Færslur

Reykkjanes
Eftirfarandi frétt birtist á MBL.is fimmtudaginn 22. júlí 2004:
“Fjöldi smáskjálfta á Reykjanesi”.
Reykjanes

Jarðfræði Reykjaness.

Jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga heldur áfram. Eftir að hrinan náði hámarki í gær milli klukkan 14 og 16 minnkaði virknin fram til kl. 21 en þá jókst virknin aftur og náði hámarki á milli klukkan 2 og 3 í nótt. Á tímabilinu milli klukkan 1 og 4 í nótt mældust að jafnaði fleiri en 1 skjálfti á mínútu, að sögn Veðurstofunnar. Í morgun á milli klukkan 9 og 10 var virknin komin niður í 8 mælda skjálfta á klukkutíma, en eftir 10 virðist virknin vera að aukast aftur.”Við þetta má bæta að Fagradalsfjall er á einni af misgengisreinunum er ganga í gegnum Reykjanesskagann. Hver rein er virk í um 300 ár, en virknin liggur síðan niðri þess á milli.

Stampar

Stampagígaröðin.

Langar gígaraðir hafa myndast á reinunum, s.s. Stamparnir (4 gos), Eldvörpin, Sundhnúkarnir, Eldborgirnar, Vesturásagígaröðin, Brennisteinsfjöllin o.fl. Reinarnar eru að gliðna (um 1 cm að jafnaði á ári) og má t.d. sjá þess glögg merki í heiðinni ofan við Voga og einnig á Þingvöllum. Jörðin lyftist og hnígur. Gjárnar og misgengin bera þess einnig augljós merki. Misgengin má t.d. sjá þvert í gegnum Þorbjarnarfellið og á Hábjalla í Vogum, í sunnanverðu Helgafelli og víðar. Undirbergið (jarðskorpan) flýtur stöðugt niður í möttulinn á flekaskilum og verður að kviku, sem leitar á ný upp á yfirborðið. Möttulstrókur undir Vatnajökli heldur t.a.m. Íslandi á floti og viðheldur því. Þetta er lögmál jarðarinnar og gerist allt saman á lengri tíma en lifandi maður fær skynjað. Upphafið að sköpun alheimsins, eins og við þekkjum hann, er talið hafa átt sér stað með Miklahvelli fyrir 17 milljörðum ára. Síðan hefur þróunin haldið áfram og svo mun verða meðan tíminn verður til.

Fgaradalsfjall

Fagradalsfjall og nágrenni – örnefni skv. herforingjaráðskorti 1906.

Nyrst í Fagradalsfjalli er fallegur þverskorinn gígur. Víða í því eru ummerki eftir eldsumbrot og jarðskorpuhreyfingar. Stóri Hrútur og Kistufell er ágæt dæmi um umbrotin. Fjallið sjálft er geysilegur massi, sem mikla krafta þarf til að færa til. En þegar það gerist verða óneitanlega nokkur læti er vekja athygli, a.m.k. þeirra sem ekki hafa fengið tækifæri til að stíga ölduna. Umhverfis Fagradalsfjall eru fallegir eldgígar, s.s. Sundhnúkarnir og Vatnsheiðin, sem er gömul dyngja. Grindavík stendur t.d. á hrauni, sem kom upp úr þessum gígum fyrir nokkur þúsund árum. Þannig hefur mannfólkið hagnýtt sér þær hagstæðu aðstæður er sjóútrunnið hraunið hefur skapað með ströndum svæðisins. Fegurð þess er einstök (þá eru ekki talin með svæði, sem maðurinn hefur aflagað, t.d. með efnistöku); fallegir hraungígar, langar hrauntraðir, hellar og rásir, skjól fyrir gróður, dýr og menn, fjöll og dalir.

Fagradalsfjall

Gígurinn nyrst í Fagradalsfjalli.

Þrátt fyrir að einstaka hraun sé umfangsmikið, s.s. Skógfellshraun og Arnarseturshraun, að ekki sé talað um Sandfellshæðina (sem reyndar er dyngja) þá hafa flest gosin á svæðinu gefið af sér lítil og nett hraun – og fagra gíga.
Jarðskjálftar á svæðinu geta gefið þrennt til kynna; 1. bólgan hjaðnar og ekkert sérstakt gerist, 2. gliðnun verður með tilheyrandi lokaskjálfta eða 3. hraun rennur úr jörðu.
Hæfilegar áhyggjur af hugsanlegu gosi eru sjálfsagðar, en ólíklegt er að það raski byggð miðað við legu hæða á þessu svæði (færi þó eftir hvar það kæmi upp).

Fagridalur

Í Fagradal.

Hraungos í eða í námunda við Fagradalsfjall myndi stefna til sjávar austan Grindavíkur (eða í versta falli áleiðis niður í Voga). Meiri áhyggjur þyrfti að hafa af því að birgðir verslana bæjarins myndu þrjóta þegar túrhestarnir kæmu í bæinn í löngum röðum með það fyrir augum að reyna að komast sem næst hraunstraumnum. Þá þurfa yfirvöld að vera snör í snúningum og setja upp alkunn varúðarskilti á völdum stöðum – “Ekki snetra”.
Rétt er að minna á að öll gos á Reykjanesi síðustu aldirnar hafa orðið úti fyrir ströndum þess.
FERLIR er búinn að skrá og mynda allar minjar nálægt Fagradalsfjalli svo til verða heimildir um það sem var – ef svo illa færi.
Frábært veður.

Fagradalsfjall

Stóri-Hrútur í Fagradalsfjalli. Nú er umhverfið þar breytt.

Grindavík

Jarðskjálftar á Íslandi verða á brotabelti á flekaskilum. Tvö slík belti eru á landinu: Á Suðurlandi, frá Ölfusi til Landssveitar og á Norðurlandi, kennt við Tjörnes. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru um 7 að stærð og geta valdið töluverðu tjóni. Þeir eru tíðir undir brotabeltunum og undir megineldstöðvum.

Grindavík

Þórkötlustaðaréttin eftir jarðskjálftann 31. júlí 2022.

Reykjanesskaginn er umorpin eldsumbrotum frá fyrri tíð. Elstar eru dyngjurnar s.s. Þráinsskjöldur og Hrútargjárdyngja, þá stakir gígar s.s. Stóra-Eldborg og Búrfell og loks gígaraðir á sprungureinum, s.s. Eldvörp og Sundhnúkar. Öllum þessum umbrotum fylgja ógrynnin öll af misstórum jarðskjálftum, líkt og íbúar Grindavíkur og nágrennis hafa áþreifanlega orðið varir við í aðdraganda eldgossins í Geldingadölum í Fagradalsfjalli í aprílmánuði árið 2021.

Grindavík

Þórkötlustaðarétinn 1. ágúst 2022.

Enn og aftur, nú í júlílok og byrjun ágústmánaðar árið 2022 skelfur jörð í umdæmi Grindavíkur með tilherandi óróa. Óvenjustór jarðskjálfti varð síðdegis þann 31. júlí, eða 5.5 á Richter. Skjálftinn felldi m.a. nokkar vörður og auk þess hluta af fjárrétt Grindvíkinga í Þórkötlustaðahverfi líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í sögulegu samhengi hefur orðið manntjón, en það hefur breyst með betri byggingu húsa skv. stöðlum sem eiga að standast skjálfta sem vænt er í Íslandi.

Grindavík

Þórkötlustaðaréttin 1. ágúst 2022.

Keilir

Það hefur varla farið framhjá nokkrum að öflug og stöðug jarðskjálftarhrina hefur gengið yfir sunnanverðan Reykjanesskagann að undanförnu (skrifað 5. mars 2021).

Í Fréttablaðinu 04.03.2021 (í gær) mátti lesa eftirfarandi:
Gosspenna á Reykjanesskaga
Óróapúls og kvikuhlaup á Reykjanesskaganum í gær bentu til að von væri á eldgosi á svæðinu á næstu dögum. Jarðeðlisfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við átti ekki von á því að næstu byggðir væru í hættu.
Kaflaskil urðu í jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga í gær þegar svo virtist sem von væri á eldgosi.
ReykjanesskagiÓróapúls greindist á mælum um miðjan dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað til að kanna hvort gos væri að hefjast.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun var gos ekki hafið.
„Þetta sem við sáum í dag var greinilega kvikuhlaup, kvikan hljóp þarna upp eða til hliðar en virðist ekki hafa farið nálægt yfirborði og þá hafi hlutirnir róast aftur,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, um stöðu mála í gærkvöld.

