Færslur

Jökulgil

Haldið var upp eftir slóða austan Þverár, frá Leirvogsá norðvestan við Hrafnhóla. Stefnan var tekin á hinn gamla Svínaskarðsveg.
Tóftir Þverárkots kúra sunnan undir Brú á SvínaskarðsvegiBæjarfelli austan Þverár. Svo var að sjá að eyðibýlið” væri að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga.
Austar er Þverárkotsháls. Þegar komið var á móts við Þverárdal, þar sem Skarðsá rennur í Þverá, var lagt af stað fótgangandi eftir Svínaskarðsvegi áleiðis upp í Svínaskarð. FERLIR barst nýlega upplýsingar um að brak úr flugvél væri að finna í Þverárdal. Ætlunin er að skoða það fljótlega.
Um Svínaskarðið lá aðalvegurinn milli Kjósar og byggðarinnar við Sundin áður fyrr og um það skarð fóru flestir þeir ferðamenn, sem komu að vestan eða norðan eða fóru vestur og norður á land. Þá lá gatan meðfram Leirvogsá, hér fyrir neðan Mosfellið og beint til Reykjavíkur. Þá voru þessi býli undir Esjuhlíðum í þjóðbraut en þegar akvegurinn var lagður vestan við Esjuna á 3-ja áratug 20. aldar lagðist umferðin um Svínaskarðið af . Hnúkarnir eru fjórir en milli þeirra grunn skörð. Þunnur klettahryggur tengir þá við meginfjallið, en hann liggur milli tveggja dalabotna, Þverárdals að sunnan og Eyjadals að norðan. Jarðvísindamenn segja, að Esjan sé mynduð við eldsumbrot fyrir 2.5 -3 millj. árum. Fyrir um 2 milljónum ára var stór og mikil askja fyllt vatni á svæði sem nú er á milli Skálafells, Móskarðshnúka, Þverárkotsháls og allt suður undir Grimmansfell. Á börmum þessarar öskju voru tíð eldgos og þá mynduðust Móskarðshnúkar. Þeir eru því fornar eldstöðvar og myndaðir úr líparíti, en það berg gefur þeim ljósa litinn og gerir þá svo auðkennda, sem alkunnugt er. En síðan hafa ísaldarjöklarnir, frost, vatn og vindar máð burtu þessi fornu eldvörp að mestu og gefið fjallinu þá lögun sem það hefur í dag.
SvínaskarðÁ hægri hönd voru Haukafjöllin og Þríhúkar, en Gráhnúkur og Þverfell á þá vinstri. Ofar var Bláhnúkur og Móskarðshnúkar hreyktu sér hátt upp við himinröndina. Framundan var Skálafell og Stardalshnúkar sunnar (að sjá, en þeir eru auðvitað suðvestar).
Þegar komið var upp með Þverfellshlíðinni lagðist vegurinn í meðaltalið milli Láar og Lóðar. Andstætt, austan Skarðsáar, hallaði Skálholtsöxlinn sér niður að Sumarkinninni, sem nú var farin að grænka í vanga. Ofar brosti útvörður Hnúkanna (807 m.y.s) sínu blíðasta. Með austanverðum Svínaskarðsveginum mátti af og til sjá holur – og jafnvel hringlaga hleðslur. Fljótlega leystist sú gáta. Fyrrum hefur stauraröð, sennilega síminn, verið lögð yfir hálsinn og í Kjósina. Þegar ekki var lengur brúk fyrir staurana, enda síminn verið jarðaður, hafa bændur fengið að fjarlægja þá og komið þeim í girðingastaurastað. Þannig má á einum stað sjá hringlaga hól við veginn, sem gæti sýnst hafa verið dys, en var það að sjálfsögðu ekki. “Dysin” efst á hálsinum hefur án efa fæðst sem símstaurastuðningur, en endað sem átrúnaður. Á einum stað á Svínaskarðsveginum hafa einhverju sinni farið fram umtalsverðar vegaumGatan með vestanverðum Svíndadal - ofanverðumbætur þar sem lækur rennur yfir hann úr Móskarðshnúkum. Mikil og vandlega gerð grjóthleðsla heldur veginum uppi svo hann telst þar fær enn þann dag í dag. Í skorningnum neðan hleðslunnar vex dýjamosi við undirspil lækjarniðarins, auk þess hann hefur laðað að sér spóa til vörpunar undir brúnum.
Þessi fyrrnefnda “dys” er efst í Svínaskarðinu – smásteinótt varða, sem orðið hefur til og stækkað smám saman (eftir að eiginlegu hlutverki hennar sem símstaurastuningur lauk) þegar vegfarendur um skarðið hefa staðnæmst við hana stutta stund, áð, virt fyrir sér stórbrotið útsýnið beggja vegna, teygt sig að því búnu eftir steini og kastað í hrúguna. “Dysjar” sem þessu má víða sjá á veghálsum landsins. Varðan er á endimörkum Þverárkotslands í norðaustri. Austurmörkin fylgja síðan Skarðsánni yfir Háskoru. Helstu heimildir um merki jarðarinnar er þinglýst landamerkjabréf Þverárkots ásamt Hrafnhólum frá 10. febrúar 1890, en þar er landamerkjum lýst orðrétt svo: „Landamerkja bréf fyrir jörðinni Þverárkoti ásamt Hrafnhólum. Úr vörðunni sem er í austur frá svonefndu Hádysi á Svínaskarði sem er hornmark, beina stefnu suður yfir Háskoru, frá Skorpu beina stefnu í læk þann sem er fyrir vestan beitarhús frá Stardal, svo ræður Leirvogsáin niður í vörðu á norðurbakkanum, þaðan beina stefnu uppí Hátind.”
Hrútshornið sést mjög vel utan í suðaustanverðri hlíð Móskarðshnúks (-hnúka) og Kerlingin, 4-7 m hár (svartur) drangur, svo til undir toppi fjallsins.
Hnúkarnir (stundum er talað um hnúk í eintölu (þann austasta) og aðrir sérnefndir) eru í austanverðri Esjunni og virðast ávallt baðaðir sólskini og það jafnvel þegar sólarlaust er. Örnefnastofnun segir að “hnúkarnir [séu]kenndir við svonefnd Móskörð. Á korti yfir Gullbringu- og Leifar Junker 88 í JökulgiliKjósarsýslu sem Björn Gunnlaugsson teiknaði fyrir Bókmenntafélagið 1831 hefur hann skrifað Móskarðahnúkr (Haraldur Sigurðsson, Kortasaga Íslands frá lokum 16. aldar til 1848, milli bls. 244 og 245 (1978)).
Jónas Hallgrímsson nefnir Móskarðahnúka svo í sínum skrifum, m.a. í dagbókum 1840 (Ritverk. Bréf og dagbækur II:364 (1989)). Hið sama gerir sr. Magnús Grímsson í Ferðabók sinni fyrir sumarið 1848, bls. 12 og víðar (1988). Hann talar um Móskarðahnúkinn enn eystasta sérstaklega. Um tildrög nafnsins hefur hann þessi orð: “grjótið í öllum þessum hnúkum er ljósrautt tilsýndar, og þar af mun Móskarða-nafnið dregið”.
Þannig lýsir sr. Stefán Þorvaldsson hnúkunum undir fyrirsögninni Fjöll í sóknalýsingu Mosfells- og Gufunessókna 1855: “Móskörð, háir fjallahnúkar af gulleitu (Thrachyt) grjóti, vestanvert við Svínaskarð. Þetta fjall er hæsti tindur allrar Esjunnar.” (Sýslu- og sóknalýsingar. Landnám Ingólfs III:221 (1937-39)).
Leifar Junker 88 í JökulgiliÞorvaldur Thoroddsen nefnir Móskarðshnúk 1890 (Ferðabók III:10) (1958) en Móskarðshnúka 1883 (Ferðabók I:102), og 1898 (Ferðabók IV:114). Sú nafnmynd hefur yfirleitt birst á opinberum kortum fram undir þetta. Á nýju korti Landmælinga Íslands, Ferðakorti 2 í mælikvarðanum 1:250.000 (2003), er nafnmyndin þó Móskarðahnúkar, sett að tillögu Örnefnastofnunar.
