Bekkjaskúti

Gengið var upp í Óttarsstaðasel og síðan áfram upp í Búðarvatnsstæði. Þar hjá á að vera hár steindrangur; Markhelluhóll, landamerki Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur. Í dag eru þau dregin um Markhelluna, u.þ.b. 800 metrum ofar. Eins og flestir vita er “hóll” og “hella” sitthvað.

Ottarsstadir vestri

Í bakaleiðinni var komið við í skotbyrgjunum við Fjallsgrensbala og gengið niður Almenning milli Óttarsstaðasels og Straumsels, þ.a. að hluta eftir merkjum Óttarsstaða og Straums. Af því tilefni var eftirfarandi rifjað upp. Í ferðinni voru tínd upp nokkur merki í ratleik Hafnarfjarðar 2010, s.s. í Óttarsstaðaseli og við Búðarvatnsstæðið.
Árið 1379 votta þeir Kári Þorgilsson, Jón Oddsson og Ólafur Koðráðsson að hafa heyrt máldaga kirkjunnar í Viðey lesinn og að Ólafur hafi lesið hann sjálfur áður en kirkjan (og þá væntanlega einnig umræddur máldagi) brann. Í vitnisburði þeirra sem fjallar um reka kirkjunnar og mörk hans er minnst á Óttarsstaði.
Bekkjaskuti-3Þann 9. september 1447 höfðu þeir Einar Þorleifsson og Steinmóður Viðeyjarábóti með sér jarðaskipti. Meðal þeirra jarða sem komu í hlut klaustursins voru 10 hundruð í Ottastöðum í Kálfatjarnarkirkju-sókn.
Óttarsstöðum bregður fyrir í fógetareikningunum 1547-1552 og eru þá líkt og aðrar Viðeyjarklaustursjarðir komnir í konungs eigu.
Í lýsingu gæða Óttarsstaða í jarðamatinu 1804 segir m.a.: “Udegangen er her temmelig god saa at Beder, Faar og Lam bliver kun lidet Foder bestemt.”
Ottar-2Í athugasemdum við Óttarsstaði segir, og mun það eiga við Garðahrepp í heild: “Da er i nærværende Evaluation anförte Faar og Beder ja endog Lam, i Almindelighed intet Foder erholde (som dem og her kuns lidet er bestemt); men holdes alleene paa Udegang, med hvilken dog er forbunden megen Fare, bestaaende baade deri, at disse Kreature, som ogsaa leve af fersk Tang og elske den, undertiden tabes i Söen, og det i Hobetal, paa nogle Skiær hvorpaa de i Ebbetiden gaar ud, og drukne siden med Flod, elle naar Vandet træder tilbage, tillige ogsaa deri at en Deel bortsnappes af Ræven, hvoraf det omliggende Hröjn (Lava Strækning) giemmer en saadan Mængde, som man ikke seer sig i Stand til at indskrænke mindre ödelægge, foruden hvad Foder Mangel i haarde Aaringer dog nödvændig maae medföre disse Kreatures ganske Tab. – saa proponeres her en Nedsættelse enten af baade Faar og Beder for det halve, eller, i Mangel deraf, da af den sidste Sort allene for 2/3 Deel, af det anförte og evaluerte saa meget mere som Proportionen med andre Jorder vilde ellers uforholdsmæssig naar hensees til den sande Bonite, som og den gamle Skyldsætning (Taxation) er ulige mindre end denne nye, hvilket ikke i Almindelighed indtræffes.”

