Færslur

Litlalandssel

Fyrst var skoðuð Breiðagerðisborg á hól norðan þjóðvegarins skammt austan Breiðagerðis.

Hlíðarendasel

Í Hlíðarendaseli.

Þá var gengið upp með Búrfelli vestan Hlíðarenda og Ólafsskarðsvegi fylgt áleiðis að Geitafelli. Þegar farin hafði verið ca. 2/3 af leiðinni (u.þ.b. ½ klst) birtist Hlíðarendaselið á milli hóla þar sem leiðin ber efst í brúnina. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur norðan. Á bak við selið að austanverðu er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.
Haldið var til austurs yfir heiðina og síðan hallað aðeins til suðurs.

Litlalandssel

Litlalandssel – skúti.

Eftir u.þ.b. 25 mínútna gang var komið að Litlalandsseli. Reyndar munaði litlu að gengið væri framhjá því. selið sést best frá suðri, en erfitt er að koma auga á það þegar komið er úr gagnstærði átt. Það er utan í hól þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er stekkur. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu. Það sést þó betur þegar komið er neðan frá Litlalandi.

Imphólarétt

Imphólarétt.

Ætlunin var að leita einnig að Breiðagerðisseli, sem er þarna undir klettavegg nokkru austar, en ákveðið var að láta það bíða og reyna fremur að nálgast það frá Hlíðardalsskóla við tækifæri.
Komið var við í Nesseli og staðnæmst við Impólaréttina. Réttin, sem greinilega er mjög gömul er í Imphólum, eða Impuhólum (Imbuhólum), neðan Hellisþúfu. Þjóðvegurinn liggur nú í gegnum hólana og eru meginummerkin eftir réttina sunnan vegar.
Frábært veður.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Þorlákshafnarsel

Haldið var upp í Krossfjöll frá Raufarhól.
Gengið var ofan Dimmadals og inn með Fagradalsgafli ofan Fagradals. Stefnan var tekin á Kvídal undir Kvíadalabergi í LitlalandsselKrossfjöllum. Breiðabólstaðarselið er í Kvíadal. Þaðan var haldið í svo til beina stefnu til suðvesturs að Hlíðarendaseli við “nýrri” Ólafskarðsveg milli Búrfells og Geitafells. Skammt vestan Krossfjalla var gengið yfir “gamla” Ólafsskarðveginn. Núverandi “Ólafsskarðsvegur” (sá nýrri) er merktur milli Búrfells og Geitafells, en í örnefnaskrám og á gömlum kortum er hans getið þar sem hann lá upp frá Litlalandi um Grislingahlíð í norðausturhorn Geitafells. Við “nýju” götuna er Hlíðarendasel. Þá var haldið til suðausturs niður heiðina að Litlalandsseli.
Fallegur hraunsskúti er við selið, sem og aðrar leifar þess. Til baka var gengið um Leirdalsmóa, ofan Grútarbeilu og um Sauðabrekkur undir Dimmadalshæð.

Breiðabólastaðasel

Breiðabólstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Krossfjöllin láta ekki mikið yfir sér, en þegar komið er að fjöllunum má sjá hið fallegasta umhverfi innan lágra dalgeira. Fremst eru Löngudalir, en inn af þeim eru aðrir grösugir dalir, Kvíadalir. Eru klettabríkur milli þeirra. Mesta bríkin heitir Kvíadalaberg, nokkurra metra hátt standberg, sem horfir mót austri. Austan undan því eru allgreinilegar rústir. Þar stóð Breiðabólsstaðarsel. Ofan við selið er Krossfjallahnúkur. Tætturnar eru m.a. tvö hús sambyggð, úti á grundinni, utanmál 6 m. lengd og 13 m. breidd, beggja húsanna. Þá eitt hús upp við bergið, utanmál þess: 6 m. breidd og 5 m. lengd. Loks lítið hús rétt við hlið hins, um 2 m. sinnum 2 m. að utanmáli.

Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru í rauninni fjórar tóttir, tvö rými í hvorri. Kví virðist undir kletti sunnan við syðri tóftina. Ekki var að sjá stekk við selið. Vatn hefur væntanlega verið sótt í Flagið efst í Fagradal, en það er nú þurrt.
Selsstígurinn liggur að Breiðabólstað á tveimur stöðum, annars vegar niður í Leirdal og hins vegar með Ásunum.

Ólafsskarð

Ólafsskarðsvegur.

