Tag Archive for: Gísli Sigurðsson

Hafnarfjörður

Gísli Sigurðsson fjallar um „Eldstríð Hafnfirðinga“ í Þjóðviljanum árið 1960. Greinin er sú fyrri af tveimur um sama efni:
gisli sigurdsson„Fyrr á tímum háðu Hafnfirðingar baráttu við eldinn, slíka að henni verður ekki betur lýst er með orðum mannsins er bezt hefur kynnt sér það mál: „Það var heimsstríð“. Maður er nefndur Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn í Hafnarfirði. Í tíu ára hefur hann varið hverri frístund til þess að grafa úr gleymsku og forða frá glötun fjölmörgu úr sögu Hafnarfjarðar, sem ella hefði glatazt. Hann segir hér húsmæðrum er nú kveikja ljós og eld með snertingu við rafmagnshnapp (og fá vonandi enn fleiri slíka hnappa og aukna sjálfvirkni í eldhúsin) frá eldstríði formæðra þeirra.
Sögufélag mun ekkert vera til í Hafnarfirði (en örfáir Hafnfirðingar í Sögufélagi Ísfirðinga), en saga Hafnarfjarðar kom út á aldarfjórðungsafmæli Hafnarfjarðar sem kaupstaður árið 1933. Kjartan Ólafsson flutti tillögu í bæjarstjórninni um ritun slíkrar sögu og Sigurður Skúlason magister var ráðinn til verksins og fékk hann ekki nema tvö ár til þessa verks og því ekki að vænta að hann gæti grafið allt upp.
Gísli Sigurðsson lögregluþjónn hefur eytt til þess öllum frístundum sínum í tíu ár að safna til varðveizlu ýmsu er bregður ljósi yfir lífsbaráttu og störf fólksins á þessum stað. Hvort Hafnfirðingar meta þetta starf að verðleikum fyrr en löngu eftir að Gísli er genginn og grafinn skal ósagt látið, en seinni tíma menn verða honum þakklátir. Fyrir tilviljun komst ég á snoðir um þessar rannsóknir Gísla og spurði hann því nánar um málið.
— Ert þú innfæddur Hafnfirðingur, Gísli?
— Nei, ég kom hingað 1911, stráklingur með foreldrum mínum, en fram að þeim tíma voru þau vinnuhjú austur í sveit.
—En samt ert það þú sem reynir að varðveita þætti úr sögu Hafnarfjarðar. Er langt síðan þú byrjaðir á því?
— Það var á miðju sumri 1950 að ég byrjaði á þessu, en síðan hef ég notað allar frístundir í þessu augnamiði.
— Hvernig hefur þú unnið að þessu?
— Ég hef bæði safnað munnlegum heimildum gamals fólks í bænum og einnig farið í gegnum ógrynni af prentuðum heimildum. Ég hef fengið um hálft annað hundrað viðtala við gamla Hafnfirðinga, lýsingu á 50 gömlum húsum og um hundrað gamalla bæja, torfbæja og timburbæja. Ég hef einnig fengið nokkrar lýsingar á lóðum, annars var lóðaskipunin gamla fremur lítið breytt fram til þess að ég kom til Hafnarfjarðar. Nokkuð hef ég fengið af þjóðsögum, en það er ekki mjög mikið af þeim hérna.
moburdur— Hvernig þjóðsögur eru það?
— Huldufólkssögur helzt, en þó eru til nokkurs konar draugasögur, — og nú brosir Gísli kankvíslega um leið og hann heldur áfram: eins og t.d. þegar Ólöf gamla hálfhrakti hann Geira bróður útúr Undirhamarsbænum á gamlárskvöld 1923. Það mun vera ein yngsta fyrirburðasagan hér í bæ. Gamlir menn sögðu mér að þetta hefði ekkert verið og röktu flest slíkt til missýninga. Í þessum viðtölum við gamla Hafnfirðinga hef ég komizt töluvert inn í lífsbaráttu fólksins, t.d. eldiviðaröflun, — það var heimsstríð að hafa í eldinn.
— Já, segðu mér eitthvað frá því stríði.
— Flestir urðu að taka upp mó inni í Hraunsholtsmýri og bera móinn á sjálfum sér suður í Hafnarfjörð. Þar af eru nöfn „Hvíldarklettanna“ við veginn í hrauninu komin. Nú er búið að brjóta þá alla niður í veginn nema einn. Þar settist fólk til að hvíla sig undir mópokunum. Svo var verið að hirða þöngla og allskonar rek í fjörunni. Þá fóru menn líka í hrísmó upp um allt og rifu hrís og mosa svo til landauðnar horfði. En það var líka til fólk sem ekki þurfti að standa í þessu stríði. Kaupmennirnir keyptu t.d. flestir um 40 hesta af mó árlega og létu flytja að sér. Þeir sem áttu skip fóru fyrir Álftanes á haustin og fluttu móinn sjóleiðis. Þeir urðu að velja sér sérstaklega gott veður því bátarnir voru svo hlaðnir. Þeir settu spýtur upp með borðstokkunum og þverslár þar á milli og þannig urðu bátarnir háfermdir. Stundum þurftu þeir því að hleypa upp á Álftanes á heimleiðinni til þess að forða mönnum og bátum frá því að sökkva.
— Var allur mór sóttur í þessa mýri?
— Nei, nokkuð fékkst af mó í Firðinum sjálfum og Hafnfirðingar fóru líka alla leið inn í Nauthólsvík til þess að taka upp mó þar. Á þrem stöðum hér í Hafnarfirði var aðallega hægt að fá mó. Það var í Hamarskotsmýrinni meðfram læknum, Sjávarmýrinni, þar sem skipasmíðastöðin Dröfn er nú, þar var mórinn 18 stungur. Þegar dráttarbrautin var byggð þar var tveggja mannhæða rof niður á móhellu. Og í mýrinni hjá Brandsbæ var einnig mór, þar var hann 6 stungur. – Í Sjávarmýrinni náði mórinn talsvert niður fyrir sjávarmál og upp í hallann hjá Kaldárstígnum gamla, þar man ég eftir mógröfum.
— Já, Kaldá, það varð nokkur saga af henni.
— Já, gamla Kaldá er löngu horfin, en þar var reist fyrsta gosdrykkjaverksmiðja á Íslandi. Jón Þórarinsson skólastjóri lét byggja hana og hún mun hafa starfað í 20 ár, en þegar hann seldi tók Milljónafélagið við.
— Milljónafélagið sem Thor Jensen tapaði minninu hjá?
— Nei, þetta var annað milljónafélag. Pétur J. Thorsteinsson o.fl. voru með það, en þetta milljónafélag fór einnig á hausinn. Jensen missti minnið svo gersamlega hjá hinu milljónafélaginu að hann gat með engu móti rámað í það að hann hefði átt heima í gamla Sívertsenhúsinu í Hafnarfirði í 1 eða 2 ár!
En svo við höldum áfram að tala um móinn þá fékkst sjávarmór vestur í Skerseyri. Ef fjörumölinni var mokað ofan af mátti ná bar í mó um fjöru. (Enn ein sönnun þess hve Suðurnesin hafa sigið). Og vestur í Víðistöðum var víst einhver móvera, en undir Víðistaðahvosinni er móhella — Víðistaðir eru eyja niðri í hrauninu sem það hefur runnið í kringum.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður.

— Það hefur verið erfitt stríð að halda eldinum lifandi.
— Já, t.d. þegar faðir Jóns Einarssonar verkstjóra fór í róðra kl. 2—3 á næturnar fór kona hans jafnsnemma til að sækja mósa í eldinn suður í Bruna, — það mun vera um 5 km gangur hvora leið. Þær fóru í flokkum kerlingarnar og báru sinn tunnupokann hver af mosa til baka.
Í hrísmó upp í Kaldársel var 7 km leið. Fólk fór það aðallega á næturnar, því eiginlega var það bannað — margbannað. Það var stuldur, en einhverju varð fólkið að brenna.
— Einar minn í Gestshúsum — nú er hann orðinn 90 ára — hefur sagt mér, heldur Gísli áfram, að þegar hann var 8 ára var hann látinn bera út mó úr kesti inni í Hraunholtsmýri á móti mömmu sinni. Þegar litlu fingurnir höfðu ekki lengur afl til að halda um börukjálkana var sett snæri um kjálkana, og aftur yfir háls drengsins, og þannig var hann látinn halda áfram unz síðasti hnausinn var kominn til þerris. Þá andvarpaði móðir hans (sem hafði eldiviðarleysi komandi vetrar í huga): Það vildi ég að kominn væri annar köstur!

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður.

— En þrátt fyrir þetta er hann nú orðinn níræður, blessaður karlinn. Þeir sem höfðu útgerð létu þurrka hvern hrygg og hvern haus til að hafa í eldinn. Jón Einarsson verkstjóri sagði mér að þegar hann og bræður hans voru strákar voru þeir látnir bera allt slíkt frá útgerð föður síns upp í Einarsgerði (var þar sem Herkastalinn var byggður við Austurgötuna) en þar höfðu verið hlaðnir garðar til að þurrka á. Þorskhausar voru hertir til matar en hausar annarra fiska og hryggir til eldsneytis.
— Og hvernig voru svo eldhúsin sem öllum þessum mó, hnausum, mosa og hrísi var brennt í?
— Hlóðirnar í Hjörtskoti standa enn, en Hjörtskot mun vera eini gamli bærinn sem enn stendur að mestu í svipuðu formi og fyrr, nema sett hefur verið á hann járn. Eldhúsið og hlóðirnar standa enn. Vestur á Skerseyri er enn til gömul eldhústóft. Hún er um 2-1/2×2 álnir að flatarmáli.
—Og bæirnir sjálfir lélegir?
— Já, gömlu bæirnir voru margir af vanefnum byggðir. T. d. var bærinn sem Kristinn Auðunsson (kunnur forfaðir margra ágætismanna) þannig að það kom varla svo dropi úr lofti að ekki hripaði inn í bæinn. Það blæs og hripar gegnum veggi sem hlaðnir eru úr hraungrýti (hraðstorknu gosgrjóti) og því var hafður svelgur í gólfinu í mörgum þeirra bæja sem voru með moldargólfi. Þótt þekjan væri úr tvöfaldri snyddu lak í gegnum hana því grasrót tekin í hrauni er allt annað en mýrartorf. Bæirnir voru viðaðir með skarsúð og þar utanyfir var rennisúð. Sumstaðar voru settir listar á samskeytin og tjargað yfir, en annarstaðár var snyddu hlaðið utaná til skjóls. Bæirnir munu flestir hafa enzt illa. Þórnýjár- og Pétursbær voru t.d. báðir byggðir um 1890 en báðir tæplega mannabústaðir um aldamót. Bæir sem gerðir voru af slíkum vanefnum munu yfirleitt ekki hafa enzt nema í 10 ár.
En hvernig var með vatn – annað en lekann?

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður.

— Það var líka stríð að hafa neyzluvatn á hraunbæjunum. Allt vatn var sótt í lækinn, hvar sem menn bjuggu í hrauninu. Þar sem Selvogsgatan er nú uppi á Hamrinum var lind, nefnd „Góðhola“ og sóttu Hamarsbúar þangað vatn sitt. Dý var þar sem Kaldá var byggð og þangað sóttu sunnanbyggjar vatn. En allir sem áttu heima fyrir vestan Læk sóttu vatn í Lækinn. María Kristjansdóttir sagði mér frá því að þegar hún var 8 ára, lítið vaxin og pasturslítil, var hún send vestan frá Sveinshúsi (nú Merkurgata 3) suður í Læk með tvær vatnsfötur. Hún fyllti þær í Læknum og rogaðist með þær vestur eftir, en þegar þangað var komið var oft harla lítið eftir í fötunum, því föturnar voru stórar en telpan lítil og var því alla leiðina að reka þær í og hella niður og utaní sjálfa sig. Konur fóru einnig með þvottinn í Lækinn. Læknar sem hingað komu höfðu orð á bví að hér væri þvotturinn hvítari en í Reykjavík, sem mun hafa stafað af því að þegar þvegið var í Laugunum þurfti að bera þvottinn langa leið í bæinn, en hér var hann líka skolaður úr köldu rennandi vatni. — Já, neyzluvatnið var sótt í sama lækinn og þvegið var í.
— Þú segist hafa fengið lýsingu á 100 bæjum, — og þá líka hvar þeir stóðu?
— Já, mér hefur tekizt að fá töluvert af upplýsingum um bæina og byggðahverfin og töluvert um fólkið sem í þeim bjó.
Það segir betur frá því í síðari grein. -J. B.“

Heimild:
-Þjóðviljinn 10. apríl 1960, bls. 6-7 og 10.
stríð

Lögreglan

Í Fjarðarfréttum 1969 er grein um aðstöðu lögreglunnar í Hafnarfirði undir fyrirsögninni; „105 kallar stöðina„. Greinin er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að í yfirlitsritinu „Lögreglan á Íslandi“ er lítið sem ekkert fjallað um sögu og aðbúnað lögreglumanna annars staðar en í Reykjavík.

Lögregla
„Það var síðla kvölds í marz, að Fjarðarfréttir lögðu leið sína á lögreglustöðina við Suðurgötu. Erindið var að heilsa upp á lögregluþjónana, sem voru á kvöldvakt þetta kvöld og skyggnast inn í heim þeirra manna, sem eiga að halda uppi lögum og reglu í Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Það vildi okkur til happs, að lítið hafði rignt um daginn og Suðurgatan því tiltölulega greiðfær. Þegar við komum að lögreglustöðinni var okkur hugsað til þess, að ekki væri gott að vera bláókunnugur maður hér í Hafnarfirði og þurfa á lögregluaðstoð að halda, því einu upplýsingarnar, sem gefnar eru um staðsetningu lögreglustöðvarinnar eru í símaskránni og eru á þá leið að hún sé að Suðurgötu 8.

Varðstofan

Lögregla

Lögreglustöðin við Suðurgötu 8 í byggingu. Sýslumannshúsið h.m. Knattspyrnuleikur milli FH og Hauka á Sýslumannstúninu.

Við göngum inn eftir ganginum og förum inn um dyr til vinstri, inn á sjálfa lögregluvarðstofuna. Þar situr varðstjórinn við borð og er að tala í símann. Hinir lögregluþjónarnir á vaktinni eru í útkalli.
Skyndilega heyrist í talstöðinni:
105 kallar Stöðina. —
— Stöðin svarar —
— Ertu einn? —
— Oh. ah, nei. —
— Jæja, við komum þá inn. —

Lögregla

Knattspyrnuleika FH og Hauka enn í gangi á Sýslumannstúninu. Dvergasteinn lengst t.v., nýja lögreglustöðin og Sýslumannshúsið.

Hvað er að gerast? Það er von að spurt sé. Við erum í þann veginn að kynnast lélegustu aðstæðum, sem lögregla býr við í kaupstöðum landsins.
Samtalið milli lögregluþjónsins og varðstjórans er eitt dæmið um óviðunandi ástand í löggæzlumálum okkar Hafnfirðinga. Húsakynnin eru svo þröng, að allir, sem þurfa að leita til lögreglustöðvarinnar, og þeir eru ófáir, verða um leið áheyrendur, og stundum áhorfendur, að öllu því, sem fram fer. Þau mál, sem lögreglan fjallar um, eru oft þess eðlis, að óverjandi er, að hver og einn geti fylgst með einstökum þáttum þeirra.

Gísli sigurðsson

Gísli Sigurðsson fyrir framan lögreglustöðina.

En nú skulum við líta í kringum okkur. Varðstofan er lítið herbergi, um það bil 15 fermetrar, málning á veggjunum sennilega tíu ára gömul, og á þeim má lesa, sem í bók, sögu þeirra atburða, sem hér hafa gerzt undanfarinn áratug. Þetta herbergi er vinnustaður sextán lögregluþjóna og hérna er unnið allan sólarhringinn. Nokkrir lögregluþjónanna hafa dvalizt hér svo áratugum skiptir. Hérna er svarað í síma, skrifaðar skýrslur, sinnt talstöðvarviðskiptum, veitt úrlausn þeim, sem inn koma, geymsla fyrir óskilamuni, skjalageymsla, skrifuð dagbók um öll verkefni yfir hvern sólarhring, og svona mætti lengi telja. Til skamms tíma var þetta herbergi einnig kaffistofa lögregluþjónanna.

Fangelsi

Lögregla

Sveinn Björnsson, Jóhannes og Eddi í rannsóknarlögreglu Hafnarfjarðar.

Skoðum nú aðrar vistarverur í þessu húsi og lítum á það, sem fyrir augu ber. Í húsinu eru 6 fangaklefar, og auðvitað þarf engan fangavörð. Fangagæzla er eitt af störfum varðstjórans og manna hans. Við skulum ganga inn í einn klefann. Okkur verður þungt fyrir brjósti, loftræsting er engin. Rimlar eru fyrir gluggum, eins og venja er á slíkum stöðum, en svo „haganlega“ fyrir komið, að nær ógerningur er að hreinsa gluggakisturnar. Dyraumbúnaður er þannig, að hurðum er krækt aftur, og getur hvaða smábarn, sem villist inn í þessi húsakynni, opnað dyrnar meðan varðstjórinn sinnir e.t.v. símahringingu á varðstofunni. Fangar og lögreglumenn nota eitt og sama salernið, sem staðsett er í kompu undir stiga og allt hið óvistlegasta. Dæmi eru til þess, að gæzlufangar hafi þurft að dveljast í þessum fangaklefum yfir mánaðartíma. Eitt sinn var hérna fangi, sem var haldinn kynsjúkdómi, og að sjálfsögðu varð hann að nota sama salerni og samfangar hans ásamt lögregluþjónunum. Vonandi er slíkt einsdæmi á Íslandi á tuttugustu öld. Allir veggir hér eins og á varðstofunni bera ljóst vitni um að málning er bannorð, það er eins og veggirnir blygðist sín fyrir útlitið. Okkur léttir, er við yfirgefum fangaklefana.

Kaffistofa

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn, við störf á varðstofunni.

Næst komum við í kaffistofu lögregluþjónanna. Í þessu herbergi, sem er um það bil 7 m2, var rannsóknarlögreglan til húsa. Þegar skrifstofur bæjarfógeta fluttu í hið glæsilega húsnæði sitt, sem gjörbreytt hefur allri starfsaðstöðu embættisins, fékk rannsóknarlögreglan sæmilega aðstöðu annars staðar í húsinu. Rættist þá loksins langþráður draumur lögreglumannanna í Hafnarfirði. Þeir fengu þetta litla herbergi fyrir kaffistofu.
Settur var upp lítill vaskur og skápur, en þeir urðu þó að mála „stofuna“ sjálfir.

Talstöðin

Lögregla

Hér voru gamla Sýslumannshúsið og lögreglustöðin við Suðurgötu 8.

Við heyrum óm af samtali og skundum inn á varðstofuna. Eitt af mikilvægustu tækjum við nútíma löggæzlu er talstöðin, og hún er mikið notuð hér. Umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði nær allt frá Reykjanestá að Botnsá í Hvalfirði.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður á stríðsárunum. Sýslumannshúsið í bakgrunni, Drengurinn er Hörður Guðmundsson – Fred Harry Wharton.

Ætla má að lögreglustöðin geti haft samband við lögreglubíl hvar sem er á þessu svæði, en það er nú öðru nær. Dæmi eru til þess að lögreglan hefur orðið að leita til leigubílstjóra til þess að flytja skilaboð til lögreglustöðvarinnar. Þegar komið er suður fyrir Kúagerði má heita að sambandslaust sé við lögreglubíl, sem þar er á ferð. Ef árekstur verður í Mosfellssveit eða á Kjalarnesi rofna tengslin milli lögreglubíls og stöðvarinnar um það leyti sem farið er yfir Elliðaárnar. En leigubílstjórar í Hafnarfirði geta með góðu móti talað við „kollega“ sína á Kjalarnesi og í Keflavík. Hvers á Lögregla Hafnarfjarðar og íbúar umdæmisins að gjalda?

500.000 km

Lögreglan

Lögreglubíll lögreglunnar í Hafnarfirði 1972.

Bílar Hafnarfjarðarlögreglunnar eru kafli út af fyrir sig. Þeir eru tveir, annar af árgerð 1966 og í sæmilegu lagi, en hinn af árgerð 1964 og má heita ónýtur, enda hefur honum verið ekið yfir 500.000 km, og það að mestu á götum
Hafnarfjarðar.
Heimsókn okkar er senn lokið. Við ætlum ekki að fara mörgum orðum um atriði eins og þau, að allar skýrslur lögreglunnar eru skrifaðar á aflóga ritvélar frá skrifstofu bæjarfógeta og hvergi fæst aðstaða fyrir lögregluþjóna, til að halda við þeirri líkamlegu þjálfun, sem hverjum lögreglumanni er nauðsynleg.
Eðlilegt er, að fyrir hverja 500 íbúa í þéttbýli starfi einn lögregluþjónn, og ættu samkvæmt því að vera 18 lögregluþjónar í Hafnarfirði einum, fyrir utan þá, sem ráðnir eru á vegum Garðahrepps og sýslunnar. Mikil bót var að stofnun rannsóknarlögregluembættis hér í bæ, og hefur það komið skýrt í ljós, hvað bætt starfsaðstaða má sín mikils, en þó þyrfti að fjölga þar um a. m. k. einn mann, ef vel ætti að vera.

Ný lögreglustöð

Lögregla

Gamla sýslumannshúsið við Suðurgötu.

Hver hugsandi maður, sem kynnir sér starfsaðstöðu lögreglunnar, hlýtur að sjá, að hún er bæjarfélaginu og sýslunni ekki til sæmdar.

Lögregla

Ný lögreglustöð í Hafnarfirði við Flatahraun.

Margt má lagfæra nú þegar, en auðvitað er framtíðarlausn þessara mála aðeins ein, nýtt og veglegt húsnæði fyrir löggæzluna. Nú þegar er tímabært að skipa nefnd til að undirbúa byggingu slíks húss.
Við Hafnfirðingur eigum góðu lögregluliði á að skipa. Starf þeirra er erilsamt og oft hættulegt. Lágmarkskrafa þeirra til bæjarfélagsins er mannsæmandi starfsaðstaða.
Vafalaust mun okkar ágæti bæjarfógeti beita sér fyrir umbótum á þessu sviði, og mun þá væntanlega ekki standa á öðrum, sem til þarf að leita vegna lausnar þessa máls.“

Í Lesbók Morgunblaðsins 1951 segir Árni Óla frá „Fyrsta lögregluþjóninum í Hafnarfirði„:
lögregla„Það eru nú rúm 43 ár síðan (1908) að Hafnfirðingar komu á löggæslu hjá sjer, og fyrsti lögregluþjónninn þar er enn á lífi og við góða heilsu. Hann heitir Jón Einarsson, Hafnfirðingur í húð og hár, fæddur þar og hefur alið þar allan aldur sinn. Mun varla ofmælt að hvert mannsbarn í Hafnarfirði þekki hann, en fæstir munu nú minnast þess að hann var þar eitt sinn vörður laga og rjettar og gekk um göturnar í einkennisbúningi. Hitt er mönnum kunnara, að hann hefur verið verkstjóri í fjölda mörg ár. Hann á heima í „miðbænum“ í Hafnarfirði, Strandgötu 19, og hefur lengi átt þar heima. En þegar hann bygði húsið sitt var öðruvísi þar um að litast en nú. Þá sköguðu úfnir hraunklettar fram í dimma götuna, sem í rauninni var ekki, annað en sjávarkambur með möl og skeljasandi, en nú er þetta „fínasta“ gatan, sem til er á landinu, öll steinsteypt og uppljómuð af tindrandi „fluoresent“ ljósum, svo að þar ber hvergi skugga á og nóttin verður þar svo að segja að björtum degi. Hafnarfjörður hefur tekið stakkaskiftum síðan Jón var þar lögregluþjónn og átti í brösum við ofbeldisseggi og skúmaskotsmenn.

Hafnarfjörður 1910

Lögregluþjónar voru ráðnir í Hafnarfirði áður en staðurinn fengi nokkra lögreglusamþykt. Utanaðkomandi áhrif rjeðu því. Fram að þeim tíma hafði Hafnarfjörður verið friðsældarbær, þar sem menn gengu snemna til náða og fóru snemma á fætur. Reglusemi og nægjusemi mótaði líf manna, og Í bæjarbragur var allur með uðrum hætti en í Reykjavík. Þótt skamt væri á milli og íbúar Hafnarfjarðar orðnir um 1500, drógu þeir ekki dám að stórborginni Reykjavík, þar sem voru þá um 11.000 íbúa. En ástæðan til þess að Hafnfirðingar fengu sjer lögregluþjón var sú, að allmikil breyting hafði orðið þar á árið 1906, eins og nú skal sagt.
Hafnarfjörður
Lögregluþjónn var valinn Jón Einarsson, eins og fyr er sagt, en næturvörður Jón Hinriksson, er seinna varð kaupfjelagsstjóri í Vestmannaeyjum. Voru þeir báðir á besta aldri, hin mestu karlmenni og ljetu sjer ekki alt fyrir brjósti brenna. Þeir byrjuðu starf sitt í apríl og var verkum þannig skift með þeim, að annar fór á vörð kl. 9 á morgnana og var á ferli fram til kl. 3. Þá tók hinn við og var einn á verði til kl. 7, en síðan voru þeir báðir á verði á kvöldin og stundum alla nóttina fram til morguns, þegar mest var ónæðið af hinum útlendu sjómönnum.

Ekkert að gera endranær

Hafnarfjörður 1908

Hafnarfjörður 1908.

Jón Hinriksson sagði starfi sínu lausu um haustið og var þá Einar Ólafsson (tengdafaðir sjera Jakobs Jónssonar) ráðinn næturvörður.
„Um vorið var jeg orðinn svo leiður á þessu starfi, sem mjer fanst ekkert starf vera, að jeg fekk mig leyst an frá því. Þetta átti ekki við mig. Þegar ekkert var um að vera í bænum, fanst mjer jeg vera að slæpast og skammaðist mín fyrir þeim sem voru að vinna. Og það var hjer um bil aldrei neitt að gera nema þegar útlendingar voru með óspektir og drykkjulæti. Aðalstarfið á nóttunni var að líta eftir bátum, ef eitthvað var að veðri, líta eftir skepnum að þær flæddi ekki, hafa gætur á hvort nokkurs staðar yrði vart við eld og hafa gát á kolabyngunum, svo að eldsneytislausir menn hnupluðu ekki nokkrum kola molum. Á daginn var bókstaflega ekkert að gera.

Jón bergmann

Jón Sigurður Sigfússon Bergmann (1874-1927).