Reykjanesskagi

„Svo er bara spurningin hvert framhaldið verður, eftir því sem svona atburðarás dregst á langinn aukast líkurnar á að þetta endi á gosi. Það verður að koma í ljós,“ heldur Magnús Tumi áfram.
„Ef það kemur eldgos á Reykjanesskaga yrði það sögulegur atburður. Það hefur ekki komið gos á þessu svæði í 800 ár og það gæti komið hrinu af stað. Það skal samt ekki gleymast að hrinur geta staðið yfir í aldir og það voru áratugir milli gosa síðast.“
Fram kom á blaðamannafundi almannavarna að jarðskjálftavirknin væri milli Litla-Hrúts og Keilis. Þar gæti kvika verið að brjóta sér leið og færast nær yfirborðinu. Freysteinn Sigmundsson hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sagði erfitt að spá fyrir um nákvæma tímasetningu eldgossins.
Um leið tilkynnti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að fyrstu tákn væru um að gosið yrði eftir þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan var búin að teikna upp og að hraunstraumar ættu ekki eftir að ógna mannfólki.
„Ef þetta endar með eldgosi þá ætti þetta ekki að vera sprengigos heldur flæðigos með lítilli sprengivirkni. Þetta ætti fyrir vikið ekki að koma til með að ógna næstu byggðum þótt það sé skiljanlegt að fólk í næstu byggðum hafi áhyggjur. Það snertir marga að það sé eldgos á þessu svæði en miðað við fyrri gos á þessu svæði ættu byggðir ekki að vera í hættu þótt það sé aldrei fullvíst,“ sagði Magnús Tumi, aðspurður út í hættuna fyrir næstu byggðir.
„Það getur alveg gerst að það verði ekkert gos á næstunni. Í Kröflueldum voru sífellt blikur á lofti um að það færi að gjósa en það var ekki fyrr en eftir árabil sem fyrsta gosið var. Það er ekki hægt að færa það yfir á þetta en það sýnir að það getur heilmikið kvikuhlaup átt sér stað án þess að það gjósi upp,“ sagði Magnús Tumi.

Í mbl.is þann daginn sagði: “Stærsti skjálftinn í rúma tvo sólarhringa“.
ReykjanesskagiJarðskjálfti sem reið yfir klukkan 8.54 var 4,5 að stærð samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftinn er á svipuðum slóðum og fyrri skjálftar, við Fagradalsfjall.
Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorni landsins líkt og aðrir skjálftar af þessari stærð á Reykjanesi. Órói hefur ekki byrjað aftur samhliða skjálftanum.
Þetta er stærsti skjálfti síðan 2. mars kl. 03.05 en sá var 4,6 að stærð.

Í mbls.is sama dag segir: “Nýlegar sprungur eru á svæðinu“.

Reykjanesskaginn

Vitleysan öll…

Nýlegar sprungur eru á svæðinu við Litla Hrút, Fagradalsfjall og Sandfell, aðallega suðvestan við Keili. Ekki er hægt að segja til um hvort þær mynduðust í gær eða eftir stóra jarðskjálftann sem varð í síðustu viku.
Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki vita hversu stórar sprungurnar eru.

Í DV mátti einnig lesa eftirfarandi:
Reykjanesskagi

Grannt er fylgst með jarðhræringum á Reykjanesi á næturvakt Veðurstofunnar. Auk eins veðurfræðings eru tveir á skjálftavakt. Sólarhringsmönnun hefur verið á skjálftavaktinni frá því skjálftahrina hófst á Reykjanesi fyrir viku síðan.
Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hefur staðan á Reykjanesi lítið breyst síðustu klukkustundir. „Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni á svæðinu suðvestur af Keili. Óróinn er enn til staðar og hefur ekki breyst mikið frá því í kvöld.“
Skjálfti 4,1 að stærð reið yfir um klukka 00:59 í nótt, sá stærsti síðastliðinn sólarhring en þó litlu stærri en annar sem var á fjórða tímanum í dag.
Nýjar gervihnattamyndir af skjálftasvæðinu bárust í nótt, en eftir á að vinna úr þeim. Þá eru myndirnar bornar saman við fyrri myndir til að sjá þenslu jarðskorpunnar og fá vísbendingar um kvikumagn auk þess sem landris sést á myndunum. Í fyrramálið ætti yfir­ferðinni að ljúka.

Hafa ekki undan að yfirfara skjálfta
ReykjanesskagiMeðal helstu verkefna næturvaktarinnar hjá Veðurstofunni er að yfirfara handvirkt þá skjálfta sem ríða yfir, greina stærð og staðsetningu. Óvinnandi vegur er þó að fara yfir þá alla enda skipta skjálftarnir þúsundum á hverjum sólarhring um þessar mundir. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarka skömmu fyrir klukkan tvö í nótt voru skjálftarnir orðnir 215 frá miðnætti.

„Við náum auðvitað ekki yfir þetta allt saman. En ef maður er mjög duglegur getur maður náð 100-200 skjálftum á dag,“ segir hann. Því til viðbótar þarf að senda út tilkynningar, taka við símtölum frá almenningi og auðvitað svara fjölmiðlamönnum. „Þegar það er eitthvað mikið að gerast þá hringir almenningur mikið og sendir inn fyrirspurnir, en núna þegar þessi atburður er búinn að vera í gangi í yfir viku þá eru þau ekki mikið að senda tilkynningar eða hringja inn lengur,“ segir Bjarki.

Fagradalsfjall

Í Fagradalsfjalli. Fjallið er fjölbreytt, bæði að gerð og lögun.

Ef gos hefst er aðeins einn á formlegri bakvakt, en Bjarki segist þó viss um að starfsfólk muni hrúgast inn ef til þess kemur. Því mætti segja að allir væru á óformlegri bakvakt.

Þá fer enda mikið ferli af stað. Breyta þarf litakóða fyrir flug yfir á rautt, senda út fréttatilkynningar og skrifa á vefinn. „Þess vegna eru þau sem eru ekki á vakt löngu farin heim að hvíla sig þannig að þau verði tilbúin ef eitthvað gerist. Það verða vonandi einhverjir sem eru úthvíldir,“ segir Bjarki.

Í DV samdægurs segir; “Hvað er óróapúls?

Fagradalsfjall

Stóri-Hrútur í Fagradalsfjalli.

Flestir landsmenn heyrðu í fyrsta skipti í gær orðið „óróapúls“. Það koma víða fyrir í fréttum í eftirmiðdaginn og um kvöldið en flestir hafa líklega í besta falli óljósa hugmynd um hvað það þýðir. „Óróapúls mældist í gær kl. 14:20 og sást á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili, við Litla Hrút,“ segir í samantekt Veðurstofunnar um atburði gærdagsins.

Óróapúls er mikill fjöldi lítilla jarðskjálfta sem verða með örstuttu millibili. „Það sem við teljum að gerst hafi í gær var að kvika var að þrengja sér leið í gegnum jarðskorpuna. Virknin sýnir þá hvar spenna er í jarðskorpunni. Þegar hún rýkur upp köllum við það púls. Þá verður fjöldi lítilla jarðskjálfta, jafnvel með fárra sekúndna millibili,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við DV.

Eins og Sigurlaug segir er líkleg skýring á óróanum í gær sú að kvika hafi verið að þrengja sér leið inn í jarðskorpuna. En óróapúls getur átt sér aðrar skýringar: „Í öðrum kringumstæðum geta verið aðrar skýringar, til dæmis suða á jarðhitakerfi,“ segir Sigurlaug en tekur fram að það eigi alls ekki við um atburði gærdagsins. Þar er líklegasta skýringin sú að kvika hafi verið að þrengja sér leið í gegnum jarðskorpu og valdið fjölda lítilla skjálfta með örstuttu millibili.

Sem sagt, stutta skýringin á orðinu „óróapúls“ er: Fjöldi lítilla jarðskjálfta með örstuttu millibili.

