Tag Archive for: Minjastofnun Íslands

Minjastofnun

Minjastofnun Íslands lýsti því opinberlega fyrir nokkrum árum að starfsfólk stofnunarinnar hefði mun meiri áhuga en áður að vinna með íbúum, staðkunnugum og áhugafólki um fornminjar sem og öðrum með þekkingu á efninu á einstökum svæðum landsins. Síðan hafa liðið misserin – án nokkurra sýnilegra viðbragða.

Minjastofnun

Minjastofnun.

Til hvers eru stofnanir ríkisins? Þær virðast, þegar betur er gáð, fyrst og fremst vera fyrir starfsfólkið sem og viðfangsefnin, oftast án nokkurra tenginga við þá/þau er þjónustunnar eiga að njóta? Oftar en ekki virðist starfsfólk opinberra stofnana fremur líta á skjólstæðinga sína sem „óþægindi“ en viðskiptavini. Hversu þægileg væri t.d. vinnan í hugum þess ef engin væru „óþægindin“, þ.e. skjólstæðingarnir? Möguleikar hinna síðarnefndu hafa a.m.k. verið takmarkaðir til muna í seinni tíð til að ná símasambandi við hlutaðeigendur.
Svo virðist, af fenginni reynslu áhugafólks um fornminjar, sem framangreint gildi einnig um starfsfólk Minjastofnunar Íslands.
Þegar hins vegar betur er að gáð virtust upphafleg fyrirheit stofnunarinnar hafa lofað góðu – en gleymst einhverra hluta vegna, líkt og gerist jafnan hjá opinberum stofnunum.
MinjastofnunÍ skýrslu Minjastofnunar Íslands; „Stefna 2022–2027 um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi“ má m.a. lesa eftirfarandi um að „Auka samstöðu um vernd fornleifa og byggingararfs„: „Fornleifar og byggingararfur og vernd þeirra er ekki einkamál einnar ríkisstofnunar heldur kalla vernd og stýrð nýting minja á samstarf margra aðila. Vernd fornleifa og byggingararfs er nauðsynleg til að tryggja að þekking á þróun og breytingum samfélagsins á hverjum tíma varðveitist. Byggingararfurinn, einstakar fornleifar, samgöngumannvirki og búsetulandslag eru hlutar af heild sem skýrir þróun samfélagsins. Fornleifar og byggingararfur eru vernduð með friðun og friðlýsingu og skapa þarf samfélagslega sátt um mikilvægi þess að varðveita þau og efla skilning á tilgangi og tækifærum verndunarinnar.

Fornistekkur

Fornistekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Nýting jarðfastra menningarminja hefur ýmsar hliðar, svo sem notkun byggingar, rannsókn á fornleifum eða nýting í ferðaþjónustu, m.a. með því að auka aðgengi að minjastað eða byggingu fyrir gesti. Byggingararfur er best varðveittur með notkun, þ.e. að byggingin hafi tilgang og henni sé viðhaldið til að þjóna þeim tilgangi. Stýrð nýting er því mikilvæg þegar kemur að verndun fornleifa og byggingararfs.
Ákvörðun um nýtingu þarf alltaf að taka út frá mati á ástandi og gildi í hverju tilfelli fyrir sig. Eftirfarandi áhersluatriði tryggja sameiginlega sýn á vernd menningarminja og mikilvægi hennar:

A. Samráð um vernd fornleifa og byggingararfs
B. Aukin áhersla á vægi fornleifa og byggingararfs
C. Skýr sýn á friðlýsingar
A. Samráð um vernd fornleifa og byggingararfs

Minna-Knarrarnes

Minna-Knarrarnes; selsminjar og beitarhús í Sauðholtum – uppdráttur ÓSÁ.

