Tag Archive for: Ísland

Húshólmi

Í Austra, 32. tbl. 20.11.1896, er m.a. fjallað um „Thule = Ísland (og önnur lönd jafn-norðlæg)„.

Thule

Pýþeas (330-320 f. Kr.). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendurPýþeas (330-320). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendur í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í villu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?). í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í imagevillu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?).

“ Í landfræðissögu Íslands eptir dr. Þorvald Thoroddsen er minnzt á sagnir þær um Thule, sem finnast hjá hinum fornu rithöfundum Grikkja og Rómverja, og verður niðurstaða höf. sú, að það megi heita fullsannað, að Thule sé ekki Ísland. Þó eru þar eigi hraktar röksemdir pær, sem getið er um, að Þórður biskup Þorláksson hafi fært fram því til sönnunar, að Ísland og Thule væri sama land, nl. 1. breiddarstig þau, er fornir höfundar (Ptolemæus landfræðingur) nefna í sambandi við Thule. 2. fjarlægðin frá Bretlandi. 3. lengd dagsins um sumarsólstöður. Breiddarstig þau, er Ptolemæus nefnir til að ákveða hnattstöðu Thule, standa reyndar eigi heima við það sem vér vitum nú um Ísland, en benda þó á miklu norðlægara land en Hjaltland, með því að Færeyjar liggja um 62 breiddarstig, svo að eptir tali Ptolem. verður Thule á milli Íslands og Færeyja: Það bendir líka á, að Thule sé fjarlægara Bretlandi (hinu mikla) en Hjaltland er, að Pypeas segir: „að Thule sé sex daga sigling frá Bretlandi til norðurs, nálægt hinu forna hafi“ og þótt hann hafi talið Thule með hinum brezku löndum (eyjum), þá sannar það ekki gegn hinu, að hann hafi hugsað sér það nálægt Bretlandi, (og þarf ekki að pýða annað, en að hann hafi skipað öllum eyjum í norðurhöfum í einn flokk og kent hann við eina stærstu og merkustu eyjuna. En mesta og bezta sönnun þess, að með Thule sé ekki upphaflega átt við Hjaltland, er þó lengd dagsins þar. Ptolemæus segir, að hann sé 20 stundir lengstur, en Pomponius Mela, Plinius, og Solinus segja einum rómi, að um sumarsólstöður séu þar (nærri) engar nætur. Þetta getur ekki átt við önnur lönd norður frá Bretlandi en Ísland eða norðurhluta Noregs, og getur vel verið, að menn hafi slengt þeim löndum saman undir nafnina Thule, sem haft var til að tákna það sem „yzt var í heiminum“ og „nyrzt af öllum löndum sem nefnd eru“ eða, eins og dr. p . Th. kemst að orði: „hin norðlægustu endimörk jarðarinnar, eða eitthvað ókunnugt, fjarlægt töfraland, yzt útí hafsauga“ (Lfrs. 10. bls,)

Thule

Thule á fornu korti.

Eins og hann segir á öðrum stað (13. bls.,) „kallar aðalfjöldi fornra höfunda það allt Thule, sem er ókunnugt í norðri“ en eptir því sem þekking manna á Norðurlöndum jókst, hefir hver rithöfndur um sig sett hið óákveðna Thulenafn á þau lönd, er láu nyrzt þeirra, er þeir þekktu með vissu, og því nefnir Tacitus Hjaltland þessu nafni, en Prokopius kallar svo Kjalarskagann (Noreg og Svípjóð) og Dicuilus Ísland, eptir að írar höfðu fundið það. Þar sem Plinius hefir það eptir Pypeasi, að daguriun á Thule sé 6 mánaða langur og nóttin jafnlöng, þá eru það líklega aðeins öfgar um hinn bjarta sumartíma og dimma vetrartíma í norðurheimi, eða Pypeas hefir annars haft vitneskju af miklu norðlægari löndum en Íslandi. Eins og dr. p . Th. tekur fram, mun frásögnin um ferðir Pypeasar vera umsnúin og aflöguð og er því ófært að draga nokkra ályktun um það, að Thule sé ekki Ísland, af lýsingunni á lífi þeirra, „sem nálægt kuldabeltinu búa“ (6. bls.), því að það er alls ekki sagt, að þeir búi á Thule, og Strabon vill einmitt greina það frá hinum byggðu löndum, t. d. Bretlandi og Írlandi (sjá 5. bls.) svo að líklegast virðist, að ekki hafi verið hægt að sjá af ferðasögu Pypeasar, hvort nokkur byggð væri á Thule eða eigi, eða hvort hann hefir gjört nokkurn glöggan greinarmun á Thule, sem var „yzt í heiminum“ og öðrum stöðum þar nyrðra, með því að Strabon nefnir hvað eptir annað: „ Thule og þá staði“. „Thule og aðra staði þar og langt í norðurátt.

Thule

Thule fyrrum.

Að hann (Strabon) telur Írland til norðurs frá Bretlandi, gæti ef til vill bent á, að landsins Thule, sem átti að vera enn norðar, væri að leita í sömu átt og til norðurs og vísar það óneitanlega helzt til Íslands.
Nú hefir þetta mál verið vakið að nýju með löngu erindi í Dagskrá I, 15.—18. (Thule, Sólareyjan), og kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að Thule hljóti að vera Ísland; hyggur hann það hafa verið kunnugt Keltum, er hafi kent það við sólina, jafnvel fyrir Krists fæðingu, og byggt af þeim um nokkrar aldir áður en Norðmenn komu hingað.
Þetta mun nú vera bágt að sanna með fullgildum rökum, og þótt Beda (f 735) bendi til byggðar í Thule og siglinga (þangað og) þaðan, þá, er ekki að vita, nema hann hafi þar heimfært Thulenafnið, sem haft var um ókunn lönd nyrzt í heimi, til einhverrar eyjar við Halogaland (er hann mun hafa talið til „Skypíu“, sbr. grein eptir Ólaf Davíðsson í Tím. Bmf. XIV, 138—139. bls.)

Íslandskort

Íslandskort fyrrum.

Hins vegar höfum vér áreiðanlega vitneskju um það (frá Dieuilus), að Írar hafa verið komnir til Íslands seint á 6. öld. (795 eða 796) og er sennilegt, að þeir hafi þá gefið landinu hið forna nafn „Thule“, og það hafi haldizt meðan þeir dvöldu þar, en að mikill hluti landsins hafi verið byggður af þessum „Þýlingum“, þá er Norðmenn komu, er með öllu óvíst, og meira að segja ólíklegt, og ályktanir höf. um flótta þeirra „austur eptir Suður-Íslandi“ fyrir Ingólfi og Hjörleifi virðast gripnar úr lausu lopti. Þeir gátu vel verið farnir áður en Ingólfur kom, því að þeir sem fundu Ísland fyrstir Norðmanna (Naddaður, Garðarr, og Hrafna-Flóki) komu allir að landinu austanverðu, nálægt því svæði, er vér höfum spurn af Pöpum, og þeir Garðarr og Flóki komu jafnvel beint að einni af stöðvum þeirra (Papós), en það þurfti varla annað til að fæla þá burt en að sjá hin norrænu víkingaskip bruna að landinu.

Thule

Thule fyrrum.

Það er með öllu skakkt, að Örlygur hafi farið til Íslands til að byggja Patreksfjörð að tilvísun Patreks biskups í Suðureyjum, heldur segir Ldn., að honum hafi verið vísað til bústaðar á Kjalarnesi, þar sem hann byggði síðan, en öll sú frásögn hefir mikinn helgisögublæ, og er hæpið að álykta af henni, að Patreknr hafi sjálfur komið þangað, er hann á að hafa vísað Örlygi til. Eigi virðist nein ástæða til að halda, að Nátttfari hafi verið keltneskur maður, og er miklu líklegra að hann hafi verið austrænn (sænsknr), því að hann fór út með Garðari, er var sænskur að ætt, og hið fágæta nafn Náttfari finnst einmitt á rúnasteini í Svípjóð (Brate: Runverser, 319. bls. (Nr. 141).).
En þótt ályktanir höf. beri sumstaðar vott um nokkuð mikla fljótfærni, og ekki sé gott að skilja í því, hvernig Thule-nafnið geti haft sömu þýðingu, hvort sem það er leitt af keltnesku, grísku eða norrænu, er grein hans samt fróðleg að mörgu leyti, og gaman að sjá röksemdir hans með því að Thule sé Ísland, og hvað sem öðru líður, hefir hann tekið það réttilega fram, að Írar þeir, sem voru hér fyrir landnám Norðmanna, muni hafa kallað landið Thule, og hafi það því meiri rétt en önnur lönd til þessa nafns“. – J.

Í Dagskrá, 15. tbl., 17.08.1896, er fjallað um Thule, „Sólareyjuna“ sem (ágrip af fyrirlestri höldnum í „The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum“).

Íslandskort

Ísland – fornt kort.

„Mergðin af rithöfundum þeim sem hafa fengist við að rannsaka og færa rök fyrir því hvað hið eldforna Thuleland hafi í raun rjettri verið eða átt að vera, hafa lagt aðaláhersluna á það, að sýna hvar það land hafi legið, sem haft er eptir hinum gamla gríska landfræðingi Pytheasi frá Masssilíu, (líkl. á 4. öld f. Kr.), að hann hafi
kallað Thule.

Íslandskort

Ísland – forn kort.

Sagnir þær sem vjer höfum af Pytheasi þessum og ferðum hans, ern mjög óljósar og óáreiðanlegar. — Þau brot af ritum hans sem hefur verið safnað saman, eru 6n6g til að sýna hvort hann hefur nokkurntíma ritað það sjálfur sem haft er eptir honum, og þeim ber ekki allskostar vel saman, sem hafa ekráð árangurinn af landaleitum Pytheasar, eptir honnm sjálfum.

Thule

Thule – forn kort.

Jeg ætla mjer ekki að fara hjer út í sönnunargögn þau, sem færð hafa verið fram af ótal mörgum rithöfundum, ýmist með eða móti því, hvort Pytheas sjálfur hafi heimsótt land það sem hann kallar Thule. Það er eptir mínu áliti alls ekki jafnmikilvægt atriði, eina og allur þorrinn af rithöfundum þeim, sem um þetta mál hafa fjallað, vilja láta það vera. — Því eitt er sem sje víst, og verður eigi dregið i efa, að Pytheas þessi hefur farið í landaleit frá Massilíu norður á bóginn, og hefur á þeirri ferð heyrt talað um fjarlægt eyland, sem hann hefur álitið að væri með rjettu nefnt Thule, og sem hann hefur heyrt nefnt áður en hann lagði af stað í landaleit sína.

Aðalatriðið í þessu máli er því ekki, hvar Pytheas hafi álitið að Thule lægi, heldur hvar það land hafi legið, sem kallað var því nafni, löngu áður en Pytheas fór hina nafnkunnu ransóknarferð til Vestur- og Norðurhluta Bvrópu. — Einungis að því leyti sem frásagnirnar eptir Pytheasi skýra það aðalatriði málsins, verður sagt að þær verðskuldi að takast með í fyrstu röð. Að öllu öðru leyti eru þær lítilvægar að því er snertir það málefni sem liggur hjer fyrir.

Íslandskort

Papar.

Vjer höfum fulla vissu fyrir því, að „Thule“-nafnið hefur verið kunnugt Grikkjum löngu áður en álíta má að Pytheas hafi farið í landaleit sína. Þannig segir Servius í athugasemdum sínum og skýringum við ljóð Virgils, að Ctesias sagnaritari, sem var við hirð Artaxerxis Mnemóns Persa konungs, hafi nefnt Thule í ritum sínum, og vjer höfum útdrátt úr söguþætti frá Thule eptir Diogenes Antonius (e. 400 f. Kr.), sem talar um þetta land á þann hátt, að sjeð verður að Thule hefur þegar verið alkunnugt þegar hann var uppi.

Thule

Thule- forn kort.

Ef vjer höldum þessu föstu, virðist liggja beinast við að spyrja fyrst: Er til nokkur bending um, hvar Thule hafi legið, sem er eldri en frásagnirnar eptir Pytheasi?
Vjer getum hugsað oss að nafnið hafi komið upp á tvennan hátt, annaðhvort þannig að menn hafi hugsað sjer eitthvert óþekkt kynjaland, sem hefur verið kallað Thule, eða að þetta landsheiti hafi borist langar leiðir til þeirra sem vjer fyrst vitum að minnst hafa á það, frá þeim sem hafa sjeð land er þeir nefndu svo.
Til hvors af þessu tvennu, sem Thulenafnið á rót sína að rekja, mundu auðvitað allskonar kynjasögur fara af landinu í hinum elstu ritum og munnmælum. Vísindi og skáldskapur eru nátengd á bernskutímum allrar menningar. — En þá mundu menn hafa gefið ímyndunaraflinu enn lausari taum, í öllum lýsingum hins hugsaða lands, heldur en í skýrslunum um það land sem mannsaugu þó höfðu sjeð. Hinir elstu landfræðingar, er sögðu frá því sem þeir þóttust vita um Thule, mundu einkum hafa bætt við allskyns ágiskunum um árstíðaskipti og veðurlag á þessum hala veraldar, en í skáldritum og þjóðsögum mundu miklu fremur koma fram frásögur um kynjamenn og yfirnáttúrlega viðburði úti í Thule, sem menn hugsuðu sjer að lægi einhverstaðar, yst í heiminum, þar sem enginn maður hafði stigið fæti.

Thule

Thule – forn kort.

Brot þau og einstöku óljósu sagnir, sem vjer höfum frá Thulelandi fornaldarinnar, geta ekki leitt til neinnar vissu um það, á hvorn veg af þessum tveim, nafnið muni vera komið upp, því vjer vitum ekki hve margar aldir hafa liðið frá því, að Thule var nefnd fyrst og þangað til skráð var sú frásögn, er borist hefur oss í hendur. Að nafnið hefði allrafyrst ekki verið annað en nafn á einhverri hugmynd um heimsendi, mundi það vafalaust síðar hafa verið haft til þess að tákna ýms lönd, fjær og fjær þeim stöðvum, þar sem nafnið fyrst var nefnt, eptir því sem menn komust lengra á verslunar eða herferðum, og færðu út kvíarnar, að því er snerti þekking manna á hinum ýmsu hlutum heimsins. Og það er mjög eðlilegt að hinir ýmsn uppgötvarar og siglingamenn, sem ekki þekktu lögun jarðarinnar, hafi nefnt þannig þau ystu mörk sem þeir komust að, hver um sig.

Thule

Thule – fornt kort.

En það er annað sönnunargagn sem jeg álit að vjer höfum fyrir því að Thule hafi frá fyrstu verið nafn á landi sem hefur fundist, einhvern tíma mjög snemma á öldum; þetta sönnunargagn hygg jeg vera þýðingu nafnsins sjálfs, eins og það er rjettilega skilið.
Tilgáturnar um það, hvaðan orðið Thule eigi rót sína að rekja, hafa frá fyrstu verið mjög margvislegar, og hafa verið settar fram jafnhliða hinum margvíslegu skýringum á ferðalagi og frásögnum Pytheasar. Menn hafa viljað sanna, að það væri upphaflega komið úr púnversku og þýddi hulda, myrkur, skuggi, og hafa tekið fram, að þetta nafn ætti vel við hin norðlægu lönd (svo sem Ísland), þar sem nóttin er svo löng á vetrum. Aðrir hafa viljað leiða nafnið úr arabiska orðinu Túl; langt burtu, sem að vísu hefði komið einkar vel heim við hið rómverska fylgiorð „ultima“ o: hin ysta, sem var og er almennt tengt við Thulenafnið.

Thule

Skandinavia – forn kort.

Enn aðrir hafa ætlað að nafnið sje sprottið frá Noregi, og hafa bent á líkingu þess við nafnið Telemark, sem opt er skrifað Thulemarehia eða Thylemarchia; einnig hefur verið bent á að eyjar við Noregsstrendur sem hafa verið nefndar Thuyle. Ennfremur hafa menn getið þess til að nafnið ætti skylt við Thy, sem er ysti hluti Jótlandsskaga. Eyrir utan tilgátur þær sem nú voru nefndar, má telja fjölda margar aðrar, svo sem að nafnið sje sprottið af gríska orðinn telos, endi eða tele, fjarlægt, af hinu egyptska konungsheiti Þúlis, af nöfnum aukenndra eyja Telloe eða Tylee, saxneska orðinu Tell, takmark, eða Tyle konungsríki Kelta í Þrakíu. — Það yrði hjer oflangt að telja upp öll þau orð, sem menn hafa viljað leiða uppruna Thulenafnsins til; það hefur verið aptur og aptur farið í gegnum þau rök sem færð hafa verið með og móti hinum ýmsu tilgátum, og menn hafa leitað djúpt í fornum tungum og sögu allrar landafræði, en menn hafa ekki komist enn að neinni fastri niðurstöðu, um það hvaðan orðið Thule sje upphaflega komið.

Thule

Thule og Skandinavia – fornt kort.

Meðal þeirra sem hafa viljað skýra orðið Thule er Isidor hinn helgi. Hann segir í Orig. Seu Etym. lib. XIX, 6 „að eyjan Thule sje nefnd eptir sólinni af því að þar sje einlægur dagur um sólstöður“. — Hann segir ekki nánar hvaðan orðið sje runnið, og hefur ekki verið mikill gaumur gefinn að þessari þýðing. — En jeg ætla þó, að einmitt hjer sje lykillinn að þeirri gátu, hverju landi Thulenafnið var fyrst gefið.
Það virðist alllíklegt, að Isidor hafi haft eitthvað fyrir sjer í því, að Thule drægi nafn af sólinni. Eins og orðið liggur fyrir sjest það ekki í fljótu bragði að það eigi neitt skylt við sjálft orðið sól, þó leitað sje í öllum þeim tungum, sem ætla má að Isidóri hafi verið kunnar.

Goðafoss

Goðafoss.

En sje litið til þess, hve nákvæmur Isidor er í orðaskýringum sínum yfirleitt og hve fjölbreytilegar skýrslur hann hafði fyrir sjer, enda þótt rit hans auðvitað beri merki þess tíma, er það stafar frá — sýnist það ástæðulaust að reyndu að hafna þessari skýring, sem er hin elsta og fyrsta, er gefin hefir verið af orðinu Thule.
— Jeg vil fyrst taka það aptur fram, að allt virðist benda á, að Isidor hafi haft fyrir sjer eldri sögn um að þetta væri hinn sanni uppruni orðsins. Hefði hann getað rakið orðið málfræðislega til þessa uppruna, mnudi hann efalaust hafa gjört það, samkvæmt því sem hann gjörir annarsstaðar, þar sem skyldleiki hins afleidda og upprunalega orðs ekki liggur í augum uppi. — En Isidor hefur vafalaust sjálfum verið ókunnugt um hvernig orðið yrði rakið til þessarar rótar, og hefur því látið sjer nægja að segja það blátt áfram, eptir því sem hann hafði fyrir sjer, og má ætla það víst, að
hann hafi haft allgóða heimild fyrir sjer, fyrst hann staðhæfir að þetta sje hin rjetta þýðing orðsins.

Thule

Thule og Skandinavia – fornt kort.

Það virðist heldur engin ástæða til þess að öllu óreyndu, að álíta víst að heimild Isidors — hver sem það hefur verið — hafi gripið þessa skýring úr lausu lopti. Þvert á móti virðist það einmitt harla líklegt, að sá sem hefði viljað skýra orðið af handahófi hefði farið eptir lýsingum þeim og einkunnarorðum, sem mest bar á í bókmenntum þeirra tíma, þegar ræða var um Thule, en það var myrkrið og fjarlægðin frá byggðum löndum, sem optast var nefnt í því sambandi, einkum eptir að hin rómversku skáld byrjuðu að beita þessu nafni í kveðskap sínum.
En við þetta bætist nú að vjer getum auðveldlega skýrt hvernig nafnið Thule, í þessari merking, er til komið.

