Náma

Námusvæði eru víða á Reykjanesskaganum. Sem dæmi um eitt sveitarfélaganna á Skaganum má nefna Hafnarfjörð. Í marsmánuðu árið 2004 lagði starfshópur um námumál í Hafnarfirði fram greinargerð og tillögur fyrir Skipulags- og byggingaráð bæjarins. Innihaldið er í besta falli lélegur brandari um háalvarleg mál – ekki síst í ljósi reynslunnar, fyrirliggjandi staðreynda um verðmæti óraskaðs lands til lengri framtíðar litið og annarra möguleika í námuvinnslu.
Náma í Undirhlíðum - við BláfjallavegHópurinn hélt 14 fundi og fór í skoðunarferð um námasvæðin. Í greinargerðinni eru lagðar fram niðurstöður starfshópsins í samræmi við samþykkt Skipulags- og byggingaráðs. Auk þess fjallaði hópurinn um neðangreind sértæk mál sem til hans var vísað og gerði um þau tillögur til skipulags- og byggingaráðs: Bráðabirgðaleyfi til handa JVJ verktökum til efnisvinnslu í Undirhlíðum og leyfi til handa Borgarvirkis ehf til grjótnáms í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, auk þess sem viðbrögð við úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna efnisvinnslu í landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni/Hrauntungum var kynnt. Loks var kveðið á um losun jarðvegsefna og óvirks byggingaúrgangs, sbr. m.a. eftirfarandi:

Fyrri stefnumótun
Haustið 2001 var lögð fram skýrslan “Stefnumótun og verklagsreglur um efnistöku í landi Hafnarfjarðar” og var sú Undirhlíðanáman - loftmyndstefnumótun sem í henni fólst samþykkt á fundi bæjarstjórnar 13.11.2001. Áður hafði umhverfisnefnd bæjarins samþykkt hana fyrir sitt leyti (29.10.2001) sem og Skipulags- og umferðarnefnd (23.10.2001). Skýrsla þessi er yfirgripsmikil og er þar að finna stefnumótun, framkvæmdaáætlun, ástandslýsingu einstakra efnistökusvæða ásamt tillögum um tilhögun vinnslu eða frágang og verklagsreglur um veitingu framkvæmdaleyfa, eftirlit o.fl. Auk þess er í skýrslunni ítarleg heimildarskrá, viðauki með leiðbeiningum Skipulagsstofnunar og yfirlitskort af efnistökusvæðum.
Skýrslan og sú stefnumótun sem hún inniheldur tekur mið af þeirri staðreynd að skipulagi efnistöku í bæjarlandinu hefur í gegn um tíðina verið ábótavant og hefur það leitt til umhverfisspjalla. Ennfremur skorti á að efnistakan færi fram í samræmi við skipulags- og byggingalög, lög um náttúruvernd og lög um mat á umhverfisáhrifum. Skýrslan og stefnumótunin byggir fyrst og fremst á “umhverfissjónarmiðum og eru helstu meginviðhorf í umhverfisvernd lögð til grundvallar, þ.e. hugmyndafræði sjálfbærrar nýtingar, nytjagreiðslureglan, mengunarbótareglan og varúðarreglan.
HamranesnámanStefnumótunin felur í sér þrenn meginmarkmið: Að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi með skynsamlegri nýtingu jarðefna þannig að komandi kynslóðir njóti sömu gæða Að vernda sérstakt landslag og jarðmyndanir í landi Hafnarfjarðar og spilla ekki mikilvægum náttúruvættum og náttúruminjum Að efnistaka sé í samræmi við hlutaðeigandi lög og að ekkert jarðrask fari fram án tilskyldra leyfa Skilgreindar eru leiðir til að ná þessum markmiðum og síðan fjallað um stjórnskipan efnistökumála, efnistökusvæði í aðalskipulagi, deiliskipulag efnistökusvæða, mat á umhverfisáhrifum, framkvæmdaleyfi og gjaldtöku.

