Guðlaugur Rúnar Guðmundsson fjallaði um „Erlend nöfn á Innnesjum – Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu“, auk þess sem ýmsir hafa tekið saman og fjallað um um hernámið hér á landi. Hér verður augunum aðallega beint að höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.
Hernámið
Forsíða Morgunblaðsins 11. maí 1940.
Aðfaranótt föstudagsins 10. maí árið 1940 hernámu Bretar Ísland. Fyrirboði hernámsins var flugvél sem flaug frekar lágt yfir borgina og vakti nokkra borgarbúa. Sumir óttuðust það versta og héldu að Þjóðverja væru að gera innrás. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík og stuttu síðar var bærinn fullur af hermönnum. Engin mótspyrna var veitt og ekki var hleypt af skoti. Ísland var hernumið af því að það var talið hafa hernaðarlegt mikilvægi. Bretar lofuðu að skipta sér ekki af stjórn landsins en stóðu ekki við loforðið því fyrsta verk þeirra var að handtaka Þjóðverja sem voru á Íslandi og senda þá í fangabúðir í Bretlandi. Bretar lögðu undir sig nokkrar byggingar í Reykjavik, meðal annars Hótel Borg sem þeir gerðu að aðalstöðvum sínum. Þann 28.maí ákvað Franklin D. Roosevelt , forseti Bandaríkjanna, að Bandaríkin skyldu taka við hervörslu Íslands. Þann 7. júlí 1941 hófu Bandaríkjamenn að landa herliði og fluttu hingað samtals 45.000 hermenn. Bretar fóru samt ekki allir fyrr enn eftir stríðslok. Talið er að um 25 þúsund breskir hermenn hafi verið á landinu þegar mest var árið 1941 og höfðu þeir flestir búsetu í Reykjavík og nágrenni. Með komu hersins breyttist bæjarlífið til muna og stóðu bretar líka í mörgum framkvæmdum, meðal annars lögðu þeir flugvöll í Vatnsmýrinni, lögðu vegi og reistu braggahverfi alveg upp frá grunni. Fjölmargir Íslendingar fengu vinnu við þetta sem var ekki slæmt þar sem atvinnuleysi hafði ríkt um tíma í landinu. Við komu svona margra “nýrra íbúa” hafði lögreglan í borginni nóg að gera, skemmtanalífið jókst til muna og kom þá til árekstra milli hermanna og landsmanna.
Frá upphafi hernámsins var starfsemi Ríkisútvarpsins undir miklu eftirliti, allar fréttir og auglýsingar voru ritskoðaðar svo það væri ekkert sem Þjóðverjar gætu notað sér til hagnaðs. Íslendingar gátu einnig hlustað á útsendingar erlendra útvarpsstöðva, BBC hóf útsendingar á íslensku 1. desember 1940 en einnig Þjóðverjar, þeir hófu útsendingu á íslensku á stuttbylgju þann 17. júní 1941 og sendi út daglega í 15 mínútur senn. Með þessari útsendingu vildu Þjóðverjar upplýsa íslensku þjóðina um stefnu sína og hugmyndafræði.
Forsíða Þjóðviljans 11. maí 1940.
Vegna skamms fyrirvara fyrir hernám landsins var stuttur undirbúningur fyrir hermennina til að koma upp bækistöðvum. Það var því margt sem ekki var eins og átti að vera. Stutti undirbúningurinn gerði það að verkum að margir hermannanna sem komu voru í lítilli þjálfun, margir mjög ungir og voru að prófa vopnin í fyrsta skipti á skotæfingum. Margir urðu sjóveikir á leið til landsins og því lán að það var lítil mótspyrna gagnvart þeim því ekki er vitað hvernig hefði farið með alla þessa óreyndu menn. Það voru um 2000 hermenn sem tóku þátt í hernámi Íslands en seinna meir áttu þeir að vera orðnir rúmlega 25.000 og því mikið sem þurfti að gera til að undirbúa komu þeirra, því ekki voru Íslendingar færir um að veita þeim öllum húsnæði. Innflutningur á bröggum var hafinn strax um sumarið og um 6000 braggar fluttir hingað frá Bretlandi. Bæði Íslendingar og Bretar tóku þátt í að byggja braggana og í október voru flestir hermenn komnir með húsaskjól. Fljótlega eftir það var svo hafið að byggja flugvöll í Vatnsmýri og var þetta hluti af bretavinnunni, þeir sem fengu vinnu fengu greitt með ávísunum og fóru svo og leystu þær út hjá herstöðinni.
Skipton Camp.
Lifnaðarháttur Íslendinga var fljótur að breytast við komu Bretanna. Fullorðnum einstaklingum var borin skylda að hafa á sér persónuskilríki sem þeim bar að sýna hermönnum þegar þeim sýndist en fyrst var þetta aðeins í Reykjavík þótt það breiddist hratt út, þó aðallega í bæjum í kring. Bretum var skipað að koma vel fram við Íslendinga, enda vildu þeir fá okkur á sitt band og því vinguðust margir landsmenn við hermennina, enda framandi og spennandi. Þeir vildu koma sér vel fyrir hjá Íslendingum og sem dæmi þá borguðu þeir allar skemmdir að fullu sem þeir ollu. Það ríkti þó ekki alltaf sætti á milli, Íslendingar voru ennþá á fullu með sjálfstæðisbaráttuna og þjóðernisstefnan var þeim meðfædd. Margir karlmenn urðu afbrýðissamir út í hermennina sem tóku frá þeim stúlkurnar (Ástandið) en þá aftur á móti sást það fljótt að Íslendingar voru fegnari að Bretar hernámu Ísland fremur en Þjóðverjar.
Bretavinnan kom í kjölfarið og varð til þess að kreppan hér á landi tók á enda og það atvinnuleysi sem hafði verið í landinu tók enda. Með þörf fyrir flugvöll fengu þeir marga Íslendinga til að taka þátt við byggingu hans, þeir þurftu mikið vinnuafl til að grafa skurði, reisa byggingar, girða af, leggja vegi og flugbrautir og var þetta allt vel borgað, betur borgað en áður hafði þekkst á Íslandi og var þetta því mjög eftirsóknarverð vinna. Einnig fengu sjómenn vinnu við að sigla með fisk til Bretlands. Árin 1941-1942 var enginn skráður atvinnulaus á Íslandi og voru flest öll iðnaðarfyrirtæki á svæðinu að drukkna í verkefnum. Iðnaðamenn í braggabyggingar, bílstjórar og túlkar voru mjög vinsælir í vinnu. Þeir þurftu eftirlitsmenn með flugvélaferðum og var Landsíminn opinn allan sólahringinn vegna stanslausrar tilkynningar. Læknar og hjúkrunarfólk bjó sig undir að taka á móti særðum og skátar stofnuðu sveit til að annast hjálp. Bretar sóttu mikið í að fá íslenskar húsmæður til að þvo föt og annað og varð því bretaþvotturinn vinsælt starf en var einnig mjög gagnrýndur fyrir of náin kynni hermanna við fjölskyldur. Vegna bretavinnunar má þakka fyrir þéttbýlismyndun í Reykjavík þar sem fólk flyktist þangað til að fá vinnu.
Á Íslandi fyrir stríð var mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Ísland var mikið landbúnaðarland og flestir landsmenn bjuggu í sveitum. 10. maí 1940 hernámu Bretar Ísland og árið 1941 tóku Bandaríkjamenn við hervörslu landsins. Stundum er vitnað til þessa tímabils sem „blessað stríðið“ því hernám Breta og svo yfirtaka Bandaríkjanna var það sem kom Íslandi upp úr kreppunni og atvinnuleysinu sem ríkt hafði á Íslandi. Oftast voru samskipti milli landsmanna og hersins friðsamleg, en einstöku sinnum kom fyrir að hermenn gripu til byssunnar ef þeim þóttu landsmenn sýna óhlýðni. Í landinu voru skyndilega staddir tugir þúsunda af ungum karlmönnum sem sýndu hinu kyninu áhuga. Sambönd hermanna og íslenskra kvenna var kallað “ástandið”. Í upphafi 20. aldar var Ísland fátækasta land Evrópu, efnahagslega og samfélagslega vanþróað. Eftir stríðið má telja að Ísland hafi orðið orðið eitt af ríkustu löndunum. Árið 2006 fór bandaríska herliðið aftur til Ameríku, en þó að Bandaríkjamenn séu farnir vernda þeir okkur enn.
