“Af Íslands næstum 5 þúsund kílómetra löngu strandlengju eru það ekki nema tiltölulega stuttir kaflar í ýmsum landshlutum, sem bera heitið strönd og gefin eru sérstök nöfn: Hornstrandir, Barðaströnd, Svalbarðsströnd o.s.frv.
Sumstaðar heitir önnur hliðfjarðanna strönd — hin ekki: Hvalfjarðarströnd, Berufjarðarströnd. Á það vitaralega sínar orsakir þótt ekki verði þær hér raktar. Og ekki er ætlunin að huigleiða frekar þessi strandanöfn heldur að bregða sér í heimsókn á þá ströndina, sem næst liggur Reykjavík —Vatnsleysuströndina — þennan óhjákvæmilega tengilið milli Innnesja og Suðurnesja þegar á landi er farið. Áður en steypti vegurinn var lagður, lá leiðin skammt ofan við bæina, sem standa í slitróttri röð niður undir sjávarmáli. Nú eru þeir nánast horfnir hinum fjölmenna hópi vegfarenda á hraðakstri þeirra suður Strandaheiði. Það er aðeins ef manni verður á að líta upp þegar sveigt er inn í Kúagerði. Þá blasa við hinar reisulegu byggingar á Vatnsleysunum báðum — hinni minni og stærri. Þannig er Ströndin að hverfa fjöldanum í hraða og flýti nútímasamgöngutækni. Við þessa löngu strönd hefur mörg fleytan farizt bæði stór og smá. Ágúst í Halakoti telur, að á árunum 185—1928 hafi 78 manns drukknað af bátum af Ströndinni. En fleiri skip hafa farizt á þessum slóðum en fiskibátarnir úr sjálfu plássinu. Hér rétt framundan Kálfatjörn var það, að póstskipið frá Danmörku — Svalan — strandaði í norðanbyl þann 6. desember 1791. Voru þá liðnir 72 dagar frá því að hún lagði út frá Kaupmannahöfn og farþegar eðlilega orðnir langþreyttir er þá hafði velkt svo lengi í hafi. Meðal þeirra var nýútskrifaður lögfærðingur Benedikt Gröndal Jónsson, sem hafði verið skipaður varalögmaður sunnan og austan. Hann vildi ekki taka sér gisting á Ströndinni, heldur hraða för sinni sem mest
hann mátti til Reykiavíkur til að taka við embætti sínu. En kapp er bezt með forsjá. Hann komst ekki lengra en að Óttarsstöðum, þar sem hann hneig máttvana niður í snjóskafl, kalinn á höndum og fótum. Var hann borinn til bæjar, þar sem hann fékk hjúkrun. Það sem eftir var vetrar dvaldi hann í Görðum hjá sr. Markúsi stiptprófasti í Görðum á Álftanesi. Svo var það 1. desember 1908, að fyrsti togari Íslands, Coot, var að draga kútterinn Kópanes til Hafnarfjarðar.
Þá tókst svo slysalega til að Kópanes slitnaði aftan úr, en dráttartaugarnar flæktust í skrúfu togarans. Rak síðan bæði skipin stjórnlaust undan straumi og vindi og bar að landi við Keilisnes sunnanvert eða á Réttartöngum seint um kvöldið. Mannbjörg varð, en hvorugu skipinu varð bjargað. Þannig varð Ströndin hinzti „hvílustaður” fyrsta íslenzka togarans.
Em víkjum nú aftur til landsins. Ströndin er líka að hverfa í annarri merkingu heldur en þeirri, að við verðum hennar lítt eða ekki vör á ferð okkar til Suðurnesja. Hún er að verða önnur nú en áður hún var. Þetta pláss var áður aðalhlutinn, þungamiðjan í hátt í þúsund manna sveitarfélagi, sérstakt prestakall með skóla og landsfrægum homopata, aðsetur blómlegrar útgerðar og með talsverðum landbúnaði eftir því sem um er að ræða á hrjóstrum Suðurnesja.
Hér á þessari löngu strönd voru sumir mestu stórútgerðarmenn síðustu alda enda í nánd við fiskisælustu mið landsins — gullkistunia undir Vogastapa. — Þetta var áður en Englendingurinn kom og skóf botninn og tók lifibrauðið frá landsins börnum, sem horfðu uppgefin og úrræðalaus á eyðinguna úr landi. Það er átakanleg saga, einn skuggalegasti þátturinn í öllum okkar dapurlegu samskiptum við erlent ofurefli.
