Tag Archive for: hreindýr

Hreindýr

Í Dýraverndaranum 1972 er stutt grein eftir Sólmund Einarsson, sjávarlíffræðing, um „Hreindýr„:

Sólmundur Einarsson

Sólmundur Einarsson.

„Hreindýr (Rangifer tarandus L.) eru hjartarættar og þau eru einu hjartardýrin þar sem bæði kynin hafa horn. Hjá báðum kynjum byrja hornin að vaxa á fyrsta lífsári og eru fullvaxin er dýrið nær 15 mánaða aldri. Á öðru ári fella kvendýrin hornin að burði loknum, eða frá miðjum apríl til maíloka. Hinir ungu tarfar fella hornin í febrúar—marz, en hinir eldri eigi fyrr en í nóvember. Annars gerist þetta á hverju ári og er ótrúlegt hve fljótt hornin vaxa.
Hreindýrin eru hópdýr og eru saman í misstórum flokkum eftir árstímum. T.d. leita tarfarnir frá hjörðinni á sumrin en sameinast henni svo aftur á haustin um fengitímann. Þá byrja einnig innbyrðis slagsmál milli tarfanna um kvenhyllina og geta þau oft orðið æði ofsafengin og leitt til dauða beggja, ef þeir festast saman á hornunum, sem á þessum tíma eru stór og alsett greinum. Meðan eldri tarfarnir slást þannig, geta þeir yngri komizt að kvígunum og lagt grundvöll að komandi kynslóð.
HreindýrÚtbreiðsla hreindýranna er oftast bundin heimskautahéruðum, en þó hafa þau frá alda öðli fundizt á Hardangervidda í Suður-Noregi, og þar hafa fundizt merkar leifar steinaldarmanna, sem sýna, að hreindýr hafa verið aðalfæða þeirra og allt þeirra líf hefur raunverulega byggzt á þessari þarfaskepnu. Í því sambandi hafa fundizt víða dýragryfjur, sem dýrin voru rekin niður í og þeim síðan slátrað. Staða þessara gryfja sýnir, að jafnvel á þessum tímum hefur mannskepnan kynnt sér háttu dýranna og hagað veiðum sínum þar eftir. Lappar, sem búa í nyrztu héruðum Noregs, Svíþjóðar, Rússlands og Finnlands, fá allt af þessum dýrum, bæði fæði og skæði, þótt nú á tímum sé hreindýrahald á þessum slóðum meira rekið sem aukaatvinnugrein.

Hreindýr

Hreindýr við Miðfell.

Á þeirri forsendu, að hreindýr gætu orðið okkur Íslendingum að sama gagni, voru þau flutt hingað til lands seint á 18. öld eða 1771. Komu þau hingað frá Söröy í Norður-Noregi og var þeim fyrst sleppt hér sunnanlands og síðan á norðausturlandi. Á Reykjanesi þrifust þau vel og döfnuðu og juku kyn sitt og var aðalheimkynni þeirra Bláfjöll. En saga hreindýranna á Íslandi hefur verið raunasaga frá upphafi og er hún glöggt dæmi um skilningsleysi manna á þessum fallegu dýrum og þeirra háttum. Fór svo að lokum, að þeim var hreinlega útrýmt með gegndarlausri veiði alls staðar nema þar, sem menn komust ekki að þeim, eða uppi á öræfum.

Húshellir

Hleðslur í Húshelli. Skjól hreindýraveiðimanna?

Tóku þá nokkrir hagsýnir menn sig til og fengu þau friðuð, þrátt fyrir mikla andstöðu margra alþingismanna, sem vildu þau feig og álitu þau hinn mesta skaðvald. Var það ekki seinna vænna, þar eð stofninn var í lágmarki, en nú er svo komið, að þeim hefur fjölgað aftur og prýða í æ ríkara mæli okkar áður lífssnauðu öræfi. En alltaf koma upp raddir, sem vilja hreindýrin feig, og sí og æ berast háværar kröfur þeirra bænda af austursvæðinu, sem vilja hreindýrin burt úr landi sínu. Bera þeir það fyrir sig, að þau eyði þarlendum gróðri og keppi við sauðkindina um fæðuöflun. Samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið þess efnis bæði hér og erlendis, t.d. í Noregi, hefur reyndin orðið önnur, og er sú fæðusamkeppni fremur lítil.“

Heimild:
-Dýraverndarinn, 3. tbl. 01.09.1972, Hreindýr – Sólmundur Einarsson, bls. 49-51.

Hreindýr

Hreindýr.

Hreindýr

Guðmundur G. Bárðarson skrifar um „Hreindýr á Reykjanesskaga“ í Náttúrufræðinginn árið 1932:

Kerlingaskarð

Kerlingaskarð.

„Það mun hafa verið árið 1771, að hreindýrum var hleypt á land á Reykjanesskaga og sleppt í hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð. Voru hreindýr þessi fengin frá Finnmörku. Hreindýrin munu hafa þrifizt þar vel og talsvert fjölgað. Er þeirra oft getið á skaganum síðan, og hafa stundum veiðst þar til muna. Þorvaldur Thoroddsen hyggur, að þau hafi flest fallið harða veturinn 1880—1881, en eftir það hafi þeim nokkuð fjölgað aftur. Segir hann, að 1890 hafi sézt 15—20 hreindýr í einum hóp nærri Bláfjöllum. (Lýsing Íslands II, bls. 457—58).

Hreindýr

Hreindýr.

Síðar munu eigi hafa komið svo harðir vetur, að hreindýrunum hafi stafað veruleg hætta af. Þó er nú svo komið, að hreindýrin munu vera orðin afar fágæt hér á skaganum, ef ekki alveg horfin. Síðustu sumrin hefi eg farið mjög víða um fjalllendin og hraunin á Reykjanesskaga, gengið upp á flest fjöllin, og notið útsýnis með góðum sjónauka yfir héruðin umhverfis þau; en hvergi hefi eg getað komið auga á hreindýr, og ekki heldur fundið horn eða bein af hreinum. Ýmsa kunnuga menn, sem fengizt hafa við smalamennsku, hefi eg líka spurt um hreindýrin, og kváðust þeir ekki hafa séð þau síðustu árin.

Brennisteinsfjöll

Í Brennisteinsfjöllum. Hvalhnúkur fjær.

Guðmundur Jónsson, frá Setbergi í Hafnarfirði, er manna kunnugastur í hraununum og fjöllunum suður og austur frá Kaldárseli. Hann hefir sagt mér, að hann hafi séð 35 hreindýr í hóp uppi á Lönguhlíðarfjöllum fyrir vestan Brennisteinsfjöll. Það var um haustið, í réttum, árið 1880. Um aldamótin síðustu sá hann 2 hreindýr seint í maímánuði; var það bæði kýr og tarfur, og fylgdi þeim kálfur. Það var fyrir neðan Skörðin, fyrir vestan Þrívörðuhnúk. Smalahundur Guðmundar hljóp á eftir hreinunum, og flýðu dýrin upp brekkuna; varð þar brattur skafl á leið þeirra. Runnu þau upp skaflinn, en þar varð kálfurinn seinfærari og hrataði niður skaflinn aftur. Sótti þá hundurinn að honum. Snéru þá fullorðnu dýrin í skyndi aftur. Réðist tarfurinn móti hundinum með miklum ofsa og reyndi að stanga hann. En kýrin lagði af stað með kálfinn upp skaflinn á meðan; lét hún hann ganga við hlið sér, brekkumegin, svo að hann hefði stuðning af sér, meðan þau sneiddu fönnina. Loks tókst Guðmundi að aftra hundinum. Tók þá tarfurinn á rás eftir hinum dýrunum. — Guðmundur kveðst sjálfur ekki hafa séð hreindýrin hér á skaganum eftir þetta.

Hreindýr

Hreindýr.

Á árunum 1885—’90 voru tvö hreindýr skotin hjá Sandfelli, fyrir vestan Vífilsfell; hafði veiðimaðurinn hitt þau í Kristjánsdölum og elt þau þvert yfir brunahraunin unz hann náði færi á þeim við Sandfell. Síðla vetrar um 1890 komu 9 hreindýr í hóp, niður undir Smalaskála hjá Kaldárseli. Þá var heldur harður vetur og knappt um haga. Hreinar þessir urðu fyrir styggð af hundum og flýðu norður fyrir Búrfell.
Ólafur Þorvaldsson, sem nú er bóndi í Herdísarvík, kveðst hafa séð 4 hreindýr í október 1910. Lágu þau á hæð upp á Lönguhlíðarfjöllum norðaustur af Vörðufelli, er hann sá þau fyrst. Komst hann mjög nærri þeim og gat um stund athugað þau í næði. Loks urðu þau vör við hann og tóku á rás. Hlupu þau stóran hring umhverfis hann og fóru á brokki, en stukku eigi; en við og við stönzuðu þau til að athuga hvað manninum liði. Síðan héldu þau áfram í enn stærri hring, unz þau hurfu austur fyrir Brennisteinsfjöll.

Brennisteinsfjöll.

Í Brennisteinsfjöllum.

Dr. Bjarni Sæmundsson hefir sagt mér, eitt hreindýr hafi sézt nærri sjó, skammt fyrir vestan Grindavík, að vorlagi um 1877. Þótti það nýlunda, því að þau voru víst mjög fágæt svo utarlega á skaganum.

Hreindýr

Hreindýr.

Guðmundur Einarsson, listamaður, frá Miðdal, kveðst hafa séð tvö hreindýr í maí 1918 eða 1919. Voru þau suður hjá Bláfföllum. Í september 1926 sá hann eitt ungt hreindýr nálægt Lyklafelli. Er það síðasta hreindýr, sem eg veit til að hafi sézt hér nærlendis. Hann kveðst og hafa séð spor eftir hreindýr að vetrarlagi upp á Heiðinni-há, fyrir 3—4 árum síðan.
Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum hefir sagt mér að all-mikið hafði verið af hreindýrum á austur hluta skagans, einkum kringum Bláfjöll og á Heiðinni-há, þegar hann var drengur, rétt fyrir 1880. Sáu menn stundum 50 dýr saman í hóp. Voru þau þá talsvert veidd. Vorið 1908 sá hann 9 í hóp sunnan við Grindaskörð, og á þeim árum kom það fyrir að nokkur hreindýr komu niður að sjó í Selvognum. Var þá fannþungt og hagleysur til fjalla. Meðan hreindýrin voru algengari, var það oft að menn fundu hreinahorn í smalamennskum og fjallleitum þar efra.
Hreindýr
Guðmundur Hannesson, sem eitt sinn bjó á Vigdísarvöllum, hafði oft veitt hreindýr hér á fjöllunum. Mér hefir líka verið sagt, að skotmaður nokkur hafi komið að hreindýrahóp í Marardal, vestan vert við Hengilinn. Er dalurinn girtur klettum á allar hliðar, nema einstígi út úr honum að vestan. Maðurinn komst í einstigið og sat fyrir dýrunum. Þau leituðu fast á að komast út, en hann skaut þau niður hvert af öðru. Hann hafði afturhlaðna byssu, og var það mesta þrekraun fyrir hann, að verja dýrunum útgöngu, meðan hann hlóð byssuna.

Marardalur

Marardalur.