Í RÚV er sagt að “Eldgos við Keili gæti komið af stað keðjuverkun
ReykjanesskagiEldgos við Keili gæti komið af stað kvikuinnskotum á öðrum sprungusveimum á Reykjanesskaganum að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Reykjanesskaginn sé allur virkt svæði og eldvirkni á svæðinu tengist milli kerfa. Páll telur mögulegt að kvikuinnskot geti orðið í Reykjaneskerfinu, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og Henglinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Gígaröð

Sundhnúkagígaröðin.

Páll sagði að undanfarið ár hafi orðið ítrekuð kvikuinnskot í þessum kerfum en þau hafi ekki valdið tjóni. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að ef kæmi til eldgoss myndi það hafa í för með sér kvikuinnskot á öðrum stöðum á Reykjanesskaganum sem gæti opnað sprungur ofanjarðar án þess að eldgos yrði á þeim stað.
Slíkar sprungur gætu haft í för með sér tjón á ýmsum innviðum eins og vegum, rafmagnslínum, vatnsæðum og fjarskiptum.

„Þegar svona virkni tekur sig upp þá virðist vera að öll svæðin taki undir“ segir Páll og bætir við að eina svæðið sem ekki hafi tekið undir ennþá séu Brennisteinsfjöll en að það sé bara tímaspursmál hvenær virkni hefjst þar líka.
“Eitt af því sem getur valdið tjóni eru sprunguhreyfingar og það er nokkuð sem við getum ekki horft framhjá. Kannski er það það alvarlegasta sem getur gerst þarna“ segir Páll og bendir á að Krísuvíkurkerfið teygi anga sína alveg inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins og sprungur samhliða kvikuinnskotum geti farið í sér tjón á innviðum. Því sé Krísuvíkurkerfið undir alveg sérstöku eftirliti vísindamanna.
Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að þetta gerist segir Páll að litlir skjálftar síðdegis í gær hafi verið óþægilega nálægt Krísuvíkursvæðinu.

Í Vísi segir: “Áfram gert ráð fyrir að gos muni hefjast
Reykjanesskagi
Áfram er mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaganum þó eitthvað hafi dregið úr óróapúlsi í nótt. Þó er enn gert ráð fyrir að eldgos muni hefjast, að sögn Kristínar Jónsdóttur náttúruvársérfræðings. Stór skjálfti reið yfir í morgun en hann er sá stærsti í rúma tvo sólarhringa.
Um 2500 jarðskjálftar mældust í gær, og frá miðnætti eru þeir um 800 talsins. Í heildina hafa ríflega átján þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur um fimm leytið. Þá mældist skjálfti af stærðinni 4,5 um klukkan 8.54 í morgun við Fagradalsfjall en hann fannst vel á suðvesturhorni landsins.
„Staðan núna er sú að það hefur kannski aðeins dregið úr ákafanum í þessari skjálftahrinu en hún er samt enn þá í gangi. Og hún er dálítið hviðótt þannig að það koma svona mjög öflugar hviður, stundum með stærri skjálftum og svo koma svona smá hlé inn á milli,“ segir Kristín.

Í miðjum atburði akkúrat núna

Keilir t.h. og Fagradalsfjalll t.v.

„Núna er búið að vera frekar rólegt síðustu tvo klukkutímana en þegar við horfum aftur í tímann þá sjáum við að það eru klukkutímar, jafnvel tveir til þrír klukkutímar, á milli sem eru frekar rólegir en svo tekur þetta sig alltaf upp aftur. Þannig að við erum bara inni í miðjum atburði akkúrat núna,“ bætir hún við.
Kristín segir að viðbúið sé að fleiri öflugir skjálftar verði. „Þessum umbrotum fylgja greinilega sterkir skjálftar eða sæmilega sterkir skjálftar og við verðum bara að vera í þeim gírnum að þetta geti haldið eitthvað áfram,“ segir Kristín og bætir við að helstu breytingarnar í nótt hafi verið að virknin hafi fært sig til suðvesturs en sé áfram bundin við Fagradalsfjall.
Þá sé enn búist við að eldgos muni hefjast. „Á meðan hrinan stendur enn yfir að þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika. Ég held að flestir jarðvísindamenn séu sammála þeirri túlkun að þessi jarðskjálftavirkni og óróahviða sem kemur í gær að hún sé líklega til marks um kvikuhreyfingar. Og kvikan er á ferð þarna á þessu svæði. Á meðan kvikan er á ferð þá er auðvitað hætt við því að hún komi ofar í jarðskorpuna og komi upp. Þannig að við erum með þá sviðsmynd enn þá á borðinu, já.“
Vonir stóðu til að niðurstöður úr gervihnattamyndatöku lægju fyrir um hádegisbil í dag. Það hefur hins vegar frestast og að sögn Kristínar verða niðurstöðurnar að líkindum klárar seint í kvöld eða á morgun.

Í mbl.is segir: “Líklega byrjun á gosskeiði fari að gjósa
Reykjanesskagi
„Ef byrjar að gjósa væri það líklega byrjun á svona skeiði, í nokkrar aldir myndi ég halda. Það hefur allavega verið þannig í síðustu þrjú skipti, og lengra aftur reyndar, en það eru ekki til jafn nákvæm gögn um það,“ segir Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur hjá ÍSOR, í samtali við mbl.is í dag. Hann tók saman upplýsingar um síðustu gosskeið á Reykjanesskaganum og þau hraun sem runnu í hvert skipti. Aðalatriði samantektarinnar má lesa hér:

Eldgos

Allgóð þekking er til staðar um síðustu þrjú gosskeiðin á Reykjanesskaga sem stóðu yfir fyrir 3000-3500 árum, 1900-2400 árum og svo 800-1240 e.Kr. er kemur fram í samantektinni. Hana byggir hana á jarðfræðikortum af Reykjanesskaga og bókinni Náttúruvá á Íslandi, eldgos og jarðskjálftar.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að á seinni hluta Hólósen ([nútíminn í jarðfræðilegu samhengi] sem nær yfir síðustu 11.700 árin) hefur gosið í kerfunum á 900-1100 ára fresti. Um fyrri hluta Hólósen er meiri óvissa sem orsakast af færri og ónákvæmari aldursgreiningum.
Hvert gosskeið virðist standa yfir í um 500 ár en á þeim þeim tíma verða flest eldstöðvakerfin virk en þó yfirleitt ekki á sama tíma. Einkennist gosvirknin af eldum sem standa í nokkra áratugi hver. Hraunin renna frá gossprung­um sem geta orðið allt að 12 km langar.
Á Reykjanesskaga eru sex eldstöðvakerfi sem raða sér skáhallt eftir honum í NA-SV stefnu. Vestast er Reykjaneskerfið og austar koma kerfi kennd við Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og að síðustu Hengil.

Síðasta eldsumbrotaskeið stóð í um 450 ár
Reykjanesskagi
Á síðasta gosskeiði hófst gosvirknin um 800 e.Kr. í Brennisteinsfjöllum og í Krýsuvíkurkerfinu. Í Brennisteinsfjöllum rann Hvammahraun og í Móhálsadal rann Hrútafellshraun.
Á 10. öld gaus síðan aftur í Brennisteinsfjallakerfinu og runnu þá m.a. Svínahraunsbruni (Kristnitökuhraun) í Þrengslum, Húsafellsbruni í Heiðmörk, Breiðdalshraun, Selvogshraun og Tvíbollahraun/​Hellnahraun.
Um hálfri annarri öld eftir að þessum eldum lauk hófst gos í Krýsuvíkurkerfinu um miðja 12. öld, líklega árið 1151. Nefnast þessir eldar Krýsuvíkureldar. Ritaðar heimildir benda til að þeim hafi lokið árið 1188. Hraun sem runnu í Krýsuvíkureldum eru Ögmundarhraun, sem er þeirra syðst, Mávahlíðahraun og Kapelluhraun. Ögmundarhraun eyddi a.m.k. einu býli sem sjá má merki um í Óbrennishólmum.
Eftir um 20 ára hlé hefjast síðan Reykjaneseldar sem stóðu yfir á tímabilinu 1210-1240 og marka lok um 450 ára langs eldsumbrotaskeiðs. Allgóð vitneskja er fyrir hendi um framgang Reykjaneselda 1210-1240. Eldarnir hófust með gosi í sjó við Kerlingarbás á Reykjanesi (skammt norður af Valahnúk). Eftir þetta færist gosvirknin á land og rann þá Yngra-Stampahraun frá 4 km langri gígaröð, líklega árið 1211. Samkvæmt rituðum heimildum gaus að minnsta kosti sex sinnum í sjó í Reykjaneseldum. Gjóskulög má merkja frá Reykjaneseldum í Þingvallasveit og í Borgarfirði frá um 1226 og á Álftanesi frá um 1231. Um tuttugu árum eftir Yngra-Stampagosið hófst sprungugos í Svartsengiskerfinu og á tímabilinu 1230-1240 runnu Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Eftir það lýkur eldunum og hefur ekki orðið hraungos á Reykjanesskaga síðan.

