Færslur

Þurárrétt

Tómas Jónsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, ættaður og trjáuppræktandi í gegnum árin á Þóroddsstöðum í Ölfusi, nú búsettur á Selfossi, hafði samband.
thorddsstadaselTómas er mikill áhugamaður um örnefni og minjar á svæðinu. Í framhaldinu mætti FERLIRsfélaginn á hlaðið á Þoroddsstöðum daginn eftir á umsömdum tíma. Tómas og sonur hans, Hjalti, skipuðu móttökunefndina. Viðfangsefnið var örnefnið “Seldalur” suðvestast á Núpafjalli. Vegur lá þangað á stríðsárunum síðari – en nú getur hann varla talist nema jeppaslóði. Loftskeyta- og eftirlitsstöð var á fjallinu ofan við Urðarástjörnina. Vestan hennar, alveg við hraunkantinn, mótar glögglega fyrir gamalli selstöðu, væntanlega frá Saurbæ í Ölfusi. Örnefnið “Seldalur” gefur vísbendingu um að þar hafi verið selstaða fyrrum – og þá væntanlega frá Núpum.

Tilgangur ferðarinnar að þessu sinni var að staðsetja Seldalinn og minjar, sem þar mætti finna. Bæði Tómas og Hjalti voru greinilega vel kunnugir á svæðinu. Staðnæmst var við gólf fyrrum bragga. Útsýni frá honum yfir Atlantshafið sunnan strandarinnar var óvéfengjanlegt. Vestan við braggagólfið voru leifar af ferhyrndu gerði. Svo virtist sem það gæti verið eldra en braggaleifarnar, en hluti úr vegghleðslunum hafi verið teknar í undirbyggingu hans, líkt og torfskurðurinn neðanundir gaf til kynna.
Skammt vestar var öskuhaugur byggðarinnar, sprengigýgur o.fl. Veðrið að þessu sinni gaf nupasel-991ekki tækifæri til nákvæmrar skoðunnar í dalnum; þoka, rigning og hvassvirðri. Seldalurinn er afmarkaður af skornum hlíðum að norðaustanverðu og austurbrún Þurárhrauns að vestanverðu. Mögulegir minjastaðir virtust hvarvetna, en ljóst var að lækjarskornar hlíðarnar gætu reynst villugjarnar. Sennilega væri svarsins að leita undir brúnum hraunsins. Ákveðið var að skoða það nánar síðar.

Þegar niður að Þóroddsstöðum var komið benti Tómas upp eftir frá hlaðinu til norðvesturs, að hinum “efri brúnum”. Sagði hann þær geyma tóftir, sem ekki hafi verið skilgreindar, en örnefnin þarna væru Stekkatúnshólar og Stekkatún. Lýsingin gaf til kynna heimaselstöðu.
Þegar FERLIR var næst á leið um Þóroddsstaði var staðnæmst ofan við bæinn og mögulegur selsstígur fetaður áleiðis að Stekkatúnshólum. Gatan var augljós uns komið var upp í hólana. Þegar upp fyrir það var komið þurfti ekki nánari sannana við; leifar hlaðins stekks og gróinnar tóftar austan hans; dæmigert heimasel, sennilega frá 18. og 19. öld. Hleðslurnar voru heillegar, en hliðsett tóftin óljósari. Mögulega gæti þarna hafa verið endurbyggð selstaða upp úr annarri eldri. Um það verður þó ekki hægt að fjölyrða nema með frekari rannsóknum.
FagurlindargilAð uppdrætti loknum var stefnan tekin upp á Hnúkamosa ofan Seláss með það að markmiði að finna hlaðna rétt inni í hrauninu. Loftmynd hafði gefið til kynna hvar hana var að finna, auk þess sem réttarinnar er getið í einni örnefnalýsingu; fyrir Þurá: “Uppi á Hnúkum er heiðlendi nokkurt sem heitir Hnúkamosar. Inn af þeim er allstór hóll eða ás sem heitir Selás, og eru lægðir allt í kring um hann. Í hraunbrúninn rétt austan Selás er ógreinilegar rústir, sem gætu verið selrústir. Við Selás voru setin lömd, meðan fært var frá. Við afréttargirðinguna skammt fyrir inna Selás er Fjárrétt, byggð um 1930 fyrir vorsmalanir. Hún hlaut aldrei nafn.” Tómas segir að réttin hafi verið lagfærð árið 1927, en hluti hennar er miklu mun eldri.
Nefndar seljarústir austan Seláss voru staðsettar að þessu sinni þótt það hafi áður verið gert að hluta árið 2006. Þó má vel vera að enn ein ferðin verði farin þangað inn eftir á grundvelli framangreindra gagna – en ekki síst í ljósi upplýsinga er þessi gönguferð um heiðina gaf til kynna. “Sá lærir, sem les… – landið”.