Segja sumir, að hann hafi að lokum orðið að gefa upp vörnina, og sleppa miklu af hópnum, en hafði þó fengið góða veiði. Aðrir segja að hann hafi fellt öll dýrin. Eigi hefi eg getað grafið upp hvaða ár þetta var eða hver þessi skotmaður var. Þætti mér vænt um, ef einhver gæti frætt mig um það.
Af þessum strjálu upplýsingum má ráða það, að aðalheimkynni hreindýranna hafi verið í f jöllunum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefi eg heyrt þess getið, að þau hafi stundum sézt á Mosfellsheiði og Strandaheiði. Þau munu hafa verið mjög algeng eftir miðja síðustu öld, fram til 1880, en hafa víst týnt mjög tölunni harða veturinn 1880—’81, eins og Þorv. Thoroddsen skýrir frá. Þau hafa líka verið mikið veidd árin þar á undan. Ef til vill hefir þeim fjölgað nokkuð aftur. En síðustu tvo áratugi hefir þeim farið sí fækkandi og eru nú að mestu eða öllu leyti horfin héðan af skaganum. Ástæðan til þessarar síðustu fækkunar hreinanna hér um slóðir geta margar verið, t. d. aukin veiði, að stofninn hafi verið genginn úr sér og orðinn ver fær til þess að bjarga sér, eða það að þau hafi flutt sig af skaganum lengra til norðausturs upp í hálendið, vegna sí-vaxandi umferðar og ónæðis á hinum fornu stöðvum sínum.
Hreindýr
Eigum vér að láta hér við sitja og gera eigi neitt til að koma upp hreindýrastofni á Reykjanesskaga aftur? Í Norður-Ameríku hefir Vilhjálmur Stefánsson landkönnunarmaður beitt sér fyrir því, að hin köldu og óræktanlegu haglendi nyrzt í Ameríku, yrðu gerð að arðbæru landi, með því að koma upp hreinahjörðum, er gengu þar sjálfala, en hefðu aðhald af girðingum, svo að smala mætti þeim saman, reka í kvíar, og velja úr hópunum dýr til slátrunar. — þetta er þegar að nokkru komið í framkvæmd, og þykir bera ákjósanlegan árangur. Austurf jöllin á Reykjanesskaga virðast ágætiega fallin fyrir hreindýr. Á Lönguhlíðarfjöllum, Heiðinni-há og hálendinu þar í grend, er gnægð af fléttugróðri (skófir, hreindýramosi o. fl.) og allmikið af öðrum kjarngróðri, sem góður ætti að vera til beitar handa hreindýrum.
Hreindýr
Nú er komin fjárgirðing úr Selvogi alla leið norðaustur á Hellisheiði. Með lítilli endurbót ætti hún að nægja til að hindra það, að hreindýr af skaganum reikuðu austur. Til viðbótar vantaði girðingu, er stæði fyrir þeim að norðan, svo eigi töpuðust þau þá leið af skaganum.

Hreindýr

Hreindýr.

— Ef til vill gætu og hreindýrin þrifist í þrengri girðingum, þar sem hægra væri við þau að ráða, gefa þeim í harðindum og velja úr þeim til slátrunar. Hreindýrahjarðir hér á skaganum ættu að geta veitt nokkurn arð, ef að svo væri frá girðingum gengið að hafa mætti hemil á þeim, og reka þau saman á haustin til að velja úr þeim slátursdýr.
Verði byrjað á slíku, væri öruggast að fá nýjan og hraustan stofn frá Finnmörku, ala hann fyrst í girðingu, svo hafa mætti eftirlit með dýrunum fyrstu árin. Hagagirðingin á Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð væri hafandi til slíks. Þar er víðlendi nokkuð mikið innan girðingar, og góður gróður, sem hreindýr mundi geta þrifist á, og girðingin sögð traust. Ef til vill mundi og hagagirðing Hafnarfjarðarkaupstaðar, með lítilli viðbót, geta orðið hentug handa slíkum hreindýrum.“ – G.G.B.

Sjá meira um hreindýrin á Reykjanesskaga HÉR.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn – 1.-2. tölublað (01.02.1932), G.G.B. – Hreindýr á Reykjanesskaga, bls. 7-10.

Hreindýr

Hreindýrshorn við Hjartartröð ofan Hafnarfjarðar.

Hreindýr

Eftirfarandi frásögn um hreindýrin er úr Öldinni okkar 1771.
Hreindýr“Dýr, sem Íslendingar hafa ekki fyrr augum litið, komu hingað með Vestmannaeyjaskipi í sumar. Voru það þrettán eða fjórtán hreindýr af Finnmörku, sem send voru Thodal stiftamtmanni, og er til þess ætlast, að hann gangi úr skugga um, hvort þau geti þrifist hérlendis. Mosi sá, sem hreindýr fíkjast mest eftir, var fluttur í pokum til fóðurs handa þeim á sjónum.
Það hefur áður komið til orða að reyna hér hreindýrarækt. Níels Fuhrmann vakti máls á því fyrir hálfri öld, og fyrir tuttugu árum var það ákveðið í konungsgarði fyrir tilmæli Hans sýslumanns Wíum og fleiri fyrirmanna austan lands að flytja hingað hreindýr. Það fórst þó fyrir í það skiptið.

Kúluhattshellir

Hreindýrabein í Kúluhattshelli.

Kaupmaður í Eyjum, Hans Klog, veitti hreindýrunum viðtöku, þegar þau komu til landsins í sumar, og gerði sér vonir um, að þau gætu lifað þar. En hann sá brátt, að þeim hrakaði frekar en þau brögguðust, og þess vegna tók hann það ráð að manna bát og láta flytja sjö þeirra til lands. Fygldi þeim maður, er átti að reka þau til Bessastaða og leita úrskurðar stiftamtmanns um það, hversu með þau skyldi farið. Hugðist kaupmaður með þessu firra sig ámæli.
Báturinn tók land við Landeyjasand, en hreindýrin voru þá orðin svo máttfarin, að sendimaðurinn kom þeim fyrir í vörslu bónda það við sjávarsíðuna, á meðan hann færi sjálfur til Bessastaða og sækti fyrirmæli stiftamtmanns.

Hreindýr

Hreindýr við Miðfell.

Stiftamtmaðurinn hafði ætlast til að hreindýrunum yrði sleppt á fjöll í grennd við Þingvallasveit og falin umsjá presta, er heima eiga í næstu sveitum. Þótti honum því miður, að þau skyldu ekki flutt til Þorlákshafnar.
Úr því sem komið var, fól hann Þorsteini Magnússyni, sýslumanni Rangæinga, að hlutast til um, að þeim yrði vikið til fjalla þar eystra, því ekki þótti viðlits að reka þær vestur yfir stórárnar.”
Síðar, eða árið 1777, voru nokkur hreindýr sett í land á Hvaleyri við Hafnarfjörð (30 dýr) og gengu þau um Reykjanesskagann og Hengil. Dýrin runnu til fjalla og tímguðust vel. Hreindýrin voru hins vegar eftirsótt til matar og endaði með því að síðasta hreindýrið var skotið á Skaganum í byrjun 20. aldar. Enn má sjá hreindýrabein í hellum á Reykjanesi, s.s. svonefndum “Kúluhattshellum” í Heiðinni há, í hraununum ofan við Helgafell og í Húshelli við Hrútargjárdyngju ofan við Hafnarfjörð.

-Öldin okkar 1771.

Hreindýr

Hreindýr.

Hreindýr

Árni Óla ritaði grein um hreindýrin á Reykjanesskaga í Morgunblaðið árið 1947. Greinin bar yfirskriftina „Hvað varð um hreindýrin á Reykjanesskaga?„.
„Laust eftir 1772 var 23 hreindýrum frá Hreindýrnorðanverðum Noregi hleyot á land í Hafnarfirði og tóku þau þegar á rás upp í Bláfjöll. Sjö árum seinna „sáust stórir hópar norður við Bláfjöll og var giskað á 500-600 í hóp. Seinasta hreindýr á þessum slóðum fylgdist með fjárhóp á Bolavöllum og náðist 1930 og virðist þessi vesæl kýr, aflóga af elli, tannlaus og kollótt, vera síðasti fulltrúi hinnar fögru hjarðar, sem eitt sinn mun hafa skift þúsundum, segir Helgi Valtýsson í bók sinni „Á hreindýraslóðum“.
Hjer hlýtur að vera um ónákvæmar ágiskanir að ræða. Það liggur t.d. alveg í augum uppi, að út af tæpum 20 kúm hafa ekki verið komin svo mörg heindýr eftir sjö ár, að tala þeirra hafi náð 500-600, hvað þá heldur að þau hafi verið í hópum, og 500-600 í hóp.
Árferði var að vísu gott fyrstu árin, sem dýrin voru hjer, en svo kom hvert harðindaárið eftir annað fram að 1780, og þá komu hallærisár, hvert öðru verra. Þessi ár hafa orðið harður reynslutími fyrir hreindýrin, og þegar fjárfellir er á Suðurnesjum er hætt við því, að hreindýrin hafi týnt tölunni.

Hreindýr

Menn vita þess dæmi, að á hörðum vetrum hrundu hreindýrin niður hjer syðra, svo var 1859 og aftur 1881. Það kemur því ekki til mála, að hreindýrin hafi tímgast svo fljótt hjer syðra, sem sögur segja, og hitt er líka næsta ólíklegt,a ð þau hafi nokkuru sinni skift þúsundum.
Ekki er nú vitað hvenær menn fóru að veiða hreindýrin á Reykjanesskaga en varla hafa þau fengið að vera í friði í mörg ár. Árið 1794 var gefið út konungsbrjef um hreindýraveiði, og fáum árum seinna annað brjef um takmarkaða veiði. „Þóttu þau (hreindýrin) þó flestum orðin helst til mörg og gjöra men með því að uppræta fjallagrös“, segir Espholín. Veiðarnar hafa áreiðanlega skert stofninn, og þó helst það hvernig menn drápu dýrin dauðvona úr hungri á vorin. Þannig voru drepin 13 dýr, sem stóðu við hjallana í Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd vorið 1859, öll að dauða komin úr hor.
HreindýrÁ sumrin gengu hreindýrin í Bláfjöllum. Lönguhlíðarfjöllum og á Heiðinni há. Þegar vondur vetur var leituðu dýrin niður á láglendið og suður á Strandarheiði. Og fyrir kom það, að þau leituðu alveg niður að sjó og munu þá hafa verið drepin, jafnvel á vorin þegar þau voru orðin grindhoruð, að ekki var neinn matur í þeim. Talið var að Guðmundur Hannesson á Vigdísarvöllum (hann var bróðir Sæfinns á sextáns kóm) hafi drepið fleiri dýr en nokkur annar, þótt hann færði það ekki í frásögur.
Annars voru hreindýraveiðar stundaðar á haustin, meðan dýrin voru feit og góð til bús að leggja. Seildust menn þá einkum eftir því að skjóta hreinana, því þeir voru vænstir, og mun það hafa átt drjúgan þátt í að dýrunum fækkaði og þau hurfu seinast með öllu.
Harðindaveturinn 1880-81 fækkaði dýrunum mjög. Er sennilegt að þau hafi þá hrundið niður úr hrungri og vesöld. Þá voru nokkur að flækjast suður á Strönd um vorið, horfallin og illa útlítandi.
Ein tilraun var gerð til að ala upp hreindýr. Oddur V. Gísalason á Stað í Grindavík var einu sinni á ferð Hreindýrvið annan mann og rákust þeir þá á hreinkálf, sem hafði villst frá hjörðinni. Þeim tókst að handama hann lifandi á þann hátt að þeir bundu saman marga hesta, gerðu nokkurs konar kví úr þeim og tókst að flæma kálfinn inn í kvína. Ekki var hann stærri en svo, að fylgdarmaður sjera Odds reiddi hann fyrir framan sig á hnallnefinu alla leið að Stað. Þar var kálfurinn hafður í húsi um veturinn, en þreifst illa. Þegar kom fram á vorið skaddaðist hann allur svo að bjórinn var ber, nema hvað litlir flókaleppar hengu í lærunum og á hálsinum. Og þegar bæjarveggirnir á Stað fóru að grænka , var honum hleypt ýt til þess að sleikja í sig nýgræðinginn. Hann drapst rjett á eftir; hjeldu sumir að hann hefði ekki þolað kjarnmikið grænt grasið, en sennilegt er að hann hefði drepist hvort sem var.
Þorvaldur Thoroddsen prófessor ferðaðist sumarið 1883 um allan Reykjanesskagann þveran og endilangan, fram og aftur, en varð hvergi hreindýra var. Taldi hann að dýrin mundu flest hafa fallið veturinn 1880-81.

