Færslur

Vatnsleysuströnd

“Af Íslands næstum 5 þúsund kílómetra löngu strandlengju eru það ekki nema tiltölulega stuttir kaflar í ýmsum landshlutum, sem bera heitið strönd og gefin eru sérstök nöfn: Hornstrandir, Barðaströnd, Svalbarðsströnd o.s.frv. 

Kalfatjorn-505

Sumstaðar heitir önnur hliðfjarðanna strönd — hin ekki: Hvalfjarðarströnd, Berufjarðarströnd. Á það vitaralega sínar orsakir þótt ekki verði þær hér raktar. Og ekki er ætlunin að huigleiða frekar þessi strandanöfn heldur að bregða sér í heimsókn á þá ströndina, sem næst liggur Reykjavík —Vatnsleysuströndina — þennan óhjákvæmilega tengilið milli Innnesja og Suðurnesja þegar á landi er farið. Áður en steypti vegurinn var lagður, lá leiðin skammt ofan við bæina, sem standa í slitróttri röð niður undir sjávarmáli. Nú eru þeir nánast horfnir hinum fjölmenna hópi vegfarenda á hraðakstri þeirra suður Strandaheiði. Það er aðeins ef manni verður á að líta upp þegar sveigt er inn í Kúagerði. Þá blasa við hinar reisulegu byggingar á Vatnsleysunum báðum — hinni minni og stærri. Þannig er Ströndin að hverfa fjöldanum í hraða og flýti nútímasamgöngutækni. Við þessa löngu strönd hefur mörg fleytan farizt bæði stór og smá. Ágúst í Halakoti telur, að á árunum 185—1928 hafi 78 manns drukknað af bátum af Ströndinni. En fleiri skip hafa farizt á þessum slóðum en fiskibátarnir úr sjálfu plássinu. Hér rétt framundan Kálfatjörn var það, að póstskipið frá Danmörku — Svalan — strandaði í norðanbyl þann 6. desember 1791. Voru þá liðnir 72 dagar frá því að hún lagði út frá Kaupmannahöfn og farþegar eðlilega orðnir langþreyttir er þá hafði velkt svo lengi í hafi. Meðal þeirra var nýútskrifaður lögfærðingur Benedikt Gröndal Jónsson, sem hafði verið skipaður varalögmaður sunnan og austan. Hann vildi ekki taka sér gisting á Ströndinni, heldur hraða för sinni sem mest
hann mátti til Reykiavíkur til að taka við embætti sínu. En kapp er bezt með forsjá. Hann komst ekki lengra en að Óttarsstöðum, þar sem hann hneig máttvana niður í snjóskafl, kalinn á höndum og fótum. Var hann borinn til bæjar, þar sem hann fékk hjúkrun. Það sem eftir var vetrar dvaldi hann í Görðum hjá sr. Markúsi stiptprófasti í Görðum á Álftanesi. Svo var það 1. desember 1908, að fyrsti togari Íslands, Coot, var að draga kútterinn Kópanes til Hafnarfjarðar.
Þá tókst svo slysalega til að Kópanes slitnaði aftan úr, en dráttartaugarnar flæktust í skrúfu togarans. Rak síðan bæði Kalfatjorn-506skipin stjórnlaust undan straumi og vindi og bar að landi við Keilisnes sunnanvert eða á Réttartöngum seint um kvöldið. Mannbjörg varð, en hvorugu skipinu varð bjargað. Þannig varð Ströndin hinzti „hvílustaður” fyrsta íslenzka togarans.
Em víkjum nú aftur til landsins. Ströndin er líka að hverfa í annarri merkingu heldur en þeirri, að við verðum hennar lítt eða ekki vör á ferð okkar til Suðurnesja. Hún er að verða önnur nú en áður hún var. Þetta pláss var áður aðalhlutinn, þungamiðjan í hátt í þúsund manna sveitarfélagi, sérstakt prestakall með skóla og landsfrægum homopata, aðsetur blómlegrar útgerðar og með talsverðum landbúnaði eftir því sem um er að ræða á hrjóstrum Suðurnesja.

rodur-501

Hér á þessari löngu strönd voru sumir mestu stórútgerðarmenn síðustu alda enda í nánd við fiskisælustu mið landsins — gullkistunia undir Vogastapa. — Þetta var áður en Englendingurinn kom og skóf botninn og tók lifibrauðið frá landsins börnum, sem horfðu uppgefin og úrræðalaus á eyðinguna úr landi. Það er átakanleg saga, einn skuggalegasti þátturinn í öllum okkar dapurlegu samskiptum við erlent ofurefli.
Stórútgerðarmenn Strandarinnar á síðustu öld hétu margir Guðmundar, hver Guðmundurinn öðrum meiri að útsjón og athafnasemi. Þar var t.d. Guðmundur frá Skjaldarkoti Ívarsson á Brunnastöðum, sem stundaði sjó í 50 ár. Hann átti og gerði út allt upp í 7 skip, gat valið úr mönmum en tók aldrei drykkjumemn á skip sín.

