Tag Archive for: Grindavík

Selsvellir

Þrír lækir, Selsvallalækir, renna um Selsvelli en hverfa svo niður í hraunjaðarinn sem afmarkar vellina til vesturs. Sá nyrsti kemur úr gili fast sunnan Kúalága, en sá syðsti rennur fram sunnan og nokkuð nálægt Selsvallaselja. Bæði örnefnið og lækirnir benda til þess að kýr hafi verið hafðar í seli á Selsvöllum.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Af minjum á Selsvöllum að dæma er ljóst að þar hefur verið haft í seli um langan tíma. Líklegt má telja að þar á austanverðum völlunum hafi fyrrum verið nokkrar selstöður frá Grindavíkurbæjunum þar sem bæði fé og kýr hafa verið hafðar í seli. Ef glögglega er skoðað má sjá a.m.k. minjar tveggja fjósa. Svo virðist sem selastaðan hafi lagst af um tíma, hugsanlega flust á Baðsvelli norðan Þorbjarnarfells líkt og heimildir herma. Frásögn er um ofbeit á Baðsvöllum svo aflögð selstaða Grindvíkinga hefur verið flutt á nýjan leik inn á Selsvelli, en bara á annan stað. Á meðfylgjandi uppdrætti má sjá afstöðu gömlu og nýju selstöðvanna á Selsvöllum.
Fróðlegt er að skoða aldurssamsetningu selsminjanna á Selsvöllum. Sjá má t.d. minjar fjósa á báðum svæðunum og einnig er áhugavert að skoða hvernig Grindvíkingar hafa veitt einum Selsvallalæknum að nýju selstöðunni – gagngert vegna kúaseljabúskapsins.
Nýrri selstóttirnar kúra í vesturhorni vallanna fast við hraunkantinn og þar eru a.m.k. þrjár kofaþyrpingar og tveir nokkuð stórir stekkir nálægt þeim. Úti í hrauninu, fast við tóttirnar, er einn kofi og lítið gerði á grasbletti.

Selsvellir

Selsvellir – Uppdráttur ÓSÁ.

Skúti er undir kletti á bak við miðtóttirnar. Í bréfi frá séra Geir Backmann Staðarpresti til biskups árið 1844, kemur fram að sumarið áður hafi sjö búendur úr Grindavíkurhreppi í seli á völlunum og að þar hafi þá verið um 500 fjár og 30 nautgripir. Út frá selsstæðinu liggur selsstígurinn til Grindavíkur í átt að Hraunsels-Vatnsfelli. Annar selsstígur liggur norður af völlunum, framhjá Hvernum eina. Er það hluti Þórustaðastígs.
Upp undir fjallshlíðinni, utan í Selsvallafjalli, að sunnanverðu við vellina, norðan við syðsta lækinn, eru eldri selstóttir, bæði ofan og neðan slóðans, sem liggur eftir endilöngum völlunum. Enn neðar á völlunum má sjá móta fyrir kví og stekk.
Deilur hafa löngum staðið með Grindvíkingum og Vatnsleysustrandarhreppsbúum um það hvorum megin landamerkja Selsvellir liggja.

Fyrrum höfðu þeir í seli á Baðsvöllum norðan Þorbjarnarfells og við Selsháls, en á báðum stöðum má enn sjá tóttir seljanna. Eftir ofbeit þar voru selin færð upp á Selsvelli.

Selsvellir

Selsvellir.

Moshóll er stór, reglulegur og skeifumyndaður gígur við norðurenda Selsvalla. Mosakápan á austurhlíð Moshóls er mjög illa farin eftir hjólför ökumanna sem hafa fundið hjá sér þörf að aka sem lengst upp í hlíðar hans. Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir að gosið úr Moshól hafi líklega verið það síðasta í hrinunni sem myndaði Afstapahraun.
Selsvallafjall er 338 m hátt. Fjallið greinist frá Grænavatnseggjum af smá dalverpi eða gili en um það liggur Þórustaðastígurinn skáhalt upp fjallið. Vellirnir eru um 2 km að lengd en aðeins rúmlega 0.2 km ábreidd.
Selsvellir-224Á Selsvöllum var selsstaða frá bæjum Grindavíkur og í sóknarlýsingu þaðan frá árinu 1840 er sagt að allir bæir í sókninni nema Hraun hafi haft þar í seli. Hraun hafði í seli í Hraunssseli, sem er nokku sunnar með vestanverðum Núpshlíðahálsi, en það sel lagðist síðast af á Reykjanesi (1914).
Sagnir eru til um útilegumannahelli nálægt Hvernum eina, norðan selsvalla. Ólafur Briem segir í bókinni Útilegumenn á Reykjanesfjallgarði frá þremur þjófum, sem getið er um í Vallnaannál 1703: …”á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu, þar tóku þeir sér hæli undir skúta nokkrum…. Leist þeim eigi að vera þar lengur og fóru norður með fjallinu í helli þann, er skammt er frá hverinum Eini. Voru þar síðan þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar í hálsinum, rændu ferðamenn….” Leit hefur verið gerð að hellinum, en hella er sögð hafa verið lögð yfir op hans til að varna því að sauðfé félli þar niður um.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.
Sjá MYNDIR.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur.

 

Ómar Smári

Sandakravegur liggur nú að hluta undir nýrunnu hrauni austan Sundhnúks. Gosið hófst 18. desember. Vegurinn var gamall þjóðvegur milli Grindavíkur og Voga á Vatnsleysuströnd og mátti greina fornan slóða í hrauninu.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Skógfellavegur er gamall þjóðvegur milli Voga og Grindavíkur. Út frá honum lá Sandakravegur en er hann nú einnig að hluta undir hrauni.

„Í gær var þetta til, nú er þetta horfið,“ segir Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur um minjar sem nú liggja undir nýju hrauni sem runnið hefur úr gossprungunni við Sundhnúkagíga frá því í gærkvöldi. Ómar Smári er Grindvíkingur sem þekkir sögu og umhverfi bæjarins vel, auk þess að vera einn helsti sérfræðingur landsins um minjar og gönguleiðir á Reykjanesi.

Skógfellavegur er gamall þjóðvegur milli Voga og Grindavíkur. Vegurinn er um það bil 16 kílómetra langur. Vörður voru hlaðnar alla leiðina og í seinni tíð var leiðin stikuð. Út frá Skógfellastíg er gönguleiðin Sandakravegur. Sá vegur er nú kominn að stórum hluta undir hraun.

Skógfellavegur

Skógfellavegur við hraunbrúnina að norðanverðu.

Eldgosið „á kórréttum stað“ en kemur upp á „verstu sprungu sem gat gosið á“
Sandakravegur lá af Skógfellavegi en vegurinn var aldrei varðveittur. Ef marka má djúp för í hraun klöppunum eða veginum má ætla að vegurinn hafi verið fjölfarinn. Vegurinn endaði hjá Ísólfsskála í Grindavík. Var það heimilisfólkið í Ísólfsskála sem stytti sér leið um Sandakraveg. Hófaför sáust í klöppum og á leiðinni eru gerði fyrir hesta og kindur. Einhverjar vörður voru á svæðinu en þær líklegast skemmdar af mannavöldum til að koma í veg fyrir að fólk villtist á Sandakraveg af Skógafellsleiðinni. Vegurinn hefur ekki verið merktur formlega inn á nein kort.

Heimild:
-Heimildin, 19. desember 2023, Gömlu þjóðleið horfin undir hraun – Katrín Ásta Sigurjónsdóttir.

Skógfellavegur

Nýja hraunið, Skógfellavegur og Sandakravegur.

Grindavík

Klukkan þrjú í nótt, 14. janúar 2024, hófst áköf smáskjálftavirkni á sama svæði og gos hófst 18. desember síðastliðinn austan við Sundhnúk. Einkenni jarðskjálftavirkninnar voru á þá leið að talið var fullvíst að kvikuhlaup væri hafið. Grindavíkursvæðið var rýmt.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024.

Klukkan sex um morguninn hafi virst sem framrás gangsins hafi stöðvast. Eftir það virtist jarðskjálftavirkni hafa náð jafnvægi og gos hófst rétt fyrir klukkan átta austan við Hagafell á ca. 900 m langri sprungu, skammt sunnan við eldri gossprunguna. Um hádegisbilið opnaðist svo ný 100 m sprunga skammt suðvestar, u.þ.b. 200 metrum ofan við efstu húsin við götuna Efra Hóp í í Hópshverfinu. Hraun tók fljótlega að renna áleiðis að hverfinu og eyrði engu, sem á vegi þess varð.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024.