Á tímum Diogenis þess, sem áður er nefndur, er það víst, að Thule var orðið nafn á landi, sem menn vissu að var til og sem menn höfðu haft sagnir sjónarvotta um. Það sjest glöggt innan um allar ýkjur og undrasagnir þær, sem Diogenes hefur soðið saman, að hann hefur farið eptir frásögnum einhvers eða einhverra sem hafa farið langt norður í heim og hafa þóttst vita hvar landið Thule lá.

Húshólmi

Forn bær í Húshólma.

Diogenes veit til dæmia að engin nótt er í þessu landi á tilteknum tíma árs og að land þetta er eyland. Hvorugt þetta er ástæða til þess að halda að hann hafi fundið upp frá eigin brjósti, því síður sem hann nefnir nöfn norðlægra þjóða, er söguhetjur hans heimsóttu og sem vjer vitum að voru til á þeim tímnm, eins og vjer vitum að til er og til var eyland langt úti í heimi, þar sem sólin hverfur aldrei af loptinu á tilteknum tíma ársins. — En sú einasta Útey, sem ætla má að þekkst hafi til forna, sem hefur sól á lopti nótt og dag á nokkrum tíma árs, er Ísland. (Framh.)

Íslandskor
Öllum kemur saman um að hinir elstu rithöfundar er minnast á Thule, hafi álitið að hún lægi norður í heimi. — En hin besta sönnun þessa er það, að Pytheas frá Massiliu, sem fer í landaleit norður í álfu, býst auðsjáanlega við því, að Thule liggi nyrst allra hinna bresku eyja, er hann svo nemir, því annars hefði hann ekki gefið þessu eylandi, er hann heyrði sagt frá og jafnvel sjálfur segist hafa sjeð, hið sama nafn, sem Ctesias og Diogenes gáfu undralandi því er þeir rita um löngu fyr en líklegt er að fregnin hafi borist af ferð Pytheasar.

Thule

Thule – fornt kort.

Það sjest einnig skýrt á frásögn Diogenis að hann álítur sjálfur, að Thule liggi nyrst allra landa er hann hefur heyrt nefnt, og að hann fer auðsjáanlega eptir almennri skoðun annara í því efni.
Þannig segir hann um ferð þeirra, er Bagan gerist af (Phot. Cod. 166, 109 a): „Sókum hins feikna mikla kulda, neyddust þeir til þess að leita til hins Scythiska hafs, en sneru þaðan til austurs, og komu á þær stöðvar er svo kemur upp. Þaðan fóru þeir í hring og höfðu eptir það miklar hafvillur og langar, í hinu ysta hafi. Loksins komu þeir til Thule og hvíldu sig þar nokkra stund eptir flækinginn“.
Síðan fóru þeir austur á heimsenda, en til þess að komast í hið ysta haf, þurftu þeir að fara í hring, samkvæmt hugmyndum Hecatei um lögun jarðarinnar, sem átti að vera flöt og hringmynduð, umflotin af útsænum. Svo komu þeir til Thule. — Thule liggur þannig eptir hugmyndum Diogenis í hinu ysta hafi, mótsett þeim stöðvum er sól kemur upp, norðar en hið scythiska haf — eða með öðrum orðum, einmitt nálægt þar sem Ísland liggur.

Thule

Fornt heimskort.

Löngu fyrir daga Diogenis má nú ætla að feiknamiklir þjóðflutningar hafi átt sjer stað milli hinna bresku eyja og meginlandsins. Enginn getur sagt á hverjum tíma þeir viðburðir hafa orðið, sem elstu helgisagnir Íra stafa frá. En svo mikið er eitt víst, að þeir hafa hlotið að verða mjög snemma á öldum, og eru allar líkur til þess, að styrjaldir þær sem fyrst er talað um, hafi knúð þjóðflokka þá sem þá bjuggu á eyjunum til þess að flýja langt undan, og leita fjarlægra landa með heri og heilar þjóðir, og má telja það víst, að þessar fyrstu flutninga og ófriðarþjóðir er vjer heyrum nefndar, hafi haft vel haffær skip og ekki verið vankunnandi í siglingum og sjómannafræði. — Vjer sjáum t. d. hve langt Punverjar voru komnir í þessari grein kringum 1000 árum f. Kr. — Vjer sjáum ennfremur, að grískar þjóðir í Miðjarðarhafi, svo sem Kríteyingar og fleiri gátu sigrað púnverska víkinga í orrustum löngu fyrir Trójustríðið. Því skyldu ekki hinir gáfuðu keltisku þjóðflokkar í Gaul og hinum bresku eyjum, sem voru alstaðar umkringdir af feiknamiklum skógarlöndum, hafa geta byggt haffær skip og lært að stýra þeim eptir gangi himintunglanna?

Thule

Thule og vestur Evrópa – fornt kort.

— Ef menn geta ætlað að verslunarandi og gróðafíkn Púnverja hafi getað reist þá þjóð til svo mikilla valda og útbreiðslu á varningi Austurálfunnar, vestur og norður um alla Evrópu, því skyldi þá ekki eyjaþjóðirnar, sem áttu í stöðugum ófriði við herflota sem komu handan um haf, hafa byggt haffær skip, til þess að verja land sitt og flýja undan ef á þyrfti að halda.
Jeg fyrir mitt leyti álít, að vjer þurfum engar vísindalegar rannsóknir til þess að komast strax að þeirri niðurstöðu, að bresku eyjaþjóðirnar hafa haft haffær skip löngu áður en vjer höfum sannar sagnir af þeim. — En ef vjer nú álitum að svo hafi verið, hljótum vjer að játa, að það hefði verið mjög eðlilegt, að einhverntíma hefði, verið tekið eptir eyjum þeim sem; liggja norður og vestur af Bretlandi hinu mikla. Meira að segja, vjer getum álitið það víst, að tíðar samgöngur hafa verið milli Írlands og Bretlands, og milli Skotlands, Orkneyja og Shetlands, mörgum öldum áður en Rómverjar komu til eyjanna. Það er og hugsanlegt að herskáar og Biglingafróðar þjóðir, búi mörg hundruð ár á eylöndum, sem liggja hvert svo nærri öðru, án þess að þær taki hver eptir annari.
Húshólmi
Látum halda áfram að geta þess til sem er eðlilegast. Látum oss setja svo, að einhverntíma snemma á öldum, hafi einhver víkingur, kaupmaður eða flóttamaður, flækst svo langt norður í höf, að hann hafi sjeð feiknamikið háfjöllótt land, rísa úr hafi nálægt þeim stöðvum er Diogenes og Pytheas ætla að Thule hafi verið. Vjer getum hugsað oss, að hann hafi alveg óviljandi hrakist
svo langt burt frá heimkynni sínu, hvort sem það nú hefur verið í Noregi, hinum bresku eyjum eða jafnvel Færeyjum, sem ætla má að hafi verið þekktar mjög snemma.

Flókavarða

Hvaleyri í Hafnarfirði – Flókavarða; minnismerki.

— Vjer skulum því næst setja svo, að þessi fyrsti uppgötvari Íslands hafi leitað burt frá landinu, annaðhvort vegna þess, að hann hafi óttast að brjóta skip sitt á brimskerjum við hið óþekkta land, eða að hann hafi óttast grimmd íbúanna, eða loks að hann hafi flýtt sjer að komast aptur á rjetta leið, og hafi því ekki gefið sjer tíma til að kynna sjer þetta land eða sigla að því. — í öllu falli má ætla víst, að enginn sem þannig hefði sjeð Ísland af tilviljun, fyrstur manna, hefði haft langa dvöl á hinni byggðu eyju á útskækli veraldar.
Frá þessum landfundi hefðu nú hlotið að berast fregnir milli manna, fyrst og fremst þar sem uppgötvarinn hefði náð mannabyggð fyrst. — Vjer skulum enn geta hins eðlilegasta, sem er, að þessi sæfarandi hafi komið til þeirra næstu mannabyggða sem vjer vitum af, sem voru bresku eyjarnar. Enginn maður heyrir um svo merkilegan landfund, án þess að veita því eptirtekt og festa á minnið það sem hann heyrir. Hvar sem sæfarandinn hefur komið að landi, hafa fregnirnar brátt breiðst út um mikið land, óþekkt, norður í hafi. —
Ef vjer nú ennfremur höldum því föstu, að öll líkindi sje til að siglingar hafi verið komnar á hátt stig á Bretlandseyjum, þegar þjóðflutningar þeir urðu, sem vjer munum hinar fyrstu öljósu sagnir af í keltneskum helgisögnum — þá mætti álíta það sennilegt, að einhver hefði orðið til þess að leita þessa fjarlæga lands, ef ekki til þess að byggja það, ræna þar, eða reka þar verslun, þá einungis til þess að fá sanna vitneskju um hvernig þar hagaði til. — Vjer höfum fjölda af vitnisburðum um að forvitni og uppgötvunarfýsn hinna elstu þjóða hafa leitt til fyrirtækja sem voru mikið stórkostlegri en þetta hefði verið.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma.

Hver sá sem hefði farið þessa ferð mundi nú allra fyrst hafa leitað upplýsinga frá landfundi hins fysta uppgötvara, svo ljóst sem föng voru á. — Vjer skulum setja svo að hann hafi komist að því að land lægi mjög langt í burt til norðurs. — Hann hefði þá auðvitað valið þann tíma árs til ferðarinnar, sem var hagkvæmastur og hættuminnstur, einkum fyrir hin ófullkomnu skip fornaldarinnar; hann mundi með öðrum orðum hafa lagt af stað kringum
sólstöður, þegar lengstur er dagur. — Vjer skulum ætla að hann hafi farið frá Skotlandi eða eyjum þeim sem liggja þar norður af, því þaðan gat hann búist við styttstri og bestri ferð.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur norðan Ósa. Manngerður hóll (dys?).

Hann mundi þó fljótt hafa tekið eptir því, að nóttin varð styttri og styttri, eptir því sem hann kom norðar. Enginn sæfarandi, sá sem verður að stýra eptir himintunglunum, siglir svo
á uppgötvunarferð, að hann taki ekki eptir mismun á degi og nóttu.
Eptir því sem hann hefur komið norðar, eptir því hefur hann orðið gagnteknari af þessum langa degi. Hann hefur sjeð sólina synda við hafsbrún, löngu eptir að hann vissi að hún var horfin þar sem hann átti heima, og hann hefur hlotið að láta sjer detta í hug ósjálfrátt: „Skyldi jeg komast svo langt norður, að jeg sjái sólina á lopti til næsta dags?“ — Loks hefur hann svo komist til hins mikla eylands norður í hafi. Hann hefur komið þangað á þeim tíma árs, sem öll hin einkennilega náttúrufegurð Íslands er dýrðlegust. Hann hefur ef til vill siglt norður fyrir landið, eða gengið upp á hátt fjall til þess að líta yfir það, og hefur horft á ljóma nætursólarinnar, sem enginn getur gleymt sem einu sinni hefur sjeð hana. — Hann hefur fundið að hann hafði rjett til að gefa landinu nafn, því hann hafði fyrstur allra farið yfir hafið til þess að kanna það; hann hefur haft nætursólina fyrir augum þegar hann skýrði landið, og hvað er þá sennilegra heldur en sú tilgáta, að hann hafi kennt landið við sólina, og hafi kallað það: Sólareyna eða Sólarlandið – Thule.
Thule
Ef vjer gjörum ráð fyrir því sem áður er getið til, að fyrsti uppgötvari Íslands hafi komið frá Bretlandseyjum, og landið því hafi fyrst fengið nafn sitt á keltnesku máli, tökum vjer fyrst eptir því, að hið gamalkeltneska orð yfir sólina; houl heaol, hiol, heul o. s. frv. er einmitt samhljóða meginhluta orððins Thule, Thile o.s.frv. eins og það hefur verið verið ýmislega skrifað. — Ennfremur gætum vjer þess undir eins að endingin e, einmitt fellur saman við orðið ee eða i sem þýðir ey, í gömlum keltneskum mállyskum t.a.m. gaelisku, og hefur þessi ending haldið sjer með hinni upphaflegu þýðingu á ýmsum hreBkum eyjanöfnum t. a. m. Tyr-ee.

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli fyrir „norrænt landnám“.

— Vjer getum nú hugsað oss, að þetta upphaflegasta nafn Íslands, segjum að það hafi verið Houl-ee eða Houl-i hafi hætt framan við sig t, því sem fylgir því nú, — á ýmsan hátt. — Það er t. a. m. eptirtektavert, að það sem gaelisku málin setja til hljómfegurðar milli hins ákveðna greinis og allra karlkenndra nafnorða, sem byrja með hljóðstaf, hefði eitt verið nægilegt til þess að gjöra nafn ífilands að því sama, sem Thulelandið forna var nefnt. — Vjer sjáum nú einmitt að orðið eilan = ey á gaelisku er karlkyns, og eru styttri myndir af því sama kyns í ýmBum keltneskum mállýzkum, og er vert að minnast þess hjer að Beda prestur karlkennir Thule á einum stað („Thule, qui etc“). — Samkvæmt eðli málsins hefði það nú ennfremur verið líklegast, að hinn ákveðni greinír hefði verið hafður með nafni þessa fjarlæga eylands, sem menn hafa að minnsta kosti í fyrstu, haft mjög sjaldgæfar samgöngur við, og sem menn hafa frá byrjun litið til sem nokkurskonar undralands.
Á gaelisku hefði Houlee því verið verið kallað an t’ houl-ee. Ef greinirinn nú er tekinn frá, og þetta nafn er skrifað stafrjett á grísku fáum vjer Öovkrj, lat. Thule.
Jeg hef nú leitast við að sýna fram á að Ísland hefur verið hið forna Thuleland, og að nafnið, Thule þess á hnettinum og margt annað bendi til þess, að Keltar hafi fyrstir fundið og byggt landið.
En í sambandi við þetta er það einnig athugavert, að hinir fyrstu menn er vjer höfum vissar sagnir af að bjuggu á Íslandi, hafa kallað þessa ey Thule eða Thyle. — Þetta hefur ekki verið tekið til greina áður. En það er þó augljóst, að þetta eitt út af fyrir sig væri nægilegt til þess, að Ísland ætti að rjettu fremur tilkall til þessa nafns en nokkurt annað land, jafnvel þó það væri að öðru leyti með öllu óvíst, hvaðan nafnið er sprottið frá fyrstu byrjnn, sbr. t. a. m. Vestindverskn eyjarnar, sem bera það nafn enn, þó þeim væri ranglega gefið það í fyrstu.
Þetta sjest skýrt og greinilega hjá Dicuilus sem c. 825 skrifar, að hann hafi fyrir 30 árum talað við munka sem hafi heimsótt Thule.
Thule
Land það sem Dicuilus kallar Thule vita menn nú með vissu að var Ísland; enginn efast um það. Ennfremur er það augljóst, að munkar þeir sem Dicuilus talaði við, hafa álitið að Ísland væri Thule.
Bæði sjest það á sama stað í Dicuilus, að þeir hafa þekkt rit þau sem höfðu getið um Thule, þar sem þeir fóru norður fyrir landið til þess að kanna hvort þar væri ís — eins og Plinius og fleiri höfðu sagt fyrir löngu, hvaðan sem þeir hafa haft það — en einnig ræður það að líkindum, að svo lærður maður sem Dicuiius var, hefði þó fyrst og fremst fengið að vita hjá munkum þessum, ef þeir hefðu nefnt eyna öðru nafni — eða þekkt annað nafn á henni; en enginn má ætla að menn eigi umhverfis svo mikið land sem Ísland er, til þess að kanna það, án þess að hugleiða hvort það hefði fengið nafn, eða verið nafnlaust áður. — Slíkt væri dæmalaust í sögu landafræðinnar.

Hellir

Hellir landnámsmanna, Papa eða Kelta, á Suðurlandi.

Munkar þessir hafa talið með öllu efalaust, að eyland þetta hjeti Thule, með rjettu. — Jeg get nú ekki betur sjeð, en að þetta sje allöflug sönnun þess að nafnið og þokkingin á Thule til forna hafi komið yfir bresku eyjarnar, þaðan sem einnig var eðlilegast að hvorttveggja ætti upptök sín. — Fjölda margt af ritum þeim og munnmælum sem þessir munkar gátu þekkt er nú glatað að eilífu, svo vísindin geta ekki staðhæft, að munkar þessir hafi með röngu álitið að Thule lægi svo langt norður í hafi. Vjer vitum einungis að Dicuilus, og án efa einnig munkar þeir er hann talaði við, sem sjálfsagt hafa verið djarfir og þaulfóðir landaleitarmenn — hafa þekkt allt sem vjer byggjum skoðanir vorar um Thule á. En þeir hafa einnig vel getað vitað meira um þetta en vjer.
Vjer sjáum síðar á íslenskum sögum að Írar hafa verið á Írlandi þegar Norðmenn komu þangað. Þannig vitum vjer með fullri vissu að Ísland hefur verið kallað Thule eða Thyle af sínum eigin íbúum um nærfellt heila öld — að minnsta kosti. En öll líkindi eru til þess, að samgöngurnar milli Íslands og annarra landa hafi byrjað löngu fyr. Þannig segir Plinius (22—79 e. Kr.). Nat. Hist. I, 30, að menn sigli frá Noregi til Thule. Þetta hefur hann ekki eptir Pytheas einum, og fyrir utan það að ekki virðist eðlilegt, að fáeinir munkar hefðu farið að taka sig upp allt í einu í lok 8. aldar, og sigla mörg hundruð mílur norður.
Í fyrirlestrinum er einnig bent á hvernig Thule hefði getað komið fram úr grísku eða norrænu nafni á Íslandi — er hefði þýtt hið sama sem keltneska nafnið Houlee. En í þessu ágripi er ekki rúm fyrir það.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Ef þeir hefðu ekki verið áður kunnir landinu af frásögn annara, má einnig nefna að Beda (672—735 e. Kr.) segir í L. R. Quæst. Cap. XXV.: „Því þetta (o: að sólin líði til austurs, yfir sjóndeildarhringnum, án þeas nokknr nðtt sje á milli) segja bæði þeir sem búa í eynni Thule, sem er fyrir norðan Bretlund, og eins hinir sem búa nyrstir af Skyþum, — að þeir hafi sjeð á öllum Bumrum, nokkra daga. Og þetta er hið sama, sem er Bagt og sannað af mönnum til forna og eins samtíðamönnum vornm sem koma frá þessum löndum“.
Það virðist gegn allri furðu að menn hafa ekki tekið neitt tillit til þessarar setningar, sem hinn lærðasti og sannorðasti vísindamaður samtíðar sinnar, hefur látið oss eptir sem órækan vitnisburð þess, að Thule hefur verið heimsótt, og eptir öllum mannlegum líkum einnig byggð í byrjun 8. aldar, og að þetta land sem menn á dögum Beda sigldu til og lögðu frá, var Ísland. — Þetta styrkist einnig við vitniburð Alfreða (á 9. öld), er hann í þýðing sinni á Orosius (bls. 31) fullyrðir, að hið ysta land norðvestur af Írlandi, hafi verið kallað Thila.
Jeg get nú ekki betur sjeð, en að það sje með öllu óhætt að álíta víst, að Ísland hafi verið kallað Thule af eigin íbúum sínum og gestum, að minnsta kosti tveim öldum áður en það fannst af Norðmönnum. Hvort Rómverjar hafa komið þangað er óvíst, því engar menjar hafa fundist enn á Íslandi, sem menn geti sannað að stafi frá eldri tímum en sögur hafast af enda þótt Henderson að vísu fullyrði að hann viti um gröf í Íslandi sem hlóti að vera hlaðin áður en sögur eru sagðar af bygging Íslands sbr. Hend. I, kap. 8. Menn skilja venjulega frásögn Landnámu og Íslendingabókar svo, að hinir kristnu menn er sagt er frá að hafi búið á Íslandi þá er Norðmenn komu þar hafi aðeins verið örfáir einsetumenn. — En jeg get ekki ekki sjeð, að neitt slíkt sje byggjandi á sögunum.
Thule
— Í Íslendingabók segir svo: „Þá voru hjer kristnir menn, þeir sem Norðmenn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut af því að þeir vildu eigi vera hjer við heiðna menn, og ljetu eptir bækur írskar oc bjöllur oc bagla. Af þessu mátti skilja, at þeir voru menn írskir“. Í Landnámu segir að þetta hafi fundist í Papey austur og Papýli.
Af þessari frásögn er það nú fyrst og fremst ljóst, að Þýlingarnir (Thule-íbúarnir) hafa flúið undan Norðmönnum, án þess að innflytjendurnir vissu hve margir þeir voru er flíðu. Því ef þeir hefðu haft nánari afskipti af þeim, hefðu þeir ekki þurft að ráða það af írsku bókunum, hverrar þjóðar þessir menn voru. — Ennfremur er afarlangur vegur og yfir fjöll og stórfljót að fara milli þeirra staða, er menjarnar fundust á, og þess hluta lands, er landnámsmennirnir komu fyrst að.