Coot-501

Um vertíðina hafði hann yfir 50 manns í heimili. Því stjórnaði af fyrirhyggju og skörungsskap, kona Guðmundar Katrín Amdrésdóttir. Hún var systir sr. Magnúsar á Gilsbakka. — Guðmundur á Auðnum var einn ríkasti bóndi á Ströndinni, varð formaðuir 17 ára, fljótt hinn „mesti útsjónarmaður til afla fanga og græddi á tá og fingri.” Frostaveturinn 1881 gerði hann út 6 skip og 2 báta. Eitt Skipanna var sponhúsa nýtt. Það hét Framfari. Formaður á því var Ólafur Runólfsson úr Biskupstungum. Einn háseta hans var Kristleifur á Kroppi. Undir lokin „dreymdi mig,” sagði Ólafur, „að ég væri kominn austur að Skálholti og væri að hátta þar ofan í rúm hjá henni mömmu minni.” Næsta dag hvolfdi Framfara á heimsiglingu í ofsaveðri. Fórst Ólafur þar og skipshöfn hans nema 2 menn, sem bjargað var af kili. Annar þeirra var Kristleifur. Hefur hann gefið ógleymanlega lýsingu á þessum atburði í sagnaþáttum sínum, Mun sú frásögn ógjarnan hverfa úr minni þeim, sem lesið hafa.

Vatnsleysustrond-201

Einn, kunnasti Guðmundur Síðustu aldar á Vatnsleysuströnd og víðar var Guðmundur Brandsson alþingismaður í Landakoti. Hann drukknaði að eins 47 ára gamali á heimleið úr kaupstaðarferð til Hafnarfjarðar 11. október 1861. „Missti þar Suðurland einn af hinum merkustu og beztu bændum sínum”. (Annáll 19. aldar). Tvennum sögum fer um hvernig lík Guðmundar fannst. Árni Óla segir í Strönd og Vogar, að Þorkell í Flekkuvík sem þá var 11 ára heima hjá foreldrum sínum.”(Annáll 19. aldar). Stekkjarvík, rekið á þeim stað er bát þeirra Guðmundar hafði borið að landi slysdaginn. Hins vegar segir Kristleifur á Kroppi, að vorið 1914 hafi hann verið samskipa manni ofan úr Borgarnesi til Reykjavíkur. Sá hét Andrés, summan úr Keflavík, gamall og grár fyrir hærum.

Vatnsleysustrond-202

Hann hafði lengi verið formaður á Vatnsleysuströnd. Tal þeirra Kristleifs barst að drukknun Guðmundar Brandssonar. Daginn eftir slysið fóru bátarnir að reyna að slæða upp líkið. Andrés var meðal leitarmanna. „En það kom fyrir ekki,” sagði gamli Andrés, „þangað til við tókum með okkur hana. Og þegar við vorum búnir að róa nokkurn tíma aftur og fram um sjóinn, þá fór haninn að gala. Var þá lík Guðmundar Brandssonar þar í botni, sem bátinn bar yfir, er haninn galaði. Var það þá slætt upp samstundis.” Einn af sonum Guðmundar Brandssonar var Guðmundur, sem bjó eftir hann í Landakoti. Hann var ekki eins mikiu útgerðar- og aflamaður og nafnar hans, sem hér hafa verið nefndir, en hann var sjálfmenntaður félags- og menningarfrömuður sveitar sinnar, hreppstjóri, kirkjuhaldari og organisti á Kálfatjörn um áratugi.

Vatnsleysustrond-203

Mun þá óvíða hafa verið komið hljóðfæri í kirkjur utan Reykjavíkur. Kona Guðmundar var Margrét Björnsdóttir frá Búrfelli í Grímsnesi. Er skemmtileg og greinagóð frásögn um kvonfang Guðmundar í Árnesingaþáttum Skúla Helga sonar. Þau Margrét voru barnlaus. Hún var talin góð kona og mikil húsmóðir. Var umgengni öll og heimilisbragður í Landakoti til sannrar fyrirmyndar. Þessi Guðmundasaga er vitanlega framhliðin á blómaskeiði Vatnsleysustrandarinnar: Dugnaður, framtak, rúmur efnahagur, stórútgerðin, reisuleg hús, fjölmenn heimili, risna, höfðingsbragur. — En þarna átti lífið sínar skuggahliðar eins og alltaf. Þeim lýsir Kristleifur á Kroppi þanmig: „ Umhverfis þessi stórbændabýli voru fjöldamörg þurrabúðarhús — byggð úr torfi og grjóti — þröng og óvistleg í mesta máta, aleiga þeirra sem í þeim bjuggu og lifðu þar við sult og seyru.”