Jón Bergmann skáld varð lögregluþjónn þegar jeg hætti, en hélst ekki lengi því starfi. Og lögregluþjónar og næturverðir voru að koma og fara. Norðmenn hurfu líka, útgerð Friis féll niður sumarið eftir, og þá urðu aftur rólegir dagar í Hafnarfirði. Það var ekki fyr en eftir 1930 að komið var upp skýli til þess að stinga ölvuðum mönnum inn í.
Nú er orðin mikil breyting á þessu. Nú eru hjer 7 eða 8 lögregluþjónar, varðstöð opin allan sólarhringinn með síma og bílum til skyndiferða. Og nú er hjer komið fangahús og fangavörður. Hefur það verið sniðið svo við vöxt, að það getur oft tekið við mönnum frá Reykjavík, sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar. Þó er þetta fangahús ekki nema fyrir 6—8 menn. Það sýnir að Hafnfirðingar þurfa ekki mikið á því að halda, enda þótt hjer eigi heima rúmlega 5000 manna. Hafnarfjörður er enn friðsæll bær og Hafnfirðingar friðsamir og háttprúðir menn, eins og þeir hafa alltaf verið“. – Á.Ó.

Heimildir:
-Fjarðarfréttir, 1. árg. 07.04.1969, !105 kallar stöðina“, bls. 8 og 6.
-Lesbók Morgunblaðsins, 46. tbl. 01.12.1951, Fyrsti lögregluþjónn í Hafnarfirði – Árni Óla, bls. 572-575.

Hafnarfjörður

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Hús Bjarna riddara Sívertsens er að Vesturgötu 6 í Hafnarfirði. Byggingarár: 1803-1805, hönnuður: Ókunnur. Byggðasafnið tók við húsinu 1974. Það var friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Sögufræg hús í Hafnarfirði

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara.

Í Þjóðlífi 1987 er fjallað um „Sögufræg hús í Hafnarfirði“:
„Í miðbæ Hafnarfjarðar, nánar tiltekið við Vesturgötu 4, stendur rúmlega aldargamalt hús sem lengst af hefur gegnt nafninu „Hansensbúð“. Danskur kaupmaður, Knudsen að nafni, lét byggja húsið árið 1880 og rak þar verslun til ársins 1914. Þá keypti það Ferdinand Hansen, kaupmaður af dönskum ættum, og þaðan dregur húsið nafn sitt. F. Hansen starfrækti verslun í Hansensbúð til dauðadags 1950, en þá tók yngsti sonur hans, „Dengsi“ Hansen við rekstrinum og hélt honum áfram næstu tíu árin. Þá var húsið selt hlutafélaginu Rán h.f. sem enn þann dag í dag er eigandi þess. Næstu 20 árin var Hansensbúð leigð undir ýmiskonar starfsemi, svo sem skrifstofuhald og æskulýðsstarf. Einnig var þar um tíma starfræktur tónlistarskóli, svo eitthvað sé nefnt.

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara 1972.

Um 1980 var húsið orðið illa farið eftir óslitna notkun í heila öld. Þá stóð til að Hafnarfjarðarbær keypti húsið, því áhugi var meðal margra um að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd og starfrækja þar byggðasafn, en úr því varð aldrei. Á árinu 1984 ákváðu eigendurnir loks að hefja sjálfir endurbyggingu og tók hún á annað ár. Að henni lokinni var húsið leigt félögunum Birgi Marel Jóhannessyni og Sigurði Óla Sigurðssyni, sem reka þar nú veitingahúsið A. Hansen. Veitingastaðurinn A. Hansen hefur nú verið starfræktur í eitt ár í þessu gamla húsi. Þar er ekki aðeins hægt að fá sér að borða í notalegu umhverfi, heldur hefur það þróast upp í að verða hálfgerð menningarmiðstöð. Ýmis félagasamtök halda þar fundi, málverkasýningar eru alltaf öðru hverju og jafnvel hefur Leikfélag Hafnarfjarðar fengið þar inni fyrir leiksýningar.
Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því kaupmennirnir Knudsen og Hansen versluðu í Hansensbúð er margt við húsið sem minnir á gamla tíma. Gamlar myndir af skipaútgerð Hafnfirðinga í gegnum tíðina prýða veggina, svo og myndir frá æskuárum Hafnarfjarðar.
Hús Bjarna riddaraÍ næsta nágrenni við A. Hansen er hús Bjarna Sívertsens, [Vesturgata 6] en það er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt um 1803. Þar er nú Byggðasafn Hafnarfjarðar til húsa. Bjarni Sívertsen var fátækur vinnumaður hjá ríkum hjónum í Selvoginum. Þegar húsbóndi hans dó varð Bjarni ráðsmaður ekkjunnar og giftist henni síðar. Þá tók hann sér nafnið Sívertsen.

Bjarni Sívertsen

Bjarni Sívertssen – stytta í Hellisgerði.

Bjarni vann sér það helst til frægðar að vera eini Íslendingurinn sem vitað er að hafi verið sæmdur riddaranafnbót. Sagan segir að Bjarni hafi verið farþegi á dönsku kaupskipi á tímum Napóleonsstyrjaldanna. Englendingar sneru skipinu til Kaupmannahafnar og vildu kyrrsetja það þar, en Bjarni kom ásamt öðrum farþegum í veg fyrir það og varð það til þess að eftir það fengu dönsk skip að fara frjáls ferða sinna.
Danakonungur þakkaði Bjarna þennan árangur og sæmdi hann að launum riddara nafnbótinni. Sívertsenshjónin byggðu húsið árið 1803 og bjuggu í því í langan tíma.
Seinna komst það í eigu Knudsens kaupmanns, sem áður er nefndur, og bjó þar lengi vel verslunarstjóri hans, Kristján Siemsen. Húsið komst í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar um miðja þessa öld og var í niðurníðslu allt til 1964. Þá var hafin endurbygging þess og lauk henni um 1974. Þetta elsta hús þeirra Hafnfirðinga gegnir nú hlutverki Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Brydehús

Vesturgata 6, hús Bjarna Sívertsen og Brydehús. Byggðasafn Hafnarfjarðar
Hús Bjarna var byggt 1803 og er elsta hús Hafnarfjarðar. Brydehús var byggt 1865.

Brydepakkhús stendur við hliðina á húsi Bjarna riddara. Knudsen kaupmaður byggði það árið 1865 sem vöruhús. Húsið er stórt, enda veitti kaupmenn ekki af miklu geymsluplássi á þeim árum þegar skipaferðir til íslands voru strjálar. Í gegnum tíðina hefur pakkhúsið mest verið nýtt undir geymslu á fiski og síðar varð það geymslupláss fyrir útgerðarvörur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Í lægri viðbyggingu hússins var svo Slökkviliðsstöð Hafnarfjarðar til húsa um langan tíma. Þar er nú til húsa Sjóminjasafn Íslands. Þessi þrjú gömlu og fallegu hús bera sig vel þar sem þau standa á nákvæmlega sama stað og þau voru upphaflega, gömlu verslunarlóð Knudsens í Akurgerði. Það má því segja að Knudsen hafi komið sér vel fyrir nú á tölvuöld, líkt og hann gerði þegar hann var með verslun í Hansensbúð, vörulager í Brydepakkhúsi og geymdi verslunarstjórann sinn í húsi Bjarna riddara.“

Hafnfirðingar hlúa að húsi frá Napólontímunum

Sívertsenhús

Í Vísi 1971 er grein með yfirskriftinni „Hafnfirðingar hlúa að húsi frá Napóleonstímunum“ og fjallar um uppgerð Vesturgötu 6. Rætt var við Gísla Sigurðsson, lögregluvarðstjóra, um þær endurbætur, sem verið er verið gera á húsi Bjarna riddara Sívertsens.
„Í Hafnarfirði er verið að dytta að húsi, sem um langa hríð hefur staðið til að hresst yrði upp á og endurnýjað. Það er merkilegt hús og hefur sögulegt gildi, enda bjó þar eitt sinn Bjarni Sívertsen eða Bjarni riddari, eins og hann er líka kallaður.
Og nú eru Hafnfirðingar að gera við þetta hús til að forða því frá glötun. Um þessa björgunarstarfsemi var stofnað félag, og varaformaður þess er Gísli Sigurðsson, lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði, sem er manna fróðastur, og til hans leitaði blm. Vísis til að frétta af þessu starfi, sem er til fyrirmyndar.

Sívertsenhús

Sívertsenhús og nágrenni.

,“ segir Gísli. „Það er forsaga þessa máls, að Bjarni heitinn Snæbjörnsson læknir flutti erindi í Rótaryklúbbnum hérna um, að nauðsynlegt væri aö reyna að gera eitthvað til að varðveita hús Bjarna riddara og sömuleiðis væri rétt að gera tilraun til að komast yfir muni, sem voru i eigu hans. og koma þeim síðan fyrir í húsinu. Síðan var sent bréf um málið til allra félaga og samtaka í Hafnarfirði, og upp úr því var stofnað félag til að koma upp húsi Bjarna.
Fyrst þegar farið var að huga að húsinu kom það á daginn að jörð hafði hækkað umhverfis húsið: og hlaðist að því. Fyrir bragðið var húsið mjög fúið neðst. Þá var tekið til við að skipta um þann við, sem fúinn var, og vandað vel til verksins. Eitt og annað smálegt var líka gert, en þar kom, að féð þraut. Þetta var fyrir nokkrum árum. Mig minnir, að Bjarni Snæbjörnsson hafi fyrst vakið máls á þessu árið 1936.

Sívertsenhús

Sívertsenhús.

Nú höfum við fengið styrk frá bæ og ríki til að lagfæra húsið. Í svipinn er verið að taka þá uppfyllingu, sem hefur safnast kringum húsið; sá jarðvegur er fjarlægður Síðan verður unnið, þar ti] búið er að ganga frá umhverfi hússins. Þá verður tekið til við endurbyggingu hússins sjálfs. Þjóðminjavörður ætlar að útvega okkur fagmenn til þess starfa, líkast til mennina, sem hafa verið að vinna í Viðey.“
Við spyrjum um sögu hússins, og þar er ekki komið að tómum kofanum hjá Gísla.
„Það er kannski ekki gott að segja fyrir víst hvenær þetta hús var byggt,“ segir Gísli. „En ég hef nú samt mínar kenningar um það, þótt ég geti því miður ekki rökstutt þær jafn óvéfengjanlega og ég vildi helzt.
En svoleiðis var, að hér úti á Langeyri stóðu verslunarhús, og 1804 dó sá, sem þar höndlaði.

Sívertsenhús

Sívertsenhús.

Dánarbúið, sem var líka þrotabú, var boðið upp. Bjarni hefur greinilega haft áhuga á einu húsinu því að hann bauð í það 163 ríkisdali, en það var verslunarstjóri héðan úr Firðinum, sem það hreppti fyrir 303 ríkisdali. Ég held, að Bjarni hafi síðan gengið inn í kaupin, og látið rífa húsið og flytja þangað sem það stendur nú og byggt það þar, ofurlítið stærra, en það var í upphafi.
Þetta finnst mér líkleg skýring á tilkomu hússins, einkum af því, að á þessum árum finnst mér vafasamt, að Bjarni hafi átt skipakost til að draga að sér við til húsagerðar, ef hann mögulega gat fengið efnið á annan hátt, því að hann hafði nóg með alla aðdrætti til verslunarinnar.“Hús Bjarna riddara

Gísli telur líklegt, að húsið hafi verið reist árið 1805, og dregur þá ályktun meðal annars af því, að til er heimild um að húsið hafi verið risið árið 1809, en árin þar á milli má segja, að Bjarni hafi haft öðrum hnöppum að hneppa en standa í húsbyggingum. Hann ferðaðist til útlanda, og var með eindæmum óheppinn í því ferðalagi, því að hann var hertekinn af skoskum víkingum og fluttur til Bretlands Honum tókst eftir langa mæðu að fá Joseph Banks í Englandi til að aðstoða sig við að losna, en þá tók ekki betra við, því að hann var varla fyrr sloppinn úr haldinu en hann lenti aftur í klóm víkinga og var fluttur til Skotlands á nýjan leik.

Sívertsenhús

Sívertsenhús.

Gísli lætur ekki á sér standa að segja okkur allt, sem okkur fýsir að vita um Bjarna riddara Sívertsen, þennan merka hafnfirska borgara:
Bjarni fæddist austur i Selvogi 6. apríl 1763. Hann virðist hafa verið mesti efnispiltur, því að Jón Halldórsson lögréttumaður í Nesi tekur hann til sín, þá 17 til 18 ára gamlan. Þá gerist það eftir tiltölulega stuttan tíma, að Jón Halldórsson drukknar, og þá er Bjarni eftir til að hugga ekkjuna. Þau giftust skömmu síðar. Hann var 21 árs og hún 37 ára og átti sjö börn. Þau Bjarni eignuðust síðan sex börn saman, og af þeim komust tvö á legg.
Til að gera langa sögu stutta, er næst að segja frá því, að verslun er gefin frjáls, og Bjarni fer að höndla á Eyrarbakka, en hrökklast þaðan vegna misklíðar við kaupmenn á staðnum.

Akurgerði

Akurgerði og klettar ofan þess.

Síðan hélt hann til Danmerkur og festi sér Hafnarfjörð, sem verslunarstað, og umsvif hans þar ætti að vera óþarfi að rekja.“
Og við látum þetta nægja um Bjarna Sívertsen, þótt Gísli geti eflaust sagt okkur ótal margt til viðbótar. og látum það bíða þess tíma, þegar hægt verður að hlusta á framhaldið í húsi Bjarna innan um þá muni, sem þar stóðu árið 1805, þegar þeir Napóleon og Bjarni voru upp á sitt besta. — PB

Hús Bjarna riddara Sívertsens

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara 1973.

Í Helgafelli 1943 fjallar Ágúst Steingrímsson um „Hús Bjarna riddara Sívertsens“:
„Í Hafnarfirði stendur enn hús Bjarna riddara Sívertsens, byggt 1804. Húsið er enn að mestu í upprunalegri mynd. Breytingar hafa verið smávægilegar, og mikið af viðum hússins er óskemmt með öllu, svo sem í efra gólfi, sperrum og þaki. Útveggir eru hlaðnir úr múrsteini í timburbinding. Er þetta líklega eina húsið hérlendis, sem byggt er á þennan hátt.
Sem stendur eru skrifstofur bæjarins í húsinu, en þar sem ráðhús bæjarins verður fullgert innan skamms, verða þær fluttar þangað á næstunni. Sé hið gamla hús látið standa autt og afskiptalaust, er því eyðUegging vís, áður en langt um líður. Samkvæmt skipulagsuppdrætti bæjarins á húsið líka að þoka þaðan sem það nú er, enda nýtur það sín þar illa sökum þrengsla.

Sigurður B. Sívertsen

Skrif Sigurðar B. Sívertsen í bók útg, 1841.

Eina ráðið til þess að bjarga húsinu frá glötun er því að flytja það. Til þess þarf nokkurt fé. En væri því fé illa varið, sem til þess færi að bjarga húsi Bjarna Sívertsens? Húsi, sem er dýrgripur á margan hátt, fallegt, hefur menningarsögulegt gildi og er síðast, en ekki sízt minnisvarði Bjarna riddara Sívertsens, sem vissulega á skilið, að minningu hans sé haldið á lofti, og engu síður fyrir það, þótt gleymst hafi að geta hans í nýútkominni Iðnsögu Íslands, hvernig sem á því stendur.
Nú, þegar menn virðast kunna að meta betur en nokkru sinni fyrr gömul menningarverðmæti, ætti fjárskortur ekki að hamla björgun hússins, eins og árar. — Verslunarstéttinni ætti að vera það metnaðarmál, að varðveitt sé minning hins fyrsta íslenska verslunarmanns, sem nokkuð kvað að. Iðnaðarmenn ættu að minnast fyrsta skipasmiðsins. Hafnarfjarðarbær ætti að hlúa að minningu eins besta borgara síns. Þjóðin öll á að læra að meta heillastörf bestu sona sinna og sýna slíkt í verki.“
-Ágúst Steingrímsson.

Hús Bjarna riddara endurbyggt og gert að safni

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara 1994.

Í Tímanum 1973 segir; „170 ára gamalt hús gert sem „nýtt“ – Hús Bjarna riddara í Hafnarfirði endurbyggt og gert að safni:
„Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Svo hljóðar gamall málsháttur, sem er furðu lífseigur, enda felast í honum sannindi, sem eiga við alla tíma. Sökum fjárskorts hefur ekkert verið hægt að vinna að endurbyggingu Viðeyjarstofu i ár, þótt það verk sé alllangt á veg komið. Öll fjárveitingin, sem veitt var til verksins i ár, fór til kaupa á þakskífum á bygginguna og verður að biða betri tíma og frekari fjárveitingar að koma þeim fyrir á sínum stað. Af þessu leiðir, að þeir smiðir, sem unnu við Viðeyjarstofu og allir eru vanir endurbyggingu gamalla og sögulegra húsa, geta nú sinnt öðru verkefni og eru nú önnum kafnir við endurreisn húss Bjarna Sívertsens í Hafnarfirði. Hefur því verki miðað allvel og er gert ráð fyrir að ljúka því á næsta ári, þjóðhátíðarárinu 1974.
Smiðirnir, sem verkið vinna, eru þrír. Þótt þeir hafi ekki numið endurbyggingu gamalla húsa sérstaklega, hafa þeir aflað sér nokkurrar reynslu á þessu sviði.

Sívertsenhús

Sívertsenhús og Pakkhúsið.

Smiðirnir eru Gunnar Bjarnason, Leifur Hjörleifsson og Jón Guðmundsson. Er Gunnar yfirsmiður. Sjálfir láta þeir lítið yfir sérstakri kunnáttu sinni á þessu sviði, en sannleikurinn er sá, að það er ekki og allra smiða færi, þótt góðir handverksmenn séu, að fást við störf sem þessi. Gunnar Agústsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, sér að mestu um verkið af hálfu bæjarins, og sagði hann í viðtali við Tímann, að það hafi verið mikið lán að fá þessa menn til verksins. Því það er svo, að endurbygging gamals húss er vandasamt verk, ef gera á þær kröfur, að því verði breytt í upprunalega mynd, og er nauðsynlegt, að þeir, sem við þetta fást, hafi tilfinningu fyrir því verki, sem þeir eru að vinna og fari hvergi út fyrir þann ramma sem þeim er settur, sem er að umskapa húsið í upprunalega mynd, og gera það hvorki betra né lakara og umfram allt að láta ekki nútíma hagkvæmni sjónarmið hafa áhrif á vinnu sína. Enda er svo, að það er miklu dýrara að umskapa Sívertsenhúsið í upprunalega mynd heldur en að reisa nýtt hús af svipaðri stærð. Reynt er að nota sem mest af þeim efniviði, sem upphaflega var i húsinu, en það var byggt árið 1803. Síðan hefur því verið breytt nokkuð, en ekki svo að miklu nemi hvað snertir heildarútlit, og allar meginstoðir hússins standa enn.

Hús Bjarna riddara

Smiðir við vinnu í húsi Bjarna riddara.

Áður en vinna við húsið hófst, var fenginn hingað til lands danskur arkitekt, sem er sérfræðingur í endurbyggingu gamalla húsa. Í fyrrasumar gerði hann teikningar af frumgerð hússins, og sagði þá, að engum vandkvæðum væri bundið að gera þetta gamla hús upp og umbreyta því í upprunalegt horf. Á þeim tíma, sem hús Bjarna riddara hefur staðið, hafa verið gerðar á því ýmsar breytingar, var m.a. skipt um ytri klæðningu, og sett falskt bindiverk utan á húsið, en það hefur nú verið numið á brott. Að innanverðu hefur lítið verið átt við bygginguna. Settar hafa verið dyr milli herbergja, eldstæði breytt, en auðvelt er að sjá hverju hefur verið breytt og hvernig.
Hús Bjarna riddara var byggt í Kaupmannahöfn og flutt tilbúið til Íslands og reist í Hafnarfirði. Var þetta gert af hagkvæmnisástæðum, því að ódýrara var að smíða húsið fyrst, rífa siðan og reisa aftur á Íslandi, heldur en að þurfa að flytja óþarflega mikinn efnivið yfir úthafið. Dýr hefur fraktin verið í þá daga. Samt ber þess að geta, að Bjarni riddari var sjálfur kaupmaður og átti skip í förum, en hann var upphafsmaður þilskipaútgerðar hér á landi, sem kunnugt er.

Sívertsenhús

Pakkhúsið og Sívertsenhús.

Að sögn Gunnars er búið að vinna fyrir tæpa milljón krónur í húsinu, það sem af er þessu ári. Húsið var áður i eigu Hafnarfjarðarhafnar, en er nú eign bæjarins, og er undir sérstakri umsjón þjóðminjavarðar. Upphafið að endurreisn hússins var stofnun samtaka í Hafnarfirði, sem gefið var nafnið Félagið hús Bjarna riddara. 18. okt. s.l. yfirtók bærinn húsið og allar framkvæmdir og eru fyrirmæli frá bæjarráði um að ljúka verkinu snemma á næsta ári og opna húsið með sýningu á húsinu og munum úr eigu Bjarna Sívertsen Í tilefni 1100 ára byggðar á næsta ári. Þá verða einnig sýndir munir úr sögu Hafnarfjarðar. Byggðasafnsnefnd var falið að sjá um uppbyggingu hússins. Veitir bærinn og Þjóðminjasafnið fé til framkvæmdanna.

Hús Bjarna riddara

Sofa húss Bjarna riddara.

Ætlunin er, að á neðri hæðinni verði munir úr eigu og viðvíkjandi ævistarfi Bjarna Sívertsen. Þar mun bæjarstjórn einnig hafa móttökur. Gegnir húsið þá að nokkru leyti hlutverki ráðhúss. Á efri hæðinni verða myndir og munir úr sögu Hafnarfjarðar.
Til er talsvert af munum úr búi Bjarna riddara. Í Þjóðminjasafni eru til húsgögn og fleira. Í minjasafni Hafnarfjarðar er sitthvað til, og allmargir aðilar í Hafnarfirði og viðar hafa tilkynnt, að þeir eigi muni úr búi Bjarna riddara og muni gefa þá til safnsins. Um munina i Þjóðminjasafninu er að segja, að gefið hefur verið vilyrði fyrir, að þeir fáist í hús Bjarna riddara, þegar þar að kemur.
Gunnar Ágústsson sagði, að haldið yrði látlaust áfram að vinna við húsið þar til verkinu lýkur. Haldið er í hverja nothæfa flís, sem enn er í húsinu, og annað er smíðað. Er margt af innviðum hússins, sem byggja þarf upp hrein módelsmiði. Veggfóður er rifið af, málning skafin og dúkar teknir af gólfum, og eru upprunalegu fjalirnar viðast hvar heilar, en í nokkrum herbergjum þarf að skipta um gólf.

Sívertsenhús

Sívertsenhús.

Vitað er, að við bakhlið hússins var merkilegt útihús og við hæfi höfðingjaseturs. Löngu er búið að rifa það, en gamall maður man, hvernig það var útlits, og hefur verið gerð teikning af kamrinum eftir hans fyrirsögn og verður hann að sjálfsögðu reistur. Á honum voru tvennar dyr bæði utan frá og innan úr húsinu. En þótt byggingarlagið verði látið halda sér verður sett vatnssalerni í smáhúsið, þegar þar að kemur.
Í eigu byggðasafnsins eru nokkrir gamlir kolaofnar, sem notaðir voru til upphitunar. Þeir verða nú settir í þær stofur, sem bersýnilegt er, að ofnar hafa verið í. Þar verða þeir fremur sem minjagripir og er þeim ekki ætlað að hafa hagnýtt gildi, því að lofthitun verður í húsinu.

Pakkhús

Pakkhúsið.

Við hlið húss Bjarna riddara er gamalt pakkhús, svo kallað Brydeshús, og var það einnig í eigu hafnarinnar. Þetta hús verður einnig tekið undir byggðasafnið í Hafnarf. Hús þetta var byggt sem verslunarhús árið 1862. Nokkrar breytingar verða gerðar á því, en hvergi nærri eins viðamiklar og á húsi Bjarna. Í þessu húsi verður minjasafn Hafnarfjarðar, og standa vonir til, að innan skamms fáist einnig næsta hús, sem slökkvistöðin er nú í, en hún verður brátt flutt. Í sambandi við þjóðhátíðina næsta sumar er ráðgert að setja upp sjóminjasýningu i Brydeshúsi, en allgott safn muna er til í Hafnarfirði, enda eru allar líkur á, að Sjóminjasafn Íslands rísi í Hafnarfirði, sem nánar verður skýrt frá í blaðinu.“

Elsta hús í Hafnarfirði

Hús Bjarna riddara.

Við uppgerð húss Bjarna.

Í Dagblaðiðnu 1978 segir; „Elsta hús Hafnarfjarðar – Hús Bjarna riddara Sívertsen:

„Elzta hús i Hafnarfirði er hús Bjarna riddara Sívertsen að Vesturgötu 6, frá fyrsta tug 19. aldar. Húsið er varðveitt sem safn þó lítið sé til af hlutum úr heimili Bjarna.
Bjarni Sigurðsson fæddist að Nesi í Selvogi árið 1765. Kona hans Rannveig Filippusdóttir var stórættuð, nokkuð eldri en Bjarni og mun hann hafa fengið með henni auð og áræði. Árið 1790 hóf hann verslunarrekstur í Vestmannaeyjum en hann hafði áður fengist nokkuð við slíkan rekstur í heimabyggð sinni.
En hann hugsaði enn hærra og hélt sumarið 1793 til Kaupmannahafnar til að fá lán til verslunarreksturs og annarra umsvifa. Málalokin urðu góð og í byrjun næstu aldar hefur hann mörg járn i eldinum. Hann kaupir eða kemur sér upp verslunar- eða íbúðarhúsnæði á Akurgerðislóð í Hafnarfirði, kaupir jörðina Ófriðarstaði 1804 og eignast líka Óseyri og svo Hvaleyrartorfuna árið 1816. Allar þessar jarðir stórhækkuðu að mati, á meðan þær voru í eigu Bjarna. Ófriðarstaðir sem nú eru oftast nefndir Jófríðarstaðir, áttu þá land að sjó. Þar hugsaði Bjarni sér skipasmíðastöð og er hún talin fullbúin árið 1805. En þegar árið 1803 hafði þó fyrsta nýsmíðaða þilskip hans hlaupið af stokkunum. Nefndist það Havnefjords Pröven.

Akurgerði

Akurgerði fyrrum.

Ef til vill má telja Bjarna það til fordildar að nefna öll skip sín dönskum nöfnum, taka upp eftirnafnið Sívertsen og taka í seinni tíð að dveljast i Kaupmannahöfn á vetrum. En hið jákvæða í fari hans hlýtur þó að teljast þyngra á metum, dugnaður, fjölhæfni og hjálpsemi. Einkum kom þetta í ljós í sambandi við utanför Bjarna árið 1807. Honum og öðrum skipverjum var ókunnugt um ófriðinn milli Englendinga og Dana og kom mjög á óvart að vera af þeim fyrrnefnda neyddir til að halda til Skotlands. Er ekki að orðlengja það að alls voru það orðin um 15 Íslandsför sem Englendingar höfðu kyrrsett þar í höfnum. Auðséð er af samtíma skjölum að þáttur Bjarna að farsælli lausn þessara mála var ekki lítil. Kom þar, að öll Íslandsförin voru látin laus.

