geimþokur, stjörnuþyrpingar og jafnvel fjarlægar vetrarbrautir blasa við.“

Inni í stjörnugerðinu eru fjögur skilti er lýsa m.a. sólkerfinu okkar, reikistjörnunum o.fl. Á skiltunum er t.d. eftirfarandi fróðleikur:

1. Tunglið

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Máninn eða Tunglið er næsti nágranni okkar í geimnum. Það er aðeins 384.000 km í burtu að meðaltali, stundum nær eða fjör. Tunglfarar ferðuðust þangað á þremur dögum en ef við gætum ekið þangað tæki ferðin næstum hálft ár.
Tunlið er tilkomumesti sýningagripur himins. Þar er ótalmargt að sjá með berum augum eða sjónaukum; gígar, fjöll, dalir og hraunbreiður. Í sjónauka lifnar yfirborð tunlsins við.

Vaxandi eða dvínandi

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Frá Jörðu breytist ásýnd tunglsins á hverjum degi. þá er sagt að tunglið sé ýmist vxndi eða minnkandi. En hvers vegan? Tunglið er hnöttótt eins og jörðin. Á öllum stundum lýsir sólin upp helming þess. Tunglið fer einn hring um Jörðina á tæpum mánuðu. Þar fer svo eftir því hvar tunglið er á sporbraut sinni hve stóran hluta af upplýstu hliðinni við sjáum.
Þegar tunglið er milli Jaðar og solar er sagt að það sé nýtt. Þá snýr næturhlið tunglsins að Jörðu. Smám saman fer tunglið vaxandi þegar að færist lengra frá sólinni á kvöldhimninum. Viku síðar er tunglið hálft. Þá sést helmingurinn af deginum á tunglinu og helmingurinn af nóttinni. Tveimur vikum eftir nýtt tungl er tunglið fullt. Þá er Jörðin milli tungls og solar. Öll daghlið tunglsins snýr að næturhlið Jarðar og lýsir nóttina okkar upp. Fullt tungl rís við sólsetur og sest við sólarupprás.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Eftir að tunglið hefur verið fullt fer það minnkandi. Á tveimur vikum sjáum við hvernig tunglnóttin færist yfir þegar máninn nálgast sólina. Þá sjáum við tunglið á morgunhimninum.

Hvernig varð tunglið til?
Grjót sem tungfarar komu með til Jarðar bendir til þess að tunglið hafi orðið til eftir mestu hamfarir sem dunið hafa á Jörðinni til þess. Fyrir 4,5 milljörðum ára skall önnur reikistjarna á stærð við Mars á Jörðina. Við áreksturinn skvettist mikið efni út í geiminn sem hnoðaðist saman og myndaði á endanum tunglið. Sárið á Jörðinni er löngu horfið sökum flekahreyfinga og eldgosa nema Jörðin haltrar á göngu sinni um sólina. Möndulhallinn er afleiðing árekstursins og veldur því að við fáum vetur, sumar, vor og haust á Jörðinni.

2. Reikistjörurnar

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Þú átt heima á Jörðinni, reikistjhörnu sem egngur ásmat sjö öðrum og fylgitunglum þeirra umhverfis stjörnu. Sólkerfið er „hverfið okkar“ í vetrarbrautinni. Í sólkerfinu er líka aragrúi smátirna, halastjarna, loftsteina og sömuleiðis sólvindur og ryk.
Hægt er að sjá fimm reikistjörnur með berum augum; Merkúr, Venus, Mars, Jupiter og Satúrnus. Til að sjá ystu tvær, Uranus og Neptúnus, þarf stjörnusjónauka.

3. Stjörnuhimininn

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Vissir þú að himninum er skipt upp í 88 stjörnumerki? Af þeim sjást 56 að hluta ttil eða í heild frá Íslandi. Snúningur Jarðar um sólina og sjálfa sig hefur áhrif á ásýnd heiminsins. Á einni nóttu rísa stjörnumerki í austri og önnur setjast í vestry. Þegar þessii merki eru hæst á lofti í suðri er best að skoða fyrirbærin sem í þeim eru. Ferðalag Jarðar um sólu veldur því að hausthimininn á kvöldin er öðruvísi en himinn á vetrurna og vorin.

Norðurljósin

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Norðurljós eiga rætur að rekja til sólarinnar. Sólin sendir stöðugt frá sér straum rafhlaðinna agna sem kallast sólvindur. Sólvindurinn er fremur hvass en vindhraðinn er frá um 300 km á sekúndu upp í 3000 km á sekúndu í öflugustu stormunum. Sólvindurinn er því alla jafna tvo til þrjá daga að fjúka milli solar og jarðar.

4. Sólin og sólargangurinn
Sólin er stjarna eins og stjörurnar á himninum. Stjarna okkar er um 150 milljónir km frá Jörðinni, vegalengd sem ljós ferðast á aðeins um átta mínútum.

Tunglið

Tunglið – séð frá Stjörnugerðinu.

Vífilsstaðir

Í blaði SÍBS árið 2010 í tilefni af 100 ára afmæli Vífilsstaðaspítala er m.a.a fjallað um „Stórbúið að Vífilsstöðum„:

Vífilsstaðir„Í dagblaðinu Vísi 20. október 1931 segir frá búskapnum á Vífilsstöðum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að við upphaf starfsemi Vífilsstaðaspítala 1910 sé talið að ræktað land hafi gefið af sér um 60 hesta heyfengs. Búskapur á jörðinni hófst 1916 og var stundaður þar til ársins 1974. Í blaðinu er sagt frá því að fljótlega eftir að búskapurinn hófst hafi umtalsverð ræktun á landi farið fram undir forystu Þorleifs Guðmundssonar bústjóra og síðar Björns Konráðssonar, sem tók við búsforráðum 1925.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir 2025.

Í Vísi er vitnað til greinar eftir Gunnar Árnason í „Búnaði sunnanlands“, sem segir að fljótlega hafi verið búið að rækta 52 ha. af mýrum og melum, „og geta menn gert sér glegsta hugmynd um land það, sem ræktað hefir verið, með því að skoða holtin og mýrarnar utan túns, sem eru ekki verri til ræktunar en land það, sem þegar er komið í fulla rækt. Aðallega hefir áhuganum í nýræktinni verið beint að túnrækt, en nú s.l. ár hefir einnig verið tekið til óspiltra mála með garðræktina, bæði utan húss og innan.“

Þúfnabaninn

Vífilsstaðir

Þúfnabani.

Jarðræktin tók stórstígum framförum 1921 þegar þúfnabaninn kom til landsins „enda var þá hin alkunna vetrarmýri tekin til ræktunar, og er nú orðin að grasgefnu þurru túni. Mýri þessi er talin hin óálitlegasta, sem tekin hefir verið til ræktunar enn sem komið er hér á landi. Alt ræktaða landið er nú um 156 dagsláttur og gefur af sér fulla 2000 hesta af töðu í meðalári,“ eins og segir í Vísi. Á túnum Vífilsstaða eru nú m.a. golfvellir Garðabæjar og Kópavogs.

Stórt kúabú
VífilsstaðirÍ blaðinu kemur fram að bústofninn hafi aukist jafnhliða ræktuninni og hafi um 70 nautgripir verið á búinu 1931, þar af um 60 mjólkandi kýr, sem að meðaltali gáfu af sér um 3334 lítra og besta kýrin hátt í 5000 lítra. Árleg mjólkurframleiðsla var um 190 þúsund lítrar og heyfengur kominn yfir 2200 hesta. Auk túnræktar gáfu kartöflugarðar af sér um 80 tn. og rófur vel á annað hundrað tonn. Auk þessa var mikil kálrækt á Vífilsstöðum.

