Hreindýr

Árni Óla ritaði grein um hreindýrin á Reykjanesskaga í Morgunblaðið árið 1947. Greinin bar yfirskriftina; Hvað varð um hreindýrin á Reykjanesskaga?
“Laust eftir 1772 var 23 hreindýrum frá Hreindýrnorðanverðum Noregi hleyot á land í Hafnarfirði og tóku þau þegar á rás upp í Bláfjöll. Sjö árum seinna “sáust stórir hópar norður við Bláfjöll og var giskað á 500-600 í hóp. Seinasta hreindýr á þessum slóðum fylgdist með fjárhóp á Bolavöllum og náðist 1930 og virðist þessi vesæl kýr, aflóga af elli, tannlaus og kollótt, vera síðasti fulltrúi hinnar fögru hjarðar, sem eitt sinn mun hafa skift þúsundum, segir Helgi Valtýsson í bók sinni “Á hreindýraslóðum”.
Hjer hlýtur að vera um ónákvæmar ágiskanir að ræða. Það liggur t.d. alveg í augum uppi, að út af tæpum 20 kúm hafa ekki verið komin svo mörg heindýr eftir sjö ár, að tala þeirra hafi náð 500-600, hvað þá heldur að þau hafi verið í hópum, og 500-600 í hóp.
Árferði var að vísu gott fyrstu árin, sem dýrin voru hjer, en svo kom hvert harðindaárið eftir annað fram að 1780, og þá komu hallærisár, hvert öðru verra. Þessi ár hafa orðið harður reynslutími fyrir hreindýrin, og þegar fjárfellir er á Suðurnesjum er hætt við því, að hreindýrin hafi týnt tölunni.

Hreindýr

Menn vita þess dæmi, að á hörðum vetrum hrundu hreindýrin niður hjer syðra, svo var 1859 og aftur 1881. Það kemur því ekki til mála, að hreindýrin hafi tímgast svo fljótt hjer syðra, sem sögur segja, og hitt er líka næsta ólíklegt,a ð þau hafi nokkuru sinni skift þúsundum.
Ekki er nú vitað hvenær menn fóru að veiða hreindýrin á Reykjanesskaga en varla hafa þau fengið að vera í friði í mörg ár. Árið 1794 var gefið út konungsbrjef um hreindýraveiði, og fáum árum seinna annað brjef um takmarkaða veiði. “Þóttu þau (hreindýrin) þó flestum orðin helst til mörg og gjöra men með því að uppræta fjallagrös”, segir Espholín. Veiðarnar hafa áreiðanlega skert stofninn, og þó helst það hvernig menn drápu dýrin dauðvona úr hungri á vorin. Þannig voru drepin 13 dýr, sem stóðu við hjallana í Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd vorið 1859, öll að dauða komin úr hor.
HreindýrÁ sumrin gengu hreindýrin í Bláfjöllum. Lönguhlíðarfjöllum og á Heiðinni há. Þegar vondur vetur var leituðu dýrin niður á láglendið og suður á Strandarheiði. Og fyrir kom það, að þau leituðu alveg niður að sjó og munu þá hafa verið drepin, jafnvel á vorin þegar þau voru orðin grindhoruð, að ekki var neinn matur í þeim. Talið var að Guðmundur Hannesson á Vigdísarvöllum (hann var bróðir Sæfinns á sextáns kóm) hafi drepið fleiri dýr en nokkur annar, þótt hann færði það ekki í frásögur.
Annars voru hreindýraveiðar stundaðar á haustin, meðan dýrin voru feit og góð til bús að leggja. Seildust menn þá einkum eftir því að skjóta hreinana, því þeir voru vænstir, og mun það hafa átt drjúgan þátt í að dýrunum fækkaði og þau hurfu seinast með öllu.
Harðindaveturinn 1880-81 fækkaði dýrunum mjög. Er sennilegt að þau hafi þá hrundið niður úr hrungri og vesöld. Þá voru nokkur að flækjast suður á Strönd um vorið, horfallin og illa útlítandi.
Ein tilraun var gerð til að ala upp hreindýr. Oddur V. Gísalason á Stað í Grindavík var einu sinni á ferð Hreindýrvið annan mann og rákust þeir þá á hreinkálf, sem hafði villst frá hjörðinni. Þeim tókst að handama hann lifandi á þann hátt að þeir bundu saman marga hesta, gerðu nokkurs konar kví úr þeim og tókst að flæma kálfinn inn í kvína. Ekki var hann stærri en svo, að fylgdarmaður sjera Odds reiddi hann fyrir framan sig á hnallnefinu alla leið að Stað. Þar var kálfurinn hafður í húsi um veturinn, en þreifst illa. Þegar kom fram á vorið skaddaðist hann allur svo að bjórinn var ber, nema hvað litlir flókaleppar hengu í lærunum og á hálsinum. Og þegar bæjarveggirnir á Stað fóru að grænka , var honum hleypt ýt til þess að sleikja í sig nýgræðinginn. Hann drapst rjett á eftir; hjeldu sumir að hann hefði ekki þolað kjarnmikið grænt grasið, en sennilegt er að hann hefði drepist hvort sem var.
Þorvaldur Thoroddsen prófessor ferðaðist sumarið 1883 um allan Reykjanesskagann þveran og endilangan, fram og aftur, en varð hvergi hreindýra var. Taldi hann að dýrin mundu flest hafa fallið veturinn 1880-81.

