Jökulgil

Haldið var upp eftir slóða austan Þverár, frá Leirvogsá norðvestan við Hrafnhóla. Stefnan var tekin á hinn gamla Svínaskarðsveg.
Tóftir Þverárkots kúra sunnan undir Brú á SvínaskarðsvegiBæjarfelli austan Þverár. Svo var að sjá að eyðibýlið” væri að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga.
Austar er Þverárkotsháls. Þegar komið var á móts við Þverárdal, þar sem Skarðsá rennur í Þverá, var lagt af stað fótgangandi eftir Svínaskarðsvegi áleiðis upp í Svínaskarð. FERLIR barst nýlega upplýsingar um að brak úr flugvél væri að finna í Þverárdal. Ætlunin er að skoða það fljótlega.
Um Svínaskarðið lá aðalvegurinn milli Kjósar og byggðarinnar við Sundin áður fyrr og um það skarð fóru flestir þeir ferðamenn, sem komu að vestan eða norðan eða fóru vestur og norður á land. Þá lá gatan meðfram Leirvogsá, hér fyrir neðan Mosfellið og beint til Reykjavíkur. Þá voru þessi býli undir Esjuhlíðum í þjóðbraut en þegar akvegurinn var lagður vestan við Esjuna á 3-ja áratug 20. aldar lagðist umferðin um Svínaskarðið af . Hnúkarnir eru fjórir en milli þeirra grunn skörð. Þunnur klettahryggur tengir þá við meginfjallið, en hann liggur milli tveggja dalabotna, Þverárdals að sunnan og Eyjadals að norðan. Jarðvísindamenn segja, að Esjan sé mynduð við eldsumbrot fyrir 2.5 -3 millj. árum. Fyrir um 2 milljónum ára var stór og mikil askja fyllt vatni á svæði sem nú er á milli Skálafells, Móskarðshnúka, Þverárkotsháls og allt suður undir Grimmansfell. Á börmum þessarar öskju voru tíð eldgos og þá mynduðust Móskarðshnúkar. Þeir eru því fornar eldstöðvar og myndaðir úr líparíti, en það berg gefur þeim ljósa litinn og gerir þá svo auðkennda, sem alkunnugt er. En síðan hafa ísaldarjöklarnir, frost, vatn og vindar máð burtu þessi fornu eldvörp að mestu og gefið fjallinu þá lögun sem það hefur í dag.
SvínaskarðÁ hægri hönd voru Haukafjöllin og Þríhúkar, en Gráhnúkur og Þverfell á þá vinstri. Ofar var Bláhnúkur og Móskarðshnúkar hreyktu sér hátt upp við himinröndina. Framundan var Skálafell og Stardalshnúkar sunnar (að sjá, en þeir eru auðvitað suðvestar).
Þegar komið var upp með Þverfellshlíðinni lagðist vegurinn í meðaltalið milli Láar og Lóðar. Andstætt, austan Skarðsáar, hallaði Skálholtsöxlinn sér niður að Sumarkinninni, sem nú var farin að grænka í vanga. Ofar brosti útvörður Hnúkanna (807 m.y.s) sínu blíðasta. Með austanverðum Svínaskarðsveginum mátti af og til sjá holur – og jafnvel hringlaga hleðslur. Fljótlega leystist sú gáta. Fyrrum hefur stauraröð, sennilega síminn, verið lögð yfir hálsinn og í Kjósina. Þegar ekki var lengur brúk fyrir staurana, enda síminn verið jarðaður, hafa bændur fengið að fjarlægja þá og komið þeim í girðingastaurastað. Þannig má á einum stað sjá hringlaga hól við veginn, sem gæti sýnst hafa verið dys, en var það að sjálfsögðu ekki. “Dysin” efst á hálsinum hefur án efa fæðst sem símstaurastuðningur, en endað sem átrúnaður. Á einum stað á Svínaskarðsveginum hafa einhverju sinni farið fram umtalsverðar vegaumGatan með vestanverðum Svíndadal - ofanverðumbætur þar sem lækur rennur yfir hann úr Móskarðshnúkum. Mikil og vandlega gerð grjóthleðsla heldur veginum uppi svo hann telst þar fær enn þann dag í dag. Í skorningnum neðan hleðslunnar vex dýjamosi við undirspil lækjarniðarins, auk þess hann hefur laðað að sér spóa til vörpunar undir brúnum.