Vatnsleysustrond-204

En það væri ekki rétt mynd af lífinu á Ströndinni í gamla daga, ef ekki væri drepið á annað em útgerð og aflabrögð. Að vísu var sjósóknin draumur næturinnar og innihald daganna, það er að segja hinna rúmhelgu daga. En helgidagurinn bar annan svip — bar nafn með rentu — þá fjölmenntu Strandarmenn í helgidóm sinn — kirkjuna á Kálfatjörn. Þar hefur kirkja staðið frá öndverðri kristni og fram á þennan dag. Það þurfti að vera stórt hús, þar sem sóknin var svo fjölmenn og fjöldi aðkomusjómennina á vertíðinni.
Vatnsleysustrond-205Núverandi kirkja er frá árinu 1893, reist fynir forgöngu Guðmundar í Landakoti, stórt hús og reisulegt. Árið 1935 fékk hún mikla viðgerð og var útliti henmar þá mikið breytt. Fylgir grein þessari mynd af kirkjunni í hinu gamla formi. Mun margur minnast hennar ekki sízt vegna turnsins, sem var nokkuð sérstæður. Á hann voru málaðir gluggar sem úr fjarlægð líktust munkum eða prestum hemipuklæddum. En að innan er kirkjan eins og hún var í upphafi, meira að segja sama málningin. Hún var framkvæmd af dönskum manni, sem hét Bertelsen. Til hennar hefur ekki verið kastað höndunum. Á 75 ára afmæli kirkjunnar rakti Erlendur á Kálfatjörn sögu hennar í glöggu og skemmtilegu erindi. Gat hann þess, að fyrir byggingu grunnsins hefði staðið Magnús steinsmiður Árnason, Reykvíkingur að uppruna, en þá búandi í Holti í Hlöðuneshverfi. Er grunnurinn hið mesta snilldarverk og sér ekki á honum enn í dag. Það var líka haft eftir kirkjusmiðnum, Guðmundi Jakobssyni, að aldrei hefði hann reist húis á jafnréttum grunni sem þessum,

Kalfatjarnarkirkja-505

Efni allt til kirkjunnar var flutt á dekkskipi og skipað upp á árabátum, öllum unnum við, en stórtré öll lögð í fleka og róin til lands. Aðrir tóku svo við og báru upp og heim að Kálfatjörn. Hafði verið mikið kapp í ungum mönnum að vinna sem mest að þessu og að verkið gangi fljótt og vel. Gengu menn að morgni heiman frá sér um klukkutíma gang, þeir sem lengst áttu, og heim aftur að kvöld bóndi í Þórustöðuum. Hann var sonur Guðmundar alþingismann Brandssonar í Landakoti. Egill var lærður trésmiður, hagleiksmaður og þótti framúrskarandi vel virkur. Smíðaði hann mörg hús á Ströndinni á þessum tíma. Stendur eitt þeirra enn í dag, íbúðarhús á Þórustöðum.
Vatnsleysustrond-206Nú mun engri fleytu ýtt úr vör á Vatnsleysuströnd á vetrarvertíð. Samt er fjarri lagi að útgerðin og sjósóknin sé horfin úr hreppnum. Hún hefur öll flutzt suður í Voga, þar sem sköpuð hefur verið aðstaða til að stunda sjóinn á stórum vélbátum og verka aflann eins og markaðurinn krefst á hverjum tíma. Utan um þá aðstöðu er nú að rísa hið myndarlegasta þorp. En íbúarnir á Ströndinni sækja sumir vinnu sína út úr hreppnum eða stunda landbúskap — aðallega sauðfjárrækt. Þess má sjá merki og það þarf maður að muna þegar maður ekur að sumarlagi hratt og greitt suður steinsteypta veginn á Strandaheiði. Þá er það ekki óvenjulegt að dilkar — fleiri eða færri — séu á beit með fram veginum, gerandi sér erindi yfir hann án þess að gæta að umferðinni. En sjálfsagt fer nú þesum kindum að fækka, því að Stórráð sveitarfélanna í Reykjaneskjördæmi ku hafa það á stefnuskrá sinni að fækka sauðfé en fjölga sálfræðingum.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Sr. Gísli Brynjólfsson,25. janúar 1970, bls. 8-9 og 14.

