Tag Archive for: Grindavík

Lambahraun

Bergið yst á Reykjanesi er að hluta til undirstaða úr gíg utan við Nesið (Valahnúk).
Um nokkur Lambagjá og nágrennihraun er þar um að ræða, bæði frá fyrra hlýskeiði (~>16.000 ára) og síðustu ísöld (>12.000 ára). Sýrfellið er líklega um ~11.500 ára og Sandfellshæðin (dyngja) er ~10.000 BP. Dyngjurnar á Berghólum og Langholti eru frá svipuðum tíma. Skil þeirra eru óljós. Staðarhverfi er staðsett á Sandsfellshæðar-hrauninu. Eitt er það þó hraunið á þessu svæði, skammt ofan við Staðarhverfið, sem vakið hefur forvitnan því það er yngra en Sandfellshæðin og eldra en öll nútímahraunin. Ekki er að sjá hvar upptökin hafa verið, en hraunið er greinanlegt í litlum óbrennishólmum, bæði inni í og við jaðar Lynghólshrauns og inni í Eldvarpahrauni. Lambagjáin er í suðausturjaðrinum á hrauninu, en það hefur ekki fengið nafn. Skal það hér nefnt Lambahraun eftir gjánni, enda gefur hún hrauninu rismestan svipinn. Hraunafurð Lynghólshraunsins hefur runnið í og fyllt Lambagjána að mestu, en einungis skilið eftir ca. 60 m minnisvarða um gjána. Í hana ofanverða hefur verið sótt kalt vatn fyrir fiskeldi nær ströndinni.
LambagjáEldvarpahraunið síðasta (~1226) hefur bætt um betur og nánast afmáð Lambahraunið ofanvert. Þessi miklu framangreindu hraun hafa náð að kaffæra gosstöðvar Lambahrauns svo nú mun vera erfitt að staðsetja þær. Líklegt má þó telja að þarna hafi verið röð lágra gjallgíga sem nú má sjá í hærra mæli í Eldvörpum. Ekki er ólíklegt að ætla að Lambahraunið hafi verið forverið Eldvarpahraunanna, þ.e. myndað undirstöðu þeirra ásamt Sandfellshæðinni. Þótt Lambahraunið sé ekki umfangsmikið, þ.e. sá hluti þess sem enn sést, er það gróið grasi og lyngi og tilkomumikið á að líta með fjölda formfagurra strýtna. Þá má finna bæði mannvistarleifar og áhugaverð jarðminjar í Lambahrauni, þ.e. í báðum óbrennishólmunum.
Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði grein í Náttúrufræðinginn 1986, Hraunið við Lambagjá. Þar segir hann:

Inngangur
StrýtaÍ riti mínu „Jarðfræðikort af Reykjanesskaga“ (OS JHD 78311978) og korti, sem því fylgir eru sýnd fjögur mismunandi hraun vestan við Stað í Grindavík. Elst þeirra eru hraun frá Sandfellshæð (merkt D-6) en þau eru óslitið með sjó fram frá Bergsenda (Staðarbergs) og austur fyrir Húsatóttir, en kom auk þess fram vestan við byggð í Grindavík. Öll byggð í Staðarhverfi er á þessu hrauni. Næst þessu, hvað aldur varðar, er það hraun, sem hér er gert að umtalsefni. Ofan á það leggst svo það, sem nefnt er Berghraun og myndar Staðarberg, en það er raunar sama og Klofningahraun, og ættu þeir, sem ritið og kortin hafa undir höndum að leiðrétta villuna á kortinu (H-17 og H-15 er eitt og sama hraun). Verða þessi hraun hér eftir kölluð Rauðhólshraun, því komin eru þau úr einstökum gíg, Rauðhól, suðvestan við Sandfellshæð og skammt norðan við Eldvörp. Hraunið, sem hér um ræðir vantar á kortið. Aldursröð hraunanna verður þessi: Sandfellshæðar-hraun, hraunið við Lambagjá, Rauðhólshraun og Eldvarpahraun, en það síðast nefnda er samkvæmt aldursákvörðun um 2150 C14 ára, og ætti því að hafa runnið um 200 árum fyrir upphaf okkar tímatals.

HRAUNIÐ
LambahraunÞað þessara hrauna, sem er næst elst kemur fram í viki því er verður milli Eldvarpahrauns að austan og Rauðhólshrauns vestan við Grænabergsgjá í landi Staðar, en auk þess í óbrennishólmum þar norður af. Ekki mun það hafa sérstakt nafn en vikið milli áður nefndra hrauna mun heita Moldarlág.
Hraun þetta er afar sérstætt að útliti. Það er nú talsvert gróið en sendinn jarðvegur og foksandslag í öllum lægðum. Aldur hraunsins má nokkuð marka af því að það er brotið um þvert af gjám og sprungum, og hefur því verið til áður en þær mynduðust. Sprungurnar sjást aðeins í tveim elstu hraununum þarna, en hvorki í Rauðhólshrauni né Eldvarpahrauni. Jafnframt er svo að sjá sem litlar eða engar hreyfingar hafi á þessu svæði orðið frá því að Rauðhólshraun rann.
Varða í LambahrauniÞað sem vekur undrun er ytra útlit þessa hrauns, en því verður trauðla með orðum lýst og jafnvel góðar ljósmyndir gera því ekki full skil. Það er þunnt, varla nema 5 – 6 m og auðvelt hefur reynst að grafa gegnum það, en þéttan bergkjarna virðist víðast hvar vanta. Þó sést hann á kafla ofan við Lambagjá. Hraunið samanstendur af misstórum og alla vega löguðum bergbrotum, flestum hellulaga, mest 15-25 cm þykkum og afar blöðróttum.
Víða má greina opnar rásir eftir hraunlænur eða gas. Nú horfa þær í allar áttir „eins og andarvana auga í sjálfs sín tómleik rýni“. Svo hefur þetta ekist saman í hrauka og hóla, sem sumir eru nokkurra metra háir og óreglulega dreifðir um svæðið. Eina skýringin sem mér er tiltæk á þessu útliti hraunsins er eitthvað á þessa leið: Hraunið hefur verið mjög heitt, þunnfljótandi, gasmikið og hefur runnið hratt.
JarðminjarEftir fyrstu og hörðustu goshrinu hefur nokkurt hlé orðið, nóg til þess að skorpa hefur náð að myndast á hrauninu, en það hefur að nokkru leyti runnið í rásum undir yfirborði. Næsta hrina í eldvarpinu verður til þess að skorpan brotnar upp og ýtist saman í hóla og hrúgöld. Sums staðar getur að líta hvernig hraunið úr síðari hrinunni (?) hefur vafist utan um brotin úr fyrstu skorpunni. Í heild er þessi myndun hin furðulegasta, og hef ég engan hennar líka séð. Upptök hraunsins eru ófundin, en hljóta að vera á því svæði, sem nú er hulið Eldvarpahrauni og/eða Rauðhólshrauni og geta ekki verið fjarri.
Í LambahrauniNyrst sést það í óbrennishólmum röskum kílómetra ofan við Lambagjá. Þar er það stórbrotnast og raunar ekki útilokað að þar séu upptök þess enda þótt ekki séu þar neinir dæmigerðir gígir. Athyglisvert er að gjár, sem eru margra metra breiðar ganga gegnum þetta hraun, en næst undir því er hraun úr Sandfellshæð, eins og áður segir. Virðist því aldursmunur þessara tveggja hrauna ekki vera ýkja mikill. Í vestari óbrennishólmanum er Sandfellshæðarhraunið yfir 20 metra þykkt og grófstuðlað. Gegnum bæði hraunin gengur gjá, margra metra breið. Ég hef leyft mér að kalla hana Brúargjá sökum þess að yfir hana hefur myndast brú, steinbogi, úr Rauðhólshrauni.

Úlfur

Að dæma af þeim staðreyndum, sem hér má lesa í landslaginu hafa gjárnar orðið til á tímabilinu frá því að Sandfellshæð var virk eldstöð til þess að Rauðhóll gaus. Aldursákvörðun þessara eldstöðva getur því varpað ljósi á hvenær gjárnar mynduðust á þessu svæði. Að samsetningu er hraunið dæmigert þóleiíthraun með ámóta miklu af plagíóklasi og pýroxeni, 4% ólivín og aðeins um 1% plagíóklasdíla.“
Til frekari fróðleiks má geta, sem fyrr sagði, að Sandfellshæðin er talin <10.000 BP og Rauðhólshraunin eru talin 2000-3000 ára. Eldvarpahraunin yngri eru talin vera frá Reykjaneseldunum 1226, en þau eldri frá því um 600 e.Kr. Flótlega er ætlunin að berja steinbogann yfir Brúargjá auga og mun mynd af honum þá birtast hér.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Jón Jónsson: Hraunið við Lambagjá, Náttúrufræðingurinn – 56. árg., 4. tbl. 1986, bls. 209-211.

Grænabergsgjá

Grænabergsgjá.