Hús Bjarna riddara

Húsið Vesturgata 6 er talið vera elsta hús Hafnarfjarðar, byggt af Bjama riddara Sívertsen líklega árið 1805. Þangað kom Kristján konungur IX 1874. Þar áttu verslunarstjórar Knudtzons verslunar löngum heima, en eftir að sú verslun lagðist niður og áður en Brydesverslun kom til sögunnar, mun Jón Steingrímsson trésmiður hafa búið þar. En arið 1902 fluttist verslunarstjóri Brydesverslunar í þetta hús, Jón Gunnarsson.

Það var sumarið 1809 að hinn kunni Jörundur hundadagakonungur var hér. Þótt Jörundur væri í sjálfu sér ekki óvinsæll þá komu hér öðru hvoru enskir ævintýramenn, sjóræningjar sumir hverjir, sem vitanlega var best að vera laus við. Valdi Trampe stiftamtmaður, Bjarna og annan mann til Englandsfarar til að stemma stigu við þessu. Var þetta hin mesta trúnaðarför, og sýnir valið á Bjarna bezt það traust, sem stiftamtmaður bar til hans. En valið var viturlegt, því að vegna hinna fyrri afskipta sinna af verslunarmálum Íslendinga í Bretlandi hlaut Bjarni að standa betur að vígi en flestir aðrir til að koma þar fram fyrir hönd þjóðar sinnar. Þaðan hélt Bjarni til Kaupmannahafnar þar sem hann var sæmdur riddarakrossi af Danakonungi árið 1812.

Sívertsenhús

Sívertsenhús og nágrenni.

Eftir þetta rak Bjarni verslun sína farsællega og gerðist auðugur maður. Var hann sjálfur i förum milli landa og sat á vetrum í Kaupmannahöfn en leit á sumrum eftir verslun sinni í Hafnarfirði.
Árið 1825 dó kona hans og um hana orti Bjarni Thorarensen þekkt eftirmæli. Sonur þeirra, Sigurður, kvæntist Guðrúnu, systur Helga biskups Thordersen. Árið 1832 fluttist Bjarni alfarinn til Kaupmannahafnar, en hafði árið áður kvænst danskri konu. En þegar hér var komið átti hann ekki langt eftir ólifað. Hann andaðist árið 1833 og hvílir í danskri mold.“
-GAJ.

Bjarni og Byggðasafn Hafnarfjarðar

Pakkhús

Pakkhús – sýning.

Í Morgunblaðinu 1984 segir; „Af Bjarna Sívertsen og Byggðasafni Hafnarfjarðar — rætt við Gísla Sigurðsson fyrrv. lögregluþjón“:
„Gísli Sigurðsson fyrrum lögreglumaður og safnvörður Byggðasafnsins í Hafnarfirði man tímana tvenna, en hann fluttist til Hafnarfjarðar fyrir rúmlega 70 árum. Þar starfaði hann lengst af sem lögregluþjónn, en gegndi jafnframt starfi safnvarðar Byggðasafns Hafnarfjarðar og starfaði mikið á vegum safnsins. Blm. Mbl. tók Gísla tali þar sem hann býr á Hrafnistu í Hafnarfirði og byrjaði ég á því að spyrja hann um bernsku hans og uppvaxtarár.
Ég er fæddur á Sólheimum í Hrunamannahreppi árið 1903 og ólst þar upp hjá foreldrum mínum, Sigurði Gíslasyni og Jóhönnu Gestsdóttur, en þau voru þar í vinnumennsku, sagði Gísli.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, foreldrar og systkini.

Árið 1911 fluttust þau til Hafnarfjarðar og höfðu þá eignast fimm börn. Þar gekk ég í barnaskóla og var fermdur 1917. Eftir ferminguna fór ég strax í verkamannavinnu. Sumarið 1918 vann ég í mótekju en svo fór ég á eyrina. Næsta áratuginn vann ég aðallega hjá Edinborg sem synir Ágústs Flygenring voru með. Þetta fyrirtæki gerði út togarann Ými frá 1919 til 1928 og var hann annar af tveim togurum sem gerðir voru út frá Hafnarfirði þessi ár. Ágúst Flygenring var þá forstjóri Landverslunarinnar og hafði kolasöluna í Hafnarfirði eftir stríðsárin. Veturinn 1918 varð Hafnarfjörður alveg kolalaus og var þá eldað við mó í hverju einasta húsi. Þetta kolaleysi varð erfitt fyrir fólk því miklir kuldar voru þá um veturinn.

NÆTURVAKTIN

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

Hvenær byrjaðir þú svo í lögreglunni hér í Hafnarfirði?
Það var 1. júní 1930 að ég fór í lögregluna. Þá voru starfandi hér 3 lögregluþjónar. Það var venja að þeir sem voru að byrja hefðu næturvaktina og var ég á næturvakt fyrstu árin. Þá var maður á ferli um götur bæjarins frá kl. 9 á kvöldin til kl. 6 á morgnana allan ársins hring.
Þetta átti ekki illa við mig — ég var einrænn og einþykkur í skapi og var alveg sama þótt ég sæi ekki mann nótt eftir nótt. Nei, það var yfirleitt ekki mikið að gera, enda Hafnfirðingar ákaflega löghlýðið fólk. Það var líka minna um að vera á þessum árum — bílar voru t.d. sárafáir og kom varla fyrir að árekstur yrði. Að vísu þurftum við jafnan að fylgjast með dansleikjum sem þá voru haldnir á Hótel Birninum og vera tagltækir ef eitthvað bar út af, sem sjaldnast varð. Í jafn spökum kaupstað og Hafnarfirði þurfti maður yfirleitt aldrei að skipta sér af fólki. Þá þurftum við alltaf að vera tollvörðum til aðstoðar þegar skip komu að utan. Þetta var á bannárunum og var aðallega verið að ganga úr skugga um að skipverjar reyndu ekki að komast með sterkt vín til landsins. Þá tíðkaðist það að eiginkonur skipverja á togurunum fóru með þeim til Englands í einhverri vorferðinni og var þá mikið keypt. Ég man að það var alltaf glatt á hjalla þegar við vorum að tollskoða er skipin komu úr þessum ferðum og þarna eignaðist maður marga vini og hefur sú vinátta haldist síðan.

Brugg

Bruggtæki.

Var bruggað í Firðinum á þessum árum?
Já, það komu upp nokkur mál og maður komst í það að leita hjá mönnum að bruggi og bruggunartækjum. Þá fóru lögreglumennirnir í Hafnarfirði mikið út i sýsluna í landaleit með Birni Blöndal sýslumanni. Ég slapp hins vegar við þessar ferðir að mestu þar sem ég var með næturvaktina þessi ár. Svo voru bannlögin numin úr gildi 1934 og þar með var bruggið að mestu úr sögunni.
Það var ágætt að vera í lögreglunni á þessum árum þótt aðstaðan væri engin sem við höfðum, því lögreglustöð fengum við ekki fyrr en 1939.
Nú hefur þú starfað mikið að byggðasafnsmálum hér í Hafnarfirði og verið safnvörður við Byggðasafnið í áratugi — hvað varð til þess að þú hófst að sinna þessu verkefni?

BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, minjavörður

Árið 1953 var sett á laggirnar byggðasafnsnefnd hér í Hafnarfirði og fór svo að ég var skipaður í hana ásamt Óskari Jónssyni útgerðarmanni, sem var formaður nefndarinnar, og Grími Andréssyni kaupmanni.
Varð það mitt hlutverk að fara á milli góðbúa og safna munum. Hugur okkar stóð mjög til að vernda hús Bjarna Sívertsen riddara og þar höfðum við sterkan bakhjarl þar sem var Bjarni Snæbjörnsson læknir, en hann var mikill áhugamaður um að húsið yrði verndað og gert upp. Bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar höfðu þá lengi verið þarna til húsa og voru nýlega fluttar þaðan en húsvörðurinn bjó ennþá á loftinu.
Húsið var fremur illa farið en þeir munir sem söfnuðust voru geymdir þar fyrstu árin. Nokkrum árum síðar fengum við til umráða Knudtzons-pakkhúsið og voru munirnir þá fluttir þangað.
Hús Bjarna riddara var svo grandskoðað og endurbyggt í fyrri mynd.

Bjarni Sívertsen

Hús Bjarna riddara.

Við uppgerð húss Bjarna.

Hús Bjarna Sívertsen mun hafa verið byggt árin 1703—05, en pakkhúsið þar sem safnið er nú til húsa ekki fyrr en 1862. Ég hef alltaf haft mikla intressu fyrir Bjarna Sívertsen og hans fjölskyldu enda var Bjarni hinn merkasti maður þótt ekki ætti hann til stórra að telja. Skírnarnafn hans var Bjarni Sigurðsson og réðst hann ungur til Rannveigar Filipusdóttur og Jóns Halldórssonar í Selvogi á Suðurnesjum. Nokkru síðar drukknaði Jón og tók Bjarni saman við ekkjuna sem þó var tveimur áratugum eldri en hann.
Þau Jón og Rannveig höfðu verið töluvert efnuð og hefur það eflaust ráðið miklu um þennan ráðahag Bjarna.

Til Hafnarfjarðar fluttist Bjarni 1790 og höfðu þau Rannveig þá eignast fimm börn. Bjarni hóf hér verslun og jafnframt umfangsmikla þilskipaútgerð og skipasmíðar. Hann mun hafa gert út ein 13 skip í fisk og siglingar og voru það talin geysileg umsvif á þessum árum, er Íslendingar voru heldur framtakslitlir almennt.

Gísli Sigurðsson

Gísli með kíki Bjarna.

Það sést á ýmsu að Bjarni var harður í horn að taka og hafði góða hæfileika til að koma ár sinni fyrir borð ef því var að skipta. Þegar Jörundur hundadagakóngur sló eign sinni á Ísland var ófriður milli Dana og Englendinga, og hafði Bjarni lent í því að vera kyrrsettur í Skotlandi meðan á þessum ófriði stóð. Félagi Jörundar sem stóð með honum að hernámi Íslands, Gilpin að nafni, tók sér það fyrir hendur að ræna hér Jarðabókarsjóðnum. Þetta var gildur sjóður sem notaður var til að greiða úr öllum embættismönnum á Íslandi. Bjarni hafði fregnir af þessu til Skotlands og tókst honum með harðfylgi að fá því framgengt að Gilpin var neyddur til að skila Dönum sjóðnum, sem varla hefur verið auðvelt. Fyrir þetta var Bjarni sleginn til riddara.

Bjarni Sívertsen

Bjarni Sívertsen.

Bjarni varð þó ekki gæfumaður að öllu leyti. Aðeins eitt af fimm börnum þeirra Rannveigar lifði til fullorðinsára. Það var Sigurður Bjarnason Sívertsen kaupmaður í Reykjavík. Hann var einstakt ljúfmenni en hafði ekki erft hæfileika föður síns til kaupmennsku. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir og var mikill skörungur — hún hafði greiðasölu fyrir alþingismenn í Reykjavík og steypti einnig kerti. Dauða Sigurðar bar að með einkennilegum hætti en hann var á miðjum aldri er hann andaðist. Eitt sinn er Sigurður er á gangi í Reykjavík tekur hann eftir því að úrið hans er stoppað. Hann fór þá inn til úrsmiðs að láta líta á það en hnígur svo niður látinn þar í búðinni. Eftir að Rannveig dó tók Bjarni sér danska bústýru sem var miklu yngri en hann og eignuðust þau eina dóttur saman. Þau bjuggu síðustu árin í Kaupmannahöfn og þar dó Bjarni 1833, þá nýgiftur barnsmóður sinni. Frá Járngerði dóttur þeirra er kominn mikill ættgarður í Noregi og munu ekki færri en 200 manns rekja ættir sínar til hennar. Sjálfur var Bjarni ættaður úr Flóanum og liggja ættir okkar einhvers staðar saman.
Hvernig gekk þér að afla muna til Byggðasafnsins?

150 ÁRA GAMALL ÁRABÁTUR?

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Bátur á Byggðasafni Hafnarfjarðar.

Það gekk allvel og menn voru furðu fúsir á að láta af hendi verðmæta gripi til okkar. Þó vorum við búnir að missa úr höndum okkar mikið safn sem Andrés Johnson rakari hafði dregið saman hér í Hafnarfirði, en það voru alls um 25 þúsund munir. Safn Andrésar fór allt til Þjóðminjasafnsins og stendur Ásbúðarsafn saman af því.
Samt gekk okkur furðu vel að efna til safnsins. Það má nefna hluti eins og gamla kistla, koffort og hljóðfæri, auk allra helstu veiðarfæra frá skútuöldinni. Þá leitaði ég uppi alla rokka, hesputré og kamba, og er sumt af því sem safnaðist trúlega orðið mjög gamalt þó erfitt sé að segja nákvæmlega til um aldurinn. Þá tókst mér að ná í árabát sem að minnsta kosti er 100 ára gamall og e.t.v. 150 ára. Síðasti eigandi hans var Helgi Guðmundsson frá Melshúsum sem reri honum lengi til grásleppuveiða.
Hvernig náðirðu í þennan bát?
Ég tók hann hreinlega í fjörunni þar sem Helgi hafði dáið frá honum. Það voru svo borgaðar fyrir hann 750 kr. til ættingja Helga að mig minnir. Aðrir gamlir munir í safninu sem vert er að minnast á eru borðstofuborð og stólar úr búi Bjarna Sívertsen, en við borðið gátu setið 18 manns þegar gestkvæmt var á þessu rausnar heimili.
-Viðtal: Bragi Óskarsson

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður um miðja 19. öld.

Þannig var… – Byggðasafn Hafnarfjarðar
Björn Pétursson, núvernadi forstöðumaður Byggðasafns hafnarfjarðar skrifaði lokaverkefni til MA–gráðu í safnafræði við Háskóla Íslands 2014. Þar rekur hann sögu Byggðasafnsins og skrifar m.a.:

Upphafið

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum – 1772.

„Formlegt upphaf Byggðasafns Hafnarfjarðar má rekja til fundar í bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 1953. Þar voru til umfjöllunar breytingar á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og lögðu fulltrúar Alþýðuflokksins fram tillögu undir liðnum „Hellisgerði o.fl.“ þar sem fram kemur í c-lið að veita skuli 10.000 kr. til byggðasafns. Ekki eru neinar frekari skýringar á þessari tillögu en hún var send eins og áætlunin í heild til samþykktar bæjarráðs og var samþykkt þar.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

Samkvæmt munlegum sögusögnum í bænum var það einkum lögregluvarðstjórinn, Gísli Sigurðsson, sem lagði hart að bæjarfulltrúunum að hrinda þessu verki í framkvæmd en ekki hafa fundist neinar heimildir er styðja þá sögu þó vissulega verði hún að teljast ansi líkleg.
Óskar Jónsson framkvæmdastjóri bar fram tillöguna um fjárveitingu til byggðasafnsins og samkvæmt viðtali sem tekið var við hann og birt í Alþýðublaðinu var hugmyndin „að safna saman og varðveita frá glötun gamla muni, sagnir og myndir úr atvinnu- og menningarlífi Hafnfirðinga fyrr á tímum, eins gömlum og til næst, og koma þessu fyrir í safninu.“

Garður

Spil við Helgustaði.

Þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar var stofnað voru í gildi fyrstu lög um byggðasöfn sem samþykkt höfðu verið hér á landi, lög númer 8 frá 12. febrúar 1947, og báru nafnið „Lög um viðhald fornra manvirkja og um byggðasöfn“. Athyglisvert er að þegar þessi lög voru sett var ekkert starfandi byggðasafn á landinu en þó var söfnun hafin á nokkrum stöðum.
Þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar var stofnað árið 1953 var ekkert friðað hús í eigu ríkisins í bænum. Strax í upphafi komu upp hugmyndir um að koma safninu fyrir í Sívertsens-húsinu við Vesturgötu. Í frétt Alþýðublaðsins frá því í janúar 1953 er þessi hugmynd viðruð en þar sagði „Sívertsenshúsið var íbúðarhús Bjarna riddara og fjölskyldu hans frá því um aldamótin 1800 til 1835. Þetta hús er því um 150 ára gamalt, og sögufrægt að því leyti, að það var bústaður Bjarna, sem mestan þátt átti í viðgangi Hafnarfjarðar á þeim tíma.

Hellisgerði

Hellisgerði 1942.

Er það gömul hugmynd, að flytja það í Hellisgerði, sem er skrúðgarður Hafnfirðinga, og verður það þá væntanlega gert sem líkast úr garði og það var á árum Bjarna riddara.“
Í annarri frétt, sem birtist í Morgunblaðinu kemur hugmyndin um flutning Sívertsens-hússins aftur fram en þar sagði „Komið hefur til tals, að byggðasafnið yrði í svokölluðu Sívertsenhúsi, en í því bjó Bjarni riddari Sívertsen frá því árið 1800 til 1835. Er þetta elzta hús í Hafnarfirði, um 150 ára gamalt. … Stungið hefur verið upp á því, að húsið yrði flutt í Hellisgerði, skrúðgarð Hafnfirðinga, og gert þá sem líkast úr garði og það var í tíð Bjarna Sívertsens. Þó telja margir, að við flutning hússins þangað, myndi það tapa sínum upphaflega svip, því að miklum erfiðleikum er bundið að flytja það. Allt er enn í óvissu, hvort af þessum flutningi verður.“

Hús Bjarna riddara

Stiginn upp á loftið í húsi Bjarna.

Ef til vill er þarna að finna skýringuna á því hversvegna stofnun byggðasafns var sett undir liðinn „Hellisgerði ofl.“ í fjárhagsáætlun bæjarins þegar stofnað var til þess. Þessi hugmynd, að varðveita Sívertsens-húsið, er þó enn eldri. Sívertsens-húsið hafði verið eign Hafnarsjóðs Hafnarfjarðar frá árinu 1924 og voru bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar þar til húsa á árunum 1930-1944. Þegar bæjarskrifstofurnar fluttu úr húsinu komu upp ýmsar hugmyndir um hvaða hlutverk þetta sögufræga hús ætti að fá en snemma kom upp hugmynd um að varðveita það í upphaflegri mynd. Eftir umræður í bæjarstjórn var bæjarstjóra falið að ræða við hafnaryfirvöld um málið og lauk þeim samræðum með því að snemma árs 1944 var samþykkt í hafnarstjórn að afhenda húsið endurgjaldslaust til bæjarstjórnar enda skuldbatt bæjarstjórnin sig til að láta gera húsið upp og varðveita það í upprunalegri mynd. Hvenær hugmyndin skýtur fyrst upp kollinum er erfitt að segja en að öllum líkindum kom hún fyrst fram opinberlega þegar Ágúst Steingrímsson tæknifræðingur og fyrrverandi bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði ritaði grein um málið í tímaritið Helgafell árið 1943. Hann átti einnig fyrstur manna hugmyndina að því að flytja húsið í Hellisgerði. Sú hugmynd hans kom fram í bréfi sem hann sendi Málfundafélaginu Magna árið 1946 en málfundafélagið sá um og rak Hellisgerði á þessum tíma. Í því bréfi gekk hann þó enn lengra en einungis að varðveita húsið, því þar kemur fram sú hugmynd að láta húsið hýsa byggðasafn.

Hellisgerði

Hellisgerði fyrrum.

Magna-menn brugðust við þessu bréfi með því að rita bæjarstjórn Hafnarfjarðar erindi um málið. Bæjarstjórn brást við því á þann hátt að lýsa sig reiðubúna til viðræðna en óskaði þess jafnframt að Málfundafélagið Magni hefði forgöngu um að stofna nefnd og fá félagsamtök í bænum til að taka þátt í verkefninu. Tveimur árum síðar var svo samþykkt í bæjarráði að leggja til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að bærinn yrði aðili að samkomulagi um athuganir á flutningi og varðveislu á húsi Bjarna Sívertsen. Rúmum mánuði síðar var það samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Fulltrúa í þessari nefnd áttu, auk bæjarstjórnar, Málfundafélagið Magni, Útgerðarmannafélag Hafnarfjarðar, Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar og Kaupmannafélag Hafnarfjarðar.

Safnkosturinn

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1890.

Þegar samþykkt var að stofna Byggðasafn Hafnarfjarðar árið 1953 hafði nokkur söfnun átt sér stað í bænum en þó var enn vitað af munum sem voru varðveittir hjá bæjarbúum. Ein af ástæðum þess að safnið var stofnað var að menn óttuðust að þessir gripir glötuðust ef þeim yrði ekki safnað saman og varðveittir á viðurkenndu safni. Í frétt frá árdögum Byggðasafns Hafnarfjarðar, sem birtist í Morgunblaðinu, sagði meðal annars: „Það sem vakir fyrir bæjarráði með stofnun byggðasafns, er að varðveita frá glötun gamla muni, sem kunna að vera til í Firðinum frá fyrri tímum — sömuleiðis allan þann fróðleik, er varðar atvinnu- og menningarlíf Hafnfirðinga. Eitthvað mun vera til af munum í Firðinum, sem kæmi til mála að setja á hið tilvonandi safn. T.d. er hér elzti rafall á Íslandi, sem Jóhannes Reykdal flutti til landsins og notaði til raflýsingar fyrstur manna hér á landi. —

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, minjavörður. með einn gripanna.

Ýmsir aðrir gamlir munir eru til í Firðinum, sem ekki má draga öllu lengur að koma fyrir á einn stað, ef þeir eiga ekki að gleymast eða týnast.“12 Auk þessa hafði upplýsingum um lifnaðarhætti og menningu verið safnað í Hafnarfirði um nokkurt skeið og í fréttum af stofnun safnsins var komið inn á þá söfnun. Í Alþýðublaðinu sagði „Áhugi á því að varðveita fornan fróðleik og minjar frá glötun virðist vera mikill í Hafnarfirði. En vafalaust er þó Gísli Sigurðsson starfsamastur allra áhugamanna í því efni. Hann hefur um skeið safnað með viðtölum við aldraða Hafnfirðinga lýsingum á gömlum húsum, húsbúnaði, staðháttum í bænum og atvinnuháttum, og einnig hafa fléttast inn í þetta gamlar minningar og sagnir og örnefni. Hvernig bærinn var fyrir aldamót.
Gísli sagði, er blaðið ræddi við hann um þessa söfnun hans í gær, að hann leitaðist fyrst og fremst við að afla lýsinga af bænum eins og hann var fyrir aldamót. Mesta rækt hefur hann lagt við að skyggnast inn í líf alþýðunnar, t.d. fá að vita, hvernig húsbúnaður var í gömlu bæjunum og annað slíkt.“

Hagldir

Hagldir úr horni.

Morgunblaðið fór nokkuð betur ofan í þetta en þar sagði að „Nokkrir Hafnfirðingar hafa á undanförnum árum safnað miklum fróðleik úr lífi fólks í Firðinum frá fyrri tímum, sem vissulega kemur að góðum notum fyrir væntanlegt byggðasafn.
Hefur Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn, verið einna skeleggastur í söfnun alls konar gamals fróðleiks. Hann hefur til dæmis gert sér far um að kynnast, hvernig gömlu bæirnir voru útlítandi í Hafnarfirði fyrir aldamót og jafnframt um fyrirkomulag innan húss. Einnig hefur hann kynnt sér, svo sem kostur hefur verið á, hvar bæirnir stóðu. Sömuleiðis hefur Gísli viðað að sér miklum fróðleik um líferni Hafnfirðinga fyrir aldamót. Mestar og beztar upplýsingar hefur hann fengið hjá öldruðum Hafnfirðingum, en einnig af gömlum sögnum og örnefnum. Gísli Sigurðsson hefur með söfnun þessa fróðleiks, varðveitt frá glötun þann fjársjóð, sem getur orðið uppistaðan í væntanlegu byggðasafni Hafnfirðinga.“
Hús Bjarna riddaraElstu fundargerðir byggðasafnsnefndar eru því miður glataðar en Gísli rekur upphafsárin ágætlega í viðtali sem tekið var við hann og birt í blaðinu í Hamri í tilefni af 50 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar árið 1958. Þar kemur hann meðal annars að munasöfnuninni í árdaga Byggðasafns Hafnarfjarðar en þá hafði safnið fengið Sívertsenshúsið til afnota. Þar kemur fram að söfnun muna hafi farið af stað strax og safnið var stofnað og fljótlega eftir að það fékk Sívertsens-húsið afhent hafi verið fluttir þangað um 200 munir.
„Húsið var ekki í sem beztu ástandi og þurfti því mikillar viðgerðar við. Þegar nefndin fékk það undir hendur var efri hæð þess leigð út og síðan hefur allt húsið verið hitað upp.

Halgdir

Munir Byggðasafnsins.

Þessir tvö hundruð munir voru flestir frá sjóvinnu ýmis konar, en síðan hefur bætzt það mikið við safnið, að það telur nú um sjöhundruð skrásetta muni. Auk þessa eru enn fjölmargir hlutir, sem safnið á, eða hefur fengið vilyrði fyrir, sem enn eru geymdir víðsvegar um bæinn, vegna þess hve húsnæði safnsins er ófullnægjandi. Allur gólfflötur hússins er aðeins 8 x 14 mtr. að flatarmáli og segir það sig sjálft, að svo lítið húsnæði fullnægir engan veginn þeim kröfum, sem gera verður til húsnæðis fyrir gott byggðasafn. Tillaga byggðasafnsnefndarinnar til lausnar þessu vandamáli er sú, að safnið fái einnig stóra pakkhúsið, sem stendur við hliðina á Sívertsenshúsi. En það mun vera byggt um 1840 og er því í tölu allra elztu húsa hér í Hafnarfirði og þess vegna mjög æskilegt til þessara nota.“

Sjóminjasafn

Teikning að fyrirhuguðu sjóminjasafni á Skerseyri við Hafnarfjörð.

