Tag Archive for: hernám

Hernámið

Á Kársnesi í Kópavogi er upplýsingaskilti um hernámið. Þar stendur m.a. eftirfarandi um „Hernámið í Kópavogi 1940–1944“.
10. maí 1940 var Ísland hernumið af Bretum. Þá höfðu Þjóðverjar sigrað Pólland, Danmörku og Noreg. Óttast var að sömu örlög biðu Íslands en við það hefðu bandamenn misst yfirráð siglingarleiða á Atlantshafi.

Hernámið

Bretar lögðu því áherslu á að verða fyrri til. Bandaríkjaher tók að sér hersetuna sumarið 1941 samkvæmt samningi við Breta og ríkistjórn Íslands. Um 50 þúsund liðsmenn breska og bandaríska hersins, flotans og flughersins voru í landinu sumarið 1943. Þá voru Íslendingar 124 þúsund, um 43 þúsund bjuggu í Reykjavík en 314 manns í Kópavogi.
Bretar hófust strax handa við uppbyggingu flugvallar í Vatnsmýrinni og víða risu braggahverfi. Bretavinnan létti miklu atvinnuleysi sem hafði ríkt í landinu. Umsvif hersins hérlendis voru einna mest í nágrenni Reykjavíkurflugvallar við Fossvog. Í voginum var einnig aðstaða fyrir sjóflugvélar sem herinn notaði m.a. við kafbátaeftirlit. Á Kársnesi þar sem Siglingastofnun er núna var RAF Marine Craft Slipway. Þar má sjá skábraut þar sem flugbátunum var komið á land. Samskonar brautir voru í Nauthólsvík. Nokkur varnarbyrgi hersins voru við Fossvoginn.

Hernám

Braggahverfi við Sandskeið.

Bandaríski herinn gerði kort og uppdrætti yfir athafnasvæði sín. Örnefni hersins á Kópavogssvæðinu sjást best á korti frá árinu 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar ameríska landhersins gerði kortið með aðstoð kortaþjónustu bandaríska landhersins í Washington. Ensku nöfnin sem herinn notaði hurfu eins og dögg fyrir sólu er hann hvarf á braut.
Herskálahverfi í og við Kópavog voru nokkur. Camp Fossvogur var í botni Fossvogs, í Sæbólslandi við Fossvogsbotn var Camp Bournemouth, utarlega á Kársnesi var Camp Kórsnes. Hæðin þar sem nú er Hamraborg er skráð á kortum hersins Skeleton Hill og þar var samnefnt herskálahverfi og loftvarnarbyssur. Nýbýlavegur og Kársnesbraut nefndust Skeleton Hill Road. Nokkur óvissa hefur ríkt um nafnið, t.d. fullyrti Hendrik Ottóson að braggahverfið hafi heitað Skelton Hill eftir örnefni í Englandi. Kópavogsháls vestan miðbæjar hlaut nafnið Mossley Knoll.

Hernámið

Hernámið – skotgröf.

Digranes var kallað Whale Hill og vestasti hluti Kársness Whale Point. Þar sem nú er gróðrastöðin Storð við Dalveg var herskálahverfið Hilton Camp. Fífuhvammsvegur hét Hilton Road.
Sambúð Kópavogsbúa og setuliðsins var yfirleitt friðsamleg og höfðu heimamenn nokkurn ábata af hernum. Síðustu hermennirnir í Kópavogi fóru af landi brott í apríl 1944. Braggarnir sem herinn skildi eftir voru nýttir á ýmsan hátt. Framfarafélagið Kópavogur, sem varð til þess að sveitarfélagið Kópavogshreppur varð til 1948, var stofnað í bragga í Hilton Camp 13. maí 1945 og árið 1950 var búið í þremur bröggum í Kópavogi. Búnaður sem herinn skildi eftir var nýttur af Kópavogsbúum, skátaflokkurinn Fálkar notaði hertjöld á árunum 1947-1948.
Þjóðverjar gáfust upp 8. maí 1945 og styrjöldinni lauk í Evrópu. Bandaríkjamenn vildu þó hafa herstöð áfram og yfirgáfu síðustu hermennirnir Ísland ekki fyrr en 8. apríl 1947 í samræmi við Keflavíkursamninginn. Árið 1951, tveimur árum eftir að Ísland gekk í NATO, var gerður umdeildur samningur við Bandaríkjamenn um hervernd landsins sem stóð til 2006.

Kópavogur

Hernámið – skillti.

Laugarnes

Á Laugarnesi í Reykjavík er skilti. Yfirskriftin á skiltinu er; „Velkomin á Laugarnes„.

Laugarnes

Laugarnes – skilti.

Á skiltinu má lesa eftirfarandi texta: „Laugarnes er ein af útivistarperlum Reykjavíkur. Hér er eina náttúrumyndaða fjaran sem eftir er á norðurströnd Reykjavíkur frá Örfirisey að Grafarvogi. Fjaran er mikilvæg fyrir fuglalíf, þar sem á svæðinu verpa nokkrar fuglategundir.
LaugarnesMenningarlandslagið í Laugarnesi hefur mótast af búsetu í margar aldir og hver kynslóð hefur markað sín spor í landið.
Búið er í fjórum húsum á svæðinu auk þess sem Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er starfrækt hér.

Hernámið
LaugarnesBreski herinn gekk á land í Reykjavík þann 10. maí 1940. Hann lagði undir sig ýmsar byggingar fyrir starfsemi sína auk þess sem reistar voru tjaldbúðir víðsvegar um bæinn.
Síðar voru reistir hermannaskálar eða svokallaðir braggar á vegum hernámsliðsins. Í Reykjavík risu um 80 braggahverfi sem hýstu um 12.000 hermenn. Eitt þeirra var hér vestast á Laugarnesi, Laugarneskampur.
LaugarnesÁrið 1941 tók síðan bandaríska seturliðið við Laugarneskampi sem hýsti þá aðallega sjúkradeildir hersins auk skála hjúkrunarkvenna, yfirmanna og annarra hermanna. Kampurinn samanstóð af 100 bröggum og öðrum byggingum.
Þegar umsvif bandaríska hersins drógust saman um 1945, var kampurinn nýttur sem íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga. Á árunum 1951-1957 voru íbúar flestir í kampinum eða um 300 manns.
Þessi byggð setti um tíma mikinn svip á Laugarnesið en er nú horfin með öllu. Í einum bragganum bjó Sigurjón Ólafsson myndhöggvari með fjölskyldu sinni. Þar var byggt listasafn sem ber nafn hans.“

Skammt frá skiltinu er annað upplýsingaskilti um fyrrum holdveikraspítalann á Lauganesi – sjá HÉR.

Laugarnes

Laugarnes – búsvæði Hrafns Gunnlaugssonar.

 

Hernám

Eftirfarandi fróðleik um kampa (herskálasvæði) og örnefni þeim tengdum á árunum 1940-1945 má lesa á vef Árnastofnunar:

Hernám

Hermenn í Reykjavíkurhöfn.

„Árið 1940 var upphaf eins merkasta tímabils í sögu Íslands, en 10. maí það ár var landið hernumið af Bretum. Styrjöld hafði hafist í Evrópu með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og stríðsyfirlýsingum Breta og Frakka gegn Þjóðverjum. Í lok apríl 1940 höfðu Þjóðverjar lagt undir sig Danmörku og Noreg og sóttu fram á öllum vesturvígstöðvunum, var aðeins tímaspursmál hvenær Frakkland, Belgía og Holland féllu. Stríðið um Atlantshafið var þá hafið og töldu Bretar sér stafa ógn af staðsetningu Íslands ef það lenti í óvinahöndum. En Winston S. Churchill hafði vitnað í eftirfarandi sem haft var eftir Karli Haushofer: „Hver sá sem ræður Íslandi beinir byssu að Englandi, Ameríku og Kanada.“ Þessi ummæli töldu Bretar m.a. réttlæta hernám Íslands.

Hernámið

Njarðvík

Á fyrstu dögum hernámsins.

Þegar breskur her, landgöngusveitir flotans eða Royal Marines, gekk hér á land 10. maí 1940 var lítið um varnir. Hluti af landhernum fylgdi svo í kjölfarið viku síðar eða 17. maí, yfirstjórn hersins undir stjórn Henrys O. Curtis hershöfðingja kom 26. maí og síðan hver deildin af annarri næstu vikurnar á eftir. Breski herinn lagði strax undir sig það húsnæði sem hann taldi sig þurfa á að halda til að hýsa sína menn og starfsemi, þar má nefna ÍR húsið við Landakot, KR húsið sem stóð þar sem ráðhús Reykjavíkur er í dag, Austurbæjarbarnaskólann, Miðbæjarbarnaskólann, Menntaskólann í Reykjavík sem var gerður að aðalstöðvum hersins, Hafnarhúsið og Hótel Borg o.fl.

Hernámið

Hernámið.

Þar sem nægjanlegt húsnæði fyrir þann fjölda hermanna sem settist að í og við Reykjavík var ekki fyrir hendi reisti herinn í fyrstu tjaldbúðir. Síðan var hafist handa við að reisa hermannaskála eða svokallaða bragga, og á skömmum tíma risu upp braggahverfi víðsvegar í Reykjavík og nágrenni.

Hermennirnir fluttu jafnóðum úr því húsnæði sem þeir höfðu lagt undir sig við hernámið í braggahverfin. Í framhaldi af því var farið að gefa hverfunum nöfn. Má geta þess að aðalstöðvar hersins, sem höfðu verið í Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu, voru fluttar í hverfi inn við Elliðaár er hlaut nafnið Camp Alabaster. Alabaster var dulnefni sem Bretar notuðu yfir áætlun og framkvæmd á hertöku Íslands og var liðið sem sent var til landsins kallað Alabaster Force.

Hernám

Braggahverfi við Gamla-Garð.

Kamparnir eða braggahverfin í Reykjavík urðu um 80 talsins en hverfanöfnin um 100 þar sem skipt var um nöfn á sumum kömpum og það oftar en einu sinni, í einstaka tilfellum. Hér verður aðeins drepið á nokkur þessara nafna og getið uppruna þeirra; auk þess verður aðeins getið um ensk og bandarísk götu- og staðarheiti í og við Reykjavík frá sama tímabili, þ.e. 1940-1945. (Sjá kort.)

Breskir kampar

Hernám

Kampurinn á Skólavörðuholti.

Flestir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi, t.d. Yorkshire, og kölluðu þeir sína kampa yfirleitt eftir bæjarnöfnum í heimahéruðum sínum eða þá stöku stað víðsvegar um Bretland. Má hér til dæmis nefna að á Skólavörðuholti, þar sem Hallgrímskirkja stendur nú, var braggahverfi sem kallað var Camp Skipton. (Sjá mynd.) Kampurinn var nefndur eftir bæ í Norður- Yorkshire sem er nokkuð miðsvæðis í Yorkshire. Í augum Breta er bærinn The Gateway to the Dales eða Hliðið að dölunum. Áður fyrr fóru bændur í Yorkshiredölum með sláturfé og nautgripi um Skipton. Þangað komu sérstakar lestir eftir búpeningnum og fluttu til slöktunar. Camp Skipton er líklega einn fyrsti kampurinn ef ekki sá fyrsti sem Bretar reistu í Reykjavík. Skólavörðuholt var eiginlega miðpunktur Reykjavíkur á þessum tíma og áður hafði aðalleiðin út úr bænum legið um holtið svo það er sennilega engin tilviljun að þessi kampur hlaut nafnið Skipton.

Nokkur önnur braggahverfi reist af Bretum báru nöfn sem rekja má til Yorkshire eins og hér má sjá:

Valhúsahæð

Herminjar, Camp Keighley, ofan við kirkjuna á Valhúsahæð.

Camp Bingley, var vestan við Smyrilsveg á horni Smyrilsvegar og Hjarðarhaga.
Camp Bradford, var austan við Langholtsveg á horni Holtavegar og þar sem nú er Efstasund. Holtavegur lá á þeim tíma yfir á Suðurlandsbraut og kölluðu þeir hann Bradford Road.
Camp Harrogate, var vestan við Sundlaugaveg og afmarkaðist af Sundlaugavegi, Gullteig og Hraunteig.
Camp Keighley, var á Valhúsahæð en hæðina kölluðu Bretar Keighley Hill. Til gamans má geta þess að skammt sunnan við Keighley bjuggu þær frægu Bronté-systur, rithöfundarnir Emily Jane, Charlotte og Anne.
Camp Ripon var í Sogamýri við Tunguveg, hér er einnig um heiti á smábæ í Norður-Yorkshire að ræða.

Camp Pershing

Camp Pershing 1942.

Selby Camp, var í Sogamýri sunnan við Sogaveg og austan Réttarholtsvegar.
Camp Tadcaster, var þar sem nú er eystri göngubrúin yfir Miklubraut norðan við Rauðagerði. Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum landsins voru aðalstöðvar þeirra fluttar í Tadcaster. Fljótlega breyttu þeir nafninu í Camp Pershing. Síðar fluttu þeir í fyrrum aðalstöðvar breska hersins í Camp Alabaster inn við Ártúnsbrekku og breyttu því nafni í Camp Pershing en Camp Pershing, áður Camp Tadcaster, í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Henry O. Curtis sem var að fara af landi brott.

Kaninn kemur

Hernám

Júlí 1941 – Bandarískur óbreyttur hermaður, Robert C. Fowler, boðinn velkominn af óbreyttum Bretanum Gunner Harold Ricardi.

Árið 1941 var gerður sérstakur samningur milli Íslendinga, Breta og Bandaríkjamanna um að Bandaríkjamenn tækju við vörnum landsins á meðan ríkjandi ástand varði. Þetta var gert til að losa um breska hermenn, sem hér voru, og þörf var á vegna hernaðarátaka, m.a. í Norður-Afríku og Asíu. Bandarískir landgönguliðar flotans, United States Marines, voru fyrstu bandarísku hermennirnir sem stigu hér á land, 7. júlí 1941. Breski herinn rýmdi bragga og braggahverfi fyrir landgönguliðana svo þeir þurftu ekki að byrja á því að hírast í tjöldum eða leggja undir sig íþrótta- eða skólahús. Í kjölfar landgönguliðanna kom svo landherinn, U.S. Army. Brátt fóru Bretarnir að hverfa á brott og halda heim á leið, en Bandaríkjamönnum fór fjölgandi. Í lok desember 1942 voru um það bil 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi, sem höfðu aðsetur í um 300 kömpum víðsvegar um landið. Bandaríkjamennirnir ýmist fluttu inn í bresku kampana eða byggðu nýja. Í mörgum tilfellum breyttu þeir nöfnum bresku kampanna og gáfu nýju hverfunum nöfn.

Bandarískir kampar

Hernám

Camp-Hálogaland.

Það var nokkur munur á nafngiftum Breta og Bandaríkjamanna á kömpunum. Bretar eins og áður hefur komið fram leituðu til heimahéraða sinna, bæði eftir bæjar- og staðarnöfnum. Nafngiftir Bandaríkjamanna virðast allar tengdar hernaðarsögu þeirra og voru þau breytileg eftir því hver átti í hlut, landgönguliðið, flotinn, landherinn eða flugher landhersins.

Landgöngulið flotans, U.S.M.C., nefndi sína kampa eftir frægum stöðum þar sem þeir höfðu háð orrustur og má hér nefna:

Hernám

Camp Tripoli.

Tripoli Camp. Þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum landsins sameinuðu þeir tvo breska kampa vestur á Melum, þá Camp Camberley og Crownhill Camp, í einn og kölluðu hann Tripoli Camp. Camp Camberley var kallaður eftir bæ í Surrey á Suður-Englandi, sem er á milli Ascot og Farnbourough, en Crownhill er hinsvegar nafn á strandvirki við hafnarborgina Plymouth á Suður- Englandi. Árin 1801-1805 áttu Bandaríkjamenn í stríði við sjóræningja frá borginni Tripoli í Líbíu í Norður-Afríku.

Hernám

Camp Tripoli.

Camp Montezuma var uppi við Úlfarsfell þar sem Skyggnir er nú. Árin 1842-1847 áttu Bandaríkjamenn í stríði við Mexikó. Landgöngusveitir flotans tóku undir lok þess stríðs Þjóðarhöllina í Mexikóborg en hún mun standa á sama stað og höll Montezuma síðasta konungs Azteka, sem var drepinn 1520.
Bæði þessi nöfn koma fyrir í fyrsta erindi lofsöngs bandarísku landgönguliðanna:

The Marines Hymn:

From the halls of Montezuma
To the shores of Tripoli,
We fight our country’s battles
On the land as on the sea.
First to fight for right and freedom
And to keep our honor clean;
We are proud to claim the title of
United States Marines

Keflavíkurflugvöllur

Braggahverfi á sunnanverðu Keflavíkurflugvallasvæðinu.

Til gamans má geta þess að þegar landgönguliðarnir komu hér fyrstir bandarískra hermanna 7. júlí 1941 bættu þeir inn í lofsönginn þessu erindi:

Again in nineteen forty one
We sailed a northern course
And found beneath the Midnight Sun
The Viking and the Norse
This old Icelandic nation
We’ll defend by every means
And uphold the reputation
of The United States Marines

Camp Corregidor var vestan við Brautarholt á Kjalarnesi. Kampurinn var kenndur við síðasta vígi Bandaríkjamanna, sem féll í hendur Japana, á Filippseyjum í seinni heimsstyrjöldinni er var á eynni Corregidor í mynni Manilaflóa.

Hernám

Camp Tientsin ofan Úlfarsárdals.

Camp Tientsin var vestan við Úlfarsfell við Leirtjörn, sem landgönguliðarnir kölluðu Tientsin Lake. Tientsin þýðir bókstaflega „Hið himneska vað“ en það er nafn á hafnarborg í Kína sem stendur við Hai Ho fljót og er um 56 kílómetra inni í landi frá Bo Hai flóa. Þessi staður kom mjög við sögu í hinu svokallaða Boxarastríði árið 1900 þegar fjölþjóðlegur her lenti þar og marseraði til Peking (Beijing) til að leysa sendiráð vestrænna ríkja úr umsátri sem stóð í 55 daga. Fjölmennasti herinn var úr landgönguliði bandaríska flotans eins og svo oft áður.

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).

Kampar flotans voru víða en hér er aðeins getið um tvo þeirra:

Camp Bunker Hill. Í þessum kampi voru aðalstöðvar flugdeildar bandaríska sjóhersins og strandvarna eða „coastal artillery“. Kampurinn var sunnan við Bústaðaveg, nánast þar sem brúin yfir Kringlumýrarbraut er nú. Bunker Hill er algengt í bandarískri hernaðarsögu og hefur fylgt bandaríska hernum nánast hvar sem hann hefur haft herstöðvar eða átt í hernaðarátökum. Nafnið kemur frá samnefndum stað við Boston í Massachusetts, þar sem frelsisher Bandaríkjanna háði sína fyrstu stórorrustu gegn breska hernum 17. júní 1775.

Herkampur var í Urriðaholti, nefndur Camp Russel.

Camp Russel

Kamp Russel – kort.

Tveir kampar voru í Garðaholti, Camp Gardar og Camp Tilloi. Þá var loftskeytastöð á Álftanesi; Camp Jörfi. Kampabyggðin í Hafnarfirði þjónaði m.a. varðstöðu á Ásfjalli og nálægum svæðum. Hvaleyrarkampur annaðist varnir við innsiglinguna í Hafnarfjörð.

Á Garðaholti er skilti með upplýsingum um herkampana Camp Gardar og Camp Tilloi, sem þar voru þar á stríðsárunum. Í texta á skiltinu segir: “Sumarið 940, í beinu framhaldi af hertöku landsins, hóf breski herinn varnarviðbúnað með ströndinni frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði og einnig á helstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og austan þess. Fótgöngulið sem gætti strandlengjunnar á Álftanesi, kom sér fyrir á austanverðu Garðaholti og stórkostaliðsflokkur setti þar upp tvær stórar loftvarnarbyssur. Á Garðaholti og beggja vegna Garðaholtsvegar, sem breski herinn lagði upphaflega, má sjá ummerki eftir hersetuna.

Hernám

Camp Knox.

Camp Knox var við Kaplaskjól, milli Reynimels, Kaplaskjólsvegar og Hofsvallagötu, nánast á svæði Sundlaugar Vesturbæjar. Þar var aðsetur bandaríska sjóhersins á Íslandi. Þetta er einn þekktasti kampurinn í sögu Reykjavíkur. Hann var nefndur eftir Frank Knox, sem var flotamálaráðherra 1940–1944 eða í seinni stjórn Franklín D. Roosvelts forseta. Hann barðist á Kúbu í liði Theodor Roosvelts í spánsk-ameríska stríðinu 1898 og síðar í Frakklandi, í fyrri heimsstyrjöldinni.

Hernám

Í Camp Knox um 1960.

Í Camp Knox var öllum sjóliðum bandaríska flotans, sem höfðu orðið skipreika og bjargað, komið fyrir til aðhlynningar. Skipreika menn úr kaupskipaflotanum voru hinsvegar hýstir í Camp Caledonia, er var betur þekktur sem Múlakampur. Hann var vestan við Suðurlandsbraut, á móts við Múla, en nú má miða við Laugardalshöllina þar sem Múli er horfinn.

Landherinn kenndi marga af sínum kömpum í og við Reykjavík við fræga hershöfðingja úr sinni sögu:

Camp Pershing, sem fjallað er um hér að framan, var kenndur við John J. Pershing, sem var yfirhershöfðingi bandaríska hersins í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni.

Hernám

Kampar í Reykjavík og nágrenni.

Camp Sheridan var rétt norðan við Bráðræði, milli Seilugranda og Frostaskjóls.
Sheridan er nafn á einum frægasta hershöfðingja norðanmanna í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum 1861-1865. Er honum jafnað við hershöfðingjana Grant og Sherman.
Camp MacArthur var í Mosfellssveit og var kenndur við Douglas MacArthur einn frægasta hershöfðingja Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni.
Flugdeild landhersins, „U.S. Army Airforce“, nefndi nokkra af sínum kömpum og flugvöllum eftir flugmönnum, sem látist höfðu af slysförum.

