Tag Archive for: Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Á tveimur upplýsingaskiltum, annars vegar við Austurgötu nálægt Læknum og hins vegar við „Reykdalsstífluna“ ofan Hörðuvalla er eftirfarandi texti um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi:

Verksmiðjan og fyrsta almenningsrafveitan

Jóhannes Reykdal

Trésmíðaverkstæði Reykdals við Lækjargötu.

Árið 1901 flutti ungur trésmiður til Hafnarfjarðar, Jóhannes J. Reykdal, en hann hafði þá nýlokið námi í iðn sinni í Danmörku. Til Hafnarfjarðar kom hann í þeim erindagjörðum að stofna hér trésmíðaverksmiðju en hann taldi að Hamarskotslækurinn væri ákjósanlegur aflgjafi fyrir vélar verksmiðjunnar.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal – Skilti um fyrsty almenningsrafveituna á Íslandi við Lækinn.

Í verksmiðju þessari, sem tók til starfa árið 1903, voru átta trésmíðavélar sem allar voru knúnar áfram af fallorku lækjarins. Það var þannig gert að 94 metra langur tréstokkur var reistur og í honum var vatninu veitt í vatnskassa sem áfastur var við húsið. Fallhæð vatnsins í kassanum var tæpir fjórir metrar og í honum var 11 kílóvatta hverfill. Frá hverflinum lá aðalöxullinn inn í kjallarann undir húsinu og þaðan lágu svo reimar upp í gegnum gólfið í tvær hreyfivélar sem aftur knúðu trésmíðavélarnar.
Jóhannes ReykdalÍ frétt Heimskringlu af stofnun verksmiðjunnar sagði meðala annars: „Lækurinn í Hafnarfirði er um aldir og áratugi búinn að renna út í fjarðarbotninn án þess að miðla nokkru af afli sínu mönnum til nytsemdar. Nú er mannshöfnin búin að beizla hann, og er það allrar virðingarvert. Vonandi, að ekki líði langar stundir þangað til hann vinnur fleiri þarfaverkin Hafnfirðingum til þarfa og sóma t.d. að lýsa upp hús og götur þar í bænum.“ Það var einmitt raunin, því árið 1904 keypti Jóhannes níu kílóvatta rafal frá Noregi og tengdi hann við ás nýs hverfils.
Jóhannes ReykdalÍ kjölfarið réð hann Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðing, sem þá var nýkominn heim úr námi í Þýzkalandi, til að annast lagningu raflagnanna til húsa í nágrenninu og Árna Sigurðsson, sem síðar varð fyrsti rafvirki landsins, til að sjá um tengingu raflagnanna innanhúss. Í desember 1904 voru svo fyrstu rafljósin kveikt en þá var búið að leggja rafmagn í 16 hús auk fjögurra ljóskera í bænum. Á þess­um tíma bjuggu 1.079 manns í Hafnar­f­irði.
Meðal húsanna sem tengd voru má nefna Góðtemplarahúsið, barnaskólann, trésmíðaverkstæðið og íbúðarhús Jóhannesar Reykdals við Brekkugöötu.

Hörðuvallastöðin

Hörðuvallastöðin – skilti.

Fljótlega kom upp sú staða að rafstöð þessi náði ekki að sinna þeirri eftirspurn sem myndaðist og var ráðist í að reisa aðra, mun stærri, rafstöð við Hörðuvelli sem tekin var í notkun árið 1906. Trésmíðaverkstæðið seldi Jóhannes tólf Hafnfirðingum árið 19111 en þeir mynduðu sameignarfélag um reksturinn undir nafninu Dvergur, trésmíðaverksmiðja og timburverzlun Hafnarfjarðar, Flygenring & Co. og starfaði hún um áratugaskeið í bænum.

Hörðuvallastöðin
Jóhannes Reykdal
Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir var ákveðið að reisa nýja og mun stærri rafstöð við Hörðuvelli. Jóhannes leigði landið af staðarhaldara á Görðum en auk stíflunnar lét hann reisa langan vatnsstokk og stöðvarhús með íbúð fyrir stöðvarstjórann og fjölskyldu hans. Hörðuvallahúsið er fyrsta rafstöðvarhús sem reist var á Íslandi.

Jóhannes J. Reykdal

Stytta af Jóhannesi J. Reykdal við „Reykdalsstífluna“ ofan Hörðuvalla.

Þessi nýja virkjun var tekin í notkun haustið 1906 og var gerð fyrir 37 kW en vegna vatnsleysis gat hún aldrei framleitt meira en 22 kW. Árið 1909 keypti Hafnarfjarðarbær báðar rafstöðvarnar af Jóhannesi og í kjölfarið var stofnuð rafljósanefnd. Rafmagnssölunni var þannig háttað á þessum árum að einungis var hægt að fá rafmagn á svokölluðum ljósatíma en hann var frá því að skyggja tók og fram til miðnættis á tímabilinu 15. ágúst til 15. maí. Á öðrum tímum var ekkert rafmagn að fá.
Árið 1914 var vatnsstokkurinn frá stíflunni og niður að stöðvarhúsi orðinn svo lélegur að ákveðið var að stytta hann og rafljósastöðin færð frá íbúðarhúsinu í nýtt hús er stóð mun nær stíflunni.
Fljótlega var ljóst að þessar tvær rafstöðvar nægðu ekki til að veita þá raforku sem Hafnarfjarðarbær þurfti á að halda. Margar leiðir voru skoðaðar en að lokum var brugðið á það ráð að reisa dísilrafstöð við Strandgötu og var það fyrirtækið Nathan & Olsen sem átti og starfrækti þá stöð. Það var árið 1922 sem sú stöð tók til starfa og sá hún bænum vestan lækjar fyrir rafmagni en eldri stöðvarnar sáu um þann hluta bæjarsins sem var sunnan lækjar. Þetta fyrirkomulag stóð stutt því að árið 1923 var neðri rafstöðin lögð niður og þremur árum síðar var svo komið að Hörðuvallastöðin gat ekki lengur séð íbúum sunnan lækjar fyrir nægilegu rafmagni. Var hún þá einnig lögð niður og eftir það sá stöð Nathan Olsen öllum bænum fyrir raforku.
Stöðvarstjórar við Hörðuvallastöðina voru Jón Þórðarson (1906-1908), Þórður Einarsson (1908-1914) og Árni Sigurðsson (1914-1926).

Sjá meira um Jóhannes og rafvæðinguna HÉR og HÉR.

Jóhannes Reykdal

Minnismerki um Jóhannes Reykdal og fyrstu almenningsrafstöðina við Austurgötu. Lista­verkið Hjól er eft­ir Hall­stein Sig­urðsson.

Jóhannes J. Reykdal

Fyrsta rafstöðin til rafmagnsframleiðslu fyrir bæjarfélag var reist í Hafnarfirði. Í fyrstu var einungis um ljósarafmagn að ræða.

Jóhannes

Jóhannes Reykdal.

Sá, sem stöðina reisti, var Jóhannes Jóhannesson Reykdal og var hún reist við Hörðuvelli í Hafnarfirði. Jóhannes reisti rafstöðina einn og óstuddur og sá um rekstur hennar til ársins 1909 þegar Hafnafjarðarbær keypti rafstöðina og bætti við dísilrafstöð vegna ört vaxandi bæjarfélags. Jóhannes keypti þessa stöð aftur af Hafnafjarðarbæ og starfrækti hana við verksmiðju sína í Setbergslandi allt til ársins 1952.

Jóhannes á að hafa rekið þessi rafstöð sína á frumlegan hátt og þá sérstaklega hvað varðar innheimtu á rafmagnsreikningum. Sú saga er sögð að hann hafi alfarið séð um sölu á ljósaperum til rafmagnsnotenda og selt þær dýrt og þannig náð inn gjöldum vegna rafmagnsnotkunar bæjarbúa. Þar sem margir bæjarbúa voru fátækir og höfðu sumir ekki efni á nema einni ljósaperu, var sú pera nýtt um allt húsið. Það er að segja hún var færð milli herbergja og þar skrúfuð í ljósastæði þar sem þörf var fyrir ljós.

