Tag Archive for: Hafnarfjörður

Arnarfell

„Í Arnarfelli skammt frá Krýsuvík var draugur sá er Arnarfellslabbi var nefndur.
Var hann svo kallaður Arnarfell-23af því að þeir er skyggnir voru gátu að líta strákhvelping með svartkollótta húfu staglaða með hvítu lopbandi koma ofan úr fellinu og á labbi þar umhverfis til og frá um Krýsuvíkurmýrar, en þar var almennur áfangastaður og lágu menn þar með lestir, flestir nálægt Arnarfelli.
Labbi gjörði ferðamönnum þar ýmsar glettingar. Svipti hann stundum tjaldi ofan af mönnum eða hann þeytti farangri þeirra út í allar áttir eða fældi burt hestana úr haganum og helti suma. Fór enginn maður þann veg eða lagðist þar í áfanga svo að hann hefði ekki heyrt Labba getið. Hann hafði og helt og lamað fé og færleika fyrir Krýsvíkingum og þótti þeim hann sér ærið amasamur í nágrenni, en gátu þó ekki að gjört. Smalamaður Krýsuvíkurbóndans hafði og orðið bráðdauður og var það eignað Labba.
Arnarfell-25Samkvæmt konunglegri tilskipun 1772 skar Björn sem aðrir bændur allt sitt sauðfé. Ætlaði hann nú að róa vetrarvertíðina og réði hann sér far suður í Garði. Býst hann nú í ákveðinn tíma með öðrum vermönnum; voru þeir nótt í Krýsuvík. Bóndi kenndi Björn þegar því þeir voru kunningjar.
„Mörg ár held ég nú liðin síðan þú hefur róið út Björn minn,“ segir bóndi; „get ég að sauðleysið valdi því að þú ferð nú að róa.“
„Rétt getur þú til,“ segir Björn, „sveltur sauðlaust bú. Ég hef ekki róið síðan ég fór að búa, enda hef ég nú orðið litla lyst til sjóróðra.“
„Kaup vilda ég eiga við þig,“ segir bóndi; „vilda ég biðja þig að fyrirkoma Arnarfellslabba, en ég býst til að taka við færunum þínum og róa þér svo hlut.“
Þeir sömdu nú þetta með sér; reri bóndi honum hlut um vetrinn og fiskaði vel, en Björn varð eftir í Krýsuvík. Fer hann nú að hitta Labba og er ekki sagt frá viðskiptum þeirra; hitt er ljóst að Björn kom Labba fyrir og varð aldrei framar vart við hann.“

Heimild:
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar III, bls. 593.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegur – Arnarfell framundan.

Sauðabrekkuhellar

Gengið var niður að gígnum í Hrútagjárdyngju frá Djúpavatnsvegi (Undirhlíðaleið), yfir Hrútagjá og gamalli götu fylgt niður (norður) slétt mosagróið helluhraun austan við úfin hraunkant uns komið var Dyngjugrenjunum nyrst í brúninni áður en hraunið lækkaði til norðurs, í átt að Stóru-Sauðabrekku. Milli hans og brekkunnar eru Sauðabrekkuhellarnir sagðir vera, nokkrir hellar í stórum hraunbólum. Í örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík eru þeir nefndir Moshellar.

Sauðabrekkur

Skjól í Sauðabrekkum (gígur).

Nefnt Sauðabrekkuskjól er í Sauðabrekkum, en einungis FERLIR hefur hingað til tekist að staðsetja það [2001]. Að hellunum liggja götur úr þremur áttum. Einni þeirra var fylgt til austurs uns komið var að Skjólinu, fallegu sæluhúsi í mjórri hraunræmu í annars grónu hrauninu. Lítil varða er skammt norðan við sæluhúsið. Þá var haldið upp í Hrútagjárhella og síðan til baka um nyrstu Hrútagjárhrauntröðina, upp í þá austustu og áfram að upphafsstað.

Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngja.

Undirhlíðaleið hefst við Kaldársel og liggur norðan Undirhlíða yfir Bláfjallaveg að vatnsskarði. Þar er farið yfir Krýsuvíkurveg og gengið með Sveifluhálsi um Norðlingasand og Sandfellsklofa upp að Hrútagjárhrauni, yfir Norðlingaháls um Stórusteinabrekku, framhjá Köldunámum, um Hofmannaflöt í áttina að Katlinum. Ketilsstígur liggur yfir Sveifluháls framhjá Arnarvatni að Seltúni og þar taka heimalönd Krýsuvíkur við.

Fjallið eina

Fjallið eina.

Þegar komið var yfir fyrstu stóru sprunguna efst í Hrútagjá tók við tiltölulega slétt hraun vestan við austurtröð dyngjunnar. þegar komið var að enda hennar blasti dyngjuopið við. Það er hringlaga og reglulegt. Ljóst er að hraunið hefur bullað og kraumað í gígnum eftir að eiginlegu hraungosi lauk.

Hrauntaumurinn í austurtröðinni hefur runnið til baka í átt að gígnum og hraðkólnandi apalhraun hefur hrúgast upp norðan gígsins. Þegar staðið er á brún „hrúgaldsins“ er horft yfir slétt hellurhraunið norðan af því. Það hraun hefur runnið áður og er dæmigert dyngjuhraun. Sérkennileg hrauntota kemur úr suðri, frá Mávahlíðahnúk, þar sem hraunið er allt markbrotið í hellur þvers og kruss. Svo virðsit sem hraun hafi náð aðskríða undir hið elda og brotið það upp á kafla. Norðan og austan viðþað er slétt og greiðfært helluhraunið.

Sauðabrekkuhellar

Sauðabrekkuhellar.

Gömul gata liggur norður hraunið með stefnu á brúna yfir Sauðabrekkugjá sunnan við Stóru-Sauðabrekkur. Hún stefnir beint á Dyngjugrenin. Þau eru í hraunæðum fremst í brúninni. Varða er við grenin þar sem skjól refaskyttunar hefur verið. Frá því er gott útsýni yfir hraunbreiðuna neðanverða, milli brúnarinnar og Stóru-Sauðabrekkna.
Stutt er yfir að Sauðabrekkuhellum, en svo nefnast nokkrir hraunhellar sunnan Stóru-Sauðabrekku. Þar á meðal er Sauðabrekkuskjól, sem smalar Hraunamanna nýttu fyrir sauði sína og nærsveitunga þegar veður voru válynd og ekki hundi út sigandi. Hellarnir eru fallegar, bjartar og rúmgóða hraunbólur. Ein er sýnum stærst; Sauðabrekkuskjólið. Op þess nýr til austurs. Það hefur rúmað góðan fjárhóp, auk þess sem innan þess er hið ágætasta mannaskjól. norðaustan við skjólið er falleg hraunbóla. Einnig á gjárbarmi norðan þess. Austan skjólsins er hægt að ganga niður um sprunguenda og er þá komið inn í dimmara skjól, en rúmgott. Best er að finna hella þessa með því að koma að þeim úr suðri, líkt og nú var gert.

Híðið

Híðið – op.

Sauðabrekkuskjólið sást vel á loftmynd, sem var meðferðis.
Götu var fylgt til austurs frá hellunum. Var þá, eftir stutta göngu, komið að Skjólinu, gömlu sæluhúsi nálægt Hrauntungustíg. Gengið hefur verið vel um Skjólið. Það er opið til suðurs. Hleðslur hafa verið við opið, en þær eru nú að mestu fallnar niður í það. Einhverju sinni fyrrum hefur meri orðið úti eða endað lífdaga skammt frá skjólinu. Sjá má enn þann hluta beinagrindarinnar, sem refurinn hefur ekki hirt.
Haldið var áfram upp í Hrútagjárhella. Hellarnir er samheiti fjölda hella sem eru í nokkrum hraunrásum vestan við Fjallið eina. Þetta er spennandi hellasvæði, en rétt er að fara varlega því víða leynast sprungur og glufur í hrauninu. Margir hellar eru í hrauninu og sumir þeirra alllangir. Sjá má hvar opnar hafa verið rásir og má fylgja sumum þeirra langar leiðir inn undir hraunið.

Sauðabrekkufjárhellar

Sauðabrekkufjárhellar (Moshellar).

Hrútagjárdyngja er í rauninni heimur út af fyrir sig með sínum stórkostlegu hrauntröðum, hrikalegu gjám og upplyftingum á jöðrum meginsvæðisins. Talið er að dyngjan hafi gosið fyrir u,þ.b. 5000 árum. Hún er því með yngstu dyngjunum á Reykjanesskaganum.
Í Hrútadyngjuhrauni er margir hellar. Í ferðinni var m.a. kíkt á Neyðarútgöngudyrahelli. Steinbogahelli eða Hellin eina, Langahelli, Aðventuna, Húshelli, Híðið og fleiri, sem ekki hafa enn fengið nöfn.
Hraun frá dyngunni hafa runnið frá Hvaleyrarholti vestur í Vatnsleysuvík og austur að Undirhlíðum og niður í Sandfellskola. Til suðurs hafa einnig runnið hraun frá dyngjunni, nú að mestu þakin yngri hraunum. Jón Jónsson telur lágmarksútbreiðslu hraunsins ekki undir 80 ferkílómetrum og rúmmálið um 3,2 rúmkílómetra.