Hraunið úr Sundhnúk og gígaröðinni norðan hans er talið vera yngra en 3000 ára og eldra en 2000 ára. Þá myndaðist Sundhnúkahraun. Eldra hraunið, sem myndaði Dalahraun, kom upp í gígaröðnni skammt austar, er talið vera yngra en 8000 ára og eldra en 3000 ára.

Fornleifar hafa farið undir nýja hraunið þar sem Skógfellavegur lá um gossvæðin millum Grindavíkur og Voga. Fornar götur hafa ekki hingað til verið í fyrirrúmi við skráningu fornleifa þrátt fyrir ákvæði þess efnis í fyrrum Þjóðminjalögum og núverandi Minjalögum.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024. Neðri gossprungan.

Lengri sprungan er að mestu leyti norðan þeirra varnagarða sem lokið hafði verið við að mestu. Þeir beindu megin hraunstraumnum til vesturs og náði hrauntungan fljótlega vel yfir Grindavíkurveg og þaðan áfram meðfram görðunum til suðvesturs.

Telja verður líklegt að gosið verði skammvinnt nú, líkt og hið fyrra. Grindavík er nú rafmagns-, hitavatns- og heitavatnslaus. Ljóst er að mikil uppbyggingarvinna er framundan, bæði meðal íbúanna og stjórnenda sveitarfélagsins með nauðsynlegum stuðningi ríkisvaldsins sem og alls almennings í landinu.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024.

Á vefsíðunni www.ferlir.is má sjá lýsingar, fróðleik, frásagnir, myndir og uppdrætti af öllum fornum þjóðleiðum á Reykjanesskagnum. Þú þarft einungis að skrifa örnefnið í leitina efst á vefsíðunni…

Sjá má myndir af goshrinunum ofan Grindavíkur HÉR. Einnig má sjá myndir frá eldgosum við Litla-Hrút, í Geldingadölum og í Meradal.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024. Efri gossprungan.

Grindavík - varnargarðar

Þann 29. desember 2023 birtist eftirfarandi á vefsíðu Dómsmálaráðuneytisins um „Bygging varnargarðs til að verja byggð og innviði í Grindavík„:

Guðrún Hafsteinsdóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.

„Dómsmálaráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi að ráðist yrði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík sem fyrst. Fyrsti áfanginn er sá hluti af varnargörðunum sem Almannavarnir telja mikilvægastan. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er hálfur milljarður króna, en heildarkostnaður við varnargarðana við Grindavík verður umtalsvert hærri. Algjör samstaða var í ríkisstjórn um tillöguna. Tillaga ráðherrans byggir á minnisblaði frá ríkislögreglustjóra um varnargarðinn. Þar kemur fram að með hliðsjón af vernd íbúa og verðmætum byggðar og innviða Grindavíkur, með vísan til 1. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 og laga um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga nr. 84/2023, leggur ríkislögreglustjóri til að ráðist verði sem fyrst í byggingu varnargarðs til varnar Grindavík. Lagt er til að í fyrstu lotu verði einungis byggður helmingur af hæð efsta hluta garðsins og staðan þá endurmetin, m.a. með hliðsjón af stöðu og þróun jarðhræringa. Hæð varnargarðsins er mismunandi eftir staðsetningu í landinu og þróun jarðhræringa en garðurinn verður almennt um 6 -10 m.

Forsendur fyrir byggingu varnargarðsins

Eldgos

Eldgos austan Sundhnúkagígaraðarinnar ofan Grindavíkur í janúar 2023.

Frá því að jarðhræringar hófust á Reykjanesskaga í árslok 2019 hefur verið unnið að gerð sviðsmynda eldgoss og hraunflæðis. Markmið þeirrar vinnu er greina með hvaða hætti sé unnt og best að vernda íbúa og mikilvæga innviði fyrir hraunrennsli ef eldgos hefst.
Veðurstofa Íslands telur nú líklegastan upptakastað fyrir eldgos vera á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Sú sviðsmynd gæti leitt af sér hraunflæði er á skömmum tíma næði til byggðar í Grindavík.
Almannavarnarkerfið og hlutaðeigandi aðilar hafa unnið að mögulegum viðbrögðum til að takmarka tjón á byggð og innviðum á Reykjanesskaganum, meðal annars með byggingu varnargarða til varnar orkuverinu í Svartsengi. Verkís hefur kynnt drög að hönnun og útsetningu varnargarða ofan við Grindavík fyrir helstu hagaðilum og lagði fram minnisblað um málið.

Fólk og verðmæti í Grindavík

Grindavík

Grindavík – jarðskjálftar í nóv. 2023.

Í samantekt Byggðastofnunar frá desember 2023 kemur m.a. fram að íbúafjöldi Grindavíkur sé um 3.600 manns. Áætlað vinnuafl er um 2.100 manns og atvinnuleysi rétt rúm 2%. Sjávarútvegurinn er stærsta atvinnugreinin með ríflega 35% af heildaratvinnutekjum en næst kemur opinber þjónusta. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands nema heildarverðmæti vátryggðra húseigna um 110 milljörðum króna. Auk þess nema verðmæti vátryggðs lausafjár, innbús og hafnar- og veitumannvirkja um 44 milljörðum. Eru þá ótalin verðmæti í götum, göngustígum, lóðum og öðrum samfélagslegum mannvirkjum á svæðinu.

Framkvæmd og stærð

Grindavík - varnargarðar

Grindavík – fyrirhugaður varnargarður ofan byggðarinnar.

Í minnisblaði Verkíss kom meðal annars fram að varnargarður sem innviðahópurinn hefur gert tillögu að ofan við Grindavík væri samtals um 7 km að lengd. Hann myndi liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. Ljóst er að meginmarkmið garðsins er að verja byggð og innviði í Grindavík og yrði hann áberandi kennileiti. Garðurinn þverar Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg ásamt því m.a. að liggja samsíða Nesvegi. Reynt verður á byggingartíma að milda áhrif garðsins og gera viðeigandi ráðstafanir til lengri tíma.

Svartsengi - varnargarður

Svartsengi – varnargarður.

Lagt er til að byggja varnargarðinn í tveimur áföngum, þ.e. nyrsta hluta garðsins (merkt L7 og L8) sem fyrst, en vinna með samráð og hönnun annarra hluta á næstu mánuðum og hefja byggingu þeirra hluta vorið/sumarið 2024, nema augljós breyting verði á virkni þannig að hraða þurfi framkvæmdum. Þannig yrði forgangsraðað með tilliti til yfirvofandi hættu á eldgosi frá Sundhnúki nú, en aðrir hlutar unnir með meiri yfirvegun til að tryggja góða útfærslu næst byggð og innviðum.“

Forsætisráðherra lagði fram lög á Alþingi er lögðu álögur á alla skattskylda þegna landsins að leggja að jafnaði kr. 12.000 til verksins. Lögin voru samþykkt þrátt fyrir skamman fyrirvara.

Rúnar Leifsson

Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar.

Daginn áður hafði skrifstofustjóri almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu óskað eftir umsögnum nokkurra hlutaðeigandi opinberra aðila um fyrirhugaða framkvæmd. Hins vegar var aldrei óskað eftir umsögnum eigenda landsins, líkt og hún kæmi þeim ekki við.

Þann 2. janúar 2024 svaraði forstöðumaður Minjastofnunar, Rúnar Leifsson, beiðni skrifstofustjórans:
Dómsmálaráðuneyti; Efni – Varnargarður við Grindavík.
Með tölvupósti dags. 28.12.2023 óskar skrifstofustjóri almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneyti eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um tillögu ríkislögreglustjóra um að hefja fyrstu framkvæmdir til að vernda byggð í Grindavík vegna eldsumbrota.

Grindavík - varnargarðar

Umsögn forstöðumanns Minjastofnunar um fyrirhugaða varnargarða ofan Grindavíkur – fyrri hluti.

