Tag Archive for: menning

Hólmsborg

Selin á Reykjanesskaganum, mannvirki þeim tengdum og leiðir að þeim teljast til fornleifa.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Á heimasíðu Fornleifastofnunar Íslands á Netinu er m.a. fjallað um fornleifar. Þar segir að “fornleifar séu efnislegar minjar genginna kynslóða. Sjálfar kynslóðirnar hverfa ein af annarri og hugsanir þeirra að mestu leyti með þeim. Fornleifarnar voru hluti af veruleika forfeðranna sem mikilvæg mannvirki, kennileiti eða staðir og þær skiptu þá miklu máli. Gátu þær meira að segja verið þeim lífsnauðsynlegar. Án þessara fornleifa væri sagan harla óáþreifanleg og jafnvel álitamál hvort við værum sjálfstæð þjóð yfirleitt. Er hægt að byggja land og halda uppi menningu án beinna tengsla við söguna?

Húshellir

Í Húshelli.

Íslendingar eru stoltir af sögu sinni. Áþreifanlegar leifar þessarar sögu eru fornleifarnar. Þess vegna eigum við að gera þeim hátt undir höfði, varðveita þær og vernda.

Landslagið er mikilvægur hluti af veruleika manneskjunnar og einn þeirra þátta sem skapa hana. Skilgreiningin á því að vera Vestfirðingur er t. d. að hluta til fólgin í því landslagi sem einkennir Vestfirðina og Vestfirðingar kalla heimaslóðir. Í þessu landslagi eru fornleifarnar mikilvægur þáttur með sínum formum og sögnum og þær eru gjarnan úr sömu efnum og landið sjálft. Það er því mikilvægt að standa vörð um fornleifar landsins, vegna þess að þær útskýra að sumu leyti skilgreiningar okkar á sjálfum okkur.

Garðastekkur

Garðastekkur – fjárborg.

Á bak við allar fornleifar liggur ákveðin hugmyndafræði og segja má að oftast sé það hin ríkjandi hugmyndafræði samfélagsins hverju sinni. Hús átti að byggja á ákveðinn hátt, úr ákveðnum efnum og á ákveðnum stöðum. Þessir þættir stýrðust af hugmyndafræðinni og var ekki sjálfgefið að ætíð hafi verið byggt á sem bestan máta, bestu efnin notuð eða besta staðsetningin valin. Inn í myndina komu hefðir og hugmyndir sem voru afrakstur aldalangrar aðlögunar og reynslu. Reynslan var sótt í umhverfið og hugarfylgsni mannanna svo sem trúarlegar hugmyndir og jafnvel hindurvitni ýmiskonar. Allt þetta er falið í fornleifunum.

Sel vestan Esju

Sel vestan Esju.

Eins er dreifing fornleifa í landslaginu ekki afleiðing tilviljana, heldur lágu þar að baki ákveðnar reglur og venjur samfélagsins. Því eru fornleifar einnig vitnisburður um þessa hluti”.

Hvaleyrarvatn

Beitarhús í Húshöfða við Hvaleyrarvatn.

Ef við tökum sem dæmi fornleifar eins og beitarhús, þar sem kindur voru hafðar yfir veturinn og þeim beitt á landið (kjarrið eða sinuna), þá eru beitarhúsin leifar ákveðinna búskaparhátta sem eru löngu horfnir. Þessum húsum var gjarnan komið fyrir nálægt landamerkjum á milli bæja svo að kindurnar gætu skroppið yfir til nágrannans og náð þar í eina og eina tuggu svona rétt til að létta bónda sínum byrðina. Því eru beitarhús jafnframt nokkurskonar vitnisburður um tilfinningu manna gagnvart lögunum og kannski eilítið gagnvart hvor öðrum. Jófríðarstaðir áttu t.d. beitarhús í Húshöfða við norðanvert Hvaleyrarvatn, mjög fjarri Jófríðarstaðarlandi. Tóftin er enn vel greinanleg sunnan í Höfðanum. Önnur beitarhústóft er í Hólmshrauni austan við Hólmsborgina.

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur við Þrívörður.