Búskapur til fyrirmyndar
VífilsstaðirSíðan segir Vísir: „Það er ánægjulegt að koma að Vífilsstöðum um sláttinn í góðu veðri. Úti og inni ber alt vott um góða bússtjórn, þrifnað og hirðusemi. Fjósið er raflýst og útbúið með sjálfbrynnurum af mjög hagkvæmri gerð.
Mjaltavélar hafa verið notaðar um nokkurt skeið og sparast mikill vinnukostnaður við notkun þeirra. Áföst við fjósið eru: hesthús, svínahús og hænsnahús. Vagna, áhaldahús og smiðja eru í nánd við fjósbygginguna.
VífilsstaðirÞað, sem þó vekur einna mesta eftirtekt, er komið er að sumarlagi að Vífilsstöðum, er það, hve vélanotkun er á háu stigi á búinu. Sláttur fer eingöngu fram með vélum og heyinu er snúið með vélum og tekið saman með vélum. Sérstaka eftirtekt vakti í sumar ný tegund snúningsvélar sem væntanlega verður ritað ítarlega um í Frey eða Búnaðinum.
[…] Orf, hrífur og reipi sjást ekki á Vífilsstöðum. Væri betur, að ræktun tæki þeim framförum hvervetna á landinu, að slíkir gripir sæist að eins á forngripasöfnum. Með því fyrirkomulagi, sem haft er á Vífilsstöðum getur nú einn dugandi bússtjóri annast heyskapinn með aðstoð 6-7 unglinga.
VífilsstaðirÞað verk, sem unnið hefir verið á Vífilsstöðum, er afar mikils virði fyrir íslenskan landbúnað, og gefur hinar bestu vonir um framtíð íslensks landbúnaðar. Þar hefir verið sannað, hvað hægt er að gera úr lélegri mýri, en um land alt liggja ónotuð mýrarflæmi, sem eru langtum betur til ræktunar fallin, mýrarflæmi sem eru miljóna virði.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – loftmynd 1954.

Á Vífilsstöðum má nú sjá hvernig framtíðarbúskapur verður alment stundaður á Íslandi. Á Vífilsstöðum hefir verið leitt í ljós fyrir bændum Íslands áþreifanlegar en annarsstaðar, að töfraorðin, sem framtíð búnaðarins eru fyrst og fremst undir komin eru þessi: Þekking. Ræktun. Vélanotkun. Þeir menn, sem unnið hafa að því, að koma búskapnum á Vífilsstöðum í það horf, sem hann er nú, eiga miklar þakkir skilið,“ segir í Vísi 20. október 1931.“

Heimild:
-ÍBS blaðið, 3.. tbl. 01.10.2010, Stórbúið að Vífilsstöðum, bls. 14-15.
Vífilsstaðir

Bakki

Í blaðinu „Vífilsstaðir – Sagan í 100 ár 1910-2010“ er m.a. sagt frá „Skógræktarstarfi berklasjúklinga„. Þar segir:

Vífilsstaðavatn

Skógarreiturinn við Vífilsstaðavatn – loftmynd.

„Austan við Vífilsstaðavatn gefur að líta fagran trjálund sem berklasjúklingar á hælinu eiga heiðurinn af. Hann heitir Bakki. Upphaf hans má rekja til skógræktaráhuga hins unga vélstjóra, Harðar Ólafssonar, sem ungur kom til dvalar á Vífilsstöðum, sjúkur af berklum.
Erla Bil Bjarnadóttir, garðyrkjustjóri Garðabæjar, segir frá því í heimildaritgerð um Vífilsstaði (2008) að Hörður hafi vorið 1940 með leyfi lækna Hælisins gengið austur fyrir vatn í þeim erindum að girða af hálfan hektara. Þar helgaði Hörður sér land og hóf trjárækt ásamt heitkonu sinni Guðrúnu Ingimundardóttur, Dúnu eins og hún var kölluð, dvaldi einnig á hælinu.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn.

„Hann var ágætlega heilsuhraustur ef frá er talin berklaveikin, þá þrítugur að aldri. Á þessum árum var Vífilsstaðahælið yfirfullt af sjúklingum. Flestir sjúklingar voru ungt og hraust fólk í blóma lífsins. Það var ömurlegt hlutskipti ungu fólki að vera einangrað frá umheiminum, langt utan borgarlífsins, og  hafa lítið við að vera.“
Vélstjórinn ungi var jafnframt góður smiður, bæði á járn og tré, og hafði aðstöðu á hælinu til að sinna hugðarefnum sínum á veturna.
„En þegar daginn tók að lengja og vorilmur fyllti loft vaknaði trjáræktaráhuginn,“ segir Erla.
Vegna þess að hið fyrirhugaða trjáræktarsvæði var handan vatnsins og engin slóð að skógarreitnum, notaðist Hörður við hjólbörur við efnisflutninga. Hann byrjaði á því að girða af svæðið til að koma í veg fyrir ágang búfénaðar. Fleira vistfólk bættist fljótlega í hópinn og til varð rösk sveit karla og kvenna sem kölluðu sig Hjólbörudeildina.
Einnig flutti Hörður og hjólbörudeildin húsdýraáburð á sleðum á ís yfir vatnið á veturnar, sem var mun léttari vinna. Flutningarnir munu einnig hafa farið fram á seglbátum Vífilsstaðaheimilisins, Vífli og Gunnhildi, sem vistmenn höfðu til afnota. Einnig smíðaði Hörður eigin báta, bæði eins manns kajak og síðan stærri kanó sem gat tekið fjóra til sex farþega. Hann notaði Hörður bæði til flutninga og veiða á vatninu.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – Bakki; hlið.

Nokkrum árum seinna stækkaði Hörður skógræktarsvæðið um helming. Þar dvaldi hann jafnan á sumrin, fyrsta árið í tjaldi. Fljótlega smíðaði Hörður timburgólf í tjaldið og útbjó eldunaraðstöðu. Vistir fékk hann á hælinu. Vorið 1952 reisti Hörður síðan lítinn bústað, sem hann nefndi Bakka. Hann smíðaði Hörður í nokkrum einingum og flutti yfir vatnið.
Bústaðurinn reis á einni helgi með hjálp vina sinna í Hjólbörudeildinni. Eftir að Hörður útskrifaðist af hælinu hefur bústaðurinn verið sumardvalarstaður fjölskyldunnar.
Hörður ræktaði sjálfur flestar plöntur sem þarna voru gróðursettar, en reiturinn byggðist í upphafi fyrst og fremst af nokkrum birkihríslum. Með hjálp Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktar ríkisins aflaði hann líka fræja frá öðrum stöðum á landinu og útlöndum. Skógræktarstarf stóð sleitulaust til ársins 1977 er Hörður lést, eða í tæp fjörutíu ár. Þar er nú myndarlegur skógarreitur, þar sem hæstu trén eru um níu metrar. Reiturinn er í umsjá afkomenda Harðar og er opinn þeim sem ganga hringinn umhverfis Vífilsstaðavatn.“

Vífilsstaðavatn

Steinar Harðarsson.

Í Skógræktarritinu árið 2003 fjallar Steinar Harðarsson um „Skógrækt við Vífilsstaðavatn„. Þar segir m.a.

„Dag nokkurn vorið 1940 gekk Hörður Ólafsson vélstjóri austur fyrir Vífilsstaðavatn. Erindið var að girða af hálfan hektara af hlíðinni suðaustan vatnsins.
Hörður var berklaveikur og hafði dvalist á Hælinu nokkur misseri. Hann var fæddur að Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum en fluttist með föður sínum til Vestmannaeyja ungur að árum. Þar nam hann vélstjórn og starfaði síðan við það á fiskibátum og strandferðaskipum. Hörður veiktist af berklum aðeins 24 ára gamall og dvaldi til lækninga á berklahælinu í Kópavogi og útskrifaðist þaðan. Þá fór hann aftur til sjós en veiktist á ný og hafði þennan vordag dvalið á Vífilsstöðum nokkur misseri. Hann var ágætlega heilsuhraustur ef frá var talin berklaveikin, nú þrítugur að aldri.

Vífilsstaðavatn

Dúna og Hörður 1946.

