Tag Archive for: Minnismerki

Steðji

Í Kjós ofan Kjalarness er fátt minnismerkja. Þau eru þó þar fleiri en engin.

Neðri-Háls

Kjós

Kjós – minnismerki.

Við þjóðveginn ofan við Neðri-Háls í Kjós er grágrýtissteinn. Á honum er skjöldur með áletrun: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum. Þar búa ekki framan neinar sogir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg. Þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ – Heimsljós H.K.L.
Hornsteinn Umhverfis- og náttúruverndar, 7. júní 1998 – Sól í Hvalfirði“.

Í mbl.is 7.6.1998 er fyrirsögn; „Samtökin SÓL í Hvalfirði afhjúpa minnisvarða“: Undir henni segir: „Samtökin SÓL í Hvalfirði afhjúpa í dag hornstein að Hálsnesi í Kjós, sem er tileinkaður umhverfis- og náttúruvernd.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að hornsteinninn sé minnisvarði um þá baráttu sem íbúar Hvalfjarðar háðu fyrir umhverfi sínu og jafnframt áminning um það umhverfisslys sem staðsetning álvers á Grundartanga er. Hornsteinninn er ekki síst ætlað að marka upphaf aukinnar sóknar í umhverfismálum á Íslandi í framtíðinni.“

Kjós

Kjós – minnismerki.

Hveragerði

Í Hveragerði eru nokkur minnismerki.

Hveragerði – Blóm í bæ 2010

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Blóm í bæ.

Þessi silfurreynir er gjöf frá Garðyrkjufélagi Íslands til Hveragerðisbæjar í tilefni af 125 ára afmæli félagsins.
Hann er beinn afkomandi elsta trés landsins sem talið er að hafi verið gróðursett 1884 við hús Schierbech landlæknis við Suðurgötu í Reykjavík.

Gunnar Björnsson

„Trjálundur þessi er til minningar um Gunnar Björnsson garðyrkjubónda í Álfafelli 1913-1977“.

Minnismerkið er á steyptum stöpli í Listigarði Hvergerðinga.

Reykjakirkjugarður

Hveragerði

Hveragerði – minnismeri; Reykjakirkjugarður.

Í Hveragerði, neðan við Garðyrkjustöðina, er Reykjakirkjugarður. Garðurinn sá forni hefur nú verið enduvakinn, bæði með málamyndauppgreftri, tilbúnum garðhleðslum, en ekki síst öllu merkilegra skilti á vegg er vísar á nafngiftina. Skiltið má þakka Sesselju Guðmundsdóttur.
Þessara merku minja virðast hvergi getið í vefheimildum.

Gísli Sigurbjörnsson 1907-1994

Gísli Sigurbjörnsson fæddist 29. okt. 1907 í Reykjavík. Hann lést 7. janúar 1994.

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Gísli Sigurbjörnsson.

Gísli lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1927. Hann stofnaði Elli- og hjúkrunarheimilið Grund árið 1938 og var forstjóri þess frá stofnun og jafnframt forstjóri Áss í Hveragerði frá 1952. Auk þess að vinna brautryðjendastarf í þágu aldraðra sinnti Gísli mikið íþróttamálum, bindindismálum og ferðamálum alla tíð. Hann var einn af stofnendum Krabbameinsfélags Íslands og formaður Knattspyrnufélagsins Víkings um skeið. Hann gegndi auk þess fjölda trúnaðar- og ábyrgðarstarfa á ýmsum vettvangi.

Minnisvarðinn var afhjúpaður 3. sept. 1995. Hann stendur á lóð Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði. Brjóstmyndina gerði Helgi Gíslason myndhöggvari.

Lárus J. Rist (1879-1964)

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Lárus J. Rist.

„Munit, at léð er lýði land fyrir kraft og anda. [M. Joch.]“

Árið 1936 kom Lárus J. Rist sundkennari frá Akureyri til Hveragerðis. Hann hafði stundað nám við lýðháskólann Askov í Danmörku og lokið prófi frá fimleikaskólanum í Kaupmannahöfn árið 1906. Lárus hafði um árabil unnið við sundkennslu á Akureyri og 6. janúar 1907 vann hann það afrek að synda yfir Eyjafjörð. Lárus gekk í Ungmennafélag Ölfusinga og varð fljótlega mikilvirkur í félagsstarfinu. Hann var stórhuga og setti sér það markmið að í Hveragerði skyldi byggð vegleg sundlaug, stærsta sundlaug landsins. Lárus tók forystu í sundlaugarnefnd og valdi sundlauginni stað í gilinu fyrir neðan gróðurskálana á Reykjum. Þar seytlaði volgur lækur milli grasigróinna bakka og hjálpaði hann til að grafið var fyrir lauginni á þessum stað.

Í ágústmánuði árið 1959 var afhjúpaður minnisvarði um Lárus J. Rist í Laugaskarði í tilefni áttræðisafmæli hans. Þetta var brjóstmynd gerð af listamanninum Ríkharði Jónssyni.

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Elna og Unnsteinn.

Það var hátíðarblær yfir staðnum þennan dag og hundrað börn og unglingar steyptu sér til sunds í laugina. Jóhannes úr Kötlum flutti frumsamið kvæði að fornum hætti. Gunnar Benediktsson rithöfundur las kvæði Matthíasar Jochumssonar í tilefni af Eyjarfjarðarsundi Lárusar árið 1907.

Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.

Elna Ólafsson (1912-1998) – Unnsteinn Ólafsson (1913-1966)

„Hjónin Elna Ólafsson og Unnsteinn Ólafsson skólastjóri 1939-1966“.

Unnsteinn var skólastjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi.
Nemendur og vinir reistu honum þennan minnisvarða sem stendur í Unnsteinslundi ofan við Garðyrkjuskólann. Helgi Gíslason myndhöggvari gerði minnisvarðann.

Unnsteinslundur

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Unnsteinslundur.

Árið 1943 átti Unnsteinn Ólafsson skólastjóri frumkvæði að gerð grasagarðs hér í hlíðinni, sem nú er við hann kenndur.

Á sumardaginn fyrsta 1998
Garðyrkjuskóli ríkisins

Jóns Kristjánsson
Minnisvarðinn er við Náttúrulækningafélagið í Hveragerði.

Garðahlynur

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Garðahlynur.

Við Varmahlíð er hlynur. Við hann er skilti: „Garðahlynur“.
Undir honum er bekkur. Á bekknum er skilti: „Margrét Sverrisdóttir – Greta, 7.12.1942-3.4.2021. Minningin lifir“.

Minningabekkur gegnt Reykjafossi, norðan árinnar.
„Njótum útsýnis og kyrrðar. Blessuð sé minning hjónanna í Laugaskarði, Hjartar og Margrétar. Bekkurinn er gjöf frá börnum og tengdabörnum“.

Heimild:
-https://eirikur.is/minnisvardar/sudurland/

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Hjörtur og Margrét.

Þorlákshöfn

Í Öfusi og Þorlákshöfn eru nokkur minnismerki.

Kolbeinn Grímsson (1927-2006)

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Kolbeinn Grímsson.

„1927-2006
Ertu að fá hann?“

Við Hlíðarvatn í Selvogi hafa menn löngum veitt silung á stöng. Einn af þessum veiðimönnum var Kolbeinn Grímsson. Hann veiddi gjarnan á flugu, sem hann hnýtti sjálfur og kallaði peacock, á veiðistað sem kallaður er Innranef við norðurströnd Hlíðarvatns.

Sagan segir að ef einhver var við veiðar á veiðistaðnum á Innranefi þá settist Kolbeinn á stein við ströndina og ávarpaði veiðimanninn: ,,Eru að fá’an?”
Þegar veiðimaðurinn gafst upp á veiðum á þessum stað hnýtti Kolbeinn fluguna peacock á tauminn og hóf veiðar og leið ekki á löngu þangað til fiskurinn tók.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Kolbeinn Grímsson.

Á þessum steini er nú skjöldur með nafni Kolbeins og áletruninni Ertu að fá hann?

Kolbeinn Grímsson lést árið 2006. Stefán Hjaltested lét gera minningarskjöld
um Kolbein. Skildinum var komið fyrir á Innranefi og snýr hann út að Urðarvík.

Þorlákshöfn – Egill Thorarensen (1897-1961)
Minnismerkið er í almenningsgarði við Egilsbraut. Á því er áletrun: „Egill Thorarensen 1897-1961. Hann breytti verstöðinni Þorlákshöfn í nútíma bæ.“

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Egill Thorarensen.

Minnisvarðinn er eftir Gunnstein Gíslason.

Annar minnisvarði um Egil er á Selfossi.

Strandarkirkja – Engill (Landsýn)

Strandarkirkja er kirkja við Engilvík á Suðurstrandavegi. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907. Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Strandarkirkja stendur við skerjótta og hafnlausa Suðurstöndina. Þar hjá er viti. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.

Helgisagnir um Strandarkirkju

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Landsýn.

Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Landsýn.

Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn. Á fótstallinum er skilti. „Landsýn eftir Gunnfríði Jónsdóttur, afhjúpað 29. maí 1950. Sögnin um Egilsvík.

Í bæn þeir lyftu huga hátt
þá háðu stríð við Ægis mátt.
En himinn rétti arm í átt
þar ýtar sáu land.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Stakkavík.

Það skip úr dauðans djúpi rann
því Drottins engill lýsa vann.
Svo býður hann við boða þann
og báti stýrir hjá.“

Árið 1994 var vígt minnismerki um látna sjómenn.

Stakkavík
Á skilti grunns gamla Stakkavíkurhússins við Hlíðarvatn sendur: „Stakkavík í eyði 1943 – síðasti ábúandi; Kristmundur Þorláksson“.

Hlíð

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Hlíð.

Á skilti á tóftum gamla bæjarins hlíðar við Hlíðarvatn stendur: „Hlíð í eyði 1906 – síðasti ábúandi; Nikulás Erlendsson“.

Gísli Eiríksson
Á grágrýtissteini austan við Þorlákshafnarveg er skjöldur. Á hann er letrað: „Jólalundur – Takk fyrir að lýsa upp okkar tilveru. Til minningar um Gísla Eiríksson, f. 29.09.1963, d. 20.06.2023.“

María Bjarnadóttir

María Bjarnadóttir

Ölfus – minnismerki; María Bjarnadóttir.

Neðst á grunni Strandarkirkju er lítið skilti: „María Bjarnadóttir frá Herdísarvík, f. 17. júli 1881, d. 18. maí 1922. Var úti við Kolviðarhól“.

Fæstir taka eftir þessu litla minningarskilti. María varð úti 1922.
Skiltið er eins neðarlega og hægt er og þá í stíl við stétt konunnar!

Þegar forvitnast er um þessa konu má lesa litla frétt í Vísi frá því 31. maí 1922: „Bæjarfréttir – Konan, sem fanst örend hjá Kolviðarhól, hét María Bjarnadóttir, sunnan úr Selvogi; niðursetningur hjá Þórði Erlendssyni á Torfastöðum í Selvogi, en hættuð úr Herdísarvík“.

Skrúðgarður Þorlákshafnar

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Skrúðgarður.

Á grágrýtisbjargi í Skrúðgarði Þorlákshafnar er skilti. „Kvenfélag Þorlákshafnar. Kvenfélag Þorlákshafnar hóf frumkvöðlastarf við myndun skrúðgarðs í Þorlákshöfn árið 1974, sem ber vott um framsýni, vilja og dugnað. Sveitarfélagið Ölfus þakkar ómetanlegt starf í þágu samfélagsins. Gert af tilefni 50 ára afmælis Kvenfélags Þorlákshafnar 11. maí 2014“.

Kvenfélagið í Þorlákshöfn gerði garðinn.

Skjöldur á bekk:
Á bekk við minnismerkið er bekkur. Á honum er skjöldur: „Gjöf frá Kvenfélagi Þorlákshafnar til Sveitarfélagsins Ölfuss. Íbúar í Ölfusi, til hamingju með endurbættan skrúðgarð. Kvenfélag Þorlákshafnar 2006“.

Hlín landslagsarkitekt

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Hlín Sverrisdóttir.

Í Skrúðgarði Þorlákshafnar er grágrýtisbjarg. Á því er skilti: „Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt endurhannaði skrúðgarð Þorlákshafnar. Hönnunarvinnan er gjöf til æskustöðva til minningar um foreldra hennar, Álfhildi Sveinbjörnsdóttur 1933-2014 og Sverrir Sigurjónsson 1934-2015. Þau höfðu alltaf einlægan áhuga á fegrun skrúðgarðsins og uppbyggingu Þorlákshafnar“.

Lífsfleyið
Minnismerki um horfna ástvini milli kirkjunnar í Þorlákshöfn og kirkjugarðsins. Þrír nafngreindir eru á skiltum við minnismerkið.

Á minnismerkinu er skilti: „Minningarreitur um drukknaða og horfna ástvini.

Minn ljúfi Jesú, lof sér þér
fyrir líkn og huggun þína,
þú, lífs og daða er lykla ber,
æ, lít á nauðsyn mína.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Arnarbæli.

Mig burtför æ lát búast við,
mér blessun gef og sálarfrið,
er lífsins dagar dvína.

Sálmur nr. 447, höf. ókunnur“.

Arnarbæli – Arnarbæliskirkja

„Hér stóð Arnarbæliskirkja.

Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 en var lögð niður 1909“.

Þessi minnisvarði stendur í gamla kirkjugarðinum í Arnarbæli.

Ofan við kirkjugarðinn er upplýsingaskilti um Arnarbæli.

Heimild:
-https://eirikur.is/minnisvardar/sudurland/

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Lífsfleyið.

Sandgerði

Nokkur minnismerki eru í Suðurnesjabæ; Garði og Sandgerði.

Eggert Gíslason (1927-2015)

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Eggert Gíslason.

Hann gerði Garðinn frægann
Eggert Gíslason, skipstjóri, fæddist 12. maí 1927 í Kothúsum í Garði. Foreldrar hans voru Gísli Árni Eggertsson skipstjóri og Hrefna Þorsteinsdóttir kona hans.
Eggert lauk fullnaðarprófi frá Gerðaskóla 1940 og fiskimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1949.
Hann hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1964. Aflakóngur árið 1952 á Víði GK-510. Varð aflakóngur 1957 á Víði II og margfaldur aflakóngur í heimaverstöð og á landsvísu árin 1955-1959.
Eggert var frumkvöðull í notkun ýmissa tækninýjunga. Hann notaði dýptarmæli til að finna síldina og kastaði síðan nótinni eftir skrúfuvatninu. Þá varð Eggert fyrstur íslenskra skipstjóra til að ná verulegum árangri í notkun ASDIC-fiskileiktartækis, en með asdicinu var hið fullkomna fiskileitartæki komið til sögunnar. Þá var Eggert í hópi frumherja við notkun kraftblakka á síldveiðum.

Minnisvarðinn stendur við Byggðasafnið í Garði sunnan við Reykjanesvita.

Þormóðsslysið 1943

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Þormóðsslysið.

Þormóðsslysið varð 18. febrúar 1943. Vélskipið Þormóður BA 291 frá Bíldudal fórst við Garðskaga 18. febrúar 1943 eftir langa og stranga baráttu í óveðri á utanverðum Faxaflóa. Með skipinu fórst þrjátíu og einn, tuttugu og fjórir farþegar og sjö í áhöfn. Fern hjón voru í hópi farþega og eitt barn.

Skipverjar á Þormóði BA 291:

Gísli Guðmundsson, skipstjóri
Bárður Bjarnason, stýrimaður
Lárus Ágústsson, 1. vélstjóri
Jóhann Kr. Guðmundsson, 2. vélstjóri
Gunnlaugur Jóhannsson, matsveinn
Björn Pétursson, háseti
Ólafur Ögmundsson, háseti.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Þormóðsslysið.

Farþegar úr Dalahreppi:

Benedikta Jensdóttir
Guðbjörg Elíasdóttir

Farþegar frá Patreksfirði:

Séra Þorsteinn Kristjánsson
Þórður Þorsteinsson

Farþegi frá Hvammstanga:

Guðmundur Pétursson

Farþegar frá Bíldudal

Ágúst Sigurðsson
Jakobína Pálsdóttir
Áslaug Jensdóttir
Bjarni Pétursson
Fjóla Ásgeirsdóttir
Gísli Kristjánsson
Séra Jón Jakobsson
Jón Þ. Jónsson
Karl Eiríksson
Kristján Guðmundsson
Indíana Jónsdóttir
Loftur Jónsson
Málfríður Jónsdóttir
Óskar Jónsson
Salóme Kristjánsdóttir
Þorkell Jónsson
Sigríður Eyjólfsdóttir
Bjarni 7 ára sonur Sigríðar og Þorkels
Þorvaldur Friðfinnsson

Minnisvarðinn er á Garðskaga, á sjóvarnargarðinum skammt frá vitanum og var afhjúpaður árið 2023.
Annar minnisvarði um Þormóðsslysið er á Bíldudal.

Hallgrímur Pétursson (1614-1674)

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Hallgrímur Pétursson.

Prestur og sálmaskáld, hann var þekktastur fyrir Passíusálmana.

Hallgrímur fæddist árið 1614 í Gröf á Höfðaströnd, en ólst upp á Hólum. Hann fór til iðnnáms til Danmerkur og Þýskalands um 1630. Hann lærði járnsmíði og steinsmíði en kom síðar til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám í Frúarskóla. Í Kaupmannahöfn kynntist hann Guðríði Símonardóttur sem kom til Kaupmannahafnar ásamt fleirum sem rænt var í Tyrkjaráninu 1627. Þau felldu hugi saman og komu til Íslands 1637 og settust þau að á Bolafæti í Njarðvík (sjá næsta minnisvarða).
Hallgrímur varð prestur í Hvalsnesi árið 1644 og bjó þar til 1651 og líkaði Hallgrími þunglega vistin þar. Honum fæddist dóttir þar, Steinunni, en hún dó ung og varð föður sínum mikill harmdauði. Hallgrímur gerði legstein yfir gröf Steinunnar og er steinninn nú í Hvalsneskirkju. Lengi vel var steinninn týndur en fannst um miðja 20. öld í kirkjustéttinni á Hvalsnesi.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Magnús Magnússon.

Árið 1651 fékk Hallgrímur veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar líkaði honum visitin vel og þar bjó hann og þjónaði til dauðadags. Í Saurbæ orti hann Passíusálmana og aðra sálma sem enn eru sungnir.

Minnisvarðann, sem er við Hvalsneskirkju, gerði Páll Guðmundsson á Húsafelli.

Magnús Magnússon (1915-1994)
Í Listigarði norðan garðvegar er grágrýtissteinn. Á honum er skjöldur: „Til minningar um Magnús Magnússon Bræðraborg, f. 29. ágúst 1915 – d. 26. 4. 1994.
Garður þessi er gefinn bæjarfélaginu Garði á 90 ára árstíð Magnúsar sem var mikill áhugamaður um ræktun og umhverfi. Gefendur eru: Unnur Björk Gísladóttir og afkomendur þeirra hjóna.“

Sigurður B. Sivertsen

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Sigurður Sívertsen.

Sóknarprestur á Útskálum f. 2.11.1808 – d. 24.5.1887.
Stofnandi Gerðaskóla 1872.

Sveitarstoð og styrkur
stöðugt reyndist hann
landiog lýð til heilla
lífsstarf fagurt vann.

Sigurður B. Sívertsen (f. 2. nóvember 1808 í Seli í Reykjavík, d. 24. maí 1887 á Útskálum í Garði), var prestur á Útskálum.

Hann var sonur hjónanna Brynjólfs Sívertsens (Sigurðssonar) prests á Útskálum (áður dómkirkjuprests í Reykjavík og prests í Holti undir Eyjafjöllum) og Steinunnar Helgadóttur konu hans. Sigurður var vígður aðstoðarprestur föður síns með konungsundanþágu vegna aldurs þann 18. september 1831. Hann bjó á Gufuskálum í Leiru 1833 en tók við Útskálum af föður sínum 1. mars 1837 og var prestur þar til ársins 1886, þá orðinn blindur. Kona hans var Helga Helgadóttir (1809-1882) og komust 3 barna þeirra upp. Hálfbróðir Sigurðar var Helgi G. Thordersen biskup, en þeir voru sammæðra.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Sigurður Sívertsen.

Séra Sigurður var mikill og góður búmaður og hlaut verðlaun bæði frá Búnaðarfélagi Suðuramts og frá danska landbúnaðarfélaginu. Hann var forgöngumaður um stofnun barnaskóla í Garði, sem hefur starfað þar óslitið frá árinu 1872. Hann varð riddari af Dannebrog árið 1874. Sigurður var ötull og vel metinn og góður kennimaður. Hann stundaði ritstörf alla tíð á meðan hann hélt sjón og eftir að hann varð blindur lét hann skrifa fyrir sig. Eftir hann liggja æviminningar, greinar í blöðum, Suðurnesjaannáll og Bæjaannáll í Útskálaprestakalli auk fleiri rita sem ekki hafa verið gefin út.

