Færslur

Þórkötlustaðahverfi

Þórkatla bjó á Þórkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands.

Þórkötludys

Sigurður Gíslason á Hrauni við dys Þórkötlu í Þórkötlustaðahverfi.

Þórkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þórkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir.

Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Sagan segir að Þórkatla hafi verið kona Þorsteins hrúfnis (jötuns) og Járngerður hafi verið kona Þórðar leggjalda. Þeir voru synir Molda-Gnúps. Þegar eiginmaður Járngerðar fórst á Járngerðarstaðasundi mælti Járngerðu svo til um að 20 skip skyldu þar og farast. Hún var dysuð að hennar beiðni við sjávargötuna frá Járngerðarstöðum svo hún gæti fylgst með hverjir réru hverju sinni.

Dys Járngerðar er í vegkantinum, sunnanmegin, í beygjunni á milli Víkur og Hliðs. Tómas Þorvaldsson, sem vísaði á dysina, sagði það venju að sjómenn, sem gengu sjávargötuna framhjá dysinni, stöðvuðu þar og signdu sig eða báðu bænir áður en þér héldu til báts.

Járngerðardys

Dys Járngerðar – áður en malbikað var hana.

Í sama óveðri slapp eiginmaður Þórkötlu inn á Þórkötlustaðasundið. Þórkatla mælti þá svo til um að þar myndu engir bátar farast. Hefur hvorutveggja gengið eftir. Þórkatla mælti fyrir um að hún skyldi dysjuð þar sem hún sæi yfir Þórkötlustaðasundið.
Dys Þórkötlu er er í túninu austan við Hof.

Jón Árnason IV 231
Skv. upplýsingu Tómasar Þorvaldssonar.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ eftir ábendingum Guðjóns í Vík.

