Færslur

Grímshóll

“Vogastapi er nær 80 metrar á hæð og skagar fram sem núpur milli Voga og Njarðvíkur innri. Þverhnípt björg eru framan í honum og eru það hin fornu Kvíguvogabjörg. Þar verpir nokkuð af sjófugli. Alfaraleið lá fyrrum yfir Stapann þar sem heitir Reiðskarð, en aksvegurinn var gerður á öðrum stað. Efst á Stapanum er hóll, sem Grímshóll nefnist. Um hann eru nokkrar þjóðsögur. Ein er á þessa leið:

Reiðskarð

“Einu sinni voru vermenn á leið suður í Leiru. Sumir segja, að það hafi verið Norðlendingar, en aðrir, að þeir hafi verið úr Rangárvallasýslu. Einn þeirra hét Grímur og var ungur að árum. Þegar þeir eru á leið upp Reiðskarðið á Stapanum, slitnaði reiðgjörð Gríms, og þar sem hann fór seinastur tóku félagar hans ekki eftir vþí, að honum dvaldist við að gera við gjörðina, og fóru á undan. Skildi þar með þeim. En er Grímur kemur upp á Stapann, mætir hann þar manni og taka þeir tal saman. Biður hinn ókunni maður hann að róa hjá sér um veturinn og segir, að hann muni ekki hafa verra af því. Grímur spurði þá, hvar hann ætti heima, en hann kvað næ sinn vera skammt þaðan. Og hvort sem þeir töluðu nú um þetta lengur eða skemur, verður það úr, að Grímur ræður sig í skip hjá þessum manni. Komu þeir nú brátt að snotrum bæ vel hýstum. 

Vogar á fyrri hluta síðustu aldar

Bóndi tók við hest Gríms og kvað hann eigi þurfa að hafa áhyggjur ah honum. – Síðan hófst vertíðin og róa þeir Grímur tveir á báti og hlóðu í hvert skipti. Aldrei þurfti Grímur að gera að fiski, og líkaði honum stórum vel þarna. En um lokin höfðu þeir fengið 10 hundruð til hlutar. Launaði bóndi honum stórmannlega og bað hann að róa hjá sér næstu vertíð. Er svo ekki að orðlengja það, en þarna reri Grímur síðan margar vertíðir og fiskaði alltaf manna mest. Seinast kvæntist hann dóttur bónda og fluttist til hans, og hefir ekki spurzt til Gríms síðan. En það er mál manna, að bær huldumannsins muni vera hóllinn efst á Stapanum og hefir hann síðan verið kallaður Grímshóll. –
Stapagatan gamlaOft er hvasst á Stapanum og þótti mjög villugjarnt þar í stórhríðum, áður en akvegurinn kom. En villigjarnast varð mönnum hjá Grímshóli, eftir því sem sagnir herma, og eftir því var talið, að hólbúarnir mundu villa um fyrir mönnum. Margir hafa orðið þar úti og sumir með sviplegum hætti. Þess er getið í Setbergsannál, að fundiszt hafi dauður maður undir Stapanum, og bar enginn kennsl á líkið; hefir það óefað verið vermaður. – 28. janúar 1859 varð Þorsteinn, sonur Klemensar bónda Sæmundssonar í Stapakoti, úti á Stapanum. Hann átti þá heima í Minni-Vogum. Síðla dags gengu tveir menn fram á hann dauðadrukkinn á Stapanum, og hafði hann brennivín hjá sér. Þeir vildu fá hann til þess að koma með sér, en hann var ófáanlegur til þess og reyndi að berja þá frá sér með staf sínum. Þá tóku þeir af honum stafinn og fóru svo sína leið. Ekki höfðu þeir rænu á því að segja til hans, en þeir gengu um hlaðið á Minni-Vogum og skildu staf hans þar eftir. Varð því ekki úr, að hans væri leitað um kvöldið, en síðar fannst hann örendur á Stapanum. – Nokkrum árum seinna, það mun hafa verið 1865, fór Egill fisktökumaður á Hólmi til Keflavíkur að vetrarlagi. Mun honum hafa dvalizt þar lengur en hann ætlaði.

Stapinn

Stapabúð.