Stórútgerðarmenn Strandarinnar á síðustu öld hétu margir Guðmundar, hver Guðmundurinn öðrum meiri að útsjón og athafnasemi. Þar var t.d. Guðmundur frá Skjaldarkoti Ívarsson á Brunnastöðum, sem stundaði sjó í 50 ár. Hann átti og gerði út allt upp í 7 skip, gat valið úr mönmum en tók aldrei drykkjumemn á skip sín.
Um vertíðina hafði hann yfir 50 manns í heimili. Því stjórnaði af fyrirhyggju og skörungsskap, kona Guðmundar Katrín Amdrésdóttir. Hún var systir sr. Magnúsar á Gilsbakka. — Guðmundur á Auðnum var einn ríkasti bóndi á Ströndinni, varð formaðuir 17 ára, fljótt hinn „mesti útsjónarmaður til afla fanga og græddi á tá og fingri.” Frostaveturinn 1881 gerði hann út 6 skip og 2 báta. Eitt Skipanna var sponhúsa nýtt. Það hét Framfari. Formaður á því var Ólafur Runólfsson úr Biskupstungum. Einn háseta hans var Kristleifur á Kroppi. Undir lokin „dreymdi mig,” sagði Ólafur, „að ég væri kominn austur að Skálholti og væri að hátta þar ofan í rúm hjá henni mömmu minni.” Næsta dag hvolfdi Framfara á heimsiglingu í ofsaveðri. Fórst Ólafur þar og skipshöfn hans nema 2 menn, sem bjargað var af kili. Annar þeirra var Kristleifur. Hefur hann gefið ógleymanlega lýsingu á þessum atburði í sagnaþáttum sínum, Mun sú frásögn ógjarnan hverfa úr minni þeim, sem lesið hafa.
Einn, kunnasti Guðmundur Síðustu aldar á Vatnsleysuströnd og víðar var Guðmundur Brandsson alþingismaður í Landakoti. Hann drukknaði að eins 47 ára gamali á heimleið úr kaupstaðarferð til Hafnarfjarðar 11. október 1861. „Missti þar Suðurland einn af hinum merkustu og beztu bændum sínum”. (Annáll 19. aldar). Tvennum sögum fer um hvernig lík Guðmundar fannst. Árni Óla segir í Strönd og Vogar, að Þorkell í Flekkuvík sem þá var 11 ára heima hjá foreldrum sínum.”(Annáll 19. aldar). Stekkjarvík, rekið á þeim stað er bát þeirra Guðmundar hafði borið að landi slysdaginn. Hins vegar segir Kristleifur á Kroppi, að vorið 1914 hafi hann verið samskipa manni ofan úr Borgarnesi til Reykjavíkur. Sá hét Andrés, summan úr Keflavík, gamall og grár fyrir hærum.
Hann hafði lengi verið formaður á Vatnsleysuströnd. Tal þeirra Kristleifs barst að drukknun Guðmundar Brandssonar. Daginn eftir slysið fóru bátarnir að reyna að slæða upp líkið. Andrés var meðal leitarmanna. „En það kom fyrir ekki,” sagði gamli Andrés, „þangað til við tókum með okkur hana. Og þegar við vorum búnir að róa nokkurn tíma aftur og fram um sjóinn, þá fór haninn að gala. Var þá lík Guðmundar Brandssonar þar í botni, sem bátinn bar yfir, er haninn galaði. Var það þá slætt upp samstundis.” Einn af sonum Guðmundar Brandssonar var Guðmundur, sem bjó eftir hann í Landakoti. Hann var ekki eins mikiu útgerðar- og aflamaður og nafnar hans, sem hér hafa verið nefndir, en hann var sjálfmenntaður félags- og menningarfrömuður sveitar sinnar, hreppstjóri, kirkjuhaldari og organisti á Kálfatjörn um áratugi.
Mun þá óvíða hafa verið komið hljóðfæri í kirkjur utan Reykjavíkur. Kona Guðmundar var Margrét Björnsdóttir frá Búrfelli í Grímsnesi. Er skemmtileg og greinagóð frásögn um kvonfang Guðmundar í Árnesingaþáttum Skúla Helga sonar. Þau Margrét voru barnlaus. Hún var talin góð kona og mikil húsmóðir. Var umgengni öll og heimilisbragður í Landakoti til sannrar fyrirmyndar. Þessi Guðmundasaga er vitanlega framhliðin á blómaskeiði Vatnsleysustrandarinnar: Dugnaður, framtak, rúmur efnahagur, stórútgerðin, reisuleg hús, fjölmenn heimili, risna, höfðingsbragur. — En þarna átti lífið sínar skuggahliðar eins og alltaf. Þeim lýsir Kristleifur á Kroppi þanmig: „ Umhverfis þessi stórbændabýli voru fjöldamörg þurrabúðarhús — byggð úr torfi og grjóti — þröng og óvistleg í mesta máta, aleiga þeirra sem í þeim bjuggu og lifðu þar við sult og seyru.”