Minnisvarðinn stendur framan við Gerðaskóla.

Minnisvarði til minningar um drukknaða sjómenn

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; minnismerki um drukknaða sjómenn.

Leiði óþekkta sjómannsins í Útskálakirkjugarði. Við minnisvarðan er skilti: „Árið 1946 fannst sjórekið lík í Lambastaðavör í Garðahreppi. Lík þetta var þannig á sig komið að það var með öllu óþekkjanlegt.
Við kistulagningu atvikaðist það svo að ekki náðist til prests, en Þorlákur Benediktsson í Akurhúsum flutti þar hugnæma bæn.
Var líkið svo jarðsett í Útskálakirkjugarði og hefur leiði þess síðan verið leiði hins óþekkta sjómanns.
Þessi frásögn birtist í jólablaði Faxa árið 1960.“

Súlan er fagurlega skreydd. Undir henni eru nokkrir skildir með nöfnum drukkaðra sjómanna.

Jón Forseti RE 108

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Jón forseti.

Minnismerkið er skjöldur á grágrýti. Ofan á því er eftirmynd af togaranum. Á skildinum stendur: „28. febrúar 1928 strandaði togarinn Jón Forseti RE 108. Togarinn strandaði á skerinu Kolaflúð sem er beint framunan Stafnesvita. 15 manns fórust og 10 menn björguðust við illan leik.
Strandið varð til þess að flýta stofnun Slysavarnafélags Íslands.
23. júní sama ár var Slysavarnasveitin Sigurvon stofnuð í Sandgerði og er hún elsa sveit innan SVFÍ.
Jón Forseti var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.

Blessuð sé minning þeirra sem fórust í þessu slysi.“

Minnisvarðinn stendur við bifreiðastæði skammt frá Stafnesvita og var upphaflega afhjúpaður árið 2009. Við minnisvarðann eru 15 stórir steinar sem tákna þá 15 sem fórust við strandið.

Minnisvarði um drukknaða sjómenn

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; mnnismerki um drukknaða sjómenn.

Minnisvarðinn eru þrír stuðlabergsstandar. Við þá er skilti: „Minnisvarði um drukknaða sjómenn.

Þegar brotnar bylgjan þunga
brimið heyrist yfir fjöll,
þegar hendir sorg við sjóinn
syrgir tregar þjóðin öll. – J. Magnússon.“

Minnisvarðinn var reistur á Sjómannadaginn 1999.
Varðinn er verk systkinanna Írisar Jónsdóttur og Þorsteins Jónssonar og var reistur að frumkvæði Axels Arndal Vilhjálmssonar, formanns sjómannadagsráðs Sandgerðis. Undir minnismerkinu eru steinar og skidir með nöfnum horfinna sjómanna.

Minnisvarðinn stendur nyrst í Hvalsneskirkjugarði.

Álög – Minnisvarði um drukknaða

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Álög.

Horfnir sjómenn Sandgerði – Minnisvarði um drukknaða í Sandgerði.
Minnisvarðinn er eftir Steinunni Þórarinsdóttur og var afhjúpaður á Sjómannadaginn 1986 í tilefni af 100 ára afmæli Miðneshrepps.
Þrjár rústfríar öldur tákna að hafið sé eilíft, en maðurinn er úr pottstáli og ryðgar, sem táknar að maðurinn sé forgengilegur.

Minnisvarðinn stendur við innaksturinn í Sandgerði, sunnan Sandgerðisvegar skammt norðan íþróttasvæðisins.

Grímsvarða

Grímsvarða

Suðurnesjabær – minnisvarði; Grímsvarða.

Á minnsivarðanum er skjöldur: „Grímsvarða endurreist 2014.
Til minningar um þá sem látist hafa á Miðnesheiði. Vörðurnar voru tvær“.

Grímsvarða eða Grímsvörður við Sandgerðisveg voru sunnan vegarins, skammt frá gamla Sandgerðisveginum. Vörðurnar voru fjarlægðar þegar nýi Sandgerðisvegurinn var lagur. Varða á þeim stað hefur nú verið endurreist og er nú minnisvarði um þá sem látist hafa á Miðnesheiði. Það var fyrir tilstuðlan þeirra Guðmundar Sigurbergssonar og Sigurðar Eiríkssonar í Norðurkoti að varðan var endurreist.

Þeir Guðmundur og Sigurður eru áhugamenn um sögu Miðnesheiðar og hafa m.a. endurhlaðið vörður á þjóðleiðinni yfir heiðina, s.s. Einmenningshólsvörðu, Gotuvörðu og Efri-Dauðsmannsvörðuna gegnt Vegamótahól.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Grímsvarða.

Miðnesheiði er mannskæðasta heiði landsins og í kirkjubókum á Útskálum eru nafngreindir næstum 60 einstaklingar sem orðið hafa úti á heiðinni í aldanna rás. Talið er að þeir séu mun fleiri. Nú er Miðnesheiði sakleysisleg á að horfa en ástæða þess að svo margir hafa orðið úti þar er að heiðin veitir lítið skjól og þar eru fá kennileiti og því var auðvelt að villast þar á árum áður þegar hvergi sást til ljósa.

Prestsvarða

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Prestsvarða.

Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.

Leturhella er við Prestsvörðuna. Á hana er letrað:

„1876 21.JAN Í FRIDI LEGST ÉG
FYRIR Í FRIDI ER ÉG ÞVÍ ÞÚ
EINN DROTTINN ERT ÞAÐ SEM
LÆTUR MIG BÚA ÓHULTAN Í NÁÐUM.“

Framangreint vers er greinilega úr Davíðsálmi 4. kafla 9. vers: „Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.”

Varðan er skammt sunnan við gamla Garðveginn sunnan Leirunnar.

Ólafur Jónsson (1853-1920) – Einar Ólafsson (1877-1925)

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Ólafur Jónsson.

„Til minningar um Ólaf Jónsson (stóra) frá Kotvogi í Höfnum f. 19.10.1853, d. 31.12.1920.
Makar: Sólveig Einarsdóttir Kötluhóli Leiru og Ingibjörg Tómasdóttir Naustakoti Hvalsnesi.

Einar Ólafsson frá Klapparkoti Miðneshreppi f. 8.9.1877 d. 30.7.1925.
Maki: Ágústa Jónsdóttir Réttarholti Skagaströnd.
Blessuð sé minning þeirra.“

Minnisvarðinn, steinn með skilti er sýnir framangreinda áletrun stendur í Útskálakirkjugarði.

Efri-Dauðsmannsvarða

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Efri-Dauðsmannsvarða.

Vestan við Vegamótahól, þar sem voru gatnamót Sandgerðisgötu og Bæjarskersvegar, liggur gatan undir nýja Sandgerðisveginn, en kemur aftur undan honum í Draugaskörðum. Ofan við þau eru t.d. endurhlaðin Efri-Dauðsmannsvarðan. Þar liggur hann áfram til suðurs framhjá Dynhól. Fallnar vörður eru vinstra megin götunnar svo til alla leið upp að Gotuvörðu. Á þeirri leið fer gatan aftur undir Sandgerðisveginn, liggur síðan samhliða honum spölkorn, og fer þá enn á ný undir hann til vesturs.

Vegmótahóll er nefndur eftir vegamótum Bæjarskersgötu og Sandgerðisgötu, sem þar eru sunnan hans. Sandgerðisgata er greinileg með sunnanverðum Vegamótahól og þar sem hún liggur vestur með hólnum, yfir slóða og í gegnum lúpínubreiðu. Handan hennar er hann vel greinilegur og víða hefur verið kastað upp úr veginum. Norðar sést vel til Digruvörðu í heiðinni.

Efri-Dauðsmannsvarða er sunnan Sandgerðisvegar og sést vel frá veginum, innan girðingar beitarhólfsins.

Neðri-Dauðsmannsvarða

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Neðri-Dauðsmannsvarða.

Skammt vestar og sunnan við Sandgerðisveginn gamla er vörðubrot; Dauðsmannsvarðan neðri. Þar segir sagan að maður hafi orðið úti, líkt og svo margir aðrir á Miðsnesheiði í gegnum tíðina. Auk hins hefðbundna segir sagan að þar eigi að vera áletrun á steini. Sú áletrun hefur enn ekki fundist þrátt fyrir ítrekaða leit.

Til fróðleiks er rétt að geta þess að auk Dauðsmannsvarðanna efri og neðri, er til Dauðsmannsvarða í heiðinni við Fuglavíkurleiðina. Henni er gerð nánari skil í annarri FERLIRslýsingu.

Neðri-Dauðsmannsvarða er fallin og sést einungis ógreinlega þar sem hún hverfur í móann vestan Vegamótahóls.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Dauðsmannsvarða.

Dauðsmannsvarða ofan við Bjarghús
Enn ein Dauðsmannsvarðan er í heiðinni ofan við Bjarghús. Hún stendur nokkuð heil enda hafði Sigurður Eiríksson í Norðurkoti lappað duglega upp á hana. Varðan er ekki við þekkta leið, en er eftir sem áður þannig staðsett að greiðfært hefur verið þarna yfir heiðina millum Keflavíkur og Fuglavíkurhverfisins.

Fornmannaleiði í Garði – Haugbúinn
Skammt frá bænum Vegamótum í Garði, sem nú er kominn í eyði, er stór steinn, hellulaga, og eru undir og við hann þrír steinar, sem hann hvíldi áður á. Munnmæli eru um, að eitthvert torráðið fornletur hafi verið á steininum. Ef vel er að gáð má sjá leifar áletrunarinnar þvert yfir steinhelluna. Hún virðist vera sem rúnir, en hefur hingað til verið ólæsileg þeim er til þekkja. En sögn er, að undir þessum steini hvíli fornmaður nokkur, og steininn megi alls ekki hreyfa.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Haugbúinn.

Nú er það á öldinni sem leið, að á Lykkju í Garði bjó Þorsteinn Ólafsson, faðir Björns hafnsögumanns í Hafnarfirði og afi sér Þorsteins Björnssonar fríkirkjuprests í Reykjavík. Þorsteinn Ólafsson var framkvæmdamaður mikill og kappsfullur. Eitt sinn stóð hann í einhverjum byggingum og vantaði tilfinnanlega stóran stein. Kom honum þá í hug að steinninn á leiði fornmannsins mundi henta sér ágætlega. Þorsteinn vissi þó hverjar sagnir gengu um steininn, að hann mætti ekki hreyfa, því að þá mundi illt hljótast af. En hann var maður ófælinn og kjarkmikill og lét sér ekki smámuni fyrir brjósti brenna, enda var hann hið mesta karlmenni. Varð það svo úr, að hann safnaði mönnum til að bera steininn heim, og urðu þeir 8 saman. En steinninn var svo þungur, aðþeir áttu fullt í fangi með hann, enda þótt þeir væru svo margir. Eftir mikið og langt erfiði komu þeir honum þó á þann stað, en Þorsteinn hafði ætlað honum.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Haugbúinn.

Eftir að þessu stórvirki var lokið, var Þorsteinn að vinna eitthvað úti við. Skyndilega syfjaði hann þá svo mjög, að hann mátti ekki halda sér vakandi. Fór hann því heim, gekk upp á baðstofuloft, hallaði sér upp í rúm og var þegar sofnaður. Dreymir hann þá, að upp úr baðstofustiganum kemur maður, stór og aðsópsmikill, og skipar honum harðalega að skila steininum þangað sem hann var tekinn. Þorsteinn hrökk upp við þetta og þóttist sjá á eftir manninum niður stigann.

Var Þosteinn nú glaðvaknaður. Ekki setti hann þetta neitt fyrir sig, heldur fór á fætur og gekk út til vinnu sinnar, sem hann hafði frá horfið.

En hér fór sem áður, að skyndilega sækir hann svefn svo að hann má ekki halda sér vakandi. Lagðist hann þá út af og sofnaði skjótt. Kemur þá sami maðurinn að honum aftur og er nú enn byrstari í bragði, er hann skipar Þorsteini að skila steininum. Þorsteinn hrekkur upp við þetta og íhugar draum sinn. En vegna þess að hann trúði ekki á neina fyrirburði, ætlaði hann að humma þetta fram af sér. Og enn fer hann til vinnu sinnar.
Fór nú sem fyr, að brátt syfjar hann svo, að hann má ekki annað en leggjast til svefn og sofnar þegar. Kemur hinn ókunni maður þá til hans í þriðja sinn og er nú ærið gustmikill. Gengur hann að Þorsteini, tekur um fót hans og kreistir fast og segir að honum skuli hefnast fyrir, vilji hann ekki skila steininum.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Haugbúinn.

Nú vaknar Þorsteinn og er honum þá nokkuð brugðið. Finnst honum sem hinn ókunni maður haldi enn heljartaki um fót sinn. Og rétt á eftir laust æðisverk í fótinn, svo hann mátti varla bera þær kvalir hljóðalaust.
Hann sagði nú konu sinni frá draumum sínum, en hún sagði að steininn skyldi þegar flytja á sinn stað. Þorsteini var ekki um það, vildi ógjarna láta undan því er hann kallaði draumarugl. En ú varð konan að ráða.

Voru þá fengnir menn til að flytja steininn aftur á sinn stað, og urðu þeir fjórir saman.
Einn af þessum mönnum hét Stefán Einarsson og var frá Króksvelli í Garði. Hann sagði mér svo frá síðar, að þeim hefði virzt steinninn mjög léttur og veitzt miklu auðveldara fjórum að bera hann en þeim 8, sem höfðu sótt hann.
Síðan hefur enginn hróflað við steininum.

Við fornleifauppgröft á hólnum, sem letursteinninn liggur undir, fyrir nokkrum árum kom í ljós að þar er enga dys að finna, einungs grjótklöpp.

Ellustekkur í Garði

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Ellustekkur.

Skammt ofan við þjóðveginn í gegnum Leiruna er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er Elínarstekkur (Ellustekkur). Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld.

Sögu þessa og staðsetningu stekksins hef ég eftir ábendingum Ólafs Sigurjónssonar frá Litla-Hólmi.
“Þegar bílvegur var lagður um Leiruna, um og eftir 1920, var honum valið stæði ofan við byggðina, skammt austan við Elínarstekk. Þessi vegur var síðan breikkaður, eins og fleiri þjóðvegir á árum seinni heimstyrjaldarinnar, og náði þá uppundir stekkinn.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Það var sumarið 1787 að Elín Stefánsdóttir, blásnauður niðursetningur á Gufuskálum, fannst örend í snærisspotta í hjalli þar skammt frá bænum. Vegna deilna hennar og vinnumanns, þar á bænum, þótti dauði hennar ekki einleikinn.

Haldgóðar vísbendingar fengust þó ekki um að Elín hafi verið myrt, þrátt fyrir réttarhöld. Þess vegna var talið að hún hefði tekið líf sitt í skyndilegu æði, sem að hefði borið um nótt.
Elín var því, samkvæmt kirkju- og landslögum, heygð utan vígðrar moldar og var holað niður utan túngarðs í Leirunni, í sauðfjárstekk frá bænum á Gufuskálum.

Ellustekkur er sunnan Garðvegar, skammt austan Garðs.

Gerðaskóli – Skólinn í Garði

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Gerðaskóli.

Veturinn 1871-72 gekkst Sigurður fyrir því að bændur í Garði hlaði veggina í skólann í Gerðum. Voru það heljar þykkir veggir úr grjóti, utan og innan og sandur á milli. Auk aðalhússins voru byggð baðstofa með þriggja rúma lengd, þrjú rúm hvoru megin, var hún upphaflega ætluð börnum sem sóttu skólann lengra að. Aftan við hana var feykimikið eldhús handa skólanum. Þessar byggingar stóðu þar sem nú heitir í Fjósum eða Skúlhúsum. Húsaskipan var svo háttað, að tvær kennslustofur voru niðri og loft uppi til íbúðar fyrir kennara, en efst var hanabjálki. Var byggingunni lokið á öndverðu hausti árið 1872.
Gerðaskóli var svo settur 7. október 1872. Var mikið fölmenni þar saman komið. Hélt séra Sigurður þar skörulega ræðu og skýrði þar meðal annars frá tilætlan sinni og framkvæmdum. Til kennara hafði séra Sigurður valið Þorgrím Þ. Guðmundsson. Prestur fékk kennara í hendur bók þá, er enn er til hér í skólanum og heitir Dagbók barnaskólans í Gerðum. Í þá bók skyldi rita nöfn allra þeirra barna er í skólann gengu, lengri eða skemmri tíma, svo og skýrslu um kennslu hans og yfirheyrslur barnanna að hverri viku liðinni og svo vitnisburð um framför barnanna, gáfur og siðferði.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Gerðaskóli.

Nemendur fyrsta skólárið voru 15 talsins. Námsgreinarnar sem kenndar voru í Gerðaskóla fyrstu árin voru, kristindómur (kver og biblíusögur), lestur (nýja testamentið, lestrarbók), skrift (eftir skrift kennarans), réttritun, reikningur. Skólinn stóð til aprílloka fyrstu tvö árin, eftir það ákvað nefndin að skólinn skyldi vera í tveimur deildum og börnum skipt eftir aldri, kunnáttu og þroska, og skyldi skóla vera lokið 14. mars og var þá ákveðið að kennarar skildu vera tveir og stóð svo lengi.
Hætt var að nota bygginguna til skólahalds árið 1887. Síðar var húsið notað sem samkomuhús um áraraðir.

Minnismerki um Gerðaskóla er grágrýtissteinn. Steinninn stendur skammt frá Sjólyst ofan Gerðahafnar. Á skildi á steininum stendur: „Gerðaskóli – Hér stóð fyrsta hús Barnaskólans í Gerðum, byggt af fríviljugum samskotum. Í því var kennt 1872-1887.“

Tómasarhóll

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Tómasarvarða.

Á Tómasarhól er Tómasarvarða. Hvorutveggja er skammt frá Fuglavíkurseli, innan varnargirðingarinnar á Miðnesheiði.
Margir urðu úti á þessari leið á 18. og 19. öld og er að finna í heiðinni nokkrar
vörður til minnis um þá; a.m.k. þrjár tilteknar Dauðsmannsvörður, Tómasarhóll og
Ólafsvarða eru dæmi um slíkar vörður.

Ólafsvarða
„Landamerkjavörður og stakar vörður eru víða að finna á heiðinni. Hlutverk hverrar og einnar er ekki alltaf ljóst og mun e.t.v. ekki verða hægt að segja til með vissu hvort þær séu allar landamerkjavörður fyrr en skráningar liggja fyrir á öðrum landmerkjavörðum, eða mörkum milli jarðanna neðar í landinu, að teknu tilliti til þróunar byggðar frá landnámi, en landamerki færðust til frá einum tíma til annars þegar jarðir skiptust upp – ein af annarri.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Ólafsvarða.

Sumar þessara stöku varða gætu líka verið minnismerki um fólk, sem hefur orðið úti á heiðinni, en nákvæm vitneskja um það hafi síðan glatast. Fjöldi slíkra varða er hins vegar þekktur á Reykjanesi. Ein er innan girðingar en það er Ólafsvarða og rétt utan girðingar norðanmegin við flugvöllinn er Dauðsmannsvarða og Tómasarhóll. Ólafsvarða mun raskast við framkvæmdina og lendir undir flugbrautinni en aðrar stakar vörður eru ekki í hættu. Má hugsa sér sem mótvægisaðgerð að taka grjótið og endurhlaða Ólafsvörðu rétt utan við Vestan við Rafnkelsstaði í Garði er Kisturgerði“. segir í Fornleifaskráningu á Miðnesheiði árið 2014.

Ekki er vitað hvaða Ólafur þetta var. Í örnefnaskrá segir: „Þá er Ólafsvarða. Með gamla veginum ofan við Melabergsvötn er Neðri-Glæsir. Það er varða á hól. Þar rétt ofar er önnur, sem heitir Efri-Glæsir.“ Ólafsvarða er um 10 metrum norðan við Hvalsnesleiðina-Melabergsgötur. Hún er heil, um 1,40 á hæð og 1,10 á breidd. Varðan hefur hátt minjagildi.

Kistugerði

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Kistugerði.

