Tag Archive for: Nótarhóll

Ísólfsskáli

Gengið var um Ísólfsskála, frá Skálabót að Gvendarvör skammt austar og mannvirkjunum ofan hennar, að Tröntum og áfram um Hattvík og Kvennagöngubása. Haldið var eftir ruddum slóða út í Hraunsnes og hin merkilegu jarðfræðifyrirbæri skoðuð. Þá var haldið áfram ofan við Veiðibjöllunef, framhjá Mölvik og inn í borgirnar (Ketilinn) áður en komið var að Selatöngum.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Á Ísólfsskála var gengið að bæjarstæði gamla bæjarins, sem var þar sem nú er sumarhús niður við sjó, ofan við Skálabótina, vestast í túninu. Vestan og neðan við hann var sjóbúð, sem enn sést móta fyrir. Þar sem járnhlið er á girðingunni sjávarmegin var brunnurinn, sem nú er kominn undir sjávarkambinn. Sjóbúðun var framan og vestan við bæinn, fast við veginn að bústaðnum. Austan við veginn að bústaðnum eru einnig hleðslur gripahúsanna, en göng voru yfir í þau úr bænum.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Réttin var undir hamrinum ofan við núverandi íbúðarhus að Ísólfsskála, þ.a.e.s. það íbúðarhús, sem síðast var búið í. Nú er húsið notað sem „fjölskyldurefreshment“ skv. nútímamáli, sem endurspeglar að nokkru nálægð varnarliðsins um nokkurt skeið. Það hafi fjarskiptastöð undir Fiskidalsfjalli/Húsafjalli er lagðist af undir lok sjötta áratugar tuttugustu aldar.
Gengið var austur með Skálabótinni að Gvendarvör. Hún er innan í fallegu lóni utan við Nótarhól austan við túnin á Skála.

Nótarhóll

Nótarhóll.

Á hólnum og við hann eru mikil fiskibyrgi og þurrkgarðar frá þeim tíma er fiskur var verkaður og þurrkaður á staðnum. Fiskurinn var flattur eins og saltfiskur nú, hann síðan lagður inn í byrgin og þess gætt að roðið lægi saman. Þannig hafi fiskurinn verið um veturinn. Um vorið var hann tekinn og lagður á garðana uns honum var pakkað og skúturnar komu erlendis frá og sóttu hann. Þær voru á legu utan við víkina, stundum margar saman. Utan við Nótarhól er Gvendarvör, eins og fyrr sagði og heitir ysta mark lónis Gvendarsker. Frá því myndast Alnbogi til lands með því austanverðu og sker að vestanverðu.

Ísólfsskáli

Fiskbyrgi við Nótarhól.

Lending var í Börubót, sem var beint neðan við bæinn. Kampurinn hefur gengið mikið upp síðan því tún var niður að honum allt að móts við Lambastapann, sem er austasti klettur Festisfjalls, Skálamegin. Ofan hans er Hjálmarsbjalli, nefndur eftir bróður Guðmundar. Hann ruddi svæðið ofan við bjallann, hlóð veggi og gerði þar túnblett. Norðan við húsið er stakur steinn er nefnist Huldukonusteinn. Segir sagan að huldukona hafi eitt sinn birst heimasætunni er var að leik við steininn og beðið hana um að lána sér dúkku, sem hún hafði. Heimasætian lánaði huldukonunni dúkkuna, en svo óheppilega vildi til að hún missti hana svo hún brotnaði. Varð af grátur og gnýstan tanna, en huldukonan hvarf inn í steininn.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli -málverk eftir ljósmynd 1956.

Haldið var að “nýja” Skálahúsinu, sem byggt var 1931. Í stefnu austur frá húsinu, ríst klettaborg úti í hrauninu. Hún nefnist Kista. Fjárbólið var uppi í klettunum norðan við bæinn.

Gamla lestargatan, eða rekagatan (lestargatan) vestari, liggur frá Ísólfsskála, í gegnum hraunið til austurs og út að Selatöngum. Þangað er um 20 mín. gangur. Gatan er áberandi ígegnum hraunið, en þegar hún kemur út á sandflákana ofan við ströndina (ofanvið Veiðibjöllunef og Mölvík, hverfur hún að mestu. Þó má sjá þar vörðubrot á stangli.
Djúp gjá opnaðist nýlega við götuna skömmu áður en komið er að Smíðahellinum austan við Ketilinn (Borgirnar) í Katlahrauni. Gatan, sem hefur verið löguð til, liggur niður í Ketilinn, gegnum hann og út hann að austanverðu. Þaðan er ágætt útsýni yfir Selatangasvæðið.

Hraunssnes

Hraunsnes – bergsstandur.

Á Selatöngum var fyrrum mikil útróðrarstöð og verstöð. Þar eru verbúðarústir, fiskbyrgi og fiskgarðar auk hraunhella sem voru notaðir til ýmissa hluta. Standa mörg fiskbyrgin og fiskgarðarnir enn að miklu leyti. Svæði þetta var allt friðlýst 1966 af Kristjáni Eldjárn, þáverandi þjóðminjaverði.
Selatangar eru í Ögmundarhrauni á mörkum jarðanna Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Landamerkin liggja um klett (Dágon) í ofan við fjöruborðið. Ljóst er að hraunið hefur runnið eftir landnámsöld því undir því eru leifar mannvirkja sem greinilegar eru t.d. á svonefndum Húshólma.
Geislakolsaldursgreining á koluðum gróðurleifum dagsettu hraunið til miðrar 12. aldar og annálar nefna eldgos 1151. Óvíst er hvenær útgerð hefst frá Selatöngum en samkvæmt ofangreindu eru minjarnar ekki eldri en frá miðri 12. öld.

Hraunsnes

Í Hraunsnesi.

Víst er að útgerðin lagðist niður um tíma eftir Básendaflóðið 1799, og svo að fullu og öllu 1884 en það ár var síðast róið frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafzt þar við síðan.
Rústirnar eru margar og er hægt að telja þær upp undir 20, auk garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú að mestu horfnar. Á vestustu hraunnibbunni er verbúð og rústir auk garðhleðsla. Á næstu nibbu austan við eru rústir sömuleiðis en hraunnibban er aðgreind frá þeirri vestari af sandi.

Selatangar

Rekagatan.

Fleiri rústir eru svo á þriðju nibbunni sem myndar samfelldara og stærra svæði en hinar og þar eru líka flestar rústirnar. Austast á þessu svæði er önnur verbúðartóft og byrgi í líkingu við það sem er vestast. Utan í hraunflákanum að austan eru fyrirhleðslur við skúta sem virðast hafa verið notaðir af fé. Margar hleðslurnar hafa farið verulega illa í flóðum undanfarin ár.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar. Ágúst Ó. Georgsson tók saman. Reykjavík 1990.
-Ísólfsskáli. Örnefnalýsing. Guðmundur Guðmundsson bóndi Ísólfsskála. Ari Gíslason skráði. Örnefnastofnun Íslands.
-Lúðvík Kristjánsson: Íslenzkir sjávarhættir II. Rvk. 1982, bls. 410-11

Ísólfsskáli

Brimketill utan við Ísólfsskála.

ísólfs

Farið var að Ísólfsskála og Selatöngum í fylgd Jóns Valgeirs Guðmundssonar, syni Guðmundssonar Hannessonar frá Vigdísarvöllum. Lýsing á hluta ferðarinnar fer hér á eftir.

Notarholl-223

Ísólfsskáli – fiskbyrgi við Nótarhól.

Haldið var eftir Ísólfsskálavegi frá Hrauni. Jón benti m.a. á hvilft í vestanverðum Siglubergshálsi þar sem hann kemur í Fiskidalsfjall og nefndi hana Lyngbrekku. Hann benti og á gamla veginn, sem lagður var frá Hraunssandi, upp hálsinn og áfram áleiðis yfir að Skála. Hann sést vel ofanvert í hálsinum og áfram á milli og yfir Móklettana. Þar liggur vegurinn inn með hlíðinni uns hann liggur áleiðis norður fyrir Slögu austan við Litlaháls.
Jón sagðist muna vel eftir LM-merkinu (ártal) í austanverðum Móklettum. Það var skoðað og benti Jón á stað, sem merkið er. Landamerkin að vestanverðu liggja úr Festisnýpu, í merkið á Móklettum og yfir í Rauðamelshól uppi á sunnanverðu Borgarfelli.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – fiskgarðar.

Ekið er yfir Litlaháls og þá er Lyngfjall á hægri hönd, síðan Festisfjall sunnan við það. Áður en haldið var að Ísólfsskála var farið inn í Drykkjarsteinsdal að Drykkjarst. Á leiðinni var farið framhjá grettistaki suðvestan í Slögu, er Jón sagði heita Hattur. Jón sagði Símon Dalaskáld hafa ort fallegt kvæði um steininn, en hann er sunnan við þjóðleiðina austur að Mjöltunnuklifi og til Krýsuvíkur. Jón sagðist nú einn vera eftirlifandi þeirra, sem lögðu veginn árið 1933. Þeir hefðu þá verið fimm saman, en vegurinn hafi verið gerður að beiðni Hlínar í Krýsuvík og á hennar kostnað.

Méltunnuklif

Méltunnuklif.

Þeir hafi haft einn hest, Nasa, og einn vagn við vegagerðina. Hún hafi verið tiltölulega auðveld að Méltunnuklifi, en þá hafi þeir þurft að ryðja sér braut niður klifið og í gegnum Leggjabrjótshraun, yfir Núpshlíðina og áfram yfir hraunið að Latfjalli. Þá hafi Ögmundarhraunið tekið við og liggur gamli vegurinn skammt norðan núverandi vegar. Við austurenda hans er komið inn á leið þá er Ögmundur lagði forðum. Gengið var að dysinni, teknir punktar og hún skoðuð. Þá var gengið spölkorn eftir gömlu leið Ögmundar. Enn sést vel móta fyrir henni á kafla í hrauninu.
Komið var að Ísólfsskála. Vestan við Huldukonustein (norðan íbúðarhússins) er Bjallinn. Undir honum, þar sem hann er sléttastur og gamalt garðlag liggur að honum, voru Skálaréttir. Í þeim voru dilkar og almenningur. Þangað komu Grindvíkingar í réttir. Eftir að Borgarhraunsréttir voru hlaðnar lögðust þær af.
Notarholl-224Á Ísólfsskála benti Jón á Gvendarvör, sem er innan í fallegu lóni utan við Nótarhól austan við túnin á Skála. Á hólnum og við hann eru mikil fiskibyrgi og þurrkgarðar frá þeim tíma er fiskur var verkaður og þurrkaður á staðnum. Jón sagði að fiskurinn hafi verið flattur eins og saltfiskur nú, hann síðan lagður inn í byrgin og þess gætt að roðið lægi saman. Þannig hafi fiskurinn verið um veturinn. Um vorið hafi hann verið tekinn og lagður á garðana uns honum var pakkað og skúturnar komu erlendis frá og sóttu hann. Þær hafi verið á legu utan við víkina, stundum margar saman. Utan við Nótarhól er Gvendarvör, eins og fyrr sagði og heitir ysta mark lónis Gvendarsker. Frá því myndast alnbogi til lands með því austanverðu og sker að vestanverðu.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – gamli bærinn.

Lending hafi verið í Börubót, sem verið hafði beint neðan við bæinn. Bærinn sjálfur var þar sem nú er bílastæði vestan við græna sumarbústaðinn vestast á túninu, undir Bjallanum. Enn sést móta svolítið fyrir hleðslum hússins að hluta. Austan við veginn að bústaðnum eru einnig hleðslur gripahúsanna, en göng voru yfir í þau úr bænum. Sjóbúðun var framan og vestan við bæinn, fast við veginn að bústaðnum. Hleðslurnar sjást þar að hluta. Beint þar fyrir neðan sjóbúðina er hlið. Sjávarmegin við það, þar sem nú er sjávarkampurinn, var hlaðinn brunnur bæjarins.

Notarholl-225Kampurinn hefur gengið mikið upp síðan því tún var niður að honum allt að móts við Lambastapann, sem er austasti klettur Festisfjalls, Skálamegin. Ofan hans er Hjálmarsbjalli, nefndur eftir bróður Guðmundar. Hann ruddi svæðið ofan við bjallann, hlóð veggi og gerði þar túnblett. Norðan við húsið er stakur steinn er nefnist Huldukonusteinn. Segir sagan að huldukona hafi eitt sinn birst heimasætunni er var að leik við steininn og beðið hana um að lána sér dúkku, sem hún hafði. Heimasætian lánaði huldukonunni dúkkuna, en svo óheppilega vildi til að hún missti hana svo hún brotnaði. Varð af grátur og gnýstan tanna, en huldukonan hvarf inn í steininn.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – steinninn.

Haldið var að “nýja” Skálahúsinu, sem byggt var 1931. Austan þess er stór steinn. Hann féll úr Bjallanum er faðir Jóns var níu vetra og lenti á höfði hans. Hlaut hann langt og mikið sá þvert yfir höfuðið svo leðrið hékk laust. Varð að sækja lækni til Keflavíkur til að vinna saumaskapinn. Suðaustan við húsið, þar sem nú er grunnur, stóð Bergsstaðahúsið. Það var síðar flutt út í Þórkötlustaðahverfi og loks út í Járnegarðastaðahverfi, a.m.k. hluti þess. Guðbergur Bergsson hefur búið þar. Í stefnu austur frá húsinu, ríst klettaborg úti í hrauninu. Hún nefnist Kista. Fjárbólið var uppi í klettunum norðan við bæinn. Jón sagðist muna eftir því, t.d. árið 1928, að mikið af skútum hafi verið við veiðar utan við ströndina. Þær voru franskar, færeyskar, danskar og hollenskar.