Ísland fyrir stríð
Skjáskot úr sjónvarpsþættinum Stríðsárin á Íslandi, sem sýndur var á RÚV 1990, í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá upphafi hernáms á Íslandi.
Á Íslandi fyrir stríð var mikið um atvinnuleysi, fólk átti erfitt með að fá vinnu og það voru líka fá störf í boði. Í Reykjavík fóru verkamenn niður í höfn og vonuðust eftir að fá vinnu þar, oft ráðið í vinnu einn dag í einu. Ekki fengu allir vinnu og þeir sem fengu ekki vinnu þurftu að fara aftur heim og bíða eftir næsta tækifæri að fá vinnu. Verkafólkið gat ekki fengið atvinnuleysisbætur en á sumum stöðum gat það fengið ókeypis að borða. Atvinnuleysi hvarf ekki á Íslandi fyrir eftir Bretar hernámu landið og herinn fór að ráða fólk í vinnu. Verkamennirnir fengu vinnu við að reisa bragga, leggja vegi og flugvelli.
Ísland var mikil landbúnaðarþjóð og flestir landsmenn bjuggu í sveitum og voru annað hvort bændafólk eða vinnufólk. Vegirnir voru mjög lélegir þannig það var erfitt að ferðast milli staða.
Ísland var frumstæð og fáttæk þjóð, og iðnvæðing var varla byrjuð. Bifreiðar voru ekki notaðar til að keyra langt.
„Blessað stríðið“
Braggasmíði.
Stundum er vitnað til þessa tímabils sem „blessað stríðið“ því hernám Breta og svo yfirtaka Bandaríkjanna var það sem kom Íslandi upp úr kreppunni og atvinnuleysinu sem ríkt hafði á Íslandi frá því heimskreppan skall á. Árið 1940 hvarf atvinnuleysi á Íslandi og í staðinn varð skortur á vinnuafli. Herinn þurfti mikinn vinnukraft til að reisa bragga, leggja vegi flugvelli og fleira. Með öllum þessum framkvæmdum varð eftirspurn eftir vinnuafli. Árið 1940 voru um 1.700 Íslendingar í vinnu hjá hernum og fór þeim fjölgandi. Þegar mest var voru þeir um 4.000. Auk atvinnu hjá hernum sköpuðust störf við ýmiss konar þjónustu eins og við veitingarekstur, tauþvotta, saumaskap, verslun og matvælaframleiðslu. Helsta útflutningssvara Íslendinga var fiskur sem margfaldaðist í verði. Stríðsárin voru blómatími í efnahag þjóðarinnar.
Samskipti milli landsmanna og hermanna
Samskipti hernámsliðsins við Íslendinga voru óneitanlega mikil.
Oftast voru samskipti milli landsmanna og hersins friðsamleg, en einstöku sinnum kom fyrir að hermenn gripu til byssunnar ef þeim þóttu landsmenn sýna óhlýðni. Bæjarlífið í Reykjavík og nágrenni tók miklum breytingum á stríðsárunum. Herbúðir settu svip sinn á umhverfið og hermenn voru áberandi. Veitingasala, verslun og ýmis þjónusta blómstraði. Dægurmenning, skemmtanalíf og almenn neysla breyttist verulega með nýjum menningarstraumum og auknum innflutningi. Reykjavík óx og dafnaði og í lok stríðsins breyttust herskálahverfin í íbúðarhverfi. Herliðum Breta og Bandaríkjamanna fylgdu mikil umsvif og um leið röskun á íslensku þjóðlífi. Tölur um fjölda hermanna segja sína sögu. Þegar mest var, vorið 1942, voru 55 þúsund hermenn í landinu. Íslendingar voru þá um 120 þúsund sem þýðir að hlutfall hermanna og landsmanna fór nærri því að vera einn á móti tveimur. Þar sem hermennirnir voru karlar leiddi þetta til óvenjulegs kynjahlutfalls í landinu og á sumum stöðum voru fullorðnir íslenskir karlmenn mun færri en hermennirnir. Mestar áhyggjur höfðu Íslendingar af samböndum hermanna og íslenskra stúlkna.
„Ástandið“
Náin samskipti.
Í landinu voru skyndilega staddir tugir þúsunda af ungum karlmönnum sem sýndu hinu kyninu áhuga. Oft var sagt að þeir væru kurteisari við kvenfólk en íslenskir karlmenn. Sambönd hermanna og íslenskra kvenna var kallað “ástandið”. Margir Íslendingar héldu því fram að konur væru að svíkja uppruna sinn og þjóðerni og urðu því oft fyrir aðkasti. Íslenskum stjórnmálamönnum fannst vera nóg komið og skipuðu í framhaldi nefnd til að skoða málin. Nefndin skilaði inn skýrslu sem gaf mjög neikvæða mynd af þessum málum en breska herstjórnin gerði athugasemdir við skýrsluna og reyndu að þagga málið niður.
Stríðslok
Þann 8. maí árið 1945 gáfust herir Þjóðverja upp og Þriðja ríkið samdi frið við Bandamenn. Stríðinu í Evrópu var þar með lokið. Íslendingar fögnuðu þessu afar mikið enda höfðu þeir mátt þola nokkrar þrengingar og fjöldi íslenskra sjómanna hafði farist.
Marshall aðstoðin
Kort af Evrópu á árum Kalda stríðsins. Myndin sýnir hlutfallslega dreifingu heildarupphæðar Marshall-áætlunarinnar.
Marshall aðstoðin (sem var upprunalega evrópsk batastefna) var amerísk hjálparstefna sem styrkti lönd í Evrópu til að endurbæta hagkerfið eftir seinni heimstyrjöldina. Marshall Aðstoðin tók fjögur ár að komast til skila frá árinu 1948 – 1952. Markmið Bandaríkjanna var að koma stafsemi samfélagsins aftur af stað.
Ísland var það ríki sem fékk langsamlega hæstu fjárhæðir allra af Marshall-aðstoðinni á hvern íbúa, þótt Ísland hafi ekki verið stríðshrjáð land. Frá árinu 1948 – 1952 fengu Íslendingar allt að 43 milljónir dollara í aðstoð, sem gera um 297 dollara á hvert barn miðað við íbúafjölda árið 1951 hér er um var að ræða tæplega þrisvar sinnum meira framlag en næsta þjóð fékk. Í upphafi 20. aldar var Ísland fátækasta land Evrópu, efnahagslega og samfélagslega vanþróað. Þótt kreppa 4. áratugarins hafi ekki verið eins djúp, ef litið er til breytinga á landsframleiðslu, og víðast annars staðar þá var hún langdregnari og hafði í för með sér mikið atvinnuleysi á þéttbýlustu svæðum landsins. Ef litið er á ástandið fyrir og eftir stríðið má sjá miklar breytingar á atvinnuleysi, hagkerfi og fleiru. Eftir stríðið má telja að Ísland hafi orðið meðal ríkustu landa í lok stríðsins þökk sé aðstoðana. Vergar þjóðartekjur uxu um 10,2% að meðaltali hvert ár á stríðsárunum og þær rétt tæplega tvöfölduðust á meðan stríðið lamaði meginland Evrópu.
Ísland og Bandaríkin
Aðkoman að Camp Russel á Urriðaholti.
