Möngusel

Ofan við Mönguselsgjá er Merkinessel. Þetta eru 4 sérstæðar kofarústir og eru hlaðnar undir gjárbarmi. Þetta er í landi Merkiness og er talið, að haft hafi verið í seli þar fram á 19. öld. Norðan í hæð er kvos, grasi gróin og ofurlitar kofarústir í botni hennar. Þetta er Möngusel.

Möngusel

Möngusel.

Við skoðun á seljunum sumarið 2002 kom í ljós, eftir langan gang, að Möngusel er í bakka gróinar hraunkvosar og virðist vera allgamalt. Merkinessel hið nýrra er suðv við kvosina, undir misgengisvegg. Tóftirnar eru nokkuð heillegar. M.a má sjá glugga á einum vegg einnar húshleðslunnar. Þar er og hlaðinn stekkur og grafið vatnsból. Það var þurrt þegar komið var í selið. Allnokkru norðvestnorður af selinu fannst Merkinesselið eldra. Það var norðaustan undir grónum hól í annars eyðilegu umhverfi. Tóftirnar virtust vera allgamlar. Ekki er auðvelt að finna og staðsetja þetta sel því heiðin þarna er hvert öðru líkt. Gamla-Merkinessel (Miðsel) er í vestur frá Norður-Nauthólum. Augljóst er að landkostir hafa daprast og selið verið fært í Mönguselsgjá.

Kirkjuvogssel

Kirkjuvogssel – uppdráttur ÓSÁ.

Ofan Hafnavegar er Kirkjuvogssel. Ofan þess er gróin hæðarbunga. Undir henni norðanverðri eru tóftir og kví eða stekkur skammt vestar. Kirkjuvogssel hefur verið allveglegt sel á sínum tíma.

Merkinessel

Merkinessel.

Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir er getið um sel tilheyrandi bæjum þar: “Nú bregðum við okkur þangað, svo sem hálftímagang, og förum upp á miðhólinn og litumst þaðan um. Rétt norðar en við st er býkúpumyndaður hóll. Í honum, með munna mót norðri, er hellisrifa, sperrulöguð. Þetta er refagren og nefnist Suður-Nauthólagren. Norðan við okkur liggur geysilangt og ca. þriggja til fjegra kílómetra landsig, eða neðan frá Stóru-Sandvík norðaustur í heiði. Gjáin er nefnd Mönguselsgjá. Ofan við miðju gjáarinnar má sjá nokkuð stæðilegar kofarústir. Þetta heitir Merkinessel. Þetta eru 4 rústir og eru hlaðnar að suðurbergveggnum. Þetta er í landi Merkiness og er talið, að haft hafi verið í seli þar fram á 19. öld.

Merkinessel

Gamla Merkinessel.

Upp af Lágunum við dálítið skarð í hæðarkinninni í vestur frá Norður-Nauthólum eru mjög gamlar rústir. Það heitir Gamla-Merkinessel. Augljóst er, að landkostir hafa daprazt og selið fært upp í Mönguselsgjána.

Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga með klappahólum. Norðvestan í hæð þessari eru rústir gamlar og heitir það Kirkjuvogssel.”

Merkinessel

Merkinessel – uppdráttur ÓSÁ.