Hreindýr

Guðmundur G. Bárðarson prófessor ritaði grein um hreindýr í Náttúrufræðinginn 1932. Hafði hann þá undanfarin sumru feðast um Reykjanesfjallgarðinn. Á þeim ferðum hafði hann með sjer góðan sjónauka, en hann sá aldrei neitt til hreindýra og hvorki fann hann af þeim horn nje bein. Telur hann ástæðurnar til hvarfs þeirra geti verið margar, svo sem of mikil veiði, að stofninn hafi úrkynjast, eða þau flutt sig lengra norðaustur upp á hálendið. Sagnir eru til um hreindýr, s.s. í Bæjarsveit í Borgarfirði, í Stóra-Botni í Hvalfirði, á Mýrum og jafnvel á Kili. Enginn vafi er á því, að þessi hreindýr hafa öll verið komin vestan af Reykjanesi.
En hvað varð um hreindýrin? Það er engin ástæða til að ætla að hreindýrunum hafi verið útrýmt á Reykjanesfjallgarði með veiðum, allra síst, ef stofninn hefur verið orðinn svo stór, að hann hafi skift mörgum hundruðum (hvað þá að hann hefir skift þúsundum). Þeir voru aldrei mjög margir, sem stunduðu hreindýraveiðar. Og um mesta veiðimanninn er þess getið, að hann hafi lagt 70 dýr að velli um ævina, og skiftist sú veiði niður á mörg ár. Hafi hreindýrunum því stórfækkað vegna veiðiskapar, þá hefur storfninn alltaf verið mjög lítill, annars mundi varla hafa sjeð högg á vatni.
HreindýrÁrið 1902 voru hreindýr alfriðuð og eftir þann tíma fara engar sögur af hreindýraveiði hjer syðra. Þó er ekki fyrir að synja að eitt  og eitt dýr hafi verið drepið. En hreindýr eru á þessum slóðum fram til 1930. Jón Guðmunsson á Brúsastöðum bjó á Heiðabæ í Þingvallasveit 1908-1920, og segir hann að þegar hart var á vorin hafi hreindýr komið niðru að vatni, venjulega tvö, en einus inni þrjú. – Seinast sá hann hreindýr á Mosfellsheiði 1920. Á þessum árum sáust og fáein dýr öðru hvoru í Henglafjöllum og á Mosfellsheiði. Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum í Ölfusi sá 9 dýr hjá Grindarskörðum vorið 1908 og á þeim árum komu hreindýr niður undir Selvog í vorharðindunum.
Ólafur Þorvaldsson, sem einu sinni var í Herdísarvík, sá 4 hreindýr í október 1910 í Langahlíðarfjöllum.
Ef þau 23 hreindýr, sem sleppt var á land í Hafnarfirði upphaflega, hafa tímgast jafnt ört og sögusagnir herma, þá hefði sá stofn, sem hjer var uppi standandi þegar friðunarlögin komu átt að vera orðin að stórri hjörð nú. En hreindýrin eru horfin af Reykjanesskaga, og er tæplega til nein önnur skýring á því en sú, að þau hafi flúið þaðan upp á hálendið.
Hreindýr

Einkennilegt er að Þorvaldur Thoroddsen skyldi hvergi verð var við hreindýr á Reykjanesskaga 1882. Það bendir til þess að þau hafi haldið sig annar staðar þá, en hvarflað svo aftur vestur á bóginn til fyrri stöðva. – Þannig fann Magnús Ólafsson tvo hópa 1887. Það er haft eftir Ögmundi Sigurðssyni, skólastjóra, sem var manna áreiðanlegastur í frásögnum, að 1899 hafi 15-20 hreindýr sjest í Bláfjöllum. Og vorið 1895 sáust 5 hreindýr á Hellisheiði.
En 1930 eru þau algjörlega horfin. Þá hafa þau yfirgefið stöðvar sínar fyrir fullt og allt, eru horfin inn á hálendið og hafa sennilega borið beinin þar.“
Við þetta má bæta að önnur og nærtækari skýring er á fækkun og jafnvel útrýmingu hreindýranna á Reykjanesskaganum, þ.e. markviss veiði frábærra veiðimanna.

Heimild:
-Morgunblaðið 7 des. 1947, Árni Óla, Hvað varð um hreindýrin á Reykjanesskaga?, bls. 365-367.

Hreindýr

Hreindýr

„Það mun hafa verið árið 1771, að hreindýrum var hleypt á land á Reykjanesskaga og sleppt í hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð. Voru hreindýr þessi fengin frá Finnmörku. Hreindýrin munu hafa þrifizt þar vel og talsvert fjölgað. Er þeirra oft getið á skaganum síðan, og hafa stundum Hreindýrveiðst þar til muna. Þorvaldur Thoroddsen hyggur, að þau hafi flest fallið harða veturinn 1880—1881, en eftir það hafi þeim nokkuð fjölgað aftur. Segir hann, að 1890 hafi sézt 15—20 hreindýr í einum hóp nærri Bláfjöllum. (Lýsing Islands II, bls. 457—58).
Síðar munu eigi hafa komið svo harðir vetur, að hreindýrunum hafi stafað veruleg hætta af. Þó er nú svo komið, að hreindýrin munu vera orðin afar fágæt hér á skaganum, ef ekki alveg horfín. Síðustu sumrin hefi eg farið mjög víða um fjalllendin og hraunin á Reykjanesskaga, gengið upp á flest fjöllin, og notið útsýnis með góðum sjónauka yfir héruðin umhverfis þau; en hvergi hefi eg getað komið auga á hreindýr, og ekki heldur fundið horn eða bein af hreinum. Ýmsa kunnuga menn, sem fengizt hafa við smalamennsku, hefi eg líka spurt um hreindýrin, og kváðust þeir ekki hafa séð þau síðustu árin.
Guðmundur Jónsson, frá Setbergi í Hafnarfirði, er manna kunnugastur í hraununum og f jöllunum suður og austur frá Kaldárseli. Hann hefir sagt mér, að hann hafi séð 35 hreindýr í hóp uppi á Lönguhlíðarfjöllum fyrir vestan Brennisteinsfjöll. Það var um haustið í réttum, árið 1880. Um aldamótin síðustu sá hann hreindýr seint í maímánuði; var það bæði kýr og tarfur, og fylgdi þeim kálfur. Það var fyrir neðan Skörðin, fyrir vestan Þrívörðuhnúk. Smalahundur Guðmundar hljóp á eftir hreinunum, og flýðu dýrin upp brekkuna; varð þar brattur skafl á leið þeirra. Runnu þau upp skaflinn, en þar varð kálfurinn seinfærari og hrataði niður skaflinn aftur. Sótti þá hundurinn að honum. Snéru þá fullorðnu dýrin í skyndi aftur. Réðist tarfurinn móti hundinum með miklum ofsa og reyndi að stanga hann. En kýrin lagði af stað með kálfinn upp skaflinn á meðan; lét hún hann ganga við hlið sér, brekkumegin, svo að hann hefði stuðning af sér, meðan þau sneiddu fönnina. Loks tókst Guðmundi að aftra hundinum. Tók þá tarfurinn á rás eftir hinum dýrunum. — Guðmundur kveðst sjálfur ekki hafa séð hreindýrin hér á skaganum eftir þetta.
Á árunum 1885—’90 voru tvö hreindýr skotin hjá Sandfelli, fyrir vestan Vífilsfell; hafði veiðimaðurinn hitt þau í Kristjánsdölum og elt þau þvert yfir brunahraunin unz hann náði færi á þeim við Sandfell. Síðla vetrar um 1890 komu 9 hreindýr í hóp, niður undir Smalaskála hjá Kaldárseli. Þá var heldur harður vetur og knappt um haga. Hreinar þessir urðu fyrir styggð af hundum og flýðu norður fyrir Búrfell.
Ólafur Þorvaldsson, sem nú er bóndi í Herdísarvík, kveðst hafa séð 4 hreindýr í október 1910. Lágu þau á hæð upp á Lönguhlíðarfjöllum norðaustur af Vörðufelli, er hann sá þau fyrst. Komst hann mjög nærri þeim og gat um stund athugað þau í næði. Loks urðu þau vör við hann og tóku á rás. Hlupu þau stóran hring umhverfis hann og fóru á brokki, en stukku eigi; en við og við stönzuðu þau til að athuga hvað manninum liði. Síðan héldu þau áfram í enn stærri hring, unz þau hurfu austur fyrir Brennisteinsfjöll.
HreindýrDr. Bjarni Sæmundsson hefir sagt mér, eitt hreindýr hafi sézt nærri sjó, skammt fyrir vestan Grindavík, að vorlagi um 1877. Þótti það nýlunda, því að þau voru víst mjög fágæt svo utarlega á skaganum.
Guðmundur Einarsson, listamaður, frá Miðdal, kveðst hafa séð tvö hreindýr í maí 1918 eða 1919. Voru þau suður hjá Bláfföllum. I september 1926 sá hann eitt ungt hreindýr nálægt Lyklafelli. Er það síðasta hreindýr, sem eg veit til að hafi sézt hér nærlendis. Hann kveðst og hafa séð spor eftir hreindýr að vetrarlagi upp á Heiðinni-há, fyrir 3—4 árum síðan.
Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum hefir sagt mér að all-mikið hafði verið af hreindýrum á austur hluta skagans, einkum kringum Bláfjöll og á Heiðinni-há, þegar hann var drengur, rétt fyrir 1880. Sáu menn stundum 50 dýr saman í hóp. Voru þau þá talsvert veidd. Vorið 1908 sá hann 9 í hóp sunnan við Grindaskörð, og á þeim árum kom það fyrir að nokkur hreindýr komu niður að sjó í Selvognum. Var þá fannþungt og hagleysur til fjalla. Meðan hreindýrin voru algengari, var það oft að menn fundu hreinahorn í smalamennskum og fjallleitum þar efra.
HreindýrGuðmundur Hannesson, sem eitt sinn bjó á Vigdísarvöllum, hafði oft veitt hreindýr hér á fjöllunum. Mér hefir líka verið sagt, að skotmaður nokkur hafi komið að hreindýrahóp í Marardal, vestan vert við Hengilinn. Er dalurinn girtur klettum á allar hliðar, nema einstígi út úr honum að vestan. Maðurinn komst í einstigið og sat fyrir dýrunum. Þau leituðu fast á að komast út, en hann skaut þau niður hvert af öðru. Hann hafði afturhlaðna byssu, og var það mesta þrekraun fyrir hann, að verja dýrunum útgöngu, meðan hann hlóð byssuna. Segja sumir, að hann hafi að lokum orðið að gefa upp vörnina, og sleppa miklu af hópnum, en hafði þó fengið góða veiði. Aðrir segja að hann hafi fellt öll dýrin. Eigi hefi eg getað grafið upp hvaða ár þetta var eða hver þessi skotmaður var.
HreindýrÞætti mér vænt um, ef einhver gæti frætt mig um það. Af þessum strjálu upplýsingum má ráða það, að aðalheimkynni hreindýranna hafi verið í f jöllunum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefi eg heyrt þess getið, að þau hafi stundum sézt á Mosfellsheiði og Strandaheiði. Þau munu hafa verið mjög algeng eftir miðja síðustu öld, fram til 1880, en hafa víst týnt mjög tölunni harða veturinn 1880—’81, eins og Þorv. Thoroddsen skýrir frá. Þau hafa líka verið mikið veidd árin þar á undan. Ef til vill hefir þeim fjölgað nokkuð aftur. En síðustu tvo áratugi hefir þeim farið sí fækkandi og eru nú að mestu eða öllu leyti horfin héðan af skaganum.
Ástæðan til þessarar síðustu fækkunar hreinanna hér um slóðir geta margar verið, t. d. aukin veiði, að stofninn hafi verið genginn úr sér og orðinn ver fær til þess að bjarga sér, eða það að þau hafi flutt sig af skaganum lengra til norðausturs upp í hálendið, vegna sí-vaxandi umferðar og ónæðis á hinum fornu stöðvum sínum.
HreindýrEigum vér að láta hér við sitja og gera eigi neitt til að koma upp hreindýrastofni á Reykjanesskaga aftur? Í Norður-Ameríku hefir Vilhjálmur Stefánsson landkönnunarmaður beitt sér fyrir því, að hin köldu og óræktanlegu haglendi nyrzt í Ameríku, yrðu gerð að arðbæru landi, með því að koma upp hreinahjörðum, er gengu þar sjálfala, en hefðu aðhald af girðingum, svo að smala mætti þeim saman, reka í kvíar, og velja úr hópunum dýr til slátrunar. — Þetta er þegar að nokkru komið í framkvæmd, og þykir bera ákjósanlegan árangur. Austurf jöllin á Reykjanesskaga virðast ágætlega fallin fyrir hreindýr. Á Lönguhlíðarfjöllum, Heiðinni-há og hálendinu þar í grennd, er gnægð af fléttugróðri (skófir, hreindýramosi o. fl.) og allmikið af öðrum kjarngróðri, sem góður ætti að vera til beitar handa hreindýrum.
HreindýrNú er komin fjárgirðing úr Selvogi alla leið norðaustur á Hellisheiði. Með lítilli endurbót ætti hún að nægja til að hindra það, að hreindýr af skaganum reikuðu austur. Til viðbótar vantaði girðingu, er stæði fyrir þeim að norðan, svo eigi töpuðust þau þá leið af skaganum. — Ef til vill gætu og hreindýrin þrifist í þrengri girðingum, þar sem hægra væri við þau að ráða, gefa þeim í harðindum og velja úr þeim til slátrunar. Hreindýrahjarðir hér á skaganum ættu að geta veitt nokkurn arð, ef að svo væri frá girðingum gengið að hafa mætti hemil á þeim, og reka þau saman á haustin til að velja úr þeim slátursdýr. Verði byrjað á slíku, væri öruggast að fá nýjan og hraustan stofn frá Finnmörku, ala hann fyrst í girðingu, svo hafa mætti eftirlit með dýrunum fyrstu árin. Hagagirðingin á Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð væri hafandi til slíks. Þar er víðlendi nokkuð mikið innan girðingar, og góður gróður, sem hreindýr mundi geta þrifist á, og girðingin sögð traust. Ef til vill mundi og hagagirðing Hafnarfjarðarkaupstaðar, með lítilli viðbót, geta orðið hentug handa slíkum hreindýrum.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 01.02.1932.