Eftir að Ísland varð sjálfstætt fóru miklar breytingar á stað, þótt að miklar breytinga hafi þegar gerst í stríðinu, t.d. atvinnutækifæri og fyrsti flugvöllurinn var byggður. Þetta var tíminn sem Ísland fékk loks tækifæri til að taka sínar ákvarðanir sem myndu gagnast sinni þjóð og taka sín fyrstu spor í framtíðina. Ísland og Bandaríkin voru enn í hermannaðarsamvinnu sem gerði Bandaríkin skyldug til að vernda Ísland ef undir árás. Ísland fékk innblástur frá Bandaríkjunum og Ísland leit mikið upp til Bandaríkjanna. Þegar stríðið endaði fékk Ísland mikla athygli og stuðning frá Bandaríkjunum til að komast inn í NATO (North Atlantic Treaty Organization). Bandaríkin gerðu ráðstafanir um að Bandaríkin myndi vernda Ísland fyrir hönd NATO. Þetta var vegna þess að Ísland hafði engan her. Bandaríkin fengu byggingar rétt fyrir bandarískt herlið á landinu frá NATO. Sú réttindi eru enn til staðar í dag en herinn er ekki lengur staðsettur á Íslandi.
Þegar bandaríska herliðið fór frá Íslandi árið 2006 misstu margir Íslendingar sem unnu fyrir herinn vinnuna sína, en Bandaríkin lögðu samt áherslu á að veita fjárfestingar til að halda flugvellinum í Keflavík uppi fyrir ferðaþjónustu.
Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu
Camp Russel – kort.
Þegar breski herinn hertók Ísland 10. maí 1940 var íslenskt þjóðfélag bændasamfélag upp á gamla vísu. Borgaraleg menning Vestur-Evrópu hafði að vísu skotið nokkrum rótum í íslensku samfélagi en var mest áberandi í Seltjarnarneshreppi hinum forna og hinum gamla Álftaneshreppi, einkum í Reykjavík og Hafnarfirði og örfáum þéttbýlissvæðum í öðrum landshlutum eins og á Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og Seyðisfirði.
Hér verður rætt um ýmis ensk heiti sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum í síðari heimsstyrjöld á svo kölluðu Stór-Reykjavíkursvæði sem áður fyrr var nefnt Innnes. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes voru oft nefnd einu nafni Innnes til aðgreiningar frá Suðurnesjum. Stundum voru öll nesin við innanverðan Faxaflóa nefnd Innnes, að Akranesi meðtöldu.
Umfjöllunin í greininni er að mestu takmörkuð við land Reykjavík og nágrenni.
Meðan umboðsmenn konungsvaldsins sátu á Álftanesi var nesið gjarna kallað Kóngsnes.
Hér er fjallað um hluta ensku örnefnanna og skýrð tilurð þeirra. Fyrirmyndir fyrstu nafnanna, sem Bretarnir gáfu, má oft rekja til örnefna í Englandi og Skotlandi. Bandarísku hermennirnir notuðu einnig bresku nöfnin en bættu við nafngiftum sem gjarna vísuðu til ákveðinna þekktra einstaklinga. Um mörg nafnanna hefur áður verið fjallað, ekki síst kampanöfnin, m.a. hjá Sævari Þ. Jóhannessyni (sjá Sævar Þ. Jóhannesson, án ártals, og Pál Lúðvík Einarsson 1990).
Örnefnafræði er margslungin fræðigrein sem styðst við málfræði, orðsifjafræði, landafræði og sögu svo að eitthvað sé nefnt. Greinin er hugsuð sem sögulegt og landfræðilegt framlag til örnefnafræðinnar hvað varðar Innnesjasvæðið við Faxaflóa. Á íslensku er þessi þáttur örnefnafræði nefndur staðfræði eða svæðislýsing.
Hernám á Innnesjum
Braggahverfi á Skólavörðuholti.
Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Sjálft Seltjarnarnesið, sem hreppurinn er kenndur við, er nesið á milli Fossvogs og Grafarvogs og því umtalsvert stærra en sveitarfélagið sem enn er kennt við það og er yst á nesinu.
Reykjavík í hinum forna Seltjarnarneshreppi fékk kaup stað arrétt indi 18. ágúst 1786. Tuttugu og fimm lögbýli innan hins forna hrepps tilheyra nú Reykjavík en þau lögbýli í honum, sem eru innan Kópavogsbæjar, mynduðu fyrst sjálfstætt sveitarfélag, Kópa vogshrepp, árið 1948. Þá varð einnig til Seltjarnarneshreppur hinn nýi.
Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955. Garðahreppur varð til er Álftaneshreppi hinum forna var skipt 1878 í Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Frá og með 1. janúar 1976 hét Garðahreppur Garðabær. Samþykkt var í atkvæðagreiðslu 20. október 2012 að sameina Garðabæ og Álftanes (gamla Bessastaðahrepp). Hafnarfjörður til heyrði Garðahreppi þar til hann varð sérstakt lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum 1. júní 1908.
Þegar breski herinn kom í maímánuði 1940 voru jarðirnar Kópavogur, Digranes, Fífuhvammur, Vatnsendi, Gunnarshólmi, Geirland og Lækjarbotnar innan hreppamarka Seltjarnarneshrepps hins forna.
Hernaðarþýðing Innnesja
Patterson flugvöllur.
Reykjavík og nágrenni hafði mikla hernaðarþýðingu í styrjöldinni og Inn nes því í brennipunkti hjá hernum. Hæðirnar í nágrenni Reykjavíkur og leiðirnar úr höfuðborginni voru mikilvægar. Herstöðvarnar í Seltjarnarneshreppi hinum forna teygðu anga sína allt að rótum Vífilsfells. Sandskeiðið, sem hugsanlegur lendingarstaður þýskra flugvéla, hlaut strax mikla athygli breska flughersins. Sandskeiðið er á af rétti Lækjarbotnajarðar. Bretar reistu loftvarnarbyssuvígi á Kópavogshálsi haustið 1940 og höfðu einnig smærri loftvarnarbyssur á Kársnesi. Vígin voru hluti af varnarkerfi flugvallarins í Reykjavík.
Breska hernámið
Breskir hermenn.
Áætlun Breta um hernám Íslands var nefnd „Operation Fork“. Samkvæmt áætluninni voru hafnarsvæðin í Reykjavík og Hvalfirði tekin fyrsta daginn og tveir hugsanlegir lendingarstaðir óvinaflugvéla, Sand skeið og Kaldaðarnes. Fyrstu aðalstöðvar hersins voru í Menntaskólanum í Reykjavík en voru síðar fluttar inn að Elliðaám í Camp Alabaster en breska herliðið gekk í fyrstu undir heitinu „Alabaster Force“.
Fjölmargir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi og því var þeim nærtækt að nefna íslensk kennimerki eftir bæjarnöfnum og öðrum heitum í heimahéruðunum. Ensku heitin þurftu að vera kunnugleg og auðveld í framburði svo að ekki gætti neins vafa.
Tangarsóknarlíkingin er komin úr skákmáli og merkir að tveimur tafl mönnum er hótað í einu (Eggert Þór Bernharðsson 2000:9).
Breska herstjórnin í Reykjavík gaf út gróft kort í júlí 1940 með helstu kennimerkjum á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur báru ensk nöfn. Kortadeild breska hersins nýtti sér kort dönsku landmælinganna sem til voru í landinu (Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 og 1910).
Bandaríkjamenn taka við vörnum
Með herverndarsamningnum við Bandaríkin, sem undirritaður var sumarið 1941, var breski landherinn leystur af hólmi. Þá lauk formlegu hernámi Breta. Liðssveitir breska flughersins og flotans voru þó áfram í landinu, aðallega við varnir skipalesta á siglingaleiðum yfir Norður-Atlantshafið. Fyrstu Bandaríkjamennirnir stigu á land á Íslandi 7. júlí 1941. Þeir voru úr landgönguliði flotans („United States Marines“). Á eftir landgönguliðunum kom landherinn („US Army“). Í lok desember 1942 voru um 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi í 300 kömpum víðs vegar um landið.