Síðar í sama viðtali telur Gísli upp nokkra helstu muni safnsins og gefur sú upptalning nokkuð góða mynd af safnkostinum eins og hann var á fyrstu árum safnsins. Þar er meðal annars haft eftir Gísla: „Áhugi Hafnfirðinga fyrir byggðasafninu hefur komið mjög glögglega í ljós með hinum rausnarlegu gjöfum, sem því hafa borizt frá mörgu fólki. Eins og áður er sagt er mikill hluti safnsins
viðkomandi sjóvinnu og er það ekki einkennilegt, þegar athuguð er saga og atvinnuhættir Hafnarfjarðar.
Áður en Byggðasafn Hafnarfjarðar var stofnað höfðu tveir aðilar stundað markvissa söfnun á gömlum munum í bænum og hvorugt þeirra safna endaði á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Ásbúðarsafn, sem Andrés Johnson rakari í Ásbúð við Hafnarfjörð hafði safnað saman árum saman, keypti ríkið og setti á Þjóðminjasafn Íslands en hitt var safn muna er Þorgerður Bergmann safnaði og endaði það á Árbæjarsafni í Reykjavík. Er rétt að staldra hér við og skoða þessi söfn nánar þar sem söfnun þessara einstaklinga, svo og stofnun Sjóminjasafns Íslands í Hafnarfirði síðar höfðu töluverð áhrif á safnkost Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Safn Þorbjargar Bergmann
Þorbjörg BergmannMikilsmetin hjón ein bjuggu í Hafnarfirði í upphafi 20. aldar. Þau sem hér er átt við voru Sigfús Bergmann og kona hans Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann. Sigfús var kaupmaður í bænum en lét þó einnig ýmis önnur málefni kaupstaðarins sig varða. Hann var til dæmis kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Hafnarfjarðar, var frumkvöðull að stofnun sjúkrasamlags í bænum, var framkvæmdastjóri trésmiðjunnar Dvergs um tíma og einn af eigendum gosdrykkjaverksmiðjunnar Kaldá, sem var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi auk þess sem hann átti hlut í nokkrum útgerðum í bænum. Þau Sigfús og Þorbjörg reistu sér hús við Strandgötuna, aðal verslunargötu bæjarins, þar sem verslunin var á jarðhæð en íbúð á tveimur hæðum þar fyrir ofan. Verslaði hann þar bæði með matvöru og álnavöru.
Þau hjónin voru mjög virk í þessari söfnun sinni þó Þorbjörg hafi sannarlega staðið þar við stjórnvölin. Líf Þorbjargar tók nýja stefnu árið 1918 þegar Sigfús lést úr spænsku veikinni. Flutti hún þá úr íbúð sinni en bjó þó um sinn áfram í sama húsinu en leigð það út að mestu. Þar bjó hún til ársins 1930 er hún flutti til Reykjavíkur til Huldu, dóttur sinnar, og eiginmanns hennar, Einars Sveinssonar. Þorbjörg lést 14. maí 1952 en fyrir dauða sinn gaf hún skýr fyrirmæli um að safn hennar dreifðist ekki og að ekkert af því færi úr landi.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn – Árbær.

Dóttir hennar og tengdasonur færðu Reykvíkingafélaginu safnið að gjöf nokkrum mánuðum eftir dauða Þorbjargar sem nokkrum árum síðar gaf safnið áfram, með samþykki gefendanna, til Árbæjarsafns. Hafa verður í huga að þegar hér er komið sögu er þegar búið að stofna Byggðasafn Hafnarfjarðar en við ritun þessarar ritgerðar fundust engar heimildir um að komið hafi til tals að gefa safnið þangað. Það hefði þó verið eðlilegur gjörningur þar sem megnið af umræddum gripum var safnað í Hafnarfirði, mun eðlilegri en að gefa gripina á byggðasafn þeirra Reykvíkinga.

Þorbjörg Bergmann

Bergmanns fjölskyldan um 1910. Sigfús Bergmann kaupmaður lést 1918 úr spönsku veikinni. 1920 lést Hrefna elsta dóttirin og 1922 lést Hulda miðjudóttir þeirra hjóna. Þorbjörg hélt áfram rekstrinum í húsi þeirra við Strandgötu í Hafnarfirði fram til 1936 að hún flutti til dóttur sinnar í Reykjavík.

Minjasafn Þorbjargar Bergmann var mjög mikilvægt fyrir safnið í Reykjavík og til vitnis um það má vitna í frétt Tímanns af opnun Árbæjarsafns en þar sagði: „Skjala- og minjasafn Reykjavíkurbæjar í Árbæ verður opnað almenningi á sunnudaginn kl. 2 að viðstöddum mörgum gestum. Verður safnið opið eitthvað fram eftir haustinu. Fyrir skömmu barst því hin veglegasta gjöf frá Reykvíkingafélaginu, en það er mjög verðmætt safn ýmissa muna, sem frú Þorbjörg Bergmann í Hafnarfirði hafði safnað. Fer það nú í Árbæ með samþykki fyrri gefenda.“
Af þessu má sjá að safn það sem Þorbjörg safnaði saman í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar var merkilegt safn og í sjálfu sér uppistaðan í munasafni Árbæjarsafns á upphafsárum þess. Munir sem hefðu skipt sköpum fyrir Hafnarfjörð á þeim árum sem unnið var að því að koma Byggðasafni Hafnarfjarðar á fót.

Ásbúðarsafnið

Annar safnari sem verið hafði afkastamikill í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar, áður en Byggðasafn Hafnarfjarðar var sett á fót, var Andrés Johnson eða Andrés í Ásbúð eins og hann var jafnan kallaður. Bakgrunnur Andrésar var sá að hann fæddist á Leifsstöðum í Selárdal í Norður-Múlasýslu laugardaginn 5. september árið 1885. Ungur flutti hann til Vesturheims en er hann snéri aftur settist hann að í Hafnarfirði og gerðist hárskeri þar. Við komuna til Hafnarfjarðar hóf hann að safna að sér hverskonar forngripum og munum sem notaðir voru í gamla íslenska bændasamfélaginu áður en hin mikla atvinnubylting tuttugustu aldarinnar gerbreytti samfélaginu.

Askur

Gripur úr Ásbúðarsafninu.

Varð þessi söfnun fljótlega mjög umfangsmikil og lét hann ekki nægja að safna munum í Hafnarfirði og nágrenni hans heldur hélt hann í ferðir út um allt land í þeim tilgangi að safna gömlum munum. Eflaust hefur þessi hegðun hafnfirska rakarans þótt nokkuð undarleg enda ekki algengt áhugamál á þessum tíma. Hins vegar varð hann það þekktur fyrir þetta áhugamál sitt að menn fóru að bjóða honum muni og jafnvel að safna fyrir hann að einhverju leyti. Til eru frásagnir af því að hann hafi jafnan rætt um þessi mál við viðskiptavini sína á rakarastofunni og þá hafi margir komið þangað færandi hendi og gefið muni úr þeirra eigu. Í frétt sem skrifuð var í blaðið Frjáls Þjóð árið 1955 í tilefni af opnun sýningar á þessum munum sagði meðal annars um Andrés: „Nú eru gripir í safni hans orðnir um eða yfir 25.000. Það mun láta nærri, að nær allir þeir fjármunir, sem Andrés hefur unnið fyrir um dagana, umfram það er hann þurfti sér til lífsframfæris, hafi farið fyrir safngripi. Það er mikil fórn fyrir óarðbært hugsjónastarf.

Árbær

Árbær 1948.

En annað, sem dýrmætara er og miklu sjaldgæfara en peningar, hefur þó verið lagt í þetta starf. Það er eljan og þrautseigjan, tryggðin og staðfestan við torsótt verkefni. Menn geta vart gert sér fulla grein fyrir því, hve mikla árvekni og þolinmæði það hefur kostað að ná þessum munum öllum saman.“
Alla þessa muni dró Andrés heim í hús sitt, Ásbúð, við Hafnarfjörð en húsið var ekki stórt og fór svo áður en langt um leið að plássleysi var farið að hamla þessari söfnun. Brást Andrés við því árið 1942 með því að leggja erindi fyrir Alþingi þar sem hann bauð safn sitt til kaups með tilgreindum skilyrðum. Varð það úr og eins og sést á frétt um byggingu Þjóðminjasafnsins sem birtist í Ingólfi árið 1944 varð þetta safn ein af burðarstoðum Þjóðminjasafnsins á þessum tíma, í fréttinni sagði meðal annars: „Þjóðminjasafnið. Alþingi hefur veitt þrjár millj. króna til að gera yfir það hús. Hið væntanlega stórhýsi á ekki einungis að rúma Forngripasafnið gamla heldur einnig Iðnminjasafn, Sjóminjasafn, Mannamyndasafn, svonefnt Ásbúðarsafn, … og söfn, sem kennd eru við einstaka menn: Jón Sigurðsson o.fl. Sömuleiðis listasafn. … Má því og vænta, að bundinn verði bráður bugur að því að reisa þetta langþráða skýli yfir hið stórmerka safn þar sem það er m.a. nokkurn veginn óhult fyrir bruna.“

Þjóðminjasafnið

Í Þjóðminjasafninu.

Til að gera ljóst hve stórt Ásbúðarsafn var í sniðum er rétt að tína til það sem skrifað var um safnið þegar það var formlega opnað í Þjóðminjasafninu á sjötugs afmæli Andrésar 1955. „Í Gær opnaði Þjóðminjasafnið Ásbúðarsafn, er safnað er af Andrési Johnson í Ásbúð í Hafnarfirði, á 70 ára afmæli hans. Er þetta stærsta minjasafn, sem nokkur Íslendingur hefur dregið saman. Safnið kom í eigu Þjóðminjasafnsins árið 1944, með sérstökum samningi við safnara þess. … Ásbúðarsafnið er geysi mikið safn.

Sjóminjasafn Íslands
Þá er komið að þriðja stóra safninu sem hvarf úr Hafnarfirði en það er Sjóminjasafn Íslands.
Hvenær fyrstu hugmyndir um sjóminjasafn kviknuðu í Hafnarfirði er ekki gott að segja en með nokkurri sanni má rekja það aftur til aldamótanna 1900 þegar skólastjórinn í Flensborgarskólanum, Jón Þórarinsson, lagði fram sínar hugmyndir um „fiskiáhaldasafn“.

Byggðasafn hafnarfjarðar

Aðdragandinn að skrifum Jóns um þessi málefni var sá að árið 1898 sótti hann sjóminjasýningu í Bergen í Noregi. Taldi hann mikilvægt að stofnað yrði sjóminja-, eða fiskiáhaldasafn hér á landi en ekkert varð þó úr þessum hugmyndum hans, hvorki í Hafnarfirði né annarsstaðar á Íslandi í hans tíð. Hafnarfjörður byggðist fyrst og síðast upp vegna góðrar hafnar frá náttúrunnar hendi.
Eins kemur það líka fram hjá þeim aðilum er fyrstir stóðu að Byggðasafni Hafnarfjarðar að það ætti að hluta til að varpa ljósi á þennan hluta menningararfsins sem sjósókn og fiskvinnsla er. Þetta kemur fram í tillögum er byggðasafnsnefnd lagði fyrir bæjarráð Hafnarfjarðar á þessum fyrstu árum safnsins en þar eru settar fram hugmyndir að vexti og viðgangi safnsins til framtíðar. Þar kemur fram listi yfir þá þætti sem safnið ætti að sinna og sýna og hvaða hlutar sögunnar það væru sem þeir helst vildu varpa ljósi á. Listinn er sannarlega langur og metnaðarfullur og snýr að sýningaaðstöðu í Pakkhúsinu að Vesturgötu 6.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson með erlendum áhugamanni um fornleifar.

Uppúr 1970 fer að sjá fyrir endann á þeim verkefnum og fram á varanlega sýningaaðstöðu í Sívertsens-húsinu. Áhugavert er að rýna í viðtal sem tekið var við Gísla Sigurðsson árið 1973, en hann hafði þá starfað við safnið, sem nefndarmaður, frá stofnun þess. Í umræddu viðtali sagði Gísli „Þegar maður hefur verið jafn lengi í þessu og ég og lifir orðið fyrir þetta, þá er maður ekki í rónni, viti maður einhversstaðar af gömlum og sögulegum hlut, fyrr en hann er fenginn. Það er Gísli Sigurðsson, fyrrum lögregluþjónn í Hafnarfirði, sem sagði þetta er við löbbuðum með honum um geymsluherbergi, skúra og skúraloft og skoðuðum þá muni sem dregnir hafa verið saman fyrir væntanlegt sjóminjasafn í Hafnarfirði, en að þessum safnmálum hefur Gísli starfað allt síðan árið 1953 að stofnuð var nefnd til að koma á laggirnar sjóminjasafni í Firðinum. Því miður hefur málinu ekki miðað betur en svo að enn eigum við ekkert safnhús, en aftur á móti eigum við orðið gott safn gripa, meira en nóg sem undirstöðu í safn.“ Ekki má þó við blaðamanninn einan sakast því ljóst er að Gísli notar í þessu viðtali orðið „sjóminjasafn“ frekar en „byggðasafn“ eins og fram kemur í eftirfarandi línum í sama viðtali: „Þú sagðir mér Gísli að þið hefðuð byrjað 1953 að safna að ykkur munum. — Já það er rétt. Það ár var skipuð nefnd af bæjarstjórninni sem átti að hafa það hlutverk að koma á stofn sjóminjasafni í Hafnarfirði. Ég var skipaður í þessa nefnd strax og hef verið í henni síðan. … — Hvern telurðu nú merkastan hlut í safni ykkar? —

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Bátur á Byggðasafni Hafnarfjarðar.

Það er nú ekki gott að segja. Hér eru margir fallegir og sögulegir munir. Ég vil nefna til yfir 100 ára gamlan bát með Faxaflóalagi, eins og það var kallað.“
Það sem hér gerist merkilegt er einkum tvennt, eins og áður segir er Gísli farinn að nota orðið „sjóminjasafn“ og svo hitt að hann telur merkasta mun safnsins vera bát og þó einungis sé um hans persónulega mat að ræða gefur það sannarlega vísbendingu um áherslur og áhuga þess manns sem sá um söfnun gripa til safnsins fyrstu 20 ár þess. Í lok þessa sama viðtals útskýrir hann máls sitt betur og er þá bersýnilegt að stefnubreyting hefur orðið og rökstyður hann mál sitt er hann svarar spurningu blaðamannsins: „Nú er þetta orðið miklu meira en sjóminjasafn hjá ykkur, Gísli, þetta er allt eins gott byggðasafn fyrir Hafnarfjörð.
Leira
— Já, það má kannski segja það. Þegar maður tekur til við að safna svona gömlum gripum með sérsafn eins og sjóminjasafn í huga, þá kemur það eins og af sjálfu sér að maður tekur til handargagns annarskonar gamla og verðmæta muni og síðan gerist það einnig að fólk sendir okkur alls konar muni, þótt þeir séu í sjálfu sér ekki endilega í tengslum við sjóinn eða sjóminjar. En gættu svo að öðru. Hafnarfjörður hefur alla tíð átt allt sitt undir sjó og sjómennsku, og því má segja sem svo að allir munir héðan tengist að einhverju marki sjóminjasafni. Þar á ég við þessa gömlu muni sem við erum að safna. Á þeim tíma, fyrir þetta 50 til 100 árum eða meira, var hér allt miðað við sjó og sjósókn, og séu munirnir ekki tengdir sjónum beint, þá óbeint kannski, þannig að þeir eru úr búi einhvers sjómanns. Hinsvegar má segja að yngri munir, sem vissulega geta haft sögulegt gildi, séu ekki eins tengdir sjónum, enda hafa málin breyst á síðari árum eins og allir vita. En vissulega væri það gaman ef hér risu bæði sjóminjasafn og byggðasafn Hafnarfjarðar. Efni til slíks er fyrir hendi.“

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður skömmu fyrir 1900 – mynd í eigu Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Á þessum tíma var ákveðin vakning á Íslandi varðandi verndun sjóminja og fara hugmyndir að skjóta upp kollinum um þetta mál æ oftar. Sem dæmi um þetta er leiðari Alþýðublaðsins 28. júlí 1973 undir nafninu „Sjóminjasafn vantar“ en þar er tíundað um mikilvægi sjósóknar fyrir Ísland í gegnum aldirnar. „Mörgum hefur orðið hugsað til þess, að ekkert eigum við Íslendingar sjóminjasafnið og litla tilburði höfum við í frammi til þess að eignast það. Gamlir og merkir bátar eru að grotna niður umhirðulausir eða umhirðulitlir. Ýmiss konar áhöld og munir frá bátum og útgerð týna sem óðast tölunni og verða bráðum hvergi til. Þetta getur ekki gengið öllu lengur. Íslendingar verða að eignast gott og myndarlegt sjóminjasafn. Sjóminjasafn Íslands á að varðveita muni, sem Íslendingar hafa notað bæði fyrr og síðar við sjósókn og í sjóferðum. Það á að varðveita báta og skip, sem einkennandi hafa verið á hinum ýmsu tímum, og væri t.d. smíðaður knörr, yrði hann dýrgripur í slíku safni. Það á að varðveita ýmis tæki og tól, sem notuð hafa verið í landi við fiskvinnslu og fiskverkun. Og þar á að varðveita bækur og myndir, skjöl og skilríki um skip, sjómennsku og sjósókn.“

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna og nágrenni.

Í sömu grein er þó einnig minnst á það að varla sé hægt að setja upp sjóminjasafn án þess að tengja við það fiskasafn og í því samhengi er minnst á fiskasafn það sem var þá til staðar í Sædýrasafninu í Hafnarfirði og því frumkvöðlastarfi sem þar hafði verið unnið. Í lok greinarinnar segir: „En fiskasafnið í Sædýrasafninu þarf að auka og efla, og þar þarf að koma upp rannsóknaraðstaða fyrir fiskifræðinga. Til þess þyrfti að koma á samvinnu safnsins, hafrannsóknarstofnunarinnar og ef til vill háskólans. Kannski væri sjóminjasafn vel staðsett í nágrenni Sædýrasafnsins. Hitt er víst, að ekki er vanzalaust fyrir Íslendinga að eiga ekki sómasamlegt fiska- og sjóminjasafn.“

Skerseyri

Skerseyri.

Þarna er enn komin upp hugmynd um formlegt Sjóminjasafn Íslands í Hafnarfirði. Umræðan sem þarna var komin af stað vatt nokkuð uppá sig í framhaldinu og varð til þess að haustið 1973 kom fram umræða á Alþingi Íslendinga um málið. Tveir þingmenn, þeir Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson, lögðu fram þingsályktunartillögu um stofnun Sjóminjasafns Íslands í Hafnarfirði. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja nú þegar, í samráði við þjóðminjavörð, undirbúning að stofnun sjóminjasafns. Skal leitað eftir samvinnu við Hafnarfjarðarbæ um hentugt landssvæði undir slíkt safn, svo og um byggingu þess og rekstur. Tillaga þessi fékk góðar viðtökur á Alþingi og var samþykkt óbreytt í febrúar 1974 með samhljóða atkvæðum.“

Sjóminjasafn

Teikning að fyrirhuguðu sjóminjasafni á Skerseyri.

Aðeins er vikið að því í áðurnefndu viðtali við Gísla Sigurðsson: „Nú hefur verið flutt þingsályktunartillaga um að reisa Sjóminjasafn Íslands hér í Hafnarfirði, hvernig list þér á það? — Já, ég var að heyra þetta, og ég skal segja þér að þetta eru einhver mestu gleðitíðindi sem ég hef heyrt lengi. Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson eiga ómældar þakkir skildar fyrir að flytja þessa tillögu. —

Myndi þá ykkar safn falla inn í þetta sjóminjasafn Íslands? Já, það hygg ég, sem sérstök deild eða eitthvað svoleiðis. En við skulum bara athuga það, að uppistaðan í sjóminjadeild Þjóðminjasafnsins eru munir héðan úr Hafnarfirði, og raunar víðar að, en það var Hafnfirðingur sem safnaði þeim og gaf þá til Þjóðminjasafnsins. Það var sá mikli og ötuli safnari Andrés Johnson rakari frá Ásbúð í Hafnarfirði. … Það væri því ekki margt að því að sameina þennan safnvísi okkar Sjóminjasafn Íslands sem reist yrði hér í Firðinum.“

Sjóminjasafn

Teikning að fyrirhuguðu sjóminjasafni á Skerseyri.

Réttu ári áður en þingsályktunartillagan var lögð fram var Þór Magnússon þjóðminjavörður gestur á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar. Þar var hann að kynna þá tillögu að Sjóminjasafn Íslands yrði fundinn staður í Hafnarfirði og að um sérstakt samvinnuverkefni yrði að ræða á milli Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs við uppbyggingu og rekstur safnsins.
Bæjarráðsmenn tóku hugmyndunum vel og bókuðu í fundagerð að bæjarráð hafi lýst áhuga sínum á málinu. Í viðtali við Kristinn Ó. Guðmundsson bæjarstjóra Hafnarfjarðar lýsti hann meðal annars sinni skoðun á þessari hugmynd: „Ég hef alveg sama viðhorf til þess og bæjarráðið. Svona safni verður hvorki komið upp né það rekið nema opinberir aðilar komi til.

Skerseyri

Skerseyri – túnakort 1903.

Í þessu sama viðtali kemur einnig fram að Þór Magnússon hafi ætlað, eftir fund sinn með bæjarráði, að ræða við menntamálaráðherra og upplýsa hann um stöðu mála. Eflaust á það sinn þátt í að þingsályktunartillagan var lögð fram. Í kjölfar þessa lét menntamálaráðherra skipa nefnd um sumarið 1974 sem hafði það verkefni að vinna tillögu um Sjóminjasafn Íslands og samvinnu á milli Þjóðminjasafns Íslands og Hafnarfjarðarbæjar varðandi það. Í nefndinni sátu þeir Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Gunnar Ágústsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði og formaður byggðasafnsnefndar bæjarins, Jón Kr. Gunnarsson, forstjóri Sædýrasafnsins í Hafnarfirði og skipstjórinn Gunnar H. Oddsson. Í frétt Þjóðviljans af málinu um haustið þetta sama ár kemur ákveðin rökstuðningur fyrir því að safninu hafi verið valinn staður í Hafnarfirði. „Sú ákvörðun alþingis, að væntanlegt Sjóminjasafn Íslands rísi í Hafnarfirði er vissulega vel við hæfi. Hafnarfjörður er útgerðarbær frá fornu fari og þar er enn blómstrandi atvinnulíf kringum sjávarútveginn.

Þorskanet

Þorskanet.

Þaðan voru fyrst lögð þorskanet hérlendis, þaðan hófst þilskipaútgerðin og þaðan var gerður út fyrsti gufutogarinn, sem Íslendingar eignuðust. Og í Hafnarfirði er nú þegar kominn fyrsti vísirinn að sérstöku sjóminjasafni, eina safnið á landinu, sem hefur sérhæft sig á þessu sviði. … Sjálfir hafa Hafnfirðingar farið mjög myndarlega af stað með sitt safn, eins og sýningin sem þeir héldu þar í sumar sannaði best. … Einn helsti kosturinn við að hafa sjóminjasafn landsins í útgerbarbæ eins og Hafnarfirði er að þar verður það jafnframt í lifandi tengslum við sjávarútveginn, sem stór hluti bæjarbúa byggir afkomu sína á enn.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.

Þarna kemur fram enn sterkari yfirlýsing varðandi Byggðasafn Hafnarfjarðar en áður hafði komið fram um að safnið hafi fyrst og síðast verið sjóminjasafn. Þarna er talað um að safnið hafi sérhæft sig á þessu sviði. Þrátt fyrir þessar samþykktir og nefndarskipanir gerist lítið í málinu næstu árin.
Sjóminjasafn Íslands opnaði Í Reykjavík með hátíðlegri athöfn á sjómannadaginn, 7. júní 1986.

Sjóminjasafn Reykjavíkur

Sjóminjasafn Reykjavíkur.

Sagt var frá því í fjölmiðlum og í Sjómannadagsblaðinu var fréttin undir fyrirsögninni „Sjóminjasafn Íslands, Loksins“. Í Morgunblaðinu mátti meðal annars lesa eftirfarandi frétt af opnuninni: „Sjóminjasafn Íslands var opnað við hátíðlega athöfn á laugardaginn af Sverri Hermannssyni, menntamálaráðherra. Safnið er til húsa í Brydepakkhúsi við Vesturgötu í Hafnarfirði. Í ræðu Gils Guðmundssonar, formanns sjóminjasafnsnefndar, kom fram, að opnun safnsins í þeim húsakynnum væri aðeins áfangi á langri leið. Framtíðarstarfsemi safnsins er ætlaður staður á svonefndri Skerseyri fyrir vestan Hafnarfjörð, niður undir Hrafnistu.“55 Í ræðu sinni tók Sverrir sérstaklega fram að stofnun safnsins í Hafnarfirði ætti ekki að hafa áhrif á söfnun sjóminja annarsstaðar á landinu, „tilkoma Sjóminjasafnsins raskaði í engu því mikla starfi, sem unnið hefði verið til að varðveita sjóminjar víðs vegar um land. Einstök byggðalög myndu að sjálfsögðu gæta eigin minja áfram.“

Sjóminjasafn Reykjavíkur

Sjóminjasafn Reykjavíkur.

Menn voru að þó ekki á eitt sáttir um Sjóminjasafn Íslands á þessum tíma og sitt sýndist hverjum. Einar Vilhjálmsson tollvörður skrifaði til að mynda harða grein í Sjómannablaðið Víking þar sem hann gagnrýndi þau plön sem þá voru í gangi í Hafnarfirði og taldi í raun að verið væri að beita blekkingum til að fjármagna lítið byggðasafn. Hann hafði greinilega ekki mikla trú á uppbyggingaráformum Sjóminjasafns Íslands í bænum og sagði meðal annars: „Um nokkurra ára skeið hefur ríkisfé verið varið til vafasamra framkvæmda, við lítið byggðasafn í Hafnarfirði, og þeim brögðum beitt að kalla þetta „Sjóminjasafn Íslands“, til þess að réttlæta málið og ná opinberu fé. … Nú voru kerfismenn búnir að taka málið í sínar hendur og var búið til fyrirtækið „Sjóminjasafn Íslands“, og peningar fengnir úr ríkiskassanum til að kosta þessa stofnun, sem getur aldrei orðið það sem nafnið bendir til, heldur aðeins byggðasafn. Látið er í veðri vaka að sem útgerðarbær sé Hafnarfjörður umfram Reykjavik og aðra útgerðarstaði, safnið skreytt með lánsmunum frá Þjóðminjasafni og úr einkaeigu til þess að svo líti út í augum almennings, að um verulegt sjóminjasafn sé að ræða.

Sjóminjasafn Reykjavíkur

Sjóminjasafn Reykjavíkur.

… Við skulum vona að hætt verði að ausa fé í þetta byggðasafn Hafnfirðinga og þeir látnir einir um það að gera það svo úr garði sem þeim hæfir, en hafist verði handa um að koma upp raunverulegu sjóminjasafni í Reykjavík og það tengt Sjómannaskólanum, sjómannasamtökum, útgerðaraðilum og stofnunum í sjávarútvegi auk Þjóðminjasafns.“
Það sem gerst hafði var, ólíkt því sem gerst hafði með Ásbúðarsafnið og safn Þorbjargar Bergmann, að munirnir voru enn í bænum og enn til sýnis á safni. Hins vegar var búið að færa stóran hluta safnkosts byggðasafnsins yfir á annað safn í bænum sem ekki var í eigu Hafnfirðinga heldur var það deild í Þjóðminjasafni Íslands. Hins vegar þróuðust mál á annan veg en ætlað var og hinar metnaðarfullu hugmyndir um uppbyggingu sjóminjasafns Íslands við Skerseyri urðu aldrei að veruleika. Framþróun byggðasafnsins varð ekki eins hröð og eðlilegt hefði verið enda fékk sjóminjasafnið það sýningahús sem ætlað var upphaflega byggðasafninu og eina sýningaaðstaða þess lengi vel var í Sívertsens-húsi og síðar einnig í Siggubæ. Ekki var það einungis raunin að safnkostur byggðasafnsins sem tengdist sjóminjum væri afhentur sjóminjasafninu heldur voru sjóminjar teknar út af söfnunarstefnu byggðasafnsins á þessum tíma og var þeim aðilum sem buðu byggðasafninu sjóminjar næstu árin ætíð vísað yfir á sjóminjasafnið.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fremstur í bátasmíði.