Þar segir þjóðsagan að sé fornmanngröf og í henni gullkista. Gerðið er í rauninni pollur undir klapparvegg, grænlitur. Reyndar eru áhöld um að staðsetningu gerðisins. Sumir telja það uppi á klöppunum og skammt utar, en skv. sögunni á að vera letursteinn með rúnum við það. Sá steinn er nokkru neðar og norðar, við gerðið undir berghömrunum. Þjóðsagan segir að fjársjóður Rafnkels hafi verið grafinn með honum þarna í gerðinu. Reyni einhver að grafa hann upp mun þeim hinum sama sýnast bærinn standa í ljósum logum. Sagan er svipuð sögunni um fjársjóðinn í Silfru við Járngerðarstaði í Grindavík og fleiri álíka.
Einhverjir munu hafa viljað leita fjársjóðsins fyrir nokkrum árum með stórtækum tækjum. Við það valt letursteinninn, sem verið hafði við gröfina, niður hallann og staðnæmst þar sem hann nú er, skammt ofan við ströndina.
Erfitt er að lesa út úr rúnunum á steininum, en þær eru svipaðar og á álagsteininum Heródesi við Grindavík.girðinguna þar sem Hvalsnesleiðin-Melabergsgötur koma að girðingunni vestan við flugvöllinn, enda reist til að minnast sögulegs atburðar, manns sem varð úti á leiðinni.

Letursteinninn er niður undir fyrrum sjávarhamri skammt austan Rafnkelsstaða.

Þórshöfn – HP-áletrun

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Þórshöfn.

Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi um Miðnesheiðina 1903 segir: „Milli Bátsenda og Þórshafnar var mér vísað á vörðubrot, er steinn væri í með áhöggnu fangamarki Hallgríms Péturssonar og ártali. Það er og svo; fangamarkið er HP; en ártalið er 1728.“ Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld, var á Suðurnesjum frá árinu 1637 til 1651, prestur í Hvalsnesi síðustu 7 árin, en þá fluttist hann þaðan fyrir fullt og allt og gerðist prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann andaðist 27. október árið 1674, sextugur að aldri. Ritaðar heimildir geta ekki um heitið „Hallgrímshella“ sem menn eru teknir að kalla stein þennan.
Engar vísbendingar fundust um aðrar mannvistarleifar en brýnt er að forvörður meti hvort og þá til hverra aðgerða þurfi að grípa til þess að bjarga þessari áletrun frá glötun.

HPD-steinninn

HPD-steinninn úr fyrrum Duushúsum.

Framangreind „Hallgrímshella“ er nú í vörslu Þjóðminjasafnis. Ártal á henni passar ekki við ártíð Hallgríms Pétursson. Ofan við Þórshöfn er hins vegar áletrun á „steinaltari“; HP. Vilja margir meina að þar sé komið fangamark nefnds Hallgríms, en hann ku á fyrstu árum sínum sem prestur í Hvalsneskirkju farið fótgangandi millum hennar og heimilis síns að Bolafæti í Njarðvíkum. Líklegra er þó að þarna sé um að ræða fangamark Hans Péturs kaupmanns Duus, en hann var einmitt kaupmaður í Keflavík á þeim tíma sem ártölin á steinhellunni gefa til kynna, um 1880. Samskonar fangamark er á hornsteini Duushúsa og á pakkhúslofti verslunarinnar. Hans Pétur verslaði í Þórshöfn á þessum tíma.

Minnisvarði um drukknaða sjómenn

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; minnismerki um drukknaða sjómenn.

Um er að ræða hvítmála styttu af sjómanni við fyrrum sjólist ofan við Gerðahöfn. Á fótstalli styttunar er skilti er á stendur. „Til minningar um drukknaða sjómenn – Mangi frá Mel; Listaverk eftir Helga Valdimarsson“.

Minning um Gíslu S. Vigfúsdóttur
Um er að ræða hvítmála styttu af biðjandi konu utan við hlið kirkjugarðs Útskálakirkju. Á fótstalli hennar er skilti: „2023 – Ég bið fyrir þér (I pray for you) – Verk eftir Helga Valdimarsson. Gefið Útskálakirkju til minningar um konuna mína, Gíslu S. Vigfúsdóttur“.

Skagagarðurinn
Minnisvarði um Skagagarðinn hinn forna er sunnan Garðbrautar þar sem hús nr. 25 stóð áður. Á skilti við minnismerkið segir m.a.: „Skagagarðurinn mun hafa verið um 1500 metra langur og var fyrr á öldum um einn og hálfur metri á hæð og afar þykkur. Í tímans rás hefur hann hins vegar flast út og fengið ávalan svip.
Lengi ver var talið að garðurinn væri frá 13. og 14. öld, en fyrstu ritheimildir um hann eru frá árinu 1528. Rannsóknir jarðfræðinga hafa þó leitt í ljós að garðurinn hefur varla verið hlaðinn síðar en á 10. öld.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Skagagarðurinn.

Garðinum hefur sennilega verið ætlað að halda sauðfé frá kornökrum á norðanverðum skaganum, en örnefni og fornar akurreinar benda til umfangsmikillar akuryrkju á Suðurnesjum fyrr á öldum.
Ljóst er að garðurinn hefur girt með öllu fyrir skagann. Því við báða enda hans tóku við miklir túngarðar, en samkvæmt lögum íslenska þjóðveldisins var hver maður skyldugur til að verja vikum á ári til garðhleðslu.“

Sólveig Magnúsdóttir (1932-2020)

Hvalsnes

Suðurnesjabær – minnismerki; Sólveig Magnúsdóttir.

Tómasína Sólveig Magnúsdóttir fæddist 2. apríl 1932 í Nýlendu í Miðneshreppi. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. febrúar 2020.

Minnismerki um Sólveigu er á Kirkjuhól (Austurbæjarhól) ofan við Hvalsneskirkju. Sumarbústaður hennar er skammt sunnar, utan garðs Hvalsnesstorfunnar. Hún reisti hann í skika er hafði tilheyrt Nýlendu.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning á Miðnesheiði 2000.
-Fornleifaskráning vegna aðalskipulags á Keflavíkurflugvelli – 2014.
-https://eirikur.is/minnisvardar/sudurland/

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Jón forseti.

 

 

 

 

 

Vogar

Í Vogum og Vatnsleysuströnd eru nokkur minnismerki:

Arahólavarða

Vogar

Vogar – minnismerki; Arahólsvarða.

“Arahóll er austan til við Minni-Voga á honum stendur Arahólsvarða. Vogamenn nefna Hólinn Arhól, Arhólsvarða, Arhólsbrekka”, segir í örnefnaskrá. Í Mannlíf og Mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi segir: “[…] minnisvarði um Hallgrím [Scheving Árnasonar], er hann lét gera á svonefndum Arahól, sem er hæð austanvert við íbúðarhúsið og heitir minnisvarðinn Arahólsvarða. Hallgrímur fékk vinnumann í Minni-Vogum til að byggja vörðuna. Sá hét Sveinbjörn Stefánsson, hálfbróðir Hinriks Hansens, er byggði Mýrarhús. Varðan var byggð árið 1890, í hvaða tilgangi er ekki ljóst, nema þá sem prýði fyrir plássið. […] Leifur Kristjánsson frá Helgafelli efndi gamalt loforð, […] um 1982, að laga vörðuna og var það gert svo gott sem á aldarafmæli hennar.”
Arahólsvarða er um 320 m NA við Stóru-Voga og um 125 m SA við Minni-Voga.

Vogar

Vogar – minnismerki; Arahólavarða.

Varðan stendur á grasigrónum hól, Arahól, sem er um 10-20 m á hæð og snýr NA-SV. Varðan er grjóthlaðin og steinlímd. Varðan er um 2,5 m á hæð, um 2 m á breidd og 2 m á lengd. Hlutverk vörðu er óþekkt ef hún hefur nokkurn tíman nýst til einhvers annars en sem minnisvarði. Samkvæmt ljósmynd frá árinu 1921 í fórum Þjóðminjasafns Íslands er varðan sem stendur í dag (2007) steinlímd með kalki úr Esjunni sem brennt var í Kalkofninum í Reykjavík. Áður var grjótvarða á sama stað.

Arahólavarða stendur á Arahól við skrúðgarð Vogabúa.

Stefánsvarða

Vogar

Vogar – minnismerki; Stefánsvarða.

„Neðan við Strandarveg, innst á há Hæðinni, er Stefánsvarða, falleg og reisuleg, kennd við Stefán Pálsson (f. 1838) útgerðarmann á Stóru-Vatnsleysu. Vegagerðarmenn rifu vörðuna eins og margar aðrar á þessum slóðum en hún var endurhlaðin árið 1970 af Jóni Helgasyni frá Litlabæ og Magnúsi syni hans. Á „hafnfirskan“ stein í vörðunni er klappað nafnið „Stefánsvarða“.“ (SG)

Í athugasemdum og viðbótum við örnefnalýsingu segir að varðan hafi verið hlaðin endurhlaðin um 1950. Ekki er vitað hvenær varðan var hlaðin upphaflega en líkur eru á því að hún hafi átt að varða leið.

Þegar vegfarendur aka um Vatnsleysustrandarveg eða ganga um Almenningsveginn, hina fornu þjóðleið um Ströndina, er Stefánsvarðan eitt helsta kennileitið á leiðinni. Almenningsvegurinn lá um Hæðina skammt sunnan við vörðuna og má enn sjá móta fyrir honum á köflum.

Vogar

Vogar – minnismerki; Stefánsvarða.

Stefán Pálsson fæddist í Hvassahrauni 5. febrúar 1838.  Vegagerðarmenn er unnu við gerð þjóðvegarins ofan Strandarbæjanna í byrjun 20. aldar rifu vörðuna og notuðu grjótið sem kanthleðslur í nýja veginn. Eftir að hæðin hafði verið vörðulaus í u.þ.b. hálfa öld tóku þeir Jón Helgason og Magnús sonur hans sig til árið 1970 og endurhlóðu vörðuna. Magnús var um skeið minjavörður í Byggðasafni Hafnarfjarðar og skrifaði margar fróðleikslýsingar um mannlífið þar fyrrum, s.s. “Byggð í byrjun aldar.” Til fróðleiks má geta þess að Magnús sótti áður steininn í vörðuna heim að gamla bænum á Minni-Vatnsleysu og markaði sjálfur áletrunina í hann til minningar um nefndan Stefán.

Kristmundarvarða

Vogar

Vogar – minnsimerki; Kristmundarvarða.

„Tvær vörður eru í Djúpavogsheiði ofan við Bieringstanga og heitir önnur þeirra Kristmundarvarða, kennd við Kristmund Magnússon sem varð úti á heiðinni þar sem varðan er, svo til beint austur af svonefndum Voghól.
Þessi atburður gerðist 1907 eða 1908 er verið var að smala fé,“ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi.
Varðan er um 360 m sunnan við Töðugerðisvörðu og um 1,1 km suðvestan við Efri-Brunnastaði.
Varðan stendur lágt í hraunmóa sem er að hluta uppblásinn.
Varðan stendur vel. Hún er um 1 m í þvermál og 1,1 m á hæð. Í henni sjást 6 umför. Fast norðaustan undir vörðunni er minningarskjöldur um Kristmund. Ekki er vitað hvenær varðan var upphaflega hlaðin en hún var endurhlaðin árið 1993 af Ragnari Ágústssyni frá Halakoti.

Árni Vigfús Árnason

Vogar

Vogar – minnismerki; Árni Vigfús Árnason.

Minningarreitur um Árna Vigfús Árnason gildismeistara sem lést í bílslysi á Reykjanesbraut 16.10.1991.
Blessuð sé minning hans!
St. Georgsgildið í Keflavík.

Minnisvarðinn stendur austan við Reykjanesbrautina, rétt sunnan Vogaafleggjara.

Jónas E. Waldorff

Waldorff

Vogar – minnismerki; Waldorff.

Skammt norðan Reykjanesbrautar, skammt vestan við Vogaafleggjara er kross. Á honum er eftirfarandi áletrun:
„Til minningar um Jónas E. Waldorff sem lést hér í bílslysi, f. 01.04.1989 – d. 09.03.2003“.

Íslands Hrafnistumenn
Minnismerki við gangstíg með ströndinni vestan Stóra-Vogaskóla.

Listaverkið Íslands Hrafnistumenn eftir Erling Jónsson var afhjúpað 2008 á Stóru-Voga túni við Stóru-Voga tanga.

Vogar

Vogar – minnismerki; Íslands Hrafnistumenn.

Á tímum árabátaútgerðar var Vatnsleysuströnd ein stærsta verstöð landsins og var verkið reist sem minnisvarði um sjómennsku og útgerð frá Vogum og Vatnsleysuströnd.

Birgir Þórarinsson í Minna- Knarrarnesi með aðstoð Birgis Guðnasonar hjá Listasafni Erlings Jónssonar áttu frumkvæði að því að minnisvarði yrði reistur. Þeir leituðu til Erlings um gerð listaverks sem skírskotaði til sjómennsku og útgerðar frá Vogum og Vatnsleysuströnd. Erlingur brást mjög vel við hugmyndinni enda sjálfur frá Vatnsleysuströnd, og úr varð verkið Íslands Hrafnistumenn.

Vogar

Vogar – minnismerki; Íslands Hrafnistumenn.

Erlingur fæddist í Móakoti á Vatnsleysuströnd 1920. Hann lést í Reykjanesbæ 2022. Mörg verk standa eftir hann í Reykjanesbæ og víðar. Erlingur starfaði lengi sem handavinnukennari í Keflavík og fór síðar til Noregs til að mennta sig frekar og starfaði þar síðar sem listakennari.

Á fótstalli minnismerkisins er skjöldur. Á honum stendur: „Íslands Hrafnistumenn – Erlingur Jónsson 2009.

Íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknar leið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knörr,
eftir seglskipið vélknúin skreið.
En þótt tækjum sé breytt,
þá er eðlið samt eitt –
eins og ætlunarverkið,
er sjámannsins beið. – Örn Arnarsson“.

Sjómannadagsráð efndi til samkeppni um ljóð og lag fyrir sjómannadag 1939. Sigurljóðið var Hrafnistumenn Arnar Arnarsonar við lag eftir Emil Thoroddsen. Framangreint er fyrsta erindið af fjórum.

Jón Daníelsson

Vogar

Vogar – minnismerki; aflraunasteinn.

Jón Daníelsson í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd varð þjóðsagnarpersóna í lifandi lífi. Auk þess að vera atorkumikill sjávarútvegsbóndi þótti mörgum til hans koma af ýmsum öðrum gáfum og atgervi.

Í Morgunblaðinu 1988 er fjallað um afhjúpun “Minnisvarða Jóns sterka Daníelssonar” við Stóru-Vogaskóla:
“Við skólaslit Stóru-Vogaskóla í Vogum sunnudagínn 15. maí klukkan 14 verður afhjúpaður minnisvarði um Jón sterka Daníelsson dannebrogsmann frá Stóru-Vogum, en minnisvarðanum hefur verið valinn staður á skólalóðinni, sem er í landi Stóru-Voga.
Jón Danfelsson fæddist 21. mars 1771 að Hausastöðum í Garðahverfi í Gullbringusýslu og ólst upp hjá foreldrum sínum við fremur kostalítil kjör, því foreldrarnir voru fátæki og fjölskyldan fjölmenn.

Vogar

Vogar – minnismerki; Jón Daníelsson.

Eitt var þó sem Jón skorti ekki í æsku og uppvexti, en það var hákarlalýsið og hákarlalýsisbúðingurinn, sem hann neytti sem feitismatar alla sína löngu ævi, en hann andaðist 16. nóvember 1865.

Minnisvarðinn, aflraunasteinn, er framan við Stóru-Vogaskóla. Á minnisvarðanum er skjöldur. Á honum má lesa eftirfarandi: „Aflraunasteinn – 450 kg. Til minningar um Jón Daníelsson frá Stóru-Vogum, f. 21. mars 1771, d. 16. nóv. 1865. Sæmdur Dannebrogs orðunni 1848.
Hér var Egils afl og áræði
fræleiki Gunnars, framsýni Njáls
hyggindi Snorra, hagvirkni Þórðar
Áskels frjósemi, ígrundun Mána“.

Flekkuleiði

Vogar

Vogar – minnismerki; Flekkuleiði.

Túnið við Flekkuvíkurbæinn er að mestu sunnan og ofan við húsið. Syðst í því, svo til alveg undir túngarðinum ofanverðum er Flekkuleiði; lágur gróinn hóll, einn af nokkrum. Á leiðinu er “rúnasteinn”, sem segir að þar “Hvíli Flekka”. Í raun er um 16. eða 17 aldar leturstein að ræða skv. áliti sérfræðinga. Sagan segir að Flekka, norsk landnámskona, sem áður byggði Flekkuvík, hafi viljað láta grafa sig í jarðri túnsins þar sem hún hefði útsýni yfir innsiglinguna að bænum. Þar mun hún hvíla, blessunin.
Ekki er ólíklegt að ætla að Flekka hafi verið grafinn á ystu mörkum hins ræktaða lands á þeim tíma, m.a. til að vernda það fyrir hugsanlegum yfirgangi þeirra, sem á eftir kynnu að koma, en miklir fólksflutningar voru til landsins á landnámsöld og landamörk því fljót að breytast.
Rúnasteinn Flekku er einn af a.m.k. þremur á Reykjanesskaganum.

Rúnasteinninn er í lágum grónum hól sunnan bæjarhúsanna, innan garðs.

Kúagerði

Vogar

Vogar – minnismerki; Kúagerði.

Varða þessi var hlaðin að frumkvæði Áhugamanna um bætta umferðarmenningu í byrjun sumars 1990 til minningar um þá sem látist höfðu eða slasast í umferðinni á Reykjanesbrautinni. Þessi kafli brautarinnar hafði sérstaklega háa slysatíðni og þess vegna var ákveðið að hlaða vörðuna þarna, bæði til minningar um þá látnu og jafnframt öðrum vegfarendum til áminningar um að fara gætilega.
Það var hleðslumaður úr Hafnarfirði sem hlóð mannvirkið.

Varðan stendur við Vatnsleysuvík í Kúagerði, rétt við gamla Suðurnesjaveginn.

Minnismerki – „Hot Stuff“
Kastið; flugslys.

Vogar

Vogar – minnismerki; Hot Stuff.

Í hlíðinni ofan við Kastið vestast í Fagradalsfjalli er brak úr B-24 sprengiflugvélinni “Hot Stuff” er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943, kl. 16:20.
var að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér á landi fram á þennan dag. Leitarsveitir komu að flakinu daginn eftir, kl. 15:05. Aðkoman reyndist hryllileg. Afturhluti vélarinnar var brunninn og annað eftir því.
Í Kastinu, upp undir hlíðum Fagradalsfjalls, eru hlutar flugvélarinnar enn á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta, sem fer þó óðum fækkandi. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum.

Vogar

Vogar – minnismerki; Kastið 1943.

Eftirminnilegar slysavettvangiljósmyndir voru teknar á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.

Vogar

Vogar – minnismerki; Hot Stuff.

Aðrir, sem fórust þennan örlagaríka dag, voru skv. slysaskýrslu Bandaríkjamanna þeir Charles H. Barth, Frank L. Miller, Morrow Krum, Fred. A. Chapman, Theodore C. Totman, Robert Humprey, Joseph T. Johnson, Robert H. Shannon, James E. Gott, Lloyd C. Weir, Kemmeth A. Jeffers og Paul H. McQueen, Sá er lifði flugslysið af hét George. A. Eisel og var stélskytta, sem fyrr sagði.
Þessa örlaganótt nálgaðist flugvélin Kaldaðarnesflugvöll. Fllugvélinni var flogið lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til að lenda. Þess í stað hélt hann áfram til vesturs með suðurströndinni í u.þ.b. 60 fetum. Við Reykjanes snéri vélin til norðurs.

Vogar

Vogar – minnismerki; Hot Stuff.

Ekkert fjarskiptasamband var við hana. Flugvélinni var beygt í austlæga stefnu og flugmaðurinn virðist stefna sjónflug inn á Meeks-völl. Lélegt skyggni og lágskýjun hindraði það. Flugmaðurinn reyndi að fljúgja undir skýjum. Þá varð slysið. Hún rakst á 1100 feta hæðina, 150 fet frá toppnum á a.m.k. 160 mílna hraða.
Í febrúar þetta ár hafði Andrews hershöfðingi orðið yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Í minningargrein um hans sagði H.H., “Hap” Arnold, yfirmaður flugflota Bandaríkjamanna að hann teldi að Andrews hefði verið gerður að yfirmanni innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en þá stöðu fékk síðan Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, síðar forseti Bandaríkjanna. Segja má því með sanni að atburður þessi hafði viss áhrif á heimssöguna.

Áhöfn og farþegar
Capt. Robert H. Shannon – Pilot †
Lt. Gen. Frank Maxwell Andrews – Copilot †
Capt. James E. Gott – Navigator †
T/Sgt. Kenneth A. Jeffers – Radio Operator †
S/Sgt. Lloyd C. Weir – Crew Chief †
S/Sgt. Paul H. McQueen – Gunner †
Civilian Adna W. Leonard – Methodist Bishop and Chairman of the Corps of Chaplains †
Brig. Gen. Charles A. Barth Gen. Andrews Chief of Staff †Hot Stuff Crew in front of aircraft
Col. Marlow Krum – Member of Gen. Andrews Staff †
Col. Frank L. Miller – US Army, Chief of Chaplains †
Maj. Theodore C. Totman – Gen. Andrews Secretary †
Lt. Col. Fred A. Chapman – US Army†
Maj. Robert H. Humphrey – US Army Chaplain †
Capt. Joseph T. Johnson – Gen. Andrews Aide †
S/Sgt. George A. Eisel – Tailgunner – lifði slysið af

Vogar

Vogar – minnismerki; Hot Stuff.

