Færslur

Grænaflöt

Í viðtali sem Jóhann Davíðsson tók við Lárus getur sá síðarnefndi m.a. um svonefndan Sængurkonuhellir í Herdísarvíkurlandi.
Þar segir Lárus: “Ég er fæddur 03.01.1931 í Stakkavík, flutti að GrænaflötBrunnastöðum 29. ágúst 1944. Dótinu var jafnað á hestana, sem voru 6 að tölu. Erfiðlega gekk að koma þessu öllu á hestana því þetta var svo mikið drasl. Við vorum t.d. með 50 hænur. Um 100 kg. fóru á hvern hest. Reiðhestur Einars Ben og farskjóti Elínar, Faxi, voru m.a. notaðir. Ekkert var skilið eftir, en þetta var alls um 300 kg, sem tínt var til. Lagt var af stað frá Stakkavík kl. 10:00 að morgni. Þrjú korter tók að komast upp á Selstíg, en farið var yfir fjöllin og um Grindarskörð. Ekkert var tekið af hestunum á leiðinni, þeir einungis hvíldir á leiðinni. Ferðin gekk mjög vel. Allir báru líka eitthvað. Mamma var t.d. með rokkinn sinn. Pabbi reiddi tveggja ára son Elínar, Svavar. Þegar komið var í Hafnarfjörð kl. 20.00 um kvöldið var staðnæmst á Öldugötunni þar sem tekið var af. Lagt var stað aftur kl. 11:00 morgunin eftir og komið að Brunnastöðum kl. 22:15. Búfénaðurinn var hins vegar rekin út með hlíðunum, um Kerlingadal, Eldborgarskarð, með Veggjum og um Kálfadali uns komið var að Lambatjörn. Þar var hann tekinn á bíl.

Rót

Það var stúlka í Selvogi, líklega í Bartakoti, Litla-Leðri eða  Stóra-Leðri. Hún var mjög lagin við að hjálpa dýrum. Maður kom til hennar í svefni og vakti hana og bað hana að fylgja sér vestur í Herdísarvík til að hjálpa konunni sinni því hún væri þar í barnsnauð, þar í Sængurkonuhelli sem talin var vera í Herdísarvíkurlandi. Hún var í fyrstu hrædd, en þegar hún kom út og sá tvo gráa hesta brá af henni. Fylgdi hún manninum vestur að Grænulaut og gekk þar inn í hellinn. Bjart var þar í stóru herbergi. Þar lá konan sem hafði legið þar í tvo sólrahringa, illa farin. Hún gat bjargað bæði konu og barni vegna þess hversu lagin hún var. Að launum fékk hún skartklæðnað, skautbúning, sem margar konur i Selvogi öfunduðu hana af. Konurnar vildu gjarnan fá klæðin lánuð hjá henni, en hún var nísk á þau. Fór hún jafnan í þeim til Strandarkirkju.
Opið er skammt vestan við Grænuflöt, utan í fjallhlíðinni, þúfa út úr hlíðinni svona ójöfnun, opið blasir við. Hellirinn er mjög gróinn því hann var notaður af útigangsfé sem var mikið notað á veturnar. Opið snýr að sjó. Það sést vel, 1 m á hæð og 1/2 m á vídd. Ég hef ekki farið inn í hann sjálfur. En margir hafa farið inn í hann og þóttu hann rúmgóður.”

MosatáknÍ örnefnalýsingum fyrir Herdísarvík er getið um Sængurkonuhelli, sbr. hjá Gísla Sigurðssyni: “Á brunanum voru svo Ingimundarhæðir og þar upp af Hrísbrekkur, Litla-Hrísbrekka og Stóra-Hrísbrekka. Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir. Þar leitaði kona einu sinni skjóls og fæddi þar barn.”
Í annarri lýsingu eftir Gísla segir: “Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.”

Heimild:
-Viðtal Jóhanns Davíðssonar við Lárus Kristmundsson 1. febr. 2006.

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

Grænaflöt

Ætlunin var að reyna að finna svonefndan Sængurkonuhelli þann er Lárus Kristmundsson frá Stakkavík lýsti aðspurður í viðtali fyrir nokkrum árum. Í örnefnalýsingum af svæðinu mun vera annar samnefndur Grænaflöthellir í nokkurra hundruð metra fjarlægð, en huldufólkssagan hér að framan hefur ekki verið eignuð honum. Gæti þarna annað hvort einhverju hafa verið hnikað til eða nytsemdarhellarnir til handa aðframkomnum konum hafi bara verið tveir á annars litlu svæði.
Þá var ætlunin að halda inn um Lyngskjöld og skoða svæðið í honum ofanverðum. Skjöldurinn er eldri hraunskjöldur og í honum gætu leynst op, sem áhugavert væri að staðsetja með seinni tíma rannsóknir að markmiði. Auk þess liggja út frá honum gamlar götur í allar höfuðáttirnar fjórar.

