Tag Archive for: verndun

Þorbjarnarstaðir

Menningarlandslag eru svæði sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ólíkum tímum við mismunandi aðstæður, og sem þar með bera í sér menningarsögulegt gildi.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg í Selvogi.

Í menningarlandslagi birtist hin sögulega vídd í umhverfi okkar. Það er stöðugum breytingum háð, þar sem gamalt hverfur og nýtt tekur við. (Kulturmiljøet i landskabet, frjálsleg þýðing). Einnig svæði, þmt. menningarlegar og náttúrulegar auðlindir, sem tengjast sögulegum atburðum, aðgerðum eða einstaklingum eða fela í sér önnur menningarleg, þjóðfræðileg, málsöguleg eða fagurfræðileg gildi og öll sýnileg eða ósýnileg ummerki sambúðar manns og lands.
Fyrsta skrefið er að vita hvað er hægt að vernda. Til þess þarf skráningu. Skráning og geymsla upplýsinga þarf að vera vel skipulögð. Það kallar á kortlagningu. Þegar upplýsingarnar liggja fyrir á skipulögðu formi, svo sem á korti, er kominn grundvöllur til að nýta þær við ákvarðanatöku, t.d. við gerð skipulagsáætlana – ekki bara „spari“ heldur alltaf.

Hvað er hægt að skrá? (dæmi)

Miðmundarvarða

Miðmundarvarða við Þorbjarnastaði.

Álagablettir
Álfabyggðir
Beitarhús
Dysir
Draugasögur

Eyktamörk
Gamlar byggingar
Gamlar leiðir
Gangnamannakofar
Garðar
Grasamór
Hákarlshjallar
Hreiðurstæði Íslendingasöguslóðir
Jarðhýsi
Kirkjustaðir

Hólmur

Hólmur – eldhús.

Kvíar
Lendingar
Mið af sjó
Mógrafir
Naust

Sagnir
Selalagnir
Skáldaslóðir
Stafkirkjur
Stekkir Sölvafjörur
Tóftir
Tófugren
Vatnsból
Veðurteikn
Veiðistaðir
Verbúðir

Vorrétt

Vorréttin í Hraunum.

Vígðir blettir
Vörður
Þjóðsögur
Örnefnasögur
Örnefni
Öskuhaugar
(3 x 13 atriði)

Menningarlandslag og sjálfbær þróun
Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ (Brundtlandskýrslan 1987) eða „Við fengum Jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar“ (Máltæki frá Kenya).

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli / Arngrímshelli.

Til að þróunin sé sjálfbær, þarf hún að vera það jafnt í vistfræðilegu, efnahagslegu og félagslegu tilliti.
Hluti ábyrgðarinnar sem við berum gagnvart komandi kynslóðum felst í því að varðveita þann fjölbreytileika sem er til staðar og þá þekkingu sem honum fylgir. Fjölbreytnin er mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar.

Líffræðileg fjölbreytni (biodiversity) (þar með talin erfðafræðileg fjölbreytni, fjölbreytni tegunda og fjölbreytni vistkerfa)

Selsvellir

Sel við Selsvelli.

Skipuleg skráning menningarlandslags er skammt á veg komin, en mikið af upplýsingum er til. Ísland er jaðarbyggð með sérstakt hlutverk. Sértækar staðbundnar aðgerðir geta reynst nauðsynlegar til að viðhalda fjölbreytileikanum. Stafræn kortlagning opnar nýja möguleika og auðveldar ákvarðanatöku.
Höfum í huga að: Gamalt fólk deyr; oftar en æskilegt er – og með því hverfur vitneskja, sem við, unga fólkið, gætum nýtt okkur.

-Stefán Gíslason MSc Umhverfisstjórnun. Úr erindi er flutt var á afmælisráðstefna Landverndar laugardaginn 30. október 1999.
-http://www.landvernd.is/page3.asp?ID=1080.

Straumsselsstígur

Straumsselsstígur – dæmi um menningarminjar.

Húshólmi

Umræður eru hafnar um vernd einstæðra fornleifa í Húshólma í Ögmundarhrauni. Vísbendingar hafa fundist um að þar séu torfgarðar frá því fyrir norrænt landnám á Íslandi. Helgi Bjarnason skoðaði svæðið og kynnti sér athuganir og skrif vísindamanna.

husholmi-224Ákveðið hefur verið að Fornleifavernd ríkisins og Grindavíkurbær setji á stofn vinnuhóp til að gera tillögur um bætt aðgengi og vernd fornminja og umhverfis þeirra í Húshólma í Ögmundarhrauni vestan Krýsuvíkur. Þar eru einstakar fornminjar, meðal annars torfgarður sem gæti verið með elstu mannvirkjum sem fundist hafa á landinu, minjar sem lítið hafa verið rannsakaðar en hætta er talin á að spillist ef þær verða aðgengilegri fyrir ferðafólk með lagningu nýs.
Í Ögmundarhrauni eru tveir óbrennishólmar, það er að segja tveir litlir blettir sem hraunið hefur runnið í kringum, Húshólmi og Óbrennishólmi. Í þeim eru leifar að minnsta kosti eins bæjar, kirkju og annarra bygginga og fornir garðar sem liggja undir hraunið á nokkrum stöðum. Þá eru á Selatöngum, vestast í hrauninu, minjar um sjósókn fyrri alda. Landslag í hrauninu stórbrotið, þar er meðal annars mikið af hrauntjörnum og hellum.Umhverfisstofnun hefur lagt til í drögum að náttúruverndaráætlun sem nú er til umfjöllunar hjá stjórnvöldum að svæðið verði verndað sem náttúruvætti.

Kenningar um Gömlu-Krýsuvík

husholmi-225

Í Húshólma má sjá rústir húsa og forna garða sem hraunið hefur runnið yfir að hluta á tólftu öld. Brynjólfur Jónsson, fræðimaður á Minna-Núpi, gerði þar athuganir 1902 og lýsti þeim í skýrslu í Árbók Fornleifafélagsins 1903. Þar eins og víðar er gengið út frá því að Krýsuvík hafi til forna staðið niðurundir sjó fyrir vestan Krýsuvíkurberg, það er að segja þar sem nú er nefnt Húshólmi eða Gamla-Krýsuvík. Víkurheitið í bæjarnafninu bendi til þess, enda hefði engum dottið í hug að kenna bæinn við vík ef hann hefði fyrst verið settur þar sem hann hefur staðið síðustu aldirnar. Hraunflóðið hafi eyðilegt hinn forna bæ en nafnið haldist eftir að hann var fluttur.

Enginn veit hversu mörg hús eða býli lentu undir hrauninu. Fornir garðar sjást fara undir hraunið og leifar nokkurra bygginga. Merkustu rústirnar eru í svonefndum Kirkjulágum sem eru smáhólmar skammt vestan við Húshólma. Þar eru rústir bæjarhúsa. Í efri láginni hefur hraunið runnið upp að byggingunum og að hluta til yfir þær. Í einu tilfelli eru leifar byggingar nær horfnar en hraunið sem runnið hefur umhverfis hana stendur eftir og mótar útlínur hennar. Í neðri láginni er meðal annars ein tóft sem hraunið hefur ekki náð að renna yfir og eru kenningar uppi um að þar hafi verið kirkja, eins og örnefnin Kirkjulágar og Kirkjuflöt benda til. Brynjólfur Jónsson taldi að þetta benti til að hér hafi kirkjustaðurinn Krýsuvík verið.

husholmi-229Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur hjá Fornleifafræði-stofunni, segir í skýrslu um fornleifar og umhverfi Krísuvíkur að kenningar um Krýsuvík hina fornu í Ögmundarhrauni séu munnmæli en ekki staðreyndir, telur að þær geti verið seinni tíma útskýringar til að varpa einhverju ljósi á rústir sem voru mönnum annars með öllu óþekktar og óskiljanlegar. Fornleifarannsókn gæti skorið úr um þessi mál en þangað til verði ekki hægt að segja hvað sé rétt og hvað ekki.

Garðar frá því fyrir landnám
Skiptar skoðanir hafa verið um aldur Ögmundarhrauns. Niðurstöður rannsókna sem jarðfræðingarnir Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson gerðu þar og sögðu frá í Jökli 1988 benda til þess að hraunið hafi runnið úr Trölladyngju árið 1151. Samkvæmt því hefur þessi bær, eða væntanlega bæir, farið í eyði fyrir 850 árum. Hins vegar eru til einhverjar heimildir um að kirkjan hafi verið notuð lengur, eða til 1563. Nafnið Hólmastaður er talið benda til að þarna hafi verið kirkja eftir að Húshólminn fékk nafn og þá síðar en hraunið rann. Haukur og Sigmundur nefna í þessu sambandi að eftir að gamla Krýsuvík fylltist af hrauni, en sjá má hluta af gamla sjávarkambinum framan við Húshólma, hafi ábúendur í Krísuvík neyðst til að gera út frá Selatöngum og þá hafi kirkjan í Húshólma einmitt verið miðsvæðis í landi jarðarinnar.

Bjarni F. Einarsson varpar hins vegar fram þeirri tilgátu að nafnið Hólmastaður sé þannig tilkomið að jörðin í Ögmundarhrauni hafi í fyrstunni heitið Hólmur og síðan Hólmastaður þegar kirkja var reist á staðnum.

Minjarnar í Húshólma hafa lítið verið rannsakaðar af fornleifafræðingum. Haukur og Sigmundur grófu eitt snið í gegnum einn torfgarðinn í Húshólma og reyndust niðurstöður athugunar þeirra forvitnilegar. Þær benda til þess að öskulagið sem kennt er við landnám og er talið frá því um eða fyrir 900 hafi fallið eftir að garðurinn var hlaðinn. Samkvæmt því er torfgarðurinn frá því fyrir norrænt landnám og eitt af elstu mannvirkjum sem fundist hafa á Íslandi.

husholmi-227

Greinilegt er að hraunflóðið hefur runnið yfir garðana því þeir liggja undir hraun á nokkrum stöðum. Ómar Smári Ármannsson, sem gengið hefur mikið um þetta svæði eins og allan Reykjanesskagann með gönguhópi, og teiknað það upp segir greinilegt að garðar í Óbrennishólma, sem er nokkru ofar í hrauninu og vestar, séu greinilega hluti af sama garðakerfi. Samkvæmt því hafa garðarnir náð yfir stórt svæði sem hraunið hefur hulið að mestu fyrir meira en átta öldum. Ómar og ferðafélagar hans hafa fundið og skráð tóftir á þessu svæði sem ekki var vitað um áður.