Notarholl-226

Séð frá húsinu, í átt að Nótahól, er lágur grashóll og utan í honum hleðslur. Hann nefnist Hestagerði. Rangagerði er djúp skora utar með ströndinni og skerst hún allangt inn í bergið. Þangað komst t.d. sjómaður eitt sinn á bát sínum í vonskuverði og bjargaðist. Rangagerði varð áður fyrr austurmörk Ísólfsskála, eða eftir að bóndinn gaf Kálfatjörn rekann frá gerðinu að Dágon á Selatöngum sem sálargreiða. Í staðinn eftirlét Kálfatjörn Ísólfsskála grásleppuveiði utan við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Bárður, bóndi á Skála, keypti hann til baka árið 1916 svo nú eru austurmörkin aftur í Dágon.

Brandur

Vörðurnar Brandur og Bergur.

Þegar haldið var áfram austur Ísólfsskálaveg lýsti Jón Hrafnsskriðu undir Slögu, Stórusteinum, Lágaskarði o.fl. stöðum. Vörður tvær á hægri hönd heita Bergsvarða (nær veginum) og Bárðarvarða. Bergur, faðir Guðbergs, hlóð þá veglegri er hann sat yfir fénu þarna og vildi hafa eitthvað um að sýsla. Gil eitt á vinstri hönd er merkilegt fyrir það að í því eru drykkjarskál. Þar settist vatnið og gat fé gengið að því vísu.

Ögmundardys

Jón Guðmundsson við Ögmundardys.

Fyrsta hornið við veginn á vinstri hönd heitir Fyrsta brekka í Méltunnuklifi. Síðan tekur við Önnur brekka í Méltunnuklifi. Þangað voru kýrnar frá Skála venjulega reknar til beitar. Loks er Méltunnuklifið. Þá hafi vegurinn um klifið bæði ve mjór og svo þröngur að erfitt gat verið að komast með hesta þar um. Gamla þjóðleiðin, sem fyrr var líst, kemur ofan af klifinu skammt norðar. Þar heitir Innsta brekka í Méltunnuklifi. Grasi gróið dalverpi er þar austanvið. Farið er í gegnu gjallgíga. Þeir heita Moshólar.
Áður en haldið var að Selatöngum var farin gamla leiðin í gegnum Ögmundarhraun, þá er Jón og félagar ruddu á sínum tíma. Jón lýsti leiðinni og vinnunni. Verst gekk, að hans sögn, að komast í gegnum hraunhaftið skömmu áður en komið er austur fyrir hraunið. Í Mjöltunnuklifinu hafi þurft að sprengja klett, sem slútti út í stíginn og orsakaði erfiðleikana við flutninga fyrrum. Við austurjaðar hraunsins er dysin skammt frá. Enn má vel sjá móta fyrir hleðslum í henni.

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson á fer með FERLIR á Selatöngum 2004.

Á leiðinni niður að Selatöngum lýsti Jón Eystri lestarleiðinni frá Krýsuvík, Rekagötunni og Vestari lestarleiðinni, um Katlahraun út að Ísólfsskála. Eystri leiðin liggur með hraunkantinum, sem er handan hraunssléttunar austan vegarins. Jón að þeir hefðu verið svo til allt haustið að reiða reka heim frá Selatöngum. Tanga Móri hefði stundum gert vart við sig, en vitað var að hann hafi verið vesalingur, sem orðið hafði úti þarna við Tangana. Fræg er sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda.
Gengið var að refagildrunum vestan við Selatanga. Faðir Jóns hlóð þær á sínum tíma. Jón sagði hann hafa verið meira gefinn fyrir veiðar en búskap. Gildrurnar hafði hann ekki séð í u.þ.b. hálfa öld. Gengið var eftir Vestari lestargötunni í gegnum Katlahraun og að Smíðahelli. Á leiðinni benti Jón á skarð suðvestan í Katlinum, en af því var áður tekið mið í Geitahlíðarenda – fiskimið. Jón sagði vermenn á Selatöngum stundum hafa stolist í Smíðahelli í landlegum, tekið með sér rekavið, og dundað við að smíða úr þeim ausur, spæni, tögl o.fl. Þetta hefðu þeir ekki mátt, en í hellinum gátu þeir dulist án þess að nokkur yrði þeirra var.

Selatangar-221Þar sem setið var utan við hellinn í kvöldsólinni benti Jón á Langahrygg í norðri. Hann sagðist hafa verið þarna niður á Töngunum haustið 1940 er hann og bróðir hans hefðu orðið var við hvítann flekk utan í hryggnum. Þeir hafi haldið heim, en síðan farið upp á hrygginn. Þegar þangað kom hafi þeir sé líkamsparta dreifða um hlíðina og brak úr flugvél upp og niður um hana alla. Þeir hafi gengið niður til Grindavíkur til að láta vita. Þaðan hafi verið haft samband við herinn, því þarna var um ameríska flugvél að ræða með marga háttsetta innanborð. Haldið var á hrygginn í bryndreka, en það hafi verið í fyrsta og síðasta skiptið sem hann hafi ferðast með slíku farartæki.

Selatangar

Selatangar – fjárskjólið.

Litið var á fjárskjólið norðan Katlahrauns. Jón sagði það hafa verið hlaðið um 1870 af föður hans, sem þá hafi búið á Vigdísarvöllum, vegna þess að féð hafi leitað niður í sunnanverðar Núpshlíðar og alveg niður í fjöru á Selatöngum. Eftir að faðir hans flutti að Skála komu þangað íslensk kona og fylgd hennar var Þjóðverji. Þetta var á stríðsárunum. Þau hafi beðið um húsaskjól. Guðmundur hafði slíkt ekki á lausu, en vísaði þeim á fjárskjólið. Þar dvaldi parið um tíma eð þangað til þau voru sótt þangað af Bretum.

Nótarhellir

Nótarhellir.

Jón vísaði á Nótahellir vestast á Seltöngum. Þar sagði hann bændur hafa lagt nótina yfir vík, sem þar er, til að veiða selinn, sem hafi verið fjölmennur á og utan við tangana í þá daga. Hellirinn sést vel á lágfjöru, en erfitt er að komast að honum í annan tíma. Fé leitaði stundum inn í hellinn og flæddi þá stundum inni. Þess vegna var reynt að gera gerði utan við hornið landmegin, en það fór veg allrar veraldar.
Þá var gengið um Selatangasvæðið sjálft. Það skal tekið fram að eftir gönguna sáu þátttakendur svæðið í allt öðru ljósi en áður. Þarna er svo margt og merkilegt að finna að erfitt er að lýsa því stuttum texta. Þess vegna var ákveðið að nota ferðina og gera uppdrátt af svo til öllum mannvirkjum á Seltaöngum, nefna þá og staðsetja svona nokkurn veginn.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Vestan við sjálfa Selatangana eru brunnurinn, þar sem vatn aldrei þraut. Ofan hans eru Brunntjarnirnar. Jón sagði að hann og bróðir hans hefðu fyllt svo til alveg upp í brunninn eftir að dauð rolla fannst ofan í honum. Hann hafi áður verið meira en mannhæða djúpur.
Vestast á Selatöngum, austur undir kletti, er hlaðið hesthúsi Á austurveggnum eru garðarnir. Sunnan hesthússins eru búðir þær, sem síðast var hafst við í. Innst, nyrst, er eldhúsið. Sjá má ennþá hlóðarsteinana í suðausturhorni þess. Framan við eldhúsið eru tveir bálkar, svefnhús. Austan við þá er hús, sem var hluti búðanna. Í þeim var hafst við allt til ársins 1880, en þá gerði faðir hans út bát frá Selatöngum.

Selatangar

Selatangar – verbúð.

Báturinn var jafnan í Tangasundinu, sem er neðan við vestasta fiskibyrgið á hól sunnan búðanna. Að því er gengið frá búðunum um hlaðið hlið. Byrgið stendur svo til heilt. Göt eru á báðum göflum. Jón sagði þau hafa verið lyklinn að önduninni. Fiskinum hafi verið staflað líkt og á Nótarhól og þess gætt að kjötið snertist ekki. Þannig hafi hann verið um veturinn. Um vorið hafi fiskurinn verið tekinn og borinn út, þurrkaður og ýmist fluttur út í skútur eða heim. Fiskibyrgin standa sum svo til heil, bæði með húslagi og ein hringlaga. Verbúðirnar eru við fyrstu sín illa sjáanlegar, en þegar betur er að gáð, sjást þær vel. Austustu búðirnar er vestan við Selalónið, en austan þess er klettaveggur. Hann heitir Vestari Látur. Austari Látur eru þar skammt austar. Rétt sést móta fyrir austustu búðunum, sunnan við austasta þurrkbyrgið, sem stendur þar nokkuð heillegt. Búðirnar eru vestan við hlaðinn stíg er liggur frá fiskbyrginu niður að ströndinni. Ofan byrgisins er Smiðjan í klettasprungu. Austan þess er hlaðið hringlaga fallegt fiskibyrgi.

Selatangar-223

Selatangar – Dágon fyrir miðju (nú horfinn).

Dágon er nær horfinn. Hann sést þó í fjöruborðinu sem lítill klettur, suðaustan við vestasta fiskibyrgið. Vestan hans er hærri klettur og annar stór uppi á bakkanum á milli þeirra og byrgisins. Á tiltölulega sléttum grágrýtisklöppunum neðan við Dágon er klappað LM, en þar voru austurmörk Ísólfsskála og Krýsuvík tók við. Áletrunin sést einungis á lágfjöru. Jón sagðist hafa ætlað að skýra fyrsta bátinn sinn Dágon, en þegar hann frétti að nafnið þýddi “djöfull” á dönsku, hafi hann hætt við það.
Neðan við það fiskibyrgi, sem er heillegast miðsvæðis, er Skiptivöllurinn, bergrani út í sjó. Þar voru áður sléttar klappir og voru þær notaðar sem skiptivöllur líkt og vellirnir við Stokkasundið í Selvogi.

Selatangar

Selatangar – gömul verstöð á Reykjanesskaga. Þetta byrgi er nú horfið til hálfs.

Þegar gengið er til vesturs á Töngunum má t.d. sjá þurrkgarða, fiskbyrgi fremst, verbúð austan undir kletti (þeirri er lýst var áður), hesthúsið norðar, fiskibyrgi, fjögur kringlótt fiskibyrgi, íveruhús, fullt að sandi, skiptivöllinn, hús, hringlaga fiskibyrgi, fiskibyrgi, tvö sandfyllt hús, tvo hringlaga byrgi, Smiðjuna, fiskibyrgi, hús, eldhús, bálka og loks fiskibyrgi. Utar er Selalón, eins og áður sagði. (Sjá nánar í bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga. Í honum er m.a. fyrrnefndur uppdráttur af Töngunum).
Veður var í einu orði sagt frábært – logn, sól og hiti.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Slaga

Gengið var um Skollahraun í blíðskaparveðri. Vestast í hrauninu eru gamlir fiskigarðar og fiskbyrgi frá árabátaútgerðinni við Ísólfsskála.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – fiskbyrgi við Nótarhól.

Þarna, líkt og í Strýthólahrauni, Slokahrauni, á Selatöngum og í Herdísarvík eru hundruðir metra af þurrkgörðum er liggja um hraunið. Inni á milli má sjá þurrkbyrgin. Erfitt er að koma auga á sum þeirra vegna þess hversu mosavaxin þau eru orðin. Enn einn verstöðvaminjastaðurinn við strönd Reykjanesskagans. Þessar minjar hafa varðveist vel vegna þess hversu fáir hafa vitað af þeim.
Skoðaður var fjárhellir Skálabúa undir öxlinni er liggur suðvestur úr Slögu og síðan kíkt á vatnslind þeirra undir hlíðinni.

Slaga

Slaga.

Slaga er merkilegt jarðfræðifyrirbæri. Undir henni sunnanverði voru fyrrum sjávarhamranir, en nýrra hraun færði hana utar þar sem hún nú er. Á bak við Slögu að norðanverðu er Drykkjasteinsdalur. Dregur dalurinn nafn sitt af Drykkjarsteininum, sem aldrei á að þrjóta vatn í. Hann er við gömlu þjóðleiðina um dalinn austur til Krýsuvíkur.
Síðan var haldið á Núpshlíðarháls þar sem gengið var eftir eldgígaröðinni og skoðaðar hraunæðar og hraunfarvegir.

Stóri-Hamradalur

Stóri-Hamradalur.

Gengið var um Stóra-Hamradal og við norðurenda hans upp á Núpshlíðarhálsinn þar sem útsýni er um bakland Keilis, norður til höfðuborgarsvæðisins og vestur til Grindavíkur. Neðan undir hálsinum kúrði Hraunssel með tóttum og stekkjum. Á bakaleiðinni var gengið að gígunum, sem Ögmundahraun kom úr, dáðst að útsýninu yfir Bleikingsdal og síðan haldið með gígaröðinni til suðurs.
Um var að ræða frábæra göngu í fallegu umhverfi.

Ísólfsskáli

Refagildra Í Skollahrauni við Ísólfsskála.

Selatangar

Hugsandi er Vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi. Eftirfarandi grein Lilju Bjarkar Pálsdóttur um „Rannsókn fiskbyrgja á Gufuskálum og Selatöngum„, má lesa á vefsíðu Fornleifastofnunar Íslands. Hér er um úrdrátt að ræða.

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Við upphaf þeirrar rannsóknar sem hér verður fjallað um voru settar fram ýmsar spurningar sem leitast var við að svara. Spurningarnar voru af ýmsum toga en flestar tengdust mannvirkjunum sjálfum, aldursgreiningu, byggingarforminu og byggingarefninu, fjölda og varðveislu. Auk þess voru almennari spurningar um fiskbyrgi; Hvort þau er að finna víðar en á Gufuskálum og Selatöngum og hvaða heimildir eru um slík mannvirki?