Í landamerkjalýsingu Eyja í Kjós frá 1887 er hnúkanna ekki getið en hinsvegar í landamerkjalýsingu frá 1921, þar sem segir: “alla leið suður á Móskarðahnúk”.
Egill J. Stardal lýsir Móskörðum á þessa leið í Árbók Ferðafélags Íslands 1985: “Móskörð eru hnjúkahvirfing úr baulusteini eða líparíti. Austasti hnjúkurinn og þeirra tígulegastur er Móskarðahnjúkur, sem rís vestan Svínaskarðs, einn og stakur eins og tröllvaxinn píramídi.” Í sömu bók talar Ingvar Birgir Friðleifsson um Móskarðahnúka, en einnig í eintölu um Móskarðahnúk (166). Sr. Gunnar Kristjánsson skrifar í sömu bók um Móskarðshnúka.
Örnefnaskrár í Örnefnastofnun nefna ýmist Móskarðahnúka (þar á meðal Egill J. Stardal) eða Móskarðshnúka og eru heimildarmenn um sitt hvort jafnvel frá sama bæ og sýnir það hversu mjög á reiki nafnmyndirnar hafa verið. Yfirleitt er við því að búast að orðmyndin –hnúkur sé á Suðurlandi en –hnjúkur norðan- og austanlands, en sumum finnst hnjúkur “réttari” mynd en hnúkur.
Sérkennilegt er að kalla –skörð fjöll eins og sr. Stefán gerir í sóknalýsingu sinni en skörðin eru fleiri en eitt og því eðlilegt að nefna hæsta hnúkinn Móskarðahnúk. Ekki er gott að segja um hvort eintalan –hnúkur hefur leitt af sér Leifar Junker 88 í Jökulgilieintöluna Móskarðs-, eða hvort Svínaskarð austan við hann hefur haft áhrif á það. Fleirtalan Móskarða- kann að hafa haft áhrif á myndun fleirtölunnar –hnúkar, þó að vissulega lægi beint við að hafa þá mynd, af því að hnúkarnir eru fleiri (3) vestur af honum og eru nafnlausir.”
Svínaskarð er milli Skálafells að suðaustanverðu (Skarðskinn heitir norðvesturhlíð þess) og Móskarðshnúkar í Esju að vestanverðu. Þegar horft er frá Svínaskarði út Svínadal er Múlinn milli Svínadals og Trönudals á vinstri hönd en Hádegisfjall á þá hægri. Það fjall nefnir sr. Sigurður Sigurðsson reyndar Írafellsfjall í sóknarlýsingu sinni frá 1840. Ofan af Hádegisfjalli er útsýni gott yfir Kjósina. Sunnan við það er Skálafellið. Sagnir segja það væntanlega kennt við skála Ingólfs Arnarsonar: „Ingólfr lét gera skála á Skálafelli”, segir í Landnámu, en þegar komið er að fellinu frá Stardal má vel sjá hina stóru skál þess. Líklegra er að Skálafell dragi nafn sitt af henni.
Leifar Junker 88 í JökulgiliÖrn H. Bjarnason hefur m.a. lýst hinni gömlu leið frá Lækjartorgi í Hvalfjarðarbotn – um Svínaskarð (fyrst í útvarpserindi og síðan í greinum). Þar segir hann m.a.:
“Sumt fólk í dag virðist halda að fyrstu landnámsmennirnir hafi verið þeir sem innleiddu íslenska sjónvarpið. Svo er þó ekki. Áður en sjónvarpið kom til sögunnar hafði þjóðin lifað í þessu landi í 1100 ár og fréttaflutningur einna helst með förufólki, en ferðamátinn lengst af tveir jafnfljótir eða þarfasti þjónninn. Hvaða leiðir menn fóru getur verið forvitnilegt að skoða.”
Örn heldur áfram: “Frá Skeggjastöðum lá leiðin á vaði yfir Leirvogsá og í brekkurótunum norður af Hrafnhólum, en síðan hjá Haukafjöllum sérkennilegum hamraborgum og norður yfir Svínaskarð, Svínaskarðsveg svonefndan. Þarna eru glöggar götur.
Svínaskarð er 481 m.y.s. og þar lá gamla þjóðleiðin um sumardag en á veturna var þar oft ófært vegna svellalaga og fannfergis. Þetta var styttri leið en að fara út fyrir Esju. Norður af lágu göturnar á gilbarmi og niður í Svínadal. Eftir honum rennur Svínadalsá og var á víxl farið vestur fyrir hana eða austan megin.
Leifar Junker 88 í JökulgiliDys er í Svínaskarði. Margt hesta- og göngufólk hefur þann sið að kasta steinvölu í Dysina, vill friða æðri máttarvöld. Það er betra að hafa Írafellsmóra með sér en á móti. Náttúran er óblíð þeim sem ekki leitar samkomulags við hana.
Svínaskarði er tengd hryggileg saga. Á aðfangadag jóla árið 1900 lagði 15 ára piltur frá Hækingsdal í Kjós á skarðið. Hann ætlaði að eyða jólunum með foreldrum sínum. Þegar hann skilaði sér ekki hófst umfangsmikil leit að honum og fannst hann loksins dáinn í snjóskafli í háskarðinu. Þannig voru þessi jól í Hækingsdal.
Sveinn Pálsson lýsir því í Ferðabók sinni að hinn 9. október 1792 hafi hann farið frá Meðalfelli í Kjós um Svínaskarð til Mosfellssveitar. “Koldimmt var orðið þegar við komum upp á háfjallið,” segir hann, “og komumst við með naumindum að Gufunesi kl. 11 um kveldið. Þar fengum við bát og komum til hinnar fögru Viðeyjar um miðnætti og var þá ferðum mínum lokið að því sinni, en ég mun hafa vetursetu í Viðey eins og síðastliðinn vetur.”
Leifar Junker 88 í Jökulgili - áletrunFyrst var farið á bíl um Svínaskarð árið 1930. Í árbók Ferðafélags Íslands 1985 kemur fram að Vígmundur Pálsson, mjólkurbílstjóri og síðar bóndi, hafi brotist þessa leið ásamt félögum sínum í fólksbíl árið 1930. Þá höfðu menn ekki einu sinni látið sér detta í hug að fara með hestvagna um Svínaskarð.”
Svínaskarðsvegurinn brattaði sig verulega niður á við í Sneiðingunum að norðanverðunni. Á kortum má sjá Jökulgilið upp úr þeim að suðaustanverðu. En Jökulgilið, sem stefnan var nú tekin á, er vestan þeirra, milli Móskarðshnúka og Trönu. Reyndar renna lækir giljanna saman og mynda ásamt ótal öðrum slíkum Svíndalsána, sem eðlilega fer vaxandi eftir því sem neðar dregur.
Ef staldrað er við í Svínaskarðinu má sjá leifar hinnar fornu leiðar; annars vegar að sunnanverðu, beint sunnan “dysjarinnar” og einnig að norðanverðu, eftir stutta göngu. Þar beygir gamli vegurinn til vesturs með hlíðinni, fer yfir læk og stefnir síðan niður með hlíðinni í vestanverðum Junker 88Svínadal með stefnu í neðanvert Jökulgilið (vestanvert). Þessi leið er miklu mun þægilegri fyrir fótgangendur á leið um hálsinn. Líklega hafa þarna verið “vegskil”, annars vegar þeirra er leið áttu í neðanverða Kjósina og hins vegar þeirra er leið áttu um hana ofanverða. Hinir síðarnefndur hafa farið skáhalt niður hlíðina að austanverðu og síðan niður með austanverðri hlíðinni austan Svínadalsár. Þar mótar fyrir tveimur götum í hlíðinni.