Bandaríkjamenn notuðu bresku heitin en voru duglegir við að gefa nýjum kömpum bandarísk nöfn.
Breytingar á samskiptaháttum
Tedcaster í Englandi.
Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum voru aðalstöðvar hersins fluttar í Camp Tadcaster. Eins og gildir um mörg heiti Bretanna, sem komu frá norðurhluta Englands, var Tadcaster-nafnið fengið úr heimabyggð þeirra, litlum markaðsbæ í Selby-héraði um 16 km suðvestan við Jórvík (York). Camp Tadcaster var rétt sunnan við Miklubraut þar sem nú er Borgargerði og Rauðagerði, skammt norðan við Charing Cross þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast. Charing Cross var eitt af mörgum Lundúnaheitum Bretanna. Bandaríkjamenn breyttu Tadcaster-nafninu í Camp Pershing.
Síðar var nafninu breytt í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Harry O. Curtis þegar hann var að fara af landi brott.
Öryggisþjónusta breska hersins („Field Security Service“), sem bar ábyrgð á því að hindra að óvinum bærist njósn af viðbúnaði og umsvifum hersins, átti í erfiðleikum í samskiptunum við Íslendinga enda enskukunnátta ekki almenn meðal Íslendinga á þessum tíma. Foringjar Bretanna leituðu oft til miður vandaðra Íslendinga sem gáfu þeim uppdiktaðar upplýsingar gegn greiðslu í pundum. Síðan gengu þessir Íslendingar um og skopuðust að einfeldni bresku foringjanna (Þór Whitehead 1999:245). Viðhorf yfirmanna öryggisþjónustunnar voru Íslendingum illskiljanleg sem og samskiptahættir þeir sem tíðkuð ust í formfastri stéttaskiptingu Breta.
Miklar breytingar urðu á samskiptaháttum setuliðsins og Íslendinga þegar bandaríski herinn kom til Íslands. Þessi breyttu viðhorf tengjast meðal annars tungunum ensku og íslensku.
Með bandaríska hernum komu Vestur-Íslendingar og margir þeirra voru vel talandi á íslensku. Þekktastur þeirra er Ragnar Stefáns son (1909–1988), síðar ofursti, sem var foringi í bandaríska gagnnjósna liðinu („Counter Intelligence Center Analysis Group“) á Íslandi á stríðsárunum. Ragnar Sefánsson stjórnaði starfseminni á Norður- og Austurlandi og hafði bækistöð á Akureyri. Að stríðinu loknu var hann ráðgjafi bandaríska hersins í samskiptum við Íslendinga með stuttum hléum til ársins 1958 (Þór Whitehead 1999:244–245).
Hertækni Bandaríkjamanna og kortagerð
Nýjasta hernaðartækni fylgdi Bandaríkjamönnum. Má þar nefna ratsjárstöðvarnar og aðrar fjarskiptastöðvar sem settar voru í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll. Ellefu ratsjárstöðvar mynduðu ratsjárkerfi banda manna á Íslandi. Aðalstöðin var í Camp Tinker í Almannada austan Rauðavatns (Þór Whitehead 2002:184). Búðirnar hétu eftir Clarence L. Tinker, hershöfðingja í bandaríska flughernum. Tinker fórst í árásarleiðangri á bækistöð Japana á Wake-eyju á Kyrrahafi árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:33).
Kortadeild breska hersins dró upp frumdrætti leiðakerfis hersins umhverfis höfuðborgina á árunum 1940–1941 og fyrstu ensku heitin bera því breskt svipmót.
Kortadeild bandaríska hersins teiknaði nákvæm kort á árunum 1941–1943 og eru þau besta heimildin um skipulag svæðisins í nágrenni Reykjavíkur og þau ensku heiti sem notuð voru á styrjaldarárunum. Eitt besta kortið með örnefnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu er frá 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar bandaríska landhersins sá um gerð kortsins með aðstoð kortaþjónustu landhersins í Washington (frumkort GSGS 4186, 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861).
Örnefni á hernaðarlega mikilvægum svæðum – strandsvæðið
Í skotgröf.
Strandsvæðið frá Viðeyjarsundi, Gufunes Bay, að Gróttutanga, Grotta Point, og Seltjörn, Grotta Bay, er nákvæmlega teiknað á kortum hersins. Leiðin frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita er nefnd Grotta Road og Eiðsvík Selsker Bay. Herfræðilega var ströndin mikilvæg, allt frá Vatnagörðum, Balbos Beach, Laugarnesi, Laugarnes Point, að Höfða við Rauðarárvík, Consul Point.
Hið sama má segja um suðurströnd Seltjarnarness að Nauthólsvík, South Beach. Viðey, Vidhey, Engey, Akurey og Selsker eru nákvæmlega teiknuð á kortunum sem og Gufuneshöfði, Trigger Point, og Grafarvogur. Um Grafarvog lá leiðin að árkjöftum Elliðaárvogs, Salmon Inlet, og að Ósmel Grafarvogs, Grafar Inlet. Á Gelgjutanga við Grafarvog var braggabyggð og skipalægi.
Hæðir á Seltjarnarnesi
Feit fallbyssa á verði.
Á hæðunum umhverfis Reykjavíkurhöfn og flugvöllinn var varnarvirkjum komið fyrir og voru mörg hver niðurgrafin.
Einn fyrsti breski kampurinn var reistur á Skólavörðuholti. Orðið lá ekki vel fyrir Bretanum í framburði og kölluðu þeir holtið Skipton Hill og braggahverfið Camp Skipton. Kampurinn var nefndur eftir heimabæ her sveitarinnar „The Duke of Wellington’s Regiment“ í Norður-Yorkshire. Eitt herfylki hennar hafði aðalstöðvar á Skólavörðuholti.
Valhúsahæðina kölluðu Bretar Keighley Hill og kampinn Camp Keighley. Keighley er bær í Vestur-Yorkshire á Englandi þangað sem hersveitin „The West Yorkshire Regiment“ átti rætur að rekja. Liðsmenn hennar tóku sér stöðu á Seltjarnarnesi.
Laugarásinn, Pimple Hill, Grensásinn, Casement Hill, og Rauðar árholt, Tower Hill, mynduðu eins konar varnarbyrgjamúr fyrir austurhluta hafnarsvæðisins og flugvöllinn. Pimple Hill er hæð í enska hérað inu West Midlands, skammt frá Birmingham. Casement Hill hefur svipaða merkingu og íslenska örnefnið Skyggnir. Tower Hill er þekktur staður skammt fyrir utan London.
Gamla leiðin úr Reykjavík yfir Skólavörðuholt lá að Háaleiti sem var smáhæð í skarðinu milli Öskjuhlíðar, Howitzer Hill, og Minni-Öskjuhlíðar, Red House Hill. Howitzer var varnarbyssa (samkvæmt ensk um orðsifjabókum á enska orðið howitzer rætur í tékkneska orðinu houfnice sem merkir ‘að slöngva’). Rauða golfskálabyggingin, sem Golfklúbbur Íslands reisti 1937, rétt norðvestan við hús Veðurstofunnar, skýrir nafnið Red House Hill.
Að Elliðaám
Austan við Háaleiti í skarðinu milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar skiptust leiðir. Önnur lá um Bústaðaholt, Handley Ridge, að Elliðaánum, Salmon River. Handley er smábær í Great Boughton-héraði í Cheshire á Englandi og þar er einnig örnefnið Handley Ridge.
Gamli Bústaðavegur er nefndur á kortum hersins Edward Road.
Friðþór Eydal telur að örnefnið Tower hill (Rauðarárholt) vísi til turnspíru Sjómannaskólans.