Jóhannes Reykdal.

Jóhannes J. Reykdal á „Reykdalsstíflunni“.

Jóhannes Reykdal fæddist að Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 18. janúar árið 1874. Tvítugur að aldri hóf hann trésmíðanám hjá Snorra Jónssyni trésmíðameistara á Akureyri og fjórum árum síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar til frekara trésmíðanáms. Eftir þriggja ára dvöl ytra flutti hann heim til Íslands og ætlaði til Akureyrar en hann hitti unga konu, Þórunni Böðvarsdóttur og ástin varð til þess að hann festi rætur sunnan heiða.
Fyrstu árin sinnti Jóhannes húsbyggingum en fannst það ekki nóg. Hann vildi reisa verksmiðju við Lækinn í Hafnarfirði og er það fyrsta stórvirkið sem Jóhannes vann. Trésmiðjan var búin átta fullkomnum trésmíðavélum og staðsetningin var engin tilviljun, því Jóhannes virkjaði lækinn og fékk þar orku til að knýja vélarnar áfram. Elísabet Reykdal, dóttir Jóhannesar, segir þetta fyrsta virkjunarafrek Jóhannesar megi rekja til heimsóknar hans til Margrétar systur hans sem bjó í Noregi. Þar sá hann hvernig Norðmenn nýttu sér vatnsaflið.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes J. Reykdal; upplýsingaskilti við fótstall hans á „Reykdalsstíflunni“.

Alls unnu tíu til tólf menn að jafnaði í þessari fyrstu verksmiðju Jóhannesar.
Jóhannes lét ekki staðar numið þótt hann væri kominn með orku til að knýja vélarnar, hann vildi nýta Lækinn betur og framleiða rafmagn. Árið 1904 fór hann til Noregs og festi kaup á rafal og setti sig í samband við fyrsta íslenska raffræðinginn, Halldór Guðmundsson, sem nýkominn var úr námi í Þýskalandi. Með hjálp Halldórs setti Jóhannes upp rafalinn og einn starfsmanna hans, trésmiðurinn Árni Sigurðsson, lagði raflagnir. Þann 12. desember þetta sama ár urðu þáttaskil í sögu þjóðarinnar. Þá tók virkjunin til starfa og ljós voru kveikt í 15 húsum í Hafnarfirði, auk trésmiðjunnar. Þar á meðal voru tvö stærstu hús bæjarins, barnaskólinn og Góðtemplarahúsið. Einnig voru tendruð fjögur götuljós.

Hafnarfjörður

Vatnsstokkur J.R. frá Reykdalsstíflunni.

Rafvæðing Íslands var hafin. Eins og gefur að skilja varð strax mikil eftirspurn eftir rafmagninu hans Jóhannesar og trésmiðjuvirkjunin annaði engan vegin eftirspurn, jafnvel þótt Jóhannes hafi bætt nýju vatnshjóli við virkjunina.

Reykdal

Reykdalsstíflan – minnismerki um Jóhannes Reykdal.

Jóhannes fór því aftur af stað, fékk vatnsréttindi ofar í læknum og reisti á eigin spýtur nýja rafstöð, á svo kölluðum Hörðuvöllum, sem fyrst um sinn fullnægði allri eftirspurn eftir rafmagni í Hafnarfirði.

Reykdalsvikjun

Reykdalsvirkjun.

Þetta er fyrsta sjálfstæða rafstöðin á Íslandi og hún tók til starfa haustið 1906 og framleiddi 37 kW. Á þessum tíma var ekki hægt að mæla rafmagnsnotkun heimilanna þannig að Jóhannes tók til þess ráðs að selja perur. Hann einn seldi perurnar og þegar pera sprakk þurfti fólk að skila ónýtu perunni til þess að kaupa nýja. Áður en Hörðuvallavirkjunin (Reykdalsvirkjun) kom mátti einungis hafa tvær perur í hverju húsi, þótt perustæðin væru fleiri.
Jóhannes ReykdalJóhannes Reykdal óttaðist ekki breytingar. Árið 1909 seldi hann Hafnarfjarðarbæ virkjanirnar og keypti jörðina Setberg. Hann seldi líka trésmiðjuna en starfsmennirnir tólf ráku hana áfram undir nafninu Trésmiðjan Dvergur. Fyrstu tvö árin hafði Jóhannes ráðsmann sem sá um búreksturinn en árið 1911 tók hann við búskapnum en sá fljótt að hann gat ekki án rafmagns verið. Árið 1917 tók hann sig til og reisti enn eina rafstöðina við Lækinn. Þá þurfti hann að grafa um það bil eins kílómetra aðveituskurð og er það fyrsti aðveituskurðurinn sem grafinn var fyrir vatnsaflsvirkjun á landinu.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes við fyrsta rafalinn á trésmíðaverkstæðinu við Lækinn.

Sem dæmi um framsýni Jóhannesar segir Elísabet að hann hafi fjárfest í fyrstu mjaltavélinni sem kom til landsins og fyrstu dráttarvélinni sem var Countor G, tíu hestafla framdrifin vél sem hægt var að tengja ýmis heyvinnutæki við. Þótt Jóhannes hafi rekið myndarbú á Setbergi, með 20 kýr í fjósi og 200 ær, nægði það framkvæmdamanninum ekki. Hann reisti því timburverslun og trésmiðju við bæinn sem að sjálfsögðu var drifin með afli úr læknum.
Elísabet Reykdal segir að Jóhannes hafi víða séð tækifæri og hafi kunnað að nýta sér þau. Hún nefnir sem dæmi þegar þýska skonnortan Adelheid strandaði í hafnarmynninu í Hafnarfirði og sökk. Skonnortan var full af kolum. Jóhannes keypti skipið fyrir lítið og fékk mannskap með sér í að koma vírum undir það og lyfti því síðan upp með prömmum og lét aðfallsölduna mjaka því smám saman upp á land.

Jóhannes Reykdal

Stytta af Jóhannesi Reykdal við „Reykdalsstífluna“.

Björgunaraðgerðirnar gengu ótrúlega vel, en mesta vesenið var að koma vírunum undir skonnortuna. Jóhannesi leist ekki á hægaganginn hjá köfurunum og brá sér því sjálfur í kafarabúning og bjargaði málunum. Þetta þótti mikil dirfska og kafararnir sem biðu á þurru voru orðnir ansi smeikir, því Jóhannes var mun lengur í kafi en þeir voru vanir. Elísabet segir að Jóhannes hafi haft allar klær úti við að ná sér í timbur. „Hún er fræg sagan af því þegar hann var í timburleiðangri en erfitt var að finna skip til að sigla með timbrið heim. Þá fékk þá hugmynd að gera fleka úr timbrinu og láta dráttarbát draga farminn yfir hafið. Ekki varð úr því, þar sem enginn banki vildi tryggja farminn. Jóhannes gerði sér því lítið fyrir og keypti barkaskip, fyllti það af timbri og lét sigla því heim.“
Það er óvinnandi vegur að gera æfi Jóhannesar Reykdals skil í einni blaðagrein, slík voru afrek hans. En ekki verður hjá því komist að nefna íshúsið sem hann reisti. Húsið framleiddi ís fyrir togara Hafnfirðinga og skilaði um leið miklum auði til bæjarins. Aðrir togarar þurftu að fylla sig af ís eftir söluferðir til útlanda meðan hafnfirsku togararnir lestuðu kol og fluttu heim til Hafnarfjarðar. Því varð aldrei kolaskortur í Hafnarfirði, þökk sé stórhug og framfaraviðleitni Jóhannesar Reykdals.

