Reykjanesskaginn býr yfir einstakri fjölbreytni og fegurð, sem nauðsynlegt er að varðveita í nútíð og framtíð. Þrátt fyrir næsta nágrenni við þéttbýlasta svæði landsins, býður svæðið ferðamanninum upp á töfra öræfakyrrðar.
Náttúrufyrirbæri á Ölkelduhálsi - KPSÁ það ekki síst við dalina norður af Ísólfsskála, hálsana er ganga þvert á skagann, hverasvæðin í Krýsuvík, ósnert Brennisteinsfjöllin fjölmarga hraunhella sem og óteljandi menningarminjar, sem varðveist hafa á svæðinu.
Ef horft er til fjalldalanna ofan Ölfuss, norður af Hveragerði og svæðisins austur af Hengli og Esjufjallanna, er þar um að ræða ómetanleg verðmæti til lengri framtíðar litið. Ljóst er að íbúar landsins svo og ferðamenn, sem hingað munu koma, sækjast fyrst og fremst eftir óspilltri náttúru, skírskotun til forsögu þjóðarinnar og jarðfræðimyndana er eiga sér fáar líkar í heiminum.
Reykjanesskagann, hið forna landnám Ingólfs, ofan þéttbýlismarka, á að friðlýsa.

Eftirfarandi frétt var í RÚV þann 30. okt. 2007; Hengill í henglum?
“Virkjanamál eru einhver heitustu pólitísku mál síðari tíma á Íslandi. Nú er enn eitt slíkt mál í uppsiglingu. Andstæðingar virkjunar vestan við Ölkelduháls á Hengilsvæðinu hafa opnað heimasíðu og hvetja fólk til að senda inn athugasemdir til Skipulagsstofnunar áður en frestur rennur út 9. nóvember.”
Hér er verið að leita eftir stuðningi landsmanna við varðveislu Ölkeldusvæðisins í sama tilgangi, en það er þó einungis hluti af Reykjanesskaganum – sjá
http://hengill.nu/ – Hér má heyra umrædda frétt RÚV

Þá var sama dag umfjöllun á mbl.is um nátengt efni; Telja að virkjun muni spilla ómetanlegri náttúruperlu.
Á Ölkelduhálsi - KPS“Andstæðingar fyrirhugaðrar jarðgufuvirkjunar á Hengilssvæðinu í landi sveitarfélagsins Ölfuss hafa sett á laggirnar heimasíðu þar sem almenningur er hvattur til að gera athugasemdir við virkjunaráætlanirnar. Um er að ræða 135 MWe virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Bitru, rétt vestan við Ölkelduháls. Frummatsskýrsla vegna framkvæmdanna er nú til athugunar hjá Skipulagsstofnun og rennur frestur til að gera athugasemdir við framkvæmdirnar út 9. nóvember. Petra Mazetti, leiðsögumaður og forsprakki síðunnar, segir að tilgangurinn með opnun hennar sé fyrst og fremst sá að vekja athygli almennings á því að til standi að spilla ómetanlegri náttúruperlu í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið með jarðgufuvirkjun. “Við vildum ekki vera of sein með athugasemdirnar í þetta skiptið,” segir Petra og bendir á að margir séu nú að mótmæla virkjunaráætlunum við Þjórsá, en umhverfismat fyrir svæðið hafi legið fyrir í talsvert langan tíma.
Hafinn er undirskriftasöfnun þar sem skorað er á sveitarstjórnarmenn á Reykjanesi að leita allra leiða til að tryggja að orkuöflun og sala á vatni og rafmagni verði ekki færð í meirihlutaeign einkaaðila og að tryggt verði að sala og dreifing á rafmagni verði til frambúðar verkefni Hitaveitu Suðurnesja. Jafnframt að HS verði í meirihlutaeign sveitarfélaganna.”

Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, stendur að undirskrifasöfnun sem fer fram á netinu á vefslóðinni www.askorun2007.is þar sem hann hvetur til vitundar um lýðræðislegra vinnubragða innan orkufyrirtækjageirans með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi.
Reykjanesskaginn er ævintýri líkasturHannes segir þar að “í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga hafi ekki verið í umræðunni að sveitarfélög eða ríki hefðu uppi nein áform um sölu hlutabréfa í HS og þaðan af síður að til greina kæmi að einkavæða fyrirtækið. Í kjölfar á sölu ríkisins hafi farið í gang atburðarás, sem leitt hafi til þeirrar stöðu sem íbúar standi frammi fyrir í dag og við því þurfi að bregðast. Hannes vill meina að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafi misst stjórn á atburðarásinni við sameiningu GGE og REI. Í öllu ferlinu hafi aldrei verið staldrað við og spurt hvað íbúunum væri fyrir bestu. Þeir hafi heldur aldrei verið spurðir og því sé mikilvægt fyrir íbúalýðræðið að þeir segi skoðun sína. Því hafi hann farið af stað með þessa undirskriftasöfnun. Undirskrifasöfnuninni sé ætlað að standa utan við pólítskt dægurþras og sjónarmið íbúanna þurfi að koma fram burtséð frá stjórnmálaskoðunum þeirra.
Hannes segir að ef sameining REI og GGE nái fram að ganga gæti komið upp sú staða að orkulindir og orkuver HS á Reykjanesskaga verði komnar í meirihlutaeign einkaaðila ef ekkert verði að gert. Arsemi þess fjár sem þeir hafa lagt í þessa fjáfestingu verði látin ráða för nema íbúar svæðisins velji að viðhalda óbreyttu ástandi frá því sem nú er. Til þess að svo megi verða verði að senda kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum skýr skilaboð um hver vilji íbúanna sé í þessu máli. Í því felist að þeir verði að staldra við og spyrja sig hvort þeir séu á réttri leið. Það geti ekki verið að menn ætli að sætta sig við eina niðurstöðu í málinu án þess að skoða fleiri kosti í stöðunni.” Sjá umfjöllunina hér.

Um þessar mundir er margt að gerast í andsvörum við hugsanlegri skyndigróðanýtingu ómetanlegra náttúruverðmæta á Reykjanesskaganum. Það er bæði von og trú framsýnna landsmanna að þeir stjórnmálamenn, sem þurfa og eiga að taka ákvarðanir, ekki einungis fyrir daginn í dag heldur og fyrir komandi kynslóðir, taki mið af arðbærri nýtingu verðmætanna til lengri framtíðar.ferlir-21