Færslur

Hafnarfjörður

Í Morgunblaðinu 1964 er m.a. fjallað um makaskipti á jörðum í Hafnarfirði og Garðahreppi undir fyrirsögninni “Garðahreppur og Hafnarfjörður skipta á jörðum”: “Matthías Á. Mathiesen hafði framsögu á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um lögsagnar umdæmi Hafnarfjarðar-kaupstaðar. Þar er lagt til, að kaupstaðurinn og Garðahreppur skipti á löndum. Flutningsmenn frumvarpsins eru Matthías Á. Mathiesen, Geir Gunnarsson, Jón Skaftason og Birgir Finnsson. Frv. hljóðar svo ásamt greinargerð:

Balavarda-2

1. gr. Hafnarfjörður skal vera lögsagnarumdæmi út af fyrir sig með kaupstaðarréttindum. Takmörk kaupstaðarsvæðisins eru þessi:
A. 1. Bein lína úr „Balaklöpp: við vesturenda Skerseyrarmalar í vörðu við veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer lækkandi ofan af norðurbrún hraunsins.
2. Þaðan bein lína í Hádegishól, sem er gamalt hádegismark frá Hraunsholti, nálægt í hásuður frá bænum, spölkorn frá hraunjaðrinum.
3. Þaðan bein lína í Miðaftanshól, sem er gamalt miðaftansmark frá Vífilsstöðum.
4. Þaðan í vörðu í Stórakrók.
5. Þaðan í vörðu í neðstu jarðbrú í Kaplakrika.
Engidalur-varda6. Eftir Kaplalæk í vörðu við hraun jaðarinn, beint vestur af stað þeim, þar sem Kaplalæk er veitt úr eldri farvegi sínum, rétt norðan við Baggalár, vestur af Setbergslandi.
7. Þaðan bein lína í stíflugarð rafstöðvarinnar.
8. Eftir stíflugarðinum, yfir tjörnina.
9. Upp með rafstöðvartjörninni að sunnan, þar til kemur að nýju Reykjanesbrautinni.
10. Meðfram norðurbrún nýju Reykjanesbrautarinnar, þar til hún sker eignar markalínu Setbergs og Hafnarfjarðar, sem er úr stíflugarðinum í markaþúfu við gömlu sand gryfjurnar, þ.e. um miðja lóðina nr. 3 við Stekkjarkinn.
Hadegisholl-varda11. Þá lína í markaþúfu við gömlu sandgryfjurnar.
12. Þaðan í Lækjarbotna.
13. Þá í Gráhellu.
14. Þaðan í miðjan Ketshelli.
15. Eftir Selvogsmanna- eða Grindaskarðsvegi í Kaplatór (Strandartorfur).
16. Þaðan bein lína í Markraka.
17. Þaðan bein lína um Melrakka gil (Markrakagil) að Krýsuvíkurvegi.
18. Þaðan bein lína í Markhelluhól.
19. Þaðan í Hraunkrossstapa.
20. Þá í Miðkrossstapa.
21. Þá í Hólbrunnshæð.
22. Þá í Stóra-Grænhól.
23. Þá í Skógarhól.
24. Og í Markaklett við Hraunsnes.

Hrafnista-varda-2B. Sá hluti jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar, sem Hafnarfjarðar-kaupstaður á. Allt land innan ofangreindra takmarka telst til lögsagnar-umdæmisins. Kaupstaðurinn skal setja nægilega mörg varanleg merki, er sýni greinilega takmörk landsins, og halda þeim við.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu skal jafnframt vera bæjarfógeti kaupstaðarins.
2. gr. Með lögum þessum eru úr gildi felld lög nr. 33/1929, ásamt breytingu á þeim lögum, nr. 31/1959, um bæjarstjórn í Hafnarfirði, s
vo og 3. tl. 1. gr. laga nr. 11/1936.

3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

Middegisholl-varda

Bæjarstjórnin í Hafnarfirði og sveitarstjórnin í Garðahreppi hafa með bréfi, dags. 27/4 1964, sem prentað er sem fylgiskjal hér á eftir óskað eftir því, að frumvarp til laga um breytingu á lögsagnarumdæmi þessara sveitarfélaga verði flutt og samþykkt á yfirstandandi þingi. Eins og fram kemur í bréfinu, er hér náð endanlegu samkomulagi um þessi mál, en á undanförnum árum hefur mál þetta verið á dagskrá þessara sveitarfélaga.

Fylgiskjal.
Hafnarfirði, 27. apríl 1964.
Hr. alþingismaður,
Matthías Á. Mathiesen,
Hafnarfirði.
Að undanförnu hafa farið fram viðræður á milli fulltrúa frá Hafnarfjarðarkaupstað og Garðahreppi um breytingu á lög sagnarumdæmismörkum milli sveitarfélaganna, svo og eftirgjöf á réttindum þeim yfir landi úr fornu Garðatorfunni í Garðahreppi, Gullbringusýslu, er Hafnarfjarðarkaupstaður öðlaðist með leigusamningi við landbúnaðarráðherra f.h. jarðeignadeildar ríkisins, dags. 14. nóv. 1940.

Markhella-222

Niðurstöður þessara viðræðna hafa orðið þær, að samkomulag hefur náðst, sem staðfest hefur verið af hreppsnefnd Garðahrepps á fundi hennar þann 1. apríl sl. með eftirfarandi samþykkt: „Hreppsnefnd Garðahrepps samþykkir fyrir sitt leyti, að lögagnar-umdæmismörkum Hafnarfjarðar-kaupstaðar verði breytt þannig, að það land, sem nú er sunnan Hafnarfjarðar og innan lögsagnarumdæmis Garðahrepps, þ.e. svokallaðar hraunajarðir, verði framvegis innan lögsagnar umdæmis Hafnarfjarðar.
Samþykkt þessi er bundin því skilyrði, að Hafnarfjarðarbær afsali til Garðahrepps þeim landsspildum, sem bærinn hefur á leigu frá jarðeignadeild ríkisins og eru innan lögsagnarumdæmis Garðahrepps. Jafnframt verði tryggt, að Garðahreppur fái fullan umráða rétt yfir þessum landsspildum, með leigusamningi við jarðeignadeild ríkisins, enda verði þau ákvæði laga nr. 11/1936, sem varða umræddar landsspildur felld úr gildi”.

hafnarfjardarkirkja-222

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerði á fundi sínum þann 21. þ. m. um málið svo hljóðandi ályktun: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti, að lögsagnar-umdæmismörkum milli Hafnarfjarðar-kaupstaðar og Garðahrepps verði breytt á þá lund, að hluti Garðahrepps, sem liggur sunnan við Hafnarfjörð, verði framvegis innan lögsagnar umdæmis Hafnarfjarðar. Jafnframt lýsir bæjarstjórn því yfir, að hún er reiðubúin til þess að falla frá leigurétti sínum að ræktunarspildum úr landi jarðeignadeildar ríkisins á Hraunsholti og við Arnarnesveg skv. leigusamningi, dags. 14. — 11. — 1840, þegar er framangreind breyting á lögsagnarumdæmismörkunum hefur átt sér stað. Leigusamningar við einstaka aðila, sem stað eiga í greindum samningi, skulu þó áfram vera í gildi.
Samþykkt þessi er gerð með því skilyrði, að Garðahreppur falli frá öllum kröfum, er hann kann að eiga til bóta fyrir lögsagnarumdæmis-breytinguna”. Með hliðsjón af ofangreindu samkomulagi leyfum vér oss að fara þess á leit við yður, herra alþingismaður, að þér hlutizt til um, að flutt verði á Alþingi því, er nú situr, frumvarp til laga um breytingu lögsagnarumdæmis þessara sveitarfélaga, er samrýmist ofangreindum samþykktum sveitarfélaganna.

Virðingarfyllst, Ólafur G. Einarsson.
Sveitarstjórinn í Garðahreppi.
Hafsteinn Baldvinsson.”

Heimild:
-Morgunblaðið 6. maí 1964, bls. 8.Ketshellir-varda

Hafnarfjörður

Hér segir Gísli Sigurðsson lögregluþjónn nokkuð frá gömlu hafnfirzku kotunum, byggðahverfunum og gömlum örnefnum. En hann segir líka frá riddaranum og þurrkvínni hans, svo og kóngsins böðli og Bessastaðavaldinu, en fáa staði landsins hefur erlent vald leikið jafn grátt og byggðina á Suðurnesjum, bæði fyrr og síðar, og engir Íslendingar heldur lengur borið menjar erlendrar yfirdrottnunar en fólkið þar.

Gísli Sigurdsson-221Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði hefur ekki aðeins safnað heimildum er komnar hafa verið að því að glatast, heldur hefur hann einnig grafið upp þræði úr sögu Hafnarfjarðar um hálfa fjórðu öld aftur í tímann. Í fyrri hluta spjallsins við hann vorum við komin að því að ræða um einstaka bæi og örnefni.
— Með fyrstu bæjarnöfnunum sem heimildir eru um hér í Hafnarfirði, segir Gísli, er Brúarhraun. Það var byggt um 1770, en líklega mun hafa verið þar sjóbúðarnefna á 17. öldinni.
Klofi var byggður 1775 og Gestshús um 1790. Fram af Gestshúsum var á sínum tíma byggð fyrsta hafskipabryggja í Hafnarfirði og Bæjarútgerðarhúsin standa á Klofalóðinni. Nýjahraun, (nú 27 við Strandgötu) var byggt 1806. Garður eða Sigþrúðarbær stóð þar sem byggt var hús Einars Þorgilssonar (nr. 25 við Strandgötu). Markúsarbær (Markús þessi var forfaðir Brynjólf Jóhannessonar leikara) stóð þar sem nú er Sjálfstæðishúsið (nr. 29 við Strandgötu). Fyrsti bær við Lækinn var Weldingshús, byggt um 1784 og kennt við Kristján Welding, steinsmið og assistent við verzlanir hér. Frá honum er mikil ætt komin. Lækjarkotsnafnið kemur fyrst fram um 1830, en það er ekki það Lækjarkot sem síðar var kunnugt móti Dverg.
Bæirnir voru eins oft kenndir við konur, t.d. Kolfinubær, — sem einnig var nefndur Tutlukot. Á Hamrinum var Hamarsbærinn, sem Bjarni Oddsson verzlunarmaður hjá aranum og þurrkvínni hans, svo og kóngsins böðli og Bessastaðavaldinu, en fáa staði landsins hefur erlent vald leikið jafn grátt og byggðina á Suðurnesjum, bæði fyrr og síðar, og engir Íslendingar heldur l
engur borið menjar erlendrar yfirdrottnunar en fólkið þar.