Vernd fornleifa og byggingararfs er þverfaglegt verkefni. Öllu máli skiptir að aðilar sem koma að málaflokknum á einhvern hátt tali saman og nýti þekkingu og samtakamátt heildarinnar. Mikilvægt er að hagsmunaaðilar eigi samtal um sameiginlega hagsmuni sem mikilvægt er að efla. Sameiginlegir snertifletir fornleifa, byggingararfs og náttúru eru víða og er nauðsynlegt að taka höndum saman um vernd og nýtingu slíkra svæða. Lögð verður áhersla á samvinnu vegna umfangsmikilla framkvæmda í umhverfinu þannig að öll sjónarmið fái að heyrast og sameiginleg ákvörðun sé tekin um bestu leiðir.
Stefna um vernd fornleifa og byggingararfs mun styðjast við sterkt, jákvætt bakland sem um leið skapar sterka stöðu minjavörslunnar. Auka þarf skilning á mikilvægi fornleifa og byggingararfs innan stjórnkerfis ríkis og sveitarfélaga og gildi þess að vernda þau, skrá og rannsaka.
Til að friðlýsingar skili tilætluðum árangri þurfa forsendur þeirra að vera skýrar.

Auðnasel

Auðnasel – uppdráttur ÓSÁ.

Forsendurnar, og þau fjölþættu gildi sem stuðst er við í ferlinu, t.a.m. við mat á sérstöðu og verndargildi, þurfa að vera gegnsæ og í samræmi við alþjóðlega staðla við vernd byggingararfs og fornleifa. Val á þeim fornleifum og byggingararfi sem talið er mikilvægt að friðlýsa þarf að byggja á víðtækri þekkingu og er mikilvægt að leita álits bæði íbúa og sérfræðinga.“

Auk þess er fjallað um að „Styrkja vitund um mikilvægi fornleifa og byggingararfs“:
„Vernd menningararfs er sameiginlegt verkefni allra landsmanna. Aukinn sýnileiki sögunnar er forsenda fyrir sterkari upplifun samfélagsins og þar með aukinni vitund um það virði sem í henni felst. Fornleifar og byggingararfur eru meðal þess sem mótar sjálfsmynd samfélaga og íbúa þeirra.
Nauðsynlegt er að almenningur átti sig á mikilvægi fornleifa og byggingararfs í þessu tilliti.

Selsvellir

Selsvellir – sel Grindvíkinga; uppdráttur ÓSÁ.

Fornleifar og byggingararfur, og vernd þeirra, hafa einnig hagrænt gildi fyrir samfélagið. Þau eru auðlind sem hægt er að nýta til góðs um allt land, svo sem í ferðaþjónustu og kennslu. Sérstök áhersla verður lögð á að miðla og fræða yngri kynslóðina um nærumhverfið og söguna og þýðingu hennar fyrir þjóðina. Sérstaklega er lögð áhersla á að dýpka áhuga og þekkingu almennings á fornleifum og byggingararfi með því að tengja þau við sögur og annan lifandi menningararf, ekki síst með notkun stafrænna leiða.
Lögð er áhersla á að styrkja ímynd og veg fornleifa og byggingararfs með auknu samtali fagaðila og heimafólks. Í samtakamætti felast tækifæri til að efla stöðu fornleifa og byggingararfs um land allt.
Áhugamannafélög og hollvinasamtök af ýmsu tagi sýna málaflokknum áhuga og sinna honum af krafti. Mikilvægt er að virkja þá orku sem í þeim er fólgin með því að útfæra leiðir til að auka aðkomu þeirra að vernd fornleifa og byggingararfs. Minjaráðin eru kjölfesta minjaverndar í héraði. Þau hafa skilgreint hlutverk í minjalögum og er mikilvægt að hlúa að þeim og efla rödd þeirra.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Auka þarf þátttöku heimamanna í minjavernd og skilgreina aðkomu þeirra að staðbundnum verkefnum.
Leita þarf samráðs við minjaráð og íbúa hvers landsvæðis við val á fornleifum og byggingararfi sem vert væri að friðlýsa.
Móta þarf farveg fyrir almenning til að koma á framfæri upplýsingum um menningararfinn.
Samstarf þarf við viðeigandi stofnun um söfnun upplýsinga um fornleifar og byggingararf í tengslum við örnefnasöfnun í landinu.“

Líkt og í upphafi sagði virtust fyrirheit stofnunarinnar, a.m.k. í fyrstu, hafa lofað góðu. Svo virðist sem starfsfólk hennar hafi þó hvorki haft hinn minnsta áhuga á að framfylgja framngreindri stefnu stofnunarinnar né hafi gert nokkra tilraun til að samhæfa sig framangreindum samstarfsáhuga við þá hlutaðeigendur er nefndir eru í „Stefnu stofnunarinnar 2022–2027„.
Hafa ber þó í huga að enn lifa a.m.k. tvö ár af líftíma nefndrar „stefnu„….