Kleifarvatn

Gengið var umhverfis Kleifarvatn, frá Lambhagatjörn, rangsælis. Í upphafi ferðar gáfu náttúruöflin ferðalöngum áþreifanlega innsýn í landeyðinguna á Krýsuvíkusvæðinu þar sem vindrofsbörnin dunduðu við að rífa upp botn tjarnarinnar. Kári og bræður hans báru síðan þurrt og fínt moldaryfirborðið út yfir vatnið þar sem það settist mjúklega á yfirborð þess. Nú liggur það væntanlega á botninum og hefur þannig væntanlega bætt við rúmmál vatnsins sem því nemur.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið á Reykjanesskaga milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Vatnið er þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 km2 og eitt af dýpstu vötnum landsins, eða um 97 m. að dýpt (miðað við venjulega grunnvatnsstöðu). Það hefur lítilsháttar aðrennsli en ekkert frárennsli nema um gljúpan jarðveginn.
Kleifarvatn er mjög kalt frá náttúrunnar hendi, en volgrur í vatninu skapa bleikjunni ákjósanleg skilyrði. Eldbrunnið og hVið Innristaparjóstrugt umhverfi vatnsins er bæði sérstakt og fagurt í senn. Í jarðskjálftunum 17. og 21. júní 2000 opnuðust sprungur á vatnsbotninum og þá lækkaði verulega í vatninu. Það hefur þó óðum verið að jafna sig og stefnir nú að fyrri meðaltalsgrunnvatnsstöðu. Dæmi eru og um hið gagnstæða, þ.e. að yfirborðið hafi hækkað það mikið að landssvæðið sunnan við vatnið, Nýja land, hafi verið umflotið vatni, allt að Grænavatni.
Kleifarvatn er í landnámi Ingólfs er markast af strandlengju Reykjanesskagans og í austri af Ölfusá, Sogi, Þingvallavatni og botni Hvalfjarðar. Landnám Ingólfs er um 3.000 ferkílómetrar að stærð, eða um 3% af landinu öllu. Þar búa hins vegar yfir 200 þúsund manns eða um 70% þjóðarinnar.
Gróðurfarslega er Landnám Ingólfs víða grátt leikið. Kemur þar til eldvirkni fyrri tíma auk þess sem svæðið hefur mátt þola ofbeit aldirnar í gegn, líkt og mörg önnur svæði hér á landi. Engu að síður hefur Landnám Ingólfs orðið útundan í viðleitni til landgræðslu á síðustu áratugum. Þá er ekki átt við trjáplöntur og skóga heldur eðlilega uppgræðslu með plöntum, sem þykja sjálfsagðar á svæðinu.

Reykjanesskagi

Kleifarvatn.

Á íslenskan mælikvarða eru veðurfarsleg gróðurskilyrði á Kleifarvatnssvæðinu góð og óhætt er að fullyrða að þegar Ingólfur Arnarsson nam land á norðanverðum Skaganum hafi svæðið verið nær algróið og láglendið skógi vaxið. Nú, rúmlega 1100 árum síðar, er myndin allt önnur, gróðurfarið ber dapurleg merki aldalangrar búsetu, gróðurnýtingar og annarra mannlegra aðgerða, enda hefur svæðið verið þéttbýlt allt frá landnámi til þessa dags. Skógi og kjarri hefur að mestu verið útrýmt og hefur það víða leitt til mikillar jarðvegs- og gróðureyðingar sem enn hefur ekki tekist að stöðva.
Ástæða er til þess að ætla að þrátt fyrir margháttaðar landgræðsluaðgerðir sé gróðurþekjan á svæðinu enn á undanhaldi og aðeins á friðuðum svæðum getur gróður talist í framför.
SyðristapiÞjóðvegurinn til Krýsuvíkur, undir Hellunum, sem lagður var á fimmta áratug 20. aldar, er allsérstakur því víða sér í móbergsstálið. Árni Óla lýsir vel vegagerðinni á annarri síðu hér á vefsíðunni.
Hellir er undir Hellunum. Þar er sagt að Þorsteinn bóndi á Hömrum við Húsatóftir hafi haft smiðju sína um tíma. Norðan Lambhagatjarnar, undir grasbrekku í Vatnsskarði, sést móta fyrir grunni veitingahúss, sem var í notkun á fyrri hluta 20. aldar. Þá var bátur í förum milli norður- og suðurenda vatnsins er notaður var til að flytja ferðafólk, sem hafði hug á að skoða Krýsuvíkursvæðið. Gamla þjóðleiðin er lá yfir Hellurnar sést þar enn í móbergshellunni. Sagt var að lofthræddir æt
tu ekki að fara þá leið, því bratt var niður að vatninu á kafla. Fóru ferðamenn jafnvel úr skóm og fetuðu versta kaflann á sokkaleistunum.  Þessi leið, sem var hliðarleið frá Dalaleiðinni um Fagradal og austur fyrir Kleifarvatn, þótti styttri, ef og þegar hún var fær. Vel sést móta enn fyrir gömlu götunni í móbergshlíðinni ofan við Hellurnar. Ofar eru Hellutindar.

InnristapiSunnar er Innri-Stapi og Stefánshöfði þaðan sem ösku Stefáns Stefánssonar, leiðsögumanns, var dreift frá yfir vatnið að hans ósk. Stapatindar eru þar ofar á Sveifluhálsinum.
Huldur taka við skammt sunnar og síðan Hulstur. Efst í þeim má sjá brak kanadísks Cosno flugbáts, sem þar fórst í lok Síðari heimstyrjaldarinnar og með honum fimm manna áhöfn.
Syðri-Stapi skagar út í vatnið. Norðan undir honum er Indíáninn, klettur í vatninu sem er á að líta eins og indíánahöfuð frá ákveðnum sjónarhornum. Landme

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Innra-Land heitið svæðið milli þjóðvegar og Kleifarvatns uns komið er að veginum til austurs með sunnanverðu vatninu. Sunnar heitir grassléttan Nýja-Land og Hvannholt þar fyrir innan. Lækur liðast um Nýja-Land frá Seltúni, en hann er eina affallið í vatnið, auk smálækja frá Lambafelli og Hvammi. Húsið sunnan við vatnið er Hverahlíð, skátaskáli Hraunbúa.gin við hann er sæmilegur skúti. Sunnan við Stapann eru einnig skútar, sem vatnið hefur náð að grafa inn í mjúkt móbergið. Beggja megin Syðri-Stapa eru ágætar basaltsandstrandir.
Í gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu eru nefnilega góðar aðstæður fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært svona 10-15 metrar og skyggnið Skrifaðbreytist ekki líkt og það gerir í sjónum. Þess vegna geta kafarar nánast alltaf gengið að aðstæðum vísum. Þó bera að geta þess að í miklum vindum og þá sérstaklega í austanátt getur vatnið átt það til að gára og öldurnar verða þó nokkuð háar í slíkum aðstæðum. Gallinn við vatnið er sá að dýralíf í því er fábreytt. Þarna eru stangveiðar algengar en að sjá fiska undir yfirborðinu er sjaldgæfara. Köfurum finnst það hálfpartinn skrítið að nokkuð veiðist þarna yfirleitt. Eflaust er besti köfunarstaðurinn staðsettur við Indjánann en það er auðþekkjanlegur steinstapi sem stendur við Stefánshöfða.
Miðdegishnúkur er myndarlegustu hnúkanna á Sveifluhálsi. Á honum er landmælingastöpull, en margir gera sér ferð áhnúkinn til að dáðst þar að útsýninu til allra átta.

Móberg

Tangi í suðvestanverðu Kelifarvatni heitir Lambhagatangi. Kaldrani eru fornar bæjartóftir vestan hans, landmegin. Þar sést móta fyrir garðlögum. Um friðlýstar minjar er að ræða. Talið er að þarna séu einar elstu minjar um bústetu manna í Krýsuvík. Þjóðsagan um Krýsu og Herdísi getur um Kaldrana og fólkið þar, sem át loðsilung eftir að álög Herdísar gerðu hann banvænan.
Lömb voru jafnan rekin í tangann, en þá tengdi einungis mjótt haft hann við meginlandið. Eitt sinn í þoku, þegar lömbin heyrðu mæður sína jarma sárlega landmegin, stukku þau út í vatnið með stefnu til þeirra í landi, en
drukknuðu. Varð af mikill skaði. Þarna á eyrunum sáu Krýsuvíkingar skrímsli með berum augum og það oftar en einu sinni.

Haldið var inn með Engjunum svonefndu, inn fyrir Hvamm (þar sem hestamenn hafa nú „hnakkageymslur“ sínar og gengið um Þorvaldseyri innan við Geithöfða og Arnarklett, háa móbergsstanda syðst við vatnið austanvert. Víkin vestan við Geithöfða hefur verið nefnd Laug, enda tilvalin til baða. Þar eru grynningar langt út í vatnið og sólin yljar yfirborð þess á sumrin. Auk þess eru þarna bæði heitir hverir, bæði á landi og úti í vatninu. Stærsti hverinn er þó úti í svo til miðju vatninu og sést hann vel ofan af Miðdegishnúki í kyrru veðri.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – dýpi.

Botn vatnsins er sandbotn og þegar komið er u.þ.b 60 metra frá landi víðast hvar, nema austan við vatnið þar sem hraun ræður ríkjum, fer þessi botn að breytast í gróðursælan botn allt að brekkunni sem liggur niður á hyldýpið (97 metra), en hún er aurbrekka sem auðvelt er að þyrla upp.
Hvammahraunið (Hvannahraunið) rann niður hlíðina (Gullbringu) og út í vatnið austanvert. Þar má veiða stærstu fiskana í vatninu. Sumir segja að lögulegt fellið skammt austar heiti Gullbringa, við norðurenda Kálfadala. Dalaleið, sem svo hefur verið nefnd, austurvatnaleið Krýsuvíkur, liggur þarna upp með gróinni hlíð milli Gullbringu og Hvammahrauns, framhjá Gullbringuhelli og beygir norður yfir hraunið, að Vatnshlíðinni. Þar liggur gatan svo til beint í norður þar sem hún kemur niður í Fagradal áður en hún liðast um Dalina austan Undirhlíða og Gvendarselshæðar að Kaldárseli. Í Slysadal má sjá dysjar hesta þess útlenska ferðamanns, sem varð fyrir því óláni að missa þá niður um ísi lagðan dalinn að vetrarlagi. Áður hét dalurinn (því Slysadalir er einungis einn) Leirdalur Innri, en nú er Leirdalur Ytri jafnan nefndur Leirdalur. Svona breytast nöfn og staðhættir með tímanum.
GullbringaVatnshlíðin við norðaustanvert Kleifarvatn er bæði há og brött. Áður fyrr gekk hún einnig undir heitinu „Hrossabrekkur“. Í seinni tíð hefur fótgangendum verið fært með vatninu undir hlíðinni, en að öllu jöfnu er þeim þar ófært, líkt og var undir Hellunum áður en vegurinn var lagður. Þó eru dæmi um að menn hafi farið með hlíðinni á hestum þótt fótgangandi hafi ekki komsit þá leiðina. Annars þarf að fara upp hlíðina og rekja brúnir hennar að Vatnshlíðarhorninu ofan við hið eiginlega Vatnsskarð. Uppi í hlíðinni er m.a. brött kvos. Í henni er fallegur hrauntaumur, sem hefur stöðvast þar.