Þessi fyrrnefnda “dys” er efst í Svínaskarðinu – smásteinótt varða, sem orðið hefur til og stækkað smám saman (eftir að eiginlegu hlutverki hennar sem símstaurastuningur lauk) þegar vegfarendur um skarðið hefa staðnæmst við hana stutta stund, áð, virt fyrir sér stórbrotið útsýnið beggja vegna, teygt sig að því búnu eftir steini og kastað í hrúguna. “Dysjar” sem þessu má víða sjá á veghálsum landsins. Varðan er á endimörkum Þverárkotslands í norðaustri. Austurmörkin fylgja síðan Skarðsánni yfir Háskoru. Helstu heimildir um merki jarðarinnar er þinglýst landamerkjabréf Þverárkots ásamt Hrafnhólum frá 10. febrúar 1890, en þar er landamerkjum lýst orðrétt svo: „Landamerkja bréf fyrir jörðinni Þverárkoti ásamt Hrafnhólum. Úr vörðunni sem er í austur frá svonefndu Hádysi á Svínaskarði sem er hornmark, beina stefnu suður yfir Háskoru, frá Skorpu beina stefnu í læk þann sem er fyrir vestan beitarhús frá Stardal, svo ræður Leirvogsáin niður í vörðu á norðurbakkanum, þaðan beina stefnu uppí Hátind.”
Hrútshornið sést mjög vel utan í suðaustanverðri hlíð Móskarðshnúks (-hnúka) og Kerlingin, 4-7 m hár (svartur) drangur, svo til undir toppi fjallsins.
Hnúkarnir (stundum er talað um hnúk í eintölu (þann austasta) og aðrir sérnefndir) eru í austanverðri Esjunni og virðast ávallt baðaðir sólskini og það jafnvel þegar sólarlaust er. Örnefnastofnun segir að “hnúkarnir [séu]kenndir við svonefnd Móskörð. Á korti yfir Gullbringu- og Leifar Junker 88 í JökulgiliKjósarsýslu sem Björn Gunnlaugsson teiknaði fyrir Bókmenntafélagið 1831 hefur hann skrifað Móskarðahnúkr (Haraldur Sigurðsson, Kortasaga Íslands frá lokum 16. aldar til 1848, milli bls. 244 og 245 (1978)).
Jónas Hallgrímsson nefnir Móskarðahnúka svo í sínum skrifum, m.a. í dagbókum 1840 (Ritverk. Bréf og dagbækur II:364 (1989)). Hið sama gerir sr. Magnús Grímsson í Ferðabók sinni fyrir sumarið 1848, bls. 12 og víðar (1988). Hann talar um Móskarðahnúkinn enn eystasta sérstaklega. Um tildrög nafnsins hefur hann þessi orð: “grjótið í öllum þessum hnúkum er ljósrautt tilsýndar, og þar af mun Móskarða-nafnið dregið”.
Þannig lýsir sr. Stefán Þorvaldsson hnúkunum undir fyrirsögninni Fjöll í sóknalýsingu Mosfells- og Gufunessókna 1855: “Móskörð, háir fjallahnúkar af gulleitu (Thrachyt) grjóti, vestanvert við Svínaskarð. Þetta fjall er hæsti tindur allrar Esjunnar.” (Sýslu- og sóknalýsingar. Landnám Ingólfs III:221 (1937-39)).
Leifar Junker 88 í JökulgiliÞorvaldur Thoroddsen nefnir Móskarðshnúk 1890 (Ferðabók III:10) (1958) en Móskarðshnúka 1883 (Ferðabók I:102), og 1898 (Ferðabók IV:114). Sú nafnmynd hefur yfirleitt birst á opinberum kortum fram undir þetta. Á nýju korti Landmælinga Íslands, Ferðakorti 2 í mælikvarðanum 1:250.000 (2003), er nafnmyndin þó Móskarðahnúkar, sett að tillögu Örnefnastofnunar.
Í landamerkjalýsingu Eyja í Kjós frá 1887 er hnúkanna ekki getið en hinsvegar í landamerkjalýsingu frá 1921, þar sem segir: “alla leið suður á Móskarðahnúk”.