Götunni að vestanverðu var fylgt beint niður í vestanvert Jökulgilið. Nú var þar öðruvísu umhorfs en var snemmvors. Enginn snjór var í framgilinu, en þegar haldið var upp eftir því, að flugvélaflaksleifaskoðun lokinni, tók snjórinn við. Gilið hefur háa og tignarlega barma, en í brjóstskoru Móskarðshnúka og Trönu. Og þar eru engin smábrjóst til beggja handa. Efst þrengist gilið umtalsvert, en þar leikur lækurinn við mórauða líbarítshelluna, ólíkt því sem gerist neðar í grjótruðningnum.
MóskarðsbrjóstiðEkkert brak er sjáanlegt ofan við meginstaðinn rétt ofan við gilskjaftinn. Þar má sjá ýmsa smáhluti úr Junker 88 flugvélinni þýsku, sem þar fórst þennan örlagaríka dag árið 1942.
Sjónarvottar segja að flugvélinni, sem var af Junker 88 D-5 gerð, hafi verið flogið lágt þennan dag, 18. október 1942, inn Svínadal með geltandi orrustuflugvélarnar á eftir sér. Flugmennirnir á þeim hafa áreiðanlega ekki ætlað að láta bráðina sleppa sér úr greipum. Þýska flugvélin var hins vegar bæði stór og þung og hefur því verið mjög erfitt að lyfta henni á skömmum tíma móti háum fjöllunum framundan. Eina von flugmannanna hefur því verið að reyna að sleppa í gegnum skörð á fjöllunum. Svínadalurinn er breiður og hækkunin lítil – til að byrja með. Þegar innar dregur snarhækkar á alla vegu. Jökulgilið virðist vera eina undankomuleiðin, en þegar þangað var komið lokaðist það skyndilega með háum hamravegg. Því fór sem fór. Af ummerkjum að dæma virðist flugvélin hafa sprungið í loftinu og flakið dreifst um ofanverðan Svínadalinn.
Hrútshornið á niðurleiðAð standa þarna í gilinu og gera sér grein fyrir fyrrgreindum aðdraganda þessa harmleiks er áhrifaríkt.
Samkvæmt slysaskráningu bandamanna átti framangreint atvik sér stað þann 18. október 1942. Um borð í vélinni voru þeir Harald Osthus (f: 9.3.1912), Franz Kirchmann (f: 6.1.1920) og Josef Ulsamer (f: 23.2.1917). Það var J.D. Shaffer, flugmaður á P-30 orrustuvél, sem veitti Junkerflugvélinni athygli í mynni Hvalfjarðar. Vélarnar skiptust á skotum áður en Junkerinn hvarf í skýjabakka. P-39 fylgdi á eftir. Í látunum snertust flugvélarnar og hluti af stéli þeirrar þýsku laskaðist. Þrátt fyrir það tókst að lenda P-39 vélinni heilu og höldnu í Reykjavík. Hermennirnir, sem komu að Möðrufelli skömmu eftir atvikið, virðast ekki hafa fundið flugvélina því í skýrslunni segir jafnframt að þann 5. nóvember (eða rúmum hálfum mánuði síðar) fann leitarflokkur Junker 88 flugvélina nálægt fjallinu Esju. Þrjú lík fundust í vélinni. Raymond Hudson, major, sem tók þátt í leitinni, fékk hjartaáfall á meðan á henni stóð Brú á Þveráog lést. Það var því ein orrustuflugvél bandamanna, sem elti þýsku flugvélina frá Hvalfirði áður en hún hvarf sjónum manna með hlíðunum suður Svínadal. Þar skall flugvélin í bröttum hlíðunum þar sem eldur kom upp í brakinu.
Eggert Norðdahl telur að hér hefi reyndar verið um annað tilvik að ræða en eigi við um flugvélina, sem brakið er af í Svínaskarði.
Nú, 65 árum síðar, er lítið eftir af leifum flugvélarinnar, en þó má sjá hvar slysstaðurinn var. Gilslækurinn, vígreifur á vorum, hefur smám saman urðað brakið, en flutt annað niður í Svínadalsána, þar sem sjá má hluta úr henni allt að 6 km niður með henni.
Af fræðilega rituðum greinargerðum um mismunandi útbúnað Junker 88 má m.a. lesa þær upplýsingar að flugvélin hafi ýmist verið tveggja eða þriggja hreyfla og jafnvel búnar mismunandi hreyflum eftir notkunartilgangi hverju sinni. Þannig hafi þessi tiltekna flugvél (1726) átt að hafa komið frá bækistöð í Noregi og verið búin “línuhreyflum”. Þeir voru aflminni, en sparneytnari. Af þeirri ástæðu hafa flugmenn þessarar flugvélar ekki náð að komast yfir hlíðar Svínadals þetta sinnið og því endað ævidagana í gilinu magnaða. Í einhverjum tilvika mun vélin hafa verið búin þremur hreyflum. Þessi flugvél hefur eflaust verið létt svo sem kostur er og með lágmarksáhöfn, en eldsneytið, rúmlega helmingur farmsins, hefur takmarkað möguleika hennar verulega á undankomu.
Í bakaleiðinni var rakin gamla gatan er að framan er lýst, upp vestanverðan Svínadalinn, yfir hálsinn og síðan spölkorn niður úr Svínaskarðinu. Þríhnúkarnir lágu fyrir fótum ferðalanganna, Hrútshornið og loks Þverárdalur á hægri hönd – vettvangur næstu FERLIRsferðar. Austar er Skánardalur. Í honum er falllegur foss. Við fossinn eru háir stuðlabergsstandar. (Sjá meira HÉR.)
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Mbl. júlí 1980, Áfangar 2. tbl. 1982

