Tag Archive for: Miðsel

Merkinessel

Gengið var frá rótum Prestastígs við Hundadal og haldið í austur með það fyrir augum að finna Miðsel. Hér gæti verið eitt af síðustu „ófundnu“ seljunum á Reykjanesi (nr. 400), en skv. upplýsingum átti það að vera skammt norðvestan Möngusels. Í leiðinni var ætlunin að líta í Möngusel sem og Merkinesselið.

Möngusel

Möngusel ofan Hafna.

Þegar gengið var frá borholusvæði ofan við laxeldisstöðina sunnan Kalmanstjarnar var fljótlega komið að görðum, sumum alllöngum, er lágu þversum um Hafnasandinn. Garðar þessir virðast hafa verið viðleitni til að reyna að hefta sandfokið á sandinum. Talsverð kríubyggð er á svæðinu, en unga var hvergi að sjá. Svæðið er gróðurvana, en þó má sjá blóðberg, gullkoll, gullmuru, geldingarhnapp, melgresi og feiri tegundir vera að reyna að festa þar rætur af veikum mætti.
Þegar komið var nokkurn spöl upp á sandinn sást hvar vörður röðuðu sér upp heiðina frá Höfnum áleiðis til suðausturs með stefnu á Prestastíginn ca. norðan við Sandfellshæðina. Sumar vörðurnar eru bara nokkuð myndarlegar. Þarna gæti verið um gamla leið að ræða, en sandfokið og uppblásturinn leyst upp slóðina, a.m.k. á þessu svæði. Hún gæti hin vegar komið í ljós ofan við gjárnar sunnan við hásandinn, en þar er landið enn gróið.

Merkinessel

Merkinessel.

Uppi á brúnum blasti fjallahringurinn við; Stapafell (eða það sem eftir er af því), Súlur, Þórðarfell, Lágafell, Sandfell og Sandfellshæð. Fyrir neðan (í suðri) var greinileg breið sigdæld í misgengi. Síðast þegar gengið var um svæðið (og reyndar í eina skiptið) var komið að austan frá Stapafelli. Sjónarhornið þaðan er svolítið annað en að koma að því að vestan – úr auðninni. En með því að leggja saman huga og hugleiti frá fyrri ferð mátti áætla að Möngusel væri í hraunhól allnokkru austar. Merkinessel yngra (efra) væri þá sunnan við það.

Merkinessel

Stekkur í Merkinesseli.

Stefnan var tekin og eftir fyrirfram áætlaðan tíma var komið í selið. Það er undir lágu, ca. mannhæðar háu, misgengi og eru rústirnar nokkuð heillegar. Þar sem komið var úr norðvestri var fyrst fyrir hlaðinn tvískiptur stekkur á hæð. Þá var komið að tveimur tóftum undir gjárveggnum. Framan við þær voru tvær holur með hleðslum í, sennilega brunnar. Skammt austar voru einnig tvær rústir. Austan við þær var myndarlega hlaðinn stekkur. Vestan við Merkinesselið er djúp gjá, sem hugsanlega hefði verið hægt að fá vatn úr fram eftir sumri (snjór á botni). Í Merkinesseli eru greinilega tvær selsstöður. Bæði benda húsarústirnar til þess sem og stekkirnir tveir.

Merkinessel

Merkinessel eldra (Miðsel).

Gengið var til norðurs frá selinu, áleiðis að áberandi vörðu á hraunhól. Sunnan undan henni er Mönguselsgjá. Í henni er m.a. nokkuð myndarleg hleðsla undir girðingu, sem sjá má staura af í beina stefnu frá suðri til norðurs (væntanlega gróðurverndargirðingin (Grindavíkurgirðingin)). Norðan hólsins er kvo í hraunhól er opnast til norðurs. Í henni eru tóftir Möngusels, tvískipt hús og stekkur í brekku sunnan þess. Selið er á fallegum og skjólsælum stað.
Þá var haldið áleiðis að Merkinesseli eldra (neðra). Samkvæmt gömlu korti, sem var haft meðferðis, gat afstaða þess passað við svonefnt Miðsel (sem merkt var á kortið sem slíkt). Selið er mjög gróið, en eyðilegt umhverfis. Það er allnokkru vestan við gróðurverndargirðinguna gömlu. Í því eru a.m.k. fjórar tóftir og stekkur skammt vestan þess. Fokið er í hann, en vel má greina hleðslur efst í honum. Vörðurnar fyrrnefndu eru þarna skammt vestar.