Drykkjarsteinninn

Í nefndu viðtali sem Jóhann Davíðsson tók við Lárus getur sá síðarnefndi m.a. um svonefndan Sængurkonuhelli í Herdísarvíkurlandi. Þar segir Lárus: “Ég er fæddur 03.01.1931 í Stakkavík, flutti að Brunnastöðum 29. ágúst 1944. Dótinu var jafnað á hestana, sem voru 6 að tölu. Erfiðlega gekk að koma þessu öllu á hestana því þetta var svo mikið drasl. Við vorum t.d. með 50 hænur. Um 100 kg. fóru á hvern hest. Reiðhestur Einars Ben. og farskjóti Elínar, Faxi, voru m.a. notaðir. Ekkert var skilið eftir, en þetta var alls um 300 kg, sem tínt var til. Lagt var af stað frá Stakkavík kl. 10:00 að morgni. Þrjú korter tók að komast upp á Selstíg, en farið var yfir fjöllin og um Grindarskörð. Ekkert var tekið af hestunum á leiðinni, þeir einungis hvíldir á leiðinni. Ferðin gekk mjög vel. Allir báru líka eitthvað. Mamma var t.d. með rokkinn sinn. Pabbi reiddi tveggja ára son Elínar, Svavar. Þegar komið var í Hafnarfjörð kl. 20.00 um kvöldið var staðnæmst á Öldugötunni þar sem tekið var af. Lagt var stað aftur kl. 11:00 morgunin eftir og komið að Brunnastöðum kl. 22:15. Búfénaðurinn var hins vegar rekin út með hlíðunum, um Kerlingadal, Eldborgarskarð, með Veggjum og um Kálfadali uns komið var að Lambatjörn. Þar var hann tekinn á bíl.
TóftÞað var stúlka í Selvogi, líklega í Bartakoti, Litla-Leðri eða Stóra-Leðri. Hún var mjög lagin við að hjálpa dýrum. Maður kom til hennar í svefni og vakti hana og bað hana að fylgja sér vestur í Herdísarvík til að hjálpa konunni sinni því hún væri þar í barnsnauð, þar í Sængurkonuhelli sem talin var vera í Herdísarvíkurlandi. Hún var í fyrstu hrædd, en þegar hún kom út og sá tvo gráa hesta brá af henni. Fylgdi hún manninum vestur að Grænulaut og gekk þar inn í hellinn. Bjart var þar inni líkt og í stóru herbergi. Þar lá konan sem hafði legið þar í tvo sólarhringa, illa haldin. Hún gat bjargað bæði konu og barni vegna þess hversu lagin hún var. Að launum fékk hún skartklæðnað, forkunarfagran skautbúning, sem margar konur i Selvogi öfunduðu hana af. Konurnar vildu gjarnan fá klæðin lánuð, en stúlkan var nísk á þau. Fór hún jafnan í þeim til Strandarkirkju.
GerðiOpið er skammt vestan við Grænuflöt, utan í fjallhlíðinni, þúfa út úr hlíðinni svona ójöfnun, opið blasir við. Hellirinn er mjög gróinn því hann var notaður af útigangsfé sem var mikið notað á veturnar. Opið snýr að sjó. Það sést vel, 1 m á hæð og 1/2 m á vídd. Ég hef ekki farið inn í hann sjálfur. En margir hafa farið inn í hann og þótt hann rúmgóður.
Í örnefnalýsingum fyrir Herdísarvík er getið um Sængurkonuhelli, sbr. hjá Gísla Sigurðssyni: “Á brunanum voru svo Ingimundarhæðir og þar upp af Hrísbrekkur, Litla-Hrísbrekka og Stóra-Hrísbrekka. Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir.  Þar leitaði kona einu sinni skjóls og fæddi þar barn.”
GerðiðÍ annarri lýsingu eftir Gísla segir: “Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif.  Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.”
Í örnefnalýsingunni segir um Grænuflöt og Herdísarvíkurfjall: “Herdísarvíkurfjall rís hátt yfir hraunbreiðuna með bröttum skriðum og ókleifum hömrum ofan þeirra. Lyngskjöldur er vestast í fjallinu, en hann er nefndur Skjöldur í gömlum landamerkjalýsingum. Þá er Fálkageiri, gróðurtunga í skriðunum, og Fálkahamar. Þar er og Fálkageiraskarðsstígur; Fálkagil er nafn, sem finna má á landakortum. Fálkageiraskarð (er skarðið, sem stígurinn liggur um.