Kaldrani

Kleifarvatn.

Þá var komið í Lambhagann norðan við Kleifarvatn. Undir lágum Lambhagastapanum er gömul hlaðin rétt. Við hana er skúti. Þarna drógu leitarmenn í sundur og gistu jafnvel í skútanum yfir nótt. Landfastur tangi tengir Lambhaga við vesturhlutann, milli Kleifarvatns og Lambhagatjarnar. Norðan tjarnarinnar er Blesaflöt. Í suður af Lambhaga er tangi út í vatnið. Við enda hans mátti til skamms tíma sjá sprungu þá er myndaðist í jarðskjálftunum árið 2000 og vatnið seitlaði niður í með þeim afleiðingum að yfirborðaði lækkaði.
Vélhjólamenn hafa leikið og æft sig á þurrum botni Lambhagatjarnarinnar. Vera þeirra þar virðist ekki haft neitt rask í för með sér, eða a.m.k. voru engin slík merkjanleg þegar svæðið var skoðað þessu sinni. Landeyðingin sá fyrir því.
Gangan tók 8 klst. Frábært veður.

Heimild m.a.:
-http://www.gff.is/landnam-ingolfs.html
-http://72.14.203.104/search?q=cache:tblBBtyr5OMJ:www.kofunarskolinn.is/kleifarvatn.html+kleifarvatn&hl=is&gl=is&ct=clnk&cd=26

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Sundhnúkahraun

Gengið var frá Arnarsetri upp með norðanverðu Stóra-Skógfelli. Austan þess, í Skógfellahrauni (um 3000 ára) gegnt Rauðhól, var vent til vinstri inn á Skógfellaveg uns komi var að gatnamótum Sandakravegar til suðausturs yfir Dalahraun.

Skógfell

Stóra-Skógfell – Sandhóll nær.

Ætlunin var að ganga spölkorn til suðausturs eftir Sandakraveginum og taka síðan stefnuna til norðurs að syðsta gígnum á norðanverðri sprungurein Sundhnúkagígaraðarinnar, fylgja röðinni síðan eftir til norðurs og skoða umhverfi hennar að vestanverðu. Þetta svæði er að öllu jöfnu er mjög lítið gengið, enda bar mosinn umhverfis lítil merki ágangs.

Arnarseturshraun

Hrauntjörn í Arnarseturshrauni.

Slóð hefur markast í mosahraunið austan Arnarseturs svo auðvelt er að fylgja henni yfir að Stóra-Skógfelli, sem blasir við, ávalt, framundan. Gróið er í jöðrunum svo auðvelt er að ganga upp með fellinu. Þegar komið er nokkurn veginn á móts við það mitt má sjá hraunskil norður af. Að austanverðu er tiltölulega slétt Sundhnúkahraunið (2400 ára) og að vestanverðu nokkuð slétt Arnarseturshraunið (frá 1226). Gígaröðin þess sést vel þar sem hún liggur norðaustanundir megingígnum og teigir sig til norðurs. Á milli hraunanna sést gróinn bakki Skógfellahrauns. Undir bakkanum liggur greinileg gata niður með honum. Sennilega er um að ræða gamla götu er liggur síðan til vesturs yfir Arnarseturshraunið, áleiðis til Njarðvíkur.

Rauðhóll

Rauðhóll.

Gatan utan í Stóra-Skógfelli sést mjög vel þar sem hún þrengist upp í norðausturhorn fellsins, ofan hraunlínunnar. Ofan (austan) fellsins, kemur Rauðhóllinn í ljós. Hann er hluti af eldri gígaröð, sem enn stendur upp úr á a.m.k. tveimur stöðum. Hinn hóllinn er allnokkru norðaustar, oft nefndur Hálfunarhóll. Líklega hefur það eitthvað með vegalengdir upp í gegnum hraunið að gera.  Sundhnúkahraunið rann þunnfljótandi umhverfis gígana og þekur nú eldra hraunið.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Við stiku nr. 128 á Skógfellavegi eru gatnamót Sandakravegar. Þar austan við er stiga nr. 106 á þeim vegi. Glögglega má sjá götuna, markaða í klöppina, sem nú er að miklu leyti þakin mosa, liðast upp aflíðandi hæðina. Færa þarf stiku nr. 104 að veginum þar sem hann beygir til suðurs og síðan aftur til suðausturs skammt ofar. Þegar komið er upp á hæðarbrúnina blasir mikil helluhraunsslétta við. Vegurinn liðast mjúklega yfir hana. Þar sést djúpt farið allvel. Glöggir menn reka strax augun í gróna smáhóla á stangli nálægt veginum. Auðvelt væri að telja þeim trú um að þarna væri gróið yfir menn og skepnur, sem hafa orðið úti á ferð þeirra um veginn, en staðreyndin er hins vegar önnur.

Sandakravegurinn er að öllum líkindum ein „mesta þjóðleið“ allra tíma á Suðurnesjum. Um hefur verið að ræða meginþjóðleiðina milli austanverðrar Suðurstrandar Reykjanesskagans og svonefndra Útnesja, þ.e. Rosmhvalaness og nálægra svæða.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Ljóst er, af ummerkjum að dæma, að þarna hefur verið mikil umferð um aldanna rás, hvort sem um er að ræða menn eða skepnur. Um þessa götu hafa helstu fólksflutningar farið fram frá upphafi landnáms á Suðurnesjum, skepnurekstur sem og flutningar allir, s.s. skreiðaflutningar og verslunar- og vöruflutningar frá upphafi vega og alveg fram yfir aldamótin 1900, þ.e. í u.þ.b. 1000 ár. Ummerkin leyna sér ekki á sléttri hraunhellunni.

Af athugunum að dæma virðist augljóst að Skógfellavegurinn á sléttri hraunhellunni milli Skógfellanna og áfram suðaustur slétt helluhraun Dalahrauns, milli Stóra-Skógfells og Sandhóls vestan við Kastið utan í Fagradalsfjalli, hefur verið ein megin þjóðleiðin millum landshluta fyrr á öldum.
Grein götunnar sunnan Stóra-Skófells, virðist liggja með austanverðri Sundhnúkagígaröðinni til Grindavíkur. Hún virðist vera tengigata inn á hina fornu megingötu.

Hálfnunarhóll

Hálfnunarhóll.

FERLIR nýtir jafnan ferðir á einstök svæði til að skoða meira en eitt tiltekið. Loftmyndir höfðu bent til að göt væri að finna vestan og norðan við Hálfunarhól. Milli hans og Stóra-Skógfells er lítill formfagur gígur. Gígur sá er utan við eldri gígaröð Rauðhóls, Hálfunarhóls og Kálffells, en gæti verið nyrsti hluti Sundhnúkagígaraðarinnar, sem m.a. sker austanverða öxl Stóra-Skófells. Í beinni stefnu frá honum til norðausturs, vestan og norðan Hálfunarhóls, virtist liggja hrauntröð eða gjá í eldra hrauni. Ljóst er að hraunið umhverfis hólanna er mun yngra en það sem frá þeim kom á sínum tíma. Rauðhóll og Hálfunarhól virðast þannig vera gígar eldra hrauns, sem sjá má næst hinu síðarnefnda. Þangað var ferðinni m.a. heitið.

Sundhnúkur

Sundhnúkur.

Þegar komið var inn á þennan nyrðri hluta Sundhnúkagígaraðarinnar kom í ljós að hún er á kafla nokkuð ólík suðurhlutanum. Enn norðar, ofan við Mosagjárdal (Mosadal), samlagast hún honum hins vegar á ný. Á þessum stað má segja að beint augnsamband myndist við Kastið utan í Fagradalsfjalli í suðaustri og Nauthóla í norðaustri. Nokkrir smáskútar eru í hrauninu vestan og norðan við gíginn formfagra. Í einum þeirra hafði verið tekið til hendinni, grjóti hrúgað til kantsins og gólfið sléttað. Þarna hefur einhver, eða einhverjir, haft bæli um sinn, einhvern tímann.

Sundhnúkahraun

Gíggjár í Sundhnúkahrauni.

Strax norðan við gíginn tekur við einstakt jarfræðifyribæri, opin sprungurein, nokkurs konar gjá. Hún er u.þ.b. einn kílómeter á lengd og víða 10-12 metra djúp. Hægt er að komast niður um göt á henni á a.m.k. þremur stöðum, en til að komast niður í álitlegasta gatið þarf stiga eða handvað. Þar niðri virðist vera talsvert rými, sem vert væri að skoða.
Þegar horft er á gjána sést vel hvernig þunnfljótandi kvikan hefur smurt veggi hennar og grjót á börmunum þannig að það lítur út eins og afrúnuð hnoð. Einstaka smágígur er á línunni og víða gróið yfir á köflum. Tvennt kemur til greina, þótt hið fyrrnefnda virðist líklegra miðað við stefnu og gígamyndanir, þ.e. að glóandi hraunkvikan hefur þrýst sér þarna upp úr jörðinni um tíma, en síðan sigið á ný, eða þunnfljótandi kvikan úr gígunum á barmi stórrar sprungu hafi runnið niður í hana og náð að fylla á köflum.