Flugvélin
Consolidated B-24D-1-CO Liberator
Serial no: 42-23728
USAF 8th. Airforce 93rd. Bombardment Group.

Bandaríska B-24 Liberator – sprengjuflugvélin Hot Stuff, var fyrst flugvéla 8. flughersins til að ljúka 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari. Áhöfnin fékk fyrirmæli um að snúa flugvélinni heim til Bandaríkjanna vorið 1943 þar sem fara skyldi sýningarför um landið í fjáröflunarskyni fyrir Bandaríkjaher.

Vogar

Vogar – minnismerki; Andrews og félagar.

Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, hafði verið boðaður til skrafs og ráðagerða í Washington, óskaði eftir því við vin sinn Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprengjudeildar, að fá far með Robert ,,Shine” Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff, en Andrews var einnig kunnugur Shannon. Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni.
Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar, nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Methodistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprengjuflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar.
Hot Stuff lagði upp frá Bovington flugvelli í Englandi að morgni 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwick í Skotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf. Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar komið var upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu.

Vogar

Vogar – minnismerki; Hot Stuff.

Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og splundraðist.
Við slysið fórust allir um borð nema stélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en klemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið.

Minnisvarðinn var upphaflega reistur í Arnarseturshrauni við Grindavíkurveg, en var síðar færður vegna tæringar frá Svartengisvirkjun og stendur nú í hlíðinni nyrst við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar.

Ólafsvarða

Vogar

Vogar – minnismerki; Ólafsvarða við Ólafsgjá.

Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsvarða við Ólafsgjá í Vogaheiði. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, millum hennar og Stóru-Aragjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring, ólík hinum. Hún sést ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana.

Um aldamótin 1900 (21. desember) hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson.

Varðan var hlaðin til minningar framangreindan atburð.

Magnúsarsæti

Magnúsarsæti

Letur við Magnúsarsæti.

Á Stóru-Vatnsleysu dvaldi Magnús nokkur Eyjólfsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 1827. Magnús var kallaður „gjörtlari“, en það er fornt nafn á gull- og silfursmiðum. Magnús var ölkær maður, þó aldrei yrði það neinum til meins. Svo hagar til á Stóru-Vatnsleysu, að í gegnum túnið liggur Hrafnagjá og sagt er að hún liggi í sjó fram út í Vatnsleysuvík. Er gjá þessi víða hættuleg í túninu, með stöllum og syllum og heitir ein syllan „Magnúsarsæti“ eftir Magnúsi „gjörtlara“. Er sagt að margar ferðir hafi Magnús farið á syllu þessa og sofið þar úr sér vímuna. Í bergið fyrir ofan syllu þess eru höggnir stafir, ME. 1888 til minningar um nefndan Magnús, og þar fyrir neðan S.J.

Magnúsarsæti

Magnúsarsæti – letur.

Stafirnir S.J. gætu verið upphafsstafir þess er meitlaði þetta í bergið og að M. eigi við Magnús. S.J. gæti átt við tvo menn frá Stóru-Vatnsleysu. Annar var Sigurjón Jónsson, síðar bóndi í Garðhúsum í Vatnsleysutúninu, en árið 1888 er Sigurjón 14 ára gamall og vil ég síður eigna honum þetta verk. Hinn var Sigurður Jónsson, bóndi og silfursmiður, f. 1814, og hefur hann þá verið 74 ára árið 1888 og því trúlegra að hann hafi gert þessa stafi, þó orðinn þetta gamall, en stafirnir eru gerðir af hagleiksmanni með góðum verkfærum.
Magnúsarsæti er í austanverðri Hrafnagjá skammt vestan Stóru-Vatnsleysu.

Litli sjómaðurinn

Þorvaldur Guðmundsson eignaðist Minni-Vatnsleysu árið 1953 – og varð þar með eigandi að stærsta svínabúi landsins.

Minni-Vatnsleysa

Litli sjómaðurinn á Minni-Vatnsleysu.

Þorvaldur notaði íbúðarhúsið sem starfsmannaíbúð, uns hann reif það árið 1978 og byggði ný hús fyrir menn og skepnur.

Nálægt grunni gamla hússins á Minni-Vatnsleysu lét Þorvaldur setja styttu, sem hann hafði látið gera. Heitir hún Litli sjómaðurinn, til minningar um þá er sóttu sjóinn. Styttuna gerði listamaðurinn Ragnar Kjartansson.
Styttan stendur á lágum grasi vöxnumhól skammt norðan við Ráðsmannsbústaðinn, ofan við sjávarkambinn. Á fótstallinum er skilti. Á því stendur: „Litli sjómaðurinn eftir Ragnar Kjartansson. Til minningar um þá er sóttu sjóinn frá Minni-Vatnsleysu – 1962“.

Hafa ber í huga að eflaust eiga eftir að koma fram minnisvarðar í umdæminu er víða kunna að leynast.

Þyrluvarða

Þyrluvarða

Þyrluvarðan 2008.

Vestast í Breiðagerðislakka, fast norðan Reykjanesbrautar, er varða – „Þyrluvarða“.
Það var 1. maí 1965 að Sikorsky björgunarþyrla frá Varnarliðinu hrapaði niður í lægðina suðvestur frá Skrokkum norðan Reykjanesbrautar. Hún var að koma frá Hvalfirði á leið til Keflavíkurflugvallar. Þarna fórust fimm menn, þeirra á meðal yfirmaður flotastöðvar Varnarliðsins og var varðan reist í minningu þeirra.
Fréttin birtist m.a. á forsíðu MBL þriðjudaginn 4. maí – Hörmulegt slys er 5 varnarliðsmenn farast í þyrlu, þeirra á meðal yfirmaður flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli – “Sá hörmulegi atburður gerðist s.l. laugardagskvöld um kl. 19, að þyrla frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hrapaði til jarðar við jaðar nýja vegarins vestan Kúagerðis upp af Landakoti á Vatnsleysuströnd, með fimm mönnum. Allir biðu þeir bana, enda varð þyrlan alelda um leið og hún snerti jörðina.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, 2011.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, Sesselja Guðmundsdóttir, 2007.
-https://eirikur.is/minnisvardar/sudurland/#rey

Vogar

Vogar – minnismerki; Skjöldur við Kristmundarvörðu.

Seltjarnarnes

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin á Seltjarnarnesi:

Ásmundur Sveinsson – Trúarbrögðin

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – minnismerki; Trúarbrögðin.

Frummynd þessa járnskúlptúrs er frá 1956. Árið 1975 var hún stækkuð og reist á núverandi stað í tilefni 100 ára afmælis Mýrarhúsaskóla.

Ár: 1965/1975.
Efni: járn.

Trúarbrögðin eru frá því skeiði í list Ásmundar (1893-1982) þegar járnið leysti stein og tré af hólmi sem aðal efniviður listamannsins. Jafnframt urðu viðfangsefni hans óhlutbundin, oft sótt í heim tækni og geimvísinda. Í þessu verki notar Ásmundur geómetrísk form og tákn sem vísa til ýmissa trúarbragða og andlegra minna. Hálfmáninn er tákn múhameðstrúar, utan hans stendur kross sem tengist öðrum hlutum verksins með járngeislum. Margs konar þríhyrnd form vísa til heilagrar þrenningar en einnig til viðleitni alls til æðri upphafningar og sameiningar. Hringurinn er tákn eilífðar og einingar. Við fyrstu sýn líkist verkið skipi, með stefni, möstrum og segli. Má skilja það svo að hin ýmsu trúarbrögð og andleg leit mannsins séu á sama fleyi, siglandi hraðbyri inn í framtíð einingar og andlegs þroska.

Minnismerki er staðsett við Kirkjubraut, á holtinu skammt vestan Seltjarnarneskirkju.

Bjarni Pálsson (1719-1779)

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – minnismerki; Bjarni Pálsson.

Minnisvarði um Bjarna Pálsson landlækni stendur við Nes við Seltjörn á Seltjarnarnesi.

Bjarni var skipaður fyrsti landlæknir á Íslandi 17. mars 1760 og sat að Nesi við Seltjörn 1763-1779.

Minnisvarðinn er reistur af Seltjarnarneskaupstað á 200 ára ártíð Bjarna Pálssonar 8. september 1979.

Bjarni fæddist að Upsum á Upsaströnd við Dalvík. Foreldrar hans voru hjónin séra Páll Bjarnason prestur á Upsum og Sigríður Ásmundsdóttir. Bjarni missti föður sinn tólf ára að aldri og fluttist þá með móður sinni að Stað í Hrútafirði. Hann hóf nám í Hólaskóla 1734 en hætti vorið 1736 til að gerast fyrirvinna móður sinnar. Hann hóf þó nám að nýju síðar og lauk stúdentsprófi frá Hólaskóla 1745, þá 26 ára að aldri. Hann innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla 1746 og lagði þar stund á læknisfræði og náttúruvísindi.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – minnismerki; Bjarni Pálsson.

Bjarni lauk læknanámi í september 1759 fyrstur Íslendinga og var þá orðinn fertugur. Hann var skipaður fyrsti landlæknir Íslands 18. mars 1760 og bjó eftir það á Bessastöðum og síðan á Nesi við Seltjörn þar sem nú er Nesstofa á Seltjarnarnesi. Hann kenndi nokkrum mönnum læknisfræði og veitti sumum þeirra lækningaleyfi eftir að hafa prófað þá en aðrir sigldu til Kaupmannahafnar og luku þar læknanámi.

Kona Bjarna var Rannveig Skúladóttir (1742-1803), dóttir Skúla Magnússonar landfógeta. Sveinn Pálsson læknir skrifaði ævisögu Bjarna og var hún gefin út í Leirárgörðum árið 1800.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – minnismerki; Bjarni Pálsson.

Minnismerkið, þrír stuðlabergsstandar, er skammt norðan við Nes. Á þeim hæsta, í miðið, er tákn lækna, á þeim til vinstri handar er áletrunin „Reist af Seltjarnarkaupstað á 200 ára ártíð Bjarna Pálssonar 8. sept. 1979“ og á þeim til hægri handar er áletrunin „Bjarni Pálsson f:17. maí 1719, d: 8. sept 1779. Skipaður fyrsti landlæknir á íslandi 18. mars 1760. Sat að Nesi við Seltjörn 1763-1779“.

Björn Jónsson í Nesi (1772-1798)
Fyrsti lyfjafræðingurinn og apótekarinn á Íslandi.

Minnisvarðinn var afhjúpaður 24. september 2021 og stendur í Urtagarði apótekarans við Nes á Seltjarnarnesi, en urtagarðurinn var gerður árið 2010 í minningu Björns Jónssonar, Bjarna Pálssonar landlæknis og Hans Georg Schierbeck, landlæknis með jurtum sem vitað er að apótekarar og lyfjafræðingar notuðu 1763-1834.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – minnismerki; Björn Jónsson í Nesi.

Upphaflega er talið að Urtagarðurinn hafi staðið suður af Nesstofu, en nýi garðurinn er suðaustur af Nesstofu og stendur minnisvarðinn í garðinum.
Minnisvarðinn er grágrýtisbjarg með áletruninni „Björn Jónsson, lyfjafræðingur. Apótekari í Nesi 1772-1798“.

Georg Schierbeck (1847-1911)
Í Urtagarðinum er gulmálaður garðbekkur, að baki minnismerkinu um Björn Jonsson í Nesi.. Á honum er áletrun: „Georg Schoerbeck landlæknir, f. 24.02.1847, d. 07.09.1911. Græðandi og heiðursfélagi Garðyrkjufélags Íslands“.

Ankeri
Norðan Norðurstrandar gegnt gatnamótum Sefgarða er ankeri. Á því er skjöldur með eftirfarandi áletrun: „Akkeri við Nýjabæjarvör. Ekki er vitað um uppruna þess akkeris, sem fannst í Súgandafirði um 19160. Akkerið er gjöf Jóns Snæbjörnssonar til Seltjarnarnesbæjar.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – minnismerki; Skilti á Ankeri við Nýjabæjarvör.

Amma Jóns, Bryndís Ó. Guðmundsdóttir f. 20.06.1900, d. 23.06.1966 og afi, Jón Guðmundsson f. 14.031899, d. 27.07.1964 voru síðustu ábúendur Nýjabæjar.
Akkerið stendur hér við Nýjabæjarvör í landi sem áður tilheyrði Nýjabæ“.

Ankeri
Sunnan Suðurstrandar, skammt ofan við Björgunarmiðstöð bæjarins, er ankeri við grágrýtisbjarg. Einhver gömul, ryðbrunnin, áletrun er á ankerinu, en engar aðrar skýringar er þar að finna.

Björn Jónsson (1932-2010)
Björnslundur

Seltjarnarnes

Seltjanarnes – minnismerki; Björnslundur.

Gróðursettur af félögum Rotaryklúbbs Seltjarnarness í minningu Björns Jónssonar (1932-2010) skólastjóra og skógræktarfömuðar 2019.

Gróðurlundurinn er í útivistarsvæði norðan við Suðurströnd á Seltjarnarnesi, skammt vestan við íþróttasvæði bæjarsins. Við hann er lítið skilti, sem á stendur: „Björnslundur – Gróðursettur af félögum Rótarýklúbbs Seltjarnarness í minningu Björns Jónssonar (1932-2010) skólastjóra og skógræktarfrömuðar 2019“.

Friðartré

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – minnismerki; Friðartré.

Á útivistarsvæðinu, þar sem Björnslundur er, hefur verið komið fyrir skilti við hálfdauða hríslu. Á því stendur: „Friðartré – Gróðursett 5. júlí 2011. Augnabliks friður getur og mun bjarga heiminum. -Sri Chinmoy stofnandi Friðarhlaupsins (Wold Harmony Run)“.

Nes við Seltjörn

Hér stóð kirkja til ársins 1799.

Minnisvarðinn um kirkju í Nesi við Seltjörn er skammt sunnan Ness.

Rotaryklúbbur Seltjarnarness reisti minnisvarðan.

Heimildir m.a.:
-https://www.seltjarnarnes.is/is/mannlif-nattura/menning/listaverk-baejarins
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/reykjavik-minn/#selt
-https://is.wikipedia.org/wiki/Bjarni_P%C3%A1lsson

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – minnismerki; Neskirkja.

Reykjanesbær- minnismerki; Baldur.

Eftirfarandi upplýsingar lögðust upp í meðfylgjandi handrit eftir leit að minnismerkjum í Reykjanesbæ:

17. júní flaggstöngin

Reykjanesbær

Reykjanesbær- Flaggstöngin; minnismerki.

Á fyrsta ári lýðveldisins var ákveðið að gera myndarlega fánastöng í Skrúðgarði Keflavíkur til minningar um lýðveldistökuna 17. júní 1944.

Séra Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum vígði svo stöng á þjóðhátíðardaginn 1945 sem síðan var lengd og settur undir hana hærri fótstallur. Nú er heildarlengd stangarinnar með fótstalli um 17,5 metrar. Hönnuður fótstallsins var Helgi S. Jónsson og Sævar Helgason gerði landvættirnar eftir teikningum Helga. Framan á miðjum stöplinum sem snýr að Suðurgötu eru stafirnir 17. júní 1944 og á þeirri hlið sem snýr inn í garðinn er lágmynd af Jóni Sigurðssyni, gerð af Ríkarði Jónssyni. Á hverju horni eru súlur sem gnæfa upp fyrir stöpulinn og eiga að minna okkur á festu og óbilandi hugrekki þjóðarinnar og einnig tákna þær keflin sem staðurinn Keflavík heitir eftir. Út frá hverjum stöpli rísa svo landvættir Íslands.

Umhverfis stöpulinn er steypt blómaker sem táknar fósturjörðina og þar skal plantað hreinblárri íslenskri fjólu með umgjörð úr hreinhvítum lágum kantblómum; tákn hreinleikans og bláhvíta íslenska fánans í upphafi aldarinnar.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Flaggstöngin; minnismerki.

Á þessa stöng skal þjóðfáninn dreginn að húni 17. júní ár hvert og ekki við önnur tækifæri. Þessi regla hefur þó verið brotin í þrjú skipti, eða þegar forsetar lýðveldisins hafa komið í opinbera heimsókn til Keflavíkur.

Við minnismerkið standa tveir stuðlabergsstöplar. Á sitthvorum þeirra eru koparskildir. Á öðrum þeirra er eftirfarandi yfirskrift: „Til heiðurs þeim sem dregið hafa þjóðhátíðarfánann að hún 17. júni ár hvert“. Undir eru 49 nöfn einstaklinga, auk skátafélagsins Heiðabúa. Á hinum eru nöfn 31 einstaklings undir sömu yfirskrift, það nýjasta frá 2024, nafn Friðriks Georgssonar.

Koparskjöldur með vangamynd Jóns Sigurðssonar er á minnismerkinu vestanverðu.

Minnismerkið er í Skrúðgarðinum í Keflavík – gegnt Ráðhúsinu.

Ankerið við Ægisgötu

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Ankerið; minnismerki.

Ankerið er af Brúarfossi og Karvel Ögmundsson flutti það til bæjarins. Það var sett upp við opnun Bátasafns Gríms Karlssonar í Duus Safnahúsum 2002.

Í frétt í Morgunblaðinu frá 6. apríl 2004 segir: Sögulegu ankeri hefur verið komið fyrir á landfyllingunni neðan við Ægisgötu í Keflavík. Ankerið er af Brúarfossi sem Eimskipafélag Íslands lét smíða í Danmörku árið 1927 og átti í 30 ár. Brúarfoss var eitt af farsælustu skipum félagsins fyrr og síðar. Í einni ferðinni fyrir vestan brotnaði önnur flaugin af ankerinu í blágrýtinu í Aðalvík. Karvel Ögmundsson, útgerðarmaður í Njarðvík, keypti síðar ankerið og notaði það sem legufæri í Njarðvíkinni, fyrir bátinn Vöggu GK 204. Karvel lét síðan taka ankerið á land og á síðustu árum hefur það legið við smábátahöfnina í Keflavík eða þar til því var komið fyrir á landfyllingunni. Ankerið er sannarlega þögull minnisvarði liðins tíma.

Minnismerkið er við ströndina neðanvið Duushús.

Askur Yggdrasils – Lífsins tré

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Askur Yggdrasils; minnismerki.

Gjöf Iðnaðarmannafélags Suðurnesja til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á fimmtíu ára afmæli stofnunarinnar.

Verkið er eftir Erling Jónsson og er gefið til minningar um alla þá iðnaðarmenn sem fallnir eru frá og til að minna á að án iðnaðarmanna er ekki hægt að vera. Verkið var afhjúpað 18. nóvember 2004. Í hugleiðingu Konráðs Lúðvíkssonar, lækningaforstjóra HSS sem hann flutti í tilefni gjafarinnar segir m.a. “Heimstré Erlings Jónssonar tengist stofnun okkar á margan hátt. Hann kaus að skreyta greinar þess með þrastarpari sem bíður eftir að lífið birtist því úr innviðum fimm eggja sem snyrtilega eru lögð í fagurlega tilsniðið hreiður. Talan fimm er tákn þeirra skilningarvita sem dýrmætust eru manninum.“

Hvorki er til að dreifa skildi eða öðrum upplýsingum við minnismerkið.

Minnismerkið er á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skólavegi 6.

Minning – Valgerður Halldórsdóttir og Kristján Sigurðsson

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Valgerður Halldórsdóttir og Kristján Sigurðsson; minnismerki.

Minnismerkið er koparskjöldur á Stuðlabergsstöpli. Á honum stendur: „Til minningar um hjónin Valgerði Halldórsdóttur og Kristján Sigurðssom yfirlækni 1971-1992. 18.11.2004 – Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja“.

Minnismerkið er framan við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, skammt frá „Askur Yggdrasils“, minnismerki um alla þá iðnaðarmenn sem fallnir eru frá.

Flug

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Flug; minnismerki.

Verk eftir Erling Jónsson sem fyrst var sýnt á Vindhátíð í Reykjavík haustið 2000

Verslunin Ný-ung keypti verkið og setti það upp fyrir framan verslunina að Hafnargötu 12 á Ljósanótt , 1. september 2001. Var það gert í minningu Steinþórs Júlíussonar, fyrrverandi bæjarstjóra. Þegar vindurinn blæs um verkið, hvín í pípunum eins og um lifandi veru sé að ræða.

Minnismerkið er á hringtorgi á mótum Iðavallar og Aðalgötu.