Húshellir

Í Húshelli.

Sumir hellanna eru yfir 100 metra langir. Híðið er a.m.k. 500 m að lengd. Í honum er viðkvæmar dropsteinamyndanir og sumir allháir. Hellirinn eini er um 170 metrar, en hann er víða lágur er innar dregur. Í Húshelli, sem fannst 1988, er hlaðið skjól. Það er fallegt og greinilega gamalt.
Gengið var upp í norðurtröð Hrútagjárdyngju og henni fylgt til suðurs. Leiðin er greiðfær. Í fyrstu liggur hún um helluhraun, en ofar liggur hún um gróna rás. Þá var komið að eystri hrauntröðinni. Gengið var niður í hana norðanverða og henni síðan fylgt til suðurs. Hrauntröðin er tvískipt að austanverðu, en hún hefur rúmað mikla hrauná þegar atgangurinn var hvað mestur.
Gangan tók 2 klst og 2 mín. Frábært veður.

Dyngjur

Dyngjur og Mávahlíðar.

Valaból

1. Bláberjahryggur
Bláberjahryggur er misgengisprunga sem liggur um Bleiksteinsháls milli Kaldárselsvegar og Hamraness. Nordur-GjarNorðvestur barmurinn er hærri og misgengið er mest um 3-4 metrar. Jarðskorpan hefur rifnað í sundur áður en Búrfellshraun rann og sést misgengið greinilega norðaustan Gráhelluhrauns þar sem það markar skilin milli Flóðahjalla og Setbergshlíðar.

2. Norður Gjár
Nyrstu hlutar Gjánna eru skammt suður af Sléttuhlíð þar sem hraunið skiptist í jarðföll, hella og lágreista hraunstalla. Barrtjrám og öðrum skógarplöntum hefur verið plantað í Norður-Gjárhraun þ.m.t. í nyrstu hraunrásina en um hana lá áður fyrr greiðfær leið milli Kaldársels og Sléttuhlíðarhorns.

3. Gjárnar
Gjar-24Gjárnar eru leifar tæmdrar hrauntjarnar sem myndaðist fyrir u.þ.b. 7000 árum þegar Búrfellsgosi var að ljúka. Sjóðandi heit hrauneðjan kraumaði um stund í tjörninni áður en hraunflaumurinn rann eftir neðanjarðarrásum í átt til sjávar og tjarnarbotninn storknaði. Gjárnar voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2009

4. Misgengi

Smyrlabúð

Misgengi í Smyrlabúð.

Sunnan við Fremstahöfða í Höfðalandi er lítilsháttar misgengisbrún sem myndaðist fyrir löngu í skjálftahrinu og stendur vestari hlutinn hærra í landinu. Misgengið virðist vera frekar stutt vegna þess að hraun hefur runnið að mestu yfir það. Hægt er að greina framhald misgengisins í austanverðri Setbergshlíð.

5. Kornstangarhraun
Storhofdi-22Stórhöfðahraun var fyrrum nefnt Kornstangarhraun. Nafnið gefur til kynna að melgresi hafi vaxið umhverfis Stórhöfða í eina tíð. Fátt var fallegra þegar líða tók að hausti en bylgjandi kornstöng sem þótti góð til fóðurs fyrir stórgripi. Þetta er tiltölulega slétt helluhraun en skammt undan er ógreiðfærara brunahraun

6. Hraunamörk

Óbrinnishólabruni

Óbrinnishólabruni.

Mörk Kaldárhrauns og Óbrinnishólabruna. Gosið hefur tvisvar í Óbrinnishólum en seinna gosið, sem varð um 190 f. Kr., myndaði úfið apalhraun. Kaldárhraun er friðað en það varð til við gos Tvíbollagíg á 10. öld. Þriðja hraunið kom úr Gvendarselsgígum á seinni hluta 12. aldar. Þarna sést ágætlega hversu ólík hellu- og apalhraun eru.

7. Hrafnagjá

Hjallamisgengid-3

Smyrlabúðarhraun fær nafn sitt af grágrýtisklettinum Smyrlabúð en hraunflákinn er hluti af Búrfellshrauni sem spannar alls 18 km2. Smyrlabúðahraun er greinilega tengt Svínahrauni en virðist vera algjörlega úr samhengi við Búrfellsgíg vegna misgengisins sem Búrfellsgjá og Lambagjá tilheyra. Hrafnagjá nefnist hraunsprungan í suðausturhluta Smyrlabúðarhrauns.

8. Hjallamisgengi

Kringlottagja-21

Hjallar er um 5 km langur misgengisstallur sem nær frá suðausturhluta Vífilsstaðahlíðar langleiðina norðaustur að Elliðavatni. Norðurbrúnin er allbrött og allt að 60 m þar sem hún er hæst. Grágrýtisklettar mynda efri brún en neðan þeirra eru grýttar brekkur og neðan þeirra ber mest á dalverpinu Hjallaflötum.

9. Húsfellsbruni

Húsfell

Húsfell.

Elsti Húsfellsbruni, sem liggur rúmlega hálfhring umhverfis Húsfell, er víðáttumikið og úfið apalhraun sem varð til á 10. öld. Bruninn er mosavaxinn og skiptist í mikilúðlega hraundranga, slétta fleti og niðurföll. Hraunið er misgreiðfært og á köflum allt að því hættulegt yfirferðar.

10. Kringlóttagjá

Kringlóttagjá

Í Kringlóttugjá sunnan Búrfells.

Kringlóttagjá er fornt hrauntjarnarstæði og líkist Gjánum enda varð hún til í sömu goshrynu. Barmarnir eru 5-10 metra háir og mynda óreglulega skál sem er um 200-300 metrar að ummáli með klettadranga á stangli. Glóandi kvikan rann neðanjarðar frá hrauntjörninni áður en botninn storknaði og myndaði skálina.

11. Valahnúkar
ValahnukarValahnúkar urðu til við gos undir jökli á síðustu ísöld líkt og Helgafell, Húsfell og Víghóll sem eru í næsta nágrenni. Austarlega á móbergshryggnum standa þrjár strýtur sem líkjast steinrunnum tröllum eða jafnvel ránfuglum. Talið er að nafnið Valahnúkar sé beinlínis tengt lögun þessara kynjamynda.

12. Gvendarselsgígar

Gvendarselshæðargígar

Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

Gvendaselsgígar kallast hraungígar á stuttri gossprungu í bakhlíðum Undirhlíða milli Kaldárbotna og Gvendarselshæðar. Talið er að gosið hafi um miðja 12 öld. Hraunið rann annarsvegar á milli Helgafells og Undirhlíða og niður með Kaldá en hinsvegar í hraunfossi norður yfir Undirhlíðar þar sem þær liggja lægst.

13. Gullkistugjá

Gullkistugjá

Gullkistugjá.

Löng sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður í Skúlatúnshraun. Sprungan liggur í NA/SV líkt og flestar gjár og sprungur á Reykjanesskaga. Séra Friðrik Friðriksson stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá.

14. Skúlatún
Skúlatún er grasi gróinn hæðarhryggur sem stóð hátt í landinu þegar þunnfljótandi helluhraun rann umhverfis hann. Aldur Skúlatúnshrauns hefur ekki verið nákvæmlega greindur, en líklegast þykir að það sé um 1.100 ára en það gæti verið allt að 4.000 ára gamalt. Skúlatún stendur eins eyja í miðri hraunbreiðunni.

15. Undirhlíðagígar

Kerið

Kerið – gígur.

Undirhlíðagígar kallast röð af smágígum sem mynduðust á gossprungu sem talið er að hafi opnast á tímabilinu 1151-1180 þegar Krýsuvíkureldar loguðu á Reykjanesi. Mikill hraunmassi, sem kallast Bruninn og er líka þekktur undir nöfnunum Nýjahraun og Kapellhraun, varð til í þessum eldsumbrotum.

16. Hrauntröð Háabruna
Megineldgígarnir sem Nýjahraun rann frá um miðja 12. öld voru sitthvoru megin við Krýsuvíkurveginn skammt frá Vatnsskarði. Gígunum hefur verið eytt að mestu með efnistöku, en hrauntröðin sem stærstur hluti Nýjahrauns rann eftir er ágætlega varðveitt. Það er áhugavert að skoða hana í samanburði við Búrfellsgjá. 

17. Fremsti-Höfði
Fremstihofdi-21Fremsti-Höfði er lítill móbergsklettur með vörðu sem er gamalt landamerki milli Þorbjarnarstaða og Litla-Lambhaga. Kletturinn sker sig úr nánasta umhverfi þar sem hann stendur því sem næst á gossprungunni milli Fjallsins eina og gígs sem var nefndur Hraunhóll. Sá gígur er að mestu horfinn vegna mikillar efnistöku. 