Reykjanesskagi„Ef byrjar að gjósa væri það líklega byrjun á svona skeiði, í nokkrar aldir myndi ég halda. Það hefur allavega verið þannig í síðustu þrjú skipti, og lengra aftur reyndar, en það eru ekki til jafn nákvæm gögn um það,“ segir Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur hjá ÍSOR, í samtali við mbl.is í dag. Hann tók saman upplýsingar um síðustu gosskeið á Reykjanesskaganum og þau hraun sem runnu í hvert skipti. Aðalatriði samantektarinnar má lesa hér:
Allgóð þekking er til staðar um síðustu þrjú gosskeiðin á Reykjanesskaga sem stóðu yfir fyrir 3.000-3.500 árum, 1.900-2.400 árum og svo 800-1240 e.Kr. er kemur fram í samantektinni. Hana byggir Magnús á jarðfræðikortum af Reykjanesskaga og bókinni Náttúruvá á Íslandi, eldgos og jarðskjálftar.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að á seinni hluta Hóló­sen ([nútíminn í jarðfræðilegu samhengi] sem nær yfir síðustu 11.700 árin) hefur gosið í kerfun­um á 900-1.100 ára fresti. Um fyrri hluta Hólósen er meiri óvissa sem orsakast af færri og ónákvæmari aldursgreiningum.

Hvert gosskeið virðist standa yfir í um 500 ár en á þeim þeim tíma verða flest eldstöðvakerfin virk en þó yfirleitt ekki á sama tíma. Einkennist gosvirknin af eldum sem standa í nokkra áratugi hver. Hraunin renna frá gossprungum sem geta orðið allt að 12 kílómetra langar.
Á Reykjanesskaga eru sex eldstöðvakerfi sem raða sér skáhallt eftir honum í NA-SV stefnu. Vestast er Reykjaneskerfið og austar koma kerfi kennd við Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og að síðustu Hengil.

Í DV segir jarðfræðingur “atburðarásina á Reykjanesskaga koma stöðugt á óvart

Reykjanesskagi
Eins og kunnugt er mældist óróapúls sunnan við Keili á miðvikudaginn en slíkt er fyrirboði eldgoss en enn er ekki byrjað að gjósa á svæðinu. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að vísindamenn séu að reyna að átta sig á hvaða möguleikar eru í stöðunni og að þeir séu mjög margir.

Gígaröð

Gígaröð í Eldvörpum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Páli að atburðarásin komi vísindamönnum á óvart daglega.

Enn er mikil virkni á svæðinu en hún hefur færst í suðvestur frá Keili. Hefur Morgunblaðið eftir Páli að ekki sé nein leið að spá um hvert framhaldið verður því sérfræðingar eigi fullt í fangi með að reyna að skilja hvað gerðist eftir að óróapúlsinn mældist á miðvikudaginn.

Á gervihnattarmyndum sem ná frá 25. febrúar til 3. mars sést kvikugangur á milli Fagradalsfjalls og Keilis en þær sýna ekki verulega aukningu í kvikuhreyfingum í óróanum á miðvikudaginn. „Það hefði enginn orðið hissa þótt breytingarnar hefðu verið talsverðar og eitthvað hægt að ráða í þær. Það hefur verið kvikuhlaup en mjög lítið,“ er haft eftir Páli.

Samkvæmt nýrri hraunflæðispá vísindamanna við Háskóla Íslands er gert ráð fyrir fjórum svæðum þar sem gæti gosið. Þetta eru Fagradalssvæðið, Hauksvörðugjá, Móhálsadalur og Sýlingarfell sem er rétt norðan við Grindavík. Breytingin frá fyrri spám eru að skjálftavirknin hefur dreift úr sér og því eru fleiri svæði talin líkleg en áður.

Á mbl.is má lesa eftirfarandi: “Dvínandi jarðskjálftavirkni

Eldgos

Gígaröð við Trölladyngju.

Óróinn og virknin á skjálftasvæðinu á Reykjanesskaga hefur dvínað aðeins eftir að hafa færst í aukana á sjötta tímanum í morgun. Enn er talsverð skjálftavirkni á svæðinu en ekki eins mikil og um hálfþrjúleytið í gær.
Að sögn náttúruvársérfræðingsins kemur þetta í bylgjum. Þegar átt er við að óróinn og virknin hafi dvínað er átt við þéttleika skjálftanna. Þar af leiðandi er óróapúlsinn ekki eins áberandi og í gær.
Spurður hvaða þýðingu þetta hefur segir sérfræðingurinn ekkert hægt að lesa úr stöðunni eins og hún er núna. Hlutirnir verði að koma betur í ljós.

Ekki séð gervihnattarmyndir
Flogið var yfir svæðið í þyrlu í gær og teknar myndir, auk þess sem starfsfólk var á staðnum áður en óróapúlsinn myndaðist. Fara þarf betur yfir þær upplýsingar sem fengust.
Spurður hvort starfsfólk Veðurstofunnar muni fara á svæðið í dag segir hann það fara eftir því hvernig hlutirnir þróast.
Gervihnattamyndir áttu einnig að berast núna í morgun sem eiga að hjálpa til við að meta stöðuna en náttúruvársérfræðingurinn hefur ekki séð þær enn þá.

Funda með Veðurstofunni
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að næstu skref verði að fá upplýsingar um hvernig nóttin var og funda svo með Veðurstofunni. Hann segir stöðuna óbreytta frá því sem var í gærkvöldi.

HÉR má sjá myndskeið gossögunnar í Geldingadölum fyrstu tíu dagana á fimm mínútum….

Reykjanesskagi

Jarðfræðikort.

Ergo
Þegar þetta er skrifað 4. mars 2021 skelfur jörðin enn á Reykjanesskaganum.
Málið er að allt framangreint virðist fljótt á litið vera hjóm eitt, þ.e.a. ályktanir svonefndra “sérfræðinga” er hvorki byggja gögn sín á sögulegum staðreyndum né víðtækri þekkingu á landssvæði Reykjanesskagans.
Í fyrsta lagi ganga skil Evrasíu- og Ameríkufleka jarðskorpunnar upp í gegnum Reykjanesið er liggja síðan austan með sunnanverðu landinu að miðsvæði þess þá er þau skera það í tvennt til norðausturs uns hlaup verða á skilununum til vesturs á leið þeirra áfram til norðurs.
Engin ummerki eru enn um að gosið hafi orðið á flekaskilunum sjálfum, a.m.k. ekki á landi. Stóru dyngjugosin fyrir meira en 5000 árum voru á kvikuþróm út frá flekaskilunum, flest til norðurs, s.s. Þráinsskjöldur, Hrútargjárdyngja, Stóra-Lambafell, Kistufell og Ölkelduháls. Möttulstrókurinn, sem nú er undir Vatnajökli, var í þá daga mun vestar og hefur eflaust ýtt undir kvikumyndun á þessum svæðum.
Í öðru lagi hafa langflest gos á Reykjanesskaganum síðustu 5000 árin verið svonefnd sprungureinagos, þ.e. gosið hafa orðið á sprungum, mislöngum eftir aðstæðum. Sprungureinar þessar liggja langflestar til norðnorðausturs út frá flekaskilunum. Lengsta sprungureinagosið varð 1151 er Ögmundarhraun rann, en þá náði sprungan frá sunnanverðum Núpshlíðarhálsi að Helgafelli ofan Hafnarfjarðar. Af þessum gosum hafa jarðfræðingar dregið ályktanir að svonefndar kvikuþrær lægju þvert á flekaskilin í tilgreindum sveimum inn til landsins. Það segir hins vegar lítið um það hvort og hve mikla kviku er þar að finna í dag.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort. Hér má sjá flekaskilin (svart) og fyrrum kvikuhólfin (hvít).

