Færslur

Reykjanes

Stefán Einarsson krifaði um “Áttatáknanir í íslensku nú á dögum” í Skírni árið 1952:

Reykjanesskagi - gömlu þóðleiðirnar

Reykjanesskagi – gömlu þjóðleiðirnar; ÓSÁ.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

“Bjarni Sæmundsson hefur af venjulegri nákvæmni lýst áttunum í sinni sveit, „Suðurkjálkanum“, í Árbók F.l. 1936, 22—53, og skal eg tilfæra það, sem hann segir um þetta.
„Eina leiðin af Inn-nesjum og úr Hafnarfirði til þeirra byggða Suðurkjálkans, sem liggja að Faxaflóa, er, ásamt byggðunum sjálfum, í daglegu tali nefnd „suður með sjó“ (t. d. fer maður suður með sjó, til þess að finna mann, sem býr einhvers staðar „Suður með sjó“), en um hinar byggðirnar er sagt „suður í“. Hinsvegar fara menn úr öllum sveitum kjálkans (að Krýsuvík meðtaldri) „inn“ í Hafnarfjörð og Reykjavík og til Inn-nesja yfirleitt, og margt er þarnaa suður um skagann, eins og víðar, skrítið í stefnutáknun manna, þegar farið er í aðrar sveitir, og erfitt fyrir ókunnuga að átta sig á því….“ (bls. 27).

„Úr Grindavík liggja gamlir vegir „út“ eða „suður“ í Hafnir, „suður“ eða „niður“ í Njarðvíkur (Skipstíg), „suður“ eða „út“ í Leiru og Garð og „út“ á Nes, „niður“ eða „inn“ í Voga (Skógfellavegur), „inn“ á Vatnsleysuströnd o. s. frv., en úr öllum þessum byggðum er farið „upp“ í Grindavík. Úr „Víkinni“ er farið „inn“ í eða „upp“ í Fjall, Móhálsa, og „upp“ að Krýsuvík og austur í Herdísarvík, Selvog (“Vog”) o. s. frv. Eru þessar áttatáknanir æði torskildar fyrir ókunnuga, sumar hverjar, eins og t. d. suður í Njarðvikur, sem er nærri í norður úr Grindavík. En það er viða margt skrítið í þessu tilliti“ (bls. 42).

Grindavíkurvegir

Varðaðar leiðir til og frá Grindavík frá fyrstu tíð.

Þótt áttatáknanir þessar séu ærið torskildar fyrir „ókunnuga“, þá skýrist málið fljótt, ef litið er á kort af Reykjanesi.

Tvennt verða menn líka að hafa í huga, það fyrst, að á veginum milli Garðs og Hafnarfjarðar eftir norðurströnd Reykjaness eru andstæðurnar suður:inn, og það annað, að milli norður- og suðurstrandar Reykjaness eru andstæðurnar niður:upp (= N:S). Grindvíkingurinn gengur þannig fyrst niður, þar til hann kemur á veginn, sem liggur suður og inn með norðurströndinni. Þurfi hann þá að ganga suður til þess að komast í áfangastað, er kallað, að þeir staðir liggi suður frá Grindavík. Þurfi hann aftur á móti að ganga inn með ströndinni, liggja þeir staðir allir inn frá Grindavík.”

Heimild:
-Skírnir – 1. tölublað (01.01.1952), Stefán Einarsson, Áttatáknanir í íslensku nú á dögum, bls. 11-12.

Reykjanes

Reykjanes – örnefni og áttarhugtök.