Meeks Camp var við Meeks Field, sem seinna hlaut nafnið Keflavíkurflugvöllur.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Kampurinn og flugvöllurinn var kallaður eftir fyrsta bandaríska herflugmanninum sem fórst á Íslandi, George Meeks. Það gerðist fyrir hádegi 19. ágúst 1941. George Meeks var að koma á orrustuflugvél sinni inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli, frá norðri. Hermaður mun hafa hjólað út á flugbrautina og flugmaðurinn þá fengið merki um að taka upp aftur. Hann var í lágflugi. Í stað þess að halda áfram í beinni stefnu eftir brautinni þá beygði hann til vinstri með þeim afleiðingum að hann flaug á loftnetsvírstreng, sem var strengdur á milli tveggja mastra. Annað mastrið brotnaði og hluti af öðrum væng vélarinnar. Vírdræsa vafðist um skrúfu vélarinnar og hún steyptist stjórnlaus í Skerjafjörðinn við Nauthólsvík. Flugmaðurinn mun hafa látist samstundis.

Hernám

Kampur í Nauthólsvík – Camp Kwitcherbelliakin.

Eitt undarlegasta nafn á braggahverfi, sem hér var, var Camp Kwitcherbelliakin (Quit-Your-Belly-Aching), sem mun þýða „hættu þessu nöldri“. Þessi kampur tilheyrði flugdeild bandaríska sjóhersins og var staðsettur við Nauthólsvík. Yfirmaður flugdeildarinnar, Dan Gallery kapteinn, var um margt sérstakur maður en nafngift kampsins er hans. Hann varð frægur fyrir stjórn á töku þýsks kafbáts, U-505, 4. júní 1944, en þá var hann kapteinn á flugmóðurskipinu USS Guadalcanal. U-505 er nú sýningargripur í Chicago. Dan Gallery varð síðar aðmíráll. Eftir heimsstyjöldina skrifaði hann nokkrar greinar í Saturday Evening Post um reynslu sína á stríðsárunum, m.a. um dvöl sína á Íslandi. Það er ekki hægt að segja að hann hafi skrifað neitt jákvætt um landið eða dvölina hér.

Íslensk kampanöfn

Hernám

Camp Leynimýri.

Bretar og Bandaríkjamenn gáfu nokkrum kömpum íslensk nöfn eða höfðuðu til íslenskra staðhátta. Verður nokkurra þeirra getið hér:

Camp Leynimýri var á svæðinu við Bústaðaveg þar sem Veðurstofa Íslands er.
Camp Fossvogur var þar sem Nesti í Fossvogi er nú.
Camp Ártún var við bæinn Ártún í Elliðaárdal.

Hernám

Camp Hálogaland – Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og
var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks
í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn,
þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig
íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð.
Skálinn var rifinn árið 1970.

Camp Hálogaland var kenndur við samnefndan bæ og var á svæðinu sem markast af Suðurlandsbraut, Skeiðarvogi og Gnoðarvogi.
Camp Langholt var austan við Langholtsveg rétt við Skeiðarvog.

Herskóla Camp var þar sem hús Landssímans er við Suðurlandsbraut. Margir kölluðu þennan kamp „Herskálakamp“ það mun hafa komið til af því hve orðin herskóli og herskáli eru lík í framburði. Þarna ráku Bretar herskóla sem mun hafa verið sá fyrsti í seinni heimsstyrjöldinni, sem kenndi vetrarhernað.
Laugarnes Camp var á samnefndu svæði norðaustan við Kirkjusand.
Camp Defensor var við samnefnt hús við Borgartún; Balbo Camp nefndur eftir Balbo, ítalska flugkappanum, en kampurinn var uppi á hæð norðan við Vatnagarða og austan við Kleppsveg (Sæbraut).

Elliðaárdalur

Camp Ártún.

Camp Ingolfs var við Ingólfsstræti þar sem Hallveigarstaðir eru nú; Camp National Theatre, þetta var kampur við Þjóðleikhúsið.
Stadium Camp var við gamla íþróttavöllinn á Melunum eða Melavöllinn þar sem Þjóðarbókhlaðan er.
Camp Tower Hill var vestan við Sjómannaskólann og fékk nafnið af vatnstankinum sem þar er.

Eftirtaldir þrír kampar voru allir á Kjalarnesi og voru við þá staði, sem þeir eru kenndir við:

HernámCamp Arnholt (Arnarholt).
Camp Brautarholt.
Camp Saurbær, sá kampur var upp við þjóðveginn en ekki niður við kirkjustaðinn.

„Örnefni“
Bretar og Bandaríkjamenn áttu oft í mesta basli við að bera fram íslensk staðarnöfn og gripu þá til þeirra ráða að nefna staði enskum eða bandarískum nöfnum eftir því sem hentaði. Það virðist samt svo að Bretar hafi verið duglegri við þetta, að minnsta kosti í Reykjavík. Verður hér getið örfárra staða, sem hlutu þessi örlög.

Álftanes:
Bless Bay (Bessastaðatjörn); Deilit (Deild); Spidnholt (Sviðholt); Bottle Neck Bay (Skógtjörn) og Lamb Bay (Lambhúsatjörn).

Hernám

Eftir heimsstyrjöldina 1939 til 1945 stóðu borgaryfirvöld í Reykjavík frammi fyrir miklum húsnæðisvanda. Fólki fjölgaði ört og fjöldi flutti til borgarinnar af landsbyggðinni í von um betra líf. Uppbygging húsnæðis hafði verið hæg og ekki gert ráð fyrir þeim fólksflutningum sem hafinn var. Eitt neyðarráð borgarinnar kom þó upp í hendurnar á henni við lok styrjaldarinnar og var óspart notað. Á styrjaldarárunum byggðu Bretar og einkum Bandaríkjamenn mikinn fjölda hermannaskála eða bragga víðs vegar um landið til að hýsa þann mikla fjölda hermanna sem hingað kom á stríðsárunum. Þessir skálar mynduðu oftast þyrpingar eða hverfi sem kölluð voru kampar sem dregið er af enska orðinu camps. Í Reykjavík voru reist um 80 braggahverfi með hátt í sex þúsund bröggum. Stærsti bragga-kampurinn í Reykjavík var í Vesturbænum, kallaðist Kamp Knox og stóð á svæðinu milli Kaplaskjólsvegar og Hofsvallagötu þar sem Hagamelur og Grenimelur eru í dag. Kampurinn var fyrst og fremst svefnstaður hermanna en nokkur þjónusta varð til í kringum þessa byggð. Höfuðstöðvar bandaríska setuliðsins voru staðsettar í Camp Knox á stríðsárunum. 2300 íbúar í 543 bröggum Við stríðslok 1945 hurfu hermennirnir á braut og braggarnir stóðu auðir eftir. Í húsnæðisneyðinni gripu borgaryfirvöld til þess ráðs að kaupa bragga af Bandaríkjamönnum til að leigja efnalitlu fólki. Árið 1947 keyptu borgaryfirvöld Camp Knox fyrir 415 þúsund krónur. Í fyrstu var litið á þetta sem skammtímalausn á ört vaxandi húsnæðisvanda en raunin varð allt önnur. Braggalausnin varð mun lífseigari en til stóð. Í september 1944 bjuggu um 800 Reykvíkingar í bröggum og rúmum áratug síðar eða árið 1955 bjuggu 2300 bæjarbúar í 543 bröggum. Taldi Camp Knox þá 165 skála, stóra og smáa. Að geta fengið inni í bragga var skárra en ekkert. Braggarnir í Camp Knox voru notaðir undir leiguhúsnæði allt til ársins 1966 eða í nær tvo áratugi.

Arnarnes og austan við það:

Puffin Bay (Arnarnesvogur); Puffin Point (Arnarnestá), þetta getur aðeins þýtt það að þarna hafi verið eitthvað um lunda; Gala Hill (Hnoðraholt) og Hawick Hill (Selhryggur). Hawick er bær i Skotlandi rétt norðan við landamæri Englands og Skotlands. Nafnið kemur trúlega þaðan.

Kópavogur:
Hilton Road, lá frá Hafnarfjarðarvegi næst Kópavogslæk eða þar sem Fífuhvammur er nú. Hilton Flats, Smárinn eða flatirnar þar sem íþróttasvæði Kópavogs er nú.

Reykjavík:
Baldurshagi Hill, þ.e. Breiðholtshvarf, en Baldurshagi Hill var kallað svo eftir Camp Baldurshagi, sem var þar sem nú er skeiðvöllurinn austan við Elliðaár.

Consul Point. Klettarnir sem voru fyrir norðan Höfða en á þessum tíma hafði ræðismaður Breta aðsetur í Höfða.

Howitzer Hill eða Fallbyssuhæð. Bretar kölluðu Öskjuhlíðina Howitzer Hill en þar höfðu þeir komið fyrir fjölda fallbyssna auk vélbyssna til varnar flugvellinum. Það má enn sjá skotbyrgi eða vélbyssuhreiður á Howitzer Hill frá þessum tíma.

Park Lane Road. Njarðargata frá Hringbraut suður að þar sem nú er Skerplugata. Það er nokkuð augljóst að nafnið kemur frá Hljómskálagarðinum.

Tower Hill Road. Þessi gata lá frá vatnsgeyminum við Sjómannaskólann, til austurs yfir þar sem nú er Álftamýrin og allt austur að Elliðaám. Gatan var betur þekkt meðal Íslendinga sem Sogavegur.

Wellington Road eða Kringlumýrarvegur. Nafnið kemur frá herdeildinni Duke of Wellingtons Regiment, sem hér var. Vegurinn lá rétt frá mótum Laugavegar og Suðurlandsbrautar eða rétt vestan við þar sem Kringlumýrarbrautin var síðar lögð og suður að að Bústaðavegi.

Lokaorð

Hernám

Winston Churchill heimsótti Ísland 16. ágúst 1941 á heimferð sinni í sögulegri heimsókn til Roosevelt forseta Bandaríkjanna. Hér skoðar hann hervörð í Reykjavík. 

Hér hefur verið stiklað á stóru um sérstakt efni og í rauninni merkilegan þátt í sögu hernáms og hersetu Íslands 1940-1945. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn. Það sem hér hefur verið skráð er hreint ekki tæmandi og margt er enn hulið. Smátt og smátt bætast þó við nýjar upplýsingar, sem fylla í skörðin, og vonandi kemur að því áður en mjög langt um líður að nokkuð heildstæð mynd skapist um þetta efni.

Sjá nánar Eggert Þór Bernharðsson: Undir bárujárnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940–1970. JPV Forlag. Reykjavík 2000.“

Heimild:
-https://arnastofnun.is/is/utgafa-og-gagnasofn/pistlar/kampanofn-og-ornefni-tengd-hersetu-islandi-1940-1945
Hernám

Mosfellsbær

Þegar leitað er efnis um Mosfellsbæ má finna ágætt upplýsingakort af því helsta sem sveitarfélagið býður upp á hvað varðar útivist og sögulegan fróðleik:

Mosfellsbær – sveit með sögu

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, að sunnanverðu af Kópavogi og að vestanverðu af Reykjavík. Í aldanna rás hét sveitarfélagið Mosfellshreppur og náði allt að Elliðaám fram á 20. öld en 9. ágúst 1987 lauk langri sögu hreppsins og Mosfellsbær varð til.  [Mosfellssveit náði framan af að Elliðaám. Öll braggabyggð austan Elliðaáa var því í Mosfellssveit – SH].
Sögu byggðar í Mosfellssveit má rekja aftur á landnámsöld þegar Þórður skeggi og Vilborg Ósvaldsdóttir námu land milli Leirvogsár og Úlfarsár. Þau bjuggu á Skeggjastöðum en „frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi,“ segir í Landnámu.

Mosfellsbær

Lágafell – Þarna er viðbygingin sem hýsti m.a. Lestarfrélagið.  Þinghúsið er ekki risið.
Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.

Allt fram á síðari hluta 19. aldar ríkti kyrrstætt bændasamfélag í Mosfellssveit, líkt og annarsstaðar á Íslandi. Sveitin var að vísu í þjóðbraut því um hana lágu leiðir til Vesturlands, Þingvalla og austur fyrir fjall. En íslenskir bændur voru ekki alltaf að flýta sér til móts við nútímann og þegar fyrsti hestvagninn sást í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld töldu menn að eigandinn væri genginn af göflunum!
Kringum aldamótin 1900 varð félagsleg vakning í Mosfellssveit, ýmis félög voru stofnuð, til dæmis lestrarfélag, kvenfélag og ungmennafélag. Smám saman urðu atvinnumálin einnig fjölbreyttari: Ullarverksmiðjan á Álafossi tók til starfa árið 1896 og fyrsta gróðurhús landsins var byggt á Reykjum árið 1923. Mikinn jarðhita er að finna í Reykjahverfi og Mosfellsdal og vagga íslenskrar ylræktar stóð í Mosfellssveit.
Mosfellssveit og þegar þeim lauk voru yfirgefnir hermannabraggar meðal annars nýttir undir starfsemi Reykjalundar sem tók þá til starfa.
Allt frá stríðslokum hefur verið mikil fólksfjölgun í sveitarfélaginu, fyrsta stóra stökkið í þeim efnum varð á 8. áratugnum og nú búa meira en átta þúsund manns í sveitinni milli fellanna þar sem fjölbreytt náttúra og áhugaverð saga haldast í hendur.

Hernámsárin

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum. Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi. Braggahverfi, svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur. Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.
Norðvestan við Hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einnig voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði. Braggabyggðin við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.

Stekkur

Helgafell

Helgarfell – stekkur í Stekkjargili.

Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.
Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðurfar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekjan þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.

Helgafell
Helgafell
Helgafell rís 216 metra yfir sjávarmáli og þeir sem ganga á fjallið verða verðlaunaðir með góðu útsýni yfir Mosfellsbæ og Sundin blá. Efst á fellinu má sjá rústir af varðbyrgi frá hernámsárunum og vestan fjallsins eru leifar fjöruborðs, í 55 metra hæð yfir sjávarmáli, sem skýrist af því að eftir að ísaldarjökullinn tók að hopa fyrir um 10.000 árum gekk sjór inn á láglendið í Mosfellssveit.
Algengasta gönguleiðin á Helgafell hefst á svonefndum Ásum við Þingvallaveg. Leiðin liggur framhjá tveimur steyptum vatnstönkum frá hernámsárunum sem voru notaðir til að miðla köldu vatni í stórt sjúkrahúshverfi sem reis á Ásunum og nefnt var Helgafell Hospital.

Helgafell

Helgafell – Stekkjartjörn (loftmynd).

Göngusneiðingur liggur upp fjallið að vestanverðu og þar sem lagt er á brattann er smálaut sem er leifar af lítilli gullnámu frá því snemma á 20. öld. Forsaga málsins er sú að skömmu eftir aldamótin 1900 tóku menn að gera sér vonir um að finna gull í Mosfellssveit, einkum við Seljadalsá í suðurhluta sveitarinnar. Þegar bóndinn á Reykjum auglýsti jörð sína til sölu árið 1911 skrifaði hann í blaðaauglýsingu: „Reykjaland liggur meðfram Þormóðsdals landareign að norðan, og stefnir gullæðin þar á það mitt. Líka kvað hafa fundist gull í næstu landareign að norðan í líkri stefnu (Helgafelli).“ Engar frekari sögur fara af gullinu í Helgafelli.

Reykir

Mosfellsbær – herseta á Reykjum.

Árið 1942 voru reistar spítalabúðir í landi Suður­Reykja,­ þar sem Reykjalundur er í dag. Spítalinn hóf starfsemi með 250 sjúkrarúmum í októbermánuði,­ en hafði rými fyrir 550 sjúklinga í neyðartilvikum. Álafoss Hospital var aðeins starfræktur í eitt ár en starfsemin þá flutt í Helgafell Hospital vegna fækkunar í herliðinu. Reykjabændur,­ þeir Bjarni Ásgeirsson og Guðmundur Jónsson,­ voru leigusalar lóðarinnar til hersins. Flestir braggarnir voru fljótlega fjarlægðir en S.Í.B.S. keypti lóðina og hóf starfsemi sína m.a. í þeim sem eftir stóðu og voru í notkun fram á sjöunda áratuginn.

Sjá upplýsingaskilti Mosfellsbæjar HÉR og HÉR.

Mosfellsbær

Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.

Lækjarskóli

Braggar og herminjar
U.þ.b. 12.000 braggar voru byggðir af Bretum og Bandaríkjamönnum á stríðsárunum og um 1000 hús úr timbri og steinsteypu fyrir eldhús og böð.

Hafnarfjörður

Langeyri – leifar bragga.

Átta mánuðum eftir að herir Hitlers gerðu innrás í Pólland 1939 urðu Íslendingar varir stríðsins með beinum hætt. 10 maí 1940 fylltist landið Breskum hermönnum og hófu að koma sér fyrir í einföldu húsnæði sem við þekkjum sem bragga. Hafnarfjörður fór ekki varhluta af þessari innreið hermannanna frekar en önnur bæjarfélög landsins og voru þessir braggar niðursettir hér og hvar í bænum þó höfundi því miður sé ekki kunnugt hvar né heldur hafi undir höndum haldgóðar heimildir um staðsetningu bragganna í bænum. Sem gaman væri. Það í sjálfu sér breytir ekki staðreyndinni að í bænum voru herbraggar svipaðrar gerðar og annarstaðar þekktist. Breska og bandaríska herliðið reisti alls um 12.000 bragga af öllum stærðum og gerðum í landinu auk um 1.000 smærri bygginga úr timbri og steini sem einkum þjónuðu sem eldhús og böð.

Urriðaholt

Langeyri – herminjar.

Þó vissulega megi víða sjá ummerki veru Breskra og síðar Bandarískra hermanna á Íslandi er flest samt horfið og mönnum hulið. Bestu vaðveitu braggaminjarnar á Íslandi eru í Hvalfirði í eigu Hvals hf sem hann lengi hefur notað fyrir starfsfólk sitt á hvalvertíðum.
Til að mynda var því alltaf haldið fram að á lóðinni bak við húsið Kóngsgerði, Hellisgata 15, áður Kirkjuvegur 19, hafi verið herbraggi, eða braggar, sem hermenn bjuggu í á stríðsárunum á Íslandi þó engin ummerki væru um þá í tíð höfundar á þessum stað.

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Á svokölluðum Einarsreit við Strandgötu voru nokkrir svona herbraggar. Einnig var við Vesturkot á Hvaleyri niðurgrafið manngengt byrgi sem hægt var að komast niður í á einum stað. Byrgið vísaði til vesturs og gátu hermennirnir sem þar voru fylgst náið með skipa- og bátaumferð og byrgið reist í þeim tilgangi. Byrgi þetta varð síðar eitt af leiksvæðum hvaleyskra krakka sem bjuggu þar á sjötta áratugnum. Og þá vitaskuld umbreyst í árvökula hermenn og herkonur sem létu ekkert markvert fara framhjá sér sem á sjónum í kring gerðist og flaut. Byrgið vísaði til vesturs og var ágætlega staðsett til að fylgjast með báta- og skipaferðum. Hvort byrgi þetta sé enn þarna veit höfundur ekki en dregur stórlega í efa að svo sé. Herbröggunum var “ dritað niður “ hvar sem slíku var við komið og að minnsta kosti í Reykjavík risu sérstök braggahverfi þó ekki hafi höfundur heyrt á þau minnst um Hafnarfjörð.

Vífilsstaðir

Flóttamannavegur við Camp Russel á Urriðaholti.

Flóttamannavegur ofan við Hafnarfjörð er ein herframkvæmdin og kostuð af hernámsliðinu til að koma því undan innrás Þjóverja, ef af yrði, sem menn auðvitað vissu ekki hvort gerðist. Við veglagninguna vann líklega fólk frá Hafnarfirði. Flóttamannavegur er enn ekin og nú búið að leggja bundnu slitlagi og bæta hér og þar. Frá fyrstu tíð hefur vegurinn verið talsvert notaður. Flóttamannavegur er einn minnisvarði merkilegs tímabils í merkilegri sögu Hafnarfjarðar.

Kolakynding

Kol

Kolakynding.

Reikna má með að allir sem eitthvað þekkja til Hafnarfjarðar hafi heyrt getið Gúttós Suðurgötu 7. 17 desember 1886, er hús Góðtemplara í Hafnarfirði var vígt, var haft eftir, líklega hafnfirðingi, að byggingin gæti rúmað alla hafnfirðinga í einu. Salur hússins tók 300 manns og yfirlýsing manneskjunnar ekki út í bláinn. Íbúatala Hafnfirðinga árið 1886 er 400 manneskjur. Gúttó er vegleg bygging og ekkert undarlegt þó vakið hafi umtal. Ekki svo að skilja að önnur hús hafi ekki líka verið vegleg en talsvert minni og sum smá með mörgum manneskjum í. Þess skal þó getið að hús hafnfirðinga voru í engu öðruvísi húsum annarra landsmanna á þessum tíma.
Gúttó var til að byrja með klætt viðarborðum á hliðum og asfaltsteinpappa á þaki sem síðar var skipt út fyrir bárujárnsplötur á bæði þak og hliðar. Gúttó er fyrsta hús Góðtemplara sem félagið reisti undir starfsemi sína í landinu.