Í vökulokin kom hann aftur að Stapakoti. Þá ar mikill snjór og útsynnings éljagangur. Vildi Klemens bóndi endilega, að hann gisti hjá sér um nóttina, en við það var ekki komandi, Egill vildi ólmur komast heim. Þá lét Klemens vinnumann sinn fara upp úr rúmi til þess að fylgja honum. En það er af ferðalagi þeirra að segja, að þeir hrepptu blindbyl á Stapanum, ætluðu að fara svonefndan Rauðastíg innan við gilið hjá Grímshól, en hröpuðu fram af björgunum. Fundust þar síðan limlest lík þeirra.

Stapi

Vogastapi – leiðir.

Sveinbjörn Egilsson frá Stapakoti varð úti hjá Stapanum um 1870. – Sigurður Jónsson frá Görðum á Landi varð úti á Stapanum seintá 19. öld.
Hér er aðeins fátt talið. En vegna þess, hve margir fórust á Stapanum, þótti þar löngum reimt mjög. Og hefir það ekki batnað á seinni árum, nema síður sé, þrátt fyrir aukna menntun og margs konar framfarir. Hafa gengið hinar römmustu sögur á seinni árum af “stapadraugnum”, eða “stapadraugunum”, því að sumir halda, að þeir séu margir. Væri vel, ef einhver vildi safna þeim sögum, því að þær eru harla girnilegar til fróðleiks.”

Heimild:
-Árni Óla – Strönd og Vogar, úr sögu einnar sveitar í Landnámi Ingólfs Arnarsson, 1961.

Á Grímshól

Grímshóll

Þess er og getið um Norðlinga að þá er þeir fóru suður í verið gerði byl á þá nálægt Grímshóli á Stapanum.

Grímshóll

Stapagata og Grímshóll á Vogastapa.

Einn þeirra var heldur hjárænulegur og dróst hann aftur úr hjá hólnum og hvarf félögum sínum. En er hann var einn orðinn kom maður að honum og bað hann róa hjá sér. Norðlingurinn varð feginn boðinu og fór með hinum ókunna manni og réri hjá honum um vertíðina. En um lokin þegar Norðlendingar fóru heim fundu þeir hann í sama stað á leið sinni og þeir skildu áður við hann. Var hann þar þá með færur sínar og hafði ekki leyst þær upp því ekki hafði hann lagt sér neitt til um vertíðna. Landar hans gjörðu nú heldur en ekki gys að honum að hann skyldi hafa setið þarna alla vertíðina og spurðu hvar hann hefði verið. Hann sagðist hafa róið eins og þeir og ef til vill ei hafa aflað minna. Tekur hann þá upp hjá sér sjóvettling einn fullan af peningum og segir að þarna sé hluturinn sinn. Blæddi þeim þá mjög í augum er þeir sjá það og sýndist aflinn ei alllítill. Fóru þeir síðan allir saman norður. Maðurinn réri suður margar vertíðir eftir þetta, og fór æ á sömu leið og fyrsta skipti. En aldrei sagði hann neitt greinilega hvar hann var og vissu menn það eitt um hann er allir sáu, að hann réri einhverstaðar þar sem hann aflaði vel.