Ferlir

FERLIRsfélagar á göngu um Almenningsveginn á Vatnsleysuströnd.

Básendar

Í Lesbók Morgunblaðsins árið a978 má lesa eftirfarandi um Básendaför eftir sr. Gísli Brynjólfsson:
“Rosmhvalneshreppur (rosmhvalur=rostungur) náði yfir Keflavík, Leiru, Garð og Miðnes. Miðnesið er geysilangt — ekki veit ég hvað margir km. Það byrjar með bæjunum Kolbeinsstöðum og Hafurbjarnarstöðum fyrir sunnan Skaga og nær alla leið suður að Ósabotnum, sem skilur Nesið frá Höfnunum. Í gamla daga var byggðin dreifð um alla þessa löngu strandlengju, að vísu nokkuð svo í hverfum. Sá stórfróði Suðurnesjamaður, Magnús Þórarinsson (f. 1879 d. 1964) sem var alveg einstæður sérfræðingur í Miðnesinu bæði til lands og sjávar, telur upp a.m.k. 9 útróðrastaði (varir) á Nesinu. — Langbestur þeirra var Sandgerði enda fór það svo, að Sandgerði dró til sín s.a.s. alla miðnesinga. Og raunar langtum fleira fólk, því að nú er þar saman komið hátt í 1000 manns, blómleg byggð fallegra einbýlishúsa, sem fjölgar óðfluga, en hin gamla dreifða byggð um Miðnesið endilangt er nú ekki nema svipur hjá sjón. En sú var ekki meiningin, að fara að fjölyrða um vaxtarbrodd útgerðarstaðanna á Suðurnesjum. Hér er ekki nútíðin — því síður framtíðin — á dagskrá. Fjarri fer því.
Basendar 1978Hér skal litið um öxl — a.m.k. tvær aldir aftur í tímann — og litast um á þeim slóðum þar sem allt fór í auðn árið fyrir aldamótin 1800. Og hefur ekki verið byggð síðan. Þetta eru Básendar fyrir eina tíð syðsta byggðin á Miðnesi en tók af í flóðinu mikla, sem við plássið er kennt — Básendaflóðið — aðfaranótt 9. janúar 1799. —
Ekki eru Básendar kunnir fyrir útræði heldur sem pláss þar sem „útnesjafólkið fátækt og spakt” varð að leggja inn fiskinn sinn hversu léttur, sem hann reyndist, því að reizlan var bogið og lóðið var lakt eins og Grímur kvað í sínu kunna kvæði.
Bærinn Básendar var byggður í Stafneslandi upþhaflega hvenær skal ekki sagt. Þar var ekki mikið um fiskirí enda var Stafnes sjálft frá fornri tíð eitthvert besta útver og þaðan skemmst í fiskileit á öllu Miðnesi. Frá Stafnesi gengu líka konungsbátarnir. Hefur það eflaust verið nokkur hagur fyrir verzlunina að vera í næsta nágrenni við útgerð þeirra. Bæði enskir og þýskir hafa verzlað á Básendum fyrr á öldum. Gekk á ýmsu í viðskiptum þeirra þar eins og víðar við Faxaflóa og á Suðurnesjum. Eitt sinn (árið 1645) kom hollenskt skip á Básenda. Á því var íslenskur maður, Einar Þórðarson, — og verzlaði þar.
basendar brunnur 221Árið 1640 var tekin upp sigling til Básenda eftir nokkurt hlé. Hélst svo, þar til verslun lagðist þar alveg niður. Verslunarsvæðið var Hafnir og Miðnes. Þó voru merkin ekki gleggri en svo, að mikil deila og málaferli urðu milli Básenda og Keflavíkurkaupmanns um nyrstu bæina á Miðnesi (Kirkjuból, Kolbeinsstaði og Hafurbjarnarstaði). Höfðu bæir þessi sótt verslun ýmist til Keflavíkur eða Básenda. Gekk dómur í málinu 1693 á þá leið, að svo skyldi standa, sem verið hefði að undanförnu. — Voru menn því litlu nær. Þetta kom þó kki að sök þegar sami kaupmaðurinn verzlaði á báðum stöðunum. Þá ber þess að geta, að Grindavík var a.m.k. annað veifið einskonar útibú frá Básendum. Fengu Grindvíkingar styrk til að flytja afurðir sínar til Básenda og úttektina heim. Samt var Básendaverzlunarsvæði fámennt og innleggið misjafnt. Það fór vitanlega eftir því, hvernig fiskaðist. Básendar voru dæmigerð fiskihöfn mótsett sláturhöfn, þar sem sveitabændur voru aðalviðskiptamennirnir.
Básendar voru því fámennur staður. Þar var lítið um að vera nema í kauptíðinni, sem stóð misjafnlega lengi fram eftir sumri eftir því hvenær kaupmanni þóknaðist að læsa búðinni og hætta að höndla, ef enginn var eftirliggjarinn.