Jóhannes Reykdal

Í heimildum um húsið segir að einn ofn hafi verið til upphitunar og staðsettur í salnum. Vísað er á kolaofns og ekki annað að sjá að en að hafi verið eina upphitun þessa mikla húss. Jóhannesi Reykdal reisti árið 1904 rafstöð eftir að hafa virkjað lækinn í Hafnarfirði. 12 desember sama ár lagði Jóhannes við annan mann rafstreng inn í 15 hús sem eftirleiðis nutu góðs af raflýsingu frá rafstöðinni á Hörðuvöllum. (Var þessi rafstöð Reykdals kannski staðsett neðan við brúnna við Austurgötu? Minnir að hafa heyrt það, án þess að fullyrða neitt um.)  Tvö þessara fimmtán húsa sem nutu rafljósanna var Gúttó og Barnaskólinn, ekki Lækjarskóli, ásamt fjórum götuljósum. Þeim fyrstu í Hafnarfirði.
Á þessum tíma er hitun húsnæðis fengin með kolum og þurfti að tendra eld í sérstakri kolamaskínu. Einkennismerki kolatímabilsins voru allir þessir skorsteinar á þökum húsa spúandi upp kolsvörtum kolareyk. Seinna komu skorsteinarnir sér vel er sjónvarpsvæðingin hélt innreið inn í bæinn með öllum sínum sjónvarpsgreiðum sem allar þurftu trausta festingu. Þá hafði kolaupphitun sumpart vikið fyrir olíukyndingu sem höfundur veit ekki hvenær hófst en veit þó að árið 1970 eru enn allmörg hús í bænum kynnt upp með þessum kolum, ef marka má frétt sem greinir frá að eftir að „Kol og Salt“ lagði upp laupanna, skyndilega að því er virðist, hafi visst ófremdarástand skapast. Þá nefnilega hættu Hafnfirðingar, þeir sem enn notuðu kol, að fá þau send heim til sín og þurftu eftirleiðis sjálfir að sækja sér til Reykjavíkur. Og sumir bíllausir. Eina sem bíllaus gat gert, oft gamalt fólk, var að kaupa akstur sendibíls og láta sækja fyrir sig kolin. Í fréttinni kemur fram að líklega sé hitunarkostnaður íbúðarhúsa orðin sá dýrasti sem í boði sé ef kynnt er með kolum.
Þó ekki muni höfundur hvenær Hellisgata 15, Kóngsgerði, heimili höfundar frá 1959-1976, fékk sína olíukyndingu mann hann samt vel eftir kolakyndingunni í kjallaranum þar, fullum kolapokum, kolamokstri og hreinsun kynditækis sem fylltist sóti og þurfti að losa til að stíflast ekki. Og væntanlega muna margir hafnfirðingar eftir Inga blessuðum sótara sem öðru hvoru kleif stiga upp á þök hafnfirskra húsa og renndi kústi niður strompa og sást aldrei öðruvísi en sótsvartur frá hvirfli til ylja?

Lækjarskóli

Lækjarskóli

Lækjarskóli.

Bygging Lækjarskóla var talin fullkomnasta barnaskólabygging í öllu landinu. Hafði smíði hússins þá kostað 200,921 krónu og 49 aura og samanstóð af þrem kennslustofum og rúmgóðum göngum. Strax í upphafi var gert ráð fyrir stækkun hússins og ráðist í hana 1945 og 1946 og henni lokið haustið 1947 á 20 ára afmæli skólans. Með viðbyggingunni bættust fimm nýjar kennslustofur við. 1959 var byggt við fimmleikahús skólans. Við sjáum að Hafnfirðingar hafa á ýmsum stöðum fyrstir riðið á vaðið og ekki bara um útgerð togara heldur á ýmsum öðrum sviðum líka.

Lækjarskóli

Lækjarskóli.

Frá upphafi hafði Lækjarskóli einvörðungu verið barnaskóli en frá árinu 197o voru einnig 1. og 2. bekkir unglingadeildar þar, og var fyrsta unglingaprófið tekið 1971.

Þorgeir Ibsen

Þorgeir Ibsen.

Í frétt um atburð þennan í október 1977 kemur fram að formaður fræðsluráðs Hafnafjarðar hafi afhent Þorgeiri Ibsen skólastjóra leyfi sem heimilaði viðbótarstækkun við skólann og að skóflustunga hafi verið tekin “ Vegna brýnnar þarfar, “ eins og sagt var, sem höfundur minnist ekki að hafi orðið af og veltir því fyrir sér hvort hætt hafi verið við framkvæmdina og hvar sú viðbygging þá sé? Þekkir reyndar ekki hvenær ákvörðun var tekin af bæjaryfirvöldum um byggingu nýja Lækjarskóla. En markmiðið með viðbótinni á sínum tíma var að færa 9. bekk sem á þessum tíma var í Flensborg niður í Lækjarskóla. Og fylgdi með í fréttinni: „Verður Lækjarskóli þá fullkominn grunnskóli.“

Þorgeir Íbsen sem lengi var skólastjóri í þessum skóla og nemendur eiga margar góðar minningar um rakti sögu skólans á þessum merku tímamótum.
En allt hefur sinn tíma og er gamli Lækjarskóli í dag ekki notaður sem barnaskóli heldur fræðasetur og annað skólahús, með sama nafni, risið við Hörðuvelli. Ennþá er „Sá gamli“ eins útlítandi eins og við flest munum hann og rennur lækurinn fyrir framan með sínum öndum líkt áður gerðist. Líka er ánægjulegt til þess að vita að starfsemi sé í húsinu. Allavega öðru hvoru, eftir því sem höfundur best veit.

Sundhöll Hafnarfjarðar vígð 1943

Sundlaug

Sundlaug Hafnarfjarðar fyrrum – Hallsteinn Hinriksson kennir sund í fjörunni neðan núverandi Sundhallar Hafnarfjarðar.

Hið mikla mannvirki Sundlaug Hafnarfjarðar var vígð 1943. Laugin var útilaug sem sjór var notaður í sem áður hafði verið hitaður upp í þar til gerðum upphitunarbúnaði. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn og fjölmenni sem kom saman í hrauninu bak við húsið. Stundin hefur áreiðanlega vakið verðskuldaða athygli í þessum fyrrum stórtæka útgerðarbæ Hafnarfirði sem um margt reið á vaðið í framkvæmdum.
Lengi hefur heitt vatn runnið úr iðrum jarðar. Um 13 laugar er vitað að voru til og að minnsta kosti ein enn við lýði. Snorralaug í Reykholti og sú fyrsta sem getið er um.
Að vísu urðu hafnfirðingar ekki fyrstir til að reisa alvöru sundlaug fyrir sitt fólk. Reykvíkingar voru nokkrum árum á undan með Sundhöll Reykjavíkur. (Fyrsta steypta sundlaugin reis í Laugardal “ við Reykjavík „, eins og stendur í heimildum, 1908.) Sundhöll Reykjavíkur er vígð 23 mars 1937 og kostaði 650 þúsund krónur.

Sundhöll Hafnarfjarðar

Sundhöll Hafnarfjarðar.

Sex árum síðar, 1943, er í Hafnarfirði vígð 25 metra útilaug sem upphitaður sjór er notaður í sem mikill og fullkominn tækjabúnaður inn í húsinu sjálfu sá um að velgja og gera laugargestum sundsprett sinn þægilegri. Sundlaug þessi var fyrsta sundlaugin sem reis í Hafnarfirði og stendur enn á sama stað, Krosseyrarmölum. Verkið gerist á miðjum stríðsárunum með alla þá óvissu í lofti sem þeim fylgdi. Byggingin, held ég, tafðist vegna stríðsins en samt haldið áfram þó hægar gengi uns verkslokin blöstu við 1943, eins og áður segir. Þetta fær sagt okkur allmikið um hug manna sem gerðu sér grein fyrir mikilvægi byggingarinnar að hún þyrfti að tilheyra bæjarfélaginu og nýtast því Undir sundkennslu, að dæmi sé tekið. Margt bendir til að menn hafnfirskir hafi horft töluvert fram á veginn með sumt og verið tilbúnir fyrir margt á sviði framkvæmda.
Hafnarfjörður1953 var sundlaug Hafnarfjarðar umbylt og stórlega endurbætt er byggt var yfir hana.
Hvenær menn hættu að notast við sjó veit höfundur ekki en veit þó að í áratugi var notast við heitt vatn sem í fyrstu var, eins og sjórinn, hitað upp í tönkum og veitt þaðan út í laugina.
Hvort vatnstankarnir voru kyntir upp með kolum, olíu eða rafmagni veit höfundur ekki heldur um en getur sér þess til að jafnvel öll þessi efni hafi þjónað tilgangi á undan hitaveitunni sem lögð var í húsið eftir 1970, er það ekki rétt?, og önnur hús í bænum sem leysti olíukyndinguna og olíubílanna af hólmi sem og leystu kolinn af og er saga út af fyrir sig sem gaman væri að skoða.
Og hver mann ekki eftir skiltinu í sturtuklefa Sundhallar Hafnarfjarðar sem minnti laugargesti á að fara sparlega með heita vatnið og sápa sig með skrúfað fyrir krananna?

Togarinn Maí árið 1960

Maí

Togarinn Maí GK 346, fánum prýddur á Hafnarfirði. Lítill vélbátur [dráttarbátur] við hlið hans. Suður-kaupstaðurinn í baksýn.

18 maí 1960. Togarinn Maí GK 346 kemur í fyrsta sinn inn til Hafnarfjarðar. Sjá má mikinn mannfjölda taka á móti skipinu.
Engum blöðum er um það að fletta að mikil breyting hafi átt sér stað um alla umræðu þegar menn voru betur tengdir uppruna sínum og vart til sá maður íslenskur sem ekki vissi hvaðan peningurinn kom að var beintengdur sjónum, sókn báta og togara og mikilvægi sjómannastéttarinnar í landinu. Og auðvitað líka útgerðar og útgerðarmannanna.
Þetta má vel sjá með því að glugga í gömul blöð og lesa skrif blaðamanna sem þá voru við störf á dagblöðunum hve þeir voru vel með á nótunum og fjölluðu um þessu mál með greinilegum áhuga á verkefninu.
Og af hverju skrifa þeir eins og þeir skrifa. Svarið er augljóst. Þeir vildu það sjálfir og þjóðinni fýsta að heyra um málið og fá fréttir af skipum, aflabrögðum, gangi veiðanna, sölum togaranna á erlendri grund á haustin, sem var svona tími siglinganna, og ýmsu því sem tengdist sjó- og sjósókn.

Maí

Togarinn Maí.

Engan þarf í skjóli svona upplýsinga að undra móttökurnar sem sjá má af komu nýsköpunartogaranna og svo stóru 1000 tonna síðutogaranna Þýskbyggðu er þeir fánum prýddir sigldu til sinna heimahafna 1960.
Sjálfur var höfundur, þá sex ára gamall, viðstaddur komu togarans Maí GK 346 ásamt foreldrum sínum og mann vel eftir því er reisulegt skipið sigldi milli gamla hafnagarðsins og þess nýja og tók stefnuna á bryggjuna sem kölluð var “ Gamla bryggja “ í bænum og lagðist þar. Á bryggjunni var grúi manna, kvenna og barna að vart rúmaðist þar fleira fólk.
Hvort allir viðstaddir fóru í siglinguna sem boðið var upp á út á flóann veit höfundur ekki en mann vel eftir talsvert stórum hópi fólks um borð.
Viðbrögð hafnfirðinga við komu togarans er ágætt merki til okkar um þennan áhuga bæjarbúa og hve menn almennt voru vel með á nótunum í þann tíð.
Í dag er þetta ekki svona. Án þess að lagt sé neitt mat á það hvort sé gott eða slæmt. Aðeins bent á staðreyndina um að hugsunin sé orðin önnur.
Skoðum tvær umfjallanir úr gömlu dagblaði tengd komu togarans Maí GK 346.
„Alþýðublaðið 13 maí 1960: Maí GK gekk 16, 2 m. í reynsluferð.
„Maí, nýi togarinn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og jafnframt stærsti togarinn, sem byggður hefur verið fyrir íslendinga, kemur væntanlega til heimahafnar næstkomandi miðvikudag.

Maí

B/V MAÍ GK 346, stálskip, 982 brt., smíðað í Bremerhaven í Þýskalandi 1960, eigandi Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, Hafnarfirði. Seldur til Noregs. Strikaður út af skipaskrá 16.5. 1977. (Skrá yfir íslenzkt skip 1965, bls. 28-29, sama rit 1978, bls. 253).

Í gærmorgun barst Bæjarútgerðinni skeyti frá Bremerhaven, sem í segir meðal annars: Reynsluferð lauk kl. 18 í dag (miðvikudag). Allt í óaðfinnanlegu lagi. Ganghraði í reynsluferð 16,2 mílur.“
Kristinn Gunnarsson forstjóri er nú í Bremerhaven og mun taka formlega við Maí í dag.
Togarinn leggur af stað til Hafnarfjarðar á morgun, laugardag.
Alþýðublaðið 18 maí 1960. – Maí kemur í dag.
Í dag kemur stærsti togari Íslendinga til landsins. Það er togarinn Maí, sem smíðaður hefur verið í vestur Þýskalandi fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Togarinn Maí er 1000 lestir að stærð. Nafnið er það sama og á fyrsta togara Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar,sem hét Maí, og sem var fyrsti togarinn sem gerður var út frá Íslandi, sem ekki var í einstaklingseigu.“
Maí mun leggjast upp að bryggju í dag klukkan 6 síðdegis.“

Skipasmíðastöðin Bátalón

Bátalón

Bátalón neðst t.v..

1961. Skipasmíðastöðin Bátalón stóð við Hvaleyralón og var vinnuveitandi allmargra hafnfirðinga á meðan þar var enn starfsemi.
Bátalón sem lengi var starfrækt í Hafnarfirði og fjölmargir menn störfuðu hjá, skipasmiðir, tæknimenn, verkamenn og fleiri. Bátalón var sem kunnugt er staðsett við merkilegt Lónið við Hvaleyri sem fyllist sjó á flóði en þurrkast alveg upp á fjöru. Og gerir víst ennþá.
Áratugum saman voru bátar smíðaðir í Bátalón og voru sumir bátanna frá stöðinni þekktir um landið. Margir muna eftir 12 tonna Bátalónsbátunum sem gerðir voru út frá mörgum íslenskum höfnum og þóttu ágætis sjóbátar, muni höfundur þetta rétt.
Bátalón

Bátar við Bátalón.

Sé myndin betur skoðuð kemur hluti Herjólfsgötu í ljós handan fjarðarins og sést að þessi gata er bara nokkur hús í beinni línu fast meðfram götunni og hraunið upp af henni „hreint“ af húsum, öðrum en kofabyggingum sem dritað var niður í þetta hraun hirst og her og geymdi fjölda kartöflugarða í eigu bæjarbúa. Svæðið upp af húsunum á myndinni er í dag að mestu komið undi hús sem fólk býr í og biki sem götur eru þaktar með.
Bæjarmyndin hélst óbreitt má segja áratugum saman og þekkja hana allir Hafnfirðingar sem komnir eru yfir miðjan aldur. Flestir af þeim muna hana alltént eins og hún blasir hér við. Sannleikurinn er að fátt breyttist í bænum okkar og má segja að hver þúfa og hver hóll hafi haldist kyrr á sínum stað. Já, mann fram af manni, liggur mér við að segja.
1961 voru íbúar Hafnarfjarðar innan við 10, 000 manneskjur og langt frá tölunni sem gildir í dag, sem er um 28,000 manns. Bærinn hefur stækkað talsvert frá árinu 1961.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.

1961 voru nú ekki margar götur lagðar biki eða steinsteypu heldur voru þær að stærstum hluta þaktar möl með sínum aur og pollum sem bifreiðar skvettu úr er þar óku um þessar götur í rigningartíð og gerðu skófatnað íbúa skítuga og, stundum að minnsta kosti, úr hófi fram sem teygði sig uppeftir buxnaskálmunum Efnalaug Hafnarfjarðar máski til gleði sem við það fékk flíkinni meira til að hreinsa og örlítið meira af aur í kassann. “ Safnast þegar saman kemur “ – segir enda spakmælið.
Margt hefur breyst í bænum okkar fagra sem hlær svo glaðlega í logni sumarkvöldanna. Í honum heyrist ekki lengur vélarskellir fiskibáta að koma og eða fara sem suma af þeim mátti þekkja af vélarhljóðinu einu saman. Allt svona er bara minningin ein og Bátlón hætt starfsemi og fjölda annarra burðarstoða bæjarins einnig og annarskonar atvinnustarfsemi tekin við í stækkandi bæjarfélagi.
Gaman að sjá þessar gömlu myndir og skoða breytingarnar sem orðnar eru. Ljósmyndin segir okkur stöðuna á hverjum tíma og er oft ágætis heimild um margt sem var. Sagan er skemmtilegt umhugsunarefni. Víst er um það. Sett hér inn til gamans og vonandi líka smá fróðleiks.

Rafha í Hafnarfirði

Rafha

Rafha.

Rafhaeldavélarnar þóttu miklir kostagripir og voru líklega til á flestum íslenskum heimilum á sinni tíð.
Alltaf hafa verið til menn sem sjá möguleika. Fljótlega eftir virkjun Sogsins í Grímsnesi fóru menn, kannski hafnfirðingar, að hugleiða hvort ekki væri rétt að nýta orkuna sem þarna var og framleiða íslensk raftæki.
Hér er kominn grunnur að því sem síðar varð og hafnfirðingar þekkja sem Rafha og varð að veruleika árið 1936 með stofnun hlutafélagsins Raftækjaverksmiðjan h/f í Hafnarfirði en nafnið stytt í Rafha og það notað í vörumerki. Stofnendur voru 22 talsins, auk ríkissjóðs.

Rafha

Rafha.

Um lóð var sótt og reis 702, 5 fermetra bygging á Lækjargötu 22 – 30, á bökkum Hamarskotslækjar í Hafnarfirði og mest á einni hæð. Lokið var við byggingu Rafha- hússins 1937. 20 verkamenn unnu hjá fyrirtækinu, auk nokkurra sérfróðra manna. Vélar voru keyptar í Noregi.
Um mánaðarmótin ágúst september 1937 lauk smíði fyrstu íslensku eldavélarinnar með framleiðslunúmerið 1. Það sem eftir lifði árs 1937 voru framleiddar hjá Rafha aðeins 187 eldavélar. Menn vildu fara varlega.
Árin á eftir voru Rafha erfið og gekk firmanu illa að útvega sér hráefni til framleiðslunnar.

Rafha

Rafha-eldavélar.

Með hernámi Danmerkur og Noregs í apríl 1940, var ljóst að leita þyrfti nýrra leiða til að útvega hráefni og halda starfseminni gangandi. Þá var hönnuð ný eldavél með amerískum rafbúnaði og samsetningarhlutum og svokölluðum gorma- eða spíralhellum, sem sumir muna eftir. Eftir stríðið vænkast aftur hagur Rafha með söluaukningu sem gerir húsnæðið fljótt of lítið.
1945 var það stækkað verulega og tækifærið notað til að endurnýja vélakost. Tíu árum eftir gangsetningu (1946) hefur Rafha framleitt 22,730 rafmagnstæki af 30 tegundum og er komið með 46 manns í vinnu.
1952 og aftur 1957 er húnsæðið enn stækkað og fer í yfir 5000 fermetra. 1952 hóf Rafha að framleiða ryksugur og í samstarfi við Vélsmiðjuna Héðinn þvottavélina Mjöll.
Uppúr 1960 fór að halla undan rekstrinum. Útflutningur hjá Rafha gekk ekki sem skildi 1986, á 50 ára afmælinu, var tímamótum fagnað með opnun glæsilegrar verslunar í húsakynnum fyrirtækisins við Lækinn í Hafnarfirði.
1990 var ákveðið að hætta rekstri þessarar merkilegu verksmiðju og selja reksturinn. Síðan 1996 hefur Rafha rekið 1000 fermetra verslun við Suðurlandsbraut 16 í Reykjavík. Líklegt er að Rafha hafi átt drjúgan þátt í að eldavélavæða íslensk eldhús.

Hluti fréttar í Morgunblaðinu 17. júní 1965
„STJÓRN H.f. Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði, RAFHA, ákvað hinn 8. mars 1964 á 75 ára afmæli Bjarna Snæbjörnssonar læknis, er verið hefur í stjórn verksmiðjunnar frá upphafi, að minnast þess með 25 þúsund kr. gjöf, er hann ráðstafaði á einhvern þann hátt, er hann kynni að óska. Nokkru síðar tilkynnti Bjarni stjórninni, að hann hefði ákveðið að stofna sjóð af gjöf þessari og skyldi hann heita Afmælisgjafasjóður Hafnfirðinga.
Stjórn sjóðsins er þannig skipuð: Prestur þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði; lögreglustjóri og bæjarstjóri Hafnarfjarðar séu fastir stjórnarmenn. Þeir skipta með sér verkum og kjósa síðan tvo meðstjórnendur, karl og konu, til tveggja ára í senn úr hópi þeirra Hafnfirðinga, sem fengið hafa skeyti.“

Heimild:
-http://www.sporisandi.is/old_hafnarf/old_hafnarfjordur/hafnarfjordur_i_den.pdf

Rafha

Myndin er tekin á Tjarnarbraut yfir lækinn að Lækjargötu, Öldugötu og Hamarinn. Lágreista húsið bak við trén er hluti af Rafha, fyrir miðri mynd er lágreist timburbygging svokölluð „bæjarbyggingin“ áföst steinhúsi, Gömlu Gróf. Lengst til vinstri er svo Mjólkurstöðin. Allar þessar byggingar eru horfnar.

Camp Russel

Ofarlega á Urriðaholti hefur verið komið skilti um herkampinn „Russel“. Kampurinn sá er hluti af mörgum slíkum á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu frá heimstyrjaldarárunum síðari. Í texta á skiltinu stendur eftirfarandi:

Urriðaholt

Urriðaholt – stríðssöguskiltið.

„Í landi Urriðakots og Vífilsstaða er víða að finna minjar um hernaðarumsvif í seinni heimstyrjöld.