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Engin samantekt hefur átt sér stað um fjölda byrgja, gerð, ástand og dreifingu þeirra að því er höfundur kemst næst og hefur því land verið lagt undir fót síðustu misseri til að skoða og skrá einkenni hinna ýmsu byrgjastaða. Markmiðið er að skrá sem flestar þyrpingar byrgja og einkenni hvers staðar fyrir sig, ef einhver eru og með því, meðal annars, varpa skýrara ljósi á notkun byrgjanna og þar með framleiðsluaðferðir skreiðar fyrir vélaöld.
Gufuskálabyrgin eru hugsanlega þekktust ásamt byrgjum við Selatanga á Suðurnesjum. Það er erfiðleikum bundið að aldursgreina fiskbyrgin þar sem byggingarefnið gefur ekkert uppi um slíkt. Að vísu eru til aðferðir sem notaðar eru til að aldursgreina skófir og af þeim er nóg á byrgjunum, en sú aðferð er ekki mikið, ef eitthvað, notuð hér á landi. Sú aldursgreiningaraðferð sem mest er notuð, gjóskugreining, dugar ekki á Gufuskálum því ekki finnast nothæf, greinanleg gjóskulög á norðanverðu Snæfellsnesinu.

Selatangar

Selatangar – fiskbyrgi.

Við skráningu byrgjanna fyrir þessa rannsókn var reynt að skipta þeim í aldursflokka eftir ástandi og útliti. Þau sem voru mikið fallin með miklum skófum, mosa- og/eða lyngvaxin voru skráð elst og svo framvegis.
Á hinum endanum voru þau sem stóðu nær alveg heil en þau eru einnig minna yfirvaxin og minna er af skófum á þeim. Með þessari aðferð er hægt að fá einskonar innbyrðis aldursgreiningar, en hún segir að sjálfsögðu ekkert um raunverulega tímasetningu byrgjanna. Því er eðlilegast að reyna að tímasetja þau út frá verstöðinni sem þau tilheyra.
Byrgin  [á Gufuskálum] eru misfallin og sum yfirvaxin gróðri og hafa þau því ekki verið öll í notkun á sama tíma. Elstu byrgin virðast vera á jöðrum minjasvæðisins, þ.e. lengra uppi í hrauninu en einnig fjær verbúðunum/bæjarhólunum.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Yngstu byrgin, þ.e. þau sem standa enn vel og eru jafnvel heil, virðast raðast beint fyrir ofan verbúðirnar/bæjarhólana og eru sem næst hraunjaðrinum. Hugsanleg skýring er sú að eftir því sem umsvif minnkuðu hafi umfang svæðisins einnig minnkað og fjarlægari byrgi því orðið óþörf.
Lögun byrgjanna og stærð hefur ráðist af staðsetningu þeirra og byggingarefninu þar sem oft hefur verið notast við hraunkletta og hlaðið utan í þá. Byrgin eru yfirleitt ekki breið en geta hinsvegar verið löng. Ástæðan fyrir því er sennilega sú að þrátt fyrir að óreglulegt hraungrýtið henti vel í hleðslur og festist vel saman, ber það ekki kúpt þakið (borghlaðið) ef breitt er milli langhliðaveggja. Af sömu ástæðu hentar vel að hafa veggina sporöskjulaga eða rúnnaða. Staðsetning byrgjanna er heldur ekki tilviljun. Uppi í hrauninu er byggingarefnið og þar eru hæstu staðirnir þar sem vel blæs svo fiskurinn þornar vel.
Slétt svæði sem finnast við sum byrgin á Gufuskálum eru athyglisverð. Slétt svæði myndast væntanlega við efnistöku fyrir byrgin, en það skýrir þó ekki svæðin að öllu leyti þar sem greinilega hefur verið hlaðið í kringum sum þessara sléttu svæða. Þá er hlutverk grjóthleðslanna utan um sléttu svæðin óljóst. Ef aðeins er verið að bera fisk í byrgin til herslu þarf varla að hlaða garða til varnar búfénaði, þar sem inngangi byrgjanna var lokað og fiskurinn því öruggur. Ef fiskurinn var hinsvegar lagður í kös fyrir utan byrgin líta svæðin öðruvísi út. 

Áhugavert væri að líta undir gróðurþekjuna innan garðanna og sjá hvort merki um fiskvinnslu sé þar að finna. Mögulega kæmi sú vinnsla í ljós með fiskibeinum og lífrænum úrgangi, þ.e. í meiri mæli en myndi myndast við að leggja frá sér fiskböggla á meðan verið væri að koma fisknum hálfþurrum í byrgið. Engir fiskigarðar voru sjáanlegir eða greindir í hrauninu á Gufuskálum. Þeir eru ekki heldur greinilegir við verbúðarhólana eða á flatlendinu fyrir neðan hraunið. Möguleg skýring á þessum afmörkuðu svæðum við byrgin er, að þar hafi verkunin hugsanlega farið fram að miklu leyti og að þessi sléttu vinnusvæði séu í raun kasarreitirnir. Sandfok er og hefur ávallt verið mikið vandamál á þessu svæði og því er kannski líklegt að betra hafi verið að kasa og hálfþurrka fiskinn í hrauninu, hátt yfir sandsvæðinu. Einnig er alls ekki víst að notast hafi verið við fiskigarða á Gufuskálum, heldur einhverskonar hjalla eins og Lúðvík bendir á, en talið er að á Gufuskálum hafi fiskurinn verið hnakkaflattur, þ.e. þurrkaður á rám. Slíkur fiskur þótti heldur síðri en plattfiskurinn sem var þurrkaður á fiskigörðum. Við eitt byrgið leit út sem einhverskonar stoðarpakkning, þ.e. grjót sem notað hefur verið til að styðja við stoð, væri á vinnusvæði utan við inngang. Þetta gæti verið vísbending um lofthjall. Ef slíkir hjallar hafa verið notaðir er ekki líklegt að mikið finnist af þeim eða ummmerkjum eftir þá vegna áðurnefndrar gróðurþekju sem sveipar hraunið. Áhugavert væri þó að kanna svæðið aftur með þessi ummerki í huga.
Það sem einkennir minjarnar á Selatöngum eru hinir mörgu grjóthlöðnu garðar sem tilheyra hverju byrgi. Saman mynda þessir garðar og byrgin flókið kerfi athafnasvæða þar sem fiskverkun af einhverjum toga hefur átt sér stað. Verkunarsvæðin innan garða við byrgin á Selatöngum styðja þá kenningu að vinnusvæði sé að finna við sum byrgin á Gufuskálum. Fiskbyrgjunum í Dritvík svipar mikið til byrgjanna á Selatöngum hvað stærð og hleðslur varðar en auk þess eru greinilegir garðar tengdir byrgjunum og mynda verkunarsvæði.
Margt er þó ólíkt með stöðunum og eru jafnvel byrgin sjálf greinilega öðruvísi. Á Selatöngum eru byrgin hlaðin mikið til úr hraunhellum (þó ekki algilt) og við það líta þau út fyrir að vera mun reglulegri en byrgin á Gufuskálum, sem með sínu óreglulega hraungrýti líta svolítið út eins og þau hafi verið hlaðin í flýti og ekki vandað til verks. Ef betur er að gáð er hleðslan hinsvegar vönduð, þar sem hver steinn skipar mikilvægan sess í hleðslunni, eigi ekki allt að falla saman.
SelatangarLjóst er að mikið verk er eftir ef kanna á fiskbyrgi á Íslandi til hlítar og er þessi rannsókn langt frá því að vera tæmandi. Hinsvegar er ekki síst mikilvægt að skoða minjar sem þessar í ljósi þess að ótrúlega lítil áhersla hefur verið í fornleifafræði á minjar tengdum sjósókn og fiskverkun hér á landi. Þrátt fyrir hversu stór þáttur og mikilvægur sjósókn hefur verið Íslendingum frá upphafi er undarlegt hversu lítið af verbúðum og öðrum sjávarminjum hefur verið rannsakað með fornleifafræðilegum aðferðum. Þónokkuð hefur verið skrifað um efnið og má þar sem dæmi nefna rit Lúðvíks Kristjánssonar Íslenskir sjávarhættir en einnig eru nýlega komin út þrjú bindi Jóns Þ. Þórs, Sjósókn og sjávarfang: Saga sjávarútvegs á Íslandi. Með því að skoða fiskbyrgin er vonast til að upplýsingar um mismunandi verkunaraðferðir milli verstöðva, ef ekki landshluta komi í ljós. Þá gæti fjöldi þeirra og stærðir í tengslum við verstöð gefið vísbendingar um hvort um fisk til heimabrúks er að ræða eða söluvöru og bætt þannig við vitneskju okkar um sjósókn fyrri tíma. Þá væri fróðlegt að athuga hversu mikið magn af flöttum fiski kemst fyrir í meðal byrgi en þannig væri hugsanlega hægt að áætla umfang útgerðarinnar.“

Heimildir:
-Gavin M Lucas. 2009. Samkæmt samtali.
-Magnús Á. Sigurgeirsson. 2009. “Könnun á gjóskulögum“. Fornleifakönnun á verbúðarleifum á Gufuskálum, Snæfellsnesi. Bráðabirgðaskýrsla. Fornleifastofnun Íslands. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1982. Íslenzkir sjávarhættir. 2. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík
-Lúðvík Kristjánsson. 1983. Íslenzkir sjávarhættir. 3. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1985. Íslenzkir sjávarhættir. 4. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Sigfús M. Johnsen. 1946. Saga Vestmannaeyja. 1.-2. bindi. Ísafoldarverksmiðja hf. Reykjavík.

Aðgengi:
-http://hugsandi.is/articles/rannsokn-fiskbyrgja-a-gufuskalum-og-selatongum/

Nótarhóll

Fiskbyrgi á Nótarhól.

Ísólfsskáli

Gengið var um Ísólfsskála, verminjarnar á og við Nótarhól ofan við Gvendarvör austan Rangagjögurs neðan Skálabótar, og haldið með ströndinni um Tranta, Hattvík og Kvennagöngubása út í Hraunsnes. Þaðan var gengið um Veiðibjöllunef og Mölvík í Katlahraun uns staðnæmst var við fjárskjólið þar uppi í hrauninu.

Hraunsnes

Hraunsnes – jarðmyndun.

Hraunið ofan við Hraunsnes, austan Ísólfsskála, nefnist Skollahraun, en hraunið ofan við Mölvík nefnist Leggjarbrjótshraun. Austar er Katlahraun. Samheiti á hraunum þessum er Ögmundarhraun (sbr. landakort), en eins og af nöfnunum sem og útliti má sjá er Ögmundarhraun fleiri en eitt hraun.
Á leiðinni var m.a. ætlunin að huga að fallegum brimkatli við ströndina, gati, sem sjórinn hafði brotið sig upp um allnokkuð ofan við ströndina og kíkja í sprungu, sem opnaðist nýlega í Katlahrauni. Ketillinn og gatið sáust vel í nýlegu yfirlitsflugi FERLIRs.
Umhverfið er eitt, en veðrið annað. Athyglin og skynjunin tengja hvorutveggja saman í heildir. Að þessu sinni hafði verið samið um ásýnilega sjávarágjöf, hvítfryssandi háöldur og skynjanlegt samstuð sjávar og strandar (átök Gyms og móður Jarðar) – svona að til auka enn á áhrif umhverfis og veðurs.

Mölvík

Í Mölvík.

Göngunni er hér lýst upp í vindinn, rangsælis við leiðina, sem gengin var – upphafið var því við fjárskjólið í Katlahrauni og endirinn við Ísólfsskála – til þess að auðveldara væri að sjá það sem fyrir augu bar á leiðinni. Svæði þetta er ótrúleg náttúrusmíð – ekki síst þegar veðrið fær að leika lausum hala.
Tillaga frá Náttúrfræðistofnun Íslands árið 2002 og síðar Umhverfisstofnun frá árinu 2004 hefur legið fyrir um að koma svæðinu á náttúruminjaskrá. Í umsögn stofnananna um svæðið segir m.a. að þar séu “fallegar og óvenjulegar hraunmyndanir og einstakar mannvistarleifar, svo greinilega yfirbugaðar af eldvirkni landsins. Á svæðinu eru jarðmyndanir, vatnafar, plöntur, dýr, vistkerfi, vistgerðir, búsvæði, landslag, víðerni, menningar- og söguminjar og fágætar náttúruminjar. Sumar þeirra eru í hættu. Katlahraun, sem er vestan Ögmundarhrauns, hefur runnið í sjó fram. Katlahraun er talsvert eldra en hið eiginlega Ögmundarhraun. Sama má segja bæði um Leggjarbrjótshraun og Skollahraun. Þarna eru mikil hraunflæmi, sérkennilegar hrauntjarnir og hellar. Áhrifaríkt er að koma að fyrrum byggð Í Húshólma í Ögmundarhrauni og sjá þar húsatóttir, sem hraunið rann yfir (1151). Á Selatöngum eru hlaðnar rústir eftir útræði fyrri alda. Þar eru friðlýstar fornminjar, líkt og gildir um minjarnar í Húshólma.”

Hraunsnes

Hraunmyndun í Hraunsnesi.

Í Náttúruverndaráætlun Umhverfisstofnunar 2004-2008 er gert ráð fyrir að svæðið verði sett á náttúruminjaskrá. Í umsögn um umhverfismats um Suðurstrandaveg er þó látið sem svæðið sé allt á náttúrminjaskrá. Hvað sem því líður er hér í heild um bæði áhugavert og verðmætt svæði að ræða, einkum út frá framangreindum efnisþáttum.
Forstjóri Umhverfisstofnunar hefur sagt að eitt af mikilvægari verkefnum stofnunarinnar frá því að hún hóf starfsemi sína hinn 1. janúar 2003 sé m.a. að reka smiðshöggið á tillögu um náttúruverndaráætlun sem unnið hafði verið að um nokkra hríð í samræmi við lög nr. 44/1999, um náttúruvernd. Þar segir að
„maðurinn hefur nýtt sér auðlindir náttúrunnar frá örófi alda. Hann hefur reynt að móta náttúruna í viðleitni sinni til að brauðfæða sig og afkomendur sína. Athafnasaga mannsins er ekki samfelld sigurganga heldur endurspeglar hún, líkt og önnur saga mannsins, þróun þar sem mörg mistök hafa átt sér stað, þar sem menn hafa lent í blindgötu með framkvæmdir sínar, þær verið endurskoðaðar og nýjar leiðir reyndar þar til betri árangur náðist. Í upphafi var viðleitnin vanmáttug, en smám saman varð manninum meira ágengt við að móta náttúruna að sínu höfði. Margir telja að iðnbyltingin á miðri 19. öld marki upphaf þeirra gríðarlegu breytinga sem síðan hafa átt sér stað. En á síðustu öld varð nánast stökkbreyting þar sem saman fór gífurlega hröð fólksfjölgun og tæknibylting sem á sér enga hliðstæðu í sögu mannsins.