Ottarsstadasel

Þessi athugasemd virðist eiga við margar jarðir í ofanverðum Álftaneshreppi.
Óttarsstaðir eru meðal svokallaðra Hraunajarða. Á árunum 1825–1874 áttu sér stað ýmsir atburðir er snérust um tengsl Hraunajarða og almenningslands Álftnesinga á Reykjanesi.
Óttarsstaðir voru seldir úr konungseigu þann 28. ágúst 1839.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er getið bæði Óttarsstaða og Óttarsstaðakots þrátt fyrir að hvorki prestur né sýslumaður geti hjáleigunnar. Ástæða þess er að nokkru leyti ábúendatalan sem sýslumaður gaf upp á öllum Óttarsstöðum en að auki var hún byggð 1803.
OttarsstadaselsfjarskjolÍ jarðamatinu 1849 er kafli um jörðina Óttarsstaði með hjáleigunum Óttarsstaðakoti og Nýjakoti. Þar kemur eftirfarandi fram: “Landrými mikid. Landkostir ágjætir á sumrum. Vetrarbeit mjög gód, en nokkud ördug. Skógur nægilegur.”
Þann 21. júní 1849 skrifaði eigandi hálfra Óttarsstaða undir svohljóðandi lögfestu: “Fyrst vid sjó milli jardanna Óttarstada og Straums ur Valnaskeri uppá Markhól, svo í Skiphól þaðan í Nónhól af Nónhól á nordurenda Gvendarbrunshædar, svo sunnan vid Mjósund upp í steinhús þadan á Eiólfshól eptir Eiólfshólsbölum uppá miðjann Fjallgrensbala. Af Fjallgrensbala suðurá Helluhól nordan á Búðarhólum á milli jarðarinnar Heimalands og og almennings afrjettar. Af Búðarhólum beina línu niður á Valklett [ógreinilegt, gæti verið Vakklett eða jafnvel Váklett] þaðan á Sauðaskjól, af Sauðaskjóli niður á Krumhól og Innraklif við sjó á milli jardanna Óttarstada og Lónakots.

Budarvatnsstaedi-3

Líka lýsi jeg eign minni það ítak í almennings afrjetti Alptaneshrepps, sem ofantaldri jörð minni ber að lögum innan hjer ofantaldra takmarka.”
Guðmundur Guðmundsson í Straumsseli lét lesa þessa lögfestu á manntalsþingi að Görðum 22. s.m.
Áreið var gerð á landamerki Hraunajarðanna og almenningsskóga Álftanesshrepps 12. september 1874 til þess að ákveða mörkin.
Þrjú landamerkjabréf fyrir Óttarsstaði voru undirrituð 26. maí 1890 og þeim öllum þinglýst 9. júní sama ár. Fyrsta bréfið fjallaði um landamerki milli Óttarsstaða og Hvassahrauns: Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið – Krossstapa, frá Mið – Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól.
Frá Klofningskletti í Búðarvatnstæði, frá Budarvatnsstaedi-4Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krísuvík; í hann er klappað Ótta., Hvass., Krv. – Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson og Friðfinnur Friðfinnsson. Landamerkin samþykktu Sigurmundur Sigurðsson, Einar Þorláksson og einnig Á. Gíslason fyrir hönd Krýsuvíkurkirkju.
Næsta bréf ákvarðaði landamerki Óttarsstaða og Straums: “Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra–Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu, frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og uppaf Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.”

Markhella

Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson, Friðfinnur Friðfinnsson og G. Símonsson. Landamerkin samþykkti Á. Gíslason.
Í þriðja landamerkjabréfinu var greint frá svohljóðandi landamerkjum Óttarsstaða og Lónakots: “Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots – byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.”
Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson, Friðfinnur Friðfinnsson og
Hallgrímur Grímsson.
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Óttarsstaðarjarðirnar tvær talsins og einnig er getið Óttarsstaðagerðis. Landamerki beggja Óttarsstaða eru svohljóðandi: Landamerki að sunnan, úr Markaviki að fyrir innan Grunnfót, þaðan beina línu um stein og uppí Krossstapa þaðan að Krýsuvíkurlandi um markhól, að norðan úr Vatnaskersklöpp við sjó og í Stóra Nónhól þaðan í Mjósundavörðu, þaðan um steinhús og upp að fjallinu Eina og tekur þar við Krýsuvíkurland.