Námurekstur á Höfuðborgarsvæðinu
Námusvæði í KapelluhrauniVið stefnumótun í efnistökumálum er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar yfirlit yfir slíka starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn hafði ekki tök á að gera á þessu nákvæma greiningu en hér að neðan er finna gróft yfirlit. Efni  sem unnið er úr helstu efnistökunámum má skipta í neðangreinda  flokka:
Fyllingarefni, notað til jarðvegsskipta á byggingarsvæðum, vega- og gatnagerðar, landfyllinga við sjávarsíðu, hafnargerðar o.fl. Helstu efni eru:
Skeljasandur og sandur/möl Skeljasandur og sandur/möl af sjávarbotni. Skeljasandur er mikið notaður í uppfyllingar við sjávarsíðu.  Þetta er ódýrasta efnið þegar um mikið magn er að ræða, en yfirleitt þarf að setja ofan á það lag út t.d. bögglabergi. Unnið af botni Faxaflóa þar sem mikið magn er til staðar. Þá er einnig notað mikið magn af basaltsandi sem dælt er upp í Hvalfirði og Kollafirði.  Slíkur sandur hefur verið notaður í steypu og vandaðar fyllingar.  Mjög hefur gengið á námur á þessum stöðum og er nú reynt að takmarka notkunina eins og kostur er. Leyfisveitandi er iðnaðarráðuneytið.
Bögglaberg (gosmyndunum frá ísöld). Hentar mjög vel sem burðarhæft fyllingarefni undir vegi, götur og byggingar. Helstu námur eru Vatnsskarð í landi ríkisins í Krýsuvík (lögsagnarumdæmi Grindavíkur örskammt sunnan Hafnarfjarðarlands), Undirhlíðar í Hafnarfirði, Bolaöldur og Lambafell (tvær námur) í landi Ölfushrepps. Efnið er bæði notað óunnið og harpað í mismunandi kornastærðir.
Námusvæði í KapelluhrauniHraungrýti unnið úr lausu yfirborðslagi apalhrauna. Notað á svipaðan hátt og bögglabergið, Mun núorðið eingöngu unnið í landi Skógræktar ríkisins vestan Krýsuvíkurvegar í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar.  Þessari vinnslu fylgja mikil umhverfisspjöll þar sem fremur lítið efni fæst á hverja flatareiningu.
Mulningur frá grjótnámi.  Við grjótnám myndast allhátt hlutfall mulins efnis sem gjarna er notað í fyllingar sem tengjast notkun grjótsins.
Grjót.  Einkum notað til sjávarna og þá unnið í mismunandi stærðum eftir ölduálagi. Námurnar eru í tvenns konar jarðlögum:
Grágrýti, helstu námur hafa undanfarið verið Hamranes í  Hafnarfirði og Geldinganes í Reykjavík. Áður fyrr voru opnaðar námur á ýmsum stöðum vegna einstakra verkefna.

Námusvæði í Kapelluhrauni

Hraungrýti, unnið úr hraunlögum eftir að yfirborðsvinnsla lausra efna hefur farið fram. Eina náman á svæðinu af þessu tagi sem nú mun í notkun er í Kapelluhrauni ofan iðnaðarsvæðisins í Hellnahrauni
Steypuefni, einkum möl og sandur af hafsbotni og úr sjávarseti sem nú er ofan sjávarmáls. Steypumöl er þó unnið úr bögglabergi í nokkrum mæli.
Iðnaðarefni, efni til sementsframleiðslu og annarrar sérhæfðrar vinnslu.  Gjallvinnsla í Óbrennishólum fellur undir þennan flokk.