Hrafna-Flóki

Styttan af Hrafna-Flóka var afhent á sérstökum trjáræktardegi sem varnarliðsmenn á Keflavíkurflugvelli héldu hátíðlegan um nokkurra ára skeið í viðleitni til fegrunar umhverfisins

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Hrafna-Flóki; minnismerki.

Þann 11. júní 1994 var auk hefðbundinnar gróðursetningar vígður reitur framan við gömlu flugstöðina þar sem um langt árabil stóðu stangir er báru fána Íslands, Bandaríkjanna og Norður-Atlantshafsbandalagsins. Þar var styttan afhjúpuð af forsætisráðherra Íslands, Davíð Oddssyni.

Styttan sem var höggvin úr marmara af bandaríska listamanninum Mark J. Ebbert var gjöf Varnarliðsins til íslensku þjóðarinnar í tilefni hálfrar aldar afmælis lýðveldisins. Listamaðurinn hafði þá dvalið hér á landi í tvö ár með eiginkonu sinni sem var sjóliðsforingi í Varnarliðinu. Sagan segir að listamanninum hafi unnist verkið svo seint að hann var langt frá því að vera búinn að höggva styttuna niður í fyrirhugaða stærð þegar hún þurfti að afhendast. Þess vegna er víkingurinn svo þykkur og pattaralegur. Styttan var flutt að Víkingaheimum árið 2010.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Hrafna-Flóki; minnismerki.

Minnismerkið var upphaflega á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll, en hefur nú verið fært og staðsett við Víkingaheima í Njarðvík.

Hvorki fugl né fiskur

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki.

Erlingur Jónsson var fyrstur til að fá útnefninguna Listamaður Keflavíkur og var það árið 1991.

Af því tilefni var ákveðið að reisa listaverk á stöpli í miðbæ Keflavíkur, þar sem ígreipt skyldu nöfn þeirra sem valdir eru listamenn bæjarins á hverju kjörtímabili. Listaverkið var svo sett upp sumarið 1992 í skrúðgarði Keflavíkur. Hugleiðing höfundar að verkinu er: “Þrívíð hugleiðing til heiðurs listafólki Keflavíkur. “Áttvís á tvennar álfustrendur, einbýl, jafnvíg á báðar hendur, situr hún hafsins höfuðmið.” Listafólk Keflavíkur hvorki sitji né standi stjarft í viðjum vanans, heldur leiti sem víðast jákvæðra fanga.”

Annars vegar á minnismerkinu er fimm koparskildir, hver upp af öðrum. Á þeim efsta; „Heiðurslistamenn Keflavíkur“, síðan „1991 – Erlingur Jónsson, myndhöggvari“, „1992 – Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður“, „1998 Halla Haraldsdóttir, gler- og myndlistarkona“, og loks „Hilmar Jónsson, rithöfundur“.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki.

Hinsvegar eru sjö koparskildir undir skildi með áletruninni: „Heiðurslistamenn Reykjanesbæjar“. Neðsti skjöldurinn er frá 2022, tileinkaður „Karen I. Sturlaugsson, tónlistarmanni“.

Á meginlistaverkinu er einnig koparskjöldur með meðfylgjandi áletrun: „Þrívíð hugleiðing til heiðurs listafólki Keflavíkur – Áttvís á tvennar álfustrendur, einbýl, jafnvel á báðar hendur. Situr hún hafsins höfuðmið. – Einar Benediktsson; Sóley“.

Minnismerkið er í Skrúðgarðinum í Keflavík, við Sólvallagötu.

Jamestown ankerið

Í Höfnum varð uppi fótur og fit þegar það spurðist út í þorpinu að morgni 26. júní 1881 að risastórt seglskip væri að stranda við Hvalsnes, á milli Hestakletts og Þórshafnar í Ósunum gegnt Kotvogi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og töldu ljóst að það hefði verið lengi á reki því allur seglbúnaður þess og reiði var horfinn. Þetta reyndist vera timburflutningaskipið Jamestown, gríðarstórt bandarískt seglskip (líklega um 4.000 tonn á núverandi mælikvarða), sem rekið hafði mannlaust um hafið í 4 mánuði áður en það strandaði.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Ankeri Jamestown; minnismerki.

Skipið brotnaði í spón á fáum dögum en það tókst að bjarga stórum hluta farmsins, um 100 þúsund plönkum, skv. sumum heimildum, af góðum borðviði sem nýttist til húsbygginga á Suðurnesjum og víðar. Ankerið var híft á land fyrir tilstilli Jóns Borgarssonar og fleiri íbúa Hafna árið 1989. Annað samsvarandi ankeri stendur á þurru landi í Sandgerði og tvö minni ankeri og keðja í Vestmannaeyjum.

Á skilti við ankerið stendur: „Ankerið er úr seglskipinu Jamestown sem rak mannlaust upp í fjöru við Hvalvíkk fyrir utan Hafnir 26. júní árið 1881. Talið er að skipið hafi verið á reki í fjóra mánuði mannlaust á Norður-Atlantshafi. Snemma árs 1881 kom eimskipið Ethiopia að Jamestown á reki illa leikið og bjargaði 27 manna uppgefinni áhöfn þess. Jamestown var 1889 tonn, 207 feta langt, 40,7 fet á breidd, 28,7 fet á dýpt og með þrjú þilför, smíðað 1879 í Richmond USA.
Jón Borgarson í Höfnum og vinir björguðu ankerinu á land 19.08.1989. Jamestown var eitt stærsta seglskip sem sigldi um heimshöfin á þessum tíma.
Að Jóni Borgarssyni látnum á Reykjanesbær ankerið“.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Jamestown; minnismerki.

Ankerið, minnismerkið um Jamestown, er norðan við Kirkjuvogskirkju, utan garðs.

Keflavíkurmerkið

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Keflavíkurmerkið; minnismerki.

Bæjarstjórn Keflavíkur ákvað 12. maí 1966 að taka upp byggðarmerki fyrir Keflavíkurkaupstað.

Helgi S. Jónsson teiknaði merkið og hugsaði táknmál merkisins á þessa leið: “Blái liturinn er tákn himins og hafs. Súlurnar þrjár eru keflin sem Keflavík heitir eftir og þær eru líka þær þrjár meginstoðir sem bera Keflavík uppi; land, loft og sjór. Bárurnar eru tákn úthafsöldunnar sem berst að landi. Fuglinn er tákn hinna hvítu máva en einnig flugsins og ferðarinnar inn í framtíðina.” Fljótlega gerði Helgi S. tillögu að standmynd merkisins og árið 1976 vann Erlingur Jónsson standmyndina sem stóð fyrir framan bæjarskrifstofur Keflavíkur frá 1976 til 1991. Þá stóð það við Ráðhús Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 til ársins 2002 þar til það var flutt á Ósnef og afhjúpað á nýjum stað á Ljósanótt.

Minnismerkið er við Ósnef (á Strandleiðinni), skammt vestan Duushúsa.

Laxnessfjöðrin

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Laxnesfjöðrin; minnismerki.

Áhugahópur um listasafn Erlings Jónssonar undir forystu Birgis Guðnasonar, gaf Bókasafninu verkið á árið 2002.

LAXNESS-FJÖÐRIN, listaverk Erlings Jónssonar, var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Keflavík á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Listaverkið er gjöf til Bókasafns Reykjanesbæjar frá stuðningshópi að listasafni Erlings Jónssonar. Viðstaddir afhjúpunina var m.a. Auður Laxnes.

Í ávarpi sínu við afhjúpunina líkti Erlingur Nóbelsskáldinu við örn og sagði: „Þannig var Halldór Laxness eins og haförn sem hafði íslenska þjóð undir áhrifavaldi sínu í sínum bókmenntum og dró ævinlega arnsúg á fluginu.”

Þegar ætlunin var að skoða minnismerkið stóðu yfir miklar framkvæmdir umleikis Skólaveg 1. Það hafði því verið fjarlægt um stundarsakir.

Minnismerkið hefur verið, og mun væntanlega verða, á lóð gamla barnaskólans við Skólaveg 1.

Merki Njarðvíkurkaupstaðar

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Merki Njarðvíkur; minnismerki.

Verk Áka Gränz.

Afhjúpað 1992 á 50 ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar til að minnast endurreisnar Njarðvíkurhrepps og fyrstu hreppsnefndarinnar. Merkið sýnir stílfærðar línur sem höfða til víkinga og sjávarguðsins Njarðar. Í merkinu er höfuð sem vísar til fortíðar með tvo ölduborða sem kórónu, tákn tvískiptrar byggðar, Ytri- og innri Njarðvíkur. Yfir segli er þotumynd sem minnir á nútímann og lögun Reykjaness. Skrifstofur Njarðvíkur voru staðsettar á þessum stað fyrir sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994.

Minnismerkið er á augljósum stað á Fitjum.

Minningarsteinn um Sveinbjörn Egilsson

27. febrúar 1991 var minnisvarði um Sveinbjörn Egilsson afhjúpaður austan við Innri-Njarðvíkurkirkju.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Sveinbjörn Egilsson; minnismerki.

Þá voru liðin 200 ár frá fæðingu þessa merkismanns sem var fyrsti rektor við Lærða skólann í Reykjavík en hafði áður verið kennari um árabil við Bessastaðaskóla. Sveinbjörn var mikill fræðimaður og þýddi mörg af helstu bókmenntaverkum heims yfir á íslensku, s.s. Hómerskviður og Biblíuþýðingar hans þóttu frábærar. Hann orti líka talsvert og frægastur er eflaust sálmurinn Heims um ból. Sveinbjörn var fæddur á stórbýlinu Innri-Njarðvík árið 1791 og lést 1852. Minnisvarðinn er eftir Áka Gränz og var reistur að tilhlutan bæjarstjórnar Njarðvíkur.

Minnismerkið austan við Innri-Njarðvíkurkirkju, utan garðs.

Minnismerki um Krossinn

Krossinn í Ytri-Njarðvík var samkomuhús allra Suðurnesjamanna um tveggja áratuga skeið.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Krossinn; minnismerki.

Hann var upphaflega byggður sem hersjúkrahús og mun nafn hans af því dregið. Magnús í Höskuldarkoti gekk frá kaupum á byggingunni 1942. Kvenfélagið og Ungmennafélagið í Njarðvík ráku síðan bygginguna uns Stapinn var tekinn í notkun [Stapinn var vígður 23. október 1965]. Ýmis félög höfðu afnot af henni, þ.á.m. skátahreyfingin og æskulýðsráð. Sigtryggur Árnason, yfirlögregluþjónn, annaðist niðurrif Krossins 1979. Hann mundi eftir 18 dansleikjum einn vetrarmánuðinn og ávallt húsfyllir, um 400 manns.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Krossinn; minnismerki.

Minnismerkið er grágrýtisbjarg. Á því er koparskjöldur. Á honum stendur: „Hér stóð Krossinn, samkomuhús Njarðvíkinga 1947-1965“.

Minnismerkið er fast við Krossmóa. Sunnan þess standa yfir nýbyggingaframkvæmdir.

Minnismerki sjómanna

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Minnismerki sjómanna; minnismerki.

Minnismerki sjómanna eftir Ásmund Sveinsson var afhjúpað á sjómannadaginn 4. júní 1978 í holtinu fyrir ofan Holtaskóla.

Sumarið 2000 var það flutt niður að sjónum, neðarlega við Hafnargötu. Í upphafi var það reist að frumkvæði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Ásmundur gerði verkið 1973 og hjá Listasafni Reykjavíkur er það skráð undir heitinu Sjómannaminnismerki. Í bókinni um Ásmund (útg. 1999) eftir Matthías Johannessen segir á bls. 45: “Ásmundur klappaði lítilli gipsstyttu í safninu: Hérna er akkerið og þetta er björgunarhringurinn, sagði hann. Þeir vilja fá þetta til Keflavíkur. Það á að minna á sjómennina. Ég kalla það Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn, því ég var alltaf að raula það fyrir munni mér, meðan ég var að hugsa um styttuna.”

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Minnismerki sjómanna; minnismerki.

Minnismerkið er á móts við Hafnargötu 6.

Minnisvarði horfinna

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Minnisvarði horfinna; minnismerki.

Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju lét reisa minnisvarðann og var hann vígður á sjómannadaginn 5. júní 1994.

Minnisvarðinn er gerður úr þremur stuðlabergssúlum og á honum stendur: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“ Minnisvarðinn var unninn í Steinsmiðju S. Helgasonar hf.

Um er að ræða þrjá stuðlabergsstanda. Sá í miðið og þeirra hæstur inniheldur ofangreind minningarorð. Til beggja hliða er lægri standar. Á hvorum þeirra eru sex skildir með nöfnum horfinna sjómanna.

Minnisvarðinn er vestast í Keflavíkurkirkjugarði.

Minnisvarði um drukknaða skipsáhöfn

Aðstandendur reistu steininn til minningar um 4 unga skipverja sem fórust í lendingu við Stokkavör 6. apríl 1930

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Minnisvarði um drukknaða skipsáhöfn; minnismerki.

Í tímaritinu Ægi 1930, 23. Árg, 4. tbl bls. 91 birtist eftirfarandi grein um atburðinn: Slys í Keflavík. 4 menn drukkna. Vélbáturinn Baldur réri úr Keflavík á laugardaginn 4. þ. m. og kom aftur daginn eftir. Þegar búið var að koma aflanum í land, fóru skipverjar með bátinn út á höfn til þess að leggja honum þar. Síðan fóru þeir allir 5 í land á stóru fjögra manna fari. En þá bar út af réttri leið, og lentu á flúð fyrir vestan bryggjuna og hvolfdi bátnum og brotnaði nokkuð. Drukknuðu 4 skipverjar en sá fimmti bjargaðist. Hékk hann á bátnum, en var þó búinn að sleppa honum, enda meðvitundarlaus, þegar hann náðist; það var vaðið út eftir honum.

Bátur var strax settur fram, en það kom að engu haldi. Þetta skeði um kl. 7 og var ekki orðið dimt. Þeir sem drukknuðu hétu: Guðjón Sigurðsson úr Keflavík, ógiftur, 23—24 ára.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Minnisvarði um drukknaða skipsáhöfn; minnismerki.

Stefán Jóhannesson úr Keflavík, milli þrítugs og fertugs (giftur Þórdísi Torfadóttur, þau eiga 2 eða 3 börn). Júlíus Hannesson, 18 eða 19 ára, á foreldra í Reykjavik, og Skafti Guðmundsson af Seyðisfirði, ógiftur, um þrítugt.

Þrír af þessum mönnum kunnu að synda. — Öll líkin hafa fundist. Fanst eitt um nóttina kl. 4, en tvö kl. 10 morguninn eftir. Sá skipverja, sem bjargaðist, var Arinbjörn Þorvarðarson formaður bátsins, maður á fertugsaldri (sonur Þorv. Þorvarðarsonar í Keflavík). Vélbáturinn Baldur er eitthvað innan við 12 smál. Þeir eiga hann Arinbjörn form., Valdimar Kristmundsson, Keflavík, og Ólafur Ásbjörnsson kaupmaður í Reykjavík.

Minnisvarðin er skammt frá suðurgafli Duus Safnahúsa.

Til minningar um drukknaða

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Til minningar um drukknaða; minnismerki.

Í kirkjugarðinum í Innri-Njarðvík er fallegt minnismerki um drukknaða sjómenn. Um er að ræða áletrun á grágrýtisbjargi með ártalinu 1990. Austan við minnisvarðan eru nokkrir minni steinar í röð með áletruðum nöfnum sem minnst hefur verið.

Minnismerkið er norðan við Innri-Njarðvíkurkirkju.

Hólmfastur Guðmundsson

Suðvestan við Innri-Njarðvíkurkirkju, utan garðs er stuðlabergsstöpull með koparskildi. Á honum stendur: „Minning – Hólmfastur Guðmundsson Hólmfastskoti, fæddur 1647 – dæmdur 1698.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Hólmfastur; minnismerki.

Hólmfastur var dæmdur á Einokunartímabilinu fyrir það að selja í keflavík þrjár löngur, tíu ýsur og tvö sundmagabönd, sem Hafnarfjarðarkaupmaður, Knútur Storm, hafði ekki viljað veita viðtöku.
Hann var dæmdur í átta marka sekt, en hlíft við þrælkun fyrir bænastað dómsmanna.
Þegar í ljós kom að hann átti ekkert upp í sektina, nema gamalt og ónýtt bátskriflim var refsingunni breytt í sextán vandarhögg.
Var Hólmfastur færðru í tóft eina og hendur hans bundnar við tré, er lagt hafði verið um þvera tóftina, og hann síðan hýddur í viðurvist Knúts kaupmanns og Mullers amtmanns.
Þjóðinni ofbauð þessi málsmeðferð, en í kjölfarið var einokunni aflétt.“

Á stöplinum er merki Lionshreyfingarinnar.

Minnismerki um Helga S.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Helgi S.; minnismerki.

Merkið var reist af Keflavíkurbæ og nokkrum félagasamtökum og afhjúpað 21. ágúst 1985.

Lágmynd af Helga S, eins af stofnendum félagsins og foringja þess í yfir 30 ár, framan á vörðunni er eftir Erling Jónsson en hönnun vörðunnar og umhverfisins var í höndum garðyrkjumannanna Guðleifs Sigurjónssonar og Einars Þorgeirssonar. Grunnflötur verksins er helluhraun af Reykjanesi. Í það er lögð áttavitarós en innan rósarinnar rís lágur hraunhóll sem varðan stendur á. Merkið á að undirstrika einkunnarorð skátafélagsins Heiðabúa; “Heiðabúar, vísið veginn, vörðum hlaðið eyðisand.”

Minnismerkið er við Skátahús Skátafélagsins Heiðabúa, Hringbraut 101.

Jón Þorkelsson

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Jón Þorkelsson; minnismerki.

Eitt af stærstu verkum Ríkarðs Jónssonar, afhjúpað í maí árið 1965.

Sýnir skólamanninn Jón Þorkelsson sitjandi með tvö börn. Jón Thorkillius fæddist í Innri-Njarðvík 1697 og dó í Kaupmannahöfn 1759. Hann var mikill lærdómsmaður og barðist fyrir endurbótum í fræðslumálum á Íslandi. Hann arfleiddi fátæk skólabörn í átthögum sínum, Kjalarnesþingi, að öllum eigum sínum. Stofnaður var sjóður, Thorkellisjóður og m.a. var fyrsti barnaskóli landsins starfræktur fyrir fé úr þessum sjóði.

Minnismerkið er suðvestan við Innri-Njarðvíkurkirkju, utan garðs.

Skjaldarbruninn

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Skjaldarbruninn; minnismerki.

Aðstandendur fórnarlamba brunans 30. desember 1935 létu reisa steininn (í bæklingi er missagt 30. apríl) Afhjúpaður 24. nóvember 1991

Í sögu Keflavíkur 1920 – 1949 segir svo frá að um árlega jólatrésskemmtun ungmennafélagsins hafi verið að ræða í samkomuhúsi þess. Hátt jólatré stóð á miðju gólfi og loguðu vaxkerti á greinum þess. Á skemmtuninni voru um 200 manns, mestan part börn. Skyndilega varð eldur laus við jólatréð sem varð alelda á augabragði og húsið stóð í björtu báli á skammri stundu. Eldsvoðinn kostaði 10 mannslíf, þrátt fyrir hetjulega framgöngu ýmissa björgunarmanna. Sex fórust í brunanum sjálfum, fjögur börn og tvær konur. Þrír dóu af sáum daginn eftir og sá fjórði nokkrum vikum síðar. Þá lá fjöldi fólks á sjúkrastofum vegna brunasára og annarra meiðsla. Eftir harmleikinn mátti kalla að Keflavíkurkauptún væri lamað um hríð og áfallið snerti raunar við landsmönnum öllum. Árið 2010 gaf Dagný Gísladóttir út bókina Bruninn í Skildi árið 2010 þar sem m.a. má finna viðtöl við fólk sem upplifði þennan hörmungaratburð.

Minnismerkið er á auðu svæði austan Kirkjuvegar, skammt suðaustan Keflavikurkirkju.

Minnisvarði um Þjóðhátið 1874

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Þjóðhátiðin 1874; minnismerki.

Árið 1874 var þjóðhátíð haldin á Þingvöllum til að fagna 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar.

Þjóðhátíðarinnar var minnst á Suðurnesjum eins og víðast annars staðar á landinu. Í tilefni þessa var reistur minnisvarði við kirkjuna í Innri-Njarðvík árið 1974, en á þeim stað héldu fjórir innstu hreppar Gullbringusýslu þjóðhátíð sína dagana 15.-16. ágúst 1874. Áki Gränz og Ingvar Jóhannsson sáu um framkvæmdina að tilhlutan Byggðasafnsnefndar og hreppsnefndar Njarðvíkur.

Minnismerkið er að baki kirkjunnar í Innri-Njarðvík, utan garðs.

Paradís

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Paradís; minnismerki.