Hreindýr

„Rangifer tarandus er latneskt nafn þessarar tegundar, sem er af hjartarætt (cervidae).
Rangiferættkvíslinni tilheyrir ein tegund, sem skiptist í tvo hópa, túndruhreindýr og skógarhreindýr. HreindýrTúndrudýrunum er síðan skipt í 6 undirtegundir og skógardýrunum í þrjár. Bæði kyn hreindýranna eru hyrnd, sem er óvenjulegt, því að venjulega eru aðeins tarfarnir hyrndir. Tarfar hafa stór og sístækkandi horn með árunum eins og kýrnar, sem hafa mun minni horn. Hreindýrið er meðal stærri dýra af hjartarættinni, en lágfættara, loðnara og klunnalegra og ber höfuðið lágt líkt og nautgripir. Þykkur vetrarfeldurinn ver vel gegn kulda og gerir dýrin léttari í vatni.  Fengitíminn er oftst í október og meðgöngutíminn er 30-35 vikur. Hver kýr eignast yfirleitt einn kálf. Burðartíminn er venjulega frá miðjum maí og stendur í þrjár vikur.
HreindýrAðalburðarsvæðin hér á landi eru í Hálsi, austan Jökulsár á Brú, í Dysjarárdal, Glúmsstaðadal og Þuríðarstaðaárdal. Eftir að dýrunum fjölgaði hefur borið meira á burði á heiðum og stundum niðri í byggð. Þegar kemur fram í ágúst og september, leita dýrin fram á heiðarnar og halda sig þar á veturna, nema þar sé óvenjusnjóþungt, en þá leita þau niður á láglendi. Ungir tarfar og geldar kýr fella hornin í janúar – marz og kelfdar kýr eftir burð. Horn tarfanna falla eftir fengitímann. Þessi hjarðdýr safnast saman þrisvar á ári, seinni hl
uvali hreindýra, bíta þau helzt í hálfþurrum hálfgras- og sefmóum og í grasvíðisdældum og miklu síður í mýrum og flóum. Þau bíta mest af gras- og grávíði og bláberjalyngi auk grasa. Þau bíta lítið af fléttum seinni hluta sumars, enduta vetrar, eftir burð og fyrir haustið. Búskapur með hreindýr er víða stundaður, s.s. á Norðurlöndum, í N-Ameríku, Grænlandi,  Rússlandi og Síberíu.
HreindýrSamkvæmt takmörkuðum rannsóknum á fæð
a lítið af þeim í sumarhögum. Líklega bíta þau fléttur mest síðla vetrar auk sauðamergs, beitilyngs, beitieskis, slíðra- og tjarnastarar. Dýrin éta líka sveppi og mosa.“
Saga hreindýranna á íslandi spannar aðeins um tvær og háfa öld. Fyrstu h
ugmyndir um innflutning hreindýra munu hafa komið frá Páli Vídalín, lögmanni. Hann ritaði um það í lok 17. aldar að selja ætti hesta úr landi og kaupa fyrir þá hreindýr.  Ekkert varð þó úr innflutningi í það skiptið. Skriður komst svo á málið um miðja 18. öld þegar illa áraði í landinu og lífsbjörg skorti. Ætlunin var að hér yrði hreindýrabúskapur með svipuðum hætti og hjá Sömum í Finnmörku og var gefin út konungsskipun um að flytja til landsins Samafjölskyldu frá Noregi til að kenna Íslendingum hreindýraeldi.
HreindýrÁrið 1771 voru fyrstu hreindýrin, 13 eða 14 dýr, flutt til Íslands frá eyjunni Sørø í grennd við Hammerfest í Noregi. Tvær kýr og einn tarfur lifðu og voru flutt að Hlíðarenda í Fljótshlíð.  Að fimm árum liðnum voru þau orðin 11 og urðu flest 16.  Allir kálfarnir, sem fæddust, voru tarfar. Þessi dýr voru horfin skömmu eftir móðuharðindin. Árið 1777 komu 6 tarfar og 24 kýr sem gjöf frá norskum kaupmanni í Hammerfest. Tuttugu og þrjú lifðu ferðina af og var sleppt á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þessum dýrum fjölgaði verulega næstu árin.
HreindýrÁrið 1784 var 35 dýrum, gjöf frá séra Ólafi Jósefssyni í Kautokeinó í Finnmörku, sleppt á Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Þau dreifðust um Þingeyjarsýslur og fjölgaði ört.  Innflutningi lauk með 35 dýrum árið 1787, 5 törfum og 30 kúm, sem var sleppt við Vopnafjörð (gjöf frá Per Jensen í Avjovarre í Finnmörku). Núverandi stofn er kominn af dýrunum, sem voru flutt til Austurlands. Ekki er útilokað að hluti dýranna frá Eyjafirði hafi blandast þeim. Hámarki náði stofninn líklega í upphafi 19. aldar, en minnkaði stöðugt fram á hina 20. og náði líklega lágmarki kringum 1940, en þá er talið að aðeins 100 dýr hafi verið eftir á Austurlandi. Einna flest urðu þau 1976, 3600.
Árið 1787 voru hreindýrin alfriðuð, 1790 var takmörkuð veiði leyfð í Eyjafirði, 1794 var takmörkuð veiði leyfð í Þingeyrar- og Múlasýslum, 1798 var leyft að veiða tarfa án takmörkunar, 1817 var leyft að veiða öll dýr nema kálfa, 1849 var friðun aflétt, 1882 voru dýrin friðuð frá 1. janúar til 1. ágúst, 1901 voru dýrin alfriðuð til 1925, 1927 var friðun framlengd til 1935, 1937 var friðun framlengd til 1945, 1939 voru veiðar leyfðar undir eftirliti og einungis tarfar voru veiddir, 1954 urðu veiðar undir eftirliti víðtækari. Líklegt má telja að veiðar hafi verið stærsti orsakavaldurinn í því að þessir hópar hurfu með öllu upp úr 1930.
HreindýrHreindýrin hurfu á Reykjanesi og í Þingeyjarsýslum og náðu sér á strik á Austurlandi, þar sem mörk útbreiðslunnar hafa verið Hornafjarðarfljót og Jökulsá á Fjöllum. Dýra hefur þó stundum orðið vart utan þessa svæðis. Kjörsvæði þeirra er á Brúaröræfum, austur að Snæfelli.
Innflutningur hreindýra átti að styðja og efla íslenzkan landbúnað, en úr því varð ekki og því hafa dýrin lifað villt á landinu frá upphafi. Leyfi til veiða þeirra Hreindýrbyggðust oftar en ekki á kvörtunum þeirra, sem töldu þau rýra haga sauðfjár, en síðustu ár beinast þær að því að grisja stofninn og halda honum í skefjum. Törfum fækkaði um of á tímabili, þannig að veiðistýring og eftirlit var aukið. Hin síðari ár hafa bændur kvartað undan ágangi dýranna í löndum þeirra og skógræktarfólk lítur þau hornauga.
Vangaveltur hafa verið uppi um það að dreifa hreindýrum víðar, en á Austurlandi, en ennþá hefur ekki komið til þess. Má þó búast við því að hreindýr geti með góðu móti þrifist víðar á Íslandi en á Austurlandi.
Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja hefur rætt þá hugmynd að fá leyfi til að flytja hreindýr á Reykjanesskagann eða í Landnám Ingólfs. Tilgangurinn er að auðga dýralíf svæðisins og draga að ferðafólk.
HreindýrKristjáns Pálssonar, formaður Ferðamálasam-takanna segir að málinu hafi verið vel tekið en tekur fram að það sé enn á hugmyndastigi. Minnir Kristján á að hreindýr hafi lengi verið á Reykjanesi, meðal annars í miklum harðindum í lok átjándu aldar og á þeirri nítjándu og komist ágætlega af. Nú sé landið mun minna nýtt af mönnum og skepnum og því ættu að vera enn betri skilyrði.
Kristján segir að hreindýrin séu falleg og tignarleg dýr, engum hættuleg, og telur að margir íbúar höfuðborgarsvæðisins og bæjanna í nágrenni hefðu áhuga á að skoða villt hreindýr í náttúrulegu umhverfi. Þá gætu þau haft aðdráttarafl fyrir ferðafólk.
Tekur Kristján fram að ekki sé ætlunin að leyfa veiðar, það samrýmist Hreindýrekki hugmyndinni um friðland villtra dýra. Áhugi er á því að þarna verði einhver hundruð dýra. Reiknar Kristján með að svo færi einnig nú, ef hreindýr væru flutt á svæðið, þau héldu sig væntanlega mest í Brennisteinsfjöllum og á Sveifluhálsi.