Örnefnið Minni-Öskjuhlíð kemur fyrst fyrir á Reykjavíkurkorti Björns Gunnlaugssonar frá 1850. Hæðin hefur einnig verið nefnd Golfskálahæð, Litlahlíð og Litla-Öskjuhlíð og þar er nú Veðurstofan. Vegurinn lá að gatnamótum sem Bretarnir nefndu Piccadilly Circus. Þar mætir Bústaðavegur nú Grensásvegi sem Bretar nefndu Harley Street.
Bústaðavegur lá ofan við Bústaðabæinn að hinum hernaðarlega mikil vægu vegamótum vestan Elliðaárkvíslanna, Charing Cross, þar sem Bústaðavegur og Sogavegur, Tower Hill Road, mættust. Nöfnin eru tengd Lundúnum. Austan vegamótanna var hið gamla Álftnesingavað á Vestur kvíslinni, West Fork, og Ártúnsvað á Austurkvíslinni, East Fork. Um þessi vöð lá aðalleiðin frá Seltjarnarneshreppi hinum forna, allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar.
Um Kópavog og Álftanes
Braggabyggð.
Frá gatnamótunum austan við Minni-Öskjuhlíð lá Hafnarfjarðarvegur, Hafnarfjordur Road, í suður yfir Leynimýri og síðan austan við Fossvog, Fossvogur Bay. Þá erum við komin að norðurmörkum Kópavogs jarðar. Leiðin lá að krossgötum Nýbýlavegar, Skeleton Hill Road, og Kárs nes brautar, Korsnes Road. Vestasti hluti Kársness, Kársnestá, ber heitið Whale Point á herkortunum.
Leiðin frá Fossvogsbotni lá í suður milli Kópavogsháls, Mossley Knoll, og Digranesháls, Whale Hill, og að gatnamótum ofan við Kópavogslæk. Knoll í Mossley er í norðvesturhluta Englands. Knoll er notað í ensku yfir ávalar smáhæðir eða hálsa. Hinn ávali Digranesháls minnir á lögun hvalbaks.
Í austur lá Hilton Road yfir brú yfir Kópavogslæk við gamla Danskavað. Nú heitir vestasti hluti Hilton Road Fífuhvammur.
Mýrarsvæðið, aðallega Fífumýri og Kringlumýri sunnan við veginn sem nú er nefndur Fífuhvammur, er kallað á herkortunum Hilton Flats. Þekktasta Hilton Flats-örnefnið í Bretlandi er í Tenby í Suður-Wales.
Af Arnarnesi, Puffin Point, blasir við Arnarnesvogur, Puffin Bay, og Eskines, Arnar Point, nyrsti hluti Gálgahrauns. Á Álftanesi, Gardar Peninsula, við Skerjafjörð, Ford Fjord, er Bessastaðatjörn, Bless Bay, Seilan, Point Eyri, Rani, Rani Point, Lambhúsatjörn, Lamb Bay og Skógtjörn, Bottle Neck Bay.
Bústaðabærinn lá neðan við Bústaðaveginn, milli Marklands og Seljalands.
Örnefni á ýmsum leiðum og herskálahverfum – Kópavogsjörðin
Skilti við Camp Kwitcherbelliakin.
Camp Fossvogur var norðan við Miðbjarg (Votaberg), rétt austan við Hanganda og norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn. Breski flug herinn hafði þar síðast aðstöðu og nefndi Camp Cook South en Camp Cook stóð nokkru norðar við Hafnarfjarðarveginn. Ætla mætti að heitið væri tengt breska landkönnuðinum James Cook (1728–1799) sem var kapteinn í Hinum konunglega breska flota.
Flugbátalægi hersins var á innanverðum Skerjafirði. Á norðanverðu Kársnesi var viðhaldsstöð fyrir þjónustubáta og hraðbáta flughafnarinnar („RAF Marine Craft Section“) og var herstöðin með sjö bröggum nefnd Marine Slipway með vísan til dráttarbrautar sem þar var. Á íslenskum kortum frá árunum eftir stríð er Flughöfn merkt á svæðinu þar sem Marine Slipway var (Ágúst Böðvarsson 1947).
Á vestanverðu Kársnesi var lítið herskálasvæði sem nefnt var Camp Korsnes. Það var yst á Kársnesi ofan við Kársnesbraut (þar sem Kársneskjör reis síðar). Í Sæbólslandi við Fossvogsbotninn reis herskála hverfi, Camp Bournemouth, við suðurleiðina úr Reykjavík. Borgin Bournemouth er á suðurströnd Englands. Háhæðina, þar sem nú er miðbær Kópavogs og Hamraborgin, nefndu Bretar Skeleton Hill. Margir hafa talið að nafnið Skeleton Hill tengist beinagrindum frá aftökustað Kópavogsþings. Engar sannanir eru samt um beinafund hermanna þar. Á hæðinni voru trönur og fiskur þurrkaður. Það vakti forvitni hermanna og gaf búðunum nafn. Friðþór Eydal hefur sýnt fram á að búðirnar hafi verið nefndar Skeleton Hill allt frá upphafi haustið 1940 og þar til Bandaríkjamenn tóku við búðunum árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:13–16).
Herleiðir og herskálar í landi Digraness- og Fífuhvammsjarða
Camp Fífuhvammur.
Frá Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfjordur Road, lá ófullkominn vegur í aust ur frá Skeleton Hill að Víghóli. Þar var ratsjárstöð bandaríska flughersins, Camp Catharine. Þaðan lágu traðir að Digranesbæ á Digraneshæð, Whale Hill.
Hilton Road, sem lá á svipuðum slóðum og Fífuhvammur (vegur) er nú, sveigði suður yfir Kópavogslæk, suðvestan núverandi Digraneskirkju. Frá Hilton Road var unnt að aka að Fífuhvammsbænum. Vestan við veginn að Fífuhvammsbæ var ófullkomin braut hersins að hinum mikilvægu sprengjugeymslum og herskálum við Hnoðraholt, Gala Hill. Örnefnið Gala Hill er á mörkum Skotlands og Englands.
Ástarljóðið „Braes O’Gala Hill“ var oft sungið á stríðsárunum. Brautin lá um Selhrygg, Hawick Hill, Smalaholt, Camel Hill, og Rjúpnahlíð (Rjúpnadalshlíð, Rjúpnahæð), Bare Hill. Bærinn Hawick er í Skotlandi og þekktur fyrir vefnað. Við bæinn eru Hawick Hills. Fyrir mynd Camel Hill-nafnsins gæti verið þekktur búgarður í Los Gatos í Kaliforníu, Camel Hill Vineyard. Þar var og er enn mikil vínrækt og úlfaldarækt. Nafnið gæti einnig verið dregið af staðháttum, kryppu eða kryppum. Ef til vill á örnefnið Bare Hill sér eðlilegar ræt ur í gróðursnauðum hluta Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar) þar sem nyrsti hluti Hunt Delaware var. Samt sem áður má nefna að hæðir við stórborgina Baltimore eru nefndar Bare Hills. Svæðið norðan við Hnoðraholt og Selhrygg er á herkortunum merkt „Scattered Boulders“ (hnullungadreif).
Sunnan Smalaholts og Rjúpnahlíðar lá Flóttamannavegur sem svo hefur stundum verið nefndur, Back Road, að Vífilsstöðum. Hjáleið frá Flóttamannavegi, norðan við Kjóavelli, er nefnd Hunt Road.
Skilti við Camp Cook.
Á stríðsárunum var lítið herskálahverfi og loftvarnarbyrgi á Víghóli (Víghólum) á vegum bandaríska flughersins. Búðirnar voru þar sem Digraneshæðina, Whale Hill, ber hæst. Þær voru annars vegar á milli núverandi gatna, Melaheiðar og Lyngheiðar, og austan við Bjarnhólastíg og Víghólastíg hins vegar. Herskálabyggðin var kölluð Camp Catherine. Búðirnar fengu nafnið eftir eiginkonu fyrsta yfirmanns ratsjárstöðvarinnar (Friðþór Eydal 2013:20).