Hraunsnes

Í Hraunsnesi.

Í byrjun 21. aldar ræður maðurinn yfir verkfærum og þekkingu sem geta breytt og mótað náttúruna á örskömmum tíma með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef varúðar er ekki gætt, enda er tæknin orðin slík að auðvelt er að valda óbætanlegum skaða með vanhugsuðum aðgerðum. Það er eðlilegt þegar fólk sér þær breytingar sem hafa orðið á umhverfinu að margir vilji staldra við og spyrja um ávinning af þessum breytingum og hverju sé fórnað. Nýting náttúruauðlinda er undirstaða efnahagslegrar velferðar flestallra þjóða heims. Hins vegar eru það einnig eftirsóknarverð lífsgæði að mega njóta fjölbreyttrar náttúru.  Nýting náttúrugæða jarðar hefur margar hliðar. Síðarnefndu sjónarmiðunum hefur vaxið mjög ásmegin eftir því sem tækninni hefur fleygt fram, efni fólks hafa orðið meiri, og meiru hefur verið raskað. Það er hlutskipti þeirra sem sinna náttúruvernd að horfa til framtíðar og til þeirrar ábyrgðar sem við sem nú lifum berum á þeim heimi sem við skilum til komandi kynslóða. Óhjákvæmilega stangast hagsmunir annarrar nýtingar, fjárhagslegir eða félagslegir, stundum á við hagsmuni náttúruverndar. Þess vegna verða náttúruverndarmál oft átakamál. Það er ákaflega mikilvægt að rök, t.d. fyrir friðun lands, séu sett skilmerkilega fram og að þau séu aðgengileg almenningi jafnt og stjórnvöldum.“ Staðreyndin er því miður sú að of margt fólk hugsar lítið sem ekkert um umhverfi sitt og allt of margir hugsa yfirleitt ekki um nokkurn skapan hlut – nema kannski svolítið um þá sjálfa.

Mölvík

Í Mölvík.

Skoðuð voru hlaðin byrgi og garðar ofan við Gvendarvör. Um er að ræða svipaðar og hinar friðlýstu minjar og á Selatöngum, en þó minni í sniðum. Mannvirkin lýsa vel sögu fiskverkunarinnar, sem lýst er nákvæmlega í umfjöllun um skreið undir Fróðleikur hér á vefsíðunni (ath. megnið af fyrri vefsíðuskrifum er hulin um sinn).
Sker utan við ströndina skammt suðaustar nefnast Trantar og austan þeirra er Hattvíkin. Þar skammt austar eru Kvennagöngubásar, hin þokkalegasta lending. Þá tekur Hraunsnesið við, en það er smækkuð mynd af Dimmuborgum og Katlinum (Borgunum) í Katlahrauni. Þunnfljótandi hraun (Skollahraun) hefur runnið þar í „sjóketil“. Við það hafa myndast formfagrir hellulaga stöplar sem og hinar ótrúlegustu hraunmyndanir. Storknuð hraunhellan hefur síðan fallið niður og stöplarnir staðið eftir. Gerður hefur verið slóði út í nesið og hafa einhverjir verið að dunda sér við að fjarlægja hellurnar utan af stöplunum, sem er hin mesta eyðilegging á þessu fallega náttúrufyrirbæri, og nota í garða sína þar sem allt samhengi við þær skortir. Litbrigði og myndanir í klettum eru einstök í Hraunsnesi.

Mölvík

Mölvík – hellisgat.

Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála sagði fyrir skömmu í samtali að áður hafi jafnan verið róið úr Gvendarvör og gert að á Nótarhól. Austan við hólinn eru rústir verkhúss. Trantar þar utan við væru í raun hrjúft hraun, sem stendur upp úr sjónum. Nafnið benti til þess að það hafi hrannast upp, tranað eða trantað sér upp og myndað strýtur. Austar væru Rangargjögur og Hattvík. Rangagjögur væri í raun stórmerkilegt. Best væri að skoða það á fjöru til að þá sjá megi það vel. Gjögrið er á milli Tranta og Hattvíkur. Bát rak þar inn í vitlausu veðri fyrir u.þ.b. 20 árum síðan, er Ísólfur bjó enn á Skála, og lenti inni í skorunni. Þar er bæði þröngt og hyldjúpt. Áhöfnin, einn maður, komst gangandi heim að bæ og bankaði upp á. Bátnum varð hins vegar ekki bjargað. Kista er kistulaga klettur vestarlega og miðsvæðis uppi í hrauninu. Frá Nótarhól sést vel yfir að Festarfjalli, Lambafelli, nær og Lambastapa neðan þess, niður við sjó. Ofan við Skála er Bjalli (Hjálmarsbjalli) og Lyngfellið ofan hans.
Heimastibás heitir þröngur klettabás skammt austar og Kvennagöngubásar eru þar austan við. Veiðibjöllunef, stundum nefnt Vondanef, var mið af sjó austan úr Hælsvík. Þá átti Veiðibjöllunef að bera í Langageira í Fiskidaldsfalli. Þessa lýsingu hafði Jón fengið frá Manga á Hrauni, en Jón gaf m.a. út rit um miðin utan við Grindavík á sínum tíma, en þau skrif voru bæði byggð á reynslu hans sjálfs og þeirra manna, sem þá voru þegar gengnir.

Mölvík

Mölvík.

Mölvíkin virðist ekkert sérstök, en fyrir fiskimennina var hún það svo sannarlega. Mölvíkurleirinn (slétt hraunið ofan við víkina) var afmarkaður af Skála-Mælifelli að vestan og með skoru upp í Lönguhlíð að austan. Utar, á sléttum botni, voru togmiðin, en góðan og mikinn fisk var að hafa á hrauninu í Mölvíkinni, einkum á veturna. Á sumrin var veitt alveg upp við fjöru (Þorskmið). Þar sem Geitarhlíð kemur í skarðið á Katlahrauni og hrauk í hrauninu ber í vestari Görnina á Núpshlíðar (lægð er liggur upp í grasi búna hliðina – undir Görninni er fjárból) er hraundrangur undir. Þar eru um 7 faðmar niður. Fiskurinn sest að við hraundranginn, sem er um hálfur annar metri á hæð, undir sjólínu. Fiskurinn sést og tók líka vel ef verið var að. Straumurinn leikur um dranginn og þar lá fiskurinn í vari (líkt og fé í hlíð).
Jón sagði að vörðurnar uppi í Skollahrauni, skammt frá þjóðveginum undir Slögu, austan við Löngukvos, nefndust Bárðarvarða, eftir gömlum einsetumanni á Skála er hélt þar til um vetur, og Bergsvarða (faðir Hinriks og Guðbergs). Í umsögn um Suðurstrandarveginn eru þær sagðar „gamlar vörður við forna þjóðleið“. Þær þjónuðu hins vegar ekki öðrum tilgangi en þeim að stytta byggjendunum stundir á og meðan var.

Selatangar

Gatvarða á rekagötunni við Selatanga.

Gengið var inn í Leggjarbrjótshraun með Mölvíkinni. Um er er að ræða fallegt útsýni út með ströndinni. Þegar komið var inn í Katlahraun var gengið niður í Borgirnar (Ketilinn) og þær bornar saman við myndun stöplana í Hraunsnesi. Um er að ræða nátengd fyrirbæri.
Haldið var norður um hraunið að hlöðnu fjárskjóli fólksins á Vigdísarvöllum. Féð þaðan vildi leita niður í fjörur Selatanga og var þá hlaðið fyrir skúta þarna í hrauninu því til skjóls. Helgi Einarsson, sem var með í för, sagði að skjólið hafi einnig verið notað eftir að forfeður hans frá Vigdísarvöllum flutti búferlum niður að Ísólfsskála. Helgi er mjög kunnugur örnefnum á svæðinu, auk þess sem hann hefur bæði gengið mikið um það og ástundað miðin út undan því.
Brimketillinn fannst ekki í særokinu, en gatið tilnefnda fannst skammt vestan við fallegan gatklett í Mölvíkinni. Rúmlega 20 metra langur sjávarhellir gengur inn undir ströndina, étið malbergið og hefur síðan brotið sér leið upp um grágrýtishelluna þegar sjórinn hefur ætt þar inn og þrýstingurinn verið orðinn of mikill. Þá var kíkt í sprunguna í Katlahrauni, en hún myndaðist í jarðskjálfta fyrir u.þ.b. tveimur árum. Hún hefur verið að stækka smám saman og er þegar orðin alldjúp. Hellir gæti leynst undir niðri. Ekki er ólíklegt að sjórinn leyti finni sér leið um síðar meir. Skoðaður var skúti í Katlahrauni skammt norðan við Rekagötuna, en svo virðist sem hlaðið hafi verið að hluta til fyrir opið. Skútinn rúmar vel nokkra menn.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Ísólfsskáli

Brimketill við Kvennagöngubása.

Ísólfsskáli

 Gengið var frá Ísólfsskála inn á Skollahraun, litið á hlaðnar refagildrur á tveimur stöðum í hrauninu sem og byrgi refaskyttu og ströndinni síðan fylgt um Tranta og Hattvík inn í Kvennagöngubása þar sem kvenfólk baðaði sig fyrrum. Þar átti að vera „brimketill“, sem fáir hafa augum litið. Hið formfagra Hraunsnes var skammt utar. Ætlunin var að skoða það sem og Veiðibjöllunefið (Vondanef), samhangandi, vestan Mölvíkur.

Refagildra í Skollahrauni

Í örnefnalýsingu af Ísólfsskála (einni af fjórum) segir Guðmundur Guðmundsson, bóndi þar, m.a. frá þessu landssvæði að austanverðu: „Mölvík er vík þessi er með möl í botni. Þá tekur við berg með sjó, sem heitir ekki sérstakt, það er 1-2 mannhæðir, en svo ganga inn í það vik, básar og víkur. Þar vestar er svo Vondanef, og vestur og fram af því er Veiðibjöllunef. Þar hækkar hraunið og breytir um svip. Austar er það lágt og nokkuð sandborið. Þar vestar er bás, sem heitir Heimastibás. Hraun er þar vestur með, þar til kemur nafnlaus bás, svo er Rangagjögur. Austur og upp af honum er hóll, sem heitir Hattur. Enn vestar er hraun fram á kamb. Þar vestar er hraun fram á kamb. Þar vestar er vík, sem heitir Hattvík. Vestan við Hattvík tekur við skerjagarður, sem brýtur á um flóð, og heitir hann Trantar. Þar vestur af er sker, sem heitir Gvendarsker. Milli Tranta og Gvendarskers er mjó vör, sem breikkar þegar inn kemur, og heitir hún Gvendarvör. Upp af Gvendarvör er hóll, sem heitir Nótarhóll.“
Brimketill í KvennagöngubásÍsólfur Guðmundsson, sonur hans, upplýsti nánar um einstök örnefndi, s.s.: „
Veiðibjöllunef: Þegar mikið var um loðnu í Mölvík, sat veiðibjallan mikið á nefinu. Rangagjögur er dálítíð fyrir austan Ísólfsskála. Þetta er sprunga, sem liggur frá suðri til norðurs og frá austri til vesturs, liggur í kross. Þetta er stór og mikil gjá, sem sjórinn gengur í. Hattur er klettur uppí á hraunínu, og er gras á honum. Trantar eru austan við Gvendarvör. Hraun hefur runnið fram í sjó, en klettadrangar standa upp úr.“
Loftur Jónsson skráði sömu örnefni skv. eftirfarandi: „Austan Tranta er Hattvík, smámalarvík. Rangagjögur er lón inn í landið og fellur sjórinn um rifna klöpp. Þar austur af er klettur upp á kampinum með grastó í toppinn sem heitir Hattur. Þar austur af er smábás sem heitir Skálabás. Þar austur af er hraunnef í sjó fram og austur af því eru Kvennagöngubásar. Heimastibás er vestasti básinn. Hraunsnes skagar í sjó fram þar fyrir austan. Þar er talið hálfnuð leið frá Ísólfsskála að Selatöngum en þessi leið er talin um það bil klukkustundar gangur. Veiðibjöllunef, öðru nafni Vondanef , er þar fyrir austan og er það í vesturmörkum á Mölvík.“
Hraundrangur í HraunsnesiÍsólfur Guðmundsson svaraði svo spurningu um Kvennagöngubásana með eftirfarandi hætti. „Er nokkuð vitað um tilefni nafnsins Kvennagöngubásar? Sv.: Þar var kvenfólk sagt baða sig.“
Um vestanvert svæðið segir m.a. í  örnefnalýsingum um Nótarhól; „Á Nótarhól var byrgi. Fram af Nótarhól var annar hóll með sama nafni. En hann er nú horfinn í sjó.“ Jafnframt; „Nótarhóll er hóll upp af Gvendarvör, vestan við hraunið. Nótarhóll dregur nafn af því að dregið var fyrir sel í Gvendarvör og nótin síðan geymd á hólnum.
Norðvestur af Nótarhól er smágerði sem kallað er Hestagerði. Í fjörinni austur af Nótarhól eru tveir svartir klettar sem heita Svörtuklettar. Niður undan túninu er legan og ströndin kölluð Bót.“
Staðreyndin er hins vegar sú að innan við Nótarhól eru einar mestu verminjar á Reykjanesskaganum.