Uppúr aldamótunum 2000 tekur þetta mál enn og aftur óvænta stefnu. Þá voru menn almennt búnir að gefa drauminn um öflugt sjóminjasafn upp á bátinn og raddir fara að heyrast um að rétt væri að loka safninu í Hafnarfirði. Um þetta leyti er viðgerðum að ljúka á Þjóðminjasafni Íslands og farið að styttast í opnun nýrra sýninga þar í endurbættu húsnæði auk þess sem Sjóminjasafnið Víkin í Reykjavík er að líta dagsins ljós. Við þau tímamót er tekin ákvörðun um að Þjóðminjasafnið muni ekki standa að sýningum á höfuðborgarsvæðinu nema í safnhúsinu sjálfu og loka þá bæði sjóminjasafninu og Nesstofusafni á Seltjarnarnesi.
Vöknuðu Hafnfirðingar nú enn upp við vondan draum, nú ætlaði Þjóðminjasafnið að loka Sjóminjasafni Íslands og fara með alla munina til Reykjavíkur en eftir stæði útgerðar- og sjósóknarbærinn Hafnarfjörður með byggðasafn án sjóminja.
Árið 2004 var sjóminjasafninu endanlega lokað og byggðasafnið fékk pakkhúsið undir sýningastarfsemi sína.

Lokaorð

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.

Í köflunum hér að framan hefur verið farið yfir sögu Byggðasafns Hafnarfjarðar og minjavörslunnar í bænum og þeim erfiðleikum sem einkenndu uppvaxtarár þessa málaflokks í bænum. Árið 1974 fékk safnið varanlegt húsnæði undir sýningastarfsemi er viðgerðum á Sívertsens-húsinu lauk. Fjórtán árum síðar, árið 1988 áskotnaðist safninu Siggubær og var sýningastefna þessara húsa nokkuð ljós frá upphafi. Í Sívertsens-húsinu var sýnt hvernig yfirstéttafjölskyldan í Hafnarfirði bjó í upphafi 19. aldar auk þess sem ljósi var varpað á merkilega sögu Bjarna Sívertsen og fjölskyldu hans en í Siggubæ var sýnt hvernig alþýðufjölskyldan í Hafnarfirði bjó í byrjun 20. aldar og hvernig hinir dæmigerðu bárujárnsbæir í litu út.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum – Brekkugata.

Það verður ekki dregin dula yfir þá staðreynd að vangaveltur og vandræðagangur í kringum Sjóminjasafn Íslands töfðu mjög fyrir allri þróun og þroska byggðasafnsins. Segja má að hin síðari uppbygging á Byggðasafni Hafnarfjarðar hefjist árið 1994 þegar það fékk langþráð sýninga- og lagerhúsnæði í Smiðjunni, Strandgötu 50. Þá var í fyrsta sinn kominn í notkun hjá byggðasafninu boðlegur fastur sýningasalur þar sem hægt var að setja upp sýningar um sögu og menningu Hafnarfjarðar og nágrennis. Smiðjan var stækkuð í tvígang, fyrst árið 1997 og svo aftur 1999 og hafði þá tvo veglega sýningasali ásamt góðu lagerhúsnæði. Árið 2004, í kjölfar þess að Sjóminjasafn Íslands var lagt niður, var sýningastarfsemi byggðasafnsins flutt úr Smiðjunni yfir í Bryde-pakkhús að Vesturgötu 6 en lageraðstöðu fékk safnið í þjónustumiðstöð bæjarins við Hringhellu.
Tæplega hálfri öld eftir að hugmyndin kom fyrst upp um sýningaaðstöðu fyrir byggðasafnið í Pakkhúsinu varð það að veruleika.“

Heimildir:
-Þjóðlíf 1. mars 1987, Sögufræg hús í Hafnarfirði, bls. 32.
-Helgafell, 2. des. 1943, Ágúst Steingrímsson, Hús Bjarna riddara Sívertsens, bls. 437.
-Tíminn 18. nóv. 1973, 170 ára gamalt hús gert sem „nýtt“, Hús Bjarna riddara í Hafnarfirði endurbyggt og gert að safni, bls. 40 og 36-37.
-Dagblaðið 5. des. 1978, Hafnarfjörður liðna tímans í máli og myndun, Hús Bjarna riddara Sívertsen GAJ, bls. 16.
-Vísir, 28. ágúst 1971, Hafnfirðingar hlúa að húsi frá Napóleonstímunum, GB — Rætt v/ð Gísla Sigurbsson, lögregluvarðstjóra, um þær endurbætur, sem verið er
að gera á húsi Bjarna riddara Sívertsens, bls. 9.
-Morgunblaðið 12. febr. 1984, Af Bjarna Sívertsen og Byggðasafni Hafnarfjarðar — rætt við Gísla Sigurðsson fyrrv. lögregluþjón, bls. 35.
-Þannig var… – Byggðasafn Hafnarfjarðar, Björn Pétursson – Lokaverkefni til MA–gráðu í safnafræði, Félagsvísindasvið, 2014, 47 bls.

Byggðasafn hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar.

Hafnarfjörður

Gísli Sigurðsson skrifaði um „Gamlar slóðir“ Hafnfirðinga í Hamar 1954:

Garðahverfi

Engidalsvegur um Flatahraun aftan Fjarðarkaupa. Nú eyðilagður vegna framkvæmda.

„Inn á Flatahrauni mátti til skamms tíma sjá troðning, vallgróinn, í hrauninu sunnan Reykjavíkurvegar. Troðningur þessi lá niður Flatahraunið hjá neðsta hvíldarklettinum eftir balanum, þar sem nú stendur Tunga. Var þar í eina tíð tveggja mannhæða djúpur hraunbolli. Af balanum lá troðningurinn niður í Djúpugjótu og hlykkjaðist eftir henni upp á syðri gjótubarminn. Var allhátt af barminum niður í gjótuna. Þarna varð eitt fyrsta bifreiðaslys sem um getur í bifreiðasögunni, á áliðnum vetri 1913. Frá Djúpugjótu lá troðningurinn eftir hraunbala nokkuð sléttum unz halla tók niður í Háaklif.

Háaklif

Horft upp eftir Háaklifi, nú Reykjavíkurvegi – að Sjónarhóli.

Þröngt var það, svo að varla varð farið um það með klyfjahest. Breyttist það nokkuð, árið 1873. Var þá fyrir forgöngu Christens Zimsen verzlunarstjóra ráðist í að leggja upphleyptan veg, neðan af plássi í Hafnarfirði, austur á hraunbrún við Engidal. Var þetta akfær vegur. Chr. Zimsen vígði svo veginn. Reið hann á þriðjungi skemmri tíma en áður hafði tíðkast að fara þessa leið. Var mikið um þessar framkvæmdir talað og þótti sá maður að meiri, er þær hafði séð. En þröngt var enn um klifið. Háir klettar á báðar hendur. Þegar Hafnfirðingar tóku á móti konungi sínum 1874, Kristjáni níunda, lögðu þeir stórt tré yfir klifið frá einum kletti yfir á annan. Klæddu síðan allt með lyngi og birkigreinum og gerðu þarna hinn fegursta sigurboga.

Hafnarfjörður

Hamar 1954…

Reið konungur og fylgdarlið hans hiklaust í gegn og sem leið lá niður á plássið. — Fannst konungi sem hann væri að steypast niður í jörðina er hann kom framundan sigurboganum. En fagurt þótti honum að líta úr klifinu á fagurskyggðan fjörðinn, baðaðann í ágústsól. Í vestur var Hvaleyrin með holtin upp og austur af, allt upp undir Ásfjall og Hamarinn í suður.

Sigðmyndaður Hvaleyrargrandinn með ósum og tjörnunum tveimur undir holtunum. Hvaleyrartjörn, Skiphóll og Óseyrartjörn og Háigrandi sem oddur sigðarinnar syðst gegnt Flensborg. Á klöppinni til hægri við klifið stóð lítil græn þúst, Efstibær, bær Halldórs Beikis.
Lá vegurinn utan í klettinum sem bærinn stóð á og með djúpri gjótu á vinstri hlið allt niður á klöpp er teigði sig yfir í Finnshól og niður með honum, en þá var önnur gjóta mjög djúp komin á hægri hlið og stóð í henni einn bær, Klöpp, bær Þorsteins Þorsteinssonar hins fróða.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1902 – herforingjaráðskort með örnefnum; ÓSÁ.

Svo lá vegurinn niður á allbreitt svæði sunnan Christensenverzlunarhúss, kallað Bingurinn.

Þegar Kristján konungur kom á plássið var verið að taka saman fisk. Ekki var fólkið látið leggja frá sér börur, eða hætta verki þó konungur gengi framhjá. Á Knudtzonsbryggju var konungur ávarpaður fagurri kveðju af gömlum manni.
Sú kveðja er nú víst gleymd, en hana mundi Þorsteinn fróði og fór með hana svo ég heyrði eitt sinn, en ég nam hana ekki og heldur ekki nafn þess manns er hana flutti.

Kristján níundi

Kristján níundi Danakóngur.

Konungur kom í Bjarnahús Sivertsens til Chr. Zimsen. Kathinka litla dóttir hans færði honum blómvönd, en hann þakkaði henni. Tók hana á kné sér og hampaði henni. Þess minntist hún síðan alla ævi og sagði frá því með hrærðum huga.

Á Bingnum voru vegamót. Þá var komið á aðalgötu Fjarðarins, Sjávargötuna. Lá hún með sjónum bak við malarkampinn þar sem hann var annars í fjöruborðinu. Niður fjöruna frá Bingnum lá Christensensbryggjan. Rétt sunnan við hana var sker í fjörunni þar sem nú stendur hús Jóns Mathiesen.

Sunnan skersins kom Beikishúsvör og náði allt suður að Fjósakletti. Þarna áttu uppsátur Hraunprýðismenn og Hansensbræður, Einar og Hendrik og Stakkstæðismenn.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Hótel Björninn er áður stóð við Binginn.

Þröng var sjávargatan milli malarkambsins og húsanna og framan í Fjósakletti lá hún eins og einstigi, svo að fólk með vatnsfötur í grind varð að skáskjóta sér vestur úr einstiginu. Var þá komið að einhverri fyrstu vegargerð í Firðinum, Arahússtétt, er lá frá Fjósaklettinum yfir að klöppinni, sem Arahús stóð á.

Þar suður af tók við Brúarhraunsvör allt að Brúarhraunskletti. Var malarkampur upp frá vörinni, en milli hans og Brúarhraunsgarðanna lá gatan, fyrir baðstofugluggann á Þorkelskofa, Sigþrúðarbær og Ingibjargarbæ ekkjunnar að Árnabæ Veldings.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.

Sunnan þessa bæjar kom Gunnarssund. Þar hafði Gunnar í Gunnarsbæ uppsátur skipa sinna og voru stundum á vetrum þrjú skip í Sundinu. Handan sundsins var allstór hóll, kallaður Ragnheiðarhóll. Klapparrani lá frá honum fram í fjöruna og endaði þar í klöpp, er kölluð var Brúarklöpp. Á henni stóð annar stöpull fyrstu brúarinnar, sem sett var á lækinn, en hinn stöpullinn stóð á malaroddanum. Brúarklöppin mun nú vera undir vestasta hluta Hafnarfjarðarbíós, þar sem inn er gengið.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður skömmu fyrir 1900 – mynd í eigu Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Sunnan klapparranans var allbreiður malarkampur nokkuð suður fyrir Veldingshús (Strg. 33) og lá gatan ofan til við hann. Eitt sinn við ádrátt fyrir ufsa voru færðar upp á malarkampinn 900 tunnur af smáufsa. Var það ekki í fyrsta sinni sem ufsinn bjargaði Hafnfirðingum og mörgum öðrum. Því dæmi voru til þess að bændur komu austan fyrir Fjall að fá sér ufsa. Það var úr þessari ufsakös að Þórður Alamala sótti byrði sína og bar hvíldarlaust til Reykjavíkur, en er þangað kom var hún vegin og reyndist vera rúmt skippund yfir 160 kg.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður um 1900.

Upp á þennan malarkamp rak á hverju ári mikið af þaraþönglum. Á hverju hausti söfnuðust allir strákar úr Firðinum þarna saman og efndu til Þönglaslagsins“. Af þeim fundi fór enginn óbarinn. Barist var meðan nokkurt vopn var að fá. Meðan til var þöngull álnarlangur. Mátti um langa leið heyra gný mikinn og vopnaskak og fylgdi með grátur og gnístran tanna. En þó mikið væri barist og margur kappinn félli, þá risu þó allir jafngóðir upp að morgni næsta dags.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – örnefni.

Sjávargatan lá suður með læknum framhjá Helgahúsi, Kringlu og Kolfinnubæ (Tutlukoti) inn að Byggðarenda og Lækjarkoti. Þar í læknum stóð í eina tíð Kornmillan hans Linnets. Var hún fyrst rekin með vatnsafli lækjarins, en síðar voru settir upp mylluvængir. Þannig mundi Gísli bakari eftir henni, en það mun hafa verið á síðustu dögum hennar. En kofinn stóð allt fram á daga Jóh. J. Reykdals, að hann tók grjótið úr honum og hafði í uppfyllingu undir timburverksm. sína 1903. Erum við þá á leiðarenda komin í bili.

Af Bingnum lá Sjávargatan vestur um hornið á Christensenshúsi með bólvirkin á vinstri hönd framhjá Knudtzonsverzlunarhúsunum yfir stakkstæðið, en niður frá miðju þess kom Knudtzonsbryggjan og lá fram í sjó.
HafnarfjörðurVestan stakkstæðisins stóðu tvö pakkhús og allbreytt port á milli. Framundan portinu var „Dokkin“. Afþiljað skipauppsátur sem Bjami Sivertsen lét gera í sinni tíð og var hún notuð fram um 1880. 1882, eftir að Sveinn Jónsson var kominn í fóstur til Halldórs beikis, gekk Halldór með Sveini þarna um og sýndi honum „Dokkina“ og voru þá þrjár ,,Jaktir“ í henni og stóðu „Brandaukarnir“ inn yfir portið og mátti þar ganga undir. Lá gatan upp brekku allt upp á klifið, en „Jaktaklettur“ var þá á vinstri hönd.

Langeyri

Langeyri um 1920.

Af klifinu lá gatan neðan Jónshúss og Klofabæjar með Klofavör á vinstri hönd neðan Gestshúsa vestur að Kletti, bæ, sem stóð spottakorn upp frá götunni. — Sveigði svo fyrir klapparnef, er var beint upp af Fiskakletti, en vestan klapparinnar stóð bærinn „Fiskaklettur“ og nokkru vestar, við enn eitt klifið stóðu bæirnir Péturskot og Þórnýjarbær.

Vestur kom af klifinu lá gatan um „Krosseyrarmalir“ er voru tvær, sundurskornar af hraunrima. Gatan lá upp á balann við Gatklett og af honum um Draugaklif yfir í lautina austan Gönguhólsklifs. Vestan undir Gönguhólsklifi stóð bærinn Göngubóll eða Sönghóll, en þá tóku við Langeyrarmalir og bærinn í hrauninu upp frá austurenda malanna.

Brúastaðir

Brúsastaðir (Litla-Langeyri) um 1975.

Fyrir miðjum Langeyrarmölum voru Flatirnar og bær þar samnefndur. Þar óx „Brenninetla“. En því óx hún þar að þar hafði verið barizt og úthellt heiptarblóði. Börðust þar Englendingar og Þjóðverjar (Hansakaupmenn) um yfirráðin yfir verzlunarréttinum í Hafnarirði. Vestan málanna er Hraunsnefstangi og stóð þar í eina tíð „Hammershús“, hvalveiðistöð. Mátti fyrir nokkrum árum finna þar tígulsteina. Tóku þá við Litlu-Langeyrarmalir, eða Brúsastaðamalir. Þá lá gatan eftir þeim út í Stífnishóla um Brúsastaðavör yfír að Skerseyri, um Skerseyrarmalir upp „Sléttubrú“ hlaðinn vegarspotta upp á Balatún yfir það bak við bæinn yfir á Dysjamýri að Görðum og út á Álftanes. Var þetta kirkjugata Hafnfirðinga um langan aldur.

Setbergsbærinn

Gamli Setbergsbærinn.

Þó Flatarhraunsleiðin væri fjölfarin hygg ég þó að önnur leið hafi verið fjölfarnari er austanmenn sóttu kaupstefnur til Hafnarfjarðar. Kjóavellir sunnan Rjúpnahæðar voru í eina tíð mikilvægur áningastaður. Þaðan lágu leiðir í ýmsar áttir. Ein lá yfir hálsinn austan Vífilstaðavatns og niður að vatninu meðfram því út á hraunið og niður yfir það í Kaplakrika niður með Kaplakrikalæk. Móts við Setbergshamar skáskar troðningurinn sig yfir Sjávarhraunið. Mátti sjá í hraunklöppunum brautir sorfnar „þar harðir fætur ruddu braut í grjóti“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Hörðuvellir.

Úr Sjávarhrauninu lá troðningurinn niður á Hörðuvelli og yfir Hamarskotslæk. Niður með læknum undir Hamrinum niður á Moldarflötina á Hamarskotsmöl. Skiptust þar leiðir. Lá önnur vestur á brúna, en hin suður með Loftsstaðatúngirðingu fram hjá Proppébakaríi, framhjá „Surtlu“, þar sem Brennisteinsfélagið hafði aðalbækistöð sína. Litlu sunnar var braut niður að Egilsonsverzlunarhúsunum. En aðalvegurinn lá með fram Undirhamarstúngarði að litlum læk og var brú á honum, en frá brúnni sniðskar vegurinn sig upp á Vestur- eða Sjóarhamar. Var þá á vinstri hönd bærinn „Hamar“ eða „Bjarnabær“ og fremst fram á brúninni Miðengi og bær sá er síðar tók nafnið „Hamar“.

Hafnarfjörður

Frá smábátahöfninni í Hafnarfirði; Flensborgarhöfn.

Af Hamrinum lá gatan sniðhalt niður’á Ófriðarstaðamöl, Hellufjöru og nokkur önnur nöfn mætti til tína. Eftir henni út að Flensborg ofanvert við Ásbúðarvör. Frá Flensborg lá vegurinn yfir Ásbúðarlæk og á enn sjá troðninga upp melinn frá Óseyrarbanka. Vestur lá vegurinn neðst í holtinu ofan Óseyrartúns um Sandaskörð að Barðinu, en upp frá því með Hvaleyrartúngarði niður á sandinn vestur á Hvaleyrarhraunið og áfram til Suðurnesja og Grindavíkur.

Selvogsgata

Selvogsgata (Suðurferðavegur), Hlíðargata og Stakkavíkurgata/-stígur millum Selvogs og Hafnarfjarðar fyrrum.

Leið Selvogsmanna klofnaði sunnarlega á Öldunum. Lá önnur niður með Hamrinum austanverðum að Hamarskotslæk, en hin lá með Hamarskotstúngarði og þaðan niður til Fjarðarins.

Að nokkru hefur nú verið lýst leiðum þeim er lágu til Hafnarfjarðar og aðalleiðum um Fjörðinn. Ekki gefst nú tækifæri til að lýsa stígum þeim og slóðum er lágu út frá aðalleiðunum.
Ég hef fært þetta í letur eftir frásögnum gamalla manna og kvenna. Það er því ekki þeirra sök þó eitthvað sé um missagnir. Væri mér það ljúft að þeir, sem finna missagnir hér í létu mig vita, því það á okkur öllum Hafnfirðingum að vera kappsmál, að hvað sem sagt er eða skrifað um Hafnarfjörð sé sannleikanum samkvæmt.“

Sjá meira um Gísla Sigurðssson HÉR.

Heimild:
-Hamar, 26. tbl. 22. 12.1954, Gamlar slóðir, Gísli Sigurðsson, bls. 5 og 15.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 2023.

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Þann 23. júní 2003 var aldarafmæli Gísla Sigurðssonar, fyrrverandi lögregluvarðstjóra, skáta, íþróttamanns, útivistarmanns, örnefna- og minjasafnara, hljómlistarmanns og fyrrum forstöðumanns Byggðasafns Hafnarfjarðar.
Gisli Sigurdsson-IIGísli Sigurðsson fæddist að Sólheimum í Hrunamannahreppi 23. júní 1903. Faðir hans, Sigurður Gíslason og móðir, Jóhanna Gestsdóttir, voru þar í vinnumennsku og fóru á milli bæja. Hjónin komu til Hafnarfjarðar árið 1910 og settust þar að. Sigurður stundaði verkamannavinnu og sjómennsku, var í veri, bæði með Ströndinni og í Grindavík. Foreldrar hans voru dugnaðarfólk þótt fátækir væru.
Tólf ára gamall hitti Gísli Stíg Sæland, lögregluþjón og stefnuvott. Tókst með þeim góður vinskapur. M.a. fóru þeir saman alla leið austur að Skálum á Langanesi á vertíð, en þá var Gísli 12 eða 13 ára gamall. Hann hafði sérstaklega orð á því að á leiðinni heim hafi þeir komið við á Seyðisfirði og skoðað þar rafmagnsverksmiðju. Þar sá hann fyrsta rafmagnsljósið og þótti mikið til koma.
Gísli SigurðssonAndrés Björnsson las í Útvarpið hugvekju eftir Gísla á jólunum 1961. Helgi Hjörvar hringdi í Gísla að henni lokinni og hældi honum fyrir efnið. Gísla þótti sérstaklega vænt um það. Hugvekjan bar heitið „Fyrsta endurminning mín um jólin“.
Árið 1931 kvæntist Gísli Vigdísi Klöru Stefánsdóttur frá Fitjum í Skorradal, og eignuðust þau tvö börn, Eyjalínu Þóru og Gunnlaug Stefán, og auk þess ólst upp hjá þeim, dóttursonur þeirra, Gísli Grettisson.
Um vorið 1985 vildu íþróttafélögin í bænum bjóða Gísla til samsætis honum til handa, en hann treysti sér ekki vegna lasleika. Gunnlaugur, sonur hans, fór í hans stað. Í samsætinu voru rifjuð upp ýmis merkilegheit varðandi íþróttaferil hans og afrek.

Lögreglumaður – safnvörður (Saga Hafnarfjarðar).
Gísli SigurðssonÞorleifur Jónsson lét af starfi lögregluþjóns 1. júlí 1930. Gísli Sigurðsson var ráðinn lögregluþjónn í hans stað. Um haustið tók Jón Guðmundsson til starfa við liðið. Þá voru fyrir þeir Stígur Sveinsson Sæland, Þorleifur Jónsson og Kjartan Ólafsson. Vegna mikilla fjárhagsvandræða, sem bærinn átti við að glíma af völdum kreppunnar, gerði bæjarstjórn nokkrar sparnaðarráðstafanir haustið 1932. M.a. var þremur lögregluþjónum sagt upp störfum og auglýstar til umsóknar tvær lögregluþjónsstöður. Um þessar tvær stöður sóttu lögregluþjónarnir þrír og voru þær veittar Stíg Sæland og Jóni Guðmundssyni. Reynslan af þessari ráðstöfun varð sú, að veturinn 1932 – 33 varð bærinn oft og einatt að ráða mann til aðstoðar lögreglunni, og varð það síst ódýrara en þó að lögregluþjónarnir hefðu verið þrír á föstum launum. Því ákvað bæjarstjórn að bæta við einum fastlaunuðum manni í lögreglulið bæjarins frá 1. júlí 1933, og var Gísli Sigurðsson á ný ráðinn til starfans.
Gísli var skipaður varðstjóri árið 1948 ásamt Kristni Hákonarsyni. Gísli fékk síðan leyfi frá störfum árið 1957, um hálfs árs skeið. Hinn 1. mars 1968 var Gísli skipaður yfirvarðstjóri. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1. júní 1973.

Íþróttir
Gísli SigurðssonGísli var einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Framsókn, 9. júní 1919. Varð hann gjaldkeri hins nýja félags. Í fyrstu var æft á Víðistöðum, en láðst hafði að fá leyfi til þess hjá landeigendum, sem brugðust illa við. Ruddu félagsmenn þá knattspyrnuvöll uppi á Öldum suðvestur af Hamrinum og æfðu þar um skeið, eða þangað til félagið tók á leigu svæðið við vesturenda hraunsins í Víðistöðum. Gísli lék um sinn bakvörð hjá liðinu. Árið 1920 færði félagið sig upp á nýjan knattspyrnuvöll á Hvaleyrarholti.

Íþróttabandalag hafnarfjarðar

Merki Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

Þá fóru félagsmenn einnig að æfa aðrar íþróttir, s.s. hlaup og aðrar frjálsíþróttir. Árið 1919 var Knattspyrnufélagið stofnað. Þessi félög, auk nokkurra félaga úr Glímufélaginu Sköflungi, voru síðan sameinuð árið 1922 undir nafninu Íþróttafélag Hafnarfjarðar. Gísli varð þá féhirðir þess félags. Á íþróttamóti í bænum árið eftir sigraði Gísli í 1500 metra hlaupi. Vorið 1924 hófust á vegum Íþróttafélagsins æfingar í frjálsum íþróttum. Spjótkast og kringukast var æft á Hörðuvöllum, en kúluvarp var æft inni í bæ á götunum. Félagið sendi Gísla, einan keppanda á allsherjarmót ÍSÍ. Hann keppti í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti og náði góðum árangri.
Gísli Sigurðsson
Gísli var um þetta leyti fremstur í flokki hafnfirskra frjálsíþróttamanna. Árið 1925 vann hann afreksmerki ÍSÍ. Er hann fyrsti og eini Hafnfirðingurinn sem unnið hefur það afrek (skrifað 1983). Vorið 1926 kenndi Jón Kaldal hlaup hjá Íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Gerði hann það endurgjaldslaust. Þá um sumarið kepptu Gísli og Jón V. Hinriksson í kastgreinum á allsherjarmóti ÍSÍ fyrir hönd félagsins og árið 1927 keppti Gísli í spretthlaupi á sama móti.

Gísli Sigurðsson

Fimleikahópur pilta. Mannanöfn skv. Lista sem er límdur við myndina. „Fremri röð frá vinstri: Gísli Sigurðsson, Guðjón Sigurjónsson, Gunnar Gíslason ,Sveinn Magnússon, Geir Jóelsson, Jón Þorbjörnsson. Aftari röð frá vinstri: Hallsteinn Hinriksson, Sigurður Sigurjónsson, Ragnar Emilsson, Gunnar Magnússon, Haraldur Sigurjónsson, Oliver Steinn Jóhannesson, Kjartan Markússon, Steingrímur Atlason, Magnús Guðmundsson, Jóhannes Einarsson, Valgeir Óli Gíslason, Sveinbjörn Pálmason, Sigurður Gíslason“.