Mikilvægt að rannsaka og vernda
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ýmislegt benda til að í Húshólma séu einhverjar mikilvægustu fornleifar sem til eru á Íslandi. Nauðsynlegt sé að rannsaka svæðið nánar og aldursgreina minjarnar, sérstaklega að athuga hvort garðarnir séu virkilega frá því fyrir landnám norrænna manna.

husholmi-228

Vegagerðin leggur til að Suðurstrandarvegur verði lagður yfir Ögmundarhraun, nokkru neðan við núverandi veg. Við það færist umferðin nær Húshólma og þótt vegurinn skerði hann ekki óttast sumir að aukinn ágangur ferðafólks í kjölfar betra aðgengis kunni að spilla fornleifum og viðkvæmu umhverfi þeirra. Ólafur Örn segir nauðsynlegt að huga að vernd svæðisins og ganga þannig frá að það verði ekki fyrir skemmdum.

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, tekur í sama streng. Hún segir að rústirnar í Húshólma og hrauninu séu einstakar. Við rannsóknir verði séð til þess að rústirnar haldist. Hún segir að Fornleifavernd hafi mikinn áhuga á að vernda þetta svæði, það sé á forgangslista hjá stofnuninni. Nú sé fyrirhugað að setja á stofn starfshóp með fulltrúum Fornleifaverndar og Grindavíkurbæjar til að gera tillögur um bætt aðgengi og vernd svæðisins.

Ólafur Örn segir hugsanlegt að gera betri göngustíga að svæðinu, afmarka það og setja upp útsýnispalla með skiltum með þeim upplýsingum sem nú þegar liggja fyrir. Vonandi verði síðar hægt að bæta við þær með frekari rannsóknum.“

Heimild:
-Mbl.is, 31. júlí 2003

Húshólmi

Húshólmi – yfirlit.

Sveifluháls

Þröstur Sverrisson, starfsmaður Náttúruverndarráðs, skrifaði grein í aprílmánuði árið 2001 um sjálbæra þróun á nýrri öld og fjallaði um drög að stefnumörkun Umhverfisráðuneytisins fyrir tímabilið 2001-2020. Vakin er sérstök athygli á kaflanum um „Vernd sérstæðra jarðmyndana„.
„Náttúruverndarráð(NVR) sat Umhverfisþing dagana 26. – 27. janúar 2001 þar sem drög að sjálfbærri þróun á nýrri öld voru lögð fram til kynningar. NVR hefur farið yfir fyrrnefnd drög og meðfylgjandi eru athugasemdir, bæði almenn umfjöllun um drögin ásamt athugasemdum við einstaka kafla.

Almennt um drögin
GrænavatnNVR fagnar því að umhverfisráðuneytið leggi nú fram í annað sinn drög að stefnumörkun um sjálfbæra þróun. NVR telur mikilvægt samhliða þeim markmiðum sem hér hafa verið sett fram að lögð verði áhersla í stefnumörkuninni á aukna fræðslu um umhverfismál og náttúruvernd. Fræðsla um sjálfbæra þróun er lykill að aukinni vitund um skyldu og ábyrgð sem okkur er lögð á herðar gagnvart komandi kynslóðum.
NVR leggur áherslu á að stefnumörkunin sé byggð á skýrum og mælanlegum markmiðum og að betur megi gera í þeim efnum. Töluleg markmið og tímasetning aðgerða leggur grunninn að skýrum mælikvörðum á árangur. Stefnumörkunin nær til ársins 2020 og því er mikilvægt að samhliða verði tryggt að við endurskoðun á fjögurra ára fresti verði hægt að leggja mat á árangur hvers tímabils.

Vernd líffræðilegrar fjölbreytni
KleifarvatnTryggt verður að líffræðileg fjölbreytni vistgerða og vistkerfa á Íslandi verði viðhaldið með því að vernda tegundir dýra, plantna og annarra lífverna, erfðaauðlindirnar sem þær búa yfir og búsvæði þeirra. Öll nýting hinnar lifandi náttúru skal fara fram á sjálfbæran hátt. Við framkvæmdir sem raska eða breyta lifandi náttúru skal beita varrúðarreglu og vistkerfisnálgun, þ.e. að laga framkvæmdir að því vistkerfi sem fyrir er þannig að þær skaði ekki lykilþætti í gangverki þess. Gengið verður frá heildstæðri landsáætlun um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni, sem nái til allra geira þjóðlífsins. Helstu vistgerðir á Íslandi verða skilgreindar og kortlagðar og unnið að skipulegri verndun þeirra. Lífverur á landi og í sjó verða skráðar og flokkaðar og válistar gerðir sem spanna lífríki Íslands og verða grunnur fyrir skipulega vöktun þess.
Tillögur um aðgerðir: Náttúruverndarráð telur ástæðu til þess að „varúðarreglan“ verði skoðuð sérstaklega og kannað með hvaða hætti koma megi henni skýrar fyrir í íslenskum umhverfisrétti.

Sjálfbær gróðurnýting og endurheimt landgæða
MosiÞær auðlindir landsins sem felast í jarðveg og gróðri, þar með töldum náttúrulegum skógi, verða nýttar á sjálfbæran hátt samkvæmt bestu vísindalegri vitneskju. Beit verður stjórnað með tilliti til nýtingarþols og hættu á jarðvegseyðingu. Nýting skóga og meðferð þeirra skal vera þannig að líffræðilegri fjölbreytni, framleiðni, hæfni til endurnýjunar og þrótti þeirra sé viðhaldið, án þess að valda skemmdum á öðrum vistkerfum. (Ræða þarf ræktun nýrra skóga með tilliti til framangreindrar setningar) Vernda þarf og endurheimta líffræðilega fjölbreytni í náttúrulegum skógarvistkerfum og efla jarðvegsverndar- og vatnsmiðlunareiginleika skóga(r). Stöðva skal hraðfara jarðvegseyðingu, sérstaklega í byggð og á láglendi. Unnið verður skipulega að landgræðslu á eyddum og rofskemmdum svæðum, í samræmi við markmið landnýtingar og náttúruverndar á hverju svæði.
Hér vantar almennt inn umræðu um nýskógrækt. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum er einungis gert ráð fyrir að skógrækt sem taki yfir stærra svæði en 200ha. fari í umhverfismat, NVR telur nauðsynlegt að þetta sé endurskoðað og miðað sé við mun minni framkvæmdir.

Vernd og endurheimt votlendis
UrriðakotsvatnForðast skal eftir föngum frekari skerðingu á votlendi á Íslandi. Þar sem skerðing er talin óhjákvæmileg skal endurheimta sambærilegt svæði sem hefur verið þurrkað upp (Hér þarf einnig að huga að því sem tapast vegna uppistöðulóna, sjá athugasemdir). Vinna skal að endurheimt votlendis, þar sem slíkt er talið mögulegt, með sérstaka áherslu á þau landsvæði þar sem eyðing hefur verið mest .
Tillögur um aðgerðir: Setja þarf fram heildstæða áætlun um endurheimt votlendis með skýrum markmiðum og tímasetningum, í árum og áratugum.
Rétt er að benda á að nefnd um endurheimt votlendis hefur starfað síðan 1996. Á þessum tíma hefur tekist að loka um 10 km af skurðum, en þeir eru samtals um 33 þúsund km langir og enn er verið að ræsa fram votlendi. [Heimild: Árni Bragason, „Þróun og nýjir straumar í náttúruvernd“ Áratugur í umhverfisvernd, 13]
NVR telur einnig mikilvægt að komið verði inn á endurheimt votlendis sem farið hefur undir vatn og leggur áherslu á að tryggð verði verndun samfelldra votlendissvæða á hálendinu.