Ísólfsskáli

Nótarhóll – fiskbyrgi og þurrkgarðar.

Sem fyrr segir voru refagildrurnar í vestanverðu Skollahrauni fyrst barðar augum. Sú syðri er öllu heillegri. Fallhellan er þar enn og skammt suðvestar er byrgi refaskyttu. Mikið var um spor eftir refi í þunnföllnum snjónum. Sporin voru nánast öll frá því kvöldið áður svo líklegt má telja að þar hafi nokkrir refir verið á ferð í leit að æti. Í holu skammt ofan við ströndina hafði dauð æðarkolla verið dregin og verkhafi þegar búinn að éta af henni hausinn og öll bitastæðustu innyfli.
Hattur er áberandi kennileiti í sunnanverðu hrauninu, „skammt ofan strandar“. Neðan undir honum er Hattvíkin. Skammt ofan hennar er mosavaxinn hraunhóll. í honum norðanverðum er hlaðið hús, sem nú eru leifar þess. Líklega er hér um að ræða hluta af Nótarhólsminjunum, sem síðar verður vikið að.
Utar bar merkileg sjávarásýnd auga. Þegar létt alda barst að landi lyfti hún sér skyndlega á tilteknum stað utan við Fiskbyrgi við Nótarhólströndina, líkt og hún vildi rísa hátt úr sæ, en tókst það aldrei alveg. Líklega eru þarna drangar í sjónum er lyfta öldunni með þessum áhrifaríka hætti. Jón Guðmundsson frá Skála, lýsti einmitt svæðinu sem slíku í viðtali við FERLIR fyrir nokkrum árum. Sagði hann fiskinn laðast að dröngum þessum og þar hefði lóðningar jafnan bæði verið bestar og vísastar.
Ströndinni var fylgt til austurs með það að markmiði að leita brimketilsins við Kvennagöngubása. Fljótlega kom „Rásin“ í ljós og utar á básunum mátti berja brimketilinn auga. Um er að ræða merkilegt náttúrufyrirbæri. Hann er mun stærri en nafni hans á vestar á Reykjanesskaganum, en bæði dýpri og tilkomumeiri. Í góðu veðri, eftir nokkra sólskinsdaga, hefur þar verið hinn ákjósanlegasti baðstaður. Dýpið er mest um 2 metrar og botninn bæði sléttur og þægilegur. Óvíða er betra útsýni yfir Ægisásýndina í allri sinni dýrð.
Haldið var yfir að Hraunsnesi, þeim einstaka stað frá náttúrunnar hendi. Á tiltölulega litlu svæði í hrauninu hafa Nótarhóllmyndast sérstæðar hraunstrýtur, líkt og í Katlahrauni vestan við Selatanga. Hraun hefur runnið þarna í sjó og náð að mynda þak á hraunelfuna, sem síðan hefur fallið niður, en skilið strýturnar eftir sem augnayndi.
Gengið var yfir að Veiðibjöllunefi með útsýni yfir Mölvíkina. Handan hennar mátti sjá heim að Selatöngum. Eftir að hafa dást að hinu tilkomumikla útsýni austur með ströndinni var hún fetuð sléttfeld til vesturs. Komið var m.a. að sjávarhelli og einstakri ásýnd á Hraunsnesdrangana inn til landsins. Gengið var á millum þeirra og slóði síðan rakinn framhjá Hatti og yfir að Nótarhól.
Austan og norðaustan við Nótarhól er eitt margflóknasta „hraungarðakerfi“ er um getur hér á landi. Garðarnir voru að sjálfsögðu notaðir sem þurrkgarðar á tímum fiskhersluvinnslunnar. Skálholt hafði þarna útræði um tíma, líkt og á Selatöngum og á Þórkötlustaðanesi (Strýthólahrauni), en eftir að það lagðist af á 18. öld tóku heimamenn við mannvirkjunum og nýttu þau fram til loka 19. aldar.
Komið var við í Bótinni, sem Jón Guðmundsson nefndi gjarnan Börubót. Ástæðan var sú að ef ekki var hægt að lenda í Gvendarvör skammt austar, var lent í Bótinni. Þá þurfti að bera fiskinn á börum yfir að Nótarhól og gera að honum þar. Gvendarvör er sunnan af og á millum Nótarhóls og Bótarinnar.
Í óveðrinu s.l. vetur hefur Bótin gengið a.m.k. 10 metra inn á kampinn og sent grjót langt inn á túnsléttur Skálans. Það mun því verða eitt af verkefnum eigendanna n.k. vor að „túnhreinsa“ líkt og gert hefur verið á sjárvarjörðum Grindvíkinga um aldir.
Fr
ábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.
Bótin neðan við Ísólfsskála
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Ísólfsskála – GG, LJ og ÍG

Nótarhóll

Gengið var um svæðið á ströndinni austan Ísólfsskála í fylgd Jóns Guðmundssonar frá Ísólfsskála (1921). Jón fræddi þátttakendur um örnefni á svæðinu sem og notagildi strandarinnar og mannvirkja, sem standa þarna skammt ofan við hana.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Skálavör, stundum nefnd Bótin eða Börubót, er neðan við Ísólfsskála. Austar er Gvendarvörin, Trantar og Hattvík yst. Rangargjögur er skammt austar. Við gjögrin voru forn reka- og landamörk Grindavíkur og Selvogsþinga, en á seinni tímum hafa landamerki Ísólfsskála og Krýsuvíkur jafnan verið miðuð við klettinn Dágon við Selatanga.
Nótarhóll er ofan við Gvendarvör. Við hann eru allnokkur hlaðinn mannvirki, bæði garðar og byrgi. Hraunið nefnist Skollahraun.
Jón sagði að jafnan hafi verið róið úr Gvendarvör. Það hefðu gert þeir Brandur og Hjálmar, föðurbræður Jóns. Þeir gerðu út tvö skip. Oftast var unt að lenda í vörinni eða í Bótinni.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Hann myndi eftir því að aðeins einu sinni hafi þeir þurft að snúa við og hleypa út í Nes, en annars gátu þeir alltaf lent við Gvendarvör. Ef slæmt var í sjó var þó jafnan lent í Bótinni (Börubót) neðan við sumarbústaðinn, þar sem sjóbúðin var og enn má sjá svolítil ummerki um.
Klöpp er í Gvendarvör, sker, slétt eins og bryggja. Þar var hægt að henda upp aflanum líkt og við lendinguna á Selatöngum. Hún var ástæða þess að garðarnir og byrgin voru hlaðin þar ofan við. Hörkuduglegir karlar frá Hafnarfirði réru með bræðrunum og voru þeir mikið fyrir vín. Einn þeirra (Guðmundur) var stundum sendur fótgangandi í Hafnarfjörð eftir brennivíni og taldi hann það alls ekki eftir sér.

Ísólfsskáli

Fiskbyrgi við Nótarhól.

Steinn einn mikill er á hlaðinu á Ísólfsskála. Hann datt eitt sinn úr bjallanum og lenti á höfði Guðmundar föður hans. Steinninn er um 400 pund og má að líkum láta hver áverkinn hefur verið. Afi hans, Guðmundur Hannesson, tók steininn upp af höfði hans og var sárið síðan heimasaumað. Margar sagnir eru til af Guðmundi Hannessyni. Fræg er sagan af honum er hann bar hreindýrskálf heim ofan af heiði alla leið úr Dyngjunni. Guðmundur stundaði mikið hreindýraveiðar við Hrútargjárdyngju. Salt bar hann frá Keflavík, 100 pund í hvorri hendi. Hann var og mikill veiðimaður.

Guðmundur og Agnes

Guðmundur og Agnes á Skála.

Reyndar var hann meira og minna á veiðum, ýmist að eltast við refi, seli eða hreindýr. Dýrin skaut hann eða veiddi á annan hátt, t.d. í gildrur. Eitt sinn skaut Guðmundur hval. Hann var þá með rennilóð framan við bæinn, í Skálabótinni, og hafði framhlaðning sinn, stóran og mikinn, tilbúinn í von um að eitthvert kvikyndi léti sjá sig. Skyndilega bar þar að hval og brá þá Guðmundur snöggt við, skaut hvalinn og dró hann á land.
Fiskverkunin fór fram á Nótarhól, en við hann var einnig mikið af sel.

Sloki

Sloki – fiskigarðar.

Byrgin og garðar notaðir til að þurrka fiskinn. Eitt húsið var notað til verkunarinnar. Veitt á færi, ekki önnur veiðifæri til þá. Dregið var helvíti mikið á stundum og fylltu þeir Hjálmar og Brandur stundum skip sín, einkum ef mikið var um sílfisk. Stundum var hann slíkur að einungis þurfti að róa út á lónið og mátti þá sjá fiskinn vaða þar um á yfrborðinu. Þá var líka mikið veitt.
Oftar en ekki voru fjölmargar skútur utan við Bótina. Stundum var róið út í þær og fengið kex í skiptum fyrir vettlinga og fleira vaðmáls og einstaka sinnum komu sjómemnirnir í land, einkum til að sækja vatn eða snjó. Eitt sinn taldi Jón á fjórða tug skútna þarna fyrir utan.

Byrgin og garðarnir austan við Skála hafa verið þar mjög lengi. Sama verkun fisksins var þar viðhöfð og á Selatöngum. Allt var nýtt, hausar, hryggir og þunnildi. Slorið var hins vegar stundum notað til að græða upp túnin á hrauninu og gekk það furðu vel.
Við Nótarhól eru langri garðar og fjölmörg byrgi, ágætar minjar um fiskverkun fyrri tíma.
Frábært veður. Birtan var einstök. Gangan tók 66 mín.

Nótarhóll

Byrgi á Nótarhól.

Saltfiskur

Veiddur fiskur hefur verið verkaður með ýmsum aðferðum í gegnum aldirnar hér á landi.
Í „Þurrkhandbók“ Matís; Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um þurrkun á fiski, segir m.a.:

Skreiðalest

Skreiðalest.

„Þurrkun eða hersla fisks er ævaforn aðferð og er enn í dag mikilvæg aðferð til að lengja geymsluþol fiskafurða víða um heim.
Skreið og þurrkaðar fiskafurðir hafa verið verslunarvara í árhundruð í Evrópu og víðar. Fyrr á öldum var skreið mikilvæg verslunarvara í innlendum og erlendum vöruskiptum Íslendinga. Erlendir kaupmenn komu til landsins og fengu skreið í skiptum fyrir ýmsar nauðsynjavörur.
Skreiðar er nokkrum sinnum getið í Íslendingasögum og Sturlungu. Fyrst er hún nefnd um 1200 og eftir það kemur hún ítrekað fram í heimildum. Á fimmtándu öld er talað um að skreið sé orðin mikilvæg verslunarvara hjá þýskum og enskum kaupmönnum. Á verslunarmáli nefndist útflutningsskreiðin allmörgum nöfnum svo sem „plattfiskur“, „malflattur fiskur“, „kviðflattur fiskur“, „reithertur fiskur“, „hengifiskur“, „hnakkafiskur“, „ráhertur fiskur“ og „ráskerðingur“.
Mörg þessara orða vísa til tiltekinna verkunaraðferða og er rétt að benda á að mikinn fróðleik um skreið og skreiðarverkun fyrr á öldum er að finna í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson.

Skeiðahjalli

Skreiðahjalli á Vestfjörðum.

Algengasta heitið á hertum fiski meðal landsmanna var harðfiskur eða skreið og víða var þetta meginuppistaða fæðu hér á landi. Algengast var að berja fiskinn og neyta hans með smjöri ef það var á boðstólum, en ekki mun það hafa verið algengt að bleyta upp fiskinn og sjóða eins og víða var gert erlendis.
Það þótti ekki gott ef fiskur sem hengdur hafði verið upp frysi, enda var það skemmd á vörunni í augum erlendra kaupmanna, en landanum þótti aftur á móti besta skreiðin vel verkuð freðýsa. Sýnir þetta m.a. að það sem okkur þykir gott er endilega ekki það sem öðrum hentar, enda er neysla landans á harðfiski með öðrum hætti en gerist almennt í helstu viðskiptalöndum okkar.

Hjallur

Dæmigerður fiskhjallur, til vinstri,  við býli fyrrum. Slíkur hjallar þóttu sjálfsagðir á nánast hverjum bæ allt fram til loka 20. aldar.

En það voru fleiri tegundir en þorskur þurrkaðar og má eiginlega segja að nánast allar tegundir væru þurrkaðar með einum eða öðrum hætti, enda litlir möguleikar á öðrum aðferðum til að verja fiskinn skemmdum hér á landi þar sem salt var lengi vel af skornum skammti og kæling og frysting ekki möguleg fyrr en á síðustu öld.
Það eru til frásagnir af þurrkun mjög margra tegunda, sumar voru þurrkaðar að fullu meðan aðrar þóttu betri signar eða kæstar fyrir þurrkun, svo eru til frásagnir af því að háfur hafi verið þurrkaður og nýttur sem eldiviður.

Skreið

Skreiðalest.

Þar sem þorskurinn var og er enn verðmætasta og best nýtta fisktegundin hér við land, þá eru til mestar upplýsingar um verkun og vinnslu hans. Skreiðarverkun var mjög mikilvæg atvinnugrein langt fram á síðustu öld þar sem heill hausaður spyrtur fiskur var hengdur á hjalla í öllum sjávarþorpum landsins. Aðrar tegundir eins og ufsi, langa og keila voru einnig nokkuð algengar tegundir sem fóru svipaða leið og þorskurinn.
Þegar leið á tuttugustu öldina og aflasamdráttur var orðinn staðreynd þá dró umtalsvert úr framleiðslu og útflutningi á skreið, einnig voru ýmsar blikur á lofti á stærsta markaðnum, Nígeríu, á þessum árum. Einhverra hluta vegna þótti hæfa að nota lakara hráefni í þessa vinnslu, jafnvel hráefni sem ekki þótti hæft til frystingar eða söltunar.
Með minni afla og hækkandi verðs á ferskum, frystum og söltuðum afurðum hefur hefðbundin skreiðarverkun minnkað verulega.“

Skreið

Selatangar

Selatangar – verminjar.