Miðsel

Miðsel – uppdráttur ÓSÁ.

Mjög erfitt er að finna þessi sel, einkum hið síðastnefnda.
Í bakaleiðinni var gengið um “eyðisand”. Fuglalífið; kjói, spói og kría, voru ráðandi, en hvergi var unga að sjá. Tófuspor sáust í sandinum, en hvergi spor eftir mann. Svæðið virðist ekki vera fýsilegt til göngu séð neðan frá vegi, en þegar upp á sandinn er komið er bæði víðsýnt og alltaf eitthvað nýtt að sjá. Borist hafa upplýsingar um hlaðnar refagildrur nokkur neðar. Þeirra verður leitað í annarri ferð um neðra svæðið.
Tækifærið var notað og selin rissuð upp og GPS-punktar teknir. Uppdrættirnir af minjasvæðum á Reykjanesi eru þar með orðnir 97 talsins.
Veður var frábært – sól og blíða. Gangan tók 3 klst og 34 mín.

Merkinessel

Merkinessel – uppdráttur ÓSÁ.

Möngusel

Ofan við Mönguselsgjá er Merkinessel. Þetta eru 4 sérstæðar kofarústir og eru hlaðnar undir gjárbarmi. Þetta er í landi Merkiness og er talið, að haft hafi verið í seli þar fram á 19. öld. Norðan í hæð er kvos, grasi gróin og ofurlitar kofarústir í botni hennar. Þetta er Möngusel.

Möngusel

Möngusel.

Við skoðun á seljunum sumarið 2002 kom í ljós, eftir langan gang, að Möngusel er í bakka gróinar hraunkvosar og virðist vera allgamalt. Merkinessel hið nýrra er suðv við kvosina, undir misgengisvegg. Tóftirnar eru nokkuð heillegar. M.a má sjá glugga á einum vegg einnar húshleðslunnar. Þar er og hlaðinn stekkur og grafið vatnsból. Það var þurrt þegar komið var í selið. Allnokkru norðvestnorður af selinu fannst Merkinesselið eldra. Það var norðaustan undir grónum hól í annars eyðilegu umhverfi. Tóftirnar virtust vera allgamlar. Ekki er auðvelt að finna og staðsetja þetta sel því heiðin þarna er hvert öðru líkt. Gamla-Merkinessel (Miðsel) er í vestur frá Norður-Nauthólum. Augljóst er að landkostir hafa daprast og selið verið fært í Mönguselsgjá.

Kirkjuvogssel

Kirkjuvogssel – uppdráttur ÓSÁ.

Ofan Hafnavegar er Kirkjuvogssel. Ofan þess er gróin hæðarbunga. Undir henni norðanverðri eru tóftir og kví eða stekkur skammt vestar. Kirkjuvogssel hefur verið allveglegt sel á sínum tíma.

Merkinessel

Merkinessel.

Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir er getið um sel tilheyrandi bæjum þar: „Nú bregðum við okkur þangað, svo sem hálftímagang, og förum upp á miðhólinn og litumst þaðan um. Rétt norðar en við st er býkúpumyndaður hóll. Í honum, með munna mót norðri, er hellisrifa, sperrulöguð. Þetta er refagren og nefnist Suður-Nauthólagren. Norðan við okkur liggur geysilangt og ca. þriggja til fjegra kílómetra landsig, eða neðan frá Stóru-Sandvík norðaustur í heiði. Gjáin er nefnd Mönguselsgjá. Ofan við miðju gjáarinnar má sjá nokkuð stæðilegar kofarústir. Þetta heitir Merkinessel. Þetta eru 4 rústir og eru hlaðnar að suðurbergveggnum. Þetta er í landi Merkiness og er talið, að haft hafi verið í seli þar fram á 19. öld.