Vernd sérstæðra jarðmyndana
GosvarpViðhaldið skal fjölbreytileika jarðmyndana, varðveitt það sem er sérstakt, eða einstakt á svæðis-, lands- eða heimsvísu. Skipulagt starf að rannsóknum á náttúrufari landsins og yfirliti yfir það sem þar er sérstætt á lands- og heimsvísu, verður eflt, þannig að friðun jarðmyndana verði markviss.
Stuðla þarf enn frekar að verndun einstakra jarðmyndana. Stöðva þarf vinnslu lausra gosefna hérlendis í þeim námum sem verst eru útleiknar og koma í veg fyrir að nýjar verði opnaðar, nema að undangengnu mati sérfræðinga. Herða þarf friðlýsingar helstu landslagsfyrirbæra landsins frá núgildandi náttúruverndarlögum og banna þarf yfirborðsvinnslu hrauna.
Íslendingum ber skylda til að vernda sérstaklega jarðmyndanir sem eru sjaldgæfar eða óvenjulegar á heimsmælikvarða. Leggja þarf áherslu á að sérstæðum jarðmyndunum verði ekki spillt, né sérstökum steintegundum og steingervingum. Hið sama gildir um ýmsar jökulmenjar og tiltekin vatna- og jarðhitasvæði.
Eyðilagt eldvarpEfnistaka úr eldvörpum og gervigígum hefur á undanförnum árum að mestu leyti verið bundin við gosvörp í nágrenni þéttbýlis. Stærstu námurnar á Suðurlandi hafi verið í gígþyrpingum á Reykjanesskaga (Arnarsetur við Grindavík, Óbrinnishólar við Hafnarfjörð, Rauðhólarnir við Reykjavík) og í Grímsnesi (Seyðishólar). Einnig hefur gjall verið unnið úr stökum eldvörpum á þessu svæði, s.s. úr Litlu-Eldborg undir Geitahlíð og Eldborg við Trölladyngju. Sem dæmi um námur í öðrum landshlutum má nefna að súr vikur er unninn á Heklusvæðinu og umhverfis Snæfellsjökul en sú vinnsla er með nokkuð öðrum hætti.
Nú á síðustu árum hefur ásókn í gjall og vikur aukist til muna. Ýmis fyrirtæki sjá sér hag í því að vinna íslensk jarðefni til útflutnings. Talað er um útflutningsmagn í milljónum rúmmetra og hagnað í milljónum króna, en lítið fer fyrir sjónarmiðum náttúruverndar eða virðingu fyrir þjóðareinkennum okkar. Stundarhagsmunir sitja í fyrirrúmi og engin heildarstefna í námuvinnslu er til.
Ef stunda ætti vinnslu gjallgíga á Reykjanesskaga í anda sjálfbærrar þróunar þá væri hægt að taka einn gíg á nokkur hundruð ára fresti þar sem endurnýjun slíkra jarðmyndana er mjög hæg.
Eldborg við GrindavíkBetri skilgreiningar þarf í lög um vinnslu jarðefna. Í allri skipulagsvinnu, hvort sem um er að ræða svæðis- eða aðalskipulag, þá er efnistaka í flestum tilfellum ekki skilgreind sem sérstök landnotkun. Efnistaka er oft einungis háð leyfi landeiganda. Efnisnám hefur því verið að mestu leyti skipulags- og eftirlitslaust. Um allt land eru ljót sár eftir efnisvinnslu og enn er unnið í námum sem frá náttúruverndarsjónarmiðum ætti þegar í stað að loka.
Efnistaka er nauðsynleg og það er mikill kostur að innan hvers sveitarfélags séu vinnanleg jarðefni. Hafa þarf í huga sjónarmið náttúruverndar þegar staðið er að vinnslu jarðefna. Að mati NVR er skynsamlegt að beina efnisvinnslu á fáa staði þar sem vinna má mikið efni á sem hagkvæmastan hátt. Miklu skiptir að farið sé vel með þau verðmæti sem unnin eru.
Á síðastliðnum árum hefur ferðamannaþjónusta verið einn helsti vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi og hafa stjórnvöld bent á ferðamannaþjónustu sem eina af vænlegustu leiðum okkar til nýsköpunar. Eldfjöllin draga til sín erlenda ferðamenn sem koma til þess að njóta ósnortinnar náttúru og fræðast um jarðfræðilega þróun landsins. Að „gera út“ á íslenska náttúru er meira í anda sjálfbærrar þróunar en að selja eldvörp í erlenda vegi.

Vernd víðerna
Tóftir í ÖgmundarhrauniTryggt verður að stór samfelld víðerni í óbyggðum Íslands haldist ósnortin. Reynt verður eftir föngum að byggja nauðsynleg mannvirki utan óbyggðra víðerna og þar sem slíkt er talið óhjákvæmilegt verður þess gætt sérstaklega að þau valdi sem minnstu raski og sjónmengun. Taka á tillit til víðerna í öllu skipulagi.
NVR telur mikilvægt að sett séu fram skýr markmið um verndun víðerna, því það er ekki aðeins líklegt heldur öruggt að mikilvægi þeirra fari vaxandi. Þar sem talið er óhjákvæmilegt að fórna hluta slíkra svæða verði það sett fram á skýran hátt með haldgóðum rökum.
Brýn þörf er á að gerð verði heildarúttekt á náttúrufari (jarð- og lífríki) miðhálendis Íslands, með það að markmiði að meta náttúruverndargildi þess. Telja verður að slík úttekt sé nauðsynlegur grundvöllur þess að hægt verði að framfylgja lögum um skipulag miðhálendis Íslands.
Of lítil áhersla hefur verið lögð á grunnrannsóknir á miðhálendi Íslands og samvinna á milli þeirra stofnanna sem þær Þingvellirhafa stundað oftar en ekki erfiðleikum bundin. Stjórnvöld hafa skorið fjárveitingar til almennra rannsóknarstarfa við nögl á sama tíma og rannsóknir á hugsanlegum virkjanasvæðum hafa fengið ríflegar fjárveitingar. Skýrslur Landsvirkjunar, Orkustofnunar og iðnaðarráðuneytisins um nýtingu innlendra orkulinda endurspegla það misvægi sem ríkir á milli virkjanaáætlana og verndaráætlana. Væntanleg Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma mun óhjákvæmilega endurspegla þetta ástand, þar sem hún byggir á fyrirliggjandi gögnum.
Efla þarf grunnrannsóknir á náttúrufari Íslands með það að markmiði að hægt sé að taka ákvarðanir um framtíð einstakra svæða frá sjónarmiðum umhverfisverndar jafnhliða hagkvæmnis- og hagnýtingarsjónarmiðum. Til þess að tryggja hlutleysi mats á umhverfisáhrifum í framtíðinni er mjög brýnt að auka almennar náttúrufarsrannsóknir á miðhálendi Íslands í þeim tilgangi að safna saman grunnupplýsingum í almennan gagnabanka. Eðlilegast er að rannsóknir á náttúrufari á miðhálendinu verði í framtíðinni stundaðar í samvinnu ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja á viðkomandi fagsviðum, þannig að betur verði tryggt jafnvægi á milli mismunandi sjónarmiða.

Aukin nýting endurnýjanlegra orkugjafa (í sátt við náttúruna)
IllahraunStefnt verður að því að Ísland verði fyrst ríkja heims á öldinni til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í farartækjum og skipaflota landsins og nýta eingöngu hreina orkugjafa, sem unnir eru úr endurnýjanlegum orkulindum landsins. Öll staðbundin orkuframleiðsla á Íslandi verður þá með nýtingu endurnýjanlegra hreinna orkulinda. Markvisst verður fylgst með og unnið að þróun og innflutningi á tækni sem gerir mögulega nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í farartækjum, s.s. rafgeymum, þróun vetnisnotkunar og efnarafala. Stefnt verður að því að a.m.k. fimmtungur bifreiða og skipa nýti sér slíka tækni árið 2020.
NVR telur að hér sé nauðsynlegt að fjalla um að beislun þessara endurnýjanlegu orkulinda hefur oft í för með sér alvarleg spjöll eða eyðileggingu merkra náttúruverðmæta.“

Hér verður ekki fjallað um hvað varð um Náttúruverndarráð og hvers vegna það var lagt niður. Þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, getur svarað spurningum þess efnis. 

Heimild:
-Þröstur Sverrisson, starfsmaður Náttúruverndarráðs.

Arnarsetur

Húshólmi

Eftirfarandi „Tillögur liggja fyrir um frekari rannsóknir, verndun og aðgengi að minjasvæðinu í Húshólma“ í Ögmundarhrauni sem og nærliggjandi svæðum:

Þörf á ítarlegri rannsóknum

Húshólmi

Húshólmi – skilti.

Mikilvægur þáttur fornleifaverndar er varðveisla minja, rannsóknir og varðveisla upplýsinga. Mikilvægt er fyrir þjóðina að vernda minjar; hlúa að menningararfi hennar.
Skv. Þjóðminjalögum lætur Fornleifavernd, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar. Skv. reglugerð um þjóðminjavörslu annast Fornleifavernd einnig rannsóknir, skráningu og kynningu fornleifa.
Mikilvægt er að vettvangsskoða og skrá vandlega allar fornleifar á Húshólmasvæðinu sem og á aðliggjandi svæðum. Þá þarf að gera áætlun um frekari rannsóknir á svæðinu, bæði út frá mögulegum aldri minjanna og hraunsins sem og samhengi þeirra. Þá þarf að rannsaka sérstaklega alla garða, tóftir og meintan grafreit með hliðsjón af tilurð, meintum íbúum og öðru menningar- og búsetusamhengi svæðisins í heild. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan geti haft áhrif á hina stöðluðu mynd af landnámi hér á landi. Það er jafnframt ein helsta skýringin á því hvers vegna ekki hafa þegar verið hafnar skipulegar rannsóknir á svæðinu.

Húshólmi

Gengið í Húshólma um Húshólmastíg.

Rannsóknir, s.s. fornleifaskráning, hafa farið fram í og við Húshólma, samanber m.a. framangreindar athuganir Brynjúlfs, rannsóknir Sigurðar Þórarinssonar, Jóns Jónssonar og Hauks og Sigmundar og skráning Bjarna F. Einarssonar vegna fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar.
Í fornleifaskráningu Bjarna kemur m.a. fram að fjárborgin í Húshólma sé eldri en frá 1226, garðar eru sagðir eldri en 1550 sem og tóftir við hólmann. [Líklega er hér ekki um fjárborg að ræða heldur virki í samhengi minjasvæðisins í heild].
Til fróðleiks má geta þess að í fornleifaskýrslunni er Húshólmastígur t.d. sagður vera Ögmundarstígur og vörður austan Ísólfsskála sagðar vera við gömlu þjóðleiðina, en þær voru hlaðnar til gamans af syni Guðmundar á Ísólfsskála og vinnumanni á bænum á fyrstu áratugum 20. aldar (sbr. umsögn bróður þeirra). Þær nefnast Bergur og Brandur.

Brandur

Vörðurnar Brandur og Bergur.

Suðurstrandarvegur hefur á undanförnum árum fengið talsverða athygli, en nokkrar rannsóknir hafa farið fram á svæði er lútað hefur að fyrirhugaðri legu hans, m.a. í gegnum Ögmundarhraun. Um tíma var ein hugmynd að leggja veginn í gegnum ofanverðan Húshólma. Skiptar skoðanir voru um ágæti þess m.t.t. verndunarsjónarmiða minjanna.
Bjarni gerði athugasemdir við umsagnir umsagnaraðila v/Suðurstrandarvegar í mars 2001. Í þeim kemur m.a. fram að “getið hefur verið um fyrirhugaða lagningu Suðurstrandarvegar þar sem hann liggur m.a. í gegnum Ögmundarhraun. Aðilar gáfu út umsagnir um legu vegarins, m.a. með tilliti til fornleifa. Í athugasemdum kom m.a. fram:
Fornleifafræðistofan hefur fengið til athugunar umsagnir fjögurra aðila um tillögu að matsáætlun Suðurstrandarvegar.