Árið 1928 var Gísli kosinn formaður á aðalfundi félagsins þótt hann væri fjarverandi. Fimm sóttu fundinn. Um sumarið tók hann þátt í allsherjarmóti ÍSÍ. Ekki tókst að hefja starf félagsins um haustið í og með vegna þess að formaður þess var í Hvítárbakkaskóla um veturinn og var Íþróttafélag Hafnarfjarðar þar með úr sögunni. FH var stofnað haustið 1929 og síðan Haukar 1931. Þessi félög hafa starfað óslitið síðan.
Árið 1934 urðu þáttaskil í starfsemi FH, en þá sendi félagið í fyrsta sinn keppendur á frjálsíþróttamót, Meistaramót Íslands, þá Hallstein Hinriksson, Sigurð Gíslason og Gísla Sigurðsson. Þetta varð upphafið að blómlegu frjálsíþróttastarfi á vegum félagsins þó að ekkert æfingasvæði væri í bænum fyrir frjálsíþróttamenn. Gísli var í frjálsíþróttasveit FH árið 1942. Á 15 ára afmæli FH 1944 var gert íþróttasvæði á Hörðuvöllum undir umsjón Gísla og naut félagið fjárstuðnings frá Hafnarfjarðabæ við þessar framkvæmdir. Mikil bót var að þessu frjálsíþróttasvæði, þó að það væri ekki fullkominn íþróttavöllur. Við þessa vallargerð hljóp aukið fjör í iðkun frjálsra íþrótta í bænum og voru þær með mestum blóma á árunum 1943-1950. Á þessu tímabili háðu Hafnfirðingar sex sinnum bæjakeppni við Vestmanneyinga og sigruðu tvisvar.
Gísli Sigurðsson
Á 30 ára afmæli FH var Víðavangshlaup Hafnarfjarðar endurvakið, sumardaginn fyrsta 1959. Sama ár þreyttu Hafnarfjörður og Keflavík bæjarkeppni í frjálsum íþróttum, og bar þar helst til tíðinda, að Gísli Sigurðsson keppti í kringlukasti og átti þar með 40 ára keppnisafmæli. Hann var formaður félagsins á árunum 1940-1943.
Árið 1935 kom Íþróttaráð Hafnarfjarðar saman til fyrsta fundar síns. Fimm menn voru í ráðinu, skipaðir af ÍSÍ. Árið eftir tók Gísli sæti í ráðinu. Stofnárið stóð það fyrir íþróttanámskeiði um sumarið og varð Gísli kennari ásamt Hallsteini Hinrikssyni. Námskeiðið var haldið á skólamölinni framan við barnaskólann við Lækinn. Um haustið efni ráðið til íþróttamóts, auk þess sem það beitti sér fyrir að lagfæra knattspyrnuvöllinn á Hvaleyrarholti í samvinnu við Hauka.
Gísli SigurðssonÁ fundi ÍH árið 1936 vakti Gísli máls á því, að nauðsyn bæri til að safna saman verðlaunagripum, fundargerðarbókum og öðrum þeim gögnum, sem enn kynnu að vera til um starfsemi þeirra íþróttafélaga, sem hætt væru störfum, og bjarga frá glötun. Íþróttaráð fól Gísla að reyna að hafa upp á öllu, sem til væri af þessu tagi. Honum var vel ágengt, og tókst að hafa upp á fundargerðarbókum flestra gömlu íþróttafélaganna, en að auki skráði Gísli frásagnir nokkurra manna, sem voru félagar í elstu íþróttafélögunum í bænum. Þessi gögn eru nú í vörslu byggðasafnsnefndar Hafnarfjarðar. Árið 1943 fór bæjarráð Hafnarfjarðar þess á leit við íþróttaráð, að það hlutaðist til um, að íþróttafélögin í bænum tilnefndu menn til að gera tillögur um gerð íþróttasvæðis og tilhögun þess. Voru þeir sammála um að besti staðurinn væru Víðisstaðir.

Gísli Sigurðsson

Eldri FHingar. Gísli Sigurðsson lögreglumaður í efri röð til vinstri.

Skoruðu íþróttaráð og stjórnir íþróttafélaganna á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að kaupa Víðistaði og láta gera þar sem fyrst íþróttasvæði. Gísli lagði fram á fundinum teikningu af íþróttasvæði á Víðistöðum, sem hann hafði fengið Valgarð Thoroddsen til að gera. En þar eð Víðistaðir voru í einkaeign, reyndist ekki unnt að velja hinu fyrirhugaða íþróttasvæði stað þar, og var það gert á Hörðuvöllum árið 1944. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) var stofnað 28. apríl 1945 og var það arftaki íþróttaráðs Hafnarfjarðar. Stofnendur ÍBH voru FH, Haukar og Skíða- og skautafélag Hafnarfjarðar. Gísli var formaður þess á árunum 1948-1949. Árin 1947-1950 gaf Íþróttabandalag Hafnarfjarðar út blaðið Íþróttablað Hafnarfjarðar. Gísli var ritstjóri og ábyrgðarmaður þess.
Gísli SigurðssonHinn 22. febrúar 1925 var Skátafélag Hafnarfjarðar stofnað. Það fór mjög myndarlega af stað, og brátt störfuðu fjórir flokkar á vegum þess. Fyrsti sveitarforingi var Gísli, síðar lögregluþjónn. Árið 1945 var nafni félagsins breytt í Skátafélagið Hraunbúar. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar var stofnaður 1956. Fyrsti gestur á fundi félagsins var Gísli, sem hélt þá erindi um sögu Hafnarfjarðar. Á fyrstu árum klúbbsins unnu félagsmenn t.d. við að raða gömlum myndum í byggðasafni Hafnarfjarðar og merkja þær. Var það verk unnið undir stjórn Gísla, sem það var orðinn minjavörður.

Gísli á Hörðuvöllum

Gísli á Hörðuvöllum.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar hóf starfsemi sína haustið 1923. Gísli kom fljótlega inn í sveitina og lék þar á horn um tíma.
Hinn 29. nóvember 1931 var Íþróttafélag verkamanna stofnað í bæjarþingsalnum í gamla barnaskólanum við Suðurgötu. Forgöngu um stofnun félagsins höfðu Félag ungra jafnaðarmanna (FUJ) og Félag ungra kommúnista (FUK). Gísli var kennari hjá félaginu fyrstu árin, sem það starfaði, og kenndi bæði karlaflokki og kvennaflokki til haustsins 1936. Haustið 1935 var nafni félagsins breytt í Íþróttafélag verkamanna og –kvenna og einnig var þá samþykkt breyting á lögum félagsins þess efnis, að það væri algerlega óháð öllum stjórnmálum. Enn var nafninu breytt haustið 1937 í Íþróttafélag Hafnarfjarðar. Virðist það hafa hætt starfsemi sinni í árslok 1940. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar var stofnað 28. apríl 1945. Á stofnfundinum var því hreyft að stofna bæri sundfélag í bænum. Sundfélag Hafnarfjarðar var síðan stofnað 19. júní sama ár. Gísli var þá kosinn formaður og gegndi hann því starfi fyrsta árið.

Byggðasafn Hafnarfjarðar
Byggðasafnið

Í apríl 1953 kaus bæjarstjórn Hafnarfjarðar byggðasafnsnefnd og átti Gísli sæti í henni ásamt Óskari Jónssyni og Kristni J. Magnússyni. Hlutverk nefndarinnar var að koma upp byggðasafni í bænum. Sumarið 1955 féllst bæjarstjórn á að nefndin fengi neðri hæð Vesturgötu 6, hús Bjarna riddara, til umráða. Nauðsynlegt þótti þá að koma húsvilltu fólki fyrir á efri hæð þess vegna húsnæðisekklu í bænum.
Gísli SigurðssonÞegar byggðasafnsnefnd fékk húsið í hendur, voru fluttir þangað munir þeir, sem henni höfðu þegar áskotnast. Það var einkum Gísli, sem vann að söfnun muna á vegum byggðasafnsnefndarinnar. Setti nefndin sér í öndverðu það markmið að afla hluta, er varða iðnað, sjómennsku, húshald, rafmagn og búskap, og einnig ljósmynda frá Hafnarfirði og af Hafnfirðingum. Þegar hafist var við að endurbyggja Hús Bjarna riddara árið 1973 voru munir fluttir í geymslu í eigu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og í Bryde-pakkhúsið við hliðina á Húsi Bjarna riddara, s.s. fiskibátur, gamli líkvagninn og ýmsar útgerðarvörur. Þegar Slökkvilið Hafnarfjarðar fluttist úr Slökkvistöðinni við hliðina á Bryde-pakkhúsi í maí 1974 fékk Byggðasafnið hana til umráða. Sama ár var Gísli ráðinn safnvörður við Byggðasafnið. Skrásetti hann mikinn fróðleik um byggðina í Hafnarfirði fyrr á tímum.
Hinn 1. júlí 1980 lét Gísli af störfum minjavarðar. Óhætt er að fullyrða, að enginn einn maður á jafnmikinn þátt í, að Byggðasafnið hefur eignast jafnmarga muni og raun ber vitni.

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

Þegar Gísli lét af störfum við Byggðasafnið, var Magnús Jónsson kennari, ráðinn minjavörður. Á fundi 16. desember 1980 staðfesti bæjarstjórn samning milli ríksins og bæjarins þess efnis, að sjóminjasafnsnefnd tæki Brydepakkhús og gömlu slökkvistöðina á leigu fyrir sjóminjasafn og yrði það til húsa þar, þangað til Sjóminjasafn Íslands hefði verið reist á Skerseyri.
Þegar minnst var 75 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar 1983, var m.a. haldin sögu- og sjóminjasýning í Brydepakkhúsi. Þegar hún var opnuð afhenti Gunnlaugur Stefán, listmálari, Byggðasafninu að gjöf málverk af föður sínum.

Samstarfsmenn.

Gísli Sigurðsson hóf störf í lögreglunni í Hafnarfirði árið 1930. Afstaða og stjórnmálaskoðanir skiptu máli þá eins og nú. Má segja að það hafi haft sitt að segja um að hann var ekki ráðinn á ný þegar staða hans var auglýst árið 1932.

Steingrímur Atlason

Steingrímur Atlason.

Gísli talaði þó aldrei illa um nokkurn mann, ekki einu sinni um hörðustu andstæðinga sína.
Gísli vann lengi með Stíg Sæland. Síðan komu til starfa menn eins og Jón Guðmundsson, Þorleifur Jónsson og Kjartan Ólafsson. Steingrímur Atlason byrjaði í nóv. 1941. Þá voru fyrir Gísli, Stígur, Kristinn Hákonarson, Kristján Andrésson og Haukur Magnússon. Þá var lögreglan í einu herbergi að Suðurgötu 8.  Fangahúsið var þá í vesturenda Edinborgarhússins, tveir klefar, innréttaðir með mótatimbri. Um 1945 var flutt í viðbygginguna við Suðurgötu 8. Sýslumaðurinn hafði áður nýtt fjós þar sem viðbyggingin síðar reis, en í millitíðinni var það bílskúr (byggður 1942 eða 1943).
Gísli SigurðssonSteingrímur hætti í lögreglunni árið 1946, en kom aftur til starfa árið 1953. Hann minnist þess að þá hafi Gísli verið kominn á fullt að ræða við eldra fólk í bænum um byggðina, fólkið, örnefnin, húsheiti og annað tilheyrandi. Að hans mati hefur Gísli án efa bjargað miklum verðmætum upplýsingum því margt af þessu fólki dó næsu ár á eftir. Hann teiknaði auk þess upp gömul hús og húsaskipan eftir frásögn fólksins, sem mundi hvernig þau höfðu litið út á meðan þau voru enn brúkleg. Gísli byrjaði í fyrstu að ræða við elsta fólkið í bænum, en fór lítið út fyrir hann til að byrja með. Hann skrifaði upp og fór oft þrisvar til fjórum sinnum yfir textann áður en hann skilaði honum frá sér í formi upplýsinga eða erinda. Þegar hann fékk nýjar upplýsingar bætti hann þeim umsvifalaust inn í textann, sem fyrir var. Hann skrifaði í rit og blöð, ekki síst bæjarblöðin, um afmarkað efni. Þá sendi hann m.a. hugvekju í útvarpið skömmu eftir stríð, sem þulur las í kringum jól. Það var hjartnæm lýsing á því hvernig móðir hans meðhöndlaði krakkana sína fyrir jólin og heimfærði jólaboðskapinn yfir á uppeldið.

Gísli Sigurðsson

Gísli ásamt Edda félaga sínum við störf á Hörðuvöllum.

Gísli var byrjaður að tala við fólk um örnefni, staði, sögur og fólk og skrifa niður hjá sér fyrir 1958. Eftir 1960 var Gísli flestar næturvaktir við skriftir á meðan aðrir tefldu eða tóku í spil á milli útkalla og eftirlitsferða.
Gísli gekk mikið í kringum Hafnarfjörð, Hvaleyri og Garðahverfi. Stundum fór hann í lengri gönguferðir, jafnvel í framhaldi af næturvakt. Hann kom þá með kaffibrúsann undir hendinni niður á stöð og bað lögreglumennina á vakt um að skutla sér út fyrir bæinn, s.s. upp í Kaldársel eða út á Vatnsleysuströnd. Þar kvaddi hann og gekk einn síns liðs upp í hraunin og hvarf. Oft var hann svo „heppinn“ að hitta á lögreglumennina á bílnum undir kvöld, t.d. ofarlega á Krýsuvíkurveginum eða annars staðar, og óku þeir honum í bæinn aftur svo hann næði næturvaktinni.
Gísli SigurðssonVitað er til þess að Gísli heimsótti hvern einasta mann í Selvogi og á Vatnsleysuströndinni og tók viðtöl við fólkið. Frásagnirnar las hann síðan upp fyrir lögreglumennina á næturvöktum.
Gísli byrjaði í framhaldi af því að skoða selin og aðrar minjar fyrir ofan Hafnarfjörð. Ein ástæðan var sú að flest selin þar eru þannig staðsett að tiltölulega auðvelt er að nálgast þar vatn, en það var göngumanni nauðsynlegt á löngum leiðum. Hann fór yfirleitt einn í þessar göngur til að byrja með. Honum var þá ekið langleiðina út á Reykjanesbraut og þaðan var gengið upp í hraunið. Ef tími var til á vaktinni var reynt að aka á móti honum að kvöldi.

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn.

Kristján Eldjárn og Gísli voru ágætir mátar. Auk þess sem nokkrir menn lögðu síðar til að Gísli fengi Fálkaorðuna fyrir söfnun upplýsinga, lýsinga og örnefna, skemmdi það ekki fyrir möguleikum hans að Kristján var þá orðinn forseti. Gísli lét síðan mynda sig með orðuna og var stoltur af. Hann og Kristján fóru margar ferðir saman á hina og þessa staði, bæði til að skoða og skrá.

Sögur:
Eitt sinn á næturvakt var Gísli að skrifa eitthvað eftir Kristrúnu og Sigurði á Hvassahrauni þegar hann reis allt í einu upp og sagði: „Æ, nú er ég búinn að gleyma því nafninu. Jæja, ég nota þá bara þetta“, sagði hann og stakk upp á öðru sennilegu, settist niður og hélt áfram að skrifa. En hafa ber í huga að sami staður gat heitið fleiri en einu nafni, allt eftir því hver sagði frá, við hvaða tíma var miðað og í hvaða tilgangi örnefnið var notað.
Gísli SigurðssonÞannig voru ekki allir alltaf sammála um nöfnin og vildu jafnvel stundum halda því fram að annað en þeirra eigin vissa væri ranghermi. Það þurfti þó ekki að vera, eins og dæmin sanna.
Eitt sinn í aðdraganda 17. júní var Gísla uppálagt að muna eftir að lyfta hendi í heiðurskveðju þegar þjóðsöngurinn væri leikinn. Gísli átti að vera á vakt á Hörðuvöllum. Þegar lúðrasveitin byrjaði á „Ísland ögrum skorið“ lyfti Gísli og aðrir lögregluþjónar hendi að enni sér, en virtust fljótt átta sig á hvers kyns var. Hann lét höndina síga hægt og rólega og snérist á hæl svo lítið bar á. Hinir fylgdu á eftir. Þjóðsöngurinn var leikinn síðar.
Lögreglustöðin við Suðurgötu, nýbyggingin, var vígð árið 1947. Þar voru hurðir fyrir fangaklefum járnslegnar að innanverðu og einungis hægt að opna þær utan frá. Gísli þurfti eitt sinn að handtaka Magnús Gíslason frá Vesturhamri og færa í tukthúsið. Það þurfti oft að slást við Magnús. Þegar færa átti hann inn í klefann upphófust slagsmál sem endranær og náði Magnús einhvern veginn að krækja í hurðina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust báðir inni í klefanum. Gísla tókst þó að tálga með vasahníf upp úr dyrastafnum eftir langa mæðu og losa sig úr prísundinni.
EGísli Sigurðssonitt sinn skilaði Gísli skýrslu um rúðubrot í verslun Valdimars Long við Strandgötu og handtöku gerningsmannsins. Hún var eitthvað á þessa leið: „Ég elti hann, en hann dreifði sér vestur Strandgötuna. Móts við Skafta (hús þar sem verslun Ól. Steins, var reist síðar) náði ég að umkringja hann“.
Gísli var kallaður á árekstursvettvang. Hann gerði uppdrátt eins og venja var. Á uppdrættinum var merktur rauður punktur og við hann stóð: „Hér stóð ég“. Gísli gat verið gamansamur, eins og sögur herma. Hann var líka traustur og gott var að vera með honum í átökum. Eftir að hann náði taki á einhverjum sleppti hann því ekki svo auðveldlega.
Gísli hafði mikinn áhuga á að aka lögreglubílnum. Kom til útkalls rauk hann jafnan fyrstur til , greip bíllyklana og þusti. Hann var hins vegar ekki alveg að sama skapi laginn ökumaður. Vantaði stundum svolítið á samhæfingu á milli tengils og eldsneytisgjafar, en allt bjargaðist þetta þó að lokum. Eitt sinn var útkall á Nýju bryggjuna vegna ölvaðra manna, sem þar voru að slást. Eftir að þeir höfðu verið afgreiddir og komið í bílinn kom í ljós að bílinn var fastur í bakkgírnum. Það vafðist þó ekki fyrir Gísla frekar en margt annað. Hann setti bara í gang og ók bílnum aftur á bak sem leið lá um bryggjuna, Strandgötu og staðnæmdist ekki fyrr en komið var framan við lögreglustöðina. Þegar taka átti mennina út úr bílnum var runnið af þeim öllum.
Gísli SigurðssonGísli var oft heppinn í sínum aðgerðum og afgreiddi mál oftar af skynsemi en nákvæmlega eftir laganna bókstaf. Þá átti hann það jafnvel stundum til að framkvæma án þess að hugsa, en allt fór þó yfirleitt vel að lokum. Hann kom m.a. einu sinni í veg fyrir stórkostleg slagsmál. Þannig var að lýður hafði safnast að lögreglustöðinni við Suðurgötu á þrettándanum með hrópum og köllum. Fór svo að hópurinn reyndi að loka lögreglumennina inni á stöðinni með því að bera hlera fyrir hurðina. Gísli tók sig þá til, náði að ryðjast út og byrjaði á því að rota þann fyrsta sem hann náði til. Við það lagði lýðurinn á flótta.
Gísli gat verið forn í orðavali og tali og hafði góðan orðaforða. Hann notaði t.d. orðið þormur fyrir stuðara á bíl, sem þá þótti sérstakt. Þá hafði hann sinn sérstaka hátt á að lýsa atvikum, sem stundum gat valdið kátínu.

Gísli með Egon Hitzler

Gísli með Egon Hitzler.

Lítillátur:
Eitt sinn hitti félagi Gísla hann í sjoppu í Keflavík. Félaginn spurði á hvaða leið hann væri. „Ég er svo sem ekki að fara neitt. Ég er bara á ferð með félaga mínum. Við ætlum hér norðureftir að líta á Skagagarðinn mikla“. Að því búnu gekk hann út og steig þar upp í bíl, sem beið fyrir utan. Undir stýri sat Kristján Eldjárn, fyrrv. þjóðminjavörður, sem þá var orðinn forseti Íslands.

Garpur.
Gísli var fæddur og uppalinn í Árnessýslu. Hann fór á Íþróttaskóla á Hvítárbökkum í Borgarfirði, og var þar tvo vetur. Síðar keppti hann í sleggjukasti og í kúluvarpi. Steingrímur kynntist Gísla fyrst á árunum 1938 og 1939, þegar Steingrímur bar út póst. Gísli kom þá oft á pósthúsið fyrir sýslumann og ræddi við póstberana.

Gísli með Egon Hitzler

Gísli með Egon Hitzler.

Eitt sinn hvatti hann Steingrím til að koma með sér upp á íþróttavöll á Holtinu til að reyna sig í hlaupum. Þar tók Gísli tímann og sagðist að því búnu myndi skrá hann á mót í Reykjavík daginn eftir. Varð úr að Steingrímur keppti þar í 1500 m og 3000 m hlaupum, varð fjórði í því fyrrnefnda, en annar í því síðarnefnda, af 10-15 keppendum. Síðar skráði Gísli hann í 10 km kappgöngu frá Árbæ, vestur Suðurlandsbraut, niður Laugaveg, inn Aðalstræti, um Suðurgötu og inn á Melavöll. Þetta var á sunnudagsmorgni í september. Gísli hafði þá á orði að Steingrímur hefði bara staðið sig vel. Hann hefði orðið annar í göngunni. Ekki fylgdi sögunni að keppendur höfðu einungis verið tveir að þessu sinni.
Gísli SigurðssonGísli var mikill íþróttamaður. Hann keppti m.a. í sleggjukasti, kúluvarpi og kappgöngu. Hann keppti alltaf í sleggjukasti í bæjarkeppnum milli Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja. Sagan segir að eitt sinn hafi Gísli misst sleggjuna aftur fyrir sig í einni slíkri keppni á Hörðuvöllum og stefni hún beint á dómarana, sem stóðu til hliðar. Þeir sáu þó sem betur fer hvað verða vildi og náðu að skýla sér á bak við jarðfastan staur áður en sleggjan lenti á staurnum er bjargaði dómurunum.
Gísli keppti t.d. í kappgöngu á einu Íslandsmóti. Gísli varð nr. 1 og félagi hans nr. 2. Þegar lögreglumenn spurðu hvað hefðu verið margir í göngunni sagði Gísli: „Þeir voru a.m.k. tveir, svo mikið get ég sagt ykkur“.
Gísli var mikill skáti í sér og stundaði m.a. skátamótin í Krýsuvík samhliða því sem hann og félagar hans voru þar á vakt um tíma. Ástæðan var aðallega sú að bandarískir skátar voru þá á mótunum og nokkrir hernaðarandstæðingar áttu erfitt með að þola að sjá bandaríska fána þar við hún. Á nóttunni svaf Gísli í svefnpoka í fjárhellinum syðst í Bæjarfelli.

Lokaorð.
Gísli SigurðssonGísli Sigurðsson ólst upp í fátækt, varð snemma að aðstoða foreldra sína og vinna fyrir sér. Hann kynntist því snemma hvernig er að heyja erfiða lífsbaráttu við þröngan kost og erfiðar aðstæður. Mótaði það mjög hug hans og afstöðu til lífsins síðar meir. Gísli var eljusamur, ósérhlífinn og hjálpsamur. Hann lagði snemma stund á íþróttir og varði ásamt öðrum miklum tíma til að byggja upp og viðhalda íþróttastarfi í Hafnarfirði. Hann var í stjórnum margra ólíkra íþróttafélaga og varð sjálfur mikill afreksmaður.

Gísli Sigurðsson

Gísli, fremst lengt t.h. ásamt félögum ganga á undan skrúðgöngu um Hellisgötu.

Um og eftir þrítugt starfaði Gísli sem lögreglumaður og gegndi hann því starfi uns hann hætti fyrir aldurs sakir, þá sjötugur. Um og eftir miðjan aldur hóf hann að ræða við og skrá sögur og sagnir, upplýsingar og fróðleik ýmis konar eftir eldri Hafnfirðingum og síðar öðru fólki, bæði á Reykanesi og víðar. Safnaði hann m.a. upplýsingum um sögu Hafnarfjarðar, örnefni, gamlar leiðir og minjar og skrifaði margar greinar og erindi um efnið. Enn í dag leitar áhugafólk um útivist og göngur í yfirgripsmikið efni það er Gísli skyldi eftir sig og varðveitt hefur verið á Bókasafni Hafnarfjarðar og í Byggðasafninu. Þá hafa fjölmargir fræðimenn notið góðs af fjömörgum örnefnalýsingunum og öðrum skrifum er skoða þarf og meta hin ýmsu svæði byggðalagsins.
Gísli SigurðssonEf ekki hefði verið fyrir þetta starf Gísla væri margt af þessu með öllu glatað í dag. Margir núlifandi mættu taka hann sér til fyrirmyndar, safna fróðleik og efni frá eldra fólki, sem enn býr yfir mikilli vitneskju um liðna tíma og minjar, sem líklegt er að kunni að glatast ella.
Gísli lét ávallt gott af sér leiða. Störf hans og áhugi hafði ekki einungis jákvæð áhrif á meðan hann lifði. Hvorutveggja hefur jákvæð áhrif enn þann dag í dag. Eftirlifandi kynslóðir hafa notið og munu njóta góðs af því. Gísli var alþýðuhetja, sem verðskuldar að hans verði minnst, ekki bara af þeim sem hann þekktu heldur og þeim er bera hag uppvaxandi æsku og umhverfis fyrir brjósti. Hafnarfjörður, eftirlifandi samferðamenn Gísla og komandi kynslóðir eiga honum mikið að þakka.
Gísli Sigurðsson lést á Hrafnistu þann 30. okt. 1985, 82 ára að aldri.

-Ómar Smári Ármannsson tók saman á aldarafmæli Gísla 23. júní 2003.

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar.