Á leið í Hlíðarendasel var gengið yfir Ólafsskarðveg. Hann er enn vel greinilegur.
Hlíðarendasel er á miðri leið frá Búrfelli inn að Geitarfelli, í stefnu af Búrfelli á Hrútagil (Kálfagil/Fálkaklett). Ljóst er að suðausturhorn Geitafells hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en selið virðist hafa þolað þau öll. Það kúrir í gróinni lægð, milli hóla, efst undir sunnanverðri hraunbrúninni þar sem hún rís hæst í hrauninu. Um 45 mín. gangur er frá Hlíðarenda upp í selið. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur, tvískiptur og sporöskjulaga, norðan þeirra. Annar stekkur eða gerði er norðan við vestari tóftina. Á bak við selið að austanverðu er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.

Núverandi Ólafskarðsvegur er liggur milli Búrfells og Geitafells (vestan Búrfells) er greinilega gömul gata áleiðis niður í Þorlákshöfn.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstígurinn liggur hins vegar upp frá Hlíðarenda, samstíga, upp með austuröxl Búrfells og síðan svo til beina leið í selið, sem er efst í hraunbungunni er 1/3 er ófarinn að Geitafelli. Frá selinu liggur stígurinn síðan upp að Selvöllum undir Geitafelli vestan við Fálkaklett (o.s.frv.).

Stefnan var tekin á Litlalandssel. Selið er austasuðaustan við Hlíðarendasel. Gróið hraunið gefur lítt tækifæri til stefnumiða, en kunnugir taka mið af Geitafellinu og Búrfellinu annars vegar og Skálafellinu hins vegar.
Selstóftirnar eru upp á “fjallinu”, neðan Lyngbrekkna og Grislingahlíðar. Hraunið ofan við selið nefnist Lyngbrekknahraun og eru Efri-Lyngbrekkur ofan og vestan þess, en Neðri-Lyngbrekkur neðan þess og austan.

Litlalandssel

Litlalandssel – uppdráttur ÓSÁ.

Það er í hrauni austur frá Búrfelli. Það heitir Litlalandshraun. “Í því austarlega er Litlalandsselið, í stefnu frá Búrfelli á Kerlingarberg.” U.þ.b. 25 mínútna gangur er milli Hlíðarendasels og Litlalandssels. Reyndar er mjög auðvelt að ganga framhjá því, en selið sést best frá suðri, en erfitt er að koma auga á það þegar komið er úr gagnstæðri átt. Það er utan í hól í gróinni kvos, sem opnast mót suðri, þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin, tvískipt, er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er kví. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Gólfið er lagað. Við suðurenda opsins mótar fyrir tóft. Austan við hólinn er hlaðinn ferkantaður, tvíhólfa, stekkur. Grjótið í honum er nokkuð stórt, en hleðslan hefur verið einföld. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu.

Selsstígurinn hefur verið fremur stuttur, eða um 20 mínútna langur. Farinn hefur verið Ólafsskarðsvegurinn upp frá bænum og beygt út af honum ofan við brúnina. Þar er hægt að rekja hann svo til beint í selið.

Litlalandssel

Hellisskúti í Litlalandsseli.

“Bærinn Litlaland stóð í grunnum hvammi eða dal, undir sömu hlíð og eystri Hlíðarbæirnir. En þar er hlíðin lág, nema á litlum kafla fyrir austan túnið. Þessi staðarákvörðun er miðuð við þann stað sem bærinn hefur staðið frá fornu fari. En nú er bærinn staðsettur austur í Ás, miðsvæðis, þó eldra bæjarstæði og tún sé greinilegt”, segir í Örnefnalýsingu. Litlaland á land mót Hlíðarenda upp í austuröxl Geitafells.
Í bakaleiðinni var gengið yfir Ólafsskarðsveg. Í örnefnaskrá segir hins vegar að “um [Ólafsskarð] liggur Ólafsskarðsvegur, og áfram suður með Bláfjöllum, um Þúfnavelli norðan við Geitafell, niður hjá Grislingahlíð, að Litlalandi … “Ólafsskarðsleið frá Litlalandi liggur um Fagradal, Þúfnavelli, milli Fjallsins eina og Bláfjalla, um Ólafsskarð, Jósefsdal á þjóðveg neðan við Þórishamar.” Þannig er Ólafsskarðsvegur merktur inn á gömul kort. Hann liggur upp frá Litlalandi milli Skyggnis og Stekkjardals. Ofan brúnarinnar greinist hann, annars vegar um Leirdal og hins vegar vestan í Borgarlágum, en kemur saman á ný í Grislingahlíð.
Selstígurinn í Hafnarsel hefur einmitt legið um Ólafsskarðsveg upp frá Litlalandi. Ofan við Grislingahlíð beygir hann til norðurs að Sandfelli og lá þar sunnan og austan við það að Votabergi. Þetta hefur verið u.þ.b. tveggja klukkustunda gangur.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur.