Húshólmi

Húshólmastígur um Ögmundarhraun.

Allar eru ábendingarnar sem fram koma góðar og eru umsagnaraðilar sammála þegar svo ber undir. Þó er einn staður sem umsagnaraðilar eru ekki sammála um, en það er Húshólmi í Ögmundarhrauni í landi Grindavíkur. Þjóðminjasafn, Hafnarfjarðarbær og Landmótun leggja til að hinn fyrirhugaði vegur verði færður upp fyrir hólmann, en Grindavík mælir með því að hann verði lagður í gegnum hann.
Rökin með færslunni upp fyrir Húshólma eru þau að um samfellt minjasvæði frá Húshólma, Fitjum og að Selöldu sé að ræða og að færsla vegarins komi betur út vegna tengingar við Ísólfsskálaveg, þ.e.a.s. aðkomu að Krýsuvíkurhverfi að sunnan (Landmótun og Hafnarfjarðarbær).

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Þjóðminjasafnið bendir á að vegurinn muni skera í sundur Húshólma og fjórar fornleifar lenda ofan vegar. Væntanlega er gengið út frá sömu forsendum og Hafnarfjarðarbær og Landmótun gera, þ.e.a.s. að um samfellt minjasvæði sé að ræða, allavega í sjálfum Húshólmanum.
Rök Grindavíkur með því að hafa veginn í gegnum Húshólma voru nokkur: Þau eru; öryggisatriði varðandi hugsanlegan sjávarháska, öryggi gagnvart snjóalögum og skemmti- og fagurfræðilegt gildi vegna ferðamanna (Grindavík). Einnig er bent á að leiðin muni liggja nærri fornminjum og áhugaverðum stöðum sem ekki hafa notið sín eins og verðugt væri hingað til. Er hér átt við þá staðreynd að minjarnar í Húshólma eru afar óaðgengilegar. Þjóðminjasafnið tekur undir þetta sjónarmið en mælir þó gegn legunni. Því ber að álykta að eina röksemdin fyrir færslu vegarins norður fyrir Húshólma sé samfellt minjasvæði.”
Bjarni telur hins vegar að Húshólmi og Selalda eigi fátt annað sameiginlegt en að á þeim séu fornleifar. Hinar fornu rústir í Húshólma séu mun eldri en rústirnar við Selöldu og af allt öðrum toga. Einnig megi benda á að svæðin séu í sitt hvoru sveitarfélaginu og að þau hafi ólíkar skoðanir til umgengis og verndunar minjanna á þeim. Bjarni telur að Húshólminn sjálfur sé merkilegt fyrirbæri, en það sé allt önnur saga.

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

“Skráning fornminja er einn þáttur rannsókna. Í Húshólma þarf að skrá allar fornminjar, hvort sem um er að ræða tóftirnar vestan hólmans, garða, fjárborg, rétt/stekk, gerði, refabyrgi, tóft ofan við Hólmasund, gerði vestan í Ögmundarhrauni, stíga og annað er tengst gæti og skapað heilstæða mynd af minjasvæðinu. Færa þarf upplýsingarnar inn á aðgengilega kortagrunna, merkja minjar, gera ráðstafanir til að varðveita þær, gera ráð fyrir reglubundnu eftirliti eða vöktun á svæðinu, koma á góðu samstarfi við framkvæmda- og hagsmunaaðila tengdum svæðinu, þátttöku almennings og áhugafólks, upplýsingamiðlun og fjármagn til þeirra aðgerða og ráðstafana er lagðar verða til.”
Í grein á vefsíðu Fornleifafræðistofnunar segir Bjarni m.a. að “samband náttúru og menningar hefur verið manneskjunni hugleikið allt frá tímum Forn-grikkja. Menn sáu snemma sambandið á milli menningar og umhverfis og vægi náttúrunnar í örlögum mannsins.

Húshólmi

Fornmaður í Húshólma.

Manneskjan hefur lagað sig að ólíkustu aðstæðum. Því nær sem dregur nútímanum þeim mun stórtækari er mótun hennar á umhverfinu. Maðurinn hefur tekið meira úr umhverfinu en hann skilar til þess og til frambúðar getur það aðeins þýtt einn hlut ef ekki verður að gáð: stórslys. Og í þessu sambandi á ég ekki aðeins við hið náttúrulega eins og hráefni ýmisskonar, ég á einnig við leifar eftir gengnar kynslóðir en þær eru jafn mikilvægur hluti af umhverfinu og vatnið, grösin og bergið. Umhverfi samanstendur nefnilega bæði af náttúrulegum og menningarlegum þáttum. Hin mikla og nauðsynlega umræða sem tengist umhverfismálum og virðist fara vaxandi hér á landi, hefur því miður nær einvörðungu snúist um hið fyrrnefnda. Nú er tími til kominn að gefa hinu síðarnefnda gaum.
Hinn menningarlegi þáttur umhverfisins er rústir og önnur verksummerki manna, örnefni og ýmsir staðir sem tengjast trú manna, sérstökum atburðum eða verkmenningu þjóðarinnar. Slíkt umhverfi í félagi við hið náttúrulega köllum við menningarlandslag. Menningarlandslagið er mikilvægt fyrir sjálfsvitund einstaklinganna. Það eru minningar sem tengjast forfeðrunum, þeim sjálfum og sögunni. Þeir eru hluti af menningarlandslaginu.
HúshólmiÞegar fé er ráðstafað er mikilvægt að hafa framangreida þætti í huga. Afleiðingarnar gætu komið fram síðar, þegar of seint verður að bregðast við fyrrum mögulegri varðveislu framangreindra menningarminja. Þegar á heildina er litið er það bæði lífríki einstakra staða og mannvistarleifarnar sem gera þessa þjóð að því sem hún er.
Menningararfurinn er ekki aðeins fólginn í handritunum okkar, tungunni eða því sem söfnin geyma. Hann er að verulegu leyti einnig fólginn í rústunum sem finnast út um allt land. Í þeim er fólgin saga, sem hvergi er geymd annarsstaðar. þær eru lykillinn að skilningi okkar á gripunum, sem horfið hafa úr sínu eðlilega umhverfi inn á söfnin og sumar rústanna geta einar varpað ljósi á líf alþýðunnar og hlutskipti hennar í lífsbaráttunni. Íslensk þjóð varð þjóð á meðal þjóða í húsum, sem nú eru rústir einar. Rústirnar skipta okkur því nákvæmlega jafn miklu máli og rústir annarra þjóða skipta þær, þó svo að þær séu ekki jafn miklar að vexti og ekki úr jafn varanlegum efnum og rústir margra annarra þjóða. Minnimáttarkennd okkar Íslendinga í þessum efnum er athyglisverð, en hún stafar fyrst og fremst af vankunnáttu okkar um þessi mál og þeirri staðreynd að við höfum ekki skilið þýðingu rústanna fyrir þjóðarímyndina. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, voru þessar rústir hluti af tilverunni og veruleikanum og þess vegna eru þær mikilvægar fyrir þjóðina, sögu hennar og ímynd. Ef hún eyðir þeim, eyðir hún hluta af sjálfri sér. Mikilvægi rústanna nær að auki út fyrir landsteinana og má t.d. benda á þá staðreynd að erlendis hefur plógurinn meira eða minna afmáð híbýli bænda frá víkingaöld. Hér á landi tíðkuðust aðrir búskaparhættir, sem hlífðu þessum tegundum rústa. Þær varpa því ljósi á hlutskipti manneskjunnar í norrænum veruleika.

Húshólmi

Húshólmi – stekkur.

Grundvallaratriði í minjavernd af því tagi sem rætt hefur verið um hér að framan, og reyndar minjavörslu allri, er að vita hvað til er svo að hægt sé að marka einhverja skynsamlega stefnu um verndunarmál. Tækið til þess heitir fornleifaskráning.
Minjavernd er umhverfisvernd. Við skiljum ekki umhverfið til fulls ef við skiljum ekki áhrif genginna kynslóða á það.”
Mikilvægt er aðhafa í huga að þótt minjar á nálægum svæðum séu ekki að vera frá sama tíma eða jafnvel minjar innan tiltekins svæðis, geta þær sem heild eftir sem áður verið jafn merkilegar. Þær geta lýst og endusagt búsetu-, atvinnu- og nýtingarsögu svæðisins til lengri tíma.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Á Selatöngum er t.d. saga vermennsku og sjósóknar, fiskverkunar og mannlífs í veri, í Húshólma eru væntanlega frumbúsetuminjar og nýting svæðisins til fjárhalds og undir Selöldu er m.a. saga seljabúskapar og væntanlega búskapar á síðari öldum. Allt getur þetta vel spilað saman og bæði stuðlað að fjölbreyttri nýtingu og áhrifaríkri upplýsingagjöf til handa áhugasömu fólki.

Hvað á að rannsaka?
Minjavernd verður að byggja á vettvangsathugunum en benda má á nokkur atriðið sem vert er að hafa í huga við áætlanagerð, skipulag og varðveislu svæða.
Langmest af fornleifum er að finna á gömlum bæjarstæðum sem oftar en ekki er enn búið á. Mikilvægt er að reynt verði að takmarka framkvæmdir á slíkum stöðum og fylgjast vel með því raski sem nauðsynlegt er. Brýnt er að komið verði í veg fyrir eyðileggingu slíkra minja. Auk vegagerðar og línulagna stafar fornleifum nú helst hætta af skógrækt og aukinni sumarbústaðabyggð auk þess sem nýbyggingar og framkvæmdir á þétt-býliskjörnum. Minjunum í Húshólma og nágrenni stafar þó ekki ógn af síðastnefndu þáttunum.

Húshólmi

Fjárborgin í Húshólma.