Hafnir

Hafnir – uppgröftur í skála fyrir norrænt landnám.

— Það er einnig næsta ótrúlegt, að Þýlingarnir, sem þó urðu að hafa haffært skip til þess að geta flúið frá þessum hinum brimsælasta og hættulegasta hluta Íslands, þar sem sagt er að þeir hafi búið — hefðu ekki skilið eptir einhver merki þess að landið hafði verið byggt áður, merkilegri en þessa hluti, sem taldir eru, og sem sýnilega einhverir munkar, einn eða fleiri, hafa gleymt á einum stað, í fátinu, er þeir fengu að vita um aðkomu heiðingjanna. — Líklega hafa þeir þó haft naust yfir skipið sitt, og líklega hafa þeir ekki búið undir beru lopti á Íslandi allan ársins hring. — Öll þessi setning, sem tilfærð er að ofan, bendir til þess, að söguritarinn sjálfur hafi dregið þetta út af frásögn um hinn allsyndis ómerkilega fund á bjöllum, böglum og bðkum. — Hann segir til dæmis, að Paparnir hafi flúið vegna þess að þeir hafi ekki viljað vera við heiðna menn. Hvernig vissu menn það, úr því menn sáu aðeins á leifunum, hverrar þjóðar þeir voru, og töluðu ekki við þá? Nú er þess einnig að gæta, að landnámsmenn þeir, sem fyrstir komu til Islands, hafa að líkindum ekki verið læsir á skript, og eru allar líkur til að hinar írsku bækur hafi verið varðveittar, og ályktanin um þjóðerni Þýlinga fyrst dregin af þeim löngu síðar, af höfundi þessarar sagnar. — En var ekki mikið líklegra, að þessir kristnu menn, sem höiðu illa reynslu frá Bretlandseyjum um grimmd heiðingjauna, hefðu tekið sig upp og flúið fyrst austur eptir Suður-íslandi og síðan brott fiestir eða allir undan hinum heiðnu höfðingjum, Ingólfi og Hjörleifi. Óttinn rekur fleiri á flótta en trúabragðarígurinn einn getur gjört, og það er ekki nema eðlilegt, þð menn — undir algerðri þögn hinna elztu sagna um hve margir þeir hafi verið — ætli að nýlenda Þýlinga á Íslandi, sem þá hafði staðið að minnsta kosti hátt á aðra öld, hafi verið nógu fjölskipuð til þese að menjar mætti finna frá byggingum þeirra. En nú hafa menn ekki fundið neinar byggingar enn, er álitið sje að stafi frá Þýlingum. Og þó hljóta þær að hafa verið og vera til enn. Er þetta ekki ljós sönnun þess, að fornfræðingarnir muni einhversstaðar hafa slengt saman byggingum Þýlinga og Norðmanna á landnámstíð?

Landnám Íslands

Landnám Íslands – Samúel Eggertsson. Stutt er á milli Thule (Íslands) og Skandinavíu.

Jeg ætla að minnast enn á eitt atriði í sögum Forn-Íslendinga, er sannar beinlínis, að Þýlinga-nýlendan hefur verið útbreiddari en menn ætla almennt. — Í Landnámu, kap. XII, segir frá því, að Örleygur Hrappsson hafi farið til Íslands til þess að byggja kirkju þar á tilteknum stað, er Patrekur biskup í Suðureyjum vísaði honum á. Staður þessi var ekki á Suðurlandi, þar sem er Papey og Papýli, heldur á Vesturlandi þar sem nú heitir Patreksfjörður. Svo greinilega lýsti biskup þessum firði fyrir Örlygi, að hann hefir hlotið að búa þar lengi og þekkja vel til — auk þess sem ætla má að hann hafi einmitt þess vegna sagt Örlygi að byggja við þennan fjörð fremur öðrum.
Þetta atriði eitt sannar og að innflutningurinn af Keltum til Íslands gat verið og hefur einnig sjálfsagt verið að nokkru leyti óháður þeirri uppgötvun Íslands, sem kennd er við Norðmenn. — En með því er slegið föstu, að bygging Kelta á Íslandi stendur sögulega framar hinu norska landnámi. — Það er og athugavert, að hinn fyrsti landnámsmaður Íslands á sögutímanum er ekki norrænn, heldur keltneskur maður, Náttfari, er nam land á Norður-Íslandi og „merkti á viðum“ áratug áður en Ingólfur Arnarson, sem
venjulega telst fyrsti landnámsmaður, byggði á Suðurlandi.“

Í upphafi Landnámabókar er sagt frá arfsögninni um Ultima Thule, eða fjarlæga Thule: „Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað.“

Heimildir:
-Austri, 32. tbl. 20.11.1896, Thule = Ísland (og önnur lönd jafn-norðlæg), bls 1.
-Dagskrá, 15. tbl., 17.08.1896, Thule, Sólareyjan (ágrip af fyrirlestri höldnum í „The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum, 28. febrúar 1896“), bls. 57-59.
-Dagskráin, 16. tbl. 20.08.1896, Thule, Sólareyjan (ágrip af fyrirlestri höldnum í „The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum, 28. febrúar 1896“), bls. 61-63.
-Dagskrá, 18. tbl. 28.08.1896, bls. 71-72.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Íslandsuppdráttur 1595

Á vefsíðunni https://www.kb.dk/ má líta ýmsan aldraðan fróðleik um Ísland, s.s. gömul Íslandskort og uppdrætti. Hér er ætlunin að sýna nokkur þeirra með skírskotun til meðfylgjandi texta hverju og einu til handa. Textinn er, af skiljanlegum ástæðum, á dönsku:

Reykjanesskagi – kort 1900

Reykjanesskagi 1900

Reykjanesskagi 1900.

Arbejdskort over Island med Opmaalingsnet til Atlasblade i 1:100 000 indtegnet.
Udgivelsesdato; 1900-1905.
Lokalitet; Island.
Opmålingsnettet er indtegnet på: Uppdráttr Íslands af Ó. N. Ólsen og B. Gunnlaugsson [Generalstabens topografiske Afdeling].

Reykjanesskagi – uppdráttur 1879 – Kålund

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi 1879 – Kålund.

Guldbringe og Kjos Sysler OphavKålund, P.E. Kristian.
Udgivelsesdato; 1879.
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1849

Ísland

Ísland 1849.

Uppdráttr Íslands Ophav Gunnlaugsson, Bjørn Olsen, Oluf Nicolai.
Udgivelsesdato; 1849.
Lokalitet; Island.
Kommentargjörðr að fyrirsögn Ólafs Nikolas Ólsens eptir landmælíngum Bjarnar Gunnlaugssonar … gefinn út af hinu Íslenzka Bókmentafélagi F. C. Holm sculp. Kjöbenhavn Paralleltitel: Carte d’Islande /d’après le mesurage de Björn Gunnlaugsson; exécutée sous la direction de O. N. Olsen ; publiée par la Societété Littéraire d’Islande hið bókmenntafélag Med liste over koordinater for trigonometriske stationer og liste over sysler og herreder i randen uden for kortet.

Ísland – uppdráttur 1844

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi 1944.

Uppdráttr Íslands: No. 1: Suðvestr-fjórðúngr Ophav Gunnlaugsson, Bjørn Olsen, Oluf Nicolai Scheel, Hans Jacob.
Lokalitet; Island.
Opstilling KBK 1115-0-1844/2a-d. KommentarStik gjörðr að fyrirsögn Ólafs Nikolas Ólsens eptir landmælingum Bjarnar Gunnlaugssonar … reiknað hefir Hans Jakob Scheel gefinn út af hinu Íslenzka Bókmentafèlagi grafið hefir F. C. Holm hið bókmenntafèlag Indsat: Bjergprofiler og snit Koordinaterne for 124 trigonometriske stationer angivet i randen af kortet Titelblad og signaturforklaring er med islandsk og fransk tekst OphavsretMaterialet er fri af ophavsret.

Ísland – uppdráttur 1944

Reykjanesskagi 1944

Reykjanesskagi 1944.

Uppdráttr Íslands: No. 1: Suðvestr-fjórðúngr OphavGunnlaugsson, Bjørn Olsen, Oluf Nicolai Scheel, Hans Jacob.
Udgivelsesdato; 1944.
Lokalitet; Island.
Kommentargjörðr að fyrirsögn Ólafs Nikolas Ólsens eptir landmælíngum Bjarnar Gunnlaugssonar … reiknað hefir Hans Jakob Scheel gefinn út af hinu Íslenzka Bókmentafèlagi grafið hefir F. C. Holm Indsat: Bjergprofiler og snit Koordinaterne for 124 trigonometriske stationer angivet i randen af kortet Faksimileudgave af kort sandsynligvis udarbejdet til: Islands Kortlægning.

Ísland – uppdráttur 1761

Íslandsuppdráttur

Íslandsuppdráttur 1761.

Islandiae delineatio, prout haec Solenni mensurandi negotio sub Auspiciis Potentissimi Regis Daniae facto, & a. 1734. demum per Cnopfium Archit. militarem ad finem perducto, debetur; divisæ in quatuor partes, Islandice Fiördung, quarum quævis in suas minores regiunculas Islandice Sislu, danice Syssel dictas subdividitur OphavHomann, Johann Baptist Knoff, Thomas Hans Henrik Homanns Arvinger.
Udgivelsesdato; 1761.
Lokalitet; Island.

Hólmakaupstaður – kort 1715

Hólmakaupstaður

Hólmakaupstaður 1715.

[Holmskaupstad] = [Reykjavik] OphavHoffgaard, Hans.
Udgivelsesdato; 1715.
Emne Island, Syd Vest Reykjavik og omegn.
OpstillingKBK 1115,1-0-1715/1 KommentarKoloreret håndtegning H. Hoffgaard Tekst nederst på kortet: Paa Holmen Haabet kom aar Sytten hundrede og fembten Tillige voor Conböy Som war dend Svendske Fallecken/ Dend Tied jeg paa Gafonen laa mig tieden Ey fortrød og omskiøndt blandt gledskabt Hatex, waer skjult dend blege død/Som sig da tegne lod da heste flock reed granden da hørtes jammer og råb af Skougaard og Kiøbmanden og svie som så derpå og oh elendig strand! Det Hierte briste maatte da Kiøbmanden/reckte haand.

Ísland – uppdráttur 1700

Íslandskort 1700

Íslandskort 1700.

Novissima Islandiæ tabula OphavSchenk, Pieter Schenk, Petrus Valk, Gerard.
Udgivelsesdato; 1700.
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1684

Íslandsuppdráttur

Íslandsuppdráttur 1684.

Isle D’ Islande Ophav Mallet, Allain Manesson.
Udgivelsesdato; 1684.
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1683

Íslandskort 1683

Íslandskort 1683.

Isle D’ Islande Ophav Mallet, Allain Manesson.
Udgivelsesdato; 1683.
Lokalitet; Island.

Reykjaneskagi – uppdráttur 1650

Íslandskort 1683

Íslandskort 1650.

Sydlendinja Fiording Ophav Mejer, Johannes (1606-1674).
Udgivelsesdato; 1650?
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1595

Íslansuppdráttur 1595

Íslandsuppdráttur 1594.

Islandia Ophav Ortelius, Abraham Velleius, Andreas Vedel, Anders Sørensen.
Udgivelsesdato; 1595.
Lokalitet; Island.

Bessastaðastofa – uppdráttur 1724

Íslandskort 1724

Íslandskort 1724.

Ældre islandske specialkort : 1: Plan og Prospect af Bessesteds Kongs Gaard udi Island bygt Anno 1722 Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722. Emne; Bessestaðir -Søkort – Bessested Hafnarfjördur.
Lokalitet; Island.

Þingvellir 1720

Þingvellir 1720

Þingvellir 1720.

Ældre islandske specialkort: 3: Plan og Prospect af Øver Aae Alting Tagen Anno 1720 Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722.
Lokalitet; Island.

Bessastaðir – uppdráttur 1720

Bessastaðir 1770

Bessastaðir 1770.

Ældre islandske specialkort : 2: Plan og Prospect af Bessesteds KongsGaard, og St. Nicolai Kirke Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722. Emne; Bessestaðir – Søkort – Bessested Hafnarfjördur.
Lokalitet; Island.

Bessastaðir 1750

BessastaðirBessastaður 1750.
Ældre islandske specialkort : 2: Plan og Prospect af Bessesteds KongsGaard, og St. Nicolai Kirke Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722. Emne; Bessestaðir Bessested Hafnarfjördur.
Lokalitet; Island.

Bessastaðir – kort 1750
Ældre islandske specialkort: 4: Haune: Fjord Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722. Emne; Bessestaðir – Søkort – Bessested Hafnarfjördur.
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1770

Íslandskort

Íslandskort 1770.

Island RessourcetypeKort GenreTopografi.
Udgivelsesdato; 1770.
Lokalitet; Island.

Gullbringusýsla 1944

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi 1944.

Soe og Land Charta over Guldbringe og Kioese=Sysseler samt een deel af Aarness Syssel udi Iisland OphavAressen, Magnus Aresen, Magnus Arason, Magnus Raben, Peter Sheel, Hans Jacob.
Kort i farver.
Emne; Guldbringe Syssel Gullbringusýsla Kioese Syssel Kjósarsýsla
Lokalitet; Island
Koloreret håndtegning i delvis eleveret plan Efter Deres Kongl. Maj:t allernaadigste Ordre og Befalning paa det accurateste i de aar 1721 og 1722 optaget og forfærdiget af Magnus Aressen og nu i det aar 1733 copieret af Hans Jacob Sheel Med signaturforklaring Iflg. Geodætisk Institut betegnet Admiral Rabens kort nr. 4. Se også: Islands Kortlægning. En historisk Fremstilling af N. E. Nørlund. Geodætisk Instituts Publikationer VII. København 1944.

Básendar [höfn] 1736

Básenra 1726

Básendahöfn 1726.

Bosand og Kieblevigs Havner udi Island OphavBech, Hans Christian – Søkort.
Emne; Island, Syd Vest Bosand Keflavík.
Lokalitet; Island.
Årstallet er rettet til 1736 – Hans Christian Bech 1726.

Grindavík [höfn] 1751

Grindavík 1751

Grindavíkurhöfn 1751.

Grindevigs havn udi Island, Hans Christian Klog, Christoph – Søkort.
Emne; Island, Syd Vest Grindevig Grindavik.
Lokalitet; Island.
KommentarKoloreret håndtegning H[ans] C[hristian] B[ech] an: 1751 tegnet af Christoph Klog.

Heimild:
-http://www5.kb.dk/maps/kortsa/2012/jul/kortatlas/subject341/da?sort=creator_ssi+asc%2C+score+desc%2C+cobject_random_number_dbsi+desc

Reykjanesskagi 8844.

Reykjanesskagi 1844.

17. júni

Á RÚV þjóðhátíðardaginn 17. júní 2024 mátti lesa eftirfarandi um fyrsta þjóðhátíðardaginn 1874, eða fyrir um 150 árum. Hér er og bætt um betur. Hlustið sérstaklega eftir duldu ljóði Magnúsar Þórs Sigmarssonar!:

150 ár frá fyrstu þjóðhátíð á Íslandi

Þingvellir

Þjóðhátíðin á Þingvöllum 5.-7. ágúst 1874. Skreyttur ræðustóll með fánum og mannfjöldi í kring.
Úr „Illustrated London News“ 1874. Birtist í bókinni „Þjóðhátíðin 1874“ eftir Brynleif Tobíasson. – Ókunnur höfundur.

Á þessu ári eru 150 ár frá þjóðhátíðinni 1874, fyrstu þjóðhátíð á Íslandi, sem haldin var í tilefni af 1000 ára afmæli Íslands byggðar. Kristján IX Danakonungur heimsótti Ísland og þjóðsöngurinn „Ó, Guð vors lands“ var saminn fyrir þessa hátíð.

Íslands þúsund ár
Ákveðið var að sérstök hátíðaguðsþjónusta skyldi fara fram í öllum aðalkirkjum landsins 2. ágúst 1874, en þann dag átti þjóðhátíðin að hefjast. Pétur Pétursson biskup valdi sjálfur messutextann og tók hann úr Davíðssálmi nr.90.

Pétur Pétursson

Pétur Pétursson, biskup.

Drottinn, þú varst vort athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og þú tilbjóst jörðina og heiminn, já, frá eilífð til eilífðar ertu guð. Þú gjörðir manninn að dufti og segir: „Komið aftur, þér mannanna börn!“ því þúsund ár eru fyrir þínum augum sem dagurinn í gær, þá hann er liðinn, og eins og næturvaka.

Textinn var reyndar nokkuð lengri, en það var þetta upphaf hans sem hafði þau áhrif á Matthías Jochumsson að hann orti ljóðið „Ó, Guð vors lands“ í nóvember 1873 þegar hann dvaldist í Edinborg í Skotlandi hjá tónlistarmanninum Sveinbirni Sveinbjörnssyni sem þar var búsettur. Í viðkvæði ljóðsins koma einmitt fyrir orðin „Íslands þúsund ár“. Sveinbjörn samdi svo lag við ljóðið vorið 1874.

Ekkert íslenskt lag til?

Kristján IX

Kristján IX. Danakonungur.

Kristján IX var fyrstur Danakonunga til þess að sækja Íslands heim. Freigáta hans, Jylland, sigldi inn á Reykjavíkurhöfn 30. júlí 1874. Fagurskreyttur heiðursbogi hafði verið reistur á bryggjunni og fjöldi fólks flykktist niður í fjöru og safnaðist í kringum bryggjuna, nokkrar þúsundir manna samkvæmt blaðinu Víkverja. Kór undir stjórn Jónasar Helgasonar söng kvæðið „Velkominn yfir Íslands sæ“ sem Matthías Jochumsson hafði ort af þessu tilefni. Einnig var sungið „Eldgamla Ísafold“, en bæði kvæðin voru sungin við erlend lög. Konungur spurði þá hvort kórinn gæti ekki sungið fyrir sig íslenskt kvæði við íslenskt lag. Jónas svaraði vandræðalega að ekkert slíkt lag væri til, en landshöfðingi benti honum á að hann sjálfur, Jónas, hefði fyrir skömmu samið lag við ljóðið „Minni Ingólfs“ sem Matthías Jochumsson hafði einnig ort í Edinborg árið áður. Var það þá sungið fyrir konunginn, enda átti kvæðið vel við hátíðina þar sem það lýsir landnámi Ingólfs Arnarsonar.