Hafnarfjordur-222Linnet byggði á öldinni sem leið. Sjóbúð var þar nokkru sunnar. Hamarsbæjarnafnið færðist svo yfir á annan bæ, sem nú er Hellubraut 9, en upphaflegi Hamarsbærinn var svo kallaður Bjarnabær, og er nafnið í góðu gildi enn, Hella er byggð um 1870, og heitir þar svo enn. — Þá kemur næst suður í Flensborgar- eða Skuldarhverfið. Þar verður fyrst fyrir Guðrúnarkot. Nafn þetta lifir fram yfir 1860. Þar umhverfis rís svo heil bæjarþyrping, kölluð Skuldarhverfi. Hvernig nafnið er til komið er óvíst, en líklegt má telja að bæirnir hafi verið í skuld við Flensborgarverzlunina; það voru fátæklingar sem þarna bjuggu.
Óseyri verður til 1770-1774 og Ásbúð um svipað leyti og Melurinn. Brandsbær heitir svo eftir fyrsta Hafnarfjordur-223búanda þar, Guðbrandi að nafni.
Í Vesturbænum var t.d. Skamagerens Hus, er fyrst hét svo, en síðar aldrei kallað annað en Skóbót. Skerseyrar og Bala er beggja getið í jarðabók Árna Magnússonar. Þar vestur frá var líka bær sem kallaður var Sönghóll, og hefur sennilega einhverntíma verið glatt á hjalla þar.
Fyrst framan af virðist Hafnarfjarðarnafnið aðeins hafa náð yfir byggðina norðan Lækjarins. Byggðin í hrauninu skiptist í Lækjarþorpið, það náði frá Gerðinu (hjá Barnaskólanum) og inn að Gunnarssu
ndi. Brúarhraunshverfið náði frá Guðarssundi að Linnetsstíg — og suður að Læk við Ósinn. Frá Linnetsstíg tók við Skemmuþorpið vestur að Rvíkurvegi. Stofuþorpið eða Akurgerði var þaðan vestur að Merkúrgötu eða Klofa og Gestshúsum.

hafnarfjordur-224

Frá læknum og suður að Hamri var stundum nefnt Miðfjörður, nokkru seinna er öll byggðin suður að Hamri nefnd Hafnarfjörður. Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamrinum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær — og var þá konungsjörð. Árið 1816 er þetta land, allt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) og allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði komið í eigu Bjarna riddara Sivertsens.
— Bjarni riddari var víst einn umsvifamesti Hafnfirðingur, fyrr og síðar.
— Já, og þegar hann fór að stofna til skipasmíða byggði hann m.a. þurrkví fyrir 3 skip við Skipaklett. Hún var til fram að 1882 eða 1884, ég talaði við fólk sem
 mundi hana þar. Í sóknarlýsingu sr. Árna Helgasonar prófasts í Görðum er ágæt lýsing á henni. Sr. Árni segir þar:

Hafnarfjordur-226

„Í Hafnarfirði er grafin gröf inn í malarkambinn í hléi við klettasnös sem gengur fram í fjörðinn til suðurs skammt fyrir vestan það elzta höndlunarhús. Í þessa gröf gengur sjór með hverju aðfalli, en um fjöruna er hún þurr. Fyrir framan er hurð og sterkt plankaverk með grjóthleðslu fyrir innan, nema þar sem hurðin er. Hingað eru á haustin, með stórstraumsflóði, leidd 3 þilskip.
Fleiri rúmast þar ekki, en eigi veit ég hvort þetta má heita hróf. Flest þilskip standa allan veturinn í fjörum hinu megin fjarðarins, sunnan til við Óseyrartanga, bæði þau sem hér eiga heima og eins nokkur annarstaðar frá”. Á Skipakletti er nú risin aðalbygging Hraðfrystihúss Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.
— Voru ekki fleiri „klettarnir” — og hefur þú ekki safnað örnefnum a!mennt?
— Jú, ég hef safnað töluverðu af gömlum örnefnum, “bæði eftir munnegri geymd og skráðum heimildum og reynt að rekja sögu þeirra.
Hafnarfjordur-228„Klettarnir” voru t.d. Brúarhraunsklettur, „Fjósaklettur”, Skipaklettur (stundum nefndur jagtaklettur) — hann er sem fyrr segir horfinn undir Bæjarútgerðina, og loks var Fiskaklettur. Hann var þar sem nú er Vesturgata 32; var fjórklofinn. Hann hét svo vegna þess að af þessum kletti var hægt að fiska úr landi áður fyrr. Það var strax dýpi fyrir utan og þar á leirnum var oft mikill fiskur fyrrum. Vesturhamarinn gekk líka stundum undir nöfnunum Sjávarhamar og Skiphamar, en Vesturhamarsnafnið hefur alltaf borið sigur af hólmi. Allir þessir „klettar” eru fyrir löngu horfnir nema eitthvað mun enn sjást af Fiskakletti. Fyrir sunnan fjörðinn var Grandinn með Skiphól, Kringlu og Háagranda. Þar fyrir sunnan tekur Hvaleyrin við. Á Hvaleyri hafa sennilega verið einhver reisulegustu bæjarhús á landinu, bæði á 19. og 20. öld. Þorsteinn Jónsson bjó þar á 19. öld og 1850—1870 bjuggu þar Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir. Ég hef lýsingu á bæ þeirra; það var mjög myndarlegur bær. Hjáleigur á Hvaleyri voru allt að því 6, og hétu þær eftir körlunum sem á þeim bjuggu. Sveinskot fær nafn af Sveini Eiríkssyni er býr þar frá. 1840—1855. Halldórskot eftir Halldóri búanda þar 1847—1877. Hjartarkot eftir Hirti er bjó þar 1868—1872. Vesturkot mun lengst af hafa verið kallað því nafni af því það var vestast, en það var líka nefnt Drundurinn af því það var yzta totan á eyrinni. Ennfremur voru á Hvaleyri Þórðarkot og Tjarnarkot. Þegar
 mest var byggt voru t a r sex hjáleigur samtímis, og húsmenn að auki, bæði á aðalbænum og hjáleigunum.

Í sambandi við þessa könnun mína á nöfnum hef ég fengið lýsingar af bæjunum í bæjum hjá mörgu ágætu fólki og hef getað borið lýsingar þess saman. Þá fór ég einnig að grafa upp hvaðan fólkið var komið, og er langt kominn með það en það er tafsamt verk. Heimildarbækurnar eru orðnar um hundrað, manntöl og kirkjubækur norður til Eyjafjarðar og og austur í1 Skaftafellssýslu, því fólkið var komið hingað og þangað að. Þá hef ég einnig kannað dómbækur í þessu sambandi. Árið 1603 býr á Hvaleyri Guðlaugur nokkur Guðlaugsson.
Í Alþingisbók frá Kópavogsþingi er hans getið það ár. Þeir voru teknir fjórir saman fyrir þjófnað, en svo virðist sem hann hafi tekið á sig sökina, því Jónar tveir sluppu og einnig Ólafur nokkur Pétursson er var „borgaður út fyrir góðra manna bænarstað og sakir ætternis, og svo vegna neyðar konu sinnar og barna og erfiðleika í búskap”.. Ekkert slíkt hlífir Guðlaugi og um hann segir svo:
,,Um Guðlaug Guðlaugsson þá ályktast svo og fullnaðist að áðurskrifaður Guðlaugur undirbjó og Bjarni Sivertssenlofaði með fullnaðarhandsölum sjálfviljuglega konunginum og hans umboðsmönnum að þjóna sína lífstíð, og refsa það honum verður skipað eftir lögmáli, það gjöra að þvi tilskyldu að hann hefði nokkurt auðkenni það hann mætti bera alla sína daga fyrir vondan glæp og tilverknað, og til merkis ef hann kann aftur um að hlaupast, en steli hann aftur eða sýni hann aðra nokkra óhlutvendni, þá sé hann réttfangaður og dræpur”.
Hvaleyrarbóndi þessi er þannig brennimerktur og gerist Bessastaðaböðull til þess að bjarga eigin lífi og félaga sinna, annarra en þess sem var „borgaður út fyrir góðra manna bænarsíað og sakir ætternis”. Sonur Guðlaugs, Jón að nafni, bjó í Hamarskoti og giftist dóttur lögréttumanns á Vatnsleysuströnd. Ormur Jónsson býr á Hvaleyri 16S6—1714. Hann var leiguliði konu
ngs. Ábúðarkjör hans eru þessi:

Sivertsenshus-3

„Kvaðir eru; Mannlán um vertíð, tveir hríshestar heim til Bessastaða með skyldu, en margoft þar fyrir utan einn hríshestur, tveir eða þrír á ári fyrir bón, og einu sinni í tíð Heidemanns sjo um árið og tveimur áskyldum. Hér að auki tveir dagslættir árlega heim til Bessastaða og fæði bóndinn verkamennina sjálfur. Ennþá hér á ofan skipaferðir hvenær sem umboðsmaðurinn á Bessastöðum kallar, vetur eða sumar, og er óvíst hve margar verði, fæðir bóndinn mann þann ávallt sjálfur, hvort sem reisan varir lengur eða skemur”. Auk þess þegar upptalda er svo lambsfóður án endurgjalds.
Í þessu sambandi er vert að minnast þess að Hvaleyrarbóndinn hafði marga hjáleigubændur og hefur hann vafalaust reynt að koma sem mestu af þessum kvöðum yfir á þá, svo þá sem endranær hafa byrðarnar komið þyngst niður á þeim fátækustu.
Gísli hefur frá mjög mörgu fleiru að segja, en þetta verður að nægja að sinni. Við sleppum þvi að ræða nú um veru Englendinga og Þjóðverja á Hvaleyri, sem báðir höfðu þar aðsetur og þá sinn hvoru megin við Ósinn, og var ærið róstusamt stundum.
Gömlu skipanaustin, sem þó voru enn við lýði fyrir ekki löngu árabili, munu nú horfin.

Sivertssenshus-1Sívertsenshúsið mun vera elzta hús í Hafnarfirði. Það var reist á árunum 1776 til 1778 á Langeyrarmölum á vegum konungs-verzlunarinnar. Árið 1791 tók Knud Dyrekjaer faktor húsið á leigu og 1793 kaupir hann það af konungi fyrir 15 dali og fjóra skildina. Bjarni riddari Síversen kaupir svo húsið af honum 1804 og flytur það inn í Akurgerði. Kaupverðið var þá 164 dalir og 32 skildingar. Árið 1899 varð húsið barnaskóli, síðan hafði Hafnarfjarðarbær þar skrifstofur sínar um langt árabil og um skeið voru þar skrifstofur verkamannafélagsins Hlífar og Sjómannafélags Hafnarfjarðar.”