Í Ísafold árið 1883 er fjallað um umhirðu búfjár og þar eru nefndir ´einhölukofar´ en slíkir kofar tóku við af fjárborgunum „ þ.e. mjó hús með einni jötu langsetis öðrum hliðarveggnum.“ Seinna voru svo byggð ´tvístæðuhús´, sem voru með jötum til beggja hliða, og loks ´garðahúsin´ eins og við þekkjum þau. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar skoðaðar eru tóftir þó svo að vísast séu fáar svona einhölukofatóftir til því menn hafa líklega notað grjótið í nýrri byggingar. Þessi hús þurfa auðvitað ekki að vera gömul, út af fyrir sig, því fjárhús voru yfirleitt ekki byggð fyrr en á 18. öldinni”.

Hin mörgu hlöðnu fjárskjól á Reykjanesi virðast hafa verið “milligerð”, þ.e. skjól þangað til sérstök hús voru byggð yfir féð. Hlaðið var fyrir skúta eða hraunbólu og þannig myndað betra skjól fyrir veðrum og vindum.

Hlíðarborg

Hlíðarborg í Selvogi.

Sjá má dæmi þessa víða á Reykjanesi, bæði í og við selin sem og víðar. Þannig eru hlaðin fjárskjól bæði vestan við Óttarstaði og Lónkot (hafa ekki verið skráð fyrr en nú), ofan við Hvassahraun, í Katlahrauni (skjól frá Vigdísarvöllum (hlaðið um 1910 af fólki frá Vigdísarvöllum) ), í Ögmundarhraunsgígum sunnan Vigdísarvalla, Efri-hellar og Neðri hellar við Gerðisstíg, Kolbeinshæðaskjól, Straumssel Efri-hellar, Straumssels Neðri-hellar, Óttarstaðafjárskjólin (Sigurðarskúti, Sveinsskúti, Norðurskúti, Tóhólaskúti og Rauðhólsskúti) og við Lónakotssel, auk fjárskjóla í Álfakirkju og í Kálfelli.

Eyri

Eyri – tóft.

Fyrsta vinnuregla minjavörslunnar er að allar fornleifar beri að varðveita, enda er það tekið fram í lögum. Ef fornleifar glatast eru þær horfnar að eilífu. Þær er ekki hægt að laga eða endurgera. Þær eru horfnar veruleikanum og þær eru horfnar vísindunum.

Þéttbýlissvæði eru mörg hver að vaxa út um landið og sú þróun mun vonandi halda áfram í náinni framtíð. Margar fornleifar verða á veginum, sumar jafnvel alveg óþekktar í dag. Þó að svæði kunni að vera skráð einu sinni og jafnvel tvisvar, er það aldrei trygging fyrir því að ekkert meira kunni að leynast undir yfirborðinu.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2019. Nú horfið.

Því er mikilvægt að fara nákvæmlega yfir þau svæði sem raska á til að minnka hættuna á óvæntum uppákomum fornleifa eins og framast er unnt. Slíkar uppákomur eru yfirleitt dýrar og tímafrekar. Það getur verið þarft að minnast þess að oft finnast skemmtilegustu fornleifarnar við óvæntustu aðstæðurnar.

Saga okkar er að hluta til skráð í umhverfi okkar, umhverfi sem við höfum skapað smátt og smátt í aldanna rás. Sjálf skilgreinum við okkur sem einstaklinga í gegnum umhverfið og þjóðin sem slík skilgreinir sig út frá þessu umhverfi og það sem þar kann að leynast. Við berum öll ábyrgð á sögu okkar og menningu og þar eru fornleifarnar engin undantekning. – ÓSÁ

Vigdísarvellir

Fjárskjól við Vigdísarvelli.

Þorbjarnarstaðir

Menningarlandslag eru svæði sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ólíkum tímum við mismunandi aðstæður, og sem þar með bera í sér menningarsögulegt gildi.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg í Selvogi.