Með frelsiskrá í föðurhendi

Kristján IX

Kristján IX – stytta framan við Stjórnarráðið.

Í tilefni af 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar hafði Kristján níundi gefið út sérstaka stjórnarskrá fyrir Ísland í febrúar 1874. Íslendingar voru misánægðir með þessa afmælisgjöf. Sumum þóttu réttarbæturnar í henni vera alltof litlar. Aðrir, eins og sjálfstæðisbaráttumaðurinn Jón Sigurðsson, létu í ljós þá skoðun að stjórnarskráin væri að vísu gölluð, en eigi að síður spor í rétta átt. Matthías Jochumsson orti um stjórnarskrána: „Með frelsisskrá í föðurhendi/ þig fyrstan konung Guð oss sendi.“ Styttan af Kristjáni IX sem stendur fyrir framan stjórnarráðshúsið í Reykjavík sýnir konung rétta fram stjórnarskrána á táknrænan hátt. Dagana sem Kristján konungur dvaldist hér á landi mátti stundum sjá hann á gangi í Reykjavík. Hann þótti alþýðlegur og blátt áfram í framgöngu, spjallaði meðal annars við konu sem var að sækja vatn, og gaf henni tveggja króna pening.

Sungin í verbúðum og á smalaþúfum

Ísland

Hversdagsleikinn á Íslandi í kringum aldamótin 1900.

Söngurinn „Ó, Guð vors lands“ var frumfluttur að konungi viðstöddum við hátíðamessuna í Dómkirkjunni 2. ágúst 1874. Amerískur fréttaritari, Bayard Taylor, lýsti í fréttapistli sínum hrifningu sinni af söngnum og sagði að augu margra í Dómkirkjunni hefðu fyllst tárum. Seinna um daginn var haldin útihátíð á Öskjuhlíð og 5.-7. ágúst var þjóðhátíð haldin á Þingvöllum. Skáldin Matthías Jochumsson og Steingrímur Thorsteinsson höfðu ort mörg kvæði sem sungin voru við hátíðahöldin. Á þessum tíma var Kristleifur Þorsteinsson 13 ára gamall unglingur í Borgarfirði, en hann segir:

Matthías Jockumsson

Matthías Jockumsson.

Það var eins og áður óþekktur fögnuður og samúð bærist frá manni til manns þetta þjóðhátíðarsumar. Kvæði Matthíasar og Steingríms voru sérprentuð og bárust út um byggðir landsins. Urðu þau á hvers manns vörum, og lögin við þau lærðu allir sönghæfir menn. Mátti segja að ómur þessara kvæða bærist frá hafi til heiða. Þau voru sungin á heimilum, í veislum, í verbúðum, ferðamannatjöldum, leitarmannaskálum og á smalaþúfum.

Þjóðhátíðin á þingvöllum 1874 var haldin á Þingvöllum til að fagna 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar.

Þjóðhátíðarinnar var minnst á Suðurnesjum eins og víðast annars staðar á landinu.
Í tilefni þessa var reistur minnisvarði við kirkjuna í Innri-Njarðvík árið 1974, en á þeim stað héldu fjórir innstu hreppar Gullbringusýslu þjóðhátíð sína dagana 15.-16. ágúst 1874.

Alþingi

Frá því að Alþingi var lagt niður á Þingvöllum 1798 hafa Íslendingar haldið sex miklar hátíðir á Þingvöllum. Árið 1874 var þjóðhátíð haldin á Þingvöllum til að fagna 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar. Af því tilefni afhenti Kristján IX. Íslendingum fyrstu stjórnarskrána en samkvæmt henni fékk Alþingi takmarkað löggjafararvald og fjárforræði. Íslendingar fjölmenntu til Þingvalla til að verða vitni að atburði sem markaði þáttaskil í sjálfstæðisbaráttunni. Prentmynd af Illustrated London News 29. ágúst 1874. Frá Þjóðhátiðinni á Þingvöllum 1874. Danakonungi flutt ávarp.

Áki Gränz og Ingvar Jóhannsson sáu um framkvæmdina að tilhlutan Byggðasafnsnefndar og hreppsnefndar Njarðvíkur.

Meðal gesta á þjóðhátíð okkar Íslendinga á Þingvöllum 1874 var bandarískur blaðamaður, Hays að nafni, frá blaðinu New York Herald. Hann hitti Kristján konung IX. sem dvaldi í landshöfðingjabústaðnum (nú Stjórnarráðshúsinu) í Reykjavík. Óskaði hann eftir því að fá að hafa nokkur orð eftir konungi um þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar og hátíðarhöldin.

Konungur svaraði: „Það er mjer kunnugt, að blað yðar er víðfrægt mjög sakir framtakssemi þess og skörungskapar, enda þykir mjer, sem þjer sýnið mjer of mikla kurteisi, með því þjer ætlið að heimurinn hirði um að heyra mína skoðun í svo víðlendu blaði.“

Frá þessu greindi fréttablaðið Þjóðólfur 2. nóv. 1874. Svona gátu kóngar verið hógværir i gamla daga. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar …

Þjóðsöngur Íslendinga

Þjóðsöngur Íslendinga, lofsöngurinn Ó, guð vors lands, er upphaflega ortur sem sálmur og saminn í tilefni af þjóðhátíð sem haldin var á Íslandi árið 1874 til að minnast þúsund ára byggðar í landinu. Messur voru þá sungnar um allt land og í prédikun lagt út af 90. sálmi Davíðs, 1.-4. og 12.-17. versi, samkvæmt ákvörðun biskups. Varð sá texti kveikjan að lofsöngnum sem þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson (1835-1920) orti í Bretlandi veturinn 1873-74. Hann er eitt af ástsælustu ljóðskáldum Íslendinga. Höfundur lagsins var Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld (1847-1926) sem fyrstur Íslendinga gerði tónlistariðkun að ævistarfi sínu. Hann var lengst af búsettur í Edinborg og samdi þar lagið við lofsöng Matthíasar.

Reykjavík 1874

Eldra fólk hélt að Ragnarök væru runnin upp þegar skotið var úr fallbyssum skipanna 1874.

Meðan fullveldið átti enn langt í land var enginn þjóðsöngur til í venjulegum skilningi. Ó, guð vors lands var þó oft sungið opinberlega á síðasta fjórðungi 19. aldar og á tímabilinu frá heimastjórn til fullveldis, 1904-1918, ávann það sér hefð sem þjóðsöngur. Á fullveldisdaginn var það leikið sem þjóðsöngur Íslendinga og hefur verið það ætíð síðan. Kvæðið er þó fremur sálmur en ættjarðarljóð og lagið nær yfir svo vítt tónsvið að ekki er á færi alls þorra manna að syngja það. Íslendingar setja það þó lítt fyrir sig og ekkert ættjarðarljóð, þótt auðveldara sé í flutningi, hefur þokað Ó, guð vors lands úr sessi þjóðsöngs. Það hefur jafnvel hlotið þeim mun meiri helgi sem því hefur síður verið slitið út hversdagslega. Þjóðin ber lotningu fyrir háleitum skáldskap Matthíasar og hið hátíðlega og hrífandi lag er Íslendingum hjartfólgið.

Þjóðkirkjan 1874

Þjóðkirkjan 1874 – mbls. 02.08.1924. Lofsöngurinn var frumfluttur við hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst 1874 að viðstöddum Kristjáni IX. sem kom til landsins á þjóðhátíðina og varð þar með fyrstur ríkjandi konunga til að sækja landið heim. Hann færði þjóðinni stjórnarskrá. Var sá áfangi einn af hinum merkustu í endurheimt sjálfstæðis sem glataðist 1262-64, undanfari heimastjórnar 1904, fullveldis 1918 og loks stofnunar lýðveldis 17. júní 1944. 

Íslenska ríkið eignaðist höfundarrétt að laginu árið 1948 og að ljóðinu árið 1949. Forsætisráðuneytið fer með umráð hans. Árið 1983 voru sett lög um þjóðsöng Íslendinga, nr. 7/1983. Samkvæmt þeim má ekki flytja eða birta þjóðsönginn í annarri mynd en hinni upprunalegu. Auk þess leggja þau bann við því að hann sé á nokkurn hátt nýttur í viðskipta- eða auglýsingaskyni.

Saga þjóðsöngsins

Þjóðsöngur Íslendinga, lofsöngurinn Ó, guð vors lands, er upphaflega sálmur, ortur við sérstakt tækifæri, og mun hvorki höfundi ljóðs né lags hafa hugkvæmzt, að úr yrði þjóðsöngur, enda leið meira en mannsaldur, áður en svo varð.

Árið 1874 voru talin 1000 ár liðin frá því, er Norðmaðurinn Ingólfur Arnarson nam fyrstur manna land á Íslandi. Voru það sumar hátíðahöld um gjörvallt land af þessu tilefni, en aðal-þjóðhátíðin fór fram á Þingvöllum og í Reykjavík. Fyrir þessa hátíð var lofsöngurinn ortur, sbr. orðin „Íslands þúsund ár“, sem fyrir koma í öllum þremur erindum, og heitið á frumútgáfu kvæðis og lags (Rvík 1874) er: Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára.

Skv. konungsúrskurði frá 8. sept. 1873 skyldi haldin opinber guðsþjónusta í öllum íslenzkum kirkjum til að minnast þúsund ára byggðar Íslands sumarið 1874, og átti biskupinn yfir Íslandi að kveða nánar á um messudag og ræðutexta.

Þjóðsöngur

Skjöldur utan 15 London Street, Edinburgh, Scotland. Árið 1974 lét Menntamálaráðuneytið koma fyrir minningartöflum að London Street 15 í Edinborg, sú fyrri er á íslensku og á henni stendur: „Íslenski þjóðsöngurinn, “Ó, Guð vors lands” lagið og hluti ljóðsins var saminn í þessu húsi árið 1874 af Sveinbirni Sveinbjörnssyni og Matthíasi Jochumssyni“ .“ Frumkvæðið að því að koma fyrir töflunum átti dr. Símon Jóhannes Ágústsson, sem ritaði ráðuneytinu um málið, en sendiráð Íslands í Lundúnum og aðalræðismaðurinn í Edinborg aðstoðuðu við framkvæmd þess. Tvennt er athugavert við textann á töflunum, í fyrsta lagi er á þeim báðum staðhæft að lag og ljóð hafi verið samið 1874 en í æviminningum Matthíasar kemur fram að það hafi verið veturinn 1873-1874, í öðru lagi er misræmi á milli þeirra eftir tungumálum, á íslensku útgáfunni er staðhæft að ljóðið hafi að hluta til verið samið í húsinu sem er rétt en á þeirri ensku er staðhæft að það hafi verið samið þar sem er rangt, en síðari versin voru samin í Lundúnum.

Sama haust lét biskupinn, dr. Pétur Pétursson, boð út ganga þess efnis, að messudagurinn yrði 2. ágúst og ræðutextinn 90. sálmur Davíðs, l.-4. og 12.-17. vers. Þessi ákvörðun um hátíðarmessu olli því, að þjóðsöngurinn íslenzki varð til, og textavalið réð kveikju hans.

Um sama leyti og biskupsbréfið var birt, hélt í þriðju utanför sína (af ellefu alls) séra Matthías Jochumsson (1835-1920). Hann var sonur fátækra, barnmargra bóndahjóna og hafði því farið gamall í skóla, kostaður af fólki, sem hrifizt hafði af gáfum hans. Hann hafði lokið guðfræðiprófi í Reykjavík og gerzt klerkur í rýru brauði þar í grennd (í Móum á Kjalarnesi 1867), en sagt af sér prestskap þetta haust, 1873, er hann átti enn í hugarstríði eftir að hafa misst nýlega aðra konu sína, auk þess sem hann háði þá sem oft endranær framan af ævi innri trúarbaráttu. Á næstu árum gerðist hann ritstjóri Þjóðólfs (1874-80), tók síðan aftur við prestsþjónustu í mikils háttar prestaköllum (í Odda á Rangárvöllum til 1887, síðan á Akureyri) og gegndi þeim til aldamóta, er hann hlaut fyrstur Íslendinga skáldalaun frá Alþingi, sem hann naut tvo síðustu áratugi ævinnar.

Kvæðið er ort í Bretlandi veturinn 1873-74, fyrsta erindið í Edinborg, en tvö síðari erindin í Lundúnum, og fannst Matthíasi sjálfum aldrei mikið til þeirra koma. Á þeim tíma var aðeins áratugur liðinn frá því, er hann hafði vakið athygli þjóðarinnar á skáldskap sínum, og enn leið áratugur, þar til út kom sérstök ljóðabók eftir hann.

Höfundur lagsins, Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1926), átti ólík örlög Matthíasi, var sonur eins af æðstu embættismönnum þjóðarinnar, Þórðar Sveinbjörnssonar dómstjóra við landsyfirréttinn, og ól mestan aldur sinn erlendis. Hann var guðfræðingur, en gerði síðan fyrstur Íslendinga tónlistariðkan að ævistarfi sínu. Hann hafði lokið 5 ára tónlistarnámi í Kaupmannahöfn, Edinborg og Leipzig og var rétt setztur að sem hljómlistarkennari og píanóleikari í Edinborg, þegar Matthías kom þangað haustið 1873 og bjó þar hjá honum, því að þeir voru skólabræður, þótt aldursmunur væri 12 ár. Þegar Matthías hafði ort þarna upphafserindi lofsöngsins, sýndi hann það Sveinbirni og segir svo frá þessu í Söguköflum af sjálfum sér: „Sveinbjörn athugaði vandlega textann, en kvaðst ekki treysta sér að búa til lag við; fór svo, að ég um veturinn sendi honum aftur og aftur eggjan og áskorun að reyna sig á sálminum. Og loks kom lagið um vorið og náði nauðlega heim fyrir þjóðhátíðina.“ –

Þjóðsöngur

Skjöldurinn við inngang 15 London Street, Edenburg, Scotland.

Sveinbjörn var síðan búsettur í Edinborg, nema hvað hann átti heima 8 síðustu æviárin í Winnipeg, Reykjavík og Kaupmannahöfn, þar sem hann lézt, sitjandi við píanó sitt. En allt frá því, er hann samdi lagið við „Ó, guð vors lands“, 27 ára gamall, hélt hann áfram margs háttar tónsmíðum alla ævi, og eru þeirra á meðal ýmis ágæt lög við íslenzk ljóð, þótt lengstum væri hann í litlum tengslum við þjóð sína og yrði öllu fyrr kunnur sem tónskáld í dvalarlandi sínu en föðurlandi. Samt eru tónverk hans fremur samin í norrænum anda en engilsaxneskum. Og í fámennum flokki íslenzkra tónskálda er hann bæði meðal brautryðjenda og meðal þeirra, sem hæst ber.

Lofsöngurinn virðist þó ekki hafa vakið sérstaka athygli, hvorki ljóð né lag, er hann var fluttur í fyrsta sinn af blönduðum kór við þrjár hátíðaguðsþjónustur í dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst 1874. Þann dag voru og sungin í Reykjavík 7 minni, sem Matthías hafði ort að beiðni hátíðarnefndar, flest á einum degi – svo hraðkvæður gat hann verið. En lofsöngurinn er meðal þess fáa, sem hann orti fyrir þjóðhátíðina af eigin hvötum.

Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Meðan fullveldið átti enn langt í land, var ekki um að ræða neinn þjóðsöng í venjulegum skilningi. En þegar Íslendingar sungu fyrir minni ættjarðarinnar, skipaði þar öndvegis-sessinn á 18. öld og fram yfir aldamót „Eldgamla Ísafold“ eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841; ort í Kaupmannahöfn, sennil. 1808-09). En tvennt olli því, að það gat ekki orðið þjóðsöngur, þrátt fyrir almennar vinsældir. Annað var, að heimþrá fær þar útrás í snuprum í garð dvalarlandsins, nema í fyrsta og síðasta erindi, sem voru og oftast sungin. En einkum var hitt, að það var sungið undir lagi enska þjóðsöngsins (þótt upphaflega muni það samið við lag eftir Du Puy).

Á síðasta fjórðungi 19. aldar var Ó, guð vors lands oft sungið opinberlega af söngfélögum. En það var ekki fyrr en á tímabilinu frá heimastjórn til fullveldis, milli 1904 og 1918, sem það ávann sér hefð sem þjóðsöngur. Við fullveldistökuna var það leikið sem þjóðsöngur Íslendinga og hefur verið það ætíð síðan. – Íslenzka ríkið varð eigandi höfundarréttar að laginu – sem áður hafði verið í eigu dansks útgáfufyrirtækis – árið 1948 og að ljóðinu 1949.

Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Heyra Þjóðsönginn.

Óneitanlega er samt annmarka á þessu að finna sem þjóðsöng. Íslendingar setja það að vísu lítt fyrir sig, að kvæðið er fremur sálmur en ættjarðarljóð. En lagið nær yfir svo vítt tónsvið, að ekki er á færi alls þorra manna að syngja það. Almenningur grípur því oft til annarra ættjarðarljóða til að minnast lands síns, og er þar á síðustu áratugum einkum að nefna „Íslandsvísur“ („Ég vil elska mitt land“) eftir Jón Trausta (skáldheiti Guðmundar Magnússonar, 1873-1918) undir lagi eftir séra Bjarna Þorsteinsson (1861-1938) og „Ísland ögrum skorið“, erindi úr kvæði eftir Eggert Ólafsson (1726-68), lagið eftir Sigvalda Kaldalóns (1881-1946). En hvorki hafa þessi lög né önnur þokað „Ó, guð vors lands“ úr þjóðsöngs-sessi.

Það hefur jafnvel hlotið þeim mun meiri helgi sem því hefur síður verið slitið út hversdagslega. Menn bera lotningu fyrir háleitum skáldskap kvæðisins – einkum fyrsta erindis, sem oftast er sungið eitt saman – og hið hátíðlega og hrífandi lag er Íslendingum hjartfólgið.

Eftir Steingrím J. Þorsteinsson. Áður birt í Ó, guð vors lands – þjóðsöngur Íslendinga útg. af forsætisráðuneyti 1957.

Bjarni Thorarensen

Bjarni Thorarensen.

Lofsöngur er sálmur eftir Matthías Jochumsson við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar samið fyrir þjóðhátíð í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Lag og ljóð voru frumflutt af blönduðum kór við hátíðarguðsþjónustu sem hófst klukkan 10:30 í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst 1874 sem Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára og var konungur Danmerkur (og þar með konungur Íslands), Kristján IX, viðstaddur þá athöfn.

Ljóðið öðlaðist í kjölfar þess vinsældir meðal almennings sem þjóðsöngur og var flutt sem slíkt við fullveldistökuna 1918, sú staða ljóðs og lags var svo fest í „lög um þjóðsöng Íslendinga“, sem voru samþykkt á Alþingi 8. mars 1983 og tóku gildi 25. mars sama ár.

Lýðveldisstofnun

Við fullveldistökuna árið 1918 var kvæði Matthíasar í fyrsta sinn flutt sem eiginlegur þjóðsöngur Íslands.

