Tag Archive for: Gjábakkahellir

Gjábakkahellir

Gjábakkahellir milli Þingvalla og Laugarvatns hefur tengsl við Reykjanesskagann.
Björn Hróarsson segir eftirfarandi í stórvirki sínu „Íslenskir hellar“ um Gjábakkahelli: „Gjábakkahellir hefur einnig verið nefndur Helguhellir og Stelpuhellir. Björn Th. Björnsson (1984) segir Stelpuhelli upprunalegasta Í Gjábakkahellinafnið. Nú má hins vegar fullyrða að nafngiftin Gjábakkahellir hafi náð yfirhöndinni og hin nöfnin fallið í gleymsku.
Hellirinn liggur undir veginn milli Gjábakka og Laugarvatns um tvo kílómetra frá eyðibýlinu Gjábakka. Hellirinn er opinn í báða enda og er neðra opið rétt neðan vegarins og merkt með lítilli vörðu. Efra opið opnast í dálitla laut nokkru ofan við veginn. Meginlína hellisins er um 310 metrar en heildarlengdi hans er um 364 metrar.
Hellirinn er töluvert hruninn en hefur samt margt að bjóða hellaförum, til dæmis er þar allajafna töluvert um ísmyndanir. Þá eru þar separ, totur, spenar, storkuborð og ýmsar aðrar hraunmyndanir sem gleðja augað. Á einumstað er hellirinn á tveimur hæðum og á kafla mmá velja tvær leiðir áfram. Önnur lokast þó fljótt svo enginn ætti að villast, í það minnsta kosti hvorki lengi né illa.
Hellirinn hefur verið þekktur lengi. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skoðaði hann árið 1919. Til er þjóðsaga sem segir að stúlka frá Gjábakka hafi farið í hellinn og aldrei komið út aftur eða þá að hún hafi komið upp úti á Reykjanesi og þá hafi skór hennar verið fullir af gullsandi. Þjóðsagan skýrir nafngiftina Stelpuhellir.
Gjábakkahellir var kortlagður af Eichbauer, E. og Fritsch, E. þann 27. júní 1985.“
 

Heimild:
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar -2006, bls. 347.