Sjá meira HÉR.

Heimildir m.a.
-http://www.rafmagn100.is/johannes.htm

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður í dag – athafnasvæði Jóhannesar fyrrum.

Jóhannes Reykdal

Eftirfarandi umfjöllun um „Brautryðjandann Jóhannes Reykdal“ er eftir Albert J. Kristinsson:

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal Einarsson, langalangafabarn Jóhannesar Reykdal, og Lovísa Christiansen, dótturdóttir Jóhannesar J Reykdal, afhjúpuðu styttu við „Reykdalsstífluna (25. maí 2018).

„Jóhannes Reykdal varð goðsögn í lifanda lífi. Hann fæddist að Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 18. janúar árið 1874. Tvítugur að aldri hóf hann trésmíðanám hjá Snorra Jónssyni trésmíðameistara á Akureyri og fjórum árum síðar silgdi hann til Kaupmannahafnar til frekara trésmíðanáms.Eftir þriggja ára dvöl ytra flutti hann heim til Íslands og ætlaði til Akureyrar, en hann hitti unga konu, Þórunni Böðvarsdóttur, og ástin varð til þess að hann festi rætur sunnan heiða.

Fyrstu árin sinnti Jóhannes húsbyggingum en fannst það ekki nóg. Hann vildi reisa verksmiðju við Lækinn í Hafnarfirði og er það fyrsta stórvirkið sem Jóhannes vann.

Reykdal

Jóhannes Reykdal – minningarskjöldur við Reykdalsstíflu.

Trésmiðjan var búin átta fullkomnum trésmíðavélum og staðsetningin var engin tilviljun, því Jóhannes virkjaði lækinn og fékk þar orku til að knýja vélarnar áfram. Elísabet Reykdal, dóttir Jóhannesar, segir þetta fyrsta virkjunarafrek Jóhannesar megi rekja til heimsóknar hans til Margrétar systur hans sem bjó í Noregi. Þar sá hann hvernig Norðmenn nýttu sér vatnsaflið. Alls unnu tíu til tólf menn að jafnaðií þessari fyrstu verksmiðju Jóhannesar.

Upphaf rafvæðingar
Jóhannes ReykdalJóhannes lét ekki staðar numið þótt hann væri kominn með orku til að knýja vélarnar, hann vildi nýta lækinn betur og framleiða rafmagn. Árið 1904 fór hann til Noregs og festi kaup á rafal og setti sig í samband við fyrsta íslenska raffræðinginn, Halldór Guðmundsson, sem nýkominn var úr námi í Þýskalandi. Með hjálp Halldórs setti Jóhannes upp rafalinn og einn starfsmanna hans, trésmiðurinn Árni Sigurðsson, lagði raflagnir. Þann 12. desember þetta sama ár urðu þáttaskil í sögu þjóðarinnar. Þá tók virkjunin til starfa og ljós voru kveikt í 15 húsum í Hafnarfirði, auk trésmiðjunnar. Þar á meðal voru tvö stærstu hús bæjarins, barnaskólinn og Góðtemplarahúsið. Einnig voru tendruð fjögur götuljós.

Rafvæðing Íslands var hafin
Jóhannes ReykdalEins og gefur að skilja varð strax mikil eftirspurn eftir rafmagninu hans Jóhannesar og trésmiðjuvirkjunin annaði engan vegin eftirspurn, jafnvel þótt Jóhannes hafi bætt nýju vatnshjóli við virkjunina.
Jóhannes fór því aftur af stað, fékk vatnsréttindi ofar í læknum og reisti á eigin spýtur nýja rafstöð, á svo kölluðum Hörðuvöllum, sem fyrst um sinn fullnægði allri eftirspurn eftir rafmagni í Hafnarfirði. Þetta er fyrsta sjálfstæða rafstöðin á Íslandi og hún tók til starfa haustið 1906 og framleiddi 37 kW. Á þessum tíma var ekki hægt að mæla rafmagnsnotkun heimilanna þannig að Jóhannes tók til þess ráðs að selja perur. Hann einn seldi perurnar og þegar pera sprakk þurfti fólk að skila ónýtu perunni til þess að kaupa nýja. Áður en Hörðuvallavirkjunin kom mátti einungis hafa tvær perur í hverju húsi, þótt perustæðin væru fleiri.

Bóndinn á Setbergi
Jóhannes ReykdalJóhannes Reykdal óttaðist ekki breytingar. Árið 1909 seldi hann Hafnarfjarðarbæ virkjanirnar og keypti jörðina Setberg. Hann seldi líka trésmiðjunaen starfsmennirnir tólf ráku hana áfram undirnafninu Trésmiðjan Dvergur. Fyrstu tvö árin hafði Jóhannes ráðsmann sems á um búreksturinn en árið 1911 tók hann við búskapnum en sá fljótt að hann gat ekki án rafmagns verið. Árið 1917 tók hann sig til og reisti enn eina rafstöðina við Lækinn. Þá þurfti hann að grafa um það bil eins kílómetra aðveituskurð og er það fyrsti aðveituskurðurinn sem grafinn var fyrir vatnsaflsvirkjun á landinu. Sem dæmi um framsýni Jóhannesar segir Elísabet að hann hafi fjárfest í fyrstu mjaltavélinni sem kom til landsins og fyrstu dráttarvélinni sem var Countor G, tíu hestafla framdrifin vél sem hægt var að tengja ýmis heyvinnutæki við.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Jóhannesson Reykdal; minningaskjöldur við heimagrafhýsi fjölskyldunnar milli Setbergs og Þórsbergs.

Þótt Jóhannes Jóhannesson Reykdal hafi rekið myndarbú á Setbergi, með 20 kýr í fjósi og 200 ær, nægði það framkvæmdamanninum ekki. Hann reisti því timburverslun og trésmiðju við bæinn sem að sjálfsögðu var drifin með afli úr Læknum.

Timbur og skonnorta
Elísabet Reykdal segir að JóhJóhannes Reykdalannes hafi víða séð tækifæri og hafi kunnað að nýta sér þau. Hún nefnir sem dæmi þegar þýska skonnortan Adelheid strandaði í hafnarmynninu í Hafnarfirði og sökk. Skonnortanvar full af kolum. Jóhannes keypti skipið fyrir lítið og fékk mannskap með sér í að koma vírum undir það og lyfti því síðan upp með prömmum og lét aðfallsölduna mjaka því smám saman upp á land.

Hafnarfjörður

Jóhannes Reykdal; stífla.

Björgunaraðgerðirnar gengu ótrúlega vel, en mesta vesenið var að koma vírunum undir skonnortuna. Jóhannesi leist ekki áhægaganginn hjá köfurunum og brá sér því sjálfur í kafarabúning og bjargaði málunum. Þetta þótti mikil dirfska og kafararnir sem biðu á þurru voru orðnir ansi smeikir, því Jóhannes var mun lengur í kafi en þeir voru vanir. Elísabet segir að Jóhannes hafi haft allar klær úti við að ná sér í timbur. „Húne r fræg sagan af því þegar hann var í timburleiðangri en erfitt var að finna skip til að sigla með timbrið heim. Þá fékk þá hugmynd að gera fleka úr timbrinu og láta dráttarbát draga farminn yfir hafið. Ekki varð úr því, þar sem enginn banki vildi tryggja farminn. Jóhannes gerði sér því lítið fyrir og keypti barkaskip, fyllti það af timbri og lét sigla því heim.“

Jóhannes ReykdalÞað er óvinnandi vegur að gera æfi Jóhannesar Reykdals skil í einni blaðagrein, slík voru afrek hans. En ekki verður hjá því komist að nefna íshúsið sem hann reisti. Húsið framleiddi ís fyrir togara Hafnfirðinga og skilaði um leið miklum auði til bæjarins. Aðrir togarar þurftu að fylla sig af ís eftir söluferðir til útlanda meðan hafnfirsku togararnir lestuðu kol og fluttu heim til Hafnarfjarðar. Því varð aldrei kolaskortur í Hafnarfirði, þökk sé stórhug og framfaraviðleitni Jóhannesar Reykdals.“
Sjá meira um Jóhannes HÉR.