En það væri ekki rétt mynd af lífinu á Ströndinni í gamla daga, ef ekki væri drepið á annað em útgerð og aflabrögð. Að vísu var sjósóknin draumur næturinnar og innihald daganna, það er að segja hinna rúmhelgu daga. En helgidagurinn bar annan svip — bar nafn með rentu — þá fjölmenntu Strandarmenn í helgidóm sinn — kirkjuna á Kálfatjörn. Þar hefur kirkja staðið frá öndverðri kristni og fram á þennan dag. Það þurfti að vera stórt hús, þar sem sóknin var svo fjölmenn og fjöldi aðkomusjómennina á vertíðinni.
Núverandi kirkja er frá árinu 1893, reist fynir forgöngu Guðmundar í Landakoti, stórt hús og reisulegt. Árið 1935 fékk hún mikla viðgerð og var útliti henmar þá mikið breytt. Fylgir grein þessari mynd af kirkjunni í hinu gamla formi. Mun margur minnast hennar ekki sízt vegna turnsins, sem var nokkuð sérstæður. Á hann voru málaðir gluggar sem úr fjarlægð líktust munkum eða prestum hemipuklæddum. En að innan er kirkjan eins og hún var í upphafi, meira að segja sama málningin. Hún var framkvæmd af dönskum manni, sem hét Bertelsen. Til hennar hefur ekki verið kastað höndunum. Á 75 ára afmæli kirkjunnar rakti Erlendur á Kálfatjörn sögu hennar í glöggu og skemmtilegu erindi. Gat hann þess, að fyrir byggingu grunnsins hefði staðið Magnús steinsmiður Árnason, Reykvíkingur að uppruna, en þá búandi í Holti í Hlöðuneshverfi. Er grunnurinn hið mesta snilldarverk og sér ekki á honum enn í dag. Það var líka haft eftir kirkjusmiðnum, Guðmundi Jakobssyni, að aldrei hefði hann reist húis á jafnréttum grunni sem þessum,
Efni allt til kirkjunnar var flutt á dekkskipi og skipað upp á árabátum, öllum unnum við, en stórtré öll lögð í fleka og róin til lands. Aðrir tóku svo við og báru upp og heim að Kálfatjörn. Hafði verið mikið kapp í ungum mönnum að vinna sem mest að þessu og að verkið gangi fljótt og vel. Gengu menn að morgni heiman frá sér um klukkutíma gang, þeir sem lengst áttu, og heim aftur að kvöld bóndi í Þórustöðuum. Hann var sonur Guðmundar alþingismann Brandssonar í Landakoti. Egill var lærður trésmiður, hagleiksmaður og þótti framúrskarandi vel virkur. Smíðaði hann mörg hús á Ströndinni á þessum tíma. Stendur eitt þeirra enn í dag, íbúðarhús á Þórustöðum.
Nú mun engri fleytu ýtt úr vör á Vatnsleysuströnd á vetrarvertíð. Samt er fjarri lagi að útgerðin og sjósóknin sé horfin úr hreppnum. Hún hefur öll flutzt suður í Voga, þar sem sköpuð hefur verið aðstaða til að stunda sjóinn á stórum vélbátum og verka aflann eins og markaðurinn krefst á hverjum tíma. Utan um þá aðstöðu er nú að rísa hið myndarlegasta þorp. En íbúarnir á Ströndinni sækja sumir vinnu sína út úr hreppnum eða stunda landbúskap — aðallega sauðfjárrækt. Þess má sjá merki og það þarf maður að muna þegar maður ekur að sumarlagi hratt og greitt suður steinsteypta veginn á Strandaheiði. Þá er það ekki óvenjulegt að dilkar — fleiri eða færri — séu á beit með fram veginum, gerandi sér erindi yfir hann án þess að gæta að umferðinni. En sjálfsagt fer nú þesum kindum að fækka, því að Stórráð sveitarfélanna í Reykjaneskjördæmi ku hafa það á stefnuskrá sinni að fækka sauðfé en fjölga sálfræðingum.”
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Sr. Gísli Brynjólfsson,25. janúar 1970, bls. 8-9 og 14.