Heimild:
-Þjóðviljinn, 26. apríl 1960, bls. 6-7 og 10.Hafnarfjordur-221

Straumssel

Almenningsskógur er gamalt heiti hraunasvæðisins suður og vestur af Straumsvík. Þetta var úthagi Hraunajarðanna sem voru í eigu kirkjunnar en komust í konungseign við siðaskiptin 1550. Þessar jarðir voru allar seldar um og eftir 1830 og eftir það voru þær í eigu bænda þar til búskapur lagðist að mestu af u.þ.b. 100 árum seinna. Á meðan jarðirnar voru í eigu kirkjunnar og konungs gátu íbúar á suðvesturhorni landsins nýtt Almenningsskóg til beitar og þeir fóru þangað til að höggva skóg til kolagerðar. Þegar litla ísöld gekk í garð upp úr 1450 tók að kólna verulega á Íslandi og víðar í norðurhöfum og hratt gekk á skóglendi þar sem viðar- og skógarhögg jókst til muna. Þegar fram í sótti var ekki mikið um stærri tré því þau voru tekin fyrst og með tímanum var lítið annað eftir en nýgræðingur og hverskonar runnagróður, sem var jafnan nefndur einu nafni hrís.

Almenningur

Í Almenningi ofan Straums.

Gegndarlaust hrístaka og skógarhögg gekk nærri gróðrinum í Almenningi og var svo komið um 1700 að varla var lengur hægt að tala um að hrís væri nægjanlegt og skógurinn sem svo hafði verið kallaður var að mestu eyddur. Samt sem áður var haldið áfram að ganga á takmörkuð gæði landsins með sauðfjárbeit og kolagerð. Fyrir kom að tré og runnar voru rifin upp með rótum, sérstaklega næst bæjum en ekki síður upp til fjalla þar sem mest hætta var á uppblæstri. Hirðstjóri konungs lagði álögur á alla bændur sem bjuggu nærri Bessastöðum og þurftu þeir að skaffa einn til tvo hríshesta á ári hverju og stærri jarðirnar þurftu auk þess að útvega einn eða tvo stórviði árlega.

Almenningur

Gengið um Almenning í Hraunum.

Meginhluti hraunmassans ofan Hraunabæjanna er kominn frá Hrútagjárdyngju, nefndur Almenningur og tilheyrði í eina tíð Hraunabæjunum sem voru með fram strandlengjunni milli Straumsvíkur og Vatnsleysuvíkur. Almenningu var beitiland þessara jarða og þar áttu þær skógarítak og sóttu sér eldivið um margra alda skeið. Samkvæmt því sem næst verður komist máttu flestir íbúar Álftaneshrepps hins forna sækja sér hrís í Almenningsskóga á meðan jarðirnar tilheyrðu kaþólsku kirkjunni og seinna Danakonungi. Þessar jarðir voru seldar um og eftir 1830 og þar með féll almannarétturinn til þeirra sem eignuðust jarðirnar, eða svo töldu þeir sem keyptu jarðirnar af ríkisvaldinu. Almenningsnafnið hélst samt sem áður áfram og vísar til þess tíma þegar svo til hver sem var gat nýtt hlunnindin. Bændur og búalið sótti sér skógarvið til húsbygginga á meðan skógurinn gaf eitthvað af sér en eftir að kólna fór verulega á landinu um og eftir 1600 gekk hratt á stærstu trén. Þegar Árni Magnússon og Páll Vídalín unnu Jarðabókartal sitt árið 1703 var mjög farið að sneiðast um skógarvið og hrísrif orðið býsna erfitt í Almenningi enda kvörtuðu bændur mjög undan kröfum hirðstjóra konungs á Bessastöðum um skil á stórviði og hrísknippum til yfirvaldsins.

Straumssel

Gengið um Straumssel.

Þegar Hraunajarðirnar voru seldar hver af annarri úr konungseign voru heimalönd þeirra skilgreind og miðuðust við landsvæði sem náði þó nokkuð suður fyrir selin. Eigendur jarðanna lögðu ríka áherslu á að verja heimalönd sín og bönnuðu hverskonar nytjar svo sem veiði, hrísrif og beit í úthaganum í löndum sínum.

Straumssel

Straumssel – tilgáta.

Ekki fóru allir eftir þessu og töldu sumir að sú hefð að sækja hrís í Almenning og að beita sauðfé þar væri ofar eignarréttinum. Gengu klögumál á víxl þar til sýslumaður kynnti vilja konungs í þessu efni. Landsmenn áttu að leggjast á eitt um að verja þá skóga sem eftir voru í landinu en ekki halda áfram að eyða þeim. Skógarhögg og hrísrif mátti aðeins stunda samkvæmt sérstöku leyfi og undir eftirliti umsjónarmanna skógarhöggs sem konungur lét skipa víða um land.
Guðmundur Guðmundsson bóndi var skipaður umsjónarmaður skógarhöggs í Álftaneshreppi um miðja 19. öld. Guðmundur bjó ásamt Katrínu Guðmundsdóttur eiginkonu sinni í Straumsseli og átti fremur auðvelt með að fylgjast með því sem fram fór í Almenningi. Sýslumaður undirritaði reglur um skógarhögg í vitna viðurvist á manntalsþingi í Görðum og skipaði Guðmund í embættið á sama tíma.

Straumssel

Efri-Straumsselshellar.

Guðmundur keypti Straum og hálfa Óttarsstaði árið 1849 með gögnum og gæðum og ítökum og öllum herlegheitum sem jörðunum fylgdu og höfðu og fylgt til sjós og lands. Guðmundur kaus að byggja sér bú í Straumsseli og lýsa staðinn lögbýli. Straumur var í ábúð og leiguliðinn mótmælti því harðlega að Guðmundur gerði Straumssel að lögbýli sínu. Áður hafði Guðmundur átt Lambhaga og hluta Þorbjarnarstaða en seldi hvoru tveggja 31. maí 1848 til Eyjólfs Péturssonar. Guðmundur fékk sínu framgengt en sat ekki Straumssel lengi heldur byggði það leiguliðum og settist að á Setbergi.
Guðmundur skógarvörður varð ekki langlífur. Hann lést 44 ára gamall árið 1855 að Setbergi. Guðmundur Tjörvi sonur hans var aðeins fimm ára gamall, en tók eignir föður síns í arf eftir. Katrín móðir Guðmundar Tjörva og ekkja Guðmundar skógarvarðar giftist stuttu seinna Guðmundi Símonarsyni og bjuggu þau fyrst á Setbergi. Þau tóku við búskap í Straumi þegar jörðin losnaði úr ábúð og bjuggu myndarbúi fram undir aldamótin 1900. Að þeim látnum tók Guðmundur Tjörvi við jörðinni, en hann hafði í raun réttri verið bóndi þar um árabil enda móðir hans og fósturfaðir komin nokkuð við aldur er þau féllu frá.

Litli-Lambhagi

Eldhús við Litla-Lambhaga.

Guðmundur Tjörvi var dugnaðarbóndi, sem átti um hundrað fjár og stækkaði túnin umhverfis Straum. Hann fór í mikla útgræðslu, byggði fjárhús í Fjárhússkarði við Brunntjörn, hljóð Tjörvagerði nálægt Þýskubúð og Gerðið suður af Straumsseli. Þegar ellin fór að gera vart við sig ákvað hann að bregða búi þar sem hann átti enga afkomendur og systur hans höfðu ekki heldur komið neinum börnum á legg, enda gengu þær ekki allar heilar til skógar. Hann seldi Bjarna Bjarnasyni Straum árið 1918. Tveimur árum seinna keypti Bjarni Þorbjarnarstaði ásamt Stóra- og Litla Lambhaga til að eiga möguleika á að fá nægan heyfeng fyrir bústofn sinn.

Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason.

Þegar gamli Straumsbærinn brann árið 1925 var ráðist í að reisa nýtt og veglegt hús úr steinsteypu. Þetta var með stærri húsum á landinu og var það tilbúið árið 1926 og stendur enn. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði húsið sem er í svipuðum stíl og Korpúlfsstaðir og Héraðsskólahúsið á Laugavatni.

Bjarni var íþróttakennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar frá 1912 en tók við skólastjórn 1915. Hélt hann þeirri stöðu til 1929 er hann var skipaður skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni. Bjarni var maður framfara og var annálaður dugnaðarforkur. Hann átti eina af fyrstu bifreiðunum sem komu til landsins og ók daglega milli Straums og Hafnarfjarðar. Bjarni átti drjúgan þátt í að ákveðið var að byggja veglegt steinsteypt skólahús í Hraungerðistúninu við Hamarskotslæk árið 1927 þar sem Barnaskólinn (Menntasetrið við Lækinn var til húsa þar til hann flutti í nýtt hús á Hörðuvöllum.

Straumur

Straumur.

Þegar Bjarni var fluttur alfarinn austur að Laugarvatni reyndi hann að selja Straum, Lambhaga og Þorbjarnarstaði. Það gekk ekki og er sennilegasta ástæðan sú að kreppa skall á um þessar mundir og á sama tíma voru búskaparhættir að breytast verulega hér á landi. Bjarni ákvað því að halda búskapnum í Straumi óbreyttum um sinn og fékk bústjóra til að flytja í Straum og annast búreksturinn. Þegar mæðuveiki kom upp á suðvesturhorni landsins um 1937-38 varð að fella bústofn Bjarna og þar með var engin þörf lengur fyrir bústjóra. Þorbjörg Þorkelsdóttir eiginkona Bjarna leigði KFUK í Reykjavík Straumshúsið fyrir lágt verð sumarið 1938. Næstu árin fékk KFUK húsið til afnota og hélst þessi tilhögun til ársins 1946. Straumur var sumardvalarstaður fyrir stúlkur á vegum KFUK en Vindáshlíð tók við þessu hlutverki árið 1949.

Kapelluhraun

Skógræt ríkisins fór illa með lfyrrum land Straums í Kapelluhrauni.

Bjarni leitaði stöðugt að kaupanda að Straumi, Þorbjarnarstöðum og Lambhaga en lítið þokaðist, enda voru Hraunin farin í eyði áður en fyrri heimsstyrjöldin brast á. Hann leitaði til ýmissa aðila, þar á meðal Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra sem þótti koma til greina að Skógrækt ríkisins eignaðist jörðina, en vildi lítið sem ekkert greiða fyrir hana. Sumarið 1944 var bundist fastmælum að Skógrækt ríkisins keypti nokkurn hluta af löndum Straums og Þorbjarnarstaða, en staðreyndin var sú að Bjarni gaf því sem næst þennan hluta jarða sinna. Samkvæmt frétt sem birtist í Vísi 14. desember 1944 var um kjarri vaxin hraun að ræða sem ætlunin var að kaupa fyrst og fremst til þess að sjá hversu miklum þroska trjágróður gæti náð á þessum stað. Reykjanesskaginn var illa farinn vegna óhóflegrar beitar og voru miklar vonir bundnar við að auka mætti gróður til verulegra muna með því að friða landið að hluta eða öllu leyti.