Bögglabergsnámur
Af fyllingarefnum er bögglabergið mikilvægast og ljóst að mikil þörf verður fyrir það um fyrirsjáanlega framtíð. Því er mikilvægt að tryggja góðan aðgang að slíkum námum jafnframt því að haga vinnslu þannig að umhverfisáhrif verði í lágmarki.  Jafnframt er unnt að hætta allri annarri vinnslu fyllingarefna svo sem yfirborðsvinnslu hrauns, nema þegar slíkt er liður í því að nýtt land er tekið undir byggingarsvæði samkvæmt skipulagi.
RauðamelsnámurEkki liggja á lausu upplýsingar um vinnslu úr hinum ýmsu bögglabergsnámum sem fyrr er getið, nema Undirhlíðanámu, sjá töflu hér að neðan.
Greiðsla til landeiganda (Hafnarfjarðarbæjar) fyrir efni úr námunni er 10 kr. á m3 og hefur verið óbreytt frá 1994. Verktaki stendur skil á greiðslum til Þjónustumiðstöðvar, en engar mælingar eða annað beint eftirlit með efnismagni fer fram af hálfu bæjarins. Efnið er notað bæði óunnið og mulið og harpað í mismunandi kornastærðir. Verð á óunnu efni til verktaka mun vera um 175 kr á m3 án vsk.
Matsskýrsla vegna umhverfisáhrifa námavinnslunnar í Undirhlíðum hefur verið unnin af Umhverfis- og tæknisviði Hafnarfjarðar, samkvæmt henni má vinna allt að 2 millj. m3 til viðbótar úr núverandi námu og um 5 – 6 millj. m3 í nýrri námu vestan þeirrar sem nú er í notkun. Heildarmagn gæti þannig orðið allt að 8 millj. m3.
Ekki liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna Vatnsskarðsnámu og ekki er til áætlun um nýtingu hennar eða afmörkun svo vitað sé. Þetta hlýtur að teljast óviðunandi þar sem námavinnslan hefur mikil áhrif á ásýnd lands og umhverfi á Þorbjarnarstaða-Rauðamelsnámursvæðinu.  Náman er í landi Krýsuvíkur rétt utan landamerkja Hafnarfjarðar og því í lögsögu Grindavíkur. Landeigandi er ríkissjóður og fer landbúnaðarráðuneytið með forræði námunnar. Réttmæti eignarhalds ríkissjóðs hefur þó verið dregið í efa.
Upplýsingar liggja ekki fyrir um efnismagn úr námunni á undanförnum árum en gróflega má áætla að það sé á bilinu 300 – 500 þús. m3 á ári. Núverandi samningur ríkisins og rekstraraðila var gerður 30.11.2000 og rennur út 31.12. 2004. Kveður hann á um fastar greiðslur sem taka breytingum samkvæmt byggingavísitölu, 2.900 þkr á ári í upphafi, en nú um 3.400 þkr. á ári. sem svarar til um 6 til 11 kr. á m3 m.v. fyrrgreindar forsendur um magn.
Rekstur bögglabergsnámanna er með tvennum hætti. Í Vatnsskarði annast sérstakt fyrirtæki sem ekki er í verktakastarfsemi vinnsluna og selur verktökum eða örðum kaupendum efnið. Í öðrum námum hafa verktakafyrirtæki reksturinn með höndum og nota efnið í eigin verk eða selja örðum í mismiklum mæli.

Grjótnámur
Eins og fyrr greinir eru tvær grjótnámur í landi Hafnafjarðar. Grágrýtisnáman í Hamranesi er þegar að mestu fullnýtt samkvæmt gildandi mati á umhverfisáhrifum og því nauðsynlegt að ganga frá svæðinu sem fyrst. SmalaskálahæðarnámurAð vestanverðu afmarkast námasvæðið af klettarana sem skilinn var eftir til að minnka áhrif námuvinnslunnar á ásýnd landsins. Komið hafa upp hugmyndir um að hagkvæmt væri að nýta námasvæðið undir byggingaland, en þá væri eðlilegast að fjarlægja ranann, en það gæfi um 100 þús. m3 af grjóti.
Í Kapelluhrauni ofan iðnaðarsvæðisins í Hellnahrauni er grjótnám sem heimilað hefur verið samkvæmt mati á umhverfisáhrifum sem gerði ráð fyrir vinnslu 4 – 500 þús. m3 grjóts.  Um þriðjungur þess hefur þegar verið nýttur.
Fyrrgreindar grjótnámur hafa einkum verið nýttar af Hafnarfjarðarhöfn en einnig af verktökum sem hafa annast sjóvarnir á Álftanesi. Þeir greiða nú sem svarar 88 kr. á m3 grjóts og 25 (verð eru án vsk) á m3 mulnings .
Rekstur grjótnáma er með örðum hætti en rekstur bögglabergsnáma að því leyti að vinnslan er alfarið tengd ákveðnum verklegum framkvæmdum. Því er ekki grundvöllur til samfellds reksturs með sama hætti. Þó ber þess að geta að mölun bergs er sífellt að verða ódýrari kostur, malað efni úr grjótnámum getur keppt við efni úr bólstrabergsnámunum ef flutningsvegalengd er lítil. 