Minningarreitur um látna Lionsfélaga.

Á grágrýtisbjargi er skjöldur. Þar kemur fram að árið 1984 hafi Loinsfélagar í Njarðvík að gróðursetja tré í Paradís. Um er að ræða skjólsælan stað undir hjöllunum.

Steinninn er vestan Njarðabrautar, skammt norðan enda Fitjaáss.

Nónvarða

Norðan og austan innst við götuna Nónvörðu.

Rótarýklúbbur Keflavíkur endurreisti vörðu þessa á holtinu ofan við götuna Nónvörðu árið 1973.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Nónvarða; minnismerki.

Holtið gekk ætíð undir nafninu Nónvarða og mundu menn vörðu er áður hafði staðið þarna. Varða sú var eyktamark frá Keflavíkurbæ og sýndi eyktamarkið nón, þ.e. um kl. 15:00. Eyktamark er fastur punktur í landslagi sem var til forna notaður sem viðmið við sólargang til að vita hvað tímanum líður. Til dæmis átti það við um fjallatoppa, hóla eða hæðir eða jafnvel hlaðnar vörður, sem sólina bar í séð frá ákveðnum bæ, á tilteknum tíma. Algengt var að slíkir staðir hétu eftir eyktamörkunum, svo sem eins og Nónvarða, Hádegishnúkur eða eitthvað slíkt.

Ólafur Thors

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Ólafur Thors; minnismerki.

Fokkan, túnbali milli Hringbrautar og Brekkubrautar.

Fyrsta höggmyndin sem sett var upp í Keflavík.

Fyrsta höggmyndin sem sett var upp í Keflavík var af Ólafi Thors fyrrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins og var hún afhjúpuð af ekkju hans Ingibjörgu Thors 12. október 1976. Áki Gränz hannaði listaverkið og undirstöðu þess að frumkvæði Sjálfstæðismanna á Suðurnesjum.

Á fótstalli styttunnar er skjöldur: „Ólafur Thors, 19.01.1892-31.12.1964. Forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjaneskjördæmis 1926-1964“.

Undir kopaplötunni á framhliðinni er skjöldur. Á honum stendur: „Eftirfarandi aðilar stóðu að fegrun svæðis og lýsingu á styttu Ólafs Thors í október 2001; Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ, Sparisjórðurinn í Keflavík, Hitaveita Suðurnesja, ÍAV hf, Saltver, nesprýði, Áki Gränz og niðjar Ólafs Thors“.

Sólúrið

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Sólarúrið; minnismerki.

Framan við Myllubakkaskóla við Sólvallagötu.

Sólúrið á lóð Myllubakkaskóla var afhjúpað 29. maí 2004.

Það var gjöf nemenda Barnaskóla Keflavíkur sem fæddir eru árið 1950, í tilefni af fjörutíu ára fermingarafmæli hópsins. Sólúrið er minnisvarði og tákn um sameiginlegt ferðalag nemendanna í gegnum skólann og tileinkað minningu Vilhjálms Ketilssonar, fyrrverandi skólastjóra Myllubakkaskóla, sem lést árið 2003 og annarra úr fermingarhópnum sem fallnir eru frá.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Sólarúrið; minnismerki.

Innan í sólúrinu er steyptur „hornsteinn” og í honum er geymdur undirskriftarlisti með nöfnum og hinstu kveðju allra nemenda, kennara og starfsfólks Myllubakkaskóla til Vilhjálms. Sólúrið er á skemmtilegan hátt táknrænt fyrir sköpunarkraft mannsandans og er hugsað sem hvatning nemendum til dáða í náttúruvísindum jafnframt því að vera til gleði og yndisauka. Þegar sólúr mælir hreyfingar sólar frá austri til vesturs vísar það á stundir dagsins með því að varpa skugga af priki á skífuna. Talið er að Babýloníumenn hafi fundið upp sólúrið a.m.k. 2000 árum fyrir Krist. Sólúr eiga sér um 4000 ára sögu en þetta sólúr er hannað og framleitt af hátækni nútímans. Sólúrið er þannig útbúið að sá sem ætlar að nota það til að sjá hvað tímanum líður verður að stíga á mánuðinn og sjá skugga sinn falla á klukkuna.

Vinabæjarsamskipti Norðurlandanna

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Vinabæjarsamskipti; minnismerki.

Skrúðgarðurinn í Njarðvík, skammt vestan Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Settur upp 18. júní 1998.

Settur upp til að minna á vinabæjarsamskipti Norðurlandanna.

Stjáni blái

Verk Erlings Jónssonar keypt og sett upp í tilefni 40 ára afmælis Keflavíkurkaupstaðar árið 1989.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Stjáni blái; minnismerki.

Það var frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands sem afhjúpaði verkið 1. apríl þetta sama ár. Kvæði Arnar Arnarsonar um Stjána bláa varð höfundi listaverksins tilefni til hugleiðinga, sbr. „austur af sól og suður af mána, sýður á keipum himinlind.”

Á koparskildi áföstum minnismerkinu má lesa: „Stjáni blái. Myndskreyting við kvæði Arnar Arnarssonar þar sem fjallað er um siglingu Stjána blá frá Hafnarfirði heim tl Keflavíkur og er um leið tákn íslenskra sjómanna.
Reist 1. sunnudag í júni 1988, en þá voru 50 ár liðin frá því að sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur hér á landi.
Að verkinu stóðu; Keflavíkurbær, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Útvegsmannafélag Suðurnesja. Höfundur; Erlingur Jónsson“.

Minnismerkið er á móts við Hafnargötu 84.

Stjörnuspor

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Stjörnuspor; minnismerki.

Stjörnuspor Reykjanesbæjar.

Hugmynd frá árinu 2003 sem Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður Víkurfrétta, fékk að láni frá Los Angeles.

Hún var löguð að aðstæðum í Reykjanesbæ í samvinnu við Steinþór Jónsson þáverandi formann undirbúningsnefndar Ljósanætur. Hugmyndin var sú að allir sem skarað hafa fram úr og markað spor í bænum með einum eða öðrum hætti komi til greina og útfærslan á sporunum geti orðið mismunandi eftir tilefnum. Megin hugmyndin er þó sú að málmskildir tileinkaðir viðkomandi aðilum eru settir í gangstéttina víða við aðalgötu bæjarins, Hafnargötuna.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Stjörnuspor; minnismerki.

Stjörnusporin eru nú orðin fimm að tölu og má finna víða, beggja vegna, á gangstéttum miðbæjarins, þá helst er nær dregur til norðurs.

Súlan

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Súlan; minnismerki.

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar.

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar eru veitt árlega einstaklingum eða fyrirtækjum sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Verðlaunagripurinn er eftir Elísabetu Ásberg og ber heitið Súlan.

Menningarráð Reykjanesbæjar lagði til á fundi sínum í apríl 2018 að gerð yrði eftirmynd af Súlunni og listaverkið sett upp í nágrenni Duus Safnahúsa. Tilefnið var afmæli þriggja menningarstofnana bæjarins á árinu. Bókasafn Reykjanesbæjar varð 60 ára, Byggðasafn Reykjanesbæjar 40 ára og Listasafn Reykjanesbæjar 15 ára. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna.

Minnismerkið er skammt suðvestan við Duushús.

Togvíraklippur

Togvíraklippur, fallbyssa úr varðskipi og skel af tundurdufli

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Togvíraklippur; minnismerki.

Á túninu eru hlutir frá Landhelgisgæslu Íslands, togvíraklippur, fallbyssa úr varðskipi, líklega Þór og skel af tundurdufli. Þegar í upphafi 15. aldar leituðu breskir fiskimenn á Íslandsmið og aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Margvíslegar deilur spruttu af þessum fiskveiðum og einnig verslun við landsmenn. Danska stjórnin reyndi að stjórna þessari umferð með misjöfnum árangri.

Árið 1952 var landhelgin færð í 4 sjómílur og jafnframt út fyrir grunnlínur til að loka fjörðum og flóum. Landhelgin var síðan færð út í nokkrum áföngum. Árið 1958 í 12 sjómílur, 1972 í 50 sjómílur og loks 1975 í 200 sjómílur eins og hún er í dag. Allar þessar aðgerðir ollu miklum deilum við nágrannaþjóðir, einkum Breta.

Ýmsum brögðum var beitt. Bretar settu hafnbann á fiskútflutning Íslendinga til Bretlands og sendu herskip á miðin til varnar fiskiskipum sínum. Íslensku varðskipin reyndu að stöðva og trufla veiðarnar. Þann 5. september 1972 var leynivopni, hönnuðu af Íslendingum, fyrst beitt en það voru togvíraklippur.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – togvíraklippur; minnismerki.

Klippt var á togvíra um 100 breskra togara áður en yfir lauk. Bresku herskipin reyndu að trufla varðskipin með því að sigla á þau og einu sinni lá við að varðskipinu Tý yrði hvolft. Þann 11. september 1975, kærðu Íslendingar Breta til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og slitu stjórnmálasambandi við þá í nokkra mánuði árið 1976. Þessum deilum lauk með samningum. Þann 1. desember 1976 hurfu bresk fiskveiðiskip úr íslenskri lögsögu og allir útlendingar utan Færeyingar voru farnir ári seinna.

Klippurnar eru á Keflavíkurtúni vestan og gegnt Duus Safnahúsum.

Guðmundur Kr. Guðmundsson (1897-1946)

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki; Guðmundur Kr. Guðmundsson.

Til minningar um Guðmund Kr. Guðmundsson, skipstjóra, f. 14. janúar 1897 og þá sem með honum fórust 9. febrúar 1946.
Pál Sigurðsson, f. 29. okt. 1915,
Ólaf Guðmundsson, f. 12. nóv. 1925,
Kristinn Ragnarsson, f. 23. okt. 1924,
Marías Þorsteinsson, f. 25. mars 1906.
Blessuð sé minning þeirra.

Í umfjöllun um slysið má lesa: „Geir frá Keflavík ferst – Síðastliðinn föstudag fóru Keflavíkurbátar almennt á sjó, og var veðurspá góð, en þó sneru þrír bátar aftur. Í birtingu fór að hvessa og um hádegi á laugardag var komið fárvirðri.
Um kl. 4 á laugardag fóru fyrstu bátarnir að koma að landi og um miðnætti voru allir Keflavíkurbátar komnir að nema v.b. Geir.
Strax morguninn eftir var hafin leit úr flugvél en hún reyndist árangurslaus.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki; Guðmundur Kr. Guðmundsson.

Fyrri hluta sunnudags bárust fregnir af Miðnesi að farið væri að reka brak, sem reyndist vera úr v.b. Geir.
Fimm menn voru á bátnum, Eigandi hans og skipstjóri var Guðmundur Kr. Guðmundsson, 49 ára, alþekktur afla- og dugnaðarmaður, hann lætur eftir sig konu og tvo uppkomna syni og unga fósturdóttur. Vélstjóri var Páll Sigurðsson, 30 ára, kvæntur og átti tvö börn. Aðrir skipverjar voru Kristinn Ragnarsson 21 árs, kvæntur en barnlaus, Ólafur Guðmundsson 20 ára, ókvæntur og Marías Þorsteinsson frá Ísafirði, 39 ára og ókvæntur.

V.b. Geir var 22 smálestir að stærð, smíðaður í Reykjavík 1938 og var mjög traustur bátur.

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum í Keflavík.

Bolafótur
Hallgrímur Pétursson (1614-1674)

Upp, upp mín sál og allt mitt geð
upp mitt hjarta og rómur með.
Hugur og tunga hjálpi til
herrans pínu ég minnast vil.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki; Bolafótur.

Svo hljóðar upphaf Passíusálma Hallgríms Péturssonar, eins mesta sálmaskálds allra tíma á Íslandi. Ævi skáldsins var viðburðarrík, hann ólst upp á biskupssetrinu á Hólum en rúmlega tvítugur var hann við nám í Kaupmannahöfn þegar hópur Íslendinga kom þangað frá Alsírborg. Hann var hluti hóps sem sjóræningjar höfðu rænt í Tyrkjaráninu um áratug fyrr og selt í ánauð til Norður-Afríku.

Í hópnum var Guðríður Símonardóttir og tókust með þeim heitar ástir. Vorið 1637 birtust þau í Keflavík og var hún þá langt gengin með fyrsta barn þeirra, Eyjólf. Framundan var ótrúlega erfiður tími fyrir þetta langt að komna par. Hér á þessu túni hefur kotbýlið Bolafótur verið, þar sem þau hjón bjuggu um einhvern tíma á fyrstu búskaparárum sínum.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki; Bolafótur – tóftir.

Á Suðurnesjum bjuggu þau líklega í um 14 ár. Hallgrímur vann við það sem til féll, m.a. fyrir kaupmenn í Keflavík og við sjósókn. Þrátt fyrir mikla erfiðleika kom náungakærleikurinn þeim til hjálpar. Grímur Bergsson í Njarðvík, lagði á sig að aðstoða þau með því að borga sektargjöld vegna þess að barnið þeirra fæddist utan hjónabands.

Hallgrímur gerðist prestur á Hvalsnesi. Hagurinn vænkaðist en þó var harmurinn ekki langt undan. Prestsembættið á Hvalsnesi var þó upphafið á farsælum ferli Hallgríms í prestastétt en lengst þjónaði hann í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Þar samdi hann Passíusálmana. Um miðjan aldur veiktist Hallgrímur af holdsveiki eða líkþrá og dó árið 1674.

Minnisvarðinn stendur norðan Sjávargötu í Njarðvík þar sem álitið að býlið Bolafótur hafi staðið.

Hafsteinn Guðmundsson (1923-2012)

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki; Hafsteinn Guðmundsson.

Hafsteinn var hvalreki fyrir æskulýðs- og íþróttastarf í Keflavík. Hann var aðalhvatamaður þess að Íþróttabandalag Keflavíkur var stofnað árið 1956 og gegndi formennsku þess frá upphafi til 1975. Hann var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins á árunum 1958-1960. Í formannstíð Hafsteins var ÍBK fjórum sinnum Íslandsmeistari á mesta blómaskeiði knattspyrnunnar í Keflavík, fyrst 1964 og síðan 1969, 1971 og 1973 og ÍBK var einnig bikarmeistari 1975.
Hafsteinn er með réttu nefndur faðir knattspyrnunnar í Keflavík. Hann var formaður Ungmennafélags Keflavíkur 1978-1981, sat í stjórn KSÍ og var landsliðseinvaldur 1969-1973.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki; Hafsteinn Guðmundsson.

Hafsteinn var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, heiðurskrossi ÍSÍ, heiðurskrossi KSÍ, gullmerki ÍBK, heiðursgullmerki Keflavíkur, gullmerki Knattspyrnudeildar Keflavíkur og hann var heiðursfélagi UMFK.

Þetta minnismerki var reist með stuðningi Íslandsmeistara Keflavíkur 1964, 1969, 1971 og 1973 og bikarmeistara 1975.

Nöfn 36 leikmanna eru á skildinum.

Einnig styrktu þessir aðilar verkið,
Reykjanesbær, Kaupfélag Suðurnesja, KSÍ, Samfylkingin, K. Steinarsson, Steinar Sigtryggsson, Knattspyrnudeild Keflavíkur.

Minnisvarðinn stendur á knattspyrnuvellinum í Keflavík.

Jón H. Jörundsson

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki; Jón H. Jörundsson.

Stuðlabergsslysið er sjóslys sem varð að kvöldi 17. febrúar eða aðfaranótt 18. febrúar 1962. Síldarbátur frá Seyðisfirði Stuðlaberg NS 102 með 11 manna áhöfn fórst þá út af Stafnesi að talið er og rak brak úr bátnum á fjörur milli Garðskaga og Sandgerðis. Meðal þess sem rak á land var bjarghringur með nafni bátsins sem fannst hjá Þóroddstöðum. Stuðlaberg var á síldveiðum fyrir Suðurlandi. Síðast heyrðist í bátnum þar sem hann var staddur út af Selvogi á leið til Keflavíkur til löndunar og voru mörg skip á þeirri siglingaleið. Stuðlaberg kom hins vegar aldrei til Keflavíkur og var talið þar að báturinn hefði haldið til Hafnarfjarðar þar sem hann hafði áður landað. Vegna þessa varð bátsins ekki saknað fyrr en 21. febrúar er Slysavarnafélagi Íslands var gert viðvart. Eins og áður segir rak talsvert brak úr bátnum á fjörur milli Hafna og Garðskaga og fannst lík eins skipverja rekið undan bænum Fuglavík. Stuðlaberg NS 102 var 152 lesta stálbátur sem gerður var út frá Suðurnesjum.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki; Ólafur B. Ólafsson.

Til minningar um
Jón H. Jörundsson, f. 21. mars 1929,
Pétur Þorfinnsson f. 20. mars 1931,
Kristján Jörundsson, f. 9. nóv. 1927,
Karl G. Jónsson, f. 7. ágúst 1933,
Birgi Guðmundsson, f. 19. maí 1922,
Guðmund Ólason, f. 5. ágúst 1923,
Gunnar L. Hávarðarson, f. 5. júlí 1944,
Ingimund Sigmarsson, f. 23. maí 1930,
Kristmund Benjamínsson, f. 16. sept. 1929,
Stefán Elíasson, f. 8. júní 1922,
Örn S. Ólafsson f. 12. febr. 1940
Fórust með mb. Stuðlabergi, 17. febr. 1962.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – minnismerki; Ólafur B. Ólafsson.

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum í Keflavík.

Ólafur B. Ólafsson (1945-1999)
Til minningar um Ólaf B. Ólafsson f. 10.7.1945 – d. 19.12.1999

Gefið af eiginkonu hans str. Hildi Guðmundsdóttur.

Minnisvarðinn stendur við Oddfellowhúsið í Keflavík.

Hafa ber í huga að eflaust eiga einhverjir minnisvarðar er leynast kunna í Reykjanesbæ að bætast við framangreinda upptalningu er fram líða stundir.

Reykjanesbær

Reykjanesbær – Stapakot og Víkingaheimar.

 

Mosfellsbær

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin í Mosfellsbæ:

Gosminning

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um gosið í Vestmannaeyjum 1973.

Varði þessi er reistur sem þakklætisvottur fyrir mikla hjálp finnsku þjóðarinnar við uppbyggingu Vestmannaeyja eftir gosið á Heimaey 1973.
Uhro Kekkonen forseti Finnlands afhjúpaði hann í ágúst 1977.

Minnisvarðinn stendur innst í botnlanga í götunni Arnartanga í Mosfellsbæ.

UMF Afturelding
Ungmennafélagið Afturelding

Á þessum stað var Ungmennafélagið Afturelding stofnað 11. apríl 1909.

Stofnfundurinn fór fram í húsi Lestrarfélags Lágafellssóknar að lokinni páskamessu í Lágafellskirkju.

Mosfellsbær lét gera 11. apríl 2009.

Mosfellsbær

Mosfellsbær, Minnisvarði um stofnun Aftureldingar.

Minnisvarðinn stendur við Lágafellskirkju.

Í „Mosfellingi“ 2009 segir: „Mosfellsbær lét reisa minnisvarða á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerki afhjúpað að Lágafelli„.

„Ungmennafélagið Afturelding varð 100 ára laugardaginn 11. apríl.
í tilefni aldarafmælisinslét Mosfellsbær útbúa og setja upp minnismerki við Lágafellskirkju, á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerkið var afhjúpað að loknum sérstökum stjórnarfundi félagsins sem haldinn var á afmælisdaginn.

Blómlegt og öflugt íþróttastarf
„Saga Aftureldingar og Mosfellsbæjar er nánast samtvinnuð, svo ríkan sess hefur félagið skipað í sögu og menningu Mosfellssveitar og síðar Mosfellsbæjar. Mosfellsbær hefur löngum státað af blómlegu og öflugu íþróttastarfi og er það einna helst að þakka því kjarnmikla fólki sem starfað hefur á vegum Aftureldingar í heila öld.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnisvarði um stofnun Aftureldingar.

Það er margsannað að íþróttir hafa verulegt forvarnargildi á mörgum sviðum og því eru Mosfellingar þakklátir því óeigingjarna starfi sem Afturelding hefur unnið í þágu mosfellskra barna og ungmenna í hundrað ár,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Þjónustubygging rís að Varmá f tilefni afmælisins lýsti Mosfellsbær því yfir að ákveðið hefur verið að byggja 1100 fermetra þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og hefur Mosfellsbær í samráði við fulltrúa Aftureldingar gert ráð fyrir veglegri skrifstofu og félagsaðstöðu fyrir félagið í þeirri byggingu. Hafist verður handa við byggingu hússins um leið og tekist hefur að fjármagna verkefnið með viðunandi hætti.“

Ungmennafélag Íslands

Mosfellsbær

Mosfellsbær, minnisvarði UMFÍ.

