Straumur

Eftirfarandi skrif, “Staldrað við í Straumsvík”, birtust í Fálkanum árið 1966:
Straum-771“Ísland á óhemju 
mikla náttúru á öllum sviðum og á sumum sviðum svo skrítna, að hún hefur komizt í alfræðibækur og sandala-Þjóðverjar koma árlega til að sjóða sér kartöflur í Geysi. Við eigum samt enga fossa, sem renna upp í móti, en því meira af þeim sem falla niður og það er ennþá betra. Og það er ekki nema klukkutíma gangur að sumum þeirra. Kaldá hefur lengi verið mönnum ráðgáta. Hún kemur upp í Kaldárbotnum fyrir ofan Hafnarfjörð, rennur smáspöl uppi á yfirborði jarðar, en stingur sér undir hraunið, svo snögglega að líkast er að hendi sé veifað og síðan veit enginn neitt með neinni vissu. Auðvitað fer ekki hjá því að afbrigðilegt háttalag Kaldár, hafi vakið margfalda athygli kynslóða síðan sögur hófust. Þannig á Kaldá t. d. að vera ábyrg fyrir Reykjaröstinni og aðrir setja hana í eitthvert óljóst samband við Kleifarvatn og enn aðrir eru á þeirri skoðun að hún velli fram undan hrauninu í Straumsvík skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð. Svo mikið er þó allavega vist, að í Straumsvík kemur ferskt vatn undan hrauninu og myndar þar straumiður margar og stendur uppi í mörgum bollum. Einnig hefur þar gróið upp meira en annars staðar, nema þá að hraunið hafi aldrei runnið þar yfir, sem er alveg eins sennilegt.
Straumsvík er ein af örfáum vinjum í bleksvart hrjóstrið þar syðra. Frá því Straumi sleppir og þangað til komið er í Kúagerði sést ekki stingandi strá við hvíta og ópersónulega steinbrautina, aðeins helluhraun og apalhraun, sem riðlast hvort á öðru og apalhraunið þó heldur ofan á. Þar er til að mynda Hvassahraun, sem talið er að hafi runnið eftir landnám, enda er þess nokkrum sinnum getið í annálum að Reykjanesskagi hafi brunnið.

straum-772

Þetta hraun hefur strax orðið illur farartálmi, enda er taliS að yfir það hafi verið gerður vegur og þá væntanlega númer tvö í röðinni hérlendis af manna höndum. Hinn er Berserkjagata á Snæfellsnesi. sem berserkir Víga-Styrs unnu að án þess að fá launaumslagið sitt að verki loknu. Heldur voru þeir kæfðir í baðstofu, enda var þá engin verðbólga til að kæfa menn í að verkslokum. Fróðir menn telja (þetta er orðalag, sem menn nota þegar þeir hafa ekki heimildir fyrir skrifum sínum, eða veigra sér við að nefna þær), að vermenn hafi unnið að vegagerðinni yfir Hvassahraun og hefðu þeir trauðla komizt í verið suður með sjó að öðrum kosti, a. m. k. ekki á landi. Það eitt að missa ekki af vertíðinni í Kirkjuvogi eða Grindavík, hefur orðið þessum mönnum sumum hverjum, á við feitt launaumslag, en aðrir hafa með vegagerðinni trúlega brúað mjótt bilið milli sjálfra sín og sjódauðans síðar á vertíðinni. Hvernig sem á því stendur, er ekki vitað til að Íslendingar hafi gert vegi þaðan í frá og allar götur fram á síðustu öld, heldur látið sauðkindina troða götur að sumrinu og slátrað henni svo að haustinu.

straum-773

Vegabætur allar eru sárlega vanþakkaðar allt fram á okkar dag. Þar sem Straumur er ekki ein af landnámsjörðunum, er með öllu ómögulegt að beita Ara fróða fyrir sig og segja til um upphaf byggðar þar. Trúlega hefur einhver staðfesta orðið þar allsnemma, því að þarna er þó hægt að ná sér í vatn, sem verður því sjaldgæfara, sem utar dregur á skagann, sem er hriplekur af umbrotum undirdjúpanna. Að því slepptu er trúlegt að þar hafi verið áningarstaður lestamanna fram eftir öldum, en allt um það er farið að búa þar á þessari öld og býlið Straumur við Hafnarfjörð stendur enn, utan- og neðanvert við sumarhúsaþyrpingu og má engu muna að borga þurfi vegatoll áður en snúið er niður að bænum af Keflavíkurveginum hinum mikla.