Svínaskarð

JU-88 í Svínaskarði skömmu eftir slysið.

 

Jökulgil

Sigurður Guðmundsson, bóndi að Möðruvöllum I, Kjós, sagðist aðspurður vita af tóftum neðst í Trönudal, alveg undir Múlanum. Tóftirnar væru svo til við Trönudalsána. Hann hafði haldið að þetta hefði verið nafnlaust kot eða jafnvel beitarhús frá Möðruvöllum, en eftir á að hyggja væri ekki óraunhæft að ætla að þarna hefði einhvern tímann verið selstaða. Ummerkin gætu bent til þess. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa séð tóftir í Svínadal.
Við athugun á tóftunum neðan Trönudals kom í ljós gamalt kotbýli; Svínadalskot.

Málmplatan í Svínadalsá

Sigurður sagðist hafa verið á gangi í Svínadal fyrir stuttu og þá séð stórt brak úr þýskri herflugvél, sem þar fórst árið 1942 eða ’43. Eitthvað virðist hafa hrunið úr Trönu og sennilega eitthvað af braki þá komið í ljós. Það lægi nú í Svínadalsánni langt frá hlíðum Trönu. Flugvélin virðist hafa farist í gilinu norðan við Svínaskarð. Móðir hans mundi eftir því að hafa séð þýsku flugvélinni flogið lágt yfir bæina á sínum tíma og stefna inn dalinn. Tvær orrustuflugvélar bandamanna hefðu fylgt á eftir með miklum látum. Síðar hefði heyrst að flugmaður annarrar orrustuflugvélarinnar hafi náð að rekast á stél þýsku flugvélarinnar og hún þá farist skömmu síðar með allri áhöfn. Bretar [Ameríkanar] hefðu komið þar að mjög fljótlega og legið mikið á að komast inn í dalinn. Þeir hefðu fengið hesta og þrátt fyrir vonskuveður og myrkur hefðu þeir lagt af stað. Máttu þeir þakka fyrir að hafa ekki orðið úti á leið sinni, en eitthvað mikið virtist hafa freistað þeirra.