Sundhnúkahraun

Gjá í Sundhnúkahrauni.

Meðfram sprungunni eru fallegir gígar, en þegar fjær dregur, verða þeir „eðlilegri“, sem fyrr sagði. Þetta svæði þarf að skoða miklu mun betur í góðu tómi. Ljóst er að þarna er enn ein dýrmæt perlan í hálsfesti Grindvíkinga
Þá var stefnan tekin til suðurvesturs í átt að Arnarsetri. Hraunkarl Sundhnúkahraunsins varð á leiðinni, en lét ekki á sér kræla. Þótt hraunið virðist úfið yfir á að líta er auðveldlega hægt að ganga á sléttu helluhrauni svo til alla leiðina. Þegar komið var niður á eldri gjallhrygg austan Skógfellavegar var stefnan tekin svo til beint á Arnarsetrið. Þannig var leiðin greið milli úfinna kafla.
Arnarsetursgígaröðin er fremur stutt, en því auðveldari skoðunar. Um er að ræða fallega klepragíga með ýmsum myndunum og litbrigðum. Vestur undir einum gíganna var gengið fram á stóran skúta með hleðslum fyrir að hluta (sem nam einu umfari). Þarna voru greinilegar mannvistaleifar. Gangnamenn gætu hafa notað skjólið til að bíða af sér vond veður, eða grenjaskyttur í hrauninu hvílt sig þar um stund. Ekki má gleyma að gömlu þjóðleiðirnar og göturnar eru líka fornleifar í skilningi þjóðminjalaga. Þann sess ættu hraunkarlarnir einni að skipa með réttu – a.m.k. sem náttúruminjar.
Nokkrir skútar og rásir eru í brúnum Arnarseturshrauns.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Arnarsetur - gjá

Arnarsetur.

Sandakravegur

Sandakravegurinn liggur inn á gatnamót við vesturenda Drykkjarsteinsdals norðvestan Slögu, með brún Litla-Borgarhrauns undir hlíðum Borgarfjalls, um Nátthagakrika til norðvesturs, áfram sunnan Einbúa, með brún Borgarhrauns undir hlíðum Kastsins og Sandhól.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Þar greinist vegurinn, annars vegar til norðvesturs yfir Dalahraun í átt að norðausturhorni Stóra-Skógfells þar sem hann kemur inn á Skógfellaveg, og hins vegar um Fremstadal og Miðdal undir hlíðum Fagradalsfjalls, framhjá Innri-Sandhól, um Innstadal og inn á Nauthólaflatir syðst í Fagradal. Þar liggur vegurinn um uppfokna mela og Aura, niður í Mosadal, um Mosadalsgjá og inn á Skógfellaveginn skammt ofan við Stóru-Aragjá (Brandsgjá). Vegurinn sést reyndar ekki þar sem hann liggur um Nauthólaflatir, Aura og Mosadal, bæði vegna hreyfanleika jarðvegsins að ofanverðu sem og ásókn mosans að neðanverðu.
Skógfellavegurinn er mest áberandi þar sem hann er djúpt markaður í slétta klöpp Skógfellahraunsins. Hraunið er um 3000 ára gamalt. Sandakravegurinn milli Stóra-Skógfells og Sandhóls er markaður á sama hátt í slétta klöpp Dalahrauns. Af ummerkjum að dæma virðist þarna vera um sömu götuna að ræða. Hún gæti því hafa hafa verið nefnd öðru nafni fyrrum og verið meginleiðin á umferð milli Suðurstrandarinnar og Útnesjanna.
Líklega voru Sandakravegurinn og Skógfellavegurinn aðalþjóðleiðirnar til og frá Grindavík og að austan með Suðurströndinni alveg frá fyrstu tíð. Sundhnúkahraunið er um 2400 ára og engin hraun á sögulegum tíma hafa farið yfir göturnar frá því að land var numið í Grindavík.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Arnarseturshraunið hefur ekki náð inn á hana. Þess vegna má alveg eins telja líklegt að Molda-Gnúpur, synir hans og aðrir fjölskyldumeðlimir, hafi fetað þessar götur fyrrum, líkt og allir aðrir, sem á eftir þeim komu. Sama gildir um Sandakraveginn. Sauðskinnsskórnir hafa kannski ekki einir sér séð um mörkunina, en hófar hesta, klaufir kúa og kinda og klær hunda hafa bætt þar um betur. Þarna er því um óraskaðar götur – áþreifanlegar leifar manna og dýra – hvort sem er af núttúrunnar hendi eða mannavöldum, alveg frá fyrstu tíð landnáms hér á landi.
Allar hinar þjóðleiðirnar til og frá Grindavík; Prestastígurinn, Skipsstígurinn og Árnastígur (nema norðan við Sundvörðuhraunið) eru þaktar að hluta til hraunum frá nútíma, einkum frá 13. öld.

Rauðhóll

Rauðhóll við Litla-Skógfell.

Grunur var um að Rauðhóll austan Stóra-Skógfells kynni að vera nýrri en aðrir gígar á svæðinu, en hann er örugglega eldri en Sundhnúkahraunið. Hóllinn er líklega hluti af Kálfafellshraunsmynduninni og Hálfunarhólshrauni og skv. því meira en 8000 ára gamalt, líkt og Sandhóllinn og Sandhólshraun, en önnur og eldri hraun við Skógfellin erum minna en 11.500 ára gömul.
Hinar fornu götur, Skógfellavegur og Sandakravegur eru því mjög merkilegar fornleifar, sem ástæða er til að varðveita. Reyndar má telja þessar tvær götur meðal merkustu fornleifa landsins.

 

Sandakravegur

Sandakravegur.

 

Krýsuvík

Ólafur E Einarsson skrifar grein um Krýsuvíkursvæðið í Lesbók Mbl í júní 1987. Um er að ræða seinni grein um svæðið, en hin birtist í Lesbókinni 7. mars sama ár undir fyrirsögninni „Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur„.
„Hér er getið um ýmsa staði í nágrenni við Krýsuvík og Kleifarvatn, sem yfirleitt bera merki um eldsmiðju náttúrunnar og þótt ekki væri búsæld fyrir að fara, bjó fólk við kröpp kjör á þessum slóðum áður  fyrr. Eins og fram hefur komið í Lesbók, voru þessar greinar unnar á sínum tíma í samvinnu við Stefán Stefánsson frá Krýsuvík og birtust þær upphaflega í blaðinu Reykjanesi 1943.
Tóftir í ÖgmundarhrauniSvo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld [var reyndar um miðja 12. öld]. Um þann stað, sem nú er kallaður Húshólmi og þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum ern Ögmundarhraun er, hefir hraunstraumurinn klofnað. Hefir önnur álman runnið fyrir vestan hólma þennan, en hin fyrir austan og báðar beint í sæ út. Þétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokrar og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefðir orðið undir hraunstraumnum. Er og almennt álitið, að þarna hafi bærinn Krýsuvík upphaflega staðið; enda lítt hugsanlegt, að bænum hafi verið valið víkurnafnið, ef hann hefði frá öndverðu verið, þar sem hann er nú; nálega 5 km frá sjó; enda ekki um neina vík, neinstaðar, að ræða. Bæjarrústir þessar eru og enn þann dag í dag jafnan  nefndar gamla Krýsuvík, eða Krýsuvík hin forna. Suður og suðvestur af bæjarrústunum og álíta sumir, að einmitt þar hafi víkin sjálf verið, sú er bærinn dró nafns itt af – rétt vestan við Húshólmafjöruna. Kirkjuflöt og Kirkjulágar heita og rétt hjá rústunum.
Ráðleggja mætti þeim, sem skoða vildu tóftabrot þessi að vinna sér það á sem auðveldastan hátt, að fara í bifreið úr Grindavík austur fyrir Ögmundarhraun (h.u.b. 1 klst. akstur, eins og vegurinn er nú), ganga síðan suður með austurjaðri hraunsins, þar til komið er að stíg þeim, sem liggur yfir eystri hraunálmuna, út í Húshólma, því næst vestur yfir þveran Hólmann, þar til komið er að bæjarrústunum. Mun ganga þessi vara eina klukkustund, þótt ekki sé all rösklega farið.

Nýjaland við Kleifarvatn
KleifarvatnSvo sem mörgum er kunnugt, liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar, og þegar komið er sunnan að vatninu, virðist sem fjöll þessi nái saman, við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nadn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum og skal því ekki farið út í þá sálma hér, enda ekki leikmönnum hent að leggja þar orð í belg.
Sá hluti af Krýsuvíkurveginum, sem lægst liggur og næst vatninu að sunnan, heitir Nýjaland (hið innra og fremra). Misvöxtur vatsnins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir í senn undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammholtsins, skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og frema, og kallast tangi sá Rif. Vestan við fremralandið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft.Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturnegjum og í Seltúnshverunum, en smálindir koma þó íhann að Austruengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.
Svo er landslagi háttað, að Fremralandið er miklu lengur slægt en hið Innra og nemur sá tími einatt nokkrum sumrum og eins og áður er lauslega vikið að, má í góðu grasári heyja um 600 hestburði á hvoru Nýjalandi, þegar vatnið er svo þorrið, að unnt er að slá þau bæði. ekki er það fátítt að stararstráin á Nýjalandi verði rúmlega álnar há, því að oftast nær flæðir Ósinn yfir að vetrarlagi, hvað sem vexti Kleifarvatns líður.
Hverir eru í vatninu og sést hvar reyki nokkura leggur upp úr því í logni, en á vetrum eru þar jafnan vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir vetrarsólstöður.
„Þegar lítið er í vatninu“ var jafnan farið með því, þá er sækja þurfti til Hafnarfjarðar áður fyrr, liggur sú leið eftir allri vesturströnd vatnsins, milli þess og Sveifluháls. Var sá vegur greiðfærari miklu og talsvert skemmri en sá að fara Ketilsstíg og síðan „með hlíðum“, enda liggur bílvegurinn þar nú.
Á kortu herforingjaráðsins er nafnið Ketilsstígur sett fram með Sveifluhálsi að vestanverðu, en það er ekki nákvæmt, því að Ketilsstígur heitir aðeins sá hluti þeirrar leiðar, sem liggur upp á Sveifluháls að norðanverðu og er stígur þessi innan í gömlum gíg, sem kallast Ketill.

