Hafnarfjörður
Í febrúarmánuði árið 1477, fimmtán árum fyrir sögufræga siglingu yfir til Ameríku árið 1492, kom ítalskur sæfari að nafni Kristófer Kólumbus til Íslands.

Íslandskort

Íslandskort 1548.

Frá þessu segir í ævisögu Kristófers, sem á frummáli heitir Historia del Almirante Don Cristóbal Colón. Ævisagan var skrifuð af syni hans Ferdinand Kólumbus að honum látnum. Söguna skrifaði hann m.a. sem andsvar við tilraunum spánsku krúnunnar til að gera lítið úr hlut Kólumbusar í landafundunum miklu. Sú rimma snerist, eins og svo margar aðrar, um tilkall til valda og auðæfa. Leiðangur Kólumbusar var farinn með fulltingi Ísabellu drottningar af Spáni gegn samkomulagi um verulega upphefð Kólumbusi til handa ef leiðangurinn bæri árangur. Afkomendur hans höfðu hins vegar verið þvingaðir til að afsala sér þeim forréttindum að miklu leiti. Það er athyglisvert að ein af rökum spánsku krúnunnar í því máli voru að Kólumbus hefði fengið hugmyndina að leiðangri sínum hjá öðrum, sem vekur spurningar um hvort slíkur orðrómur hafi verið á kreiki á þeim tíma?
KólumbusÍ stuttri frásögninni lýsir Kólumbus Íslandi sem eyju jafn stórri og Englandi, og gefur upp sínar mælingar á staðarhnitum. Hann segir að Englendingar sigli þangað með vörur sínar, einkanlega frá Bristol. Hann segir að hafið við landið hafi ekki verið frosið þegar hann var þar, en öldur hafi verið ógnarháar. Kólumbus skrifaði þennan stutta texta, ásamt fleiri svipuðum, til að sýna að hann hefði víða farið og væri fær um að leiða leiðangurinn yfir Atlantshafið til að leita Indía.
Sumir telja í dag að Kólumbus hafi komið að Rifi á Snæfellsnesi með Englendingum, en þeir sigldu gjarnan þangað, hæfilega langt frá dönsku valdi sem kærði sig lítið um að þeir væru að stunda hér verslun. Aðrir benda á að væringjar hafi jafnan verið með þýskum og enskum og þá ekki síst á Snæfellssnesi þar sem fyrir voru ágætar verstöðvar. Barátta þeirra náði ekki hámarki fyrr en 1532 og þá í Grindavík, sem reyndar var afleiðing átaka milli þeirra á Snæfellsnesi og á Básendum. Þarna líða 55 ár á millum.
Aðrir segja að Kólumbus hafi umrætt ár komið til Hafnarfjarðar og þar fengið þær upplýsingar er dugðu honum sem nægilega von um mögulegan áfangastað “fyrir handan”. Kólumbus var ekki að leita eftir upplýsingum frá löndum sínum eða samferðamönnum, þær gat hann fengið heima við, heldur öðrum ókunnugum er kynnu að búa yfir áhugaverðum og nýtanlegum upplýsingum, þ.e. heimamönnum eða jafnvel ókunnum útlendingum, jafnt þýskum sem öðrum. Sambland hvoruveggja í bland við enska var þá hvað ákjósanlegast í Hafnarfirði, einni þekktustu millilanda- og verslunarhöfn er sögur fóru af á þeim tíma.
KólumbusHafa ber í huga að Kólumbus var hér á landi tæplega hálfu árþúsundi, endurtek; tæplega fimmhundruð árum, eftir að Íslendingar höfðu fyrst siglt yfir til Ameríku. Það verður að teljast langur tími í afspurnarsögu sæfarenda, ekki síst í ljósi þeirra uppgötvana, sem áttu sér stað á því tímabili Evrópu.
Íslendingar, Grænlendingar, Suðureyjabúar, Norðmenn og jafnvel margir Vestur-Evrópubúar, vissu þá þegar að land var fyrir þar fyrir vestan. Það vantaði bara nógu áhugasaman mann með sæmilegan stuðning til að endurtaka siglinguna yfir erfitt úthafið á mun verri sjóskipum en áður höfðu þekkst, þ.e. víkingaskipunum, bestu haffarkostum sögunnar frá upphafi. Seinni tíma skip, að víkingunum gengnum, voru að nokkru leyti betri burðarskip og sérbúin til flutninga með ránsfeng frá nýlendunum; þræla og gersemar, en varla á óþekktum siglingaleiðum.
Bjarni Herjólfsson fór til Ameríku frá Ölfusárósum og Leifur Eiríksson frá Grænlandi, auk margra annarra. Þeir leituðu nýrra möguleika, en enginn þeirra var jafn skuldbundinn öðrum og Kólumbus þegar hann sigldi leiðina með óhöfnum sínum á Santa María, Pina og Ninja, til sama staðar (reyndar svolítið sunnar). Norrænir menn höfðu áður hitt innfædda og vildu þá friðmælast. En mjólkuvaran fór illa í þá og afleiðingarnar voru lagðar út á verri veg. Kólumbus þekkti hins vegar vel til yfirgangsemi þess tíma og nýtti sér hana, á kostnað innfæddra. Að vísu uppskar hann þá stundina með látunum meiri veraldleg verðmæti, en afkomendur innfæddra eiga síðar, með smá umhugsun, eftir að meta hógværð, tillitsemi og virðingu norrænna manna fyrir forfeðrum þeirra, meir en þeir hafa gert hingað til.
Segja má að Kólumbus hafi nýtt sér fyrirliggjandi þekkingu annarra til að framkvæma það sem fáir eða enginn hafði áhuga á þá stundina, þ.e. Ameríku. Það, þegar á samhengið er litið, hefur í rauninni lítið breyst. Ameríkanar mega því vera þakklátir, eða hitt þá heldur, fyrir þennan seinni tíma áhuga.

Heimild m.a.:
-http://www.sssig.com/landafundir-grein-mbl.htm

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1772.