Þorlákshafnarsel

Þorlákshafnarsel undir Votabergi – uppdráttur ÓSÁ.

Í Örnefnaskrám segir að “frá fornu fari mun Þorlákshöfn hafa haft í seli í Breiðabólsstaðarlandi í Ölfusi… Þorlákshafnarsel stóð undir Votabergi, sem er skammt fyrir norðan þjóðveginn um Þrengslin, sem svo eru kölluð sunnan Hellisheiðar… Selrústirnar, eins og þær líta út nú á dögum, eru ekki beinlínis við bergið sjálft heldur við lítinn hamraskúta kippkorn frá. Rústirnar eru vallgrónar en skýrar”.

Hafnasel II

Hafnasel norðan Krossfjalla – uppdráttur ÓSÁ.

Reyndar hafði Þorlákshafnarbærinn einning selstöðu norðan undir Krossfjöllum. Þar má enn sjá fjölda tófta við fallegt vatnsstæði.

Aðalhúsið, sem sýnist vera, er um 4 m á lengd og 2 m á breidd, líklega selbaðstofan, en af enda hennar er örlítið hús, sem gæti hafa verið eldhús, en til hliðar og nær skútanum er þriðja húsið, ef til vill mjólkurhús, rösklega 3 m á lengd og 1.5 m á breidd, en við enda þess örlítill kofi, sem gæti hafa verið smalabyrgi eða hundakofi.”
Í annarri lýsingu segir að “vestur frá Votabergi, en austan vegarins, er lágur móbergsstapi úti í hrauninu. Austan við hann er gömul rúst. Þar stóð Þorlákshafnarsel eða Hafnarsel. Þar hafði Þorlákshafnarbóndi í seli gegn skipsuppsátri Breiðabólsstaðarbóndans í Þorlákshöfn.”
“Sunnar frá selinu er hóll eða klettaborg og þar við lóðréttan, lítinn hamravegg er eitthvert mannvirki, sem gæti verið kvíar og raunar ekki sýnilegt, hvað það gæti veirð annað. Hamraveggurinn hefur verið notaður á eina hlið, en síðan hlaðið á þrjá vegu úr grjóti. Þetta er um 7 m á lengd og 2 m á breidd, kynni að hafa tekið um 25-30, en það má þykja helst til lítið fyrir stórbýlið Þorlákshöfn. Þetta gæti þó vel staðist, því fjöldi sauðfjár var þar ekki svo mikill á 18. öld og fram á þá 19.”

Þorlákshafnarsel

Í Þorlákshafnarseli (Hafnarseli).

Heimild er til um leið ofan við selið. Þar segir m.a.: “Götur miklar og gamlar liggja um selrústirnar, sem þá hafa verið sérlega mikið troðnar til sels og frá því, en ekki var þarna alfaraleið.” Í annarri lýsingu segir að “upp úr grasgeira ofan við Votaberg er sniðgata í snarbrattri hlíðinni, upp á brúnina, og heitir Tæpistígur.”
Rústir Þorlákshafnarsels undir Votabergi á Hellisheiði.” friðlýst af Þór Magnússyni 20.1.1976.
Selsstígurinn hefur verið nokkuð langur og nokkrar jarðir að þvera því “Þorlákshafnarbærinn gamli stóð um miðja vegu milli Skötubótar og Hafnaress (63°51.402-21°22.525), fast við ströndina, Hafnarvíkina, niður í Þorlákshöfn, uppi á allháum sjógarði eða uppfyllingu, sem hét Sjógarður, og snéri stafni mót suðri. Nú er hins vegar búið að umturna öllu bæjarstæðinu svo ekkert er eftir, nema hluti af Þorlákshól.

Hafnarsel

Hafnarsel.

Aðalathafnasvæði hafnar, fiskverkunnar og annarra framkvæmda eru nú á bæjarstæðinu”, segir í Örnefnaskrá. “Í bæjarröðinni voru allmörg hús, geymsluhús austast en baðstofa, hlaðin úr höggnu grjóti, vestast. Fjós var vestan í móti, og hesthús, en heyhlaða, ærhús og fleiri byggingar að bæjarbaki. Suður af eystri hluta bæjarhúsanna stóð tveggja hæða timburhús og fleiri hús áföst, austan við það, en stórt geymsluhús aðeins sunnar.” Hægt er að sjjá teikningu og ljósmyndir af bænum í Sögu Þorlákshafnar.” Bærinn hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 6, 8a & 8b.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – gamli bærinn.