straum-774

Þarna stendur stórt og traustlegt steinhús, þó komið allvel til ára sinna. Gæsir margar heilsa aðkomumanni með blaðri sínu og ef illa stendur í bólið þeirra, teygja þær hálsana framan að honum og blása. Þetta eru stórar akfeitar aligæsir, tilvaldar á jóiaborð einhvers staðar þar í heiminum, sem ekki er etið hangikjöt. Annar fénaður er ekki sýnilegur, nema ef vera skyldu a. m. k. þrír kettir. Fleiri voru ekki heima við í þetta sinn. Hvít læða lætur eins og hún vilji bæta fyrir ókurteisi gæsanna með því að nudda sér upp við okkur í sífellu og elta okkur um alla landareignina. Hún var sýnilega rétt ógotin og hafði ekki á móti því að henni væri strokið.

straum-775

Úr tanga skammt innan við víkina gengur brot alllangt út í sjóinn og rétt þar sunnan við og í víkurkjaftinum vaggar fleki. Við sjáum ekki hvort hann er mannaður, en hahn er þarna sennilega í sambandi við mælingar á dýpi, þarna á að rísa alúmínverksmiðja áður en öldin er öll. Það er bullandi útfall og norðankul beint ofan í fallið, auk þess renna margir strengir í sjó fram undan hrauninu og það er hvítfyssandi ólga úti á víkinni. Af ummerkjum á landi má ráða að grasnytjar séu þarna hæpnar. Sjór hlýtur að ganga langleiðina heim á hlað um stórstraum. Þarna hefur heldur ekki verið slegið í fyrrasumar að því er bezt verður séð, því hólar eru vafðir löngum sinuflókum. Rétt sunnan við bæinn þræðir stórvandaður grjótgarður sig eftir mishæðunum og alla leið í sjó fram. Þar hefur hann brotnað niður allur af sjógangi og ekki verið reistur við. Það sem stendur af honum er fallegt mannvirki þótt ekki glampi þar á gler og stál, en fyrir þessu hvort tveggja verður hann að víkja um síðir. Af reka ber mest á plastbrúsum alls konar. Meðan blaðrið í gæsunum blandast skvaldrinu í fjörunni og garginu í mávunum, skulum við hverfa aftur í tímann til haustsins 1550, þegar þeir feðgar Jón biskup Arason á Hólum, Björn og Ari synir hans, sitja í myrkrastofu austur í Biskupstungum á stað þeim er Skálaholt nefndist, en Skálholt nú. En í stofu sitja þeir að árbít siðaskiptahetjurnar Marteinn biskup Einarsson, Kristján skrifari. Daði í Snóksdal og séra Jón Bjarnason.

straum-782

Skyldu nú ráðast örlög þeirra feðga og þótti mikið við liggja að vel tækist til um að geyma þá. Dálítið var samt hjartað neðarlega í stríðsmönnum Lúthers þennan morgun, því enginn þeirra treystist til að gæta feðganna fyrir Norðlendingum, sem voru svo tregir til að skipta um sið, að jafnvel enn þann dag í dag er ekki örgranni um að Þeir setji meira traust á hrossið en almættið. Kom því þar umræðum að allir sigldu í strand, nema séra Jón Bjarnason. Hann kvaðst ef til vill vera heimskastur þeirra allra, en þó kynni hann ráð er duga myndi. Þeir báðu hann láta heyra.
Séra Jón mælti þá þessi fleygu orð: „Öxin og jörðin geyma þá bezt!” Þetta fannst þeim þjóðráð Kristjáni og Marteini, en sagan segir að Daði hafi verið tregur til sastraum-777mþykkta. Þó lét hann undan að lokum og því fór sem fór. Þegar öxin hafði unnið sitt á þeim feðgum, voru^ þeir fengnir jörðinni til vörzlu. Þeir voru dysjaðir eins og afsláttarklárar “út undir vegg, kistulaust og með engum sóma. Heldur voru Norðlendingar lítið hrifnir af aðförum þessum öllum. Þeir gerðu reið mikla til Skálholts að heimta líkin og voru óárennilegir. Flokkurinn var allur hálfgrímuklæddur, því hver maður var með svarta lambhúshettu svo rétt grillti í augu og nef. Aldeilis seig Marteini biskupi larður við þessa sýn og gaf umsvifalaust leyfi til að líkin yrðu tekin og flutt norður um heiðar. Norðlendingar veittu líkunum umbúnað í Laugardal. í kistu Ara lögmanns settu þeir eina klukku, tvær í kistu séra Björns og þrjár í kistu herra Jóns Arasonar. Hringdu klukkur í sífellu á norðurleið, en Líkaböng á Hólum sprakk af harmi.
Því er þessi saga rakin hér að eftirmál urðu meiri og stærri í sniðum síðar og víkur nú sögunni suður á nes. Norðlenzkir vermenn höfðu spurnir af Kristjáni skrifara og sveinum hans, þar sem þeir sátu fagnað að Kirkjubóli í Garði.