Tjörvagerði

Tjörvagerði.

Vorið 1948 var gengið frá jarðakaupum Skógræktar ríkisins á 600 ha landi í Almenningi úr landi Straums og Þorbjarnarstaða. Sama vor plöntuðu starfsmenn Skógræktarinnar út 1000 sitkagreniplöntum í Almenningi í upplandi Þorbjarnarstaða í um 50 metra hæð yfir sjávarmáli nærri Fornaseli. Vorið 1954 var landsvæðið girt af með 6 km langri girðingu til að vernda barrtrén sem búið var að gróðursetja og til að sjá hvernig sjálfgræðslu lands í hrauninu miðaði ef það væri beitarfriðað.
Bjarni Bjarnason afsalaði Skógrækt ríkisins landinu sem hann seldi árinu áður með bréfi sem var dagsett 16. febrúar 1949. Þar segir: ,,…Þann hluta …sem liggur milli þjóðveganna til Krýsuvíkur og Keflavíkur, frá norðurbrún Nýjahrauns og að landamerkjum Straums og Óttarsstaða, með gögnum og gæðum og án allra kvaða. – Undanskilið gjöfinni er norðausturhorn landsins (neðsti hluti Nýjahrauns), frá vörðu vestarlega á Rauðamelshólum og línum dregnum frá henni, annars vegar hornrétt á Krýsuvíkurveg, en hins vegar í beina stefnu á Reykjanesbraut á hábrún Nýjahrauns, ofan Þorbjarnarstaða og Litla-Lambhaga.

Straumur

Fjárskjól við Tjörvagerði.

Sama dag seldi Bjarni landspilduna sem hann undanskildi til Hákons Bjarnasonar skógræktarstjóra ríkisins. Spildan markaðist af ,,Reykjanesbraut að vestan, að norðan af landamerkjum Hvaleyrar og áðurnefndra jarða, og að öðru leyti af línum dregnum úr vörðu á Rauðamelshólum, eins og nánar er tiltekið í afsali mínu til Skógræktar ríkisins, dagsettu í dag.”
Hákon Bjarnason gaf Landgræðslusjóði þessa landspildu til eignar 7. febrúar 1967, að undanskildu túni Þorbjarnarstaða og 100 metra spildu í allar áttir frá túngarðinum.

Árið 1955 gerði Hafnarfjarðarbær makaskiptasamning við Skógrækt ríkisins um viðbótarhluta úr landi Straums. Þann 7. apríl 1994 afsalaði Landgræðslusjóður öllu landi sínu í Straumi til Hafnarfjarðar en það var 223,6 ha að stærð. Ríkissjóður, fyrir hönd Skógræktar ríkisins, seldi Íslenska álfélaginu Straumi, austan Reykjanesbrautar, u.þ.b. 220 ha, 30. nóvember 2001. Undanskilið var í sölunni land Tjarnarhóls, Gerðis og Þorbjarnarstaða.

Brunntorfur

Skógrækt í Brunntorfum.

Vorið 1956 tóku nokkrir einstaklingar við skógræktarsvæðinu í Almenningi og var litið á þetta sem tilraunareit. Landsvæðið sem var lagt undir verkefnið spannaði 140 ha. hrauns, annarsvegar ágætlega gróið beitiland í Almenningi og hinsvegar brunahraun sem var hluti Nýjahrauns sem rann um 1151. Hafist var handa við að girða landið og hófst útplöntun um 1960. Þeir sem tóku stærsta hluta svæðisins í fóstur voru Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor, Broddi Jóhannesson skólastjóri Kennaraskólans og Marteinn Björnsson. Fengu þeir plöntur og áburð frá Skógrækt ríkisins en önnuðust sjálfir útplöntun með fjölskyldum sínum og vinum. Á næstu árum bættust Kristinn Skæringsson frá Landgræðslu ríkisins og Arngrímur Ísberg í hópinn. Þessir menn kölluðu sig Landvinningarflokkinn sín á milli.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta ÓSÁ.

Gróskumikill barrskógur er nú á þessu 50 ha landi og víða orðinn svo þéttur að full ástæða er til að ráðast í grisjunarvinnu. Sjálfsánar furur og greni er víða að sjá og landið nánast sjalfbært að þessu leyti. Kjarrlendi í Almenningi hefur jafnframt tekið verulega við sér eftir að sauðfjárbeit var að mestu útrýmt á þessum slóðum. Víðáttumiklir birki- og víðiflákar breiða úr sér og inn á milli má finna stór birkitré. Allvíða eru einirunnar en lynggróður og mosi þekja stærsta hluta Almennings. Þetta er fyrirtaks útivistarsvæði og spennandi gönguland með miklu meiri gróðri en hægt er að ímynda sér og ótrúlega margbreytilegum hraundröngum, klettum, hæðum, hólum, flatlendi, kötlum, gjótum og jarðföllum.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – tilgáta.

Minjar frá þeirri tíð þegar búskapur var stundaður á Hraunabýlunum finnast út um allan Almenning. Gjásel, Fornasel, Straumssel, Óttarstaðasel og Lónakotssel eru í Almenningi miðjum og allt um kring eru grjóthleðslur sem voru fyrrum stekkir, kvíar, fyrirhlaðnir fjárhellar og skjól, eða skotbyrgi, réttir, vörður og hvaðeina sem tilheyrði gamla bændasamfélaginu. Þessutan liggja þarna þvers og kruss fornar götur, alfaraleiðir og innansveitarleiðir, smalaslóðar og fjárgötur sem enn markar fyrir þó svo að gróðurinn sé í óða önn að fela forðum gengin spor.

Heimild m.a.:
http://www.hraunavinir.net/almenningur/#more-1075

Straumssel

Straumssel og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Setbergssel

Kershellir er við Selvogsveg (Suðurferðavegs) norðan við Sléttuhlíðarhorn í jarðfalli á fremur stuttri hraunrás. Hraunið er úr Búrfelli fyrir um 7400 árum. Á svæðinu eru einnig nokkrir styttri hellar.
Kershellir er nyrstur og austastur þeirra. Inn af honum er svonefndur Hvatshellir. Suðvestar er Ketshellir-222Selhellir. Hann er opinn í báða enda og nefnist syðri hlutinn Selhellir en nyrðri hlutinn var nefndur Kethellir í Jarðarbók Árna Magnússonar og Bjarna Vídalín. Hleðsla í miðjum hellinum náði áður fyrr upp í loft, en er núna fallin að stórum hluta. Neðstur og nyrstur er svonefndur Sauðahellir, sem var notaður um tíma fyrir sauðfé, en þótti ekki alveg nógu góður til slíkra nota. Skammt frá honum er vallgróinn stekkur og austan hans er nátthaginn í jarðfalli. Þessir hellar voru í eina tíð nefndir einu nafni Kershellar, en einnig sundurgreindir með mismunandi nöfnum eftir því hverskonar not voru höfð af þeim í gegnum tíðina.
Hellarnir voru hluti af búskaparsamfélaginu um aldir og m.a. nýttir sem fjárskjól og áningastaðir ferðalanga sem áttu leið um Selvogsgötuna. Selhellirinn, sem er á landamerkjum Setbergs og Garðakirkjulands, var eins og nafnið gefur til kynna hluti af seljum Setbergs og Hamarskots um aldir. Enginn veit nákvæmlega hvernig Kershellir var notaður en ekki er ólíklegt að hann hafi verið einhverskonar mannabústaður í skamman tíma þó líklegra sé að hann hafi nýst sem geymsluhellir. Í honum er hlaðinn garður sem myndar hálfboga en það er með öllu óljóst til hvers þessi grjótveggur var gerður á sínum tíma.

Kershellir-223

Sumarið 1906 komu fjórir ungir piltar úr Reykjavík suður að Sléttuhlíðarhorni eftir þriggja tíma göngu og glöddust mjög þegar þeir fundu helli í jarðfalli, sem reyndist ágætlega stór. Þetta voru Sigurjón Þorkelsson, seinna kaupmaður í versluninni Vísi, Helgi Jónasson frá Brennu og Matthías Þorsteinsson, en þeir unnu allir saman í Edinborgarverslun. Fjórði pilturinn var Skafti Davíðsson trésmiður. Þeir höfðu stofnað fótgöngufélagið Hvat, en nafnið gaf til kynna að þeir einsettu sér að ganga hvatlega og skoða sitt nánasta umhverfi um helgar þegar þeir áttu frí frá vinnu. Þeir höfðu áður skunað á Þingvöll og skoðað þar hella í hrauninu og töldu sig hafa fundið nýjan og áður óþekktan helli við Selvogsveginn og létu þá fregn berast um bæinn. Þann 1. júlí 1906 birtist stutt grein í Æskunni þar sem sagt var frá því að Hvatsfélagar hefðu fundið stóran helli suður af Hafnarfirði einn sunnudag er þeir voru þar á göngu fyrr um sumarið. Hvatspiltar fóru aftur suður í Sléttuhlíð sunnudaginn 2. september með ljós og mælivað til að mæla og rannsaka hellinn gaumgæfilega. Komust þeir að því að út frá honum voru afhellar mismunandi stórir.

Kershellir-224

Þessi fundur hleypti mörgum kappi í kinn og héldu ýmsir áhugamenn um hella af stað til að rannsaka þetta fyrirbæri. Hvatsfélagareignuðu sér hellinn og  máluðu meira að segja nafn hellisins með bronsmálningu á einn hraunvegginn í stóra afhellinum. Meðal þeirra sem slógust í för með Hvatspiltum var séra Friðrik Friðriksson, upphafsmaður Kristilegs félags ungra manna í Reykjavík. Ritaði hann tvær greinar um hellinn og birtist önnur þeirra í Fjallkonunni  7. september 1906. Þar lýsti Friðrik hellinum og byggði á frásögn piltanna:
„Hann er 152 fe
t á lengd, 40 fet á breidd, þar sem hún er mest, og á að giska 6-7 álnir á hæð, þar sem hæst er, allsstaðar má ganga uppréttur. Grjótgarður er hlaðinn 59 fet inn af munnanum, sá garður liggur þvert yfir hellinn og á parti í boga fyrir munna á afhelli nokkru vinstra megin; er hann eins og bás, höggvinn út í bergið, og er 27 fet að lengd og 1 ½ alin á hæð, þar sem hann er hæstur. Ekki var unnt að sjá, að fé hefði verið geymt þar inni.