Stórar herbúðir stóðu sunnan megin á Urriðaholti og voru varðstöðvar víða í hlíðunum. Búðirnar voru um skeið aðsetur símalagningarmanna bandríska seturliðsins og nefndust Camp Russel eftir Edgari A. Russel hershöfðingja sem farið hafði fyrir fjarskiptasveitum Bandarríkjahers í Frakklandi í fyrri heimstyrjöld.

Urriðaholt

Urriðaholt – Camp Russel; skilti.

Búðirnar samanstóði af íbúðarskálum (bröggum) og birgðaskemmum auk allmargra steinhúsa fyrir eldhús og salerni. Bandarískir braggar voru af svonefndri Quonsetgerð sem var almennt vandaðri smíð en Nissen-braggar sem Bretar byggðu. Má ætla að 80 braggar hafi staðið í búðunum en vorið 1943 bjuggu þar alls um 500 hermenn.

Hernám

Aðkoman að Camp Russel á Urriðaholti.

Við lok heimsstyrjaldarinnar glötuðu hernaðarmannvirki upphaflegu hlutverki sínu og voru nýtt til annarra þarfa eða fjarlægð og eyðilögð. Stærstur hluti Camp Russel er horfinn undir byggð. Þó má ská leifar hér og þar, til dæmis steinsteyptan vatnsgeymi, arinhleðslu og húsgrunna rétt norðan við Flóttamannaveginn (Setuliðsveg). Veginn lögðu Bandaríkjamenn á stríðsárunum til að tengja saman Suðurlandsveg og Hafnarfjörð ef senda þyrfti þangaðherlið frá Mosfellssveit og Hólmsheiði til að mæta þýskum innrásaher, en Íslendingar tóku að nefna hann flóttamannveg löngu síðar.

Grjóthleðslur og Hádegisvarða

Camp Russel

Kamp Russel – kort.

Flóðahjalli

Flóð'ahjalli

Flóðahjalli – uppdráttur.

Á klöppum á Flóðahjalla hlóðu hermenn miklar grjóthleðslur utan um 800 m2 svæði þar sem búist var til varna. Innan þeirra eru leifar af byrgjum.

Þar stendur einnig Hádegisvarða sem var eyktarmark fyrir Urriðakot.
Til að treysta varnir í Hafnarfirði og á Álftanesi voru í upphafi um 700 hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga sendir þangað. Áttu manvirki á Flóðahjalla og víðar að styrkja vígstöðu þeirra og varnir gegn mögulegri árás Þjóðverja. Syðst á klöppinni innan við hleðslurnar hafa verið höggnir nokkrir stafir og virðist þar að minnsta kosti mega greina áletrunina JE Bolan ásamt stöfunum DS og hernámsárið 1940.

Skotbyrgi

Braggi

Braggi í byggingu.

Steypt skotbyrgi er að finna á þremur stöðum í Garðabæ, á Hnoðraholti, í Vífilsstaðahlíð og tvö í Garðaholti. Gott útsýni er ú byrgjunum en þau eru hálfniðurgrafin með skotrauf á tveimur hliðum.

Hernámið

Camp Russel

Camp Russel – arinn…

Að morgni föstudagsins 10. maí árið 1940 gekk breskur her á land í Reykjavík og stóð þá Ísland ekki lengur utan styrjaldarátaka stórveldanna. Hernámið, sem hlaut dulnefnið „forkur“, kostaði þó ekki blóðsúthellingar. Þýskir herir höfðu náð Noregi og Danmörku á sitt vald en Íslendingar haldið fast við hlutleysisstefnu sína þrátt fyrir það og ekki viljað ganga til liðs við bandamenn.

Winston Churhill

Winston Churchill Reykjavík.

Winston Churchill, sem verið hafði flotamálaráðherra en varð þennan dag forsætisráðherra Bretands, gerði að sínum hin fleygu orð að sá sem réði yfir Íslandi beindi byssu að Englandi, Ameríku og Kanada. Til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja í Ísland ákvað hann að verða fyrri til og tryggja með því siglingaleiðir um Norður-Atlantshaf. Íslendingar mátu sjálfstæði sitt mikils og mótmæltu stjórnvöld hernáminu formlega. Fer þó ekki á milli mála að flestir voru fegnir að njóta verndar fyrir nasistastjórn Þýskalands.
Í stuttri heimsókn Churchills til Íslands árið 1941 sagði hann Hermanni Jónassyni forsætisráðherra að Bretar hefðu neyðst til að hertaka Íslands og hefðu gert það jafnvel þótt Þjóðverjar hefðu orðið á undan þeim.
Herverndarsamningur var undirritaður í júlí árið 1941 milli Bandarríkjanna, Bretlands og Íslands og fól í sér að bandarískar hersveitir myndu aðstoða og síðar leysa breska hernámsliðið að hólmi.“

Þrátt fyrir alla viðleitni um að varðveita söguna í formi skiltis ber að geta þess að allir hlutaðeigandi höfðu alla möguleika á að halda til haga minjum svæðisins áður en óðagot verktaka tók það yfir – með tilheyrandi eyðileggingu.

Urriðaholt

Urriðaholt – vatnsgeymir.

Hvaleyri

Í dagrenningu föstudaginn 10. maí árið 1940 hélt bresk flotadeild inn á Sundin við Reykjavík. Flotadeildin samanstóð af fjórum skipum, beitiskipunum Berwick og Glasgow, og tundurspillunum Fortune og Fearless. Um borð í skipunum voru hundruð breskra hermanna, gráir fyrir járnum, tilbúnir til að hernema Ísland. Þetta átti eftir að verða einn örlagaríkasti dagur í sögu landsins.
Hernám
Árið 1939 hafði brotist út stríð milli Þjóðverja annars vegar og Breta og Frakka hins vegar, þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Þann 9. apríl árið eftir réðist þýski herinn skotbyrgi-5inn í Danmörku og Noreg og náðu þar með á sitt vald öflugum kafbátastöðvum sem styttu leið kafbáta þeirra út á Atlantshaf umtalsvert. Þetta var Bretum sérstaklega óhagstætt og þeir töldu sig því þurfa að ná valdi yfir stöðvum á Atlantshafinu þar sem þeir gætu fylgst betur með kafbátaher Þjóðverja. Því fóru þeir, um svipað leyti og Þjóðverjar hernámu Danmörk og Noreg, þess á leit við Íslendinga að þeim yrði leyft að koma hér upp varnarstöðvum. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem þá var hér við völd neitaði þessu í nafni hlutleysis landsins, þrátt fyrir að þeir skildu vandræðin sem Bretar væru í.

Hernám

Bretarnir í varðstöðu um holt og hæðir.

Bretar gátu ekki sætt sig við þetta enda voru Þjóðverjar nú farnir að gera þeim hverja skráveifuna á fætur annarri á höfunum með kafbátaher sínum. Því var ákveðið, í trássi við skoðanir íslensku ráðamannanna, að bresk flotadeild yrði send hingað og að landið myndi verða hernumið á eins friðsamlegan máta og kostur yrði á. Það var almennur skilningur meðal ríkisstjórnarmeðlima á Íslandi að Bretar þyrftu á varnarstöðvum gegn kafbátum á Atlantshafinu að halda þannig að allir bjuggust við því að þeir myndu hernema landið skotbyrgi-6hvað úr hverju. Þar sem það var lítið vitað um hug Þjóðverja varðandi Ísland voru þó ekki allir vissir um það þegar flotadeildin kom hingað, hvort hún væri bresk eða þýsk.

Hernám

Frelsandi breskir dátar í Reykjavík.

Þegar skipin vörpuðu akkeri við Reykjavík og hermennirnir streymdu á land var fátt um manninn við bryggjuna að taka á móti þeim, en þeim fjölgaði þegar á leið. Lögreglan í Reykjavík tók sig síðan meira að segja til og hjálpaði hermönnunum að halda frá forvitnum Íslendingum sem komu til að skoða þessa óboðnu gesti. Flestir höfðu það á orði að “þeir væru fegnir að þarna væru Bretar en ekki Þjóðverjar á ferð.”

Ásfjall

Ásfjall – stríðsminjar.

Þegar breski herinn var kominn hér á land tók hann til við að koma upp bráðabirgðastöðvum og eitt af því fyrsta sem bresku hermennirnir gerðu var að ganga úr skugga um að húsnæði Eimskipafélagsins í Pósthússtræti væri ekki íverustaður nasista, en merki félagsins, Þórshamar, höfðu þýskir nasistar tekið upp á sína skotbyrgi-7arma eins og flestir vita. Einnig sóttu þeir að Pósthúsinu, höfuðstöðvum Símans, Ríkisútvarpinu og Veðurstofunni, og allt var það gert í þeim tilgangi að ná á vald sitt fjarskiptastöðvum svo Þjóðverjar myndu ekki hafa veður af innrásinni í bráð. Síðan hreiðruðu þeir um sig á hinum ýmsu stöðum í borginni, t.d. í Öskjuhlíðinni. Auk þess gekk her á land á Akureyri, Austfjörðum og víðs vegar annars staðar um landið. Allt gekk þetta fyrir sig án þess að grípa þyrfti til vopna og var hernámið því hið friðsamlegasta.

Hernám

Þjóðverjar virtust verulega ógnandi…

Klukkan 10 árdegis þennan örlagaríka dag settust ráðherrar í ríkisstjórn Íslands á fund í Stjórnarráðshúsinu til að ræða atburði næturinnar. Flestir ráðherrar voru á því að þarna hefði verið lán í óláni að Bretar hefðu hernumið Ísland en ekki Þjóðverjar. Forsætisráðherra var þó ekki skotbyrgi-9öldungis sáttur með komu hinna útlendu hernámsliða og það varð úr að ríkisstjórnin myndi mótmæla hernáminu formlega og reyna að tryggja það að ríkisstjórnin myndi ráða öllu er varðaði Ísland annað en varðaði herinn beint. Þegar þessum umræðum var lokið hélt breski sendiherrann á Íslandi, Howard Smith, á fund ríkisstjórnarinnar og tilkynnti formlega að landið hefði verið hernumið, og lýsti því yfir að sér þætti leitt að til þess hefði þurft að koma og vonaðist eftir friðsamlegri sambúð við Íslendinga. Síðan spilaði hann út sínu helsta trompi þegar hann sagði að með hernáminu hefði utanríkisverslun Íslendinga verið sett úr skorðum, en Bretar væru fúsir til að “létta undir með íslensku atvinnulífi.” Þannig myndu Íslendingar fá sitthvað að launum fyrir það að hér yrði hýstur her. Þetta varð síðan til þess að færa íslenskt atvinnulíf á nýtt stig velferðar sem ekki hafði sést hér áður.

Hernámið

Hernámið…

Adolf Hitler hafði, eins og margir aðrir nasistar, mikinn áhuga á Íslandi, og á apríllok árið 1940 fékk hann þá hugmynd að Þjóðverjar myndu hernema landið. Þannig vildi hann nýta sér skjótan árangur hers síns í baráttu sinni gegn Danmörku og Noregi, og nýta jafnframt skip sem skotbyrgi-10notuð höfðu verið í Noregi til innrásar í Ísland. Þetta kallaði einræðisherrann Íkarusáætlun. Þegar Hitler kynnti þessar hugmyndir sýnar herstjórnendum mætti hann mikilli andstöðu yfirmanna flotans sem töldu að hernámi Íslands fylgdu of mikil vandræði til að geta borgað sig. Það var í sjálfu sér minnsta málið að hernema landið, vandinn var að halda því. Þannig þyrfti að halda úti birgðaflutningum yfir haf sem væri krökkt af óvinaskipum, of langt var fyrir þýska flugherinn að vernda hernámsherinn og hætta var á að hernámsliðið yrði lokað af þannig að það kæmi ekki að neinum notum í stríðinu meir. Þannig tókst yfirmönnum flotans að telja Foringjann af hugmyndum sínum og hugmyndin um innrás í Ísland var ekki oftar dregin upp í herstjórnarstöðvum Þjóðverja í stríðinu.

Hernám

Breskir hermenn í varnarstöðu.

Þegar Ísland var komið í hendur Breta höfðu þeir fengið stöðvar þær sem þeir þurftu á Atlantshafinu. Þó var langt í land að þeim tækist að ná yfirhöndinni á höfunum. Ísland kom þó að góðum notum sem bækistöð fyrir könnunarflugvélar og þaðan kom meðal annars flugvél sem kom auga á risaorrustuskip Þjóðverja, Bismarck, sem var sökkt í framhaldi af því árið 1941. Þá var fjölmörgum kafbátum sökkt eftir að flugvélar héðan höfðu komið auga á þá þannig að Ísland varð Bretum sannarlega betra en ekkert. Síðar leysti svo bandaríski herinn þann breska af við vörn landsins og hersetu. Þannig varð Ísland að virki í miðju Atlantshafi sem átti síðar eftir að vera þýðingarmikið þegar Kalda stríðið skall á eftir síðari heimsstyrjöld.”

Ásfjall

Ásfjall – Dagmálavarðan – stríðsminjar.

Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940 til þess að hindra að Þjóðverjar kæmu sér upp flug- og flotabækistöðvum í landinu sem ógnað gætu Bretlandseyjum og skipaleiðum á Norður-Atlantshafi.
Í árslok 1942 var ekki lengur talin hætta á innrás Þjóðverja. Sumarið eftir var stór hluti breska hernámsliðsins fluttur til Bretlands til þjálfunar fyrir innrásina á meginland Evrópu. Nýr og miklu fámennari liðsafli frá Ameríku kom þá til landsins, en hélt að mestu sömu leið árið 1944.

Flestir bresku og bandarísku hermennirnir sem eftir sátu í stríðslok störfuðu á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hurfu þeir síðustu til síns heima vorið 1947.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Hafnarfjörður var í fyrstu einn af mikilvægustu varnarsvæðum breska hersins, auk Reykjavíkur, Seltjarnarness, Hvalfjarðar og Akureyrar. Fimm dögum eftir að breskir hermenn stigu á land í Reykjavík byrjuðu þeira að koma sér fyrir í Hafnarfirði og nágrenni. Um 6000 braggar voru fluttir til landsins frá Bretlandi og var þeim komið fyrir á framangreindum stöðum sem og á Sandskeiði, Kaldaðarnesi og Melgerði ofan Akureyrar.
Braggahverfi voru t.d. reist á Einarsreit, á Hvaleyri, ofan Langeyrar, á Garðaholti og úti á Álftanesi. Fyrir októberlok höfðu flestir hermannanna fengið húsaskjól í bröggunum.

Til að tryggja öryggi kampanna voru hermenn settir á vörð upp um fjöll og hæðir umhverfis, bæði til að fylgjast með umferð og til varnar ef svo ólíklega þætti að einhverjir óvinir álpuðust á land litlu eyjunni langt norður í Atlantshafi. Lítið var um skjól á þessum berangri svo varðmennirnir þurftu sjálfir að koma sér upp nauðsynlegri aðstöðu – þótt ekki væri fyrir annað en að lifa af baráttuna við ógnir veðurs og vinda.

Ásfjall

Ásfjall – stríðsminjar.

Á Ásfjalli ofan Hafnarfjarðar eru sex hringlaga skotbyrgi til minja um aðbúnað hermannanna er gæta áttu öryggis landsins. Þau voru hrófluð voru upp af tilfallandi grjóti skömmu eftir að breskar herdeildirnar gengu hér á land. Allt umleikis eru nokkur sambærileg, s.s. tvö slík á Grísanesi og eitt á Bleiksteinshálsi, þrjú á Hvaleyri og önnur á nokkrum stöðum í og við Garðaholt. Öll endusspegla þau upphaf sögu setuliðsins á svæðinu.

Bretar virðast hafa hróflað upp grjótgörðum á og utan í hæðum ofan byggða og jafnframt til að tryggja öryggi Kampanna. Einn slíkur er á Flóðahjalla í Hádegisholti. Íslendingar höfðu vanist á að hlaða slíka garða af vandvirkni skv. gömlu handbragði forfeðranna. Vel launuð „Bretavinnan“, án kröfu til vandaðra vinnubragða, bauð hins vegar upp á að þeir brytu odd af oflæti sínui, enda virtist þar fyrst og fremst tjaldað til skamms tíma.

Ásfjall

Ásfjall – stríðsminjar.

Minjarnar næst Dagmálavörðunni efst á Ásfjalli eru fyrst og fremst herminjar frá 1941. Þarna var varðskýli og skotgrafir út frá því. Hleðslurnar sjást að hluta til enn. Svo kalt var á fjallinu um veturinn að hermenn kól á póstinum og þurfti að setja saman lið til að sækja þá og bjarga öðrum í nálægum byrgjum niður af fjallinu. Áhugavert væri að skoða hvers vegna herforingjaráðið lagði svo mikla áherslu á hrófla upp skotbyrgjum hingað og þangað upp um holt og hæðir ofan bæjarins. Líklega hefur hugur þess fyrst og fremst einkorðast af eigin hagsmunaþröngsýni, þ.e. að verja landspilduna umhverfis þeirra umráð, fremur en að verja fólkið og bæjarsamfélag þess er engra hernaðarhagsmuna hafði að gæta.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Fróðlegt er að fylgjast með umræðu forsvarsfólks minjasamfélagsins þegar að stríðsminjum kemur. Það vísar jafnan til ákvæða Minjaverndunarlaga um aldurskilyrði fornleifa. Stríðsminjar eru yngri en svo, en samt sem áður er heimildarglufa í lögunum um að friðlýsa megi slíkar minjar „ef sérstök ástæða þykir til“. Á meðan ekkert er að hafst glatast hver væntanleg fornleifin á fætur annarri – smám saman.
Mikill fjöldi herminja er t.d. að finna á Garðaholti þar sem varnarliðið hefur haft aðstöðu. Minjar af því tagi eru ekki sjálfkrafa verndaðar af þjóðminjalögum [minjalögum] þar eð þær eru ekki orðnar hundrað ára gamlar. Í lögunum er þó heimild til þess að friðlýsa yngri minjar. Gefur engu að síður augaleið að ýmsar herminjar á Garðaholti eru þýðingarmikil heimild um hlutdeild Íslands í einhverjum mestu stríðsátökum mannkynssögunnar og kalda stríðinu sem á eftir kom. Fullyrða má að þær hafi alþjóðlegt minjagildi.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Stórar herbúðir stóðu sunnan megin á Urriðaholti og voru varðstöðvar víða í hlíðunum. Búðirnar voru um skeið aðsetur símalagningarmanna bandaríska setuliðsins og nefndust „Camp Russel“ eftir Edgari A. Russel hershöfðingja sem farið hafði fyrir fjarskiptasveitum Bandaríkjahers í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöld. Alls er áætlað að um 80 bandarískir braggar hafi staðið í búðunum og vorið 1943 bjuggu þar alls um 500 hermenn.
Hér og þar má sjá leifar af búðunum, s.s. steinsteyptan vatnsgeymi, arinhleðslu og húsgrunna rétt norðan við Flóttamannaveginn (Setuliðsveg/Backroad). Veginn lögðu Bandaríkjamenn á stríðsárunum en Íslendingar tóku að nefna hann flóttamannaveg löngu síðar.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Minjarnar um veru breska og bandaríska hersins í Urriðaholti eru mikilsverð heimild um þátt Íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Leifar mannvirkjanna, sem reist voru í stríðinu, eru minnisvarði um vígbúnað bandamanna gegn ógnum Þriðja ríkisins. Þær hafa jafnvel alþjóðlegt minjagildi. Ekki var saga hverrar rústar eða hver rúst skráð nákvæmlega, en herminjar eru ekki verndaðar í þjóðminjalögunum. Þó hefur sú hefð skapast á síðustu árum að slíka minjar eru skráðar en ekki mældar upp nákvæmlega eins og gert er þegar um fornleifar er að tefla. Eins og sést á kortinu er um allstórt svæði að ræða og fjöldi húsgrunna og annarra minja mikill. Það er Fornleifaverndar ríkisins að ákvarða nánar um þetta svæði, hvort þurfi að skrá minjarnar enn frekar eða friða, en auðvitað væri mjög áhugavert að skoða sögu þessara minja með því að ráðast í heimildavinnu um hvað fór fram á staðnum.
Ekki er að sjá að hermannvirkin hafi raskað minjum á svæðinu, en umsvifin hafa verið töluverð. Byggðin var austast í Urriðaholti, en holtið er gróðurlítið og grýtt á því svæði. Gefur þó augaleið að ábúendur í Urriðakoti hafi orðið hennar vör með áþreifanlegum hætti.

Ásfjall

Grísanes – skotbyrgi.

Við lok heimsstyrjaldarinnar glötuðu hernaðarmannvirkin upphaflegu hlutverki sínu og voru nýtt til annarra þarfa eða fjarlægð og eyðilögð. Pólitískt andrúmsloft á kaldastríðsárunum olli því að víða var hart gengið fram í að eyða ummerkjum um veru hersins á Íslandi. Þeim mun athyglisverðari verða þá þær stríðssögulegu minjar, sem orðið hafa eftir, og hefur áhugi almennings og ferðamanna vissulega aukist á þeim. Stofnað hefur verið stríðsminjasafn á Austfjörðum sem verður án efa öðrum hvatning til varðveislu heimilda um þetta tímabil í Íslandssögunni.
Herminjar eru margar enn greinilegar í Urriðaholti, fæstar heillegar, en allt um það áþreifanlegur vottur um hlutdeild Íslands í orrustunni um Atlantshaf. Ber mest á steinsteyptri stjórnstöðinni, nokkrum steyptum grunnum, litlum turni og hliði inn á svæðið.

Flóðahjalli

Flóðahjalli – stríðsminjar.