Á þessum árum var Vífilsstaðahæli yfirfullt af sjúklingum. Flestir sjúklingar voru ungt og „hraust“ fólk í blóma lífsins. Það var ömurlegt hlutskipti ungu fólki að vera einangrað frá umheiminum, langt utan borgarlífsins, og hafa lítið við að vera. Sjúklingar á Vífilsstöðum voru úr öllum stéttum samfélagsins, ríkir sem fátækir, verkamenn, bændur, iðnaðarmenn, listamenn og skáld. Hörður var listasmiður og fékk á Vífilsstöðum aðstöðu, bæði til tré- og járnsmíða og undi sér við smíði á vetrum. Hann hafði einnig mikið yndi af tónlist og eignaðist mikið plötusafn sígildra höfunda, Bach, Beethoven, Mozart, Liszt, Tsjaikovski og svo mætti lengi telja.
VífilsstaðavatnÞegar dag tók að lengja og vorilmur fyllti loft vaknaði trjáræktaráhuginn og Hörður helgaði sér land austan Vífilsstaðavatns og hóf trjárækt ásamt heitkonu sinni Guðrúnu ingimundardóttur (Dúnu) sem þá dvaldi líka á hælinu. Fljótlega bættist í hópinn og til varð rösk sveit karla og kvenna sem kölluðu sig „Hjólbörudeildina“. Nafnið kom til af því að hjólbörur voru þarfasta flutningatækið enda hvorki vegur né slóði að skógræktarreitnum, aðeins fjárgötur og kúatroðningar.
Einn vistmanna, ungt skáld, Borgar Grímsson, sem lést á hælinu í blóma lífsins orti um Hörð og hans áhugamál.
Flutningar fóru einnig fram á bátum, þvert yfir vatnið, en árum saman voru gerðir út 2 seglbátar á vatninu, Vífill og Gunnhildur, til afnota fyrir vistmenn. Hörður smíðaði sér þó sjálfur eigin báta, fyrst eins manns kajak og síðan kanó sem bar 4-6 farþega. Bátarnir voru byggðir á eikargrind og strengdir segldúki, léttir og meðfærilegir. Kanóinn notaði Hörður árum saman til flutninga og til veiða í vatninu.
VífilsstaðavatnÞað var algjör nauðsyn að girða reitinn fjár- og kúaheldri girðingu því að á svæðinu gengu bæði sauðfé og kýr, enda fjöldi kúa á Vífilsstaðabúinu. Heiðmerkurgirðingin, sem nú umlykur svæðið, var ekki gerð fyrr en á 7. áratugnum. Það var því fyrsta verk Harðar að girða svæðið með 5 strengja gaddavírsgirðingu. Í fyrstu var girtur af hálfur hektari en nokkrum árum seinna var svæðið stækkað um helming til austurs.
Frá fyrstu tíð dvaldi Hörður megnið af sumrinu í skógræktinni. Fyrsta árið í tjaldi en fljótlega smíðaði hann tjaldundirstöðu úr timbri, þannig að timburgólf var í tjaldinu og aðstaða til eldunar á prímus.

Vífilsstaðavatn

Bakki – jarðhýsi.

Þá var gert jarðhýsi, grafið inn í hlíðina að hálfu og reft yfir með braggajárnum sem hirt voru úr aflóga rústum breskra herbragga á hlíðunum umhverfis vatnið. Í jarðhýsinu voru geymd matvæli og kartöflur enda hitastig nokkuð jafnt allt árið, 1-5°C. Vistir voru sóttar á Hælið og matseljur nestuðu Hörð brýnustu nauðsynjum, mjólk, brauði, eggjum og kaffi. Hann skrapp þó nær daglega á Hælið til að fá a.m.k. einn staðgóðan málsverð og endurnýja mjólkur- og brauðbirgðir.
Árið 1952 reisti Hörður lítinn bústað „fyrir austan vatn“ eins og staðurinn var almennt kallaður í byrjun. Síðar nefndi Hörður staðinn að Bakka. Bústaðinn smíðaði hann í einingum veturinn áður. Hann flutti einingarnar á kanóinum yfir vatnið og bústaðurinn reis á einni helgi með hjálp góðra vina í Hjólbörudeildinni. Þegar bústaðurinn var risinn var hægt að byrja störf fyrr á vorin og halda áfram langt fram á haust.

Vífilsstaðavatn

Bakki – bústaður í smíðum.

Eftir að Hörður loksins útskrifaðist af hælinu árið 1960 var bústaðurinn sumardvalarstaður fjölskyldunnar og á sumrum var Hörður að störfum nær öll kvöld eftir vinnu og flestar helgar sumarsins var dvalið þar við skógrækt og ræktun garðávaxta.
Frá byrjun voru ræktaðar kartöflur, gulrætur, radísur og fleiri garðávextir innan skógræktargirðingar og var það mikil búbót fyrir „útilegukindurnar“ Hörð og Dúnu. Þá má ekki gleyma silungsveiði í vatninu en á þessum árum höfðu starfsmenn og sjúklingar Vífilsstaða einir leyfi til veiða í vatninu. Hörður veiddi mikið af silungi, bæði bleikju og urriða, og ógleymanlegar sælustundir voru þegar nýveiddur silungur var soðinn í eigin vökva, vafinn inn í álpappír, og meðlætið voru nýuppteknar kartöflur.
VífilsstaðavatnFyrsti trjáreiturinn samanstóð af nokkrum birkihríslum. Síðan voru gróðursettar birkihríslur með girðingunni allan hringinn til að mynda skjól fyrir frekari ræktun. Hörður ræktaði plöntur af fræjum í vermireitum og framleiddi því sjálfur megnið af þeim plöntum sem gróðursettar voru í trjáreitnum. Sett var upp vatnsveitukerfi og vatni dælt með bensíndrifinni vatnsdælu til vökvnar plantna og í vermireitum.
Fræja var aflað víða að, m.a. frá Noregi, Síberfu og Alaska. Í skógræktarstarfinu naut Hörður mikillar velvildar bæði Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktar ríkisins en félögin útveguðu honum fræ ýmissa plöntutegunda og kvæma, innlendra sem erlendra.
VífilsstaðavatnVöxtur í reitnum var afar hægur fyrstu árin og áratugina, jarðvegurinn rýr mói. Mikið var notað af kúaskít til áburðar bæði við gróðursetningu og borið á eftir að plöntur fóru að vaxa. Birkið í skjólbeltinu umhverfis reitinn er frekar kræklótt og hægvaxta. Þegar fram liðu stundir og skjól fór að myndast var plantað ýmsum tegundum í skógræktinni. Þar má finna skógarfuru, fjallafuru, lerki, elri, ösp og sjaldséðar tegundir, s.s. fjallaþöll og blæösp.
Markvisst skógræktarstarf var stundað óslitið frá 1940-1977. Eftir það hefur ekki verið plantað í reitinn en grisjað Iítillega af og til. Engin stærri áföll hafa orðið við ræktunina ef frá er talinn skógarbruni sem varð vegna fikts unglinga með eld árið 1972. Ummerki þess eru þó löngu horfin.

Vífilsstaðavatn

Dúna og Hörður við Bakka.

Hörður var andvígur notkun eiturefna og notkun þeirra var því sáralítil við ræktunina alla tíð.  Það má segja að vöxturinn hafi verið afar hægur framan af en eftir fyrstu 40 árin hafi hann tekið rækilega við sér og undanfarin ár hefur verið mikill og góður vöxtur í skóginum. Hæstu tré eru nú um 7-9 metrar, hæstar aspir og greni.
Dúna lést árið 1995 og Hörður árið 1977.“

Heimildir:
-Vífilsstaðir – Sagan í 100 ár 1910-2010, Skógræktarstarf berklasjúklinga, bls. 13.
-Skógræktarritið, 1. tbl. 15.05.2003, Skógrækt við Vífilsstaðavatn, Steinar Harðarson, bls. 79-84.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn.