Í menningarlandslagi birtist hin sögulega vídd í umhverfi okkar. Það er stöðugum breytingum háð, þar sem gamalt hverfur og nýtt tekur við. (Kulturmiljøet i landskabet, frjálsleg þýðing). Einnig svæði, þmt. menningarlegar og náttúrulegar auðlindir, sem tengjast sögulegum atburðum, aðgerðum eða einstaklingum eða fela í sér önnur menningarleg, þjóðfræðileg, málsöguleg eða fagurfræðileg gildi og öll sýnileg eða ósýnileg ummerki sambúðar manns og lands.
Fyrsta skrefið er að vita hvað er hægt að vernda. Til þess þarf skráningu. Skráning og geymsla upplýsinga þarf að vera vel skipulögð. Það kallar á kortlagningu. Þegar upplýsingarnar liggja fyrir á skipulögðu formi, svo sem á korti, er kominn grundvöllur til að nýta þær við ákvarðanatöku, t.d. við gerð skipulagsáætlana – ekki bara „spari“ heldur alltaf.

Hvað er hægt að skrá? (dæmi)

Miðmundarvarða

Miðmundarvarða við Þorbjarnastaði.

Álagablettir
Álfabyggðir
Beitarhús
Dysir
Draugasögur

Eyktamörk
Gamlar byggingar
Gamlar leiðir
Gangnamannakofar
Garðar
Grasamór
Hákarlshjallar
Hreiðurstæði Íslendingasöguslóðir
Jarðhýsi
Kirkjustaðir

Hólmur

Hólmur – eldhús.

Kvíar
Lendingar
Mið af sjó
Mógrafir
Naust

Sagnir
Selalagnir
Skáldaslóðir
Stafkirkjur
Stekkir Sölvafjörur
Tóftir
Tófugren
Vatnsból
Veðurteikn
Veiðistaðir
Verbúðir

Vorrétt

Vorréttin í Hraunum.

Vígðir blettir
Vörður
Þjóðsögur
Örnefnasögur
Örnefni
Öskuhaugar
(3 x 13 atriði)

Menningarlandslag og sjálfbær þróun
Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ (Brundtlandskýrslan 1987) eða „Við fengum Jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar“ (Máltæki frá Kenya).

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli / Arngrímshelli.

Til að þróunin sé sjálfbær, þarf hún að vera það jafnt í vistfræðilegu, efnahagslegu og félagslegu tilliti.
Hluti ábyrgðarinnar sem við berum gagnvart komandi kynslóðum felst í því að varðveita þann fjölbreytileika sem er til staðar og þá þekkingu sem honum fylgir. Fjölbreytnin er mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar.

Líffræðileg fjölbreytni (biodiversity) (þar með talin erfðafræðileg fjölbreytni, fjölbreytni tegunda og fjölbreytni vistkerfa)

Selsvellir

Sel við Selsvelli.

Skipuleg skráning menningarlandslags er skammt á veg komin, en mikið af upplýsingum er til. Ísland er jaðarbyggð með sérstakt hlutverk. Sértækar staðbundnar aðgerðir geta reynst nauðsynlegar til að viðhalda fjölbreytileikanum. Stafræn kortlagning opnar nýja möguleika og auðveldar ákvarðanatöku.
Höfum í huga að: Gamalt fólk deyr; oftar en æskilegt er – og með því hverfur vitneskja, sem við, unga fólkið, gætum nýtt okkur.

-Stefán Gíslason MSc Umhverfisstjórnun. Úr erindi er flutt var á afmælisráðstefna Landverndar laugardaginn 30. október 1999.
-http://www.landvernd.is/page3.asp?ID=1080.

Straumsselsstígur

Straumsselsstígur – dæmi um menningarminjar.

Hvaleyri
Guðbrandur Benediktsson, deildarstjóri á Minjasafni Reykjavíkur – Árbæjarsafni, er jafnframt stundakennari við HÍ í sagnfræði, þjóðfræði og ferðamálafræði. Í kennslustund (2006) í fornleifafræði við Háskólann fjallaði hann m.a. um „menningararfinn og ferðaþjónustuna“. Kynnti hann einstök hugtök og skilgreiningar innan ferðamálafræðinnar er tengjast viðfangsefninu, s.s. ferðaþjónusta/-mennska, ferðamaður, ástæður ferða, hvatar, sjálfbærni og viðhorf ferðaþjónustunnar til menningararfsins.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Lesefnið varðaði umfjöllun, annars vegar um svonefnda „Cultural Tourism“ (menningarferðamennsku) og hins vegar „Heritage Tourism“ (arfleifðarferðamennsku). Oft eru orðin notuð saman og þá talað um „Heritage Cultural Tourism“ (menningartengda ferðaþjónustu eða arfleifðarmenningarferðamennsku).
Fyrir þá, sem á annað borð koma nálægt ferðaþjónustu, er mikilvægt að skilja hin ýmsu hugtök, eða a.m.k. vita hvað þau þýða. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir aðra að hafa örlítinn innsýn í ferðamálafræðin; hugtökum og grunnhugmyndum sem og svolítinn skilning á þau fræði.