Áður var vísan Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen við lagið God Save the Queen oft sungin sem einhvers konar þjóðsöngur, en það þótti ekki hæfa að notast við sama lag og aðrar þjóðir nota við þjóðsöng sinn.

Lofsöngurinn gengur oftast undir heitinu Ó, Guð vors lands, sem er fyrsta ljóðlína hans og er það meðal annars notað sem heiti ljóðsins í lögum um þjóðsönginn, en er þó skrifað þar án kommu á eftir ó-inu.

Saga

Jón Trausti

Jón Trausti.

Gefinn var út konungsúrskurður þann 8. september 1873 þess efnis að opinber guðsþjónusta skyldi haldin í öllum kirkjum landsins í tilefni 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar sumarið 1874, og átti biskup Íslands samkvæmt honum að ákveða messudag og ræðutexta, Pétur Pétursson sem þá þjónaði sem biskup ákvað að messudagurinn skyldi vera 2. ágúst 1874 og að sálmurinn sem flytja skyldi væri 90. Davíðssálmur, 1.-4. og 12.-17. vers, og urðu þau vers innblástur Matthíasar Jochumssonar að Lofsöngnum:urðu þau vers innblástur Matthíasar Jochumssonar að lofsöngum [heimild vantar].

Drottinn, þú hefir verið oss athvarf
frá kyni til kyns.
Áður en fjöllin fæddust
og jörðin og heimurinn urðu til,
frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.
Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins
og segir: „Hverfið aftur, þér mannanna börn!“
Því að þúsund ár eru í þínum augum
sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn,
já, eins og næturvaka.

Steingrímur J. Þorstei nsson

Steingrímur J. Þorsteinsson.

Kenn oss að telja daga vora,
að vér megum öðlast viturt hjarta.
Snú þú aftur, Drottinn. Hversu lengi er þess að bíða,
að þú aumkist yfir þjóna þína?
Metta oss að morgni með miskunn þinni,
að vér megum fagna og gleðjast alla daga vora.
Veit oss gleði í stað daga þeirra, er þú hefir lægt oss,
ára þeirra, er vér höfum illt reynt.
Lát dáðir þínar birtast þjónum þínum
og dýrð þína börnum þeirra.
Hylli Drottins, Guðs vors, sé yfir oss,
styrk þú verk handa vorra.

Ljóðið var ort á Bretlandseyjum veturinn 1873-1874, fyrsta erindið á heimili Sveinbjörns Sveinbjörnssonar að London Street 15 í Edinborg árið 1873, þar sem Matthías dvaldi um hríð en annað og þriðja erindið í Lundúnum og segir Matthías svo frá yrkingu þess í sjálfsævisögu sinni, Sögukaflar af sjálfum mér, í kaflanum „Þriðja útförin mín“, undirkaflanum „Hjá kunningjum á Bretlandi“:

Gæsalappir

Brynjófur Tóbísarson

Brynjólfur Tóbísuarson.

„Ég bjó hjá Svb. Sveinbjörnsson tónskáldi, og vorum við skólabræður. Þá orti ég nokkur smákvæði, þar á meðal „Lýsti sól“, „Minni Ingólfs“ og þar bjó ég til byrjun lofsöngsins, „Ó, guð vors lands“. Sveinbjörn athugaði vandlega textann, en kvaðst ekki treysta sér til að búa til lag við; fór svo, að ég um veturinn sendi honum aftur og aftur eggjan og áskorun að reyna sig á sálminum. Og loks kom lagið um vorið og náði nauðlega heim um Þjóðhátíðina. Síðari versin tvö orti ég í Lundúnum, og hefur mér aldrei þótt mikið til þeirra koma.“
Brynjólfur Tóbíasson segir í bók sinni, Þjóðhátíðin 1874, þannig frá fyrsta flutningi Lofsöngsins: „Söngurinn í kirkjunni undir stjórn Péturs Guðjohnsen organleikara þótti áhrifamikill. Sálmar sem Helgi Hálfdánarson, síðar lektor, hafði ort við þetta tækifæri, voru sungnir. Og nú var í fyrsta sinn sunginn sálmur sr. Matthíasar Jochumssonar, er síðar var þjóðsöngur vor: Ó guð vors lands, undir hinu fagra lagi Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar, tónskálds. Hafði lofsöngur þessi djúp áhrif á marga þá, er hlýddu.“

Umræður um að skipta um þjóðsöng

Reglulega hefur sú hugmynd komið upp í þjóðfélagsumræðunni að skipta um þjóðsöng og hafa þá oft verið nefnd lögin Ísland er land þitt eftir Magnús Þór Sigmundsson við texta Margrétar Jónsdóttur og ljóð Eggerts Ólafssonar Ísland ögrum skorið við lag Sigvalda Kaldalóns og Öxar við ána, lag Helga Helgasonar við ljóð Steingríms Thorsteinssonar. Þjóðsöngurinn hefur einkum verið gagnrýndur fyrir að þykja torsunginn; að vera of langur, en iðulega þarf að auka spilunarhraða lagsins eða stytta það, oftast niður í fyrsta erindið, við alþjóðlega kappleiki og aðrar þjóðlegar samkomur; fyrir að vera torskilinn og að lokum fyrir að fjalla aðallega um Guð kristinna manna.

Kristján IX

Skjaldarmerki Kristáns IX, á Alþingishúsinu.

Árið 1996 (121. löggjafarþing, 35. mál) var lögð fram þingsályktunartillaga um „endurskoðun á lögum um þjóðsöng Íslendinga“ og m.a. lagt til að taka upp annan þjóðsöng ásamt lofsöngnum og hafa þá tvo þjóðsöngva (líkt og t.d. Nýja Sjáland hefur gert), tillagan var felld.

Þann 8. nóvember 2004 (131. löggjafarþing, 279. mál) lögðu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr Norðausturkjördæmi, Sigríður Ingvarsdóttir og Hilmar Gunnlaugsson fram þingsályktunartillögu þess efnis að kannað yrði hvort rétt væri að skipta um þjóðsöng, „með það fyrir augum að taka upp nýjan þjóðsöng sem væri auðveldari í flutningi og hentaði betur til almennrar notkunar, svo sem í skólum, á íþróttakappleikjum og við önnur svipuð tækifæri.“ Þau mæltu einkum með tveimur staðgenglum: ljóðinu Ísland ögrum skorið og laginu Ísland er land þitt. Fyrri umræða var haldin 16. nóvember 2004 og var ákveðið skv. atkvæðagreiðslu að halda henni áfram í síðari umræðu.

Lagaleg staða

Þjóðfáninn

Þjóðfáninn 17. júní.

„Lög um þjóðsöng Íslendinga“, þar sem söngurinn er nefndur „Ó Guð vors lands“, voru samþykkt á Alþingi 8. mars 1983 og tóku gildi 25. mars sama ár. Þar er m.a. staðhæft að hann sé eign íslensku þjóðarinnar, að hann skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu, að eigi sé heimilt að nota hann í viðskipta- eða auglýsingaskyni, að forsætisráðherra skuli skera úr um allan ágreining um rétta notkun hans og að forsætisráðuneytið fari með umráð yfir útgáfurétti hans. Forsetinn hefur svo vald til að setja nánari ákvæði um notkun hans með forsetaúrskurði ef þörf þykir.

Brot á lögunum vörðuðu upprunalega varðhaldi allt að 2 árum, en því var breytt með lögum nr. 82, 16. júní 1998. Eftir að þau tóku gildi varðaði brot á lögum um þjóðsöng Íslendinga fangelsisvist allt að 2 árum.

Ljóðið
Lofsöngurinn samanstendur af þremur erindum og er yfirleitt látið nægja að syngja það fyrsta við opinberar samkomur.

1. erindi
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

2. erindi
Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
Íslands þúsund ár
Íslands þúsund ár
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

3. erindi
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
Íslands þúsund ár
Íslands þúsund ár
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.

Heimildir:
-https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-06-17-150-ar-fra-fyrstu-thjodhatid-a-islandi-415076
-Þjóðsöngurinn – https://www.internet.is/aegiroh/island.htm
-https://is.wikipedia.org/wiki/Lofs%C3%B6ngur

17. júní

17. júní 2024.

Íslandskort

Samkvæmt Íslendingabók var Ísland fyrst numið af norskum og gelískum (skoskum og írskum) landnemum undir lok níundu aldar og á tíundu öld. Fornleifarannsóknir virðast staðfesta þessa frásögn í meginatriðum.

Íslandskort 1544

Íslandskort 1544.

Á Vísindavefnum má lesa eftirfarandi svar við spurningunni „Hver gaf Íslandi nafn?
„Ísland hefur gengið undir nokkrum nöfnum. Í fornöld, líklega einhvern tíma á árunum 330 til 320 f. Kr., sigldi gríski landkönnuður Pýþeas frá Massalíu og norður til Bretlandseyja. Í heimildum kemur fram að eftir að hann kom þangað hafi hann siglt í sex daga í norður og komið þá að landi sem var umlukið hafís. Nefndi hann landið Thule sem í fornu máli merkti oftast staður eða eyja. Sumir hallast að því að hann hafi í raun fundið Ísland en engar óyggjandi sannanir eru til fyrir því að um Ísland hafi verið að ræða. Á ýmsum kortum frá miðöldum er Ísland merkt sem Thule.

Íslandskort

Íslandskort 1548.

Fyrir hið eiginlega landnám Íslands bjuggu hér líklega írskir einsetumenn, kallaðir Papar, og hafa þeir án efa notað eitthvert nafn um landið sem þeir dvöldu á. Það nafn hefur þó ekki varðveist í heimildum.
Um miðja 9. öld kom landnámsmaðurinn Naddoddur til „Íslands“ sem samkvæmt hans vitneskju hét ekki neitt. Hann kom að landi í Reyðarfirði á Austurlandi og sá snæviþakin fjöll og gaf landinu nafnið Snæland.
Seinna kom hingað Garðar Svavarsson sem var sænskur maður að ætt. Hann nefndi landið upp á nýtt og kallaði það Garðarshólma, í höfuðið á sjálfum sér.

Íslandskort 1576

Íslandskort 1576.

Tilvist landsins í vestri spurðist út á vesturströnd Noregs og hélt Flóki Vilgerðarson, norskur maður, af stað til að finna landið. Flóki er betur þekktur sem Hrafna-Flóki en þjóðsagan segir að hann hafi notast við þrjá hrafna til þess að rata til landsins. Á leiðinni sleppti hann einum í senn til að vísa sér veginn. Sá fyrsti flaug til baka til Noregs en annar hrafninn flaug upp og settist niður á skipið aftur þar sem hann sá ekkert land. Sá þriðji flaug áfram og í átt að Íslandi, sem þá hét reyndar ekki Ísland.
Með Flóka í för voru meðal annarra bændurnir Þórólfur og Herjólfur. Þeir komu að landi í Vatnsfirði á Barðaströnd og var fjörðurinn fullur af veiðiskap. Svo mikil var veiðin að Hrafna-Flóki og menn hans gleymdu að heyja um sumarið með þeim afleiðingum að allar skepnur þeirra drápust um veturinn. Flóki gekk upp á fjall eitt í Vatnsfirði og sá þá ofan í annan fjörð, líklega Arnarfjörð, og var hann fullur af hafís.

Íslandskort

Íslandskort 1571.

Í 2. kafla Landnámu segir að eftir þetta hafi Hrafna-Flóki og menn hans nefnt landið Ísland. Hrafna-Flóki hafði litlar mætur á landinu. Í Landnámu segir að hann hafi siglt aftur til Noregs með mönnum sínum:
Og er menn spurðu af landinu, þá lét Flóki illa yfir, en Herjólfur sagði kost og löst af landinu, en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu, því er þeir höfðu fundið (Landnámabók, 2. kafli).
Samkvæmt Landnámu voru það því Hrafna-Flóki, Þórólfur og Herjólfur sem nefndu landið fyrst Ísland.“

Í raun og veru hefur „Íslandi“ aldrei verið gefið það eiginnafn. Á gelísku þýðir orðið „island“ eyja. Svo mun og vera á öðrum skyldum tungumálum. Þegar Flóki gekk upp á fjallið ofan Vatnsfjarðar uppgötvaði hann að land það er hann stóð á var „Eyja“ og nefndi það því nafni. Alla tíð síðan hafa „Íslendingar“ (Eyjafólkið) farið villu vega.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6729#
-Landnámabók.
-Forn Íslandskort. Sótt 10.1.2010.

Íslandskort

Íslandskort 1713.

Jón Sigurðsson

Í Fálkanum 1930 er rit er tileinkað var Alþingishátíðinni það ár. Í því er m.a. „Ávarp“ tileinkað Jóni Sigurðssyni:

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson – ávarpið í Fálkanum 1930. Jón fæddist 17. júní 1811. Hann lést á
heimili sínu í Kaupmannahöfn 7. desember 1879. 

„Þegar Íslendingar halda hátíðlega þúsund ára minningu elsta löggjafarþings heimsins, Alþingis, hlýtur hugurinn að hvarfla til liðinna tíma. Saga Alþingis er saga þjóðarinnar. Á Þingvelli var miðdepill þjóðlífsins og í gerðum Alþingis, góðum og vondum, endurspeglaðist ástand þjóðarinnar á hverjum tíma.
Mönnum er tamast að minnast hins fyrsta frœgðarskeiðs Alþingis, á söguöldinni. Þaðan eru glæslar minningar i hugum núlímamanna; þær minningar, sem sagan hefir varðveitt um liðnar aldir.
Menn tala síður um það tímabil, sem þá tók við — eftir að æðsta valdið var komið í hendur erlendum konungum. Og menn tala enn síður um hnignun Alþingis eftir að einveldi komst á, og þó allra síst um nótt Alþingis, fyrstu fjóra áratugi síðustu aldar, þegar „Alþing var horfið á braut“.
Af öllu því, sem vert er að minnast á þúsund ára hátíð Alþingis, er fyrst og fremst að minnasl þeirra manna, sem vjer eigum það að þakka, að við getum haldið þessa hátíð. Mannanna, sem endurvöklu Alþingi og mannanna, sem börðust fyrir því, að Alþingi Íslendinga yrði meira en nafn eða endurminning.

Jón Sigurðsson

Um aldamótin 1800 virðast sumir ráðandi Íslendingar vera því fegnir, að Alþingi skuli vera liðið undir lok í þeirri mynd er það síðast var þá, og orðið að dómstóli í Reykjavík. En sá skilningur ráðandi manna varð ekki nema stundarfyrirbrigði og hjá allri alþýðu manna mun, þrátt fyrir almenna örbyrgð og vesaldóm, Alþingi hafa lifað í meðvitundinni eins og áður. Benda til þessa líkur af því, sem fljótt skeði. Tæpum þrjátíu árum síðar koma Fjölnismenn til sögunnar og þeim tekst að sannfæra þjóðina um, að Alþingi verði að endurreisast. Jónas Hallgrímsson yrkir ljóðin, sem enn eru vinsælust allra, á tungu þjóðarinnar og Tómas Sæmundsson eggjar menn lögeggjan til þess að fá þá til að þora að hugsa.
Ingibjörg EinarsdóttirOg svo kemur Jón Sigurðsson, stjórnmálamaðurinn og sáir í þann akur, sem skáldið og hugsjónamennirnir höfðu plægt. Sá akur varð seinsprottinn — en hann spratt. Hinni óþreytandi elju Jóns Sigurðssonar eigum við komandi hátíðisdaga mest að þakka og hans minning verður að halda hæst á lofti á hinni miklu þjóðhátíð.
En lika minningu þeirra, sem hjeldu áfram verki hans fram á þennan dag, bæði lifandi manna og liðinna. Benedikts Sveinssonar, Hannesar Hafstein, Björns Jónssonar, Jóns Magnsonar, Bjarna frá Vogi og margra fleiri. Liðin saga Alþingis segir þjóðinni þann sannleika mestan, að ófriður í landi hefir jafnan verið fyrirboði hnignunar, en sameining til stórræða undanfari blómgunar i þjóðlífinu.

Reykjavík 1930

Oft hefir róstusamt verið í stjórnmálalífi þjóðarinnar og svo er nú. Alþingishátíðin ætti að gefa ráðandi mönnum þjóðarinnar tilefni til þess að minnast reynslunnar, og strengja þess heit, að berjast með göfugmensku og fyrir heill alþjóðar, svo að komandi áratugir bæru þess menjar, að íslensk þjóð gæti lært af regnslu.
Ef Alþingishátíðin gæti orðið friðarhátíð mundi þjóðin búa að því tugi ára eða jafnvel aldir. Ef allir Íslendingar koma á Alþingishátíðina með þann þögla eið í minni, að þeir skuli jafnan láta hag fósturjarðarinnar sitja fyrir sínum hag og sinna vina, að þeir skuli jafnan reka erindi sín í sama anda og þeir menn á liðnum öldum, er þjóðin telur nú bestu mennina og að þeir skuli umfram alt elska sannleikann.

Alþingishátíðin 1930

Alþingishátíðin 1930.

Öll við, sem nú lifum, höfum þá von um framtíð Íslands, að niðjar okkar halda síðar meir hátíðlegt 2000 ára afmæli elstu þingsins í heimi. — Árið 2.930.
—Það er á valdi okkar, sem lifum fyrir og eftir afmælið, sem nú fer í hönd, hvort minningarnar frá fyrri hluta 20. aldar verða jafndýmætar eftir þúsund ár, og okkur eru minningarnar frá því fyrir þúsund árum.
Þegar við komum á Þingvöll í lok næstu viku, verður flestum okkar reikað um þær hellur hraunbreiðunnar, sem talinn er sögulegasti staður Íslands, og heitir Lögberg. Þá ættu allir að minnast þeirra viðburða, sem eru að skapast. Því þeir verða lengsti kaflinn í sögu Alþingis 2.930.
Gleðilega hátíð!“

Heimild:
-Fálkinn, 25.26. tbl. Alþingishátíðin 21.06.12930 – Ávarp; Jón Sigurðsson, bls. 5.

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson og Þjóðfundurinn 1851.

Reykjanesviti

Í Lögréttu 1928 er m.a. fjallað um upphaf sögu „Íslenskra vita„:

Thorvald Haraldsen Krabbe

Thorvald Haraldsen Krabbe (21. júní 1876 – 16. maí 1953). Hann var danskur landsverkfræðingur fæddur í Frederiksberg. Faðir hans var Harald Krabbe læknir og dýrafræðingur.
Krabbe lauk námi í byggingarverkfræði 1900 og vann hjá dönsku járnbrautunum til 1902, þegar hann hóf vinnu hjá gasverki Valby og sá um byggingu götulýsingarkerfa. Árið 1906 var hann skipaður landsverkfræðingur á Íslandi. Í upphafi árs 1918 var embætti landsverkfræðings skipt í tvo hluta, embætti vegamálastjóra (Geir G. Zoega) og vitamálastjóra (Thorvald Krabbe) en frá þeim þróuðust stofnanirnar Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnamálaskrifstofan.

„Nú um áramótin er liðin hálf öld síðan farið var að starfrækja fyrsta vitann hjer á landi. En það var Reykjanesvitinn, sem fyrst var kveikt á 1. desember 1878. Í öll þau rösk þúsund ár, sem siglingar höfðu þá verið stundaðar hjer við land og milli landa var við engin leiðarljós að styðjast hjeðan úr landi, svo að sögur fari af. Annars staðar er vita snemma getið í sögum og sögnum, s.s. í Dionskviðu. En einhver fyrsta áreiðanleg vitneskja um vita, sem menn hafa, er um Pharoseyjarvitann egyptska, sem reistur var árið 331 fyrir Krists burð og stóð fram á 13. öld.