18. Gjárop í hraunbrún
Margar djúpar og gjár og misgengissprungur er að finna í Hrútagjárdyngjuhrauni. Þar á meðal er sprungurein sem er spölkorn norðvestan við Fjallið eina en meðfram henni lá áður ein af mörgum leiðum um Almenninginn. Gjáin virkar eins og hellisop inn í Hrútagjárdyngjuhraunið séð frá Krýsuvíkurveginum.

19. Sauðabrekkugígar
Saudabrekkugigar-22Sauðabrekkugígar eru skammt frá Sauðabrekkugjá, en svo nefnist stórbrotin misgengissprunga með áberandi hamraveggjum sem eru hærri að vestanverðu. Gígarnir urðu til við gos allnokkru eftir að Hrútagjárdyngjuhraunið rann. Hrauntungustígurinn liggur því sem næst yfir miðja gígaröðina.

20. Klofaklettur
Margsprungnir klettar finnast víða í Almenningi sem bera nöfn eins og Klofi, Krossstapi, Klungur og Skorás. Norðan við miðbik Sauðabrekkugíga og Búðarvatnsstæðis er slíkur klettur og varða skammt undan. Sunnar er Búðagjá, sem er ævafornt nafn á vestasta hluta Sauðabrekkugjár.

21. Snjódalaás
Urdaras-23Snjódalaás er klapparás í um 1 km fjarlægð suður af Hvassahraunsseli, en þar eru mikil og djúp jarðföll með nokkru kjarri og nefnist svæðið einu nafnið Snjódalir. Allt um kring eru víðáttumikil mosahraun og getur reynst erfitt að finna dalina ef komið er að þeim að ofanverðu.

22. Urðarás
Urðarás varð væntanlega til þegar neðanjarðar hraunrás stíflaðist og braut sér leið upp á yfirborðið vegna ógnarþrýstings. Þegar rásin tæmdist féll þakið niður í rásina og myndaði brothring með grjóturð. Oft eru stórir hellar tengdir slíkum jarðfræðifyrirbærum en á þessum slóðum hafa einungis fundist smáhellar.

23. Löngubrekkugjá
LongubrekkugjaLöngubrekkugjá nefnist sprungubeltið suðaustarlega í Smalaskálahæð, sem er innar og nánast þvert á Alfaraleiðinna milli Suðurnesja og Innnesja. Sprunga nær götunni er þekkt sem Hrafnagjá enda má finna þar yfirgefna hrafnslaupa á klettasyllum. Skammt frá gjánni er Óttarsstaðafjárborg, sem var oftast kölluð Kristrúnarfjárborg.

24. Rauðamelstjörn
Rauðmalarhólar myndast þegar hraun renna út í stöðuvötn eða mýrlendi. Allir rauðhólar í nágrenni byggðarinnar eru horfnir því mölin var notuð í húsbyggingar og vegagerð. Á þessum stað voru Stóri- og Litli-Rauðamelur, en sá fyrrnefndi hvarf vegna námuvinnslu og eftir stendur djúpt ker með grunnvatni sem myndar tjörn.

25. Katlar
Katlar-2Katlar nefnast jarðföll eða gjótur sem eru í suðurjaðri Draughólshrauns, rétt norðan við Jónshöfða og Straumsselshöfða. Straumsselsgatan liggur þétt við Katlana þar sem hún liggur sniðhalt í áttina að Straumsselhöfða. Gróðursælt er í Kötlum og stingur umhverfið nokkuð í stúf við mosavaxið Draughólshraunið.

26. Hellan við Efrihella
Hellan var fyrrum kölluð Gráhella og er áberandi klettur í vesturbrún Kapelluhrauns. Skammt vestan drangsins eru Efrihellar í sléttu helluhrauni sem fræðimenn kalla Selhraun 3, en heimamenn nefndu Gráhelluhraun.

27. Dulatjarnir

Dulatjarnir

Dulatjarnir.

Dulatjarnir við Dulakletta eru spölkorn vestan við Réttarkletta. Þar eru merkilegar ferskvatnstjarnir og gætir flóðs og fjöru í þeim sem er einkenni tjarna sömu gerðar í Hraunum. Grastó á einum klettinum nefndist Dula og var sérstakt fiskimið sem sjómenn treystu á er þeir voru á veiðum á Lónakotsdjúpi.  

(Ratleikur Hafnarfjarðar 2011).

Ratleikur Hafnarfjardar 2011-1

Brunntorfuskógur

Gengið var í Fornasel ofan við Brunntorfur.
Til að komast þangað þurfti að fara fetið í gegnum þéttan „Brunntorfuskóginn“. Reyndar vildi svo vel til að þessu sinni að fljótleg avar komið inn á forna götu er lá í sneiðing upp Varða vestan við FornaselBrunntorfuhæðirnar til suðurs. Líklega hefur hér verið „dottið um“ hinn eiginlega Hrauntungustíg, en hann lá með Fornaseli. Ákveðið var þó að ganga norðar og vestar en selstaðan segir til um ef ske kynni að þar leyndust einhverjar mannvistarleifar – sem reyndist rétt. Þegar komið var upp í Vonduhóla blasti myndarleg varða á þeim við, líklega landamerki. Skammt „sunnar“ birtist önnur myndarleg varða á lágum hraunhól. Líklega er um að ræða vörðu við Hrauntungustíginn með stefnu á selið.
Hafa ber í huga að áttir eru þarna mjög varasamar að teknu tilliti til örnefnalýsinga. Í einni slíkri segir m.a.: „Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stoð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög.“ Hér ber tvennt að varast; annars vegar hét þetta sel Fornasel, en Gjáselið er „norðar“, og hins vegar hefur „norður“ greinilega verið „útnorður“, þ.e. bein lína til sjávar. Þá er selsvarðan rétt staðsett.

Eldhúsið í Fornaseli

Vatnsstæðið er við selið, sem verið hefur með tvískiptum húsakosti, sem verður að teljast sjaldgæft í þeim 250 selstöðum er enn má greina á Reykjanesskaganum. Eldhúsið stendur skammt vestan við baðstofuna og búrið. Vestar er stekkurinn og kvíin. Nátthagi er þar skammt vestar. Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, gróf í tóftirnar sumarið 2002 og kom þá í ljós að þær virtust vera frá því um 1400-1500.
Glöggri götu var fylgt út frá selinu til „vesturs“. Eftir stutta göngu framhjá nátthaganum beygði hún til „norðurs“ og fylgdi neðri brún Hafurbjarnarholts áleiðis niður í Katla. Þar, á leiðinni, lá önnur glögg gata þvert á hana, með stefnu frá Gjáseli að Straumsseli. Skammt utar er Gránuskúti (-hellir). Það, að rekja þessar götur frá upphafi til enda, bíður (fljótlega) betri tíma. Líklega mun gatan frá Fornaseli tengjast Gjáselsstígnum við Gjáselsvörðu „norðan“ Gjásels og þverstígurinn mun væntanlega liggja millum seljanna, sem fyrr sagði. Með því er komin bein götutenging milli Gjásels, Straumsels, Óttarsstaðasels og Lónakotssels.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Fornasel

Gjáselsvarða

Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnastaði segir m.a.: „Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.“

Gránuskúti - Kápuhellir

Allt gekk þetta eftir, nema nafnið. Fornaselið er nokkru ofar (suðaustar) í hrauninu. Um það liggur Hrauntungustígurinn.
Kvín norðan undir klapparhólnum, sem seltóftirnar standa á, er grasi gróin, en í henni sést vel móta fyrir hlöðnum veggjum. Kvín er í góðu skjóli og sérstaklega góður nátthagi skammt norðar (norðvestar). Selið sjálft er dæmigert fyrir seltóftir á Reykjanesskaganum; þrjú rými. Gengið er inn í miðrýmið (sennilega eldhúsið) frá vestri, utan við innganginn eru op til beggja handa (búr og baðstofa). Framan við innganginn er niðurgrafinn brunnur.
Haldið var til suðurs með vestanverðu selstæðinu. Ætla mætti að auðvelt væri að finna nefndan Gránuskúta (Gránuhelli), en því fer fjarri. Allt um kring eru hraunhólar og lægðir. Hafurbjarnaholt er sunnar.
Fyrst var leitað næst selstæðinu, en þegar leitarsvæðið var smám saman útfært til suðurs og vesturs mátti allt í einu og öllum að óvörum, með glöggum augum, greina mikla vegghleðslu í kjarri vöxnum bolla vestan undir hæðunum. Í dag myndi stefnan teljast til vesturs. Við nánari athugun kom í ljós hellisop með miklum fyrirhleðslum. Inni var rúmgott skjól. Mosi við opið benti til þess að þarna hefði ekki nokkur lifandi vera stigið niður fæti um langa tíð. Spurningin er hvort þarna kunni Gránuskúti að hafa verið opinberaður, en um hann hefur jafnan verið fjallað í þátíð hingað til, líkt og hann hafi týnst. Þarna er a.m.k. veglegt fjárskjól og það við sel. Ekki er að sjá að því hafi verið lýst annars staðar – hingað til.
GjáselsvarðanAnnað kemur og til álita. Í örnefnalýsingunni segir m.a.: „Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða. Í brúninni á 
hrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöf’ða austast í Straumsselhöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson.“

Kápuhellir hefur jafnan verið staðsettur uppi í Laufhöfðahrauninu. Hér er hann staðsettur „í brúninni á hrauni þessu“. Í raun kemur staðsetningin heim og saman við staðsetninguna á fyrrnefndum Gránuskúta. Hann er hins vegar sagður í örnefnalýsingu vera sunnan við selið. Þar er reyndar skúti, góður, en engin mannanna verk umleikis. Ef þetta er Kápuhellir gæti þar verið Gránuskúti.