Í minnisblaðinu er lagt til að í fyrstu lotu verði einungis byggður helmingur af hæð efsta hluta garðsins (merkt L7 og L8 í minnisblaði ID377698), en óskað er eftir að umsögnin ná til varnargarðsins í heild sinni.
Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við fyrstu lotu framkvæmda vegna hluta L7 og L8.
Mikill fjöldi menningarminja er í og við þéttbýli Grindavíkur, bæði friðuð hús og fornleifar sem mynda heildstætt búsetulandslag. Fyrirséð er að framkvæmdir munu að raska þessum minjum að hluta. Á það sérstaklega við um vesturhluta garðsins (L10) þar sem hann liggur hjá gamla bænum og út í sjó við Silfrutjörn.
Á fundi þann 5. desember sl. kynnti Verkís drög að hönnun og útsetningu varnargarða ofan við Grindavík. Kom þar fram að reynt væri að haga hönnun með hliðsjón af þekktum menningarminjum á svæðinu, en Minjastofnun Íslands hafði þá þegar sent Verkís hnitsetningar skráðra menningarminja í og við Grindavík. Í gögnunum sem Verkís kynnti á fundinum kom fram að garðurinn myndi liggja vestar en áður hafði verið áætlað og hlífði þannig menningarminjum.

Grindavík - varnargarðar

Umsögn forstöðumanns Minjastofnunar um fyrirhugaða varnargarða ofan Grindavíkur – seinni hluti.

Í tillögunni sem fylgir fyrirliggjandi erindi hefur vesturendi garðsins verið færður á ný á upphaflegan stað. Ljóst er að sú staðsetning mun valda verulegum og óafturkræfum skemmdum á fornleifum sem eru þar undir sverði.
Minjastofnun fer fram á að fyrirhuguð staðsetning garðsins verði aftur færð til vesturs til að fyrirbyggja skemmdir á fornleifum á svæðinu og til að varðveita búsetulandslag elsta hluta Grindavíkur eins og kostur er. Jafnframt hefur Minjastofnun Íslands áhyggjur af Þórkötlustaðahverfi, sem er verndarsvæði í byggð, sbr. lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð, og með hátt menningarsögulegt gildi. Minjastofnun hvetur til þess að reynt verði að verja Þórkötlustaðahverfi og að varnargarður L14 verði fyrir valinu.

Hraun - kort

Hraun – minja- og örnefnauppdráttur.

Auk þess má benda á fast austan við Þórkötlustaðahverfið stendur bærinn Hraun sem er mikil minjajörð og hefur að líkindum verið í byggð allt frá landnámi. Gera má ráð fyrir miklum fjölda merkilegra menningarminja á því svæði en ekki hefur farið fram skráning fornleifa á Hrauni.
Minjastofnun óskar eftir að minjar við framkvæmdasvæði verði merktar með það fyrir augum að verja þær fyrir mögulegu raski á framkvæmdatíma og býður stofnunin fram aðstoð sína við það verk. – Virðingarfyllst, Rúnar Leifsson – Forstöðumaður“

Tilgreind fylgiskjöl frá Verkís fylgdu ekki með í eftirleitandi svari Minjastofnunar til vefsíðunnar. Svarið sem slíkt lýsir vel þekkingu og afstöðu forstöðumanns stofnunarinnar til mikilvægi menningarverðmæta í og ofan Grindavíkur og nauðsyn þess að þeim verði hlíft svo sem kostur er. Hins vegar mætti vel velta því fyrir sér hvers vegna opinberar stofnanir treysti sér ekki til að birta opinberlega umsagnir sem þessa, t.d. á vefsíðum sínum?

Heimild:
-https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/29/Bygging-varnargards-til-ad-verja-byggd-og-innvidi-i-Grindavik/
-Umsögn Fornleifastofnunar um varnargarða ofan Grindavíkur, dags. 2. jan. 2024.

Grindavík - varnargarðar

Grindavík – fyrirhugaðir varnargarðar ofan byggðar.

Skipsstígur

Genginn var Skipsstígur, hin gamla þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur.
Ætlunin var og að skoða svæði austan stígsins á kafla. Grunur var um minjar, einkum undir gjávegg nokkru vestan Seltjarnar og sunnan gatnamóta

Grindavík

Grindavíkurleiðir fyrrum.

Árnastígs. Í leiðinni var kíkt á Gíslhelli (óvíst hvaða tilgangi hleðslurnar við hellinn tengdust, en sumir hafa getið sér til skjól fyrir útilegumenn er réðust að vegfarendum á þessum slóðum, felustað fyrir „Tyrkjunum“ eða jafnvel samkomustað þeirra er réðust á Englendinga ofan við Stórubót 1532, vegavinnumannabúðir eða jafnvel skjól eða sæluhús miðja vegu milli byggðalaganna), Dýrfinnuhelli (tengist „Tyrkjaráninu“ 1627) og „atvinnubótakaflann“ undir Lágafelli (frá fyrstu árum 20. aldar). Fleiri merkir staðir voru skoðaðir á á leiðinni. Um var (og er) að ræða um 17.1 km langa greiðfæra göngu og troðna slóð.
Gengið var mót sólu, sem þá var austan við Grindavík og vestan við mána. Gangan endaði við Títublaðavörðu ofan Járngerðarstaða.

Títublaðavarða

Títublaðavarða.

Þjóðsagan segir að nafnið Skipsstígur hafi orðið til vegna þess að Junkarar hafi farið stíginn með báta sína milli (Hafna) Njarðvíkur og Grindavíkur, en eins og mörgum er kunngt þá er Junkaragerði ofan við Stórubót í Grindavík. Fór það eftir veðri hverju sinni hvaðan þeir réru. Aðrir hafa nefnt að stígurinn dragi nafn sitt af ferðum manna, sem fóru hann milli heimilis og skips á tímum árabátaútgerðarinnar.
Tveir hólar eru áberandi í vestanverðri Njarðvíkurheiði. Sá syðri er Vogshóll og sá nyrðri Sjónarhóll. Skipsstígurinn lá vestan þeirra og svo til fast við Sjónarhól, sem er betur gróinn. Enn má sjá móta fyrir götunni á kafla í móanum.

Sléttan

Flugvöllurinn Sléttan við Seltjörn.

Tekið var hús á Fysklúbbnum Sléttunni vestan Seltjarnar. Fjórar vélar voru þar til staðar. Aðstaðan er sæmileg á þessari „mestu samfelldu sléttu“ Reykjanesskagans. Að öðru leyti er áberandi sjónmengun frá loftlínum Hitaveitu Suðurnesja á þessum hluta göngusvæðisins; stígar þvers og kurs um falleg hraunsvæði og loftlínustaurar skyggja á annars fallegt umhverfið.
Í Njarðvíkurheiði eru merkileg setlög er benda til mun hærri sjávarstöðu fyrrum, eða að land hafi legið þar mun lægra en nú þekkist. Þessi setlög eru nú að stórum hluta komin undir forvera Keflavíkurflugvallar, svonefndan Pattersonflugvöll (heitinn eftir bandarískum hershöfðingja sem fórst í flugslysi á Fagradalsfjalli), enda hefur þarna verið kjörið flugvallarstæði á sléttum mel. Mestallt svæðið sem setlögin finnast á er innan girðingar hjá varnarliðinu. Hún liggur að vísu niðri á kafla.
GatnamótAustur af N-S flugbrautinni hefur verið og er enn mikið efnisnám, þannig að mestöllu lausu efni hefur verið flett ofan af nokkrum hekturum lands. Botninn í þessum efnisnámum er úr hörðnuðu, fínsöndugu og siltkenndu set. Setið er nokkuð lagskipt og efsti hlutinn sandsteinskenndur. Í því sést hér og þar urmull skelja og skeljaför. Grágrýti stendur víða upp úr, en á því hvílir setið. Jökulrákir á grágrýtinu stefna úr suðsuðaustri. Bæði utan girðingar vestanmegin og í austurjaðri efnisnámsins sést að ofan á harða setinu er rúmlega eins metra þykkt lag af lausri fínmöl og sandi með láréttri lagskiptingu, en ekki hafa fundist skeljar í því. Yfirborð lausu setlaganna hefur að mestu verið rennislétt, fyrir utan dreif stórra steina, en nú hefur því mestöllu verið raskað. Talið er að malar- og sandlagið sé strandhjalli en steinadreifin muni hafa bráðnað úr jöklum við enn hærri sjávarstöðu.
Hlaðin rúst er vinstra megin (austan) Skipsstígs skammt sunnan við gatnamót Árnastígs. Skammt frá henni er hlaðið skotbyrgi. Telja má víst að hvorutveggja hafi tengst refaveiðum fyrrum.