Garðakirkja

„Séra Þórarinn lét því árið 1879 byggja nýja kirkju í Görðum á eigin kostnað. Hann velur kirkjunni nýjan stað ofar og hærra en aðrar Garðakirkjur höfðu áður staðið og ákvað, að þessi nýja kirkja yrði gjörð af steini og var grjót til hennar tekið úr holtinu fyrir ofan kirkjuna.“
Steinnáman var í Garðaholti ofan við kirkjuna og sjást ummerki hennar enn.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Á vefsíðu Garðakirkju má lesa eftirfarandi fróðleik:
„Garðakirkja í Görðum á Álftanesi er sóknarkirkja Garðasóknar. Kirkja hefur staðið í Görðum frá fornu fari. Garðakirkja var frá upphafi Péturskirkja en algengt var, er menn fóru að reisa kirkjur hér á landi eftir kristnitöku, að þeir helguðu kirkjur sínar Pétri postula. Máldagar greina frá, að Bessastaðakirkja sé í fyrstu talin Maríukirkja og síðar Nikulásarkirkja, og bendir það til þess, að Garðakirkja sé eldri. Í Vilkins-máldaga frá 1397, þar sem skráðar eru allar eignir kirkna í Skálholts- biskupsdæmi, vekur það sérstaka athygli, að eignir Garðakirkju eru þá þegar orðnar ótrúlega miklar, og það svo, að landaeignir hennar munu ekki hafa aukist svo neinu næmi eftir það.

Garðaholt

Garðaholt – steinnáman; loftmynd.

Í þessu felst skýr ábending um háan aldur hennar, því svo miklar eignir hlóðust ekki á kirkjur yfirleitt nema þá á all löngum tíma. Sterk rök virðast því hníga að því, að Garðar séu hin forna landnámsjörð Ásbjarnar Össurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og jafnframt með elstu kirkjustöðum þessa lands.

Í Görðum er fæddur séra Jón Þorkelsson Vídalín (1666-1720), sem var biskup í Skálholti 1698-1720. Jón biskup Vídalín samdi “Guðrækilegar predikanir yfir öll hátíða og sunnudaga guðspjöll” og gaf út í húspostillu sinni, sem prentuð var fyrst á Hólum í Hjaltadal 1718-20.

Vídalínspostilla

Vídalínspostilla.

Árið 1995 var Vídalínspostilla gefin út í fimmtánda sinn, og hefur sú bók lengst, ásamt Passíusálmunum, dugað íslensku þjóðinni til guðrækilegrar iðkunar, allt þar til að húslestrar lögðust af eftir að Ríkisútvarpið tók til starfa og útvarpsmessur hófust árið 1930.

Árið 1875 vísiterar Dr. Pétur Pétursson biskup í Görðum. Þá stóð þar gömul timburkirkja í miðjum gamla hluta kirkjugarðsins og svo hrörleg orðin, að hún verður ekki talin nothæf öllu lengur að dómi biskups. Séra Þórarinn Böðvarsson, sóknarprestur í Görðum og prófastur í Kjalarnesprófastdæmi, hvatti til þess, að kirkjan yrði endurreist en ágreiningur varð um hvort byggja skyldi í Görðum eða í Hafnarfirði og náðist ekki samkomulag. Séra Þórarinn lét því árið 1879 byggja nýja kirkju í Görðum á eigin kostnað. Hann velur kirkjunni nýjan stað ofar og hærra en aðrar Garðakirkjur höfðu áður staðið og ákvað, að þessi nýja kirkja yrði gjörð af steini og var grjót til hennar tekið úr holtinu fyrir ofan kirkjuna.

Þórarinn Böðvarsson

Þórarinn Böðvarsson prestur; 1825-1895.

Þórarinn leggur allan sinn metnað í það, að kirkjan verði svo vönduð og vegleg sem verða má. Til marks um hve vel var vandað til alls, sem að kirkjusmíðinni laut, má geta þess, að þegar Garðakirkja var rifin, nær 60 árum síðar, sást hvergi ryðblettur á þakjárni hennar, og hafði þakið þó aldrei verið málað.

Kirkjuhúsið var hlaðið úr tilhöggnum steini, eins og fyrr er sagt.. Blámálað hvolfþak var í ferhyrndum reitum með gylltri stjörnu í hverjum reit og þótti kirkjan eitt glæsilegasta guðshús landsins á þeim tíma. Ekki hefur fundist skráð hvenær kirkjan var vígð, en trúlega var það á annan í hvítasunnu 1880.

Eftir vígslu nýrrar kirkju í Hafnarfirði hinn 20. desember 1914 er Garðakirkja lögð af sem sóknarkirkja, en kirkjulegar athafnir fóru þó fram í Garðakirkju eftir það, enda sat sóknarpresturinn, séra Árni Björnsson, prestsetrið að Görðum og flutti ekki til Hafnarfjarðar fyrr en um haustið 1928.

Garðaholt

Garðaholt og nágrenni 1903 – herforingjaráðskort.

Séra Árni kom að Görðum frá Reynistað í Skagafirði árið 1913. Hann varð prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 1916. og þjónaði Garðaprestakalli til dauðadags 26. mars 1932.

Útfarir fóru fram öðru hverju frá Garðakirkju þegar jarðsett var í Garðakirkjugarði, einnig eftir að kirkjan var seld í nóvember 1917. og fór síðasta athöfnin fram í maí 1937.
Eftir byggingu Hafnarfjarðarkirkju var söfnuðurinn í fjárþröng. Á aðalsafnaðarfundi 31. október 1915 var smþykkt einróma að selja Garðakirkju og í apríl næsta ár er auglýst eftir tilboðum. Þrjú tilboð bárust og voru opnuð á sóknarnefndarfundi 10. maí. Hæsta tilboðið reyndist sautján hundruð krónur. Horfið var frá því að taka nokkru tilboði þar eð fundinum barst eindregin ósk frá herra Þórhalli Bjarnarsyni biskupi, sem lofaði í þess stað tvö þúsund króna láni úr almennum kirkjusjóði með veði í Garðakirkju. Sú orðsending fylgdi frá biskupi, “að hann mætti ekki til þess hugsa að hið fornmerka kirkjuhús væri niður rifið, og það því fremur, sem Garðakirkja væri minnisvarði þjóðhöfðingjans, Þórarins heitins Böðvarssonar, sem hafði byggt hana og lagt til hennar mjög stóran skerf úr eigin vasa”.

Garðar

Garðar og Garðakirkja 1910.

Á safnaðarfundi 29. október 1916 eru á ný flutt eindregin tilmæli frá Þórhalli biskupi um, að frestað yrði enn að selja Garðakirkju. Biskup hafði þá sótt um heimild stjórnarráðsins um að Garðakirkja yrði keypt af Thorchillisjóði er síðar kæmi þar upp “barnauppeldisstofnun”. Áður en stjórnarráðið svaraði þessu erindi lést biskup hinn 15. desember 1916. Hinn 21. maí 1917 ritar sóknarnefnd eftirmanni hans, herra Jóni Helgasyni biskupi langt bréf með beiðni um að málið yrði tekið upp að nýju en sú málaleitan bar engan árangur. Loks kemur að því, að Garðakirkja er auglýst til sölu öðru sinni. Hinn 11. nóvember 1917 eru tvö tilboð opnuð, hið hærra kr. 2.000 og er báðum tilboðum hafnað. Á fundinn voru komnir þeir Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson og tjá sóknarnefnd að þeir og átta menn aðrir hafi bundist samtökum um að kaupa Garðakirkju, svo að hún yrði ekki rifin niður, og var tilboð þeirra kr. 2.800.

Garðakirkja

Garðakirkja 1938.