Svínaskarðsvegurinn

Lík þýsku flugmannanna, sum mikið brunnin, hefðu síðan verið flutt að Brautarholti á Kjalarnesi þar sem þeir voru grafnir. Af einhverjum ástæðum hefði lítið verið fjallað um atvik þetta opinberlega. Hugsanlega hafa bandamenn viljað halda því leyndu að flakið hafi lent í þeirra höndum – hafa sennilega frekar viljað láta Þjóðverjana halda að vélin hafi farist í hafi. Um borð gætu hafa verið dulmálsbækur og jafnvel einhver tæknibúnaður, sem upplýst gæti um áætlanir óvinarins. Nokkrum dögum síðar, eða 24. október 1942, var hins vegar þýsk Fucke-Wulf 200 Kurier flugvél skotin niður norðaustur af Borgarnesi. Atburðarins er getið í “Records of Events”, en þagað var um framhaldið. Samkvæmt slysaskráningunni átti atvikið sér stað kl. 09:45. Tvær P-39 orrustuflugvélar með T.F. Morrisson og M.J. Ingelido innanborðs eltu þýska Focke-Wulf Kurier flugvél norðaustur af Borgarnesi þar sem hún fórst skömmu síðar. Við eftirförina kom upp eldur í vélinni. Þessi flugvél fórst logandi í hánorður af Surtshelli. Þann 26. október er jafnframt skráð að leitarflokkur hafi fundið flakið af Focke-Wulf Kurier vélinni. Sjó látnir voru í henni. Verðmæt gögn og búnaður voru uppgötvuð. Þessi þýska flugvél var sérstaklega áhugaverð fyrir bandamenn vegna þess að hún var í rauninni ný útgáfa af Fucke-Wulf 200 Condor, sem Japanir höfðu sýnt mikinn áhuga er vélin var sýnd þar árið 1938. Ameríska leyniþjónustan vissi af vélinni og að Kurier-útgáfan væri ætluð Japansmarkaði. Hún var því skráð sem “Trudy” af bandamönnum sem erlend útgáfa er “gæti birst síðar”. Engin flugvél af  þeirri tegund var nokkru sinni afhent Japönum, en ein slík birtist þó hér á landi þennan októbermorgun árið 1942. Þar komu í ljós mikið af skjölum, eins og fram kemur í skýrslunni, sem síðar voru send með sérstakri viðhöfn út til Englands. Sjö áhafnameðlimirnir fórust allir. Enn má sjá það dreift um stórt svæði handan árinnar ofan Kalmannstungu.
Sigurður kvaðst vel geta vísað FERLIR á flakið í Svínaskarði. Stefnan var tekin á dalinn sem og á Trönudal í Kjós. Ætlunin var m.a. að staðsetja brakið úr þýsku flugvélinni sem þar fórst svo og skoða seltóftir í dölunum.
Eftirfarandi upplýsingar um selstöður Möðruvalla koma fram í Jarðabók Árna og Páls frá 1705: “Selstöður á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.”
Brak í JökulgiliUm Svínadalskot, hjáleigu Möðruvalla, segir: “…bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 árum. …. Kann ei aftur að byggjast að bagalausu, síðan selstaðan á Trönudal er fordjörfuð, vide supra.”
Í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840 kemur fram að á Möðruvöllum sé land mikið á Svínadal og í dalverpi Trönudals. Þar kemur jafnframt fram hvaða selstöður hafi verið í sókninni og segir að til skamms tíma hafi selstaða frá Möðruvöllum verið á Svínadal.
Byrjað var á því að koma við að Möðruvöllum I og tal haft af Sigurði, sem bauðst þegar til að fylgja þátttakendum um svæðið svo og vísa þeim á flakið fyrrnefnda.
Í fasteignamatinu 1916-1918 kemur fram að land Möðruvalla sé mikið og gott öllum fénaði að sumri til. Sumt af því sé þó í talsverðri fjarlægð auk þess sem nokkuð snjóþungt sé í ½ Svínadal og smölun erfið. Í fógetareikningunum frá 1547-1552 er hálfs Írafells getið meðal fyrrum Viðeyjarjarða.
Þegar haldið var inn í Svíndal eftir gömlu þjóðleiðinni áleiðis um Svínaskarð blasti bærinn Írafell við á vinstri hönd. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 kemur eftirfarandi fram um selstöður Írafells: “Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi á Svínadal.” Konungur átti hálft Írafell en sá helmingur sem tilheyrði honum var seldur 28. ágúst 1839. Írafell er sagt eiga mikið og gott land hvorttveggja til fjalls og láglendis í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840. Írafell, sem var konungsjörð að hálfu, er sagt 20 hundruð að dýrleika í Jarðatali Johnsens frá 1847. Í jarðamatinu 1849-1850 stendur eftirfarandi umsögn um Írafell: “Jörðin er kostagóð og landrík. Vetrarríki töluvert.” Þar er þess jafnframt getið að Hulstaðir séu þrætuland milli Fremriháls og Írafells.
Í fasteignamatinu 1916-1918 er land Írafells sagt mikið, allveg skýlt og gott til sumarbeitar. Mikið af landinu sé þó venjulega snjóþungt, einkum í ½ Svínadal, en eystri hlutinn er sagður hagsælli.
Nafnið Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars þarna í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 víðar. Í 18. aldar heimildum er getið um Írafell á Reykjanesi í Gullbringusýslu en það er ekki þekkt nú. Auk þess Brak í Jökulgilieru nefnd þrjú Írafell á Snæfellsnesi: eitt á Hellisvöllum (Hellnum) í Breiðuvíkurhreppi (nú slétt flöt, samkvæmt örnefnalýsingu), annað í Helgafellssveit og það þriðja suðvestur af Drápuhlíðarfjalli. Í Skagafirði er bær sem oft er nefndur Írafell en samkvæmt Landnámabók og fleiri heimildum er upphaflega nafn hans Ýrarfell. Ekki er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953, en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.
Miklar breytingar hafa orðið í Kjósinni á skömmum tíma. Ekki einungis hefur búfénaði fækkað heldur og hefur fólki fækkað. Þannig voru t.a.m. 18 skráðir til heimilis að Írafelli árið 1897, en einungis 2 árið 2003. Á Möðruvöllum I voru 27 heimilisfastir árið 1897, en 3 árið 2003. Af þessu má sjá að nú er ólíku saman að jafna þegar horft er til atvinnuhátta og fólksfjölda á einstökum bæjum sveitarinnar. Alls staðar hefur orðið veruleg fækkun, nema kannski að Eyjum.
Fucker-Wulf KurierAf framangreindum seljalýsingum í Svínadal að dæma var líklegast að finna tóftir þeirra beggja megin Svínadalsáar. Vitað var um rústir norðan Írafells er berja átti augum, norðan við svonefndan Grákoll.
Þegar gengið er upp í Svíndal frá Möðruvöllum er Bæjargil á hægri hönd, þá Vallalækur og Skyggnir. Sandhryggur er á milli Skessugils (nær) og Pokagils. Ofarlega í Skessugili er Skessuhellir og skessan sjálf, sem dagaði uppi efst á fjallinu við sólarupprás skömmu áður en hún náði helli sínum. Þá tekur Dyngja við og Múli. Ofar eru Miðflatir og Jökulgil. Neðar er Góðatunga og Mosahryggir austar. Enn neðar er Þjóðholt og Harðivöllur austar. Ofar og sunnar eru Hvannagil og Klofagil utan í Hádegisfjalli og Skálafellshálsi. Vestan við Írafell eru Flesjur og Gljúfurás. Norðan við Írafell er Grákollur, Axlir og Hvammur austan við bæinn. Þvergil er sunnar, í Hádegisfjalli.
Svínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju. Gamall þjóðvegur liggur um skarðið. Áður en akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna lá aðalleiðin milli Vestur- og Norðurlands annars vegar og byggðanna við sunnanverðan Faxaflóa hins vegar um Svínaskarð. Skarðið er í 481 m hæð yfir sjó.
Sigurður vísaði FERLIRsfólkinu á stóra málmplötu, græn- og bláleita, þar sem hún var í miðri Svínadalsánni milli Írafells og Möðruvalla II. Þetta er að öllum líkindum hluti úr þýsku flugvélinni, sem ætlunin var að reyna að staðsetja. Áin hafði skolað stykkinu u.þ.b. 5 km niður dalinn á 65 árum. Hann sagði föður sinn hafa farið á slysstaðinn nokkrum sinnum og jafnan komið til baka með hlut úr flugvélinni. Brakið ætti að vera í efsta gilinu að vestanverðu. Þar eru hamrar brattir og þrengsli er innar dregur.