Skipsstígur

Skipsstígur – Rauðamelur framundan.

Rauðimelur er 3 km langur sjávar- og malargrandi norðaustur af Stapafelli og norðvestur frá jarðhitasvæðinu í Svartsengi.  Efnistaka hefur opnað innviði malarrifsins. Þar má meðal annars lesa breytingar í jarðsögu landsins frá jökulskeiði ísaldar. Þarna má sjá sjaldgæfar plöntutengundir og jafnvel tegundir í útrýmingarhættu. Um er að ræða fágætar náttúruminjar. Svæðið er óvenju tegundaríkt og viðkvæmt fyrir röskun, sem reyndar hefur orðið þarna allveruleg þrátt fyrir sérstök verndunarákvæði, sbr. 37. og 39. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.

Rauðamelur

Rauðamelur.

Rauðamelur varð til í núverandi mynd þegar jöklar og sjór hopuðu af landi í lok síðasta jökulskeiðs ísaldar. Hann er fágætur vitnisburður um miklar stærðarbreytingar á jöklum og á afstöðu lands og sjávar. Berggerð Í Rauðamel eru m.a. jarðlög frá síðasta jökulskeiði, mynduð á hlýindakafla fyrir um 35.000 árum. Ummerki um þennan hlýja kafla hafa jöklar víðast var rofið burtu. Nútímahraun (yngri en 12.500 ára) hafa runnið upp að melnum. Þau eru úr Sandfellshæð (4 km³).

Skipsstígur

Skipsstígur.

Skammt norðar eru Lágar. Ofan þeirra er Gíslhellir. Í örnefnalýsingu Sæmundar Tómassonar fyrir Járngerðarstaði er m.a. fjallað um Gíslhellalág. „Gíslahellulág hefur vafalaust orðið til hjá vegalagningarmönnum á árunum 1915 til 1918, þegar sá vegur var lagður til Grindavíkur, sem nú er. Eg gæti trúað því, að fleiri nöfn hafi orðið til hjá vegagerðarmönnum á þessari leið á þeim dögum.“ Ýmsar tilgátur hafa verið um tilvist og notkun skjólsins í Gíslhelli. Nefnd hafa verið tengsl við Grindavíkurstríðið í júní 1532, Tyrkjaránið 1627, útilegumenn o.fl. Skýringin um vegavinnumennina 1915-1918 er ósennileg því um langan veg er að fara á milli hellisins og vegarins.

Skipsstígur

Skipsstígur – Gíslhellir.

Ef þetta skjól er tengt vegavinnumönnum hefur það verið tengt þeir er unnu að umbótum á Skipsstígnum skömmu eftir aldarmótin 1900. Handverk þeirra má m.a. sjá á stígnum þar sem hann liggur upp úr Lágunum. Gíslhellir er nefndur í örnafnaskrá fyrir Njarðvík, en ekki fyrir Járngerðarstaði.
Við mælingu má sjá að Gíslhellir er við Skipsstíg miðja vegu milli Njarðvíkur og Grindavíkur. Alls ekki ólíklegt er að hann hafi verið notaður sem skjól/áfanga- eða sæluhús á þeirri leið í gegnum tíðina, en síðan gleymst eftir að umferð um hann lagðist af þegar nýi vegurinn opnaðist 1918.
Vörðugjá dregur nafn sitt af myndarlegri vöru á gjárbarminum. Hún sést vel, hvort sem komið er að sunnan eða norðan.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Haldið var áfram til suðurs. Nú taka við langar hraunsléttur. Latur á vinstri hönd. Hann er í rauninni tveir gígar og utan í þeim hefur verið jarðhitavirkni til skamms tíma.
Þegar gengið er framhjá Illahrauni (á vinstri hönd) má vel sjá gíga þess í hrauninu. Haldið var niður Skipsstígshraun með Bræðrahraun og Blettahraun á hægri hönd.
Þegar Skipsstígur er genginn til Grindavíkur er Þorbjarnarfell (231 m.y.s.) áberandi. „Þorbjörn ku upphaflega, skv. munnmælum, hafa heitið Þorbjarnarfell, en nú virðist það nafn alveg glatað.“ Gamlir Grindvíkingar, trúir sögunni af Molda-Gnúpi, telja fellið hafa upphaflega heitið „Hafur-Bjarnafell“, en það nafn hafi síðar glatast.

Þorbjörn

Þorbjörn. Hér sést misgengið vel um miðju fellsins.

Misgengi er liggur þvert í gegnum fellið frá SV til NA sést mjög vel. Efst við vestanverðan bergvegginn sést í Þjófagjá þar sem þjófarnir (skv. þjóðsögunni) höfðust við og herjuðu á bændur og búalið. Vestan í fellinu má sjá andlit Þorbjörns. Í örnefnaskráningu fyrir Járngerðarstaði eftir Ara Gíslason segir m.a. um Þorbjarnarfellið: „Klifhólar eru útrennsli úr Þorbirni [að suðaustanverðu] en sunnan í Þorbirni er fyrst Eystri-Klifhóll. Ofar í Klifinu er Fiskitorfa. Neðar og vestar er Vestri-Klifhóll og þar ofar er Krókatorfa. Vestan við Klifhól, utan í fjallinu vestast, er Gyltustígur, eins konar hraunveggur. Hann er vestarlega í Þorbirni að sunnanverðu frá Lágafellstagli og upp úr. Vegghamrar er lágur hraunhamraveggur suðaustan í Lágafelli og tengir það við Þorbjörn.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn). Klifhólarnir er sunnan við austanvert fellið og hraunið framhendis nefnist Klifhólahraun.

Vesturhlið Þorbjarnar er brattar skriður sem heita Skjónabrekkur.
Milli Klifhólanna er Klifhólatorfa niður af Krókatorfu sem nú er aðeins snepill.“ Á Þorbjarnarfelli var kampur frá hernum á stríðsárunum (II) og má enn sjá leifar hans í gígskál fellsins
Í örnefnalýsingu fyrir Járngerðarstaði segir m.a. um Dýrfinnuhelli: „Milli Heimastaklifs og Tæphellu er Dýrfinnuhellir. Hann er að mestu ofan jarðar, hvolfþak, nokkrir ferfaðmar að stærð, og opinn að nokkru leyti á móti norðri. Hann var þarna alveg við gamla veginn til Keflavíkur.“ Heimastaklif er milli Lágafells og Tæphellu.

Skipsstígur

Skipsstígur – vagnvegurinn norðan Lágafells.

Á þessum kafla má best greina vegaumbæturnar, sem gerðar voru á Skipsstíg, þótt víða megi sjá merki þeirra á leiðinni.  Gatan er jafnbreið á alllöngum kafla og hefur verið borið í hana, en ofaníburðurinn, þ.e. fínasti hluti hans, er fyrir löngu fokinn út í veður og vind. Eftir stendur formið.
Skipsstígurinn liggur vestan þess. Augljóst er að gera hefur átt stíginn vagnfæran. Líklegt má telja að þarna hafi verið um atvinnubótavinnu að ræða skömmu eftir aldamótin 1900, sem síðan hafi ekki enst lengur en raun ber vitni. Þessi hluti stígsins er einstaklega fallegur og full ástæða til að varðveita hann, enda má ætla að hann teljist nú til fornleifa skv. gildandi þjóðminjalögum.

Skipsstígur

Skipsstígur innan svæðis loftskeytastöðvarinnar sunnan Lágafells.

