Þorbjarnarstaðir

Menningarlandslag eru svæði sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ólíkum tímum við mismunandi aðstæður, og sem þar með bera í sér menningarsögulegt gildi.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg í Selvogi.

Í menningarlandslagi birtist hin sögulega vídd í umhverfi okkar. Það er stöðugum breytingum háð, þar sem gamalt hverfur og nýtt tekur við. (Kulturmiljøet i landskabet, frjálsleg þýðing). Einnig svæði, þmt. menningarlegar og náttúrulegar auðlindir, sem tengjast sögulegum atburðum, aðgerðum eða einstaklingum eða fela í sér önnur menningarleg, þjóðfræðileg, málsöguleg eða fagurfræðileg gildi og öll sýnileg eða ósýnileg ummerki sambúðar manns og lands.
Fyrsta skrefið er að vita hvað er hægt að vernda. Til þess þarf skráningu. Skráning og geymsla upplýsinga þarf að vera vel skipulögð. Það kallar á kortlagningu. Þegar upplýsingarnar liggja fyrir á skipulögðu formi, svo sem á korti, er kominn grundvöllur til að nýta þær við ákvarðanatöku, t.d. við gerð skipulagsáætlana – ekki bara “spari” heldur alltaf.

Hvað er hægt að skrá? (dæmi)

Miðmundarvarða

Miðmundarvarða við Þorbjarnastaði.

Álagablettir
Álfabyggðir
Beitarhús
Dysir
Draugasögur

Eyktamörk
Gamlar byggingar
Gamlar leiðir
Gangnamannakofar
Garðar
Grasamór
Hákarlshjallar
Hreiðurstæði Íslendingasöguslóðir
Jarðhýsi
Kirkjustaðir

Hólmur

Hólmur – eldhús.

Kvíar
Lendingar
Mið af sjó
Mógrafir
Naust

Sagnir
Selalagnir
Skáldaslóðir
Stafkirkjur
Stekkir Sölvafjörur
Tóftir
Tófugren
Vatnsból
Veðurteikn
Veiðistaðir
Verbúðir

Vorrétt

Vorréttin í Hraunum.

Vígðir blettir
Vörður
Þjóðsögur
Örnefnasögur
Örnefni
Öskuhaugar
(3 x 13 atriði)

Menningarlandslag og sjálfbær þróun
Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum” (Brundtlandskýrslan 1987) eða “Við fengum Jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar” (Máltæki frá Kenya).

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli / Arngrímshelli.

Til að þróunin sé sjálfbær, þarf hún að vera það jafnt í vistfræðilegu, efnahagslegu og félagslegu tilliti.
Hluti ábyrgðarinnar sem við berum gagnvart komandi kynslóðum felst í því að varðveita þann fjölbreytileika sem er til staðar og þá þekkingu sem honum fylgir. Fjölbreytnin er mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar.

Líffræðileg fjölbreytni (biodiversity) (þar með talin erfðafræðileg fjölbreytni, fjölbreytni tegunda og fjölbreytni vistkerfa)

Selsvellir

Sel við Selsvelli.

Skipuleg skráning menningarlandslags er skammt á veg komin, en mikið af upplýsingum er til. Ísland er jaðarbyggð með sérstakt hlutverk. Sértækar staðbundnar aðgerðir geta reynst nauðsynlegar til að viðhalda fjölbreytileikanum. Stafræn kortlagning opnar nýja möguleika og auðveldar ákvarðanatöku.
Höfum í huga að: Gamalt fólk deyr; oftar en æskilegt er – og með því hverfur vitneskja, sem við, unga fólkið, gætum nýtt okkur.

-Stefán Gíslason MSc Umhverfisstjórnun. Úr erindi er flutt var á afmælisráðstefna Landverndar laugardaginn 30. október 1999.
-http://www.landvernd.is/page3.asp?ID=1080.

Straumsselsstígur

Straumsselsstígur – dæmi um menningarminjar.