Torfbær

Torfbær 1924.

En hvað er menning og menningararfur? Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf.“ Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; … það að manna einhvern … þróun, efling, siðmenning“. Orðabók Menningarsjóðs segir líka að menning sé „sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) … rótgróinn háttur, siður“. Hin Íslenska alfræðiorðabók Arnar og Örlygs segir að menning sé „sú heild þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags“.

Torfbær

Torfbær.

Á Íslandi er orðið menningararfleifð mjög bundið hugmyndum um hvað einkennir íslensku þjóðina og hvernig bregðast eigi við hröðum félagslegum og menningarlegum breytingum nútímans. Sigurður Nordal hélt því fram í Íslenzkri menningu (1942) að nauðsyn væri að skilja íslenska menningararfleifð sögulega; „arfleifð okkar er tungan, bókmenntirnar og þjóðlegar hefðir. Án þessara sérkenna hefðu Íslendingar ekkert til að greina sig frá öðrum og myndu á endanum hverfa meðal stærri þjóða.“
Þjóðminjalög gefa svolitla skilgreiningarmynd af hugtökunum með orðinu „minjar“, s.s. í 1. grein.

Eldgos

Eldgos ofan Grindavíkur.

Þegar skilgreina á hugtakið menning og menningararfleifð þarf að hafa í huga að til eru ýmsar mismunandi skilgreingar á þessum hugtökum – þó svo að merkingin sé í grunnin sú sama. Má jafnvel tala um “hugtakaflökt” í þessu sambandi. Það kann og að vera vandasamt verk að þýða þessi hugtök, til dæmis í ensku – sbr. „culture“, „heritage“ eða „cultural heritage“.
Í 1. grein Þjóðminjalaganna segir t.d. “… tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða” og “ til menningarsögulegra minja teljast … Í 9. grein segir… “Til fornleifa teljast …”

Tobba

Þjóðsögur vekja jafnan áhuga ferðamann.

Hvað er túrismi? “[T]ourism can be defined as the science, art, and business of attracting visitors, transporting them, accommodating them and graciously catering to their needs and wants.“ Hér er litið á ferðamennsku sem vísindi, list og atvinnu af því að draga að ferðamenn, flytja þá, hýsa og sinna þörfum þeirra. Í sambandi við ferðaþjónustu, þá ber að hafa í huga að í grunnin er um að ræða “business” og því er iðulega talað um að vöru og þjónustu. Áður var oftlega talað um ferðamannaiðnað, en í seinni tíð hefur jafnan verið rætt um ferðamannaþjónustu þegar ferðaþjónustuaðilar eru annars vegar.

Kaldidalur

Hestar ferðamanna við beinakerlingu á Kaldadal.

Á sama hátt má spyrja: „Hvað er ferðamaður?“, eða „Hvers eðlis er ferðin?“ Niðurstaðan verður aldrei ein, en hún snýst þó oftast um vöru og þjónustu á sérhverjum ákvörðunarstað. Til þess að skilja eðli og gerð túrismans þarf jafnframt að huga að því hvers eðlis ferðin er – hvað fær menn til að ferðast og hvað gera menn í ferðinni.
Hvatning og hegðun er nokkuð undir ferðaþjónustuaðilum komin. Gott er að hafa í huga þarfaþríhyrning Maslow’s þar sem kveðið er á frumþarfir annarsvegar og áunnar þarfir hins vegar. AIDA-módelið hefur og verið talsvert rætt í seinni tíð, en það er nokkurs konar þumalfingursregla markaðsfræðinga til að skýra ákvörðunarferli neytenda. AIDA stendur fyrir: Awareness – Interest – Desire – Action. Þá eru sálfræðilega áhrif varðandi val á áfangastöðum mikilverð atriði. Heimasíðan http://www.world-tourism.org er mjög upplýsinadi um stefnumörkun og áætlanagerð í ferðaþjónustumálum víðs vegar umheiminn.