basendar 229Næst síðasti kaupmaðurinn á Básendum hét Dines Jesþersen. Þegar hann hætti, lokaði hann búðinni 16. ágúst 1787. Mundi þá engin vara fást þar fyrr en næsta vor. Bændur í Rosmhvalaneshreppi með hreppstjóra og prest í fararbroddi kærðu þetta til Skula fógeta, töldu að með þessu væri mestum hluta sveitarinnar stefnt í opinn dauðann, skepnur voru fáar sökum grasleysis s.l. sumar, afli svo rýr s.l. vertíð, að „kauðstaðarvaran hrökk ekki fyrir vorum þungbæru skuldum”. En nógar matvörur lágu lokaðar inni í kaupstaðnum engum til nota nema mús og maur. En fólkið má deyja úr hor og hungri, kónginum og föðurlandinu til skaða.
Engum trúði þetta fólk betur til að rétta sinn hag heldur en honum, sem yfir rummungum reiddi hátt, réttar laganna sverð. Skúli brást heldur ekki trausti þeirra. Hann rak nauðsyn hinna bágt stöddu Suðurnesjamanna við Levetzone stiftamtmann, sem úrskurðaði, að eftir nýjárið mætti sýslumaður opna Básendabúð og láta fólkið fá nauðsynjar sínar, vitanlega eftir ströngustu útlánsreglum.
Þrír menn hafa lýst ummerkjum á Básendum síðan þar varð auðn.
Um það bil hálfri öld eftir Básendaflóð var Magnús Grímsson, síðan prestur á Mosfelli, f. 1825 d. 1860, á ferð um Reykjanes til að athuga fornminjar.
basendar-230Um Básenda segir sr. Magnús, að á nesinu milli voganna sjáist greinilega rústir af Básendabænum. Það hefur verið lítill bær með vör niður undan út í norður-voginn. Litlu ofar eru rústir af búðinni og vöruhúsinu, 11 faðmar á lengd og 7 á breidd. Vestan þess var stór og mikill sjóvarnargarður. Ofan við vöruhúsið var kaupmannsúsiö. Utan um það hefur verið 200 ferfaðma garður. „Allar þessar rústir sýnast hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar,… undirstöður hrundar, mjög skörðóttar.”
Inn í höfnina var vandratað, en legan góð. Kaupskipin munu hafa legið í syðri voginum bundin 4 eða 5 festum, „það kölluðu þeir svínbundið”. Tvo af festarboltunum sá sr. Magnús, ferkantaða járnstólpa með gati og digrum járnhring ryðbrunna mjög. Alls munu festarboltarnir hafa verið níu, 5 í fjörunni, 4 á útskerjum. Brunnur hafði verið á Básendum — djúpur og góður. Á botni hans var eikarkross og svo hver tunnan upp af annarri, svo að eigi félli saman. Nú fullur af sandi. —
Af örnefnum telur sr. Magnús þessi: Brennitorfa þar sem kaupmenn höfðu brennt út gamla árið. Nokkru sunnar er Draughóll þar sem sjómenn höfðu rótað í dys fornri án þess að finna nokkuð fémætt. Í suður frá Draughól eru klettar tveir allháir með nokkurra faðma millibili — Gálgaklettar. Áttu Básendamenn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn þegar þá greindi mjög á við einhverja. Lýsing V.G.
basendar-231Næsta lýsing á Básendum er frá 1919. Þá var þar á ferð Vigfús fræðimaður Guðmundsson, og skrifaði síðan um Básenda og Básendaflóð í 3.h. Blöndu. Er oft og víða til hennar vitnað enda V.G. viðurkenndur nákvæmur og natinn fræðimaður. V.G. segir, að enn sjáist miklar leifar mannvirkja á Básendum: Fimm sambyggðar kofatætlur þar sem bærinn stóð grunnur vöruhússins, 20 m á lengd og 12—15 m á breidd og tveir húsgrunnar aðrir, en hæst og norðaustur á hraunrimanum telur V.G. að útihúsin hafi staðið. Þá getur hann um brunninn, fullan af sandi, kálgarð 400 m2 og lítil, kringlótt fiskbirgi, þar sem fiskurinn var verkaður í skreið. — Á þangi vaxinni klöpp, 42 m frá húsgrunninum stóra, stendur gildur járnfleinn, 30 cm hár. Hann er steyptur í klöppina með bræddu blýi. Í gati á teininum er brot af hring. Í hann voru skipin á legunni bundin. Síðan rekur V.G. verzlunarsógu Básenda, segir frá flóðinu og síðasta kaupmanninum. Lýsing M.Þ.