HreindýrDýraverndarsamband Íslands varar eindregið við áformum  um að sleppa hjörð villtra hreindýra í Reykjanesfólkvang. Reykjanesskaginn hafi ekki uppá að bjóða kjörlendi fyrir hreindýr, að mati Dýraverndarsambandsins, hvorki hvað beitilönd varðar né loftslagsskilyrði þar sem þetta er eitt votviðrasamasta svæði landsins. „Gera má ráð fyrir að hreindýrin myndu leita niður á láglendi, a.m.k. hluta árs, svo sem í skóglendi, allt til Heiðmerkur, og niður að sjó, þar með yfir hina fjölförnu Reykjanesbraut, og lenda í mikilli slysahættu. Þau gætu reyndar farið víðar hindrunarlaust og með þeim þyrfti því að vera stöðugt eftirlit sem viðkomandi sveitarfélög þyrftu sennilega að kosta.“
Þar segir ennfremur: „Auk þess þyrfti að gera ráð fyrir fóðrun í harðindum og ráðstafanir yrði að gera til þess að dýrin yrðu ekki sjálf fyrir slysum á vegunum eða gætu valdið slysum á fólki við ákeyrslur. Ýmis önnur sjónarmið varða framangreinda tillögu en við teljum að velferð dýranna skipti megin máli og teljum fráleitt að hún verði tryggð á Reykjanesskaga né annars staðar í Landnámi Ingólfs Arnarsonar.“

Heimildir m.a.:
-nat.is
-mbl.is

Hreindýr

Í Náttúrufræðingnum árið 1932 er fjallað um hreindýr á Reykjanesskaganum í þremur greinum. Árni Friðriksson skrifar m.a. eftirfarandi grein um „Hreindýrið„:

Hreindýrið
„Rétt fyrir miðja átjándu öld stungu fimm íslenzkir sýslumenn upp á því við stjórnina dönsku, að láta Hreindýrflytja nokkur hreindýr til Íslands. Tillagan var tekin til greina, og 19. janúar 1751 kom út konungleg skipun um, að hingað skyldu flutt hreindýr, sex að tölu, fjögur kvendýr og tvö karldýr, en ekkert varð úr framkvæmdum að sinni. Árið 1771 lét Todal amtmaður flytja 13 hreindýr frá Finnmörku í Noregi til Íslands. Tíu dóu á leiðinni, en þrjú lifðu, og var þeim sleppt í Rangárvallasýslu. Þau virtust tímgazt fremur vel, og eftir fimm ár voru þau orðin 11 að tölu, svo nú var fengin full sönnun fyrir því, að hreindýr gætu hafzt við á íslandi. Árið 1777 voru því flutt 30 hreindýr frá Finnmörku til Islands, þrjú dóu á leiðinni, en hin komust hingað með heilu og höldnu, og var sleppt við Hafnarfjörð. Árið 1786 var þessi nýi stofn orðinn svo mikill, að talsvert var af hreindýrum um Árnes- og Gullbringusýslu, eftir því sem Olavius segir. Árið 1783 var nokkrum hreindýrum sleppt á Vaðlaheiði við Eyjafjörð, og loks var sleppt 30 í Múlasýslunum árið 1787.
Landnámssaga hreindýranna á íslandi hefir því náð yfir 17 ár, eða frá 1771 til 1787, samtals hafa verið flutt 60—70 hreindýr til landsins, í fjögur skipti, tvisvar til Norðurlands og tvisvar til Suðurlands. Þótt aldrei kæmi til framkvæmda, var rætt um að flytja nokkrar Lappa-fjölskyldur til Íslands, til þess að kenna landsmönnum að temja hreindýr og nota þau sem húsdýr.
HreindýrNú var kominn upp dálítill stofn hreindýra, og því var um að gera að vernda hann, unz hann yrði nægilega stór til þess að gefa arð. Þess vegna var það bannað með lögum (21. júlí 1787) að skjóta hreindýr. Dýrunum fjölgaði nú óðum, og talið var, að stofninn á Vaðlaheiði væri 300—400 stk. um 1790, og stórir flokkar höfðu sézt á fjöllunum í Múlasýslunum um líkt leyti. En ríki hreindýranna á Íslandi átti nú ekki góðum tímum að fagna, því eftir því sem fjöldinn óx, fóru menn að verða hræddir um, að þau myndu eyðileggja beitina, ef ekki væru reistar skorður við frekari þróun. Þetta leiddi til þess, að leyft var með lögum að skjóta allt að því 90 hreindýr samtals, í Múlasýslunum og í Eyjafjarðarsýslu (1790), og seinna var leyft að skjóta hreindýr um allt land, en þó aðeins karldýr. En þrátt fyrir þessar ráðstafanir fjölgaði dýrunum stöðugt; hver kvörtunin kom nú á fætur annarri, og niðurstaðan varð sú, að hreindýrunum var sagt stríð á hendur.
HreindýrÞegar hreindýrin stóðu með sem mestum blóma, sáust oft stórir hópar, einkum í hörðum vetrum, alveg niðri í byggð, bæði í Eyjafjarðarsýslu, Þingeyjarsýslu og Múlasýslunum. 12. marz 1817 komu svo út lög, sem heimiluðu öllum að skjóta hreindýr, nema kálfa á fyrsta ári, og 10. júní 1849 var leyft að skjóta hreindýr á öllum aldri, og fram af þessu eyddist stofninn stórum, og hvarf víða með öllu.
Með lögum var hreindýrið gert að borgara meðal íslenzkra dýra, með lögum var því útrýmt, þangað til stofninn stóð á grafarbakkanum, og með lögum hefir stofninn síðan verið endurreistur, með friðun. Fyrsta sporið í áttina var stigið með lögum frá 17. marz 1882, þar sem bannað var að skjóta hreindýr á tímabilinu frá 1. janúar til 1. ágúst.

Lönguhlíð

Síðan 8. nóvember 1901 hafa þau verið algerlega friðuð, og verða það a. m. k. þangað til 1. jan. 1935. Þó er leyft að veiða þau, með það fyrir augum að temja þau. Um heimkynni og fjölda hreindýranna hér á landi nú vita menn ekki mikið, en þörf væri að kynna sér það nánar. Íslandi er virðing að því að geta talið hreindýrið sem eitt af sínum eigin dýrum, það prýðir þó að minnsta kosti landið, þótt það hafi ekki orðið að miklum notum enn sem komið er. (Í síðasta hefti Náttúrufræðingsins er grein um hreindýrin á Reykjanesskaga eftir G. G. B.).“

Guðmundur. G. Bárðarson skrifaði m.a. eftirfarandi grein:
Hreindýr á Reykjanesskaga
Hreindýr„Það mun hafa verið árið 1771, að hreindýrum var hleypt á land á Reykjanesskaga og sleppt í hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð. Voru hreindýr þessi fengin frá Finnmörku. Hreindýrin munu hafa þrifizt þar vel og talsvert fjölgað. Er þeirra oft getið á skaganum síðan, og hafa stundum veiðst þar til muna. Þorvaldur Thoroddsen hyggur, að þau hafi flest fallið harða veturinn 1880 —1881, en eftir það hafi þeim nokkuð fjölgað aftur. Segir hann, að 1890 hafi sézt 15—20 hreindýr í einum hóp nærri Bláfjöllum. (Lýsing Íslands II, bls. 457—58). Síðar munu eigi hafa komið svo harðir vetur, að hreindýrunum hafi stafað veruleg hætta af. Þó er nú svo komið, að hreindýrin munu vera orðin afar fágæt hér á skaganum, ef ekki alveg horfin. Síðustu sumrin hefi eg farið mjög víða um fjalllendin og hraunin á Reykjanesskaga, gengið upp á flest fjöllin, og notið útsýnis með góðum sjónauka yfir héruðin umhverfis þau; en hvergi hefi eg getað komið auga á hreindýr, og ekki heldur fundið horn eða bein af hreinum.

Skörðin

Ýmsa kunnuga menn, sem fengizt hafa við smalamennsku, hefi eg líka spurt um hreindýrin, og kváðust þeir ekki hafa séð þau síðustu árin.
Guðmundur Jónsson, frá Setbergi í Hafnarfirði, er manna kunnugastur í hraununum og f jöllunum suður og austur frá Kaldárseli. Hann hefir sagt mér, að hann hafi séð 35 hreindýr í hóp uppi á Lönguhlíðarfjöllum fyrir vestan Brennisteinsfjöll. Það var um haustið í réttum, árið 1880. Um aldamótin síðustu sá hann 2 hreindýr seint í maímánuði; var það bæði kýr og tarfur, og fylgdi þeim kálfur. Það var fyrir neðan Skörðin, fyrir vestan Þrívörðuhnúk. Smalahundur HreindýrGuðmundar hljóp á eftir hreinunum, og flýðu dýrin upp brekkuna; varð þar brattur skafl á leið þeirra.
Runnu þau upp skaflinn, en þar varð kálfurinn seinfærari og hrataði niður skaflinn aftur. Sótti þá hundurinn að honum. Snéru þá fullorðnu dýrin í skyndi aftur. Réðist tarfurinn móti hundinum með miklum ofsa og reyndi að stanga hann. En kýrin lagði af stað með kálfinn upp skaflinn á meðan; lét hún hann ganga við hlið sér, brekkumegin, svo að hann hefði stuðning af sér, meðan þau sneiddu fönnina. Loks tókst Guðmundi að aftra hundinum. Tók þá tarfurinn á rás eftir hinum dýrunum. — Guðmundur kveðst sjálfur ekki hafa séð hreindýrin hér á skaganum eftir þetta.
Á árunum 1885—’90 voru tvö hreindýr skotin hjá Sandfelli, fyrir vestan Vífilsfell; hafði veiðimaðurinn hitt þau í Kristjánsdölum og elt þau þvert yfir brunahraunin unz hann náði færi á þeim við Sandfell. Síðla vetrar um 1890 komu 9 hreindýr í hóp, niður undir Smalaskála hjá Kaldárseli. Þá var heldur harður vetur og knappt um haga. Hreinar þessir urðu fyrir styggð af hundum og flýðu norður fyrir Búrfell.
MarardalurÓlafur Þorvaldsson, sem nú er bóndi í Herdísarvík, kveðst hafa séð 4 hreindýr í október 1910. Lágu þau á hæð upp á Lönguhlíðarfjöllum norðaustur af Vörðufelli, er hann sá þau fyrst. Komst hann mjög nærri þeim og gat um stund athugað þau í næði. Loks urðu þau vör við hann og tóku á rás. Hlupu þau stóran hring umhverfis hann og fóru á brokki, en stukku eigi; en við og við stönzuðu þau til að athuga hvað manninum liði. Síðan héldu þau áfram í enn stærri hring, unz þau hurfu austur fyrir Brennisteinsfjöll.
Dr. Bjarni Sæmundsson hefir sagt mér, eitt hreindýr hafi sézt nærri sjó, skammt fyrir vestan Grindavík, að vorlagi um 1877. Þótti það nýlunda, því að þau voru víst mjög fágæt svo utarlega á skaganum.
KaldárselGuðmundur Einarsson, listamaður, frá Miðdal, kveðst hafa séð tvö hreindýr í maí 1918 eða 1919. Voru þau suður hjá Bláfjöllum. Í september 1926 sá hann eitt ungt hreindýr nálægt Lyklafelli. Er það síðasta hreindýr, sem eg veit til að hafi sézt hér nærlendis. Hann kveðst og hafa séð spor eftir hreindýr að vetrarlagi upp á Heiðinni-há, fyrir 3—4 árum síðan.
Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum hefir sagt mér að allmikið hafði verið af hreindýrum á austur hluta skagans, einkum kringum Bláfjöll og á Heiðinni-há, þegar hann var drengur, rétt fyrir 1880. Sáu menn stundum 50 dýr saman í hóp. HreindýrVoru þau þá talsvert veidd. Vorið 1908 sá hann 9 í hóp sunnan við Grindaskörð, og á þeim árum kom það fyrir að nokkur hreindýr komu niður að sjó í Selvognum. Var þá fannþungt og hagleysur til fjalla. Meðan hreindýrin voru algengari, var það oft að menn fundu hreinahorn í smalamennskum og fjallleitum þar efra.
Guðmundur Hannesson, sem eitt sinn bjó á Vigdísarvöllum, hafði oft veitt hreindýr hér á f jöllunum. Mér hefir líka verið sagt, að skotmaður nokkur hafi komið að hreindýrahóp í Marardal, vestan vert við Hengilinn. Er dalurinn girtur klettum á allar hliðar, nema einstígi út úr honum að vestan. Maðurinn komst í einstigið og sat fyrir dýrunum. Þau leituðu fast á að komast út, en hann skaut þau niður hvert af öðru. Hann hafði afturhlaðna byssu, og var það mesta þrekraun fyrir hann, að verja dýrunum útgöngu, meðan hann hlóð byssuna.

Hreindýr

Segja sumir, að hann hafi að lokum orðið að gefa upp vörnina, og sleppa miklu af hópnum, en hafði þó fengið góða veiði. Aðrir segja að hann hafi fellt öll dýrin. Eigi hefi eg getað grafið upp hvaða ár þetta var eða hver þessi skotmaður var. Þætti mér vænt um, ef einhver gæti frætt mig um það. Af þessum strjálu upplýsingum má ráða það, að aðalheimkynni hreindýranna hafi verið í f jöllunum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefi eg heyrt þess getið, að þau hafi stundum sézt á Mosfellsheiði og Strandaheiði. Þau munu hafa verið mjög algeng eftir miðja síðustu öld, fram til 1880, en hafa víst týnt mjög tölunni harða veturinn 1880—’81, eins og Þorv. Thoroddsen skýrir frá. Þau hafa líka verið mikið veidd árin þar á undan. Ef til vill hefir þeim fjölgað nokkuð aftur. En síðustu tvo áratugi hefir þeim farið sí fækkandi og eru nú að mestu eða öllu leyti horfin héðan af skaganum. Ástæðan til þessarar síðustu fækkunar hreinanna hér um slóðir geta margar verið, t. d. aukin veiði, að stofninn hafi verið genginn úr sér og orðinn ver fær til þess að bjarga sér, eða það að þau hafi flutt sig af skaganum lengra til norðausturs upp í hálendið, vegna sí-vaxandi umferðar og ónæðis á hinum fornu stöðvum sínum. 