Sveifluháls

Á Sveifluhálsi.

Menningartengd ferðaþjónusta hefur verið að ryðja sér til rúms, þó með veikum mætti hér á landi. Bent er á að fyrirbærið má skilgreina út frá ýmsum ólíkum forsendum, svo sem út frá ferðamálafræðinni, ástæðum ferða, hvata eða fúnksjón. Skilgreingar geta þó verið misjafnar og ólíkar. Þau fjögur eliment sem höfundar segja að einkenni fyrirbærið eru: 1)menningartengd ferðamennska er fyrst og fremst ferðamennska, 2) það má vera ljóst að menningartengd ferðamennska felur í sér einhverja notkun á menningarverðmætum, 3) neysla á vöru eða þjónustu. Samkvæmt þeim hugmyndum er hægt að breyta cultural hertitage assets í cultural heitage products og 4)ferðamaðurinn sjálfur, „the tourist“, og ástæður þess að hann ferðast – hverjar sem þær kunna að vera. Atriði 2 og 3 eru afar áhugaverð því það má segja að þar komi fram viðhorf ferðaþjónustunnar, eða nálgun á menningararfinn og kann það að hljóma nokkuð framandi í eyru fornleifafræðinga… eða hvað?

Torfbær

Torfbær.

Í grunninn snýst ferðamálafræðin um skynsamlega nýtingu auðlina og samkvæmt Brundtland skilgreinginunni er sjálfbær þróun “development that meets the needs of the present without compromising the ability of future generations to meet their own needs.” (Brundtland 1987). Þessa hugmyndafræði má í sjálfu sér yfirfæra á menningarmál og líta á menningarverðmæti – menningararfinn – sem auðlindina. Stundum þarf að gera skýrarn greinarmun á ferðaþjónustu (tourism) annars vegar og minjavörslu (cultural heritage management) hins vegar. Bæði sviðin vinna með sama viðfangsefnið, það er menningararfinn, menningarverðmætin (cultural heritage asset) sem auðlind (resource) og því er mikið í húfi að þetta samband sé gott – það ætti eðli málsins samkvæmt að koma til móts við þarfir beggja og þar af leiðandi að vera sustinable.
Sambandið

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

getur verið allt frá góðri samvinnu til illvígra deilna, eins og dæmin sanna. Oft á tíðum liggja þessi svið samhliða og byggja á raunverulegri samvinnu – án þess í raun að skarast og hafa þar af leiðandi lítið hvort af öðru að segja. Það geta sannarlega verið ýmis vandamál í sambúð þessari, þó svo ákveðin togstreyta er í raun innbyggð á milli þessara sviða. Þetta eru í raun greinar af sitt hvorum meiði, ólík menntun og bakgrunnur fólks, sem vinnur á sitt hvorum vettvangnum, getur verið ólíkur. Togstreyta milli þessara sviða bitnar á ferðaþjónustunni. Sé samvinna ekki góð, þá verði bæðið sviðin af góðum sóknarfærum til eflingar og því sé það afar brýnt að leita sé allra leiða til þess að koma í veg fyrir að svo fara; með bættum skilningi á milli sviða.

Saltfiskssetur Íslands

Saltfiskssetur Íslands.

Í eðli sínu er ferðaþjónusta viðskipti, sem felur í sér neyslu á vöru eða þjónustu, jafnframt skemmtun og að allt sé það háð eftirspurn.
Áfangastaðir skipta miklu máli (attraksjónirnar sjálfar)
og ýmir önnur atriði hafa áhrif á heimsóknir, svo sem vegalendir, tími og kostnaður. Taka þarf jafnan mið af hegðun ferðamanna og sérstaklega þeim þætti sem snýr að upplifnun þeirra. Það er mikilvægt að hanna og stjórna þeirri upplifun sem feðramenn njóta/neyta á hverjum áfangastað því „Tourists want controlled experience“. Engu að síður verður að hafa hugfast að þegar talað er um ferðamenn í þessu sambandi, þá er fjarri því að um sé að ræða einsleitan hóp fólks.

Skógar

Minjasafnið á Skógum.