Kápuskjól

Kápuskjól (Kápuhellir).

„Gjáselsvarðan“ svonefnda er, ef betur er að gáð, fjárskjólsvarðan. Sjálfur selsstígurinn liggur svolítið sunnar og framhjá fjárskjólsmunnanum, sem reyndar er að sumarlegi þakinn birkihríslum og því illgreinanlegur.
Svæði þetta er einungis örskammt og í námunda við selið. Að vísu hverfur það óvönum sjáendum á landslagið, en með góðum merkingum væri hægt að gera það alveg sérstaklega aðgengilegt áhugasömu fólki um fyrri tíma lifnaðar- og búskaparháttu. Í selstæðinu, er sem fyrr sagði dæmigerðar húsatóftir, vatnsstæði, kví og fjárskjól. Ef vel væri leitað væri eflaust hægt að finna þar einnig nátthaga (sem reyndar er beint suður af selstöðunni).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnastaði (GS).

Gjásel

Sauðabrekkuskjól

Gengið var frá Fjallsgjárenda við Krýsuvíkurveg með stefnu á Markhelluhól. Ætlunin var að koma við í Búðarvatnsstæðinu, kíkja á Sauðabrekkuskjólið og skjólið í Sauðabrekkugjárgígum, Fjallsgrenin og Gapið.

Markhella

Markhella – áletrun.

Svæðið, sem mótað er af u.þ.b. 8000 ára gömlu Hrúargjárdyngjuhrauninu, er þversprungið svo vissara er að fylgjast vel með vörðunum framundan. Þær vísa á brýr á gjánum. Ofan við fyrstu gjána var gengið yfir Stórhöfðastíginn. Frá honum lágu tvær aðrar greinilegar götur upp í heiðina. Litlar vörður voru við þær. Stígurinn liggur frá Ástjörn um Hédegisskarð og Ásflatir, sniðhallt yfir Bleikisteinsháls og út með Hamranesi og út á Selhraun. Gengið er suður með Stórhöfða þar sem Kaldársel blasir við, en þá hlykkjast leiðin á hraunhrygg að bruna og í áttina að Snókalöndum. Þegar þangað er komið er farið yfir Krýsuvíkurveg í áttina að Brundtorfum og Þrísteinavörðum fylgt að Fjallgjá. Gengið er með misgenginu að Fjallinu eina og austanverðum fjallsrótum fylgt að Hrútargjárdyngju. Þar mætast Stórhöfðastígur og Undirhlíðaleið sem fylgja norðanverðum Sveifluhálsi að Ketilsstíg.

Sauðabrekkugjá

Sauðabrekkugjá.

Stefnan var hins vegar tekin á grónar brekkur vestan við Sauðabrekkugjá. Frá þeim sást vel í suðurenda gjárinnar. Skv. landakortum er Stóra-Sauðabrekka sögð vera þar ofan og við suðurenda gjárinnar. Hún er vel grónin og beitarvæn. Sauðabrekkuhellar nefnast nokkrir hraunhellar sunnan hennar. Í raun nefnast þeir Moshellar. Í norðanverðum Sauðabrekkum er Sauðabrekkuskjólið, sem smalar Hraunamanna nýttu sér sem afdrep. Ofan við skjólið stóð stoltur hrútur með tvær ær og þrjú lömb. Sá hafði gefið beitarhólfi reykneskra fjárbænda og bæjarstjórnum svæðisins langt nef. Að sögn Lofts Jónssonar, Grindvíkins, fóru smalar Grindvíkinga inn að Hrútagjá fyrsta daginn og gistu þar í skúta. Þar gæti hafa verið um nefnt Sauðabrekkuskjól að ræða.

Sauðabrekkufjárskjól

Sauðabrekkufjárskjól (Moshellar).

Frá suðurenda Sauðabrekkugjár, eftir u.þ.b. 30 mín. gang, sást yfir að Markhelluhól. Gengið var að hólnum. Á honum eru áletranir; ÓTTA, HVASSA og KRÝSV. Þesssar jarðir eru sagðar liggja að klofnum klettadrangnum. Ofan á honum er tiltölulega nýleg varða. Skessuflétta er efst á brúnum sprungunnar, en steinarnir í vörðunni eru án mosa.
Í kröfugerð Óbyggðanefndar er sagt að „landamerkin séu í skoðun og til nánari athugunar, en “Markhelluhóll” mun þó vera þinglýstur markpunktur og síðan er dregin lína um Grænavatnseggjar í svonefndan Dágon.“

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

Í landamerkjabréfi Krýsuvíkur árið 1890 er Markhelluhóll sagður „hár steindrangi við Búðarvatnsstæðið“. Þegar staðið er við helluna má sjá í norðvestri háa vörðu. Ef letrið á hellunni er skoðað er ljóst að það er tiltölulega nýlegt. Bæði bendir mosinn umhverfis til þess sem og leturgerðin. Stafurinn „a“ aftast í „Hvassa“ bendir til þess að letrið hafi verið höggvið í steininn á 20. öld. Það eitt vekur tortryggni með hliðsjón af eldri landamerkjabréfum þar sem landamerkin eru áður sögð hafa verið við Búðarvatnsstæðið. Líklega má alveg eins færa rök fyrir því að mörkin séu þar, u.þ.b. kílómetra norðar, en nú er talið.

Áberandi götu var fylgt með hraunjarðinum niður að Búðarvatnsstæðinu. Um vatnsstæðið endilangt liggur gamla sauðfjárveikigirðingin. Vatnsstæðið er nokkuð stórt og virðist hafa verið lagað ti af mannhöndum. Það kúrir í grasbletti ofan við úfið hraunið og þaðan er útsýniið vítt og falegt til suðurs og austurs. Örnefnið er sérkennilegt og gæti bent til þess að við vatnsstæðið hafi verið áningarstaður og þá jafnvel yfir nótt, þ.e. einskonar búðir. Ekki er ólíklegt að þeir sem unnu við kolagerð í Almenningi hafi hast við tímabundið við Búðarvatnsstæðið og af því sé nafnið dregið.

Búðavatnsstæði

Búðarvatnsstæði.

Þegar farið er upp á hraunjaðarinn ofan við Búðarvatnsstæðið sést að einungis er um mjótt hraunhaft að ræða. Í beina línu til norðvesturs sést fyrrnefnd varða. Hún er hlaðin úr sléttum hraunhellum. Eðlilegt hefur verið að hlaða vörðuna þarna því hún er í beinni línu úr Markakletti, mörkum Hvassahrauns og Lónakots við Hraunsnes, og sést því vel þegar komið er úr norðri. Búðarvatnsstæðið hefur verið þungamiðjan í lýsingum fyrri alda, enda fáum slíkum til að dreifa svo ofarlega í Almenningi. Það hefur því óumdeilt verið eitt helsta kennileiti í heiðinni fyrrum. Ekki er óraunhæft að álykta að um það hafi markalínan verið dregin og þar með hafa allar jarðirnar þrjár átt tilkall til þess, enda sennilega einn helsti áfangastaður á ferðum fólks milli byggðalaganna. Þar hefur verið tilvalið að slá upp búðum yfir nóttina, enda um „hálfnaðarleið“ að ræða.

Markhella

Við Markhellu.

Haldið var yfir að Sauðabrekkugjárgígum. Efst í þeim er náttúrlegt skjól; Sauðabrekkuskjól. Hraunbekkur er í því og gluggi á hlið. Steinn var fyrir opinu. Skammt frá skjólinu liggur Hrauntungustíg yfir gjána. Henni var fylgt niður á stíginn. Þar sést vel hvar stígurinn liggur til suðausturs eftir sléttu helluhrauninu og yfir gjána.
Hrauntungustígur liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Háabruna að Hrauntungum í Almenningi. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum þar sem hann liggur yfir gjána.
Farið er yfir Sauðabrekkugjá um Mosa og stefnt á miðja Hrútargjárdyngju, þónokkuð vestur af fjallinu eina. Leiðin liggur að Hrúthólma þar sem farið er um helluhraun að Hrútafelli og þá er stutt i Ketilsstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur.

Ginið

Ginið.