Heimild:
-http://www.rafmagn100.is/johannes.htm
-Brautryðjandinn Jóhannes Reykdal – Albert J. Kristinsson.

Jóhannes Reykdal

Stytta af Jóhannesi Reykdal við „Reykdalsstífluna“.

Jóhannes Reykdal

Við Reykdalsstífluna neðan Lækjarkinnar er upplýsingaskilti Byggðasafns Hafnarfjarðar um Hörðuvallastöðina og fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi. Á því má lesa eftirfarandi texta og sjá meðfylgjandi myndir:

Hörðuvallastöðin

Hörðuvallastöðin – skilti.

„Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir var ákveðið að reisa nýja og mun stærri rafstöð við Hörðuvelli. Jóhannes leigði landið af staðarhaldara á Görðum en auk stíflunnar lét hann reisa langan vatnsstokk og stöðvarhús með íbúð fyrir stöðvarstjórann og fjölskyldu hans. Hörðuvallahúsið er fyrsta rafstöðvarhús sem reist var á Íslandi.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal – minningarskjöldur við fótstall styttu af Jóhannesi á Reykdalsstíflunni ofan Hörðuvallarstöðvarinnar.

Þessi nýja virkjun var tekin í notkun haustið 1906 og var gerð fyrir 37 kW en vegna vatnsleysis gat hún aldrei framleitt meira en 22 kW. Árið 1909 keypti Hafnarfjarðarbær báðar rafstöðvarnar af Jóhannesi og í kjölfarið var stofnuð rafljósanefnd. Rafmagnssölunni var þannig háttað á þessum árum að einungis var hægt að fá rafmagn á svokölluðum ljósatíma en hann var frá því að skyggja tók og fram til miðnættis á tímabilinu 15. ágúst til 15. maí. Á öðrum tímum var ekkert rafmagn að fá.

Jóhannes Reykdal

Tréstokkurinn milli Reykdalsstíflunnar og Hörðuvallastöðvarinnar.

Árið 1914 var vatnsstokkurinn frá stíflunni og niður að stöðvarhúsi orðinn svo lélegur að ákveðið var að stytta hann og rafljósastöðin færð frá íbúðarhúsinu í nýtt hús er stóð mun nær stíflunni.

Jóhannes Reykdal

Stytta af Jóhannesi Reykdal á Reykdalsstíflunni.

Fljótlega var ljóst að þessar tvær rafstöðvar nægðu ekki til að veita þá raforku sem Hafnarfjarðarbær þurfti á að halda. Margar leiðir voru skoðaðar en að lokum var brugðið á það ráð að reisa dísilrafstöð við Strandgötu og var það fyrirtækið Nathan & Olsen sem átti og starfrækti þá stöð.

Reykdalsstífla

Reykdalsstífla.

Það var árið 1922 sem sú stöð tók til starfa og sá hún bænum vestan lækjar fyrir rafmagni en eldri stöðvarnar sáu um þann hluta bæjarins sem var sunnan lækjar. Þetta fyrirkomulag stóð stutt því að árið 1923 var neðri rafstöðin lögð niður og þremur árum síðar var svo komið að Hörðuvallastöðin gat ekki lengur séð íbúum sunnan lækjar fyrir nægilegu rafmagni. Var hún þá einnig lögð niður og eftir það sá stöð Nathan Olsen öllum bænum fyrir raforku.

Stöðvarstjórar við Hörðuvallastöðina voru Jón Þórðarson (1906-1908), Þórður Einarsson (1908-1914) og Árni Sigurðsson (1914-1926).“

Jóhannes Reykdal

Endurgerður tréstokkurinn milli fyrrum Hörðuallarafstöðvarinnar og Reykdalsstíflu.

Jóhannes Reykdal

Á upplýsingaskilti Byggðasafns Hafnarfjarðar við Austurgötu nálægt Læknum er eftirfarandi texti og myndir um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi:

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal – Skilti um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi við Lækinn.

„Árið 1901 flutti ungur trésmiður til Hafnarfjarðar, Jóhannes J. Reykdal, en hann hafði þá nýlokið námi í iðn sinni í Danmörku. Til Hafnarfjarðar kom hann í þeim erindagjörðum að stofna hér trésmíðaverksmiðju en hann taldi að Hamarskotslækurinn væri ákjósanlegur aflgjafi fyrir vélar verksmiðjunnar. Í verksmiðju þessari, sem tók til starfa árið 1903, voru átta trésmíðavélar sem allar voru knúnar áfram af fallorku lækjarins.

Jóhannes Reykdal

Í trésmiðju Jóhannesar Reykdal við Lækinn.

Það var þannig gert að 94 metra langur tréstokkur var reistur og í honum var vatninu veitt í vatnskassa sem áfastur var við húsið. Fallhæð vatnsins í kassanum var tæpir fjórir metrar og í honum var 11 kílóvatta hverfill. Frá hverflinum lá aðalöxullinn inn í kjallarann undir húsinu og þaðan lágu svo reimar upp í gegnum gólfið í tvær hreyfivélar sem aftur knúðu trésmíðavélarnar.

Jóhannes Reykdal

Upplýsingaskilti um fyrstu rafvæðinguna á Íslandi við Lækinn.

Í frétt Heimskringlu af stofnun verksmiðjunnar sagði meðal annars: “Lækurinn í Hafnarfirði er um aldir og áratugi búinn að renna út í fjarðarbotninn án þess að miðla nokkru af afli sínu mönnum til nytsemdar. Nú er mannshöfnin búin að beizla hann, og er það allrar virðingarvert. Vonandi, að ekki líði langar stundir þangað til hann vinnur fleiri þarfaverkin Hafnfirðingum til þarfa og sóma t.d. að lýsa upp hús og götur þar í bænum.” Það var einmitt raunin, því árið 1904 keypti Jóhannes níu kílóvatta rafal frá Noregi og tengdi hann við ás nýs hverfils.

Í kjölfarið réð hann Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðing, sem þá var nýkominn heim úr námi í Þýzkalandi, til að annast lagningu raflagnanna til húsa í nágrenninu og Árna Sigurðsson, sem síðar varð fyrsti rafvirki landsins, til að sjá um tengingu raflagnanna innanhúss. Í desember 1904 voru svo fyrstu rafljósin kveikt en þá var búið að leggja rafmagn í 16 hús auk fjögurra ljóskera í bænum. Á þess­um tíma bjuggu 1.079 manns í Hafnar­f­irði.

Reykdal

Reykdalshúsið við Brekkugötu.

Meðal húsanna sem tengd voru má nefna Góðtemplarahúsið, barnaskólann, trésmíðaverkstæðið og íbúðarhús Jóhannesar Reykdals við Brekkugötu.

Fljótlega kom upp sú staða að rafstöð þessi náði ekki að sinna þeirri eftirspurn sem myndaðist og var ráðist í að reisa aðra, mun stærri, rafstöð við Hörðuvelli sem tekin var í notkun árið 1906. Trésmíðaverkstæðið seldi Jóhannes tólf Hafnfirðingum árið 19111 en þeir mynduðu sameignarfélag um reksturinn undir nafninu Dvergur, trésmíðaverksmiðja og timburverzlun Hafnarfjarðar, Flygenring & Co. og starfaði hún um áratugaskeið í bænum.“

Jóhannes Reykdal

Jóhannes við fyrsta rafalinn á trésmíðaverkstæðinu við Lækinn.