Í Húshólma hafa minjarnar varðveist svo vel sem raun ber vitni vegna þess að þær hafa verið tiltölulega óaðgengilegar inni í hrauni og jafnvel þótt áhugasamt fólk hafi reynt að finna þær hefur því fundist það erfitt. Sama á við um minjarnar í Óbrennishólma. Aðrar minjar á svæðinu, þ.e. Selatangar að vestanverðu, hafa um allnokkurt skeið verið aðgengilegar fólki, en þrátt fyrir hversu nærtækar þær hafa verið, hefur furðu mörgum reynst erfitt að finna þær. Verminjunum þar hefur helst stafað hætt af ágangi sjávar, enda má sjá mikinn mun á minjunum er standa næst sjónum frá því einungis fyrir nokkrum árum síðan. M.a. hefur sjórinn nýlega brotið niður hluta eins heillega verkshússins af þremur. Eftir standa tvö, en þau gætu einnig hæglega farið forgörðum í einhverjum stórsjónum einn vondan veðurdag. Að austanverðu stafar minjunum undir Selöldu ekki ógn af fólki vegna þess hve fáir vita af tilvist þeirra. Þar eru jarðvegseyðingaröflin hins vegar ógnandi skaðvaldur. Um þau verður rætt nánar síðar í verkefninu.

Húshólmi

Húshólmi – skilti.

Allar framngreinar minjar eru hvorki aðgengilegar eða einu sinni sýnilegar, en full ástæða væri til að koma upplýsingum um þær á framfæri við ferðamenn og almenning og auka þannig útivistargildi svæðisins að hluta eða í heild. Þegar skipulögð eru útivistarsvæði, þá er sjálfsagt að reyna að nýta þær auðlindir sem fyrir eru og fornleifastaðir geta verið afar spennandi og upplýsandi fyrir skólafólk eða ferðamenn, jafnt innlenda sem útlenda, að skoða. Til þess að það sé hægt þarf ekki annað en að skrá staðinn á vettvangi, merkja hann svo fólk viti hvert að eigi að fara og gera upplýsingar um hlutverk og gildi minjanna aðgengilegt á einn eða annan hátt, t.d. með prentuðum bæklingum eða skiltum á staðnum. Fyrir ferðaþjónustuna, og þá um leið viðkomandi byggðarlag, eru menningarleifar líkt og í Húshólma og nágrenni, mikil verðmæti.
Eins og fram kemur í kaflanum hér að framan er mikilvægt að skrá vandlega allar fornleifar á Húshólmasvæðinu sem og á aðliggjandi svæðum. Þá þarf að gera áætlun um frekari rannsóknir á svæðinu, bæði með hliðsjón af aldri minjanna og hraunsins. Rannsaka þarf garða, tóftir og grafreit með hliðsjón af aldri, tilurð og hugsanlegum menningar- og búsetuminjum.

Gildi minjanna í Húshólma

Húshólmi

Forn garður í Húshólma.

Eins og fram kemur í athugasemdum Bjarna F. Einarssonar er Húshólmi merkilegt fyrirbæri. Sama viðhorf endurspeglast í athugunum Brynjúlfs Jónssonar og annarra, sem skrifað hafa um minjarnar í hólmanum eða rannsakað þær m.t.t. aldurs.
Mikilvægt er að vernda minjar og umhverfi Húshólma. Ljóst er að aldur minjanna er hár og telja má fullvíst að Ögmundarhraun, er færði hluta þeirra í kaf og hlífði öðrum, rann á sögulegum tíma. Það gefur hrauninu ákveðið gildi, auk þess sem einstakt má telja að hægt sé að ganga að minjum við slíkar aðstæður.
Segja má að minjarnar í Húshólma feli í sér flest þau gildi er gjaldgeng eru í minjavernd. Þau hafa mikið gildi fyrir land og þjóð, hvort sem um er að ræða ímyndargildi fyrir landssvæðið og fólkið, tengslagildi við sögu og uppruna, vísindalegt gildi vegna takmarkaðra fyrirliggjandi upplýsinga og hugsanlegra möguleika þeirra á að varpa ljósi á fyrrum óljósa hluti með rannsóknum, upplifunargildi fyrir áhugasamt fólk, fagurfræðilegt gildi vegna aðstæðna á svæðinu þar sem eru samspil hrauns er runnið hefur á sögulegum tíma og minja, sem til eru komnar eftir að fólk settist fyrst að hér á landi, upplýsingagildi er felst í að miðla þekkingu sem aflað hefur verið á fræðilegum grundvelli og ekki síst nota- og fjárhagslegt gildi fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. Fjallað verður nánar um síðastnefnda gildi sérstaklega.
Minjar eru áþreifanlegur og efnislegur tengill við fortíðina umfram sem bækur eða frásagnir gera. Þær eru tákn fortíðar, geta gefið upplýsingar um liðna sögu, miðla þekkingu milli kynslóða og eru í raun tengill nútímafólks við forfeður þess.
Í bréfi Kristins Magnússonar, fornleifafræðings, f.h. Þjóðminjasafns Íslands 23. júlí 2003 varðandi Suðurstrandarveginn milli Grindavíkur og Þorlákshafnar í framhaldi af vettvangsskoðun í Húshólma er m.a. fjallað um fyrrgreindar athugsemdir Bjarna um Húshólma og skilyrði veglagningar í gegnum hólmann.

Húshólmi

Húshólmi – leifar af fornum garði.

“Þjóðminjasafnið telur að til að hægt sé að fallast á lagningu vegarins gegnum Húshókma þurfi aðgera bílastæði við veginn. Mæla þarf rústirnar á svæðinu upp og búa til upplýsingaspjöld á bílastæðinu þar sem almenningur getur fræðst um það sem þar er að sjá. Leggja þarfs tíga ums væðið þannig að umferð um það sé stýrt. Búa þarf til umbúnað um rústirnar sjálfar þannig að þeim stafi ekki hætta af umferð gangandi fólks um svæðið en jafnframt þannig að tilfinningin fyrir mikilfengleika rústanna í hrauninu glatist ekki. Til athugunar er að efna til samkeppni um frágang svæðisins. Huga þyrfti að samtarfi við Þjóðminjasafnið, Vegagerðina, Grindavíkurbæ, Náttúru-vernd ríkisins og e.t.v. fleiri aðila í þessu sambandi. Samningur milli þessara aðila og framkvæmdaáætlun verður að liggja fyrir áður en hafist verður handa við vegaframkvæmdirnar og framkvæmdir við frágang svæðisins verða að haldast í hendur við vegagerðina og vera lokið áður en almennri umferð verður hleypt áveginn. Tryggja þarf viðhald þeirra mannvirkja sem þarna verða reist í framtíðinni og eftirlit með fornleifunum. Ráða þarf umsjónarmann yfir sumartímann sem hefði með höndum leiðsögn eftirlit á svæðinu. Einungis með þessum skilmálum getur Þjóðminjasafn Íslands fallist á að vegur verði lagður í gegnum Húshólma. Ef ekki er hægt að tryggja varðveislu minjanna á svæðinu með slíkum aðgerðum telur safnið að eina leiðin til að forða þeim frá skemmdum sé að viðhalda erfiðu aðgengi að svæðinu með því að leggja veginn norðan Húshólmans.”
Við gerð tillagna, sem hér eru lagðar fram um aðgengi aðminjasvæðinu í Húshólma, var m.a. tekið mið af framangreindum skilyrðum Kristins f.h. Þjóðminjasafnsins, en þær eiga jafnvel við í öllum meginatriðum þótt Suðurstrandarvegur verði lagður ofan við Húshólma.

Ráðstafanir til að koma í veg fyrir yfirstandandi eyðingu minja í Húshólma

Húshólmi

Húshólmavarðan.

Í dag er helsta ógnin við hluta fornleifanna jarðvegsrof í Húshólma. Þegar hafa langir hlutar torfgarða fokið burt og ljóst er að þeir munu hverfa að mestu í framtíðinni verði ekkert aðgert. Landgræsla ríkisins, sem staðið hefur fyrir uppgræðslu og áburðargjöf í Krýsuvíkurheiði austan við Ögmundarhraun, hefur haft áhuga á að græða upp sárin í Húshólma. Mikilvægt er að ákveðið verið sem fyrst hvernig að þeim málum skuli staðið svo minjar í hólmanum beri ekki meiri skaða af.
Landgræðsla ríkisins hefur samið við Landhelgisgæsluna um flutning á fræi og áburði inn í Húshólma. Síðan er ætlunin að leita eftir sjálfboðaliðum á vori komanda til að sá í sárin, sem þegar hafa myndast í hólmanum og stöðva þannig frekari gróðureyðingu.
Einnig er mikilvægt að huga að Óbrennishólma því þar hefur gróðureyðingin bæði sótt að fjárborginni stóru, tóft skammt austan hennar sem og jarðlægum garði er liggur upp með fjárborginni að vestanverðu.
Þá eru minjarnar undir austanverðri Selöldu einnig í mikilli hættu vegna jarðvegseyðingar. Tvær fjárborgir eru nú á rofabörðum, forn tóft stendur á gömlum lækjarfarvegi og veður, vindar og vatn sækja að jarðlægum tóftum skammt austan hennar.
Minjar á Selatöngum eru í hættu vegna ágangs sjávar. Sjórinn hefur t.d. nýlega brotið niður hluta af annars heillegu verkhúsi er stendur hvað næst sjónum. Líklega mun sjórinn smám saman taka til sín flestar minjanna á Selatöngum líkt og hann hefur gert víðast hvar með ströndum Reykjanesskagans í gegnum tíðina.

Aðgangur að minjunum – tillögur

Húshólmi

Húshólmi – meintur grafreitur.