Hreindýr

Eigum vér að láta hér við sitja og gera eigi neitt til að koma upp hreindýrastofni á Reykjanesskaga aftur? Í Norður-Ameríku hefir Vilhjálmur Stefánsson landkönnunarmaður beitt sér fyrir því, að hin köldu og óræktanlegu haglendi nyrzt í Ameríku, yrðu gerð að arðbæru landi, með því að koma upp hreinahjörðum, er gengu þar sjálfala, en hefðu aðhald af girðingum, svo að smala mætti þeim saman, reka í kvíar, og velja úr hópunum dýr til slátrunar.
— Þetta er þegar að nokkru komið í framkvæmd, og þykir bera ákjósanlegan árangur. Austurfjöllin á Reykjanesskaga virðast ágætiega fallin fyrir hreindýr. Á Lönguhlíðarfjöllum, Heiðinni-há og hálendinu þar í grennd, er gnægð af fléttugróðri (skófir, hreindýramosi o. fl.) og allmikið af öðrum kjarngróðri, sem góður ætti að vera til beitar handa hreindýrum. Nú er komin fjárgirðing úr Selvogi alla leið norðaustur á Hellisheiði. Með lítilli endurbót ætti hún að nægja til að hindra það, að hreindýr af skaganum reikuðu austur. Til viðbótar vantaði girðingu, er stæði fyrir þeim að norðan, svo eigi töpuðust þau þá leið af skaganum. — Ef til vilHreindýrl gætu og hreindýrin þrifist í þrengri girðingum, þar sem hægra væri við þau að ráða, gefa þeim í harðindum og velja úr þeim til slátrunar. Hreindýrahjarðir hér á skaganum ættu að geta veitt nokkurn arð, ef að svo væri frá girðingum gengið að hafa mætti hemil á þeim, og reka þau saman á haustin til að velja úr þeim slátursdýr. Verði byrjað á slíku, væri öruggast að fá nýjan og hraustan stofn frá Finnmörku, ala hann fyrst í girðingu, svo hafa mætti eftirlit með dýrunum fyrstu árin. Hagagirðingin á Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð væri hafandi til slíks. Þar er víðlendi nokkuð mikið innan girðingar, og góður gróður, sem hreindýr mundi geta þrifist á, og girðingin sögð traust. Ef til vill mundi og hagagirðing Hafnarfjarðarkaupstaðar, með lítilli viðbót, geta orðið hentug handa slíkum hreindýrum.“

Guðmundur. G. Bárðarson skrifaði eftirfarandi grein:
Hafnfirðingar á hreinaveiðum
„Síra Ólafur Ólafsson frá Hjarðarholti segir svo frá: „Það var um haustið,, að mig minnir 1867, þegar ég var drengur hjá foreldrum mínum í Hafnarfirði, að menn þaðan fóru í fjárleitir suður í Lönguhlíðar. Sáu menn þá hreindýrahóp í fjöllunum, nálægt Fagradal í Lönguhlíðum. Eftir leitina tóku nokkrir Hafnfirðingar sig saman og fóru á veiðar eftir dýrunum. Voru þeir tvo daga í burtu og komu heim aftur með 35 hreindýr, sem þeir höfðu lagt að velli. Þótti þetta mikil veiði. Gekk tregt að selja svo mikinn feng í Hafnarfirði. Var nokkuð af dýrunum sent til Reykjavíkur og reynt að selja þau þar“.“

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 2. árg., 1.-2. tbl. 1932, Hreindýr á Reykjanesskaga, Guðmundur. G. Bárðarson, bls. 7-11.
-Náttúrufræðingurinn, 2. árg., 3.-4. tbl. 1932. Hreindýrið, Árni Friðriksson, bls. 33-35.
-Náttúrfræðingurinn. 2. árg., 5.-6. tbl., 1932, Hafnfirðingar á hreinaveiðum, Guðmundur B. Bárðason, bls. 96.

Hreindýr

Hreindýr.

Lesbók Morgunblaðsins 1943

Lesbók Morgunblaðsins, 7. tbl. 21.02.1943, Hreindýr og hreindýraskyttur – Kristleifur Þorsteinsson, bls. 53-54.

Hreindýr

Hreindýr.

„Miklu verri lífsskilyrði fyrir hreindýr hafa verið á Reykjanesfjallgarði heldur en í Múlasýslum, bæði hvað snertir vetrarbeit og veðurfar. Þar var líka mannabygð á báðar hliðar og dýrin á stöðugum flótta. Samt voru þau orðin nokkuð mörg um miðbik 19. aldar, en fráleitt hefir fengist nokkur vissa fyrir því á hvaða árum þau urðu flest eða hvað tala þeirra varð hæst. —

Skjaldarkot

Skjaldarkot – tóftir.

Er tveir fellisvetur hafa höggvið stærsta skarðið í þau, einkum, veturinn 1859, sem kendur var við hörðu föstuna. Ágúst í Hala koti á Vatnsleysuströnd segir í endurminningum sínum, að þann vetur hafi dýrin leitað skjóls og bjargað sér niður við bæi á Ströndinni og hafi þrettán hreindýr þá verið skotin, sem stóðu við hjallana í Skjaldakoti. Hafa þau öll verið að dauða komin. En svo kom annar fimbulvetur 1880—1881, sem var bæði lengri og harðari. Þá var jeg um vetrarvertíð á Vatnsleysuströnd. Fjell þar þá því nær hver einasta sauðkind, sem hvorki var ætlað hús eða hey. Svo hefir verið með hreindýrin, að ekki hefir nema lítill hluti þeirra afborið slík harðindi. En þá voru þau víst orðin fá, samanborið við það, sem var um miðja öldina. Og í grennd við mannabústaði varð þeirra þá ekki vart. Þegar komið var fram undir aldamótin 1900, þótti það í frásögur færandi, ef hreindýr sáust á þessum stöðum. Vorið 1895 kom til mín kaupmaður austan úr Þorlákshöfn. Taldi hann það merkilegasta sem fyrir hann bar á leiðinni, að á Hellisheiði sá hann fimm hreindýr á beit ekki langt frá alfaravegi.
En hvenær síðasta dýrið hefir sjest þar uppistandandi, veit jeg; ekkert um, en ekki hefir það verið löngu eftir síðustu aldamót.

Tvö hreindýr í einu skoti

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir fyrrum.

Ekki þótti það gerlegt að, skjóta hreindýr með öðru en kúlurifflum, en þeir voru þá í fárra höndum. Samt veit jeg eitt dæmi til þess, að maður banaði tveimur dýrum í sama skoti úr haglabyssu. Það var Jón Sigurðsson á Vífilsstöðum, síðar í Efstabæ í Skorradal. —
Var jeg samtíða honum margar vertíðir við sjó. Hugði jeg þá að hann hlyti að verða stórbóndi og sveitarhöfðingi svo vel þótti mjer hann til foringja fallinn. En hann, þessi frábæra skytta, beið bana af byssuskoti, þegar hann var í broddi lífsins. Var hann þá á rjúpnaveiðum frá Efstabæ. Jeg gat ekki sneitt hjá því að minnast þessa fornvinar míns hjer, af því hann var sá eini maður, sem jeg hefi áreiðanlega heimild fyrir að skyti tvö hreindýr með einu rjúpnaskoti.
Ekki er mjer kunnugt nema um, tvo menn sem urðu nafnkendir fyrir hreindýraveiðar á Reykjanesfjallgarðinum. Voru það Guðmundur Jakobsson frá Húsafelli og Guðmundur Hannesson frá Hjalla í Ölfusi. Verður þeirra hjer að nokkru getið.

Hreindýraskyttan Guðmundur Hannesson

Móakot

Móakot.

Guðmundur Jakobsson var elstur af tólf börnum þeirra Húsafellshjóna Jakobs Snorrasonar og Kristínar Guðmundsdóttur, fæddur 1794. Hann var talinn gáfumaður, þjóðhagasmiður, rammur að afli og alt var honum vel gefið. Þegar hann var fulltíða maður fluttist hann frá foreldrum sínum suður að Elliðavatni og giftist þar frændkonu sinni Valgerði Pálsdóttur, þau voru systrabörn. Valgerður, var alsystir sjera Páls í Hörgsdal, sem fjölmenn ætt er frá komin. Guðmundur bjó á Vatnsenda, síðar á Reykjum í Ölfusi og síðast í Lambhúsum í grennd við Bessastaði. Guðmundur fór að búa á þeim jörðum, sem lágu að því svæði er hreindýr hjeldu sig í þá daga. Hann var æfð skytta frá æsku og neytti hann nú þeirrar listar, þegar hreindýr gengu honum úr greipum. Var hann að líkindum sá fyrsti og næstum sá eini maður á þriðja og fjórða áratug 19. aldar, sem talinn var frækin hreindýraskytta. Mynduðust þá margar sögur af honum, bæði um skotfimi hans og hreysti, bárust sögur mann frá manni ýktar og endurbættar að gömlum þjóðar sið. Til dæmis um krafta hans var sagt, að hann hefði eitt sinn skotið hreindýr uppi í Henglafjöllum og borið það á herðum sjer til Hafnarfjarðar. Vildu Hafnfirðingar er þetta mundu, fullyrða að þetta væri satt. Einn sagði að til merkis um skotfimi Guðmundar, að hann hefði hæft dýr á 900 faðma færi og byssukúlan hefði farið inn um krúnuna og komið út hjá dindlinum. Sjálfur hafði Guðmundur verið rauplaus maður og voru sögur þær annara verk, sem af honum bárust. En sannleikur var það að hann var rammur að afli. Það sagði sjera Þórður í Reykholti mjer, að þegar hann var í Bessastaðaskóla hefði Guðmundur búið í Lambhúsum.

Lambhús

Lambhús – tóftir.

Myndaðist góð vinátta milli hans og sumra skólapilta, sem þótti gaman að líta heim til þessa glaða og gáfaða bónda. En ekki þótti þeim hann árennilegri en ísbjörn til fangbragða, enda þreyttu þeir þau aldrei við hann. Þegar ég var á barnsaldri man jeg Skagfirðinga, sem voru í skreiðarferðum suður með sjó, sögðust hafa gert sjer erindi til Guðmundar Jakobssonar, bara til þess að sjá þennan mann, sem svo margar sögur gengu um. Og Einar á Mælifelli föðurfaðir dr. Valtýs Guðmundssonar, gerði sjer ferð norðan úr Skagafirði og suður á Álftanes. Sagði hann það væri erindið að sjá Guðmund Jakobsson. Einar var gáfumaður með frábærri elju að afrita bækur. Einar heimsótti foreldra mína í þessari ferð. Var hann spurður, er hann var á heimleið, hvernig honum hefði þótt að heimsækja Guðmund og um hvað þeir hefðu helst talað. Lofaði hann Guðmund mikið fyrir gáfur og fróðleik og sagði að lokum: — Mest töluðum við um skáldskap gamlan og nýjan og aflraunir fornar.
Guðmundur flutti síðast að Móakoti í Garðahverfi til Helgasonar síns og Rannveigar konu hans. Meðal barna þeirra hjóna er Helgi Helgason verslunarstjóri og einn meðal nafnkendustu Reykjavíkurbúa. Það sagði frú Rannveig mjer, að Guðmundur tengdafaðir sinn hefði verið sá glaðasti og skemtilegasti maður, sem hún hefði kynst um æfina. Hann dó í Móakoti 1. jan. 1873, kominn að áttræðu.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – tóftir.