Tillögur stafshópsins
Rauðhólsnáman við KeflavíkurveginnGóður aðgangur að námum er nauðsynleg forsenda þess að unnt sé með hagkvæmum hætti að þróa byggð og byggja samgöngumannvirki svo sem vegi, hafnir og flugvelli. Í landi Hafnarfjarðar eru ákjósanlegar aðstæður til námuvinnslu og er þar um auðlind að ræða sem eðlilegt er að nýta fyrir sveitarfélagið sjálft sem og aðra aðila. Jafnframt þessu tekur hópurinn undir þá áherslu á náttúru- og umhverfisvernd sem fyrri stefnumótunin byggir á. Hópurinn telur að unnt sé að samræma sjónarmið nýtingar og umhverfisverndar við efnistöku í landi Hafnarfjarðar.
Við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags verði gert ráð fyrir nauðsynlegri efnistöku á afmörkuðum svæðum sbr. nánari tillögur hópsins hér á eftir. Önnur efnistaka verði ekki leyfð.
Engin efnistaka fari fram í landi Hafnarfjarðar án tilskilinna leyfa þar sem m.a. er kveðið á um frágang svæðis samkvæmt sérstakri áætlun eða deiliskipulagi.
Ný efnistökusvæði á landi í eigu bæjarins verði eingöngu tekin í notkun að undangengnu mati á umhverfisáhrifum.
Fyrir efnistöku á landi í eigu bæjarins komi sanngjarnt efnistökugjald. Tekin verði upp sú meginregla að viðhafa útboð á leyfum til efnistöku.
Eftirlit með efnistöku verði markvissara en nú er og lúti að magni sem unnið er, umgegni á vinnslutíma og frágangi að vinnslu lokinni.
Gerð verði áætlun um frágang náma og efnistökusvæða þar sem vinnslu hefur verið hætt. Endanlegum frágangi verði lokið innan 5 ára.
Þegar á næsta sumri fari fram hreinsun á aflögðum námasvæðum.

Tillögur um efnistök svæði
Vatnsskarðs- og Rauðhólsnáman1. Undirhlíðanáma (bögglaberg). Efni verði áfram unnið í  núverandi námu og stefnt að því að vinna þar eins mikið magn og kostur er. Gerð hefur verið matsskýrsla um umhverfisáhrif vinnslunnar og í henni afmarkað námasvæði til vesturs frá núverandi námu, vestan núverandi vegar. Hópurinn leggur til að bæjaryfirvöld leggi áherslu á leið 3 í skýrslunni sem felur í sér vinnslu allt að 8 mill. m3. Afmörkun vinnslusvæðis ráðist af endanlegri niðurstöðu  mats á umhverfisáhrifum.
2. Vatnsskarðsnáma (bögglaberg). Vatnsskarðsnáman hefur mjög mikil áhrif bæði landfræðilega og skipulagslega í nánasta umhverfi lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarbæjar. Nauðsynlegt er að skipuleggja námuvinnsluna og frágang hennar og að hafa gott og reglulegt eftirlit með henni.Vegna legu svæðisins er eðlilegt að yfirvöld í Hafnarfirði komi að því máli. Því er lagt er til að bærinn leiti leiða til þess að ná eignarhaldi á námusvæðinu í Vatnsskarði sem nú telst í eigu ríkissjóðs. Svæðinu hefur þegar verið raskað og þar eru möguleikar til mikillar efnistöku til langs tíma.