Á slysstað 65 árum síðarSvínadalsá nokkru fyrir innan Möðruvelli og var ánni í fyrstu fylgt áleiðis suður Svínadal í áttina að skarðinu. Til að byrja með er leiðin hallalítil en landið þýft og skorningaótt. Á leiðinni var skyggnst eftir seltóftum. Dalurinn allur er selvænn og víða gætu verið tættur, einkum að vestanverðu. Á a.m.k. þremur stöðum gætu verið tóftir, en landið er nú svo stórþúfótt að ekkert er hægt að fullyrða það með vissu. Ofan við Skálafellsháls er ekki að vænta selstöðu. Austanverður Svínadalurinn var ekki kannaður að þessu sinni þar sem áin reyndist ekki vaðfær í leysingunum.
[Þegar landið austan árinnar var kannað nokkrum dögum síðar var gamalli götu fylgt frá Írafelli áleiðis að ánni til suðurs. Gatan virðist hafa verið grein út úr Svínaskarðsveginum, a.m.k. stefndi hún í áttina að honum vestan árinnar. Skömmu áður en gatan kom að læk í ána u.þ.b. miðja vegu í dalnum, var gengið fram á tóftir sels, eina tvírýma og eina staka; dæmigerð selshús. Tóftirnar eru grónar, en greinilegar, í skjóli undir grónum bakka í kvos og sjást ekki fyrr en komið er fast að þeim. Þarna er líklega um Írafellssel að ræða.
Írafellssel - loftmyndSkammt sunnar, handan lækjarins, er ílangur stekkur. Gatan er greinilegust að selinu, en þó má rekja hana áfram til suðurs með austanverðri ánni uns komið er að bugðu norðan gilsskornings að vestanverðu. Þar liggur gatan yfir ána og upp með grónu gilinu. Írafellsmóri lét ekki á sér kræla í rökkrinu, sbr. eftirfarandi].
Austan árinnar blasti Írafell við. Nafnið kemur kunnuglega fyrir, því þaðan er Írafellsmóri ættaður, einn þekktasti draugur landsins. Írafellsmóri var mjög magnaður og vann mörg óþurftarverk. Sumir segja, að hann sé enn á ferðinni, að vísu orðinn lúinn og þróttlítill, og fylgi ákveðnu fólki, sem er afkomendur þeirra, sem Móri var sendur til í upphafi. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er Móra lýst svo: “Hann var klæddur í gráa brók að neðan, hafði mórauða úlpu fyrir bolfat með svartan, barðastóran hatt á hausnum með stórt skarð eða geil inn í barðið upp undir vinstra auga”. Móri hegðaði sér á ýmsan hátt öðruvísi en “kollegar” hans, því hann þurfti bæði rúm til að sofa í og mat að borða. Þetta fékk hann hvorttveggja, því annars hefndi hann sín grimmilega.
Gangan inn dalinn gekk greiðlega. Á kafla var gömlu þjóðleiðinni fylgt með vestanverðri hlíðinni, en er hún beygði niður að ánni neðan gilja var stefnan tekin svo til beint á Jökulgilið, þar sem brak úr þýsku flugvélinni átti að liggja.
Möðruvallasel í TrönudalÁ efstu brún skarðsins er mikil grjóthrúga? Sögn mun vera til um tvo smala sem deildu um beitiland. Sló í bardaga milli þeirra er lauk svo að þeir lágu báðir dauðir eftir. Þeir voru dysjaðir á þessum stað. En hitt er sennilegra að ferðamenn sem fóru hér um, hafi stansað hér smástund þegar upp var komið og samkvæmt venju kastað steini í grjóthrúgu, sem smátt og smátt stækkaði eftir því sem stundir liðu.
“Óefað hefur Svínaskarðið verið mörgum ferðamanninum erfiður þröskuldur, ekki síst að vetrarlagi í lausamjöll eða harðfenni. Og trúlega hafa margir borið hér beinin í aldanna rás. Á aðfangadag árið 1900 var 15 ára piltur, Elentínus Þorleifsson frá Hækingsdal í Kjós á heimleið frá Reykjavík og fór um Svínaskarð. Þegar hann kom ekki fram á ætluðum tíma var farið að huga að honum. Fannst hann látinn í skafli í háskarðinu. Ekki er vitað um fleiri alvarleg slys á þessari leið eftir þetta.”
Þegar komið var innst í Svínadal sást fyrrnefnda skarðið mjög vel. Nú virtist botn þess þakinn þykkum snjó. Lækur rennur niður úr því. Þegar komið var inn fyrir gilkjaftinn sást strax brak úr flugvélinni, málmhlutir og leiðslur.
Sjónarvottar segja að flugvélinni, sem var af Junker 88 D-5 gerð, hafi verið flogið lágt þennan dag, 18. október 1942, inn Svínadal með geltandi orrustuflugvélarnar á eftir sér. Flugmennirnir á þeim hafa áreiðanlega ekki ætlað að láta bráðina sleppa sér úr greipum. Þýska flugvélin var hins vegar bæði stór og þung og hefur því verið mjög erfitt að lyfta henni á skömmum tíma móti háum fjöllunum framundan. Eina von flugmannanna hefur því verið að reyna að sleppa í gegnum skörð á fjöllunum. Svínadalurinn er breiður og hækkunin lítil – til að byrja með. Þegar innar dregur snarhækkar á alla vegu. Jökulgilið virðist vera eina undankomuleiðin, en þegar þangað var komið lokaðist það skyndilega með háum hamravegg. Því fór sem fór.
Junker 88Að standa þarna í gilinu og gera sér grein fyrir fyrrgreindum aðdraganda þessa harmleiks er áhrifaríkt.
Samkvæmt “Record of Events” átti framangreint atvik sér stað þann 18. október 1942. Um borð í vélinni voru þeir Harald Osthus (f: 9.3.1912), Franz Kirchmann (f: 6.1.1920) og Josef Ulsamer (f: 23.2.1917). Það var J.D. Shaffer, flugmaður á P-30 orrustuvél, sem veitti Junkerflugvélinni athygli í mynni Hvalfjarðar. Vélarnar skiptust á skotum áður en Junkerinn hvarf í skýjabakka. P-39 fylgdi á eftir. Í látunum snertust flugvélarnar og hluti af stéli þeirrar þýsku laskaðist. Þrátt fyrir það tókst að lenda P-39 vélinni heilu og höldnu í Reykjavík. Hermennirnir, sem komu að Möðrufelli skömmu eftir atvikið, virðast ekki hafa fundið flugvélina því í skýrslunni segir jafnframt að þann 5. nóvember (eða rúmum hálfum mánuði síðar) fann leitarflokkur Junker 88 flugvélina nálægt fjallinu Esju. Þrjú lík fundust í vélinni. Raymond Hudson, major, sem tók þátt í leitinni, fékk hjartaáfall á meðan á henni stóð og lést. Það var því ein orrustuflugvél bandamanna, sem elti þýsku flugvélina frá Hvalfirði áður en hún hvarf sjónum manna með hlíðunum suður Svínadal. Þar skall flugvélin í bröttum hlíðunum þars em eldur kom upp í brakinu. Nöfn áhafnarinnar er ekki getið í skýrslunni, en eflaust má nálgast þau í kirkjubókum Brautarholtskirkju. Hún var hins vegar lokuð er FERLIR kom þar að í aðdraganda ferðarinnar. Líkin, sem og lík hinnar flugáhafnarinnar, sem innig var grafin að Brautarholti, voru flutt í Þýska grafreitin í Fossvogskirkjugarði þegar honum hafði verið komið þar upp á sjötta áratug aldarinnar.
Útför þýskra flugmanna að Brautarholti - S. JóhFramangreint skýrir hvers vegna sjö nýlegar grafir sjást á ljósmyndinni hér að neðan, og þrjú ofan grafar. Vélin, sem fyrr fórst með þremur mönnum í Svínadal, fannst nokkru síðar en hin ofan Kalmannstungu.
Líklegt má telja að flugvélin hafi brotlent í hlíðinni beint norðan og ofan við gilið, sem liggur upp á milli Trönu og Móskarðshnúka, og að þar megi enn finna hluta úr henni, jafnvel hreyflana. Þar fyrir ofan eru þrjú þverskörð, sem og geta leynt einhverjum leifum. En, sem fyrr sagði, var enn talsverður snjór í giljunum, en fer óðum minnkandi. Ætlunin er að fara aðra ferð í Jökulgil og nágrenni er sumrar af júlí (sjá FERLIR-1121- Jökulgil – flugvélaflak).
Raðnúmer þýsku flugvélarinnar var 1726 og bar hún einkennisstafina A6+EH.
Eggert Norðdahl telur að hér að framan sé verið að lýsa öðru atviki er átti sér nokkru áður. “Loftbardaginn átti sér – að öllum líkinudum – stað í mikilli hæð (þ.m.t. skv. útsktift á samtali orrustuflugmannsins og flugstjórnar-miðstöðvarinnar á meðan bardaginn átti sér stað! Bandaríska vélin rakst í þá þýsku og fór í spuna, sem hefði haft þær afleiðingar að hún hefði farið niður líka, nema vegna þess að þær voru líklega í um 6000 feta hæð (Esjan er bara 850 m!) og alls ekki í lágflugi eins og einn ´sjónarvotturinn´ segir frá! Eins og áður sagði þá var það nokkuð örugglega allt annað atvik”.
Vesturhluta Svínadals var fylgt niður dalinn, niður með Múla og inn í Trönudal. Þar í mynni dalsins, vestan Trönudalsár, eru tóftir Möðruvallasels. Selshúsin eru suðvestan við stekk eða gerði, sem enn má sjá hleðslur í. Gangan tók 4 klst og 4 mín. Frábært veður.