Gísli Sigurðsson

„Gísli Sigurðsson – stutt æviágrip, fæddur, uppalinn, æfistarf o.fl. –
Ég er fæddur á Sólheimum í Hraunamannahreppi í Árnessýslu 23. júní 1903, þriðjudaginn í níundu viku sumars á fyrstu stundu. Foreldrar mínir voru Sigurður Gíslason og Jóhanna Gestsdóttir, bæði vinnuhjú.
Gisli sigurdsson -IIIIÉg fylgdist svo með foreldrum mínum á ýmsa bæi í Hreppnum fram til átta ára aldurs, að ég fluttist með þeim hingað til Hafnarfjarðar, haustið 1911.
Fjórtán ára lauk ég burtfararprófi úr Barnaskóla Hafnarfjarðar, 1917, og fermdist sama ár. Gerðist ég þá verkamaður, eða eyrarvinnu karl á mölinni og gegndi því starfi til 1930.
Var mér þá veitt lögregluþjónsstarf hér í bæ og hef gegnt því síðan.
Blm: Hver eru helztu áhugamál þín?
Ég held að þessari spurningu verði bezt svarað á þessa leið. Ég tel mig hafa verið félagslyndan frá upphafi. Árið 1911 gerðist ég félagi í K.F.U.M og átti þar marga gleðistund. Ég hreifst ungur af Skátahreyfingunni og gerðist nokkurskonar foringi fyrir þeim flokki er Jón Oddgeir Jónsson stofnaði hér 1925. Upp úr 1960 var ég tekinn gildur í Hjálparsveit Skáta hér í Hafnarfirði.
Frá 1919 fram til þessa dags hef ég svolítið fylgst með íþróttahreyfingunni. Einnig þar hef ég átt gleðistundir í góðra vina hópi. Móðir mín var sögufróð kona og kveikti í mér þrá til lesturs góðra bóka. Af þessu leiddi, að ég fékk snemma löngun til að fræðast. Af þessum sökum er fræðatínsla mín sprotin.
Landi og náttúra þess hefur löngum haft mikil áhrif á mig og togað mig út til sín, en þó sérstaklega Hafnarfjörður og næsta nágrenni hans. Við útivist um fjöll og dali hafa augu mín opnast fyrir þeirri miklu litadýrð, sem allstaðar blair við manni. Ég hefi því reynt að tileinka mér verk málara og er meistarinn Kjarval minn maður þó fleiri séu sem ég met mikils. Söngur fuglanna, niður vatnanna hafa kennt mér að hlusta eftir hljómum og ómum. Þar af leiðir, að ég hef gaman af hverskonar hljómlist. Ofurmennið Ludvig von Beetoven er meistari minn.
husholmi-1011Allt þetta tel ég áhugamál mín og fleira, sem of langt yrði upp að telja.
Blm: Er eitthvert örnefni skemmtilegt hér í nágrenni Krýsuvíkur, sem þú getur sagt okkur frá?
Þau eru svo mörg og skemmtileg örnefnin í Krýsuvíkurlandi, að þau skipta hundruðum. Hvað segir þið um þessi nöfn: Arnarnýpa, Arnarvatn, hattur, Hetta, Seltún, Grænavatn, Drumbsdalir, Arnarfell, Bleiksmýri, Skriða, Selalda og bæjarnöfnin öll.
En eigi maður að nefna eitthvert örnefni og stað þess, þá er enginn vafi á að merkastur er Húshólminn og fornu bæjarrústirnar þar í hrauninu. Þarna er um að ræða þrjú langhús sem hraunið hefur runnið kringum. Nokkru neðar er svo Kirkjuflötin, þar sem þess er til getið, að Krýsuvíkurkirkja hafi eitt sinn staðið. Um þennan stað er margt að segja. En þó er þögnin sem hann umlykur stórbrotnust. Staður þessi er nú verndaður af Fornminjasafni Íslands.
Blm: Kannt þú ekki einhverja góða sögu um Lambahelli hérna í Bæjarfelli?
Lambahellir-1 Árið 1966 var ég þátttakandi í Vormóti Hraunbúa í Krýsuvík. Ég bjó þennan tíma allann í Lambahelli. Sögu skal ég segja frá dvöl minni þar. Á kvöldin þegar ég var lagstur til svefns heyrði ég alltaf eitthvert þrusk. Það var svo lágt, að það hefði aðeins heyrst af því að í hellinum var alger þögn. Ég undi mér við þetta þrusk og sofnaði vanalega út frá því. Stundum heyrði ég það þegar ég vaknaði. Hvernig á því stóð vissi ég ekki fyrr en síðasta daginn. Ég kom þá neðan af mótssvæði og gekk hægt til bústaðar míns. Þegar ég leit inn í hellinn sá ég þá sem þruskinu hafði valdið. En þar var móleit hagamús. Þegar ég sá hana var hún að snúast kringum matarleifar sem þarna lá á bréfi. Ég stanzaði til að trufla ekki máltíð þessa fallega dýrs. Undir mér lengi við að horfa á hve styrndi á feldinn hennar og sjá hve einstaklega snyrtilega hún gekk að  mat. Svo mun hún hafa orðið mín vör. Hvarf hún þá á bak við stein og líklega í holu sína.
Allir skátar eru eru góðir laxmenn. Þetta veit ég og þekki af langri reynslu. En betri laxmann eða löxu hef ég aldrei haft en þessa hagamús. Mættum við þar af læra að ganga snyrtilega um og snyrtilega með hófsemi og nærgætni hvar sem leið okkar liggur.
Blm: Hvenær fréttir þú síðast af Arnarfells-Labba?
selatangar-2011 Ég  býst við að hér sé átt við Selatanga-drauginn, Tómas. Árin 1855-1860 bjó í Arnarfelli Beinteinn smiður Stefánsson. Hann komst í allnáin kynni við Tómas á Selatöngum haust eitt er hann bjó í Arnarfelli. Eftir þessi kynni gerðist hann Beinteini fylgisspakur. En Beinteinn þóttist eiga nokkurs að hefna í samskiptunum og því bjó hanns ér til byssukúlu af silfri. Því eins og aðrir draugar var Tómasi ekki fyrir komið með öðru móti en skjóta á hann silfurkúlu. Morgun einn 1959 þegar kona Beinteins kom út úr bænum sér hún hvar Tómas er í rekatimburhlaða er þar var á hlaðinu. Segir hún bónda sínum tíðindin. Þess kal getið að konan var skygn, en það var Beinteinn ekki. Beinteinn þrýfur til byssu sinnar og hleður vel og síðast lætur hann kúluna í byssuna. Gengur svo út. „Komdu hérna kona“, segir Beinteinn. Nú horfir þú á Tómas þá segir þú mér til og þá hleypi ég af. Konan tekur byssuna og miður, en Beinteinn heldur um gikkinn. „Svona“, sagði konan, og skotið reið af. Eldglæringar blossuðu upp í viðarhlaðanum og stóð hann von bráðar í björtu báli, en konan og Beinteinn lágu bæði flöt á hlaðinu, svo vel hafði Beinteinn hlaðið byssuna. Síðan fara ekki sögur af Tómasi eða Seltjatanga-draugnum.“

Heimild:
-Handrit, skrifað af Gísla og er varðveitt í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn á skrifstofunni.

Hafnarfjörður

Í jólablaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar 1957 fjallar Gísli Sigurðsson um „Lækinn okkar„:

„Hafnarfjarðarlækur eða Hamarskotslækur eins og hann heitir réttu nafni, — er stærstur lækja þeirra og merkastur, er renna til sjávar í Hafnarfjörð. Upptök sín á hann aðallega í Urriðakotsvatni, en vatnasvæði hans er nokkru stærra, og er ekki úr vegi að athuga það nokkuð. Í suð-vesturhorn vatnsins rennur lítill lækur, er kemur úr Oddsmýri og Oddsmýrardal, dalkvos milli Svínholts og Setbergshlíðar, og heitir Oddsmýrarlækur. Í mýrinni undir Flóðahjalla (Hádegisholti) eru nokkrar minni uppsprettur, og heita þær: Dýjakrókur, Dýjamýri, Svaðadý og Brunnrás. Í Vatnsvikið kemur lækjarspræna úr Vesturmýrinni, og svo eru eigi allfáar uppsprettur í vatninu sjálfu og kaldavermsl, aðallega syðst.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

Urriðakotsvatn er ekki stórt og svo grunnt, að það er alls staðar vætt. Vex í því fergin, og hefur allt fram til þessa verið nytjað frá Urriðakoti og Setbergi, en lönd þessara jarða liggja að vatninu. Í norðurhorni vatnsins er vik og er þar vatnsósinn. Er lækurinn frá ósnum allt niður í Kaplakrika nefndur Urriðakotslækur. Í Kaplakrika beygir hann í hálfhring og stefnir þá í suður og heitir nú Kaplakrikalækur. Fyrrmeir rann lækurinn frá Kaplakrika niður móts við Setbergshamar í mörgum fagurlega formuðum bugðum, skiptust þar á í farveginum sandgrynningar og hyljir, og mynduðust víða hringiður í hyljunum. Setbergslækur er hann kallaður, þar sem hann rennur undir Setbergshamri og niður við Setbergstúnið. Milli lækjarins og Sjávarhrauns hafa myndazt margar tjarnir og syðst nokkur uppistaða, þar sem hann rennur þvert fram yfir hraunið.
Í Lækjarbotnum á upptök sín lítill lækur. Rennur hann fyrst undir Svínholti við Stekkjarhraunsjaðarinn norður til vaðs, sem þar er kallað Norðlingavað, undir Norðlingahálsi, hvilftinni milli Svínholts og Setbergs. Frá vaðinu (Hlébergi) rennur lækurinn fram á mýrarflóa lítinn og eftir honum í fyrrnefnda uppistöðu, en ofan frá Setbergsholti koma lækjarsytrur úr dýjaveitum. Botnalæk köllum við þennan læk.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Lækurinn.

Þverlækur heitir þar sem lækurinn brýzt fram í vestur yfir hrauntunguna. Er þar sunnan við lækinn örnefnið Silungahella. Heitir Stekkjarhraun sunnan lækjarins, en Sjávarhraun norðan hans. Vestan hraunsins bætist honum enn lítill lækur, Arnkeldnalækur. Á hann upptök í Arnkeldunum nyrðri og syðri og í slakkanum milli Stekkjarhrauns og Mosahlíðar. Frá Þverlæk allt til ósa heitir svo þessi lækur Hamarslækur, en í seinni tíð nefna margir hann Hafnarfjarðarlæk, og verður það nafn notað hér á eftir. Rennur hann fyrst í norður með vesturbrún Sjávarhrauns, allt niður á Hörðuvelli.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1958 – Lækurinn fyrir miðju og Hörðuvellir neðst t.h.

Fram til 1914 rann hann syðst á völlunum og í nokkrum bugðum og átti hann þar nokkra fagra hylji með fagurfægða möl í botni. Rétt þar við, sem Hörðuvallahúsið stendur, tók hann stefnu í vestur á Hamarinn, milli Hamarskotsmýrar og votlendsrima, er lá í vestur frá Hörðuvöllum. Inn með þessum rima kom svo Hörðuvallatjörnin, milli hans og hraunsins. Hafnarfjarðarlækur rann nú með hraunjaðrinum. Tók þá landinu að halla nokkru meir, er komið var framhjá Hraungerði, en móts við Hól voru flúðir í læknum og breikkuðu þar til lækurinn skiptist við hólma, er var þar rétt ofan til við Moldarflötina. Af Moldarflötinni rann lækurinn milli hraunjaðarsins og Hamarskotsmalar norður að Brúarhraunskletti og þar út í höfnina, segja sumir ýmist milli klettsins og skersins eða sunnan þess.
Þó Hafnarfjarðarlækur sé ekki vatnsmikill að jafnaði og vatnasvæðið ekki stórt, hefur hann þó komið nokkuð við sögu jarðmyndunar á leið sinni til sjávar. Hefur hann í leysingum flutt með sér allmikið af framburði í kvosir og bolla í hrauninu. Er þar fyrst að nefna Stóra-Krika skammt frá vatnsósnum, þá Kaplakrika, en þar er landið undir hrauninu nokkru lægra farveginum, hefur hann því er hann flóði yfir bakka sína borið út í hraunið allmikinn jarðveg.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1975 – Lækurinn; Hörðuvellir fjær.

Frá Kaplakrika niður að Þverlæk hefur hann verið mjög athafnasamur, hefur hann fyllt þar allar kvosir og lautir, og myndað tjarnir er svo heita: Kálfatjarnir, Fjósatjarnir og Setbergstjarnir, og þar er Baggalá, sem Sveinbjörn Egilsson ritstjóri segir vera nafngift frá Spánverjum, er hér voru á ferðinni í eina tíð. Þá eru Hörðuvellir myndaðir einvörðungu af framburði lækjarins. Enda hefur hann oft fært vellina í kaf og runnið út í hraunið hjá Grænhólum, sem nú eru komnir undir Tjarnargötuna og húsin frá Mánabraut inn í Vallarkrika. Frá Hörðuvöllum allt niður að Hól hefur hann fyllt upp í hverja kvos, en þeirra mest er Hraungerði. Má nokkuð marka framburðinn af greftrinum, þegar Barnaskólinn var byggður, sem var langt í þrjá metra. Enda munum við það, eldri Hafnfirðingar, að Hraungerði allt var undir vatni, þegar mestar voru leysingar. Þá er nokkur hluti Moldarflatarinnar myndaður af framburði lækjarins. Var eitt sinn grafið niður úr moldar- og leirlaginu og var á annan metra þykkt. Ærin væru þessi afskipti lækarins af jarðmyndun til að halda á lofti nafni hans. Og þar á hann lengsta sögu. En hér kemur margt annað til. Frá upphafi byggðar í Hafnarfirði hefur hann verið vatnsból. Þangað fóru húsfreyjurnar með þvottinn sinn.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður  1978 – Lækurinn.

Kona nokkur sagði svo: „Ég sofnaði við létta, ljúfa niðinn hans og ég vaknaði við hann á morgnana. Hann leið fram hjá glugga mínum, oftast ljúfur og skær, en stundum hrjúfur og bar fangið fullt af mold og aur. Ég mun lengi minnast hans, þessa góðvinar míns frá æskuárunum.“
Lækurinn var líka leikvöllur og leikfélagi ungra sem gamalla, allt frá ósum til upptaka. Moldarflötin var tugi ára aðalsamkomustaður Fjarðarbúa. Þar var farið á leggjum og skautum eftir að þeir fóru að flytjast inn. Þá var oft glatt á hjalla á Hörðuvallatjörn, Baggalá, Setbergstjörnum og Urriðakotsvatni, þegar allt ungt fólk safnaðist þar saman til svo hollrar iðju, sem skautaferðir eru. Þegar siglt var til Hafnarfjarðar í björtu veðri voru flúðirnar undir Hólnum siglingamerki, er þær bar í Setbergslækinn. Sjóbirtingurinn og urriðinn gengu upp í lækinn, og allt upp í Urriðakotsvatn. Unglingarnir tóku silunginn í bollum niður við sjó og veiddu hann í hyljum og undir bökkum allt upp í vatn. Á sumrum fóru unglingarnir í bað í hyljum hans og þar iðkuðu okkar fyrstu sundgarpar sundlistir sínar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Lækurinn 1966.

Við lækinn byrjaði margur piltururinn sjómannsferil sinn og fékk nokkra svölun útþrá sinni, með því að sigla þar skipum sínum úr bréfi, pappa og spýtu. Lækurinn getur líka sagt sorgarsögu af lítilli stúlku, sem drukknaði í einum hylnum, en það er undantekning, því hann átti aðeins í fórum sínum hið ljúfa og létta, káta og gáskafulla eins og æskan.
Hér hefur stuttaralega verið farið yfir langa sögu og merkilega, einnig hugljúfa og þekka, sem gerir þennan læk að einum bezta vini okkar. Hann er þó frægastur fyrir eitt, sem enn er ótalið, en það er gagnsemi hans. Tel ég, að þessi litli lækur okkar, Hafnarfjarðarlækur, hafi verið meira virkjaður en nokkur annar lækur á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. Skal nú lítillega á þá sögu drepið.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1918-1920 – Linnetsbryggja.

Um miðja öldina sem leið hugðist Linnet kaupmaður virkja lækinn og setja þar niður myllu til kornmölunar. Byggði hann myllukofa neðanvert við flúðirnar, ofanvert við Lækjarkot. Hvort mylla þessi var nokkurn tíma rekin með vatnsafli, veit ég ekki, en aftur á móti var þarna vindmylla og stóð lengi. Mundi Gísli heitinn bakari eftir henni og að stórir voru vængirnir. Mun vindmylla þessi hafa verið í notkun fram um 1870 til 1880.

Virkjun 2.

Jóhannes Reykdal

Minnismerki um fyrstu rafstöðina við Austurgötu.

1902 nam Jóhannes Reykdal land í hólnum í læknum og 1903 reisti hann timburverksmiðju sína (nú trésmíðaverksmiðjan Dvergur), og voru allar vélar reknar af vatnsafli. Var þá fyrirhleðsla byggð um 80 til 100 metra frá verksmiðjunni og vatnið leitt í opnum stokk að verksmiðjuhúsinu. Voru þá varnargarðar byggðir í hraunbrúninni upp með læknum, til að vatnið hyrfi ekki út í hraunið. Má enn sjá nokkrar þúfur í læknum upp með Tjarnarbrautinni og eru það eftirstöðvar varnargarðanna.

Virkjun 3.
Jóhannes Reykdal
1905 jók Jóhannes Reykdal virkjun sína. Setti hann upp rafljósavél og hófst þá rafmagnsöld á Íslandi.

Virkjun 4.

Reykdalsvirkjunin

Reykdalsvikjunin,

1908 var enn efnt til virkjunar við lækinn til rafmagnsframleiðslu. Var stíflugarður mikill hlaðinn upp og steyptur við ofanverða Hamarskotsmýri, um 200 metra neðan við Þverlæk. Var þarna uppistaða, en vatnið leitt í lokuðum stokki niður að stöðvarhúsinu syðst á Hörðuvöllum. Var í húsi þessu bæði rafljósavélin og íbúð stöðvarstjóra. Titraði húsið og lék allt á reiðiskjálfti, þegar vatninu var hleypt á. 1914 féll nokkur hluti stokksins niður. Var þá byggt rafstöðvarhús 80 metrum ofar.

Jóhannes Reykdal

Stytta af Jóhannesi Reykdal við stífluna ofan Hörðuvalla.

Jóhannes Reykdal byggði þessa rafstöð eins og þá fyrri, en bærinn keypti síðar og rak fram til ársins 1926. Tók Jóhannes þá við henni aftur og rak fram undir 1940, en þá var hún lögð niður með öllu, nema hvað stöðvarhúsið stendur enn.

Virkjun 5.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – leifar af vatnsleiðslunni.

1909 voru Lækjarbotnar virkjaðir með þeim hætti, að hús var byggt yfir stærsta uppsprettuaugað og vatn í pípum leitt niður til bæjarins. Var hér stórt spor stigið í heilbrigðismálum hins unga bæjarfélags.

Virkjun 6.

Hafnarfjörður

Lækjarbotnar – stífla.

1916 eða 1917, þegar Jóhannes Reykdal hafði búið nokkur ár á Setbergi, varð honum vant ljósa til heimilis síns. Réðst hann þá enn í virkjun. Lét hann hlaða stíflu í Botnalækinn upp undir Lækjarbotnum og leiddi síðan vatnið í rörum niður með holtunum allt niður í tún, þar sem hann hafði byggt rafstöðvarhús með lítilli rafvél. Hafði hann um nokkur ár nægilegt afl til að lýsa upp íbúðarhús sitt og fjós.

Virkjun 7.

Jóhannes reykdal

Jóhannes Reykdal.

Þá mun Jóhannes hafa reynt að virkja Botnalækinn niður við Hléberg, en ekki mun sú virkjun hafa staðið nema stuttan tíma.

Virkjun 8.

1920 eða þar í kring setti Jóhannes upp trésmíðaverksmiðju við Þverlæk ofanverðan. Gerði hann stíflu og leiddi vatnið í stokk að verksmiðjuhúsinu og hafði yfirfallsvatnshjól við húsið og rak með þeim hætti vélarnar um nokkurra ára bil.

Virkjun 9.
Um svipað leyti gerði Jóhannes fyrirhleðslu við ós Urriðakotsvatns. Var fyrirhleðsla þessi ætluð til vatnsjöfnunar; er þarna nú brú og vegur yfir heim að Urriðakoti.

Virkjun 10.

Hafnarfjörður

Jóhannes Reykdal; stífla.

Þegar Austurgatan var tengd við Lækjargötuna, var uppistaðan færð niður að Austurgötubrúnni. Var opni stokkurinn þá lagður niður, en vatnið leitt í rörum til verksmiðjunnar Dvergs, og má þetta heita enn ein virkjunin við Hafnarfjarðarlæk.

Af því sem hér hefur verið talið, má nokkuð marka, hverja þýðingu lækurinn hefur haft fyrir okkur hér í Hafnarfirði. Hann hefur verið okkur yndisgjafi, ljós- og aflgjafi, leikvöllur barna og fullorðinna. Það er því ekki undarlegt, þótt við dáum hann og unnum honum mikið.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1957, Lækurinn okkar – Gísli Sigurðsson, bls. 15-16.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Brekkugata 2; hús JR, brann 1929.