Egill J. Stardal lýsir Móskörðum á þessa leið í Árbók Ferðafélags Íslands 1985: “Móskörð eru hnjúkahvirfing úr baulusteini eða líparíti. Austasti hnjúkurinn og þeirra tígulegastur er Móskarðahnjúkur, sem rís vestan Svínaskarðs, einn og stakur eins og tröllvaxinn píramídi.” Í sömu bók talar Ingvar Birgir Friðleifsson um Móskarðahnúka, en einnig í eintölu um Móskarðahnúk (166). Sr. Gunnar Kristjánsson skrifar í sömu bók um Móskarðshnúka.
Örnefnaskrár í Örnefnastofnun nefna ýmist Móskarðahnúka (þar á meðal Egill J. Stardal) eða Móskarðshnúka og eru heimildarmenn um sitt hvort jafnvel frá sama bæ og sýnir það hversu mjög á reiki nafnmyndirnar hafa verið. Yfirleitt er við því að búast að orðmyndin –hnúkur sé á Suðurlandi en –hnjúkur norðan- og austanlands, en sumum finnst hnjúkur “réttari” mynd en hnúkur.
Sérkennilegt er að kalla –skörð fjöll eins og sr. Stefán gerir í sóknalýsingu sinni en skörðin eru fleiri en eitt og því eðlilegt að nefna hæsta hnúkinn Móskarðahnúk. Ekki er gott að segja um hvort eintalan –hnúkur hefur leitt af sér Leifar Junker 88 í Jökulgilieintöluna Móskarðs-, eða hvort Svínaskarð austan við hann hefur haft áhrif á það. Fleirtalan Móskarða- kann að hafa haft áhrif á myndun fleirtölunnar –hnúkar, þó að vissulega lægi beint við að hafa þá mynd, af því að hnúkarnir eru fleiri (3) vestur af honum og eru nafnlausir.”
Svínaskarð er milli Skálafells að suðaustanverðu (Skarðskinn heitir norðvesturhlíð þess) og Móskarðshnúkar í Esju að vestanverðu. Þegar horft er frá Svínaskarði út Svínadal er Múlinn milli Svínadals og Trönudals á vinstri hönd en Hádegisfjall á þá hægri. Það fjall nefnir sr. Sigurður Sigurðsson reyndar Írafellsfjall í sóknarlýsingu sinni frá 1840. Ofan af Hádegisfjalli er útsýni gott yfir Kjósina. Sunnan við það er Skálafellið. Sagnir segja það væntanlega kennt við skála Ingólfs Arnarsonar: „Ingólfr lét gera skála á Skálafelli”, segir í Landnámu, en þegar komið er að fellinu frá Stardal má vel sjá hina stóru skál þess. Líklegra er að Skálafell dragi nafn sitt af henni.
Leifar Junker 88 í JökulgiliÖrn H. Bjarnason hefur m.a. lýst hinni gömlu leið frá Lækjartorgi í Hvalfjarðarbotn – um Svínaskarð (fyrst í útvarpserindi og síðan í greinum). Þar segir hann m.a.:
“Sumt fólk í dag virðist halda að fyrstu landnámsmennirnir hafi verið þeir sem innleiddu íslenska sjónvarpið. Svo er þó ekki. Áður en sjónvarpið kom til sögunnar hafði þjóðin lifað í þessu landi í 1100 ár og fréttaflutningur einna helst með förufólki, en ferðamátinn lengst af tveir jafnfljótir eða þarfasti þjónninn. Hvaða leiðir menn fóru getur verið forvitnilegt að skoða.”
Örn heldur áfram: “Frá Skeggjastöðum lá leiðin á vaði yfir Leirvogsá og í brekkurótunum norður af Hrafnhólum, en síðan hjá Haukafjöllum sérkennilegum hamraborgum og norður yfir Svínaskarð, Svínaskarðsveg svonefndan. Þarna eru glöggar götur.
Svínaskarð er 481 m.y.s. og þar lá gamla þjóðleiðin um sumardag en á veturna var þar oft ófært vegna svellalaga og fannfergis. Þetta var styttri leið en að fara út fyrir Esju. Norður af lágu göturnar á gilbarmi og niður í Svínadal. Eftir honum rennur Svínadalsá og var á víxl farið vestur fyrir hana eða austan megin.
Leifar Junker 88 í JökulgiliDys er í Svínaskarði. Margt hesta- og göngufólk hefur þann sið að kasta steinvölu í Dysina, vill friða æðri máttarvöld. Það er betra að hafa Írafellsmóra með sér en á móti. Náttúran er óblíð þeim sem ekki leitar samkomulags við hana.