Heimild:
https://www.minjastofnun.is/static/files/stefnumotun/fornleifar-og-byggingararf-2022-2027.pdf

Borgarhraunsrétt

Borgarhraunsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Selhólar

Á vefsíðu Minjastofnunar Íslands 26. mars 2021 árið 2021 er fjallað um „Náttúruvá á Reykjanesi:

Minjastofnun Íslands„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fyrir viku síðan hófst eldgos á Reykjanesi. Starfsmenn Minjastofnunar hafa síðustu vikur unnið að því að taka saman gögn um þekktar minjar á svæðinu og hófst sú vinna eftir að ljóst varð að minjum gæti stafað hætta af yfirvofandi náttúruvá. Í ljós kom að töluverður hluti af þeim minjum sem skráður hefur verið á hættusvæðinu var ekki uppmældur, sem er í dag hluti af þeim gögnum sem þarf að liggja fyrir til þess að fornleifaskráning teljist fullnægjandi samkvæmt þeim stöðlum sem Minjastofnun setur. Því var ákveðið að fara á þessa staði og mæla minjarnar upp, auk þess að taka þar nýjar ljósmyndir sem og drónamyndir ef veður leyfði.

Þegar eldgosið braust út í Geldingadal að kvöldi föstudagsins 19. mars hafði fornleifafræðingum hjá Minjastofnun tekist að heimsækja og mæla upp stóran hluta þeirra minja sem taldar voru í mestri hættu vegna yfirvofandi eldsumbrota. Má þar nefna að meginþorri minja í hættu á Ísólfsskála höfðu verið mældar upp sem og minjar við Keilisveg og fjöldi minja á og við Vogaheiði sunnan Reykjanesbrautar.

Sel á Reykjanesi

Gjásel

„Sel, eða selstöður, voru staðir sem nýttir voru á sumrin – stundum einnig kölluð sumarhús. Þangað var farið með búsmala, kindur og/eða kýr, til að halda þeim frá heimatúnum á meðan grassprettan var sem mest. Í seljum voru skepnurnar mjólkaðar og mjólkin unnin. Einnig eru vísbendingar um að fleiri athafnir hafi farið fram í seljum, s.s. nýting á öðrum auðlindum í umhverfinu.

Sel - tilgáta

Selshús – tilgáta ÓSÁ.

Í seljum voru hús sem hýstu þá sem þar dvöldu auk kvía/aðhalds (til að smala skepnunum í til mjalta); eldhús, geymslur/búr og jafnvel fleiri rými. Venjan var að hver bær ætti sitt sel, þótt stundum hafi þau verið samnýtt, og eru selin því oft nefnd eftir heimabænum. Í góðum seljalöndum má oft finna mörg sel, frá mörgum bæjum en jafnvel einnig frá mismunandi tímum. Seljabúskapur hófst á Íslandi snemma eftir landnám og var stundaður allt til aldamóta 1900, en þó mislengi eftir landshlutum. Seljabúskapur var ekki eingöngu stundaður fyrir efnahagslegan ávinning og betri landnýtingu heldur einnig sem hluti af samfélagslegri hefð sem tekin var að heiman með fyrstu landnámsmönnunum en var haldið við hér í nýju landi. Selin hafa einnig haft pólitíska þýðingu en með þeim gátu menn helgað sér land, jafnvel langt frá bæ og þannig sýnt vald sitt. Seljabúskapur hefur því margar hliðar sem áhugavert er að skoða í samhengi við samfélag, efnahag og landslag hvers svæðis fyrir sig.