Merkinessel

Gamla Merkinessel.

Upp af Lágunum við dálítið skarð í hæðarkinninni í vestur frá Norður-Nauthólum eru mjög gamlar rústir. Það heitir Gamla-Merkinessel. Augljóst er, að landkostir hafa daprazt og selið fært upp í Mönguselsgjána.

Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga með klappahólum. Norðvestan í hæð þessari eru rústir gamlar og heitir það Kirkjuvogssel.“

Merkinessel

Merkinessel – uppdráttur ÓSÁ.

Möngusel

Í örnefnalýsingu Vilhjálms Ivars Hinrikssonar frá Merkinsi um Hafnaheiðina má m.a. lesa eftirfarandi:
stapafell-23„Um Stapafell (Stapafellsþúfu) eru hreppamörk Hafna-, Grindavíkur- og Njarðvíkurhreppa. Áður er nefnd krossgata vestan Þrívörðuhæðar. Vegurinn, sem liggur til vinstri, er Stapafellsvegur. Lautin, eða lægðin, er nefnd Lágar. Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga með klappahólum. Norðvestan í hæð þessari eru rústir gamlar og heitir það Kirkjuvogssel. Þar litlu ofar – til hægri – er klofinn, hár klapparhóll, sem heitir Sauðhóll. Þar er gamalt refagren undir klapparbrún mót suðvestri. Það heitir Sauðhólsgren. Dálítið ofar sjáum við bera við loft nokkrar hólóttar hæðir, það eru einu nafni Gjáhólar. Í norðaustur frá hæsta hólnum er lág, bungumynduð, lítil klöpp með tvær holur inn undir, önnur til austurs, hin til suðvesturs, þetta er Gjáhólagren.
Nú komum við að miklu landsigi, er liggur langt suðvestur í Hafnaheiði og til norðausturs í Njarðvíkurheiði. Þetta landsig heitir Súlnagjá. Hér stönzum við og horfum til Stapafells, því að mörgu er að hyggja.
Á hægri hönd, svo sem 300 faðma til norðvesturs, er dálítil flesja milli tveggja hæða, er liggja frá suðaustri til norðvesturs. Á flesjunni er dálítill grasi gróinn hóll með lágum sperrulöguðum helli mót suðvestri, og uppi á brúninni er vörðubrot. Þetta heitir Hellisgreni. Á vinstri hönd ([til] austurs) er nokkuð stór hóll og er nefndur Urðarhóll. Í hól þessum var greni, Urðarhólsgreni. Greni þetta eyðilagði herliðið með jarðróti.
Arnarbaeli-23Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Kaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður. Gren var í hól þessum áður fyrr, en aldrei í tíð núlifandi manna. Í norðaustur frá því, er við stöndum, er gríðarstór klapparhóll og mest áberandi, dyngjulagaður og mjög sprunginn. Hann heitir Grákolluhóll. Þar norðaustur af er hár, klofinn klapparhóll, Stóri-Klofningur. Dálítið ofar er annar hóll, líkur hinum, en minni, Litli-Klofningur. Báðir eru hólar þessir neðan við sjálfa heiðarbrúnina.
Nú ökum við til baka og tökum veginn, sem liggur til Hafna. Þegar kemur niður fyrir Bringa, sem áður eru nefndir, sjáum við litla tjörn á vinstri hönd, Vötn (í Vötnunum). Í leysingum getur verið þarna vatnsagi talsverður, því landi hallar þarna alls staðar að og verður stór slakki milli Arnarbælis að vestan og Selsins og Gjáhóla að austan. Ofarlega í hvilft þessari, sem er að mestu basaltklappir, eru þrír talsverðir hólar, og heita þeir einu nafni Hvalhólar. Ef við horfum til Arnarbælis, sjáum við bríkur og brúnir, sem lækka til norðvesturs, Arnarbælisveggir, en lægðin kölluð einu nafni Kirkjuvogslágar.
Merkinessel-23Í nærri beinni línu frá Arnarbæli til norðvesturs eru þrír hólar. Hinn efsti heitir Sjónarhóll. Sá í miðið heitir Torfhóll og er hann þeirra stærstur, með rofhnubb uppi á toppnum. Neðst er strýtumyndaður, grasi vaxinn hóll, sem heitir Grænhóll.
Nú er rétt að keyra í Hafnir á afleggjarann, sem liggur til Reykjaness, og athuga kennileiti og örnefni þau, sem sjást og með veginum liggja. Fyrsta hæð, sem við förum yfir, eftir að húsum sleppir, heitir Lúðvíkshæð. Skammt suðvestar er hár, klofinn hóll og á sitthvorum barmi sprungunnar eru vörður. Þetta heita Bræður. Garðlag liggur á hægri hönd til sjávar í stefnu á þykka vörðu með dálitlu tré í. Þetta er Sundvarða fyrir Merkinessund, og skal hún bera í Bræður á aðalsundi.
Landið á hægri hönd, að Merkinesvör, er nefnt Flatir(nar). Þá er komið að hringmynduðum grjótgarði á vinstri hönd. Það heitir Innstigarður. Upp frá Innstagarði liggur breitt lægðardrag allt upp að Norður-Nauthólum og kallast einu nafni Merkineslágar. Skammt upp frá Innstagarði er gróin laut og við vesturbrún hennar eru gamlar rústir og stór varða með gati neðst er þar hjá. Þetta er kallað Strákur. Nokkuð langt ofar er lítil varða á klapparhorni, sem heitir Stelpa.
Midsel-21Upp af Lágunum við dálítið skarð í hæðarkinninni í vestur frá Norður-Nauthólum eru mjög gamlar rústir. Það heitir Gamla-Merkinessel. Augljóst er, að landkostir hafa daprazt og selið fært upp í Mönguselsgjána. Niður af Arnarbæli til vesturs eru hólar og graslautir og er það svæði nefnt Kúadalir. Nú höldum við áfram veginn að öðrum grjótgarðinum á vinstri hönd. Það heitir Skipagarður. Þangað voru vertíðarskipin sett í Merkinesi og geymd milli vertíða. Niður á sjávarkampinum er varða með stöng. Hún skal bera í vörðu, sem við sjáum aðeins í norðaustur frá Skipagarði, skammt frá veginum.
Heiðarbríkurnar til suðurs frá Skipagarði heita Sjómannagerði. Þar sést móta fyrir grjótgörðum og hafa þeir verið notaðir til að herða á fisk fyrr á tímum.
Þá ökum við meðfram Merkinestúngarði og sem leið liggur, unz við förum framhjá háum, blásnum hól á vinstri hönd. Hann heitir Syðri-Grænhóll. Nokkru vestar er ekið framhjá háum klapparhól með vörðubroti á. Hann heitir Stóridilkur.

