Gísli Sigurðsson

“Gísli Sigurðsson – stutt æviágrip, fæddur, uppalinn, æfistarf o.fl. –
Ég er fæddur á Sólheimum í Hraunamannahreppi í Árnessýslu 23. júní 1903, þriðjudaginn í níundu viku sumars á fyrstu stundu. Foreldrar mínir voru Sigurður Gíslason og Jóhanna Gestsdóttir, bæði vinnuhjú.
Gisli sigurdsson -IIIIÉg fylgdist svo með foreldrum mínum á ýmsa bæi í Hreppnum fram til átta ára aldurs, að ég fluttist með þeim hingað til Hafnarfjarðar, haustið 1911.
Fjórtán ára lauk ég burtfararprófi úr Barnaskóla Hafnarfjarðar, 1917, og fermdist sama ár. Gerðist ég þá verkamaður, eða eyrarvinnu karl á mölinni og gegndi því starfi til 1930.
Var mér þá veitt lögregluþjónsstarf hér í bæ og hef gegnt því síðan.
Blm: Hver eru helztu áhugamál þín?
Ég held að þessari spurningu verði bezt svarað á þessa leið. Ég tel mig hafa verið félagslyndan frá upphafi. Árið 1911 gerðist ég félagi í K.F.U.M og átti þar marga gleðistund. Ég hreifst ungur af Skátahreyfingunni og gerðist nokkurskonar foringi fyrir þeim flokki er Jón Oddgeir Jónsson stofnaði hér 1925. Upp úr 1960 var ég tekinn gildur í Hjálparsveit Skáta hér í Hafnarfirði.
Frá 1919 fram til þessa dags hef ég svolítið fylgst með íþróttahreyfingunni. Einnig þar hef ég átt gleðistundir í góðra vina hópi. Móðir mín var sögufróð kona og kveikti í mér þrá til lesturs góðra bóka. Af þessu leiddi, að ég fékk snemma löngun til að fræðast. Af þessum sökum er fræðatínsla mín sprotin.
Landi og náttúra þess hefur löngum haft mikil áhrif á mig og togað mig út til sín, en þó sérstaklega Hafnarfjörður og næsta nágrenni hans. Við útivist um fjöll og dali hafa augu mín opnast fyrir þeirri miklu litadýrð, sem allstaðar blair við manni. Ég hefi því reynt að tileinka mér verk málara og er meistarinn Kjarval minn maður þó fleiri séu sem ég met mikils. Söngur fuglanna, niður vatnanna hafa kennt mér að hlusta eftir hljómum og ómum. Þar af leiðir, að ég hef gaman af hverskonar hljómlist. Ofurmennið Ludvig von Beetoven er meistari minn.
husholmi-1011Allt þetta tel ég áhugamál mín og fleira, sem of langt yrði upp að telja.
Blm: Er eitthvert örnefni skemmtilegt hér í nágrenni Krýsuvíkur, sem þú getur sagt okkur frá?
Þau eru svo mörg og skemmtileg örnefnin í Krýsuvíkurlandi, að þau skipta hundruðum. Hvað segir þið um þessi nöfn: Arnarnýpa, Arnarvatn, hattur, Hetta, Seltún, Grænavatn, Drumbsdalir, Arnarfell, Bleiksmýri, Skriða, Selalda og bæjarnöfnin öll.
En eigi maður að nefna eitthvert örnefni og stað þess, þá er enginn vafi á að merkastur er Húshólminn og fornu bæjarrústirnar þar í hrauninu. Þarna er um að ræða þrjú langhús sem hraunið hefur runnið kringum. Nokkru neðar er svo Kirkjuflötin, þar sem þess er til getið, að Krýsuvíkurkirkja hafi eitt sinn staðið. Um þennan stað er margt að segja. En þó er þögnin sem hann umlykur stórbrotnust. Staður þessi er nú verndaður af Fornminjasafni Íslands.
Blm: Kannt þú ekki einhverja góða sögu um Lambahelli hérna í Bæjarfelli?
Lambahellir-1 Árið 1966 var ég þátttakandi í Vormóti Hraunbúa í Krýsuvík. Ég bjó þennan tíma allann í Lambahelli. Sögu skal ég segja frá dvöl minni þar. Á kvöldin þegar ég var lagstur til svefns heyrði ég alltaf eitthvert þrusk. Það var svo lágt, að það hefði aðeins heyrst af því að í hellinum var alger þögn. Ég undi mér við þetta þrusk og sofnaði vanalega út frá því. Stundum heyrði ég það þegar ég vaknaði. Hvernig á því stóð vissi ég ekki fyrr en síðasta daginn. Ég kom þá neðan af mótssvæði og gekk hægt til bústaðar míns. Þegar ég leit inn í hellinn sá ég þá sem þruskinu hafði valdið. En þar var móleit hagamús. Þegar ég sá hana var hún að snúast kringum matarleifar sem þarna lá á bréfi. Ég stanzaði til að trufla ekki máltíð þessa fallega dýrs. Undir mér lengi við að horfa á hve styrndi á feldinn hennar og sjá hve einstaklega snyrtilega hún gekk að  mat. Svo mun hún hafa orðið mín vör. Hvarf hún þá á bak við stein og líklega í holu sína.
Allir skátar eru eru góðir laxmenn. Þetta veit ég og þekki af langri reynslu. En betri laxmann eða löxu hef ég aldrei haft en þessa hagamús. Mættum við þar af læra að ganga snyrtilega um og snyrtilega með hófsemi og nærgætni hvar sem leið okkar liggur.
Blm: Hvenær fréttir þú síðast af Arnarfells-Labba?
selatangar-2011 Ég  býst við að hér sé átt við Selatanga-drauginn, Tómas. Árin 1855-1860 bjó í Arnarfelli Beinteinn smiður Stefánsson. Hann komst í allnáin kynni við Tómas á Selatöngum haust eitt er hann bjó í Arnarfelli. Eftir þessi kynni gerðist hann Beinteini fylgisspakur. En Beinteinn þóttist eiga nokkurs að hefna í samskiptunum og því bjó hanns ér til byssukúlu af silfri. Því eins og aðrir draugar var Tómasi ekki fyrir komið með öðru móti en skjóta á hann silfurkúlu. Morgun einn 1959 þegar kona Beinteins kom út úr bænum sér hún hvar Tómas er í rekatimburhlaða er þar var á hlaðinu. Segir hún bónda sínum tíðindin. Þess kal getið að konan var skygn, en það var Beinteinn ekki. Beinteinn þrýfur til byssu sinnar og hleður vel og síðast lætur hann kúluna í byssuna. Gengur svo út. “Komdu hérna kona”, segir Beinteinn. Nú horfir þú á Tómas þá segir þú mér til og þá hleypi ég af. Konan tekur byssuna og miður, en Beinteinn heldur um gikkinn. “Svona”, sagði konan, og skotið reið af. Eldglæringar blossuðu upp í viðarhlaðanum og stóð hann von bráðar í björtu báli, en konan og Beinteinn lágu bæði flöt á hlaðinu, svo vel hafði Beinteinn hlaðið byssuna. Síðan fara ekki sögur af Tómasi eða Seltjatanga-draugnum.”

Heimild:
-Handrit, skrifað af Gísla og er varðveitt í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn á skrifstofunni.