Jón Árnason I 14

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

Grímshóll

Stapinn virðist lítt áhugaverður, a.m.k. þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni. Hann lætur ekki mikið yfir sér (fer reyndar huldu höfði) þegar litið er til hans úr suðri, en úr vestri og norðri horfir allt öðru vísi við.
Hólmabúð fjær - Stapabúð nærVogastapinn, sem er um 80 metra hár, hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi, en er stundum kallaður Stapi. Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó framað norðanverðu. Uppi á hæstu brún trjónir Grímshóll. Sorpi af Keflavíkurvelli var löngum ekið út á Stapa og sturtað fram af berginu. Enn má sjá leifar þessa óþrifnaðar, en hann er þó á hverfanda hveli.
Stapinn er hvað kunnastur fyrir Stapadrauginn. Reykjanesbraut liggur um sunnanverða undirhlíð Stapans og enn þá verður næmt fólk, sem þar er á ferðinni, vart við eitthvað óhreint. Vegurinn lá fyrr á öldum nokkru norðar, þ.e. um Reiðskarð, en var síðar færður sunnar uns núverandi vegstæði varð fyrir valinu. Ástæðan fyrir órökkrinu er væntanlega sú að áður fyrr fóru sumir ferðamenn sér að voða á leiðinni og gengu jafnvel fyrir björg.  Eftir að bílvegurinn var lagður hafa sprottið upp alls konar draugasögur, s.s. að farþegi hafi skyndilega verið kominn í aftursætið eða gangandi vegfarandi hafi verið tekinn með á Stapanum og hann skyndilega horfið úr bílunum. Margir telja sig hafa séð þar mann á ferðinni með höfuðið undir hendinni. Einungis er vitað um að einu sinni hafi tekist að ná mynd af draugsa á Stapanum, en hún virðist óskýr.
Leifar KerlingarbúðarUndir Stapanum eru allnokkrar minjar, þ.á.m. Kerlingarbúðir. Búðirnar heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann að róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri.
Fiskislóðin Gullkista er undir Stapanum. Nafn hennar varð til vegna mikillar og góðrar veiði á miðunum í Stakksfirði, en svo nefnist fjörðurinn, sem Stapinn stendur við, en Vogavík innar nær Vogum. Til er þjóðsaga, sem segir frá göngum undir Reykjanes frá Gullkistu til Grindavíkur, þar sem fiskur gekk greitt á milli. Nokkrar verstöðvar voru undir stapanum á dögum árabátaútgerðarinnar en ummerki þeirra eru óðum að hverfa. Meðal þessara verstöðva var Hólmabúð, sem kennd var við hólma skammt undan landi. Haraldur Böðvarsson hafði aðstöðu í þessum hólma, þegar hann byrjaði úrgerð sína á Suðurnesjum. Síðar flutti hann starfsemina til Sandgerðis og endanlega til Akranes. Hvorki Vogabúar né Sandgerðingar voru par ánægðir með viðskilnaðinn, hvorir á sínum tíma. Innar eru minjar Stapabúðar, enn einnar verstöðvarinnar.
Camp Dailey
Bandaríski herinn byggði fullkomið sjúkrahús í suðurhlíðum Stapans í síðari heimsstyrjöldinni en hann brann skömmu síðar. Herinn byggði og rak líka mikilvæga fjarskiptastöð á Stapanum og veggir þess húss standa enn þá. Uppi á efstu brúnum Stapans byggðu þeir vígi, þar sem þeir gátu fylgzt vel með umferð á Faxaflóa sunnanverðum. Hleðslurnar sjást enn utan í Grímshól.
Nokkurn spöl vestar gengur Skollanef í sjó fram og vestan þess er Gilið, grasi gróið frá fjörugrjóti og upp á brún. Þegar komið er út fyrir Gilið fer landið hækkandi upp á Grímshól. Neðan Grímshóls gengur klettanef í sjó fram sem heitir Hólnef.

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

Þjóðsaga er til um Grím nokkurn af Rangárvöllum sem réði sig í skipsrúm til huldumanns á þessum slóðum og varð að lokum bergnuminn í Grímshól. Mölvík er rétt vestan við Hólnefið, lítil bogmynduð malarfjara. Í víkinni vex gróskumikil hvönn.

Stapinn

Stapagata ofan Reiðskarðs.

Stapinn er bæði skjólgóður og sagnaríkur staður. Um hann ofanverðan liðast Stapagatan milli Reiðskarðs og Stapakots í Innri Njarðvík. Skammt frá henni má greina gamlar tóftir norðan undir Narfakotsborginni (Grænuborg), gróinni fjárborg við sjónarrönd. Líklegt er að þessar minjar og fleiri munu hverfa fyrir fullt og allt vegna framkvæmdargleði Njarðvíkurmegin.
Líklega eru mikilvægustu minjarnar á Njarðvíkurheiðinni gróinn fótur landamerkjavörðu. Þegar höfnin var byggð í Vogum var allt tiltækt grjót tekið og sturtað í höfnina, m.a. þessi varða. Stærsta og þyngsta grjótið varð jafnan eftir og má því sjá þess merki á lágum klapparhól skammt vestan við núverandi Reykjanesbæjarskilti og Rockvillestíl. Ef tekið væri af þessu kennileiti mið í Innri-Skoru annars vegar og Arnarklett við Snorrastaðatjarnir hins vegar – enda sjónhending þar á millum – myndi land Voga stækka sem því nemur. Ekki er óraunhæft að ætla, og eflaust eru til gögn þessu til staðfestingar. Bara það eitt væri hið ágætasta efni í enn eina þjóðsöguna.Stapinn

Grímshóll

Gengið var frá Vogum, litlu vinalegu þorpi á norðurströnd Reykjanesskagans, nánar tiltekið við Stakksfjörðinn, um Reiðskarð og upp á Vogastapa. Stapagötunni var fylgt upp á Grímshól og síðan haldið niður Stapann að norðanverðu, niður í Innri-Njarðvík.