Hreindýr

Guðmundur G. Bárðarson prófessor ritaði grein um hreindýr í Náttúrufræðinginn 1932. Hafði hann þá undanfarin sumru feðast um Reykjanesfjallgarðinn. Á þeim ferðum hafði hann með sjer góðan sjónauka, en hann sá aldrei neitt til hreindýra og hvorki fann hann af þeim horn nje bein. Telur hann ástæðurnar til hvarfs þeirra geti verið margar, svo sem of mikil veiði, að stofninn hafi úrkynjast, eða þau flutt sig lengra norðaustur upp á hálendið. Sagnir eru til um hreindýr, s.s. í Bæjarsveit í Borgarfirði, í Stóra-Botni í Hvalfirði, á Mýrum og jafnvel á Kili. Enginn vafi er á því, að þessi hreindýr hafa öll verið komin vestan af Reykjanesi.
En hvað varð um hreindýrin? Það er engin ástæða til að ætla að hreindýrunum hafi verið útrýmt á Reykjanesfjallgarði með veiðum, allra síst, ef stofninn hefur verið orðinn svo stór, að hann hafi skift mörgum hundruðum (hvað þá að hann hefir skift þúsundum). Þeir voru aldrei mjög margir, sem stunduðu hreindýraveiðar. Og um mesta veiðimanninn er þess getið, að hann hafi lagt 70 dýr að velli um ævina, og skiftist sú veiði niður á mörg ár. Hafi hreindýrunum því stórfækkað vegna veiðiskapar, þá hefur storfninn alltaf verið mjög lítill, annars mundi varla hafa sjeð högg á vatni.
HreindýrÁrið 1902 voru hreindýr alfriðuð og eftir þann tíma fara engar sögur af hreindýraveiði hjer syðra. Þó er ekki fyrir að synja að eitt  og eitt dýr hafi verið drepið. En hreindýr eru á þessum slóðum fram til 1930. Jón Guðmunsson á Brúsastöðum bjó á Heiðabæ í Þingvallasveit 1908-1920, og segir hann að þegar hart var á vorin hafi hreindýr komið niðru að vatni, venjulega tvö, en einus inni þrjú. – Seinast sá hann hreindýr á Mosfellsheiði 1920. Á þessum árum sáust og fáein dýr öðru hvoru í Henglafjöllum og á Mosfellsheiði. Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum í Ölfusi sá 9 dýr hjá Grindarskörðum vorið 1908 og á þeim árum komu hreindýr niður undir Selvog í vorharðindunum.
Ólafur Þorvaldsson, sem einu sinni var í Herdísarvík, sá 4 hreindýr í október 1910 í Langahlíðarfjöllum.
Ef þau 23 hreindýr, sem sleppt var á land í Hafnarfirði upphaflega, hafa tímgast jafnt ört og sögusagnir herma, þá hefði sá stofn, sem hjer var uppi standandi þegar friðunarlögin komu átt að vera orðin að stórri hjörð nú. En hreindýrin eru horfin af Reykjanesskaga, og er tæplega til nein önnur skýring á því en sú, að þau hafi flúið þaðan upp á hálendið.
Hreindýr

Einkennilegt er að Þorvaldur Thoroddsen skyldi hvergi verð var við hreindýr á Reykjanesskaga 1882. Það bendir til þess að þau hafi haldið sig annar staðar þá, en hvarflað svo aftur vestur á bóginn til fyrri stöðva. – Þannig fann Magnús Ólafsson tvo hópa 1887. Það er haft eftir Ögmundi Sigurðssyni, skólastjóra, sem var manna áreiðanlegastur í frásögnum, að 1899 hafi 15-20 hreindýr sjest í Bláfjöllum. Og vorið 1895 sáust 5 hreindýr á Hellisheiði.
En 1930 eru þau algjörlega horfin. Þá hafa þau yfirgefið stöðvar sínar fyrir fullt og allt, eru horfin inn á hálendið og hafa sennilega borið beinin þar.”
Við þetta má bæta að önnur og nærtækari skýring er á fækkun og jafnvel útrýmingu hreindýranna á Reykjanesskaganum, þ.e. markviss veiði frábærra veiðimanna.

Heimild:
-Morgunblaðið 7 des. 1947, Árni Óla, Hvað varð um hreindýrin á Reykjanesskaga?, bls. 365-367.

Hreindýr