UMFÍ
Mosfellingar
Hamingjuóskir með glæsilegan íþróttaleikvang.
Þökkum góðan undirbúning og mikla aðstoð við framkvæmd
20. landsmóts UMFÍ
11.-15. júlí 1990.

Minnisvarðin er í garði norðan Hlégarðs.

Ungmennafélag Íslands

Árni Yngvi Einarsson (1907-1979)
Framkvæmdastjóri Vinnuheimilisins á Reykjalundi 1948-1977.

Óðinshrafn eftir Ásmund Sveinsson.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnisvarði um Árna Yngva Einarsson.

Minnisvarðinn stendur við Reykjalund.

Magnús Grímsson (1825-1860)

Nihil tetigit quod non ornavit; áletrun á minnisvarða Magnúsar Grímssonar.

Minnisvarðinn stendur á Mosfelli, í hlíðinni ofan við kirkjuna.

„Rétt áður en heimsfaraldurinn skall á var minnst 200 ára afmælis Jóns Árnasonar (1819−1888) með málþingi og fleiri uppákomum um hann og þjóðsagnasafn hans. Þjóðsagnasafnið mikla sem við Jón er kennt hefði þó varla orðið að veruleika ef hann hefði ekki notið liðsinnis Magnúsar Grímssonar (1825−1860). Jón var heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni meðan hann stundaði sjálfur tungumálanám, stundakennslu og yfirlestur handrita og prófarka með Sveinbirni. Magnús var nokkrum árum yngri en Jón og kom oft á heimili Sveinbjarnar.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um Magnús Grímsson.

Samstarf þeirra Jóns um söfnun þjóðlegra fræða hófst í kjölfar þess. Magnús hafði alist upp í fátækt í Borgarfirði, elstur í hópi sextán systkina. Hann þótti líklegt „mannsefni til bóknáms“, fór í Bessastaðaskóla 17 ára gamall og lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 23 ára. Þá um haustið kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur sem fluttist til Ameríku og dó þar barnlaus. Sama haust og Magnús gifti sig innritaðist hann í Prestaskólann og lauk prófi þaðan eftir tvö ár. Næstu fimm árin átti hann heima í Reykjavík og fékkst við veitingasölu, blaðstjórn Nýrra tíðinda, og ritstörf áður en hann vígðist heldur tregur að Mosfelli í Mosfellssveit þar sem hann þjónaði til dauðadags, fimm árum síðar. Banamein hans var taugaveiki. Benedikt Gröndal lýsir Magnúsi svo í Dægradvöl að hann hafi verið lágur vexti, fínlegur og fríður sýnum, en annar fóturinn verið styttri en hinn svo hann gekk haltur.

Mosfellsbær

Mosfellsbær minnismerki Magnúsar Grímssonar.

Eftir Magnús liggja fjölmörg prentuð rit um ólík efni: leikritin Kvöldvaka í sveit (1848) og Bónorðsförin (1852) sem var fyrsta sýning Hugleiks, áhugaleikfélags í Reykjavík árið 1984; tvær skáldsögur frá 1851, Þórður og Ólöf og Böðvar og Ásta; þýðingar á leikritum, trúfræðiritum, ævintýrinu um Mjallhvíti úr safni Grimmsbræðra (1852) og miklu riti um eðlisfræði eftir J.G. Fischer (1852); frumsamdar ferðabækur og rannsóknarskýrslur; vinsæl söngkvæði sem komu út í smákveri 1855 og voru mikið sungin í Reykjavík næstu áratugi á eftir; rannsóknarritgerð um Egils sögu (1861) og margt fleira, prentað og óprentað. Á námsárum sínum vann Magnús við leiðsögn á sumrin og fór í sjálfstæða rannsóknarleiðangra með styrk frá Danakonungi. Hann ferðaðist allt í kringum landið og yfir hálendið á árunum 1846−1848, kynntist landinu betur en flestir samtímamenn hans og ritaði víða af skarpskyggni um jarðfræði þess.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – áletrun á minnismerki Magnúsar Grímssonar.

Þá fann hann upp ýmsar vélar, s.s. sláttuvél, vatnsvél og róðrarvél, og var sannfærður um að þeir tímar kæmu að eldur og gufa yrðu óþörf til að knýja skip um heimshöfin, heldur myndi mega „til þess hafa hvort heldur vill vatn eða loft.“ (Þjóðólfur XI, 1859) Hann skorti þó alla tíð fé til að koma uppfinningum sínum í framleiðslu. Þorvaldur Thoroddsen taldi Magnús hafa verið framar flestum íslenskum jafnöldrum sínum í náttúrufræði en nú undir lok nýjasta heimsfaraldursins minnumst við hans einkum fyrir það frumkvæði sem hann átti að söfnun þjóðlegra fræða með Jóni Árnasyni, og metum þau miklu áhrif sem hann hafði á mótun þjóðsagnastílsins með þeim sögum sem hann lagði til Íslenzkra æfintýra (1852) og tveggja binda þjóðsagnaútgáfunnar frá Leipzig sem Jón gekk frá.

Um Magnús segir Jón í þeim formála sem hann ritaði fyrir útgáfunni (en var ekki prentaður í heild fyrr en 1939): „Svo var sumsé tilætlast, að við séra Magnús værum báðir útgefendur safns þessa. En þegar hann var búinn að skrifa upp rúmlega það, sem hann hafði safnað sjálfur, kvaddist hann héðan 18. janúar 1860, og má nærri geta, hvað það hefir bæði tafið og bagað safnið, að missa þess manns, sem svo margt var vel gefið, auk þess sem eg missti þar ástfólginn skólabróður og tryggan vin“.“

Oddur Ólafsson (1909-1990)

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Minnismerki Odds Ólafssonar.

Reist til minningar um Odd Ólafsson yfirlækni á Reykjalundi 1945-1970.

Listaverkið heitir Lífslöngun eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.

Verkið stendur við Reykjalund í Mosfellsbæ.

Fæddur á Kalmanstjörn í Höfnum 26. apríl 1909, dáinn 18. janúar 1990.

Í Alþingsmannatali stendur: „Stúdentspróf MR 1929. Læknisfræðipróf HÍ 1936. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Reykjavík 1936–1937 og í Bandaríkjunum 1942–1943. Viðurkenndur 1943 sérfræðingur í berklalækningum.

Aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum 1937–1942 og 1943–1945. Yfirlæknir vinnuheimilisins að Reykjalundi 1945–1972 og framkvæmdastjóri þess einn 1945–1948 og með öðrum til 1963. Læknir öryrkjavinnustöðvar Sambands íslenskra berklasjúklinga í Múlalundi í Reykjavík frá stofnun hennar 1959–1964.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Minnismerki um Odd Ólafsson.

Í stjórn Sambands íslenskra berklasjúklinga 1940–1984, í stjórnskipaðri nefnd til þess að undirbúa stofnun vinnuheimilis berklasjúklinga 1942. Í stjórn Berklavarnasambands Norðurlanda 1949, 1952–1960 og frá 1962. Í sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu 1953–1974. Formaður framkvæmdaráðs Rauða kross Íslands 1952–1955. Skipaður 1957 í úthlutunarnefnd bifreiða til fatlaðs fólks, formaður nefndarinnar 1963–1971. Kosinn 1959 í nefnd til að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks og í milliþinganefnd í öryrkjamálum. Í stjórn Alþjóðasambands brjóstholssjúklinga 1960–1965.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.

Í stjórn Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun þess 1961, formaður 1961–1965. Í stjórn Öryrkjasambands Norðurlanda 1962–1982. Var í stjórn Domus Medica 1962–1986. Formaður stjórnar hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun hans 1966. Skipaður 1970 formaður endurhæfingarráðs. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd tryggingakerfisins og aftur í nýja nefnd 1975. Skipaður 1971 í nefnd til að auðvelda umferð fatlaðra. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 og 1973. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1977. Stjórnarformaður Reykjalundar 1984–1988. Forseti Sambands íslenskra berklasjúklinga frá 1988 til æviloka.“

Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924)
Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli 22. október 1863.
Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – áletrun á minnismerki um Ólafíu Jóhannsdóttur.

Hvatti til stofnunar Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum.
Hugsjónakona og mannvinur.
Ólafía lést í Osló 1924 og reistu vinir hennar minnisvarða þar í borg með þessari áletrun:

Vinur hinna ógæfusömu

Brjóstmyndin er eftir Krist-Thor Pjétursson (1926) og minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.

Runólfur Jónsson (1927-1991)

Runólfur Jónsson
Vistmaður og starfsmaður 1951-1991.
SÍBS-deildin Reykjalundi.

Runólfur óx úr grasi í Böðvarsdal. Hann naut almennrar barnaskólafræðslu hjá föður sínum og gekk með vexti til almennra verka á bænum. Hann fór í Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal þegar hann hafði aldur til og lauk þar námi árið 1948.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Runólfs Jónssonar.

Enda þótt hann hefði ávallt verið vel hraustur og við bestu heilsu, eins og hann sagði síðar frá, veiktist hann illa snemma sumars 1948 og lá heima hjá sér mest allt sumarið með hita og verk undir síðu. Í ljós kom að þarna var um brjósthimnubólgu að ræða og reyndist hún berklakyns. Hann fór á Kristneshælið um haustið. Upphófst þar með 5 ára barátta Runólfs við berklaveikina. Það er til happs komandi kynslóðum að Runólfur skráði ágrip þeirrar baráttusögu sem birtist í ársriti SÍBS 1981 og ber heitið “Níu rif – og örlítið meir.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Sigurjóns Péturssonar.

Frásaga Runólfs af baráttunni við berkla er lífandi og sönn, án mærðar, og lýsir þeirri ógn sem fólk stóð áður fyrr af berklaveikinni og eftirköstum hennar.
Hugur Runólfs stóð til búskapar í Vopnafirði, en sökum berklanna var hann ekki til stórræða. Haustið 1951 fór hann að Reykjalundi þar sem hann hóf störf við trésmiðju sem þar var starfrækt. Hann útskrifaðist af Reykjalundi árið 1953. Sama ár keypti Reykjalundur plastverkstæði í Reykjavík sem flutt var að Reykjalundi og kom Runólfur þá aftur þangað. Starfaði hann eftir það við plaststeypuna og síðar sem verkstjóri á Reykjalundi. Starfsævi hans þar varð 37 ár.

Árið 1958 giftist Runólfur Steinunni Júlísdóttur. Hún átti son sem þá var 12 ára og gekk Runólfur honum í föðurstað. Dóttir hans, Erla bjó á Vopnafirði. Þau Runólfur og Steinunn byggðu sér hús, sem þau kölluðu Gerði, á skjólgóðum stað stutt frá Reykjalundi. Þar ræktuðu þau tré og ýmsan annan gróður. [Úr minningargrein eftir Hauk Þórðarson í Mbl. 15/2/1991]

Minnisvarðinn stendur í trjálundi við Reykjalund.

Sigurjón Pétursson (1888-1955)

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um Sigurjón Pétursson.

Sigurjón var glímukapppi og síðar stofnandi ullarverksmiðjunnar Álafoss í Álafosskvos í Mosfellsbæ og rak hana í mörg ár og famleiddi alls kyns varning úr íslenskri ull.

Brjóstmyndin er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og stendur minnisvarðinn í Álafosskvos. Minnisvarðinn var afhjúpaður á fánadaginn, 12. júní 1957.

Sigurjón Pétursson (9. mars 1888 – 3. maí 1955) var íslenskur glímumaður. Hann keppti í léttþungavigtinni á Sumarólympíuleikunum 1912.

Sigurjón varð síðar iðnrekandi: 1946 var hann eigandi vefnaðarverksmiðju við Álafoss rétt fyrir utan Reykjavík. Hann hafði einnig mikinn áhuga á íslenskri menningu og á sálarrannsóknum.

Mosfellsbær

Sigurjón Pétursson forstjóri Álafoss færir Sveini Björnssyni forseta Íslands ísaumað Álafossteppi í heimsókn forsetans að Álafossi árið 1944. Starfsfólk Álafoss ullarverksmiðjunnar stendur á tröppum hússins.

Sigurjón taldi sig hafa átt í fjarskiptasambandi meðal annarra látinna Íslendinga, Jónas Hallgrímsson nítjándu aldar íslenska skáldið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að flytja ætti líkamsleifar Jónasar frá Danmörku, þar sem hann lést, til fæðingarstaðar hans á Íslandi. Þessi umræða um þetta fyrirkomulag er þekkt á íslensku sem beinamálið („beinaspurning“).

Á Álafossi hófst ullarvinnsla seint á 19. öld og segja má að þar og reyndar víðar um svipað leyti hafi íslenska iðnbyltingin byrjað. Að Álafossi myndaðist einstakt verksmiðjuþorp í sveit sem átti engan sinn líka í íslenskri iðnsögu. Starfsfólkið skipti iðulega tugum, flestir starfsmennirnir bjuggu á staðnum þar sem þeir fengu fæði og húsnæði.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um Stefán Þorláksson.

Hér leiddu saman hesta sína sveitastúlkur, sem höfðu hleypt heimdraganum, erlendir farandverkamenn í ævintýraleit, íslenskir uppgjafabændur og erlendir sérfræðingar á sviði ullariðnaðar. Þar við bættist fegurð svæðisins frá náttúrunnar hendi sem gefur þessari sögu heillandi umgjörð.

Sigurjón Pétursson, jafnan kallaður Sigurjón á Álafossi, mótaði öðrum fremur vöxt og viðgang Álafossverksmiðjunnar um langt árabil. Árið 1917 eignaðist hann hluta í verksmiðjunni ásamt bróður sínum Einari og nokkrum árum síðar var hún öll komin í eigu hans. Um áratugaskeið mótaði hann verksmiðjureksturinn og setti mikinn svip á allan staðarbrag. Með tilkomu Sigurjóns urðu tímamót í sögu verksmiðjunnar og straumhvörf í íslenskum ullariðnaði.

Stefán Þorláksson (1895-1959)
Stefán Þorláksson hreppstjóri, Reykjadal, 1895-1959.

Minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.

Heimildir:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/mosfellsbaer-minn/
-https://www.arnastofnun.is/is/utgafa-og-gagnasofn/pistlar/magnus-grimsson
-Mosfellingur, 6. tbl. 22.04.2009, bls. 4.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.

Kópavogur

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin í Kópavogi:

Kópavogsfundurinn 28. júlí 1662

Kópavogur

Kópavogsfundurinn – skilti.

Árið 1660 hófst breyting stjórnskipunar konungsríkisins Danmerkur til einveldis. Vald konungs jókst, erfðaréttur konungsættarinnar var lögbundinn og afnumin voru viss réttindi aðalsins. Áður var konungur kjörinn á stéttaþingum.
Friðrik III Danakonungur var hylltur á Alþingi 1649, árið eftir að hann tók ríki. Þegar hann varð einvaldur 1661 skyldi staðfesta nýja eiða í löndum hans. Í þeim erindagjörðum kom Henrik Bjelke aðmíráll og hirðstjóri á Íslandi, sumarið 1662.
Borist höfðu bréf til landsins þá um vorið um að sendir skyldu fulltrúar á Alþingi til að hylla Friðrik III sem erfðakonung. Ekki var minnst á einveldishyllingu í þeim bréfum.

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki um Kópavosgfundinn 28. júlí 1662.

Hingaðkoma Bjelkes tafðist um þrjár vikur, þinghaldi var lokið við Öxará þegar skip hans kom að landi í Skerjafirði. Eiðarnir voru því ekki undirritaðir á Alþingi. Fyrsta verk Bjelkes 12. júlí 1662 var að senda valdsmönnum bréf; þeirra var vænst við Bessastaði 26. júlí. Daginn eftir, sem var sunnudagur, skyldu eiðarnir undirritaðir.
Árni Oddsson lögmaður setti þing í Kópavogi mánudaginn 28. júlí 1662, degi of seint. Ástæða tafarinnar liggur ekki fyrir en vísbendingar eru um að Árni og Brynjólfur Sveinsson biskup hafi mótmælt til varnar fornum réttindum landsins. ,,Var þann dag heið með sólskini” segir í Vallholtsannál.
Á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662 var Friðrik III hylltur sem ,,einn Absolut soverejn og erfðaherra”. Þannig varð hann hvort tveggja einvcaldskonungur og erfðakonungur. Undir eiðana rituðu 109 menn; báðir biskuparnir, báðir lögmennirnir, 42 prestar og prófastar, 17 sýslumenn, 43 lögréttumenn og bændur, svo og landþingsskrifari, klausturhaldari og bartskeri.

Friðrik III

Friðrik III. Danakonungur 1663.

,,Og að þessum eiðum unnum og aflögðum gerði lénsherrann herra Henrich Bjelke heiðarlegt gestaboð og sæmilega veizlu öllum þar saman komnum og stóð hún fram, á nótt með trómetum, fiðlum og bumbum, fallstykkjum var þar og skotið, þ.remur í einu og svo á konungsskipi sem lá í Seilunni, rachetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undurfm gegndi”. (Fitjaannáll)

Á þinginu voru ritaðar bænaskrár til konungs um að fá að halda fornum lögum og réttindum, áréttuð fátækt landsins og nýjum álögum hafnað., Ekki var minnst á einveldi í bænaskránum.
Með Kópavogsfundi minnkaði vald Alþingis. Konungur tók í ríkari mæli til sín löggjafarvaldið og styrkur embættismanna konungs á Bessastöðum jókst.

Þingstaðurinn í Kópavogi

Kópavogur

Kópavogur – Þingstaðurinn; skilti.

Land Kópavogsbæjar var áður í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Mörk hans voru á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla.
Frá gildistöku lögbókarinnar Járnsíðu 1271 var sett í land Kópavogs hreppaþing og þriggja hreppa þing fyrir Seltjarnarneshepp, Álftaneshrepp og líklega Mosfellssveit.
Á þingstaðnum í Kópavogi gengu dómar sýslumanna í héraði og var þá dómstigið fyrir neðan Öxarárþing. Dómabækur Gullbringusýslu, þ.m.t. Kópavogsþings eru nokkrar til í Þjóðskjalasafni, sú elsta frá 1696.
Eldri vitnisburðir um Kópavogsþing en sjálfar dómabækurnar eru fáeinir til. Elstu þekktu ritaðar heimildir eru frá 1523. Þá fékk Hannes Eggertsson hirðstjóri forvera sinn Týla Pétursson dæmdan og tekinn af lífi eftir ránsferð Týla og flokks hans um Bessastaðagarð í átökum um völd og embætti.

Friðrik II

Friðrik II. Danakonungur 1581.

5. apríl 1574 gaf Friðrik II Danakonungur út opið bréf um að Alþingi skyldi flutt á þingstaðinn í Kópavogi. Þessi tilskipun, var líkt og margar aðrar, hundsuð af Íslendingum.
Síðustu aftökurnar í Kópavogi fóru fram 15. nóvember 1704. Þá var hálshöggvinn Sigurður Arason og drekkt Steinunni Guðmundsdóttur frá Árbæ fyrir morðið á manni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni.
Þjófnaðarmál frá 1749 er síðast þekkti dómurinn á Kópavogsþingi. Þing var sett í Reykjavík árið 1751 og þar með lýkur sögu þinghalds í Kópavogi þar til embætti bæjarfógetans í Kópavogi var stofnað 1955. Lægra dómstigið var á ný í Kópavogi uns lög um héraðsdóma tóku gildi 1992 og Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði var settur.
Þegar Landsréttur var stofnaður með lögum frá 2016 var hann settur í Kópavog, en hann er næst æðsta dómstig í landinu.

Systkinin frá Hvammkoti

Kópavogur

Kópavogur – minnismerkið um systkinin frá Hvammkoti.

Sunnudaginn 1. mars 1874 voru þrjú systkin á heimleið frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þau þurftu að fara yfir lækinn á vaði nálægt þessum stað. Lækurinn var bólginn vegna leysinga og hættulegur yfirferðar.
Tvö systkinanna drukknuðu í læknum.
Þau hétu Þórunn Árnadóttir, 18 ára, Árni Árnason 15 ára.
Sigríður Elísabet Árnadóttir 17 ára komst lífs af.
Blessuð sé minning þeirra.

Gert á 140. ártíð, 1. mars 2014, Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs
Minnisvarðinn stendur í Kópavogsdal, móts við Digraneskirkju.
Kópavogslækurinn lætur ekki mikið yfir sér að sumarlagi þegar allt er í blóma, en að vetrarlagi gat hann verið hinn versti farartálmi, enda á köflum bæði djúpur og vatnsmikill. Hvammkot (Fífuhvammur) var austan við lækinn.

Guðmundur H. Jónsson (1.8.1923-22.11.1999) – Guðmundarlundur

Kópavogur

Kópavogur – Guðmundarlundur; minnismerki um Guðmund H. Jónsson.