Sóknarnefnd samþykkti tilboð þeirra. Þeir aðrir, sem að kaupunum á Garðakirkju stóðu, voru: Carl Proppé, Christian Zimsen, Gunnar Egilsson, Jes Zimsen, Jón Einarsson, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason og Þórarinn Egilsson.
Árið 1938 var Garðakirkja orðin mjög illa farin og turn hennar að falli kominn. Hvorki þeir, sem eftir lifðu af eigendum hennar né sóknarnefnd töldu sér fært að gera á kirkjunni bráðnauðsynlegar endurbætur og fór svo að kirkjan var rifin næsta ár.

Svo var komið um miðja tuttugustu öldina að eftir stóð af Garðakirkju tóftin ein, þak- og gluggalaus og hinir hlöðnu steinveggir Þórarins Böðvarssonar óvarðir fyrir veðri og vindum. Kom jafnvel til tals að brjóta þá niður og flytja grjótið í fyllingu í Hafnarfjarðarhöfn.

Garðakirkja

Garðakirkja 1953.

Því menningarslysi varð þó forðað og komu konurnar í nýstofnuðu kvenfélagi Garðahrepps þar til sögunnar og ákváðu að hefjast handa og endurreisa Garðakirkju. Þær máttu ekki til þess hugsa, að þessi forni og merki kirkjustaður legðist af. Garðar höfðu skipað virðingarsess í íslenskri kirkjusögu um aldir. Meðal fyrstu verkefna Kvenfélags Garðahrepps var endurreisn Garðakirkju. Á fundi félagsins hinn 6. október 1953 voru þrjár konur, þær Úlfhildur Kristjánsdóttir, Dysjum, Ásta G. Björnsson, Reynihlíð og Ólafía Eyjólfsdóttir, Hausastöðum, kosnar í nefnd til að vinna að þessu mikla áhugamáli. Á fundi 11. október 1955 var ákveðið að bæta tveimur konum í nefndina og hlutu kosningu Sigurlaug Jakobsdóttir í Hraunsholti og Helga Sveinsdóttir í Görðum.

Garðakirkja

Garðakirkja 1960.

Á aðalfundi Kvenfélags Garðahrepps 2. febrúar 1954 var lagt fram svohljóðandi afsalsbréf fyrir kirkjunni, eða því sem eftir stóð af henni. “Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju ánafnar Kvenfélagi Garðahrepps fullan eignar- og umráðarétt á veggjum Garðakirkju.” Á sóknarnefndarfundi í Hafnarfirði hinn 25. júní 1956 leggur prófasturinn, séra Garðar Þorsteinsson, fram beiðni Kvenfélags Garðahrepps um að fá að sjá um endurreisn Garðakirkju. Fenginn var arkitekt, Ragnar Emilsson til þess að teikna endurgerð kirkjunnar. Hann jók við turni vestan við hina hlöðnu veggi, sem fyrir voru.

Garðakirkja

Garðakirkja 1966 – endurvígsluárið.

Í turninum var kyndiklefi í kjallara, anddyri með litlu skrúðhúsi og snyrtingu á fyrstu hæð, á annari hæð er söngloft, þ.e. aðstaða fyrir kirkjukór, og á þeirri hæð var byggður söngpallur inn í kirkjuna. Af sönglofti liggur hringstigi upp á milliloft þar sem geymdir eru fermingarkyrtlar o.fl. Af milliloftinu liggur svo hringstiginn áfram upp á klukknaloft, þar sem kirkjuklukkurnar eru, efst í risinu.“

Byggingarmeistari var Sigurlinni Pétursson. Hann lét flytja líparít frá Drápuhlíðarfjalli við Stykkishólm, steypti líparítið í hellur, sem hann lagði síðan um kirkjugólfið. Kvenfélagskonurnar unnu að byggingu kirkjunnar með óbilandi atorku og dugnaði á næstu árum og var Garðakirkja reist úr rústum fyrir þeirra atbeina og endurvígð af séra Sigurbirni Einarssyni biskupi hinn 20. mars 1966.

Heimild:
-https://gardasokn.is/gardakirkja/

Garðakirkja

Garðakirkja – lágmynd Kristjönu Sampers; gjöf Kvennafélags Garðabæjar til kirkjunnar 1996. Þar með var talið að hún hafi endanlega verið endurbyggð.

Vífilsstaðahlíð

Í hundrað ára afmælisblaði Vífilsstaðaspítala árið 2010 er m.a. fjallað um vörðuna „Gunnhildi“ á Vífilssstaðahlíð. Varðan er skammt frá steyptu skotbyrgi frá stríðsárunum sem þar er.

Gunnhildur

Gunnhildur.

„Vistfólk á Vífilsstöðum hlóðu þessa vörðu í Vífilsstaðahlíð fyrir ofan Vífilsstaðavatn og nefndu Gunnhildi. Skýring á nafngiftinni er ekki einhlýt en varðan var notuð sem eins konar hreystipróf. Gæti sjúklingurinn gengið óstuddur að Gunnhildi þótti ljóst að hann væri á batavegi.
Garðabær hefur komið upp fræðsluskilti í námunda við Gunnhildi fyrir fólk sem leggur leið sína í Vífilsstaðahlíð til að njóta útsýnis þar.
Skammt frá vörðunni er skotbyrgi frá síðari heimsstyrjöldinni. Á tímaili kölluðu fáfróðir eða gamansamir menn vörðuna „Gunhill“, en sú nafngift lagðist fljótlega af aftur.“
Varðan hefur verið „hlaðin“ smám saman á fyrri hluta síðustu aldar. Reyndar getur Gunnhildur varla talist til vörðu því hún er miklu fremur grjóthrúga, líkri dys, sem í hefur verið kastað steinum í gegnum tíðina.

Heimild:
-Vífilsstaðir, Sagan í 100 ár 1910-2010, Gunnhildur í Vífilsstaðahlíð, bls. 30.

Gunnhildur

Gunnhildur – Vífilsstaðaspítali fjær.

Vífilsstaðavatn

Við vestanvert Vífilsstaðavatn eru fjögur skilti; upplýsingaskilti, fiskaskilti, fuglaskilti og blómaskilti. Á hinu fyrstnefnda má lesa eftirfarandi:

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – friðlýsing.

„Vífilsstaðavatn og nágrenni var friðlýst sem friðland 2. nóvember 2007. Markmiðið með friðlýsingunni er að friða og vernda vatnið, lífríki þess og nánasta umhverfi ásamt því að auka útivistargildi svæðisins. Með friðlýsingunni er almenningi tryggður réttur til að njóta ósnortinnar náttúru til framtíðar.

Lífríki friðlandsins
Friðlandið er um 188 hektarar að stærð og þar af er vatnið 27 hekarar. Fá vötn á Íslandi hafa jafn fjölskrúðugt lífríki og Vífilsstaðavatn. Lindarvatnið er hreint og ómengað. Hér hefur náttúran fengið að þróast nánast óáreitt. Seiðum hefur aldrei verið sleppt í vatnið.

Fiskar
Í vatninu er meðal annars bleikja, urriði, áll og hornsíli. Hornsílin í vatninu eru óvenju smávaxin, flest minni en 5 cm. Árið 2002 fundust kviðgaddalaus hornsíli í vatninu. Þau eru einstök í íslenskri náttúru og hafa einungis fundist á örfáum stöðum í heiminum. Hornsílin í Vífilstaðavatni varpa nýju ljósi á þróunarsögu hryggdýra.

Fuglar

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – fuglaskilti.

Álft, grágæs og ýmsar endur, eins og skúfönd, stokkönd og toppönd, setja mikinn svip á vatnið frá vori fram á haust og hinn skrautlegi flórgoði verpir hér. Sinfónía sumarsins er síðan fullkomnuð af mófuglum í kjarrinu og mólendinu kringum vatnið þar sem mest ber á þúfutittlingi, skógarþresti og hrossagauki. Til að tryggja náttúrlegt jafnvægi er mikilvægt að gefa fuglum ekki brauð eða annað fóður. Þannig er einnig dregið úr hættu á ofauðgun og því að óæsklegir fuglar laðist að vatninu.
Á varptíma 15. apríl til 15. ágúst er öll umferð utan stíga óheimil í friðlandinu.