Námusvæði sunnan Stórhöfða

Þar sem náman er á áberandi stað í landslagsheild sem mótar aðkomuleið að upplandi Hafnarfjarðar leggur starfshópurinn áherslu á að Hafnarfjarðarbær móti sér stefnu um hvernig beri að vinna efni á þessu svæði m.t.t. til landslagsbreytinga.
Lagt er til að námuvinnsla þessi verði tilkynnt til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu en núverandi samningur við landbúnaðarráðuneytið gildir til 31. desember 2004.
3. Landareign Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni (hraungjall). Úrskurðanefnd skipulags og byggingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun bæjaryfirvalda um að synja aðilum um framkvæmdarleyfi. Lagt er til að leitað verði samkomulags við landeiganda um að vinnsla á lausu hrauni verði takmörkuð við þegar röskuð svæði og henni hætt alfarið þegar því líkur.  Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála tók ekki afstöðu til þess hvort áframhaldandi vinnsla á svæðinu væri matsskyld enda það ekki hennar hlutverk. Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar og er úrskurður Skipulagsstofnunar sá að framkvæmdin sé matsskyld, sbr. úrskurð hennar dags. 1. mars 2004. Starfshópurinn leggur áherslu á að takamarka eigi námuvinnslu á þessu svæði við þegar raskað hraun.

Náma í Íbrinnishólum

4. Kapelluhraun ofan Hellnahrauns (grjótnám). Grjótnám fari áfram fram í Kapelluhrauni á svæði því sem þegar hefur farið í gegn um mat á umhverfisáhrifum og til að byrja með í því magni sem þar er gefin heimild fyrir (um 400-500 þús. m3).  Hópurinn leggur til að skoðuð verði frekari námuvinnsla grjóts á röskuðu landi umhverfis námuna og á nærliggjandi svæðum og unnið nýtt mat á umhverfisáhrifum þegar tillaga um umfang stækkunar og/eða ný námusvæði liggur fyrir. Reynist ekki forsendur fyrir nægjanlegri stækkun á þessu svæði verði hugað að nýtingu annarra svæða í Kapelluhrauni sem þegar hefur verið raskað með yfirborðsvinnslu.
5. Hamranes (grjótnám). Vinnslu er að mestu lokið í samræmi við mat á umhverfisáhrifum. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um notkun námunnar en hópurinn leggur til að skoðaðar verði aðrar hugmyndir í rammaskipulagi íbúðabyggðar Völlum. Hópurinn leggur því til að metið verði hvort fjarlægja beri með frekari vinnslu rana þann sem skilinn var eftir vestan námunnar og svæðið þannig gert aðgengilegt sem byggingarsvæði eða til annarra nota.   Við lok námuvinnslu verði  gengið frá námunni  þannig að vel fari í landslagi og öryggi íbúanna tryggt.
6. Óbrennishólar (gosefni til iðnaðarframleiðslu). Vinnsla á gosefnum í Óbrennishólum verði takmörkuð við þegar raskað svæði og í samræmi við  fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum.  Gerð verði frágangsáætlun fyrir svæðið og vinna samkvæmt henni hafin sem fyrst.