Á Norðurlöndum var fyrsti vitinn reistur um 1202 á Skáni. Annars er miklu fyr getið vita í gömlum sögum og lögum og er þá átt við bál, sem kynt vora til þess að gefa til kynna hernaðarhættu og liðsöfnun. Nú er orðið viti eingöngu látið tákna ljósmerki til siglingaleiðbeininga. Og saga vitanna er nú sem sagt orðin hjer hálfrar aldar saga og hefur þess verið minnst með því, að gefið var út vandað rit um vitana, samið af Th. Krabba, vitamálastjóra.

Vitarnir hafa haft mikið gildi fyrir siglingar og sjómennsku og bjargað mörgum mannslífum og mörgum skipum og gert siglingar allar öruggari og áhættuminni en þær vora áður. Enn vantar að vísu nokkuð á það, að vitakerfið nái umhverfis alt landið og sumar eyðurnar eru bagalegar og á hættulegum stöðum og margt stendur enn til bóta. En samt er það mikið verk og merkilegt, sem unnið hefur verið með því að koma upp á 50 árum, eða öllu heldur síðan um aldamót, öllu vita- og sjómerkjakerfi landsins.

En frá því um aldamót, eða síðan heimastjórnin komst á, hafa flestir vitarnir verið reistir, því eftir að Reykjanesvitanum var komið upp var lítið aðhafst í tuttugu ár. Það gekk ekki umyrðalaust að koma Reykjanesvitanum upp. Málinu var hreyft undir eins á fyrsta árinu eftir að fjárveitingavaldið var flutt heim hingað. Það voru þeir Halldór Kr. Friðriksson þingm. Reykvíkinga og Snorri Pálsson þingm. Akureyringa, sem fyrstir hófu máls á vitabyggingu.

ReykjanesvitiGekk síðan í alllöngu þjarki milli þingsins og stjórnarvaldanna í Kaupmannahöfn. Í einu brjefi sínu sagði flotamálastjórnin danska m. a. að vitabygging á Íslandi væri lítt nauðsynleg, því næturnar sjeu nægilega bjartar þann tíma ársins, sem siglingum sje haldið uppi, eða frá miðjum mars til 1. sept. en frá 1. desember til miðs mars sjeu venjulega engar siglingar við Ísland vegna óveðurs! Að lokum komst þó vitinn upp fyrir sameiginleg framlög danska ríkissjóðsins og landssjóðs Íslands. Hann var reistur undir stóm Rothe verkfræðings, en fyrsti vitavörðurinn var Arnbjörn Ólafsson. Síðan var vitanum breytt og nýr viti reistur síðar.

Reykjanesviti.Seint gengu frekari framkvæmdir í vitamálunum, þótt lítils háttar fjárveiting til þeirra stæði á fjárl. En einstakir menn höfðu áhuga á málunum og einn þeirra, Otto Wathne brautst í því að koma sjálfur upp vita á Dalatanga og fjekk einnig til þess styrk frá vitamálastjórn Dana. Í Engey var einnig allsnemma komið upp ljósvörðu, sem tendruð var, þegar póstskipa var von. Næstu vitarnir, sem komu sunnanlands, voru á Garðskaga og á Gróttu og var leifturviti, 12 metra hár, sá fyrsti hjer á landi, reistur á fyrri staðnum 1897. Það ár var einnig reistur viti í Skuggahverfinu í Reykjavík. Um aldamótin fóru sjómenn og útgerðarmenn að leggja aukna áherslu á kröfunar um fjölgun vita og fór nú vitunum að smáfjölga. Í Arnanesi og í Elliðaey voru vitar reistir 1902 fyrir forgöngu Hannesar Hafstein og L. H. Bjarmason. 1904 var fyrir tilmæli Hannesar Hafstein, skipuð nefnd fjögurra danskra sjóliðsforingja, til að gera tillögur um vitamálin og gerði hún ráð fyrir vitabyggingum fyrir 315 þús. kr. Árið 1906 var svo reistur Stórhöfðavitinn í Vestmannaeyjum, sem endurbættur var 1910.

LauranesvitiUpp úr þessu fer áhuginn á vitamálum að verða æ meiri og betra skipulag að komast á. Sýnir það nokkuð hvern hug menn höfðu á þessum málum, að á þingi 1907 hjelt Þórhallur biskup og fleiri því fram, að ekki mætti minna vera, en að 100 þúsund krónur færu árlega til vitanna. Nú fer líka hver vitabyggingin að reka aðra, fyrst meðan Páll Halldórsson var umsjónarmaður Faxaflóavitanna, en einkum eftir að Th. Krabbe varð umsjónarmaður 1909 og síðan vitamálastjóri 1918. Árið 1908 kom Dalatangavitinn og Siglunesvitinn, 1910 stór gasviti í Dyrhólaey, 1911 Rifstangavitinn, nyrsti viti landsins, 1912 Vattarnesvitinn, 1913 vitar á Bjargtöngum, Kálfhamarsnesi, Skagatá og Flatey á Skjálfanda, 1915 í Grímsey, Malarhorni og á Hólmavík, 1916 á Ingólfshöfða, 1917 á Malarrifi og í Bjarnarey, 1918 á Gerðatanga og á Akranesi og var notað í hann nýtísku gasljós.

Albert Þorvarðarson

Albert Þorvarðarson – síðasti vitavörðurinn í Gróttu; 17. ágúst 1896 – 12. júní 1970. Albert fæddist í Gróttu, og
voru foreldrar hans Guðrún
Jónsdóttir frá Morastöðum í
Kjós og Þorvarður Einarsson,
ættaður austan úr Skaftafellssýslu. Þorvarður var fyrsti vitavörður í Gróttu, og erfði Albert
embættið og gegndi því til dauðadags.

1919 voru reistir vitar á Straumnesi (þar sem Goðafoss hafði strandað) og í Selvogi. 1920 voru reistir vitar í Súgandafirði, Arnarfirði og 3 vitar í Eyjafirði og 1921 var reistur Gjögurvitinn við Reykjarfjörð og Sandgerðisvitinn og árið eftir voru reistir 9 vitar, en næstu 3 ár var ekkert fje veitt til vitabygginga, en þó vom reistir tveir vitar, Stafnesviti og Urðarviti 1925, en komu ekki í reikning fyr en 1926, en það ár vom aftur veittar 50 þús. kr. til vitabygginga og reistir 3 vitar við Breiðafjörð. Loks var svo í fyrra reistur Dyrhólavitinn og höfðu verið veittar til hans 160 þús. kr. og í sambandi við hann var á þessu ári settur nýr radíóviti. Í ár hefir einnig verið lögð út fyrsta ljósbaujan, á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð.

Það er þakkarvert og merkilegt verk, sem unnið hefur verið með stofnun allra þessara vita og viðhaldi þeirra, af stjórn og þingi, vitamálastjóra og vitavörðum.

Elsti vitavörður landsins er nú Þorvarður Einarsson á Gróttu, hefur verið þar síðan 1897. Sjerstakt skip er haft í ferðum milli vitanna til þess að flytja þeim nauðsynleg tæki og efni frá aðalstöðinni í Reykjavík.

Vitamálastjóri telur, að enn sje þörf mikilla bóta og nefnir t.d. að þörf sje landtökuvita með þokulúðri og radíóvita fyrir Austurland og einnig 10—12 radíóvita á útnesjum og 8—10 góða siglingavita á útnesjum norðan- og austanlands og marga þokulúðra, vita og ljós- og hljóðmerki innfjarða.

Væntanlega tekst enn að auka og bæta vitakerfið, landinu til gagns og sóma.“

Fálkinn

Í Fálkanum, Alþingsafmælisútgáfunni 1930 er einnig fjallað um sama efni undir fyrirsögninni „Vitarnir á Íslandi„:

„Sje litið á uppdrátt af Íslandi, þar sem sýnt er ljósmál helstu vita með ströndum fram, rekur maður augun í, að ljósmál vitanna nær víðast hvar saman, svo að ekki eru nema stuttar eyður á milli á einstöku stað. En samskonar uppdráttur frá 1898 sýnir, að þá var landið allt vitalaust, nema Reykjanes og með fram sjóleiðinni þaðan inn til Reykjavíkur. Og fyrir 52 árum var enginn viti til á landinu, þangað til Reykjanesvitinn var kveiktur, hinn 1. desember það ár. Þessi fyrsti viti landsins þótti hið mesta furðuverk á þeim tíma.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Þegar vitabyggingunni var fyrst hreyft á þingi voru sumir þingmenn á þeirri skoðun, að vitamálin væri eitt af sameiginlegu málunum við Dani og að flotamálastjórnin danska ætti að kosta hjer vitabyggingar. En því neituðu Danir, þó að flotamálastjórnin hins vegar væri landsjóði hjálpleg við framkvæmd vitabygginga fram eftir árunum og ljeti ljóstækin í Reykjanesvitann af hendi ókeypis. Vitinn var byggður úr höggnu grjóti, sem lagt var í kalk úr Esjunámunni.

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Stóð hann á Valahnúk, alveg fram á hamarbrún, áttstrend bygging rúmlega 6 metra há en hnúkurinn er 43 metra hár þar sem vitinn stóð. En þegar frá leið molnaði bergið svo mikið, að vitanum þótti hætta búin þar sem hann var. Því var ráðist í að byggja nýjan vita á Bæjarfelli, skammt frá gamla vitanum, árið 1907 og 20. mars árið eftir var kveikt á þessum vita í fyrsta sinn. Kostaði þessi viti nær 100.000 kr. og ljósmagn hans 23 sjómílur eða 4 sm. meira en hins eldri.

Eftir þetta verður langt hlje á vitabyggingum, nema hvað ljósmerki voru sett á stöku stað, en 1897 eru reistir vitar á Garðskaga og Grótíu og innsiglingarviti í Reykjavík. Sumarið 1902 eru svo reistir vitarnir á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp og Elliðaey á Breiðafirði. Á Stórhöfða var viti reistur 1906 en á Dalatanga og Siglunesi 1908. Við fyrrnefnda vitann var sett upp þokulúðursstöð 1918, hin eina fullkomna, sem til er á landinu.
VitarSíðan hefir vitum fjölgað svo á landinu að þeir eru nú 54 og er landtökuvitinn á Dyrhólaey þeirra stærstur og fullkomnastur. Var hann byggður 1927 og samsvarar ljósmagn hans 330.000 kertaljósum og sjást mundi hann úr 35 sjómílna fjarlægð, ef hæð hans yfir sjávarmál væri nægileg til þess. Kostaði hann rúm 160.000 kr. Árið eftir var hin fyrsti radíóviti settur upp á sama stað og er hann skipum að ómetanlegu gagni. — Ein ljósbauja hefir verið sett upp, á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð, en hafnar- og leiðarljós eru á 35 stöðum á landinu.

Reykjanes - viti

Yngri Reykjanesvitinn á Vatnsfelli.

Til þess að vitakerfið komist í gott horf er enn talið, að byggja þurfi landtökuvita og radíóvita á Austurlandi, 8—10 útnesjavita á Norður- og Austurlandi og fjölda vita á fjörðum inni.

Framan af var umsjón vitanna í höndum manna, sem gegndu öðru aðalstarfi, eða frá 1897, að Markús Bjarnason var skipaður umsjónarmaður og eftir hans dag Páll Halldórsson. En 1. jan. 1910 var Th. Krabbe landsverkfræðingur skipaður umsjónarmaður vitamála og fjórum árum siðar var vitamálaskrifstofan stofnuð og vitamálastjóraemhættið stofnað og tók Krabbe við því. Kemur hann manna mest við hafnar og vitamálasögu landsins og á því árabili, sem hann hefir haft stjórn vitamálanna lifir orðið gerbreyting á þeim.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – skjaldarmerki.

Samtímis því, að fyrst var kveikt á Reykjanesvitanum var farið að leggja vitagjald á þau skip, sem sigla við Ísland, að undanskildum skemmtiskipum, herskipum og íslenskum fiskiskipum, og var gjald þetta 40 aurar og 20 aurar á hverja smálest flutnings. Gjald þetta var lækkað árið eftir; náði það eingöngu til skipa, sem kæmi að vesturlandi og greiddu hærra gjaldið þau skip, sem komu að landi milli Reykjaness og Snæfellsness en lægra þau er komu milli Snæfellsness og Horns.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – uppdráttur ÓSÁ.

Frá ársbyrjun 1909 voru skip skylduð til þess að greiða vitagjald hvar sem þau kæmi að landinu, 20 aura á smál. og skemmtiskip ekki undanskilin, og var gjaldið hækkað í 25 aura og íslensk fiskiskip látin greiða það, er þau komu frá útlöndum. Árið 1917 var gjaldið hækkað upp í 40 aura en skemmtiskip greiddu 15 aura á smálest. Og 1920 var gjaldið hækkað upp í 1 krónu, fyrir almenn skip og 40 aura fyrir skemmtiskip. Loks bættist gengisviðaukinn við þetta gjald 1924.

Tilgangurinn með vitagjaldinu var auðvitað sá, að gera landinu kleyft að standa straum af viðhaldi vita þeirra, sem á hverjum tíma hafa verið starfræktir í landinu. Hefir það jafnan nægt til þessa, og jafnvel stundum líka til byggingar þeirra nýju vita, sem reistir voru á sama ári.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Vatnsfelli og Valahnúkar fjær.

Stundum hafa komið fram aðfinnslur um, að vitagjaldið væri of hátt, einkum í þeim árum, sem litið hefir verið byggt af vitum og skatturinn talinn einskonar gróðabragð ríkissjóðs. En þegar að er gáð hefir kostnaðurinn við vitana í sumum árum farið svo langt fram úr tekjunum, að eigi er að vita á hvorn bóginn hallast.

Hins vegar hefir vitakerfið orðið til þess, að gera færar hingað siglingar á þeim tíma árs, sem áður þótti ekki viðlit að sigla á strendur landsins. Og landsmenn fá beinlínis peninga í aðra hönd vegna vitabygginganna. Vátryggingargjöld skipanna hafa lækkað, ströndin fækkað, og í vátryggingargjaldinu sem sparast, safnast fljótt fúlga, sem um munar.“

Heimildir:
-Lögrétta, 54. tbl. 12.12.1928, Íslenskir vitar, bls. 2-3.
-Fálkinn, 25.-26. tbl., 21.06.1930, Vitarnir á Íslandi, bls. 30.
-https://timarit.is/files/57502337

Reykjanesviti

Reykjanesviti 1908.

Ísland

Nafngift Íslands er tengt nafni Jesú. Í gamal-írsku er það skrifað Ís(s)u, eða sá hvíti. Ísusland mun því hafa verið „landið hvíta„. Það hefur löngum vafist fyrir mönnum, bæði lærðum og leikum, hvers vegna þessu fallega landi var í upphafi valið svo kaldranalegt nafn. Það er ákveðin staðreynd, sem hefur sýnt sig og sannað í aldanna rás, að þeir, sem uppgötva ný lönd gefa þeim eitthvert nafn annaðhvort þegar þeir berja þau fyrst augum eða þegar þeir stíga fæti á fast land.

Landnám Íslands

Landnám Íslands – Samúel Eggertsson.

Þegar Leifur Eiríksson fór í sína landkönnunarferð í vesturátt, gaf hann öllum þeim löndum nafn er hann fann, ýmist þegar hann sá þau eða þegar hann hafði kynnt sér þau nánar og oftast var það tengt útliti eða landgæðum.
Í Landnámu er sagt frá að Naddoddur víkingur hafi fyrstur fundið landið og nefnt það Snæland, vegna þess að snær mikill hafi fallið á fjöll. Þetta er samsvarandi venjunni að gefa einhverju nafn eftir atburði, kostum eða göllum.
Næstur til þess að uppgötva landið er Garðar Svavarsson. Hann fer að ráði móður sinnar að leita Snælands og siglir umhverfis landið og uppgötvar að það er eyja. Þrátt fyrir að þá þegar sé búið að gefa landinu nafnið Snæland og Garðari sé kunnugt um það, er landinu gefið nafnið Garðarshólmur.

Íslandskort

Íslandskort (Nova et accurata Islandiæ delineatio) frá árinu 1670, gert af Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti. Fyrir neðan Íslandskortið er Lofkvæði til Kristjáns
konungs V, skrifað í fjóra dálka, á latínu, dönsku og íslensku með venjulegu letri og rúnaletri.
Efst á kortinu eru myndir af sjávardýrum og skjaldarmerki Íslands, sem er flattur þorskur borinn af tveimur fuglum, í hægra horni, þar fyrir neðan er titill. Í neðra horni vinstra megin
er skjöldur með táknmyndum og tileinkun til Kristjáns V Danakonungs. Kortið er á pappír (95 cm x 69 cm). Í handritaskrá Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 477 fol.) eru nefnd
fleiri kort með þessu sem ekki finnast lengur í safni Árna Magnússonar.

Það er einkennilegt, fyrst á annað borð þurfti að klína einhverju öðru nafni á landið, að ekkert annað hafi komið upp í hugann eftir alla þá stórkostlegu landfegurð og furður, sem hljóta að hafa borið fyrir augum, hringinn í kringum landið.
Næstur í röðinni er Hrafna-Flóki Vilgerðarson. Hann fer að leita að Garðarshólma, þannig að hann veit ekki aðeins um það nafn á landinu, heldur má líka gefa sér það að hann hafi vitað um nafnið Snæland. Hann kemur að landinu austanmegin, við Horn, alveg eins og Garðar Svavarsson og siglir vestur um Reykjanes og sér eins og Garðar hvar Snæfellsjökull blasir við í allri sinni dýrð og önnur kennileiti, sem verða á leið hans alla leið vestur í Vatnsfjörð við Barðaströnd.
Hann virðist hafa tekið land að sumri til, því sagt er að allt kvikfé þeirra hafi drepist um veturinn vegna heyleysis. Allan veturinn þrauka þeir og þrátt fyrir harðan vetur og að vorið varð líka kalt er það þá fyrst að Flóki gefur landinu nafn upp á nýtt og nefnir það Ísland. Hvílík andagift og hugljómun!

Eldborg

Eldborg í Svínahrauni.

Allt í einu uppljúkast augu hans fyrir fegurðinni, sem landið hefur upp á að bjóða. Þrátt fyrir fegurð Snæfellsjökuls og snjóþyngslanna í Vatnsfirðinum og nágrenni, sem hefðu getað gefið staðfestingu á nafninu Snæland, kemur hann með nafnið Ísland. Öllu réttara hefði verið nafnið Ísaland, fyrst honum ofbauð svona vetrarhörkurnar, eins og Ísafjörður hefur verið réttilega nefndur.
Fyrstu sagnir um byggð er allt frá fjórðu öld, ef ferðasaga Pýþeasar frá Marseille segir rétt frá að hann hafi rekist á fólk, sem nærst hafi á korni og hunangi, á eyjunni Thule. Næst er sagt frá því að heilagur Brendan hafi komið til Íslands, árið 548, eða Tílí eins og landið hafi verið nefnt af grískum sæfarendum.

Brendan

Heilagur Brendan frá Clonfert (um 484 e.Kr. – um 577) (írska: Naomh Bréanainn eða Naomh Breandán; latína: Brendanus; íslenska: (heilagur) Brandanus), einnig nefndur „Brendan moccu Altae“, kallaður „siglingamaðurinn“, „Veyagerinn“, „The Anchorite“ og „The Bold“, er einn af fyrstu írsku munkadýrlingunum og einn af tólf postulum Írlands.
Sæfarinn og dýrlingurinn Brendan var ábóti sem sigldi á húðbyrðingi (curragh) sínum til Færeyja og Íslands og jafnvel Azoreyjanna og Ameríku. Greint er frá ferðum hans í Navigatiohandritum sem eru nokkur að tali. Þeir sem hafa lesið þau eru ekki í vafa um að þar sé lýsing á eldgosi. Hvergi er um slík eldgos að ráða á Norðuratlantshafinu nema á Íslandi. Lýsingarnar af landsins forna fjanda, hafísnum, eru afar trúverðugar.