Bleiksmýri
EiríksvarðaAustur og suðaustur af Arnarfelli er mýrarffláki, stór nokkuð, sem kallast Bleiksmýri og var þar mikill áfangastaður á þeim tímum, sem Árnesingar og Rangæingar fóru skreiðarferðir til verstöðvanna á Reykjanesskaga. Mátti einatt sjá marga tugi, eða jafnvel nokkur hundruð hesta á Bleiksmýri í einu og fjölda tjalda, þegar hæst stóðu lestarferðirnar. Mun og mörgum hestinum hafa þótt gott að koma á Bleiksmýri úr hagleysinu og vatnsskortinum á Reykjanesskaganum. Var og ekki óalgengt, að menn lægju þar einn og tvo daga til þess að hestar þeirra fengju sem bezta fylli sína, áður en lengra væri haldið.

Kapelluhraun

Ferðast um Kapelluhraun – teikning frá 19. öld.

Víða í hraununum á Reykjanesskaga, eins og reyndar víðar á landi hér, getur að líta nokkuð djúpa götutroðninga í hraunhellunum eftir margra alda umferð; má þar um segja: „Enn þá sjást í hellum hófaförin.“ Í Ögmundarhrani mynduðust holur með þröskuldum á milli og var hver hola um eitt fet í þvermál og hnédjóp hestum, og í rigningatíð stóðu holur þessar fullar af vatni. Fyrir nokkurum áratugum var gerð vegarbót nokkur í Ögmundarhrauni og holur þessar fylltar upp. Í gamalli og alþekktri vísu segir svo:
„Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fákar meiða fæturna,
fyrir oss brjóta skeifurnar.“

Gullbringa
GullbringaÞað mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina 307 metra háa, sunnarlega á Vatnshlíðinni. Þeir sem kunnugir eru á þessum slóðum hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.

Eldborg og Geitahlíð
3-4 km austur frá bænum í Krýsuvík er Eldborgin og svipar henni að mörgu leyti til nöfnu sinnar í Hnappadalssýslu, þeirrar, sem Henderson gerði víðfræga með teikningu sinni fyrir rúmum fimm aldarfjórðungum og birt hefir verið í fjölmörgum ritum, bæði innlendum og útlendum. Skarð það, er verður millum Eldborgar og Geitahlíðar, heitir Deildarháls og liggur alfaravegurinn yfir hann. Hlíðar Eldborgar eru næstum þverhníptar og mun fástaðar fært upp á gígbarmana, nema af Deildarhálsi.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen telur gíginn í Eldborg vera 500 fet að ummáli að ofan og 105 fet á dýpt, en hæð fellsins telur hann 172 fet; meinar hann þar efalaust hæð Eldborgarinnar yfir jafnlendið umhverfis hana, því að á korti herforingjaráðsins er hæð hennar yfir sjávarmáli talin 180 metrar. Barmar gígsins eru sumstaðar svo þunnir en þó heilsteyptir, að vel mætti sitja þar klofvega; – með annan fótinn innan gígsins en hinn utan hans. Gígbotninn er þakinn mosa og sömuleiðis skálin upp frá honum, eins langt uppeftir og slíkur gróður getur fengið nokkra festu.
Í BálkahelliEfst í Geitahlíð er gígur mikill, en hann er eldri en síðasta jökulöld, eins og reyndar hlíðin öll er. Barma gígs þessa ber hærra en aðra hluta Geitahlíðar og heita Æsubúðir. Niður af Æsubúðum en sunnan í Geitahlíð verður hvammur sá er kallast Hvítskeggshvammur, eða Hvítskeifshvammur og er til prentuð þjóðsaga um þessi örnefni, en eigi er sú sögn all sennileg.
Skammt fyrir austan Deildarháls og hvamm þennan eru:

Kerlingar
Sagan um Krýs og Herdísi, heitingar þeirra og álög er alþekkt úr þjóðsögunum. En á þeim tímum, sem þjóðleið var með Geitahlíð, voru þetta frægar beinakerlingar, se gáfu lítt eftir „Kerlingunni á Sandi“, né þeirri „á Kaldadal“. Herdís stendur nær götunni og var því nafn hennar tíðar getið en hinnar í vísum þeim, sem hagyrðingarnir létu þar eftir sig liggja í hrossleggjunum.

Bálkahellir
Bálkahellir í Krýsuvíkurhrauni heitir svo sökum þess að þegar litið er inn í op hans sést bálkur með hvorum vegg, líkt og er í tvístæðum peningshúsum. Opið á helli þessum er hátt nokkuð og vítt, en lengra inn mun hann lítt eða ekki kannaður.

Gvendarhellir
GvendarhellirGvendarhellir er ekki all fjarri Bálkahelli og dregur hann nafn sitt af því, að bóndi nokkur í Krýsuvíkurhverfinu, Guðmundur að nafni, geymdi (eða hýsti) fé sitt í helli þessum, þá er harðindi gengu og lá hann við í hellinum, þar til harðindunum létti. Líklega hefir þetta  verið á fyrra hluta 19. aldar. Hellir þess er nokkuð víðáttumikill, en ekki hár.

Kerið á Keflavík
Á Keflavík, sem sumir kalla Kirkjufjöru, gengur blágrýtishamar í fjöru niður og er hann á kortinu talinn 46 m hár og má sú hæð næstum teljast furðuleg í samanburði við mælinguna á fuglabjarginu, sem getið er um hér áður. Uppi á hamri þessum er Kerið, eð aop þess, og nær það alla leið niður á móts við flæðamál. Efst er Kerið vart meira en 3 til 4 metrar í þvermál, en smávíkkar eftir því sem neðar dregur og verður líklega hálfu víðara neðst en efst. Úr fjörunni liggur gangur eða gjögur eitt gegnum hamarinn og inn í Kerið sjálft og má þar komast í gegn og á botn þess.

Austurengjahver og Fúlipollur
FúlipollurLeirhverinn mikli í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið er þar var haustið 1924 og olli landskjálftum nokkrum víða um Suðurland, er þar sem áður var vatnshver lítill og hét sá Austurengjahver, virðist svo, að leirhverinn megin og vel halda sama nafninu. Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum og er hann eitthvert stærsta hverasvæðið, sem til er í Krýsuvík; virðist ekki þurfa að velta það lengi fyrir sér, að endur fyrir hafi verið orðið sprengigos, líkt því, er varð þá er Austruengjahverinn magnaðist haustið 1924. Örsmá hveraaugu eru hér og hvar á botni Fúlapolls ennþá og brennisteinsvott má sjá þar nokkuð víða; en auðsætt er að hverinn er á hrörfnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahverinn muni ekki heldur verða nenn Ókólnir.

Víti
VítiÞess hefir orðið vart, að sumir menn halda, að örnefnið Víti, sé hver, en svo er eigi. Víti er hraunfoss, sem fallið hefur vestur af hálendisbrún þeirri, sem verður noðrur af Geitahlíð og er hraunfoss þessi sennilega á svipuðum aldri og Ögmundarhraun. Hann er nú fyrir löngu, og allur gróinn þykkum grámosa.
Eiríksvarða á Arnarfelli er vel þekkt úr þjóðsögunum, sem segja að síra Eiríkur Magnússon, hinn fjölkunnugi Vogsósaklerkur, hafi hlaðið hana og mælt svo um, að aldrei skyldu Tyrkir koma í Krýsuvík meðan varðan væri uppistandandi. Nú er varðan hrunin.

Jónsmessufönn
Vestan í Geitahlíð og skammt fyrir neðan fjallsbrúnina sjálfa leggur jafnan á vetrum þykka fönn, langa en ekki breiða. Er fönn þessi sjaldan horfin með öllu fyrr en um Jónsmessu, og dregur hún nafn sitt af því.

Keflavík

Krýsuvík er talin einhver mesta útigangsjörð fyrir sauðfé á landi hér, einkum þó þeirra jarða sem ekki hafa fjörubeit með, og ekki var það ótítt, að sumt fé þar lærði aldrei átið. Vægar jarðhræringar eru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkruhverfinu og eru þær kallaðar hverakippir þar. Mótak er þar sumstaðar í mýrunum, en ekki þótti mórinn þar góður til eldsneytis; var hann allmjög blandinn hveraleir, svo að af sumum kögglunum lagði brennisteinslyktina, þegar þeim var brennt.
Fremur þykir vera þokusamt í krýsuvík og lengi hefir því verið við brugðið, hversu þyrk þokan geti orðið þar. Er það haft eftir mann nokkrum, að eitt sinn hafi hann verið á ferð um Sveifluháls í svo miklu myrkviðri, að hann hefði séð þokuna sitja í olnbogabótinni á sér. Rigningasamt í meira lagi þykir og vera þar, svo að stundum er þurrviðri í næstu byggðarlögunum, þótt rigning sé í krýsuvík.
Fróðleikur sá, sem hér birtist um krýsuvík og ekki er að finna í gömlum bókum og skýrslum, var fenginn hjá Stefáni Stefánsyni í byrjun fimmta tugar aldrainnar [20. aldar]. Stefán var ættaður frá Krýsuvík og þákominn á efri ár, gáfaður og lærður,  bjó í húsinu Lækjargara 10 hér í reykjavík og landsþekktur undir nafninu Stefán „guide“.
Heimild:
-Ólafur E. Einarsson – Lesbók Mbl 6. júní 1987.