Gróður

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – gróðurskilti.

Gróðurfar er fjölbreytt, mólendis- og mýrargróður ásamt fjölbreyttum trjágróðri.

Nafnið Vífilsstaðavatn?
Vífill var leysingi Ingólfs Arnarssonar, landnámsmanns, annar tveggja þræla sem fann öndvegissúlur hans og fékk Vífill frelsi fyrir. Hann byggði bæ sinn að Vífilsstöðum.

Gunnhildur í Vífilsstaðahlíð
Gunnhildur er varða sem berklasjúklingar hlóðu uppi á Vífilsstaðahlíð. Það var talið mikið batamerki ef berklasjúklingar á Vífilsstöðum komust upp að vörðunni án þess að hósta upp blóði. Slóðin upp að Gunnhildi er kölluð Heilsustígur.
Skammt frá vörðunni er skotbyrgi frá síðari heimstyrjöldinni. Útsýnisskilti er í námunda við Gunnhildi, þaðan er víðsýnt í um 100 m hæð yfir sjó.

Trjálundurinn Bakki

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – fiskaskilti.

Bakki tengist sögu berklasjúklinga á Vífilsstöðum. Hörður Ólafsson, sjúklingur á Hælinu, fékk leyfi til að girða af reit í hlíðinni norðaustan við VVífilsstaðavatn. Afkomendur Harðar eiga nú Bakka sem er opinn göngufólki til að njóta fjölbreyttra trjátegunda og ekki síst fuglalífs svo sem stara sem koma í flokkum til næturdvalar.

Umgengni
Útivistarstígurinn umhverfis vatnið er um 2.6 km langur og tekur um 40 mínútur að ganga hann. Göngum vel um náttúruna og vinnum ekki spjöll á henni né skiljum eftir rusl. Óheimilt er að spilla náttúrlegu gróðurfari, trufla dýralíf og hrófla við jarðmyndunum og öðrum náttúrminjum í friðlandinu. Kveikið ekki elda né á grillum.

Hundar

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – örnefni.

Samkvæmt samþykkt um hundahald skulu hundar alltaf vera í taumi og ávallt skal fjarlægja saur eftir hunda.
Öll umferð hunda er bönnuð í friðlandinu á varptíma frá 15. apríl til 15. ágúst.

Umferð vélknúinna ökutækja í friðlandinu er aðeins leyfð á vegum vegna þjónustu við friðlandið. Allar siglingar eru óheimilar á friðlýstu vatniu. Engin tjaldstæði eru í friðlandinu. Veiði er heimil í Vífilsstaðavatni á tímabilinu 1. apríl til 15. september. Veiðileyfi fæst með veiðikortinu.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – upplýsingaskilti.

Garðakirkja

Sævar Tjörvason sendi FERLIR eftirfarandi:

Garðakirkja

Garðakirkja 1966.

„Garðakirkja á sér merka sögu. Byggingarsaga hennar hefur að mestu verið endurgerð en erfitt virðist vera að rekja sögu einstakra muna og myndverka sem tilheyra kirkjunni í dag. Finn t.d. ekkert um veggmyndina (sexæringur) fyrir ofan kirkjuhurð Garðakirkju.

Finn ekkert um hana þegar ég fletti upp ýmsum gögnum um Garðakirkju enda er myndin ekki svo gömul.
Þessi veggmynd vísar til árabátatímabilsins. En höndin og sérstök stelling handar og fingra gefa einhver skilaboð væntanlega til sjómanna fyrri tíma. Þetta verk er því afar symboliskt. Stend alveg á gati fyrir utan að ekkert er að finna um sögu verksins og listamannsins. Væri þér þakklátur ef þú gætir bjargað mér í land.

Kristjana Samper

Kristjana Samper.

PS: Afi minn (f. 1872) ólst upp á Bakka sem landbrotið tók fyrir langa löngu. Í verbúð sem heyrði undir Pálshús. En séra Þórarinn Böðvarsson skólaði hann.
Þessi afi minn varð einn nafntogaðisti sjóari þess tíma. Um ævi hans og síðustu för hans frá Hafnarfirði til Keflavíkur orti Örn Arnarsson kvæðið Stjáni blái.“

Lágmyndin framan á Garðakirkju var gerð í tilefni 30 ára endurvígslu kirkjunnar. Hún er af táknmynd Páls postula eftir listakonuna Kristjönu Samper. Þá var sagt að Garðakirkja væri fullbyggð.

Garðakirkja

Garðakirkja – andyrið og lágmyndin.

Lágmyndin er frá 1996 og var staðsett yfir ytra andyri kirkjunnar. Hún er úr grásteini, kostuð af Kvenfélagi Garðabæjar (kostaði kr. 189.614) og á að tákna, sem fyrr sagði, Pál postula með vísan til atvinnuhátta Garðahverfinga fyrrum þar sem árabáturinn er annars vegar.

Lágmyndarinnar er ekki getið í nýútgefnu veglegu afmælisritverki Hafnarfjarðarkirkju þar sem eitt ritið af þremur fjallar nær einungis um Garðakirkju.

„Kærar þakkir fyrir ómakið. Kem iðulega við þarna vegna tengsla við afa minn sem Þórarinn Böðvarsson hafði mikil áhrif á. Síðast staldraði ég við veggmyndina og sá að hún smellpassaði þarna – rétt áður en áhöfnin, og börn, gestir sóknarinnar ganga inn í kirkjuskipið. Vel til fundið.“ – Sævar

Heimild:
-Rit Kvenfélags Garðabæjar 2023 – 70 ára, Menning og mannúð, Ágrip af sögu Kvenfélags Garðabæjar tímabilið 2003-2023.

Garðakirkja

Garðakirkja – lágmynd ofan við andyrið.

Urriðavatn

Við göngustíg norðan Urriðavatns (Urriðakotsvatns) eru sex fuglaskilti. Stígurinn er hluti af hringleiðgönguleið umhverfis vatnið. Á skiltunum má lesa eftirfarandi fróðleik:

1. Álft

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.

„Álftin er stærst íslenskra fugla, tígurlegur fugl með hljómmikla rödd sem minnir á lúðrablástur. Álftin er félagslyndur fugl nema yfir varptímann, en þá verja þær hreiður sitt og unga af hörku. Álftin hefur lengi verið yrkisefni íslenskra skálda.“

2. Heiðlóa
„Með algengari varpfuglum á láglendi hér á landi og helst að finna í þurrum móum og hraunum. Fáir fuglar eru jafn elskaðir og lóan og um hana hafa mörg stórskáldin samið lofkvæði.“

3. Skógarþröstur

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.

„Skógarþrösturinn er brúnleitur með rauðbrúnar síður. Hann verpir í kjarrlendi og skógum þar sem hann kemur oft haganlega ofinni hreiðurkörfunni fyrir á grein. Ef skógarþrestir flykkjast að bæjum að voru eða hausti var talið að von væri á vondum veðrum.“

4. Flórgoði
„Verpir í flothreiður sem falið er í störinni í vötnum og tjörnum. Í tilhugalífinu á vorin má sjá tilkomumikinn dans á vatnsskorpunni þar sem fuglarnir rísa upp og þenja út gula fjaðrakambana.“

5. Stokkönd

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.

„Stokköndin er hálfkafari, teygir sig eftir bontngróðri en uppúr stendur afturendinn og stélið. Hún er útbreiddasta öndin, verpir í flestum heimshornum. Stokköndin er formóðir festra „tegunda“ alianda. Staðfugl og er hér allt árið um kring.“

6. Skúfönd
„Kafönd sem er algeng á grunnum tjörnum og vötnum þar sem hún kafar eftir smádýrum og sílum. Verpir oft í nábýli við kríur og máfa sem vara hana við og verja hættum frá rándýrum.“

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.

Maríuhellar

Við bifreiðastæði við Heiðmerkurveg sunnan Maríuhella er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Maríuhellar

Maríuhellar – skilti.