Í þriðja lagi sýna jarðskjálftamælingar nánast einungis hreyfingar á flekaskilunum, sem verður að teljast eðlilegar þótt það kunni að þykja óþægilegt. Ef um aukna kvikumyndun væri að ræða undir niðri myndu skjálftamælar og gps-mælingar bæði sýna auka hreyfingu á jarðskorpunni út frá flekaskilunum sem og landris. Því hefur ekki verið til að heilsa. a.m.k. ekki hingað til.

Sundhnúkagígaröðin

Sundhnúkagígaröðin.

Í fjórða lagi má líta á landfræðilegar aðstæður á svæðinu í kringum Keili, Fagradalsfjall og nágrenni. Þegar Þráinsskjöldur gaus fyrir u.þ.b. 9000 árum rann hraun bæði til austurs og norðvesturs, myndaði t.d. Vatnsleysuströndina og heiðina upp af henni. Þá má ætla að frá dyngjunni hafi legið jafnlæg hraunbreiða niður að ströndinni. Nú má hins vegar sjá á landssvæðinu miklar gjár og misgengi upp á tugi metra. Slík landmótun hefur ekki gengið þegjandi og hljóðlaust fyrir sig í gegnum árþúsundin, en þó án nýrrar uppstreymiskvikumyndunar, að einum stað undanskildum, þ.e. í smáum “Eldvörpum” ofan Knarrarnessels. Hraungosin í Kálffelli, í Rauðhólsröðinni ofan Skógfella og Sundhnúkagígaröðin eru seinna til kominn, líkt og Eldvörp og Stamparnir.
Í fimmta lagi virðast jarðfræðingar fyrrum, sem unnu frábært skráningarstarf á hraunaupptökum og -rennsi, hafa dregið þá ályktun að gígaraðirnar séu enn tákn um virkar kvikuþrær undir niðri. Reyndar er fátt, sem bendir til þess, umfram það sem jarðarþróin stóra getur annars eðlilega boðið upp á. Hún er og verður reyndar óútreiknanleg svo lengi sem Jörðin mun verða til.
Í sjötta lagi hafa Grindvíkingar löngum þurft að upplifa skjálftahrinur líkar þessum. Á tólftu öld var nánast ólíft á svæðinu. Á þrettándu öld flúðu íbúarnir og byggðin lagðist í eyði um langt skeið. Í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. hrundu bæir í jarðskjálftum, s.s. á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík. Núlifandi Grindvíkingar munu að vísu ekki þau tímabil, en óþægindatímabil voru þau samt, þeim er þá lifðu.
Í sjöunda lagi mættu fjölmiðlar vera meira vakandi; ekki bara endurtaka og mata almenning á upplýsingum frá “sérfæðingunum”, heldur gera sínar eigin athuganir. Hversu margt fjölmiðlafólk skyldi hafa gengið um svæðið, lesið landið og ályktað tilurð þess út frá landfræðilegum aðstæðum í gegnum tíðina? Nánast hver einasti nútíma fjölmiðlaumfjallandi virðist nú vera orðinn sérfræðingur í landsháttum svæðisins á örskömmum tíma.

Sundhnúkar

Sundhnúkagígaröðin.

Í áttunda lagi finnst mér sorglegt hversu margt fjölmiðlafólk kann ekki að stafsetja örnefnið “Krýsuvík” – sjá HÉR.
Í nýjunda lagi á bæði “sérfræðingar” og fjölmiðlafólk það til að rugla saman örnefnum; skjálftarsvæðið við Fagradalsfjall er ekki á Reykjanesi. Reykjanes er syðsti hluti Reykjanesskagans, þar sem m.a. Reykjanesvitinn trjónar nú. Reykjanesskaginn er landssvæðið allt, landnám Ingólfs fyrrum er hann nam á milli “Brynjudals og Ölfusárósa”. Alltaf betra þegar fjölmiðlafólk gerir sér annt um að geta réttra heimilda – ekki síst út frá sögulegu samhengi.

Fjallasýn

Útsýni að Keili og nágrenni frá höfðuborgarsvæðinu – örnefni.

Las í gær áhyggjur íbúa á Völlunum í Hafnarfirði í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla af væntanlegu gosi. Hann virtist hræddur og krafðist skýringa af hálfu lögregluyfirvalda. Náði að útskýra fyrir honum að hann þyrfti ekkert að óttast, ef spár “sérfræðinganna” gengi eftir; millum væntanlegs eldgoss suðvestan Keilis væru a.m.k. þrjú hraun frá 12. og 13. öld er myndu hindra hraunstraum í átt til hans. Hann gæti því bara setið rólegur á sínum svölum og notið dásemdanna, ef af yrðu.

Rykjaneskaginn

Krútt.

Með fullri virðingu fyrir svonefndum “jarðvársérfræðingum”, sem virðast vera nokkurs konar “veðurfréttamenn” hversdagsins, er á stundum svolítið erfitt að hlusta á glaðklakkanlegar útskýringar þeirra, að því að virðist, án nokkurs rökstuðnings m.t.t., eins og að framan sagði; sögulegra og landfræðilegra aðstæðna. Undantekningin er þó söguleg umfjöllun mbl.is.
Sakna gömlu góðu jarðfræðinganna; Jóns Jónssonar og Kristjáns Sæmundssonar, sem kenndu mér svo margt. Hólósenheilkennið virðist hafa truflað margan nútímajarðfræðinginn.

Nenni ekki að fjalla um svonefndan “Óróapúls”, svo vitlaus sem hann nú er.
Ef svo ólíklega vildi til að eldgos birtist ofan jarðar í framhaldinu á þessu tilgreinda landssvæði yrði það bara kærkomin sjón. Flest fólk upplifir slíka ásýnd ekki nema einu sinni á ævinni…

Hér má sjá það nýjasta á Vísir.is (6. mars):
Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð.

Keilir

Yfirlit yfir væntanlegt jarðgosasvæði milli Keilis og Fagradalsfjalls.

Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil.

„Það er áframhaldandi skjálftavirkni þó að fólk finni kannski ekki jarðskjálftana þannig að þeir eru minni heldur en þeir hafa verið. En þeir eru mjög tíðir og GPS-mælar sem ég vinn helst með sýna að það er áframhaldandi þensla á svæðinu,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu.

Halldór sérhæfir sig einkum í jarðskorpuhreyfingum. „Sumir kalla okkur krumpufólkið. Við erum að skoða hvernig jarðskorpan beyglast og reyna að túlka þannig hvað er að gerast ofan í jarðskorpunni,“ segir Halldór.

Hærri líkur ekki það sama og háar líkur
Þá segir hann heilmargt hafa komið á óvart hvað varðar þær jarðhræringar sem nú standa yfir. „Það er búið að vera magnað að fylgjast með þessu núna síðastliðna rúma viku og bara til dæmis það að við séum að sjá kviku á ferð þarna er eitthvað sem að mörg okkar hafi kannski ekki alveg órað fyrir. Það er langt síðan að það hefur gosið akkúrat á þessum slóðum þótt að þar hafi gosið mörgum sinnum áður. En þetta er kannski ekki það fyrsta sem fólk átti von á. Það er spennandi fyrir jarðvísindaáhugafólk að fylgjast með þessu,“ segir Halldór.

Hvernig metur þú líkurnar á eldgosi akkúrat núna?

„Það er mjög erfitt að segja til um einhverjar líkur. En á meðan við sjáum að einhver kvika er að flæða inn í kerfið, sem við sjáum núna, það er að flæða inn nokkuð magn af kviku á hverjum degi, og á meðan að það er í gangi þá eru alltaf hærri líkur á eldgosi. En það þýðir ekki endilega að það séu háar líkur,“ segir Halldór. „Það þarf bara að fylgjast vel með öllum tiltækum ráðum.“

Kvikugangurinn á hreyfingu

Eldgos

Tölvugerð skjámynd í Kastljósi RÚV um það sem landsmenn kynnu að vænta.