Fjallsgrenin eru þarna skammt norðar á sléttu helluhrauninu. Í því eru fjölmargir skútar og rásir. A.m.k. tvö hlaðin byrgi fyrir refaskyttur eru við grenin.
Frá Sauðabrekkugjárgígum nyrðri hefur runnið þunnfljótandi helluhraun, bæði til norðurs og suðurs. Hraunið er lítið, en sker síg úr grónu Hrútargjárdyngjuhrauninu. Í því sunnanverðu er Gapið, u.þ.b. 15 metra djúpt. Þunnfljótandi hraunið hefur runnið þarna niður í sprungu og fyllt hana, nema þar sem hún hefur verið dýpst og breiðust. Þar hefur hraunið ekki náð að fylla hana að fullu. Sigið var ofan í Gapið fyrir u.þ.b. ári síðan. Það er í rauninu merkilegt náttúru- og jarðfræðifyrirbæri, sem fáir vita af. Það kemur þó vel fram á loftmyndum.
Rjúpa lá á hreiðri skammt austar. Eggin voru 12 talsins.
Gengið var yfir Stórhöfðastíg. Ljóst er að ekki er um einn afmarkaðan stíg að ræða þótt einhver eða einhverjir hafi sett upp litlar vörður við einn þeirra. Sjá má hann vel mótaðan á a.m.k. þremur stöðum í hrauninu, en allir stefna stígarnir í sömu átt, að Fjallinu eina vestanverðu. Segja má því að ekki sé um einn tiltekinn Stórhöfðastíg að ræða þarna í grónum Almenningnum heldur fleiri. Þeir eru þó misgreinilegir á köflum.
Gangan tók 2 klst og 22 mín. Frábært veður.

Sauðabrekkufjárhellar

Sauðabrekkufjárhellar (Moshellar).

Vatnsendaborg

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú af stað genginn í 14. sinn. Markmið með ratleiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu landi nágrennis Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem leynast í næsta nágrenni.

ratleikur -5

Þema leiksins að þessu sinni er hleðslur. Stöðvarnar eru 27 talsins og á þeim öllum eru hleðslur af mannavöldum. Allar endurspegla þær búsetu- og atvinnusögu svæðisins frá upphafi til þessa dags. Þátttakendur geta því gengið á staðina og reynt að gera sér í hugarlund hvernig búskaparhættir voru hér áður fyrr.
Ratleiksk
ortið er frítt og má fá í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, á sundstöðum og bensínstöðvum.
Leikurinn stendur til 21. september 2010. Fjölbreyttir vinningar í boði. Hér mun með tíð og tíma koma nánari fróðleikur um stöðvarnar.

Stöðvarnar að þessu sinni eru:

1. Skotbyrgi á Mógrafarhæð
Mógrafarhæð nefnist öxlin sem geng­ur suðaustur frá hábungu Ásfjalls í áttina að Blá­berjahrygg. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með rifla en þar var einnig gervi­fallbyssa úr gildum trjálurk sem leit út eins og fallstykki úr lofti. Sjá meira HÉR.

2. Grjótvirki á Hádegisholt
FlodahjalliHlaðið grjótvirki sem stendur nálægt efsta hluta Hádegisholts, en hæðin var einnig nefnd Flóðahjalli. Skotbyrgið hlóðu breskir hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons vorið 1940. Það er um 800 m² að stærð og víða hefur hrunið úr veggjum þess, sem voru rúmlega 1 m háir.
Sjá meira HÉR.

3. Stekkur við Stekkjartún
Fallega hlaðnir veggir af smáhýsi  eða stekk við Stekkjartúnið. Suðvestan við klett sem tóftin stend­ur hjá er einföld kvíahleðsla sem er nánast vall­gróin. Hraunhóllinn Einbúi er skammt frá hleðslunum og norðaustan þeirra er allnokkur furutrjálundur í Flatahrauni.
Sjá meira HÉR.

4. Beitarhús nærri Selgjá
BeitarhusVeggir af fornu beitarhúsi í landi Urriðakots sem hlaðið var til skjóls fyrir útigangsfé og senni­lega smalann líka. Ekki er vitað um aldur hússins sem er ekki lengur reft og standa veggirnir einir eftir, ásamt sér­kennilegri hleðslu á milli hraunkletta með einskonar glugga sem snýr  í austurátt.
Sjá meira HÉR.

5. Hleðsla við Selgjárhelli
Norðurhellar eru í Selgjá (Norður­hellagjá) sem er beint framhald Búrfellsgjár. Hellarnir voru nýtt­ir í tengslum við selbúskap 8 kóngsjarða á Álftanesi. Talið er að selin hafi verið 11 talsins og eru tóftir nokkurra mjög greinilegar við gjárbarmana, en minna ber á öðrum seltóftum.
Sjá meira HÉR.

6. Vatnsendaborg
VatnsendaborgFjárborg Vatnsendabænda stendur hátt á Hjallabrúnum skammt frá landamerkjarvörðu á Arnarbæli (Arnarsetri) sem skipti löndum milli Vífilsstaða og Vatnsenda. Borgin er rétt innan við landamerki Vatnsendalands og var helsta skjól  sauðanna sem voru þar á vetrarbeit.
Sjá meira HÉR.

7. Gjáarrétt í Búrfellsgjá
Gjáarrétt var fjallskilarétt Álftnesinga og bendir margt til að hún hafi verið stærri áður fyrr. Al­menn­ingurinn er óvenju lítill, en þessi rétt var hlaðin árið 1839 og hætt að nota hana 1920 þegar Hraunrétt í Gráhelluhrauni varð lögrétt. Gjáarrétt var friðlýst 1964.
Sjá meira HÉR.

8. Fallin fjárborg á Selhöfða
SelhofdiSelhöfði ber nafn með rentu því nokkur sel voru norðan og vestan við hann. Ofarlega á höfðanum er tölu­verð grjóthrúga; leifar hruninnar fjárborgar. Grjótið lætur ekki mikið yfir sér þar sem það liggur á víð og dreif en auðvelt er að ímynda sér hversu stór fjárborgin var.
Sjá meira HÉR.

9. Húsatóft við Fremstahöfða
Rétt austan við Fremstahöfða eru vegghleðslur fjárhúss sem byrjað var að reisa úr hraun­grjóti rétt eftir aldamótin 1900 en var aldrei klárað að því er næst verður komist. Húsatóftin minnir á það hversu mikið menn voru tilbúnir að leggja á sig til að skýla sauðfé sínu fyrir vertrarveðrum.
Sjá meira HÉR.

10. Fallin fjárborg á Borgarstandi
BorgarstandurVestur af Borgarstandi er beitarhúsatóft með gerði en suðvestan Smalaskála eru nokkrir fjárhellar með tilheyrandi hleðslum. Tvær fjárborgir stóðu á Borgarstandi en grjótið úr eystri borginni var fjarlægt á sínum tíma. Vestari borgin er hrunin og eru minjar hennar friðlýstar.

11. Vatnsveituhleðsla í Lambagjá
Veturinn 1917-18 voru hlaðnar undirstöður fyrir 1.600 m opna trérennu  sem lá frá Kaldárbotnum að Sléttuhlíð, þar sem vatn var látið renna niður í hraunið. Öll hleðslan milli Lambagjár og Kaldárhnúka er friðuð og ekki má raska þessu

 mannvirki á neinn hátt. 

12. Fallinn stekkur í Helgadal
HelgadalurHellarnir í Helgadal voru fyrrum notaðir sem fjárskjól og eru fornar hleðslur í nokkrum þeirra. Skammt suður frá hellunum eru tóftir beitarhúss sem var líkast til sel í eina tíð. Helgadalsstekkur sést á lágri hraunklöpp rétt norðan hellanna, en hann er löngu fallinn.  

13. Túngarðurinn vestan við Óttarsstaði
Heimatúnið á Óttarsstaðabæjunum tveimur var girt tvístæðum túngarði sem hlaðinn var úr hraungrjóti að vestan en sjávargrjóti að austan. Þessi vandaði garður var feiknarmikið mannvirki og þurfti talsvert viðhald. Hann stendur að hluta enn þó víða hafi hrunið úr honum.

14. Norðurfjárhús
NorðurfjárhúsÁ sjávarbakkanum skammt frá bæjarhól Lónakotsins, beint niður af klapparhól sem var ýmist nefndur Krumhóll, Vökhóll eða Sönghóll, er það sem eftir er af Norður­fjárhúsum. Þykkhlaðnir veggirnir standa enn þó svo að þekjan hafi fyrir löngu fokið á haf út.

15. Hausthellir vestan við Lónakot
Hausthellirinn var skammt vestan við Lónakotstúnið og þótti ekki merkilegt skjól. Hellirinn var notaður þegar taka þurfti lambærnar heim á bæ alveg undir jólin. Vegna smæðar sinnar var hann lagður af um leið og Norðurfjárhúsin höfðu risið um aldamótin 1900. 

16. Fyrirhleðsla við Smala-skálaskúta
SmalaskalaskjolRétt  norðan Reykjanes­brautar nærri Lónakoti er Sjónarhóll, mikill og margskiptur hraunhryggur. Norðaustan Sjónarhóls og vestan við Jakobs­vörðuhæð er fjárhellir með fyrirhleðslu. Þetta er fjárskjól sem heitir Smalaskálaskúti þó svo að skútinn sé spottakorn frá Smala­skálahæð. Skútinn er um 100 m vestan við Jakobsvörðu með op til vesturs.

