Brundtorfur

 Brundtorfuskjól (Brunntorfu-/Brunatorfu-) í Brundtorfum (Brunn-/Bruna-) hefur verið vandfundið í senni tíð. Ástæðan er einkum skógur, sem vaxið hefur upp umhverfis skjólið sem og um allt hraunssvæðið. Skjólið er í Brundtorfuhæð (Brunntorfu-/Brunatorfu-). 

Brundtorfuskjól

Áður fyrr var greinileg hlaðin ílöng grjóthleðsla fyrir skjólinu, sem var skúti er slútti inn undir bergvegg austast í grónu jarðfalli. Nú hafa laufblöð og annar gróður fokið fram af bergbrúninni, sest á hleðsluna og þakið hana að mestu. Önnur sams konar hleðsla var vestan undir bergvegg skammt vestar, en miklu mun minni. Varða er ofan við hana, líkt og þá stærri.
FERLIR kíkti fyrst á minna skjólið. Varðan er beint fyrir ofan (austan) skólið. Þarna hefur að öllum líkindum verið lítið skjól eða aðhald, í skjóli fyrir austanáttinni. Örskammt frá er op niður í dýpri helli, en það er líkt og felldar hafi verið hellur við og yfir opið. Ekki var farið niður að þessu sinni.
Þá var haldið upp í stærra skjólið. Að öllum líkindum hefur hleðslan fyrrnefnda verið þar undir veggnum. Það var skoðað nánar. Gróið er yfir hleðslu, líkt og í minna skjólinu. Ekki er ósennilegt að, eftir að skógurinn kom, að laufblöð hafi fokið þarna niður og sest undir brúninni, ofan á hleðslunni og hún gróið upp. Ekki er hægt að sannreyna það nema rífa gróðurinn ofan af!! Litið var nánar á staðháttu. Þarna er gott skjól og auðvelt að reka fé að, algert skjól fyrir austanáttinni. Afar líklegt má telja að þarna hafi Brundtorfuskjólið verið – þangað til annað kemur í ljós.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Í Brundtorfum