Rót

Breiðigeiri er austar í fjallsbrekkunum. Grænaflöt liggur undir fjallsrótunum, og upp af henni er Grænuflatarskarð, og liggur fjárgata um skarðið. Herdísarvíkurfjallsskriður liggja þar austar allt að Mosaskarði. Þar upp af er Bæjarhamar, og ofan brúna er Geldingatorfa. Þá kemur Klaufhamar og austar Sundhamar. Þar eru bryggjur, sem fé fór eftir, og lenti þá oft í sjálfheldu. Stallar voru þessar bryggjur kallaðar. Varð oft að síga þar eftir fénu. Brúnir voru Herdísarvíkurfjallsbrúnir nefndar. Mosaskarð var austan fjallsins með Mosaskarðsstíg.  Þar rann fé niður, er fjallið var smalað. Austast í Mosaskarði var svo Hamragerði, þar um lá landamerkjalínan úr Breiðabás. Svörtubjörg kölluðu útróðrarmenn fjallið af sjó, var þangað oft dimmt að líta.
Eru þá nefnd örnefni þau, sem Herdísarvík tilheyra, nema uppi á fjallinu, en þau heyra undir afrétt og verða þar talin.”
MosatáknÍ viðtali við bróður Lárusar, Eggert Kristmundsson, segir hann m.a. frá því er þeir grófu gæðinga Einars Benediktssonar í Grænuflöt: “Hlín fór í fjósið í buxum úr strigapokum. Hún hafði tvo hesta, leirljósan og brúnan. Brúni hesturinn var gamall vagnhestur. Sá leirljósi var mikill reiðhestur. Jón Eldon, sonur hennar, átti hann. Hlín vildi ekki eta hestanna og því var farið með þá að Grænuflöt undir Herdísarvíkurfjalli þar sem þeir Jón, Eggert og fleiri grófu niður tvær mannhæðarháar grafir, þar sem voru hægt var að ganga inn í, og þar skutu þeir hestanna, Jón þann leirljósa, en Eggert þann brúna. Eggert tók nærri sér að þurfa að gera þetta því hann hafði unnið mikið með þessum hestum, en hann sagðist alltaf hafa hlýtt Hlín. Hún hefði beðið hann um að annast þetta.” 
Í leiðinni var drykkjarsteinn skoðaður austan við Grænuflöt. Við þá skoðun fundust Sængurkonuhellirm.a. tóft af húsi og ílangt gerði eða stekkur. Grasgróningar eru umleikis svo líklegt má telja að fé hafi verið haldið þarna eða jafnvel kýr um tíma a.m.k. “Stekkurinn” gæti því hafa verið stöðull eða jafnvel nátthagi. Mannvistarleifa þessarra er ekki getið í fornleifaskráningu af svæðinu.
Fallegt “mosatákn” sást skammt frá Grænuflöt; vel við hæfi í tilefni dagsins, þ.e. Valitínusardagsins.
Þrátt fyrir leit fannst fyrrgreint hellisop ekki – að þessu sinni a.m.k.
Spurningar sem vöknuðu voru fleiri en ein: Eru Sængurkonuhellir undir Klifi og Sængurkonuhellir við Grænuflöt einn og sami hellirinn? Innan við 300 metrar eru milli staðanna.
Farið hefur verið um svæðið með stórvirkum vinnuvélum (væntanlega með leyfi Fornleifaverndar)! Við það tækifæri var landinu umbylt, stórum steinum velt við og annað fært í kaf. Við það tækifæri gæti op Sængukonuhellir við Grænuflöt hafa lokast. Tilviljun ein réð því að drykkjarsteininum var ekki raskað.
Var Sængurkonuhellir kannski ekki við Grænuflöt? Hafa ber í huga að búfénaður (kýr, naut og fénaður) hefur að öllum líkindum verið rekinn eftir gömlu þjóðleiðinni milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, áleiðis að Kerlingadal. Hún liggur (lá) skammt frá Sængurkonuhelli undir Klifi. Ef farið hefði verið með fjallinu hefðu viðkomandi þurft að taka á sig krók til að komast fyrir Klifhraunið. Þó er ekki hægt að útiloka þann Nýimöguleika að kunnugir hafi frekar viljað reka búfénað með fjallinu, inn í Lyngskjöld og úr honum til suðurs með hraunkantinum að Klifi. Sú leið er (var) bæði þægileg og greið.
Bæði vestan og austan við Grænuflöt eru gróningar við op sem benda til þess að fé hafi legið þar við. Slík verksummerki má gjarnan sjá við gömul fjárskjól. Því er þörf að gaumgæfa svæðið betur þegar vorar.
Við þetta má bæta svolítilli athugasemd við gerð nýs Suðurstrandarvegar í Herdísarvíkurlandi. Nýi vegurinn hefði átt að leggjast nánast í fyrrverandi vegstæði líkt og sést á myndinni, en því miður fer því fjarri. Gert hefur verið nýtt sár í annars fallegt mosahraunið og á kafla hefur verið farið yfir einn fallegasta kaflann á gömlu Herdísarvíkurþjóðleiðinni. Með svolítilli hugsun hefði verið hægt að varðveita götuna komandi kynslóðum til vakningar og fróðleiks um hina fornu leið millum Herdísarvíkur og Krýsuvíkur.
Frábært veður. Gangan tók  klst og 4 mín.

Heimild:
-Viðtal Jóhanns Davíðssonar við Lárus Kristmundsson frá Stakkavík (Brunnastöðum), f: 1. febr. 2006.
-Viðtal við Eggert Kristmundsson frá Stakkavík (Brunnastöðum).
-Viðtal við Þorkel Kristmundsson frá Stakkavík (Brunnastöðum).