Lágafell er suðvestan við Þorbjarnarfell. Fellið er dyngja, ein af þeim smærri á Reykjanesskaganum. Lágafellsheiði nefnist heiðin umhverfis Lágafell, einkum sunnan þess. Í henni er t.d. fjarskiptastöð varnarliðsins o.fl. Nokkrar jarðfallnar vörður eru við stíginn undir Lágafelli. Suðvestan við Lágafell greinist Skipsstígurinn í tvennt; annars vegar heldur hann beint áfram til suðausturs, að Hópi, og hins vegar til suðurs, að Járngerðarstöðum. Báðir stígarnir eru klipptir í sundur af girðingu er umlykur varnarsvæðið að norðanverðu. Sjá má þá liðast þar um móana og vörðubrot við þá.
Hópsanginn kemur undan girðingunni að austanverðu. Vörðubrot er við hann innan girðingar og síðan liðast hann áfram um móana áleiðis í Kúadal.
SkipsstígurGengið var suður fyrir girðinguna, að Títublaðavörðu. Þar sést Skipsstígurinn liðast um slétt hraun og vörðubrot innan við. Títublaðavarðan er utan girðingar. Þaðan liðast stígurinn að Reykjanesvegi, undir hann og áfram áleiðis að Járngerðarstöðu. Vörðubrot er við stíginn sunnan vegarins.
Tómas Þorvaldsson lýsti eitt sinn upphafi Skipsstígs fyrir FERLIR. Þá var gengið upp frá Járngerðarstöðum og upp að girðingunni er umlykur „varnasvæðið“ í Lágafellsheiðinni ofan Grindavíkur. Þegar staðnæmst var skammt frá girðingunni benti „Toddi“ á hálffallna vörðu. Sagði hann hana hafa jafnan verið nefnd Títublaðavarða. Sú álög hafi verið á vörðunni að henni skyldi jafnan haldið við og endurhlaðin eftir því sem þurfa þykir. Meðan það er gert er mun Grindavík hólpin. Sagan er svipuð hér í Járngerðarstaðahverfi og með „Tyrkjavörðuna“, öðru nafni Gíslavarða, utan 
við Staðarhverfi.

Skipsstígur

Skipsstígur – varða.

Títublaðavarðan er vel gróin að neðanverðu. Annars eru vörðurnar við Skipsstíg allflestar sömu megin; vinstra megin er gengið er til suðurs.
Í matsskýrslu Hitaveitur Suðurnesja vegna línulagninga á svæðinu segir Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur m.a. um hinar fornu þjóðleiðir: „Fornleiðirnar fjórar Skipsstígur, Prestastígur, Árnastígur og ónefnd leið, eru taldar hafa talsvert minjagildi í heild sinni, en einstakar vörður á leiðunum eru taldar hafa lítið minjagildi. Fornleiðirnar og er þá átt við göturnar sjálfar en ekki vörðurnar, eru taldar vera í mikilli hættu vegna mannvirkjagerðarinnar. Hættan felst einkum í slóðagerð sem fylgir línubyggingunni. Aðrir fornleifastaðir eru taldir í lítilli hættu og er það vegna námuvinnslu í Stapafelli hvað varðar tvo þeirra og ein varða sem hefur ekkert minjagildi er í lítilli hættu vegnalínulagnarinnar.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Skipsstígur er talinn hafa að geyma fornleifar sem eru eldri en frá 1550. Aldur götunnar er dreginn af því að hún hefur markað djúpa rás í hraunhelluna á köflum, en slíkt gerist ekki nema eftir mjög langa notkunn. Sambærilega rás var ekki að finna á öðrum fornleiðum sem kannaðar voru.“ Af þessu má sjá að viðkomandi hefur ekki skoðað hinar leiðirnar mjög vel því í þeim má einmitt víða sjá djúp för í klappirnar, auk þess sem sumar vörðurnar eru greinilega mjög fornar. Bjarni minnist t.a.m. ekki á Gíslhelli í skýrslu sinni.
Hægt væri að fara mörgum orðum um flóru svæðisins umhverfis Skipsstíg, en fróðlegt er að lesa matsskýrslur sérfræðinga, sem allar eru á einn veg: „Fjölbreytt flóra er á svæðinu, en því hefur þegar verið raskað verulega með stígagerð og öðrum framkvæmdum“. Litið hefur v
erið á framangreint sem réttlætingu fyrir frekari framkvæmdum á svæðinu. Sem sagt – eyðileggja bara nógu mikið því það réttlætir frekari skemmdir. Þetta geta nú varla talist frambærileg rök frá sæmilega upplýstu fólki.

Varða

Þegar örnefnalýsingar fyrir Járngerðarstaði eru skoðaðar má sjá lýsingu á syðsta hluta Skipsstígsins þar sem hann liggur um Lágafellsheiðina niður að bæ. Ef tekið er það sem eftir var af leiðinni og haldið til heiðarinnar má sjá að „skammt fyrir ofan þorpið er gjáin Silfra. Er sagt að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum. Fast við Vatnsstæðið er varða við veginn til Keflavíkur og heitir hún Títublaðavarða. Upp af Silfru voru Eldvörpin [ekki þau sem eru allnokkru vestar] en þau eru nú horfin því herinn sléttaði þau út. Vestur af þeim er Eldborg. Þar upp af er graslendi sem nefnt er Lágafellsheiði. Um hana lá vegurinn til Keflavíkur.

Helghóll

Helghóll við Skipsstíg innan varnarsvæðisins.

Þar vestur af er Bjarnafangi eða Bjarnafles. Þetta er klöpp rétt vestur eða norðvestur af Eldborg. Hjá henni er Litliblettur. Þá er Stóriblettur og Langhóll vestur af Eldvörpum. Norður af Eldvörpum er grashóll sem heitir Helghóll og kringum hann eru grasivaxnar lágar, Helghólslág eða Helghólslautir. Hóllinn sjálfur er toppmyndaður, þar var sagt að hefði verið huldufólkskirkja. Hún er nú innan varnargirðingarinnar. Upp af Helghól er Lágafell. Kúadalur er í hrauninu [Garðhúsahrauni] þar sem vegurinn liggur. Eldvarpahraun tekur við vestan við Kúadal. Lágafellsheiði heitir einkum austur af gamla Keflavíkurveginum en þegar komið er upp fyrir Lágafell heitir vegurinn Skipsstígur sem áður er nefnt.“

Skipsstígur

Skipsstígur; úr götu í veg.

Skipsstígurinn endurspeglar brú margbreytileikans, annars vegar vegagerð hinnar eðilslægu og skynsamlegu þörf fortíðar og hins vegar tilraun nútímans (1900) til að bregðast við breyttum þörfum samtímans. Hann hefur því ekki einungis gildi sem fornleif (100 ára reglan) heldur og sem áþreifanlegur vottur þróunar í vegagerð hér á landi frá einum tíma til annars – einkum nútímans.
Gangan tók 5 klst og 05 mín.
Frábært veður – logn og sól.

Heimildir m.a.:
-Helgi Torfason og Ingvar Atli Sigurðsson – 2002.
-Járngerðarstaðir – örnefnaskrá (Örnefnastofnun Íslands).
-Njarðvík – örnefnaskrá (Örnefnastofnun Íslands).
-Fornleifaskráning á Reykjanesi – BFE – 2002.
-Sýslulýsingar 1744-1749 – Reykjavík 1957.
-Saga Grindavíkur.

Grindavík

Grindavík – þjóðleiðir á vestanverðum Reykjanesskaga.

Árnastígur

Genginn var Árnastígur og síðan nyrðri hluti Skipsstígs frá Húsatóftum til Njarðvíkur – 18 km leið. Þar af er Árnastígurinn 12 km að mótum stíganna austan Stapafells. Gangan var með Strandgönguhópnum og liður í leiðsögunámi svæðaleiðsögumanna Reykjaness.

Árnastígur

Árnastígur.

Í Örnefnaskrám Grindavíkur er gefin eftirfarandi skýring á örnefninu Árnastígur: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“ Skipsstígur er gamla þjóðleiðin milli Njarðvíkur og Grindavíkur (Járngerðarstaðahverfis).
Sólin var ofar skýjum og vætan yfirliggjandi til að byrja með. Á landamerkjum Grindavíkur og Hafna urðu umskipti og sólin varð ráðandi undir niðri.
Gengið var frá upphafsstað við Húsatóftir upp að fyrstu sýnilegu vörðunni við Árnastíginn skammt ofan við golfvöll Grindvíkinga. Eftir það var stígurinn fetaður með vörðurnar á hægri hönd, að einni undantekinni (þ.e. varða við Skipsstíginn skammt ofan gatnamóta Árnastígs nyrst við Rauðamelinn). Með í för voru fræðarar leiðsögumannanema, Ægir og Þorvaldur. Alla leiðina miðluðu þeir af reynslu sinni og þekkingu svo flestir stóðu margfróðari eftir.
Í fyrstu hefur Árnastígurinn verið ruddur slóði, en víða í beygjum má sjá upphafleg einkenni hans.