Í framangreint yfirlit vantar fiskinn, sem verkaður var í verum landsins allt frá landnámi til loka 19. aldar. Verin voru og eru órjúfanlegur hluti sögu þjóðarinnar. Hjallar voru víða að vísu, en í litlum mæli. Réðst umfang þeirra yfirlit af nálægum aðdráttum rekaviðs. Á hjöllunum var fiskurinn hengdur upp óflattur, þ.e. með haus og sporð. Annars var fiskurinn flattur og vind- og sólþurrkaður á hlöðnum grjótgörðum. Þess á milli var hann geymdur í hlöðnum steinbyrgjum þar sem loft var látið leika um hann svo sem kostur var. Verin voru jafnan mönnuð að vetrarlagi, þ.e. frá byrjun febrúar til lokadags 11. maí. Kuldinn skaðaði ekki verkunina, heldur þvert á móti,  og svartir hraungarðarnir auðvelduðu hana með aðstoð dagshitans frá sólinni.
Leifar mannvirkja, sem notuð voru við þessa vinnsluaðferð má enn finna víða á Reykjanesskaganum, einkum á honum sunnanverðum, s.s. á Selatöngum, í Slokahrauni, í Strýthólahrauni, ofan Húsatófta og í Eldvörpum. Síðastnefndi staðurinn var reyndar ekki verkunnarstaður, heldur geymslustaður. Ummerki má einnig finna á skaganum norðanverðum, s.s. ofan við Krossavíkurbjarg, við Juknkaragerði, Hafnir og Stafnes.

Hjallar/trönur

Trönur

Trönur ofan Grindavíkur.

Þegar Íslendingar uppgötvuðu trönubúskapinn má segja að fjandinn hafi náð að fanga tækifærið. Trönusvæðin spruttu allt umleikis þéttbýlisstaðina á Suðvesturlandi og útflutningur á skreiðinni jókst til mikilla muna. Heilu hjarðsveitirnar voru gerðar út með striga, pressur og sótstrimla… Í dag má sjá heilu hraunssvæðin þakin föllnum trjáspýrum með tilheyrandi rotnun.

Harðfiskur

Harðfisakur

Verðandi harðfiskur; skreið…

Harðfiskur var unninn úr framangreindri fiskverkun. Hann var þurrkaður og barinn fiskur, oftast unninn úr ýsu, steinbít eða þorski, en einnig þekkist harðfiskvinnsla úr ufsa, kolmunna og lúðu. Harðfiskur var áður fyrr einn helsti matur Íslendinga, og var hann gjarnan borðaður með smjöri eða sölvum. Er harðfiskur sérlega próteinrík næring, harðfiskur (ýsa) inniheldur 80-85% prótein.
Í seinni tíð hefur harðfiskur verið flakaður og síðan forunninn með heit loftþurrkun eftir að hafa verið baðaður upp úr 5% saltpækli, fiskurinn er síðan frystur, skorinn í bita og raðað á grind sem sett er inn í þurkklefa. Heita loftið veldur því að fiskurinn hitnar, en við það gufar vatn upp úr honum. Tekur þessi vinnsluaðferð um 36-48 klst.
Einnig hefur kæliþurrkun verið beitt, þar sem fiskurinn er handflakaður, flökin snyrt og hreinsuð og sjáanleg bein og blóð fjarlægð. Þá er fiskurinn látinn liggja í 2% saltpækli í um 30 mínútur. Loks er fiskurinn þurrkaður í þurrklefa, þar sem þurrkað er við -5 °C-0 °C.
Einungis um 10% af upphaflega hráefninu skilar sér í seljanlegri vöru eftir þurrkun. Endurspeglar hátt söluverð á harðfiski í dag þessa staðreynd.

Saltfiskur

Fiskverkun

Saltfiskverkun við útgerðarhús.

Saltfiskur er fiskur, oftast þorskur sem búið er að meðhöndla með söltun til að hann geymist betur. Salti er stráð á nýjan fisk og það dregur til sín vatn úr fiskholdinu, leysist upp og myndar pækil. Pækillinn þynnist eftir því sem hann dregur meira af vatni úr fiskinum og saltið fer smán saman inn í fiskholdið þangað til saltupplausnin í fiskinum er orðin jafnsterk og í pæklinum. Því meira salt sem er í pæklinum, þeim mun saltari verður fiskurinn og með minna vatnsinnihald. Söltunin breytir líka bragði fisksins.

Einarsreitur

Einarsreitur. Einn af fjölmörgum satfiskreitunum ofan Hafnarfjarðar fyrrum.

Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við saltfiskvinnslu. Nú á tímum er fiskur oftast forsaltaður í 2-3 daga með sprautun og pæklun eða pæklun eingöngu. Eftir það er fiskurinn þurrsaltaður eða kafsaltaður í ker og þá mettast fiskurinn af salti. Við söltun fer saltstyrkur í fiskvöðva úr 0,2% NaCI sem er náttúrulegt í rúm 20% í saltaðri afurð. Söltun breytir próteinum fisksins og það verða við það breytingar á bragði og lykt og áferð. Nauðsynlegt er að útvatna saltfisk fyrir neyslu vegna þess hve hátt saltinnihald hans er. útvötnun fer þannig fram að fiskurinn lagður í vatn í nokkra daga og vatnið endurnýjað með vissu millibili. Við útvötnunina flæðir salt úr fiskvöðva út í vatnið og vöðvinn tekur í sig vatn. Eftir útvötnun er vatnsinnihald fisksins svipað og í ferskum fiski en saltinnihaldið er 1-2% hærra. Fisk sem á að steikja eða nota í ofnrétti þarf að útvatna meira en ef sjóða á fiskinn því salt fer út í vatn sem fiskur er soðinn í. Útvötnun saltfisks þarf að fara fram í kæli.

Fiskreitur

Fiskreitur við Ljósutröð-Sólvangur fjær.

Algengast er að nota þorsk sem hráefni til saltfiskvinnslu en einnig má nota aðra bolfiska eins og ufsa, löngu, keilu, blálöngu og ýsu og er prótein og fituinnihald þessara tegunda svipað. Bolfiskar safna ekki fitu í holdið heldur lifrina.

Löng hefð er fyrir neyslu saltfisks í Suður-Evrópu og Rómönsku-Ameríku.

Fyrr á öldum var saltfiskverkun ekki mögulegt vegna þess að ekki var aðgangur að nægjanlegu miklu salti og var þá fiskur þurrkaður á ýmsan hátt, sem fyrr sagði. Elstu heimildir um saltfiskverkun á Íslandi eru frá því skömmu eftir 1600. Á 17. öld var mest um að saltað væri í tunnur eða fiski staflað beint í lestar skipa. Á 18. öld hófst saltfiskvinnsla á nokkrum stöðum á landinu en samkvæmt konungsbréfi frá 1760 þá skyldu kaupmenn sjá um að í hverri fiskihöfn dveldust í eitt eða tvö ár útlendir menn sem skyldu kenna verkun saltfisks.

Þegar leið á 18. öld var aðferð sem kölluð var „Terraneuf-aðferðin“ eða sú nýfundlenska mest notuð við saltfiskvinnslu en þá var fiskur blóðgaður og útflattur strax og hann var veiddur og þveginn úr vatni eða sjó. Eftir þvottinn átti fiskur að liggja nokkrar klukkustundir í kös áður en hann var saltaður til að vætan rynni úr fiskinum.

Saltfiskssetur

Saltfiskssetur Grindavíkur – Sögusýning saltfiskvinnslunnar.

Saltfiskverkun og saltfisksala var mikilvæg atvinnugrein á 19. og 20. öld og sá grunnur sem sjávarþorp byggðu á. Framleiddur var þurrkaður saltfiskur sem var saltaður í stæður og síðan oftast umsaltað áður byrjað var á vöskun og þurrkun. Það tók fjórar til sex vikur að þurrka fiskinn og þessi aðferð var vinnuaflsfrek því breiða þurfti fiskinn út að morgni ef veður leyfði og taka hann síðan saman um kvöldið. Saltfiskvinnslan stóð vanalega frá vori til hausts. Konur, börn og gamalmenni verkuðu fiskinn í landi en karlarnir voru á sjó. Vöskunarkonur tóku við fisknum þegar búið var að landa aflanum og þær snyrtu og hreinsuðu og himnudrógu og þvoðu fiskinn með strábustum. Fiskurinn var svo skolaður áður en hann var fluttur á fiskreitina til söltunar.

Kirkjusandur

Kirkjusandur – saltfiskþurrkun.

Alveg til 1900 var fiskurinn vaskaður utandyra en síðar voru reist vöskunarhús sem þó voru ekki upphituð. Á fiskireitunum tóku saltarar við fisknum og hlóðu honum í stæður og söltuðu. Fiskurinn var geymdur þar í um tvær vikur en þá hófst útbreiðsla sem fór þannig fram að fiskur var lagður á reitina ofan á grjót eða litlar trégrindur. Hann var þar allan daginn ef veður var gott en á kvöldin var honum aftur hlaðið í stakk og segldúkur breiddur yfir. Eins þurfti að taka hann strax saman ef það gerði rigningu. Fiskur taldist fullþurr ef greina mátti hendi hinnar handar í gegnum hann ef honum var haldið móti sól og hann hélst beinn ef haldið var í sporðinn og honum haldið láréttum. Þegar þurrkun var lokið var fiskur fluttur í hús og skipt eftir stærðum í málfisk, millifisk og smáfisk. Þaðan var honum skipað út á kaupskip og fluttur aðallega til Spánar og Portúgal. Spánarmarkaður lokaðist við borgarastyrjöldina þar 1936.

Það var skortur á vinnuafli á Íslandi eftir seinni heimsstyrjöldina og þá var farið að flytja út blautverkaðan fisk sem síðan var oft þurrkaður af kaupendum á Spáni og Portúgal þar sem vinnuafl var ódýrara. Stöðug aukning var í framleiðslu saltfisks allt fram undir 1930 og var útflutningur mestur 80 þúsund tonn á ári en oftast 30-50 þúsund tonn. Þegar líða tók á 20. öld gerðu bætt tækni og betri skipakostur kleift að flytja út ísfisk og saltfiskframleiðsla minnkaði.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Har%C3%B0fiskur
-https://is.wikipedia.org/wiki/Saltfiskur
-Þurrkhandbókin – Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um þurrkun á fiski, Matís.

Sloki

Fiskgarðar í Slokahrauni utan Grindavíkur.

Sloki

FERLIR hefur tekið saman myndir af nokkrum fiskibyrgjum og fiskigörðum á Reykjanesskaganum. Um eru að ræða merkar minjar frá fyrri tíð – órjúfandi hluti sjósóknar allt fram á miðja 20. öld.
HÉR má sjá myndasafnið.

Strýthólahraun

Fiskbyrgi í Strýthólahrauni.

Ísólfsskáli

Tvær örnefnalýsingar eru til af „Ísólfsskála„, auk tveggja spurningalista er fylgdu í kjölfarið. Fyrri lýsingin er höfð eftir Guðmundi Guðmundssyni, bónda á Ísólfsskála og hin síðari af Lofti Jónssyni frá Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Báðar athugasemdirnar við lýsingarnar eru skráðar eftir Ísólfi Guðmundssyni, bónda á Ísólfsskála árið 1982:

Guðmundur GuðmundssonÍsólfsskáli; örnefni – Ari Gíslason skráði eftir Guðmundir Guðmundssyni.
„Ísólfsskáli er næst austasta jörð í Grindavíkurhreppi og sú austasta, sem er í byggð 1954. Bærinn stendur niður við sjó, sunnan við allháa hæð, sem heitir Slaga.

Verður fyrst byrjað með sjó austast og haldið vestur eftir. Nokkuð fyrir austan bæinn á Ísólfsskála, sem svarar klukkutíma gang, gengur tangi fram í sjóinn. Hann heitir Selatangar. Þar eru merkin móti Krýsuvík í klett, sem heitir Dagon. Áður voru þeir tveir, og deildu menn um, hver væri sá rétti. Nú er annar hruninn og óþekkjanlegur. En þrætueplið var ekki stærra en það, að hvalur gat rétt fest sig þar. Á Selatöngum sjást byrgi og búðatættur, eldhús og önnur mannvirki, enda var þarna allmikil útgerð fyrir eina tíð, en lagðist fyrst niður um tíma eftir Básendaflóðið 1799, og svo að fullu og öllu milli 1880 og 1890.

Dágon

Dágon á Selatöngum.

Hraunið hér upp af og heim undir tún heitir Ögmundarhraun. Er það mikill hluti hrauns þess, sem sagt var frá við Krýsuvík. Um það liggja margir troðningar, en hraun þetta er mjög úfið. Má þar víða sjá hófaförin mörkuð í klappirnar. En merkin móti Krýsuvík eru úr Dagon upp í austanverðan Núpshlíðarháls.

Vestur af Dagon er sandur með sjó fram og melhóll er þar, sem nefndur er Hóll.

Nótarhellir

Nótarhellir.

Þá er að geta Nótarhellis, sem er vestast á Selatöngum. Þar innar tekur svo við svæði, sem nefnt er Katlahraun. Er það fullkomið réttnefni á landssvæði þessu, sem allt er fullt af kötlum og hraunbollum, djúpum með grasi í botni. Milli þeirra eru háir drangar, en gjóturnar djúpar á milli.

Mölvík

Mölvík.