Vigdísarvellir hjet heiðarbýli eigi langt frá Keili, en fjarri öllum bygðum bólum. Þegar jeg var sjómaður á Vatnsleysuströnd frá 1878 til 1888, bjó þar maður að nafni Guðmundur Hannesson. Strandarmenn sögðu mjer að hann væri einn af þeim 29 börnum, sem Hannes bóndi á Hjalla hefði eignast með konum sínum, en bókfærðar heimildir hefi jeg engar fyrir þessu. Jeg sá þennan Guðmund nokkrum sinnum og líka þekti jeg mörg systkin hans, sem voru víðsvegar þar syðra, bæði hjú og búendur, meðal þeirra var Sæfinnur vatnsberi í Reykjavík, er gárungar kölluðu Sæfinn með sextán skó. Þessi systkini voru fyrir mínum augum ekki meiri en miðlungsfólk, og báru sum þeirra vitni þess, að vanlíðan í æsku hefði markað þroska þeirra. Einkum var það einn bræðranna, sem Helgi hjet, er talinn var lítilmenni. En Sæfinnur og Guðmundur voru þeirra burðugastir.

Sæfinnur

Sæfinnur Hannesson.

Ágúst í Halakoti lýsir Guðmundi Hannessyni sem frábæru karlmenni og bestu skyttu, og er það enginn efi að svo hafi verið, hafi hann skotið sjötíu hreindýr eins og Ágúst fullyrðir. Til dæmis um frækleik Guðmundar og hreysti, segir hann sögu af því, að eitt sinn hafi helskotinn tarfur, sem ekki átti undankomu auðið, ráðist á hann. Guðmundur brá sjer þá upp á svíra dýrins og banaði því með beittum hnífi. Þessu nákvæmlega samhljóða sögu heyrði jeg í bernsku minni um Guðmund Jakobsson. Kemur mjer til hugar, að það sama atvik sje fært á milli manna. Ekki var Guðmundur Hannesson jafn stórmannlegur í mínum augum, eins og í lýsingu þeirri sem Ágúst í Halakoti gaf af honum og efast jeg um að allar heimildir um dýraveiðar hans sjeu óyggjandi, því bygðar eru þær á sögnum, er gengið hafa mann frá manni. Jeg hefi spurt Herdísi Sigurðardóttur húsfrú á Varmalæk, sem þekti Guðmund vel, er hún átti heima á Vífilsstöðum og Krýsivík, hvort það geti komið til mála að hann hefði skotið sjötíu hreindýr. Hún þorði ekki að mótmæla því með öllu, að svo hefði getað verið þótt henni virtist líklegra að einhverju hefði verið krítað í þá tölu. En það vissi hún að hann var talinn góð skytta og skaut bæði refi og hreindýr, þegar tök voru á. Að öllum líkindum hefir hann lagt fleiri hreindýr að velli á Reykjanessfjallgarði, en nokkur annar maður.
Það væri fróðlegt að vita nöfn allra þeirra manna, sem skutu hreindýr á þessu svæði og tölu þeirra dýra, sem fjellu fyrir skotum, en um það er ekkert að finna nema í munnmælum, sem færast úr lagi og gleymast síðan með öllu.
Nú á dögum líta ýmsir svo á, að það hafi verið mesta goðgá að leggja þessi friðsömu fjalldýr að velli. En þau áttu ekki ætíð sjö dagana sæla. —
Þegar allt fór saman, vetrarbyljir, stórregn og hagleysi, þá hlutu þau að lokum að hníga að velli helfrosin og hungurmorða. Við allar þær nauðir losnuðu dýrin, sem fengu skot í höfuð eða hjarta og hlutu þar með bráðan bana. Má því líta svo á, að þessir markvissu veiðimenn hafi unnið miskunnarverk með því að leggja dýrin hreinlega að velli. Og með þeim færðu þeir líka oft þurfandi fjölskyldu góða björg í búið. Þá var heldur ekki um lagabrot að ræða, þótt hreindýr væru unnin á þeim árum, sem frásagnir þær gerðust sem hjer eru skráðar.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 7. tbl. 21.02.1943, Hreindýr og hreindýraskyttur – Kristleifur Þorsteinsson, bls. 53-54.

Hreindýr

Hreindýr.

Þingvallarétt

Fjárréttir í Þingvallasveit fyrrum voru nokkrar. Í dag eru flestar þeirra fallnar í gleymskunnar dá. Eftir standa þó minjarnar um það sem var.
Skammt austan við Brúsastaði (vestan við Bárukot) er mikil hlaðin rétt. Ekki er að sjá að hennar hafi sérstaklega verið getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum. Ekki heldur annarri rétt, mun minni og eldri, skammt vestar. Ragnar, bóndi á Brúastaöðum, sagði þessa rétt hafa verið hlaðna árið 1908. Hún hefði þjónað bæjunum í vestanverðri sveitinni. Þegar réttin í Skógarhólum hafi verið hlaðin eftir 1930 hafi þessi rétt lagst af að mestu.

Bakkarétt

Þingvallarétt – Bakkarétt. Uppdráttur ÓSÁ.

Skógarhólsréttin hefði leyst af Þingvallaréttina (Hrauntúnsréttina) undir Sleðaási ofan við Bolaklif. Þangað hefðu Borgfirðingar o.fl. sótt fé sitt, en þegar þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður árið 1930 hefði þjóðgarðssvæðið verið girt af og réttin þá lagst af. Hún væri mun eldri en aðrar réttir í Þingvallasveit.
Nafnlausa Sleðaásréttin (Bakkarétt) undir suðvesturjaðri Biskupsbrekkuhrauns er stór og nokkuð heilleg. Hún var hlaðin á sléttri hraunhellu og hefur undirstaðan því verið góð. Stórt gerði er vestan réttarinnar. Sjálf telur réttin 10 dilka með úrdráttarhólfi í miðjunni.

Skógarhólarétt

Þingvallarétt – Skógarhólarétt. Uppdráttur ÓSÁ.

Fornminjar á Þingvöllum voru friðlýstar árið 1927, og þá sennilega að gefnum tilefnum. Að því tilefni einu sagði m.a.: “Friðlýsingar fornminja: Þingvellir. 1. Þingbúðarústir allar og allar aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna alþingisstað, beggja vegna Öxarár. Sbr. Árb 1921-1922: 1-107. 2. Rústir allar þar sem verið hafa forðum býlin Grímsstaðir, Bárukot, Múlakot, Litla-Hrauntún, Ölkofrastaðir og enn eitt, norðvestanundir Hrafnabjörgum. Sbr. Árb. 1880-1881: 22, 98. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.”

Þingvellir

Þingvellir – Þingvallakirkja.

FERLIR hefur áður getið þess að mikilvægt væri að staðsetja og merkja merkilegar minjar í og við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ef þær yrðu gerðar aðgengilegar og um leið eftirsóknarverðar myndi lifna svo um munar yfir áhuga fólks á svæðinu. Hingað til hefur þjóðgarðsnefndin allt að því sofið þyrnarrósarsvefni í þessum efnum. Gestum þjóðgarðsins er reyndar vísað á bílastæði, salerni og hvar beri að greiða gjald fyrir hvorutveggja. Upplýsandi fróðleik, umfram hinn almenna, á áhugaverðum stöðum, er ekki að finna á Þingvöllum.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga, hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis og landið megi aldrei selja eða veðsetja.
Friðun Þingvalla átti sér aðdraganda. Í upphafi 20. aldar tóku að berast til Íslands fregnir um stofnun þjóðgarða í Bandaríkjunum. Þar voru augljósar þær hraðfara breytingar sem urðu á náttúrunni þegar Evrópubúar lögðu landið undir sig. Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess.
Bent hafði verið á að mikilvægt væri að vernda einstaka náttúru- og sögustaði svo að komandi kynslóðir gætu notið þeirra óraskaðra. Fljótlega beindist umræðan að Þingvöllum sérstaklega og þeirri hugmynd að þar yrði stofnaður þjóðgarður, sem fyrr segir.

Hér á eftir verður fléttað inn a.m.k. þremur annars áhugaverðum stöðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Auk þess verður rifjuð upp ein skondin frásögn af makalausri málaþrætu fyrri tíma þar sem misvitrir menn takast á um nánast ekkert, sem máli skiptir – ef ekki hefði verið fyrir annað en eitt hreindýr.

Í Frjálsri þjóð árið 1958 er m.a. sagt frá „Hreindýrsslagnum í Þingvallarétt haustuð 1854„:

Þingvallarétt

Þingvallarétt – Bolabásrétt/Sleðaásrétt. Uppdráttur ÓSÁ.

Á nítjándu öld var margt bænda í Þingvallasveit, og voru sumir þeirra miklir fyrir sér og vildu ógjarnan láta sinn hlut. Þeir áttu jafnvel til að bjóða yfirvöldunum byrginn og fara sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði. Á fyrri hluta aldarinnar voru þar bændur, sem áttu fjölda barna með vinnukonum, sem þeir héldu á heimilum sínum í trássi við yfirvöldin, og höfðu í lengstu lög að engu umvandanir, hótanir og stefnur andlegra og veraldlegra yfirboðara. En þar kom að síðustu, að sjálfur hreppstjóri sveitarinnar var dæmdur til hýðingar fyrir brot sín og mótþróa, og hafði hann þó á seinni árum skýlt sumum þvílíkum syndum sínum undir skikkjulafi annarra.

Nesjavellir

Nesjavellir.

Einn þeirra bænda, sem yfirvöldin áttu í miklum útistöðum við fyrir slíkar sakir, var Grímur Þorleifsson, er þá bjó að vísu að Nesjavöllum í Grafningi. Hafði hann átt þrjú börn með Hallgerði Þórhalladóttur frá Hækingsdal í Kjós, en kom þó að lokum svo ár sinni fyrir borð, að hann fékk konungsleyfi til þess að kvænast henni.
Áður hafði hann búið að Brúsastöðum í Þingvallasveit, átt þrjú börn fram hjá konu sinni, Katrínu Gísladóttur frá Úlfljótsvatni, með annarri vinnukonu, Sesselju Runólfsdóttur frá Hrísakoti í Brynjudal. —

Fyrsta barnið átti Grímur að Nesjavöllum og hafði fyrir skömmu fengið því framgengt, að hann mætti eiga Hallgerði Þórhalladóttur. Grímur yngri var aftur á móti orðinn vinnumaður austur í Grímsnesi, þetta ár að Syðri-Brú.

Þingvellir

Þingvellir 1866.

Nú víkur sögunni fram til ársins 1854. Grímur Þorleifsson var þá fyrir löngu fluttur að Nesjavöllum og hafði fyrir skömmu fengið því framgengt, að hann mætti eiga Hallgerði Þórhalladóttur. Grímur yngri var aftur á móti orðinn vinnumaður austur í Grímsnesi, þetta ár að Syðri-Brú.
Í Þingvallasveitinni voru mestir fyrirmenn Árni Björnsson, hreppstjóri á Fellsenda, og séra Símon Bech á Þingvöllum, er þar gegndi prestsembætti í nær fjörutíu ár. Árni var sonur séra Björns Pálssonar á Þingvöllum og Þórunnar Björnsdóttur prests í Hítardal.
Var það mikið prestakyn í báðar ættir. Árni átti að konu Salvöru Kristjánsdóttur frá Skógarkoti, systur Jóns bónda þar, efnamanns og mesta framfaramanns sveitarinnar um þetta leyti. Fellsenda hafði Árni reist úr auðn, og á þessum sömu áratugum hafði Halldór Jónsson tekið upp byggð í Hrauntúni og Sigurður Þorkelsson í Selkoti og gerðust báðir sæmilega efnaðir bændur. Enn höfðu verið reist nýbýli í Arnarfelli og Móakoti, en á þeim stöðum báðum var hokrað við fátækt.

Þingvallarétt

Þingvallarétt.

Í Grímsnesi voru sauðbændur miklir, og leitaði geldfé Grímsnesinga mjög á afrétt Þingvallasveitar. Voru menn úr Grímsnesinu sendir í haustleitir með Þingvallasveitarmönnum. Haustið 1854 var Grímur Grímsson einn Grímsnesinga, er í leitirnar fóru. Bar nú svo til, að hann fann á afréttinum hreindýr, sem þar var á beit með hrútum. Tókst honum eftir nokkrun eltingaleik að koma hreindýrinu, ásamt hrútunum, saman við safnið, og var það síðan rekið til réttar í Bolabás undir Ármannsfelli, þar sem vakað var yfir safninu um nóttina, en réttað daginn eftir.