Reykdal

Á vefsíðinni „Legstaðaleit.com“ má lesa eftirfarandi um heimagrafreit Reykdalsfjöldskyldunnar við Setberg ofan Hafnarfjarðar:

Reykdal

Grafhýsi Reykdals.

„Heimagrafreiturinn Setbergi er staðsettur að Hólsbergi 13 í Hafnarfirði. Þar hvílir Jóhannes Jóhannesson Reykdal ásamt konu sinni Þórunni Böðvarsdóttur Reykdal og fimm börnum þeirra sem dóu þegar þau voru á aldrinum 12 til 34 ára (þau hjónin eignuðust alls 12 börn).

Jóhannes Jóhannesson Reykdal fæddist að Vallarkoti í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu þann 18. janúar 1874. Á Akureyri hóf hann trésmíðanám og fjórum árum síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar til frekara trésmíðanáms. Eftir þriggja ára nám þar flutti hann heim til Íslands með það í huga að setjast að á Akureyri. Á leið sinni hitti hann þó unga konu, Þórunni Böðvarsdóttur, sem varð til þess að hann festi rætur sunnan heiða.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Jóhannesson Reykdal.

Fyrstu árin sinnti Jóhannes húsbyggingum en fljótlega leitaði hugurinn hærra, sem varð til þess að hann reisti verksmiðju við Lækinn, hans fyrsta stórvirki. Jóhannes virkjaði Lækinn til þess að knýja vélar verksmiðjunnar áfram. Þetta dugði Jóhannesi þó ekki lengi því árið 1904, þá þrítugur að aldri, fór hann til Noregs og festi þar kaup á rafal og með aðstoð íslensks raffræðings, Halldórs Guðmundssonar, setti Jóhannes rafalinn upp.

Þann 12. desember 1904 urðu þáttaskil í sögu þjóðarinnar með því að virkjun Jóhannesar neðst í læknum tók til starfa og ljós voru kveikt í 15 húsum í Hafnarfirði, auk trésmiðjunnar og fjögurra götuljósa. Með þessum atburði var rafvæðing Íslands hafin.
Mikil eftirspurn var eftir rafmagni virkjunarinnar og fór Jóhannes því aftur af stað, fékk vatnsréttindi ofar í Læknum og reisti á eigin spýtur nýja rafstöð á Hörðuvöllum. Sú rafstöð tók til starfa haustið 1906 og var að afli 37 kW, sem fullnægði allri eftirspurn eftir rafmagni í Hafnarfirði. Sú virkjun stendur enn og kallast Reykdalsvirkjun og var fyrsta sjálfstæða rafstöðin á Íslandi. Ellefu árum síðar reis þriðja rafstöð Jóhannesar nú enn ofar í Læknum.

Þórunn Reykdal

Þórunn Böðvarsdóttir Reykdal.

Í DV árið 2007 er m.a. fjallað um grafhýsi hér á landi. Þar segir:
„Lengi stóð grafhýsi í Setbergshverfi ofan Hafnarfjarðar. Athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal var sá fyrsti sem þar hvíldi. Hann varð goðsögn í lifanda lífi þegar hann bókstaflega lýsti upp Hafnarfjörð árið 1904 með því að setja þar upp rafmagnsljós.
Fyrir nokkrum árum var hins vegar mokað yfir grafreitinn en áður voru þeir sem síðast voru þar greftraðir fluttir í kirkjugarð bæjarins og jarðaðir þar.“

Væntanlega hefur hvatinn fyrir stofnun heimagrafreita víða verið sá að fólk vildi hvíla á jörðinni sinni og vera áfram heima. Árið 1885 sótti Jón Bergsson í Brokey á Breiðafirði um að fá að gera heimagrafreit á eyjunni og þar kemur þetta viðhorf skýrt fram. Í bréfi sínu segir hann að „löng dvöl á þessum stað hefur gjört mjer hann svo kæran að jeg vil hvorki lífs nje liðinn hjeðan fara en óska innilega, að bein mín mættu hvílast hjer í friði“.

Reykdal

Minningarsteinn við grafhýsi Reykdals.

Frumbyggjar þessa lands á söguöld voru jarðsettir í túnjaðrinum heima, uppi á hólum, við haf eða vatn, á fjöllum og víðar. Eftir að kristni varð almennari í landinu tóku að myndast skipulagðir kirkjugarðar við kirkjur landsins og varð það venjan að fólk var jarðsett í slíkum görðum. Á síðari hluta 19. aldar virðist sem að aukið frjálslyndi í trúmálum hafi gert Íslendingum kleift að auka fjölbreytni við jarðsetningu látinna og eru einkagrafreitir engan veginn sér-íslenskt fyrirbæri, því þeir þekkjast vel í nágrannalöndum okkar. Árið 1963 var tekið fyrir stofnun nýrra heimagrafreita á Íslandi, en þá voru þeir orðnir 158 víða um land. En allt til dagsins í dag eru gamlir heimagrafreitir nýttir.

Reykdal

Minningarskjöldur við grafhýsið.

Stefán Ólafsson fjallar um „Heimagrafreiti á Íslandi“, í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2016:
„Hér verða til umfjöllunar leyfi til sjálfseignabænda um greftrun fyrir sig og fjölskyldu sína annars staðar en í sóknarkirkjugarðinum. Þessar lagabreytingar voru samþykktar 1901 og 1902 og fólst í þeim tækifæri fyrir þá sem það vildu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að jarða fólk í þar til gerðum heimagrafreit sem var í þeirra eigin landi. Þessar reglubreytingar urðu í kjölfar umsókna frá bændum til biskups og konungs á seinni hluta 19. aldar um að mega taka upp slíka grafreiti.

Reykdal

Fiskreitur þar sem nú er N1. Í baksýn er Setbergshamar. Húsið lengst til vinstri er Hléberg [Þórsberg]. Litla húsið efst í brekkunni (annað frá hægri) er grafhýsi Jóhannesar Reykdals og fjölsk, en hann bjó á Hlébergi [Þórsbergi]. Annað hús frá vinstri er byggt af Hans Kristiansen. Hús til hægri (að undanskildu grafhýsinu) eru sumarbústaðir. Jóhannes Reykdal byggði nýbýlið Þórsberg þegar hann hætti búskap á Setbergi. Hann hafði þar allmikla garðrækt.

Elsta umsókn um heimagrafreit er frá Þórði Sigurðssyni á Fiskilæk í Borgarfirði. Hugmyndina að heimagrafreitum má hugsanlega rekja til þekkingar bænda á kumlum eða haugum landnámsmanna sem almennt var álitið að væru heygðir á jörðum sínum.
Þá hafa margir þeirra vitað að til forna stóðu bænhús við marga bæi og í raun má ætla að þau hafi verið á svo til annarri til þriðju hverri jörð og þar var viðkomandi heimilisfólk jarðsungið. Út frá þessu má því ætla að hugmyndin um heimagrafreitina sé sprottin frá þjóðernisrómantík og frjálshyggju sem þá einkenndi tíðarandann en þessar tvær stefnur höfðu til að mynda mikil áhrif á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Í upphafi hefur vonin um að hvíla í sinni eigin jörð verið sterk því að það þurfti töluverða staðfestu að verða sér úti um slík leyfi.

Reykdal

Nöfn hvílenda.

Með lögum í byrjun febrúar 1963 var sett bann við gerð grafhýsa og heimagrafreita. Þegar hætt var að gefa leyfi til upptöku heimagrafreita 1963 voru þeir orðnir 158 talsins, þar af 5 í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Leyfi til heimagrafreita hafa þó a.m.k. verið 159 því vitað er um eitt tilfelli þar sem heimagrafreitur var lagður niður og einstaklingurinn sem í honum var, grafinn upp og futtur í kirkjugarð þegar jörðin fór úr ábúð ættarinnar.“

Hjalti Hugason krifaði grein í Ritröð Guðfræðistofnunar HÍ árið 2021 undir fyrirsögninni „Jarðsett verður í heimagrafreit“ – Nýbreytni í greftrunarsið Íslendinga á nítjándu og tuttugustu öld:
„Lítið hefur verið ritað fræðilega um íslenska heimagrafreiti. Nýlega birti Stefán Ólafsson fornleifafræðingur þó grein í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags þar sem hann fjallaði um upphaf heimagrafreitanna, ákvæði laga um þá, fjölda þeirra og dreifingu um landið.