Stekkurinn-thuraÞegar gengið var til baka var komið niður um Fagurlindarskarð. Ætlunin var að koma niður Smalaskarð, en vegna ókunnugleika varð þetta raunin (sem í rauninni skipti engu máli að þessu sinni. Í næstu ferð frá Þóroddsstöðum og Þurá er ætlunin að ganga Suðurferðargötuna um fyrrnefnda skarðið með það fyrir augum að skoða fleiri mögulegar selstöður á tilgreindum stað, sbr. örnefnaskrá Núpa: “Selás: Lítil hæð, grasbrekkur í kring, Selásbrekkur. Seldalur: Gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gata. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg”.
Um suðurferðargötuna um Smalaskarð upp frá Þóroddsstöðum og Þurá segir: “Suðurferðagata (Skógargata), sjá nánar við Þórodsstaði, liggur rétt innan, norðan, við Selás að Hlíðarhorni, suðaustur yfir hraunið, brunahrauntunguna, og austur á þjóðveginn á Hellisheiði hjá 40 km-steininum, rétt fyrir vestan Loftin.
Smalaskarð er stærsta skarðið í efri hlíðina. heita Hnúkar vestan þess. Austan við Smalaskrað er Fagurlindarhnúkar og austan hans Fagurlindargil. Austar í brúninni er bratt skarð en grunnt. Það heitir Folaldaskarð.”
Stekkurinn, fallega hlaðinn undir sléttum smáhömrum, er nú í landi Þurár. Ekki er ólíklegt að hann hafi áður verið í landi Þóroddsstaða ef tekið er mið af fyrri landamerkjum og sýnilegum girðingum. Þarna gæti vel hafa verið heimaselsstaða fyrrum.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Þóroddsstaði, Þurá og Núpa.
-Tómas Jónsson og sonur, Hjalti.

Núpar

Rétt við Núpastíg.