Hvatshellir-222

Hinir ungu menn könnuðu nú vandlega hellisveggina, og urðu þeir þá varir við smugu mjóa, er lá inn í vegginn hægramegin, nálægt hellismunnanum. Er þeir lýstu inn í hana, þótti þeim sem rúm mundi vera þar fyrir innan og skriðu því inn gegnum glufuna og komu þá inn í lítinn afhelli, vel mannhæðar háan, og var heldur stórgrýtt gólfið. Inn úr honum lá svo önnur glufa, er skríða þurfti í gegn á fjórum fótum. Fyrir innan hana varð fyrir þeim hellir, nær kringlóttur að lögun eða sporöskjulagaður. Hann er 10 fet á hæð þar sem mest er, og breiddin 20 fet, en lengdin nokkru meiri. Eftir gólfinu er hraunbálkur all mikill og lægðir báðu megin.

Hvatshellir-223Hægra megin varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólfið, og fóru tveir þar inn og fundu þá, að þeir voru komnir í stóran helli og langan, en eigi gátu þeir vel glöggvað sig á honum, því ljósfæri þeirra brást. Leituðu þeir nú síðan til útgöngu og þótti þeim skemmtiferð sín góð orðin.“
Séra Friðrik fór ásamt Hvatspiltum suður að Sléttuhlíðarhorni til að kanna innsta hellinn nokkru seinna . Höfðu þeir meðferðis ljósker ásamt stuttum og digrum 8 aura kertum frá Zimsen. Þeir voru ennfremur með mælivað og 60 faðma snæri. Mældu þeir innsta hellinn sem reyndist vera 61 fet á lengd  og allur nokkuð jafnbreiður 8-10 fet. Síðan kemur lýsing séra Friðriks:
„Hæðin var um 4 fet minnst og liðugt 5 fet mest. Innst inni er hann íhvolfur og er hvelfing yfir honum öllum, skreytt dropasteins útflúri. Hellirinn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju, gólfið er slétt og fast og lítð sem ekkert þar lausagrjót inni. Svo er hann fallegur, að erfiðleikarnir við inngönguna í gegnum 3 glufurnar og stórgrýtið í framhellunum gleymist þegar inn er komið. Lengd alls hellisins frá botni þess innsta og aftast í þann fremsta er rétt að segja 300 fet. Í innri hellunum eru engin merki þess að menn hafi þar fyrr inn komið.
Við vorum hálfan annan tíma að skoða hellana og var sá tími helst of stuttur til þess að geta séð allt til hlítar. Hellinn kallaði ég Hvatshelli eftir félaginu,  er fann hann, og þykir mér félagið eiga þá sæmd skilið fyrir göngudugnað sinn og eftirtekt.
Hvatshellir-224Séra Friðrik nefndi innsta afhellinn Hvatshelli, þann sem honum fannst líkjast kjallarakirkju, enda segir munnmælasaga að hann hafi stundum haldið látlausa helgistund í hellinum næstu árin. Allavega fór það svo að ungu mennirnir sem töldu sig hafa fundið afhellana máluðu nafnið Hvatshellir í innstu hvelfingunni. Vel má vera að þeir hafi fyrstir manna komið inn í þessa afhella, en Kershellirinn sem er fremstur var fyrir löngu þekktur eins og hleðslurnar sem þeir fundu í honum gefa glögglega til kynna.
Þessi fundur þótti allmerkilegur í ljósi þess að erlendir menn höfðu farið um landið og leitað að hellum sem þeir töldu sig síðan finna, þó svo að heimamenn á hverjum stað hefði greinilega vísað þeim á þá. Séra Friðrik hvatti ungt fólk til að gera sér ferð til að skoða hellana og lýsti leiðinni suður í Sléttuhlíðina með eftirfarandi hætti: Hvatshellir liggur nálægt Selvogsvegi, upp með Setbergshlíðinni skammt frá vörðu þeirri sem er mælingamenn Herforingjaráðsins hafa hlaðið og merkt er tölunni 27. Sú varða er á vinstri hönd, er upp eftir veginum dregur, og spölkorn þar fyrir ofan er til hægri handar fallegur grasgróinn hvammur. Í honum er hellismunninn.”
Leiðalýsing séra Friðriks kom Reykvíkingum sérkennilega fyrir sjónir eins og greint var frá í blaðinu Reykjavík. Göngumaður sem skrifaði undir leyninafninu Gangleri gerði sér ferð suðureftir til að skoða hellinn ásamt félögum sínum. Þeir villtust á leiðinni og fóru allmarga aukakróka áður en þeir  komust á Selvogsveginn. Seint og um síðir komu þeir að hellunum norðan Sléttuhlíðarhorns og hittu þar þrjá sveitamenn, eins og Gangleri kallaði þá í grein sinni. Þeir spurðu sveitamennina um nýja hellinn og sögðu þremenningarnir að þarna væri ekki nýr hellir heldur þrír hellar þétt við gömlu götuna og hver framundan öðrum. Þeir hefðu, áður en þessir landkönnunarmenn úr Reykjavík komu til sögunnar, verið kallaðir einu nafni Kershellar. Þeir hétu svo af því að það var engu líka en að ker eða skálar væru niður í jarðveginn, sem hellismunnarnir  lægju úr og það væri einna gleggst á þessum nýskírða helli. Því til sönnunar að þessir hellar væru fullkunnir áður, væri það að þeir væru taldir ráða landamerkjum milli Setbergslands og Garðakirkju.

Hvatshellir-225

Margir fundu sig knúna til að leggja orð í belg eftir að séra Friðrik gaf innhellinum nafnið Hvatshellir, en svo virðist sem fæstir þeirra sem gerðu sér ferð að hellunum hafi fundið afhellana. Nokkur brögð voru að því að fólk skoðaði einvörðungu Selhellinn og fannst lítið til hans koma enda hafði hann verið notaður sem fjárhellir eftir að hætt var að hafa þar í seli seint á 19. öld og fullur af sauðataði. Botn hellisins er núna þakinn leirkenndri mold sem verður leðjukennd þegar hún blotnar. Jón Þorkelsson var einn þeirra sem ritaði greinarkorn í Fjallkonuna um hellafundinn og taldi hann augljóslega að um Selhellinn væri að ræða.

Setbergssel-222

„Hellir sá í Garðahrauni [hellirinn er í efsta hluta Gráhelluhrauns], er félagar úr göngumannafélagsins „Hvats“ komu í hér í sumar, hefur orðið að blaðamáli.
Kölluðust félagar þessir hafa fundið hér nýjan helli og skírðu hann „Hvatshelli“. Síðan hefur „Reykjavíkin“ skýrt frá því eftir kunngum manni, að hellir þessi hafi verið kunnur nú í manna minni, hafi verið haldinn landamerki milli Garða og Setbergs og verið kallaður Kershellir. Þar við bætir og ritstjóri „Reykjavíkur“ því að hann hafi þekkt þennan helli fram undir mannsaldur. En hér mun vera óhætt að bæta því við að hellir þessi hefur verið þekktur um frá ómuna tíð og hefur að vísu um 350 árin síðustu verið haldinn landamerki milli Setbergs og Garða.

Setberg

Setberg 1772 – Joseph Banks.

Er til enn vitnisburður um landamerki þessi frá 2. janúar 1625, úgefinn af Þorvaldi Jónssyni og samþykktur og staðfestur af Magnúsi Þórarinssyni og Sveini Ögmundssyni. Segir Þorvaldur þar svo frá: „að minn faðir Jón Jónsson bjó 15 ár á þráttnefndri jörðu (Setbergi); byggði þá mínum föður jörðina Setberg þann sálugi mann Ormur bóndi Jónsson, hvar eð sat í Reykjavík og tilgreindi bóndinn Ormur þessi takmörk úr miðjum Flóðum, og upp miðjan Flóðhálsinn; sjóndeiling úr miðjum fyrirsögðum hálsi og í hvíta steininn, sá er stendur í Tjarnholtunum og þaðan sjóndeiling í miðjan Ketshellir. Úr Ketshellir og í mitt hraunið og þaðan úr miðju hrauni og ofan í Gráhellu og ofan í Lækjarbotna. Innan þessara takmarka bauð og bífalaði bóndinn Ormur mínum föður allt að yrkja og sér í nyt að færa og aldrei hefi ég þar nokkra efan á heyrt. Og var ég á fyrrsagðir jörðu minni ómagavist hjá mínum föður í fáu 15 ár hann þar bjó; en ég hefi nú áttatíu vetur og einn, er þessi vitnisburður var útgefinn ‚, eftir hverjum ég má sverja með góðri samvisku.

Ketshellir

Tröllið í “Síðasta bænum í dalnum” við Ketshelli.

Við þetta má síðan bæta því að Ólafur Þorvaldsson, sem fæddist á Ási við Hafnarfjörð og var bóndi í Herdísarvík um tíma þar til Einar Benediktsson tók við jörðinni, ritaði ágætar leiðalýsingar um þjóðleiðir í námunda Hafnarfjarðar, sem birtust í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1943-48, sem kom út 1949. Í leiðarlýsingu hans á Grindarskarðavegi (Selvogsleið) ritar hann: „Ofarlega í hraunbelti því sem áður getur og yfir er farið áður en upp á móts við Klifsholt kemur er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárból frá Setbergi meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð.
Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt, og vildi gólfið blotna þegar fé kom brynjað inn. Laust eftir síðustu aldamót [1900] fundu menn úr félagi, sem nefndi sig „Hvat“ og í voru nokkrir ungir fjallgöngu- og landkönnunarmenn í Reykjavík, helli skammt ofar og norðar [hann er austar, en einnig máf inna lítinn hellir norðan við fjárhellinn]en Kershelli. Op þessa hellis er mjög lítið en drjúgur splölur, þröngur og krókóttur, þar til í aðalhellinn kemur og er ekki farandi ljóslaust. Aðalhellirinn er hvelfing, bogmynduð, nokkru meira en manngengt í miðju, en gólfið slétt hellugólf. Þeir, sem námu helli þennan, svo að sögur fari af, nefndu hann eftir félagi þeirra og kölluðu Hvatshelli. Nafnið máluðu þeir svomeð gullnum stöfum á innanverða hvelfingu eða gólf (ég man ekki hvort heldur).“
Þess má geta að íslen
ska kvikmyndin “Síðasti bærinn í dalnum” var að hluta til tekinn í Ketshelli.

Heimildir:
-Jónatan Garðason.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48, Ólafur Þorvaldsson, Grindarskarðavegur (Selvogsleið), bls. 96-107
-Reykjavík, 7. árg. 1906, bls. 162
-Fjallkonan  7. september 1906, bls. 161
-Þjóðólfur, 56. árg 1906, bls. 164
-Æskan, 9. árg. 1905-1906, bls. 93
-Frjáls verslun, 4. árg. 1942, bls. 4
-Þjóðhvellur, 1. árg. 1906-1908, bls. 1

Munnleg heimild:
-Þórður Reykdal.
-Friðþjófur Einarsson, Setbergi.