Svínaskarði er tengd hryggileg saga. Á aðfangadag jóla árið 1900 lagði 15 ára piltur frá Hækingsdal í Kjós á skarðið. Hann ætlaði að eyða jólunum með foreldrum sínum. Þegar hann skilaði sér ekki hófst umfangsmikil leit að honum og fannst hann loksins dáinn í snjóskafli í háskarðinu. Þannig voru þessi jól í Hækingsdal.
Sveinn Pálsson lýsir því í Ferðabók sinni að hinn 9. október 1792 hafi hann farið frá Meðalfelli í Kjós um Svínaskarð til Mosfellssveitar. “Koldimmt var orðið þegar við komum upp á háfjallið,” segir hann, “og komumst við með naumindum að Gufunesi kl. 11 um kveldið. Þar fengum við bát og komum til hinnar fögru Viðeyjar um miðnætti og var þá ferðum mínum lokið að því sinni, en ég mun hafa vetursetu í Viðey eins og síðastliðinn vetur.”
Leifar Junker 88 í Jökulgili - áletrunFyrst var farið á bíl um Svínaskarð árið 1930. Í árbók Ferðafélags Íslands 1985 kemur fram að Vígmundur Pálsson, mjólkurbílstjóri og síðar bóndi, hafi brotist þessa leið ásamt félögum sínum í fólksbíl árið 1930. Þá höfðu menn ekki einu sinni látið sér detta í hug að fara með hestvagna um Svínaskarð.”
Svínaskarðsvegurinn brattaði sig verulega niður á við í Sneiðingunum að norðanverðunni. Á kortum má sjá Jökulgilið upp úr þeim að suðaustanverðu. En Jökulgilið, sem stefnan var nú tekin á, er vestan þeirra, milli Móskarðshnúka og Trönu. Reyndar renna lækir giljanna saman og mynda ásamt ótal öðrum slíkum Svíndalsána, sem eðlilega fer vaxandi eftir því sem neðar dregur.
Ef staldrað er við í Svínaskarðinu má sjá leifar hinnar fornu leiðar; annars vegar að sunnanverðu, beint sunnan “dysjarinnar” og einnig að norðanverðu, eftir stutta göngu. Þar beygir gamli vegurinn til vesturs með hlíðinni, fer yfir læk og stefnir síðan niður með hlíðinni í vestanverðum Junker 88Svínadal með stefnu í neðanvert Jökulgilið (vestanvert). Þessi leið er miklu mun þægilegri fyrir fótgangendur á leið um hálsinn. Líklega hafa þarna verið “vegskil”, annars vegar þeirra er leið áttu í neðanverða Kjósina og hins vegar þeirra er leið áttu um hana ofanverða. Hinir síðarnefndur hafa farið skáhalt niður hlíðina að austanverðu og síðan niður með austanverðri hlíðinni austan Svínadalsár. Þar mótar fyrir tveimur götum í hlíðinni.

Götunni að vestanverðu var fylgt beint niður í vestanvert Jökulgilið. Nú var þar öðruvísu umhorfs en var snemmvors. Enginn snjór var í framgilinu, en þegar haldið var upp eftir því, að flugvélaflaksleifaskoðun lokinni, tók snjórinn við. Gilið hefur háa og tignarlega barma, en í brjóstskoru Móskarðshnúka og Trönu. Og þar eru engin smábrjóst til beggja handa. Efst þrengist gilið umtalsvert, en þar leikur lækurinn við mórauða líbarítshelluna, ólíkt því sem gerist neðar í grjótruðningnum.
MóskarðsbrjóstiðEkkert brak er sjáanlegt ofan við meginstaðinn rétt ofan við gilskjaftinn. Þar má sjá ýmsa smáhluti úr Junker 88 flugvélinni þýsku, sem þar fórst þennan örlagaríka dag árið 1942.
Sjónarvottar segja að flugvélinni, sem var af Junker 88 D-5 gerð, hafi verið flogið lágt þennan dag, 18. október 1942, inn Svínadal með geltandi orrustuflugvélarnar á eftir sér. Flugmennirnir á þeim hafa áreiðanlega ekki ætlað að láta bráðina sleppa sér úr greipum. Þýska flugvélin var hins vegar bæði stór og þung og hefur því verið mjög erfitt að lyfta henni á skömmum tíma móti háum fjöllunum framundan. Eina von flugmannanna hefur því verið að reyna að sleppa í gegnum skörð á fjöllunum. Svínadalurinn er breiður og hækkunin lítil – til að byrja með. Þegar innar dregur snarhækkar á alla vegu. Jökulgilið virðist vera eina undankomuleiðin, en þegar þangað var komið lokaðist það skyndilega með háum hamravegg. Því fór sem fór. Af ummerkjum að dæma virðist flugvélin hafa sprungið í loftinu og flakið dreifst um ofanverðan Svínadalinn.