Svæðið

Lágafell

Í marsmánuði árið 1944 nauðlenti B-24H Liberator flugvél frá ameríska flughernum á Lágafellsheiði ofan við Járngerðarstaði í Grindavík. Mannbjörg varð, en vélin varð ónýt á eftir. Hermenn sáu síðan um að hluta hana í sundur og færa bútana upp á Keflavíkurflugvöll, líkt og gert var við B-17 flugvél, sem nauðlenti þarna nokkur vestar í Eldvarpahrauni skammt norðan Sundvörðuhrauns tæplega ári áður.

Lágafell

Flakið í Lágafelli.

Skammt þarna vestan við slysstaðinn reistu Bandaríkjamenn síðar loftnetsstöð, sem þeir reka enn. Afgirt svæði þeirrar stöðvar er, því miður, þvert á Skipsstíginn ofan við Títublaðavörðu, skammt ofan Járngerðarstaða.
Myndin hér til hliðar er frá vettvangi óhappsins við Grindavík og sýnir B-24H Liberatorvélina. Húsin í baksýn eru í Grindavík, ef vel er að gáð.
Erling Einarsson, innfæddur og af góðum Grindavíkurættum, bæði vestlægum og austlægum, skoðaði myndina og sá strax aðvettvangurinn væri á „svæði sem kallað var uppi í Leynum Eyjabyggðin er þarna núna, norð-austur af Silfru. Hægt er að sjá hús á myndinni sem ber í þennan með kaskeitið, það er Krosshús, næst því til vinstri er Hvoll, þá háreyst hús er nefnist Hamraborg (læknishúsið), það ber reyndar saman við Borgargarð og Kirkjuna, þar neðan undir er langt hús sem var hænsnabú þá Eystri Krosshúsum, Þorvaldsstaðir (prestssetrið), Baldurshagi, Sólheimar, Hellur, Holt, Pálshús, Brimnes, Efri-Baldurshagi, Ásgarður, Blómsturvellir, Þrúðvangur og reyndar sést slysavarnaskúrinn og Múli sem ber í hólinn.“
Það var varla hægt að fá nákvæmari staðarákvörðun. En þótt hægt sé að rekja flestar staðsetningar flugslysa og -óhappa til ummerkja á vettvangi, verður það ekki hægt í þessu tilviki. Brak og aðrar leifar hafa þurft að víkja fyrir nýrri byggð – á Lágafellsheiði.
Einhverjir hinna öldruðu Grindvíkinga hefði á þeirra ungdómsárum ekki órað fyrir að heiðin myndi nokkur sinni byggjast, hvað þá jafnvel upp að Kúadal, en staðreyndin er nú samt orðin önnur – einungis tæpum mannsaldri síðar.
Bandaríski herinn reisti einnig loftnetsstöð ofan við Hraunssand, undir Húsafjalli/Fiskidalsfjalli, en ummerki eftir hana eru nú að mestu horfin – einungis steypt ankeri mastursfestinganna sjást þar enn í malargryfjum Hraunsmanna.
Sá algengi misskilningur hefur jafnan verið landlægur á Suðurnesjum að brak úr flugvél Andrews, yfirmanns Evrópuherafla Bandaríkjamanna, sé að finna í Þorbjarnarfelli, skammt frá Lágafelli. Hugsanlega gæti fyrrnefnd nauðlending hafa skapað þann misskilning. Brak úr flugvél þeirri er hann var í, ásamt fleirum, má sjá í Kastinu vestan undir Fagradalsfjalli. Einn maður slapp lifandi úr því flugslysi.

Heimildir m.a.:
-Saga Grindavíkur.
-Erling Einarsson.
-Friðþór Eydal.

Lágafell

Lágafell – loftmynd.

Sundhnúkar

Gengið var frá Svartsengisfelli, öðru nafni Sýlingarfelli, þvert yfir Sundhnúkahraun með stefnu á hæsta gíg Sundhnúkagígaraðarinnar sunnan Stóra-Skógfells.

Stóra-Skógfell

Stóra-Skógfell.

Sundhnúkahraunið, sem er um 2400 ára, kom upp á sprungurein líkt og svo mörg hraunin á nútíma á Reykjanesskaganum. Gígaröðin nær frá Hagafelli upp að Kálffelli og er um 10 km löng. Besta yfirsýnin yfir gígana er uppi á Stóra-Skógfelli austanverðu. Þaðan sést vel hvernig röðin liggur í svo til beina stefnu og sneiðir við austurhornið á Skógfellinu. Einmitt þess vegna er staðsetning á myndarlegum rauðleitum gjallgíg, eða gjallhrygg öllu heldur, austan fellsins og þar með utan við hina beinu gígaröð, nokkurt spurningarmerki. Margir hafa talið hann með Sundhnúkagígaröðinni, en nú var ætlunin að skoða hann nánar.

Sundhnúkur

Sundhnúkur og Sundhnúkagígaröðin.

Sundhnúkahraunið er blandhraun, bæði hellu- og apalhraun. Hellurhraunið hefur runnið þunnfljótandi í upphafi gossins, en síðan hefur apalhraunið fengið að njóta sín þegar á leið. Fallegar hrauntraðir eru vestan gígaraðarinnar, en hraunið er í rauninni hvergi erfitt yfirferðar.
Þegar komið var upp í gíginn, sem stefnan hafði verið tekið á, komu í ljós fallegar hraunæðar vestan við hann, og op við efri enda þeirra. Það var ekki nægilega stórt til að komast inn (þarna þarf járnkarl), en þegar myndarvélinni var stungið inn um gatið og myndað sást inn í sæmilega rás. Skammt austar er gígurinn. Í vesturjaðri hans er gat, en erfitt var að sjá hvort það tengdist því neðra.

Ofan og austan við gígaröðina, eru slétt helluhraun með ýfingum á milli. Rauðhóll blasir þarna við í norðaustri og sker sig út úr mosabreiðulandslaginu.

Rauðhóll

Rauðhóll í Sundhnúkahrauni.

Þykk mosaþemba gerð af hraungambra er umhverfis hólinn (gíginn), en það er tegundarheiti þess mosa sem oft myndar þykkar breiður á hraunum Reykjanesskagans. Í daglegu tali er hann oftast nefndur grámosi eða gamburmosi.
Austan við Stóra-Skógfell eru helluhraunaléttur með lágum hraunhryggjum á milli. Þegar staðið er þar með Skógfellið að vestanverðu, Fagradalsfjall að austanverðu (gegnt Kastinu), Vatnsheiðina að sunnanverðu og Þráinsskjöld að norðanverðu má segja að sjá megi nær allar tegundir eldsupprunamöguleika á Skaganum; dyngjur á bak og fyrir, ísaldatilurðir til beggja handa og nútímann svo til við nefið.

Sundhnúkahraun

Ein af gersemum Sundhnúkahrauns.

Hinn rauðleiti gjallgígur framundan er hér nefndur Rauðhóll, bæði vegna litarins og auk þess mun þetta vera heiti á flestum líkum á Skagagnum. Ekki er vitað til að eitt nafn umfram annað hafi verið fest á hann. Í rauninni virðist hann ekki vera gígur, einungis bogadregin hæð, en þegar betur er að gáð sést vel hvernig helluhraun úr Sundhnúkagígaröðinni hefu runnið í kringum gíginn og inn í hann að austanverðu. Rauðhóll er greinilega eldri gígur en hinir vestan hans. Betur er gróið í síðum hans en annars staðar í hrauninu – beiti- og krækilyng, geldingahnappur, einir og fleiri tegundir má sjá í skjóli hans. Þegar staðið er upp á honum sést í nokkra litla toppa, mun lægri, með sömu stefnu og hann til norðausturs.

Sundhnúkahraun

Eldri gígar í Sundhnúkahrauni.

Þarna eru líklega leifar af enn eldri gígaröð en Sundhnúkagígaröðin er, en hraun úr henni hefur runnið yfir eldra hraunið og hulið það að langmestu leyti. Eftir standa Rauðhóll og nokkrir smærri bræður hans. Líklega eru Sandhólarnir (Sandhóll vestan Faradalsfjalls og Innri-Sandhóll, skammt austan Stóra-Skógfells) leifar af enn einni gígaröðinni á þessu svæði.

Gengið var til baka yfir Sundhnúkagígaröðina og stefnan tekin þvert á hrauntröðina vestan hennar. Tröðin er ein af mörgum slíkum á þessu svæði.

Grindavík

Grindavík ofanverð.

Allnokkuð er um litlar hraunbólur (hraunhvel) og yfirborðsrásir, einkum næst gígaröðinni, en enga raunverulega hella var að sjá þarna, enda að mestu um apalhraun að ræða.