Mikilvægt er að gefa fólki kost á að skoða minjarnar í Húshólma. Það þarf bæði að gera með ákveðnum takmörkunum, en jafnframt á þann hátt að það auki gildi og áhrif heimsóknarinnar. Í Húshólma eru bæði menningarminjar og náttúruminjar. Hvorutveggja eru greinanlegar minjar og þær þarf að gera aðgengilegar. Í tillögum hópsins hefur verið reynt að samræma þau sjónarmið er lúta að friðun og verndun annars vegar og aðgengi almennings að fornminjum hins vegar. M.a. voru eftirfarandi upplýsingar frá Fornleifavernd ríksins hafðar í huga: “Það að vekja athygli á stað eða minjum og gefa hvorutveggja gildi er besta varðveisluaðferðin.”

Á að tengja Húshólmasvæðið við önnur svæði – af hverju og hvernig?

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi; fjárborg eða virki!?

Önnur nálæg svæði er tiltölulega auðvelt að tengja Húshólmasvæðinu. Um er að ræða Óbrennishólma annars vegar og Selatanga í vestri og Selöldu í austri hins vegar. Í tillögum hópsins er ekki gert ráð fyrir bættu aðgengi í Óbrennishólma með beinum hætti, að sinni að minnsta kosti. Aftur á móti er lögð áhersla á að tengja saman hin svæðin þrjú með sjávargötu eða -stíg. Bæði myndi það auka möguleika og gildi svæðisins til skoðunar og útivistar og um leið gefa áhugasömu fólki kost á að kynnast samfelldari sögu og atvinnuháttum á suðurströnd Reykjanesskagans í fögru umhverfi, en óvíða er t.d. fallegra útsýni með ströndum landsins, auk þess sem hraunin eru jafn gott skjól fyrir vindum og snjór leysir þar tiltölulega snemma þá sjaldan sem snjóar þar eitthvað að ráði.
Göngugatan myndi, skv. tillögunni, liggja með ströndinni frá Heiðnabergi út á Selatanga, um 6.5 km leið (sjá með-fylgjandi upp-drátt). Það tæki að meðaltali u.þ.b. klukku-stund að ganga þá leið. Upp frá götunni væru lagðir göngu-stígar, sem reyndar er mjög auðvelt (þyrfti einungis að merkja með stikum eða hælum) frá 1. Heiðnabergi við Hælsvík upp að tóftum Eyrar og Krýsuvíkursels og vestur með sunnanverðri Selöldu, að Fitjum, þar sem gert er ráð fyrir bílastæði, 2. upp Húshólma að minjasvæðinu (einnig auðvelt með hraunkantinum að vestanverðu) og 3. um Selatanga, en þar er göngustígur fyrir upp á bílastæðið ofan og vestan við minjasvæðið. Gera þyrfti ráð fyrir göngustíg inn í Ketilinn í Katlahrauni, skammt vestan Seltanga. Þar er skjólgóður og fagur áningarstaður, auk merkilegra jarðfræðifyrirbæra, ekki ólík Dimmuborgum við Mývatn.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Tiltölulega auðvelt er að leggja göngugötu þessa leið með ströndinni, en á köflum verður að vinna gerð hennar á höndum. Sléttlent er frá Hælsvík að austurjaðri Ögmundarhrauns, að mestu mólendi. Ekki er lagt til að fylgt verði gamla Húshólmastígnu í gegnum austan-vert Ögmundarhraun því hann þarf að fá að vera áfram eins og hann er. Um austanvert Ögmundarhraun ofan við ströndina er stígur fyrir og því ætti að vera auðvelt að fylgja honum með tilheyrandi lagfæringum. T.d. þyrfti að bera ofan í hann fínni grús. Í gegnum Húshólma er auðvelt að leggja stíg ofan við sjávarkambinn, með gömlu strandlínunni. Þá tekur við annar af tveimur erfiðari hlutum leiðarinnar m.t.t. stígagerðar. Hægt væri að fara yfir þennan kafla eftir fyrirliggjandi stíg frá minjasvæðinu austan Húshólma, að Brúnavörðum, en hér er hins vegar lagt til að sjávargatan fylgi sem mest ströndinni. Kaflann yfir hraunhaftið vestan Húshólma þarf að handgera, sem fyrr segir. Reynsla er komin á slíka stígagerð í Dimmuborgum á vegum Landgræðslu ríkisins. Samkvæmt upplýsingum frá henni er kostnaður við slíka stígagerð um 100.000 kr. á hverja 100 metra. Vinnan er unnin af sjálfboðaliðum undir leiðsögn sérfræðings. Efni og aðdrættir eru keyptir. Fulltrúi Landgræðslunnar taldi í samtali mjög líklegt að hún gæti orðið þeim, sem leggja vildi stíg þessa leið, innan handar við útvegun sjálfboðaliða og leiðsögn. Í Dimmuborgum er gert ráð fyrir að stígur sé það breiður að a.m.k. tveir geti gengið hann samhliða.
Kaflinn áfram að Selatöngum um Miðreka er misgreiðfær yfirferðar, ágætur á köflum en erfiðari utan þeirra. Þannig er síðasti kaflinn að Selatöngum austanverðum, að Eystri-Látrum, ógreiðfær og þyrfti að sæta sama lagi við stígagerðina og við vestanverðan Húshólma, þ.e. sýna útsjónasemi og taka mið af landslaginu við lagninguna. Á þessum kafla eru m.a. fallegar hraunmyndanir, auk möguleika á greiðfæri gönguleið upp í Óbrennishólma.

Húshólmi

Húshólmi – stoðholur.

Staðsetning bílastæða við minjasvæði er mikilvæg út frá verndunarsjónarmiðum. Því lengra sem er fyrir folk að ganga því færri leggja ferðina á sig. Ástæða er, a.m.k. fyrst um sinn, að takmarka fjölda fólks að minjasvæðinu í Húshólma. Þess vegna er lagt til að bílastæðið við Húshólma verði upp við Suðurstrandarveginn og að fólk þurfi að ganga þaðan niður að minjasvæðinu. Gert e

r ráð fyrir að lengd stígsins geti orðið, miðað við núverandi tillögu að vegstæði, um 2 km. Húshólmastígurinn er 1.1. km. Það tæki því fólk um 20 mín. að ganga stíginn frá bílastæðinu að minjasvæðinu (40 mín fram og til baka). Það er vipuð vegarlengd og upp og niður Laugaveginn.

Hafa þarf samráð við Hafnarfjarðarbæ við samræmingu og vegna ráðstafna með hliðsjón af tillögunum þar sem Selöldusvæðið er undir forsjá bæjarfélagsins, sbr. afsal landbúnaðarráðherra á landi úr Krýsuvíkur til Hafnarfjarðarbæjar 20. febrúar 1941. Þá hafa fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar sínt minni áhuga á nýtingu Krýsuvíkur til útvistar en t.a.m. fulltrúar Grindavíkurbæjar á nýtingu Húshólma og Selatanga, en þeir hafa nýlega m.a. stuðlað að útgáfu bæklings um minjar, sögu og sagnir á síðarnefnda staðnum (2004). Fyrirhuguð er útgáfa á sambærilegum bæklingi um Húshólma. Hvorutveggja er liður í glæða áhuga fólks á svæðunum og auðvelda því jafnframt að gera sér grein fyrir einstökum minjum sem og aðstæðum.

Gildi Húshólma fyrir ferðaþjónustuna

Húshólmi

Húshólmi – skálatóft.

Gildi Húshólma og nærliggjandi svæða, sem og reyndar alls Reykjanesskagans, fyrir ferðaþjónustu á svæðinu er ótvírætt. Í Húshólma eru merkar minjar og fólk hefur áhuga á merkum minjum. Í könnunum ámeðal ferðamanna, sem heimsækja Ísland sem og á meðal innlendra ferðamanna, kemur yfirleitt berlega í ljós að þeir hafa mestan áhuga á náttúrunni og sögulegum menningaminjum. Á Reykjanesskagnum hafa gönguferðir átt auknum vinsældum að fagna. Hingað til hefur skaginn verið stórlega vanmetinn m.t.t. ferðamennsku. Athyglinni hefur verið beint að mjög fáum stöðum, s.s. Bláa lóninu og Reykjanesvita svo einhverjir séu nefndir. Á svæðinu eru hins vegar ótal minjar er tengjast sögu, mannlífi og lífsbaráttu fólks frá upphafi byggðar hér á landi. Má þar nefna t.d. dysjar, tóftir bæja, selja og tengdra mannvirkja, s.s. stekkja, rétta, fjárborga og fjárskjóla, gamlar þjóðleiðir djúpt markaðar í klöppina, vörður er tengjast sögum og sögnum, þjóðsagnatengdir staðir, staðir tengdir þjóðsögum, götur og vegir er lýsa þróun vegagerðar, vitagerð frá upphafi, hús er enduspegla gerð þeirra og notkun um aldir, mannvistaleifar í hellum og skjólum, hlaðnar refagildrur er lýsa veiðiaðferðum og þannig mætti lengi telja. Þá er ónefnd óviðjafnanleg náttúrufegurð og fjölbreytni jarðsögunnar.

Húshólmi

Upplýsingaskilti í Húshólma.

Þegar litið er á hið afmarkaða svæði suðurstrandarinnar, sem hér hefur verið til umfjöllunar, verður því varla neitað að það hefur mikla möguleika upp á að bjóða. Hægt er að bæta aðgengið að ákveðum aðgerðum afstöðnum. Tillögur hópsins kveða á um hverja þær eru á þegar tilnefndum svæðu.
Ein af forsendum ferðaþjónustunnar er aðgengi. Mikilvægt er þó að staðsetja bílastæði með hliðsjón af sjónarmiðum um nauðsyn verndunar. Þannig gera tillögur hópsins ráð fyrir staðsetningu bílastæði fólks, er vill heimsækja Húshólma, upp við Suðurstrandarveginn og síðan gerð göngugötu frá því niður að minjasvæðinu við hólmann. Þar er gert ráð fyrir stýringu fólks með merkingum, stígum og jafnvel lágum girðingum. Gert er ráð fyrir að umgengi fólks verði takmarkað og minjunum sjálfum hlíft, sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Ekki er ástæða til að óttast yfirgengilegan ágang fólks á Seltaöngum og Selöldu og því er lagt til að bílastæðin verði staðsett nær minjasvæðunum. Það er og gert til að göngufólk, er nýtir sér sjávargötuna til skoðunar, eigi auðveldara með að nálgast hana til endanna.

