Ytri-Njarðvík

Í Skýrslu Reykjanesbæjar um “Breytingu á deiliskipulagi í Innri-Njarðvík v/kirkjugarð og Thorkellinsgarð” árið 2020 má m.a. lesa eftirfarandi sögulegt ágrip Njarðvíkna sem og sögu Innri-Njarðvíkurkirkju.

Sögulegt ágrip

Njarðvík

Njarðvík – Áki Grenz.

Í ritgerð sinni Guðir og goð í Örnefnum skoðar Helgi Biering Þjóðfræðingur meðal annar Njarðar forskeytið í örnefnum á Íslandi. Þar segi hann meðal annars um Njarðvíkurnar.
Ekki er mikið um Njarðar forskeyti í örnefnum á Íslandi en þó eru tvær Njarðvíkur og svo skemmtilega vill til að þær eru á sitthvorum enda landsins. Önnur þeirra er á suðvesturhorni landsins en hin er á norðaustur horninu.

Njarðvík

Njarðvík – Áki Grenz.

Sú sem er á Suðvesturhorninu er ekki stór landfræðilega heldur einungis lítil vík sem gengur inn úr Staksvík í Faxaflóa og er sá hluti víkurinnar sem er við svokallaðar Njarðvíkurfitjar, eða Fitjarnar eins og þær eru nefndar í daglegu tali. Hún er í landnámi Steinunnar gömlu en samt er líklegt að nafnið á víkinni hafi verið komið fyrir hennar tíð. Þó er áhugaverð kenning í Bókinni Saga Njarðvíkur þar sem haft er eftir Þórhalli Vilhjálmssyni, sem gegndi starfi forstöðumanns Örnefnastofnunar Þjóðminjasafnsins þegar bókin var gefin út, að nafnið tengist ekki átrúnaði á Njörð né heldur séu sambærileg heiti í Noregi kennd við goðið.

Njarðvík

Njarðvík – Áki Grenz.

Heldur snúist örnefnið um það að upphaflega hafi þær haft forliðinn “nær” í merkingunni “nærri”. Hann vill meina að Njarðvík á Suðurnesjum heiti svo vegna þess að hún er næsta vík við landnámsjörðina Kvíguvoga, en Njarðvík eystri í N-Múlasýslu beri sitt heiti vegna þess að hún er í næsta nágrenni við Fljótsdalshérað. Ritari ætlar ekki að leggja neinn dóm á það er hitt gæti allt eins verið rétt að nafnið komi af tilbeiðslu við Njörð sem sjávarguð og þá getur Njarðvík vel passa við að vera til marks um góða lendingarstaði og nefnd Njarðvík Nirði til heiðurs.

Njarðvík

Frá Njarðvík.

Það gæti vel passað við Njarðvíkurfitjar þar sem þar er mjúk og sendin strönd með grýttar- og klettastrandir í báðar áttir. Þegar skoðað er kort og myndir af Njarðvík sést hve þar er góð lending fyrir skip eins og Knerri og langskip landnámsmanna voru. Tvennt er sameiginlegt með þeim syðri og eystri, annarsvegar eru báðar með sendinn botn og góðar strendur til að lenda skipi á þannig að lágmarks hætta er á að skemmdir á skipi tefji för, slæmar lendingar á báðar hendur með klettum og skerjum. Og báðar eru sennilega lausar við mjög krappa öldur eða brim inni í botni þar sem þær eru báðar grónar alveg niður í fjöru.

Njarðvík

Innri-Njarðvík – Stekkjakot og Víkingasafnið.

Fram til 1889 var Njarðvík hluti Vatnsleysustrandahrepps, en varð þá sjálfstætt sveitarfélag. En það hafði verið staðfest með dómi árið 1596. Árið 1908 var Njarðvíkurhreppur sameinaður Keflavíkurkauptúni, enda var þar hluti verslunarlóðar Keflavíkur innan Njarðvíkurhrepps. Njarðvík var áður skipt í Innri- og Ytri Njarðvík, sem seinna mynduðu eitt sveitarfélag.
Njarðvíkurnar fengu þá sjálfkrafa verslunarréttindi og hreppurinn fékk nafnið Keflavíkurhreppur. Árið 1942 var hreppunum skipt og Njarðvík varð aftur sjálfstætt sveitarfélag.

Njarðvík

Kot í Innri-Njarðvík.

Heldur er það rýrt sem fjallar um það landsvæði sem Njarðvíkurnar tilheyra í Landnámu. Og í raun er það eingöngu um það að Ingólfur hafi gefið Steinunni gömlu landsvæði og hvernig hún deildi því niður á sitt fólk. „Steinuður hin gamla, frændkona Ingólfs, fór til Íslands og var með Ingólfi hinn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, Borgaði hún honum fyrir með “heklu flekkótta enska og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum.” Úr Landnámabók, merkir að hún vildi ekki fá landið að gjöf heldur borgaði fyrir líklega með enskri flík, með því vildi hún tryggja eignarhald sitt ef Ingólfi eða erfingjum hans myndi snúast hugur. Eyvindur hét maður, frændi Steinunnar og fóstri; honum gaf hún land milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns.“

Njarðvíkur

Njarðvíkur um 1910.