17. Jakobsvörðuhæðarrétt
Norðan Jakobsvörðu er forn stekkur ásamt æva­gamalli fjárrétt sem dregur nafn sitt af hæðinni, en minjarnar vi

tna um búskaparhætti fyrri tíðar.  Réttin er skammt frá fornum götum, sem heita annarsvegar Vetrarleið og hinsvegar Óttarsstaðafjárborgarstígur.

18. Jakobsvarða
JakobsvarðaJakobsvarða líkist lágri heysátu og hefur örlítið hrunið úr henni þar sem hún stendur á Jakobs­vörðuhæð. Enginn kann skil á Jakobi.

19. Stekkurinn við Þorbjarnarstaði
Nokkuð stór réttagarður liggur utan um Stekkatúnið norðan undir Stekkatúnshæðinni. Innan garðsins var Stekkatúnið sem var slegið þegar leið á sumar enda allt sauðféð fyrir löngu farið á fjall. Innan Stekkatúnsins var hlaðið gerði sem skiptist í stekkinn og lambakró.

20. Skotbyrgi við Mosastíg

Skotbyrgi

Víða í Hraunum voru hlaðin skotbyrgi snemma á 19. öld sem refaskyttur notuðu til að felast er legið var fyrir tófu. Flest skotbyrgin hafa staðist tímans tönn en þeim var oftast fundinn staður nálægt grenjum eða þar sem smalar sátu yfir sauðfé sem var á útigangi árið um kring.

21. Réttargjá
Náttúruleg hraunsprunga skammt austan við jarðvegsnámu þar sem áður stóð gjallhóllinn Þorbjarnar­staða­rauðimelur. Hlaðið er fyrir sprunguna að norðanverðu og þar var eitt sinn réttarhlið úr timbri til að létta smölum fjárgæsluna þegar vetrarbeit var stunduð þarna.

22. Skotbyrgi á Smalaskálahæð
Á Smalaskálahæð við Krist­rún­arfjárborg er lítið skotbyrgi þar sem skyttur dvöldu dægrin löng í von um að góma varginn áður hann næði að dSmalaskalahaedrepa búsmalann. Kjötstykki af sóttdauðu hrossi eða sauðkind sem lyktaði vel var lagt í skotlínu til að lokka varginn út úr fylgsni sínu.

23. Bekkjarskútinn
Bekkjarskútinn í Bekkjarhraunskeri er nokkuð stór og framan við hann eru fyrirhleðslur sem loka  opinu sem snýr mót norðvestri. Hraunið umhverfis skútann nefnist einu nafni Bekkjarhraun en hæðirnar kallast Bekkir. Tvær

 fornar götur liggja til sitthvorrar handar við Bekkina.

24. Óttarsstaðaselsrétt

OttarsstadirSuður af Óttarsstaðaseli er stór hraun­bás og þar er ævagömul rétt eða nátthagi sem tilheyrði selinu. Réttin er allrúmgóð og stendur á klöpp en réttarveggirnir eru hlaðnir frá hvorum kersbarmi fyrir sig. Hlið hefur verið fyrir réttaropinu en það fúnaði og varð að engu.

25. Óttarstaða-selshellar
Fjárskútar eru við flest selin í Almenningi og fyrir bragðið þurfti ekki að byggja þar beitarhús. Vestan Óttarsstaðasels er hraunhryggur og í honum er ágætur fjárskúti sem rúmaði fjölda fjár. Annar skúti er suður af selinu og átti hvor Óttarsstaðabóndi sinn fjárskúta þegar þar var tvíbýlt.

26. Fjallgrensbalar

BúðarvatnsstæðiNokkuð sunnan frá Fjallgrensbalavörðu er hlaðið skotbyrgi þar sem refaskyttur gátu legið fyrir bráð sinni. Fjallgrenið er nærri byrginu og þegar melrakkinn kom út úr greninu til að afla matar fyrir hungraða yrðlinga sína var skyttan í góðri aðstöðu til að vinna dýrið og hreinsa grenið. 

27. Búðarvatnsstæði
Búðarvatnsstæðið virðist vera mótað af manna höndum og þar er staðið regnvatn sem er varla drykkjarhæft nema í hallæri. Um mitt vatnsstæðið liggur hleðsla sauðfjárveikivarnagirðingar sem markaði landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga.  Vatnsstæðið er rétt undir háum hraunkanti.

Bekkjaskuti

 

Bekkjaskúti

Gengið var upp í Óttarsstaðasel og síðan áfram upp í Búðarvatnsstæði. Þar hjá á að vera hár steindrangur; Markhelluhóll, landamerki Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur. Í dag eru þau dregin um Markhelluna, u.þ.b. 800 metrum ofar. Eins og flestir vita er „hóll“ og „hella“ sitthvað.

Ottarsstadir vestri

Í bakaleiðinni var komið við í skotbyrgjunum við Fjallsgrensbala og gengið niður Almenning milli Óttarsstaðasels og Straumsels, þ.a. að hluta eftir merkjum Óttarsstaða og Straums. Af því tilefni var eftirfarandi rifjað upp. Í ferðinni voru tínd upp nokkur merki í ratleik Hafnarfjarðar 2010, s.s. í Óttarsstaðaseli og við Búðarvatnsstæðið.
Árið 1379 votta þeir Kári Þorgilsson, Jón Oddsson og Ólafur Koðráðsson að hafa heyrt máldaga kirkjunnar í Viðey lesinn og að Ólafur hafi lesið hann sjálfur áður en kirkjan (og þá væntanlega einnig umræddur máldagi) brann. Í vitnisburði þeirra sem fjallar um reka kirkjunnar og mörk hans er minnst á Óttarsstaði.
Bekkjaskuti-3Þann 9. september 1447 höfðu þeir Einar Þorleifsson og Steinmóður Viðeyjarábóti með sér jarðaskipti. Meðal þeirra jarða sem komu í hlut klaustursins voru 10 hundruð í Ottastöðum í Kálfatjarnarkirkju-sókn.
Óttarsstöðum bregður fyrir í fógetareikningunum 1547-1552 og eru þá líkt og aðrar Viðeyjarklaustursjarðir komnir í konungs eigu.
Í lýsingu gæða Óttarsstaða í jarðamatinu 1804 segir m.a.: „Udegangen er her temmelig god saa at Beder, Faar og Lam bliver kun lidet Foder bestemt.“
Ottar-2Í athugasemdum við Óttarsstaði segir, og mun það eiga við Garðahrepp í heild: „Da er i nærværende Evaluation anförte Faar og Beder ja endog Lam, i Almindelighed intet Foder erholde (som dem og her kuns lidet er bestemt); men holdes alleene paa Udegang, med hvilken dog er forbunden megen Fare, bestaaende baade deri, at disse Kreature, som ogsaa leve af fersk Tang og elske den, undertiden tabes i Söen, og det i Hobetal, paa nogle Skiær hvorpaa de i Ebbetiden gaar ud, og drukne siden med Flod, elle naar Vandet træder tilbage, tillige ogsaa deri at en Deel bortsnappes af Ræven, hvoraf det omliggende Hröjn (Lava Strækning) giemmer en saadan Mængde, som man ikke seer sig i Stand til at indskrænke mindre ödelægge, foruden hvad Foder Mangel i haarde Aaringer dog nödvændig maae medföre disse Kreatures ganske Tab. – saa proponeres her en Nedsættelse enten af baade Faar og Beder for det halve, eller, i Mangel deraf, da af den sidste Sort allene for 2/3 Deel, af det anförte og evaluerte saa meget mere som Proportionen med andre Jorder vilde ellers uforholdsmæssig naar hensees til den sande Bonite, som og den gamle Skyldsætning (Taxation) er ulige mindre end denne nye, hvilket ikke i Almindelighed indtræffes.“

Ottarsstadasel

Þessi athugasemd virðist eiga við margar jarðir í ofanverðum Álftaneshreppi.
Óttarsstaðir eru meðal svokallaðra Hraunajarða. Á árunum 1825–1874 áttu sér stað ýmsir atburðir er snérust um tengsl Hraunajarða og almenningslands Álftnesinga á Reykjanesi.
Óttarsstaðir voru seldir úr konungseigu þann 28. ágúst 1839.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er getið bæði Óttarsstaða og Óttarsstaðakots þrátt fyrir að hvorki prestur né sýslumaður geti hjáleigunnar. Ástæða þess er að nokkru leyti ábúendatalan sem sýslumaður gaf upp á öllum Óttarsstöðum en að auki var hún byggð 1803.
OttarsstadaselsfjarskjolÍ jarðamatinu 1849 er kafli um jörðina Óttarsstaði með hjáleigunum Óttarsstaðakoti og Nýjakoti. Þar kemur eftirfarandi fram: „Landrými mikid. Landkostir ágjætir á sumrum. Vetrarbeit mjög gód, en nokkud ördug. Skógur nægilegur.“
Þann 21. júní 1849 skrifaði eigandi hálfra Óttarsstaða undir svohljóðandi lögfestu: „Fyrst vid sjó milli jardanna Óttarstada og Straums ur Valnaskeri uppá Markhól, svo í Skiphól þaðan í Nónhól af Nónhól á nordurenda Gvendarbrunshædar, svo sunnan vid Mjósund upp í steinhús þadan á Eiólfshól eptir Eiólfshólsbölum uppá miðjann Fjallgrensbala. Af Fjallgrensbala suðurá Helluhól nordan á Búðarhólum á milli jarðarinnar Heimalands og og almennings afrjettar. Af Búðarhólum beina línu niður á Valklett [ógreinilegt, gæti verið Vakklett eða jafnvel Váklett] þaðan á Sauðaskjól, af Sauðaskjóli niður á Krumhól og Innraklif við sjó á milli jardanna Óttarstada og Lónakots.