Hann segir útlit fyrir að þessi kvikugangurinn hafi færst aðeins til suðvesturs fyrir nokkrum dögum og hann haldi áfram að þenjast út. „Þannig það er full ástæða til að hafa fullar gætur á öllu,“ segir Halldór.

Er ekki ástæða til að ætla að þetta sé að verða búið?

„Nei það held ég ekki og ekki vísbendingar um það. Þannig að eins og ég segi, það er stöðug skjálftavirkni í gangi, þeir eru bara það litlir að fólk finnur fæsta þeirra,“ svarar Halldór.

„Jarðskjálftavirknin færist aðeins til, þannig milli 25. febrúar og fram til 3. mars þá var mest af virkninni á milli Fagradalsfjalls og Keilis en svo 3. mars var heilmikil jarðskjálftavirkni og þá er kvikan að brjóta sér leið lengra í raun og veru inn í Fagradalsfjall, eða undir það, og er að fara kannski kílómetra, einn eða tvo þar undir eða eitthvað svoleiðis, og það hefur líka svolítil áhrif á jarðskjálftavirknina. Þannig að þegar svona berggangar, eða kvikugangar troðast út þá breyta þeir líka spennu á mismunandi misgengjum og á miklu stærra svæði heldur en akkúrat þar sem þessi gangur er að þenjast út,“ útskýrir Halldór.

Það orsaki kannski að einhverju leiti þá jarðskjálftavirkni sem hefur verið nær Grindavík. „Það er alla veganna ein helsta skýringin sem við erum með þessa dagana. Kvikugangurinn virðist ekki vera á neinni ferð þangað beinlínis, það er frekar að stefnan sé núna meira suðlæg heldur en að hann sé að ferðast til suðvesturs. Þannig að það er ekkert sem að styður að það séu einhverjar kvikufærslur þarna nærri bænum,“ segir Halldór.

En eru enn jafn miklar líkur á að það verði stór skjálfti líkt og talað var um fyrir helgi. Er viðbúið að skjálfti upp á 6 eða meira kunni að ríða yfir á svæðinu?

Eldgos
„Það eru heilmiklar breytingar á landinu og aflögun á landinu um einhverja sentímetra eða tugi sentímetra og þetta hefur áhrif á þessi jarðskjálftamisgengi sem geta jafnvel verið þónokkuð í burtu. Þannig að það lítur út fyrir að það hafi kannski heldur minnkað líkur á jarðskjálfta í Brenniseinsfjöllum, þessi tegund af hreyfingu hefur tilhneigingu til að ýta aðeins saman misgengjunum þar þannig að þau festast frekar. En það eru í sjálfu sér ekki miklar breytingar þannig að sú hætta er alltaf enn fyrir hendi svona í bakgrunninum en það er síður líklegt,“ svarar Halldór.

Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð?
Hann segir að ekki sé hægt að segja til um hversu lengi þetta muni halda áfram eða hvenær þessu muni ljúka. Ekki sjái fyrir endann á virkninni ennþá.

„Við höfum kannski verið í tiltölulega rólegu tímabili síðustu áratugina og síðustu árhundruðin en það er náttúrlega ekki útilokað að það hafi verið viðlíka hrinur áður en að góðar mælingar voru til. En svo getur líka verið að við séum að fara inn í ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum og það getur þá spannað tímabil sem við myndum mæla þá í einhverjum hundruðum ára, með einhverjum smá gosi hér og hvar, stundum stærri og stundum minni og stundum jarðskjálftar og fleira. En þetta er nú allt í stóra samhenginu þá er þetta nú kannski frekar smátt í sniði yfirleitt, alla veganna sýnir jarðsagan okkur það,“ segir Halldór.

Heimildir:
-https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/210304_ny.pdf
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/staersti_skjalftinn_i_ruma_tvo_solarhringa/
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/nylegar_sprungur_eru_a_svaedinu/
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/allir_a_tanum_a_vedurstofunni/
-https://www.dv.is/frettir/2021/3/4/ord-gaerdagsins-hvad-er-oroapuls/
-https://www.ruv.is/frett/2021/03/03/eldgos-vid-keili-gaeti-komid-af-stad-kedjuverkun
-https://www.visir.is/g/20212080792d/afram-gert-rad-fyrir-ad-gos-muni-hefjast
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/liklega_byrjun_a_gosskeidi_fari_ad_gjosa/
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/liklega_byrjun_a_gosskeidi_fari_ad_gjosa/
-https://www.dv.is/frettir/2021/3/5/pall-segir-atburdarasina-reykjanesskaga-koma-stodugt-ovart/
-https://www.visir.is/g/20212081717d/gaetum-sed-fram-a-virknitimabil-sem-spannar-arhundrud

Goshrina

Goshrina – sem spáð var á milli Fagradalsfjalls og Keilis.

Jarðskjálfti

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftans saman við áhrif annarra skjálfta á sama svæði sem mælingar eru til á. Það er einkum jarðskjálftinn á Rangárvöllum árið 1912 sem hefur verið notaður í þessum tilgangi. Hann mældist 7 stig að stærð og áhrifasvæði hans var nokkru minna en skjálftans 1784. Ætla má að byggingar hafi verið sambærilegar á Suðurlandi í báðum skjálftunum.

Jarðskjálftar

Margir bæir hafa hrunið í jarðskjálftum hér á landi.

Skjálftinn 1784 átti upptök í Holtum. Þar varð tjónið mest og í nágrenni Eystra-Gíslholtsvatns má finna sprungur sem telja má að hafi orðið til í upptökum skjálftans. Finna má vísbendingar um þetta upptakamisgengi til norðurs og teygir það sig í átt til Skálholts. Þar varð einmitt tilfinnanlegt tjón í skjálftanum. Varð það mönnum tilefni til vangnavelta um að flytja biskupsstólinn og Skálholtsskóla til Reykjavíkur.

Stærstu skjálftar á Íslandi sem mælst hafa eru skjálfti undan norðurströndinni 1910, fyrrnefndur skjálfti á Rangárvöllum 1912, og skjálfti sem varð fyrir mynni Skagafjarðar árið 1963. Allir mældust þeir 7 stig að stærð. Nýlegri skjálftar hafa mælst nokkru minni, til dæmis voru skjálftarnir 17. og 21. júní 2000 af stærðinni 6,5, sömuleiðis Kópaskersskjálftinn 1976.

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Jarðskjálftar

Jarðskálftabelti landsins.

Í kjölfar atburða á Reykjanesskaga hefur Páll Einarsson, prófessor emeritus við Jarðvísindadeild, tekið saman yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á svæðinu og byggir þar á nýlegri grein Sveinbjörns Björnssonar o.fl. höfunda.

Að sögn Páls byggja gögn fyrir árið 1900 á samantekt Þorvaldar Thoroddsen, meðan skýrsla Kjartans Ottóssonar er helsta heimildin fyrir tímabilið 1900-1930 og skýrslur Eysteins Tryggvasonar fyrir áratugina 1930-1960. „Frá 1960 er stuðst við lista frá International Seismological Centre, Veðurstofu Íslands og Sveinbirni Björnssyni o.fl. Eftir að mælitæki koma til sögunnar eru skjálftar á listanum einungis tilgreindir ef stærðin er 5 eða meira, eða ef þeir ollu tjóni, tengdust sprunguhreyfingum eða breytingum á hveravirkni.“

Sögulegt yfirlit

Jarðskjálftar

Jarðskálftasvæði Reykjanesskagans.

1151: „Eldur uppi í Trölladyngjum, húsrið og manndauði“.

1211: „Eldur kom upp úr sjó fyrir utan Reykjanes. Sörli Kolsson fann Eldeyjar hina nýju, en hinar horfnar er alla æfi höfðu staðið. Þá varð landskjálfti mikill hinn næsta dag fyrir Seljumannamessu og létu margir menn líf sitt. … og féllu ofan alhýsi á fjölda bæjum og gjörðu hina stærstu skaða.“

1240: „Landskjálftar miklir fyrir sunnan land. Sól rauð. Eldur fyrir Reykjanesi.“ Þetta er talið vera síðasta eldgosið í hviðu slíkra atburða á Reykjanesskaga. Hviðan er talin hafa byrjað stuttu eftir 870 AD og voru flest gosin hraungos (Kristján Sæmundsson og Magnús Sigurgeirsson, 2013).

