Borgarkot

Borgarkot er býli, sem Viðeyjarklaustur hafði umráð yfir, milli Kálfatjarnar og Flekkuvíkur. Tóftir sjóbúðanna sjást enn en sjórinn er að brjóta þær smám saman.

Borgarkot

Stórgripagirðing við Borgarkot.

Krýsvíkingar fengu að hafa kálfa og nautgripi í Borgarkoti gegn afnotum Viðeyjarklausturs að verstöð Krýsvíkinga, sennilega að Selatöngum. Einnig hafi Viðeyjarklaustur gripi sína í Borgarkoti. Girðingin er sennilega vegna þeirra – stórgripagirðing. Hún náði fá Kálfatjörn yfir að landamerkjum Flæekkuvíkur neðan Hermannavörðu. Þar beygir hún til strandar. Önnur sambærileg girðing er vestan Litlu-Vatnsleysu. Í steinana beggja vegna eru grópuð tvö göt og í þau reknir trétappar. Á þessa tappa voru hengdar taugar til að varna stórgripum ferð um upplandið. Ekkert virðist hafa verið vitað um girðingar þessar þótt ótrúlegt sé, en svo virðist vera um margt á Reykjanesskaganum. Honum hefur lítill gaumur verið gefinn.

Valdimar Samúelsson hafði samband við FERLIR eftir að hafa séð myndir af steinum með götununum á við Borgarkot.

Borgarkot

Stórgripagirðing við Borgarkot.

“Ég var ekki lengi að ákveða að fara eftir að ég sá þessar holur en fór um Borgarkotsland og sá töluvert meira af steinum þar á meðal einn sem hefir verið settur upp á annan.
Þessir steinar eru svörun á því sem ég hef verið að leita að en þarna voru mjög greinilegar þríhyrningslagaðar holur ásamt venjulegum holum en auðvitað voru sumar eyddar af veðri. Þér að sega þá freistaðist ég til að taka tappa út þrem holum en setti þá í aftur.

Þetta er því fyrsta sönnun fyrir því að þessar þríhyrnings löguðu holur í S-Dakota hafa líkan annarstaðar, en við erum búinn að leita um allt, þá á ég við reynt að fá upplýsingar um sambærilegar holur í öðru en skipafestarholur og eða skipasteinum, en í öllum Norðurlöndum eru engar að finna.

Borgarkot

Borgarkot – stórgripagirðing.

Á Grænlandi finnast skipafestarholur þríhyrningslagaðar en þær eru sverari og dýpri en þessar, einnig í Hudson Bay, held við Nelson-ánna, en það er álitið að menn hafi farið þar upp og endað í Winnipegvatn, síðan niður Rauðá, en þá eru þeir komnir á þetta holusvæði. Svæðið í S-Dakota heitir Whetstone Valley og eru svona steinamerkingar í steinum og bergi við ár og læki um allan dalinn.”

Spurning er hvort Íslendingur, sem farið hafi til Ameríku, en komið aftur, hafi gert þessar holur og notað steinana í girðingu hér.

Nú er bara að fá upplýsingar um hversu gömul götin eru í Ameríku og í hvaða tilgangi þau voru gerð.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.