Budarvatnsstaedi-3

Líka lýsi jeg eign minni það ítak í almennings afrjetti Alptaneshrepps, sem ofantaldri jörð minni ber að lögum innan hjer ofantaldra takmarka.“
Guðmundur Guðmundsson í Straumsseli lét lesa þessa lögfestu á manntalsþingi að Görðum 22. s.m.
Áreið var gerð á landamerki Hraunajarðanna og almenningsskóga Álftanesshrepps 12. september 1874 til þess að ákveða mörkin.
Þrjú landamerkjabréf fyrir Óttarsstaði voru undirrituð 26. maí 1890 og þeim öllum þinglýst 9. júní sama ár. Fyrsta bréfið fjallaði um landamerki milli Óttarsstaða og Hvassahrauns: Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið – Krossstapa, frá Mið – Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól.
Frá Klofningskletti í Búðarvatnstæði, frá Budarvatnsstaedi-4Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krísuvík; í hann er klappað Ótta., Hvass., Krv. – Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson og Friðfinnur Friðfinnsson. Landamerkin samþykktu Sigurmundur Sigurðsson, Einar Þorláksson og einnig Á. Gíslason fyrir hönd Krýsuvíkurkirkju.
Næsta bréf ákvarðaði landamerki Óttarsstaða og Straums: „Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra–Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu, frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og uppaf Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.“

Markhella

Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson, Friðfinnur Friðfinnsson og G. Símonsson. Landamerkin samþykkti Á. Gíslason.
Í þriðja landamerkjabréfinu var greint frá svohljóðandi landamerkjum Óttarsstaða og Lónakots: „Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots – byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“
Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson, Friðfinnur Friðfinnsson og
Hallgrímur Grímsson.
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Óttarsstaðarjarðirnar tvær talsins og einnig er getið Óttarsstaðagerðis. Landamerki beggja Óttarsstaða eru svohljóðandi: Landamerki að sunnan, úr Markaviki að fyrir innan Grunnfót, þaðan beina línu um stein og uppí Krossstapa þaðan að Krýsuvíkurlandi um markhól, að norðan úr Vatnaskersklöpp við sjó og í Stóra Nónhól þaðan í Mjósundavörðu, þaðan um steinhús og upp að fjallinu Eina og tekur þar við Krýsuvíkurland.

Markhelluhóll

Í fasteignamatinu 1932 er að finna lýsingar á eftirfarandi jörðum í Óttarsstaðahverfi: „Óttarsstaðir I og II og Óttarsstaðagerði. Í lýsingu ábúenda á Óttarsstaðum I kemur fram að beitilandið sé víðlent og mjög skjólgott, einnig að smalamennskan sé örðug. Beitilandið nýtist sem ágætis vetrarbeit fyrir sauðfé. Það hefur lyng og kvist. Þar segir líka að jörðin hafi nægt beitiland fyrir sínar skepnur árið yfir í heimalandinu.“ Um ítök segir: „Landræma til beitar afgyrt með Straumslandi, sem Óttarstaðir eiga er notuð til beitar.“
Í greinargerð ábúendanna kemur einnig fram að landamerki jarðarinnar séu ágreiningslaus, að landamerkin hafi verið uppgerð 1890 og að þau sé að finna í landamerkjabók sýslumanns. Sambærileg lýsing er á Óttarsstöðum II og Óttarsstaðagerði.
Budarvatnsstaedi-5Í október 1992 sendi Sesselja Guðmundsdóttir hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps greinargerð sem hún hafði tekið saman um landamerki hreppsins. Í mars 1993, sendi Sesselja frá sér aðra greinargerð, nú til fulltrúa hjá sýslumannsembættinu í Keflavík. Þar er að finna athugasemd um svokallaða Markhellu / Markhelluhól sem minnst er á í landamerkjabréfum Krýsuvíkur,
Hvassahrauns og Óttarsstaða frá árinu 1890: „… að öðru leyti hefi jeg ekki að athuga [við landamerkjabréf Krýsuvíkur] nema óráðið mun um rjetta þekkingu á „Markhellu“ að vestanverðu.“ Undir þetta skrifar Oddur V. Gíslason prestur á Stað í Grindavík …“

Fjallsgrensbali

Önnur athugasemd var gerð við bréfið og var hún svohljóðandi: „Sem eigendur og umboðsmenn Hvassahrauns-hverfisins leyfum við oss að gjöra þá athugasemd við framanskráð landamerki að í staðinn fyrir „Markhellu“ sjé settur „Markhelluhóll.“ Að öðru leyti samþykkt.“ Þetta undirskrifa Einar Þorláksson og Sigurmundur Sigurðsson. Athugasemdin um Markhelluhól hefur verið tekin til greina því skjalinu er þinglýst með því nafni.
Setninguna „… Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði“ er vert að athuga nánar. Ca km fyrir ofan vatnsstæðið er trúlega hinn eini sanni Markhelluhóll og á landakortum síðustu ára eru mörkin um hann. Á hólnum er varða og stendur hann rétt ofan við djúpa en þrönga gjá og eru stafirnir sem getið er um í landamerkjabréfi Óttastaða – Hvassahrauns meitlaðir stórum stöfum á hólklöppina sem snýr til norðausturs.

Almenningur

Það er merkilegt hvað stafirnir eru greinilegir ennþá og vel getur verið að þeir hafi verið skýrðir upp einhverntíman á þessari öld.
Steindranginn sem nefndur er í lýsingunni er til þarna í nágrenninu og er hann spöl neðan og vestan við hólinn út í illfæru og grófu apalhrauni. Rétt við steindranginn er gömul mosagróin varða, há og mikil um sig, hlaðin úr stórum hraunhellum. Í lýsingunni hefur því verið blandað saman í eitt mark,
hólnum og drangnum og eins gæti hugsast, að mörkin hafi einhverntímann legið neðar, þe.a.s um drangann en ekki hólinn. Hvassahraunsbændur gerðu sér grein fyrir því, við undirskrift bréfsins að hægt var að ruglast á þessu tvennu og lögðu áheyrslu á örnefnið Markhelluhól sem er drjúgum ofar.“
Við skoðun á Markhelluhól ofan við Búðarvatnsstæðið kom í ljós mosavaxinn fótur af fornri vörðu.
Í Almenningi lék móskollóttur fallegur refur sér við hvurn sinn fót.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín (17.2 km).

Heimildir m.a.:
-Íslenzkt fornbréfasafn, IV. b. Kaupmannahöfn. 1895-1897, s. 707-708.
-Guðm. J. og Friðfinnur, bændur á Óttarsstöðum skv. sóknarmannatali Garða 1890.
-Sigurmundur Sigurðsson var bóndi á Hvassahrauni og Einar Þorl. húsmaður þar (Sóknarmannatal Kálfatjarnar 1890   og Sóknarmannatali 1889).
-Árni Gíslason í Krýsuvík.
-Guðm. Símonarson bóndi í Straumi. (Sóknarmannatal Garða 1890).
-Hallgrímur Grímsson bóndi í Lónakoti. (Sóknarmannatal Garða 1890).

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – drónamynd.

Litluborgir

Haldið var í Litluborgir, stundum einnig nefndar Hraungerði og Minni-Dimmuborgir, með viðkomu í Helgadal og Valabóli.
Litluborgir-3Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar skammt fyrir sunnan Helgafell ofan Hafnarfjarðar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr. Hið friðlýsta svæði er 10,6 hektarar að stærð.
Markmiðið með friðlýsingu Litluborga sem náttúruvættis er að vernda sérstæðar jarðmyndanir í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis, en Helgafell og nágrenni þess hefur um langan tíma verið afar vinsælt útivistarsvæði.
Litluborgir í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. nr. 395/2009. Þar segir m.a: „Umhverfisráðherra hefur ákveðið að tillögu Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og með samþykki Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem landeiganda og sveitarstjórnar, að friðlýsa Litluborgir við Helgafell í Hafnarfirði sem náttúruvætti, skv. 2. tölulið 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Litluborgr-2

Umsjón og rekstur náttúruvættisins skal vera í höndum umhverfisnefndar Hafnarfjarðarkaupstaðar, samkvæmt samningi Umhverfisstofnunar og Hafnarfjarðarkaupstaðar sem umhverfisráðherra staðfestir. Umhverfisstofnun skal sjá um gerð verndaráætlunar fyrir náttúruvættið í samráði við Hafnarfjarðarkaupstað. Almenningi er heimil för um náttúruvættið, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er óheimilt að hafa hunda í náttúruvættinu án fylgdar og tryggrar stjórnar. Umferð vélknúinna farartækja, þ.m.t. vélsleða, er óheimil í náttúruvættinu. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir í náttúruvættinu Litlu­borgum. Óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf innan marka náttúruvættisins.