HeimagrafreitirHöfundur þessarar greinar hefur á öðrum vettvangi grafist fyrir um almennar skýringar á því hvers vegna heimagröftur ruddi sér til rúms og hvaða ástæður umsækjendur gáfu upp fyrir óskum sínum um að stofna einstaka grafreiti, sem og sýnt fram á spennu sem nýbreytnin hafði í för með sér milli þeirra sem helst áttu hlut að máli: bænda, kirkjunnar manna og veraldlegra yfirvalda.
Í þessari rannsókn hafa fundist gögn um rúmlega 200 umsóknir um heimild til að stofna heimagrafreiti. Flestar fengu jákvæðar undirtektir, sumum var hafnað, nokkrar dagaði uppi eða fólk féll frá fyrirætlunum sínum. Leiddu þær til þess að stofnaðir voru 170 grafreitir eftir því sem næst verður komist.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes við fyrsta rafalinn á trésmíðaverkstæðinu við Lækinn.

Heimagrafreitum fjölgaði ekki jafnt og þétt allt tímabilið 1878–1963. Í fyrstu fór fjöldi þeirra hægt vaxandi en 1910 voru þeir þó orðnir 19. Upp úr því hófst fyrsta fjölgunartímabilið af þrem og stóð til 1918. Þegar því lauk voru grafreitirnir orðnir rúmlega 40. Eftir 1918 var flestum umsóknum hafnað og fækkaði þeim þegar frá leið mjög vegna þessarar breyttu stefnu stjórnvalda. Árið 1928 hófst svo annað fjölgunartímabil sem fjaraði út 1936–1937. Á þeim tæpa áratug voru rúmlega 20 grafreitir teknir upp. Við lok þess tímabils voru þeir því samtals rúmlega 60. Þriðja og öflugasta fjölgunartímabilið hófst svo um 1940 og stóð með sveiflum næstu tvo áratugi er um 100 grafreitir bættust við. Athygli vekur hversu seint helsta fjölgunartímabilið gekk yfir.
Sigurbjörn Einarsson (1911–2008) sem gegndi biskupsembætti til 1981 var mjög andvígur heimagrafreitum og hafði beitt sér fyrir lagabreytingunni 1963.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – grafhýsi Sigurðar, Valgerðar og Davíðs.

Nærtækasta skýringin á þeim vinsældum sem heimagrafreitir greinilega nutu hér á landi er að þá beri að skoða sem sýnilegt tákn þeirrar vakningarhreyfingar meðal bænda sem hér ríkti á tímabilinu frá um 1880 og lengst af blómatíma heimagrafreitanna. Þá má því skoða sem minjar um þær félagssálfræðilegu aðstæður sem ríktu í sveitum landsins á tímabilinu og einkenndust af ættarhyggju og átthagaást.“

Jóhannes seldi Hafnarfjarðarbæ virkjanirnar og trésmiðunum verksmiðjuna en keypti sjálfur jörðina Setberg 1931 og hóf þar myndarbúskap. Hafnarfjarðarbær hafði keypt jörðina af Jóni Guðmundssyni, bónda, 1912.

Setberg

Setbergsbærinn.

Hann var lengi með 20 kýr í fjósi og um 200 ær, keypti fystu mjaltavélina sem kom til landsins og fyrstu dráttarvélina, en hún var með framdrifna vél sem hægt var að tengja við ýmis vinnutæki. Jóhannes reisti síðan enn eina rafstöðina við Lækinn, árið 1917, sem fyrr sagði. Þá reisti hann timburverslun og trésmiðju neðan við Setbergsbæinn.
Jóhannes lést 1 ágúst 1946 og Þórunn kona hans lést 3. janúar 1964.“

ÞórsbergÍ Iðnaðarritinu 5.-6. XIX. 1946, segir m.a. um „Jóhannes J. Reykdal, trésmíðamestara og fyrirtæki hans„: „Jarðarför Jóhannesar var hin virðulegasta. Húskveðja að Þórsbergi, og Fríkirkjan í Hafnarfirði fullskipuð ættingjum og vinum. Hann var á sólbjörtum sumardegi lagður til hvíldar í garfhvelfingu fjölskyldunnar, sem hann sjálfur hafði byggt í hlíðinni milli Þórsbergs og Setbergs og ræktað iðngrænt tún í kringum. Þaðan sést vel til fyrirtækja hans, Lækjarins, sem hann meistaralega gerði að afls- og ljósgjafa fyrir 40 árum, til bæjarins, sem vaxið hafði með honum langa æfi og hann átt mikinn þátt í að byggja og út yfir hafðið breiða, sem sólin gyllir og himininn hvelfist yfir.“ – S.J.

ReykdalÍ „Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940“ segir um Jóhannes (18. jan. 1874– 1. ágúst 1946): „Framkv.stjóri, bóndi. Foreldrar: Jóhannes (d. 1889) Magnússon í Vallakoti í Reykjadal og á Litlu Laugum og kona hans Ásdís (d. 29. okt. 1905, 74 ára) Ólafsdóttir á Efsta-Samtúni, Jónssonar.

Var við nám nokkra mánuði eftir fermingu hjá Sigurði Jónssyni á Yztafelli. Lærði húsasmíði á Akureyri og í Kh. Settist að í Hafnarfirði 1902; reisti þar árið eftir trésmíðavinnustofuna „Dverg“, hina fyrstu hér á landi, er gekk fyrir vatnsafli; rak hana í 11 ár. Setti upp litla rafmagnsstöð til ljósa 1905 og aðra stærri 1907, hinar fyrstu á landinu, er komu Hafnarfjarðarbæ að notum; gengu báðar fyrir vatnsafli; seldi bænum stöðvarnar 1909. Bóndi á Setbergi við Hafnarfjörð 1909 –31 og síðan til æviloka á nýbýlinu Þórsbergi, er hann reisti; ræktaði nær 50 dagsláttur lands.

ReykdalReisti verksmiðju og íshús á Setbergi. Rak timburverzlun í Hafnarfirði, Var í hreppsnefnd Garðahrepps í 17 ár og oddviti um skeið; sýslunefndarmaður; í fasteignamatsnefnd frá 1918.

Jóhannes var lengi í stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Virðingarmaður Búnaðarbankans og Nýbýlasjóðs. Kona (16. maí 1904): Þórunn (f. 21. nóv. 1884) Böðvarsdóttir í Hafnarfirði, Böðvarssonar. Börn þeirra sem upp komust: Kristín átti Hans Christiansen á Ásbergi við Hafnarfjörð, Ásgeir, Böðvar, Jóhannes, Friðþjófur, dóu allir ókv., Þórarinn á Setbergi, Þórður á Setbergi, Elísabet átti Einar Halldórsson á Setbergi, Ásdís átti Hermann Sigurðsson á Þórsbergi við Hafnarfjörð (Br7.; Óðinn X o. fl.).“

Til fróðleiks mátti lesa eftirfarandi í Nýja tímanum, fimmtudaginn 16. desember 1954 þar sem fjallað var um virkjanir Jóhannesar: „Ör þróun rafvirkjana hér á landi er eðlileg, en þó er jafnvel talið að allt vatnsafl landsins verði fullnotað til rafvirkjana eftir 66 ár, eða árið 2020.“

Heimildir:
-https://www.legstadaleit.com/heimagrafreitur-setbergi/
-https://timarit.is/files/51343345
-DV, föstudagur 30. nóv. 2007, bls. 6.
-Stefán Ólafsson, „Heimagrafreitir á Íslandi“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2016, 2017, bls. 153–170.
-Ritröð Guðfræðistofnunar 52/2021, bls. 3–17 3 DOI: 10.33112/theol. Hjalti Hugason, Háskóla Íslands „Jarðsett verður í heimagrafreit“ Nýbreytni í greftrunarsið Íslendinga á nítjándu og tuttugustu öld – Önnur grein.
-MBL 18. janúar 2013.
-Iðnaðarritið 5.-6. XIX. 1946, Jóhannes J. Reykdal, trésmíðamestari og fyrirtæki hans.
-https://smb.adlib.is/islenzkar/2697
-Nýi tíminn, fimmtudagur 16. desember 1954 — 14. árgangur — 41. tölublað, bls. 12 og 8.