Auk þess má lesa meira hér að neðan, en þar segir að einungis þrír af fjórum áhafnameðlimum hafi fundist. Ólíklegt er þó að áhafnameðlimirnir hafi verið fleiri en þrír í svo löngu flugi sem raun bar vitni.

Heimildir m.a.:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. b., s. 414-415.
-Sigurður Sigurðsson, Lýsing Reynivallasóknar 1840. Landnám Ingólfs III. b. s. 256.
-Skúli Geirsson, bóndi Írafelli.
-Sigurður Guðmundsson, bóndi Möðruvöllum I.
Íslenskt fornbréfasafn XII:107.
Landnámabók
-Byggðasaga Skagafjarðar III (2004), bls. 410 og áfram.
Skírnir 1953 (bls. 105-111).
-www.kjos.is
-Þjóðsögusafn Jóns Árnasonar.
-Mbl. 14. ágúst 1980.
-Karl Hjartarson.
-Sævar Jóhannesson.
-Eggert Norðdahl.

Eftirfarandi frásögn birtist á vefsíðu BBC og tengist flugslysinu í Jökulgili í Svínadal á stríðsárunum.

This story was submitted to the People’s War site by a volunteer from Swavesey Village College on behalf of Magus and Halldor and has been added to the site with his and her permission. They fully understands the site’s terms and conditions.
This story is written by Magnús R. Magnússon about his grandfather and great uncle.
Prior to the beginning of the war Germany did a lot of reconnaissance in Iceland (meteorological observations, possible aircraft landing sites etc.). Both the allies and the axis powers had realized the strategic military importance of Iceland for all transport across the North Atlantic.