Á stríðsárunum var byggður herskálakampur rétt austan við Meltungu og við Blesugróf og var hann nefndur New Mercur Dump (New Mercur Camp). Nafnið gæti hugsanlega verið tengt New Mercursvæðinu í Utah í Bandaríkjunum sem einnig er kallað Mercur District og Camp Floyd District. Í Bandaríkjunum voru svæði þar sem losa mátti eiturefni eins og kvikasilfur (e. mercury) kölluð Mercury Dump. Kampurinn var á mörkum jarðanna Digraness, Bústaða og Breiðholts. Stærsti hluti búðanna var innan marka Reykjavíkur. Þar var lengst af birgðastöð fyrir skotfæri.
Vestan við New Mercur Camp og sunnan við bæinn Bústaði var önnur birgðageymsla hersins sem nefnd var Salmon River Dump (Þór Whitehead 2002:125). Kampurinn var í landi Bústaða.
Í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar(Rjúpnadalahlíðar, Rjúpnadalshlíðar, Rjúpnahæðar), Bare Hill, og nyrst á Kjóavöllum var herskálahverfi og birgðageymsla bandaríska hersins á árunum 1943 og 1944, Hunt Delaware, sem áður var getið. Delaware er eitt af ríkjum Bandaríkjanna á austurströndinni. Í Rjúpnahlíð, milli Smalaholts og Hörðuvalla, var reist fjarskiptasendistöð sumarið 1943.
Í Leirdal í landi Fífuhvamms, í lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts, var skotfærageymsla, Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump). Vegur lá frá Fífuhvammi að svæðinu og er merktur á kortum hersins frá 1943 en ekki með nafni. Á stríðsárunum flæddi vatn inn á sprengjugeymslusvæðið og var sprengjugeymslan þá færð ofar þar sem þurrara var.
Stærsti kampurinn í landi Fífuhvamms var þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð við Dalveg, Camp Hilton. Herbúðirnar voru reistar haustið 1941 sem aðalstöðvar og þjónustumiðstöð loft – og strandvarnar byssufylkis. Í Camp Hilton bjuggu hermenn sem sáu um loft varnarstöðina á Fálkhóli, Arlington Hill, í Breiðholti og loftvarnarstöðina Fox-Battery á Bústaðaholti, Handley Ridge.
Herleiðir og herbúðir í landi Vatnsenda
Fyrstu herbúðir Breta, kenndar við Vatnsenda, voru í þeim hluta Seltjarnarneshrepps sem varð Kópavogshreppur árið 1948. Búðirnar voru reistar fyrir 30 manna fótgönguliðsflokk úr herfylkinu „1/5 Battalion, Duke of Wellington Regiment“, við loftskeytasendistöð Landssíma Íslands í Vatnsendahvarfi skömmu eftir hernámsdaginn 10. maí 1940 (Friðþór Eydal 2013:1).
Þær hæðir, sem höfðu mest gildi fyrir herinn, lágu norðan og vestan við Elliðavatn í landi Vatnsenda: Breiðholtshvarf, Baldurshagi Hill, Vatnsendahvarf, Vatnsendi Ridge, og Vatnsendahlíð; Vatnsendahlidh.
Vestan og sunnan hæðanna voru mikilvægar herbúðir og sprengjugeymslur, einkum í Leirdal og á Kjóavöllum.
Aðalleið hersins lá frá krossgötunum Charing Cross, sem voru rétt við Bústaðabæinn, og vestan við Vesturkvísl, West Fork, Elliðaánna, Salmon River. Herleiðin lá í suður um Breiðholtsland, aust an við Fálk hól, Arlington Hill. Þaðan lá hún inn í Vatnsendaland og að útvarps stöðvarhúsinu á Vatnsendahvarfi. Þá var stutt í aust ur að Flóttamanna vegi, Back Road, sem lá um Vatnsendaland frá Dimmuvaði að Rjúpna hlíð. Frá Flótt amannavegi ofan við Vatnsendabæinn var unnt að fara suður fyrir Elliðavatn og Þingnes, Thingnes, eft ir gamalli leið, Þingnesslóð, Langvatn Trail, að Elliðavatnsbænum í landi Reykjavíkur. Frá Vatnsendahvarfi (Vatnsendahæð) var unnt að sjá helstu samgöngu leiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Frá Charing Cross lá Útvarpsstöðvarvegur, Vatnsendi Road, að Vatnsendahvarfi.
Herbúðirnar, sem reistar voru fyrir fótgönguliða á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar árið 1942, voru nefndar Camp Wade, eftir bandarískum hermanni sem féll á Filippseyjum árið 1942. Í þeim voru alls 104 braggar.
Þrír braggar, Sandahlid Hut Site, voru byggðir árið 1943 fyrir miðstöð í miðunarkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli.
Hernaðarumsvif við Selfoss Road
Heræfing á Sandskeiði.
Frá Elliðaárósi, Salmon Inlet, lágu mikilvægar leiðir í austur og suður. Vesturlandsvegur, Alafoss Road, og Suðurlandsvegur, Selfoss Road, lágu í austur frá Elliðaánum.
Bandarísk ratsjársveit var í Camp Hickam í Ártúnsbrekku. Horace Meek Hickam var ofursti og frumkvöðull í flugmálum í Banda ríkjunum. Hann fórst í flugslysi 5. nóvember 1934. Flugvöllurinn í Pearl Harbor var skírður Hickam Field þegar hann var opnaður 31. maí 1935.
Ratsjársveitin flutti í nýjar búðir, Camp Tinker, í Rauðhólum vorið 1943. Þaðan var loftvörnum stjórnað til ársins 1944 en þá fluttist starfsemin til Keflavíkurflugvallar. Selfoss Road lá við Rauðavatn, norðan við Rauð hóla, Red Lava Pits. Frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn lá Flótta mannavegur, Back Road, í suður að Vatnsenda og Vífilsstöðum.
Bærinn Hólmur er austan við Rauðhóla og norðan við veginn er Hólmsheiði. Þar voru á stríðsárunum þrír kampar, Jeffersonville, Aberdeen og Waterloo. Thomas Jefferson var forseti Bandaríkjanna 1801–1809. Aberdeen er borg og skíri í Skotlandi. Við Waterloo í Belgíu sigraði yfirhershöfðinginn Wellington keisarann Napóleon sunnu daginn 18. júní 1815.
Heræfing á Sandskeiði.
Selfoss Road lá síðan í austur um land Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna. Á leiðinni austur voru búðir reistar árið 1940 á hæðinni neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum. Suðurlandsvegur liggur nú yfir gamla bæjarstæðinu. Þar var birgðageymsla og geymslusvæði fyrir skotfæri breska hersins. Svæðið var afmarkað með um tveggja metra háum garði sem hlaðinn var úr hraunhellum. Þar rak herinn stórt bakarí sem var nefnt Logberg Bakery. Bandaríkjaher tók við rekstri birgðastöðvarinnar og bakarísins árið 1942 og rak hvort tveggja til haustsins 1943 (Friðþór Eydal 2013:38).
Svifflugfélag Íslands fékk árið 1938 leyfi til að jafna land fyrir flugsvæði og byggja flugskýli á afrétti Seltjarnarneshrepps þar sem heitir Sandskeið. Við hernám Breta og síðar hersetu Bandaríkjamanna var hluti af Sandskeiði tekinn undir skotæfingar og var það nánast allt sundurskotið á hersetutímanum. Sunnarlega á Lakheiði (Lakaheiði) á sléttlendinu í Lakadal, sem er á afrétti Lækjarbotnajarðar, geymdi breski herinn þegar árið 1940 stæður af bensínbrúsum og bensín tunnum sem var dreift vítt um svæðið. Hersvæðið í Lakadal var kallað Sandskeid Dump (Sandskeid Depot). Hersvæðið var rétt austan við mörk heimajarðar Lækjarbotna og afréttarins. Svæðið þar sem eldsneytið var geymt var nefnt Sandskeid Gas Dump.