Landnámsmenn hafa siglt hingað á knörrum sem ekki hafa hentað til fiskveiða, of stór og þurftu góð hafnarskilyrði, minni bátar voru meðfærilegri og auðveldara til dæmis að draga þá á land milli róðra í vörum. Reyndar voru fiskibátarnir sumir hverjir töluverð fley, gott dæmi um þessi stærri skip er hákarlaskipið Ófeigur sem varðveittur er á Byggðasafninu á Reykjum. Í Eiríkssögu rauða er sagt frá ferðum Eiríks og fleiri landnámsmanna til Grænlands og áfram til Vínlands og Íslands.

Víkingar

Víkingaskip – knerrir í legu.

Knerrin voru farskip landsmanna svo lengi sem þeir entust, en ólíklegt er að í landnemahópnum hafi ekki verið menn sem kunnu til skipasmíða. Þeir hafa fljótlega tekið til við að gera heppilega báta til fiskveita við landið, og sterk rök benda til þess að þegar á söguöld – 985, þegar Eiríkur rauði og fleiri Vestlendingar lögðu í landnámsferð til Grænlands – hafi verið komin fram sú gerð fiskibáta sem notuð var víða um land allt fram á þessa öld (20. öld) og hákarlabáturinn Ófeigur sem smíðaður var 1875 og enn er varðveittur þykir góður fulltrúi fyrir.

Ytri-Njarðvík

Ytri-Njarðvík – túnakort 1919.

Landnemarnir voru járnaldarmenn ritaði Kristján Eldjárn, fólk sem byggði verkmenningu sína á víðtækri notkun járns og mikilli leikni í meðferð þess innan þeirra takmarka sem algjör skortur á vélmenningu setti. Lágt tæknistig hefur hins vegar áreiðanlega valdið því að þorri fólks hefur þurft að eyða megninu af tíma sínum til að afla sér fæðis og klæða. Þar hefur verið í mörgu að snúast því hvert heimili þurfti að afla allra sinna fanga sjálft og sjálfsþurftarsamfélagið var afar háð árstíðabreytingum. Allt árið þurfti að sinna skepnum, að vetrarlagi var stunduð tógvinna, þá var gripið til enn fornaldarlegra tækja, halasnældu og kljásteinavefstól, hvorutveggja frá steinöld. Að sumarlagi þurfti að sinna kornyrkju og líklega hafa menn heyjað, lítilsháttar, en treyst á útibeit. Veiðar stundaðar allt árið, fugl, fiskur og selur. Þá var berjum, sölvum og öðrum jarðargróðri verið safnað.

Innri-Njarðvík

Stapakot – túnakort.

Mikilvægt var að einhver á heimilinu kynni til allra verka, hvort sem var við matseld, klæðagerð, smíðar hverskonar, húsbyggingar, umönnun búfjár o.s.frv. í þessu felst hugtakið sjálfsþurftarbúskapur. Eitthvað þurfti þó alltaf að kaupa að, til dæmis efni eins og góðan við og járn. Treysta varð á innflutning járns, þótt menn hafi reynt að vinna járn úr mýrarrauða þá var það ekki gerlegt nema fyrstu aldirnar, verkþekkingu þurfti og síðan töluverðan skóg til viðarkolagerðar, hvorutveggja minnkaði eftir því sem leið á. Í upphafi var Ísland viði vaxið eins og Ari fróði sagði en ólíklegt má telja að viðurinn hafi alls staðar verið nægilega góður til hús- og skipasmíða. Þá kom til góða, rekafjörur, sem sést að þær hafa verið mjög eftirsóttar, rekinn hins vegar dugði ekki og flutti því landinn inn við. Þannig gerði landlægur efnisskortur á þessum grundvallarþætti húsagerðar og skipasmíða.

Njarðvíkur

Njarðvíkur – Áki Grenz.

Búsetu á jörðinni Njarðvík er fyrst getið á 13. öld. Svo virðist sem 25 jarðir hafa verið í byggð á 13. öld í Rosmhvalaneshreppi og í Vatnsleysustrandarhreppi teljast 19 jarðir örugglega hafa verið byggðar á 13. öld. Alls er talið að sæmileg vitnesja sé um 54 býli á Suðurnesjum á 13. öld en í lok 16 aldar voru þau orðin 65 talsins.
Ályktað hefur verið að byggð hafi verið að þéttast hér á 12. og 13. öld með vaxandi hjáleigu– og kotbúskap og ennfremur hefur verið bent á að hjáleigur hafi flestar verið í fiskveiðihéruðunum sunnanlands og megi því tengja fjöldun þeirra viðleiti til að lifa af sjávarfangi.
Fram til þessa hafa fræðimenn flestir verið þeirrar skoðunar að útflutningur skreiðar frá Íslandi til Noregs hafi komist á um 1330 og valdið því að fleiri tóku að stunda sjósókn en áður hafði tíðkast.”
Framhaldið um sjálfsþurftarbúskapinn þekkja meðvitaðir. Minjar um hann er víða að finna, ef vel er að gáð…

Heimild:
-Reykjanesbær, Innri-Njarðvík, Kirkjugarður og Thorkellinsgarður – Breyting á deiliskipulagi. Húsakönnun 2020.

Innri-Njarðvík

Innri-Njarðvík – loftmynd 1954.