hafnaheidi-233

Skammt neðar er minni hóll strýtulaga. Hann heitir Litlidilkur. Þar næst ökum við yfir túnið á Kalmanstjörn. Junkaragerði er á hægri hönd (nánar síðar). Nú ökum við yfir dalverpi vestan túnsins á Kalmanstjörn og heitir hann Hundadalur. Uppi á hæðinni til vinstri eru tvær vörður á lágum hólum, þannig hlaðnar, að gat er gegnum þær báðar neðst. Þetta heita Grindarhólar.
Dálitlum spöl ofar er sérkennilegur klapparhóll, áþekkur gömlum torfkofa í laginu. Hann heitir Bæli, mikið notaður sem mið, bæði við leiðir og lendingar og eins á grunnamiðum. Þar, en ofar eru tvær vörður með litlu millibili á klöppum og heita þær Systur. Til suðausturs upp frá Kalmanstjörn er holt, sem liggur frá suðvestri til norðausturs, og nokkru hærra til norðausturs, með vörðubroti á, svo sem 1 km frá bænum; það heitir Merarholt.
Nú liggur leiðin framhjá Stekkhól og áfram að Kirkjuhöfn. Þegar við erum í dálitlu skarði með Kirkjuhafnarhól á hægri hönd, er hóll á vinstri hönd og markar fyrir garðrústum á köntum hans, en sjálfur er hóllinn nærri flatur að ofan. Þetta er talinn vera kirkjugarðurinn í Kirkjuhöfn. Hvenær kirkjan hefur verið lögð niður, er ekki áreiðanlega vitað, en líklegt er talið um miðja 14. öld. Sagt er, að bein hafi verið flutt frá Kirkjuhöfn til Kirkjuvogskirkju, þegar kirkjan var flutt frá Vogi, sem hefur verið einhvern tímann upp úr 15. öld. Þeim, sem kynnast vilja nánar um þetta, er bent á bók Magnúsar Þórarinssonar, Frá Suðurnesjum, bls. 74.
Þegar við rennum augum til suðvesturs, frá Kirkjuhafnarhól, þá sjáum við tvo grasi vaxna, nokkuð stóra hóla upp frá Sandhöfn. Þetta eru Sandhafnarhólar. Á syðri hólnum eru margar rústir og líklegt eftir fjölda þeirra, að þar hafi verið að minnsta kosti tvíbýli. Gamlar réttir og gerði hafa verið suður frá bænum og standa partar af görðum þessum ótrúlega vel enn í dag. Lengst til suðvesturs ber við loft mikil hæð skammt upp frá Hafnabergi og uppi á henni er klappahóll með vörðubroti. Þessi hóll heitir Bjarghóll.“