Reykdal

Reykdalshús við Brekkugötu. Það brann í maí 1930. Enginn var í húsinu.

Hafnarfjörður

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaði, 1960 fjallar Gísli Sigurðsson um „Lækinn okkar„:

„Hafnarfjarðarlækur eða Hamarskotslækur eins og hann heitir réttu nafni, — er stærstur lækja þeirra og merkastur, er renna til sjávar í Hafnarfjörð. Upptök sín á hann aðallega í Urriðakotsvatni, en vatnasvæði hans er nokkru stærra, og er ekki úr vegi að athuga það nokkuð. Í suð-vesturhorn vatnsins rennur lítill lækur, er kemur úr Oddsmýri og Oddsmýrardal, dalkvos milli Svínholts og Setbergshlíðar, og heitir Oddsmýrarlækur. Í mýrinni undir Flóðahjalla (Hádegisholti) eru nokkrar minni uppsprettur, og heita þær: Dýjakrókur, Dýjamýri, Svaðadý og Brunnrás. Í Vatnsvikið kemur lækjarspræna úr Vesturmýrinni, og svo eru eigi allfáar uppsprettur í vatninu sjálfu og kaldavermsl, aðallega syðst.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

Urriðakotsvatn er ekki stórt og svo grunnt, að það er alls staðar vætt. Vex í því fergin, og hefur allt fram til þessa verið nytjað frá Urriðakoti og Setbergi, en lönd þessara jarða liggja að vatninu. Í norðurhorni vatnsins er vik og er þar vatnsósinn. Er lækurinn frá ósnum allt niður í Kaplakrika nefndur Urriðakotslækur. Í Kaplakrika beygir hann í hálfhring og stefnir þá í suður og heitir nú Kaplakrikalækur. Fyrrmeir rann lækurinn frá Kaplakrika niður móts við Setbergshamar í mörgum fagurlega formuðum bugðum, skiptust þar á í farveginum sandgrynningar og hyljir, og mynduðust víða hringiður í hyljunum. Setbergslækur er hann kallaður, þar sem hann rennur undir Setbergshamri og niður við Setbergstúnið. Milli lækjarins og Sjávarhrauns hafa myndazt margar tjarnir og syðst nokkur uppistaða, þar sem hann rennur þvert fram yfir hraunið.
Í Lækjarbotnum á upptök sín lítill lækur. Rennur hann fyrst undir Svínholti við Stekkjarhraunsjaðarinn norður til vaðs, sem þar er kallað Norðlingavað, undir Norðlingahálsi, hvilftinni milli Svínholts og Setbergs. Frá vaðinu (Hlébergi) rennur lækurinn fram á mýrarflóa lítinn og eftir honum í fyrrnefnda uppistöðu, en ofan frá Setbergsholti koma lækjarsytrur úr dýjaveitum. Botnalæk köllum við þennan læk.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Lækurinn.

Þverlækur heitir þar sem lækurinn brýzt fram í vestur yfir hrauntunguna. Er þar sunnan við lækinn örnefnið Silungahella. Heitir Stekkjarhraun sunnan lækjarins, en Sjávarhraun norðan hans. Vestan hraunsins bætist honum enn lítill lækur, Arnkeldnalækur. Á hann upptök í Arnkeldunum nyrðri og syðri og í slakkanum milli Stekkjarhrauns og Mosahlíðar. Frá Þverlæk allt til ósa heitir svo þessi lækur Hamarslækur, en í seinni tíð nefna margir hann Hafnarfjarðarlæk, og verður það nafn notað hér á eftir. Rennur hann fyrst í norður með vesturbrún Sjávarhrauns, allt niður á Hörðuvelli.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1958 – Lækurinn fyrir miðju og Hörðuvellir neðst t.h.

Fram til 1914 rann hann syðst á völlunum og í nokkrum bugðum og átti hann þar nokkra fagra hylji með fagurfægða möl í botni. Rétt þar við, sem Hörðuvallahúsið stendur, tók hann stefnu í vestur á Hamarinn, milli Hamarskotsmýrar og votlendsrima, er lá í vestur frá Hörðuvöllum. Inn með þessum rima kom svo Hörðuvallatjörnin, milli hans og hraunsins. Hafnarfjarðarlækur rann nú með hraunjaðrinum. Tók þá landinu að halla nokkru meir, er komið var framhjá Hraungerði, en móts við Hól voru flúðir í læknum og breikkuðu þar til lækurinn skiptist við hólma, er var þar rétt ofan til við Moldarflötina. Af Moldarflötinni rann lækurinn milli hraunjaðarsins og Hamarskotsmalar norður að Brúarhraunskletti og þar út í höfnina, segja sumir ýmist milli klettsins og skersins eða sunnan þess.
Þó Hafnarfjarðarlækur sé ekki vatnsmikill að jafnaði og vatnasvæðið ekki stórt, hefur hann þó komið nokkuð við sögu jarðmyndunar á leið sinni til sjávar. Hefur hann í leysingum flutt með sér allmikið af framburði í kvosir og bolla í hrauninu. Er þar fyrst að nefna Stóra-Krika skammt frá vatnsósnum, þá Kaplakrika, en þar er landið undir hrauninu nokkru lægra farveginum, hefur hann því er hann flóði yfir bakka sína borið út í hraunið allmikinn jarðveg.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1975 – Lækurinn; Hörðuvellir fjær.

Frá Kaplakrika niður að Þverlæk hefur hann verið mjög athafnasamur, hefur hann fyllt þar allar kvosir og lautir, og myndað tjarnir er svo heita: Kálfatjarnir, Fjósatjarnir og Setbergstjarnir, og þar er Baggalá, sem Sveinbjörn Egilsson ritstjóri segir vera nafngift frá Spánverjum, er hér voru á ferðinni í eina tíð. Þá eru Hörðuvellir myndaðir einvörðungu af framburði lækjarins. Enda hefur hann oft fært vellina í kaf og runnið út í hraunið hjá Grænhólum, sem nú eru komnir undir Tjarnargötuna og húsin frá Mánabraut inn í Vallarkrika. Frá Hörðuvöllum allt niður að Hól hefur hann fyllt upp í hverja kvos, en þeirra mest er Hraungerði. Má nokkuð marka framburðinn af greftrinum, þegar Barnaskólinn var byggður, sem var langt í þrjá metra. Enda munum við það, eldri Hafnfirðingar, að Hraungerði allt var undir vatni, þegar mestar voru leysingar. Þá er nokkur hluti Moldarflatarinnar myndaður af framburði lækjarins. Var eitt sinn grafið niður úr moldar- og leirlaginu og var á annan metra þykkt. Ærin væru þessi afskipti lækarins af jarðmyndun til að halda á lofti nafni hans. Og þar á hann lengsta sögu. En hér kemur margt annað til. Frá upphafi byggðar í Hafnarfirði hefur hann verið vatnsból. Þangað fóru húsfreyjurnar með þvottinn sinn.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður  1978 – Lækurinn.