Kershellir-221

Ratleikur Hafnarfjarðar

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú haldinn í 23. sinn. Umsjónamaður leiksins er Guðni Gíslason hjá Hönnunarhúsinu (Fjarðarfréttum).
Ratleikskortin má m.a. finna í sundlaugum bæjarins, á skrifstofu Ráðhússins og á N1 við Lækjargötu. Góðar göngur….

1. Fornubúðir (verslun)

Fornubúðir

Fornubúðir

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri segir m.a.: “Þá er komið að Óseyrartjörn. Hér tekur Grandinn mikinn sveig út í höfnina. Nefnist þar Kringla, en innsti hluti Grandans heitir Háigrandi og Grandahöfuð. Hér stóð verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð í eina tíð, Fornubúðir.”
Á síðustu öld sást enn móta fyrir grunnum verslunarhúsa á Grandanum, en þær eru nú að mestu horfnar.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón.

2. Móðhola (draugur) – Hvaleyrarhraun

Móðhola

Móðhola.

Vesturlandamerki Hvaleyrar að norðanverðu lá niður í Þórðarvík um Stóruvörðu, sem stóð á hraunbrúninni rétt þar sem alfaraleiðin lá upp á Kapelluhraunið (hún var því miður eyðilögð við jarðvegsraskið í hrauninu). Frá Þórðarvík og innar nefnast Gjögur, og liggur leiðin innanvert við þau. Skarfaklettur er innarlega á Gjögrunum og enn innar Háanef. Suður af því liggur leiðin hjá djúpri gjótu, nefnist Móðhola, en Móðhóll klapparhryggurinn, sem holan er í. Þar þótti reimt hér fyrrum, en andríkur prestur í Görðum kom af þessum reimleikum og ku hafa kveðið drauginn Móða niður. Enn er þó allur varinn góður í gjótunni; merki hafa horfið úr henni án skýringa.

3. Miðaftanshóll (landamerki, járnbraut)

Miðaftanshóll

Miðaftanshóll.

Árið 1918 gekk í garð með almennu atvinnuleysi hér í Hafnarfirði og eins í Reykjavík. Stofnað var til svokallaðrar dýrtíðarvinnu. Það var lagning nýs vegar milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Í suð-vestur um hraunið átti vegurinn að liggja og Miðaftanshóllinn að hverfa að helmingi undir veginn, þaðan eftir hrauninu niður á melinn norðan Setbergshamars og yfir Kaplalæk, svo um Sjávarhraunið niður á Hörðuvelli og tengjast þar Lækjargötunni. Þetta átti að verða bezti og breiðasti vegur landsins fram að þessu, nefnilega 7 metra breiður, svo breiður, að auðvelt væri að leggja járnbrautarteina á annarri vegarbrúninni, þeirri eystri. Vegagerðinni var aldrei lokið, eins og svo oft á þessum tíma.
Enn í dag má sjá leifar af dýrtíðarvinnunni við Miðaftanshól. Öðrum köflum vegagerðarinnar hefur því miður verið spillt. Varðan á hólnum er fyrrum hornmark milli landa Garðalands, Hafnarfjarðarlands og landa Urriðakots, Hagakots og Vífilsstaða.

4. Hagakotsstígur (selstígur)

Hagakotsstígur

Hagakotsstígur.

Í Urriðakoti við Urriðakotsvatn hefur verið seljabúskapur til forna. Þar hafa verið grafin upp mannvirki frá landnámstímanum sem hafa verið túlkuð sem kúasel, það er sumardvalastaður eða eins konar útibú frá bæ þar sem kýr voru hafðar yfir sumartímann. Fundist hafa leifar af skála, fjósi og húsi til mjólkurvinnslu og ostagerðar sem og soðholu. Þá eru þar nokkrar kynslóðir af yngri seljum með þrískiptum húsum, baðstofu og búri auk eldhúss, sem ná frá 13. til 15. aldar. Selsstaðan hefur væntanlega verið frá Hofstöðum og liggur selsstígurinn um Hagakot og Hafnarfjarðarhraun að Urriðakoti.

5. Gráhella (fjárhús)

Gráhella

Tóftir við Gráhellu.

Í örnefnalýsingu fyrir Setberg segir m.a.: “Landamerkjalínan liggur hér upp á hraunið, sem nefnist Gráhelluhraun, og er nú tunga þessi öll undir umsjón Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hraunið er kennt við stóran stein, Gráhellu; við hana vestanverða eru Gráhellutættur eftir stekk eða fjárhús. Úr Gráhellu liggur línan í Setbergssel. Selvogsgatan liggur áfram suður frá Svínholti að Setbergshlíð, ýmist við hlíðina eða út á hrauninu, þar til kemur að Háanefi innst á hlíðinni, og héðan liggur gatan í selið. Þessi staður er reyndar einnig kallaður Kethellir, Kershellir og Kjöthellir.”

6. Setbergshlíð (fjárhús)

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar komið er fyrir Háanef og komið þar upp á holtið, er komið í Húsatún, og þar eru beitarhúsin frá Setbergi. Hlaðnir veggir hússins er mjög vel greinilegir, sem og heystæðið. Á brúninni sunnan Húsatúns er Húsatúnsvarða. Mikil sumarumferð var um Selvogsgötuna fyrrum, en hún liggur í gegnum Setbergsselið. Vegna þessa ákvað Setbergsbóndinn að flytja aðstöðuna frá götunni og upp á holtið.

7. Dyngjuhóll (landamerki)

Dyngjuhóll

Varða á Dyngjuhól.

Landamerki Vífilsstaða og Urriðakots lá um Máríuhella, en Urriðakotsfjárhellir, sem þar er heyrði til Urriðakoti. Þegar haldið var suður með hraunbrúninni var fyrst fyrir Dyngjuhóll eða Hraunhóll (Hádegishóll frá Vífilsstöðum) með Dyngjuhólsvörðum. Á Dyngjuhól eru tvær markavörður. Suðvestan undan hólnum var Dyngjuhólsflöt. Sunnan við tók við Bruninn. Þar út í er Smyrilsklettur og Grásteinn, en framhjá honum lá Grásteinsstígur (nú ágætur göngustígur).

8. Flóðahjalli (stríðsminjar)

Flóðahjalli

Grjótbyrgi á Flóðahjalla.

Fremst á Flóðahjalla heitir Hádegisholt og var eyktarmark frá Urriðakoti. Eyktarmörk minna á horfna tíð með sínum búskaparháttum og mannlífi. Flóðahjalli er grágrýtisrani, sem liggur í um það bil norðvestur í framhaldi af Setbergshlíð. Hjallinn er allnokkuð gróinn og kjarrivaxinn að sunnanverðu, en er nú, því miður umlukinn þéttri lúpínubreiðu á sumrum. Tóft er á og umhverfis klöpp eða klapparfláka nokkurn spöl vestan við hæsta hluta Flóðahjalla. Hún er óreglulega hringlaga, hlaðin úr grágrýti og hafa steinarnir án efa verið fengnir uppi á hrygg hjallans. Grjótveggirnir hafa að mestu verið hlaðnir á melnum utan við klöppina. Þar, sem veggirnir hafa staðist best, má ætla, að þeir hafi verið nokkuð á 2. m að hæð. Öll er tóftin er nærri 800 m². Norðanvert í tóftinni eru innri hleðslur. Á klöppinni syðst á Flódahjallieru nokkrar stafristur. Þar er höggvið ártalið 1940, fangamarkið D.S. og væntanlega mannsnafnið J.E.Bolan. Auk þess má greina fangamörkin J.A. og G.H. með annarri og yngri (?) stafagerð svo og ártalið 1977 (?). Bolan er þekkt mannsnafn í Englandi. Það og ártalið 1940 bendir því eindregið til þess að hér hafi Bretar verið að verki hernámsárið 1940. Tóftin („the stone defence work mentioned“) mun hafa verið reist af mönnum úr 1/7 herfylki Wellingtons, sem var hluti af herdeild Camp Russel í Urriðaholti.

9. Urriðakotshraun (fjárhús)

Urriðakotshraun

Urriðakotshraun – fjárhús – Kjarval.

Um er að ræða “Fjárhústóftina syðri”, skv. heimildum. Það var upphaflega reist sem Sauðahús. Guðmundur í Urriðakoti hafði á vetrum lömb og hluta af ánum í fjárhúsi heima við tún og beitti ánum með gjöf. Hluti af ánum var hafður fram eftir vetri við beitarhús í hraunjaðrinum þar nærri, sem nú er golfvöllurinn. Þegar snjóþyngsli voru, fór Guðmundur með hey í stórum poka upp eftir að hygla ánum. Guðmundur átti einnig um það bil 20 sauði, þegar mest var. Gengu þeir sjálfala, einkum í austanverðri Vífilsstaðahlíð, Selgjá, Búrfellsgjá og á Tungum, og gátu haft afdrep í hellum og skútum, sem þar eru víða. Á síðari árum notaði Guðmundur skúta í jaðri Búrfellshrauns undir Vífilsstaðahlíð, sunnan við Kolanefsflöt og örskammt frá grillstæðinu og bílastæðinu, sem nú er, til þess að gefa við sauðum sínum í harðindum. Hann bar heyið í pokum yfir hraunið frá beitarhúsunum.
Þessa húsatóft sem stendur ágætlega enn í dag málaði Kjarval í það minnsta einu sinni ásamt nánasta umhverfi. Í baksýn málaði hann Grindaskarðahnúka og hluta Lönguhlíða. Að vísu færði hann aðeins í stílinn og lagfærði sjónarhornið lítilsháttar til að koma þessu öllu fyrir á málverkinu. Kjarval nefndi staðinn og málverkið einfaldlega „Fjárrétt“.

10. Vífilsstaðaborg (fjárborg, Heiðmörk)

Vífilsstaðaborg

Fjárborg og fjárhús frá Urriðakoti undir Vífilsstaðahlíð.

Misvísandi upplýsingar voru lengi vel um staðsetningu svonefndrar “Vífilsstaðaborgar” og var jafnvel talið að hún hefði farið undir nýja veginn í gegnum Heiðmörk vestan Vífilstaðahlíðar. En hún fannst fyrir nokkrum árum – á ólíklegasta stað. Um er að ræða hlaðnar tvískiptar fjárhústóttir auk fjárborgarinnar. Augljóst er að grjót hefur verið tekið úr borginni í fjárhúsin. Önnur tóftin, sú stærri, liggur frá suðri til norðurs. Dyr eru á norðurgafli. Hitt húsið er samhliða og samfast vestan við hið fyrra. Dyr eru þar einnig á norðurgafli. Bálkur er við þveran suðurgaflinn.
Stór, hringlaga tóft, er augljóslega fjárborgin. Opið snýr mót norðri. Birkihrísla stendur upp úr austanverðri borginni og er hún að verða fórnarlamb vanrækslu. Veggir eru þykkir og greinilegir. Engar heimildir eru til um þennan stað, en líklegt er að mannvirkin hafi tilheyrt Garðapresti líkt og selin í Selgjá og Búrfellsgjá. Nýlega var gerður vélgerður stígur svo til alveg við mannvirkin, en eins og flestum ætti að vera kunnugt njóta fornminjar ákveðinnar friðhelgi í tiltekinni fjarlægð frá nútímaframkvæmdum.