Núpar

Núpar eru önnur af tveim landnámsjörðum í Ölfusi, samkvæmt Landnámu. Þar var kirkja um tíma. Segja sumir að enn móti fyrir henni í hlíðinni ofan bæjanna. Forn kirkja við Núpa?Ormur hinn gamli nam neðsta hluta Grafnings og efsta hluta Ölfuss. Mörk milli landnáma Orms og Álfs egzka voru um Varmá, sem er framhald Hengladalsár. Landnám Álfs hefur náð frá Varmá og sennilega út á Selvogsheiði, þar sem voru hreppamörk Ölfuss- og Selvogshreppa. Landnámsbærinn var Gnúpar, sem nú kallast Núpar.
Tvíbýli var lengi á Núpum og var skipting á túni og engjum mjög sérkennileg. Austurbær var 1/5 af jörðinni og var engjum skipt í þrennt og notaði Austurbær aldrei sama blettinn nema eitt ár í senn. Austurbæjarbóndi komst ekki á tún sitt, nema fara yfir tún Vesturbæjarbónda, og er sú sögn, að hann hafi selt Vesturbæjarbónda rein við bæinn fyrir mat í hallæri. Skákir eru hver innan um aðra ýmist frá Austur- eða Vesturbæ.
Síðasti “ábúandinn” að Núpum var Gunnlaugur Jóhannsson. Hann er nú (2007) 82 ára og býr í Hveragerði. Hann kom 2 og 1/2 árs að Núpum og bjó þar um 70 ára skeið.
Gunnlaugur sagði FERLIR Núpastíg liggja ofan við vestasta bæinn á Núpum, upp að Hjallhól. Þaðan lægi stígurinn svo í hlykkjum upp hlíðina, líkt og vegurinn um Kambana í gamla daga. “Uppi á jafnsléttunni liggur stígurinn vestur fyrir Núpafjall. Norðvestan þess er komið í Seldal. Þegar stígnum er fylgt inn dalinn má sjá skiptingu í hraunum, annars vegar nýrra hraunið og hins vegar maladrög. Ef stefnan er tekin á Skálafell og Stekkur við Núpaselgengið u.þ.b. 400 metra? frá stígnum er komið að tættum – seli. Það er vel gróið og nánast horfið í jörðina. Tjörnin, Hurðarásvötn, er norðan við selið, en það á að vera um 200-300 m frá henni. Þarna hafa verið dýr á sumrin, enda skammt í vatn og hagar góðir.”
Í örnefnaskrá fyrir Núpa segir m.a. um Núpastíg: “Gömul gata, sem lá á ská upp fjallið af Hjallhól. Þar var farið með heyband ofan af fjallinu. Ein kona fór þar niður ríðandi í söðli og þótti það með tíðindum.”
Gunnlaugur sagði aðspurður næsta skarð að vestanverðu í Núpafjalli heita Valhnúksskarð. FERLIR hafði áður skoðað að upp úr því liggur gata, enda grasi gróið í skarðinu og vel upp fyrir brún. Gatan liggur áfram til vesturs í gegnum Hraunið og upp á Skógarveg (Suðurferðagötu).
Austan undir skarðinu er tvískipt rétt eða stekkur. Uppi í skarðinu er veggur af tóft. Enn ofar, áður en gatan, sem enn er greinileg þar sem hún liggur yfir austanverðan Þurárbrunann, beygir til norðurs með gróningum neðan við Stóradal er hlaðinn nátthagi eða rétt á hraunbrúninni. Annars er mikilfenglegt að horfa yfir Brunann úr skarðinu og sjá hvar hraunið (Þurárhraun) hefur safnast saman og stöðvast neðan við hlíðina.
Gunnlaugur sagðist kannast við þessi mannvirki. Nátthaginn væri sennilega gamalt selmannvirki, enda má sjá gamlan lækjarfar þar við og vætingu neðan við gróðurbrekkur, sem nú væru að blása upp. Stutt er í Seldalinn frá því. Leifar af mannvirkinu efst í Valhnúksskarðinu væru eftir hermenn, sem hefðu haft Núpaselþarna aðstöðu á stríðsárunum eftir 1941. Herinn hefði haft mikinn viðbúnað, bæði þar og á og við Núpafjall, eins og glöggt má sjá. Réttin, eða stekkurinn, neðan við Valhnúksskarð væru einnig fornar tættur, notaðar löngu fyrir hans tíð að Núpum. Þar heitir Fjárból. Það er ofan við vestasta túnið á Núpum, nefnt Stekkatún.
Suðurferðagatan liggur upp frá hlaðinu á Þóroddsstöðum um 8 km að þjóðvegi 1 á Hellisheiði. Leiðin er svo kölluð vegna þess að hún var flutningaleið til Reykjavíkur og frá. Hún var einnig nefnd Skógargata, því að þar fóru Hjallamenn í Grafning til hrísrifs. Hún fylgir vesturbrún Þurárbrunans, sem rann um Krists burð, og þvert yfir hann  þar sem hann er mjóstur, á móts við miðja Hverahlíð.
