Miðsel

Í örnefnalýsingu Merkiness segir m.a.:
mongusel-221“Upp frá Merkineslægðum og sunnan Arnarbælis hækkar landið ört , og austur undir mörkum rísa nokkrir brattir hólar gróðurlausir, sem nefndir eru Norður-Nauthólar. Í suðvestur frá þeim, miðja vegu að merkjum, er graslendi nokkuð, þar sem landið er einna hæst.  Þar mót norðvestri má sjá tóftir, sem nefndar eru Merkinessel.  Hvort það er sama selstaðan, sem sagt er frá 1703, að væri vatnslaus og þyrfti að þíða snjó fyrir pening, og ef hann væri ekki til, væri ekki vært í selinu (?).  Þetta er talið mjög gamalt sel.  Svo var þetta sel aflagt og fært enn innar.
Merkinsessel-221Ofan í djúpum, þröngum dal, austan við þar sem landið er hæst, eru tóftir, og er mælt, að einsetukerling, er bjó í Merkinesi, hafi haft þar í seli.  Enn í dag er þetta nefnt Möngusel. Þá skerst landið þvert af gjá, sem er frá suðvestri til norðausturs, og í þeirri gjá austanvert í landareigninni er annað sel, Merkinessel.  Það hafa margir nefnt Möngusel.  Upp frá þessari gjá, sem er nokkuð breið og óregluleg, nyrzt í landinu er mjó (?), eins og 150 faðmar, er öll gróin lyngi, valllendi.  Þar er jarðsig og hamraveggir.  Öll þessi gjá heitir Mönguselsgjá. Stefnir hún svo til suðvesturs, og syðst er hún ekki undir 300 faðma breið. Þar hættir gjáin, og við tekur Kinn, sem nær alla leið út að sjó hjá Stóru-Sandvík.Midsel-221
Suður og upp frá Mönguselsgjá hækkar landið aftur, og eru mosaþembur með hraunhólum.  Lengst til suðvesturs eru tveir einstakir hólar, nefndir Syðri-Nauthólar.  Vafi er, hvort þeir eru um merkin.  Upp frá þessu landi, sem enn hækkar, vex lynggróður.”
Ætlunin var að leita uppi hinar fornu minjar Miðsels (eldra Merkinessels), Merkinessels (hins yngra) og Möngusels. Hafnaheiðin býður ókunnugum ekki upp á mikla möguleika því hún er bæði tilbreytingarlaus og villandi göngufólki. En ef horft er framhjá hvorutveggja má með þolinmæði og góðum vilja nálgast framangreinda áfangastaði.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Merkines.

Merkinessel

Merkinessel.