Vestar er svo vik inn í landið, sem heitir Mölvík. Vík þessi er með möl í botni. Þá tekur við berg með sjó, sem heitir ekki sérstakt, það er 1-2 mannhæðir, en svo ganga inn í það vik, básar og víkur. Þar vestar er svo Vondanef, og vestur og fram af því er Veiðibjöllunef. Þar hækkar hraunið og breytir um svip. Austar er það lágt og nokkuð sandborið. Þar vestar er bás, sem heitir Heimastibás. Hraun er þar vestur með, þar til kemur nafnlaus bás, svo er Rangagjögur. Austur og upp af honum er hóll, sem heitir Hattur. Enn vestar er hraun fram á kamb. Þar vestar er hraun fram á kamb. Þar vestar er vík, sem heitir Hattvík. Vestan við Hattvík tekur við skerjagarður, sem brýtur á um flóð, og heitir hann Trantar. Þar vestur af er sker, sem heitir Gvendarsker. Milli Tranta og Gvendarskers er mjó vör, sem breikkar þegar inn kemur, og heitir hún Gvendarvör.

Nótarhóll

Nótarhóll – byrgi.

Upp af Gvendarvör er hóll, sem heitir Nótarhóll, og miðið á vörina er, að austurhorn Gvendarskers á að jaðra við Nótarhólinn, þar til vörin opnast inn og hægt er að slá undan. Á Nótarhól var byrgi. Fram af Nótarhól var annar hóll með sama nafni. En hann er nú horfinn í sjó.

Lambastapi

Lambastapi.

Niður undan túninu er legan og ströndin kölluð Bót. En hæð vestur af túni með hömrum í hlíðum en grasi á kolli heitir Bjalli. Efst á Bjallanum er nú komið tún. Annars myndar Bjallinn klettahrygg norðan túns og að nokkru að austan. Þetta er mjög gamalt hraun. Þar vestur af er berg og allhár hnúkur, Lambastapi. Þar neðar er svo vík, sem heitir Lambastapavík. Þar er smáreki.

 

Festarfjall

Festi – Festarfjall. 

Á Selatöngum var sundmerkið þannig, að Dagon átti að bera í Litlabólið í Núpshlíð. Vestur af Lambastapa er berg og ekki undirlendi. Undir því bergi er nefnt Skálasandur. Vestar er stuðlabergsgangur, sem heitir Festi. Þaðan á Þórir haustmyrkur að hafa numið land austur í Selvog, og nú eru hér merki móti Hrauni.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli 1915-1930; Sæmundur G. Guðmundsson. Gamli bærinn neðst t.h.

Nú tökum við aðra umferð og byrjum enn austan frá. Upp af Selatöngum er hraunið nafna- og auðkennalítið, frekar jafnlent, þó ekki sé það slétt. Merkin eru hér línan úr Dagon í Trölladyngjurætur að vestanverðu, en Trölladyngja er útbrunnið eld-fjall. Hraun á ekki svo langt til norðurs. Núpshlíðarháls , sem reyndar vafi er, hvort Hraun á í. Hlíðin sunnan í hálsinum heitir Núpshlíð. Þar uppi er hið forna Vigdísarvallaland. Á móti þar austast er fjallshlíðin nefnd Skalli, og er það í Vigdísarvallalandi.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Krýsuvíkur-Mælifell fjær.

Vestur af því er smárauf nefnd Litlaból, lítið fjárból, er blasir vel við frá Selatöngum, enda innsiglingamið þar á leguna. Þar upp af er lægðin nefnd Dalur og upp, og ofan eða austanvert við há-Núpshlíð heitir Langagörn. Hún liggur meðfram dalnum alla leið að Vigdísarvöllum, breytir þar um útlit og nefnist innst Litli-Hamradalur. Vel má vera, að öll Langagörn sé í Krýsuvíkurlandi, en ég set hana hér, því annars glatast hún. Vestar og hærra en Litlabót er Stórabót. Það er móhella. Þar austur og upp af er Skálagörn, skora, er liggur til norðurs. Þar er vinkilbeygja á gamla veginum.

Grákvíguhraun

Grákvíguhraun.

Vestan við Núpshlíð er hraunspilda, sem heitir Grákvíguhraun og nær vestur að allmikilli hæð, sem nefnd er Höfði. Við suðurenda hans er vegurinn allknappur og heitir þar Méltunnuklif. Er sagt, að þar hafi eitt sinn farið méltunna af hesti og niður fyrir.

Fram af Núpshlíð eru tveir hólar nefndir Moshólar, og vestan þeirra er eins og fyrr segir Grákvíguhraunið. Höfðinn fyrrnefndi nær svo, með mismunandi nöfnum, fram í Bjallan fyrir ofan bæinn á Skála. Suður af Méltunnuklifinu er Skála-Mælifell, ekki mikið um sig, en nokkuð hátt. Sunnan þess er svo hraunið fyrrnefnda, en vestan þess er djúpt skarð, sem heitir Mælifellsskarð. Vestan þess tekur svo við fjall allmikið, sem heitir Slaga.

Méltunnuklif

Méltunnuklif.

Rétt innan við bæinn skagar klapparnef fram úr Slögunni, sem heitir Skollanef. Niður af henni, austur af túni, út í hrauni, er klettur, sem sker sig úr að lögun og heitir Kista.

Slaga

Slaga að sunnanverðu.

Fremst í Slögunni, rétt við túnið innanvert, er Fjárból, við alllangan hamravegg. Vestur af Slögunni er gróðurlítið svæði, sem nefnt er Melar. Vestan við þá heitir Lágar. Þær eru vestan við veginn og langur grjótgarður hlaðinn þeim til varnar. Er mikið hér af slíkum görðum og víða með mjög fallegu handbragði. Nú er verið að græða lágarnar upp. Upp og vestur af Lágunum rís Lyngfjall, lítið um sig, en nokkuð hátt. Þar vestur af er Festarfjall, sem fyrr er getið. Suður af Lyngfjallinu er Lambastapinn fyrrnefndi, og uppi á honum er Lambastapabrekka.

Móklettar

Móklettar – áletrun á landamerkjum.

Sunnan í Festarfjalli er Festin fyrrnefnda, en norðan undir því eru móbergsstrýtur og hnúkar, sem heita Móklettar. Þeir eru sjávarmegin við veginn. Austan undir Lyngfjalli er smáhæð og hóll, sem heitir Litliháls. Norður frá Skála-Mælifelli er Skyggnir, hæð alláberandi (á korti nefnd Méltunnuklif).

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn í Drykkjarsteinsdal.

Norðanvert við Slöguna er Drykkjasteinn. Hans er víða getið, vegna þess að þar fengu ferðamenn oft svölun. Hans er einnig getið í þjóðsögum. Norðan í, vestur af Skyggni, er svonefndur Litli-Leirdalur. En lægðin, sem Drykkjarsteinn er í, heitir Drykkjarsteinsdalur.

Allmiklu skakkar hér um landlýsingu þeirra nágrannanna. En merkjabókin segir merki Ísólfsskála þannig: Úr fjöru við Festargnípu vestan við svonefndan Skálasand til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, svo til austurs í miðja suðuröxl á Borgarfjalli.

Selsvallafjall

Selsvallafjall.

Síðan sama sjónhending austur Selvallafjall að merkjum Krýsuvíkur og þá suður að Dagon. Þetta segir þar, en Gísli á Hrauni sagði, að línan væri úr Móklettum og beint í skarðið á Núpshlíð, þar sem vegurinn liggur gegnum, og skakkar það allmiklu. En ég hygg, að merkjabókin hafi hér rétt fyrir sér. Læt ég svo lokið talningu Ísólfsskálaörnefna.“

Ísólfsskáli – athugasemdir:
Jónína Hafsteinsdóttir skráði eftirfarandi svör við spurningum um örnefni í skrá Ara Gíslasonar eftir Ísólfi Guðmundssyni bónda á Ísólfsskála. Skráð var í Örnefnastofnun 20. okt. l982.

Selatangar

Selatangar.

„Selatangar: Selveiði var stundum við þá og útgerð í gamla daga.
-Dágon (ekki Dagon): Ísólfur veit ekki, hvernig stendur á því nafni. Dágon var hraundrangi niðri við sjó, en er nú dottinn. Hann var suður af vestustu sjóbúð á Selatöngum. Ekkert sérstakt var við hann, sem skýrt gæti nafnið.

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

-Ögmundarhraun: Ögmundur nokkur lagði hug á dóttur bóndans í Krýsuvík. Bóndi lagði fyrir hann að ryðja veg yfir hraunið, og skyldi hann þá fá stúlkuna. En er verkinu var lokið, lét bóndi drepa Ögmund.
-Nótarhellir er syðst og austast í Katlahrauni. Þar var sagt, að nætur hefðu verið þurrkaðar og gerðar upp.
-Veiðibjöllunef: Þegar mikið var um loðnu í Mölvík, sat veiðibjallan mikið á nefinu.
-Rangagjögur er dálítíð fyrir austan Ísólfsskála. Þetta er sprunga, sem liggur frá suðri til norðurs og frá austri til vesturs, liggur í kross. Þetta er stór og mikil gjá, sem sjórinn gengur í.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – Hattur.

-Hattur er klettur uppí á hrauninu, og er gras á honum.
-Trantar eru austan við Gvendarvör. Hraun hefur runnið fram í sjó, en klettadrangar standa upp úr.
-Gvendarsker og Gvendarvör: Ísólfur hefur heyrt sagt, að Guðmundur einhver hafi farizt á skerinu, en veit ekki um það nánar.
-Grákvíguhraun er vestan undir Höfða. Þar eru hraunsteinar með gráum mosa, gráir tilsýndar, og mun nafnið dregið þar af.
-Skollanef: Skollahraun er suður af því; þar var og er enn greni.
-Moshólar eru gamlir, útbrunnir gígar, en ekki meiri mosi á þeim en gengur og gerist. Ekki er vitað um nein not af mosanum.
-Núphlíðarháls (ekkí Núps-) nær frá gamla veginum, sem lá til Krýsuvíkur og inn að Krossgili. Krossgil er vestanverðu í Stóra-Hamradal, er í Vesturhálsi.
-Langagörn er ekki öll í landi Krýsuvíkur. Landamerki Ísólfsskála og Krýsuvíkur eru eftir Löngugörn.“

Loftur JónssonÍsólfsskáli; örnefni – Loftur Jónsson skráði.
„Austan við Hraunsvík stendur bærinn Ísólfsskáli. Bærinn stendur niður við sjó framan við Bjalla, hamrahæð suðvestur af Slögu.
Fyrir botni Hraunsvíkur er fjallið Festi. Í áberandi stuðlabergsgangi austarlega í fjallinu eru landamerki Ísólfsskála og Hrauns. Heitir þar Festin. Þaðan eru merkin í móbergsstrýtur og hnúka norðan undir Festi. Þar eru tákn um landamerkin klöppuð á hellu norðan við veginn. Þeir heita Móklettar.
Ef farið er austur ströndina frá Festi tekur fyrst við Skálasandur, þangað er illfært nema um fjöru vestan frá. Lambastapi er allhár grágrýtishnúkur með grastorfu í toppinn og þar austan við er smáhækkandi alda sem myndar fell austast og heitir Slaga. Þar sem Skálasandur endar að austan eru tveir melhólar upp á brúninni á milli Skálasandsbergs og Lambastapa. Þeir heita Lambastapahryggir. Fyrir austan Lambastapa kemur smávik sem heitir Lambastapavik og þar upp af er Lambastapabrekka. Frá vikinu og austur í Skálabót er lágt berg sem heitir Hjálmarsbjalli og er eins og smátota fram í sjóinn. Skálabót er víkin þar austur af og þaðan var róið áður fyrr.

Isólfsskáli

Ísólfsskáli – loftmynd.

Gamli Ísólfsskáli var upp af Skálabót undir Bjallanum vestast. Þar eru nú húsatættur.

Austast í Skálabót eru klapparflúðir sem heita Vötnin. Þar kemur fram ósalt vatn um fjöru. Skammt austur af Vötnunum eru sléttar klappir; Gvendarklöpp og beint suður af henni er Gvendarsker. Þar heitir lendingin Gvendarvör. Þar var lent þegar gott var í sjó. Miðið á vörina er að austurhorn Gvendarskers á að jaðra við Nótarhól þar til vörin opnast inn og hægt er að slá undan.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – túnakort 1918 sett yfir loftmynd. ÓSÁ

Nótarhóll er hóll upp af Gvendarvör, vestan við hraunið. Nótarhóll dregur nafn af því að dregið var fyrir sel í Gvendarvör og nótin síðan geymd á hólnum. Norðvestur af Nótarhól er smágerði sem kallað er Hestagerði. Í fjörinni austur af Nótarhól eru tveir svartir klettar sem heita Svörtuklettar. Suður af þeim er skerjagarður sem brýtur á um flóð. Þar heita Trantar. Austan Tranta er Hattvík, smámalarvík. Rangagjögur er lón inn í landið og fellur sjórinn um rifna klöpp. Þar austur af er klettur upp á kampinum með grastó í toppinn sem heitir Hattur .

Ísólfsskáli

Brimketill við Kvennagöngubása.

Þar austur af er smábás sem heitir Skálabás. Þar austur af er hraunnef í sjó fram og austur af því eru Kvennagöngubásar. Heimastibás er vestasti básinn. Hraunsnes skagar í sjó fram þar fyrir austan. Þar er talið hálfnuð leið frá Ísólfsskála að Selatöngum en þessi leið er talin um það bil klukkustundar gangur. Veiðibjöllunef, öðru nafni Vondanef, er þar fyrir austan og er það í vesturmörkum á Mölvík. Víkin er með möl í botni og vestast í henni er berg með sjó, ein til tvær mannhæðir á hæð. Inn í það ganga vik, básar og víkur. Hraunið þar upp af Mölvík austan til heitir Katlahraun. Hraunið er fullt af kötlum og djúpum hraunbollum með grasi í botni. Austast í Katlahrauni er Nótarhellir og gengur í sjó fram. Þar sem Katlahraun endar tekur við Bjallinn á Selatöngum. Það er frekar lágur bergstandur og nær í sjó að vestan en gengur síðan upp í landið. Fyrir austan Nótarhelli er sandfjara og síðan taka við Selatangar.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðir.

