FERLIR hefur nú (2023) endurnýjað þrjú af átta sögu- og minjaskiltum Grindavíkur með stuðningi bæjaryfirvalda.
Skiltin eru við Járngerðarstaði (sögusvið Tyrkjaránsins), Hóp og í Þórkötlustaðahverfi og eru til viðbótar þeim tveimur, sem endurnýjuð voru á síðasta ári (2022), þ.e. við gömlu kirkjuna og ofan við bryggjuna á Þórkötlustaðanesi. Skiltin voru orðin 12 ára gömul og höfðu látið verulega á sjá vegna ágangs ljóss, veðurs og vinda. Illlæsileg skilti eru engum til ánægju og því nauðsynlegt að viðhalda þeim eftir þörfum.
Örnefna- og minjaskiltunum er ætlað að vera bæjarbúum og gestum þeirra til fróðleiks um þeirra næsta mjög svo áhugaverða umhverfi. Gerð þeirra var upphaflega styrkt af Grindavíkurbæ, Saltfiskssetri Íslands og Pokasjóði. FERLIR gaf alla vinnu við undirbúning og gerð þeirra. Vonir standa til að hægt verði að endurnýja þau þrjú skilti er eftir eru, þ.e. á Holuhól í Staðarhverfi, á Gerðarvöllum og við Hraun, næsta vor.
Sjá umfjöllun um endurnýjun fyrstu tveggja skiltanna HÉR.