Litluborgr-3

Ræktun og dreifing framandi tegunda er jafnframt óheimil innan marka þess. Skotveiðar eru óheimilar á svæðinu. Allar framkvæmdir innan náttúruvættisins eru háðar leyfi Hafnarfjarðarkaupstaðar og Umhverfisstofnunar. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun. Gert er ráð fyrir merktum og stikuðum gönguleiðum og stígum um svæðið sem tengst geta öðrum gönguleiðum um uppland Hafnarfjarðar. Brot gegn friðlýsingu þessari varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Litluborgir í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. nr. 395/2009.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.

Óbrinnishólabruni

Kapellu- og Óbrinnishólahraun (-bruni) eru með þeim yngstu í Hafnarfirði og skilja sig frá öðrum, reyndar með ólíkum hætti því hið fyrrnefna er að miklum hluta úfið kargahraun en hið síðarnefnda slétt helluhraun næst upptökunum, bæði þó  með samfelldri Stakurráðandi mosaþembu.
Óbrinnishólabruni á (skv. fyrri rannsóknum) að hafa runnið 190 f. Kr. og Kapelluhraun (Nýjahraun/Bruninn) árið 1151 e.Kr. Um 1340 ára aldursmunur mun því vera á hraununum, en þess virðist þó fljótt á litið ekki sjást glögg merki, hvorki gróðurlega né jarðfræðilega. Mun líklegra er að Óbrinnishólahraunið hafi runnið í sömu goshrinu og Bruninn og þá einungis skömmu áður á jarðfræðilegan mælikvarða (á innan við 300 ára tímabili).
Þegar gengið var um Óbrinnishólabruna í byrjun sumar [2008] vakti stök burnirót, stakt lambagras og grasnýmyndun sérstaka athygli – landnámsplöntur í hraungambra eftir tæplega 2000 ára þrautseigju.
Guðmundur Kjartansson (1954) varð fyrstur jarðfræðinga til að kanna Kapelluhraun og Óbrinnishólabruna svo nokkru næmi. Jón Jónsson hefur nokkrum sinnum ritað um hraun á svæðinu. Hann taldi á grundvelli geislakolsákvarðana að Óbrinnihólar væru liðlega 2100 ára gamlir og að Kapelluhraun hefðu runnið í byrjun elleftu aldar.

Gvendarselshæðargígar

Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

Úr gígum nyrst í Undirhlíðum hefur runnið hraun sem Jón Jónsson (1978a, 1983) nefnir Gvendarselshraun. Undir því hefur hann fundið Landnámslagið og út frá aldursgreiningu með geislakolsaðferð telur Jón hraunið runnið á elleftu öld. Hér ber að hafa í huga að báðar niðurstöðurnar eru rangar í ljósi nýjustu rannsókna – þrátt fyrir að virðingarverðir jarðfræðingar hafi verið þarna að verki. Segja má því með nokkrum sanni að sannleikurinn þarf ekki endilega að vera endanlegur þótt sennilegustu rannsóknir bendi til að svo sé – á þeim tíma. Gildir það enn þann dag í dag – og mun væntanlega gilda á morgun. Þessa eru fornleifafræðingar vel meðvitaðir. Áreiðanleika rannsókna hefur fleygt svo vel fram síðustu áratugi að efasemdir hafa vaknað við hvert fet sem stigið hefur verið hingað til.
Stakur er er áberandi ílöng hæð (reyndar sú eina) milli Óbrinnishólanna og Undirhlíða. Hann er birkigróinn í jarðrana. Grastorfur eru vestan við hann og vatnsstæði suðvestar. Uppi á honum miðjum, í skjóli fyrir austanáttinni, er minjar um yfirsetu smalanna frá Ási, en skammt norðar, undir nyrðri Óbrinnishólum, er fjárskjól þeirra.

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar eru nú nánast óþekkjanlegri frá fyrri tíð vegna gífulegrar efnistöku.

Óbrinnishólar er röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu, um 700 metra vestan við Undirhlíðar, og tæpum 2 km sunnan við Kaldársel. Hólaröðin sjálf er um 900 metrar á lengd. Hæsti gígurinn er um 44 metra hár yfir næsta umhverfi og 124 metrar yfir sjó. Óbrinnishólar tilheyra Krísuvíkureldstöðvakerfinu, sem var virkt á u.þ.b. 25 km langri sprungurein frá Gvendarselsgígum við norðurenda Undirhlíða að Ögmundarhraunsgígunum suðaustan í Núpshlíð í suðri.
Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða sem sést af gróðurleifum sem fundust milli gosmyndanna. Um fyrra gosið í Óbrinnishólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Hraun frá þessu gosi er nú hulið yngri gosmyndun. Það er aðeins á einum stað sem fundist hefur hraun frá fyrra hosinu og var það í sjálfum gíghólnum. Þetta hraun er frábrugðið hinu hrauninu að það inniheldur verulega meira ólivín.
Leifar smalaskjólsins á StakSíðara gosið hófst fyrir 1800 árum í og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum. Hæðin sem Óbrinnishólar eru á er að mestu úr bólstrabergi og grágrýti. Eftir endilangri hæðinni er um 50 metra breiður sigdalur. Að vestan takmarkast hann af 4-6 m háu misgengi. Rétt austan við sigdalinn rísa gígirnir og stefnir röðin eins og dalurinn. Óbrinnishólahraun er undir Kapelluhrauni við Straumsvík. Í hrauntröð sunnan við hólana er fyrrnefnt fjárskjól.
Í greinargerð Náttúruverndarráðs um þetta svæði segir m.a.: „Efnistaka úr eldvörpum og gervigígum hefur á undanförnum árum að mestu leyti verið bundin við eldvörp í nágrenni þéttbýlis. Stærstu námurnar á Suðurlandi hafa verið í gígþyrpingum á Reykjanesskaga (Arnarsetur við Grindavík, Óbrynnishólar við Hafnarfjörð, Rauð hólarnir við Reykjavík) og í Grímsnesi (Seyðishólar). Einnig hefur gjall verið unnið úr stökum eldvörpum á þessu svæði, svo sem úr Litlu-Eldborg undir Geitahlíð og nú síðast Eldborg við Trölladyngju.

Óbrinnishólar nyrðri - nú eyðilagðir af námuvinnslu

Á síðastliðnum árum hefur ferðamannaþjónusta verið einn helsti vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi og hafa stjórnvöld bent á ferðamannaþjónustu sem vænlegustu leið okkar til ný sköpunar. Eldfjöllin draga til sín erlenda ferðamenn sem koma til þess að njóta ósnortinnar náttúru og fræðast um jarðfræðilega þróun landsins. Að ,,gera út á„ íslenska náttúru er meira í anda sjálfbærrar þróunar en að selja eldvörp í erlenda vegi.
Fjölbreytileiki íslenskra eldvarpa er eitt af einkennum landsins. Eldfjallaeyjan Ísland á engan sinn líka hvað varðar landslag, gosmyndanir og bergfræði. Þrátt fyrir ungan jarðfræðilegan aldur og tíða eldvirkni eru margar jarðmyndanir hérlendis mjög fágætar, einnig á alþjóðlegan mælikvarða. Og þó Íslendingar telji sig ríka rík af þeim eldvörpum sem skópu landið í aldanna rás þá er vert að minnast þess að margar þessar jarðmyndanir eru afar sjaldgæfar og jafnvel einstakar, svo sem Eldborg í undir Geitahlíð. 

Í Óbrinnishólum syðri

Samkvæmt upplýsingum frá Hauki Jóhannessyni hjá Náttúrufræðistofnun verða goshrinur á Reykjanesskaga á um þúsund ára fresti. Í hverri hrinu verða gos í flestum gosreinum á skaganum og hrinan varir í um 200-300 ár. Síðasta goshrinan gekk yfir á árunum 950-1240 en síðast runnu hraun á Reykjanesskaga árið 1226, þar má nefna Arnarseturshraun, Leitahraun og Eldvarpahraun.
Í umsögn Stofnunar Árna Magnússonar segir svo um nafngiftina: „Óbrinnishólar; réttara en Óbrynnishólar, sbr. so. brinna í fornu máli“.
Þegar gengið er um Óbrinnishólahraun leynist engum hugsandi ferðalangi að þar er um að ræða annað og „geðslegra“ hraun en sjá má í Brunanum/Nýjahrauni/Kapelluhrauni (sett svo fram svo finna megi á leitarstreng). Þó fer ekki á milli mála, jafnvel meðal leikmanna, að ekki getur verið svo mikill aldursmunur á þessum hraunum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-flensborg.is
-Jón Jónsson. Óbrinnishólar. Náttúrufræðingurinn, 42.-45. árgangur. Rkv. 1974a.
-Stofun Árna Magnússonar.

Í Óbrinnishólahrauni