Kona nokkur sagði svo: „Ég sofnaði við létta, ljúfa niðinn hans og ég vaknaði við hann á morgnana. Hann leið fram hjá glugga mínum, oftast ljúfur og skær, en stundum hrjúfur og bar fangið fullt af mold og aur. Ég mun lengi minnast hans, þessa góðvinar míns frá æskuárunum.“
Lækurinn var líka leikvöllur og leikfélagi ungra sem gamalla, allt frá ósum til upptaka. Moldarflötin var tugi ára aðalsamkomustaður Fjarðarbúa. Þar var farið á leggjum og skautum eftir að þeir fóru að flytjast inn. Þá var oft glatt á hjalla á Hörðuvallatjörn, Baggalá, Setbergstjörnum og Urriðakotsvatni, þegar allt ungt fólk safnaðist þar saman til svo hollrar iðju, sem skautaferðir eru. Þegar siglt var til Hafnarfjarðar í björtu veðri voru flúðirnar undir Hólnum siglingamerki, er þær bar í Setbergslækinn. Sjóbirtingurinn og urriðinn gengu upp í lækinn, og allt upp í Urriðakotsvatn. Unglingarnir tóku silunginn í bollum niður við sjó og veiddu hann í hyljum og undir bökkum allt upp í vatn. Á sumrum fóru unglingarnir í bað í hyljum hans og þar iðkuðu okkar fyrstu sundgarpar sundlistir sínar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Lækurinn 1966.

Við lækinn byrjaði margur piltururinn sjómannsferil sinn og fékk nokkra svölun útþrá sinni, með því að sigla þar skipum sínum úr bréfi, pappa og spýtu. Lækurinn getur líka sagt sorgarsögu af lítilli stúlku, sem drukknaði í einum hylnum, en það er undantekning, því hann átti aðeins í fórum sínum hið ljúfa og létta, káta og gáskafulla eins og æskan.
Hér hefur stuttaralega verið farið yfir langa sögu og merkilega, einnig hugljúfa og þekka, sem gerir þennan læk að einum bezta vini okkar. Hann er þó frægastur fyrir eitt, sem enn er ótalið, en það er gagnsemi hans. Tel ég, að þessi litli lækur okkar, Hafnarfjarðarlækur, hafi verið meira virkjaður en nokkur annar lækur á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. Skal nú lítillega á þá sögu drepið.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1918-1920 – Linnetsbryggja.

Um miðja öldina sem leið hugðist Linnet kaupmaður virkja lækinn og setja þar niður myllu til kornmölunar. Byggði hann myllukofa neðanvert við flúðirnar, ofanvert við Lækjarkot. Hvort mylla þessi var nokkurn tíma rekin með vatnsafli, veit ég ekki, en aftur á móti var þarna vindmylla og stóð lengi. Mundi Gísli heitinn bakari eftir henni og að stórir voru vængirnir. Mun vindmylla þessi hafa verið í notkun fram um 1870 til 1880.

Virkjun 2.

Jóhannes Reykdal

Minnismerki um fyrstu rafstöðina við Austurgötu.

1902 nam Jóhannes Reykdal land í hólnum í læknum og 1903 reisti hann timburverksmiðju sína (nú trésmíðaverksmiðjan Dvergur), og voru allar vélar reknar af vatnsafli. Var þá fyrirhleðsla byggð um 80 til 100 metra frá verksmiðjunni og vatnið leitt í opnum stokk að verksmiðjuhúsinu. Voru þá varnargarðar byggðir í hraunbrúninni upp með læknum, til að vatnið hyrfi ekki út í hraunið. Má enn sjá nokkrar þúfur í læknum upp með Tjarnarbrautinni og eru það eftirstöðvar varnargarðanna.

Virkjun 3.
Jóhannes Reykdal
1905 jók Jóhannes Reykdal virkjun sína. Setti hann upp rafljósavél og hófst þá rafmagnsöld á Íslandi.

Virkjun 4.

Reykdalsvirkjunin

Reykdalsvikjunin,

1908 var enn efnt til virkjunar við lækinn til rafmagnsframleiðslu. Var stíflugarður mikill hlaðinn upp og steyptur við ofanverða Hamarskotsmýri, um 200 metra neðan við Þverlæk. Var þarna uppistaða, en vatnið leitt í lokuðum stokki niður að stöðvarhúsinu syðst á Hörðuvöllum. Var í húsi þessu bæði rafljósavélin og íbúð stöðvarstjóra. Titraði húsið og lék allt á reiðiskjálfti, þegar vatninu var hleypt á. 1914 féll nokkur hluti stokksins niður. Var þá byggt rafstöðvarhús 80 metrum ofar.

Jóhannes Reykdal

Stytta af Jóhannesi Reykdal við stífluna ofan Hörðuvalla.

Jóhannes Reykdal byggði þessa rafstöð eins og þá fyrri, en bærinn keypti síðar og rak fram til ársins 1926. Tók Jóhannes þá við henni aftur og rak fram undir 1940, en þá var hún lögð niður með öllu, nema hvað stöðvarhúsið stendur enn.

Virkjun 5.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – leifar af vatnsleiðslunni.

1909 voru Lækjarbotnar virkjaðir með þeim hætti, að hús var byggt yfir stærsta uppsprettuaugað og vatn í pípum leitt niður til bæjarins. Var hér stórt spor stigið í heilbrigðismálum hins unga bæjarfélags.

Virkjun 6.

Hafnarfjörður

Lækjarbotnar – stífla.

1916 eða 1917, þegar Jóhannes Reykdal hafði búið nokkur ár á Setbergi, varð honum vant ljósa til heimilis síns. Réðst hann þá enn í virkjun. Lét hann hlaða stíflu í Botnalækinn upp undir Lækjarbotnum og leiddi síðan vatnið í rörum niður með holtunum allt niður í tún, þar sem hann hafði byggt rafstöðvarhús með lítilli rafvél. Hafði hann um nokkur ár nægilegt afl til að lýsa upp íbúðarhús sitt og fjós.

Virkjun 7.

Jóhannes reykdal

Jóhannes Reykdal.

Þá mun Jóhannes hafa reynt að virkja Botnalækinn niður við Hléberg, en ekki mun sú virkjun hafa staðið nema stuttan tíma.

Virkjun 8.

1920 eða þar í kring setti Jóhannes upp trésmíðaverksmiðju við Þverlæk ofanverðan. Gerði hann stíflu og leiddi vatnið í stokk að verksmiðjuhúsinu og hafði yfirfallsvatnshjól við húsið og rak með þeim hætti vélarnar um nokkurra ára bil.

Virkjun 9.
Um svipað leyti gerði Jóhannes fyrirhleðslu við ós Urriðakotsvatns. Var fyrirhleðsla þessi ætluð til vatnsjöfnunar; er þarna nú brú og vegur yfir heim að Urriðakoti.

Virkjun 10.

Hafnarfjörður

Jóhannes Reykdal; stífla.

Þegar Austurgatan var tengd við Lækjargötuna, var uppistaðan færð niður að Austurgötubrúnni. Var opni stokkurinn þá lagður niður, en vatnið leitt í rörum til verksmiðjunnar Dvergs, og má þetta heita enn ein virkjunin við Hafnarfjarðarlæk.

Af því sem hér hefur verið talið, má nokkuð marka, hverja þýðingu lækurinn hefur haft fyrir okkur hér í Hafnarfirði. Hann hefur verið okkur yndisgjafi, ljós- og aflgjafi, leikvöllur barna og fullorðinna. Það er því ekki undarlegt, þótt við dáum hann og unnum honum mikið.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 24.12.1960, Lækurinn okkar – Gísli Sigurðsson, bls. 15-16.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Brekkugata 2; hús JR, brann 1929.