Hrútshornið á niðurleiðAð standa þarna í gilinu og gera sér grein fyrir fyrrgreindum aðdraganda þessa harmleiks er áhrifaríkt.
Samkvæmt slysaskráningu bandamanna átti framangreint atvik sér stað þann 18. október 1942. Um borð í vélinni voru þeir Harald Osthus (f: 9.3.1912), Franz Kirchmann (f: 6.1.1920) og Josef Ulsamer (f: 23.2.1917). Það var J.D. Shaffer, flugmaður á P-30 orrustuvél, sem veitti Junkerflugvélinni athygli í mynni Hvalfjarðar. Vélarnar skiptust á skotum áður en Junkerinn hvarf í skýjabakka. P-39 fylgdi á eftir. Í látunum snertust flugvélarnar og hluti af stéli þeirrar þýsku laskaðist. Þrátt fyrir það tókst að lenda P-39 vélinni heilu og höldnu í Reykjavík. Hermennirnir, sem komu að Möðrufelli skömmu eftir atvikið, virðast ekki hafa fundið flugvélina því í skýrslunni segir jafnframt að þann 5. nóvember (eða rúmum hálfum mánuði síðar) fann leitarflokkur Junker 88 flugvélina nálægt fjallinu Esju. Þrjú lík fundust í vélinni. Raymond Hudson, major, sem tók þátt í leitinni, fékk hjartaáfall á meðan á henni stóð Brú á Þveráog lést. Það var því ein orrustuflugvél bandamanna, sem elti þýsku flugvélina frá Hvalfirði áður en hún hvarf sjónum manna með hlíðunum suður Svínadal. Þar skall flugvélin í bröttum hlíðunum þar sem eldur kom upp í brakinu.
Eggert Norðdahl telur að hér hefi reyndar verið um annað tilvik að ræða en eigi við um flugvélina, sem brakið er af í Svínaskarði.
Nú, 65 árum síðar, er lítið eftir af leifum flugvélarinnar, en þó má sjá hvar slysstaðurinn var. Gilslækurinn, vígreifur á vorum, hefur smám saman urðað brakið, en flutt annað niður í Svínadalsána, þar sem sjá má hluta úr henni allt að 6 km niður með henni.
Af fræðilega rituðum greinargerðum um mismunandi útbúnað Junker 88 má m.a. lesa þær upplýsingar að flugvélin hafi ýmist verið tveggja eða þriggja hreyfla og jafnvel búnar mismunandi hreyflum eftir notkunartilgangi hverju sinni. Þannig hafi þessi tiltekna flugvél (1726) átt að hafa komið frá bækistöð í Noregi og verið búin “línuhreyflum”. Þeir voru aflminni, en sparneytnari. Af þeirri ástæðu hafa flugmenn þessarar flugvélar ekki náð að komast yfir hlíðar Svínadals þetta sinnið og því endað ævidagana í gilinu magnaða. Í einhverjum tilvika mun vélin hafa verið búin þremur hreyflum. Þessi flugvél hefur eflaust verið létt svo sem kostur er og með lágmarksáhöfn, en eldsneytið, rúmlega helmingur farmsins, hefur takmarkað möguleika hennar verulega á undankomu.
Í bakaleiðinni var rakin gamla gatan er að framan er lýst, upp vestanverðan Svínadalinn, yfir hálsinn og síðan spölkorn niður úr Svínaskarðinu. Þríhnúkarnir lágu fyrir fótum ferðalanganna, Hrútshornið og loks Þverárdalur á hægri hönd – vettvangur næstu FERLIRsferðar. Austar er Skánardalur. Í honum er falllegur foss. Við fossinn eru háir stuðlabergsstandar. (Sjá meira HÉR.)
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Mbl. júlí 1980, Áfangar 2. tbl. 1982

Svínaskarð

JU-88 í Svínaskarði skömmu eftir slysið.