Flóðahjalli er grágrýtisrani, sem liggur í um það bil norðvestur í framhaldi af Setbergshlíð. Hjallinn er allnokkuð gróinn og kjarrivaxinn að sunnanverðu, en er nú, því miður umlukinn þéttri lúpínubreiðu á sumrum.
Tóft er á og umhverfis klöpp eða klapparfláka nokkurn spöl vestan við hæsta hluta Flóðahjalla. Hún er óreglulega hringlaga, hlaðin úr grágrýti og hafa steinarnir án efa verið fengnir uppi á hrygg hjallans. Grjótveggirnir hafa að mestu verið hlaðnir á melnum utan við klöppina. Þar, sem veggirnir hafa staðist best, má ætla, að þeir hafi verið nokkuð á 2. m að hæð. Öll er tóftin er nærri 800 m².
Norðanvert í tóftinni eru innri hleðslur. Á klöppinni syðst á Flóðahjalla eru nokkrar stafristur. Þar er höggvið ártalið 1940, fangamarkið D.S. og væntanlega mannsnafnið J.E.Bolan. Auk þess má greina fangamörkin J.A. og G.H. með annarri og yngri (?) stafagerð svo og ártalið 1977 (?). Bolan er þekkt mannsnafn í Englandi. Það og ártalið 1940 bendir því eindregið til þess að hér hafi Bretar verið að verki hernámsárið 1940. Tóftin („the stone defence work mentioned“) mun hafa verið reist af mönnum úr 1/7 herfylki Wellingtons, sem var hluti af herdeild Camp Russel í Urriðaholti.

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Sumarið 1940, í beinu framhaldi af hertöku landsins, hóf breski herinn varnarviðbúnað með ströndinni frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði og einnig á helstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og austan þess. Fótgöngulið sem gætti strandlengjunnar á Álftanesi, kom sér fyrir á austanverðu Garðaholti og stórskotaflokkur setti þar upp tvær stórar loftvarnarbyssur.
Herflokkarnir bresku reistu tvennar herbúðir „Camp Gardar“ og „Camp Tilloi“ á Garðaholti. Að jafnaði höfðu 300 til 340 hermenn aðsetur í báðum búðunum. Bandarískt herfylki leysti breska herflokkinn af hólmi í búðunum á meðan á stríðinu stóð og gættu loftvarnarvirkisins í Tilloi fram til ársins 1944 þegar þeir fluttu til Keflavíkur.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir.

Á Garðaholti og í Garðahverfi eru ýmsar minjar frá stríðsárunum enda var aðalloftvarnarbyrgi Breta staðsett efst á holtinu. Sjálft byrgið er horfið og núna stendur hús á staðnum en ýmis önnur merki eru á svæðinu sem má tengja umsvifum Bretanna. Á Garðaholti eru til dæmis varðveitt tvö steinsteypt skotbyrgi með útsýni yfir Álftanes. Grjóthleðsla sem hlykkjast á milli þeirra hefur ef til vill verið höfð fyrir skotgröf en mögulega er hleðslan þó upprunalega frá gömlum stekki. Bretarnir endurnýttu það sem fyrir var í landslaginu. Þannig stóð líka upphaflega torfvarða með lukt á háholtinu þar sem Garðaviti var síðar byggður sem ljósgjafi fyrir fiskibáta (1868-1912) en á stríðsárunum höfðu Bretarnir vitann fyrir virki. Svolítil tvíhólfa tóft sem þarna hefur varðveist (rétt við veginn) gæti hugsanlega tengst vitastæðinu.
Samskiptin við Bretana voru yfirleitt friðsamleg og þegar þeir yfirgáfu svæðið var haldið stórt uppboð á Garðaholti. Að sögn var hluti vitabyggingarinnar seldur bænum Hlíð í Garðahverfi og endaði þar sem kamar. Annars konar muni sem keyptir voru á uppboðinu má hins vegar sjá í Króki, litla bárujárnsklædda burstabænum í hverfinu sem Garðabær varðveitir sem safn. Þannig eignaðist fjölskyldan í Króki til dæmis skápinn þar sem fína bollastellið er geymt. Efnahagur Garðhverfinga tók um þessar mundir örlítið að glæðast og var „blessuðu stríðinu“ meðal annars þakkað það. Þegar Vilmundur Gíslason bóndi í Króki varð 50 ára var því skotið saman í stofuskáp með glerhurðum sem geymdur er í fínni stofunni.
Safnið í Króki er opið alla sunnudaga á sumrin kl. 13-17 og fæst þar leiðsögn hjá safnverði sem einnig veitir upplýsingar um minjar og skoðunarverða staði í nágrenninu.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér „ástandið” og „ástandsbörnin”, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn” sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, „Bretavinnan” sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo framvegis. Þessar „óáþreifanlegu” minjar eru því allsstaðar umhverfis okkur í samfélaginu.
„Áþreifanlegu” minjarnar, svo sem leifar mannvirkja og búnaðs er hins vegar hægt að staðsetja. Bretar hernámu landið 10. maí árið 1940 og sendu hingað fjölmennt setulið síðsumars 1941, eða um 28.000 manns. Bandaríkjamenn hófu að leysa þá af hólmi í júlí 1941 og var hér tæplega 40.000 manna varnarlið frá þeim þegar mest lét. Þar að auki voru liðsmenn bandaríska og breska flotans og flughersins, alls nærri 50.000 sumarið 1943. Til samanburðar má nefna að við manntal árið 1940 voru íbúar Reykjavíkur einungis um 38.000. Þó svo að Bandaríkjaher leysti þann breska af hólmi árið 1941 voru hér breskir hermenn út allt stríðið og allt til ársins 1947.

Hernám

Patterson flugvöllur.

Herinn kom fljótlega upp varnarstöðvum víða um land. Bretar töldu Reykjavík vera langmikilvægasta staðinn sökum góðrar hafnar- og flugvallarskilyrða og því var fjölmennt lið ávallt þar. Þegar Bandaríkjamenn leystu Breta af hólmi þá fylgdu þeim breyttar áherslur við varnarviðbúnað. Stafaði það meðal annars af aukinni baráttu gagnvart kafbátaógn Þjóðverja auk þess sem hættan á innrás þeirra var talin hverfandi. Bandaríkjamenn lögðu enn meiri áherslu á varnir Reykjavíkursvæðisins en Bretar og höfðu allt að 80% liðsaflans á suðvestur horninu. Uppbygging flugvallarins í Keflavík hafði þó eitthvað þar að segja. Í heild námu hernumin svæði hérlendis ríflega 19.000 hekturum og þar af voru byggingar hersins á nærri 5.000 hekturum. Allur aðbúnaður hersveita Bandaríkjamanna var þó allt annar og betri en Breta auk þess sem þeir fluttu hingað með sér mikið magn stórvirkra vinnuvéla. Báðir reistu umfangsmiklar herbúðir víða um land. Alls risu um 6000 breskir braggar, hundruð annarra bygginga eins og eldhús og baðhús. Síðar bættust við um 1500 bandarískir braggar. Bretar byggðu aðallega svokallaða Nissen-bragga en Bandaríkjamenn Quonset-bragga. Má segja að megin munur þessara tegunda hafi verið vandaðri smíð þeirra síðarnefndu.

Hernám

Braggahverfi á Skólavörðuholti.

Við árslok 1944 bjuggu rúmlega 900 manns í bröggum í Reykjavík. Búsetan náði hámarki á sjötta áratugnum en þá bjuggu 2300 manns í nærri 550 íbúðum. Á 7. áratugnum var skálunum hins vegar að mestu útrýmt. Á landsbyggðinni voru flestir braggarnir rifnir og seldir bændum og risu þeir víða sem geymslur og fjárhús sem má ennþá sjá í fullri notkun.
Greiðslur Sölunefndarinnar voru meðal annars ætlaðar til að gera landeigendum kleift að útmá ummerki um veru herliðsins. En mörgum landeigendanna, sem þágu skaðbætur fyrir landspjöll, láðist að hreinsa til eftir veru setuliðsins. því má segja að viðkomandi aðilar hafi með þessu bjargað mörgum ómetanlegum menningarverðmætum frá glötun og vonandi að þau verði varðveitt sem flest um ókomin ár.
Af einstökum byggingum hérlendis er flugturninn við Reykjavíkurflugvöll sennilega merkust en því miður stendur til að rífa hann. Af stærri svæðum eru helst Öskjuhlíðin og Brautarholt á Kjalarnesi sem gefa heillega mynd af varnarviðbúnaði bandamanna hérlendis. Hvalfjörður, Reykjavíkurflugvöllur og Pattersonflugvöllur á svæði varnarliðsins við Keflavík hafa sömuleiðis að geyma mjög merkar minjar um síðari heimsstyrjöldina.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – skotbyrgi.

Í höfuðborgarlandinu hefur mest verið látið með stríðsminjar í Öskjuhlíð og á Reykjavíkurflugvelli sem nær yfir Vatns- og Seljamýri. Af varnarviðbúnaðinum á Öskjuhlíðinni eru meðal annars steypt skotbyrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, varnarveggir fyrir eldsneytistanka, neðanjarðarvatnstankar, bryggjustubbur, veganet, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum og akstursbrautir fyrir flugvélar. Nokkrir braggar eru við rætur Öskuhlíðar. Hluti gistibúða farþega og flugáhafna breska flughersins (e. Transit Camp) má enn sjá í Nauthólsvík. Öll stóru flugskýlin fjögur á Reykjavíkurflugvelli eru frá stríðsárunum og sömuleiðis gamli flugturninn. Allar meginbrautir flugvallarins voru lagðar á stríðsárunum en hafa verið lengdar og endurbættar eftir stríð. Nær allt lauslegt frá stríðsárunum hefur verið fjarlægt eða ryðgað og fúnað. Þar á meðal gaddavírsgirðingar og sandpokavígi.

Þorbjarnarfell

Camp Vail á Þorbjarnarfelli.

Af öðrum stríðsminjum má nefna að minjar um ratsjárstöðvar og kampa eru meðal annars uppi á Þorbjarnarfelli (Camp Vail) við Grindavík og leifar skotbyrgja og skotstöðva má einnig sjá við Vífilsstaði, Hraunsholt, á Garðaholti, Nónhæð og á Seltjarnarnesi. Hlaðin byrgi og skotgrafir má auk þess sjá, sem að framan greinir, á Ásfjalli, Urriðaholti, Rjúpnahæð og víðar. Miklar framkvæmdir kölluðu á töluverða malartöku til uppfyllingar og vegagerðar. Við Reykjavík var helst sótt í námur úr Rauðhólunum og Öskjuhlíð. Af einstökum verkefnum vó uppfyllingin undir Reykjavíkurflugvöll þar þyngst. Segja má að Rauðhólarnir hafi ekki borið sitt barr síðan. Fjölmargar minjar birgðarstöðvar hersins í Rauhólum má berja þar augum enn í dag.

Breiðagerðisslakki

Brak á slysstað ofan Breiðagerðisslakka.

Af ummerkjum beinna hernaðarátaka má nefna þegar þýska vélin JU-88 var skotin niður 24. apríl 1943 á Strandarheiði. Bandamenn misstu þó mun fleiri vélar sjálfir vegna tíðra slysa af náttúrulegum ástæðum eða vegna mannlegra mistaka. Til dæmis fórust að minnsta kosti 43 hervélar auk 11 sjóvéla á Reykjavíkursvæðinu á styrjaldarárunum.
Allar flugvélaleifar í nágrenni Reykjavíkur voru fjarlægðar jafnóðum. Málmurinn var notaður í brotajárn og sérstaklega var sóst eftir álinu. Til dæmis keyptu Stálhúsgögn hf. 32 Thunderbolt P-47 orrustuvélar 33. flugsveitarinnar fyrir 10.000 krónur við stríðslok og bræddu þær niður í stóla og borð. Flugvélaflök er nú helst að finna í Fagradalsfjalli og við Grindavík. Töluvert er líka um flugvélaflök í sjónum. Flugvélar stríðsaðila sem fóru í sjóinn hafa sumar hverjar verið að koma upp með botnvörpum togaranna. Þær eru flestar á óaðgengilegum stöðum og koma upp í bútum.
Sprengjur eru enn að koma upp úr jörðu á skotæfingasvæðum vegna frostlyftingar og hafa valdið mannskæðum slysum. Stórskotæfingasvæði voru meðal annars við Kleifarvatn og við Snorrastaðatjarnir.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – stríðsminjar.

„Öskjuhlíðin var mikilvægur staður þegar kom að því að verja borgina fyrir Þjóðverjum. Þaðan var hægt að beina fallbyssum til dæmis að höfninni, enda var lík­leg­ast að óvinaher færi þangað inn ef til innrásar kæmi,“ segir Friðþór Eydal. Hann er höfundur texta á upplýsingaskiltum sem á dögunum voru sett upp á sjö stöðum á Öskjuhlíðarsvæðinu, en við hvert þeirra eru stríðsminjar sem vert er að skoða og halda til haga sögunni um. Uppsetning skiltanna var samstarfsverkefni Isavia og Reykjavíkurborgar.

Á tveimur stöðum í Öskjuhlíð eru sérstaklega eftirtektarverðar stríðsminjar. Skammt fyrir neðan Perluna er stór steinsteypt virk­is­borg, að mestu niðurgrafin. Byrgi þetta er átta metrar á hvern kant og inn í það er gengt um yfir­byggðar tröppur sem eru hvorar á sínum gafli. Þarna ætlaði herlið að haf­ast við ef kæmi til árásar á borgina og flugvöllinn, en Bretar hófust handa um gerð hans snemma eftir að þeir hernámu Ísland 10. maí 1940. Meðal Bretanna var raunar jafnan talað um Öskjuhlíð sem Howitzer Hill, sem í beinni þýðingu er Fall­byssu­hæð.

Stærsta mannvirkið frá stríðstím­um sem enn stendur í Öskjuhlíðinni er nokkurra tuga metra langur veggur, tveir til þrír metrar á hæð, úr hlöðnu grjóti og steypt er milli steina. Vegg­ur þessi var reistur til þess að koma í veg fyrir flóð brennandi eldsneytis niður hlíðina ef loft­árás yrði gerð á eldsneytistanka sem þar stóðu. Bæði við varnarstjórnstöðina gömlu og varnarvegginn, svo og í Nauthólsvík, eru skilti með upplýsingum og texta frá Friðþóri, sem þekkir sögu Íslands í seinni heimsstyrjöldinni flestum betur.

Camp Russel

Camp Russel – arinn…

„Úr þessum byrgjum átti að verja Hafnarfjarðarveginn, sem herfræðilega var mikilvæg leið, til dæmis ef gerð yrði innrás um Hafnarfjörð. Einnig var komið upp byssuhreiðrum til dæmis í Grafarholti, Breiðholti, Vatnsendahæð, Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og Álftanesi, þar sem var heilmikil varðstöð með fall­byssum sem áttu að verja sjóleiðina inn til Reykjavíkur. Standa mannvirki á síðastnefnda staðnum að nokkru enn þá. Einnig eru minjar á Valhúsahæð og í Engey en í flestum tilvikum hafa þessar minjar og mannvirki verið fjarlægð eða eru hulin gróðri,“ nefnir Friðþór, sem telur þarft að halda sögu stríðsminja til haga. Þær sé víða að finna og sumt megi auðveld­lega varðveita fyrir komandi kynslóðir. Mikilvægt sé sömuleiðis að setja fram réttar upplýsingar fremur en það sem betur kunni að hljóma“.

Minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér „ástandið” og „ástandsbörnin”, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn” sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, „Bretavinnan” sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo framvegis. Þessar „óáþreifanlegu” minjar eru því alls staðar umhverfis okkur í samfélaginu.
„Áþreifanlegu” minjarnar, svo sem leifar mannvirkja og búnaðar er hins vegar hægt að staðsetja. Hérlendis er Stríðsárasafnið við Reyðarfjörð eina safnið sem sérhæfir sig í að sýna og varðveita sögu þessa tímabils. Þar má meðal annars finna bragga og fjögur loftvarnarbyrgi. Í þessari grein verður hins vegar reynt að gefa vísbendingu um hvar helstu leifar mannvirkja og hertóla úr síðari heimsstyrjöldinni er að finna. Ummerki varnarliðs Bandaríkjahers frá kalda stríðinu bíða betri tíma.

Winston Churhill

Winston Churchill Reykjavík.

Winston Churhill, sem verið hafði flotamálaráðherra en varð síðar forsætisráðherra Bretands, gerði að sínum hin fleygu orð að sá sem réði yfir Íslandi beindi byssu að Englandi, Ameríku og Kanada. Til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja í Ísland ákvað hann að verða fyrri til og tryggja með því siglingaleiðir um Norður-Atlantshaf. Hafa ber í huga að Churhill reyndist ekki alltaf allsgáður er hann opinberaði yfirlýsingar sínar um mikilvægi hins og þessa.
Í stuttri heimsókn Churchills til Íslands árið 1941 sagði hann Hermanni Jónassyni forsætisráðherra að Bretar hefðu neyðst til að hertaka Íslands og hefðu gert það jafnvel þótt Þjóðverjar hefðu orðið á undan þeim.
Herverndarsamningur var undirritaður í júlí árið 1941 milli Bandarríkjanna, Bretlands og Íslands og fól í sér að bandarískar hersveitir myndu aðstoða og síðar leysa breska hernámsliðið að hólmi.

Tveir „campar“ voru í Garðaholti á stríðsárunum, báðir í sunnanverðu holtinu, austan núverandi samkomuhúss (Garðaholts).

Camp Gardar voru sunnan móta Garðavegar og Garðholtsvegar á austanverðu Garðaholti. Búðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir undirfylki (Company) úr 1/7 Duke of Wellington Regiment. Í marsmánuði árið eftir tóku liðsmenn 11 Durham Light Infantry Regiment við og því næst 1 Tyneside Scottish Regiment í október sama ár. Í desember 1941 tók undirfylki C og flokkur úr 10th Infantry Regiment Bandaríkjahers við búðunum og dvaldi þar fram í júlí 1943 er hersveitin hélt af landi brott. Að jafnaði höfðu um 170 Bandarískir hermenn aðsetur í búðunum.

Kamp Tilloui

Camp Tilloiu á Garðaholti.

Camp Tilloi var við Garðaholtsveg á austanverðu Garðaholti á móts við Grænagarð. Loftvarnabyssuvígi á Garðaholti þar sem húsið Grænigarður stendur í skógræktarlundi. Búðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir stórskotaliðsflokk (Section) úr 4 Heavy Anti Aircraft Battery sem hafði tvær 3,7 þumlunga loftvarnabyssur á Garðaholti ofan við veginn og þar sem nú stendur húsið Grænigarður í skógræktarlundi á holtinu. Herflokkurinn fluttist í nýtt loftvarnabyssuvígi á Laugarnesholti í Reykjavík í júlí 1941. Þá tók við samskonar flokkur á Garðaholti úr 203 Heavy Anti Aircraft Battery en sú liðsveit hafði einnig byssuvígi við Breiðabólsstað á Álftanesi og á Kópavogshálsi. Bandaríska stórskotaliðssveitin 494 Coast Artillery Battalion (AA) tók við í ágúst 1942 til október 1943 en þá tók Battery D, 748th Anti Aircraft Gun Battalion (áður 25th (Separate) Coast Artillery Battalion) við. Starfrækslu loftvarnarbyssanna í Camp Brighton við Breiðabólsstað var þá hætt en sveitin starfrækti loftvarnabyssuvígið á Garðaholti þar til í febrúar 1944 þegar sveitin flutti til Keflavíkurflugvallar. Um 140 – 170 bandarískir hermenn höfðu jafnan aðsetur í Camp Tilloi.

Garðaholt

Camp Gardar Tilloi…

Samtals voru í Gardar og Tilloi-búðunum 36 braggar og 9 hús af öðrum gerðum þegar báðar höfðu verið yfirgefnar.

Ótal stríðsminjar má enn finna hér á landi, hvort sem um er að ræða skotgrafir, skotbyrgi, flugvelli, braggaleifar eða flugvélaflök. Allt framangreint, einkum leifar flugvélalíkanna, virðast vera að fara forgörðum vegna áhugaleysis hlutaðeigandi opinberra aðila er ber að gæta þess að sagan kunni að verða komandi kynslóðum jafn ljós og þeim er upplifðu hana á sínum tíma…

Heimildir:
-Herbúðir bandamanna í Hafnarfirði og nágrenni í síðari heimsstyrjöld. Samantekt eftir Friðþór Eydal, 1. ágúst 2011
-Skjöl bandaríska og breska hersins og Sölunefndar setuliðseigna í þjóðskjalasöfnum Bretlands, Bandríkjanna og Íslands.
-https://www.frettabladid.is/frettir/satt-og-logid-um-hernamid-og-hersetuna/
-https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/arid-er-1949-afmaelisveisla-fyrir-sjotuga-hafnfirdinga
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4609
-http://www.visindavefur.hi.is
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/25/frodleikur_a_fallbyssuhaed/

Ásfjall

Ásfjall – Dagmálavarðan.

Garðaholt

Á Garðaholti er skilti með upplýsingum um herkampana „Camp Gardar og Camp Tilloi„, sem þar voru þar á stríðsárunum. Í texta á skiltinu segir:

Garðaholt

Garðaholt – upplýsingar á skilti.

„Sumarið 940, í beinu framhaldi af hertöku landsins, hóf breski herinn varnarviðbúnað með ströndinni frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði og einnig á helstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og austan þess. Fótgöngulið sem gætti strandlengjunnar á Álftanesi, kom sér fyrir á austanverðu Garðaholti og stórkostaliðsflokkur setti þar upp tvær stórar loftvarnarbyssur. Á Garðaholti og beggja vegna Garðaholtsvegar, sem breski herinn lagði upphaflega, má sjá ummerki eftir hersetuna.

Skálahverfin

Garðaholt

Garðaholt – upplýsingar á skilti.

Herflokkarnir bresku höfðust fyrst við í tjöldum en reistu síðan tvennar herbúðir, Camp Gardar norðan við Garðaveg og Camp Tilloi nokkru ofar í holtinu.
Loftvarnarbyssurnar stóðu ofan við veginn, í skógræktarlundinum þar sem Grænilundur er nú. Á holtinu má sjá leifar af loftvarnarbyssuvígjum ásamt varnarvirkjum frá stríðsárunum.