Hann hittir hér fyrir einsetumanninn Pól og hafði hann dvalið þarna í 60 ár. Einhverjir virðast hafa farið þarna á undan heilögum Brendan, því hann vissi af einsetumanninum og leitaði hann uppi. Þegar heilagur Brendan fer síðan aftur til Írlands er hann að sjálfsögðu hugfanginn af þessum nýja og í hans huga heilaga stað, sem er fullkominn til guðrækilegra íhugana og aðrir fylgja í kjölfarið. Það hefur verið friðsamasta og trúaðasta fólkið, ekki endilega einsetumenn, heldur allir þeir, sem vildu skapa sér og sínum friðsælt og öruggt athvarf því það voru á þessum tímum landlægar deilur milli ættflokka á Írlandi. Þannig hefur landið byggst á næstu árum af trúhneigðu, ötulu dugnaðarfólki, sem valið hefur sér búsetu í fyrstu meðfram Suðurlandinu en síðan haldið áfram vestur fyrir Reykjanes og allt Vesturland og Vestfirðina.
Það sem styður þessa kenningu, sem aðrir fræðimenn hafa löngum ýjað að, að hlyti að vera, er sú staðreynd að bæði Garðar Svavarsson og Flóki Vilgerðarson, koma að landinu við Horn en sigla áfram. Þrátt fyrir landgæðin, sem hljóta að hafa blasað við þeim, freista þeir ekki landgöngu fyrr en í öðru tilfellinu norður í Húsavík á Skjálfanda en í hinu í Vatnsfirði við Breiðafjörð. Það er alveg augljóst að þeir sæfarendur, sem eru með kvikfé um borð, þurfa við fyrsta tækifæri að endurnýja vatnsbirgðir sínar. Í dæminu með Flóka er ekki ýjað að því einu orði að landtaka hafi verið reynd fyrr en í Vatnsfirði. Fyrst hægt er í sögninni af ferð hans að tíunda að þeir hafi gleymt sér við veiðiskap og að kvikfé þeirra hafi drepist og vorið hafi verið kalt, hvers vegna ekki að segja frá landgöngu annars staðar þar sem augljós þörf hefur verið fyrir það?

Thule

Pýþeas (330-320 f. Kr.). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendurPýþeas (330-320). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendur í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í villu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?). í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í imagevillu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?).

Flóki var ekkert að flýta sér frá landinu, því það tók hann heilt ár að hafa sig burt. Hann hefur vetursetu í Borgarfirði en einn félaga hans, Herjólfur, verður viðskila við hann og tekst allslausum að þrauka heilan vetur í Hafnarfirði. Þegar loks þeir komast frá landinu hræðilega, Íslandi, og til Noregs lætur Flóki illa af landinu en félagar hans vel. Herjólfur segir kost og löst af landinu, sem vekur óneitanlega furðu, þarsem hann varð að hírast einn og allslaus allan seinni veturinn.
Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu. Eftir það var hann kallaður þórólfur smjör.
Það vekur óneitanlega furðu, að þeir félagar eru svo ósammála um landgæðin, sérstaklega ummæli Þórólfs. Það er ekki nóg, samkvæmt mínum skilningi, að land sé grösugt og afar gjöfult ef ekki fer saman landnýting og gæði. Auðvitað hafa þeir félagar notið gestrisni þess fólks sem fyrir var og þess vegna hafa þeir getað borið vitni um hversu gott væri að hafa búsetu í þessu gjöfula landi. Flóki og Þórólfur koma seinna til landsins og setjast hér að og virðast una sér vel eftir það.
Auður djúpúðga brýtur skip sitt við Víkarsskeið og hlýtur það að hafa verið um haustið eða hávetur. Þrátt fyrir það fer hún með alla skipshöfn sína, ekkert er tíundað að nokkur hafi farist, alla leið til Kjalarness þar sem hún veit af bróður sínum, Helga bjólu. Hvernig í ósköpunum veit hún hvar hún er stödd í ókunnu landi, þekkir ekkert til staðhátta en fer samt rakleiðis til Kjalarness? Samkvæmt sögunni gerir hún stuttan stans hjá bróður sínum, vegna þess að hann vildi bara taka við helming manna hennar. Hvert áttu hinir að fara? Var um aðra staði að ræða, sem gátu þá tekið við hinum? Auður djúpúðga heldur áfram, án þess að þiggja nokkurn beina, og nú alla leið vestur í Breiðafjörð til Bjarna austræna, hins bróður síns, og var vel tekið við henni þar. Allir vita hvernig veðurfar er á landinu að hausti til og um vetur, það að bjargast frá skipbroti og berjast áfram alla leið til Kjalarness frá Víkarsskeiði og þaðan til Breiðafjarðar er alveg lífsins ómögulegt án hjálpar og aðhlynningar. Þess hefur Auður djúpúðga notið af fólkinu sem fyrir var á þessari leið og það hefur leiðbeint henni til bræðra sinna.

Ameríka

Amerigo Vespucci (1454-1512). Hann var ítalskur og fyrstur manna til að gera sér ljóst að meginland Ameríku væri aðskilið frá Asíu. Ameríka var nefnd eftir honum 1507 þegar þýski kortagerðamaðurinn Martin Waldseemüller prentaði fyrsta kortið sem notaði nafnið Ameríka yfir Nýja heiminn. Í fyrsta leiðangri sínum frá Spáni 1499-1500 var Vespucci siglingafræðingur undir stjórn Alonso de Ojeda. Þeir uppgötvuðu mynni Amazonfljóts og Orinoco í Suður-Ameríku og töldu sig stadda í Asíu. Í öðrum leiðangri sínum 1501-1502 – og nú frá Portúgal – varð honum ljóst að Suður-Ameríka væri ekki hluti Asíu, heldur Nýr heimur.

Þetta furðulega nafn, Ísland, á jafnfallegu landi hefur jafnan vakið undrun. Málfræðilega væri réttara að kalla það Ísaland, ef það væri kennt við rekísa þá sem Hrafna-Flóki er talinn hafa séð ofan af fjalli. Mín kenning er að þetta sé rétt nafn, Ísland, og rétt skrifað, en að það sé, eins og aðrir fræðimenn hafa ýjað að, kennt við eitthvað guðdómlegt. Ennfremur er það staðföst trú mín að landinu hafi verið gefið þetta fallega nafn, Ísland, af heilögum Brendan þegar hann hitti hér fyrir einsetumanninn Pól. Það vafðist svolítið fyrir mér þetta nafn, Pól, vegna þess að engin góð skýring fannst á því í gelískri orðabók. Þar var “ poll“ sagt vera hola en svo fann ég svarið í gamal-írskri orðabók og hún var ósköp einföld, nafnið Pól þýddi Páll, þ.e. einsetumaðurinn hét, eða kallaði sig, í höfuðið á Páli postula, sem merkilegastur hefur verið af lærisveinum Jesús. Þannig tengist Páll postuli á einstakan hátt kristni- og landnámssögu Íslands.

Brendan

Brendan hittir Pól.

Heilagur Brendan varð svo snortinn af að hitta Pól á páskadag og sögum hans af 60 ára dvöl hans í þessu einstaka, fagra landi að hann fellur á kné og lýsir landið heilagt og nefnir það Ísland, eftir þeim sem hann vissi mestan í huga sínum, Jesú. Nafn Jesú er skrifað á gamal-írsku, Ís(s)u og þá virðist margt skýrast með nafn landsins, Ísland. Í gegnum aldirnar hafa menn viljað tengja Ísland við eitthvað heilagt án þess að geta skýrt það frekar nema þá helst að tengja nafnið við gyðjuna Ísis hjá Egyptum til forna.

Íslandskort

Thule á Íslandskorti fyrrum.

Ef nafnið Ísland er tengt við ís og kulda, hvers vegna er það þá ekki tengt því á öðrum tungumálum? T.d. á frönsku er nafnið Islande, sem hefur ekkert með ís eða kulda að gera. Á þýsku er nafnið Island, hvers vegna ekki Eisland, sem er rétt ef nafnið hefði frá upphafi verið kennt við rekís? Það er viss skýring á þessu. Írskir munkar og fræðimenn voru helstu kennarar við hirðir konunga á meginlandi Evrópu á fyrstu öldum fyrir landnám norrænna á Íslandi. Þeir hafa notað í sinni kennslu bæði nöfnin Thule eða Týli og Ísland en að sjálfsögðu hefur nafn landsins, sem hét eftir Jesú, verið ofar í huga og orðið fast í tungu Frakka og Þjóðverja.

Íslandskort

Íslandskort.

Hjá þessum þjóðum hefur ekkert verið hróflað við nafninu Ísland en aftur á móti hefur ríkt mikil óvissa hjá Englendingum hvað landið héti eða hvernig ætti að skrifa nafn þess. Á miðöldum er nafn Íslands í heimildum, eins og t.d. toll- og skipaskrám, ýmist skrifað, Iselande, Islond, Yslond, Yselondis, Izeland Ysland, Yslondes en í opinberum skjölum frá 14. öld er Ísland nefnt Islande. Þarna er ekkert verið að koma með seinni tíma orðskrípið Iceland, vegna þess að merking þess hefur ekki legið ljóst fyrir.

Hellir-kross

Krossmark í Seljalandshellum. Hellir undir Eyjafjöllum var manngerður að hluta fyrir landnám, það er um árið 800. Þetta sýnir rannsókn vestur-íslensks fornleifafræðings meðal annars á gjóskulögum við hellinn.

Það virðist vera að þegar Ari fróði skrifar Íslendingabók og þegar Landnáma er rituð, hugsanlega á 12. öld, hafi merking nafngiftar landsins verið á huldu. Hún hafi lifað meðal þeirra sem voru af írskum uppruna en merkingin, að kenna landið við Jesú, ekki hugnast þeim er röktu ættir sínar til hinna norrænu landnámsmanna.

Nafnið Ísland fékk að halda sér en það varð að finna aðra merkingu til þess að ekki væri hægt að rekja slóð til hinna raunverulegu fyrstu landnámsmanna, sem voru írskir einsetumenn og þeirra eftirfylgjendur. Það eru biskuparnir, Þorlákur og Ketill, ásamt Sæmundi fróða, sem ráða því að hlutur norrænna manna er talinn meiri í sögu landsins. Ari fróði sýndi þeim frumskrif sín, en varð að lúta vilja þeirra er honum finnst hann knúinn til þess að segja: „En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldur, er sannara reynist.“ Hann hefði ekki þurft að setja þetta inn, nema vegna þess að ekki var allt með felldu.
Það eru þeir, sem ráða því að tilbúningurinn um nafngift Hrafna-Flóka á landinu, heldur sér, en stenst engan veginn þegar grannt er skoðað. Nafngift Íslands er tengt nafni Jesú vegna þess að í gamal-írsku er það skrifað Ís(s)u.

Heimildir:
-Enskar heimildir um sögu Íslendinga á 15. og 16. öld eftir Björn Þorsteinsson.
-Frá árdögum íslenskrar þjóðar, eftir Arnór Sigurjónsson.
-Grúsk II, eftir Árna Óla. Íslendingasaga, eftir Jón Jóhannesson.
-Pýþeas og gátan um Thule, eftir Ian Whitaker.
-Old Irish reader, eftir Rudolf Thurneysen.
-https://rafjon.wordpress.com/saekonnudur/

-Úr grein eftir ÆGI GEIRDAL, Lesbók – laugardaginn 22. janúar, 2000.

Íslandskort

Gamalt Íslandskort.

Leifur Eiríksson

Víða hefur Leifi Eiríkssyni verið minnst sem fyrsta norræna landnámsmannsins í Ameríku. Af því tilefni hefur honum m.a. verið reist minnismerki á eftirtöldum stöðum, auk minnismerkja á Íslandi og í Noregi.

Kólumbus

Christofer Columbus – stytta á Rode Island.

Kristófer Kólumbus (1451–1506) var ítalskur landkönnuður og kaupmaður. Ferð hans til Nýja heimsins 1492 (sem hann áleit austurströnd Asíu og nefndi því Vestur-Indíur) var sögð fyrsta skjalfesta ferð Evrópubúa til Ameríku, eftir að norrænir menn höfðu gefið landnám þar upp á bátinn. Hún markaði upphafið að umfangsmiklu landnámi Evrópubúa vestanhafs.
Leifur Eiríksson, sonur Eiríks rauða. Eiríkur rauði Þorvaldsson (d. um 1006) var fyrstur til að nema land á Grænlandi. Eiríkur fæddist í Noregi og var sonur Þorvaldar Ásvaldssonar, en kallaður „rauði“ vegna hárlitarins. Þeir feðgar flæmdust frá Noregi vegna vígamála. Sigldu þeir þá til Íslands og nam Þorvaldur land á Dröngum á Ströndum. Íslendingasagan Eiríks saga rauða segir frá ævi hans.
Þegar vísbendingar um árangur Leifs Eriksons sem fyrsta Evrópumannsins til að ná ströndum Norður-Ameríku fundust um miðjan 1800, varð vakning um afrek þessa sporgöngumanns í framhaldinu voru minnisvarðar, styttur og brjóstmyndir, settar upp víðsvegar um Norður-Ameríku, hér á landi, í Grænlandi sem og í Noregi.

Leifur Eiríksson

Leifur „heppni“ tilgreindur í Hauksbók frá því á 13. öld í Sögu Eiríks rauða.

Norrænu sögurnar um uppgötvun Leifs á Ameríku voru þýddar á ensku árið 1838 og bandarískir innflytjendur uppgötvuðu í framhaldinu framlag Leifs Eiríksonar til sögunnar. Sögurnar náðu verulegum vinsældum meðal almennings á síðari hluta 19. aldar.
Fyrstu uppgötvanir víkingaskipsfundarins við Tune árið 1867, uppgötvun Gauksstaðaskipsins í kjölfarið árið 1880 sem og Osebergsskipsins árið 1903 gáfu uppgötvunum um ferðir Leifs Eiríksonar aukna athygli.

Leifur Eiríksson

Ferð Leifs um austurströnd Norður-Ameríku.

Leifur heppni Eiríksson (um 980—um 1020) var landkönnuður sem er sagður hafa komið til Norður-Ameríku fyrstur Evrópubúa. Talið er að Leifur hafi fæðst um árið 980 á Íslandi, sonur Eiríks rauða Þorvaldssonar og Þjóðhildar konu hans. Hann flutti með foreldrum sínum til Grænlands ungur að árum, ásamt bræðrum sínum, Þorvaldi og Þorsteini. Í Grænlendinga sögu segir frá því að Leifur keypti skip Bjarna Herjólfssonar sem hafði áður villst til Norður-Ameríku, en steig ekki á land.
Um árið 1000 sigldi Leifur frá Grænlandi og kom fyrst að Hellulandi

(líklega Baffinsland). Hann sigldi því næst sunnar og kemur nú að skógi vöxnu landi (Marklandi), líklega Labrador. Að lokum er talið að hann hafi komið til Nýfundnalands. Leifur nefndi það Vínland eftir að hann fann þar vínber. Einnig voru þar ár fullar af fiski og grasið grænt árið um kring. Á Vínlandi byggðu Leifur og fylgismenn hans nokkur hús og höfðust við yfir veturinn.

Flugstöð leifs Eiríkssonar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

Á heimleiðinni til Grænlands bjargaði Leifur 15 skipsbrotsmönnum af skeri og fékk upp úr því nafngiftina ‚hinn heppni‘.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er kennd við Leif heppna.
Í Bandaríkjunum er 9. október ár hvert kallaður Dagur Leifs Eiríkssonar, og er til að minnast Leifs heppna og landafunda norrænna manna í Vesturheimi. Stytturnar af Leifi má m.a. finna á eftirfarandi stöðum:

Los Angeles, Kalifornía

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Los Angeles.

Þessi virðing til norræna landkönnuðarins í Griffith Park er með stærri bronsbrjóstmynd af ungum Leifi Eiríksyni sem er settur upp á granítsúlu, um sjö fet á hæð. Hún var afhent borginni í október 1936 sem gjöf frá Nordic Civic League, einu af mörgum skandinavískum samtökum sem voru starfandi í Suður-Kaliforníu á þeim tíma.

Chicago, Illinois
Stytta Leifs Eiríkssonar í Humboldt Park var gefin af norska samfélaginu í norðvesturhluta Chicago árið 1901. Nicolay Grevstad útskýrði í Skandinaven í Chicago að Kólumbíusýningin 1892-1893 hefði verið innblástur hugmyndarinnar um minnismerkið. Þá var skipuð nefnd í þeim tilgangi á þeim tíma að minnast mætti landafundanna. Myndhöggvarinn var Sigvald Asbjornsen (Osló 1897 – Skokie, Illinois, 1954), bandarískur listamaður af norskum uppruna.

Boston, Massachusetts

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Boston.

Bronsstyttan í Massachusetts er af Leifi Eiríkssyni. Styttan er myndhögguð af Anne Whitney og reist meðal annars af norska fiðluleikaranum Ole Bull. Hún er staðsett á Commonwealth Avenue við Charlesgate East og varð það táknrænt samband milli Ameríku og Skandinavíu. Leifur er þar sagður „maður af líkamlegri fegurð og krafti, í búningi hins forna skandinavíska stríðsmanns“. Styttan er á stórum marmarastalli, með tveimur bronsmyndum á hliðunum. Styttan var gerð árið 1886 og afhjúpuð 29. október 1887.

Waltham, Massachusetts
Turninn við Norumbega Rd. á bökkum Charles River hefur að geyma styttu af Leifi Eiríkssyni í stuttri fjarlægð. Eben Norton Horsford, prófessor og áhugafornleifafræðingur, var sannfærður um að árið 1000 hafi Leifur Eiríksson siglt upp Charles-ána og byggt hús sitt þar sem nú er Cambridge, Mass.

Leifur Eiríksson

Minningarskjöldur á turninum við Norumbega.

Horsford gróf smá (bókstaflega) og fann nokkra grafna gripi sem hann fullyrti að væru norrænir. Á staðnum reisti hann minnisvarðann. Nokkrum kílómetrum uppstraums, við mynni Stony Brook (sem skilur að bæina Waltham og Weston), lét hann reisa turninn sem markar meinta staðsetningu víkingavirkis og borgar. Verk hans fengu lítinn stuðning frá almennum sagnfræðingum og fornleifafræðingum á tíma, og enn minna í dag.

Duluth, Minnesota
Minnisvarðinn í Duluth var gerður af John Karl Daniels árið 1956 og styrktur af norska samfélaginu árið 1956. Styttan er staðsett við Leif Erikson Park, 12th Ave. E og London Rd. Styttan var eftirlíking af styttunni af leifi í Boston.

St. Paul, Minnesota

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Minnisota.

13 feta bronsstuttan fyrir utan þinghúsið í Minnesota í St. Paul, Minn., sýnir Leif Eiríkson, sem margir telja að sé fyrsti Evrópumaðurinn til að ná til Norður-Ameríku aftur árið 1000. Styttan var vígð á Leif Erikson degi, okt. 9, 1949. Myndhöggvarinn var John K. Daniels.