11. Kringlóttagjá (hrauntjörn)

Kringlóttagjá

Í Kringlóttugjá.

Búrfellshraun rann í fjórum hrinum fyrir u.þ.b. 8000 árum. Síðasta hrinan rann til suðurs að Valahnúkum og Kaldárhnúkum. Eldvarpið Búrfell er hringlaga kambur úr hraunkleprum utan um stóran eldgíg, Búrfellsgíg.
Í lok gossins kom hraunið allt út undan suðurbarmi gígsins. Það hraun varð raunar mjög lítið að vöxtum hjá því sem áður hafði runnið vestur af. Þetta hraun, sem var síðasta framleiðsla gossins í Búrfelli, myndar nú mjög flatvaxna bungu sunnan við Búrfell. Hún minnir á hvirfil lítillar hraundyngju að öðru leyti en því, að ekkert hallar norður af henni. Á hábungunni, um 400 m suður frá rótum Búrfells, er allsérkennileg skál, grunn og flatbotna, kringd 5—10 m háum klettaveggjum. Þvermál hennar er 200—300 m og lögunin óregluleg. Upp úr botni hennar rísa klettaeyjar, flatar að ofan og nokkuð jafnháar börmunum. Þessi náttúrusmíð heitir Kringlóttagjá. Kringlóttagjá er hrauntjarnarstæði. Barmar hennar voru storknar skarir að glóandi kvikunni, en tjörnin hefur haft frárennsli neðanjarðar um æðar í nýstorknuðu hrauninu og lækkað í henni áður en hún storknaði í botn.

12. Húsfellsbruni n/Húsfells (refagildra)

Húsfell - refagildra

Refagildra ofan við Húsfell.

Frá síðasta gosskeiði eru þekktir þrennir eldar, þeir fyrstu á 10. öld og hinir síðari á 12. og 13. öld. Hraun frá fyrstu eldunum eru í Brennisteinsfjallakerfinu, s.s. Tvíbollahraun, Breiðdalshraun, Húsfellsbruni, Selvogshraun og Kristnitökuhraunið. Þrjú fyrstnefndu hraunin hafa verið aldursgreind. Mögulegt verður að teljast að einhver þessara hrauna hafi brunnið á 11. öld. Öll liggja þessi hraun ofan á Landnámslaginu og undir Miðaldalaginu (ML) frá 1226.
Fyrrum, eftir gerð Heiðmerkurgirðingar, var sett hlið á girðinguna til þess að tryggja ábúanda Vatnsenda aðgengi með fé í land sitt þar fyrir ofan, í svonefndan Húsfellsbruna; ávallt hefði verið litið svo á að Húsfellsbruni væri í eignarlandi Vatnsenda annars vegar og Elliðavatns hins vegar og ekki nýttur af neinum öðrum. Ávallt var gengið út frá því að mörkin lægju frá Húsfelli í hól, kallaður Einiberjahlíð, sem liggur á mörkum Vatnsendalands og Garðakirkju. Úr Einiberjahlíð lágu mörkin legið í Kóngsfell. Norðan undir Húsfelli er fallega hlaðin refagildra að gamalli hefð.

13. Valahnúkar (tröll)
Valahnúkar eru taldnir hafa myndast í gosi fyrir um 120 þúsund árum. Nafngiftin gæti verið komin af nafni Fálka sem eru stundum kallaðir valir. Undanfarin ár hafa hrafnar haft laupi í hnúkunum.

Valahnúkar

Tröllin á Valahnúkum.

Sagan segir að „einu sinni hafa nátttröllafjölskylda búið í Kerlingarhnúk sunnan við Kerlingarskarð, en Tröllapabbi norðan við Kerlingargil og er þá Lönguhlíðahorn á millum. Stórkonusteinar eru norður undir Lönguhlíðarhorni. Sögn er af tilvist þeirra, en hún verður ekki rakin hér.
Eitt sinn að vetri þegar dagurinn var stystur ákvað fjölskyldan í Kerlingarhnúk að leggja land undir fót og sækja sér hval til Hafnarfjarðar en sá hafði rekið á Hvaleyri. Þetta var löngu áður en mennskir höfðu sest að hér. Lögðu tröllin; móðir, faðir, dóttir og stálpaður sonur þegar af stað er sólin hafði skriðið undir ysta hafflöt Faxaflóans. Hundur þeirra fylgdi fast á eftir. Þau töfðust á leiðinni eftir að hafa færst um of í fang. Þegar fjölskyldan kom upp á Valahnúka kom sólin upp í Kerlingarskarði og þau urðu umsvifalaust að steini – þar sem þau eru enn þann dag í dag.

14. Helgafell (Kastali)

Helgafell

Kastali í Helgafelli.

Helgafell er móbergshryggur og eitt af mest áberandi fjöllunum í fjallahringnum ofan Hafnarfjarðar. Það er um 340 m hátt, víða bratt og hömrótt. Mjög vinsælt er að ganga á fjallið og er þá auðveldast að fara frá Kaldárseli upp á hrygginn norðanmegin í fjallinu. Fallegt útsýni er af Helgafelli og má meðal annars sjá hvernig hraun í nágrenninu hafa runnið og landslagið liggur.
Í næsta nágrenni Hafnarfjarðar eru mörg móbergsfjöll og má þar meðal annars nefna Bláfjöll, Vífilsfell, Kóngsfell, Rauðuhnjúka, Valahnjúkar og Húsfell. Móbergshryggir, eins og fellin og hnúkarnir, hafa myndast í gosi á langri sprungu undir jökli á kuldaskeiði ísaldar.

Helgafell

Helgafell og nágrenni – örnefni (ÓSÁ).

Efst á Helgafelli er Riddarinn. Hann átti tvífara í Brunanum (mið af sjó), en hann var fjarlægður vegna rasks á sínum tíma – umhugsunarlaust. Suðaustan í Helgafelli er hár klettaveggur, nefndur Kastalinn.
Rotaryklúbbur Hafnarfjarðar endurnýjaði útsýnisskífuna á fellinu þann 18. júní 2019.

15. Óbrinnishólahellir (fjárskjól)

Óbrinnishólahellir

Óbrinnishólahellir.

Óbrinnishólahraun er með yngstu hraunum í Hafnarfirði. Það er að miklum hluta úfið kargahraun með samfelldri ráðandi mosaþembu. Óbrinnishólabruni á að hafa runnið 190 f.Kr. Í hrauninu stendur Stakur, blásinn malarhóll sem var vaxinn kjarri í hlíðum og allgróinn. Smalakofi frá Hvaleyrarbændum var á Stak. Í Óbrinnishólakeri, sem er mosavaxin hrauntjörn, er Óbrinnishólahellir. Hellirinn er í gjárbarminum að sunnanverðu. Hlaðið er gerði fyrir framan munnan, en opið inn að öðru leyti. Rásin er um 15 metrar, björt og rúmgóð. Gólfið er flórað fremst, en annars er gólfið nokkuð slétt. Hellirinn er ágætt athvarf, en hann er fornt fjárskjól sem rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum, sem nýttu sér vetrarbeitina utan í Stak og Undirhlíðum öldum saman. Óbrinnishólarnir er nú óðum að hverfa vegna malartöku.

16. Brunatorfur (Þorbjarnastaðaborg)

Þorbjarnastaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

Fjárborg Þorbjarnastaðafólksins efst í Brunatorfunum (Brund-, Brunn-), svonefnd Þorbjarnastaðarfjárborginni, ein sú stærsta og heillegasta í umdæmi Hafnarfjarðar. Borgin er og mjög falleg. Ef horft væri niður á hana er hún ekki ósvipuð merki tiltekinnar sjónvarpsstöðvar (Skjár 1). Borgin var hlaðin af börnum Þorbjarnarstaðahjónanna, þeirrar Ingveldar Jónsdóttur (dóttur Jóns Guðmundssonar á Setbergi (Guðmundar frá Haukadal (Álfsstöðum), Jónssonar frá Fossi)), og Þorkels Árnasonar frá Guðnabæ í Selvogi, skömmu eftir aldarmótin 1900. Líklega hefur staðið til að topphlaða borgina ef marka má miðjugarðinn, lögun hleðslunnar og hellurnar, sem enn bíða upphleðslu utan við hana. Ef að líkum lætur hefur börnunum verið bannað að ljúka verkinu, enda ekki verkfræðilega mögulegt að topphlaða svo stóra fjárborg. Þorbjarnastaðafjárborgin er svipuð að byggingarlagi og önnur fjárborg á Reykjanesi, þ.e. Djúpudalaborgin í Selvogi, en bóndinn á Þorbjarnastöðum var einmitt ættaður úr Selvogi, sem fyrr sagði.

17. Efri-Hellar (fjárhellir)

Efri-hellar

Efri-hellar – fjárskjól.

Við hraunbrún Brunans ofan Gerðis í Hraunum eru tvö fjárskjól; Neðri-hellar og Efri hellar. Í þeim síðarnefndu er hlaðið framan við tvo langa skúta í grónum bala, sem í raun eru samtengdir. Þetta eru gamlir fjárhellar frá Þorbjarnastöðum. Skjól þessi eru dæmigerð fyrir fjárskjól fyrri tíma – þegar sérstaklega hönnuð hús eða skjól, önnur en fjárborgir, fyrir fé þekktust ekki. Ofan við hellana var Bruninn jafnan nefndur Brenna.
Enn ofan eru Hrauntungurnar, innan við hraunkantinn. Tungurnar eru allsstórt gróið hraunssvæði, umlukið nýja hrauninu. Í þeim austanverðum er fallegur skúti, Hrauntunguhellrar, sem hlaðið er fyrir. Skútinn er í jarðfalli utan í hraunklettum og lokar hrísla opinu eftir að hún tekur að laufgast.

18. Sigurðarskúti (fjárhellir, falleg ásýnd)

Sigurðarskúti

Sigurðarskúti.

Norðan undir Sigurðarhæð, vestan Straums og sunnan Óttarsstaða, var Glaumbær, sumarbústaður og seinna barnaheimili (brann). Ekki langt suður af Glaumbæ er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla nokkur er fyrir skútann og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við tímabundið í hellisskútum sem þessum hellum. Sunnan við munnan eru leifar gerðis.
Suðvestur af skútanum er mikill klapparrani og hár. Suðaustan í honum er feiknamikið jarðfall. Fyrir endanum á því eru hleðslur miklar, sem nefnast Kúarétt. Þar mun augljóslega hafa verið stöðull og nátthagi fyrir kýr.