Aðalæfingasvæði breska stórskotaliðsins og síðar bandaríska hersins var um 700 hektarar að stærð og nefnt Sandskeid Range. Þetta æfingasvæði náði frá vestanverðu Sandskeiði og austur á Mos fells heiði. Á korti bandaríska hersins frá árinu 1950 eru æfingasvæði fót gönguliðs og stórskotaliðs hersins sýnd (Friðþór Eydal 2013:35). Á þessum tíma lá Suðurlandsvegur, Selfoss Road, skammt norðan við Lakadal og sunnanvert um Sandskeið, þar sem vegurinn að Sandskeiðsflugvelli liggur nú austur af Bláfjallavegi og áfram austur með Vífilsfelli.
Kampar og örnefni
Aberdeen kampur á Hólmsheiði
Alafoss Road vegur Vesturlandsvegur
Arlington Hill loftvarnarstöð hóll í Breiðholti þar sem nú er Fífusel
Arnar Point nes Eskines í Garðabæ
Back Road vegur frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn að Vífilsstöðum
Baldurshagi Hill hæð Breiðholtshvarf
Bare Hill hæð Rjúpnahlíð (Rjúpnahæð) í Kópavogi
Balbos Beach strandsvæði við Vatnagarða
Bless Bay tjörn Bessastaðatjörn á Álftanesi
Bott le Neck Bay tjörn Skógtjörn á Álftanesi
Camel Hill hæð á mörkum Kópavogs og Garðabæjar
Camp Alabaster kampur á Elliðaársvæðinu
Camp Bournemouth kampur í Sæbólslandi við Fossvogsbotn
Camp Catharine kampur á Víghólum í Kópavogi
Camp Cook kampur norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn
Camp Cook South kampur við Fossvogsbotn
Camp Curtis kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Fossvogur kampur við Fossvogsbotn
Camp Gardar Garðaholti
Camp Hickam kampur í Ártúnsbrekku
Camp Hilton kampur við Dalveg þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð
Camp Korsnes kampur á Kársnesi vestanverðu
Camp Pershing kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Skipton kampur á Skólavörðuholti
Camp Tadcaster kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Tilloi Garðaholti
Camp Tinker kampur í Rauðhólum frá vori 1943
Camp Vatnsendi kampur við sendistöð Landssímans í Vatnsendahvarfi
Camp Wade kampur á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar)
Casement Hill ás Grensás í Reykjavík
Charing Cross gatnamót þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast
Consul Point höfði austan við Rauðarárvík
East Fork á Austurkvísl Elliðaánna
Edward Road vegur gamli Bústaðavegur í Reykjavík
Ford Fjord fjörður Skerjafjörður
Fossvogur Bay vogur Fossvogur
Fox-Batt ery loftvarnar stöð á Bústaðaholti
Gala Hill hæð á Hnoðraholti í Kópavogi
Gardar Peninsula nes Álftanes
Grafar Inlet ós við Ósmel Grafarvogs
Grotta Bay tjörn vestast á Seltjarnarnesi
Grotta Point Gróttutangi tanginn norðan við Seltjörn
Grotta Road vegur vegurinn frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita
Gufunes Bay Viðeyjarsund sunnan við Viðey
Hafnarfjordur Road vegur Hafnarfjarðarvegur
Handley Ridge holt Bústaðaholt í Reykjavík
Harley Street vegur gamli Grensásvegur í Reykjavík
Hawick Hill hæðardrag Selhryggur á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs
Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump) skotfærageymsla
í Leirdal, lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts
Hilton Flats mýri Fífumýri og Kringlumýri sunnan við Kópavogslæk
Hilton Road vegur vesturhluti Fífuhvamms
Howitzer Hill hæð Öskjuhlíð
Hunt Delaware kampur í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar)
Jeffersonville kampur á Hólmsheiði
Keighley Hill hæð Valhúsahæð á Seltjarnarnesi
Korsnes Road vegur gamli Kórsnesvegur (síðar Kársnesbraut)
Lamb Bay tjörn Lambhúsatjörn
Langvatn Trail götuslóð Þingnesslóð sunnan við Elliðavatn
Laugarnes Point nes nyrsti hluti Laugarness
Logberg Bakery bakarí neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum
Marine Slipway viðhaldsstöð á miðju norðanverðu Kársnesi við Fossvog
Mossley Knoll hæðardrag Kópavogsháls
New Mercur Dump (Camp) kampur við Blesugróf
Piccadilly Circus gatnamót gatnamót Bústaðavegar og Grensásvegar í Reykjavík
Pimple Hill ás Laugarás
Point Eyri eyri Seilan við Álftanes
Puffin Bay vogur Arnarnesvogur í Garðabæ
Puffin Point nes Arnarnes í Garðabæ
Rani Point tangi Rani á Álftanesi
Red House Hill hæð Minni-Öskjuhlíð
Red Lava Pits hólar Rauðhólar
Salmon Inlet ós árkjaft ar Elliðavogs
Salmon River á Elliðaár
Salmon River Dump birgðageymsla
vestan Blesugrófar í landi Bústaða
Sandahlid Hut Site kampur uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli
Sandskeid Dump (Sandskeid Depot) hersvæði í Lakadal við Sandskeið
Sandskeid Gas Dump geymslusvæði eldsneytis í Lakadal við Sandskeið
Sandskeid Range skot æfingasvæði frá vestanverðu Sandskeiði austur á Mosfellsheiði
Scapegoat Hill hóll Fálkhóll
Selfoss Road vegur Suðurlandsvegur
Selsker Bay vogur sunnan við Selsker
Skeleton Hill hæð og kampur
Digranesháls þar sem Hamraborg er nú
Skeleton Hill Road vegur Nýbýlavegur í Kópavogi
Skipton Hill hæð Skólavörðuholt
South Beach vík Nauthólsvík
Thingnes nes Þingnes við Elliðavatn
Tower Hill holt Rauðarárholt
Tower Hill Road vegur gamli Sogavegur
Trigger Point höfði Gufuneshöfði
Vatnsendahlidh hlíð Vatnsendahlíð
Vatnsendi Ridge hæð Vatnsendahvarf
Vatnsendi Road vegur gamli Útvarpsstöðvarvegur
Vidhey eyja Viðey
Waterloo kampur á Hólmsheiði
West Fork á Vesturkvísl Elliðaánna
Whale Hill hæðardrag Digranes
Whale Point nes Kársnestá
Hér hefur verið fjallað um tilraunir breskra og bandarískra hermanna á heimsstyrjaldarárunum 1940 til 1945 til að ná tökum á og skipuleggja land þar sem örnefni voru á tungumáli sem flestum þeirra var framandi. Hermennirnir komust upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að bera fram en bættu við nöfnum yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti athafnasvæða hersins. Ný ensk heiti í stað íslenskra örnefna voru skráð á árunum 1940–1944 og notuð á kortum og í öðrum skjölum hersins. Bretarnir notuðu gjarna örnefni í Englandi og Skotlandi sem fyrirmyndir við nafngiftir sínar á Íslandi en þegar bandarísku hermennirnir bættu við fleiri heitum var oft um að ræða nöfn þekktra persóna úr bandarískri hersögu. Erlendu nöfnin urðu aldrei hluti af daglegu máli Íslendinga og hurfu eins og dögg fyrir sólu strax á fyrstu árunum eftir hernámið.
Minningar og leifar stríðsins
Skotbyrgi á Garðaholti.
Margar minjar eru til á Íslandi eftir stríðið. Þær minjar geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en geta líka verið leifar sem sjást ekki, þær geta verið félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslenskt kvenfólks, sem meðal annars leiddi af sér „ástandið“ og „ástandsbörnin“, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn“ sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, “ Bretavinnan sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo frv.