Garðaholt

Garðaholt – Gamp Tilloi.

Bandarískt herfylki tók við vörnum Hafnarfjarðar og Álftarness í árslok 1941 og leysti breska herflokkinn í Garða-búðunum af hólmi og dvaldi þar fram á sumar 1943. Bandaríkjamenn tóku einnig við loftvarnarvirkinu í Tilloi sumarið 1942 og gættu þess fram í febrúar 1944 þegar þeir fluttu til Keflavíkur.
Að jafnaði höfðu 300 til 340 hermenn aðsetur í báðum búðum og stóðu eftir 36 braggar og níu hús af öðrum gerðum þegar stríðinu lauk. Braggarnir voru af Nissen-gerð og var grjóti og mold hlaðið upp með hliðunum til styrktar. Á þeim grunni í Camp Gardar sem er best varðveittur eru tröppur inn í húsið á tveimur stöðum.
Skilin milli búðanna eru ekki vel greinileg á vettvangi.

Skotbyrgi og skotgrafir

Hernám

Skotbyrgi á Garðaholti.

Skammt norðvestur af Tilloi-búðunum eru tvö vel varðveitt steinsteypt og sprengjuheld skotbyrgi. Skotgrafir voru þar í kring til varnar byssuvíginu. Niður við sjó, þar sem bærinn Móakot stóð, er skotgröf úr torfi og grjóti. Skotbyrgi og aðrar minjar frá veru hersins í kringum Bakka og Dysjar eru horfnar, að hlyta til vegna landbrots.
Austur af búðunum eru skotgrafir með grjótveggjum.

Hernámið
Garðaholt
Að morgni föstudagsins 10. maí árið 1940 gekk breskur her á land í Reykjavík og stóð þá ísland ekki lengur utan styrjaldarátaka stórveldanna. Hernámið, sem hlaut dulnefnið „forkur“, kostaði þó ekki blóðsúthellingar. Þýskir herir höfðu náð Noregi og Danmörku á sitt vald en íslendingar haldið fast við hlutleysisstefnu sína þrátt fyrir það og ekki viljað ganga til liðs við bandamenn.

Garðaholt

Garðaholt – skilti við Camp Gardar og Camp Tilloi.

Winston Churchill, sem verið hafði flotamálaráðherra er varð þennan dag forsætisráðherra Bretlands, gerði að sínum hin fleygu orð að sá sem réði yfir íslandi beindi byssu að Englandi, Ameríku og Kanada. Til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja í Ísland ákvað hann að vera fyrri til og tryggja með því siglingaleiðir um Norður-Atlantshaf. Íslendingar mátu sjálfstæði sitt mikils og mótmæltu stjórnvöld hernáminu formlega. Fer þó ekki á milli mála að flestir voru fegnir að njóta verndar fyrir nasistastjórn Þýskalands.
Í stuttri heimsókn Churchills til Íslands árið 1941 sagði hann Hermanni Jónasyni forsætisráðherra að Bretar hefðu neyðst til að hertaka Ísland og hefðu gert það jafnvel þótt Þjóðverjar hefðu orðið á undan þeim.
Herverndarsamningur var undirritaður í júlí árið 1941 milli Bandaríkjanna, bretlands og Íslands og fól í sér að bandarískar hersveitir myndu aðstoða og síðar leysa breska hernámsliðið af hólmi“.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir.

Hernám

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson fjallaði um „Erlend nöfn á Innnesjum – Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu“, auk þess sem ýmsir hafa tekið saman og fjallað um um hernámið hér á landi. Hér verður augunum aðallega beint að höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

Hernámið

Hernám

Forsíða Morgunblaðsins 11. maí 1940.

Aðfaranótt föstudagsins 10. maí árið 1940 hernámu Bretar Ísland. Fyrirboði hernámsins var flugvél sem flaug frekar lágt yfir borgina og vakti nokkra borgarbúa. Sumir óttuðust það versta og héldu að Þjóðverja væru að gera innrás. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík og stuttu síðar var bærinn fullur af hermönnum. Engin mótspyrna var veitt og ekki var hleypt af skoti. Ísland var hernumið af því að það var talið hafa hernaðarlegt mikilvægi. Bretar lofuðu að skipta sér ekki af stjórn landsins en stóðu ekki við loforðið því fyrsta verk þeirra var að handtaka Þjóðverja sem voru á Íslandi og senda þá í fangabúðir í Bretlandi. Bretar lögðu undir sig nokkrar byggingar í Reykjavik, meðal annars Hótel Borg sem þeir gerðu að aðalstöðvum sínum. Þann 28.maí ákvað Franklin D. Roosevelt , forseti Bandaríkjanna, að Bandaríkin skyldu taka við hervörslu Íslands. Þann 7. júlí 1941 hófu Bandaríkjamenn að landa herliði og fluttu hingað samtals 45.000 hermenn. Bretar fóru samt ekki allir fyrr enn eftir stríðslok. Talið er að um 25 þúsund breskir hermenn hafi verið á landinu þegar mest var árið 1941 og höfðu þeir flestir búsetu í Reykjavík og nágrenni. Með komu hersins breyttist bæjarlífið til muna og stóðu bretar líka í mörgum framkvæmdum, meðal annars lögðu þeir flugvöll í Vatnsmýrinni, lögðu vegi og reistu braggahverfi alveg upp frá grunni. Fjölmargir Íslendingar fengu vinnu við þetta sem var ekki slæmt þar sem atvinnuleysi hafði ríkt um tíma í landinu. Við komu svona margra “nýrra íbúa” hafði lögreglan í borginni nóg að gera, skemmtanalífið jókst til muna og kom þá til árekstra milli hermanna og landsmanna.

Frá upphafi hernámsins var starfsemi Ríkisútvarpsins undir miklu eftirliti, allar fréttir og auglýsingar voru ritskoðaðar svo það væri ekkert sem Þjóðverjar gætu notað sér til hagnaðs. Íslendingar gátu einnig hlustað á útsendingar erlendra útvarpsstöðva, BBC hóf útsendingar á íslensku 1. desember 1940 en einnig Þjóðverjar, þeir hófu útsendingu á íslensku á stuttbylgju þann 17. júní 1941 og sendi út daglega í 15 mínútur senn. Með þessari útsendingu vildu Þjóðverjar upplýsa íslensku þjóðina um stefnu sína og hugmyndafræði.

Hernám

Forsíða Þjóðviljans 11. maí 1940.

Vegna skamms fyrirvara fyrir hernám landsins var stuttur undirbúningur fyrir hermennina til að koma upp bækistöðvum. Það var því margt sem ekki var eins og átti að vera. Stutti undirbúningurinn gerði það að verkum að margir hermannanna sem komu voru í lítilli þjálfun, margir mjög ungir og voru að prófa vopnin í fyrsta skipti á skotæfingum. Margir urðu sjóveikir á leið til landsins og því lán að það var lítil mótspyrna gagnvart þeim því ekki er vitað hvernig hefði farið með alla þessa óreyndu menn. Það voru um 2000 hermenn sem tóku þátt í hernámi Íslands en seinna meir áttu þeir að vera orðnir rúmlega 25.000 og því mikið sem þurfti að gera til að undirbúa komu þeirra, því ekki voru Íslendingar færir um að veita þeim öllum húsnæði. Innflutningur á bröggum var hafinn strax um sumarið og um 6000 braggar fluttir hingað frá Bretlandi. Bæði Íslendingar og Bretar tóku þátt í að byggja braggana og í október voru flestir hermenn komnir með húsaskjól. Fljótlega eftir það var svo hafið að byggja flugvöll í Vatnsmýri og var þetta hluti af bretavinnunni, þeir sem fengu vinnu fengu greitt með ávísunum og fóru svo og leystu þær út hjá herstöðinni.

Hernám

Skipton Camp.

Lifnaðarháttur Íslendinga var fljótur að breytast við komu Bretanna. Fullorðnum einstaklingum var borin skylda að hafa á sér persónuskilríki sem þeim bar að sýna hermönnum þegar þeim sýndist en fyrst var þetta aðeins í Reykjavík þótt það breiddist hratt út, þó aðallega í bæjum í kring. Bretum var skipað að koma vel fram við Íslendinga, enda vildu þeir fá okkur á sitt band og því vinguðust margir landsmenn við hermennina, enda framandi og spennandi. Þeir vildu koma sér vel fyrir hjá Íslendingum og sem dæmi þá borguðu þeir allar skemmdir að fullu sem þeir ollu. Það ríkti þó ekki alltaf sætti á milli, Íslendingar voru ennþá á fullu með sjálfstæðisbaráttuna og þjóðernisstefnan var þeim meðfædd. Margir karlmenn urðu afbrýðissamir út í hermennina sem tóku frá þeim stúlkurnar (Ástandið) en þá aftur á móti sást það fljótt að Íslendingar voru fegnari að Bretar hernámu Ísland fremur en Þjóðverjar.

Bretavinnan kom í kjölfarið og varð til þess að kreppan hér á landi tók á enda og það atvinnuleysi sem hafði verið í landinu tók enda. Með þörf fyrir flugvöll fengu þeir marga Íslendinga til að taka þátt við byggingu hans, þeir þurftu mikið vinnuafl til að grafa skurði, reisa byggingar, girða af, leggja vegi og flugbrautir og var þetta allt vel borgað, betur borgað en áður hafði þekkst á Íslandi og var þetta því mjög eftirsóknarverð vinna. Einnig fengu sjómenn vinnu við að sigla með fisk til Bretlands. Árin 1941-1942 var enginn skráður atvinnulaus á Íslandi og voru flest öll iðnaðarfyrirtæki á svæðinu að drukkna í verkefnum. Iðnaðamenn í braggabyggingar, bílstjórar og túlkar voru mjög vinsælir í vinnu. Þeir þurftu eftirlitsmenn með flugvélaferðum og var Landsíminn opinn allan sólahringinn vegna stanslausrar tilkynningar. Læknar og hjúkrunarfólk bjó sig undir að taka á móti særðum og skátar stofnuðu sveit til að annast hjálp. Bretar sóttu mikið í að fá íslenskar húsmæður til að þvo föt og annað og varð því bretaþvotturinn vinsælt starf en var einnig mjög gagnrýndur fyrir of náin kynni hermanna við fjölskyldur. Vegna bretavinnunar má þakka fyrir þéttbýlismyndun í Reykjavík þar sem fólk flyktist þangað til að fá vinnu.

Hernám
Á Íslandi fyrir stríð var mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Ísland var mikið landbúnaðarland og flestir landsmenn bjuggu í sveitum. 10. maí 1940 hernámu Bretar Ísland og árið 1941 tóku Bandaríkjamenn við hervörslu landsins. Stundum er vitnað til þessa tímabils sem „blessað stríðið“ því hernám Breta og svo yfirtaka Bandaríkjanna var það sem kom Íslandi upp úr kreppunni og atvinnuleysinu sem ríkt hafði á Íslandi. Oftast voru samskipti milli landsmanna og hersins friðsamleg, en einstöku sinnum kom fyrir að hermenn gripu til byssunnar ef þeim þóttu landsmenn sýna óhlýðni. Í landinu voru skyndilega staddir tugir þúsunda af ungum karlmönnum sem sýndu hinu kyninu áhuga. Sambönd hermanna og íslenskra kvenna var kallað “ástandið”. Í upphafi 20. aldar var Ísland fátækasta land Evrópu, efnahagslega og samfélagslega vanþróað. Eftir stríðið má telja að Ísland hafi orðið orðið eitt af ríkustu löndunum. Árið 2006 fór bandaríska herliðið aftur til Ameríku, en þó að Bandaríkjamenn séu farnir vernda þeir okkur enn.

Ísland fyrir stríð

Hernám

Skjáskot úr sjónvarpsþættinum Stríðsárin á Íslandi, sem sýndur var á RÚV 1990, í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá upphafi hernáms á Íslandi.

Á Íslandi fyrir stríð var mikið um atvinnuleysi, fólk átti erfitt með að fá vinnu og það voru líka fá störf í boði. Í Reykjavík fóru verkamenn niður í höfn og vonuðust eftir að fá vinnu þar, oft ráðið í vinnu einn dag í einu. Ekki fengu allir vinnu og þeir sem fengu ekki vinnu þurftu að fara aftur heim og bíða eftir næsta tækifæri að fá vinnu. Verkafólkið gat ekki fengið atvinnuleysisbætur en á sumum stöðum gat það fengið ókeypis að borða. Atvinnuleysi hvarf ekki á Íslandi fyrir eftir Bretar hernámu landið og herinn fór að ráða fólk í vinnu. Verkamennirnir fengu vinnu við að reisa bragga, leggja vegi og flugvelli.
Ísland var mikil landbúnaðarþjóð og flestir landsmenn bjuggu í sveitum og voru annað hvort bændafólk eða vinnufólk. Vegirnir voru mjög lélegir þannig það var erfitt að ferðast milli staða.
Ísland var frumstæð og fáttæk þjóð, og iðnvæðing var varla byrjuð. Bifreiðar voru ekki notaðar til að keyra langt.

„Blessað stríðið“

Hernám

Braggasmíði.

Stundum er vitnað til þessa tímabils sem „blessað stríðið“ því hernám Breta og svo yfirtaka Bandaríkjanna var það sem kom Íslandi upp úr kreppunni og atvinnuleysinu sem ríkt hafði á Íslandi frá því heimskreppan skall á. Árið 1940 hvarf atvinnuleysi á Íslandi og í staðinn varð skortur á vinnuafli. Herinn þurfti mikinn vinnukraft til að reisa bragga, leggja vegi flugvelli og fleira. Með öllum þessum framkvæmdum varð eftirspurn eftir vinnuafli. Árið 1940 voru um 1.700 Íslendingar í vinnu hjá hernum og fór þeim fjölgandi. Þegar mest var voru þeir um 4.000. Auk atvinnu hjá hernum sköpuðust störf við ýmiss konar þjónustu eins og við veitingarekstur, tauþvotta, saumaskap, verslun og matvælaframleiðslu. Helsta útflutningssvara Íslendinga var fiskur sem margfaldaðist í verði. Stríðsárin voru blómatími í efnahag þjóðarinnar.

Samskipti milli landsmanna og hermanna

Hernám

Samskipti hernámsliðsins við Íslendinga voru óneitanlega mikil.

Oftast voru samskipti milli landsmanna og hersins friðsamleg, en einstöku sinnum kom fyrir að hermenn gripu til byssunnar ef þeim þóttu landsmenn sýna óhlýðni. Bæjarlífið í Reykjavík og nágrenni tók miklum breytingum á stríðsárunum. Herbúðir settu svip sinn á umhverfið og hermenn voru áberandi. Veitingasala, verslun og ýmis þjónusta blómstraði. Dægurmenning, skemmtanalíf og almenn neysla breyttist verulega með nýjum menningarstraumum og auknum innflutningi. Reykjavík óx og dafnaði og í lok stríðsins breyttust herskálahverfin í íbúðarhverfi. Herliðum Breta og Bandaríkjamanna fylgdu mikil umsvif og um leið röskun á íslensku þjóðlífi. Tölur um fjölda hermanna segja sína sögu. Þegar mest var, vorið 1942, voru 55 þúsund hermenn í landinu. Íslendingar voru þá um 120 þúsund sem þýðir að hlutfall hermanna og landsmanna fór nærri því að vera einn á móti tveimur. Þar sem hermennirnir voru karlar leiddi þetta til óvenjulegs kynjahlutfalls í landinu og á sumum stöðum voru fullorðnir íslenskir karlmenn mun færri en hermennirnir. Mestar áhyggjur höfðu Íslendingar af samböndum hermanna og íslenskra stúlkna.

„Ástandið“

Hernám

Náin samskipti.

Í landinu voru skyndilega staddir tugir þúsunda af ungum karlmönnum sem sýndu hinu kyninu áhuga. Oft var sagt að þeir væru kurteisari við kvenfólk en íslenskir karlmenn. Sambönd hermanna og íslenskra kvenna var kallað “ástandið”. Margir Íslendingar héldu því fram að konur væru að svíkja uppruna sinn og þjóðerni og urðu því oft fyrir aðkasti. Íslenskum stjórnmálamönnum fannst vera nóg komið og skipuðu í framhaldi nefnd til að skoða málin. Nefndin skilaði inn skýrslu sem gaf mjög neikvæða mynd af þessum málum en breska herstjórnin gerði athugasemdir við skýrsluna og reyndu að þagga málið niður.

Stríðslok
Þann 8. maí árið 1945 gáfust herir Þjóðverja upp og Þriðja ríkið samdi frið við Bandamenn. Stríðinu í Evrópu var þar með lokið. Íslendingar fögnuðu þessu afar mikið enda höfðu þeir mátt þola nokkrar þrengingar og fjöldi íslenskra sjómanna hafði farist.

Marshall aðstoðin

Hernám

Kort af Evrópu á árum Kalda stríðsins. Myndin sýnir hlutfallslega dreifingu heildarupphæðar Marshall-áætlunarinnar.

Marshall aðstoðin (sem var upprunalega evrópsk batastefna) var amerísk hjálparstefna sem styrkti lönd í Evrópu til að endurbæta hagkerfið eftir seinni heimstyrjöldina. Marshall Aðstoðin tók fjögur ár að komast til skila frá árinu 1948 – 1952. Markmið Bandaríkjanna var að koma stafsemi samfélagsins aftur af stað.
Ísland var það ríki sem fékk langsamlega hæstu fjárhæðir allra af Marshall-aðstoðinni á hvern íbúa, þótt Ísland hafi ekki verið stríðshrjáð land. Frá árinu 1948 – 1952 fengu Íslendingar allt að 43 milljónir dollara í aðstoð, sem gera um 297 dollara á hvert barn miðað við íbúafjölda árið 1951 hér er um var að ræða tæplega þrisvar sinnum meira framlag en næsta þjóð fékk. Í upphafi 20. aldar var Ísland fátækasta land Evrópu, efnahagslega og samfélagslega vanþróað. Þótt kreppa 4. áratugarins hafi ekki verið eins djúp, ef litið er til breytinga á landsframleiðslu, og víðast annars staðar þá var hún langdregnari og hafði í för með sér mikið atvinnuleysi á þéttbýlustu svæðum landsins. Ef litið er á ástandið fyrir og eftir stríðið má sjá miklar breytingar á atvinnuleysi, hagkerfi og fleiru. Eftir stríðið má telja að Ísland hafi orðið meðal ríkustu landa í lok stríðsins þökk sé aðstoðana. Vergar þjóðartekjur uxu um 10,2% að meðaltali hvert ár á stríðsárunum og þær rétt tæplega tvöfölduðust á meðan stríðið lamaði meginland Evrópu.

Ísland og Bandaríkin

Hernám

Aðkoman að Camp Russel á Urriðaholti.

Eftir að Ísland varð sjálfstætt fóru miklar breytingar á stað, þótt að miklar breytinga hafi þegar gerst í stríðinu, t.d. atvinnutækifæri og fyrsti flugvöllurinn var byggður. Þetta var tíminn sem Ísland fékk loks tækifæri til að taka sínar ákvarðanir sem myndu gagnast sinni þjóð og taka sín fyrstu spor í framtíðina. Ísland og Bandaríkin voru enn í hermannaðarsamvinnu sem gerði Bandaríkin skyldug til að vernda Ísland ef undir árás. Ísland fékk innblástur frá Bandaríkjunum og Ísland leit mikið upp til Bandaríkjanna. Þegar stríðið endaði fékk Ísland mikla athygli og stuðning frá Bandaríkjunum til að komast inn í NATO (North Atlantic Treaty Organization). Bandaríkin gerðu ráðstafanir um að Bandaríkin myndi vernda Ísland fyrir hönd NATO. Þetta var vegna þess að Ísland hafði engan her. Bandaríkin fengu byggingar rétt fyrir bandarískt herlið á landinu frá NATO. Sú réttindi eru enn til staðar í dag en herinn er ekki lengur staðsettur á Íslandi.
Þegar bandaríska herliðið fór frá Íslandi árið 2006 misstu margir Íslendingar sem unnu fyrir herinn vinnuna sína, en Bandaríkin lögðu samt áherslu á að veita fjárfestingar til að halda flugvellinum í Keflavík uppi fyrir ferðaþjónustu.

Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu

Hernám

Camp Russel – kort.

Þegar breski herinn hertók Ísland 10. maí 1940 var íslenskt þjóðfélag bændasamfélag upp á gamla vísu. Borgaraleg menning Vestur-Evrópu hafði að vísu skotið nokkrum rótum í íslensku samfélagi en var mest áberandi í Seltjarnarneshreppi hinum forna og hinum gamla Álftaneshreppi, einkum í Reykjavík og Hafnarfirði og örfáum þéttbýlissvæðum í öðrum landshlutum eins og á Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og Seyðisfirði.
Hér verður rætt um ýmis ensk heiti sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum í síðari heimsstyrjöld á svo kölluðu Stór-Reykjavíkursvæði sem áður fyrr var nefnt Innnes. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes voru oft nefnd einu nafni Innnes til aðgreiningar frá Suðurnesjum. Stundum voru öll nesin við innanverðan Faxaflóa nefnd Innnes, að Akranesi meðtöldu.
Umfjöllunin í greininni er að mestu takmörkuð við land Reykjavík og nágrenni.
Meðan umboðsmenn konungsvaldsins sátu á Álftanesi var nesið gjarna kallað Kóngsnes.