Selstöður

Brunnastaðasel
Á Vogaheiði er að finna leifar a.m.k. 20 selja, bæði frá bæjum sunnan- og norðanvert á Reykjanesskaganum. Sum selin eru einföld að gerð og þeim hafa aðeins tilheyrt ein til tvær litlar byggingar en önnur eru stærri og augljóst að þar hefur margvísleg starfsemi farið fram. Vegna þess hve heimahagar við bæi á Vatnsleysuströnd voru almennt rýrir, hefur verið nauðsynlegt að hafa í seli að sumri, þá sérstaklega kýr. Vatnsskortur á heiðinni hefur án vafa aftrað veru selsmala og annarra sem í seli voru en í Jarðabókinni er sagt frá því að fólk hafi þurft að flytja heim úr seli vegna vatnsleysis og uppblásturs. Heimildir eru til um vatnsflutninga á hestum til selja í Hafnahreppi og einnig að bræða hafi þurft snjó úr gjám til að fá vatn. Hið sama hefur án efa átt við um selstöðurnar í Vatnsleysustrandarhreppi þegar þurrviðrasamt var.

Ótrúlegt er að hugsa til þess að í þessu hrjóstruga landslagi sem ríkjandi er á Vogaheiðinni, leynist allur þessi fjöldi af seljum. En þegar betur er að gáð eru þar fjölmargir grænir grasbalar, oft undir hól eða klettabarði á skjólsælum stað. Hér verður skýrt frá nokkrum völdum seljaminjum á svæðinu en ljóst er að af nægu er að taka.

Fornasel

Fornasel – uppdráttur ÓSÁ. Úr BA ritgerð um „Sel vestan Esju“.

Fornasel er lítil selstaða, staðsett rétt um 700 m sunnan við Reykjanesbrautina. Selið stendur á lítilli hæð á grónu svæði. Heimildum ber ekki saman um frá hvaða bæ var haft þarna í seli. Ein heimild segir selið vera frá Þórustöðum en önnur heimild segir selið vera frá Landakoti og að það heiti Litlasel. Fornasels er ekki getið í Jarðabókinni 1703 eða annars sels á þessum slóðum en bókin nefnir þó Fornuselshæðir, sem líklega eru nokkuð ofar í heiðinni. Tóftir selsins standa mót vestri og sjást þar þrjár tóftir, allar vel greinanlegar, auk þess sem ein stök kví stendur litlu neðar. Rétt fyrir ofan hólinn, að austanverðu, er lítið vatnsból með grjóthleðslu í kring.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ. Úr BA ritgerð um „Sel vestan Esju“.

Knarrarnessel er u.þ.b. á miðri Vogaheiðinni, um 2 km suðvestur af Fornaseli. Í Knarrarnesseli er mest flatlendi umhverfis sel miðað við aðrar selstöður á heiðinni. Selstaðan er stórt með mörgum tóftum en líklegt er að flestir bæir í Knarrarnesshverfi hafi haft selstöðu þar og útskýrir það því fjölda bygginga sem þar hefur staðið. Því til stuðnings nefna heimildir að auk Knarrarness hafi Litla-Knarrarnes og Ásláksstaðir haft í seli í selstöðunni. Vatnsból selsins er í hól, um 100 m norðvestan við selið. Þegar loftmynd af svæðinu er skoðuð má sjá hvernig selrústirnar raðast á þennan litla grasbala í auðninni, sem einungis er um 150 m í þvermál.

Gjásel

Gjásel í Vogaheiði – uppdráttur ÓSÁ. Úr BA ritgerð um „Sel vestan Esju“.