Hraunin ofan við Grindavík eru flest tiltölulega greiðfær, ekki síst í frosti, eins og nú var. Þá er mosinn frosinn og líkur gervigrasi að ganga á. Skógfellavegurinn liggur þarna milli Grindavíkur og Voga, austan Sundhnúkagígaraðarinnar og Skógfellanna, og því auðvelt að rata. Fjölbreytileikinn er mikill því ávallt birtist eitthvað nýtt er gleður augað. Hraunkarlinn í Sundhnúkahrauni virðist t.a.m. vera merkilegur með sér og alls ekki ólíkur þekktri teiknimyndapersónu. Vegalengdir er þolanlegar og um margar leiðir að velja. Þarna er því um kjörið heilsubótar- og þjálfurnarumhverfi að ræða – fyrir íbúa heilsubæjarins og gesti þeirra.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Sundhnúkagígaröð

Sundhnúkagígaröðin.

Eldvörp

Leitin að Hamrabóndahelli hélt áfram.
EldvörpNú var ætlunin að leita sléttlendi eldra Eldvarpahrauns frá Bræðra- og Blettahrauni í átt að Lágafelli. Eldvarpahraunin voru að renna úr hinni löngu gígaröð á svo til beinni sprungureininni um það leiti er Kristur hélt Fjallræðuna fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir u.þ.b. 2000 árum síðan. Þá opnaðist jörðin á Atlantshafshryggnum við vestanverða suðurströnd Grindavíkur, bæði í sjó og á landi. Sprungan teygði sig um 10 km upp til landsins, að mörkum Lats, sem sjá má skammt vestan við Bláa lónið, og að mörkum Arnarseturshrauns, en það hraun (1226) rann yfir efsta hluta þess. Hraungosið gekk á í hrinum með hléum á millum. Ef grannt er skoðað má sjá hraunskil víða á svæðinu. Um blandhraun eru að ræða, þ.e. bæði hellu- og apalhraun. Klepragígarnir á sprungureininni eru hver öðrum myndarlegri. Víða má finna skúta við þá sem og hella. Flestir og stærstir eru þeir þar sem gígaröðin rís hæst. Þar er t.d. hægt að ganga inn í einn myndarlegasta gíginn, u.þ.b. 12 metra djúpan, og feta sig í gegnum jörðina yfir í annan engu að síðri. Á nokkrum stöðum við Eldvörpin má sjá mannvistarleifar, en þær munu vera yngri en hraunin.
Nýrra Eldvarpagos, frá 13. öld, kom úr gígunum sunnarlega í gígaröðinni, gegnt Rauðhól og áfram til suðurs að Staðarbergi. Þeir gígar hafa svolítið suðlægari stefnu en gígarnir efra. Er líklegt að það hraun hafi fært neðri gíga eldri hraunsins í kaf. Hraunið vestan við þetta hraun heitir Klofningahraun og er Rauðhóll eini sjáanlegi gígurinn í því hrauni. Hann er í rauninni náttúrufyrirbrigði út af fyrir sig, með stutta, en fallega hrauntröð, stórar kvikuþrær og fallegan litskrúðugan gjóskugíg. Sumir hafa nefnt hraunið Rauðhólshraun, en það er talið vera 2000-3000 ára.
Eldvörp Yngra Eldvarpahraunið er jafnan talið hafa runnið árið 1226. Eldsumbrotin eru þó venjulega kennd við þrettándu öldina því þau stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226, sem fyrr segir. Þessi hrina er oft nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Samskipti Þorsteins í Hömrum og hreppsstjórans á Húsatóftum voru flestu fólki kunn hér fyrr á árum. Munnmæli þessa efnis hafa lifað og lýsa vel hvað skyndileg viðbrögð geta haft í för með sér. Rústir af grunni hússins sjást en neðan við þjóðveginn sakmmt vestan Tófta – fast við golfvöllinn. Þorsteinn var vinnumaður hjá hreppsstjóranum og þótti bæði iðinn og atorkumikill. Hann var vel af guði gerður, en skapmikill. Í staðinn fyrir starfann fékk Þorsteinn að beita fé sínu á landið.
Eitt sinn er snjór þakti jörð ætlaði Þorsteinn að beita fé sínu í fjöruna við Arfadalsvíkina, neðan við bæinn. Þegar hreppsstjóri sá hvers kyns var skipaði hann Þorsteini að fjarlægja féð úr fjörunni. Hann hefði aldrei gefið honum leyfi til þessa. Hreppsstjórinn stóð jafnan fastur á sínu og vildi manngæskan þá stundum gleymast. Í stað þess að þrátta við hreppsstjórann rauk Þorsteinn með fé sitt upp í hraunið norðan við Tóftir, hlóð fyrir skúta og hélt fénu þar um veturinn. Það hefur varla verið margt, enda skútinn lítill. Þorsteinn hefur þurft að fara margar ferðirnar upp í hraunið um veturinn og þá borið heyið á bakinu. Skúti, eða hellir, þessi hefur verið týndur um allnokkurt skeið og þrátt fyrir fyrirspurnir hafa þeir ekki borið árangur. Auk þessa hefur verið gerð nokkur leit að hellinum, en án árangurs – til þessa.

Helgi Gamalíelsson, fæddur á Stað árið 1947 og upp alinn í Staðarhverfi, kom tvisvar í hellinn í kringum fermingu. Í bæði skiptin var hann á ferð með föður sínum og bræðrum á traktor Staðarbræðra.
Eldvörp Ekið var eftir skriðdrekaslóðanum upp frá Tóftum, í gegnum hraunin og upp undir Þórðarfelli. Tilgangurinn var að sækja þangað oddmjóa járnstaura, um 70 cm langa, sem herinn hafði skilið þar eftir. Í hverri ferð var haldið með 20-30 staura á vagni, sem dreginn var af traktornum, og krakkarnir sátu á. Bræðurnir höfðu hlaupið frá dráttarvélinni þegar hlé var gert á akstrinum og þá séð hellisopið. Staurarnir voru hins vegar seldir útgerðarmönnum í Grindavík á kr. 60- stk, en þeir gerðu m.a. úr þeim netadreka.
Helgi lýsti opinu þannig: „Opið er nálægt þeim stað þar sem vegurinn er – vestan við skriðdrekaslóðann (gæti þó verið eitthvað ofar) – opið snýr í vestur, í átt að Stapafelli, í lítilli lægð, undir klöpp, hlaðið er um opið, sem er ferkantað.“
Helgi var mættur á svæðið, „tók veðrið“ og „exploraði“ minnið. Hann, snerist síðan í þrjá hringi og varð þá, sem fyrr, viss um að hellirinn væri þarna einhvers staðar. Slétthraunið norðan Sundvörðuhrauns, sem reyndar er eitt Eldvarpahraunanna, var skannað og síðan tekin stefnan til norðvesturs með vestanverðum slóðanum.
Gengið var til vesturs yfir slétt Eldvarpahraunið eldra. Árnastígur liggur um hraunið, markaður í klöppina. Skriðdrekaslóðinni, sem er samhliða stígnum, var fylgt og leitað vandlega vestan hans – reyndar í þriðja sinn á jafn mörgum árum. Vestar blasir Sandfellshæðin við. Hún er dyngja með stórum gíg í toppinn. Það er reyndar alveg þess virði að taka lykkju á leið sína og ganga upp á Sandfellshæð (90 m.h.).
Þegar upp er komið blasir hringlaga dalverpið við, en það nefnist Sandfellsdalur. Dalurinn þessi er dyngjuhvirfillinn. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir hin mikilu eldsumbrot og öskufallá Reykjanesi á þrettándu öld hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg.
Eldvörp Þegar komið var yfir Eldvarpagígaröðina ýfðist hraunið, en slóðinn liggur áfram í gegnum það. Stígurinn er til hliðar við slóðina, en beygi síðan frá henni til vesturs. Slóðinni var fylgt í gegnum hraunið og síðan norður með vesturrönd þess, alveg upp í Gjár. Nokkur merkt greni urðu á leiðinni, reyndar nokkur af merkustu Grindavíkurgrenjunum, sem og hlaðið skjól fyrir grenjaskyttu. Efst tekur hin gríðarlega hrauntröð Gígsins við. Hún hefur áður verið fetur, skref fyrir skref.

Haldið var til baka og svæðaleit gerð með slóðanum vestan Eldvarpa, yfir þau og áfram til suðausturs austan þeirra.
Á leiðinni sáust m.a. ummerki eftir æfingar „varnarliðsmanna“ á svæðinu, fjöldinn allur af tómum skothylkjum og brunninn mosi. Nokkur óhöpp urðu við æfingar vegna þess að „hetjurnar“ gleymdu að þeir lágu hreinlega á eldiviðarkesti þegar hleypt var af skoti, með tilheyrandi afleiðingum.
Nú er búið að merkja Árnastíginn frá Húsatóftum til Njarðvíkur, en kaflinn austan og næst Eldvörpum hefur verið merktur svolítið norðar en hinn eiginlegi stígur liggur, þrátt fyrir að sjá megi hann greinilega markaðan þar í klöppina.
Skammt austar í sléttu mosahrauninu er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina. Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan „chock“, hjólakubb úr tré, sem notaður var til að setja við hjól flugvéla á jörðu niðri. Númer má sjá á einum hlutnum, hringlaga með gleri í. Talsvert af álleiðslum og álbitum eru þarna einnig.
Heyrst hafði af því að flugvél, svonefnt „Fljúgandi virkið“, hafi nauðlent ofan við Húsatóftir á fimmta áratugnum. Vélin hafi skemmst lítið og áhöfnin sloppið heil á húfi.
Eldvörp Að sögn Friðþór Eydals er líklegt að þarna hafi verið um B-17 vél að ræða, fjögurra hreyfla, sem nauðlenti ofan við Tóftir í apríl 1943 á leið til Keflavíkurflugvallar, en hann hafði þá nýlega verið opnaður fyrir flugumferð. Vélin var nokkuð heil eftir óhappið, en var síðan bútuð niður og flutt á brott, en enn má sjá þarna hluti úr henni, sem fyrr sagði. Brak úr B-47 flugvél er hrapaði vestan Húsatófta, sést einnig enn ef grannt er skoðað.