Vatnsskarð er vestasta skarðið í hlíðinni vestan Núpa. Þar rann mesta hraunið ofan af fjallinu. Vatn rennur þar í leysingum. Valhnúkur er hnúkur (bergstandur) austan Vatnsskarðs. Arnarsetur er þar á bergsnös austan í Valhnúk. Þar verpti örn á árunum milli 1880 og 90. Ungur og ófyrirleitinn Ölfusingur kleif upp í hreiðrið, tók eggin og seldi þau fyrir peninga (Nielsen á Eyrarbakka). Sandskarð er mjótt skarð vestan við Núpahnúk, upp úr sömu gróningum og Valhnúkaskarð, sem er skammt vestar. Annað nafn á Sandskarði er Guðnýjarskarð. Enn annað nafn á því er Stekkatúnsskarð því Stekkatúnið er neðanvert við það. Þar er Fjárbólið, gróin brekka. Þar vestan undir stórum steini eru hlaðnir veggir á þrjá vegu. Fálkaklettur er einstakur klettur vestast í Stekkatúni. Líkist hann fugli í lögun. Valhnúksskarðið er skarð Álftaregg við Hurðarásvötnfast austan við Valhnúk. Undir skörðunum er Núpastekkatún: Gróin flöt neðan Fjárbóla. Sér enn fyrir stekknum. Austar er Núpahnúkur; þverhnnípt berg með hallandi lögum. Skagar lengst fram (suður). Í daglegu tali var bergið nefnt Hnúkurinn. Snorrahellir er hellisgjögur austan í Hnúknum, myndað af sjávargangi.
Núpastígur er, sem fyrr segir, gömul gata er lá á ská upp fjallið af Hjallhól. Stígurinn liggur upp með Vatnsgili. Það kemur bak við Gráhnúk og rennur lækurinn norðan gamla túnsins. Vatnsklettur er stór klettur við Núpastíg.
Gráhnúkur nefnist eggjabrúnin norðan Vatnsgils, vestur að Núpastíg. Arnarhreiður er þar við smáskúta austan í Gráhnúk. Þar verpti örn fram yfir 1940. Sést þar fyrir auknum gróðri. Fýll hefur verpt  þar frá 1962. Smjörbrekka er gróin grasbrekka norðan Vatnsgils, neðan undir Arnarhreiðri.
Uppi á Núpafjalli eru Nónbrekkur, grasbrekkur móti suðaustri, upp af Valhnúksskarði. Þær eru ekki eyktamark frá Núpum því þær sjást ekki frá bænum. Líklega eru þær eyktamark frá Kröggólfsstöðum. Selásbrekkur eru brekkur í hrauninu upp af Vatnsskarði, suður og austur af Selás. Selás er lítil hæð og grasbrekkur í kring, Selásbrekkur. Þar er réttin (stekkurinn) eða nátthaginn á hraunbrúninni. Seldalurinn er gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gatan. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg. Armæður heita hallalitlir melar austan við Seldal. Hurðarás er langur hryggur, ber hæst, liggur í sömu stefnu og fjallsbrúnin. Þjóðvegurinn liggur yfir hann nyrst. Á sumum landakortum er hann nefndur Urðarás. Rétt við mót Skógarvegar og götu að ValhnúksskarðiHurðarásvötnin eru í lægð með vötnum (tjörnum) í vestan Hurðaráss.
Allt framangreint var gott að hafa í huga áður en lagt var á Núpastíg. Eins og fram er komið er Hjallhóll ofan vegarins, brattur neðan suðvestasta bæjarins. Nokkrar gamlar fjárhústóftir úr torfi og grjóti eru austan og suðvestan undir hólnum. Suðvestan í honum, ofar en aðrar tóftir, er stór tóft með dyr mót austri. Snýr tóftin í austur og vestur. Vestan hennar er stór steinn og hefur verið gert hús utan í hann, aftan við tóftina. Þarna segja kunnugir að hafi verið hin forna kirkja eða hof á Núpum.
Gunnlaugur sagði að vestan í hólnum, neðarlega, væri stór þúfa, sem sumir teldu að gæti verið dys.
Upp frá Hjallhól var lagt á þversneiðingana í hlíðinni fyrir ofan. Í fyrstu virðist gatan ógreinileg, en skýrðist smám saman. Þegar upp á brúnina var komið var stefnan tekinn á suðurenda Núpafjalls. Núpastígur liggur um vestanvert Núpafjall, sem er heildarnafn á fjallinu, frá Sigmundarsnös og suður að Núpahnúk. Skammt suðaustan við fjallsranann eru gatnamót. Beygt var til norðurs líkt og Gunnlaugur hafði mælt með. Hátt mosahraunið leggst þar nokkuð þétt að fjallinu. Gatan liggur með hraunröndinni – og síðan svo til beint áfram inn að Hurðarásvötnum. Líklega hefur gatan sjálf legið nokkuð hærra og sunnar fyrrum, en selstígurinn síðan orðið honum yfirsterkari, enda heyjað á völlunum innan við það lengi vel. Þar sem (sel)gatan víkur frá hraunjaðrinum er Núpaselið á vinstri hönd.