Gjásel er staðsett á miðri Vogaheiðinni og rétt ofan við það er Gjáselsgjá. Ekki er vitað með vissu frá hvaða bæ var haft þar í seli en selstaðan er staðsett nálægt austurmörkum Brunnastaðasels. Í sumum heimildum er sagt frá því að selið hafi verið frá Brunnastöðum en aðrar heimildir nefna Hlöðunes í því samhengi. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir að selstaða Hlöðuness, sem staðsett var ofar í heiðinni, sé aflögð vegna uppblásturs en Brunnastaðir eru þá enn með nothæfa selstöðu. Af því má leiða líkur að Gjásel hafi verið frá Hlöðunesi eftir að Hlöðunessel er lagt af. Stærð Gjásels gæti reyndar bent til þess að fleiri en einn bær hafi haft þar í seli en þar er að finna tóftir af átta húsum sem standa þétt í beinni röð undir gjárveggnum og mælast tóftirnar rúmir 30 m á lengd. Í öðrum seljum á heiðinni eru byggingar yfirleitt í pörum eða í mesta lagi þríhólfa byggingar. Tóftirnar eru vel greinanlegar og veggir enn uppistandandi sem bendir til þess að selið sé í yngra lagi, jafnvel með þeim yngstu á heiðinni.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ. Úr BA ritgerð um „Sel vestan Esju“.

Þó að gosið, sem hófst í Geldingadölum að kvöldi 19. mars, hafi enn ekki eyðilagt neinar fornminjar má nefna að vísindamenn telja líklegt að gosið geti verið upphafið að nýju gostímabili. Ef svo reynist vera er nokkuð ljóst að minjar munu áfram vera í hættu og þá á öllu Reykjanesinu. Við mat á fjölda þeirra fornminja, sem settar voru í hættuflokk í tengslum við gosóróann sem hófst í byrjun mars 2021, var stuðst við gögn stofnunarinnar um minjar sem þekktar eru á svæðinu og heimilda hafði verið aflað um. Það er þó alveg ljóst að þau gögn eru ekki tæmandi listi þar sem heildarskráning fornleifa á svæðinu hefur ekki farið fram. Sé einungis talað út frá seljaminjum má nefna að talið er líklegt að á Reykjanesskaga öllu sé að finna minjar um 250 selstaða og eru þá ótaldir allir aðrir minjaflokkar sem á skaganum er að finna. Því er ljóst að mikið verk er fyrir höndum við að rannsaka og skrá þessar minjar, áður en illa fer.“

Framangreindar hugleiðingar Minjastofnunar Íslands eru að mörgu leiti svolítið skondnar og því ástæða til að gera við þær nokkrar athugasemdir:

Reykjanes

Reykjanes – kort frá 1903.

Í fyrsta lagi virðist vera um einhverja hugtakavillu í höfðum starfsfólks Fornleifastofnunar Íslands þegar fjallað er um „Reykjanes“; Reykjanes er einungis ysti hluti Reykjanesskagans. Allt austan þess tilheyrir Skaganum og ber því réttilega að ritast allt slíkt; á „Reykjanesskaganum“.

Sel vestan Esju

Sel vestan Esju. BA-ritgerð frá 1994.

Í öðru lagi hefur vitneskja um selsminjarnar á Reykjanesskaganum ávallt legið fyrir fótum þeirra er hafa haft vilja til að kanna þær. Ekki þurfti eldgos til. Minjastofnun lætur líta svo út að starfsfólkið sé að forskrá óskráðar minjar á svæðinu. Því fer víðs fjarri.

Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd

Örnefi og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja Guðmundsdóttir.

Í þriðja lagi liggur ljóst fyrir að Fornleifastofnun Íslands hefur fram að þessu dregið lappirnar varðandi nauðsynlegar skráningar fornleifa á Reykjanesskaganum, eins og svo margsinnis hefur verið bent á í gegnum tíðina.
Í fjórða lagi eru selin á Reykjanesskaganum ekki „um 250“ talsins. Þau eru u.þ.b. 400 talsins.

Sel vestan esju

Sel vestan Esju – BA-ritgerð 2007.

Í fimmta lagi hafa öll sel „Vestan Esju“ þegar verið skráð – sjá m.a. fyrirliggjandi BA-ritgerð um sel á vestanverðum Reykjanesskaga. Í þeim skrifum kemur t.d. fram allt framangreint og fjölmargt annað að auki.
Í sjötta lagi er augljóst að starfsfólk Minjastofnunar virðist haldið einhvers konar minnimáttarkennd gagnvart öðrum er best þekkja til svæðisins. A.m.k. hefur það ekki leitað til þeirra er gerst þekkja til þeirra minja er það geymir.