Hérlendist er Stríðsárasafnið við Reyðarfjörð eina safnið sem sérhæfir sig í að varðveita sögu þessa tímabils og þar má meðal annars finna bragga og fjögur loftvarnarbyrgi.
Af einstökum byggingum hérlendis er flugturninn við Reykjavíkurflugvöll sennilega merkastur en því miður stendur til að rífa hann. Af stærri svæðum eru helst Öskjuhlíðin og Brautarholt á Kjalarnesi sem gefa heillega mynd af varnarviðbúnaði bandamanna hérlendis. Hvalfjörður, Reykjavíkurflugvöllur og Patterson-flugvöllur á svæði varnarliðsins við Keflavík hafa sömuleiðis að geyma merkar minjar um síðari heimsstyrjöldina.
Í borgarlandinu hafa stríðsminjar helst varðveist í Öskjuhlíð og á Reykjavíkurflugvelli sem nær yfir Vatns- og Seljamýri. Af varnarviðbúnaðinum á Öskjuhlíðinni eru meðal annars steypt skotbyrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, varnarveggir fyrir eldsneytistanka, neðanjarðarvatnstankar, bryggjustubbur, veganet, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum og akstursbrautir fyrir flugvélar. Nokkrir braggar eru við rætur Öskjuhlíðar. Hluti gistibúða farþega og flugáhafna breska flughersins (e. Transit Camp) má enn sjá í Nauthólsvík. Öll stóru flugskýlin fjögur á Reykjavíkurflugvelli eru frá stríðsárunum og sömuleiðis gamli flugturninn. Allar meginbrautir flugvallarins voru lagðar á stríðsárunum en hafa verið lengdar og endurbættar eftir stríð. Nær allt lauslegt frá stríðsárunum hefur verið fjarlægt eða ryðgað og fúnað. Þar á meðal gaddavírsgirðingar og sandpokavígi.
Bandaríkjamenn reistu mikla eldsneytisbirgðastöð í landi Miðsands og Litlasands við Hvalfjörð norðanverðan auk birgðastöðvar vegna skipaviðgerða. Bæði skip og olíuskip tóku þar olíu og þau síðarnefndu birgðu svo upp önnur skip í flotadeildum á hafi úti. Upphaflegt skálahverfi olíustöðvarinnar stendur enn að hluta á Miðsandi og er með heillegustu minjum styrjaldarinnar á landinu. Þar má sjá einstætt safn þeirra mismunandi braggategunda sem herlið bandamanna reisti yfir starfsemi sína. Þeim hefur verið vel við haldið enda í fullri notkun fram á síðari ár því olíubirgðastöðin var nýtt áfram fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og ný reist fyrir herskip NATO. Í Hvítanesi eru leifar flotastöðvar Breta og vegna mikilla umsvifa bæði Breta og Bandaríkjamanna í Hvalfirði má finna ýmsar minjar um veru þeirra víðs vegar við fjörðinn.
Af ummerkjum beinna hernaðarátaka ber fyrst að telja flak olíuskipsins El Grillo. Það var um 7000 lesta olíuskip sem var sökkt af þrem þýskum FW-200 flugvélum 10. janúar 1944 í Seyðisfirði. Þá misstu Þjóðverjar eftirfarandi flugvélar við Ísland: FW-200 var skotin niður norður af Gróttu 14. ágúst 1942, JU-88 grandað við Svínaskarð 18. október 1942, FW-200 skotin niður 24. október 1942 norðan við Norðlingafljót, JU-88 skotin niður 24. apríl 1943 á Strandarheiði, FW-200 skotin niður við Grímsey 5. ágúst 1943 og JU-88 nauðlenti við Leirhöfn 2. maí 1945. Bandamenn misstu þó mun fleiri vélar sjálfir vegna tíðra slysa og slæmra veðurskilyrða. Til dæmis fórust að minnsta kosti 43 hervélar auk 11 sjóvéla á Reykjavíkursvæðinu.
Allar flugvélaleifar í nágrenni Reykjavíkur hafa nú verið fjarlægðar. Málmurinn var notaður í brotajárn eftir stríð og sérstaklega var sóst eftir álinu.
Sprengjur eru enn að koma upp úr jörðu á skotæfingasvæðum vegna frostlyftingar og hafa valdið mannskæðum slysum. Skotæfingasvæði voru meðal annars á Sandskeiði, í Mosfellsdal, við Kleifarvatn, Fellabæ fyrir austan, í Eyjafirði og á Blönduósi. Bandaríski landherinn notaði sprengjuæfingasvæði á Reykjanesi á sjötta áratugnum. Leitað hefur verið á aðgengilegustu svæðunum en ókleift er að finna allt. Líklega hafa um 1000 sprengjur fundist bara við Vogastapa. Öryggisbúnaður þessara sprengja er oftast illa farinn og mjög lítið hnjask þarf til að þær springi. Mikið af tundurduflum var á reki í og fyrst eftir stríðið og helsta vörnin gagnvart þeim var að skjóta á þau og sökkva þeim.
Heimildir m.a.:
-https://en.wikipedia.org/wiki/Iceland–United_States_relations
-http://www.academia.edu/2515209/Íslenskt_samfélag_%C3%AD_seinni_heimsstyrjöld._Umskiptin_minningarnar_og_sagnaritunin
-https://is.wikipedia.org/wiki/Ísland_í_seinni_heimsstyrjöldinni
-https://en.wikipedia.org/wiki/Marshall_Plan
-http://ismennt.is/not/sveinki/Samfélagsfræði/stridsarin.htm
-http://servefir.ruv.is/her/
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=52321
-http://ismennt.is/not/sveinki/Samfélagsfræði/stridsarin.htm
-https://gardaskoli.fandom.com/wiki/Hern%C3%A1m_%C3%8Dslands
-https://sites.google.com/site/islandastridsarunum/atburdhir-eftir-hernam/afleidhingar-hernams
-Ari Páll Kristinsson. 2010. Um íslenska örnefnastýringu. Orð og tunga 12:1–23.
-Eggert Þór Bernharðsson. 2000. Undir bárujárnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940–1970. Reykjavík: JPV útgáfa.
-Friðþór Eydal. 2013. Kampar í Kópavogi. Gunnar Marel Hinriksson bjó til prentunar. Kópavogur: Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs.
-Páll Lúðvík Einarsson. 1990. Braggablús. Sævar Þ. Jóhannesson vill varðveita gamlar stríðsminjar og örnefni. [Viðtal við Sævar Þ. Jóhannesson.]
-Morgunblaðið, sunnudagsblað, 22. júlí 1990. Bls. 6–7.
-Sævar Þ. Jóhannesson. [Án ártals.] Kampanöfn og örnefni tengd hersetu á Íslandi 1940–1945. Nefnir – Vefrit Nafnfræðifélagsins. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
-http://www.arnastofnun.is/page/arna stofnun_nafn_nefnir_SJ
-Vilhjálmur Þ. Gíslason.1947. Bessastaðir. Þættir úr sögu höfuðbóls. Akureyri: Bóka útgáfan Norðri.
-Þór Whitehead. 1999. Bretarnir koma. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
-Þór Whitehead. 2002. Ísland í hers höndum. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
-Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 (mælt 1902) og 1910. Kort af Reykjavík og nágrenni. Reykjavík og Kaupmannahöfn 1903 og
-Kort bandaríska hersins af Reykjavíkursvæðinu: GSGS 4186. 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861. Mælikvarði: 1:25.000. Einungis til notkunar fyrir War and Navy Department Agencies. Skráð er á kortinu frá 1943 að það sé hvorki til sölu né dreifingar. Landmælingar hafa nú sett kortin á vefinn. Kortagerð: Army Map Service, U. S. Army, Washington, D.C.
Kampar og örnefni – kort.