Í Þingvallasveitinni voru mestir fyrirmenn Árni Björnsson, hreppstjóri á Fellsenda, og séra Símon Bech á Þingvöllum, er þar gegndi prestsembætti í nær fjörutíu ár. Árni var sonur séra Björns Pálssonar á Þingvóllum og Þórunnar Björnsdóttur prests í Hítardal.
Var það mikið prestakyn í báðar ættir. Árni átti að konu Salvöru Kristjánsdóttur frá Skógarkoti, systur Jóns bónda þar, efnamanns og mesta framfaramanns sveitarinnar um þetta leyti. Fellsenda hafði Árni reist úr auðn, og á þessum sömu áratugum hafði Halldór Jónsson tekið upp byggð í Hrauntúni og Sigurður Þorkelsson í Selkoti og gerðust báðir sæmilega efnaðir bændur. Enn höfðu verið reist nýbýli í Arnarfelli og Móakoti, en á þeim stöðum báðum var hokrað við fátækt.

Hreindýr

Hreindýr.

Í Grímsnesi voru sauðbændur miklir, og leitaði geldfé Grímsnesinga mjög á afrétt Þingvallasveitar. Voru menn úr Grímsnesinu sendir í haustleitir með Þingvallasveitarmönnum. Haustið 1854 var Grímur Grímsson einn Grímsnesinga, er í leitirnar fóru. Bar nú svo til, að hann fann á afréttinum hreindýr, sem þar var ða beit með hrútum. Tókts honum eftir nokkurn eltingaleik að kom ahreindýrinu, ásamt hrútunum, saman við safnið, og var það síðan rekið til réttar í Bolabás undir Ármannsfelli, þar sem vakað var yfir safninu um nóttina.
Árni hreppstjóri á Fellsenda kom til réttarinnar að morgni réttardagsins, og færðist brátt veiðihugur í hann, er hann frétti af hreindýrinu. Tókst að reka það í réttina í fyrsta innrekstri, og lét Árni handsama það og skipaði síðan menn til þess að halda því, unz sundurdrætti væri lokið. Kom nú upp ágreiningur um það, hver dýrið ætti, og sýndist sitt hverjum.
Árni og aðrir fyrirmenn sveitarinnar héldu fast fram eignarrétti sveitarsjóðs, sem átti allan óskilafénað. Sumir hölluðust að því, að hrútarnir hefðu
helgað eiganda sínum dýrið, en það var galli á hrútakenningunni, að enginn vissi, hver þá átti. Loks gerði Grímur Grímsson, sem dýrið fann, kröfu til þess. Sló þarna í hina hörðustu brýnu og gerðust menn háværir og kappsfullir eins og títt er, þegar ágreiningur verður í réttum. En Árni fór sínu fram og seldi dýrið eins og hann hafði ætlað sér. Skildu menn með engri blíðu.
Þeir Árni á Fellsenda og Grímur skutu báðir máli sínu undir úrskurð Þórðar Guðmundssonar sýslumanns, og varð Grímur fyrri til þess að skrifa honum. Skýrði hann stuttlega frá málavöxtum og baðst úrlausnar um það, hvort honum bæri „ei dýrið með öllum rétti og máske nokkuð í þóknun þeim, sem mér hjálpuðu með það.“
Bréf Árna var svolátandi: „Sökum hjáliðinna tilfella orsakast ég til að bera fram fyrir yðar velborinheit til úrlausnar eftirfylgjandi spurningar: Þegar leitað var til Þingvallaréttar þann 17. fyrra mánaðar, fundust á einum stað í leitinni tveir fullorðnir hrútar, sem reyndar er ekki í frásögur færandi. En með hrútum þessum fannst veturgamalt hreindýr, sem hélt sig með þeim. Dýrið hafði verið ærið kviklátt, þegar það varð mannsins vart, en gaf sig þó alltaf til hrútanna, svo þeir voru orsökin til þess, að bað varð rekið til rétta og geymt með safninu um nóttina án minnstu fyrirhafnar. Við fyrsta innrekstur var dýrið handsamað. En nú urðu margs kyns meiningarnar, hvers dýrið skyldi vera. Sumir vildu, að sá, sem fann, það og hrútana, ætti dýrið. Sumir eignuðu þeim, sem hrútana átti, dýrið líka, en leitarmenn voru þó ekki svo hirðusamir að vita, hver hrútana átti, en í safninu þekktust þeir ekki.

Þingvallarétt

Þingvallarétt – Sleðaás-/Bolabásrétt.

Sumir héldu (og þeirrar meiningar var ég), að dýrið eins og óskilakind, sem komin var til rétta, væri sveitarfé.
Af þessum margskiptu meiningum og heldur ósamþykki tók ég það ráð að selja dýrið strax við opinbert uppboð og hafði áður boðið að láta sýslumanninn skera úr, hver verðið ætti.
Nú vil ég því spyrja yðar velborinheit — hverjum tilheyrir verðið? Hvort þeim, sem fann það, þó honum væri að mestu ósjálfráð handsömun dýrsins, því enginn rekur villt hreindýr til rétta, ef það ekki heldur sig að annars kyns skepnum — eður sveitinni? (Úr þriðju útgáfunni held ég ekkert verði gert). Eður bæði fundarmanni og sveitinni og hve mikið hverjum?“
Úrskurður sá, sem sýslumaður felldi nokkru síðar, var þó á þá leið, að Grími bæri allt verð hreindýrsins.

Fellsendi

Ferðamenn á Fellsenda 9132.

Árni á Fellsenda var málafylgjumaður, mikill kappsamur og einarður, og bar ekki nema hóflegu lotningu fyrir yfirvaldi sínu, ef eitthvað bar á milli, frekar en sumir aðrir hinna gömlu Þingvallasveitarbænda. Hann ætlaði ekki að láta sveitarsjóð verða af þessum óvænta gróða, enda þótt sýslumaður hefði þegar úrskurðað Grími andvirði hreindýrsins.
Hann settist því niður og skrifaði annað bréf og sleppti að því sinni öllum virðingartitlum og lotningarfullum kveðjuorðum, svo að sýslumaðir mætti finna, að napurt gustaði úr Þingvallasveitinni að þessu sinni. Þessu lét hann fylgja dylgjur um það, að hann myndi halda málinu til streitu. Á hinn bcgirm var hann nógu hygginn til þess að reifa málið með þeim hætti, að sýslumaður hefði átyllu til þess að breyta úrskurði sínum, án þess að glata virðingu sinni. Er þetta bréf merkileg heimild úm Árna, vitsmuni hans og kapp og málafylgju fyrir hönd sveitar sinnar, enda þótt það bæri ekki þann árangur, er hann ætlaðist til:
„Úrskurður yðar frá 14. i m. áhrærandi, hvað gera skyldi við verð hreindýrsins, sem fellt var í Þingvallarétt þann 18. september næstliðinn, og fleira, hefur mér í hendur borizt. En ekki finnst mér úrskurður sá alls kostar eðlilegur, er ánafnar Grími Grímssyni frá Syðri-Brú allt verð hreindýrsins, og ímynda ég mér, að slíkt hafi helzt komið af því, að fyrirspurn mín hafi ekki verið svo greinileg eða upplýsandi sem þurfti, og vil ég því, áður er mál þetta fer lengra, reyna til að skýra málefni þetta nokkuð ger, ef ske mætti það fengi fyrir skýrslur þær nokkuð aðra stefnu.

Fekksendi

Gæsaveiði á Fellsenda 1951.

Sá nefndi Grímur Grímsson renndi fyrstur manna auga á hér um talað hreindýr, en að öllu leyti vár honum, og hverjum, sem var, ósjálfráð handsömun þess (það er að segja að koma því til rétta). Honum var ekki annað hægt en láta það vera með kindunum, nema hann hefði gert það beinlínis af hrekk að trylla dýrið með því að siga hundunum á það.
Grímur og hans förunautar ráku dýrið með safninu á vöktunarstaðinn og skiptu sér svo ekkert af því framar. Þegar nú dýrið var komið á vöktunarstaðinn, hafði nefndur Grímur ekkert lagt til handsömunar þess annað en það að renna fyrstur manna augum á það, og það er eflaust fullvissa, að menn renna hér augum á margt lifandi hreindýrið (og margsinnis á sama), sem ekki liggur í lófum manna að nota sem eign sína, en að kalla það eign sína — það geta allir. En það eignarnafn ímynda ég mér missi gildi sitt, þegar aðrir eru búnir að handsama það. Ég ímynda mér, þó einhver hefði skotið dýrið þarna á vökustaðnum, því enn var það óveitt, að enginn hefði getað uppáklagað, þó sá hefði notað sér það sem sína eign, því lagastafurinn segir: „Hreina má veiða og elta, hvar sem vill“, og veiði dýrsins, en ekki sjónin ein, er að minni meiningu skilyrði fyrir eigninni.
Þegar ég kom til réttarinnar, var mér. sem viðkomandi hreppstjóra falin á hendur öll umönnum og ráðstöfun dýrsins, án þess Grímur eður neinn annar mælti þar orð á móti.

Hreindýr

Hreindýr.

Eftir minni fyrirsögn var dýrið handsamað, og af mér var krafizt að útvega til skipta tvo eflda menn til að halda dýrinu, meðan réttað var.
Grímur kom ekki að neinu þessu, og sannað verður, að annar en Grímur lagði fyrstur hönd á dýrið — það var ekki Gríms meðfæri, — og að sá hafði nóg ráðrúm til þess að veita dýrinu banasár, áður en aðrir lögðu hönd á það, hefði hann viljað. Nú fyrst var dýrið veitt, ekki af Grími, heldur af mér og þeim, sem ég tilsetti að höndla það. Þegar var búið að handsama dýrið og halda því fram yfir allt réttarhald, þá fór oftnefndur Grímur fyrst (í mín eyru) að veita tilkall til þess. Þá fyrst spannst ágreiningurinn um, hvað gera ætti við dýrið, því í sannleika hélt ég, sóknarprestur minn og fleiri hinir hyggnari menn, sem við réttina voru, að þetta væri fátækrafé eður sameiginlegt sveitarhapp.
Í úrskurðinum hafið þér tilfært sem ástæðu móti þessu, að lýsing dýrsins sé óþenkjanleg, það sé ótamið, ómarkað og svo framvegis. Ómerkingum, sem mæður ekki helga sér, verður heldur ekki lýst með því marki, sem eigandi gæti leitt sig að. Þó eru þeir af amtinu úrskurðaðir til viðkomandi fátækrasjóðs. Mér er nú óskiljanlegt, að Grímur Grímsson geti einum borið allt verð téðs hreindýrs fyrir sjón á dýrinu, en ekkert þeim, sem fyrstur hafði hönd á því, né þeim, sem héldu því, meðan réttað var, ef það annars ekki getur allt tilheyrt viðkomandi fátækrasjóði.
Ég ætla nú enn að bíða við, vita, hvort yður finnst ekki ástæða til að breyta þessum úrskurði yðar, að yfirveguðum þessum upplýsingum. Geti það ekki orðið, er mér næst geði að hætta við úrskurðaveginn, en reyna lagaveginn með því að halda dýrsverðinu til sveitarinnar og láta oftnefndan Grím lögsækja hana eftir verðinu, hvar með honum gefst færi á að sanna veiðihelgi sína á dýrinu.“

(Helztu heimildir: Bréfabók Árnessýslu, bréfasafn Árnessýslu, prestsþjónustubók og sóknarmanntal Þingvalla, hreppsbók Þingvallahrepps, þingabók Árnessýslu.)

Heimildir:
-Frjáls þjóð, 38. tbl. 20.09.1958 – Hreindýrsslagurinn í Þingvallarétt haustuð 1854, bls. 4.
-Örn H. Bjarnason.
-Þingvellir.is
-Örnefnalýsing fyrir Brúsastaði.
-Kjalnesingasaga.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.