Rekstrarfyrirkomulag, leyfisveitingar, gjaldtaka og eftirlit
Eldborgir sem þessa er ekki lengur að finna innan umdæmis HafnarfjarðarHópurinn leggur til að í Undirhlíðanámu verði einungis einn rekstraraðili samtímis. Núverandi rekstraraðili hefur stundað þar vinnslu með óformlegu leyfi bæjaryfirvalda frá 1987. Hann hefur sótt um formlegt rekstrarleyfi og leggur hópurinn til að það verði veitt til 5 ára, en að þeim aðlögunartíma liðnum taki við nýtt fyrirkomulag sem byggi á útboði. Vegna samkeppni og lágra námugjalda sem nú tíðkast í öðrum námum, einkum Vatnsskarðsnámu er ekki talið raunhæft að hækka námugjöld í Undirhlíðanámu á aðlögunartímanum verulega frá því sem nú er. Lagt er þó til að gjaldið hækki í samræmi við hækkun byggingavísitölu frá 1994 þegar það var síðast ákveðið og verði á þessu ári kr. 15 á m3 fyrir utan vsk. Gjaldið hækki síðan árlega til samræmis við vísitöluna eins og hún er í ársbyrjun.
Grjótnám fer yfirleitt fram í tengslum við ákveðnar framkvæmdir en liggur niðri þess á milli og verður ekki séð að grundvöllur sé til samfellds reksturs eins og í bögglabergsnámum. Lagt er til að veitt verði leyfi vegna hverrar einstakrar framkvæmdar og gjaldtaka verði samkvæmt rúmmetragjaldi eins og verið hefur.
Lagt er til að eftirlit með efnistöku verði markvissara en nú er og lúti að magni sem unnið er, umgegni á vinnslutíma og frágangi að vinnslu lokinni.
Lagt er til að lokið verði við gerð verklagsreglna um úthlutun leyfa,  uppgjör námugjalda, eftirlit með vinnslu og efnismagni,  umgegni á vinnslutíma, frágang að vinnslu lokinni og önnur atriði. Frágangsáætlun verði unnin af verktaka og fylgi framkvæmdarleyfinu. Gengið verði stranglega eftir því að frágangsáætlanir séu gerðar og þeim framfylgt.
Í grjótnámum verði gerð frágangsáætlunar og framkvæmd frágangs á vegum bæjarins Bærinn getur þá mælt fyrir um að vinnslu skuli háttað með tilteknum hætti m.t.t. frágangs. Gert er ráð fyrir að núverandi grjótnámur geti nýst undir byggð  Í öðrum námum annist leyfishafi þessa þætti undir eftirliti bæjarins og beri kostnað af þeim.”
Hvergi er getið um heimildir til efnistöku eða leyfi til að eyðileggja náttúruverðmæti.
Í fylgiskjali með greinargerðinni og tillögunum er reyndar athyglisverðasti hlutinn, sem reyndar ekkert mark hefur verið tekið á síðustu þrjú árin (eins og reyndar gildir um skýrsluna í heild).

Fylgiskjal 1 – Aflögð námusvæði
1. Gígur SV í Kapelluhraunsgígaröðinni: Gígurinn er vestan Krýsuvíkurvegar nokkru áður en komið er að Djúpavatnsvegi og er þetta stærsti gígurinn í gígaröðinni. Náman er ekki sjáanleg frá veginum en vegslóði liggur upp í hana. Tekið hefur verið úr gínum vítt og breytt og hann stórskemmdur.
2. Kapelluhraun SV gígs í nr. 1. Náman er spölkorn frá gígnum í stefnu á Fjallið eina í fremur sléttu hrauni. Rauðamöl hefur verið unnin þarna þannig að myndast hefur djúp gjá með snarbröttum veggjum og verður á telja að talsverð slysahætta stafi af þessari námu. Á svæði þarna skammt frá við hraunjaðarinn hafa greinilega verið stundaðar skotæfinga og er þar mikill sægur af tómum skothylkjum.
3. Kapelluhraunsgígar austan krýsuvíkurvegar. Gígaröðin liggur til NA frá gíg  nr. 1, austan Krýsuvíkurvegarins. Rótað hefur verið í allri gígaröðinni og hún meira eða minna verið eyðilögð.
4. Eldgígur sunnan Kvartmílubrautar. Suður frá u.þ.b. miðri Kvartmílubraut liggur slóði að gígum sem rauðamöl hefur verið unnin úr. Miklar skemmdir hafa verið unnar á gígunum og miklu rusli hefur verið í þá fleygt.”

Vonandi hefur starfshópurinn ekki fengið greitt fyrir þessa “fjórtánfundavinnu” sína því bæði eru forsendur vinnunnar meingallaðar og niðurstöðurnar eftir því. Gleymst hefur að telja upp nokkur námuvinnslusvæði í bæjarlandinu og auk þess verður að telja framtíðarsýn þátttakendanna verulega hæpna, bæði með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um raunveruleg verðmæti ósnortins lands til lengri tíma litið og nútíma möguleika í jarðvegsnýtingarendurvinnslu. Af fylgiskjölunum að dæma er getið bæði um eyðileggingu og slysahættu. Ekki er að sjá að brugðist hafi verið við þeim ábendingum frekar en öðru sem fram kemur í skýrslunni.

Hraunhóll

Hraunhóll undir Vatnsskarði.