Gjábakkahellir

Gjábakkahellir

Haldið var í Gjábakkahelli – um vetur. Snjóalög voru það mikil að það tók 3 klst og 3 mín. að moka frá opinu og koma þátttakendum niður í fordyrið. Biðin kom ekki að sök því haft var ofan af fyrir þeim með leikjum á meðan.
Í GjábakkahelliGjábakkahellir milli Þingvalla og Laugarvatns hefur óneitanleg tengsl við Reykjanesskagann. Björn Hróarsson segir eftirfarandi í stórvirki sínu „Íslenskir hellar“ um Gjábakkahelli: „Gjábakkahellir hefur einnig verið nefndur Helguhellir og Stelpuhellir. Björn Th. Björnsson (1984) segir Stelpuhelli upprunalegasta nafnið. Nú má hins vegar fullyrða að nafngiftin Gjábakkahellir hafi náð yfirhöndinni og hin nöfnin fallið í gleymsku.
Hellirinn liggur undir veginn milli Gjábakka og Laugarvatns um tvo kílómetra frá eyðibýlinu Gjábakka. Hellirinn er opinn í báða enda og er neðra opið rétt neðan vegarins og merkt með lítilli vörðu. Efra opið opnast í dálitla laut nokkru ofan við veginn. Meginlína hellisins er um 310 metrar en heildarlengdi hans er um 364 metrar.
Hellirinn er töluvert hruninn en hefur samt margt að bjóða hellaförum, til dæmis er þar allajafna töluvert um ísmyndanir. Þá eru þar separ, totur, spenar, storkuborð og ýmsar aðrar hraunmyndanir sem gleðja augað. Á einum stað er hellirinn á tveimur hæðum og á kafla mmá velja tvær leiðir áfram. Önnur lokast þó fljótt svo enginn ætti að villast, í það minnsta kosti hvorli lengi né illa.
Í GjábakkahelliHellirinn hefur verið þekktur lengi. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skoðaði hann árið 1919. Til er þjóðsaga sem segir að stúlka frá Gjábakka hafi farið í hellinn og aldrei komið út aftur eða þá að hún hafi komið upp úti á Reykjanesi og þá hafi skór hennar verið fullir af gullsandi. Þjóðsagan skýrir nafngiftina Stelpuhellir. Gjábakkahellir var kortlagður af Eichbauer, E. og Fritsch, E. þann 27. júní 1985.“
Gjábakkahellir uppgötvaðist fyrst er verið var að leggja Kóngsveginn svonefnda fyrir heimsókn Friðriks VIII Danakóngs árið 1907. Á þeim tíma voru einungis um 30 þekktir hraunhellar á landinu. Í dag eru þeir um 500 talsins.
Segja má með sanni að hraunhellarnir séu hinir einu sönnu undir- og undraheimar Íslands. Þar er myrkrið svartara og tíminn afstæðari en annarstaðar. Góð leiðsögn og búnaður gera hverjum sem er kleift að upplifa þessa undraveröld óháð veðri eða dagsbirtu. Vanir hellaleiðsögumenn ábyrgjast jafnan gott „veður“ í hellaferðum á Reykjanesskaganum allt fram til ársins 2750!
Á leiðinni út hinum meginGjábakkahellir er hluti af geysimikilli hrauná sem rann neðanjarðar í síðasta gosi á Þingvöllum. Hellirinn er stór en nokkuð seinfarinn, enda eina ástæðan, sem þörf er á að fylgja, er að flýta sér hægt.
Ónefndur starfsmannastjóri sem fór í þessa ferð með fyrirtæki sínu sagði að fyrri ferð um Gjábakkahelli með starfsfélögum sínum kæmi oft upp í hugann þegar unnið væri að krefjandi verkefnum hjá fyrirtækinu. „Fyrst við réðum við Gjábakkahelli, -þá förum við nú létt með þetta…” varð honum að orði.
Þrátt fyrir að hitastigið úti hafi verið -2°C var hitastigið í hellinum um 5°C. Við hellaskoðun er mest um vert að hafa augun bæði límd við gólfið, en huga að hverju skrefi, og gæta þess að reka höfuðið ekki upp undir. Ferðin í gegnum hellinn að þessu sinni tók u.þ.b. eina klukkustund.

Endaopið

Gjábakkahellir er þó töluvert hruninn þannig að það var um mikið stórgrýti að fara með tilheyrandi klifri og klöngri. Og ekki bætti úr skák að fyrstu um 70 – 100 metrana voru allir steinarnir og veggirnir þaktir blautum ís og því verulega erfitt að fóta sig. Eftir um 2/3 af leiðinni skiptist hellirinn í þrjú op hvert ofan á öðru. Á miðhæðinni er bara lítill skúti sem endar með gatiniður á neðstu hæðina. Efsta hæðin nær svipað langt inn, en þar var líka hægt að fara til baka út með veggnum þar til komið er að þröngu gati og þaðan niður á „svalir“. Um 6 metra fall er niður af „svölunum“ svo það er vissara að fara varlega. Skríða þarf til baka. Þegar farið var að nálgast hinn endan á hellinum fór aftur að kólna svo hálkan fór aftur að gera vart við sig. En síðustu 30 metrana gat að líta mjög fallegar ísmyndanir og grílukerti. Opið í þessum enda er stórt og mikið og því auðvelt að finnan þennan munna.
Eins og fyrr sagði var upphaflegi vegurinn um Lyngdalsheiði lagður fyrir komu Friðriks VIII Danakóng sumarið 1907 og þess vegna í eina tíð kallaður Kóngsvegur. Þó hann sé í dag kallaður Lyngdalsvegur eða Lyngdalsheiðarvegur þá er það rangnefni. Hann liggur nefnilega fyrir norðan Lyngdalsheiði, um Gjábakkahraun og um Reyðarhraun. Hvað um það – hér var um alvöru hellaferð að ræða, en ekki þrasferð um örnefni og tilefni þeirra.
Frábært veður. Hér má sjá örsutt myndbrot úr ferðinni. Hafa ber jafnan í huga að „náttúran er ævintýri“.