Vogar

Vogar.

Gengið var framhjá Síkjunum vestan Voga, yfir Kristjánstanga og með Vogavíkinni. Haldið var áfram gömlu þjóðleiðina upp Reiðskarðið áleiðis upp á Stapann, eða Vogastapa eins og hann einnig er nefndur. Eldra nafn á Stapanum er Kvíguvogabjörg. Vogastapi er um 5 km langur og liggur allt vestur undir Innri-Njarðvík. Sjávarmegin eru klettabelti að mestu með stórgrýtisurðum við sjávarmál, en að ofan eru aflíðandi hjallar mót suðri og austri. Gömul þjóðleið, Stapagatan, liggur um Stapann endilangan. Fyrr á öldum lá gatan ofan á Stapanum, en í heimild frá árinu 1840 er hún kölluð Gamli-Stapavegur. Sú gata er nú horfin að mestu leyti. Mjög villugjarnt er á Gamla-Stapavegi og þess vegna var gerð ný þjóðleið og lá sú nær sjónum.

Reiðskarð

Reiðskarð.

Uppi á Stapahorninu, á milli Gamla-Keflavíkurvegarins og Reykjanesbrautarinnar, er slétt svæði, en á því var reist herskálahverfi árið 1942, sem kallað var Dailey Camp. Þar var sjúkrahús með fullkomnum skurðstofum og sjúkrarými fyrir 250 sjúklinga og var eina hersjúkrahúsið hér á landi í stríðslok. Dailey Camp brann til kaldra kola í óveðri í apríl árið 1946. Frá herskálunum lá skolplögn niður Stapabrekkuna og síðan í sveig allt til sjávar. Á lögninni eru opnir steyptir brunnar, nokkuð háir, með stuttu millibili. Þeir eru einu sýnilegu minjarnar um hersjúkarhús þetta.
Undir Stapanum eru tóftir Brekku, Stapabúðar, Hólmabúða og Kerlingarbúðar.

Stapagata

Gengið um Reiðskarð – gömlu Stapagötuna.

Þjóðsaga tengist Grímshól, efstu hæðinni á Stapanum. Á hólnum er útsýnisskífa og þaðan er fallegt útsýni til allra átta. Þjóðsagan segir frá Norðlingum þá er þeir fóru suður í verið. Er þeir voru á Grímshól gerði byl. Einn þeirra var heldur hjárænulegur og dróst hann aftur úr hjá hólnum og hvarf félögum sínum. En er hann var einn orðinn kom maður að honum og bað hann róa hjá sér. Norðlingurinn varð feginn boðinu og fór með hinum ókunna manni og réri hjá honum um vertíðina. En um lokin þegar Norðlendingar fóru heim fundu þeir hann í sama stað á leið sinni og þeir skildu áður við hann. Var hann þar þá með færur sínar og hafði ekki leyst þær upp því ekki hafði hann lagt sér neitt til um vertíðna.

Stapinn

Stapagata ofan Reiðskarðs.

Landar hans gjörðu nú heldur en ekki gys að honum að hann skyldi hafa setið þarna alla vertíðina og spurðu hvar hann hefði verið. Hann sagðist hafa róið eins og þeir og ef til vill ei hafa aflað minna. Tekur hann þá upp hjá sér sjóvettling einn fullan af peningum og segir að þarna sé hluturinn sinn. Blæddi þeim þá mjög í augum er þeir sjá það og sýndist aflinn ei alllítill. Fóru þeir síðan allir saman norður. Maðurinn réri suður margar vertíðir eftir þetta, og fór æ á sömu leið og fyrsta skipti. En aldrei sagði hann neitt greinilega hvar hann var og vissu menn það eitt um hann er allir sáu, að hann réri einhverstaðar þar sem hann aflaði vel.
Grænaborg, fjárborg, er skammt frá Stapagötunni stuttu áður en komið er niður í Innri-Njarðvík. Þá er stutt eftir niður að Stapakoti, syðsta kotinu í byggðalaginu.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysutrönd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.

Stapagata

Stapagata.