Járngerðardys

Í þjóðsögunni “Þórkatla og Járngerður” eptir handriti Brynjólfs Jónssonar frá Minnanúpi 1861 í Landsbókasafni 542. 4to. má lesa eftirfarandi:
thorkotludes-3“Þórkatla bjó á Þórkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar vora þær giptar. Einu sinni sem optar voru bændur þeirra báDir á sjó. Nú gerði mikið brim, og héldu þeir því báðir til lands. lióndi Þórkötlu fékk gott lag á Þórkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þórkatla feigin mjög, og mælti svo fyrir, að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast, ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og vita menn ekki til, að þar hafi farizt skip á réttu sundi. En það er að segja frá bónda Járngerðar, að hann drukknaði á Járngerðastaðasundi. Þá varð Járngerður afarreið og grimm í hug, og mælti svo um, að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú (1861), sé fyrir víst nítján farin, og er þá eitt eptir, og má búast við, að það farist þá og þá. Á götu þeirri, sem til skips er geingin frá Járngerðarstöðum, er leiði Járngerðar, nálega einn faðmur á breidd og þrír á leingd frá austri til vesturs, og er austurendinn hærri. Ganga sjómenn opt yfir það.”

Heimild:
-Þjóðsögur og munnmæli, Sigfús Eymundsson 1899, bls. 206-207.

Grindavík

Grindavík.