“Þorlákshöfn var einn þessara gömlu kirkjustaða. Þar var hálfkirkja (63°51.407-21°22.332) fram um 1770 og hafði svo verið örugglega í 250 ár, en sennilega þó í allt að 400 árum. Kirkjan hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 8. Kirkjugarður var norðan við bæjarhúsin. Bein, er upp komu í jarðraski sem varð í sambandi við hafnarframkvæmdir 1962, voru flutt þaðan að Hjalla. Við kirkjuna hefur verið grafreitur og garður hlaðinn kringum hann. Kemur það fram í einni heimild 1673, að garður sé umhverfis kirkjuna… Þegar kirkjan var fallin og menn hafa séð fram á, að hún yrði ekki  endurbyggð, var upp úr tóft hennar reist sjóbúð, er var ávallt síðan kölluð Kirkjubúðin. Vísuðu dyr hennar, sem voru til vesturs, á Geitafell. Kirkjubúðinni var haldið við og notuð af sjómönnum í meira en heila öld, allt fram yfir þarsíðustu aldamót. Þá var hún rifin og jöfnuð við jörðu. Í nóv. 1951 var jöfnuð út til mold til þess að jafna og slétta fyrir utan hlöðuinnfall í Þorlákshöfn í Ölfusi. Þá komu þar í ljós mannabein. Var þá verkinu hætt að sinni.”
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 04 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra
-Farfuglinn (1975).
-Eiríkur Einarsson: Örnefni og minjar í Hjallasókn, 1976.
-Örnefnaskrár.
-Örnefnakort – Eiríkur Einarsson 1969.

Hlidarendasel-211

Hlíðarendasel.

 

Litlalandssel

Genginn var slóði upp á Búrfell í Ölfusi. Þegar upp var komið var gengið inn á þjóðleiðina, sem nú er merkt sem slík um Ólafsskarðsveg vestan fellsins og honum fylgt áleiðis að Geitafelli.

Ólafsskarðsvegur

Ólafsskarðsvegur – ÓSÁ.

Í örnefnaskrá segir hins vegar að “um[Ólafsskarð] liggur Ólafsskarðsvegur, og áfram suður með Bláfjöllum, um Þúfnavelli norðan við Geitafell, niður hjá Grislingahlíð, að Litlalandi … “Ólafsskarðsleið frá Litlalandi liggur um Fagradal, Þúfnavelli, milli Fjallsins eina og Bláfjalla, um Ólafsskarð, Jósefsdal á þjóðveg neðan við Þórishamar.” Þannig er Ólafsskarðsvegur merktur inn á gömul kort.

Hlíðarendasel er í götunni þegar þriðjungur leiðarinnar er ófarinn að Geitafelli, eða þar sem hraunbungan ber hæst, með stefnu af Búrfelli í Hrútagil (Fálkaklett).
Bærinn Hlíðarendi stendur undir Hlíðarendafjalli, í hvammi milli Ytra-Buganefs að austan og Áss að vestan.
Slóðinn upp á Búrfell er nokkuð brattur, en greiðfær. Áður en komið er að efstu brúnum fellsins var beygt út af slóðanum til vinstri og inn á sæmilega sýnilega þjóðleiðina um Ólafsskarðsveg, sem lá frá Ölfusá áleiðis til Reykjavíkur um Jósepsdal og Lyklafell. Yfirleitt eru Búrfellin, sem eru 47 talsins hér á landi, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel.

Þetta Búrfell er hins vegar hraungígur ofan við brún Hlíðarendafjallsins. Efst í því er gígur.
Ólafsskarðsvegurinn, sú gamla þjóðleið á milli Ölfuss og Svínahrauns, er varðaður á kafla, en sést að öðru leyti ógreinilega. Helst er að sjá hann þar sem hann hefur mikið til legið um grónar lænur.
Fagurt útsýni er suður af heiðinni, af Búrfelli, um allt til sjávar. Leiðin liggur upp í Jósefsdal um Ólafsskarð og síðan niður með Lyklafelli austan Fóelluvatna.

Litlalandssel

Litlalandssel.