Sá þriðji, sem ritað hefur um Básenda, er Magnús Þórarinsson fyrrnefndur. Hans skrif er að finna í Safnritinu: Frá Suðurnesjum — „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi.” — Magnús stráir um sig í örnefnum í krafti kunnleika síns og stálminnis. — Hann nefnir Stóra og Litla-Básendahól. Þarna er Gunnusandur, framan við hann Róklappir, Rósandur, Rósker, — fyrir utan það er skerjagarðurinn: Básendasker. Innan þeirra er ílangt lón — höfnin — með bindibolta á skerjum og klöppum í kring. Suðurtakmörk hafnarinnar eru við Arnbjarnarhólma. Þá nefnir Magnús Kuðungavík og Djúpuvík með Svartakletti. Ofan við hana eru Dauðsmannsklappir en sunnan hennar Skarfurð og Skarfurðartangi. Fram af henni er flúð, sem sjaldan kemur upp úr sjó. Hún heitir Vefja. Þar suður af er Stólsvík. í henni er klettur, nokkuð frá landi, oft alsetinn skörfum og ber nafnið Tómasarstóll. Tilefni þess er ókunnugt.
basendar-234Þá skal láta lokið þessari þurru nafnarunu. Það getur verið næsta girnilegt til fróðleiks að reika um þessa auðu strönd og skoða myndir náttúrunnar eftir nafnaskrá hinna fróðu manna. — Hitt er allt annað en auðvelt, að setja sér fyrir sjónir mannlífið á Básendum meðan þar var annar aðal verzlunarstaður Suðurnesja. í kauptíð var þarna vitanlega mikið fjör og líf, ys og umferð, innlegg og úttekt. Og brennivínsstaup fyrir innan disk.
Utan kauptíðar var hér oftast aðeins fámennt heimili. Hér var hvorki búskapur né útræði í stórum stíl. Árið 1703 bjó á Básendabæ Árni Þorgilsson 47 ára með konu sinni Jódísi Magnúsd. 12 árum eldri, og dóttur þeirra Steinunni 17 ára. Þau höfðu vinnumann og vinnukonu. Hjá þeim er Árni Jónsson (60 ára) stjúpfaðir Jódísar, veikburða. Loks er Rasmus, eftirliggjari á Básendum. Þ.e. vetursetumaður til eftirlits fyrir kaupmanninn.
Næstu áratugi fara ekki sögur af fólkinu á Básendum. Síðan er það að þakka sr. Sigurði Sívertsen á Útskálum, að við vitum hverjir bjuggu þar á síðari hluta 18. aldar. Hann ritaði sálnaregistur Hvalsnesþings 1758—1790 upp úr rotnum, sundurlausum blöðum. Það manntal sýnir, að á Básendum fjölgaði mikið um 1780. Þá eru þar til heimilis hátt í 20 manns: Kaupmaðurinn, Dines Jespersen, 40 ára, kona hans, 2 börn og tökubarn, pige (stofustúlka), beikir og kona hans, 2 drengir (námspiltar við verzlunarstörf) ráðsmaður, vinnumaður og vinnukona. Auk þess er þar Ingjaldur Pétursson tómthúsmaður með fólki sínu.
Hér verður ekki sagt frá Básendaflóðinu fræga, enda eru myrkar hamfarir náttúrunnar víðs fjarri blíðu þessa bjarta dags. En benda má þeim, sem um það vilja fræðast á frásögn Hansens kaupmanns, og birt er í fyrrnefndri grein V.G. í Blöndu. — Það er allt að því átakanlegt, að lesa um það, hvernig flóðaldan hrífur kaupmanninn, þennan „almáttuga” mann og allt hans fólk, hrekur þau stað úr stað uns þau bjargast upp á baðstofupallinn í Loddu (Lúðvíksstofu), nær „örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki” og var tekið þar af mestu alúð og hjartagæzku. Þannig kastaði Básendaflóðið síðustu kaupmannsfjölskyldunni á Básendum í fang eins fátæks hjáleigubónda, sem barg henni frá bráðum bana.
Þessi síðasti Básendakaupmaður — Hinrik Hansen — hefur ekki fengið neitt slæman vitnisburð í verzlunarsögunni. Það er því ekki hans sök, að yfir Básendum hvílir dökkur skuggi áþjánar og einokunar, ekki síður en öðrum selstöðuverzlunum. Þar hafa skáldin haft sitt til málanna að leggja. Ólína Andrésdóttir segir í þulu um Geirfuglasker:
Görpum þótti gífurlega geigvæn sú för,
en betri samt en björg að sækja í Básenda vör.
Betra samt en björg að sækja Básendum að, ræningjarnir dönsku réðu þeim stað. Og allir kannast við kvæði Gríms; „Bátsenda þundarinn” um hann Tugason með bognu reizluna og laka lóðið svo „létt reynist allt sem hún vó”.
Þá kemur skörungurinn Skúli fram á sviðið og réttir hlut hins fátæka útnesjafólks:
Hann skrifaði lítið og skrafaði fátt
en — skörungur var hann í gerð
og yfir rummungum reiddi hann hátt
réttar- og laganna sverð.
Þetta er hressileg blaðsíða í Básendasögunni.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 9 júlí 1978, bls. 6-7 og 12.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Járngerðarstaðir