„Maríuhellar er samheiti á þremur hellum á landamerkjum Urriðavatns og Vífilsstaða, Vífilsstaðahelli, Urriðakotshelli og Draugahelli.
Tveir fyrstnefndu hennarnir voru áður fyrr notaðir sem fjárhellarr en víða í Búrfellshrauni er að finna hella og skúta sem voru fjárskjól. Fjárhellar eru fornleifar og friðaðir samkvæmt þjóðminjalögnum.
Maríuhellar eru líklega kenndir við Maríu guðsmóður. Í landamerkjalýsingu Urriðakots frá 1890 er talað um „Fjárhellra mót Vífilsstöðum sem fyrrum hjetu Maríuhellar“. Ef til vill var talið gæfulegt fyrir féð að kenna fjárhellana við hana.

Draugahellir er vestastur Maríuhella, um 65-70 m langur inn í botn en er mjög lágur innst. Inngangurinn í hann er um þrönga gjótu sem liggur niður með vegg hraunrásarinnar og stórgrýtis úr hrundu loftinu.

Maríuhellar

Maríuhellar – skilti.

Urriðakotshellir er sá hellir sem mest ber á, opin hraunrás í miklu jarðfalli, 24 m. á lengd. Gengið er ofan í hann að vestanverðu og niður nálega 20 m langa rás uns komið er í grasi gróið jarðfallið. Í framhaldi af því heldur rásin áfram inn í sal og er gat í háu loftinu þar sem sér til himins. Fremst í hellismunnanum eru hleðslur og gólfin bera merki þess að þarna var fé geymt. Í jarðfallinu fyrir framan skútann mótar fyrir hleðslum. Virðist vera hús þar og ef til vill kví.

Vífilsstaðahellir er nyrstur Maríuhella. Hann er í hraunkatli, kanturinn liggur norðvestur og austur og er 19 m langur. Hægt er að ganga beint inn í hann til norðurs í stóru jarðfalli og einnig beggja vegna í kantinum. Þegar farið er inn í eystri rásina er gengið utan í hrauni annars vegar og rásveggnum hins vegar. Á gólfinu í hellinum sést að hann hefur verið fjárskjól. Hleðslur eru ekki greinilegar við opið og þar hefur orðið mikið hrun.

Urriðakotshellir

Urriðakotshellir.

Jónshellar eru þrír skútar og ekki hluti af maríuhellum. Þá er að finna rétt norðan við Draugahelli. Enn skútinn er sýnu mestur, um 50 m langur, og annar hefur greinilega verið fjárskjól. Hleðsla er fremst í þeim skútanum en fyrir innan er slétt moldargólf.

Margir hraunhellar eru þekktir í Búrfellshrauni, s.s. Hundrametrahellir (Fosshellir) (102 m), Níutíumetrahellir (93m), Rauðshellir (65 m), Ketshellir (22 m), Kershellir (34 m), Hvatshellir (50 m), Sauðahellir syðri (Þorsteinshellir) (43 m), Sauðahellir nyrðri (32 m), Skátahellir syðri (237 m), Skátahellir nyrðri (127 m), Hraunsholtshellir (23 m), Vatnshellir (23 m), Sauðaskjólið (12 m), Selgjárhellir syðri (8 m) og Selgjárhellir eystri (11 m).“

Skammt norðan við Urriðakotshelli er forn gróinn stekkur.

Urriðakotshellir

Urriðakotshellir (Maríuhellar).

Hofsstaðir

Fornleifarannsóknir við Hofsstaði hófust árið 1994 en árið 1985 komu í ljós minjar sem bentu til búsetu á þessum stað á 10. eða 11. öld. Í Minjagarðinum eru þrír margmiðlunarsjónaukar sem gefa gestum færi á að skyggnast inn í fortíðina en auk þess hafa fræðsluskilti verið uppfærð.

Merkar fornminjar í miðbæ Garðabæjar

Hofsstaðir

Hofsstaðir – minjagarður.

Bæjarstjórn Garðabæjar óskaði eftir að Þjóðminjasafn Íslands tæki að sér fornleifarannsókn á svæðinu þar sem minjarnar komu í ljós við jarðrask vegna framkvæmda við leikskólann Kirkjuból árið 1985. Forkönnun fór fram árið 1989 en sjálf rannsóknin hófst árið 1994. Í torfveggnum, sem var meðal minja, fannst aska frá landnámstíma og sömuleiðis í soðholunni sem einnig var uppgötvuð.

Hofsstaðir

Hofsstaðir – minjagarður.

Ákveðið var að byggja Minjagarð og varðveita þannig merkar fornminjar og gera umhverfið fræðandi, aðlaðandi og aðgengilegt fyrir gesti. Niðurstöður fornleifarannsóknanna varpa mikilvægu ljósi á líf og starf fólks við upphaf byggðar á tímum landnáms og stórhug fyrstu íbúa Garðabæjar en landnámsskálinn er að öllum líkindum frá lokum 9. aldar og með stærri skálum sem fundist hafa á Íslandi. Efni á upplýsingaskiltum og margmiðlunarsjónaukum er byggt á fornleifarannsókninni.

Í Minjagarðinum eru 6 upplýsingaskilti með eftirfarandi texta:

Minjagarður á Hofsstöðum
HofsstaðirHér má sjá minjar af reisulegum skála, heimili landnámsfólks, sem stóð á Hofsstöðum alveg frá landnámi fram á tóftu öld.
Minjagarðurinn gefur vísbendinu um hvernig var umhorfs á þessum stað til forna. Torfveggirnir sýna ytri mörk skálans á síðasta byggingarskeiði hans og leifar af stóru hringlaga gerði voru látnar halda sér.
Bæjar á þessums tað er ekki getið í ritheimildum fyrr en seint á fjórtándu öld, lögu eftir að hann var byggður. Fornleifar á þessu svæði fundust af tilviljun við jarðrask árið 1986. Fornleifarannsókn á Hofsstöðum fór svo fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og garðabæjar á árabilinu 1994-2000.
Hægt er fá enn betri innsýn í líf fólksins á Hofsstöðum á öldum áður með því að horfa í gegnu sjónaukana hér í garðnum.

Landnámsbýli
HofsstaðirSkálar voru algengustu íveruhús Íslendinga til forna.
Skálinn á Hofsstöðum er óvenju stór. um það bil 8×30 metrar að ummáli, en þó í fullu samræmi við norræna byggingarhefð á þjóðveldisöld.
Hellur voru lagðar í anddyri skálans og stétt framan við hann en að öðry leyti var moldargólf. Veggirnir voru nær engöngu úr strengjatorfi og þörfnuðustviðgerðar árlega. Ítrekað voru gerðar breytingar og endurbætur á skálanum á meðan búið var í honum.
Á miðju gólfi fannst langeldur með flötum baksturshellum og merki um að setið hefði verið á upphækkuðum bekkjum til beggja hliða. Langeldurinn var um tevir metrar á lengd. Þar vann fólk, skemmti sér, mataðist og hvíldist.

Íbúar á Hofsstöðum
HofsstaðirFyrstu íbúarnir í Garðabæ höfðu nautgripi, kindur, geitur og svín, réru til fiskjar, ófu klæði og ábreiður, smíðuðu úr járni og báru fagra skartgripi. Hér á Hofsstöðum hafa meðal annars fundist soðholur með dýrabeinum, járnsmiðja, brunnur, gerði og túngarður umhverfis heimatúnið.
Hofsstaðir standa í landnámi Ingólfs Arnarssonar og Hallveigar Fróðadóttur en engar heimildir eru til um hver eða hverjir hafi búið hér. Fer þó ekki á milli mála að hér hefur ríkt stórbóndi á sinni tíð og minjarnar benda til þess að hann hafi haft tengsl við Noreg. Miðað við stærð skálans gætu hafa búið hér 30 manns.
Nafnið á bænum gefur auk þess til kynna að hér hafi staðið hof í heiðni.