Árnastígur

Árnastígur – varða.


Skammt sunnan við Sundvörðuhraun m.a. m.a. sjá hlaðið undir stíginn á einum stað þar sem hann liggur á milli jarðfalla. Þegar komið er suðaustan við Sundvörðuhraun liggur frá honum annar stígur (varða við gatnamótin). Sá stígur liggur framhjá svonefndum „Tyrkjabyrgjum“ í krika sunnan undir Sundvörðuhrauni og áfram inn í Eldvörp. Þar eru hleðslur (garðar), auk svonefnds „Útilegumannahellis“ eða „Brauðhellis“. Í honum sjást hleðslur.

Árnastígur

Árnastígur.

Austan Sundvörðuhraun, á hellunni sem er yfirborð Eldvarparhrauns, er stígurinn allsléttur og norðaustan við hraunkantinn sést vel hversu markaður hann er í klöppina eftir hófa, klaufir og fætur liðinna alda. Áður en stógurinn beygir til norðurs má sjá gatnamóti í beygjunni. Úr henni liggur stígur til suðurs niður í Járngerðarstaðahverfis (sem loftskeytastöðin hefur reyndar girt af), að Títublaðavörðu.
Áð var áður en komið var yfir Elvarparhraunið. Þar mátti m.a. sjá „landnemaplöntur“, sem óvíða er að sjá annars staðar en á heitari svæðum. Í áningunni sannaði Vogafólkið enn og aftur að fáir kunna sig betur á ferðalögum. Þeir drukku t.a.m. úr postulíni á meðan aðrir sötruðu ú plastílátum. Áfram liggur stígurinn í gegnum Eldvörpin og inn á Sandfellshæðarhraunið, með jaðri Eldvarparhrauns austan Lágafells og síðan áfram milli þess og Rauðhóls (Gígs), niður misgengi (Klifgjá) vestan Þórðarfells og áfram norður með því austanverðu. Í misgengisberginu, sem þarna er allhátt, er hrafnslaupur, augsýnilegur.

Árnastígur

Árnastígur.

Við Þórðarfellið er sagt að Hafnfirðingar, Njarðvíkingar, Þjóðverjar og Bessastaðavaldið hafi safnast saman hinn örlagaríka júnídag árið 1532 áður en sótt var að Englendingum ofan við Stóru-Bót vestan við Járngerðarstaðahverfið í Grindavík (sumir segja Greindarvík) þar sem 18 enskir voru vegnir og aðrir heftir til skamms tíma. Mun það hafa verið upphafið að lok „ensku aldarinnar“ hér á landi (sjá Grindavíkurstríði I, II, III og IV. undir fróðleikur (Skrár).
Í brekkunni, við stíginn, er ferningslaga hleðsla. Þegar komið er norðvestur fyrir Þórðarfellið vilja flestir halda áfram eftir slóða, sem þar er, en Árnastígurinn liggur þar til norðurs við vörðu og liðast síðan djúpt í móanum í hlykkjum áleiðis að Stapafelli. Áður en komið er að Stapafelli endar stígurinn við vörðubrot, enda bíð að raska svæðinu framundan verulega.
sjávargrjótGenginn var slóði norðaustur með Stapafellinu, austur fyrir Hrafnagjá og síðan í námunum norður fyrir það. Þar er einstaklega fallegar bólstrabergsmyndun. Að sögn Ægis er þar einnig „stærsti bólstur í heimi“ og hafði það eftir Sigurði heitnum Þórarinssyni, jarðfræðingi. Ekki verður dregið í efa að hann sé stór. Ægir kynnti myndun bólstarbergsins sem og annarra bergmyndana í fjallinu, s.s. móbergs og gosbergs sem og leik jökuls og sjávar við þau eftir myndun, sbr. Rauðamel og myndun hans sem tímabundins skers.
Haldið var áfram norðaustur eftir Árnastíg undir Stapafellsgjá, þar sem stígurinn er allgreinilegur. Vörðubrot eru víða til hliðar við stíginn. Reynt var að gera vörðurnar greinilegri, en þarna hafr að taka til hendinni og reisa vörðubrotin umm úr sverðinum við tækifæri. Ekki fer á milli mála að sá hluti Árnastígsins, þar sem hann hefur ekki verið yfirkeyrður með jarðvinnuvélum, hefur lítt verið genginn í seinni tíð. Mosinn og gróðurinn bera þess glögg merki.
VarðaÞegar komið er að gatnamótum Skipsstígs er stólpi er sýnir með óyggjandi hætti hvar þau eru, en fyrir ókunnuga er erfitt að sjá hvor stígurinn er hvað. Við gatnamótin eru gömul vörðubrot, en nýlegri vörður hafa verið reistar í nánd.
Haldið var áfram norður eftir Skipsstíg. Fallegar, háar og heillegar vörður móta þá leið, flestar „karlskyns“. Á kafla má sjá stíginn vel mótaðan í bergið. Þegar komið var að varnargirðingunni var haldið hiklaust áfram í gegnum hana, yfir varnasvæðið og út hinum megin.

Árnastígur

Mót Árnastígs og Skipsstígs.

Krókur um hana til austurs hefði kostað u.þ.b. 45 mín. óþarfa göngu til viðbótar, en Skipsstígurinn liggur í gegnum varnargirðinguna á sama stað og hitaveitulögnin. Yfir svæðið er ekki nema u.þ.b. 300 metra gangur. Þetta þarf að bæta, enda notkun svæðisins aflögð að mestu eða að öllu leyti. Ef athygli hins ágæta utanríkisráðherra, sem reyndar hefur gengið með FERLIR, væri vakin á þessu, myndi hann án efa bæta um betur.
Þaðan var strikið tekið eftir hitaveitlínuveginum að Fitjum. Þar er upphafsskilti er segir að þar sé upphaf Skipsstígs (18 km). Reyndar er upphaf Skipsstígs mun austar þar sem hann liðast um móana í átt að Sjónarhól og síðan áfram í átt að vörðunum sunnan varnargirðingarinnar. Stígurinn er þó víða horfinn á því svæði vegna landrofs.
Gangan tók 6 klst. Góð ganga með góðu fólki í góðu og sagnaríku umhverfi.

Árnastígur

Árnastígur – gulur.

 

FERLIR hefur safnað og skráð heimildir um brennisteinsnám í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Safnið er 68 blaðsíður þar sem getið er bæði um sögu brennisteinsnámsins og sögu.

1. Inngangur

Uppdráttur af brennisteinsnámusvæðinu í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Verkefnið var unnið sem áfangi í fornleifafræðinámi við Háskóla Íslands í samráði við skoraformann í sagnfræði- og heimspekideild, Steinunni. J. Kristjánsdóttur.

Meginviðfangsefnið er að gefa sögulegt yfirlit um brennisteinsvinnslu í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum með hliðsjón af fyrirliggjandi heimildum og leggja fram fornleifaskráningu af svæðunum (sjá fylgiskjöl auk korta). Fylgt var leiðbeiningum Fornleifaverndar ríksins um fornleifaskráningu.

Í Krýsuvík er svæðinu skipt í tvennt, annars vegar Seltúnssvæðið með tilheyrandi minjum og svæði norðan Kleifarvatns er tengst gæti brennisteinsvinnslunni á árunum 1879 til 1883 og hins vegar Baðstofusvæðið ofan fyrrverandi bústjórnarhúsa. Götur að námunum eru tilgreindar í örnefnalýsingum um Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – brennisteinsnámur; Nicholas Pocock 1791.

Í Brennisteinsfjöllum er í lýsingum getið heimilda um leiðir að og frá námunni og minja við þær sem og námusvæðið sjálft austan Kistufells. Öll eru námusvæðin í Krýsuvíkurlandi.