Sr. “Gísli Brynjólfsson skrifaði um Grindavíkurhverfin í Lesbók Morgunblaðsins árið 1967:
“Fljótlega eftir að fólk tók sér bólfestu í Grindavík, hafa þar byggst einar sex sjálfstæðar jarðir auk Ísólfsskála, sem er drjúgan spöl austan við aðalbyggðina. Í rekaskrá Skálholtsstaðar frá 1270 er getið bæði um Járngerðarstaði og Þorkötlustaði. Í landi þriggja þessara jarða hafa svo verið reistar hjáleigur, grasbýli og tómthús, með mjög takmarkaðar landsnytjar enda afkoman svo að segja að öllu leyti byggð á sjónum. Hefur fjöldi þeirra sjálfsagt verið nokkuð misjafn, þeim hefur fjölgað þegar vel fiskaðist, en fækkað svo aftur á móti á aflaleysisárum. Þess vegna mynduðust fljótt 3 hverfi í Grindavík og var nokkurt jafnvægi í byggðinni fram á síðustu ár eins og eftirfarandi tölur sýna:
1703 1822 1940 1966
Staðarhverfi 53 41 44 0
Járngerðarstaðahv. 44 68 270 829
Þorkötlustaðahv. 60 51 203 118
thorkotlustadahverfi-229Í manntalinu 1703 er getið um 2 tugi lausamanna og marga, sem voru á sveitarframfæri. Auk þeirra, sem áttu lögheimili í plássinu safnaðist svo til Grindavíkur mikill fjöldi útróðrarmanna á vertíðinni eins og gerist enn í dag. Frá Grindavík reru skip Skálholtsstóls eins og úr fleiri verstöðvum, enda átti
Skálholtskirkja allar jarðirnar nema Húsatættur. Sú jörð var konungseign. Árni Magnússon getur þess, að frá Þorkötlustöðum rói áttrætt skip Skálholtsstaðar, annað frá Hópi og 3—4 frá Járngerðarstöðum, en á Hrauni lagðist útgerð stólsins niður eftir að „skipið forgekk” árið 1700. Þann vetur voru veður ofsaleg, segir Espólín, — urðu skiptapar miklir, fleiri en 20 á Suðurnesjum og í Gullbringusýslu. Á þeim týndist hálft annað hundrað manna og 129 af þeim á föstudaginn seinastan í Góu, á einni eykt. Þá hafa verið daprir dagar í Grindavík.
Þegar rituð verður saga Grindavíkur, kemur eflaust sitthvað í leitirnar, sem bregður ljósi á tilveruna í þessari verstöð, þótt lítt hafi hún sjálfsagt verið frábrugðin því sem tíðkaðist í sambærilegum plássum annars staðar. Einni slíkri mynd af landinu og lífinu í Grindavik er brugðið upp í Ferðabók Mackenzie’s er hann kemur þangað á ferð sinni um Suðurnes í ágúst 1810.
stadur-229Honum sýnist landið auðar og ömurlegar eyðimerkur hrauna og sanda, þar sem hvergi sér stingandi strá. Hvergi bregður fyrir neinu, sem gleður augað eða léttir lundina. Loks nálgast þeir byggðina, nokkra kofa á ströndinni. Út úr þeim kemur fólkið — karlar, konur og krakkar, skriðu út úr þessum hreysum eins og maurar úr þúfum. Það glápir á gestina í forundran „enda vorum við fyrstu útlendingarnir á þessum slóðum. Mackenzie hafði meðmælabréf til Mr. Jóns Jónssonar. Spurðu þeir uppi mann með því nafni og fengu honum bréfið. Mr. Jón er síðhærður gráskeggur og þegar hann er búinn að setja upp gleraugun og fer að lesa bréfið, minnir hann helzt á yfirbiskup í rétttrúnaðarkirkjunni.
— En þetta er ekki sá rétti Jón heldur er þeim vísað á annan Jón, — eina mílu í burtu. Þegar þangað var komið, var sá Jón ekki heima, en birtist samt von bráðar og bauð þeim í bæinn, sem þeim var mjög á móti skapi að þiggja og notuðu fyrsta tækifæri til að komast aftur út undir bert loft.