Margir ferðamenn leita staðfestingar á tilvist sinni og tilverunni með því að heimsækja og skoða menningarsögulega staði – menn skilja hlutina með því að kanna fortíðina. Þó svo að ferðamenn séu oft og iðulega að skoða sér framandi menningu, hafa þeir tilhneigingu til að setja hlutina í samband við sína eigin tilveru. Mikilvægt er að menn séu jafnan opnir fyrir hugmyndum, s.s. um authenticity – “upprunanlegheit” eða um heilindi, integrity.
Einkenni gesta, eða visitor characteristics, eru mismunandi eftir einstaklingum og þjóðerni, en í grófum dráttum eru mótivasjónirnar þó ávallt tvenns konar: þekkingarleit og aðrar persónulegar ástæður. Þeir skiptast í „ekki notendur“ og „mögulega notendur“. Í báðum tilvikum þarf að skoða hvers vegna tiltekin menningarverðmæti eru ekki nýtt sem skyldi; takmörkuðu aðgengi og hindrunum ýmis konar, bæði heildrænt og á hverjum stað.

Heimildir m.a.:
-http://visindavefur.hi.is

Setbergsbærinn

Gamli Setbergsbærinn.

Húshólmi

Þegar einhver er spurður: „Hvað er menning?“, verður viðkomanda annaðhvort svarafátt eða svarið verður svo víðfemt að inniheldið verðu um allt og ekkert.
Mikilvæg menningarverðmæti voru fyrir skammsýni lögð undir hús í miðborg ReykjavíkurMenning hefur stundum verið skilgreind sem „samsafn hegðunarmynstra sem fyrirfinnast í ákveðnum samfélögum, og gildishlaðinna tákna sem gefa hegðuninni ákveðna merkingu eða tilgang. Margar mismunandi skilgreiningar eru til á menningu. Mannfræðingar nota hugtakið til að vísa til þeirrar viðleitni mannsins að skipa lífsreynslu sinni í flokka eða mynstur, og að tjá hana á skipulegan máta. Menning hefur einnig verið skilgreind sem „lífsmynstur heilla samfélaga“. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur einnig lagt til að menning sé skilgreind sem: „… samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast til menningar, en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir.“ Í skilgreiningunni liggur að menning grundvallast á orðinu minning.
Stundum er talað um handverksmenningu, þ.e. hvernig verkin voru unnin áður fyrr. Bókmenning lýtur sama lögmálinu. Það er og eðli goðsagna að hugsa til hins forsögulega og leita skýringa á uppruna heimsins og upphafi sögunnar. Allir menningarheimar eiga sér goðsögulegan uppruna og vestræn menning á sinn uppruna ekki síst í hinum auðuga og fjölbreytta goðsagnaheimi Forn-Grikkja.
Stoðhola í tóft í HúshólmaÍslensk sendiráð á erlendri grundu kynna gjarnan Ísland og íslenska menningu sem mikilvægan þátt í starfsemi. Jafnan er boðið upp á spennandi möguleika á því að koma íslenskri menningu á framfæri. Á hverju ári eru íslenskar kvikmyndir teknar til sýningar í Norræna húsinu og einnig er þar góð aðstaða til fyrirlestra og tónleikahalds. Einnig er náið samstarf með öðrum norrænum aðalræðisskrifstofum að sameiginlegum verkefnum á sviði lista- og menningarmála. Sjaldnast er menningin kynnt í formi minja eða áþreifanlegrar arfleifðar, en þess frekar í hlóði (söng og spili) og mynd (kvikmynd). Getur ástæðan verið sú að ímyndunarhönnuðir vilji gefa aðra mynd af „menningunni“ en hún raunverulega er? Skammast þjóðin sig fyrir „fátæklegheitin“ í samanburði við „íburðinn“ erlendis?
Hér heima er málum öðruvísi háttað. Haldnar eru sýningar á bókmenntaarfinum í Þjóðmenningarhúsinu, upphafi landsnáms í kjallara hótels í miðborginni og Þjóðminjasafnið gefur gestum kost á að líta menningarverðmætin augum.
Skoðum dæmi um klysjukenndan áhuga landans út á við: „Íslendingar hafa haldið fram þeirri skoðun að nýta beri í miklu ríkara mæli þann styrk sem Norðurlöndin búa yfir og felst í mannauði, sameiginlegum menningararfi og gildismati, svo og öflugu mennta-, vísinda- og nýsköpunarkerfi. Margt bendir til þess að Norðurlönd hafi hingað til vannýtt þessa auðlind til að hasla sér völl á alþjóðlegum vettvangi.