straum-783

Að fengnu leyfi bóndans, Jóns Kennekssonar, tóku þeir hús á Kristjáni og drápu hann þar og sveinana. Þetta var mikið hervirki og er ekki annars getið en það hafi mælzt vel fyrir af allri alþýðu, þó að kóngurinn hafi sjálfsagt ekki verið kátur, þegar hann frétti það til Kaupmannahafnar. Trúlega hefur líka sett hroll að Marteini og fylgjurum hans við tiltektir vermanna. En u m sumarið er sagt að „orlogsskip” danskt kæmi af hafi og á því 600 hermenn með alvæpni. Skipinu stýrði „orlogskafteinn”. Þeir hinir  dönsku menn létu hendur standa fram úr ermum og tóku Jón karlinn Kenneksson og hjáleigumann hans Sennilega hefur átt að flytja þá annað hvort austur í Skálholt, eða að Bessastöðum, en svo mikið er víst að í Straumsvík þraut gæzlumennina þolinmæði og þar hjuggu þeir fangana. Síðan voru höfuð þeirra sett á steglur, en búkarnir á hjól. Sá þess merki í tuttugu eða þrjátíu ár, að því er annálar herma.
Þannig hófust erlendar framkvæmdir í Sstraum-779traumsvík árið 1551 eða 1552, en ekki 1966 eins og sumir telja. Til gamans skal hér að lokum tilfært úr kafla þeim úr Biskupsannálum Jóns Egilssonar, þar sem greint er frá drápi Kristjáns skrifara og sveina hans: ,.. .. Þeir báðu bóndann leyfis að rjúfa bæinn; hann sagði þeir mætti brjóta ef þeir bætti aftur og fyrir það var hann af tekinn, að hann bannaði þeim ekki. Síðan veittu þeir þeim að göngu og drápu þá; sumir segja að þeir hafi verið VII en sumir IX — Christján komst út lifandi, utan höggvinn nokkur, því hann var í treyju, sem járnin bitu ekki á. Þá kom að maður átján vetra, stór sveinn Þórunnar á Grund, og hafði lenzu í hendi. „Ég skal skjótt finna á honum lagið”, og lagði fyrir neðan treyjuna og upp í smáþarmana á honum, svo hinn rak þá upp hrjóð og lýsti hann sinn banamann. Hann sá síðan hvar grár hestur stóð, er Ari heitinn (sonur Jóns biskups) hafði átt, hann tók hann strax og reið norður í Eyjafjörð á iii dögum, að sagt er. Engra þeirra nöfn man ég er þar voru að. – Þaðan fóru þeir til Mársbúða og drápu þar annan er þar lá, en annar slarjD, því hann skaut einn af þeim til dauða meður einni baun, er hann lét fyrir straum-780byssuna og svo komst hann í Skálholt.
— Þeir fóru þá um öll Nes og drápu hvern og einn eptirlegumann og tóku allt það þeir áttu og líka það þeir Dönsku höfðu með sér og einn Danskur átti bú inn á Bústöðum; þar tóku þeir allt það þar var, en vildu drepa börnin, en þó varð ekki af því. Þá Danska á Kirkjubóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð; tveir af þeim hétu Sefrínar: Sefrín Kock og Sefrín Ama; en strax þegar húmaði gengu báðir aptur; þeir tóku það ráð, sem þá höfðu slegið, að þeir hjuggu af þeim öllum höfuðin og stungu nefi þeirra (með leyfi að segja) til Saurbæjar, en sú svívirðing gramdist kóngsvaldinu mest, að vori, þá Danskir komu út.”

Heimild:
-Fálkinn, 39. árg., Staldrað við í Straumi, 20. tbl., 1966, bls. 10-11.

Litli-Lambhagi

Eldhús við Litla-Lambhaga.