Heimild:
-Merkinesi í Höfnum,17/4 1978, Vilhjálmur Hinrik Ívarsson.

Miðsel

Miðsel – uppdráttur ÓSÁ.

Miðsel

Í örnefnalýsingu Merkiness segir m.a.:
mongusel-221„Upp frá Merkineslægðum og sunnan Arnarbælis hækkar landið ört , og austur undir mörkum rísa nokkrir brattir hólar gróðurlausir, sem nefndir eru Norður-Nauthólar. Í suðvestur frá þeim, miðja vegu að merkjum, er graslendi nokkuð, þar sem landið er einna hæst.  Þar mót norðvestri má sjá tóftir, sem nefndar eru Merkinessel.  Hvort það er sama selstaðan, sem sagt er frá 1703, að væri vatnslaus og þyrfti að þíða snjó fyrir pening, og ef hann væri ekki til, væri ekki vært í selinu (?).  Þetta er talið mjög gamalt sel.  Svo var þetta sel aflagt og fært enn innar.
Merkinsessel-221Ofan í djúpum, þröngum dal, austan við þar sem landið er hæst, eru tóftir, og er mælt, að einsetukerling, er bjó í Merkinesi, hafi haft þar í seli.  Enn í dag er þetta nefnt Möngusel. Þá skerst landið þvert af gjá, sem er frá suðvestri til norðausturs, og í þeirri gjá austanvert í landareigninni er annað sel, Merkinessel.  Það hafa margir nefnt Möngusel.  Upp frá þessari gjá, sem er nokkuð breið og óregluleg, nyrzt í landinu er mjó (?), eins og 150 faðmar, er öll gróin lyngi, valllendi.  Þar er jarðsig og hamraveggir.  Öll þessi gjá heitir Mönguselsgjá. Stefnir hún svo til suðvesturs, og syðst er hún ekki undir 300 faðma breið. Þar hættir gjáin, og við tekur Kinn, sem nær alla leið út að sjó hjá Stóru-Sandvík.Midsel-221
Suður og upp frá Mönguselsgjá hækkar landið aftur, og eru mosaþembur með hraunhólum.  Lengst til suðvesturs eru tveir einstakir hólar, nefndir Syðri-Nauthólar.  Vafi er, hvort þeir eru um merkin.  Upp frá þessu landi, sem enn hækkar, vex lynggróður.“
Ætlunin var að leita uppi hinar fornu minjar Miðsels (eldra Merkinessels), Merkinessels (hins yngra) og Möngusels. Hafnaheiðin býður ókunnugum ekki upp á mikla möguleika því hún er bæði tilbreytingarlaus og villandi göngufólki. En ef horft er framhjá hvorutveggja má með þolinmæði og góðum vilja nálgast framangreinda áfangastaði.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Merkines.

Merkinessel

Merkinessel.