Forngripir
HofsstaðirÝmsir forngripir hafa fundist á Hofsstöðum. Í vegghleðslu gerðisins fannst kringlótt næla úr brosni, 3.1 sentimetri að þvermáli, hæst í miðju, skreytt með samfléttuðu dýri í stíl sem kennt er við Jalangur, jóska héraðiðr Jellinge á Jótlandi. Jalungursstíll var algengur á Norðurlöndum á tíundu öld.
Að minnsta kosti einn hringprjónn fannst á svæðinu en hann er brotinn og því hvorki hægt að greina aldur hans né uppruna. Hringprjónar voru eingum notaðir til að taka saman skikkju á brjóstinu.
Þá fundust einnig kljásteinar og snældursnúðar úr vefstólum, vaðsteinar í fiskinet og ýmis verkfæri, svo sem sleggjurm kvarnasteinar, hnífar, brýni og tinna til eldsláttu. Lóks má nefna pottabrot úr norsku klébergi.

Vefstofa
HofsstaðirUm vefnað á Hofsstöðum vitnar fjöldi kljásteina úr vefstólum og snældursnúðar. Snældusnúðarnir eru flestir úr klébergi, sem er mjúk steintegund sem var flutt hingað á landnámsöld, sennilega frá Noregi. Steininn er hægt að tálga með hnífi og einnig er hann eldfastur og hentar því vel í potta og önnur suðuílát.
Vestaðurinn var í norðurenda skálans, innan hlaðinna veggja. Á slíkum kljásteinavefstöðum er talið að konur hafi ofið vaðmál frá upphafi landnáms og fram á nítjándu öld. Þettavar erfitt verk, vefkonan varð að standa upprétt og ganga til og frá við vefstaðinn og slá upp fyrir sig með þungri vefjaraskeið, oft úr hvalbeini.
Allur klænaður var ofinn í slíkum vefstofum og var vaðmál helsta útflutningsvara landsmanna.

Soðholur
HofsstaðirTvær soðholur, öðru nafni seyðar, fundust á Hofsstöðum, önnur óvenjulega stór. Þær eru sérstakar fyrir þær sakir að ahfa verið utandyra en kki innanhúss eins og algengast var.
Í soðholunum var soðinn matur. Þær voru fullar af eldbrunnum steinum og brenndum dýrabeinum. Aldursgreining bendir til þess að síðast hafi verið eldað í þeim á tíundu eða elleftu öld.
Dýrabeinin gefa mikilvægar upplýsingar um fæðu fólks, hvers konar búskap landnámsfólkoð stundaði, efnahag og lífsviðurværi. Einnig hvaða dýrategundir fólk veiddi sér til matar. Í soðholunum voru mest svína- og kindabein en einnig bein úr hrossum og nautgripum. Engin fugla- eða fiskbein fundust á Hofsstöðum, þó ekki sé vafi á að íbúar þar hafi róið til fiskjar og veitt fugla.

Forsagan

Landnám

Ingólfur og fjölskylda í Reykjavík.

Ingólfur Arnarson er jafnan talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Hann kom fyrst til Íslands ásamt systur sinni Helgu Arnardóttur og fóstbróður sínum og mági, Hjörleifi Hróðmarssyni, til landkönnunar í kringum 867. Þeir komu svo til að nema land á Íslandi í kringum 870, þó hefð sé að miða við 874. Ingólfur hafði verið gerður útlægur frá heimkynnum sínum í Dalsfirði í Firðafylki í Noregi og ákvað því að flytja til Íslands. Framhald þess málatilbúnaðar er þegar þekkt, ef marka má skrif Landnámu.

Ingólfshöfði

Ingólfshöfði – MWL.

Ingólfur er sagður hafa haft vetursetu í Ingólfshöfða sinn fyrsta vetur á Íslandi. Í Íslendingabók segir svo: „Ingólfr hét maðr norrænn, er sannliga er sagt, at færi fyrst þaðan til Íslands, þá er Haraldr inn hárfagri var sextán vetra gamall, en í annat sinn fám vetrum síðar. Hann byggði suðr í Reykjarvík. Þar er Ingólfshöfði kallaðr fyr austan Minþakseyri, sem hann kom fyrst á land, en þar Ingólfsfell fyr vestan Ölfossá, er hann lagði sína eigu á síðan“.

Hofsstaðir

Hofsstaðir.

Sagan segir að hann hafi kastað öndvegissúlum sínum fyrir borð áður en hann kom að landi og svarið að setjast að þar sem þær kæmu að landi, vegna þess að þar myndu goðin vilja að hann byggi. Hann sendi svo þræla sína Karla og Vífil til að leita þeirra, og fundu þeir þær við Arnarhvol í Reykjavík. Sú leit tók 3 ár. Ingólfur settist að í Reykjavík en landnám hans náði á milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út. Kona Ingólfs var Hallveig Fróðadóttir og áttu þau saman soninn, Þorstein.
Þorsteinn Ingólfsson erfði skv. venju foreldra sína af eftirstöðvum Reykjavíkurlandnámsins, þ.e. Reykjanesskagann allan, sem faðirinn hafði þá reyndar þegar úthlutað verulega ríflega til ættingja og vina.

Þingnes

Uppgraftarsvæði á Þingnesi við Elliðavatn.

Erfðirnar höfðu þ.m. takmarkast til mikilla muna og gerðu það að verkum að Reykjavíkurbærinn varð smám saman, með tímanum, svipur hjá sjón. Þorsteinn eftirgaf þó, um stund, meðan hann hafði ráð og völd, lítinn landsbleðil til „leiðarþings“, skv. eigin tilskipan, við Elliðavatn ofan Reykjarvíkur, millum bæjar og vonarspils Alþingisins á Þingvöllum.
Þorsteinn var frumburður Ingólfs, en ekki minna máli í sögunni skiptu fyrirliggjandi ættingjar og velþóknandi duglegir þrælar er gerðu landnámið upphaflega mögulegt. Á meðan Þorsteinn tileinkaði sér Elliðavatn fékk þrællinn Vífill land á Vífilsstöðum, og fékk þar með Vífilsvatn til umráða, en ekki mikið meira. Er líklegt að áður hafi Ingólfur ánafnað systur sinni Helgu álitlegra jarðnæðið neðanvert, nær sjó, er þá hlaut nafnið „Hofsstaðir“. Ekki er ólíklegt að Helga hafi tekið upp og haft í heiðri fyrrum sið föður síns.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifauppgröftur neðan bæjarins; fornt sel frá Hofstöðum.

Arnarnes er t.a.m. nálægt örnefni með vísan í Arnarhól og tengsli forfeðranna við upprunann. Síðar komu í framhaldinu ýmis „Ingólfs“-örnefnin, sem enn lifa í fornum skrifum.

Helga hafði m.a. um tíma selstöðu við Urriðavatn, við eitt af hinum þremur nálægum meginvötnum landnámsins, þ.e. auk Elliðavatns og Vífilsstaðavatns. Þess vegna er rangt að tala um „landnámsmann“ á Hofsstöðum. Þar ríkti kona fyrr á öldum, líklega ein af fáum slíkum skörungum á þeim tíma er lagði ríka áherslu á vefnað. Hvort hún átti eiginmann, fryðil eða lagskonu er hvergi getið í skriflegum heimildum. Þrátt fyrir allt það hefur búinu verið vel við haldið fyrstu árhundruðin.
Ekki er ólíklegt að meginskilyrði þrælsins Vífils fyrir frelsinu, skv. Landnámu, hafi átt að ætla honum systur Ingólfs þar til verndar fjarri bæ landnámsmannsins…

Heimildir m.a.:
https://www.gardabaer.is/mannlif/menning-og-listir/minjagardur-ad-hofsstodum/

Hofsstaðir

Hofsstaðir – upplýsingaskilti: S1 – seyðir, S2 – Hofsstaðir, S3 – Landnámsbærinn, S4 – Fólkið, S5 – Gripir og S6 – Vefstaðurinn.