Hér er fjallað um hluta ensku örnefnanna og skýrð tilurð þeirra. Fyrirmyndir fyrstu nafnanna, sem Bretarnir gáfu, má oft rekja til örnefna í Englandi og Skotlandi. Bandarísku hermennirnir notuðu einnig bresku nöfnin en bættu við nafngiftum sem gjarna vísuðu til ákveðinna þekktra einstaklinga. Um mörg nafnanna hefur áður verið fjallað, ekki síst kampanöfnin, m.a. hjá Sævari Þ. Jóhannessyni (sjá Sævar Þ. Jóhannesson, án ártals, og Pál Lúðvík Einarsson 1990).
Örnefnafræði er margslungin fræðigrein sem styðst við málfræði, orðsifjafræði, landafræði og sögu svo að eitthvað sé nefnt. Greinin er hugsuð sem sögulegt og landfræðilegt framlag til örnefnafræðinnar hvað varðar Innnesjasvæðið við Faxaflóa. Á íslensku er þessi þáttur örnefnafræði nefndur staðfræði eða svæðislýsing.

Hernám á Innnesjum

Hernám

Braggahverfi á Skólavörðuholti.

Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Sjálft Seltjarnarnesið, sem hreppurinn er kenndur við, er nesið á milli Fossvogs og Grafarvogs og því umtalsvert stærra en sveitarfélagið sem enn er kennt við það og er yst á nesinu.
Reykjavík í hinum forna Seltjarnarneshreppi fékk kaup stað arrétt indi 18. ágúst 1786. Tuttugu og fimm lögbýli innan hins forna hrepps tilheyra nú Reykjavík en þau lögbýli í honum, sem eru innan Kópavogsbæjar, mynduðu fyrst sjálfstætt sveitarfélag, Kópa vogshrepp, árið 1948. Þá varð einnig til Seltjarnarneshreppur hinn nýi.
Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955. Garðahreppur varð til er Álftaneshreppi hinum forna var skipt 1878 í Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Frá og með 1. janúar 1976 hét Garðahreppur Garðabær. Samþykkt var í atkvæðagreiðslu 20. október 2012 að sameina Garðabæ og Álftanes (gamla Bessastaðahrepp). Hafnarfjörður til heyrði Garðahreppi þar til hann varð sérstakt lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum 1. júní 1908.
Þegar breski herinn kom í maímánuði 1940 voru jarðirnar Kópavogur, Digranes, Fífuhvammur, Vatnsendi, Gunnarshólmi, Geirland og Lækjarbotnar innan hreppamarka Seltjarnarneshrepps hins forna.

Hernaðarþýðing Innnesja

Hernám

Patterson flugvöllur.

Reykjavík og nágrenni hafði mikla hernaðarþýðingu í styrjöldinni og Inn nes því í brennipunkti hjá hernum. Hæðirnar í nágrenni Reykjavíkur og leiðirnar úr höfuðborginni voru mikilvægar. Herstöðvarnar í Seltjarnarneshreppi hinum forna teygðu anga sína allt að rótum Vífilsfells. Sandskeiðið, sem hugsanlegur lendingarstaður þýskra flugvéla, hlaut strax mikla athygli breska flughersins. Sandskeiðið er á af rétti Lækjarbotnajarðar. Bretar reistu loftvarnarbyssuvígi á Kópavogshálsi haustið 1940 og höfðu einnig smærri loftvarnarbyssur á Kársnesi. Vígin voru hluti af varnarkerfi flugvallarins í Reykjavík.

Breska hernámið

Hernám

Breskir hermenn.

Áætlun Breta um hernám Íslands var nefnd „Operation Fork“. Samkvæmt áætluninni voru hafnarsvæðin í Reykjavík og Hvalfirði tekin fyrsta daginn og tveir hugsanlegir lendingarstaðir óvinaflugvéla, Sand skeið og Kaldaðarnes. Fyrstu aðalstöðvar hersins voru í Menntaskólanum í Reykjavík en voru síðar fluttar inn að Elliðaám í Camp Alabaster en breska herliðið gekk í fyrstu undir heitinu „Alabaster Force“.
Fjölmargir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi og því var þeim nærtækt að nefna íslensk kennimerki eftir bæjarnöfnum og öðrum heitum í heimahéruðunum. Ensku heitin þurftu að vera kunnugleg og auðveld í framburði svo að ekki gætti neins vafa.
Tangarsóknarlíkingin er komin úr skákmáli og merkir að tveimur tafl mönnum er hótað í einu (Eggert Þór Bernharðsson 2000:9).
Breska herstjórnin í Reykjavík gaf út gróft kort í júlí 1940 með helstu kennimerkjum á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur báru ensk nöfn. Kortadeild breska hersins nýtti sér kort dönsku landmælinganna sem til voru í landinu (Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 og 1910).

Bandaríkjamenn taka við vörnum
HernámMeð herverndarsamningnum við Bandaríkin, sem undirritaður var sumarið 1941, var breski landherinn leystur af hólmi. Þá lauk formlegu hernámi Breta. Liðssveitir breska flughersins og flotans voru þó áfram í landinu, aðallega við varnir skipalesta á siglingaleiðum yfir Norður-Atlantshafið. Fyrstu Bandaríkjamennirnir stigu á land á Íslandi 7. júlí 1941. Þeir voru úr landgönguliði flotans („United States Marines“). Á eftir landgönguliðunum kom landherinn („US Army“). Í lok desember 1942 voru um 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi í 300 kömpum víðs vegar um landið.
Bandaríkjamenn notuðu bresku heitin en voru duglegir við að gefa nýjum kömpum bandarísk nöfn.

Breytingar á samskiptaháttum

Hernám

Tedcaster í Englandi.

Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum voru aðalstöðvar hersins fluttar í Camp Tadcaster. Eins og gildir um mörg heiti Bretanna, sem komu frá norðurhluta Englands, var Tadcaster-nafnið fengið úr heimabyggð þeirra, litlum markaðsbæ í Selby-héraði um 16 km suðvestan við Jórvík (York). Camp Tadcaster var rétt sunnan við Miklubraut þar sem nú er Borgargerði og Rauðagerði, skammt norðan við Charing Cross þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast. Charing Cross var eitt af mörgum Lundúnaheitum Bretanna. Bandaríkjamenn breyttu Tadcaster-nafninu í Camp Pershing.
Síðar var nafninu breytt í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Harry O. Curtis þegar hann var að fara af landi brott.
Öryggisþjónusta breska hersins („Field Security Service“), sem bar ábyrgð á því að hindra að óvinum bærist njósn af viðbúnaði og umsvifum hersins, átti í erfiðleikum í samskiptunum við Íslendinga enda enskukunnátta ekki almenn meðal Íslendinga á þessum tíma. Foringjar Bretanna leituðu oft til miður vandaðra Íslendinga sem gáfu þeim uppdiktaðar upplýsingar gegn greiðslu í pundum. Síðan gengu þessir Íslendingar um og skopuðust að einfeldni bresku foringjanna (Þór Whitehead 1999:245). Viðhorf yfirmanna öryggisþjónustunnar voru Íslendingum illskiljanleg sem og samskiptahættir þeir sem tíðkuð ust í formfastri stéttaskiptingu Breta.
Miklar breytingar urðu á samskiptaháttum setuliðsins og Íslendinga þegar bandaríski herinn kom til Íslands. Þessi breyttu viðhorf tengjast meðal annars tungunum ensku og íslensku.
Með bandaríska hernum komu Vestur-Íslendingar og margir þeirra voru vel talandi á íslensku. Þekktastur þeirra er Ragnar Stefáns son (1909–1988), síðar ofursti, sem var foringi í bandaríska gagnnjósna liðinu („Counter Intelligence Center Analysis Group“) á Íslandi á stríðsárunum. Ragnar Sefánsson stjórnaði starfseminni á Norður- og Austurlandi og hafði bækistöð á Akureyri. Að stríðinu loknu var hann ráðgjafi bandaríska hersins í samskiptum við Íslendinga með stuttum hléum til ársins 1958 (Þór Whitehead 1999:244–245).

Hertækni Bandaríkjamanna og kortagerð

Hernám

Nýjasta hernaðartækni fylgdi Bandaríkjamönnum. Má þar nefna ratsjárstöðvarnar og aðrar fjarskiptastöðvar sem settar voru í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll. Ellefu ratsjárstöðvar mynduðu ratsjárkerfi banda manna á Íslandi. Aðalstöðin var í Camp Tinker í Almannada austan Rauðavatns (Þór Whitehead 2002:184). Búðirnar hétu eftir Clarence L. Tinker, hershöfðingja í bandaríska flughernum. Tinker fórst í árásarleiðangri á bækistöð Japana á Wake-eyju á Kyrrahafi árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:33).
Kortadeild breska hersins dró upp frumdrætti leiðakerfis hersins umhverfis höfuðborgina á árunum 1940–1941 og fyrstu ensku heitin bera því breskt svipmót.
Kortadeild bandaríska hersins teiknaði nákvæm kort á árunum 1941–1943 og eru þau besta heimildin um skipulag svæðisins í nágrenni Reykjavíkur og þau ensku heiti sem notuð voru á styrjaldarárunum. Eitt besta kortið með örnefnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu er frá 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar bandaríska landhersins sá um gerð kortsins með aðstoð kortaþjónustu landhersins í Washington (frumkort GSGS 4186, 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861).

Örnefni á hernaðarlega mikilvægum svæðum – strandsvæðið

Hernám

Í skotgröf.

Strandsvæðið frá Viðeyjarsundi, Gufunes Bay, að Gróttutanga, Grotta Point, og Seltjörn, Grotta Bay, er nákvæmlega teiknað á kortum hersins. Leiðin frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita er nefnd Grotta Road og Eiðsvík Selsker Bay. Herfræðilega var ströndin mikilvæg, allt frá Vatnagörðum, Balbos Beach, Laugarnesi, Laugarnes Point, að Höfða við Rauðarárvík, Consul Point.
Hið sama má segja um suðurströnd Seltjarnarness að Nauthólsvík, South Beach. Viðey, Vidhey, Engey, Akurey og Selsker eru nákvæmlega teiknuð á kortunum sem og Gufuneshöfði, Trigger Point, og Grafarvogur. Um Grafarvog lá leiðin að árkjöftum Elliðaárvogs, Salmon Inlet, og að Ósmel Grafarvogs, Grafar Inlet. Á Gelgjutanga við Grafarvog var braggabyggð og skipalægi.

Hæðir á Seltjarnarnesi

Hernám

Feit fallbyssa á verði.

Á hæðunum umhverfis Reykjavíkurhöfn og flugvöllinn var varnarvirkjum komið fyrir og voru mörg hver niðurgrafin.
Einn fyrsti breski kampurinn var reistur á Skólavörðuholti. Orðið lá ekki vel fyrir Bretanum í framburði og kölluðu þeir holtið Skipton Hill og braggahverfið Camp Skipton. Kampurinn var nefndur eftir heimabæ her sveitarinnar „The Duke of Wellington’s Regiment“ í Norður-Yorkshire. Eitt herfylki hennar hafði aðalstöðvar á Skólavörðuholti.
Valhúsahæðina kölluðu Bretar Keighley Hill og kampinn Camp Keighley. Keighley er bær í Vestur-Yorkshire á Englandi þangað sem hersveitin „The West Yorkshire Regiment“ átti rætur að rekja. Liðsmenn hennar tóku sér stöðu á Seltjarnarnesi.
Laugarásinn, Pimple Hill, Grensásinn, Casement Hill, og Rauðar árholt, Tower Hill, mynduðu eins konar varnarbyrgjamúr fyrir austurhluta hafnarsvæðisins og flugvöllinn. Pimple Hill er hæð í enska hérað inu West Midlands, skammt frá Birmingham. Casement Hill hefur svipaða merkingu og íslenska örnefnið Skyggnir. Tower Hill er þekktur staður skammt fyrir utan London.
Gamla leiðin úr Reykjavík yfir Skólavörðuholt lá að Háaleiti sem var smáhæð í skarðinu milli Öskjuhlíðar, Howitzer Hill, og Minni-Öskjuhlíðar, Red House Hill. Howitzer var varnarbyssa (samkvæmt ensk um orðsifjabókum á enska orðið howitzer rætur í tékkneska orðinu houfnice sem merkir ‘að slöngva’). Rauða golfskálabyggingin, sem Golfklúbbur Íslands reisti 1937, rétt norðvestan við hús Veðurstofunnar, skýrir nafnið Red House Hill.

Að Elliðaám

Hernám

Austan við Háaleiti í skarðinu milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar skiptust leiðir. Önnur lá um Bústaðaholt, Handley Ridge, að Elliðaánum, Salmon River. Handley er smábær í Great Boughton-héraði í Cheshire á Englandi og þar er einnig örnefnið Handley Ridge.

Gamli Bústaðavegur er nefndur á kortum hersins Edward Road.
Friðþór Eydal telur að örnefnið Tower hill (Rauðarárholt) vísi til turnspíru Sjómannaskólans.
Örnefnið Minni-Öskjuhlíð kemur fyrst fyrir á Reykjavíkurkorti Björns Gunnlaugssonar frá 1850. Hæðin hefur einnig verið nefnd Golfskálahæð, Litlahlíð og Litla-Öskjuhlíð og þar er nú Veðurstofan. Vegurinn lá að gatnamótum sem Bretarnir nefndu Piccadilly Circus. Þar mætir Bústaðavegur nú Grensásvegi sem Bretar nefndu Harley Street.
Bústaðavegur lá ofan við Bústaðabæinn að hinum hernaðarlega mikil vægu vegamótum vestan Elliðaárkvíslanna, Charing Cross, þar sem Bústaðavegur og Sogavegur, Tower Hill Road, mættust. Nöfnin eru tengd Lundúnum. Austan vegamótanna var hið gamla Álftnesingavað á Vestur kvíslinni, West Fork, og Ártúnsvað á Austurkvíslinni, East Fork. Um þessi vöð lá aðalleiðin frá Seltjarnarneshreppi hinum forna, allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar.

Um Kópavog og Álftanes

Hernám

Braggabyggð.

Frá gatnamótunum austan við Minni-Öskjuhlíð lá Hafnarfjarðarvegur, Hafnarfjordur Road, í suður yfir Leynimýri og síðan austan við Fossvog, Fossvogur Bay. Þá erum við komin að norðurmörkum Kópavogs jarðar. Leiðin lá að krossgötum Nýbýlavegar, Skeleton Hill Road, og Kárs nes brautar, Korsnes Road. Vestasti hluti Kársness, Kársnestá, ber heitið Whale Point á herkortunum.
Leiðin frá Fossvogsbotni lá í suður milli Kópavogsháls, Mossley Knoll, og Digranesháls, Whale Hill, og að gatnamótum ofan við Kópavogslæk. Knoll í Mossley er í norðvesturhluta Englands. Knoll er notað í ensku yfir ávalar smáhæðir eða hálsa. Hinn ávali Digranesháls minnir á lögun hvalbaks.
Í austur lá Hilton Road yfir brú yfir Kópavogslæk við gamla Danskavað. Nú heitir vestasti hluti Hilton Road Fífuhvammur.
Mýrarsvæðið, aðallega Fífumýri og Kringlumýri sunnan við veginn sem nú er nefndur Fífuhvammur, er kallað á herkortunum Hilton Flats. Þekktasta Hilton Flats-örnefnið í Bretlandi er í Tenby í Suður-Wales.
Af Arnarnesi, Puffin Point, blasir við Arnarnesvogur, Puffin Bay, og Eskines, Arnar Point, nyrsti hluti Gálgahrauns. Á Álftanesi, Gardar Peninsula, við Skerjafjörð, Ford Fjord, er Bessastaðatjörn, Bless Bay, Seilan, Point Eyri, Rani, Rani Point, Lambhúsatjörn, Lamb Bay og Skógtjörn, Bottle Neck Bay.
Bústaðabærinn lá neðan við Bústaðaveginn, milli Marklands og Seljalands.

Örnefni á ýmsum leiðum og herskálahverfum – Kópavogsjörðin

Hernám

Skilti við Camp Kwitcherbelliakin.

Camp Fossvogur var norðan við Miðbjarg (Votaberg), rétt austan við Hanganda og norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn. Breski flug herinn hafði þar síðast aðstöðu og nefndi Camp Cook South en Camp Cook stóð nokkru norðar við Hafnarfjarðarveginn. Ætla mætti að heitið væri tengt breska landkönnuðinum James Cook (1728–1799) sem var kapteinn í Hinum konunglega breska flota.
Flugbátalægi hersins var á innanverðum Skerjafirði. Á norðanverðu Kársnesi var viðhaldsstöð fyrir þjónustubáta og hraðbáta flughafnarinnar („RAF Marine Craft Section“) og var herstöðin með sjö bröggum nefnd Marine Slipway með vísan til dráttarbrautar sem þar var. Á íslenskum kortum frá árunum eftir stríð er Flughöfn merkt á svæðinu þar sem Marine Slipway var (Ágúst Böðvarsson 1947).
Á vestanverðu Kársnesi var lítið herskálasvæði sem nefnt var Camp Korsnes. Það var yst á Kársnesi ofan við Kársnesbraut (þar sem Kársneskjör reis síðar). Í Sæbólslandi við Fossvogsbotninn reis herskála hverfi, Camp Bournemouth, við suðurleiðina úr Reykjavík. Borgin Bournemouth er á suðurströnd Englands. Háhæðina, þar sem nú er miðbær Kópavogs og Hamraborgin, nefndu Bretar Skeleton Hill. Margir hafa talið að nafnið Skeleton Hill tengist beinagrindum frá aftökustað Kópavogsþings. Engar sannanir eru samt um beinafund hermanna þar. Á hæðinni voru trönur og fiskur þurrkaður. Það vakti forvitni hermanna og gaf búðunum nafn. Friðþór Eydal hefur sýnt fram á að búðirnar hafi verið nefndar Skeleton Hill allt frá upphafi haustið 1940 og þar til Bandaríkjamenn tóku við búðunum árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:13–16).

Herleiðir og herskálar í landi Digraness- og Fífuhvammsjarða

Hernám

Camp Fífuhvammur.

Frá Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfjordur Road, lá ófullkominn vegur í aust ur frá Skeleton Hill að Víghóli. Þar var ratsjárstöð bandaríska flughersins, Camp Catharine. Þaðan lágu traðir að Digranesbæ á Digraneshæð, Whale Hill.
Hilton Road, sem lá á svipuðum slóðum og Fífuhvammur (vegur) er nú, sveigði suður yfir Kópavogslæk, suðvestan núverandi Digraneskirkju. Frá Hilton Road var unnt að aka að Fífuhvammsbænum. Vestan við veginn að Fífuhvammsbæ var ófullkomin braut hersins að hinum mikilvægu sprengjugeymslum og herskálum við Hnoðraholt, Gala Hill. Örnefnið Gala Hill er á mörkum Skotlands og Englands.
Ástarljóðið „Braes O’Gala Hill“ var oft sungið á stríðsárunum. Brautin lá um Selhrygg, Hawick Hill, Smalaholt, Camel Hill, og Rjúpnahlíð (Rjúpnadalshlíð, Rjúpnahæð), Bare Hill. Bærinn Hawick er í Skotlandi og þekktur fyrir vefnað. Við bæinn eru Hawick Hills. Fyrir mynd Camel Hill-nafnsins gæti verið þekktur búgarður í Los Gatos í Kaliforníu, Camel Hill Vineyard. Þar var og er enn mikil vínrækt og úlfaldarækt. Nafnið gæti einnig verið dregið af staðháttum, kryppu eða kryppum. Ef til vill á örnefnið Bare Hill sér eðlilegar ræt ur í gróðursnauðum hluta Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar) þar sem nyrsti hluti Hunt Delaware var. Samt sem áður má nefna að hæðir við stórborgina Baltimore eru nefndar Bare Hills. Svæðið norðan við Hnoðraholt og Selhrygg er á herkortunum merkt „Scattered Boulders“ (hnullungadreif).
Sunnan Smalaholts og Rjúpnahlíðar lá Flóttamannavegur sem svo hefur stundum verið nefndur, Back Road, að Vífilsstöðum. Hjáleið frá Flóttamannavegi, norðan við Kjóavelli, er nefnd Hunt Road.

Hernám

Skilti við Camp Cook.

Á stríðsárunum var lítið herskálahverfi og loftvarnarbyrgi á Víghóli (Víghólum) á vegum bandaríska flughersins. Búðirnar voru þar sem Digraneshæðina, Whale Hill, ber hæst. Þær voru annars vegar á milli núverandi gatna, Melaheiðar og Lyngheiðar, og austan við Bjarnhólastíg og Víghólastíg hins vegar. Herskálabyggðin var kölluð Camp Catherine. Búðirnar fengu nafnið eftir eiginkonu fyrsta yfirmanns ratsjárstöðvarinnar (Friðþór Eydal 2013:20).
Á stríðsárunum var byggður herskálakampur rétt austan við Meltungu og við Blesugróf og var hann nefndur New Mercur Dump (New Mercur Camp). Nafnið gæti hugsanlega verið tengt New Mercursvæðinu í Utah í Bandaríkjunum sem einnig er kallað Mercur District og Camp Floyd District. Í Bandaríkjunum voru svæði þar sem losa mátti eiturefni eins og kvikasilfur (e. mercury) kölluð Mercury Dump. Kampurinn var á mörkum jarðanna Digraness, Bústaða og Breiðholts. Stærsti hluti búðanna var innan marka Reykjavíkur. Þar var lengst af birgðastöð fyrir skotfæri.
Vestan við New Mercur Camp og sunnan við bæinn Bústaði var önnur birgðageymsla hersins sem nefnd var Salmon River Dump (Þór Whitehead 2002:125). Kampurinn var í landi Bústaða.
Í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar(Rjúpnadalahlíðar, Rjúpnadalshlíðar, Rjúpnahæðar), Bare Hill, og nyrst á Kjóavöllum var herskálahverfi og birgðageymsla bandaríska hersins á árunum 1943 og 1944, Hunt Delaware, sem áður var getið. Delaware er eitt af ríkjum Bandaríkjanna á austurströndinni. Í Rjúpnahlíð, milli Smalaholts og Hörðuvalla, var reist fjarskiptasendistöð sumarið 1943.
Í Leirdal í landi Fífuhvamms, í lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts, var skotfærageymsla, Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump). Vegur lá frá Fífuhvammi að svæðinu og er merktur á kortum hersins frá 1943 en ekki með nafni. Á stríðsárunum flæddi vatn inn á sprengjugeymslusvæðið og var sprengjugeymslan þá færð ofar þar sem þurrara var.
Stærsti kampurinn í landi Fífuhvamms var þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð við Dalveg, Camp Hilton. Herbúðirnar voru reistar haustið 1941 sem aðalstöðvar og þjónustumiðstöð loft – og strandvarnar byssufylkis. Í Camp Hilton bjuggu hermenn sem sáu um loft varnarstöðina á Fálkhóli, Arlington Hill, í Breiðholti og loftvarnarstöðina Fox-Battery á Bústaðaholti, Handley Ridge.