Skv. upplýsingum frá Friðþóri Eydal „er brakið væntanlega brot úr þessari B-17 sprengjuflugvél sem lenti í villum á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands með fyrirhugaðri viðdvöl á Keflavíkurflugvelli og nauðlenti þarna er eldsneytið þraut eftir 14 klst. flug þann 17. apríl 1943.
Kringlótta brotið á myndinni er úr hliðinnni á kúlulaga byssuturni í botni vélarinnar rétt aftan við vænginn sem skyttan, sem sat milli tveggja 50 cal. Browning vélbyssa sem hann miðaði með því að snúa kúlunni. Kúluna mátti draga upp svo botninn næmi við botn vélarinnar þegar þurfti ekki að sitja í honum eða í flugtaki og lendingu. Slíkur bydduturn var yfirleitt ekki í öðrum vélum sem leið áttu hér um.“
Myndin af vettvangi í apríl 1943 staðfestir að hér er um sömu vél að ræða – við svipaðar aðstæður og þegar brakið af henni fannst í mars 2006.
Enn vantar staðfestingu á staðsetningu „Hamrabóndahellis“ ofan við Húsatóftir. Ef einhver hefur komið auga á hann einhvern tímann eða getur gefið upplýsingar um hvar hann kann að vera að finna er sá (eða sú) sami vinsamlegast beðin/n að hafa samband.
Frábært veður. Leitin tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Helgi Gamalíelsson.
-Kristján Sæmundsson.
-Friðþór Eydal.

Eldvörp

Eldvörp.

Hraun

Þann 24. mars 2006 voru 75 ár síðan björgunarsveitin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn togarans Cap Fagnets undan Hraunsfjöru. Þá var fluglínutæki fyrst notuð til björgunar hér á landi.

Cap Fagnet

Cap Fagnet.

Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.

Cap Fagnet

Björgun við Cap Fagnet.

Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í nóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.

Heimild:
www.grindavik.is

Áhöfnin

Áhöfnin á Cap Fagnet sem bjargað var.

Fjóla Eiðsdóttir

Í Fjarðarfréttum árið 1969 birtist fróðlegt viðtal við Fjólu Eiðsdóttur undir fyrirsögninni „Af sjónarhóli húsmóður – Að standa einn í stríði lífs er sterkra manna dyggð„. Viðtalið er ekki einungis athyglisvert vegna dugnaðar og elju einstæðrar móður við uppeldi sex barna, sem henni tókst að halda að sér þrátt fyrir mótlæti þar sem lítils stuðnings samfélagsins var að vænta, heldur og vegna þess að í því koma fram gildin um veru barnanna bæði í Vinnuskólanum í Krýsuvík og á Barnaheimilinu Glaumbæ í Hraunum á þeim tíma. Um báða staðina er fjallað ítarlega hér á vefsíðunni.

Fjarðarfréttir

Fjarðarfréttir 1969.

„Fjarðarfréttir rabba að þessu sinni við Fjólu Eiðsdóttur, Hún fluttist til Hafnarfjarðar fyrir átta árum. Hún var þá þegar fyrirvinna sex barna á aldrinum eins til sjö ára. Í þessi átta ár hefur hún barizt ein áfram af slíkum dugnaði og myndarskap, að aðdáun hefur vakið hjá öllum, sem til þekkja.
Hvenær fluttist þú til Hafnarfjarðar?
— Það eru nákvæmlega átta ár síðan, á Jónsmessunni 24. júní, ég man það svo vel. Þá fluttist ég hingað með börnin, sem voru þá á aldrinum 1 til 7 ára.
Mestu erfiðleikarnir voru, að maður hafði ekkert húspláss. Ekkert. Ég kalla það ekki húspláss, eitt herbergi og eldhús fyrir sjö manna fjölskyldu. Það var svo erfitt, að það var ekki hægt að búa við það, þó að við værum tilneydd. Þegar ég svo fékk það húsnæði, sem ég er nú í, fyrir tveimur árum, fannst mér öllum erfiðleikum vera lokið.
Áttir þú ekki við veikindi að stríða fyrstu árin þín hér?
Fjóla Eiðsdóttir— Jú, það voru afleiðingar taugaspennu, ég ætlaði að hafa réttinn mín megin, og ég tel veikindin ekki hafa verið mjög alvarleg, enda náði ég mér strax og ég hafði náð rétti mínum. Það gera sér ekki allir grein fyrir því, að það eru til lög, og ég þurfti að berjast harðri baráttu fyrir rétti mínum og barnanna. Ég var alveg gallhörð á því, að það væru til lög og ég skyldi fara eins langt eins og ég kæmist, og það hef ég gert og skammast mín ekkert fyrir það.
Það hefur oft á tíðum verið erfitt hjá þér og þröngt í búi?
— Já ég gat sjaldan hugsað lengra en að eiga til dagsins, hitt þýddi ekkert. Ég var alveg ánægð, ef ég átti einhvern bita til morgundagsins. Ég vissi alltaf að okkur myndi leggjast eitthvað til. Það voru miklu meiri erfiðleikar að eiga ofan í sig að borða, þegar ég var í Grindavík en eftir að ég flutti í Hafnarfjörð. Grindavík var þá annað verðlagssvæði hjá tryggingunum en Hafnarfjörður og það munaði töluvert miklu, hvað ég fékk meira til að lifa af, þegar ég kom hingað. Fjölskyldubætur fékk ég ekki fyrstu árin. Það eru aðeins rúm tvö ár síðan konur, sem eru einar með börnin sín fóru að fá fjölskyldubætur greiddar.
Fjóla Eiðsdóttir
Ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi um skeið nokkru eftir að ég kom til Hafnarfjarðar. Það var að vísu erfitt að skiljast við börnin, en ég vissi, að ég varð að gera það til að jafna mig eftir taugaspennuna. Ég vissi líka, að það væru til lög og gott fólk, svo að það færi ekki illa um börnin þann tíma.
Eftir að þú komst í betra húsnæði og náðir fullri heilsu aftur, hefur þú þá unnið úti?
— Já ég vinn í Reykveri frá kl. 7.20 f.h. til 7 á kvöldin. Ég hef unnið þar síðan fyrirtækið var stofnað.
Er þá ekki geysileg vinna eftir, þegar komið er heim að lokinni vinnu?

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskólinn (HH).

— Jú, það er nú oft mikil vinna eftir. Ég verð að byrja á því að elda matinn og sameina fjölskylduna yfir einni heitri máltíð á dag. Ég verð alltaf að fara á fætur kl. 6.00 og taka til fötin, sem þau eiga að fara í, og segja þeim alveg hvað þau eiga að gera yfir daginn. Það bregst varla, að þau fari eftir því. Þegar þau voru í Glaumbæ og vinnuskólanum í Krýsuvík lærðu þau að brjóta saman fötin sín og ganga frá þeim. Mér finnst það hafa hjálpað okkur geysimikið allt, sem þau lærðu þar, auk þess, sem það var mikill hjálp að geta komið þeim þangað á sumrin. í hádeginu hef ég oft getað lagt mig, því að þau taka sjálf til hádegismatinn og elzti sonurinn, sem nú er kokkur á bát hefur stjórnað eldamennskunni.
Á kvöldin er föst regla, að hver gengur frá sínu. Þau brjóta fötin sín vel saman og laga til í herberginu. Það verður að vera föst regla og góð samvinna á heimilinu. Það eru margir, sem hneykslast á því, að ég skuli vinna úti og halda, að þetta sé ekki hægt. Já, það hneykslast margir. Fólk heldur, að maður vanræki börnin mikið með þessu, en ég vil meina, að þetta sé bæði skóli fyrir mig og krakkana líka. Þau læra mikið af þessu. Fyrst ætluðu þau að fara að klaga öll í einu, eitthvað sem hafði skeð yfir daginn, en nú kemur það aldrei fyrir, að það sé neitt. Ég þarf aldrei að skipta mér af heimanáminu hjá þeim. Þau eru samvizkusöm, sem betur fer og ég held, að ég fengi þau ekki í skólann, ef þau væru ekki búin að læra.
Hvað ræða börnin um framtíðina?

Glaumbær

Glaumbær í Hraunum.

— Þau náttúrulega ræða um framtíðina. Þessi ætlar að verða þetta og hinn hitt, en maður veit aldrei hvað verður. Ég ætlaði t. d. að verða kennari, en það fór allt á annan veg. Föðurbróðir minn kenndi mér í barnaskóla, og ég og dóttir hans vorum alltaf að keppa. Hún hafði það af að verða kennari, en ekki ég. Ég sagði oft, að það gæti verið, að ég kæmist í skóla, þegar ég væri orðin gömul og hef alltaf huggað mig við það, en krakkarnir verða nú að sitja fyrir, svo að ég kemst sjálfsagt aldrei í skóla,
Nú hefur þú barizt áfram ein með þín sex börn í átta ár. Hvaða hugsun er það, sem grípur þig, þegar þú lítur til baka?
— Ég hugsa bara ekkert um það. Ekki neitt. Það er nokkuð, sem ég forðast alveg að fara að hugsa um. Þá getur maður farið að hugsa margt. Ég hugsa fyrir morgundeginum. Ég set mér mark að keppa að, og þegar ég er búin að ná því, set ég mér annað mark, og svo koll af kolli. Ég hef lögin með mér, og ég hef notfært mér það, en um það, sem liðið er, hugsa ég ekki.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir, 3. tbl. 02.06.1969, Af sjónarhóli húsmóður – „Að standa einn í stríði lífs er sterkra manna dyggð“, bls. 9.

Fjóla Eiðsdóttir

Fjóla Eiðsdóttir og börn 1960.