Járngerðarstaðir

Loksins hefur Járngerður gamla, sú er Járngerðarstaðahverfið í Grindavík hefur dregið nafn sitt af, fengið varanlega hvíld. Fyrst eftir niðursetninguna stóð dys Járngerðar við gömlu sjávargötuna milli Járngerðarstaða og Norðurvarar (Fornuvarar). Vermenn gengu þöglir framhjá dysinni, staðnæmdust, lutu höfði og fóru með sjóferðarbæn.
Síðar var lögð Járngerðarleiði árið 2005varanlegri gata (Verbraut) fyrir sjálfrennireiðina framhjá dysinni. Eftir það stóð einungis eitt horn hennar út undan götunni. Nú (árið 2008) hefur gatan verið kyrfilega aðlöguð nútímakröfum, verið breikkuð og undirbúin undir malbikun. Þar með hefur Járngerðarleiðið horfið undir flatneskjuna – tákn hinna nýju tíma.
Í sjálfu sér hefði auðveldlega verið hægt að hlífa legstað gömlu konunnar, táknmerki  hverfisins, og hafa þarna mjórri einstefnugötu, eða bara einfalda þrengingu til hraðatakmarkana, en bæjarfulltrúar Grindvíkinga virðast ekki hafa heyrt af slíkum möguleika, sem þó hefur verið algeng lausn í öðrum bæjarfélögum, bæði hérlendis og erlendis um langt skeið. Á næstunni er ætlunin, vegna þessara mistaka hinna mannlegu, að leggja táknrænan krans á malbik Verbrautar þar sem hin þjóðsögulega dys hefur verið í hugum forfeðra Grindvíkinga um aldir.
Þjóðsagan nefnir að “Þorkatla bjó á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar 2004Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.”
Önnur heimild kveður á um að “Þorkatla hafi búið á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. „Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Dys Járngerðar í Verbraut (rauður hringur)Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi.” Segja fróðir menn að þetta hafi gengið eftir. Leiði kvennanna má sjá í hvoru hverfi. Þorkötluleiði mun vera á túninu austan Þórkötlustaðavegar nr. 11 sem og dysjar hunds og smala.
Í vangaveltum heimamanna segir að “Járngerður hafi reiðst þegar bóndi hennar drukknaði á Járngerðarstaðasundi og lagt á að 20 skip skyldu farast á sundinu. Járngerður gæti hafa verið gift Þorsteini hrugni og búið á Járngerðarstöðum (þrjú hús standa nú á Járngerðarstaðatorfunni). Munmæli herma að Járngerðarleiði, sem Járngerður er sögð hafa verið heygð sé við veginn, rétt við bæinn Vík (sunnan götunnar suðaustan við Vík).”
Þann 21. nóvember árið 2007 stofnuðu grindvískir atvinnuleikarar formlega til félagsskaparins GRAL. GRAL er skammstöfun á GRindvískir AtvinnuLeikarar. Meginmarkmið félagsins er að taka þátt í þjóðfélagsumræðum, hafa áhrif á listalíf í landinu (og þá helst í Grindavík) og álykta í hinum ýmsu málum á opinberum vettvangi.
Á verkefnaskránni framundan er einmitt “Járngerður og Þórkatla”; barnaleikrit sem fjallar um skessurnar Járngerði og Þórkötlu sem tvö hverfanna í Grindavík eru nefnd eftir. Í Járngerðarleiði 2008einn pott eru sett örnefni og þjóðsögur frá Grindavík. Þorbjörn og Hafur-Björn koma við sögu ásamt ruplandi Tyrkjum og hinum ægilega Ægi á Sandi sem er bæði örlátur og grimmur.
GRAL hefur gert munnlegt samkomulag við Erling Einarsson sem stendur að uppgerð Flagghússins á Járngerðarstöðum um sýningar á loftinu þar haustið 2008. Bæjarfulltrúar Grindavíkurbæjar hafa lofað framtakið og eru tilbúnir að veita verkefninu brautargengi. Svo virðist sem áherslan sé, um þessar mundir, meiri á orð en varanleika.
En HVAÐ UM JÁRNGERÐARLEIÐIÐ? Það að jarða þá gömlu endanlega undir slétt malbik hlýtur að senda ungum Grindvíkingum og öðrum þau skilaboð að öllum sé skítsama um fornar sögur og sagnir á svæðinu….
Draga verður í efa að löglegt leyfi hafi legið fyrir eyðileggingunni frá viðkomandi yfirvöldum. Hafi slíkt leyfi verið fyrir hendi væri fróðlegt að fá að sjá það… Þjóðminjalög gilda jú líka í Grindavík – þau nýjustu frá árinu 2001. Að vísu getur veður hamlað umferð um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg, en nýjustu lagabreytingar ættu þó a.m.k. að berast á áfangastað með vorskipunum.
Einhver hafði á orði að framangreind framkvæmd gæti lýst ákveðinni kvenfyrirlitningu ráðamanna Járngerðarstaðahúsin og Vesturbrautbæjarins. Ef satt er þarf Jafnréttisráð að sýna að það eigi til snör viðbrögð. Þessi aðför að Járngerði virðist reyndar kalla á viðbrögð margra annarra aðila og stofnana er lagalegu hlutverki hafa að gegna í samfélaginu. Ólíklegt er þó, af fyrri reynslu að dæma, að viðbragðstími þeirra verði meiri en hraði snigilsins. Varla er t.a.m. hægt að ætlast til að Fornleifavernd ríkisins lyfti rassi frá stól vegna minja á Reykjanesskaganum frekar en fyrri daginn. Líklega er vænlegast, úr því sem komið er, að fá leyfi Gauja í Vík til að gefa eftir smá hornskika við veginn, efna til hugmyndarsamkeppni meðal grindvískra listamanna um minnisvarða um fyrrum frú Járngerði og koma honum síðan upp á staðnum fyrr en seinna.
Þess má geta að þegar Vesturbraut var grafin upp vegna sömu framkvæmda kom verktakinn niður á hlaðið garðlag. Sá hafði uppi snör handtök, fjarlægði garðinn og mokaði yfir. Vitni urðu þó að atvikinu. Skv. Þjóðminjalögum hefði verktakanum borið að tilkynna fundinn til Fornleifaverndar ríkisins. Ekki er ólíklegt að ætla að þarna hafi verið uma ð ræða leifar af gamla bænum á Járngerðarstöðum, þeim er kom við sögu “Tyrkjaránsins”. Af meðfylgjandi loftmynd að dæma liggur Vesturbrautin í gegnum gamla veggstæðið. Eðlilegt er því að spyrja: “Í ljósi gildandi laga; hvers vegna var ekki gert ráð fyrir að minjar myndu finnast á þessu svæði áður og á meðan á framkvæmdunum stóð og hvers vegna var ekki fylgst með hvort svo væri?”

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir.

 

Járngerðardys

Í þjóðsögunni “Þórkatla og Járngerður” eptir handriti Brynjólfs Jónssonar frá Minnanúpi 1861 í Landsbókasafni 542. 4to. má lesa eftirfarandi:
thorkotludes-3“Þórkatla bjó á Þórkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar vora þær giptar. Einu sinni sem optar voru bændur þeirra báDir á sjó. Nú gerði mikið brim, og héldu þeir því báðir til lands. lióndi Þórkötlu fékk gott lag á Þórkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þórkatla feigin mjög, og mælti svo fyrir, að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast, ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og vita menn ekki til, að þar hafi farizt skip á réttu sundi. En það er að segja frá bónda Járngerðar, að hann drukknaði á Járngerðastaðasundi. Þá varð Járngerður afarreið og grimm í hug, og mælti svo um, að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú (1861), sé fyrir víst nítján farin, og er þá eitt eptir, og má búast við, að það farist þá og þá. Á götu þeirri, sem til skips er geingin frá Járngerðarstöðum, er leiði Járngerðar, nálega einn faðmur á breidd og þrír á leingd frá austri til vesturs, og er austurendinn hærri. Ganga sjómenn opt yfir það.”

Heimild:
-Þjóðsögur og munnmæli, Sigfús Eymundsson 1899, bls. 206-207.

Grindavík

Grindavík.