Markhelluhóll

Í fasteignamatinu 1932 er að finna lýsingar á eftirfarandi jörðum í Óttarsstaðahverfi: “Óttarsstaðir I og II og Óttarsstaðagerði. Í lýsingu ábúenda á Óttarsstaðum I kemur fram að beitilandið sé víðlent og mjög skjólgott, einnig að smalamennskan sé örðug. Beitilandið nýtist sem ágætis vetrarbeit fyrir sauðfé. Það hefur lyng og kvist. Þar segir líka að jörðin hafi nægt beitiland fyrir sínar skepnur árið yfir í heimalandinu.” Um ítök segir: “Landræma til beitar afgyrt með Straumslandi, sem Óttarstaðir eiga er notuð til beitar.”
Í greinargerð ábúendanna kemur einnig fram að landamerki jarðarinnar séu ágreiningslaus, að landamerkin hafi verið uppgerð 1890 og að þau sé að finna í landamerkjabók sýslumanns. Sambærileg lýsing er á Óttarsstöðum II og Óttarsstaðagerði.
Budarvatnsstaedi-5Í október 1992 sendi Sesselja Guðmundsdóttir hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps greinargerð sem hún hafði tekið saman um landamerki hreppsins. Í mars 1993, sendi Sesselja frá sér aðra greinargerð, nú til fulltrúa hjá sýslumannsembættinu í Keflavík. Þar er að finna athugasemd um svokallaða Markhellu / Markhelluhól sem minnst er á í landamerkjabréfum Krýsuvíkur,
Hvassahrauns og Óttarsstaða frá árinu 1890: “… að öðru leyti hefi jeg ekki að athuga [við landamerkjabréf Krýsuvíkur] nema óráðið mun um rjetta þekkingu á „Markhellu“ að vestanverðu.“ Undir þetta skrifar Oddur V. Gíslason prestur á Stað í Grindavík …”

Fjallsgrensbali

Önnur athugasemd var gerð við bréfið og var hún svohljóðandi: „Sem eigendur og umboðsmenn Hvassahrauns-hverfisins leyfum við oss að gjöra þá athugasemd við framanskráð landamerki að í staðinn fyrir „Markhellu“ sjé settur „Markhelluhóll.“ Að öðru leyti samþykkt.“ Þetta undirskrifa Einar Þorláksson og Sigurmundur Sigurðsson. Athugasemdin um Markhelluhól hefur verið tekin til greina því skjalinu er þinglýst með því nafni.
Setninguna „… Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði“ er vert að athuga nánar. Ca km fyrir ofan vatnsstæðið er trúlega hinn eini sanni Markhelluhóll og á landakortum síðustu ára eru mörkin um hann. Á hólnum er varða og stendur hann rétt ofan við djúpa en þrönga gjá og eru stafirnir sem getið er um í landamerkjabréfi Óttastaða – Hvassahrauns meitlaðir stórum stöfum á hólklöppina sem snýr til norðausturs.

Almenningur

Það er merkilegt hvað stafirnir eru greinilegir ennþá og vel getur verið að þeir hafi verið skýrðir upp einhverntíman á þessari öld.
Steindranginn sem nefndur er í lýsingunni er til þarna í nágrenninu og er hann spöl neðan og vestan við hólinn út í illfæru og grófu apalhrauni. Rétt við steindranginn er gömul mosagróin varða, há og mikil um sig, hlaðin úr stórum hraunhellum. Í lýsingunni hefur því verið blandað saman í eitt mark,
hólnum og drangnum og eins gæti hugsast, að mörkin hafi einhverntímann legið neðar, þe.a.s um drangann en ekki hólinn. Hvassahraunsbændur gerðu sér grein fyrir því, við undirskrift bréfsins að hægt var að ruglast á þessu tvennu og lögðu áheyrslu á örnefnið Markhelluhól sem er drjúgum ofar.”
Við skoðun á Markhelluhól ofan við Búðarvatnsstæðið kom í ljós mosavaxinn fótur af fornri vörðu.
Í Almenningi lék móskollóttur fallegur refur sér við hvurn sinn fót.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín (17.2 km).

Heimildir m.a.:
-Íslenzkt fornbréfasafn, IV. b. Kaupmannahöfn. 1895-1897, s. 707-708.
-Guðm. J. og Friðfinnur, bændur á Óttarsstöðum skv. sóknarmannatali Garða 1890.
-Sigurmundur Sigurðsson var bóndi á Hvassahrauni og Einar Þorl. húsmaður þar (Sóknarmannatal Kálfatjarnar 1890   og Sóknarmannatali 1889).
-Árni Gíslason í Krýsuvík.
-Guðm. Símonarson bóndi í Straumi. (Sóknarmannatal Garða 1890).
-Hallgrímur Grímsson bóndi í Lónakoti. (Sóknarmannatal Garða 1890).

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – drónamynd.