Heimildir m.a.:
-Hraunhellar á Íslandi. Björn Hróarsson. Mál og Menning. 1991.
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar -2006, bls. 347
-Á ferð um landið. Björn Hróarsson. Mál og Menning. 1994.
-Uppsveitir Árnessýslu, Kort.
-Á ferð um Ísland. Nesútgáfan. 1997.
-Árbók Ferðafélags Íslands 1961.
-Íslandsmetabók Arnar og Örlygs. Steinar J. Lúðvíksson. 1983.

Í opi Gjábakkahellis

Laugavatnshellir

Á Mbl.is þann 10.01.1999 er fjallað um „Hellana í Lyngdalsheiði„.

Lyngdalsheiði

Lyngdalsheiði.

„Á Lyngdalsheiði eru nokkrir afar merkilegir hellar sem vert er að kíkja á og fara ofan í sé gát höfð á. Vilmundur Kristjánsson fór í skoðunarferð og segir að meðal nauðsynja í slíka ferð séu hjálmar, ljós, hlýr fatnaður, reipi eða stigi og félagar.

Upphaflegi vegurinn um Lyngdalsheiði var lagður fyrir komu Friðriks VIII Danakóngs sumarið 1907 og þessvegna í eina tíð kallaður Kóngsvegur. Þó hann sé í dag kallaður Lyngdalsvegur eða Lyngdalsheiðarvegur þá er það rangnefni. Hann liggur nefnilega fyrir norðan Lyngdalsheiði, um Gjábakkahraun og um Reyðarhraun.

Gjábakkahellir

Í Gjábakkahelli.

Sé farið frá Þingvöllum frá eyðibýlinu Gjábakka um Gjábakkahraun og til Laugarvatns kemst maður ekki hjá því að rekast á nokkra hella. Aðeins þarf að hafa augun hjá sér. Á þessari leið er urmull hella og gjótna.

Ég hef oft farið þessa leið og kíkt á hellana og umhverfið með myndavél í farteskinu enda félagi í Ljósálfum sem er félag áhugamanna um ljósmyndun. Þessi leið er í uppáhaldi hjá mér en hellar hafa alltaf vakið einhverja undarlega kennd hjá mér, sennilega arfur frá forfeðrum okkar; víkingunum sem lögðu á sig að kanna ókunna stigu.

Með stiga ofan í Lambhelli

LambhellirLambhellir er stutt fyrir ofan veginn eða um 50 metra frá. Hann fékk nafn sitt af því að einhverju sinni hefur fallið lamb ofan í hellinn og borið bein sín þar í bókstaflegri merkingu. Er hellirinn fannst voru beinin óhreyfð á syllu innarlega í honum. Ekki verður komist niður í hellinn án áhalda, hægt er að bjargast með reipi en af eigin reynslu myndi ég mæla með stiga því hann er um 4 metra djúpur og ekkert til að spyrna í. Leiðin til hans þekkist á því að við veginn norðan megin, eru hjólför og troðið svæði þar sem bílunum er yfirleitt lagt.

Gjábakkahellir

Gjábakkahellir

Gjábakkahellir.

Gjábakkahellir liggur undir veginn um 2 km frá Gjábakka. Hann er opinn í báða enda og er neðri endinn merktur með vörðu. Efri hellismunninn er fyrir ofan Lambhelli. Hann er mikið hruninn og ógreiðfær en bót í máli að auðvelt er að komast niður í hann. Þar er nokkuð um sepa og ýmsar hraunmyndanir. Á einum stað skiptist hellirinn í tvennt og á öðrum er hann á tveim hæðum.

Tvíbotna á tveimur hæðum

Tvíbotni

Í Tvíbotna.

Tvíbotni er sá glæsilegasti í Gjábakkahrauni. Hann er 310 metra langur og tiltölulega lítið snortinn. Hann fannst 1985. Erfitt er að rata á hann en hann er nokkrum hundruð metrum ofar en Gjábakkahellir og í sömu hraunrás. Nafnið er tilkomið vegna þess að hann er á tveim hæðum en einnig að velja má um tvær leiðir er niður er komið. Um tvær mannhæðir eru niður í hann svo stiga eða reipi þarf til. Mikið er í honum af ósnortnum spenum en einnig nokkrir dropasteinar. Í honum þarf sérstaka aðgát, bæði til að stíga ekki sumstaðar niður úr veiku gólfinu en einnig vegna sérlegra viðkvæmra hraunmyndana.