Um er að ræða hluta af atvinnu- og verslunarsögu Íslands og því ástæða til að halda henni til haga. Talið er að brennisteinn hafi verið unninn af Krýsuvíkurbónda á námusvæðunum allt frá 12. öld. Á 17. öld yfirtók danski konungurinn eignarhaldið uns það var framselt einstaklingum og loks félögum í eigu erlendra aðila. Endalok brennisteinsvinnslu í Krýsuvík var um 1882 og í Brennisteinsfjöllum þremur árum síðar.
Ritgerð – brennisteinsnam III

Heimildir:
-Fornleifaskráning. Skráningarstaðlar og leiðbeiningar. Fornleifavernd ríkisins 2008 – http://www.fornleifavernd.is/files/8/20080609105155104.pdf
-Frank Ponzi. Ísland fyrir aldamót, 1995, bls. 126-141 og Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, 1998, bls. 113-129.
-Ólafur Olavius. Ferðabók, landshagir í norðvestur, norður- og norðaustursýslum Íslands 1775-1777, ásamt ritgerðum Ole Henchels um brennistein og brennisteinsnám og Christian Zieners um  surtarbrand, 1965, bls. 259-274.
-Ari Gíslason. Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík (ÖÍ) og Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík (ÖÍ).
-Gísli Sigurðsson. Örnefnalýsingi fyrir Krýsuvík (ÖÍ) og Ólafur Þorvaldsson, Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir, sérrit úr Árbók Ferðafélags Íslands 1999, 36 bls.
-Sveinn Þórðarson. Auður úr iðrum jarðar, saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi, 1998, bls. 113-127.
-Frank Ponzi. Ísland fyrir aldamót, 1995, bls. 126-141 og Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, 1998, bls. 113-129.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – námusvæðið.

Krýsuvíkurbjarg

„Hvernig þætti þér að taka heilt fuglabjarg á leigu? Ekki svo galið kannski, ef þú hefðir eitthvað við það að gera.. . og værir hvergi banginn við að síga í bjargið.
Þetta gera þeir björgunarsveitarmenn í björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði. Þeir félagar hafa síðustu fimm ár verið með Krýsuvíkurbjarg á leigu. Þangað fara þeir á hverju vori til eggjatöku, selja síðan eggin og ágóðinn rennur til endurnýjunar og viðhalds tækja björgunarsveitarinnar.
Fyrir skemmstu fóru björgunarsveitarmenn í leiðangur út í Krýsuvíkurbjarg. Við slógumst í för með þeim og fylgdumst með í ærandi fuglagargi.. .

Sigið í bjargið.

Þrjú til fjögur þúsund egg eftir vorið

Í björgunarsveit Fiskakletts eru 25 menn. Eggjatakan í Krýsuvíkurbjargi er orðin árviss viðburður, svo árviss að sumum finnst vorið og sumarið ekki komið fyrr en búið er að síga í bjargið.
„Við förum alltaf annað slagið hingað út þegar fer að vora, svona til að fylgjast með að
allt sé í lagi,“ segir einn björgunar- sveitarmanna, Einar Ólafsson. ,,En aðaleggjatakan fer fram um mánaðamótin maí-júní. Venjulega höfum við þetta þrjú til fjögur þúsund egg upp úr krafsinu og þau seljum við í verslanir í Hafnarfirði. En eggjatakan er ein fjáröflunarleiða björgunarsveitarinnar.“
— Þið leigið bjargið segirðu, hver á það?
„Það er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Við hirðum líka reka undir bjarginu en það fylgir þeim hlunnindum sem bærinn á. Þar er þó ekkert timbur, aðeins einstaka netabelgir.“
Þótt björgunarsveitarmenn séu 25 síga þeir ekki allir í bjargið. Það sér þriggja til fjögurra manna hópur einkum um. Hver þeirra á „sinn sigstað“, ef svo má að orði komast. Það er að segja, hann sígur nánast alltaf á sömu stöðum í bjargið. Þannig þekkir hann bjargið og um leið eykst öryggið. Það eru bílar björgunarsveitarinnar sem draga sigmennina og þeir eru í talstöðvarsambandi við viðkomandi bíl og gefa þannig fyrirskipanir um hvort eigi að slaka á eða draga.

Lipurð og hugrekki er það sem þarf

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

— En er þetta ekki stórhættulegt þrátt f yrir allt öryggið?
„Ja, er ekki allt hættulegt? Ef varlega er farið gengur þetta slysalaust og það hefur það gert hjá okkur fram að þessu. Allur öryggisbúnaður hjá okkur er í mjög góöu lagi, svo í raun er ekkert að óttast. Það sem þarf hjá sigmönnunum er lipurð og hugrekki og það hafa þeir. Við höfum á að skipa mjög reyndum sigmanni, Bjarna Björnssyni, sem er ótrúlega fljótur og snar í snúningum þegar í bjargið er komið. Hann hefur sigið víða, meðal annars í Látrabjargi, svo hann er öllum hnútum kunnugur. Hann hefur líka verið að segja yngri mönnunum til og þeir eru smám saman að taka við af honum. Einn þeirra er sonur hans, allt efnilegir sigmenn. Það er viss sjarmi yfir þessu bjargsigi á vorin. Þetta er eiginlega fyrsta útiveran á árinu. Við liggjum gjarnan í tjöldum og erum þarna í nokkra daga. Og við borðum auðvitað egg, ýmist soðin eða étum þau hrá.“
Krýsuvíkurbjarg er nokkuð gróið, það gerir fugladritið. Þar verpir svartfugl, fýll og rita. Uppi á bjarginu er virkur gasviti enda eru fengsæl fiskimið fyrir utan og mikið af bátum.

Eggjaþjófar
„Við verðum töluvert fyrir ágangi þarna,“ segir Einar. „Ku það einkum menn sem vilja síga í bjargið og gera þeir það i óleyfi og í okkar óþökk. Það hefur gengið svo langt, að við höfum þurft að kæra menn fyrir vikið. Það hefur meira að segja verið reynt að komast sjóleiðina í bjargið enda til töluverðs að vinna því eggin eru eftirsótt vara.“
— Takið þið hvaða egg sem er?
„Nei.við tökum svartfuglsegg eingöngu. Við hirðum hvorki fýls- né rituegg. Þau síðarnefndu eru til dæmis svo viðkvæm að það væri varla hægt að koma þeim upp. Þau þola ekkert hnjask.“
— Þú talar um eftirsótta vöru. Hvað fáið þið fyrir eggið?
„Í vor seldum við stykkið á 14 krónur í verslanir. Þetta er því töluverð fjáröflunarleið hjá okkur þó ekki sé hún stærst. Það er kannski ekki aðalatriðið heldur hitt hversu gaman við höfum af þessum vorferðum í Krýsuvikurbjarg,“ sagði Einar Ólafsson. -KÞ.

Heimild:
-DV – laugardagur 18. júní 1983, bls. 12-13.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurberg.

Þótt maðurinn geti farið ferða sinna fótgangandi um vegleysur hafa götur og vegir jafnan leitt hann á milli áfangastaða.

Fornugata

Fornugata.

Fótspor hans og hófar hestsins skrifuðu rúnir sínar í grjót og svörð öldum saman áður en fyrstu lög þjóðveldisins voru af mönnum skráð.  Hjólið kom síðar til Íslands en nokkurs annars Evrópulands. Það var bæði af því, hve hestarnir voru góðir og landið slæmt.  Vagnar héldu ekki innreið sína í íslenskar sveitir fyrr en um aldamótin 1900, og urðu þá fljótt ómissandi á hverjum bæ.  Um svipað leyti hófust einnig reglulegar ferðir póstvagna frá Reykjavík um Suðurland, en víðast annarsstaðar var ekki hægt að koma slíkum ferðum við vegna vegleysis. En með aukinni bílaeign á þriðja áratugnum hurfu svo hestvagnar nær alveg af sjónarsviðinu.

Grindavíkurvegir

Grindavíkurvegir – rit.

Grindavík, bær á sunnanverðum Reykjanesskaga, er dæmi um aðra sambærilega staði hér á landi. Suður af bænum er Atlantshafið, en ofan og allt um kring eru hraun. Allt frá því að fyrsti  norræni landnámsmaðurinn steig á land í Grindavík um 930 hafa vegir, stígar og götur smám saman verið mótuð í hraunin. Göturnar lágu fyrrum sem nú  að og frá öðrum nytjastöðum aðliggjandi byggðalaga, s.s. Krýsuvíkur í austri, Voga og  Hafnarfjarðar í norðri, Njarðvíkna í norðvestri og og Hafna í vestri.

Grindavíkurvegur

Unnið við Grindavíkurveginn 1916.