Kringum tjald þeirra félaga safnaðist fólkið — um 30 manns á öllum aldri, gerðist all-nærgöngult, að því er þeim fannst, og fór ekki fyrr en komið var fram á nótt og regnið og rokið rak það heim. Sökum óþrifnaðar og af ótta við sjúkdóma, vildu þeir ferðalangarnir hafa sem minnst saman við íbúana að sælda.
Hraun-229Það er allt annað en glæsileg mynd, sem þessi erlendi ferðalangur dregur upp af Grindvíkingum, háttum þeirra og híbýlum. Ekki er ótrúlegt, að hann hefði gefið þeim annan og betri vitnisburð, hefði hann kynnzt þeim í starfi þeirra og stríði við Ægi, sjósókn þeirra og siglingum, farið með þeim í einn róður þegar mátulega golaði, kynnst útsjón og áræði farsælla formanna og dugmikilla háseta. Enginn maður í atvinnulífi Íslendinga hefur verið jafn mikilsvirtur og góður, aflasæll formaður. Hann hafði enn meiri völd og virðingu skipshafnar sinnar heldur en húsbóndi á sveitabæ naut hjá hjúum sínum, enda aðstaðan að sumu leyti önnur, þar sem líf hásetanna var ósjaldan í hendi hans.
Hraun var eitt fjölmennasta heimilið í Grindavík á þessum árum. Voru þar 17 manns heimilisfastir. Þar bjó Jón hreppstjóri og dannebrogsmaður Jónsson, 78 ára, frá Járngerðarstöðum. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Sigríður Jónsdóttir frá Ásólfsstöðum í Eystrihrepp. Var hún 15 árum eldri heldur en bóndi hennar. Þau voru barnlaus. Sigríður dó á jóladaginn 1839 „af innvortis sjúkdómi”. Næstu tvö árin var Kristin systir Jóns fyrir búi hans, en 1841 fluttist til hans 25 ára gömul stúlka austan undan Eyjafjöllum, Guðbjörg Gísladóttir, fædd á Lambafelli 10. marz 1815. Fyrsta ár sitt á Hrauni var Guðbjörg talin þar vinnukona, því næst bústýra, en haustið 1842 þ. 7. október, Járngerðarstaðarhverfi. gaf sr. Geir Backmann þau Jón hreppstjóra saman í Staðarkirkju. Þá var brúðguminn 54 ára, en brúðurin 27 ára.
Þau Hraunshjón eignuðust þrjú börn: Jón, dó vikugamall, Sigríður, fædd 29. janúar 1851. Hún giftist Hafliða Magnússyni. Bjuggu þau á Hrauni og eignuðast mörg börn. Guðbjörg, fædd 30. jan. 1859, giftist Gísla Hermannssyni frá Buðlungu. Þau bjuggu einnig á Hrauni. Jón á Hrauni var hinn merkasti maður. Bær hans var hinn allra reisulegasti í sókninni, segir sr. Geir í sóknarlýsingu sinni. Hann lét byggja þrjú mikil timburhús, slétta túnið og byggja um það grjótgarð mikinn, grafa afardjúpan brunn, sem úr fékkst all-gott vatn, en vatnsskortur var einn aðalókostur jarðarinnar. Sá var annar, að þaðan var ekki útræði á vetrum og höfðu Hraunsmenn uppsátur á Þorkötlustaðanesi. „En nú er velnefndur hreppstjóri að láta búa til vör fyrir sunnan túnið, vinnur þar að með mikilli atorku og víst þó töluverðum kostnaði að hverju sem verður” (sóknarlýsing). Hann andaðist á Hrauni, tæplega sjötugur 3. maí 1894.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 15. október 1967, bls. 10-11 og 13.

Grindavík

Grindavík 1963.