1724: Jarðskjálfti í ágústmánuði. Hrapaði bærinn í Herdísarvík og maður fórst við sölvatekju undir Krýsuvíkurbjargi.

1754: Jarðskjálfti í Krýsuvík, og kom þar upp hver, 6 faðma víður og 3 faðma djúpur.

1785-1886: Jarðskjálftar fundust mörgum sinnum í Reykjavík og nágrenni, en ekki er getið um tjón. Sterkustu skjálftarnir voru 1868.

1879: „Allharðir landskjálftakippir á Reykjanesskaga um lok maímánaðar, harðastir voru þeir í nánd við Krýsuvík, sterk baðstofa á Vigdísarvöllum féll og í Nýjabæ við Krýsuvík flýði fólk úr húsum. Um sama leyti hófst eldgos á mararbotni fyrir utan Reykjanes nærri Geirfuglaskeri.“

Jarðskjálftar

Nýleg jarðskálftahrina á Reykjanesskaga.

1887: Jarðskjálftahrina gekk yfir Reykjanes og fundust margir kippir um Suðvesturland. Valahnúkur, sem Reykjanesviti stóð á, klofnaði og féllu úr honum stykki. Leirhverinn Gunna nærri Reykjanesvita breyttist töluvert.

1889: Sterkur jarðskjálfti olli minni háttar tjóni í Reykjavík og nærliggjandi byggðum. Nokkur hús hrundu á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík.

1899: Skjálftahrina gekk yfir Reykjanes og varð tjón á vitanum. Við Gunnuhver opnaðist sprunga og breytingar urðu á hvernum.

1900-1910: Vægir skjálftar fundust oft við Reykjanesvita á þessum árum. Umtalsvert tjón varð í janúar 1905 á Litla Nýjabæ, Vigdísarvöllum og Ísólfsskála.

1919: Reykjanesviti skemmdist í jarðskjálfta sem fannst víða á Reykjanesskaga. Nýr hver myndaðist á Reykjanesi.

1920: Skjálfti varð 14. maí sem líklega átti upptök í Krýsuvík, fannst í Reykjavík. Mældist 5,2 að stærð.

1924: Sterkur jarðskjálfti varð 4. september í Krýsuvík, fannst víða. Nýr hver, Austurengjahver, myndaðist, sprungur opnuðust og grjót hrundi úr fjöllum. Stærðin mældist 5,1.

1924: Í desember varð áköf hrina á Reykjanesi sem olli minni háttar tjóni á vitanum. Stærsti skjálftinn metinn 4,7 stig.

1925-1928: Tíðir jarðskjálftar fundust á Reykjanesi. Vitinn skemmdist 25. október 1926. Sprungur mynduðust í jörð og breytingar urðu á hverum.

1929: Hinn 23. júlí varð stærsti skjálfti sem vitað er að hafi orðið á Reykjanesskaga. Upptök hans voru nálægt Brennisteinsfjöllum, líklega á hinu svokallaða Hvalhnúksmisgengi. Stærðin var 6, 3 og skjálftinn fannst víða um land og olli umtalsverðu tjóni í Reykjavík og nágrenni.

Jarðskjálftar

Vegsummerki eftir jarðskálfta.

1933: Skjálfti sem varð 10. júní fannst víða á Suðvesturlandi. Upptökin voru líklega suður af Keili og vestan Núpshlíðarháls. Rétt við Vigdísarvelli hrundi og mikið rót varð á yfirborði jarðar, sprungur og viðsnúnir steinar. Mælingar erlendis gáfu stærð skjálftans tæplega 6 stig.

1935: Skjálfti 9. október átti upptök á Hellisheiði. Minni háttar tjón varð, en grjót hrundi úr fjöllum og vörður á Hellisheiði féllu á nokkru svæði. Mælingar gefa stærð um 6 stig.

1952: Skjálfti að stærð 5,2 átti upptök nærri Kleifarvatni. Hann fannst víða en olli engu tjóni.

Jarðskálfti

Ummerki jarðskálfta.

1955: Skjálfti ad stærð 5,5, sem varð 1. apríl, átti upptök austarlega á Hellisheiði. Hann fannst víða en olli litlu tjóni.

1967: Kröftug skjálftahrina átti upptök á Reykjanesi 28.-30. september. Miklar breytingar urðu á jarðhitasvæðinu þar og sprungur mynduðust. Stærsti skjálftinn var af stærðinni 4,9 en alls urðu 14 skjálftar af stærðinni 4,0 og stærri. Skjálftarnir fundust víða en tjón var óverulegt.

1968: Jarðskjálfti af stærðinni 6,0 varð 5. desember og átti hann upptök í Brennisteinsfjöllum, líklega á Hvalhnúksmisgenginu, líkt og skjálftinn 1929. Brotlausn hans sýnir að hann varð vegna hægri handar sniðgengishreyfinga á misgengi með N-S stefnu. Skjálftinn fannst víða og olli minniháttar tjóni í Reykjavík.

Jarðskálfti

Afleiðingar jarðskálfta innanhúss.

1973: Skjálftahrina gekk yfir Reykjanesskaga 15.-17. september. Fimm skjálftar voru stærri en 4, þar af þrír stærri en 5, sá stærsti 5,6. Virknin byrjaði í Móhálsadal, austan Djúpavatns og færðist síðan til vesturs, allt vestur að Eldvörpum. Stærsti skjálftinn varð vegna hægri handar sniðgengishreyfinga á misgengi með N-S stefnu.

1974: Jarðskjálftahrina varð 8. desember skammt undan ströndinni á Reykjanesi. Fjórir kippir voru á stærðarbilinu 4,0-4,5.

2000: Jarðskjálftinn 17. júní á Suðurlandi hleypti af stað röð skjálfta á flekaskilunum sem liggja um Reykjanesskagann, allt vestur að Núpshlíðarhálsi. Þrír skjálftanna voru stærri en 5. Sá stærsti (5,9) átti upptök undir Kleifarvatni. Vatnsborð Kleifarvatns féll um 4 metra á næstu vikum. Þá voru FERLIRsfélagar á göngu í Sveifluhálsi, en sakaði ekki.

Grindavík

Grindavík – jarðskjálftar í nóv. 2023.

2003: Jarðskjálfti að stærð 5,0 varð 23. ágúst og átti upptök nálægt Krýsuvík. Honum fylgdu margir smærri eftirskjálftar sem röðuðu sér á N-S línu.

2013: Skjálfti að stærð 5,2 með upptök skammt austan Reykjaness varð 13. október. Ekkert tjón varð en sprungur sem hreyfðust á svæði austan jarðhitasvæðisins gáfu til kynna færslur á vensluðum sniðgengjum með stefnur í norður og aust-norð-austur.

Sjá meira um jarðskjálfta á Íslandi fyrrum.

Heimildir:

-https://is.wikipedia.org/wiki/Jar%C3%B0skj%C3%A1lftar_%C3%A1_%C3%8Dslandi
-Eysteinn Tryggvason, 1978a. Jarðskjálftar á Íslandi 1930 – 1939. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-78-21, 92 pp.
-Eysteinn Tryggvason, 1978b. Jarðskjálftar á Íslandi 1940 – 1949. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-78-22, 51 pp.
-Eysteinn Tryggvason, 1979. Earthquakes in Iceland 1950 – 1959. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-79-06, 90 pp.
-International Seismological Centre, 2014.
-Kjartan Ottósson, 1980. Jarðskjálftar á Íslandi 1900 – 1929. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-80-05, 84 pp .
-Sveinbjörn Björnsson, Páll Einarsson, Helga Tulinius, Ásta Rut Hjartardóttir, 2018. Seismicity of the Reykjanes Peninsula 1971-1976. J. Volcanol. Geothermal Res., https://doi.org/10.1016/j.jvolgeores.2018.04.026.
-Þorvaldur Thoroddsen, 1899. Jarðskjálftar á Suðurlandi. Hið íslenska bókmenntafélag, Kaupmannahöfn, 197 bls.
-Þorvaldur Thoroddsen, 1905. Landskjálftar á Íslandi, II. Jarðskjálftar við Faxaflóa. Hið íslenska bókmenntafélag. Kaupmannahöfn. bls. 201-269.-
Þorvaldur Thoroddsen,1925. Die Geschichte der isländischen Vulkane, Det Kongelige Danske Videnskabernes Selskab, Köbenhavn 1925, 18+458 p.
-https://jardvis.hi.is/sogulegt_yfirlit_um_jardskjalftavirkni_reykjanesskaga

Jarðskálftar

Yfirlit yfir styrk jarðskjálfta á Íslandi aftur til 1734.