19. Vatnagarðahellir (fjárskjól)

Vatnagarðahellir

Vatnagarðahellir.

Vatnagarðahellir er skammt utan við merkin móti Lónakoti. Þau lágu um Vatnagarða. Þarna er fjárhellir, sem hlaðið hefur verið fyrir, og gengið hefur undir nafninu Vatnagarðahellir og Vatnagarðafjárskjól, syðst í Vatnagörðunum, sem eiginlega liggur í landi Óttarsstaða, sem og nokkrar tjarnanna ofan Lónakots. Líklegt má þó telja að Lónakotsbændur hafi löngum nýtt fjárskjólið, enda handhægara fyrir þá en Óttarsstaðabændum, sem hefðu þurft að fara um langan veg í skjólið. Annars voru fjárskjólin í Hraunum nýtt af útigangsfé fyrrum – þrátt fyrir landfræðilega afmörkun einstakra bæja. Vatnagarðahellir er dæmigert fjárskjól á Reykjanesskagnum, með munna mót vestri; í skjóli fyrir vondum vetrarveðrum.

20. Smalaskálahæð (byrgi)

Smalaskálahæð

Smalaskálahæð – byrgi.

Vestan við Rauðamel stóra (nú grjótnáma) er mikil klapparhæð, sem nefnist Smalaskáli. Uppi á hæðinni er skotbyrgi refaskyttu. Syðst í hæðinni er Smalaskálaker, sporöskjulaga jarðfall með rauðamelshól í botni. Á honum er rammi um fyrrum listaverk; “Slunkaríki”.
Norðvestan undir hæðinni er Smalaskálaskúti, hellir, sem fé lá inni í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnann. Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, Óttarsstaða (Kristrúnarborg) frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.
Smalabyrgið sjálft, sem hæðin er kennd við, er hlaðið utan í hraunklett, skammt sunnan við gamla Keflavíkurveginn (Suðurnesjaveginn).

21. Tobbuklettsrétt (hleðslur)

Tobburétt

Tobburétt vestari – uppdráttur ÓSÁ.

Ofan við Selhraun (ofan Þorbjarnastaða og vestan Þorbjarnarstaða-Rauðamels) eru engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur (Straumsselsstígur vestari), sem lá allt til Krýsuvíkur, “jafnframt fjallreiðarvegur á kafla”, eins og segir í örnefnalýsingu.
Í skrá Gísla Sigurðssonar segir, að “framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri”. Tobbuvarðan eystri var á eystri klettinum og sést vel þegar genginn er stígurinn upp í Gjásel og Fornasel. Tobbuvarðan vestari hefur verið lagfærð og sést vel norðan Tobbuklettsréttar. Hleðslur réttarinnar eru enn vel greinilegar.

22. Brennusel (kolagrafir, milklar hleðslur)

Brennisel

Brennisel.

Seljahraun er lágt brunahraun upp af Gvendarbrunnshæðinni (angi af eldra Afstapahrauni). Landamerkjalínan lá frá Gvendarbrunni (Gvendarbrunnshæðarskjóli) suður yfir hraunið og þaðan upp í Mjósundavörðu. Skammt vestur af vörðunni eru Bekkir og fyrir ofan þá Bekkjahraun. Þar var gríðarmikill fjárhellir, hlaðinn og reft yfir, kallaður Bekkjaskútinn. Er hann í alldjúpri laut eða jarðfalli, sem kallast Bekkjahraunsker.
Í örnefnalýsingu segir: “Töluvert norðvestur af Bekkjunum eru Brenniselshæðir. Þar eru tveir fjárskútar, kallaðir Brenniselshellrar. Annar er feiknastór og var yfirreftur, en nú er það fallið niður. Jarðfall uppgróið er fyrir framan hann. Þar suður og upp af er stakur klapparhóll, klofinn, kallaður Steinkirkja. Norðan í henni er upphlaðinn fjárskúti.”
Brennusel er greinilegt kolasel. Selstöðum fyrrum voru til ýmissa nota, s.s. til fjár- og kúahalds, kolagerðar, fugla- og eggjatekju o.fl. Í dag eru slíkar selstöður nefndar “útstöðvar” á fínu fjölmiðlafornleifamáli.
Framan við miklar hleðslur í jarðfalli eru leifar húss og skammt austar er hlaðið skjól. Áberandi varða er ofan við aðstöðuna.

23. Hólsbrunnshæð (stórbrotið jarðfall)

Lónakotssel

Lónakotssel – uppdráttur ÓSÁ.

Örnefni neðan Lónakotssels og ofan Alfaraleiðarinnar milli Útnesja og Suðurnesja eru fá. Ofan vegarins liggur landamerkjalínan (enn sjást í hrauninu einstaka girðingastaur á stangli sem og undirhleðslur) um Taglhæðarvörðu á Taglhæð. Þaðan um Hólsbrunn og Hólsbrunnsvörðu á Hólsbrunnshæð, sem eiginlega er klapparflatneskja allmikil um sig. Þaðan liggur svo línan um Skorásvörðu á Skorás ofan selsins og þaðan í Mið-Krossstapa.
Á Hólsbrunnshæð er gríðarlegt jarðfall, sem hæðin dregur nafn sitt af (það er líkt og náttúrulegur brunnur í laginu). Ekki er ólíklegt að jarðfallið sé hluti af mikilli neðanjarðarhraunrás er nær upp að Urðarási ofan krosstapanna og jafnvel lengra upp í Hrútargjárdyngjuhraunið.

24. Lónakotssel (sel)

Lónakotssel

Landamerkjavarða við Lónakotssel.

Eins og segir í landamerkjalýsingu Lónakots og Óttarsstaða, “liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel (varðan sú er áberandi utan í hraunhól við landamerkjagirðinguna skammt austan við austasta stekkinn í selinu). Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár (eru reyndar fjórar) aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð. Norðan í því er jarðfall nokkurt og nefnist Skorásbyrgi eða Lónakotsselshæðarbyrgi. Þar mátti nátta ásauðum. Norður frá Skorás er Lónakotsselsvatnsstæði í flagi og þraut oftast í þurrkatíð. Skjöldubali er klapparhæð norður frá Hólbrunnshæð.”

25. Straumssel (sel)
“Þegar Flánum sleppir, tekur við mikil brekka og hraunið, úfið mjög. Þar taka við svonefndir Katlar, djúpir hraunbollar og hraunhryggir. Ofar taka svo við Straumsselshöfðar. Sunnarlega í höfðunum er Höfðavatnsstæði uppi á hól. Þar er á sumrum drykkur fyrir tvo smala og hunda þeirra. Þá er skammt í Straumssel, sem er eitt merkasta selið hér um slóðir, því þar var búið 15 til 20 ár um miðja öldina, sem leið. Selstætturnar eru í Straumsselstúni. Þarna stóð bær fram á þessa öld, sem Tjörvi lét reisa, en ekki var þar stöðug búseta, því að bærinn brann. Seltúnsgarðar liggja um nokkurn hluta túnsins. Fjárhús er hér innan garðs, og hér er Selsgarðurinn, matjurtagarður. Austur frá Selinu var Selsbrunnurinn eða Straumsselsvatnsstæði, sem er ker, og þrýtur þar aldrei vatn. Suður og upp frá selinu er Straumsselshæð. Þar á er Straumsselshæðarvarða og sunnan í hæðina er Straumsselshæðarskjól.”
Þegar komið er í Straumssel eru tóftir Tjörvabæjarins mest áberandi. Straumsselið sjálft er skammt austar. Tóftir þess eru vel greinilegar.

26. Óttastaðasel (sel)

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

“Óttarsstaðasel er sunnan við Meitla. Í þeim er Meitlaskjól. Frá Meitlunum blasir selið við. Þar endar Skógargatan. Rústir eru eftir tvö sel, þrjár byggingar í hvoru. Snúa dyr austur og vestur. Gríðarmikið graslendi er hjá selinu. Vestan við túnið er hæð og vestan í henni gríðarstór hellir. Hefur sýnilegar verið reft yfir þetta skjól og það þá verið bezta fjárskýli. Efst í túninu er klapparker með vatni, á annan metra að dýpt. Vatnið þornar mikið upp á sumrin og verður tómt grugg í þurrkum. En vestan í smáhæð vestast í túninu er hola í klöpp og í henni mikið vatn og tært, sem aldrei þornar. Við holuna lá alltaf flaska í gamla daga, til þess að ferðamenn gætu fengið sér vatnssopa.
Í suður frá selinu sér í op á miklum hraunbás. Þar er ævagömul rétt (nátthagi), sem stendur óhögguð enn í dag. Réttin stendur á klöpp og eru veggir hlaðnir frá hvorum kersbarmi og allrúmgott, þegar inn er komið. Sennilega hefur verið haft þar fé á nóttunni.”
Í Óttarsstaðseli má finna flest það er prýðir dæmigert sel á Reykjanesskaganum; selsstíg, selsvörðu, vatnsból, fjárskjól, nátthaga, stekki og selshús; baðstofu, búr og eldhús.

27. Sauðabrekkuskjól (hellisskjól)

Sauðabrekkuskjól

Sauðabrekkuskjól.

“Efst í Óttarsstaðalandi, dálítinn spöl suðaustur af Búðarvatnsstæði, er allmikið jarðfall, sem nefnist Sauðabrekkugjá. Hún liggur frá suðvestri til norðausturs, og er hár barmur að norðanverðu, en lágt að sunnan. Hrafninn verpir oft í norðurbarminum. Gras er í botninum og að sunnanverðu við gjána. Stóra- Sauðabrekka er sunnan gjárinnar, en Litla-Sauðabrekka norðan hennar. Mosar eru kallaðir í hrauninu rétt sunnan gjárinnar. Krýsuvíkurmörkin liggja yfir þá. Aðeins sunnan við gjána og vestan við Stóru-Sauðabrekku eru Sauðabrekkuskjól við Sauðabrekkuhella. Þaðan er stutt vestur í Markhelluhól. Í honum er klöpp, sem nefnist Markhella, og eru klappaðir i hana stafirnir Ótta., Hvass., Krv. Er þetta hornmark á milli Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur.”
Sauðabrekkuskjólið hefur greinilega verið ætlað smölum fyrrum til að grípa til í misjöfnum veðrum fjarri öllu nærtæku; gólfið er flórað og hella er lögð yfir glugga.

Sjá nánari fróðleik um einstaka framangreinda staði á www.ferlir.is.
Tengsl við Ratleikinn á Fjarðarfréttum HÉR.

Hólsbrunnshæð

Hólsbrunnshæð.

 

Minjar umhverfis Óttarstaðasel

Portfolio Items