Í þessari samantekt verður leitað heimilda og skrifa um fornar götur almennt hér á landi, fjallað um vörður, forsögu vegaumbóta og þróun samgöngumála með áherslu á elstu Grindavíkurleiðarnar. Minjunum, þ.e. götunum sjálfum, verður sérstaklega lýst sem og  vörðum, skjólum o.fl., sem þeim tengjast. Göturnar voru hnitsettar og  þær skilgreindar. Umfjöllun er um hugsanlegan aldur þeirra að teknu tilliti til heillegleika, staðsetningar og lögunar sem og vísan til ákvæða gildandi tilskipana, reglna og laga á hverjum tíma. Þá verður getið sagna og minja , sem tengjast umferð um vegina og stöðum í nálægð þeirra.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Af elstu Grindavíkurleiðunum má t.d. nefna Skógfellaveg, Sandakraveg (tvískiptan), Skipsstíg, Árnastíg, Ögmundarstíg  og Prestastíg, auk vega sem annað hvort lítt eða ekkert hefur verið getið, en tekist hefur að rekja, s.s. veg um Lágafell, veg í Ósabotna og gamalla gatna milli Staðarhverfis, Járngerðarstaðahverfis og Þórkötlustaðahverfis í Grindavík. Fjallað verður ítarlega um gerð fyrsta akvegarins frá Hafnarfirði (Reykjavík) til Suðurnesja; Suðurnesjaveginn, og loks um aðdraganda að fyrsta akveginum til hins sögulega fiskiþorps á suðurströnd Reykjanesskagans;  Grindavíkur, ekki síst  í tilefni af því að ein öld er frá því að byrjað var að vinna að undirbúningi  vegarins.

Sjálf framkvæmdin á vettvangi  fór fram á árunum 1914 til 1918. Umfjöllunin um þessa tilteknu vegagerð er bæði tilefni og megintilgangur verksins.

Gíghæð

Vegavinnubúðir á Gíghæð við gamla Grindavíkurveginn.

Enn í dag má sjá leifar búða vegavinnumannanna á a.m.k. 10-12 stöðum við veginn þrátt fyrir að umhverfi vegstæðisins hafi verulega verið raskað, einkum við gerð núverandi bílvegar, sem að meginhluta leiðarinnar var lagður ofan á gamla vagnveginn.
Loks verður fjallað um aðrar afleiddar vegabætur út frá Grindavík, s.s. að Reykjanesvita og til Krýsuvíkur svo og þróun hins fyrsta akvegar til nútíma með hliðsjón af breyttum kröfum frá einum tíma til annars.
Meðfylgjandi er og fornleifakönnun á  og við vegstæði fyrsta akvegarins þar sem tilgreindir eru a.m.k. 20 minjastaðir, kort, uppdrættir, ljósmyndir, loftmyndir og hnit af minjum á og við götuna sem og heildstætt vörðu- og minjakort yfir nágrenni Grindavíkur – http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Grindavikurvegir_saga_og_minjar/$file/Grindav%C3%ADkurvegir%20saga%20og%20minjar.pdf

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur fyrrum – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvíkurbjarg

Myndina [s/h] hér að neðan tók sænskur ljósmyndari, þá konunglegur hirðljósmyndari. Hann sagði, að stórfenglegri sýn hefði aldrei borið fyrir auga myndavélar sinnar, og svo áfjáður var hann í myndir, að fylgdarmenn hans urðu að halda í fæturna á honum, svo að hann steypti sér ekki fram af bjargbrúninni í algleymi sínu við myndatökuna.

Krýsuvíkurberg 1972

Krýsuvíkurberg 1972.

„Krýsuvíkurberg er undraheimur — dásamlegur staður öllum, sem ekki eru sneyddir öllu náttúruskyni. Það er að vísu hvergi sérlega hátt, en það er fimmtán kílómetrar á lengd, og það er kvikt af fugli. Þar eru svartfuglar milljónum saman, og þar  má oft sjá súlur i hundraðatali, komnar úr mestu súlnabyggð heims. Eldey. Það er svipmikil sjón að sjá þær steypa sér úr háalofti þráðbeint i sjó niður af svo miklu afli, að strókarnir standa upp úr sjónum, þar sem þær hafna, eins og þar sé allt i einu kominn gosbrunnur við gosbrunn.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg v.m. við fossinn í Eystri-Læk. Hægra meginn við hann er Krýsuvíkurbjarg.

Fuglar hafa að miklu leyti átt griðland í Krýsuvíkurbergi í meira en hálfa öld. Bjargið hefur ekki verið nytjað að neinu ráði síðan 1916. Þá bjó í Krýsuvík Jón Magnússon, faðir Sigurðar endurskoðanda og Magnúsar frönskukennara. Hann hafði árum saman sérstakan bjargmann, kynjaðan austan úr Mýrdal, og var hann reiddur fram á bergið á morgnana um bjargtímann, og var hann þar síðan einn á daginn við fuglaveiðar og eggjatekju. Hann handstyrkti sig á vað með þeim hætti, að hann hringaði endann um steina og bar á grjót, og siðan rakti hann sig á vaðnum niður í bjargið og hafði af honum stuðning á göngu sinni um syllurnar. Enn þann dag i dag má sjá uppi á bjargbrúninni steinahrúgur, sem þessi maður og aðrir á undan honum, notuðu i bjargferðum sínum.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Kvöld hvert var svo bjargmaðurinn sóttur og dagsaflinn reiddur heim, bæði fugl og egg. Þessar bjargafurðir voru síðan fluttar á klökkum inn i Hafnarfjörð og Reykjavik, þar sem verðið á bjargfuglseggjunum var fjórir aurar fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Það var í samræmi við annað verðlag þá, en þótt tuttugu og fimm egg þyrfti í hverja krónu voru það ótrúlega miklar tekjur, sem bjargið gaf af sér — mörg þúsund krónur árlega, jafnvel allt að tíu þúsund krónur að meðaltali, að blaðinu hefur verið tjáð.
Fiskimið voru fast upp að berginu, og var oft fjöldi skipa skammt undan landi, einkum skútur á skútuöldinni, þeirra á meðal Færeyingar. Vestan við bergið eru Selatangar, þar sem fyrrum var útræði. Þar sjást enn leifar sjóbúðanna gömlu, þar sem vermennirnir höfðust við.

Bergsendi eystri

Krýsuvíkurberg. Horft til vesturs á Bergsendum eystri.

Frá fjárréttinni sunnan við Eldborg við Krýsuvíkurveg er í mesta lagi fjörutíu mínútna gangur fram á bjarg, og er þar haldið ofurlítið til austurs. Þar [á Bergsenda eystri] má komast niður að sjó, og opnast allt austurbergið sjónum manna.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Eystri-Lækur fellur fram af berginu, nafnlaus. Ofar nefnist „bergið“ -bjarg, en – berg að neðan (á myndinni).

Flestum verður ógleymanlegt að koma á þennan stað um varptímann, í maí og júní. Innlendir menn og erlendir gleyma sér bókstaflega, þegar þeir sjá hið iðandi líf, sem þrífst þarna á klettasyllunum.
Þegar þessi stutti spölur hefur verið ruddur og gerður bílfær, til dæmis fyrir forgöngu Ferðafélags Íslands, munu menn undrast, hversu lengi sú framkvæmd hefur dregizt.
En eins þarf jafnframt að gæta. Bjargið verður að alfriða og hafa þar vörzlu um varptímann og fram eftir sumri, unz ungar eru komnir á sjóinn, svo að griðníðingar og skemmdarvargar fái sér ekki við komið í þessum véum bjargfuglsins.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg (-berg).

Það er svo mikilfengleg sjón og lífsunaður að kynnast þessum stað, að hann ætti að vera einn þeirra, er hvað mest laðaði að sér fólk hér í nágrenni Reykjavikur. En allir, sem þangað kæmu yrðu að sjálfsögðu að hlíta ströngum reglum, svo að mannaferðir styggðu ekki fuglinn eða trufluðu hann við búskapinn, grjótkast allt að vera stranglega bannað, sem og hróp og köll til þess að styggja hann, svo að ekki sé nefnt óhæfa eins og byssuskot.
Krýsuvíkurberg er ein af perlum landsins, og þá perlu ber okkur að vernda og varðveita af umhyggju og ástúð og varfærni. Ef það er gert, getum við átt hana og notið hennar um langa framtíð, okkur sjálfum og ófæddum kynslóðum til sálubótar i skarkala hversdagslífsins“. JH

Heimild:
-Tíminn, föstudagur 21. júli 1972, bls. 8.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurberg.