Bieringstangi

Gengið var niður að Halakoti. Þar voru bræðurnir Magnús og Ragnar Ágústssynir úti við. Þeir sýndu þátttakendum gamla bátinn frá Halakoti sem er geymdur þar í skemmu, hann var smíðaður árið 1908 og er vel sjófær. Þaðan var haldið út á Bieringstanga og gengið fram hjá bænum Töðugerði í leiðinni. Þar var tvíbýli fyrir 1900; Suður og Norðurbær. Hann lagðist í eyði rétt eftir aldamótin.

Bieringstangi

Grund – brunnur.

Við Grund á Bieringstanga tók Magnús aftur á móti þátttakendum og sýndi þeim bæinn Grund og fleiri minjar þar á staðnum. Á Bieringstanga var mikil útgerð áður fyrr. Þar var t.d. mikil sjóbúð og salthús. Magnús bendi einnig á letursteinn í fjörunni þar fyrir neðan. Þar virtist vera eitthvert fangamark hoggið þar í klöpp, ómögulegt reyndist að lesa í það að þessu sinni.
Þaðan var haldið að Vorhúsum. Þar var tvíbýlt; Austur og Vesturbær. Við Vorhús er fallegur brunnur. Á Klapparholti þar skammt fyrir ofan var sjóbúð.

Bieringstangi

Bieringstangi – tóftir.

Gengið var að Hausthúsum og rústirnar þar barðar augum og svo haldið áfram að Hvammi. Þar hafa verið tveir brunnar. Í Djúpavogi eru hverfamörk Brunnastaðahverfis og Voga.

Grænaborg

Grænaborg.

Komið var við að Grænuborg. Grænaborg var byggð árið 1881. Húsið byggði Ari Egilsson frá Austurkoti. Þarna hafði áður verið bær er Hólakot hét, en hann brann, og eru litlar sagnir til um hann. Grænaborg hefur varla verið byggð á sama stað og Hólakot, því sagnir voru til um að á þessum stað ætti hús að brenna þrisvar. Líklega hefur Ari þekkt þessa sögu og flutt til hússtæðið og nefnd húsið Grænuborg en ekki Hólakot. Tveim árum síðar eða 1883 brann svo Grænaborg.

Arahólavarða

Arahólsvarða.

Allir komust af nema ein vinnukona er brann inni. Grænaborg var ekki byggð upp aftur fyrr en 1916 og endurbætt 1932. Þar brann svo aftur í árslok 2002.

Gengið á Arahól að Arahólsvörðu. Arahólsvörðuna lét Hallgrímur Scheving reisa árið 1890. Hallgrímur fékk vinnumann í Minni-Vogum til að byggja vörðuna. Sá hét Sveinbjörn Stefánsson. Tilgangurinn er ekki ljós nema þá sem prýði fyrir plássið.
Frá Arahól héldu þátttakendur í kaffi að Sólbergi. Þar var borið á borð dýrindis kaffi og nýbakað rúgbrauð.
Veður var einstaklega gott, sól og blíða – gerist varla betra.
Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.