Fátæklegar selleifar á Reykjanesskaga - fulltrúi verkmenningar í 1000 ár

Íslendingar leggja því áherslu á að nýta sem best innri og ytri styrk Norðurlanda til að efla samkeppnisstöðu á sviði menningar, mennta og vísinda. Lykilorðin eru annars vegar samlegð (synergi) og hins vegar hnattræn útrás. Með öflugra rannsóknarsamstarfi þarf að samþætta og samræma þekkingarauðinn í löndunum, en jafnframt stefna að útbreiðslu norrænna menningar-, mennta- og vísindaafurða.“ Hér er öllu grautað saman; menningu, vísindum, útrás og nýsköpun – ágætt dæmi um ómeðvitaða arfleifð.
Menningarmál hafa jafnan verið ofarlega á baugi í byggðum landsins og bera menningarstefnur sveitarfélaga þess glöggt merki. Menningarstefnur eru staðfesting og viðurkenning á mikilvægi og gildi menningarlífs í sérhverju sveitarfélagi og markmið hennar er að skapa sem best skilyrði fyrir varðveislu, ræktun og miðlun sameiginlegs svæðisbundins menningararfs. Ennfremur er það gjarnan markmið að tryggja eftir föngum að „allir geti notið menningarlífs og að búa í haginn fyrir skapandi, lifandi listasemi og stuðla að sem almennastri þátttöku íbúa á því sviði.“
ÞorsteinshellirEn hvað er menning?
„Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf.“ Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; … það að manna einhvern … þróun, efling, siðmenning“. Orðabók Menningarsjóðs segir líka að menning sé „sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) … rótgróinn háttur, siður“. Hin Íslenska alfræðiorðabók Arnar og Örlygs segir að menning sé „sú heild þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags“.
Hér má greina að minnsta kosti tvær ólíkar merkingar sem lagðar eru í hugtakið „menningu“ í almennri notkun. Í fyrsta lagi mætti nefna hugmyndina um siðmenningu. Í öðru lagi kæmi svo hugmyndin um menningu sem rótgróinn sið, sameiginlegan arf. Síðari hugmyndin er oft tengd hugtakinu þjóðmenning, að hver þjóð eigi sérstaka menningu, [líkt og sveitarfélög landsins].
Prestsvarðan - er hún einskis virði í menningarsögulegu tilliti?„Menning“ er einnig lykilhugtak ýmissa fræðigreina, ekki síst mannfræðinnar. Í því sem hér fer á eftir er sett fram mjög einfölduð mynd af hefðbundnum hugmyndum mannfræðinnar um menninguna.
Mannfræðin hefur lengi litið svo á að mannkynið sé eitt og það búi yfir sameiginlegum eiginleikum. Við blasir þó að það hefur búið sér mjög fjölbreytilega lifnaðarhætti. Eitt af helstu verkefnum mannfræðinnar að lýsa og skýra þennan fjölbreytileika og það hvernig hann er mögulegur.
Mannfræðingar hafa lengi haft þá skoðun að fjölbreytileikinn byggi ekki á líkamlegum mun manna eins og sjáist af því að fólk fylgi þeim siðum sem það lærir. Barn sem á ættir að rekja til Íslands en er ættleitt og elst upp hjá japönskum foreldrum, lærir japönsku eins og hvert annað barn þar í landi. Klassískar hugmyndir mannfræðinga um menningu ganga út á það að hún sé afl sem mótar einstaklinginn, hugsun hans og hegðun, og að þannig megi líta á að sá fjölbreytileiki í lifnaðarháttum sem mannkyn hefur búið sér sé menningarlegur.
Eru þetta einskisnýtar menningarminjar?Þá hafa mannfræðingar lengi álitið svo að í heiminum séu margar ólíkar menningar, að við getum talað um íslenska menningu, danska menningu og svo framvegis. Þó að hverri menningu megi skipta niður í ákveðna þætti – trúarbrögð, goðsagnir og vígslusiði, svo einhverjir séu nefndir – fléttist þessir þættir í hverju tilviki saman og myndi ákveðna heild. Þannig kennir klassískur skilningur mannfræðinnar að einstakur þáttur tiltekinnar menningar verði ekki skilinn í einangrun heldur verði að skoða hann í samhengi við alla aðra þætti hennar. Samkvæmt þessu er hver menning heildstæð eining.