Á Selatöngum var allmikil útgerð frá Skálholti í eina tíð en lagðist fyrst niður um tíma eftir Básendaflóðið 1799 og svo að fullu og öllu milli 1880 og 1890. Þarna eru byrgi og búðatættur sem eru nú friðlýstar.
Dágon var klettur á kampinum suður af vestustu sjóbúðinni á Selatöngum en er nú hruninn. Hann skipti löndum og reka á milli Ísólfsskála og Vigdísarvalla. Skiptivöllur er smáhæð fyrir austan Dágon, grasivaxin að ofan. Sjóbúðirnar standa austan undir Skiptivelli á hraunnefi.

Selatangar

Selatangar – Smíðahellir.

Austan undir hraunnefinu eru fjórir hellar og var einn þeirra smíðahellir og sést þar enn steinskál sem notuð var til kælingar. Fyrir norðaustan Dágon eru smátjarnir, kallaðar Brunnar. Vörin er að sjá á milli Dágons og Skiptivallar. Sundmerkið í vörina er þannig að Dágon átti að bera í Litlaból í Núphlíð. Hraunið þarna á milli fjalls og fjöru heitir Ögmundarhraun.
Ef farið er aftur vestast í landareignina þá eru móklettar vestast (norðaustan í Festi). Austan þeirra er Borgarhraun og austan þess rís Borgarfjall sem er syðsti hluti Fagradalsfjalls. Landamerki Hrauns og Ísólfsskála eru frá Móklettum og í miðja suðuröxl Borgarfjalls. Suður frá Móklettum er Lyngfell og austur úr því er Litliháls. Þar austur af er Litla-Borgarhraun og þar í er hlaðin hringmynduð fjárborg sem kölluð er Borgin.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – örnefni.

Melar  er kallað fyrir ofan Skálasandsberg og ná þeir upp að Lyngfelli. Framan undan Lyngfelli er undirlendi með grastorfum á víð og dreif og heitir það Lágar. Lágarnar er nú verið að græða upp og eru að mestu orðnar grasivaxnar. Vestan við veginn þar er sprunginn hóll sem heitir Klofhóll.
Bjallinn  er klettastallur og nær frá Hjálmarsbjalla og inn í Ból sem er undir fellinu Slögu vestast. Hæðarbunga vestan undir Slögu heitir Slögubringur. Stór klettur er þar sem Hattur heitir en er skráður á kort Grettistak.
Austan við Bólið eru smálautir sem heita Bólkvosir. Lengra austur með Slögu að sunnan, ofan við skriður, er bergstallur sem heitir Hrafnshreiður.

Slaga

Slaga.

Stórusteinar er stórgrýti sem fallið hefur hæst úr Slögu. Þar innan við er Langakvos. Upp af Löngukvos er móklettur sem kallaður er Móklettur. Fyrir austan Löngukvos er Skollanef og er nokkurs konar öxl eða klapparnef fram úr Slögu. Skollahraun er þar suður af. Í hrauninu austan við túnið er sérstæður klettur sem heitir Kista. Hvammur austan Skollanefs með stórum steinum er Innri-Stórusteinar. Austan og uppi á Slögu fyrir norðan Innri-Stórusteina eru sjö grastorfur sem heita Sláttutorfur.
Skálamælifell er austur af Slögu og skarðið þar á milli heitir Mælifellsskarð. Þar eru tvö vatnsstæði sem sjaldan þorna. Grasbrekkur austan Skálamælifells heita Fyrstabrekka, Önnurbrekka og Þriðjabrekka. Og síðan tekur við Bjallinn í Klifinu. Við endann á Bjallanum í Klifinu að austan er gjá og nær hún langleiðina suður á Vondanef.

Méltunnuklif

Méltunnuklif.

Méltunnuklif er norð-norðaustan í Skálamælifelli. Þar er gamli vegurinn í nokkuð brattri og þröngri brekku og segir sagan að þar hafi farið mjöltunna af hesti og niður fyrir. Leggjabrjótshraun er hraunið norðaustur undir Skálamælifelli en sunnan þess og austur um er Ögmundarhraun. Moshólar eru eldgígar úr brunnu hraungjalli austur frá Skálamælifelli. Þar liggur nú akvegur um. Aust-norðaustur frá Moshólum er Núphlíð. Er það suðurhlíð Núphlíðarháls. Skálagörn er jarðsig suð-suðvestan í Núphlíð og liggur frá jafnsléttu að gamla veginum norðan Núphlíðar. Móklettur eða hella í hlíðinni að vestan heitir Stóraból. Skalli er hnúkur sem gengur í suður úr Núphlíð og er hann á mörkum Vigdísarvalla og Ísólfsskála. Vestan Skalla er kvos þvert yfir Núphlíð sem heitir Langagörn (Vallagörn). Vestan undan Löngugörn fremst er klettur sem heitir Litlaból. Vestan Skalla er kvos sem heitir Dalur og þar fyrir norðan kemur Vallagörn eða Langagörn sem nær norður fyrir Litla-Hamradal.

Ísólfsskáli

Rekagatan – Ísólfsskáli fjær.

Eystri-Tangagata liggur frá Skalla og yfir hraunið fram á Selatanga en Vestri-Tangagata frá Skálagörn og fram á Selatanga. Framan undir Núphlíð hét Mýrdalur áður en hraun rann þar yfir allt. Frá Festi og allt austur í Selvog á Þórir haustmyrkur að hafa numið land.
Drykkjarsteinsdalur er norðan við Slögu vestanvert. Þar í er Drekkjarsteinn. Það er stakur móklettur við fjallshlíðina með nokkuð djúpum skálum en litlum um sig og þar stóð oftast vatn í sem var kærkomin svölun ferðamönnum, því lítið er um yfirborðsvatn á þessum slóðum. Skálin er nú sprungin og ekkert vatn þar lengur að hafa.
Stóri-Leirdalur er norðaustan undir Slögu. Norðan við hann er Lyngbrekka og Langihryggur. Litli-Leirdalur er þar austur af og norðan við Skálamælifell og vestan við Skyggni sem er klettahæð. Fyrir austan Skyggni (öðru nafni Brattháls) er Bratthálskrókur og þar norður af er Einihlíðarkrókur og síðan Einihlíðar sem ná inn að Sandfelli.

Skála-Mælifell

Skála-Mælifell.

Á milli Brattháls og Höfða heitir Leggjabrjótshraun. Fyrir austan Leggjabrjótshraun er fjall sem heitir Höfði. Norð-norðaustan af Einihlíðum er Sandfell. Austan við mitt Sandfell er götuslóði yfir hraunið austur í Hraunssel (fremst. Inn með Núphlíðarhálsinum að vestan eru tættur sem Hraunssel heita. Og þar skammt norður af nær hraunið upp að hálsinum og heitir þar Þrengsli og síðan taka við Selsvellir og Selsvallafjall. Núphlíðarháls nær frá gömlu götunni í Núphlíð og fremst í Krossgil. Krossgil er fremst í Stóra-Hamradal og þar fyrir austan er Lyngkrókur.
Að kunnugra manna sögn þá er Leggjabrjótshraun vestan við Höfða en Grákvíguhraun á milli Höfða og Núphlíðarháls. Á korti er Leggjabrjótshraun sagt austan Höfða og er það sennilegra því þar er hraunið úfið og illt yfirferðar en vestan Höfða er það tiltölulega slétt.“ – Grindavík 07.10 ‘80, Loftur Jónsson [sign.].

Ísólfsskáli; athugasemdir:

Ísólfsskáli

„Hér eru tilfærð svör Ísólfs Guðmundssonar, Ísólfsskála, Grindavíkurhreppi, sem hann veitti við fyrirspurnum (ódagsettum) Örnefnastofnunar og dagsetti 20. apríl 1983 í Grindavík. Sennilega eru spurningarnar samdar með örnefnalýsingu Lofts Jónssonar í huga því sum örnefnin sem spurt er um koma aðeins fyrir þar (t.d. Skiptivöllur) eða notaður er ritháttur sem kemur aðeins fyrir þar (Lyngfell, en Lyngfjall hjá AG). Um er að ræða tvær spurningaskrár og fyrir kemur að nokkurn veginn sama spurningin er borin upp tvisvar. [HJÁ 15/10/2004.]
l. Er vitað um tilefni nafnanna Skálasandur, Skálabót, Skálabás o. s. frv.
Svar: Kennt við Ísólfsskála, sem oft er í daglegu tali nefndur Skáli.
2. Er vitað, hvers vegna Skiptivöllur var nefndur svo?
Sv.: Fiski var skipt í hluti á þessum stað eftir löndun.
3. Er Lyngfell hátt?
Sv.: Nei.
4. Er Hattur (5l) einnig þekktur undir nafninu Grettistak eða er það alrangt? Eru Hattarnir tveir?
Sv.: Hattur er nefndur Grettistak á landakorti (ekki talið rétt). Þeir eru tveir, annar vestan undir Slögu og hinn hjá Rangagjögri.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – Bólið.

5. Hvernig er Ból?
Sv.: Hellisskúti þar sem fé var geymt í.
6. Verpir hrafn á/í Hrafnshreiðri?
Sv.: Ekki nú.
7. Er Leggjabrjótshraun erfitt yfirferðar?
Sv.: Ekki svo mjög auk þess er vegur lagður yfir það

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

8. Er vitað, hvers vegna Slaga er nefnd svo?
Sv.: Nei.
9. Er Festarfjall oft nefnt Festi?
Sv.: Já.
l0. Koma fram í lýsingunum öll örnefni, sem þekkt eru í landareigninni? Eru öll örnefnin, sem skráð eru í lýsingunum, innan landareignarinnar?
Sv.: Óvíst.
Gott væri að fá svör við sem flestum eftirfarandi spurninga:

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – Refagildra í Skollahrauni.

1) Hverjir voru heimildarmenn að lýsingunni?
Sv.: ?
2) Er eitthvað vitað um menn þá, sem eftirtalin örnefni eru kennd við: Hjálmarsbjalli, Gvendarklöpp, Gvendarsker, Gvendarvör og Ögmundarhraun?
Sv.: Hjálmarsbjalli: Hjálmar Guðmundsson. Gvendarklöpp: Sagt var að einhver Guðmundur hefði farist í vörinni. Ögmundur var nafn þess manns, sem fyrst lagði slóða yfir hraunið og var síðan veginn austast í hrauninu.
3) Eru Trantar þröng leið á milli skerja?
Sv.: Hátt brunahraun í sjó fram.
4) Verpa veiðibjöllur í Veiðibjöllunefi?
Sv.: Nei.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – Kvennagöngubásar.

5) Er nokkuð vitað um tilefni nafnsins Kvennagöngubásar?
Sv.: Þar var kvenfólk sagt baða sig.
6) Af hverju ætli Skiptivöllur heiti svo?
Sv.: Fiski var skift þar í hluta.
7) Sjást stundum selir við Selatanga?
Sv.: Já oft.
8) Vex lyng í Lyngfelli, Lyngbrekku og Lyngkrók?
Sv.: Já þar er lyng.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – túnakort 1918.

9) Er vitað, hvers vegna Ból heitir svo?
Sv.: Ból var oft nefnt þar sem fé var geymt.
10) Voru Sláttutorfur slegnar?
Sv.: Já.
11) Eru Moshólar mosavaxnir?
Sv.: Já.
12) Af hverju ætli Leirdalir heiti svo? (Er jarðvegurinn leirborinn og gróður lítill sem enginn?)
Sv.: Já.
13) Vex einir í Einihlíðum?
Sv.: Já.

Hraunssel

Hraunssel.

14) Er Hraunssel í landi Ísólfsskála?
Sv.: Já.
15) Einihlíða- eða Einihlíðarkrókur?
Sv.: Einihlíðarkrókur.
16) Af hverju ætli Krossgil dragi nafn?
Sv.: Tvö gil sem mynda kross.“ – Virðingarfyllst, Ísólfur Guðmundsson [sign.]

Hjónin Valur Helgason og Harpa Guðmundsdóttir hafa átt sumarbústað á jörðinni í um 27 ár. Í viðtali við Val kom í ljós að Hjálmar, bróðir Guðmundar á Skála, hafi um tíma búið í húsi undir Hjálmarsbjalla. Benti hann FERLIR á tóftirnar, sem nú eru að mestu komnar undir kampinn. Var þar kominn skýringin á örnefninu „Hjálmarsbjalli“.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Ísólfsskála; heimildarmaður: Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Ísólfsskála. Ari Gíslason skráði.
-Ísólfsskáli; örnefni – Jónína Hafsteinsdóttir skráði eftirfarandi svör við spurningum um örnefni í skrá Ara Gíslasonar eftir Ísólfi Guðmundssyni bónda á Ísólfsskála. Skráð var í Örnefnastofnun 20. okt. l982.
-Örnefnalýsing fyrir Ísólfsskála; Loftur Jónsson skráði.
-Ísólfsskáli; örnefni – Hér eru tilfærð svör Ísólfs Guðmundssonar, Ísólfsskála, Grindavíkurhreppi, sem hann veitti við fyrirspurnum (ódagsettum) Örnefnastofnunar og dagsetti 20. apríl 1983 í Grindavík. Sennilega eru spurningarnar samdar með örnefnalýsingu Lofts Jónssonar í huga því sum örnefnin sem spurt er um koma aðeins fyrir þar (t.d. Skiptivöllur) eða notaður er ritháttur sem kemur aðeins fyrir þar (Lyngfell, en Lyngfjall hjá AG).

 

 

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – fiskbyrgi – og – garðar við Nótarhól.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.