– All convoys to Murmansk in Russia have to pass near Iceland
– The air route between North America and Europe is through Iceland

As Iceland declares itself independent, not having a military force, at the beginning of the war, all German activity ceases, at least for the time being. But plans were being drawn to invade.
Britain, knowing the strategic importance of Iceland invades on 10th of May 1940.
When Churchill visited Iceland during the war he told the Icelandic government that Iceland was lucky that Britain had arrived first since the allies would have taken it back at whatever cost had the Germans beaten them to it. Apparently the reason Britain moved so quickly to occupy Iceland was that some information had come out of Germany that the Germans had mobilised an army ready to invade Iceland in order to further isolate Europe from North America.
However the Germans scrapped the plans for the invasion because of more pressing matters i.e. the invasion of the Soviet Union. The British never got that news and continued to put armed forces in Iceland and, at its peak, 20,000 British soldiers were garrisoned in Iceland ready to fend of the invasion that never came.
Germany continued to send reconnaissance aircraft to Iceland throughout the war, usually from air bases in Norway.
My grandfather and his older brother were quite interested in aeroplanes like most boys and they remember quite a few instances were German planes came flying over Reykjavik.
In August 1941 my grandfather was on his way to work when he saw a Heinkel 111 come down through the clouds and fly low over the airfield. He thought it was going to drop some bombs but it didn’t. No doubt it was taking photographs. Shortly afterwards 2 Hurricane fighters took of and chased after the Heinkel but he thinks it got away.
Not only did he see a Heinkel 111 but in August 1942 he also saw a Focke-Wulf 200 Condor. He saw it flying over Reykjavík from a roof window. The next time he heard about the plane it had been shot down in Faxaflói. It was the first plane that was shot down by the Americans in the war. It was taking pictures of Hvalfjörður.
Hvalfjörður was the final stopping place for convoys before they set out on the last leg of their journey to Murmansk. Hvalfjörður was also the last place that H.M.S. Hood dropped anchor before heading out on its ill fated journey to intercept the German battleship Bismarck. My great grandfather told my father stories about being invited on board H.M.S. Hood as it moored in Hvalfjörður but that is another story.
The Focke-Wulf 200 was chased out to Faxaflói by two P-38 Lighting fighters from the Kelfavík airport. One of the P-38 was shot down and the pilot had to bail out. Then came Joseph D.R. Shaffer in an Aircobra from the Reykjavík airport and shot the Focke-Wulf down. It fell towards the earth ablaze and exploded as it hit the ocean with six men aboard.
In October 1942 Joseph Shaffer shot at a Junkers 88 over Þingvellir, the site of the old Icelandic Parliament, Alþingi, and chased it towards Hvalfjörður. It is said that the propeller of the Aircobra had hit the tail rudder of the Junkers 88 and it crashed in-between the mountains Esja and Skálafell. With the plane three German pilots died and were buried in the cemetery in Brautarholti.
My grand dad personally did not see the Junkers 88 but his brother, Halldór, has an interesting story about it.
On 18th of October 1942 my great uncle Halldór and his cousin called Halldór the Older, went by car to the farm Kárastaðir were Halldór was from. On their way back in the latter part of the day Halldór wanted to go by an old road and look for ptarmigans. He stopped on the heath Mosfellsheiði and they walked from the car, Halldór the Older with a shotgun and Halldór with a rifle. They went behind a hill out of sight of the car but didn’t find any ptarmigans and turned back. When they approached the car again, they were very shocked to see soldiers aiming a tripod mounted machine gun at them. Their commander, who had a pistol in his holster, walked to them and asked them if they had seen a German pilot land nearby with a parachute. They had not seen the German and then the commander asked if they could search the car. Halldór and Halldór the Older gave the soldiers permission. They found nothing and told them that they could continue on their journey.
The Junkers 88 had crashed in-between two mountains Esja and Móskarðshnjúkar. The reason the soldiers were looking was that they had only found 3 bodies at the crash site and the Junkers usually has a crew of four. After the war it was discovered that in order to be able to take on more fuel to extend the range of the plane, one crew member had been left behind.
A few days later, my great uncle and some friends of his went up to the crash site to have a look. My great uncle collected a fuel pump form the Junkers 88.
GrafirBut the story does not end there. Before I moved to England I lived on a farm just outside Reykjavík. Another farm Brautarholt, located nearby had a church and a cemetery. One stormy evening, late October 1942 there was a knock on the door at Brautarholt. The boy, who now is the farmer, was 10 years old at the time, went to the door. Outside there were some American soldiers and they asked to talk to his father.
The boy went inside to fetch his father and later told my grandfather that he remembered that the soldiers followed him into the house, which he remembered thinking of as being rather rude. They told his father that they had the corpses of three German airmen that needed to be buried. But the British military command had refused permission to have them buried in a cemetery in Reykjavík since it was not considered proper to bury enemy soldiers near your own soldiers. They asked permission to bury them in the cemetery in Brautarholt.
The old farmer took it upon himself to give permission to bury the three German airmen in the Brautarholt cemetery. They brought the corpses on stretchers, covered with sheets, dug the graves and put the corpses in. They had brought their own priest and he said a few words over the graves and the soldiers fired a volley of shots over the graves. The enemy soldiers had been buried with full military honours.
In all 13 German airmen were buried at Brautarholt. On each grave there was a stone with the letters E.D. for Enemy Dead and a number, presumably the numbers on the dogtags.
After the war the old farmer, whose name was Ólafur Bjarnarason, was visited by the German Ambassador. He presented Ólafur with a plaque expressing the gratitude of German mothers and fathers for giving their sons a resting place during times of great turmoil, and adding the phrase “A good mans deed will never be forgotten”.
In 1957 the remains of all German airmen that died in Iceland were moved to the cemetery in Fossvogur. Now there are 17 German WW2 airmen there.
And in that burial plot one can see the names of the three German airmen who died when their Junkers 88 was shot down on 18 October 1942. They are:
Franz Kirchmann, 22 years old, Josef Ulsamer, 25 years old and Harald Osthus, 30 years old.