Upplýsingar um minjarnar

Húshólmi

Húshólmi – stoðholur.

Á hverjum stað þurfa að koma fram réttar og hnitmiðaðar upplýsingarnar um aðgengilegar og sýnilegar minjar á viðkomandi svæði. Í Húshólma, og jafnvel víðar, á eftir að framkvæma rannsóknir og sjálfsagt er að leyfa fólki að fylgjast með framgangi þeirra með ákveðinni upplýsingagjöf til hliðar við megin upplýsingatöflurnar. Á töfluna við Húshólmarústirnar er sjálfsagt að geta um hvers vegna fjarlægð frá bílastæðinu að minjunum er eins löng og raun ber vitni, þ.e. út fráverndunarsjónarmiðum. Það myndi jafnframt vera ábending til fólks að umgangast minjarnar með meiri varúð og virðingu. Upplýsingagjöf, ábendingar og vel afmarkaðir stígar geta stuðlað að verndun minja ef rétt er að málum staðið. Reynslan sýnir að langflestir fara eftir leiðbeiningum og fylgja stýringum þar sem þær eru fyrir hendi. Þannig þarf að hafa í huga að nota upplýsingarnar á viðkomandi stöðum bæði til fróðleiks og sem leiðbeinandi tilmæli um umgengni, mikilvægi fornleifa og ábyrgð almennings á verndun þeirra, sbr. gildandi ákvæði laga þar að lútandi.

Gerð og útlit skilta
Mikilvægt er að samræma útlit og upplýsingagjöf á svæðunum.
Í tilllögunum er gert ráð fyrir bílastæðum við Selatanga, við Suðurstrandarveg ofan við Húshólma og vestan við Selöldu. Merkja þarf bílastæðin og aðliggjandi göngustíga að minjasvæðunum. Við aðkomuna að minjasvæðunum sjálfum þurfa að vera upplýsingatöflur með ítarlegri upplýsingum, s.s. v/leiðir og stíga, uppdráttum og áhugaverðum söguskýringum.

Óbrennishómi

Óbrennishólmi – fjárborg eða virki.

Þá þarf að merkja einstakar minjar með minni skiltum eða merkingum þannig að fólki sé ljóst hvaða minjar það er að skoða á hverjum stað. Auk þessa þarf vegvísa við sjávargötuna, t.d. er lagt er af stað frá tilteknum stað og komið er að tilteknum stað. Á þurfa að kom afram vegarlengdir á milli staðanna. Þá þurfa að vera leiðarvísar á einstaka stað, s.s. þar sem hægt er að ganga frá stígnum upp í Óbrennishólma. Ekki er að svo komnu máli gert ráð fyrir sérstakri upplýsingatöflu þar.
Ferðamálasamtök Suðurnesja hefur gert áætlun um merkingar leiða og minjasvæða á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum þeirra kostar uppsett upplýsingatafla um 250.000 króna. Grindavíkurbær hefur jafnframt lagt fram drög að skipulegum merkingum á minjum í umdæmi bæjarins. Eins og fram kom í upphafi er mikilvægt að samræma uppsettar merkingar og upplýsingatöflur á Reykjanesskaganum og reyndar helst um land allt.

Fá styrktaraðila

Óbrennishólmi

Í Óbrennishólma.

Leita þarf til styrktaraðila til að fjármagna gerð skilta og jafnvel göngustígagerð. Að fenginni reynslu er mjög líklegt að áhugasamir aðilar; fyrirtæki, stofnanir, félög og aðrir, muni sýna verkefninu áhuga, auk þess hægt ætti aðvera að sækja styrki tilverkefnisins frá sjóðum Ferðamálaráðs, Poskasjóði sem og fleiri hálf-opinberum og opinberum aðilum, auk þess líklegt megi telja að Grindavík myndi leggja einhverja fjármuni til verksins.
Ljóst er að Landgræðsla ríksins er reiðubúin að veita aðstoð og faglega ráðgjöf ef eftir því verður leitað. Án efna gildir slíkt hið sama um aðrar stofnanir samfélagsins, s.s. Fornleifavernd ríksins, Þjóðminjasafn Íslands, Byggðasafn hafnarfjarðar o.fl.

Mikilvægt er að ákveðinn aðili, ef af verður, haldi utan um verkefnið, annist framkvæmd þess og hafi samráð við alla þá hlutaðeigandi aðila er stuðlað geta að framgangi þess, samræmt og lagt til góð ráð eða stuðning. Ferðamálafulltrúi Grindavíkur væri tilvalinn til verksins eða annar, sem bæjarfélagið fengi til þess, í samstarfi við forstöðumann Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Vöktun – Eftirlit

Óbrennishólmi

Tóft í Óbrennishólma.

Í lögum er kveðið á um að allir beri í raun ábyrgð á forlleifunum og varðveislu þeirra. Fornleifavernd ríkisins hefur lagalega umboðið varðandi ákvörðunartöku á varðsveislu, rannsóknir, meðhöndlun eða nýtingu minja.
Rétt er að taka undir skilyrði Kristins Magnússonar, fornleifafræðings, Ráða þarf umsjónarmann yfir sumartímann, sem hefði með höndum leiðsögn eftirlit með minjum á svæðinu. Gera þarf áætlun um viðhald og varðveislu þeirra.
Reyndar væri tilvalið að knýja á um að Fornleifavernd ríkisins fengi umbeðið stöðugildi minjavarðar á Reykjanesi. Sá aðili gæti annast framangreint eftirlit með þessum svæðum sem og öðrum á skaganum. Reyndar er líkt orðið löngu tímabært.

Framkvæmdaráætlun

Óbrennisbruni

Forn garður í Óbrennisbruna.

Við tillögugerð þessa hefur það verið haft að leiðarljósi að lágmarka kostnað við gerð aðstöðu, en gera hin merkilegu minjasvæði eftir sem áður sem aðgengilegust almenningi, þó með ákveðin verndunarsjónarmið að markmiði.
Þessar tillögur er auðveldlega hægt að framkvæma í áföngum m.v. hvert svæði fyrir sig eða hvert á fætur öðru.
Lagt er til að þeim verði komið í framkvæmd samhliða lagningu fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar og verði lokið áður en umferð verður hleypt á hinn nýja veg, sbr. fyrrnefndar tillögur Magnúsar Kristinssonar, fornleifafræðings.

Lokaorð

ísólfs

Gengið um Selatanga.

Í bók sinni Harðsporar lýsir Ólafur Þorvaldsson, sem manna best þekkti til Krýsuvíkur á síðari árum og hafði skoðað minjarnar og velt fyrir sér mögulegu fyrrum mannlífi í Húshólma og veltir vöngum yfir fyrri athugunum. “Vonandi tekst betur til, þegar þeir menn, sem þeim málum ráða, ganga á landamæri nútíðar og fortíðar í Húshólma, til þess að skera úr og ákveða, eftir þeim gögnum, sem þar kunna fram að koma, aldur og annað, sem máli skiptir, varðandi hina fornu byggð, sem þar hefur áður verið og lengi hefur legið óbætt hjá garði – að sá vettvangsdómur, sem þeir þar upp kveða, megi verða svo skýlaus og ákveðinn, að framtíðin þurfi ekki lengur um það efni að deila. Hér mun verða óvenjulegt efni til úrlausnar.”

Skilyrði fornleifauppgrafta í sumum nágrannalandanna er jafnan þau að í upphafi verði gert ráð fyrir hvernig eigi að lokum að gera almenningi kleift að skoða afraksturinn með aðgengilegum hætti. Má nefna Hjaltland og Orkneyjar sem dæmi. Einföld skýrsla á óskiljanlegu máli er ekki látin duga. Strax í byrjun er gert ráð fyrir að uppgröfturinn skili einhverju nýtanlegu – einhverju upplýsandi. Til þess þarf að gera slíkt svæði bæði aðgengilegt og áhugavert með stígagerð, merkingum og skiltum með helstu niðurstöðum. Með því að byggja upp þannig fyrirkomulag hér á landi myndi sýnileiki sögunnar, tengsl þjóðar við fortíð sína, verða markviss og áhrifin á menntastofnanir og ferðaþjónustuna myndu margfaldast frá því sem verið hefur.

Framangreint er unnið af Ómari Smára Ármannssyni – og er til í aðgengilegu ritgerðarformi, sem hann gaf Grindavíkurbæ – bænum að kostnaðarlausu á sínum tíma…