Ef menningin er heildstæð, er hún líka afmörkuð. Við getum þannig talað um íslenska menningu og enska menningu og dregið skýr mörk milli þeirra. Það fólk sem tilheyrir hverri menningu, tilheyrir henni allt á sama hátt. Íslensk menning er menning íslensku þjóðarinnar en ekki bara einhvers hluta hennar. Hugmyndin er líka sú að menning hafi ákveðinn stöðugleika. Íslensk menning er „íslensk menning“ hvort sem talað er um landnámstímann eða nútímann, og þarna á milli er eitthvert sögulegt samhengi, einhver stöðuguleiki.
Dæmi um afskiptar menningarminjar á ReykjanesskagaÞetta er þá hin klassíska hugmynd mannfræðinnar um menninguna: Hver menning er sjálfstætt kerfi sem endurnýjar sjálft sig. Þessi hugmynd um menningu hefur verið tekin til gagngerrar endurskoðunar undanfarna áratugi. Nú telja flestir að menning sé afsprengi valdatengsla og drottnunar, að menning sé ákveðið form valds og drottnunar, hún sé miðill þar sem vald er bæði skapað og spornað við því.
Sem dæmi um þetta má benda á hvernig vísað var í þætti úr íslenskri menningu og sögu til rökstuðnings fyrir uppsetningu gagnagrunns á heilbrigðissviði: Víkingaarfleiðina og sagnirnar. Einnig má benda á hvernig andstæðingar gagnagrunnins notuðu hliðstæð menningarleg rök gegn gagnagrunninum: Afsal sjálfstæðisins 1262 og „sölu landsins“ 1949. Menning er þess vegna ekki hlutur til fyrir utan og ofan okkur, heldur er hún hluti af hinu daglega lífi, með allri sinni baráttu og striti.“
Í raun, ef vel er að gáð, fela sérhver mannanna verk í sér afurð menningar er krefst ákveðinnar varðveislu og virðingar þeirra er á eftir koma. Hversu vel hún hefur varðveist á ekki að skipta neinu máli.
Þegar menningarsögulegar minjar á Reykjanesskaganum eru skoðaðar, hvort sem um er að ræða á einstaka stað eða sem heild, blasir vanræksla hvarvetna við. Svo er að sjá sem fulltrúar minjavörslunnar hafi MJÖG litlar áhyggjur af þessum fornleifum, enda hafði einn þeirra það á orði í einni kennslustundinni í HÍ að “engar merkilegar fornleifar væri að finna á svæðinu”. Þá var hann að miða við Glaumbæ í Skagafirði, Víðimýri og aðra slíkar er endurreistar hafa verið í „sómasamlegri mynd“. Það segir nokkuð um gildismat viðkomandi. Fátækleg, óhreyfð, en áþreifanleg arfleifð, jafnvel jarðlæg, er auðvitað engu að síður merkileg en uppgerð fornleif. Þessum skilningi “sérfræðinganna” þarf að breyta.  Ef það tekst verður Reykjanesskaginn eitt merkilegasta minjasvæði landsins. Alþingismenn (fjárveitingavaldið) er mjög svo upptekið, líkt og var í lok 19. aldar, að dýrð Íslendingasagnanna og endurreisn þeirra, en huglægni þeirra kemur samt sem áður aldrei til með að geta staðfest eitt eða neitt á vettvangi fornleifanna. Þess vegna eru minjarnar sjálfar svo mikilvægar, þ.e. myndbreyting þess sem var í raun, bæði frá einum tíma til annars svo og raunverulegum aðstæðum fólksins er þar bjó – og dó. Þær, hversu lítilmótlegar sem þær eru, hver og ein, ber að virða til eins langrar framtíðar og mögulegt er.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.org
-visindavefur.is

Lokinu hefur enn ekki verið lyft af menningarverðmætum Reykjanesskagans