Sveifluháls
Gata/leið: Upphaf: Endir:
Alfaraleið- Víðisandur Draugagjár
Alfaraleið- Hafnarfjörður Útnes
Alfaraleið- Hellisskarðsleið Elliðavatn
Alfaraleið- Reykjavík Hvalfjarðarbotn
Alfaraleið- Hvassahraun Hafnarfjörður
Alfaraleið- Hraunsholt Elliðavatn
Almenningsvegur- Vogar Hvassahraun
Arnarseturshraunsst.- Svartsengisfjall Arnarsetur
Auðnaselsstígur- Auðnir Auðnasel
Álftanesgata (Fóg.g.)- Bessastaðir Reykjavík
Álftanesstígur- Álftanes Hafnarfjörður
Árnastígur- N/Þórðarfells Húsatóttir
Bakkastígur- Bakki að sjó
Brauðstígur- Húsatóttir Eldvörp
Brennisteinsfjallast.- Grindarskörð Brennisteinsfjöll
Brúnir- Skógfellavegur um Brúnir
Bæjarskersleið- Bæjarsker Sandgerðisleið
Dalaleið- Kaldárbotnar Breiðdalur
Drumbsdalaleið- Sveifluháls Krýsuvík
Eiríksvegur- Akurgerðisslakkar Vatnsleysa
Eyrargata- Hraun Þórkötlustaðanes
Eldborgarstígur- Krýsuvík Hlíð
Engidalsstígur- Engidalur Gamla Fjarðargata
Eyrargata- Þórkötlustaðir Staður
Eystrileið – lestarg.- Selatöngum Krýsuvík
Fjárskjólshraunsst.- Fjárskjólshraun Herdísarvíkurhr.
Flatahraunsgata- Engidalur Hafnarfjörður
Fornugötur- Hásteinsflag Bjarnastaðir
Fógetastígur- Garðabær Bessastaðir
Fuglavíkurvegur- Fuglavík Keflavík
Gamli-Stapavegur- Vogar Njarðvík
Gamlivegur- Breiðagerði Strandarvegur
Gamlivegur- Seljabót Geitahlíð
Gamli-vegur- Vestan Fuglav. stubbur
Gamli-vegur- Vatnsleysu Nes
Garðagata Garðar- Álftanesgata
Garðsvegur- Keflavík Garður
Gálgahraunsstígur- Álftanesgata Fógetastígur
Gálgahraunsstígur n.- Gálgaklettar Troðningar
Gálgastígur (Sakam.)-Álftanesgata Gálgaklettar
Gerðisstígurinn- Herdísarvík Austurtúnið
Gjáarréttargötur- Þingnesslóð Gjárrétt
Grásteinsstígur- Hraunhornsflöt Kolanefsflöt
Grunnavatnsstígur- Vífilstaðalækur Vatnsendaborg
Gvendarstígur- Lækur Gvendarhellir
Gyltustígur- vestast á sunnanv. Þorbirni
Hafnarbergsgata- Sandhöfn Valahnjúkar
Hagakotsstígur- Hagakot Urriðakot
Hausastaðasjávarg.- Hausastaðir að sjó
Hálsagötur- Núpshlíðaháls
Heiðarvegur- Ólafsskarðsvegur Grindarskörð
Heljarstígur- yfir Hrafnagjá
Hellisheiðavegur- Hveragerði Kolviðarhóll
Hellisvörðuleið- Víðisandur Herdísarvíkurhraun
Herdísarvíkurstígur- Herdísarvík Herdísarvíkursel
Hetturstígur- Vigdísavellir Krýsuvík
Hjallatroðningar- Hjallar Gjárrétt
Hlíðarskarð- Hlíðarvatn Selvogsgata
Hlíðarvegur- Kaldársel Krýsuvík
Hlíðarvegur- Stakkavíkurvegur Hlíðarvatn
Hlíðargata- Hlíð Lyngskjöldur
Hraunselsstígur- Hraunssel Grindavík
Hraunsholtsstekksst.- Stekkjarlaut stekkur
Hrauntungustígur- Ófriðastaðir Norlingagata
Hrauntungustígur- Hrauntunga Stórhöfðastígur
Hrísatóarst.-Seltóarst- Seltó Rauðhólsselsstígur
Hrísatóustígur- Tóustígur Rauðhólsselsstígur
Hrossagata (Kaupst.)- Ósabotnar Stafnes
Húshólmsstígur- Húshólmi Krýsuvík
Hvalsnesvegur- Hvalsnes Keflavík
Hvammahraunsstígur- Vatnshlíð Gullbringa
Hvassahraunsselsst.- Hvassahraun Hvassahraunssel
Höskuldarvallastígur- Oddafell Keilir
Jónshellastígur- Lækjarbrú Jónshellar
Kaldárselsstígur- Hafnarfjörður Kaldársel
Kaldárselsstígur- Ófriðastaðir Norlingagata
Kaldárselsvegur- Kaldársel Undirhlíðavegur