Jarðskjálfti

Jarðskjálftar á Íslandi verða á brotabelti á flekaskilum. Tvö slík belti eru á landinu: Á Suðurlandi, frá Ölfusi til Landssveitar og á Norðurlandi, kennt við Tjörnes. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru um 7 að stærð og geta valdið töluverðu tjóni. Þeir eru tíðir undir brotabeltunum og undir megineldstöðvum.

Ebenezer Henderson

Bók Ebenezers Hendersons um ferðalag hans á Íslandi – útg. 1818.

Enskur ferðamaður var hér á landi í byrjun 19. aldar og skrifaði um ýmislegt áhugavert, sem hann bæði heyrði og bar augum. Skrif hans birtust í framhaldinu í bókinni “Iceland; or the Journal of a Resicence in that Island, during the years 1814 and 1815″ eftir Ebenezer Henderson, London 1818. Á bls. 235-239 skrifar hann um jarðskjálfta  á Íslandi eftir að hafa fundið fyrir einum slíkum er hann var við Geysi í Haukadal í lok ferðar sinnar um landið.

“Fyrstu jarðskjálftarnir, sem vitað er um, urðu á árunum 1181 og 1812; en við vitum ekki um afleiðingar þeirra. Árið 1211 er fyrst getið um jarðhræringar í neðansjávareldfjalli nálægt Reykjanesi og fjöldi jarðskjálfta fylgdu í kjölfarið og nokkrir létust og hús víða um Ísland hrundur gjörsamlega til grunna. Á árunum 1260 og 1261 varð vart við harða skjálfta í Flatey á Breiðafirði. Árið 1294 skalf jörð í Rangárvallasýslu; Rangá breytti um farveg og margir bæir snerust á hvolf, og í átta daga urðu allir hverir hvítir sem mjólk. Árið 1300 gaus Hegla og miklar jarðhræringar fylgdu í kjölfarið á Suðurlandi og mötg hús hrundu. Skjálftahrina fygldi í kjölfarið átta árum síðar. Þá eyðilöguðust átján bæir og menn og skepnur dóu.

Ebenezer Henderson

Ebenezer Henderson fæddist 17. nóvember 1784 í litlum bæ í Dunfermline-héraði í Skotlandi og lést 17. maí 1858 skammt þar frá. Bók sem hann skrifaði um dvöl sína á Íslandi 1814-1815 er talin með merkari ferðabókum þar sem öllu er lýst mjög nákvæmlega, einkum jarðfræðitengdum fyrirbærum og hún er skrifuð í Reykjavík að stóru leyti.

Árið 1311 varð skelfilegur jarðskjálfti þar sem ekki færri en fimmtíu og einn bær hrundu og dró fyrir sólu þegar aska og sandur voru ýft upp af eldfjöllum svo ómögulegt var að ferðast frá einum hluta landsins til annars. Árið 1313 eyddust átján hús í miklum jarðskjálfta. Árið 1339 fundust nokkir skjálftar á Suðurlandi, útihýs hrundu og nautgripir lyftust frá jörðu, nokkur fjöll skriði, sprungur og hverir mynduðust. Árið 1370 hrundu tólf bæir í jarðskjálfta í Ölfusi.

Geysir

Mynd af Geysi í bók Ebenezers.

Á árunum 1390 og 1391 urðu fjöldi jarðskjálfta, einkum síðarnefnda árið; fjórtán bæir eyðilögðust í Grímsnesi, Flóa og Ölfusi og fólk grófst undir rústunum. Jörð breyttist; sjóðandi vatn spratt upp, og áhrifa skjálftans fannst alla leið upp á Holtavörðuheiði.
Árið 1552 urðu nokkrir stórir jarðskjálftar, en engar skemmdir urðu á mannvirkjum; og árið 1554 héldu skjáltarnir slíkt áfram að fólk dirfiðist ekki að vera innan dyra í húsum sínum heldur héldu til í tjöldum. Nokkrir jarðskjálftar urðu 1578; og árið 1597 olli skjálfti allmiklum skemmdum á bæjum í Ölfusi. Árið 1614 varð endurtekin skjálftahrina allt haustið og nokkrir bæri hrundu. Um veturinn 1633 eyddust bæri í Ölfusi og áhrifin voru svo mikil að í mörgum kirkjum varð engin þjónusta það sem eftir lifði vetri. Árin 1657 og 1661 urðu nokkuð harðir jarðskjálftar á mismunandi stöðum í Fljótshlíð, suðaustan Heklu, og nokkur hús jöfnuðust við jörðu.

Jarðskjálftar

Margir bæir hafa hrunið í jarðskjálftum hér á landi.

Alvarlegastu jarðskjálftarnir fundust í Ölfusi og í Flóa 28. janúar, 1. apríl og þann 20. árið 1706. Ekki færri en tuttu og fjórir bæir eyðilögðust, fjölmargir urðu fyrir skemmdum og nautgripir drápust. Skjálftunum fylgdu aðrir stórir og smáir um vorið, og voru raktir til heklu og nágrennis.
Líkt og jarðhræringar í Skaptáreldum voru hinar hræðilegustu skráðum í annála Íslands, urðu jarðskjálftarnir sem 14. og 16. ágúst 1784 þeir afdrifaríkustu, sem orðið höfðu fyrir íbúa landsins. Þeir munu hafa orðið á svæði vestan Heklu og fundust um land allt. Í Snæfellssýslu og Ísafirði fundust þeir greinilega. Í Árnessýslu einni hrundu ekki færri en þrjú hundruð og sjötíu og tveir bæir; sextíu og níu gereyðilögðust. Fjöldi húsa er skemmdust í landinu urðu eitt þúsund fjögur hundruð og fimmtíu og níu. Nítján kirkjur skemmdust og fjórar algerlega.
Til viðbótar skemmdum á húsum spilltust hagar, ár breyttu um farvegi og mikil grjóthrun varð í hlíðum fjalla. Margir sjóðandi hverir hurfu og aðrir nýir spruttu upp. Við Geysi nálægt Haukadal birtust ekki ekki færri en þrjátíu og fimm nýir hverir á svæðinu.
Árið 1789 varð enn einn afdrifaríkur jarðskjálfti. Í fyrstu varði hann í u.þ.b. tíu mínútur, en varð síðan viðvarandi af og til það hluta sumarsins. Áhrif skjálftans urðu mest í kringum Þingvallavatn. Botn vatnsins sökk til norðausturs, víða flæddi yfir gamlar leiðir og til suðvesturs og þornaði vatnið upp á allt að fjóra faðma dýpi (haft eftir biskupi Finnssyni).
Árið 1808 reið harður jarðskjálfti yfir sem hafði áhrif á háhitasvæði landsins. Síðasti skjálftinn var í júni 1815, en hann var vægur og fannst einungis í norðurhluta landsins.”

Sjá meira um jarðskjálfta á Reykjanesskaga.

Heimild:
-Iceland; or the Journal of a Resicence in that Island, during the years 1814 and 1815 by Ebenezer Henderson, London 1818, bls. 235-239.

Ebenezer Henderson

Ebenezer Henderson var skoskur guðfræðingur og ritaði gagnmerka bók um ferðir sínar, land og þjóð. Bókinni fylgir kort af Íslandi, gert að fyrirsögn höfundarins af feðgunum Daniel og William Home Lizars. Undirstaðan eru kort af Knoff-gerð, sérstaklega þau sem Jón Eiríksson átti hlut að. Helsta nýmælið á kortinu er að búið er að kippa norðanverðum Vestfjörðum suður fyrir heimskautsbaug. Annars er það í svo litlum mælikvarða að lítið af athugunum Hendersons kemst til skila.