Herleiðir og herbúðir í landi Vatnsenda
Hernám
Fyrstu herbúðir Breta, kenndar við Vatnsenda, voru í þeim hluta Seltjarnarneshrepps sem varð Kópavogshreppur árið 1948. Búðirnar voru reistar fyrir 30 manna fótgönguliðsflokk úr herfylkinu „1/5 Battalion, Duke of Wellington Regiment“, við loftskeytasendistöð Landssíma Íslands í Vatnsendahvarfi skömmu eftir hernámsdaginn 10. maí 1940 (Friðþór Eydal 2013:1).
Þær hæðir, sem höfðu mest gildi fyrir herinn, lágu norðan og vestan við Elliðavatn í landi Vatnsenda: Breiðholtshvarf, Baldurshagi Hill, Vatnsendahvarf, Vatnsendi Ridge, og Vatnsendahlíð; Vatnsendahlidh.
Vestan og sunnan hæðanna voru mikilvægar herbúðir og sprengjugeymslur, einkum í Leirdal og á Kjóavöllum.
Aðalleið hersins lá frá krossgötunum Charing Cross, sem voru rétt við Bústaðabæinn, og vestan við Vesturkvísl, West Fork, Elliðaánna, Salmon River. Herleiðin lá í suður um Breiðholtsland, aust an við Fálk hól, Arlington Hill. Þaðan lá hún inn í Vatnsendaland og að útvarps stöðvarhúsinu á Vatnsendahvarfi. Þá var stutt í aust ur að Flóttamanna vegi, Back Road, sem lá um Vatnsendaland frá Dimmuvaði að Rjúpna hlíð. Frá Flótt amannavegi ofan við Vatnsendabæinn var unnt að fara suður fyrir Elliðavatn og Þingnes, Thingnes, eft ir gamalli leið, Þingnesslóð, Langvatn Trail, að Elliðavatnsbænum í landi Reykjavíkur. Frá Vatnsendahvarfi (Vatnsendahæð) var unnt að sjá helstu samgöngu leiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Frá Charing Cross lá Útvarpsstöðvarvegur, Vatnsendi Road, að Vatnsendahvarfi.
Herbúðirnar, sem reistar voru fyrir fótgönguliða á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar árið 1942, voru nefndar Camp Wade, eftir bandarískum hermanni sem féll á Filippseyjum árið 1942. Í þeim voru alls 104 braggar.
Þrír braggar, Sandahlid Hut Site, voru byggðir árið 1943 fyrir miðstöð í miðunarkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli.

Hernaðarumsvif við Selfoss Road

Hernám

Heræfing á Sandskeiði.

Frá Elliðaárósi, Salmon Inlet, lágu mikilvægar leiðir í austur og suður. Vesturlandsvegur, Alafoss Road, og Suðurlandsvegur, Selfoss Road, lágu í austur frá Elliðaánum.
Bandarísk ratsjársveit var í Camp Hickam í Ártúnsbrekku. Horace Meek Hickam var ofursti og frumkvöðull í flugmálum í Banda ríkjunum. Hann fórst í flugslysi 5. nóvember 1934. Flugvöllurinn í Pearl Harbor var skírður Hickam Field þegar hann var opnaður 31. maí 1935.
Ratsjársveitin flutti í nýjar búðir, Camp Tinker, í Rauðhólum vorið 1943. Þaðan var loftvörnum stjórnað til ársins 1944 en þá fluttist starfsemin til Keflavíkurflugvallar. Selfoss Road lá við Rauðavatn, norðan við Rauð hóla, Red Lava Pits. Frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn lá Flótta mannavegur, Back Road, í suður að Vatnsenda og Vífilsstöðum.
Bærinn Hólmur er austan við Rauðhóla og norðan við veginn er Hólmsheiði. Þar voru á stríðsárunum þrír kampar, Jeffersonville, Aberdeen og Waterloo. Thomas Jefferson var forseti Bandaríkjanna 1801–1809. Aberdeen er borg og skíri í Skotlandi. Við Waterloo í Belgíu sigraði yfirhershöfðinginn Wellington keisarann Napóleon sunnu daginn 18. júní 1815.

Hernám

Heræfing á Sandskeiði.

Selfoss Road lá síðan í austur um land Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna. Á leiðinni austur voru búðir reistar árið 1940 á hæðinni neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum. Suðurlandsvegur liggur nú yfir gamla bæjarstæðinu. Þar var birgðageymsla og geymslusvæði fyrir skotfæri breska hersins. Svæðið var afmarkað með um tveggja metra háum garði sem hlaðinn var úr hraunhellum. Þar rak herinn stórt bakarí sem var nefnt Logberg Bakery. Bandaríkjaher tók við rekstri birgðastöðvarinnar og bakarísins árið 1942 og rak hvort tveggja til haustsins 1943 (Friðþór Eydal 2013:38).
Svifflugfélag Íslands fékk árið 1938 leyfi til að jafna land fyrir flugsvæði og byggja flugskýli á afrétti Seltjarnarneshrepps þar sem heitir Sandskeið. Við hernám Breta og síðar hersetu Bandaríkjamanna var hluti af Sandskeiði tekinn undir skotæfingar og var það nánast allt sundurskotið á hersetutímanum. Sunnarlega á Lakheiði (Lakaheiði) á sléttlendinu í Lakadal, sem er á afrétti Lækjarbotnajarðar, geymdi breski herinn þegar árið 1940 stæður af bensínbrúsum og bensín tunnum sem var dreift vítt um svæðið. Hersvæðið í Lakadal var kallað Sandskeid Dump (Sandskeid Depot). Hersvæðið var rétt austan við mörk heimajarðar Lækjarbotna og afréttarins. Svæðið þar sem eldsneytið var geymt var nefnt Sandskeid Gas Dump.
Aðalæfingasvæði breska stórskotaliðsins og síðar bandaríska hersins var um 700 hektarar að stærð og nefnt Sandskeid Range. Þetta æfingasvæði náði frá vestanverðu Sandskeiði og austur á Mos fells heiði. Á korti bandaríska hersins frá árinu 1950 eru æfingasvæði fót gönguliðs og stórskotaliðs hersins sýnd (Friðþór Eydal 2013:35). Á þessum tíma lá Suðurlandsvegur, Selfoss Road, skammt norðan við Lakadal og sunnanvert um Sandskeið, þar sem vegurinn að Sandskeiðsflugvelli liggur nú austur af Bláfjallavegi og áfram austur með Vífilsfelli.

Kampar og örnefni
Aberdeen kampur á Hólmsheiði
Alafoss Road vegur Vesturlandsvegur
Arlington Hill loftvarnarstöð hóll í Breiðholti þar sem nú er Fífusel
Arnar Point nes Eskines í Garðabæ
Back Road vegur frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn að Vífilsstöðum
Baldurshagi Hill hæð Breiðholtshvarf
Bare Hill hæð Rjúpnahlíð (Rjúpnahæð) í Kópavogi
Balbos Beach strandsvæði við Vatnagarða
Bless Bay tjörn Bessastaðatjörn á Álftanesi
Bott le Neck Bay tjörn Skógtjörn á Álftanesi
Camel Hill hæð á mörkum Kópavogs og Garðabæjar
Camp Alabaster kampur á Elliðaársvæðinu
Camp Bournemouth kampur í Sæbólslandi við Fossvogsbotn
Camp Catharine kampur á Víghólum í Kópavogi
Camp Cook kampur norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn
Camp Cook South kampur við Fossvogsbotn
Camp Curtis kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Fossvogur kampur við Fossvogsbotn
Camp Gardar Garðaholti
Camp Hickam kampur í Ártúnsbrekku
Camp Hilton kampur við Dalveg þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð
Camp Korsnes kampur á Kársnesi vestanverðu
Camp Pershing kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Skipton kampur á Skólavörðuholti
Camp Tadcaster kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Tilloi Garðaholti
Camp Tinker kampur í Rauðhólum frá vori 1943
Camp Vatnsendi kampur við sendistöð Landssímans í Vatnsendahvarfi
Camp Wade kampur á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar)
Casement Hill ás Grensás í Reykjavík
Charing Cross gatnamót þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast
Consul Point höfði austan við Rauðarárvík
East Fork á Austurkvísl Elliðaánna
Edward Road vegur gamli Bústaðavegur í Reykjavík
Ford Fjord fjörður Skerjafjörður
Fossvogur Bay vogur Fossvogur
Fox-Batt ery loftvarnar stöð á Bústaðaholti
Gala Hill hæð á Hnoðraholti í Kópavogi
Gardar Peninsula nes Álftanes
Grafar Inlet ós við Ósmel Grafarvogs
Grotta Bay tjörn vestast á Seltjarnarnesi
Grotta Point Gróttutangi tanginn norðan við Seltjörn
Grotta Road vegur vegurinn frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita
Gufunes Bay Viðeyjarsund sunnan við Viðey
Hafnarfjordur Road vegur Hafnarfjarðarvegur
Handley Ridge holt Bústaðaholt í Reykjavík
Harley Street vegur gamli Grensásvegur í Reykjavík
Hawick Hill hæðardrag Selhryggur á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs
Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump) skotfærageymsla
í Leirdal, lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts
Hilton Flats mýri Fífumýri og Kringlumýri sunnan við Kópavogslæk
Hilton Road vegur vesturhluti Fífuhvamms
Howitzer Hill hæð Öskjuhlíð
Hunt Delaware kampur í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar)
Jeffersonville kampur á Hólmsheiði
Keighley Hill hæð Valhúsahæð á Seltjarnarnesi
Korsnes Road vegur gamli Kórsnesvegur (síðar Kársnesbraut)
Lamb Bay tjörn Lambhúsatjörn
Langvatn Trail götuslóð Þingnesslóð sunnan við Elliðavatn
Laugarnes Point nes nyrsti hluti Laugarness
Logberg Bakery bakarí neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum
Marine Slipway viðhaldsstöð á miðju norðanverðu Kársnesi við Fossvog
Mossley Knoll hæðardrag Kópavogsháls
New Mercur Dump (Camp) kampur við Blesugróf
Piccadilly Circus gatnamót gatnamót Bústaðavegar og Grensásvegar í Reykjavík
Pimple Hill ás Laugarás
Point Eyri eyri Seilan við Álftanes
Puffin Bay vogur Arnarnesvogur í Garðabæ
Puffin Point nes Arnarnes í Garðabæ
Rani Point tangi Rani á Álftanesi
Red House Hill hæð Minni-Öskjuhlíð
Red Lava Pits hólar Rauðhólar
Salmon Inlet ós árkjaft ar Elliðavogs
Salmon River á Elliðaár
Salmon River Dump birgðageymsla
vestan Blesugrófar í landi Bústaða
Sandahlid Hut Site kampur uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli
Sandskeid Dump (Sandskeid Depot) hersvæði í Lakadal við Sandskeið
Sandskeid Gas Dump geymslusvæði eldsneytis í Lakadal við Sandskeið
Sandskeid Range skot æfingasvæði frá vestanverðu Sandskeiði austur á Mosfellsheiði
Scapegoat Hill hóll Fálkhóll
Selfoss Road vegur Suðurlandsvegur
Selsker Bay vogur sunnan við Selsker
Skeleton Hill hæð og kampur
Digranesháls þar sem Hamraborg er nú
Skeleton Hill Road vegur Nýbýlavegur í Kópavogi
Skipton Hill hæð Skólavörðuholt
South Beach vík Nauthólsvík
Thingnes nes Þingnes við Elliðavatn
Tower Hill holt Rauðarárholt
Tower Hill Road vegur gamli Sogavegur
Trigger Point höfði Gufuneshöfði
Vatnsendahlidh hlíð Vatnsendahlíð
Vatnsendi Ridge hæð Vatnsendahvarf
Vatnsendi Road vegur gamli Útvarpsstöðvarvegur
Vidhey eyja Viðey
Waterloo kampur á Hólmsheiði
West Fork á Vesturkvísl Elliðaánna
Whale Hill hæðardrag Digranes
Whale Point nes Kársnestá

Hernám.
Hér hefur verið fjallað um tilraunir breskra og bandarískra hermanna á heimsstyrjaldarárunum 1940 til 1945 til að ná tökum á og skipuleggja land þar sem örnefni voru á tungumáli sem flestum þeirra var framandi. Hermennirnir komust upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að bera fram en bættu við nöfnum yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti athafnasvæða hersins. Ný ensk heiti í stað íslenskra örnefna voru skráð á árunum 1940–1944 og notuð á kortum og í öðrum skjölum hersins. Bretarnir notuðu gjarna örnefni í Englandi og Skotlandi sem fyrirmyndir við nafngiftir sínar á Íslandi en þegar bandarísku hermennirnir bættu við fleiri heitum var oft um að ræða nöfn þekktra persóna úr bandarískri hersögu. Erlendu nöfnin urðu aldrei hluti af daglegu máli Íslendinga og hurfu eins og dögg fyrir sólu strax á fyrstu árunum eftir hernámið.

Minningar og leifar stríðsins

Hernám

Skotbyrgi á Garðaholti.

Margar minjar eru til á Íslandi eftir stríðið. Þær minjar geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en geta líka verið leifar sem sjást ekki, þær geta verið félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslenskt kvenfólks, sem meðal annars leiddi af sér „ástandið“ og „ástandsbörnin“, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn“ sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, “ Bretavinnan sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo frv.

Hérlendist er Stríðsárasafnið við Reyðarfjörð eina safnið sem sérhæfir sig í að varðveita sögu þessa tímabils og þar má meðal annars finna bragga og fjögur loftvarnarbyrgi.

Af einstökum byggingum hérlendis er flugturninn við Reykjavíkurflugvöll sennilega merkastur en því miður stendur til að rífa hann. Af stærri svæðum eru helst Öskjuhlíðin og Brautarholt á Kjalarnesi sem gefa heillega mynd af varnarviðbúnaði bandamanna hérlendis. Hvalfjörður, Reykjavíkurflugvöllur og Patterson-flugvöllur á svæði varnarliðsins við Keflavík hafa sömuleiðis að geyma merkar minjar um síðari heimsstyrjöldina.

Í borgarlandinu hafa stríðsminjar helst varðveist í Öskjuhlíð og á Reykjavíkurflugvelli sem nær yfir Vatns- og Seljamýri. Af varnarviðbúnaðinum á Öskjuhlíðinni eru meðal annars steypt skotbyrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, varnarveggir fyrir eldsneytistanka, neðanjarðarvatnstankar, bryggjustubbur, veganet, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum og akstursbrautir fyrir flugvélar. Nokkrir braggar eru við rætur Öskjuhlíðar. Hluti gistibúða farþega og flugáhafna breska flughersins (e. Transit Camp) má enn sjá í Nauthólsvík. Öll stóru flugskýlin fjögur á Reykjavíkurflugvelli eru frá stríðsárunum og sömuleiðis gamli flugturninn. Allar meginbrautir flugvallarins voru lagðar á stríðsárunum en hafa verið lengdar og endurbættar eftir stríð. Nær allt lauslegt frá stríðsárunum hefur verið fjarlægt eða ryðgað og fúnað. Þar á meðal gaddavírsgirðingar og sandpokavígi.

Hernmám

Bandaríkjamenn reistu mikla eldsneytisbirgðastöð í landi Miðsands og Litlasands við Hvalfjörð norðanverðan auk birgðastöðvar vegna skipaviðgerða. Bæði skip og olíuskip tóku þar olíu og þau síðarnefndu birgðu svo upp önnur skip í flotadeildum á hafi úti. Upphaflegt skálahverfi olíustöðvarinnar stendur enn að hluta á Miðsandi og er með heillegustu minjum styrjaldarinnar á landinu. Þar má sjá einstætt safn þeirra mismunandi braggategunda sem herlið bandamanna reisti yfir starfsemi sína. Þeim hefur verið vel við haldið enda í fullri notkun fram á síðari ár því olíubirgðastöðin var nýtt áfram fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og ný reist fyrir herskip NATO. Í Hvítanesi eru leifar flotastöðvar Breta og vegna mikilla umsvifa bæði Breta og Bandaríkjamanna í Hvalfirði má finna ýmsar minjar um veru þeirra víðs vegar við fjörðinn.

Af ummerkjum beinna hernaðarátaka ber fyrst að telja flak olíuskipsins El Grillo. Það var um 7000 lesta olíuskip sem var sökkt af þrem þýskum FW-200 flugvélum 10. janúar 1944 í Seyðisfirði. Þá misstu Þjóðverjar eftirfarandi flugvélar við Ísland: FW-200 var skotin niður norður af Gróttu 14. ágúst 1942, JU-88 grandað við Svínaskarð 18. október 1942, FW-200 skotin niður 24. október 1942 norðan við Norðlingafljót, JU-88 skotin niður 24. apríl 1943 á Strandarheiði, FW-200 skotin niður við Grímsey 5. ágúst 1943 og JU-88 nauðlenti við Leirhöfn 2. maí 1945. Bandamenn misstu þó mun fleiri vélar sjálfir vegna tíðra slysa og slæmra veðurskilyrða. Til dæmis fórust að minnsta kosti 43 hervélar auk 11 sjóvéla á Reykjavíkursvæðinu.

Allar flugvélaleifar í nágrenni Reykjavíkur hafa nú verið fjarlægðar. Málmurinn var notaður í brotajárn eftir stríð og sérstaklega var sóst eftir álinu.

Hernám

Sprengjur eru enn að koma upp úr jörðu á skotæfingasvæðum vegna frostlyftingar og hafa valdið mannskæðum slysum. Skotæfingasvæði voru meðal annars á Sandskeiði, í Mosfellsdal, við Kleifarvatn, Fellabæ fyrir austan, í Eyjafirði og á Blönduósi. Bandaríski landherinn notaði sprengjuæfingasvæði á Reykjanesi á sjötta áratugnum. Leitað hefur verið á aðgengilegustu svæðunum en ókleift er að finna allt. Líklega hafa um 1000 sprengjur fundist bara við Vogastapa. Öryggisbúnaður þessara sprengja er oftast illa farinn og mjög lítið hnjask þarf til að þær springi. Mikið af tundurduflum var á reki í og fyrst eftir stríðið og helsta vörnin gagnvart þeim var að skjóta á þau og sökkva þeim.

Heimildir m.a.:
-https://en.wikipedia.org/wiki/Iceland–United_States_relations
-http://www.academia.edu/2515209/Íslenskt_samfélag_%C3%AD_seinni_heimsstyrjöld._Umskiptin_minningarnar_og_sagnaritunin
-https://is.wikipedia.org/wiki/Ísland_í_seinni_heimsstyrjöldinni
-https://en.wikipedia.org/wiki/Marshall_Plan
-http://ismennt.is/not/sveinki/Samfélagsfræði/stridsarin.htm
-http://servefir.ruv.is/her/
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=52321
-http://ismennt.is/not/sveinki/Samfélagsfræði/stridsarin.htm
-https://gardaskoli.fandom.com/wiki/Hern%C3%A1m_%C3%8Dslands
-https://sites.google.com/site/islandastridsarunum/atburdhir-eftir-hernam/afleidhingar-hernams
-Ari Páll Kristinsson. 2010. Um íslenska örnefnastýringu. Orð og tunga 12:1–23.
-Eggert Þór Bernharðsson. 2000. Undir bárujárnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940–1970. Reykjavík: JPV útgáfa.
-Friðþór Eydal. 2013. Kampar í Kópavogi. Gunnar Marel Hinriksson bjó til prentunar. Kópavogur: Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs.
-Páll Lúðvík Einarsson. 1990. Braggablús. Sævar Þ. Jóhannesson vill varðveita gamlar stríðsminjar og örnefni. [Viðtal við Sævar Þ. Jóhannesson.]
-Morgunblaðið, sunnudagsblað, 22. júlí 1990. Bls. 6–7.
-Sævar Þ. Jóhannesson. [Án ártals.] Kampanöfn og örnefni tengd hersetu á Íslandi 1940–1945. Nefnir – Vefrit Nafnfræðifélagsins. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
-http://www.arnastofnun.is/page/arna stofnun_nafn_nefnir_SJ
-Vilhjálmur Þ. Gíslason.1947. Bessastaðir. Þættir úr sögu höfuðbóls. Akureyri: Bóka útgáfan Norðri.
-Þór Whitehead. 1999. Bretarnir koma. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
-Þór Whitehead. 2002. Ísland í hers höndum. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
-Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 (mælt 1902) og 1910. Kort af Reykjavík og nágrenni. Reykjavík og Kaupmannahöfn 1903 og
-Kort bandaríska hersins af Reykjavíkursvæðinu: GSGS 4186. 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861. Mælikvarði: 1:25.000. Einungis til notkunar fyrir War and Navy Department Agencies. Skráð er á kortinu frá 1943 að það sé hvorki til sölu né dreifingar. Landmælingar hafa nú sett kortin á vefinn. Kortagerð: Army Map Service, U. S. Army, Washington, D.C.

Hernám

Kampar og örnefni – kort.