Kaupst.v.(Hrossag)- Ósabotnar Stafnes
Keflavíkurvegur- Keflavík Sandgerði
Kerlingaskarð- Selvogsgata Grindarskörð
Ketilsstígur – Seltún Móhálsadalur
Kirkjubólsvegur- Kirkjuból á Garðsveg v/Leiru
Kirkjubraut- Hafnarfjörður Garðar
Kirkjustígur- Stórikrókur Garðar
Kirkjuv. – Prestav.- Vogsósar Strandarkirkja
Kleifarvallaskarð- Kleifarvellir Stakkavíkurfjall
Knarranesselsstígur- Knarrarnes Knarrarnessel
Kúadalastígur- Kúadalir Urriðakotshraun
Kúastígur- Kaldársel Kúadalur
Kúastígur- Vogar Hrafnagjá
Kúastígur- Brunnastaðir Kúadalir
Lambafellsstígur- Sóleyjarkriki Lambafell
Lágaskarðsleið- Hveragerði Reykjavík
Lindargata- Garðar Garðalind
Löngubrekkustígur- Vífilsstaðir Kaldársel
Melabergsvegur- Melaberg Keflavík
Méltunnuklif- Krýsuvíkurvegur Sandakravegur
Mosaskarð- Dalurinn Herdísarvíkurfjall
Mosastígur- Herdísarvík Herdísarvíkurfjall
Mosastígur- Straumur Dyngjur
Náttahagastígur Flöt Stakkavíkurfjall
Nessvegur að Hvalsnesi
Norðlingagata- Hraunsholtslækur Hafnarfjörður
Oddafellsstígur- Höskuldavellir Selsvellir
Ólafsskarðsvegur- Ölfus Reykjavík
Ólafsskarðsvegur- Ölfus Hellisskarðsleið
Ósastígur- Básendar Gamli-Kirkjuvogur
Óttastaðaselsstígur- Óttarstaðir Óttarstaðasel
Prestsstígur- Hafnir Húsatóttir
Rauðamelsstígur- Þorbjarnastaðir Almenningar
Rauðhólsstígur- Óttarstaðasel Höskuldavellir
Rauðhólsselsstígur- Vatnsleysu Rauðhólssel
Reykjanesvegur- Grindavík Reykjanes
Reykjavíkurvegur- Reykjavík Hafnarfjörður
Sandakravegur- Skógfellav. Selatangar
Sanddalavegur- Selvogur
Sandgerðisvegur- Sandgerði á Garðsveg að Keflav.
Sandhálsavegur- Selvogur
Selatangagata- Selatangar Ísólfsskáli
Seljadalsvegur- Alfaraleið Leirvogsvatn
Selskarðsstígur- Selstígur Stakkavíkursel
Selsstígur- Hlíðarvatn Herdísarvíkurfjall
Selsstígur- Hraunsholt Hraunsholtssel
Selsstígur- Maríuflöt Vílfilstaðasel
Selsstígur- Hvassahraun Hvassahraunssel
Selsstígur- Flekkuvík Flekkuvíkursel
Selsvallastígur- Selsvellir Oddafell
Selvegur- Gamlivegur Löngubrekkur
Selvogsg. (Grindars)- Hafnarfjörður Selvogur
Selvogsstígur- Selvogur Ölfus
Setbergsstígur- Setberg Norlingagata
Setbergsstígur- Setberg Hafnarfjörður
Skagagarðstígur- Útskálar Kirkjuból
Skálastígur- Ísólfsskáli Hraun
Skipsstígur – Njarðvík Staðarhverfi
Skógargatan- Óttastaðaselsstígur Sveifluháls
Skógfellavegur- Vogar Járngerðarstaðir
Sköflungur- Þingv.sveit Hafnarfjörður
Stafnesvegur- Stafnes Keflavík
Stakkavíkurvegur- Selsstígur Selvogsgata
Stapagata- Vogar Suðurnesjavegur
Stekkjargata- Alfaraleið Hofstaðatraðir
Stórhöfðastígur- Ás Ketilstígur
Stórkrókastígur- Kaffigjóta Stórikrókur
Straumsstígur- Straumur Straumssel
Suðurnesjavegur- Grímshóll Njarðvík
Sveiflustígur- Sveifluháls Krýsuvík
Tóastígur- Kúagerði Hrístóarstígur
Troðningar- Álftanesgata Hraunsholt
Undirhlíðavegur- Grindavík Innnes
Vestarileið – lestarg.- Selatangar Ísólfsskáli
Vífilstaðagata- Arnarnes Vífilstaðir
Vífilstaðarvegur- Vífilsstaðir Hafnarfjörður
Vogsósavegur- Vogsós að hraunkanti
Þórustaðastígur- Þórustaðir Núpshlíðarháls
Þráinsskjaldargata-
Ögmundahraunsv.- Méltunnuklif Núpshlíðarhorn