Vegkanthellir

TvíbotniVegkantshellir er um metra hægra megin eða sunnan við veginn. Hann birtist skyndilega í einni beygjunni skammt vestan við afleggjarann að Tintron. Ekki er ráðlegt að fara ofan í hann án áhalda en reyndar er það takmarkað sem er í honum að sjá. Heilmikið stórgrýti er í honum því mikið hefur hrunið úr þakinu svo þakþykktin er sumstaðar ekki nema nokkrir tugir sentimetrar. Hann liggur undir veginn. Er ég var þarna seinast höfðu vegfarendur haft það að leik að henda ótrúlegasta rusli í hann. Vegkantshellir er ekki ruslakista!

Sérstæður hraunketill

Trinton

Trinton.

Tintron er sunnan undir Stóra- Dímon og er á náttúruminjaskrá. Tintron er nokkuð sérstæður hraunketill ofan við veginn. Þangað er ágætur vegarslóði. Hann er í raun rúmlega 10 metra djúp hola og er í laginu einsog gosflaska. Hann er um 27 metra langur frá suðri til norðurs. Efsti hluti hans er 3 metra hraunhraukur með litlum hraunrásum, bæði opnum og lokuðum. Góðan sigbúnað þarf í þennan helli og er ekki óvönum fært. Talið er að hann hafi myndast við það, að brennheit gufa hafi brotist þarna upp úr hrauninu. Er Tintron einn af mörgum slíkum kötlum, sem liggja þarna í röð nokkurnveginn frá norðri til suðurs. Ég hef séð fólk brjóta bita úr hraunrásunum og finnst mér það vægast sagt ljótur siður.

Laugavatnshellir

Laugavatnshellir.

 

Laugarvatnshellir.

Gamlar áletranir á veggjum

Laugavatnshellir

Laugavatnshellir fyrrum.

Seinastir í röðinni eru Laugarvatnshellar sem eru sandsteinshellar staðsettir í Reyðarbarmi. Reyðarbarmur er á Laugardalsvöllum (Vellir í daglegu tali) sem eru sléttar valllendisflatir, skammt frá Gjábakkavegi. Fátt bendir til að í hellunum hafi verið búið fyrr en á þessari öld þó þeir hafi í eina tíð verið í þjóðbraut. Lengstum voru þeir notaðir sem fjárhellar og lá þar sauðamaður á nóttum. Þá þótti þar reimt. Síðar flytja þangað ung hjón, Guðrún Kolbeinsdóttir og Indriði Guðmundsson, til að hefja búskap og voru þar 1910-1911. Nefndu þau býlið „Reyðarmúli“ sem reyndar er fornt nafn staðarins og kemur fyrir í fornsögunum. Þau ráku þar veitingasölu í tjaldi skammt frá hellunum. Reyðarmúli var í eyði til 1918 en þá fluttust önnur hjón þangað, Jón Þorvarðarson og Vigdís kona hans, og dvöldu þar frá 1918-1922. Á þessu tímabili eignaðust þau Vigdís dóttur sem Jón tók sjálfur á móti, en svo braust hann í ófærð langa leið til að finna ljósmóður.

Laugarvatnshellir

Laugarvatnshellir.

Sjá má ummerki búskaparins en fram undan hellunum má enn sjá móta fyrir kálgörðum. Hellarnir eru litlir, þeir eru tveir og sá stærri er 12 metra langur og 4 metrar á breidd en hinn er álíka langur en mjórri. Nú eru allir veggir hellanna og nágrenni útskorið fangamörkum og má þar sumstaðar greina ansi gamlar áletranir.

Ef menn eru á góðum bílum með fjórhjóladrifi má þræða ýmsa slóða og finna margt forvitnilegt. Það verður að gefa sér góðan tíma, sérstaklega ef verið er að hugsa um göngutúra, hellakönnun eða ljósmyndun eða þá allt þetta. Á góðviðrisdegi er þetta ótrúlega falleg leið og ekki skemmir fyrir að hún liggur til Laugarvatns í kaffi.“

Heimild:
-Mbl.is, 10.01.1999, Hellarnir í Lyngdalsheiði, – https://www.mbl.is/greinasafn/grein/442201/

Gjábakka

Gjábakkahellir.