Tóft efst í ValhnúksskarðiUm er að ræða fallegt sel með sex rýmum, auk þess sem stekkurinn hefur haldist nokkuð vel, enda verið lítil umferð um þetta svæði á síðari áratugum. Kví er vestan við megintóftina, sem sennilega hefur verið baðstofan. Eldhúsið er við hlið hennar að vestanverðu. Skýringin á að svo mörg rými eru þarna er líklega sú að selið var í þjóðbraut og aðstaða hafi verið gerð fyrir þreytta ferðalanga. Tóftirnar eru svo til við gömlu leiðina. Skýringin á sambyggðri tóft austan við selið gæti verið sú. Aðrar tóftir eru eðlilegar til sels að telja, þ.e. sjötta rýmið og það vestasta, hefur að öllum líkindum verið kví – næst stekknum. Austar og sunnar er ás og brekkur í fjallinu, væntanlega Selás og Selásbrekkur.
Þegar komið var upp að Núpafjalli mátti víða sjá leifar minja frá stríðsárunum. Af rústum einstakra kampa má nefna Camp Cameron sem Bretar reistu vorið 1941 við Hurðarásvötn í Seldal nærri Núpafjalli.
Fleiri minjar eru þarna nálægt, s.s. eina varðan er leiðbeint hefur vegfarendum að Hellisheiðargötunni, auk þríarma hleðslna á móbergshæð, er virðist gamalt í fyrstu, en hefur að öllum líkindum verið athvarf þriggja varðmanna þegar Bretinn var þarna með fyrrnefnda varðstöð skammt austar, austan við Hurðarásvötnin og sunnan til í Núpafjallinu. Þar má sjá leifar þeirra mannvirkja, s..s reykháf og grunna nokkurra húsa.
Álftir syntu um Vötnin, en athugull FERLIRsþátttakandi hafði áður veitt því athygli að önnur þeirra hafi staðið upp á litlum hólma norðan þeirra er hún varð mannaferða vör. Þegar hólminn var gaumgæfður kom í ljós hreiður með þremur eggjum. Allt var látið Valhnúksskarðósnert. Lognið var algert, álftahjónin liðu um lygnuna í rólegheitunum og mófuglarnir sáu um tónlistina, miklu mun betri en öll Eurovisionlögin til samans, sem leikin voru í fjarsýninu þetta kvöld.
Gatan norðan Vatnanna var rakin spölkorn, en síðan var snúið við og Núpastígur genginn að fyrrnefndum gatnamótum. Þar var Skógarveginum (Suðurferðagötunni) fylgt áfram til suðurs uns komið var að gatnamótum. Annars vegar heldur Skógarvegurinn áfram niður með vesturbrún Þurárbrunans þar sem hann greinist í tvennt; annars vegar um Vatnsskarð að Þurá og hins vegar niður að Þoroddsstöðum.
Í Jarðabókinni1703 segir m.a.: “Fyrir austan Valhnúk er strax Gnúpahnúkur, með miklum hömrum, nær allt að Gnúpastíg, hvor eð liggur fyrir ofan Gnúpatún upp á fjallið, brattur yfirferðar, og samtengist við almenningsveginn á sunnanverðri Hellisheiði, þar Hurðarásvötn heita.”
Að þessu sinni var, skv. áætlun, gatan gengin til austurs (vinstri), fyrst um gróninga og síðan yfir haft á hrauninu. Áður en lagt var á mosahraunið var fyrir hlaðinn rétt, sennilega notuð til rúninga því vestan hraunsins eru grösugar brekkur og vilpur. Gunnlaugur taldi að mannvirkið gæti hafa tengst selstöðunni efra. Alla leiðina var gatan mjög skýr með austanverðri hraunbrúninni og hefur greinilega verið fjölfarin, hvort sem er af mönnum eða skepnum. Fljótlega birtist Valhnúksskarð. Ofan frá því má vel sjá hvernig hraunið hefur runnið niður skörðin að vestanverðu og staðnæmst á sléttunni fyrir neðan hlíðina. Efst í skarðinu er fyrrnefnd tóft frá veru hernámsins, að sögn Gunnlaugs.
Valhnúksskarð er gróið og auðvelt umgöngu. Þegar niður var komið þótti ástæða til að berja stekkinn við Fjárbólið augum. Hann er heillegur, tvískiptur. Neðar er tóft utan í stórum steini, sem fyrr er lýst.
Götunni var fylgt til norðurs undir Núpum með viðkomu í Snorrahelli uppi í hamraveggnum. Um er að ræða allsæmilegan skúta með op til austurs. Undir honum eru gróningar.
Á leiðinni frá Gnúpum var komið við í gróinni fjárborg við þjóðveginn að austanverðu skammt norðan gatnamótanna. Ekki er að sjá að borgarinnar hafi verið getið í örnefnaskrám, en þjóðvegurinn liggur svo til alveg við hana.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnaslýsing fyrir Núpa frá 1971.
-Gunnlaugur Jóhannsson.
-Jarðabók ÁM 1703.

Núpar

Núpakirkja – tilgáta. ÓSÁ.