New Rochelle, New York
Við inngang Hudson Park (staðsett við Hudson Park Rd. og Pelham Rd.) við hlið styttu af Kristófer Kólumbus, stendur stórt grjót með bronsplötu: „Til heiðurs Leif Eiricsson, norska víkingnum sem uppgötvaði Bandaríkjamann árið 1000. Minnismerkið var reist af Midnattsolen Lodge #263, Sons and Daughters of Norway, 9. október 1932.“

Brooklyn, New York

Leifur Eiríksson

Minnismerki um Leif Eiríksson í garði Leifs Eiríkssonar í new York.

Leif Ericson Park og Square í Bay Ridge, Brooklyn, N.Y. er 16 hektara almenningsgarður sem er vinsæll samkomustaður norræn-ameríska samfélagsins í New York. Hann er staðsettur á milli 66th og 67th Streets sem nær frá Fourth Avenue til Fort Hamilton Parkway. Leikvöllur nefndur eftir landkönnuðinum var opnaður árið 1936 á aðliggjandi lóð. „Leif Ericson Drive“ var endurnefnt árið 1969 af borgarstjórn til viðurkenningar fjölmenns samfélags íbúa Norðurlandanna í Bay Ridge.

Minot, Norður-Dakóta

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Minot.

Í suður af bænum Minot í Norður-Dakóta er nýjasta aðdráttarafl bæjarins, Scandinavian Heritage Park. Þar er um 230 ára gamalt hús frá Sigdal, Noregi; dönsk vindmylla; stytta og eilífur logi sem heiðrar fræga skandinavíska skíðamenn eins og Casper Oimoen og Sondre Norheim; og stytta af þessum fræga víkingaflakkara, Leifi Eiríkssyni. Bronsstytta er eftir Arlen Evenson frá Boundary Lake, N.D., og var afhjúpuð í Minot’s Scandinavian Heritage Park 12. október 1993. Framkvæmdin var styrkt af Íslenska minjafélaginu.

Cleveland, Ohio
Bronssteypan af Leifi Eiríkssyni í Ohio var gerð af Riverdog Foundry í Seattle, Washington. Fyrirmyndin var af heimsfrægri styttu af Leifi eftir myndhöggvarann August Werner árið 2001.

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Ohio.

Leikarar í Riverdog Foundry í Seattle, Washington, undir eftirliti Phillip Levine. Sjóðum safnað af Emilie Knud-Hansen, skipuleggjandi Leifs Ericson Þúsaldarnefnd Norðurstrandar Ameríku.
„Við vildum velja stað á vatninu sem myndi tákna allan lífsstíl víkingakönnuða sem hugnuðust ótrúlegar aðstæður á ótrúlegum bátum,“ sagði Emilie Knud-Hansen í tilefni af víxlunni.

Newport News, Virginía
Árið 1938 var í Newport News, Virginía, afhjúpuð 12 feta eftirlíking af Reykjavíkurstyttunni af leifi Eiríkssyni sem Þjóðardeild Íslands í Bandaríkjunum gaf Bandaríkjunum og sýnd var síðan á heimssýningunni í New York árið 1939.

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Newport.

Þótt öldungadeildarþingmaðurinn Warren G. Magnuson hafi síðar lagt til að styttan yrði flutt til Washington, D.C., til að horfa framhjá Potomac ánni, voru Íslendingadeildin og borgarar Newport News ánægðir með stöðu hennar á Sjóminjasafninu, þar sem hún er skoðuð árlega af þúsundum.
Mariner’s Museum í Newport News, Virginia er því með Leifs Eiríkssonar styttu, hannaða af Alexander Stirling Calder (amerískum myndhöggvara, 1870-1945) frá árinu 1938.

Seattle, Washington
Árið 1962 var 16 feta Leifs Eiríkssonar-stytta eftir August Werner reist við Shilshole Marina Bay í Ballard, Seattle, Wash. 2003. Seattle, Washington.

Leifur Eiríksson

Stytta Leifs Eiríkssonar við Shilshole Bay Marina í Seattle.

Þetta var önnur brjóstmyndin af Leif Erikson eftir August Werner. Hún var gefin til „Leifs Erikson-stúku sona Noregs í Ballard“ til heiðurs 100 ára afmæli þess af gefendunum Kristian Berg og Lillian Hagen.
Styttan var flutt á nýjan stað árið 2007 úr sýninu innanhúss í Sjóminjasafninu yfir í svæði utandyra á safnssvæðinu. Þar var hún umkringd rúnasteinum, sem bera nöfn skandinavískra innflytjenda. Jay Haavik, norsk-bandarískur listamaður á staðnum, hannaði grunninn og rúnasteinana.
Árið 2010 var fleiri innflytjendanöfnum bætt við rúnasteinana í kringum styttuna frá Seattle, sem gerði heildarfjöldann þá 1.767.
Árið 2014 var fimm hundruð níu nöfnum skandinavískra innflytjenda bætt við skjöldinn á botni Leifs Erikson styttunnar í Seattle, sem gerði heildarfjöldan þá 2.351 talsins.

Milwaukee, Wisconsin

Leifur Eiríksson

Stytta Leifs Eiríkssonar í Milwaukee.

Í Milwaukee, Wisconsin, er eftirlíking af Anne Whitney styttunni í Boston og var reist í Juneau Park, við Lake Michigan vatnið, í nóvember 1887, um tveimur vikum eftir að Boston styttan var reist. Að beiðni gjafa þess, frú Joseph Gilbert, var engin vígsluathöfn. Árið 2003 var lýsingu bætt við styttuna. Þetta var átak sona Noregs Fosselyngen Lodge, Milwaukee-sýslu og borgarinnar Milwaukee.

Chicago, Illinois
Styttan af leifi Eiríkssyni í Humboldt Park var gerð Sigvald Asbjornsen 1901 og innblásin af Kólumbíusýningunni og heimssýningunni 1893.

Reykjavík, Ísland
Árið 1930 var reist stytta af Leifi Eiríkssyni í Reykjavík á Ísland. Stytta er gerð af A. Sterling Calder og var gjöf frá Bandaríkjastjórn á Alþingishátíðinni til að minnast 1.000 ára afmælis Alþingis Íslands, elsta þings heims.

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti í Reykjavík.

Styttan var reist árið 1931 á Skólavörðuholti í Reykjavík.
Styttan var gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga á Alþingishátíðinni 1930. Myndhöggvarinn Alexander Stirling Calder gerði styttuna en
hann varð hlutskarpastur í samkeppni sem Bandaríkjastjórn efndi til árið 1929. Þegar styttan var gefin var tekið fram að hún kæmi til landsins sumarið 1931 og yrði þá vonandi fundinn viðeigandi staður. Sóttust Bandaríkjamenn eftir því að henni yrði valinn staður á Skólavörðuholti. Borgarstjóri samþykkti tillöguna í andstöðu við meirihluta borgarfulltrúa.

Eiríksstaðir, Ísland

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni við Eiríksstaði.

Við Eiríksstaði er lítil bronsstytta af Leifi Eiríkssyni, sem stendur á skipsboganum, eftir Nínu Sæmundsson myndhöggvara. Þessi stytta hlaut annað sætið í keppni í Bandaríkjunum árið 1930 og tapaði fyrir styttu Sterling Calder, sem þá var gefin Íslandi. Syttunni var komið fyrir árið 2000 á bæ Eiríks rauða á Íslandi og fæðingarstað Leifs, á þúsund ára afmæli ferð Leifs til Norður-Ameríku.

Brattahlíð (Qassiarsuk), Grænlandi.
Önnur 10 feta eftirlíking af styttunni af Leifi Eiríkssyni í Seattle eftir August Werner var afhjúpuð árið 2000 á heimili Leifs og sveitabæ til að minnast 1.000 ára afmælis ferðarinnar. Fjármögnun var veitt af Leif Erikson International Foundation í Seattle og ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Grænlands.

Leifur Eiríksson

Stytta Leifs Eiríkssonar við Brattahlíð á Grænlandi.

Við hátíðahöldin í Brattahlíð á Grænlandi í tilefni landafundaafmælisins afhentu Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Íslands, og Lise Lennert, menntamálaráðherra Grænlands, þjóðhöfðingjum landanna fyrstu eintökin af nýrri námsbók um Leif Eiríksson og landafundina. Bók um Leif Eiríksson var flutt með Íslendingi til Grænlands og afhenti Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra þær við afhjúpun styttunnar í Brattahlíð.

Þrándheimur (Throndheim), Noregur

Árið 1997 var reist í Þrándheimur, Noregi, 10 feta eftirlíking af styttunni í Seattle eftir August Werner. Hún var gefin borginni til að fagna 1.000 ára afmæli sínu. Leif Erikson Society í Seattle safnaði fjármunum frá framlögum til heiðurs innflytjendum, en nöfn þeirra voru áletruð við botn styttunnar.

L’Anse aux Meadows, Nýfundnaland

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni á L’ans aus Medows.

L’Anse aux Meadows er staður á norðurodda eyjunnar Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust um 1960 minjar norrænnar byggðar frá víkingatíma. Norsku fornleifafræðingarnir Helge Ingstad og Anne Stine Ingstad grófu rústirnar upp, og rituðu tveggja binda verk um niðurstöðurnar. Ekki er hægt að fullyrða hvort staðurinn er Vínland, sem sagt er frá í fornritum.
L’Anse aux Meadows er eini staðurinn í Norður-Ameríku, utan Grænlands, þar sem víkingaminjar af þessu tagi hafa fundist. Eru þær vitnisburður um ferðir og búsetu Evrópubúa í Nýja heiminum mörg hundruð árum fyrir ferðir Kristófers Kólumbusar.

Leifur Eiríksson

Frímerki með Leifi Eiríkssyni í tilefni af minningu landafundanna.

Þann 28. júlí árið 2013 var þarna, við veginn um 50 metra frá Norstead Village, var staðsett þriðja og síðasta eftirlíkingin af Seattle styttunni sem reist var nálægt Vinlandi. Þar er og að finna „gröf“ Leifs (þ.e.a.s. í hinu sögulega samhengi).

Heimildir:
-https://www.norwegianamerican.com/leif-erikson-in-your-backyard/
-https://www.leiferikson.org/Timeline.htm
-https://is.wikipedia.org/wiki/Eir%C3%ADkur_rau%C3%B0i_%C3%9Eorvaldsson
-https://is.wikipedia.org/wiki/Leifur_heppni

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Þrándheimi í Noregi.

Íslandskot

Þessi fjöllótta eyja er stirðnuð af sífelldu frosti og snjó. Rétt nafn hennar er Ísland, en nefnist Thile á latínu. Hún liggur óralangt í norðvestur frá Bretlandi. Þar eru lengstir dagar sagðir 22 sólarstundir eða lengri og að sama skapi eru nætur stuttar sökum fjarlægðar hennar frá jafndægrabaug, en hún telst allra (landa) fjarlægust honm.

Islandskort 1548

Áletrun á sjókort frá upphafi 16. aldar.

Sökum ógurlegs kulda loftslagsins fæst þar ekkert matarkyns nema fiskur þurr af kulda, en hann nota eyjarskeggjar sem gjaldmiðil og skipta fyrir korn og mjöl og aðrar nauðsynjar hjá Englendingum, sem eru vanir að sigla þangað árlega til þess að flytja út téðan fisk. Að sögn Englendinga er fólk þar hálfvillt og ruddalegt, hálfbert og býr í lágum neðanjarðarhúsum. Þar hafið lagt sex mánuði og ósiglandi.“

[Portugalskt sjókort frá upphafi 16. aldar, varðveitt á Bibliothéque Nationale í Paris (451. Inv. gén. 203). Halldór Hermannsson telur að Íslandskortið sýni auðsæ persónuleg kynni af landinu. Þar eru ekki sýnd örnefni, en dregnar myndir af þremur kirkjum,, og bendir staðsetning þeirra til Skálholts, Hóla og Helgafells. — Islands Kortlægning, Khöfn 1944, bls. 13, H. Hermannsson: Islandica XXI 1931, bls. 15—16, Nordenskiöld: Bidrag, bls- 3, tafl. 6.]

Heimild:
-Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma …,útgefandi: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1857, 16. bindi (1415-1589), bls. 470-471.

Íslandskort

Íslandskort 1601.

Jarðskjálfti

Jarðskjálftar á Íslandi verða á brotabelti á flekaskilum. Tvö slík belti eru á landinu: Á Suðurlandi, frá Ölfusi til Landssveitar og á Norðurlandi, kennt við Tjörnes. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru um 7 að stærð og geta valdið töluverðu tjóni. Þeir eru tíðir undir brotabeltunum og undir megineldstöðvum.

Ebenezer Henderson

Bók Ebenezers Hendersons um ferðalag hans á Íslandi – útg. 1818.

Enskur ferðamaður var hér á landi í byrjun 19. aldar og skrifaði um ýmislegt áhugavert, sem hann bæði heyrði og bar augum. Skrif hans birtust í framhaldinu í bókinni „Iceland; or the Journal of a Resicence in that Island, during the years 1814 and 1815″ eftir Ebenezer Henderson, London 1818. Á bls. 235-239 skrifar hann um jarðskjálfta  á Íslandi eftir að hafa fundið fyrir einum slíkum er hann var við Geysi í Haukadal í lok ferðar sinnar um landið.

„Fyrstu jarðskjálftarnir, sem vitað er um, urðu á árunum 1181 og 1812; en við vitum ekki um afleiðingar þeirra. Árið 1211 er fyrst getið um jarðhræringar í neðansjávareldfjalli nálægt Reykjanesi og fjöldi jarðskjálfta fylgdu í kjölfarið og nokkrir létust og hús víða um Ísland hrundur gjörsamlega til grunna. Á árunum 1260 og 1261 varð vart við harða skjálfta í Flatey á Breiðafirði. Árið 1294 skalf jörð í Rangárvallasýslu; Rangá breytti um farveg og margir bæir snerust á hvolf, og í átta daga urðu allir hverir hvítir sem mjólk. Árið 1300 gaus Hegla og miklar jarðhræringar fylgdu í kjölfarið á Suðurlandi og mötg hús hrundu. Skjálftahrina fygldi í kjölfarið átta árum síðar. Þá eyðilöguðust átján bæir og menn og skepnur dóu.

Ebenezer Henderson

Ebenezer Henderson fæddist 17. nóvember 1784 í litlum bæ í Dunfermline-héraði í Skotlandi og lést 17. maí 1858 skammt þar frá. Bók sem hann skrifaði um dvöl sína á Íslandi 1814-1815 er talin með merkari ferðabókum þar sem öllu er lýst mjög nákvæmlega, einkum jarðfræðitengdum fyrirbærum og hún er skrifuð í Reykjavík að stóru leyti.

Árið 1311 varð skelfilegur jarðskjálfti þar sem ekki færri en fimmtíu og einn bær hrundu og dró fyrir sólu þegar aska og sandur voru ýft upp af eldfjöllum svo ómögulegt var að ferðast frá einum hluta landsins til annars. Árið 1313 eyddust átján hús í miklum jarðskjálfta. Árið 1339 fundust nokkir skjálftar á Suðurlandi, útihýs hrundu og nautgripir lyftust frá jörðu, nokkur fjöll skriði, sprungur og hverir mynduðust. Árið 1370 hrundu tólf bæir í jarðskjálfta í Ölfusi.

Geysir

Mynd af Geysi í bók Ebenezers.

Á árunum 1390 og 1391 urðu fjöldi jarðskjálfta, einkum síðarnefnda árið; fjórtán bæir eyðilögðust í Grímsnesi, Flóa og Ölfusi og fólk grófst undir rústunum. Jörð breyttist; sjóðandi vatn spratt upp, og áhrifa skjálftans fannst alla leið upp á Holtavörðuheiði.
Árið 1552 urðu nokkrir stórir jarðskjálftar, en engar skemmdir urðu á mannvirkjum; og árið 1554 héldu skjáltarnir slíkt áfram að fólk dirfiðist ekki að vera innan dyra í húsum sínum heldur héldu til í tjöldum. Nokkrir jarðskjálftar urðu 1578; og árið 1597 olli skjálfti allmiklum skemmdum á bæjum í Ölfusi. Árið 1614 varð endurtekin skjálftahrina allt haustið og nokkrir bæri hrundu. Um veturinn 1633 eyddust bæri í Ölfusi og áhrifin voru svo mikil að í mörgum kirkjum varð engin þjónusta það sem eftir lifði vetri. Árin 1657 og 1661 urðu nokkuð harðir jarðskjálftar á mismunandi stöðum í Fljótshlíð, suðaustan Heklu, og nokkur hús jöfnuðust við jörðu.

Jarðskjálftar

Margir bæir hafa hrunið í jarðskjálftum hér á landi.

Alvarlegastu jarðskjálftarnir fundust í Ölfusi og í Flóa 28. janúar, 1. apríl og þann 20. árið 1706. Ekki færri en tuttu og fjórir bæir eyðilögðust, fjölmargir urðu fyrir skemmdum og nautgripir drápust. Skjálftunum fylgdu aðrir stórir og smáir um vorið, og voru raktir til heklu og nágrennis.
Líkt og jarðhræringar í Skaptáreldum voru hinar hræðilegustu skráðum í annála Íslands, urðu jarðskjálftarnir sem 14. og 16. ágúst 1784 þeir afdrifaríkustu, sem orðið höfðu fyrir íbúa landsins. Þeir munu hafa orðið á svæði vestan Heklu og fundust um land allt. Í Snæfellssýslu og Ísafirði fundust þeir greinilega. Í Árnessýslu einni hrundu ekki færri en þrjú hundruð og sjötíu og tveir bæir; sextíu og níu gereyðilögðust. Fjöldi húsa er skemmdust í landinu urðu eitt þúsund fjögur hundruð og fimmtíu og níu. Nítján kirkjur skemmdust og fjórar algerlega.
Til viðbótar skemmdum á húsum spilltust hagar, ár breyttu um farvegi og mikil grjóthrun varð í hlíðum fjalla. Margir sjóðandi hverir hurfu og aðrir nýir spruttu upp. Við Geysi nálægt Haukadal birtust ekki ekki færri en þrjátíu og fimm nýir hverir á svæðinu.
Árið 1789 varð enn einn afdrifaríkur jarðskjálfti. Í fyrstu varði hann í u.þ.b. tíu mínútur, en varð síðan viðvarandi af og til það hluta sumarsins. Áhrif skjálftans urðu mest í kringum Þingvallavatn. Botn vatnsins sökk til norðausturs, víða flæddi yfir gamlar leiðir og til suðvesturs og þornaði vatnið upp á allt að fjóra faðma dýpi (haft eftir biskupi Finnssyni).
Árið 1808 reið harður jarðskjálfti yfir sem hafði áhrif á háhitasvæði landsins. Síðasti skjálftinn var í júni 1815, en hann var vægur og fannst einungis í norðurhluta landsins.“

Sjá meira um jarðskjálfta á Reykjanesskaga.

Heimild:
-Iceland; or the Journal of a Resicence in that Island, during the years 1814 and 1815 by Ebenezer Henderson, London 1818, bls. 235-239.

Ebenezer Henderson

Ebenezer Henderson var skoskur guðfræðingur og ritaði gagnmerka bók um ferðir sínar, land og þjóð. Bókinni fylgir kort af Íslandi, gert að fyrirsögn höfundarins af feðgunum Daniel og William Home Lizars. Undirstaðan eru kort af Knoff-gerð, sérstaklega þau sem Jón Eiríksson átti hlut að. Helsta nýmælið á kortinu er að búið er að kippa norðanverðum Vestfjörðum suður fyrir heimskautsbaug. Annars er það í svo litlum mælikvarða að lítið af athugunum Hendersons kemst til skila.