Heimildir m.a.:
-Bjarni F. Einarsson: Krýsuvík. Fornleifar og umhverfi – Fornleifastofan – 1998.
-Bjarni Einarsson – byggt á grein hans “Minjavernd er umhverfisvernd” á vefslóðinni http://www.mmedia.is/~bjarnif/frame.htm
-Bjarni F. Einarsson: Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar frá Þorlákshöfn að Grindavík. Lokaskýrsla – Reykjavík 2003.
-Bjarni F. Einarsson: Athugasemdir við umsagnir umsagnaraðila v/Suðurstrandarvegar – 2. mars 2001.
-Brynjúlfur Jónsson: Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1903 (bls. 48-50 og myndasíða IX) – Reykjavík 1903.
-Brynjúlfur Jónsson: Tillag til alþýðlegra fornfræða (bls. 101-102). Menningar og fræðasamband alþýðu – 1953.
-Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Ferðabók 1752-1757 – Reykjavík 1987.
-Einar Gunnlaugsson: Hraun á Krýsuvíkursvæði. B.S.-ritgerð við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands, bls. 79 – 1973.
-Gísli Oddsson: Annalium in Islandia Farrago and De Mirabilibus Islandiae,, Islandica 10: 1-84.
-Gísli Sigurðsson: Gönguleiðir út frá Krýsuvík. Landslag og leiðir – útvarpserindi, ódagsett.
-Gísli Þorkelsson: Setbergsannáll. Í: Annálar 1400-1800 (annals Islandici Posteriorum Sæculorum), 4. bindi 1-215 – Reykjavík 1940-’48.
-Gráskinna hin meiri: Tyrkjarán í Krýsuvík, bls. 257.
-Guðrún Gísladóttir: Environmental Characterisation and Change in South-western Iceland, bls. 111-124 – doktorsritgerð 1998.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson: Krýsuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins. Jökull no. 38, (bls. 71-85) – 1988.
-Jón Vestmann: Sóknarlýsing 1840
-Jónas Hallgrímson: Bréf og dagbækur, bls. 366– Reykjavík 1989.
-Kristinn Magnússon: Suðurstrandarvegur milli Grindarvíkur og Þorlákshafnar. Húshólmi – Garðabæ 23. júlí 2001.
-Krýsuvík: Örnefnalýsing – Örnefnastofnun, ódagsett.
-Landbúnaðarráðherra: Afsal af hluta af Krýsuvíkurlandi til Hafnarfjarðarbæjar – 20. febrúar 1941.
-Menningarminjar í Grindavíkurhreppi: Svæðisskráning, Orri Vésteinsson – 2001.
-Náttúruvernadrráð – Skrá um náttúruminjar á Suðvesturlandi – Tillaga um Ögmundarhraun – 1998.
-Jón Jónsson: Um Ögmundarhraun og aldur þess, bls. 193-197 – Reykjavík 1982.
-Ólafur E. Einarsson: Hamfarir í Húshólma – Morgunblaðið 4. september 1989.
-Ólafur E. Einarsson: Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess – Lesbók Mbl. 7. mars 1987.
-Ólafur Olavíus: Ferðabók 1775-1777 – Reykjavík 1965
-Ólafur Þorvaldsson: Krýsuvíkurkirkja að fornu og nýju – Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1961.
-Ólafur Þorvaldsson: Harðsporar, bls. 115-120 – Reykjavík 1951.
-Reglugerðð um þjóðminjavörslu: 23. gr. – 1998.
-Stefán Stefánsson: Krýsuvík og Krýsuvíkurland, fyrri hluti – Sunnudagsblað Timans 25. júní 1967.
-Stefán Stefánsson: Krýsuvík og Krýsuvíkurland, seinni hluti – Sunnudagsblað Tímans 2. júlí 1967.
-Sveinn Pálsson: Ferðabók, dagbækur og ritgerðir 1791-1797, bls. 659-660 – Reykjavík 1983.
-Sveinbjörn Rafnsson: Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823. Fyrri hluti (bls. 227). Stofnun Árna Magnússonar – Reykjavík 1983.
-Sveinbjörn Rafnsson: Um aldur Ögmundarhrauns. Eldur í norðri. Afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötugum 8. janúar 1982 (bls. 415-424) – Sögufélag, Reykjavík 1982.
-Tómas Tómasson: Eldsumbrot á Reykjanesi, Faxi 8, 3. tbl, bls. 10, 4. tbl. bls. 6-7 og 5. tbl. bls. 3-4 – 1982.
-Vegagerð ríkisins: Suðurstrandarvegur. Mat á umhverfisáhrifum – 2001.
-Þorleifur Einarsson: Jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis – Reykjavík 1974.
-Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók 1883, bls. 180 – Reykjavík 1925.
-Þjóðminjalög: 11. grein – 2001

Aðrar heimildir:
-http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_ogmundarhraun.htm
-http://www.fornleifavernd

Stoðhola

Reykjanesskaginn býr yfir einstakri fjölbreytni og fegurð, sem nauðsynlegt er að varðveita í nútíð og framtíð. Þrátt fyrir næsta nágrenni við þéttbýlasta svæði landsins, býður svæðið ferðamanninum upp á töfra öræfakyrrðar.

Reykjadalur

Reykjadalur.

Á það ekki síst við dalina norður af Ísólfsskála, hálsana er ganga þvert á skagann, hverasvæðin í Krýsuvík, ósnert Brennisteinsfjöllin fjölmarga hraunhella sem og óteljandi menningarminjar, sem varðveist hafa á svæðinu.
Ef horft er til fjalldalanna ofan Ölfuss, norður af Hveragerði og svæðisins austur af Hengli og Esjufjallanna, er þar um að ræða ómetanleg verðmæti til lengri framtíðar litið. Ljóst er að íbúar landsins svo og ferðamenn, sem hingað munu koma, sækjast fyrst og fremst eftir óspilltri náttúru, skírskotun til forsögu þjóðarinnar og jarðfræðimyndana er eiga sér fáar líkar í heiminum.
Reykjanesskagann, hið forna landnám Ingólfs, ofan þéttbýlismarka, á að friðlýsa.

Eftirfarandi frétt var í RÚV þann 30. okt. 2007; Hengill í henglum?

Reykjadalur

Reykjadalsá.

„Virkjanamál eru einhver heitustu pólitísku mál síðari tíma á Íslandi. Nú er enn eitt slíkt mál í uppsiglingu. Andstæðingar virkjunar vestan við Ölkelduháls á Hengilsvæðinu hafa opnað heimasíðu og hvetja fólk til að senda inn athugasemdir til Skipulagsstofnunar áður en frestur rennur út 9. nóvember.“
Hér er verið að leita eftir stuðningi landsmanna við varðveislu Ölkeldusvæðisins í sama tilgangi, en það er þó einungis hluti af Reykjanesskaganum – sjá
http://hengill.nu/ – Hér má heyra umrædda frétt RÚV.

Þá var sama dag umfjöllun á mbl.is um nátengt efni; Telja að virkjun muni spilla ómetanlegri náttúruperlu.
„Andstæðingar fyrirhugaðrar jarðgufuvirkjunar á Hengilssvæðinu í landi sveitarfélagsins Ölfuss hafa sett á laggirnar heimasíðu þar sem almenningur er hvattur til að gera athugasemdir við virkjunaráætlanirnar. Um er að ræða 135 MWe virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Bitru, rétt vestan við Ölkelduháls.

Reykjadalur

Reykjadalur.

Frummatsskýrsla vegna framkvæmdanna er nú til athugunar hjá Skipulagsstofnun og rennur frestur til að gera athugasemdir við framkvæmdirnar út 9. nóvember. Petra Mazetti, leiðsögumaður og forsprakki síðunnar, segir að tilgangurinn með opnun hennar sé fyrst og fremst sá að vekja athygli almennings á því að til standi að spilla ómetanlegri náttúruperlu í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið með jarðgufuvirkjun. „Við vildum ekki vera of sein með athugasemdirnar í þetta skiptið,“ segir Petra og bendir á að margir séu nú að mótmæla virkjunaráætlunum við Þjórsá, en umhverfismat fyrir svæðið hafi legið fyrir í talsvert langan tíma.

Reykjadalur

Í Reykjadal.

Hafinn er undirskriftasöfnun þar sem skorað er á sveitarstjórnarmenn á Reykjanesi að leita allra leiða til að tryggja að orkuöflun og sala á vatni og rafmagni verði ekki færð í meirihlutaeign einkaaðila og að tryggt verði að sala og dreifing á rafmagni verði til frambúðar verkefni Hitaveitu Suðurnesja. Jafnframt að HS verði í meirihlutaeign sveitarfélaganna.“

Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, stendur að undirskrifasöfnun sem fer fram á netinu á vefslóðinni www.askorun2007.is þar sem hann hvetur til vitundar um lýðræðislegra vinnubragða innan orkufyrirtækjageirans með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi.

Reykjadalur

Í Reykjadal.

Hannes segir þar að „í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga hafi ekki verið í umræðunni að sveitarfélög eða ríki hefðu uppi nein áform um sölu hlutabréfa í HS og þaðan af síður að til greina kæmi að einkavæða fyrirtækið. Í kjölfar á sölu ríkisins hafi farið í gang atburðarás, sem leitt hafi til þeirrar stöðu sem íbúar standi frammi fyrir í dag og við því þurfi að bregðast. Hannes vill meina að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafi misst stjórn á atburðarásinni við sameiningu GGE og REI. Í öllu ferlinu hafi aldrei verið staldrað við og spurt hvað íbúunum væri fyrir bestu. Þeir hafi heldur aldrei verið spurðir og því sé mikilvægt fyrir íbúalýðræðið að þeir segi skoðun sína. Því hafi hann farið af stað með þessa undirskriftasöfnun. Undirskrifasöfnuninni sé ætlað að standa utan við pólítskt dægurþras og sjónarmið íbúanna þurfi að koma fram burtséð frá stjórnmálaskoðunum þeirra.

Reykjadalur

Í Reykjadal.

Hannes segir að ef sameining REI og GGE nái fram að ganga gæti komið upp sú staða að orkulindir og orkuver HS á Reykjanesskaga verði komnar í meirihlutaeign einkaaðila ef ekkert verði að gert. Arsemi þess fjár sem þeir hafa lagt í þessa fjáfestingu verði látin ráða för nema íbúar svæðisins velji að viðhalda óbreyttu ástandi frá því sem nú er. Til þess að svo megi verða verði að senda kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum skýr skilaboð um hver vilji íbúanna sé í þessu máli. Í því felist að þeir verði að staldra við og spyrja sig hvort þeir séu á réttri leið. Það geti ekki verið að menn ætli að sætta sig við eina niðurstöðu í málinu án þess að skoða fleiri kosti í stöðunni.“ Sjá umfjöllunina hér.

Reykjadalur

Reykjadalur – laug.

Um þessar mundir er margt að gerast í andsvörum við hugsanlegri skyndigróðanýtingu ómetanlegra náttúruverðmæta á Reykjanesskaganum. Það er bæði von og trú framsýnna landsmanna að þeir stjórnmálamenn, sem þurfa og eiga að taka ákvarðanir, ekki einungis fyrir daginn í dag heldur og fyrir komandi kynslóðir, taki mið af arðbærri nýtingu verðmætanna til lengri framtíðar.

Reykjadalurinn er eitt fjölfarnasta útivistarsvæði landsins – og eitt af þeim fallegri.

Reykjadalur

Reykjadalur – Klambragil.