Ólafsskarðsvegur er nefndur eftir samnefndum bryta í Skálholti. Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi segir að einni sinni hafi lyklakippa Skálholtsstaðar týnst, og fannst hún hvergi. Varð að smíða aðra lykla. Leið síðan fram, þangað til 12 ár voru liðin og lyklatapið farið að gleymast, þá fundust lyklarnir í Lyklafelli hjá Fóelluvötnum. Kom þá upp hið sama, að ráðsmaður (eða bryti) staðarins hafði haft lyklana á sér, er hann reið í Reykjavíkurkaupstað, og hafði týnt þeim í fellinu, er hann áði.

Lyklafell

Lyklafell – varða við Austurleiðina að Kolviðarhóli fremst.

Um Lyklafell fjallar og þekkt þjóðsaga af sama meiði. Hún er um nefndan Ólaf bryta í Skálholti. Á að hafa soðið upp úr milli hans og ráðskonunnar á staðnum. Hún var ótúlegt skass og skaut honum svo skelk í bringu að hann lagði á blindan flótta, m.a. um veg þann sem síðar var nefndur eftir honum, og nam ekki staðar fyrr en við Lyklafell og kastaði þar búrlyklunum. Síðan hélt hann um Ólafsskarð upp úr Jósefsdal Ólafsskarðveg og heitir skarðið einnig eftir honum.
Þessi hluti Ólafsskarðsvegar, norðan Búrfells, er vel greinilegur og auðvelt að fylgja götunni áleiðis að Geitafelli. Þegar komið er svo til á efstu hæðina er hraunið tekur að halla að Geitafelli með stefnu í Fálkaklett er svo að segja gengið yfir tóftir í götunni.

Geitafell

Geitafell og nágrenni – kort.

Þar er Hlíðarendaselið á milli hóla. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin götunnar og síðan er hlaðinn stekkur á hraunhól norðan þeirra. Á bak við selið að austanverðu er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður. Selið lætur ekki mikið yfir sér og erfitt gæti verið að finna það ef ekki væri gatan. Litlalandsselið, sem er þarna allnokkur suðaustar, er t.d. erfitt að finna nema komið sé að því úr suðri. Sama má segja um Hlíðarendasel.
Leitað var annarra hugsanlegra minja við selið. Erfitt er að leita þarna í hrauninu, hver bollinn og hraunhæðin er upp af annarri, en skammt sunnan við Réttargjá, undir hraunhól í skjóli fyrir suðaustanáttinni, skammt ofan Götugjár, fannst hleðsla, sem gæti verið stekkur. Þar austur af heita Selvellir. Engar merkjanlegar tóftir eru þar, en vellirnir eru vel grónir.
Gatan var rölt til baka með viðkomu á gíg Búrfells. Sólin roðagyllti Geitafellið að baki og á móti lýsti sólarrönd hafflötinn.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild m.a.
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra
-Farfuglinn (1975)
-Eiríkur Einarsson: Örnefni og minjar í Hjallasókn, 1976.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Nessel

Fyrst var skoðuð Breiðagerðisborg á hól norðan þjóðvegarins skammt austan Breiðagerðis. Þá var gengið upp með Búrfelli vestan Hlíðarenda og Ólafsskarðsvegi (eins og hann er í dag) fylgt áleiðis að Geitafelli. Gamli Ólafskarðsvegurinn (ómerktur) lá upp frá Litlalandi og kom að norðausturhorni Geitafells þar sem hann liggur áfram upp heiðina.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar farin hafði verið ca. 2/3 af leiðinni (u.þ.b. ½ klst) birtist Hlíðarendaselið á milli hóla þar sem leiðin ber efst í brúnina. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur norðan þeirra. Á bak við selið að au er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.

Litlalandssel

Litlalandssel – uppdráttur ÓSÁ.

Haldið var til austurs yfir heiðina og síðan hallað aðeins til suðurs. Eftir u.þ.b. 25 mín gang var komið að Liltalandsseli. Það er utan í hól þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er stekkur. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu. Það sést þó betur þegar komið er neðan frá Litlalandi. Ætlunin var að leita einnig að Breiðagerðisseli, sem er þarna undir klettavegg nokkru austar, en ákveðið var að láta það bíða og reyna fremur að nálgast það frá Hlíðardalsskóla við tækifæri.
Komið var við í Nesseli og stöðvað við Impólaréttina. Réttin, sem greinilega er mjög gömul er í Imphólum neðan Hellisþúfu. Þjóðvegurinn liggur nú í gegnum hólana og eru meginummerkin eftir réttina sunnan vegar.
Frábært veður.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Portfolio Items