Sýrholt

Sel í Sýrholti (Fornusel).

Í sjöunda lagi er augljóst, m.v. fyrirliggjandi skráningu starfsfólks Minjastofnunar, að margar minjar á svæðinu er ekki að finna í þess skrám. Það þarf því að gera betur.
Í áttunda lagi virðist vera um handahófskennda leit að þegar skráðum fornleifnum hafði verið að ræða. Ekki hafa verið gerðar tilraunir til að leita uppi óskráðar fornleifar, sem víða leynast.
Hægt væri að halda lengi áfram með ábendingar þær er betur mætti fara í framangreindum starfsháttum Minjastofnunar Íslands…

Heimild:
-Minjastofnun Íslands, apríl 2021.

Kolhólssel

Kolhólssel.

Húshólmi

Fyrir u.þ.b. fimm árum tók Minjastofnun Íslands að sér að útbúa og setja upp minjaskilti í og við Húshólma f.h. Grindavíkurbæjar – á kostnað bæjarins. Húshólmi geymir einar merkustu mannvistarleifar Grindavíkur – sem og Íslands alls.

Húshólmi

Húshólmi – fremra skiltið liggur enn niðri, eftir fimm ára aðkomu.

Sett voru upp fjögur skilti við aðkomuna að Húshólma sunnan Suðurstrandarvegar. Eitt þeirra lýsir minjasvæðinu, tvö segja frá jarðfræði svæðisins og það fjórða frá fuglalífinu.

Húshólmi

Húshólmi – skilti.

Við uppganginn að Húshólmastíg við jaðar Ögmundarhrauns að austanverðu var sett upp eitt skilti.
Vestast í Húshólma átti að setja upp tvö skilti. Annað skiltið, er getur minjanna inni í hrauninnu skammt vestar, var sett upp. Hitt, er segir frá görðunum, sem rannsakaðir voru fyrrum og gáfu til kynna að þeir væru eldri en norræna landnámið, sem jafnan hefur verið miðað við varðandi upphaf byggðar hér á landi, fór aldrei upp, heldur var stjakað á staura og komið fyrir í holum við hraunkantinn þar sem gengið að að hinum fornu skálum, er hraunið hlífði ~1151. Þarna hefur skiltið legið óhreyft, jarðlægt, í 5 ár.
Fulltrúar Grindavíkurbæjar virðast ekki hafa hinn minnsta áhuga á að koma síðastnefnda skiltinu sómasamlega fyrir á þessu merkasta minjasvæði bæjarfélagins og Minjastofnun hefur lítið gert til að fullkomna verkið það, er stofnunin tók að sér fyrir fimm árum.

Húshólmi

Húshólmi – jarðlæga skiltið.

Þess má einnig geta, að fjórir steinsteypustöplar, sem burðast var með inn í hólmann í hjólbörum fyrir fimm árum, og áttu að bera leiðbeiningaskilti til handa aðkomandi göngufólki að minjasvæðinu, standa enn einir og yfirgefnir á þeim tveimur stöðum, er þeim var komið fyrir á – hingað til án nokkurs tilgangs.
Segja má, með fullri virðingu fyrir starfsfólki Minjastofnunar og Grindavíkurbæjar, að framkvæmdin, eins og hún stendur núna, fimm árum eftir að hún hófst, er báðum aðilum til lítils sóma.

Fjallandi um skiltin þá tók framangreind stofnun að sér auk þess skiltagerð á Selatöngum. Burtséð frá óvaranleika skiltanna þar, sem hafa nú þegar nánast fokið út í veður og vind, má geta þess að upplýsingarnar á báðum skiltunum er verulega ábótavant.  T.d. eru augljósar vitleysur á báðum stöðunum, sem eru til verulegra vansa áhugasömum þegar á hólminn er komið.

Í FERLIRsferð um miðjan ágúst 2022 var framangreint enn óbreytt.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.