Steinhes

Viðtal þetta við Gísla Sigurðsson um örnefni birtist í sunnudagsblaði Þjóðviljans árið 1965:
„Suður í Hafnarfirði býr maður sem les og skráir örnefni í Garðahreppi. Þeir fengu hann að láni úr annarri byggð, eins og raunar flesta rithöfunda sína. Að vísu réðu þeir hann ekki til slíks starfa, heldur til að handleika fyllibyttur, þjófa og aðra af slíku tagi. Og á þeim eftirlitsferðum lærði hann bæ sinn, Hafnarfjörð, utanað. Og svo tók hann að skrá nöfn gamalla húsa, upplýsingar um þau og fólkið sem í þeim bjó og brátt batt hann sig ekki við þenna litla blett hins forna Álftaneshrepps heldur lagði leið sína um Álftaneshrepp allan. Og nú skulum við líta heim til Gísla Sigurðssonar lögregluþjóns, í dalnum upp af Hafnarfirði, milli Ásfjalls og Setbergs.
gisli sigurdsson 1965— Þú skráir örnefni, Gísli, og sögu þeirra, er ekki fátt um forn heiti hér um slóðir? Og hvernig verða örnefni til?
— Þau tínast til. Hérna beint á móti okkur er Setberg, svarar Gísli, lítil hvilft milli lágra hamra, líkt og sæti milli þeirra, hamrarnir eins og armar á stól. Svo rís upp bær með þessu nafni, og margt skapast kringum hann: tún, traðir, engjar og tjarnir; þannig verða til mörg nöfn er bera þetta fornefni: Setbergs.
— Álítur þú að þetta sé gamalt nafn?
— Já, ég er sannfærður um að nafnið sé mjög gamalt, — frá fyrstu tíð mannavistar. Þú manst eftir sögunni um Ása-Þór, þegar hann keyrði hamar sinn og eftir varð far, kallað setberg. Þetta nafn mun því vera heiðið nafn.
Einhverstaðar í smágrein hef ég getið þess áður, að þar sem talað er um komu Hrafna-Flóka er sagt að Herjólf ur kom hingað fyrstur manna, — hann kom í Herjólfshöfn. Hafnir voru þá kallaðar litlar víkur eða lækjarósar þar sem þeir gátu lagt skipum sínum; hafnirnar voru litlir staðir, firðir stórir staðir, og Hafnarfjörður er fjörður Herjólfshafnar.
Hvaleyri heitir svo af því þeir fundu hval rekinn á tanganum utan fjarðarins.
Álftanes heitir svo af því álftir voru þar. En svo vandast málið út af Görðum og Garðahreppi. Nú halda margir að Garðar séu Skúlastaðir þar sem Ásbjörn Össurarson nam land að ráði frænda síns, Ingólfs Arnarsonar. Þá er ekki ósennilegt að ímynda sér að Garðar standi eitthvað í sambandi við kornrækt, það sé dregið af görðunum kringum sáðrækt. Úti á Álftanesi er fjöldi nafna er minnir á komrækt, t.d. Akurgerði, Akrakot, Tröð, Sviðholt — það er holtið þar sem landið var sviðið, skógurinn brenndur, áður en hafin var ræktun. Og hér í Hafnarfirði er Akurgerði.
kaldarsel 1965— Þú ætlar þó ekki að halda því fram að það hafi verið ræktað korn hér í hrauninu!
— Jú! Akurgerði var eina túnnefnan hér — og fóðraði eina kú. Þessir smábollar hér voru mátulegir reitir til að hagnýta sér til akuryrkju — það er hlýtt í hraunbollunum og sprettur vel þar. Hér og suður í Hraununum er ákaflega mikið af gerðis-nöfnum, og mér þykir sennilegt að gerði hafi verið gerði um akur. Í Arnarnesi er garður fyrir ofan veginn sunnan í holtinu, hringmyndaður um 40 m í þvermál. Þarna tel ég að verið hafi akur.
— Telur þú að það hafi raunverulega verið það mikil kornrækt hér að þetta standist?
— Já. Þeir fluttu út korn, — það sannar bannið á að flytja út korn af Íslandi. En svo þurftu Danir að fara að selja okkur sína framleiðslu, sitt maðkaða korn. —
Það er mjög víða sem ég hef fundið nöfn sem minna á kornrækt.
setbergsbaerinn gamliÉg hef rætt þetta atriði við Björn Þorsteinsson sagnfræðing, sem heldur er ekki í neinum vafa um að hér á nesjunum var mikil kornrækt áður fyrr.
Hér, sem annarstaðar, eru það atvinnuhættirnir sem skapa örnefni mest og flest. Hér lá land að firðinum og flóanum, og hér hefur alla tíð verið geysimikil sjósókn, þar af koma allar varir, búðir og slík nöfn.
— Er mikið um slík nöfn?
— Já, það er alveg geysilegur fjöldi af vörum á allri strandlengju Álftaneshrepps, sem áður var, — en Álftaneshreppur náði áður frá Kópavogi og suður fyrir Hraun, eða suður fyrir Lónakot og þá var Hafnarfjörður í Garðahreppi.
— En eru þessar varir ekki flestar horfnar nú?
—Jú, þær eru flestar horfnar, að ekki sé talað um hve mikið er horfið af notagildi þeirra, það er nær búið að vera. Þó er það til enn að þeir lenda í Pálsvör, Kotavör, Hlíðarvör, Hausastaðavör og Dysjavör úti í Garðahverfi. Úti á Álftanesi eru Hliðsvör, Eyvindarstaðavör, já krökt af vörum. Hjá Bessastöðum er vör við Búðaflöt.
Svo koma öll sundin, sem eru kennd við stað sem er fjarlægur, en heita svo af því að taka varð mið af staðnum — á fjarlægum stað. T. d. Valahnúkasund úti á Álftanesi, sem kemur til af því að Valahnúka — sem eru hér langt fyrir ofan Hafnarfjörð — ber í Bessastaðastofu. Eins er suður í Hraununum, þar eru allskonar varir frá Lambhaga, Straumi, Óttarsstöðum, Lónakoti og kotunum í kring. — Allt minnir þetta á sjósókn, og fjöldi þessara nafna ber atvinnuháttunum glöggt vitni — að hér hafa menn sótt sjóinn af miklu kappi.
bessastadir 1720— En er nú ekki fátt um verulega forn nöfn á þessu landsvæði?
— Þau eru nokkur allt frá söguöld; Hafnarfjörður, Hvaleyri, Eyvindarstaðir, Sviðholt, Hlið, allt munu þetta vera ævafom nöfn. Melshöfði mun líka gamalt nafn. Vífilstættur og Vífilsstaðir, en sá staður ber nafn Vífils húskarls Ingólfs Arnarsonar, er hafði fengið bústað þar.
— Eru Bessastaðir kannski nefndir eftir einhverjum húskarli?
Engin vitneskja er um Bessastaði eða Bessa þann ef sá staður er við kenndur, enda er þetta ekki mikil jörð, aðeins 9 hundraða, — En Garðar voru stór jörð, með öllum hjáleigunum í kringum sig.
Hæð er suður í Hraunum sem heitir Hafurbjarnarholt. Sú er sögn að Björn, son Gnúpa-Bárðar dreymdi að bergbúi kom og bauð honum að gera helmingafélag um bústofn, og Björn gekk að því. Eftir það virtist sem tvö væru höfuð á hverri skepnu svo Björn varð fjárríkasti maður hér á nesinu og átti hafra ágæta og því kallaður hafur-Björn.
hafurbjarnaholt-221Hafur-Bjarnarstaðir eru í Garði og Hafur-Bjarnarholt í Hraununum — og má líklega telja að báðir þessir staðir séu kenndir við áðurnefndan Hafur-Björn.
Hafur-Björn og þeir feðgar tóku sér land frá Selvogi og allt út á nes. Þeir voru miklir menn og greindir og frá þeim er t.d. kominn Skafti Þóroddsson lögsögumaður. Bárður, faðir þeirra bræðra, Björns, Gnúps, Þórðar og Þorsteins hröklast austan úr Skaftafellssýslu undan gosi, þá orðinn gamall maður. Gnúpur setst að á Gnúpi, — er síðar hverfur undir Ögmundarhraun, Björn verður mikill fjárbóndi hér á skaganum og Þórður og Þorsteinn setjast að í Grindavík. Við Þórð þenna mun Þórðarfell kennt, en ég kannast ekki við neitt örnefni sem kennt er við Þorstein.
Þá, eins og gefur að skilja með þessu umhverfi hér, verða nöfn dregin af hrauni gífurlega mörg. Stærstu svæðin af því tagi eru Garðahraun, sem nú er kallað Hafnarfjarðarhraun, og Almenningur, sem nær frá Ásfjalli allt suður fyrir Hvassahraun, og jafnvel að Almenningur hafi náð yfir stærra svæði fyrrum, en það var skógarsvæði og þangað var sóttur skógviður til kolagerðar af öllum Suðurnesjum.
— Þú ætlar þó ekki að segja mér að hraunin hér fyrir ofan og sunnan hafi verið vaxin þeim skógi að byggðin á ströndinni sækti þangað eldsneyti sitt?
almenningur-221— Jú, en það var gengið á hann þar til hann þraut, en samt er birkikjarr þarna enn, og það hefur dafnað mikið, því miklu minna hefur verið beitt þarna en áður — og engin hrísla tekin til eldiviðar. Menn sem voru kunnugir í Hraununum áður segja að skógarkjarrið hafi breiðzt ótrúlega út á síðustu árum. Skógarsvæðin hér í hrauninu fyrir sunnan voru kölluð almenningur, því þangað sóttu allir eldivið, en svæðið þar sem Heiðmörk er nú var þá kallað Kóngsskógur, eftir að konungur hafði lagt undir sig flestar jarðir á þessu svæði, ásamt Viðey og Reykjavík. Á 16. öld tók kóngur Reykjavík af einum afkomanda Ingólfs Arnarsonar, og saga er til um það að hann hafi grátið þegar hann hafði látið jörðina af hendi.
Þegar kemur upp fyrir Hraunabæina taka við nöfn, eins og Skjól, þau eru í ótölulegum grúa, — það eru fjárskjólin, þar sem sauðfé gat leitað afdreps í illviðrum. Þarna eru mannvirki, sum e.t.v. allt frá landnámstíð, en það eru upphleðslur fyrir þessi skjól og fyrir hella. Í þessum skjólum í skútum og hellum er hvarvetna mikið tað. Á þessu svæði eru líka nokkrar fjárborgir: Óttarstaðaborg, — Kristínarborg, kölluð svo eftir Kristínu Sveinsdóttur húsfreyju á Óttarsstöðum um 1860—1870, mjög merkileg kona. Borg þessa hlóð hún um vetrartíma ásamt vinnumanni sínum. Þá er Þorbjarnarstaðaborgin, sem er hringborg og hefur átt að hlaðast upp í topp — þess vegna er stöpull í henni miðri sem átt hefur að bera uppi þakið. Ennfremur eru Kaldárselsborgin, Vatnsendaborgin og Hólmsborgin. Suður á etröndinni er enn ein borgin, stærst af þeim öllum. Víða eru hleðslur þar sem byrjað hefur verið á borgum en hætt við þær af einhverjum ástæðum.
straumssel-221Svo eru það selin; þau eru nokkuð mörg. Syðst er Lónakotssel, Óttarsstaðasel, Straumssel, Fornasel, sem er austur við skógargirðinguna, Gjásel, sem er inni í girðingu Skógræktarinnar, — og það nafnkunnasta: Kaldársel.
— Hvernig var hægt að hafa í seli í vatnslausum hraununum?
— Það einkennilega er að við þessi sel eru allstaðar vatnsstæði, þannig að á þessum stöðum þraut ekki vatn.
— Var þar nema regnvatn í smáholum?
— Vatnið er 1 skálum, hálfgerðum brunnum og 1—2 fet niður að því og vatnið 1—2 fet á dýpt. Það er ótrúlegt að þetta sé uppistöðuvatn, það hlýtur að renna einhversstaðar að — en hvaðan?
Gvenndarbrunnur er við gamla veginn fyrir ofan Óttarsstaði — hálfur í Óttarsstaðalandi, hálfur í Straumslandi.
— Er hann ekki óttaleg hola?
— Heldur er hann lítill, en nægilegur til þess að fénaður og vegfarendur gátu náð þar í vatn að drekka. Gvendarbrunnur er einnig í Arnarnesi, að ógleymdum Gvendarbrunni sem Reykvíkingar fá vatn sitt frá.
Og úr því við erum farnir að tala um vatn er rétt að geta þess, að á Hraunabæjunum þraut aldrei vatn, því í lónunum og Straumsvíkinni fékkst alltaf ferskt vatn, það kemur svo mikið af fersku vatni undan hrauninu.
— Segðu mér, Gísli, hve stórt svæði er það sem þú hefur safnað örnefnum á?
— Ég hef tekið fyrir hinn forna Álftaneshrepp.
— Ég er litlu nær fyrir það svar.
lonakot-221— Arnarnes er austasti bærinn í hreppnum og mörkin liggja við Kópavog suður um Rjúpnahæð, Kjóavelli, Sandahlíð, Arnarbæli, Húsafell og þaðan beina leið í Kóngsfell og þar eru sýslumörkin milli Gullbringu- Kjósar- og Árnessýslna.
Að vestan eru mörkin frá Lónakoti, þ. e. frá Hraunsnesi niðri við sjó, upp um Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, en þar mætast lönd Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur. Frá Markhelluhól á Lönguhlíð við Kerlingargil, sem er Alftanesmegin, og þaðan yfir Lönguhlíðarfjall í Litla-Kóngsfell, og þar eru sýslumörk.
— Hefur nokkur kóngur prílað upp á þessi fell?
—Fráleitt, — nöfnin eru sennilega frá því að kóngur eignaðist allar jarðir hér í Álftaneshreppl, nema þær sem Garðakirkja hélt, — og einu jörðina sem aldrei lenti í klóm kirkju né kóngs, en það er Setberg, eina jörðin í hreppnum sem hefur verið bændaeign frá upphafi vega til þessa dags.
— Hvernig stóð á því að þú lagðir í svo mikið og tímafrekt verk?
— Þetta hófst með því að ég fór að safna gögnum varðandi frásagnir um Hafnarfjörð, það var um 1950, og tók þá að sjálfsögðu með upplýsingar um nágrennið.
— Hvernig vannstu að söfnuninni?
— Eg var svo heppinn að hitta fyrir ágæta menn, sem vildu bæði fórna tíma og fróðleik sínum um eitt og annað og ber fyrst að nefna Gústaf Sigurðsson, kenndan við „Eyðikotið“ í Hraunum, en þar ólst hann upp. Ég leitaði einnig upplýsinga hjá öðrum þeim sem fæddir voru á Hraunabæjunum en höfðu flutzt burt. Á Álftanesi leitaði ég til manna upprunninna þar. Þegar kom upp um landið og til fjalls varð Ólafur Þorvaldsson þingvörður mér drýgstur, og siðast en ekki sízt Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Urriðakoti og maður hennar, Páll Kjartansson, er bæði fræddu mig um Setbergs-, Vífilsstaða- og Urriðakotslönd, kirkjulandið, þ. e. upprekstrarland Garðakirkju, Bessastaða og Álftaness. Ólafur Þorvaldsson er fæddur í Ási og fólk hans verið í hreppnum frá því um 1800 og hann hafði fræðslu margra kynslóða. Jófríðarstaðabræður, Þorvarður og Arnór Þorvarðarsynir fræddu mig mikið um Jófríðarstaði — þ. e. Ófriðarstaði.
— Höfðu engir safnað örnefnum á þessu svæði?
thorbjarnastadir-stekkur— Ari Gíslason fór hér um og ég gat minnt hann á margt. En eftir að hann hafði farið hér um varð ég þess var að margt hafði gleymzt svo ég fór í örnefnaeftirleit og þegar ég hafði safnað töluverðu setti ég mig í samband við Kristján Eldjárn, er hefur yfirumsjón með örnefnasöfnun á landinu og hvatti hann mig eindregið til að vinna að þessu.
Þó að mér væru sögð nöfn á ýmsum stöðum var mér það ekki nóg, heldur varð ég að ganga á örnefnin, — og það eru held ég mjög fá örnefni nú sem ég veit ekki hvar eru í Alftaneshreppi hinum forna. Sum nöfn í þessari skrá minni er hvergi að finna nema í Íslenzku fornbréfasafni og hef ég leitað bæði í annálum og fornbréfasafninu að örnefnum sem voru horfin, en sem hægt var að staðsetja vegna þess að þeim var lýst þannig í afstöðu til annarra örnefna þekktra. — Í þessu sambandi má það ekki gleymast að þeir Björn Þorsteinsson sagnfræðingur og Magnús Már Lárusson prófessor hafa báðir hvatt mig og aðstoðað í þessu verki.
Einn þátturinn í þessari skrá eru nöfn á öllum bæjum búðum og kotum, og þau eru 660—700.
Rembihnútinn rak ég svo á þetta með því að taka upp öll mið sem róið var á frá Álftanesi, Garðahverfi, Hafnarfirði og Hraunum, bæði til hrognkelsaveiða og annarra veiða. Gísli Guðmundsson á Hellu hjálpaði mér mest með mið Hafnfirðinga en um fiskimið Alftnesinga hef ég stuðzt mest við Erlend gamla á Breiðabólstað, og bók hans Sjósókn.
— Eru ekki misjafnlega mörg örnefni á jörðunum gömlu?
— Jú, í Arnarnesi eru þau 57, Lónakoti 79, Óttarsstöðum 225, Þorbjarnarstöðum 278, Garðahverfi 282, á Bessastöðum 50.
— Nokkur sérkennileg?
— J á , t.d. Steinhes, yngra nafn Steinhús, þar sem saman koma jarðir Áss, Jófríðarstaða, Hamarskots og Garðakirkju. Í gömlum bréfum er þessi staður nefndur Steinhes.
— Verða örnefnin merkt á kort?
— Á loftmynd sem ég fékk hjá Ágústi Böðvarssyni landmælingamanni hef ég merkt margt af örnefnum, svo fróðleiksfúsir menn eiga síðar að geta gengið á þau. Miðin ætla þeir hjá Sjómælingum og Vitamálastjórninni að draga á kort.
— Hve mörg örnefni eru þetta samtals?
— Þau eru um 4400.
— Og enn höfum við lítið minnzt á Hafnarfjörð, — eigum við að gera það seinna?
— Já, við verðum að fresta því að sinni. -J . B .“

Heimild:
-Sunnudagur, fylgrit Þjóðviljans, 5. árg. 1965, 17. tbl., bls. 194-196 og 202.

Vatnsendaborg

Vatnsendaborg.

Eftirfarandi frásögn Gísla Sigurðssonar lögreglumanns og síðar forstöðumanns Byggðasafns Hafnarfjarðar birtist í jólablaði Alþýðublaða Hafnarfjarðar 1959 undir fyrirsögninni „Hafnfirðingur„. Gísli fæddist 1903 í Hrunamannahreppi. Árið 1910 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar. Gísli skráði fjölmargar örnefnalýsingar á vestanverðum Reykjanesskaganum. Hér segir hann frá því hvernig er að verða Hafnfirðingur. Margir aðrir geti samsvarað honum um slíkan áunnin titil í gegnum tíðina:

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, eftir að hafa hlotnast fálkaorðan.

„Ég gekk með pabba út á móana fyrir vestan lækinn. Þar kvaddi hann mig. Hann var að fara í verið til Grindavíkur. Það hafði hann gert frá því fyrst ég mundi eftir mér. Frá því ég fór að ganga hafði ég fylgt honum stuttan spöl, fyrst ásamt mömmu, en nú í tvö ár einn þar sem mamma var vistuð á öðrum bæjum.

Sólheimar

Sólheimar í Hrunamannahreppi.

Ég bar ekki allt of mikið skyn á hvað það var „að fara í verið,“ en pabbi skildi það, enda var hann heitur til augnanna, þegar hann kvaddi mig. Ég staldraði við og horfði á eftir honum, þar sem hann gekk léttum skrefum troðninginn vestur með fjallinu.

Hrepphólar

Hrepphólar.

Ég man hann hafði brugðið sokkunum utan yfir buxnaskálmarnar. Hann var á skóm með ristar- og hælþvengjum. Mamma hafði gert skóna. Þeir fóru vel á fæti. Hann hafði bundið poka á bakið og í honum voru allar eigur hans, sokkaplögg, nærföt til skiptanna og vinnuföt, og svo var hann með nestisbita, sem duga skyldi ferðina á enda. Er ég hafði horft eftir honum um stund sneri ég heim aftur til stóra, góða leiksystkinahópsins, en börnin tíu á Sólheimum í Ytri-Hrepp voru öll þremenningar við mig. Ég minnist þess, að oft eftir þetta var á heimilinu farið að tala um Hafnarfjörð og að farið var að kalla mig Hafnfirðing.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður á fyrri hluta 20. aldar.

Rétt eftir sumarmál kom mamma. Hún var að kveðja frændfólkið, því þau pabba og mamma höfðu þá ákveðið að flytjast úr vinnu- og lausamennsku í Hreppnum til Hafnarfjarðar í þurrabúð.
Mamma ætlaði sér að vera komin suður, þegar pabbi kæmi úr verinu. Ég og Margrét vinnukona fylgdum mömmu vestur á fjallið, Galtafellsfjall. Þegar við sáum niður á bæinn Galtafell stönzuðum við. Þarna kvaddi ég mömmu og sneri til baka með Margréti.

Hún mamma sagði frá því síðar, að ekki ætlaði henni að ganga vel að fá ferð úr Hreppnum, þá loksins það var ákveðið. Margir bændanna fóru þá í svokallaðar lokaferðir til Reykjavíkur. Hún hafði hugsað sér að komast með einhverjum þeirra. En þótt farangur hennar væri aðeins poki með sængurfötum og annar með rokknum, Helgi bróðir á fimmta ári og hún sjálf, þá var næsta óvíða rúm fyrir þetta. Fyrst reyndi hún að koma flutningnum fyrir hjá þeim bændum, sem ætluðu suður með tvo vagna, en þar varð engu á bætt.
Eftir mikla fyrirhöfn kom hún svo pokunum og Helga á vagn hjá bónda, sem aðeins fór með einn vagn. Sjálf varð hún að ganga, en það var nú ekki frágangssök. Mamma mundi þessum bónda alla tíð síðan þennan greiða, enda sagði hún oft: „Hann var fátækur eins og ég, því gat hann gert mér þennan greiða borgunarlaust.“
Mömmu munaði ekki um að ganga frá Reykjavík til Hafnarfjarðar 10 km, þó að hún þyrfti að bera Helga mestan hluta leiðarinnar, þar sem hún hafði nýlokið 100 km göngu austan úr Hreppum til Reykjavíkur. Pokana skildi hún eftir. Pabbi gat nálgast þá, þegar hann væri kominn.

Lækjargata 6

Lækjargata 6.

Mamma lagði leið sína strax suður í Hafnarfjörð og kom heim til Vigfúsar klénsmiðs bróður síns og konu hans Steinunnar. Þar vissi hún að tekið yrði móti henni opnum örmum, enda var það svo. Seint á lokadagskvöldið kom pabbi, og fengu þau að vera fyrstu næturnar hjá Vigfúsi og Steinunni. Strax næsta dag fóru þau pabbi og mamma að leita fyrir sér um íbúð. Gekk það greiðlega. Í húsinu nr. 6 við Lækjargötu var eitt herbergi í vesturenda laust til íbúðar, ásamt aðgangi að eldhúsi og geymslu í kjallara, fyrir kr. 4 um mánuðinn. Hér réðu húsum Guðlaugur Jónasson úr Flóa ættaður og Halldóra Gíslína Magnúsdóttir frá Fiskakletti hér í Firðinum, langt í ættir framskyld pabba. Húsráðendurnir bjuggu með þrjú börn sín í tveimur herbergjum niðri, en á loftinu bjuggu Auðunn Magnússon, bróðir Halldóru, og kona hans Þórunn Hansdóttir með tveimur sonum sínum. Þau pabbi og mamma voru þegar komin í félagsskap ágæts fólks.
Hafnarfjörður 1910
Svo fluttu þau í herbergið með allar sínar föggur. En hvar voru húsgögnin og búshlutirnir? Engir til. Var þá ekki heppilegt, að Vigfús og Steinunn höfðu nýlega lagt til hliðar m.a. ágætt rúmstæði sundurdregið, smíðað í Dverg hjá Jóhannesi Reykdal. „Hvort þau gætu notast við þetta?“ spurðu Vigfús og Steinunn. „Já, ég held nú það, blessuð verið þið,“ sögðu pabbi og mamma. „Svo er heima hjá okkur borð,“ sögðu þau Vigfús og Steinunn, „sem við getum ekki komið fyrir, þar sem við erum að fá okkur annað stærra, hvort pabbi og mamma gætu notað það?
Jú, jú, fyrst svo stóð á var alveg sjálfsagt að taka við borðinu. Svo voru þau í vandræðum með stóra kistu. Gætu þau pabbi og mamma ekki tekið hana af þeim, það væri hægt að geyma í henni matvæli, svo sem hveiti, sykur og útákast og margt fleira. Svo var hún ágætt sæti, ef á þyrfti að halda. Þau urðu örlög þessara muna, að þeir fylgdu pabba og mömmu alla þeirra búskapartíð og voru þá fyrst lögð niður, er þeim hafði verið valinn annar hvíldarstaður. Nú, það var ekki erfitt að hefja búskap, þegar nauðsynjahlutirnir bárust svona upp í hendurnar á fólki.
Hansensbúð
„En margs þarf búið með,“ sagði Sighvatur á Grund. Pabbi kom með vertíðarkaupið sitt óskert og fyrir það voru keyptir búshlutir ýmiss konar. Í Hansensbúð var þá margt góðra búshluta. Þar var keypt olíuvél, þríkveikja, pottar tveir, ketill, kaffikanna og stryffa (kastarola), bollaskrúfa, sykurkar, diskar djúpir og grunnir, ágætt steintau, olíubrúsi 10 potta. Spænirnir voru látnir duga og sjálfskeiðingarnir til að borða með. Borðhnífar og gaflar komu ekki fyrr en löngu seinna. Svona var sveitafólk lengi að átta sig á breyttum lifnaðarháttum.
Hér var búið að stofna til nýs heimilis í Hafnarfirði. Maður og kona með barn höfðu bætzt við þann hóp manna, sem kölluðu sig Hafnfirðinga. Þessir nýju Hafnfirðingar eignuðust vini og bundust tryggðaböndum, sem ekki brustu meðan báðir aðilar lifðu. En bezt var þó vináttan við þau hjón Vigfús og Steinunni. Þeim pabba og mömmu gekk vel að fá sér atvinnu. Enginn gekk þess dulinn, að þau voru bæði dugleg og ósérhlífin. Þau myndu leggja fram sinn skerf til uppbyggingar þessa byggðarlags. Svo leið vorið með nægri vinnu og velmegun. Helgi eignaðist vini við sitt hæfi. Hann kynntist Rósa og svo fékk hann líka að vera með Pétri.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn.

Á krossmessu, vinnuhjúaskildaga, fór ég frá Sólheimum og fluttist að Hrepphólum. Það er víst nokkuð mikið sagt, að strákur á áttunda ári hafi ráðizt hjú á slíkt stórbýli, en þó var það svo. Þetta sumar átti ég að fá kaup. Jég átti að vinna fyrir mat mínum og þjónustu allri sumarlangt. Ég smalaði ám um vorið og sumarið, sótti hesta í haga og flutti þá, rak kýr á beit og sótti þær á kvöldin, færði mat og kaffi á engjar, var í alls konar snúningum heima við.

Nóg var að gera frá morgni til kvölds, gott viðurværi og atlæti allt. Þá má ekki gleyma rjómaflutningnum. Til þess hafði ég hest, sem hét Toppur, kallaður Lati-Toppur, röltstyggur skratti og stríðinn, lét mig elta sig hvert sinn, sem ég þurfti að sækja hann. Ég var honum öskuþreifandi vondur hvert sinn, en þegar hann sá, að ég ætlaði ekki að gefa mig, stanzaði hann. Þá rann mér þegar í stað reiðin. Ég lagði við hann beizli og fór á bak. Þá rölti hann aðeins fetið hvernig sem ég barði fótastokkinn og skammaði hann. Ég flutti rjómann að Birtingaholtsbúinu. Það tók mig tvo til þrjá tíma fram og til baka. Ég flutti einnig rjóma frá Galtafelli, Núpstúni og Hólakoti móti öðrum drengjum þaðan. Svona leið sumarið.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, minjavörður.

Á réttadagsmorgun var ég eldsnemma á fótum eins og allir aðrir, sem fóru í réttirnar, þessa hátíð allra hátíða. Nú var ég ekki á Lata-Topp. Ég var vel ríðandi eins og hinir. Féð rak ég heim úr Hóladilknum. Er komið var á Hólamýri var því sleppt. Var þá sprett úr spori og riðið hart í hlað eins og höfðingja er siður.
Viku seinna yfirgaf ég svo Ytri-Hreppinn í bili og fluttist á hestvagni suður. Pabbi fór með rekstur og var því nokkru seinna á ferð. Hann hafði lagt svo fyrir, að ég biði hans á Árbæ hjá frændkonu okkar Margréti veitingakonu þar. Síðla sama dag kom pabbi, borgaði Margréti fyrir mig og kyssti hana mikið, eins og allra karla var siður. Svo reiddi hann mig til Reykjavíkur, þar sem ég gisti fyrstu nóttina, en pabbi fór til Hafnarfjarðar. Daginn eftir kom pabbi og sótti nokkrar kindur, sem hann hafði komið með í rekstrinum og hafði tekið upp í kaup sitt.

Ég rak svo kindurnar með pabba suður til Hafnarfjarðar. Fyrsta húsið, sem sást í Hafnarfirði, þegar komið var suður, var einlyft hús með porti og risi, nafnið skorið í tré á hliðinni, er vissi að götunni: „Sjónarhóll“. Þegar við höfðum komið kindunum í hús fórum við heim. Mamma kom á móti okkur fram í dyrnar og þar faðmaði hún að sér drenginn sinn. Voru þá liðin tvö og hálft ár, síðan ég hafði verið á sama bæ og hún. Þá flutti hún mig frá Seli að Hvítárholti í Ytri-Hrepp og lét mig eftir hjá vandalausum, góðu fólki að vísu, sem reyndist mér mjög vel. Og nú bar mamma okkur mat, sem hún hafði sjálf eldað. Færði upp úr sínum eigin potti á sína eigin diska og bar fyrir sitt fólk. Hún var glöð yfir þessu, því að nú var að rætast lengi þráður draumur.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1954.

Svo kom haustið með rökkurkvöldum sínum, þegar við Helgi sátum sinn á hvora hlið henni og hún sagði okkur ævintýri og sögur. Þessi rökkurkvöld munu seint úr minni liða. Alltaf var eitthvað nýtt að bætast við í búið. Eitt kvöldið kom pabbi heim með fjórtán línu blússbrennara, logagylltan hengilampa, sem hægt var að draga niður og ýta upp. Hann gaf bæði ljós, og svo hitaði hann vel upp herbergið. Spegill kom á einn vegginn og almanak á þilið, tjald fyrir gluggann og slökkviliðsmerkið hans pabba. Allt var þetta mikið skraut og svo tístandi járnrúmið, sem við Helgi sváfum í. Já, pabbi var strax settur á slökkviliðsdælu nr. 2. Þar var hann dælumaður og fékk nr. 30. Sprautustjórar á þeirri dælu voru þeir feðgar Vigfús og Jón Gestur frændur okkar. Fúsi frændi gaf okkur strákunum marga væna gusu. Hann vissi hvað okkur kom. Í þann tíð gerði það ekki svo mikið til þótt við kæmum hundblautir heim, bara ef hægt var að segja: Hann Fúsi frændi sprautaði á okkur. Auðvitað kom þetta aðeins fyrir, þegar slökkviliðsæfingar voru. Ég var búinn að fá skírnina. Ég var orðinn fullgildur Hafnfirðingur, fjórði maður fjölskyldunnar.

Brunalið Hafnarfjarðar

Brunabíll í Hafnarfirði  fyrir utan Reykjavíkurveg 9 um 1920.

Þegar ég hef að undanförnu farið yfir manntals- og kirkjubækur, hefur mér oft komið í hug, hvort flestir þeir, sem hér hafa setzt að, hafi ekki svipaða sögu að segja og ég hef hér sagt. Og því hef ég skráð þetta og látið það frá mér fara.
Vera má, að þú, lesari góður, rifjir upp þína eigin sögu eða foreldra þinna, sem að sjálfsögðu er viðburðaríkari en okkar og skemmtilegri. Öll höfum við flutzt hingað í leit að því, sem betra var, og fundið það í Hafnarfirði og erum hreykin yfir því að vera Hafnfirðingar.“

Sjá meira um Gísla Sigurðsson HÉR.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 19.12.1959, Hafnfirðingur – Gísli Sigurðsson, bls. 21-22.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, foreldrar og systkini.