Heiðursvarði um Guðmund H. Jónsson, fyrrverandi forstjóra BYKO. Heiðursvarðinn til umfjöllunar að þessu sinni var
reistur til heiðurs Guðmundi H. Jónssyni, stofnanda og forstjóra byggingarvörufyrirtækisins BYKO, sem lést árið 1999. Varðinn stendur í fallegum lundi sem ber nafn hans, Guðmundarlundi í Kópavogi.
Lundinn afhentu Guðmundur og fjölskylda hans Skógræktarfélagi Kópavogs árið 1997 og er hann um 6,5 hektarar að stærð. Guðmundur og fjölskylda hófu skógrækt á svæðinu árið 1967, sem þá var illa gróinn berangur og náðu undraverðum árangri.
Guðmundarlundur er núna vöxtulegur skógur þar sem byggð hefur verið upp afar aðgengileg útivistaraðstaða.
Heiðursvarðinn er gjöf frá BYKO og var afhjúpaður við hátíðlega athöfn árið 2003 þegar útivistaraðstaða var tekin í notkun á svæðinu og það opnað formlega fyrir almenningi. Nú er þetta afar vinsælt útivistarsvæði fyrir Kópavogsbúa og aðra. -Jón Geir Pétursson

Brjóstmyndin er eftir rússneskan listamann.
Minnisvarðinn stendur í Guðmundarlundi.

Sr. Gunnar Árnason (1901-1985)

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki um sr. Gunnar Árnason og fr. Sigríði Stefánsdóttur.

Hér stóð hús Sigríðar Stefánsdóttur og sr. Gunnars Árnasonar sem var fyrsti sóknarprestur í Kópavogi (1952-1971)

Sr. Gunnar Árnason þjónaði Bústaðaprestakalli frá 1952 en hafði aðsetur í Kópavogi. Árið 1964 var Kópavogsprestakall skipt út úr Bústaðaprestakalli og varð sr. Gunnar fyrsti prestur prestakallsins, alltaf með aðsetur í Kópavogi. Minnisvarðinn er á grunni húss hans rétt ofan Vogatungu í Kópavogi.

Ólafur Kárason

Minnismerki um Ólaf Kárason er við Smiðjuveg gegnt Íspan. Á stöplinum er skjöldur. Á honum stendur:

Hjá lygnri móðu í geislaslóð
við græna kofann
hann sá hvar hún stóð hið fríða fljóð
fráhneppt að ofan.

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki um Ólaf Kárason.

Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.

Á hann leit hún æskuteitu
auga forðum
það var kvöld í sveit og hún kvaddi hann veit ég kærleiksorðum.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.

Inst í hjarta augað bjarta
og orðið góða
hann geymir sem skart uns grafarhúm svart
mun gestum bjóða.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma. -H.K.L.

Norrænn vinalundur

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki við Norrænan vinarlund.

Lundurinn var gróðursettur í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi 2022. Við hann er skjöldur á steini. Á skyldinum stendur:
Saman erum við sterkari – Norræna félagið.

Lundurinn er í Fossvogsdal, neðan við Álfatún í Kópavogi.

Þótt lundur þessi geti ekki talist stór að umfangi umfaðmar hann fjölmargar ólíkar trjátegundir frá öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Grænlandi og Færeyjum. Vonandi eiga græðlingarnir eftir að fá að dafna í framtíðinni og standa saman sem tákn um vindáttu hinna norrænu þjóða.

Agnar Kofoed-Hansen 1915-1982

Kópavogur

Kópavogur – minnisvarði um Agnar. Kofoed Hansen við Sandskeið.

„Sviffljúga er þó að mínum dómi fegursta íþrótt sem til er. Manni líður aldrei betur. Maður leitar eins og fuglinn að heppilegum loftstraumi að bera sig – og ferðin er hljóðlaus; aðeins kliðurinn í vængjunum. [A.K-H. Á brattann. Jóhannes Helgi skráði.]

Agnar Kofoed Hansen fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1915. Ungur fékk hann áhuga á flugi og fór til flugnáms í Konunglega Danska Sjóliðsforingjaskólanum og útskrifaðist þaðan 1935. Þær flugvélategundir sem Agnar flaug á námsárunum voru Avro Tutor, Heinkel 8 og DH Moth.

Kópavogur

Kópavogur – skjöldur á minnismerkinu.

Árið eftir að náminu lauk, var Agnar flugmaður hjá Det Danske Luftfartselskap. Þar flaug hann flugvélum af gerðinni Fokker FXII. Veturinn 1937 starfaði hann hjá Wideröe í Noregi og flaug Waco flugvélum Hann tók próf í næturflugi og flaug þá JU 52 flugvél frá Berlín til Parísar.

Agnar var aðalhvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands og Flugmálafélagsins 1936. Hann var einnig aðalhvatamaður að stofnun Flugfélags Akureyrar 1937, og fyrsti flugstjóri þess og framkvæmdastjóri frá 1937 til 1939. Félagið keypti flugvél af gerðinni Waco YKS-7, TF-ÖRN og ávalt nefnd Örninn. Hún kom til landsins 1938.

Agnar lagði mikla vinnu í að leita að, og kortleggja hentuga lendingarstaði á Íslandi og notaði til þess flugvél af gerðinni Klemm KL-25E.

Agnar var lögreglustjóri í Reykjavík frá 1940 til 1947, síðan flugvallastjóri ríkisins 1947 til 1951. Hann var ráðinn flugmálastjóri 1951 og gegndi því embætti til dauðadags 23. desember 1982.

Kópavogur

Kópavogur – lágmynd af Agnari á minnisvarðanum.

Frumkvöðulsstarf Agnars var mikið, bæði á sviði flugsins og lögreglumála.
Með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937 kom hann af stað samfelldum flugrekstri á Íslandi, sem enn er í örum vexti og teygir sig nú langt út fyrir landsteinana.

Með aðstoð sinni við stofnun svifflugfélaga, lagði Agnar grunn að flugnámi fjölda íslendinga, sem síðan sköpuðu nýja stétt atvinnuflugmanna í landinu. Og sem flugmálastjóri lagði hann grunninn að flugþjónustu eins og við þekkjum hana í dag, þar sem alþjóðasamskipti eru í heiðri höfð og öryggi í fyrirrúmi.

Agnar ritaði fjölda blaðagreina og flutti fyrirlestra um flugmál og miðlaði þannig af sinni miklu reynslu og þekkingu á flugmálum til samtíðarmanna sinna við uppbyggingu þessa nýja atvinnuvegar sem var í sköpun og hefur haft mikla þýðingu fyrir þjóðina.

Brjóstmyndin er eftir Sigurjón Ólafsson.

Minnisvarðinn stendur við miðstöð svifflugs á Sandskeiði.

Stúpa á Hádegishólum
Stúpa við Lindakirkju! Á Hádegishólum, fyrir aftan Linda

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki; stupa.

kirkju, stendur stúpa sem reist var árið 1992. Elstu tegundir tilbeiðslustaða búddadóms eru svokallaðar stúpur sem eru litlar byggingar reistar til að minna á Búdda og kenningar hans. Hátt í annað hundrað manns af ólíku þjóðerni og trú komu að gerð stúpunnar. Einkennisorð stúpunnar á Hádegishólum eru jákvæðni, friður, viska og kærleikur.

Á skilti, skrúfað á grágrýtisbjarg, við stúpuna má lesa: „Lýsandi innri stupa – Stupa er byggð á erfðavenju, sem má rekja til Budda sem lifði fyrir 2500 árum.
Þessi stupa nefnist að stíga niður frá Tushita. nafngiftin kemur frá atburði, þegar hugljómuð vera kom frá heimi sem kallast Tushita til að hjálpa lífverum jarðarinnar að losna undan oki hverskonar óhamingju og þjáningu með því að leiðbeina þeim hvernig öðlast megi hamingju og hugljómun.

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki; stupa.

Stupan táknar hug sem hefur verið hreinsaður af öllum neikvæðum eiginleikum og takmörkunum og hvar ríkir hamingja og friður.
Stupa er táknræn fyrir leið til visku og kærleika.
Stupa býr yfir lækningamætti og hefur eiginleika til að umbreyta neikvæðri orku í jákvæða í nærliggjandi umhverfi.
Þessi stupa er tileinkuð alheimsfriði, fórnalömbum stríðs og sjúkdóma hvar sem er í heiminum. Að friður og farsæld megi ríkja á Íslandi og allar lífverur megi feta braut innri þroska og kærleika.
Stupan er byggð af listamönnum, sem tilheyra mismunandi trúarbrögðum og þjóðernum“.

Heimildir:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/kopavogur-minn/
2006 Agnar Kofoed-Hansen | Flugsafn Íslands

Kópavogur

Kópavogur – Minnismerki um Guðmund H. Jónsson í Guðmundarlundi.

Garðabær

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin í Garðabæ:

Alfred Wegener – Landrekskenningin

Alfred Wegener

Alfred Wegener – stöpullinn á Arnarnesi.

Minnismerki um Alfred Wegener og „Landrekskenningu“ hans er fremst á Arnarnesi

.Alfred Wegener setti landrekskenningu sína fram á árunum 1908-1912. Hann hafði veitt því eftirtekt að strendur meginlanda, einkum Afríku og Suður-Ameríku, falla býsna vel hvor að annarri. Hið sama átti við um jarðmyndanir og plöntu- og dýrasteingervinga á aðskildum meginlöndum.
Wegener dró þá ályktun að upphaflega hefðu öll löndin myndað eitt meginland, Pangeu. Hann hélt því jafnframt fram að á miðlífsöld, fyrir um það bil 200 milljónum ára, hefði Pangea byrjað að klofna, fyrst í tvo meginlandsfleka og síðar í fleiri og væru þeir á stöðugri hreyfingu, sums staðar hver frá öðrum, annars staðar hver að öðrum.
Samtímamenn Wegeners höfnuðu landrekskenningunni enda var fátt sem renndi stoðum undir hana í upphafi. það var ekki fyrr en um 1960 að hún fékk byr undir báða vængi. Það gerðist í kjölfar þess að breskum jarðeðlisfræðingum tókst að túlka rákamynstur sem fram kom við segulmælingar á Reykjaneshrygg. Síðan þá hafa fjölmargar niðurstöður mælinga á jarðskorpunni staðfest kenningu Wegeners enn frekar þannig að nú nýtur hún almennrar viðurkenningar.

Landrekskenningin

Alfred Wegener

Alfred Wegener – splatti á stöplinum; minnismerki um Alfred.

Stöpul þennan reisti þýski veðurfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) í aprílmánuði 1930 ásamt fleiri stöplum með það fyrir augum að færa sönnur á landrekskenninguna sem hann setti fram á árunum 1908-1912. Landrekskenningunni var fálega tekið í upphafi. Nú nýtur landrekskenning Wegeners almennrar viðurkenningar. Alfred Wegener varð úti í rannsóknarleiðangri á Grænlandi 1930.

Í DV 2017 skrifaði Kristinn H. Guðnason grein með fyrirsögninni „1930 – Wegener reisir stöpul á Arnarneshæð„:
„Alfred Wegener var þýskur stjörnu- og jarðeðlisfræðingur sem stundaði rannsóknir á norðurhveli, sér í lagi á Grænlandi. Árið 1915 setti hann fram hugmyndir um landrek sem urðu forveri flekakenningarinnar sem hefur verið viðtekin síðan árið 1968. Wegener sá að meginlöndin Suður-Ameríka og Afríka passa saman eins og púsluspil og því hlytu meginlöndin að vera á hreyfingu.

Alfred Wegener

Alfred Wegener – minnismerki um „Landrekskenninguna“.

Árið 1930 kom Wegener við á Íslandi á leið sinni til Grænlands í rannsóknarleiðangur. Hann sótti hingað íslenska hesta sem gefist höfðu vel í slíkum leiðöngrum sem burðardýr. Þá fóru Wegener og fylgdarlið hans í æfingaferð yfir Vatnajökul. Stöpulinn á Arnarneshæðinni reisti hann til að prófa landrekskenningu sína en sambærilegur stöpull var síðar reistur á vesturströnd Grænlands. Ferðin til Grænlands endaði hins vegar illa því að Wegener og annar samferðamaður hans létust. Wegener, sem var fimmtugur, reykti mikið og hjartað þoldi ekki álagið í jöklaferðunum.
Samferðamaður hans týndist eftir að hafa grafið Wegener.

Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur segir í samtali við DV að stöplarnir hafi ekki haft neina þýðingu því að þeir séu báðir á sama jarðflekanum. „Hann ætlaði að staðfesta kenningu sína með því að koma aftur mörgum árum síðar og mæla rekið.“

Alfred Wegener

Alfred Wegener.

Skömmu síðar kom annar þýskur fræðimaður, Bernauer að nafni, og gerði sams konar tilraun yfir gosbelti Íslands. „En stríðið kom og rótaði því fyrir þeim og í raun var engin hreyfing á norður-gosbeltinu á þessum tíma. Þetta gerist í rykkjum.“

Árið 1930 var ekki þéttbýli í kringum stöpulinn á Arnarneshæð. Nú stendur hann í mynni íbúðahverfis en margir gera sér ekki grein fyrir því að hann sé hluti af merkum jarðfræðitilraunum.“

Urriðavöllur

Urriðavöllur

Urriðavöllur – minnismerki um gróðursetningu.

Minnismerki um gróðursetningu við völlinn stendur á Urriðavelli í Urriðavatnsdölum milli golfskálans og vélahúss. Um er að ræða stuðlabergsstöpul með áletrunni „Lundur þessi er gróðursettur í tilefni af Landsmóti Oddfellowa 1994“.

Urriðavöllur
Minnismerkið er um frumkvöðla og er áfest bjargi við skúr ofan golfskálans.
Oddfellowar á Íslandi létu gera þessa plötu til heiðurs þeim Oddfellowum sem gáfu Oddfellowreglunni á Íslandi jörðina Urriðavatn.

Gísli Guðmundsson skrifaði um Urriðavatn (Urriðakot) í fylgiblað Morgunblaðsins 1997 undir fyrirsögninni „Útivistaparadís í Urriðavatnslandi“:
„Guðmundur Jónsson átti jörðina til 1939, en seldi hana þá sonarsonum sínum, Kára og Alfreð, sem síðar varð forstöðumaður Kjarvalsstaða. Síðasti ábúandi á Urriðavatni var hinsvegar Gunnlaugur Sigurðsson, sem bjó þar til 1957. Bærinn brann skömmu síðar.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – minnismerki um frumkvöðlana.

Nokkru áður, 1946, hafði 30 manna hópur úr Oddfellowreglunni eignast jörðina. Hún hafði verið auglýst til sölu og Reykjavíkurbær gerði tilboð, sem var hafnað. Þá var það að hópurinn úr Oddfellowreglunni bauð betur, svo kaupin gengu: Kaupverðið var 160 þúsund krónur. Síðar bættist við hópinn svo í honum varð 61 maður.
Núna, eftir að Urriðavatnsland er orðið þekkt útivistarsvæði, hafa menn dást að þessari framsýni Oddfellowa. En þeir voru ekki með draumsýnir um það sem nú er orðið að veruleika þarna, heldur var annað sem stóð hug þeirra og hjarta nær á þeim tíma. Þeir höfðu fengið augastað á hlíðinni ofan við Urriðavatn fyrir sumarbústaði.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – Minnismerkið um frumkvöðlana.

Þórður Kristjánsson, byggingameistari, er einn af fimm eftirlifandi félögum úr hinum upphaflega 30 manna hópi Oddfellowa sem keyptu landið. Hinir eru Björn G. Bjömsson, fyrrverandi forstjóri Sænska frystihússins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fyrrverandi stórkaupmaður, Guðjón Sigurðsson múrarameistari og Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri. Þórður er Dýrfirðingur að uppruna, en lærði húsasmíði á Ísafirði og fluttist síðan til Reykjavíkur 1943 og varð mikilvirkur í byggingastastarfsemi um sína daga byggði mörg stórhýsi, þar á meðal hótelið og aðrar byggingar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, mörg hús Pósts og síma, flestar byggingar KR; þar á meðal KR-heimilið og svo byggði hann að sjálfsögðu blokkir. Þórður verður áttræður á þessu ári, og er í útliti og að líkamsburðum eins og alla dreymir um að geta orðið á þeim aldri, en fæstir ná. Hann kvaðst hafa dregið sig í hlé frá byggingarstarfsemi þegar hann var 75 ára; „þá nennti ég þessu ekki lengur og fór að leika mér“, segir hann.
Og hvað meinar hann með því?

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

Ójú, hann kynntist því aldrei í æsku að mega leika sér og á fullorðinsárunum hafði hann ekki tíma til þess. Núna leikur hann golf á hinum nýja golfvelli Oddfellowa í Urriðavatnslandi og nýtur þess. Hann sagði að það hefði verið afar skrýtin tilfinning í fyrstu að geta bara farið út og leikið sér. En hann kvaðst hafa kunnað því merkilega vel.
En hvað varð um drauminn um sumarbústaðina? Um þær mundir var þjóðin í hlekkjum allskonar hafta. Til þess að kaupa bíl þurfti gjaldeyrisleyfi og til þess að fá að byggja sumarbústað þurfti fjárfestingarleyfi, – og öllu var úthlutað eftir pólitískum línum og geðþótta. Skömmtunarstjórunum þótti ekki nauðsynlegt að byggja sumarbústaði og fjárfestingarleyfi til þeirra fengust einfaldlega ekki. Þá kom upp tvær hugmyndir, segir Þórður. Önnur var sú að selja landið í bútum og græða á því; hin var sú að gefa það Oddfellowreglunni. Það varð ofaná árið 1957 að gefa Urriðavatnsland og Oddfellowreglan þáði gjöfina með þökkkum.“

Hausastaðaskóli 1792-1812

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerki um Hausastaðaskóla.

Minnismerki um Hausastaðaskóla er við aðkeyrsluna að Hausastöðum.

Jörðin Hausastaðir liggur á sjávarbakkanum yst eða vestast í Garðahreppi, þar sem Álftanesið hefur sig út í flóann. Þar er aflíðandi land mót suðri, lágur ás til norðurs, og inn til norðausturs hæðardrög og holt, en til vesturs opinn flóinn, og sér suður um ströndina allt til Garðskaga. Þar var útræði.

Þessi staður var valinn fyrir hinn fyrsta heimavistarbarnaskóla á landinu, sem jafnframt var um skeið eini starfandi barnaskóli landsins.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli um 1800.

Árið 1793 var byggt skólahús á Hausastöðum. Það var timburhús, 15 álnir á lengd og 8 álnir á breidd, í 7 stafgólfum. Skólastjóri var Þorvaldur Böðvarsson, sálmaskáld og kunnur merkismaður frá Mosfelli í Mosfellsdal.

Þessu fyrsta barnaskólahúsi landsins er svo lýst við úttekt árið 1806, að það sé “afþiljað umhverfis í hvolf og gólf með fjalagólf yfir allt, svo nær sem grjótlögðu stykki fyrir framan skorsteininn.”

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli – tóftir.

Börnin, sem þangað voru send, voru snauðust af hinum snauðu, – það voru börnin úr hópi þeirra, sem sveitarstjórnirnar seldu lægstbjóðanda á uppboði sveitarómaga, – það voru vonarpeningar þjóðfélagsins. Þau, sem verið höfðu á flækingi, eignuðust nú heimili og áttu vinum að fagna.
Sumarið 1812 voru áhöld skólans og innanstokksmunir seldir á uppboði, og hljóp það allt á rúma 24 rd. Skólinn hafði starfað í 18 ár, hinn eini barnaskóli landsins á þeirri tíð, og þar af einn vetur hinn eini starfandi skóli í landinu.
Börnin, sem verið höfðu í skólanum, voru send hvert á sína sveit, og heitið meðlagi með þeim úr Thorkelliisjóði. [Lengri útgáfa á Ferlir.is, sjá HÉR, HÉR og HÉR.]

Minnisvarðinn var reistur 18.10.1978.

Heilsuhælis-félagið

Garðabær

Garðabær-minnismerki; Vífilsstaðir.

Framan við Vífilsstaðaspítala eru þrír uppistandandi stuðlabergsstandar, bundnir saman með keðju. Framan við minnismerkið er skjöldur. „1906 – Heilsuhælis-félagið. Berið hvers annars byrðar. Heilsuhælisfélagið var stofnað 19. nóvember 1906 að forgöngu Guðmundar Björnssonar landlæknis og félögumhans í Oddfellowreglunni Ingólfi. Mikil og almenn samstaða var meðal þjóðarinnar um þetta verkefni. Fjórum árum síðar þann 5. september 1910 var Vífilstaðahælið vígt. Vífilsstaðahælið 1910“.

Undir skildinum er annar skjöldur: „Gefandi Oddfellowreglan á Íslandi. Hönnuðir Jón Otti Sigurðsson – Þorkell Gunnar Guðmundsson. 5 september 2010“.

Heimild:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/gardabaer-minn/

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerkið.